Héraðsdómur Austurlands Dómur 27. júní 2023 Mál nr. S - 117/2022 : Lögreglustjórinn á Austurlandi ( Sigurður Hólmar Kristjánsson aðstoðarsaksóknari) ) g egn X ( Hilmar Gunnlaugsson lögmaður ) Dómur. I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 2. maí 2023, er höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 14. október 2022, á hendur X , kennitala , , ; fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í , með því að hafa um hádegisbil 21. júní 2022, ekið vinnuvél (skotbómulyftara) af tegundinni Manitou MLT 629, með skráninga rn úmer án nægilegrar athygli, en útsýni ákærða fram fyrir ökutækið var að miklu leyti byrgt, vegna fjögurra plastkara sem var sta flað óbundnum á gaffla lyftarans, án þess að gæta þess að halda ökutækinu eins langt til hægri og unnt var m.t.t. annarrar umferðar og aðstæðna að öðru [leyti] , án þess að gefa gangandi vegfaranda sem var á götunni, tíma til að víkja til hliðar og án þe ss að veita honum nægilegt rými á veginum, þegar ákærði ók frá höfninni í , í suður eftir veginum fram hjá í , með þeim afleiðingum að hann ók á gangandi vegfarandann A , kt. , ríkisborgara, með þeim afleiðingum að hann fell í götuna og kramdist undir göfflum og/eða farmi lyftarans og lést skömmu síðar af sárum sínum. Telst þetta varða við 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög og 1. mgr. 18. gr., 1. mgr. 27. gr. og 1. mgr. 80. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr . umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar - 2. Við meðferð málsins fyrir dóm i var af hálfu ákæruvalds fallið frá einkaréttarkröfu í ákæru. Að því leyti var vís að til yfirlýsingar lögmanns aðstandanda hins látna, dagsettrar 5. desember 2021. 2 3. Fyrir dómi hefur ákærði neitað refsiverðri sök. Skipaður verjandi, Hilmar Gunnlaugsson lögmaður, krefst þess fyrir hönd ákærða aðallega að hann verði sýknaður af öllum kr öfum ákæruvaldsins, en til vara að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst verjandinn að allur málskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ. á m. málsvarnarlaun við alla meðferð málsins. II. 1. Samkvæmt frumskýrslu og rannsóknargögnum barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning þriðjudaginn 21. júní 2022, kl. 12:45, um að alvarlegt umferðarslys hefði orðið á suðurhluta , og þá þannig að erlendur ferðamaður hefði orðið undir fiskikari. Átti þar í hlut ferðamaður, A . Fjórir lögreglumenn frá Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Egilsstöðum, nr. , , og , voru komnir á slysavettvanginn kl. 13:49 og 14:00, en þegar það gerðist voru þar fyrir a.m.k. ákærði, læknir, sjúkraflutning s - og björgunars veitarmenn, erlendir ferðamenn, en einnig fleiri aðilar, sem höfðu verið við vinnu í næsta nágrenni, þ. á m. við , sem er í um 100 m fjarlægð. Þegar lögreglumennirnir komu á vettvang hafði slysavettvangi verið lokað. Á slysavettvangi var s kotbómulyftar inn , sem ákærði hafði verið að aka, en einnig minni gaffallyftari sem vitnið B , sjúkraflutningamaður og þáverandi starfsmaður , hafði verið að aka. Báðir þessir lyftarar höfðu fyrir slysið verið að flytja fiskikör frá höfninni í , um , og að a thafnasvæði , um 1 km vegalengd. Þegar lögreglumennirnir komu á vettvang hafði A þegar verið úrskurðaður látinn. 2. Í frumskýrslu C , lögreglumanns nr. , er aðstæðum á slysavettvangi og aðgerðum lögreglu m.a. lýst þannig: Þar stóðu lítill skotbómulyftari, með akstursstefnu frá bryggjunni, og á göfflum hans 4 fiskikör full af fiski, og á móti honum gaffallyftari sem studdi göfflum sínum við körin, en 3 efstu körin höfðu fallið ofan í það neðsta. Á milli lyftaranna, við hlið karanna, lá svo lík þess sem hafði orðið fyrir skotbómulyftaranum með körin, og var búið að [ bre i ða ] Samkvæmt afstöðuteikningu lögreglu hafði skotbómulyftaranum verið ekið um 160 m vegalengd frá bryggjunni í og þannig nokkurn spöl um suðurhl uta , nærri listaverkinu 4 5. Í frumskýrslu lögreglu segir frá því að eiginkona vitnisins E hafi ekki verið sjónarvottur að slysinu þar sem hún hafi verið farin inn í bílaleigubifreið þeirra hjóna, sem hefði snúið frá slysavettvangi. Þá er í s kýrslunni eftirfarandi skráð ef t ir vitninu B : sagðist hafa verið [við] vinnu á lyftara þarna á svæðinu og séð hvernig körin á skotbómulyftaranum hölluðu og ákvað að fara þarna að til að aðstoða lyftaramann skotbómulyftarans við að rétta þau af, en vissi þá ekki hverslags var eða hver ástæðan fyrir svo hafa séð hverskyns var þegar hann nálgaðist og strax farið í það að reyna endurlífgun með E 6. Í frumskýrslunni er um framburð ákærða vísað til yfirheyrsluskýrs lu rannsóknar - lögreglumanns, sem fór fram 30. júní nefnt ár, en skýrslan var tekin upp. Viðstaddur yfirheyrsluna var tilnefndu r verjandi ákærða, en hann var síðar skipaður til starfans. Við lögregluyfirheyrsluna greindi ákærði frá löngum starfsferli og þar á meðal við akstur lyftara. Þá lýsti ákærði starfi sínu umræddan slysadag og m.a. þeirri 1 km akstursleið með fiskikörin frá b r yggjunni í og að , á 2.900 kg s kotbómulyftara, . Ákærði skýrði frá því að hann hefði ekki haft stjórn á verklaginu, sem hefði verið harla óvenjulegt. Hafi það komið til af því að fiskibáturinn hefði ekki getað lagt að aðalbryggju kauptúnsins sökum framkvæmda sem þar hefðu staðið yfir, en að auki hefðu körin verið óvenju mörg. Við yfirheyrsluna skýrði ákærði frá því að hann hefði verið í níund u ferðinni þegar slysið gerðist, en hefði í hinum fyrri ferðum sínum verið búinn að veita ferðafólki eftirtekt við fyrrgreint listaverk, af bryggjunni og síðan áleiðis suður akbrau t hefði umrætt listaverk verið við vinstri hlið lyftarans. Nánar u m atvik máls þegar slysið gerðist sagði ákærði í skýrslunni: Ég er að leggja af stað frá bryggjunni með 4 kör og er að keyra upp götuna og ég sé konu sem stendur við , þeim megin og er bara við . Þegar ég horfi svo áfram upp eftir þá sé ég þennan mann, hægra megin, úti í kanti ásamt einhverjum 2 bílum og [ eitthv ert] fólk þar við bílinn líka. Ég sé þennan mann og hann horfir til mín ... Hann sá mig ... hann horfir á mig þegar ég er horfumst í augu. ... hún (konan) er við Hann er langt til [ malar kaflanum ] sem er fyrir utan [ vegin n] . , ég var svo sem ekkert að pæla neitt meira í því hvað hann var að gera ... hvort hann var að pæla í því að fara yfir eða ... ég get náttúrulega ekki sagt 5 held bara áfram í rólegheitum, ég keyri náttúrulega ekki er meira vinstra megin á götunni af því að það var [ engin n] mannskapur hinum megin og líka er vegurinn betri þarna en það var [ engin n] þarna akkúrat við því slysið verður megin .. . mér fannst í raun og veru það eina rétta að vera þeim megin. R annsakar i spurði n ánar út í málsatvik og þá hvort hann hefði í greint sinn veit t því eftirtekt að nefndur maður hefði fært sig úr stað, og enn fremur hvernig útsýnið hefði verið úr ökumannss æti lyftarans, en þar um vísaði rannsakarinn til þess að hann hefði tekið ljósmynd frá því sjónarhorni. Ákærði svaraði því til að hann hefði ekki sé ð umræddan mann færa sig til, en vísaði til þess að bóman hefði verið í aðeins hærri stöðu fyrir slysið, en játti því að útsýnið hefði þó ekki verið frábært og sagði: Ég sé í : Svo bara er ég að fylgjast með og náttúrulega get ekki alveg verið með augun hringinn í kringum mig en er samt að fylgjast eins vel með og ég mögulega Þetta er u einhverjir 15 til 20 metrar sem ég er að keyra og þá finn ég bara smá högg og átta mig ekki alveg strax á því en þetta virtist vera það lítið högg samt sko ... ég var á lítilli ferð ... en é g lyfti upp ... það er bara ósjálfráð viðbrögð ég lyfti körunum upp, en ég er með körin í 10 cm hæð frá jörðu þegar ég er að keyra þeim og ég lyfti þeim bara snögglega upp og er að stoppa í leiðinni því að [ég er] náttúrulega með 4 kör framan á, þá náttúrulega ef ég hefði klossað niður einhvern [ vegin n] þá hefði [ bara allt lent ] fram ... náttúrulega geri mér ekki [ alveg ] grein fyrir því hvað er að gerast ... ég lyfti þeim upp og þá kemur bara maðurinn undan körunum og þá er ég stopp. Hann endar svo svona fyrir framan dekkin. Fer ekki undir dekkin. Eftir það hleyp ég bara út og er að skoða og annar kemur strax að ... útlendingur líka og biður mig um að hækka körin enn meir sem ég gerði. Akkúrat í þeirri andrá þá kemur B , starfsmaður , þarna að og hleypur með okkar að manninum líka. Hann er náttúrulega sjúkraflutningamaður og hann fer strax að athuga einstaklingar komið á vettvang og hefði þá maðurinn verið dreginn lengra undan lyftaranum og þá um leið hefðu verið hafnar lífgunartilraunir. Ákærði skýrði frá því að það tíðkaðist ekki að festa fiskikör sérstaklega við slíkan akstur, en áréttaði að af þeim sökum hefði hann ekki hemlað harkalega í greint sinn þar sem þá hefð u trúlega tvö hin efstu körin fallið fram af gö f flunum. 6 7. Í rannsóknarskýrslu rannsóknarlögreglumanns er aðstæðum á vettvangi lýst með ljósmyndum og myndtextum, en einnig er u á meðal gagna kortamynd af og yfir litsmynd yfir , sem m.a. sýnir akstur s leið lyftarans , svo og yfirlitsmynd af slysavettvangi, sem tekin er til norðurs og þannig á móti akstur s stefnu lyftarans. Þá er í rannsóknarskýrslunni ályktað um stöðu þess einstaklings, sem ákærði hafði lýst að hefði staðið hægra megin miðað við akstur s stefnu lyftarans (merkt A á mynd), þ.e. á malarsvæðinu vestan akbrautar . Þá er ályktað út frá frásögn vitnisins E að hinn látni, A , hefði fyrir slysið staðið við austurhluta akbrautarinnar, vinstra megin við a kstur s stefnu lyftarans, og hafi hann þannig verið nærri einu við sjávarkambinn (merkt B á mynd). Þá er á meðal rannsóknargagna ljósmynd, sem tekin var úr ökumannssæti lyftarans, en í myndtexta segir að hún sýni útsýnið fram á við, en tekið er fram að bó man hafi verið í hærri stöðu en þegar slysið gerðist. Samkvæmt mynd þessari eru vinstri hjól lyftarans nærri mörkum malarhluta eða stígs og hins malbikaða hluta akbrautarinnar. Í myndtexta segir einnig: Samkvæmt frásögn vitnisins E lenti sá látni á vinstr a horni karanna, féll um koll og lenti undir þeim og stoppaði með [ fæturna ] nánast undir vinstra hjóli lyftarans. Í rannsóknarskýrslunni er ljósmynd á bls. 5, og er í myndtexta fullyrt að eiginkona vitnisins E hafi tekið myndina augnabliki áður en slysið varð . Í textanum segir einnig: Á myndinni má sjá E við eitt , [ A ] , sá látni, er að taka mynd af einu og lyftarann má sjá niðri á bryggjunni að sækja karastæðu. E sagðist svo hafa gengið yfir veginn, konan hans hafi farið að bifreiðinni sem þau voru á en [ A ] , sá látni, hafi verið áfram þarna við að mynda og skoða. [ A ] virðist á þessari mynd vera nánast á sama stað og Á hinni síðastgreindu ljósmynd má sjá að A heitinn er íklæddur bláleitum buxum, svörtum skóm og grárri yfirhöfn og er með hettu á höf ð inu. Á nefndri mynd er vitnið E í forgrunni og stendur hann á malarstíg fast við eitt af . Vitnið er íklætt dökkgrárri hettuyfirhöfn, bláum buxum og svör t um skóm, og er með hettu á höfði. Einnig má sjá á myndinn i , í fjarlægð, að við bryggjun a í er fiskibátur við landfestar, og að þar skammt frá má sjá skotbómulyftarinn við stafla af fi s kikörum. Í rannsóknarskýrslunni gerir nefndur rannsóknarlögreglumaður grein fyrir niðurs töðu rannsóknarinnar þannig: Rannsókn málsins leiddi í ljós að líklegast hefur hinn látni staðið vinstra megin við veginn miðað við akstursstefnu tækisins (lyftarans). Hann hafi líklega gengið af stað 7 án þess að taka eftir lyftaranum og gengið í veg fyrir tækið. Ökumaður lyftarans taldi í skýrslutöku hjá lögreglu að maðurinn hafi verið hinum megin við veginn en líklega hefur ökumaðurinn þar verið að horfa á vitnið E og hafi aldrei séð þann látna fyrr en hann sá manninn koma undan körunum. Það er mat lögreglu að ökumaður tækisins hafi ekki séð þann látna þar sem hann hafi staðið í vegkantinum við í er verið var að flytja 4 kör í stæðu sem takmörkuðu útsýni ökumanns verulega. Ökumaðurinn taldi að mað ur sem hann hafði horft á, hægra megin við veginn, hafi verið sá sem lenti fyrir tækinu en líklegast er að þar hafi hann verið að horfa á vitnið, E . Það er mat lögreglu að helsta ástæða [ slyssin s] hafi verið slælegt útsýni ökumanns lyftarans þar sem 4 kör [ b y rgðu ] 8. Að fyrirmælum Lögreglustjórans á Austurlandi, dagsettum 22. júní 2022, fór fram réttarkrufning á líki A þann 27. júní sama ár. Með fyrirmælunum fylgdi frumskýrsla lögreglu. Krufninguna annaðist F réttarlæknir, ásamt sérhæfðum nafngreindum starfsmanni og lækni. Var það niðurstaða sérfræðingsins samkvæmt krufningarskýrslu, dagsettri 11. júlí 2022, að hinn látni hefði hlotið fjöláverka á brjóstholi og mjaðmasvæði sem hafi bent til þess að bolur hans hefði kramist líklega samtímis hreyfingu eins og t.d. . Segir í skýrslunni að rannsóknin hafi sterklega bent til þess að dánarorsökin hafi verið áverkar á brjóstkassa og líffærum hans. 9. Samkvæmt skoðunarskýrslu Vinnueftirlitsins á lyftaranum , dagsettri 22. júní 2022, voru gerðar athugasemdir við ljósabúnað, en einnig aurbretti og vélarhlíf og krafist úrbóta. 10. Á meðal þeirra gagn a , sem aflað var af hálfu skipaðs verjanda við meðferð málsins fyrir dómi, er vottorð yfirsálfræðings Heilbri gðisstofnunar Austurlands, sem dagsett er 24. apríl 2023. III. Framburður fyrir dómi. 1. Ákærði neitaði sök fyrir dómi, en hann andmælir og einstökum sakaratriðum og verknaðarlýsingu ákæruskjals lögreglustjóra. 8 Fyrir dómi lýsti ákærði tildrögum þess að h ann hóf akstur á hinum dís e lknúna lyftara , með fiskikör fyrir f iskmarkaðinn á umræddan dag, 21. júní 2022, frá bryggjunni í , og ók með þau m.a. suður , við listaverkið hætti og hann hafði áður gert hjá lögreglu, sbr. II kaf l a hér að framan. Ákærði skýrði frá því að hann hefði hafið þennan akstur skömmu fyrir hádegið og hefði verið í níundu ferðinni þegar atvik máls gerðust. Ákærði áréttaði fyrir dómi, líkt og hann hafði gert í skýrslu sinni hjá lögreglu, að aðstæður hefðu í greint sinn verið harla óvenjulegar, og þá helst sökum þess að fisk - magnið hefði verið óvenju mikið og þar með fjöldi fiskikaranna, sem hefðu verið um 70. Þá hefði eigi verið unnt að landa aflanum við aðalbryggju kauptúnsins vegna fram - kvæmda sem þar hefð u staðið yfir. Af þessum sökum hefðu forráðamenn afráðið að landa aflanum úr viðkomandi fiskibát í , en samhliða afráðið að haga flutningunum með áður lýstum hætti. Forráðamennirnir hefðu leitað liðsinnis hans við þennan fiskflutning , og þá með lyft aranum , en því til viðbótar hefði þáverandi stjórnandi , vitnið B , komið að verkinu á öðrum minn i lyftara, og hefði nefnt vitni verið búið að aka eina eða tvær ferðir með fiskikör þegar slysið gerðist. Fyrir dómi greindi ákærði frá því að hann hefði í hverri ökuferð flutt fjögur fiskikör, en hvert kar hefði vegið um 300 kg, verið um 120 cm á breiddin a og 50 cm á hæðina, og því hefði heildarhæðin á fiskikörunum fjórum í hverri ökuferð verið um 2 m. Ákærði greindi frá því að körin hefðu ekki verið með festingum, enda hefði það ekki tíðkast á þeim tíma þegar atvik máls gerðust. Ákærði lýsti því að hann hefði breytt þessu síðastgreinda verklagi eftir umrætt slys, og þá með því að útbúa sérstakar festingar fyrir körin, en því til viðbótar hefði hann s ett myndavélar í lyftarann. Ákærði greindi frá því að ökumannsætið í lyftaranum hefði við nefndan akstur verið í um 2 m fjarlægð frá karastæðunni, en hann andmælti því að útsýnið fram fyrir lyftarann hefði verið verulega takmarkað. Í því viðfangi vísað i ákærði til þess að á hverju fiskikari væru tvö gaffalgöt eða spor, en hvort um sig væri 15 cm að breidd og 10 cm á hæðina, og sagði m.a. : Ég sé í gegnum körin, akk ú rat í minni hæð, sjónhæð, og sé að ljósmynd lögreglu, sem sýndi útsýnið úr ökumannsætinu , hefði því ekki gefið rétta mynd af því útsýni sem hann hefði haft í greint sinn. Mynd þess i hefði verið tekin eftir slysið og eftir að hann hafði lyft bómunni með körunu m upp næ s t strax eftir að atv ik máls gerðust. Útsýni hans hefði 9 því verið miklu betra, enda hefði hann séð í gegnum sporin á körunum, en hefði aftur á móti ekki séð yfir þau. Fyrir dómi staðfesti ákærði frásögn sína hjá lögreglu um að hann hefði fyrir slysið séð til ferða fjögurra fót gangandi ferðamanna nærri list a verkinu . Nánar aðspurður skýrði ákærði frá því að hann hefði ekki séð til A heitins þar sem hann hefði verið að ljósmynda og þannig verið nærri göngustígnum við austurhluta , sbr. hin a fyrrgreind u ljósmynd, sem lögreglan hafði fengið hjá vitninu E . Ákærði vísaði til þess að þegar mynd þessi var tekin hefði hann enn verið á lyftaranum á brygg j unni í . Fyrir dómi staðhæfði ákærði að hann hefði séð til ferða A heitins þegar ákærði hefði ekið af bryggjunni, þ.e. við upphaf aksturs hans suður nefnda akbraut. Ákærði kvaðst hafa ekið á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar og því hefði lyftarinn verið á austari hluta akbrautarinnar, enda hefði hann metið það svo að það væri öruggast miðað við akstursaðstæður. Nef ndi ákærði í því sambandi holukerfi vestan megin á akbrautinni, sbr. rannsóknargögn og ljósmyndir lögreglu. Ákærði staðhæfði að hefði hann ekið á vestari helmingi akbrautarinnar hefðu efstu körin geta ð oltið til og þannig kramið fiskinn. Fyrir dómi staðhæ fði ákærði að þegar hann hefði hafið umræddan akstur hefði hann ekki séð til ferðamanna við mið - og suðurhluta nefndrar akbrautar, sem hefði verið nærri 2 m breiða st í g þar við. Ákærði kvaðst hins vegar hafa veitt einsta klingi athygli, sem hann sagði að síðar hefði reynst vera A heit inn , þar sem hann hefði verið vestan akbrautarinnar, og því gegnt en nokkru sunnar en þar sem slysið gerðist. Að þessu leyti vísaði ákærði m.a. til ljósmynda lögreglu, og fyrrgreindrar m erkingar A. Var það ætlan ákærða að þegar hann hefði fyrst séð til A heitins , þ.e. við upphaf aksturs ákærða suður nefnda akbraut , hefði hann verið í um 150 m fjarlægð frá lyftaranum, vestan hinnar malbikuðu akbrautar og hægra megin miðað aksturstefnuna, s br. að því leyti bókstafurinn A á mynd lögreglu í rannsóknarsk ý rslu, bls . 3. A ð því leyti leiðrétti ákærði frásögn sína hjá lögreglu, um hina 15 20 m. Ákærði áréttaði að hann hefði við nefndar aðstæður náð augnsambandi við A heitinn, en aftur á móti ekki séð frekar til hans fyrr en eftir slysið, og þá eftir um 3 4 mínútna akstur á lyftaranum suður akbrautina. Ákærði sagði að hann hefði ekið lyftaranum viðstöðulaust suður akbrautina á um 8 km/klst. hraða og þá vegna hins áður lýsta ástands hinnar malbikuðu akbrautar. Ákærði sagði jafnframt að í greint sinn hefði hann gætt að göngustígnum við og þannig séð til þess fólks, austan og vestan akbrautarinnar, sem hann hefði mætt á nefndri akstursleið, en hins vega r ekki séð til ferða bifreiða. 10 Nánar aðspurður um staðsetningu ferðamannanna sem hann hafði séð og mætt í greint sinn áréttaði ákærði að þegar hann hefði ekið lyftaranum af bryggjusvæðinu og hafið aksturinn suður , við hefði A heitinn verið um 10 m fyrir ofan slysstaðinn (merkt B á mynd í rannsóknarskýrslu lögreglu , bls . 3. ), þ.e. frá bryggjunni ... og er hægra megin á veginum miðað við akstur s stefnu lyftarans. Er því nær brekkubrúninni, og fjær og sjónum : Ákærði skýrði frá því að við upphaf lýsts aksturs, þ.e. eftir að hann hafði ekið fram af bryggjusporðinum, hefði hann séð til ferða eiginkonu A heitins þar sem hún hefði verið við og þannig verið vinstra megin við lyftarann, miðað við akstursstefnu hans. Ákærði sagði að eiginkonan hefði mætt lyftaranum á göngu sinni þegar hann ók suður akbrautina, en á þeirri stundu hefði hann einnig séð til ferða tveggja annarra einstaklinga, hjóna, sem hann kvað líkt og A heitinn hafa verið hægra megin við akbrautina miðað við akstur s stefnu lyftarans. Því hafi þau verið nær brekkukantinum en fjær . i að bifreiðum sem þarna hafði verið lagt . Ákærði skýrði frá því að í ljósi ofangreindra aðstæðna, og m.a. vegna fyrrgreinds augnsambands hans við A heitinn og staðsetningar hans, hefði hann ekki haft sérstakar áhyggjur, en engu að síður fylgst vel með göngustígnum við . Ákærði staðhæfði að hann hefði mætt hinum fyrrnefndu hjónum um 10 m áður en slysið gerðist, og bar að það hefði verið ætlan hans að þau hefðu á þeirri stundu verið á leið að eigin bifreið þar aðeins norðan við. Ákærði staðhæfði að þannig hefðu allir þeir gangandi vegfarendur sem hann hefði séð í greint sinn verið landmegin, þ.e. til hægri miðað við akstur s stefnu lyftarans, nema kona hins látna, sem hann hefði mætt, þar sem hún hefði verið göngust í gnum við og sagði : Ég horfi á það líka þegar hún, í baksýnis speglinum, þegar ég sé að hún labbar yfir götuna síðan og í átt að bílnum sem þau voru á, sem var Ákærði lýsti atburðarásinni eftir þetta þannig: O g svo þegar ég er kominn þarna upp eftir, 150 m, þá finn ég að það er ekki alveg ei ns og það átti að vera. Og svo heyri ég hróp og þá er það í manninum sem að ég var búinn að mæta, sem er , og hann kemur svo hlaupandi meðfram lyftaranum, að aftanverðu og fram fyrir, og þá er ég stopp og ég er búinn að kippa körunum svona, gerist bara ósjálfrátt, hækka körin og þá sé ég manninn koma þaðan undan. Drep strax á lyftaranum og fer út og sé að við getum ekkert gert nema að ég fari aftur inn í lyftar a nn til þess að hækka körin ennþá meira til þess að 11 komast að honum, og svo kemur bara annað fó A heitinn hefði legið á akbrautinni á milli fiskikaranna og framhjóla lyftarans. Fyrir dómi bar ákærði að hann hefði mikið hugleitt það eftir slysið hver hefði verið ástæða þess, og sagði að hann hefði talið líklegast að A heitinn h efði misreiknað ökuhraða lyftarans og því hefði hann gengið austur yfir akbrautina. Þar um vísaði ákærði til merkinga lögreglu í rannsóknarskýrslu, á fyrrnefndri ljósmynd af slysavettvangi, bls. 3, með merkingunum A og B. Ákærði greindi frá því að eftir h inn hörmulega atburð hefði hann verið andlega miður sín og af þeim sökum misst úr vinnu. Vegna þessa hefði hann þegið aðstoð og meðferð sálfræðings. Þar um vísaði hann m.a. til fyrrgreinds vottorðs yfirsálfræðings heilbrigðisstofnunar. 2. Vitnið G , rí kisborgari, skýrði frá því að hún hefði komið með eiginmanni sínum, A heitnum, til landsins, og hafi ætlan þeirra á verið að skoða listaverkið . Vitnið skýrði frá því að við komu hefðu þau lagt bílaleigubifreið sinni landmegin í víkinni, en veitt því eftirtekt að önnur hjón hefðu komið þar að um svipað leyti. Vitnið sagði að mikill vindur hefði verið á vettvangi. Vitnið kvaðst hafa fylgst með eig inmanni sínum taka myndir af og sagði að m.a. hefði það verið ætlan hans að hafa skip, sem legið hafi við landfestar, með á mynd ásamt listaverkinu. Vitnið sagði að A heitinn hefði verið við þessar myndatökur nokkrum mínútum fyrir slysið og bar að ha nn hefði þannig verið nærri þegar hann hefði gengið frá og í átt að bryggjunni, um 70 m vegalengd. Vitnið kvaðst hafa gengið þessa leið á stíg nærri listaverkinu, en á þeirri stundu veitt því eftirtekt þegar lyftari ók frá skipinu. Vitnið kvaðst ekki hafa fylgst frekar með ferðum lyftarans, og ekki séð slysið. 3. Vitnið E , ríkisborgari, skýrði frá því að það hefði komið til , ásamt eiginkonu sinni , í þeim tilgangi að líta á listaverkið . Vitnið sagð i að þau hjónin hefðu lagt bílaleigubifr eiðinni landmegin, en þar um vísaði það til vettvangsljósmyndar, sem því var sýnd, og bar að bifreiðin hefði verið nokkru norðan við slysstaðin n , og hefði framhluti hennar snúið til norðurs. Það var ætlan vitnisins að bifreið A heitin s og eiginkonu hans he fði einnig verið þar nærri. 12 Vitnið skýrði frá því að það hefði veitt því eftirtekt að lyftara var ekið á bryggjunni í nokkrum mínútum fyrir slysið, en í raun ekki fylgst frekar með akstri hans og þá ekki þegar honum var ekið á akbrautinni við fyrrnefnt listaverk. Vitnið lýsti atvikum máls með líkum hætti og rakið var í kafla II, liðum 4 5, hér að framan, m.a. varðandi myndatöku eiginkonunnar við sjávarsíðuna, nánar tiltekið við nr . 14 , og staðfesti einnig að myndin hefði verið tekin kl . 12:42, sbr. rannsóknargögn lögreglu, mynd á bls. 5. Vitnið áréttaði að á sama tíma og umrædd mynd var tekin hefði A heitinn verið að taka myndir af um 20 m norðar. Vitnið bar að það hefði afhent lögreglu þessa mynd, en einnig tvær aðrar, sem það hefði tekið eftir slysið. Vitnið staðfesti að þessu leyti áðurgreind samskipti við lögreglu, þ. á m. tölvusamskipti. Vitnið kvaðst á vettvangi ekki hafa séð skilti sem vöruðu við akstri vinnuvéla, a.m.k. ekki á ensku. Vitnið sagði að skömmu eftir umrædda myndat öku eiginkonunnar hefði slysið gerst, en sagði að slysavettvangurinn hefði verið nokkru sunnan við þann stað sem fyrrnefnd ljósmynd var tekin, um 20 m að það ætlaði. Vitnið sagði að A heitinn hefði haldið sig á svipuðum slóðum eftir margnefnda myndatöku o g þannig verið í svipaðri fjarlægð frá og áður. Vitnið sagði að þegar slysið hefði gerst hefði eiginkona þess verið komin inn í bifreið þeirra hjóna og því ekki séð slysið. Það var og ætlan vitnisins að eiginkona A heitins hefði á þeirri stundu verið v ið norðurhluta a kbrautarinnar, en af þessum sökum hefðu aðeins það og A verið á vettvangi, og þá nærri listaverkinu. Vitnið áréttaði að það hefði aðeins séð A heitinn ganga um austari hluta akbrautarinnar og verið þar við myndatökur og þannig verið um í 5 m fjarlægð , nærri sjávarsíðunni. Vitnið staðhæfði aðspurt að það hefði aldrei séð A ganga vestur yfir hina malbikuðu akbraut, en sagði að hann hefði þó um síð i r fært sig til norðurs, líkt og það hefði gert. Samkvæmt framansögðu var af frásögn vitnisin s ráðið að eftir margnefnda myndatöku hefði það fært sig til suðurs, en í framhaldi af því byrjað að færa sig til norðurs og þá í átt að bifreið þeirra hjóna, en þá jafnframt farið vestur yfir hina malbikuðu akbraut . Vitnið skýrði frá því að þegar þarn a hefði verið komið sögu hefði það heyrt hrópað orðið : að er þetta gerðist hefði það verið vestan akbrautarinnar, um 15 m frá . Fyrir dómi vísaði vitnið um staðsetningu sína til rann sóknargagna lögreglu, ljósmyndar á bls. 3 og bó kstafsins B , og ætlaði að það hefði þannig verið um 10 15 m frá slysstaðnum. Vitnið sagði að strax eftir fyrrnefnt hróp hefði það litið í áttina það an 13 sem hljóðið kom, en þá séð framhluta lyftarans, og á þeirri stundu séð hann aka yfir mann, en séð fljótle ga að um var að ræða A heitinn. Vitnið kvaðst í raun ekki hafa séð til ferða lyftarans fyrir slysið, en ekki heldur séð hreyfingu á A . Vitnið kvaðst því aðeins hafa séð slysið sjálft, en ekki augnablikin þar á undan. Vitnið kvaðst þannig ekki hafa séð A heitinn ganga í veg fyrir lyftarann, en að því leyti leiðrétti það efnisatriði í frumskýrslu lögreglu, sbr. kafl a II, liði 4 5. Vitnið skýrði frá því að eftir slysið hefði það verið fyrst á slysavettvang, og bar að það hefði strax beðið ökumann lyftarans að kalla eftir aðstoð, en einnig að bakka um ½ m þannig að unnt v æri að ná A undan farginu. Vitnið kvaðst hafa veitt því athygli að þau fiskikör sem lyftarinn hafði verið að flytja hefðu færst til og ætlaði að það hefði gerst þegar ökumaðurinn stöðvaði ak sturinn. Vitnið ætlaði og að um fimm mínútum síðar hefðu fleiri einstaklingar komið á vettvang, og þar á meðal ökumaður á öðrum lyftara, en að auki grátandi kona, sem það ætlaði að hefði verið eiginkona A . Vitnið sagði að strax hefði verið reynd endurlífgu n, þ. á m. af björgunar sveitarmanni, og hefði það tekið þátt í þeim aðgerðum, en án alls árangurs. Vitnið sagði að lögreglumenn hefði komið á vettvang um 1 og ½ klukkustund eftir slysið. Vitnið lét það álit í ljós að fyrrnefnd fiskikör hefð u hindrað útsý ni ökumannsins, og þá fram fyrir lyftarann í greint sinn. 4. Vitnið B , fyrrverandi starfsmaður , staðfesti frásögn ákærða í aðalatriðum og þar á meðal að umræddur fiskflutningar hefðu verið fremur óvenjuleg i r, sem hefði m.a. komið til vegna yfirst and an di framkvæmda við aðalhöfn kauptúns ins . Vitnið greindi og frá því að hið mikla magn af fiski hefði átt að fara á markað. Vitnið sagði að vegna þessa hefði verið leitað til ákærða um akstur á lyftaranum og þá til þessa að flytja umrædd fiskikör um 800 m vegalengd. Vitnið sagði að þetta hefði ekki verið hefðbundið verklag, þ.e. að aka svo miklu magni af fiski svona langa leið, þó svo að það hefði ekki verið óþekkt. Vitnið sagði að ákærði hefði hafið aksturinn og þessa fiskflutninga umræddan morgun. Vitnið kvaðst einnig hafa tekið þátt í þessum fiskflutning i , en þá á öðrum lyftar a , þegar löndun úr fiskiskipinu var loki ð . Vitnið skýrði frá því að það hefði verið að ljúka annarri ökuferðinni, og verið að aka á ný áleiðis að bryggjunni, verið nærri Sæbakkahæði nni, þegar það hefði séð að lyftari ákærða hafði staðnæmst á akbrautinni við listaverkin í . Vitnið kvaðst þá strax hafa veitt því eftirtekt að ólag var komið á þau kör sem ákærði var að flytja. Vitnið kvaðst hafa verið í um 200 m fjarlægð þegar 14 þetta gerðist og í fyrstu ætlað að ákærði hefði ekið ofan í holu á akbrautinni, líkt og stundum gerðist. Eftir að hafa ekið nær vettvangi, við , kvaðst vitnið hafa áttað sig á alvarleika málsins og að eitthvað annað og meira hafði gerst, en fyrst séð hv ers kyns var þegar það var komið á slysavettvanginn. Vitnið kvaðst hafa tekið þátt í því að draga hinn slasaða mann aðeins til hliðar þannig að unnt væri að hefja endurlífgun. Fyrir dómi skýrði vitnið frá því að á slysavett v angi hefði lyftari ákærða verið vinstra megin á akbrautinni miðað við akstur s stefnu, og sagði aðspurt um ástæðu þess: Ég get náttúrulega ekkert fullyrt um það, en vegurinn þarna er ekki góður, hann er holóttur og var það og er það enn, og það er svona það helst a sem ég sé í því, að men n sama akstur s máta í greint sinn, en þar sem það hefði ekið minni lyftara en ákærði ók hefði það aðeins verið með þrjú fiskikör í hverri ferð, en þá jafnframt ekið aftur á bak þar sem það hefði að öðrum kosti ekki haft útsýni á akstursleiðinni. Vitnið bar að það hefði reynt að aka hægra megin á akbrautinni suður frá bryggjunni, við , og sagði : að fara í Aðspurt um útsýnið og þá fram á við úr skotbómulyftara ákærða sagði vitnið: Ég myndi segja að þú hefðir alltaf betra útsýni úr skotbómulyftara með því að keyra áfram heldur en að bakka sko. Það er eiginlega þa una , en þú sér ð nokkuð vel fram fyrir þig , fyrir þig sko að vissu leyti ... og þú sé Vitnið greindi frá því að væri þekktur ferðamannastaður, en einnig hafnarsvæðið. Vitnið skýrði frá því að þegar atvik þessa máls gerðust hefði ekki verið keilur og bönd við þann 2 m malarstíg við kast. 5. Vitnið M, vélstjóri og sjúkraflutningamaður, skýrði frá því að það hefði fengið útkall vegna slyssins í . Vitnið bar að þegar þetta gerðist hefði sjúkr a flutningabifreiðin verið upptekin í öðru útkalli og það því farið á vettvang án margra bja rgráða, en hitt þar fyrir annan sjúkraflutningamann, vitnið B , sem þá þegar hefði verið farin n að reyna endurlífgun, sem eigi hefði borið árangur. 15 6. Vitnið L , starfsmaður , skýrði frá því að það hefði verið að koma úr hádegismat og verið á þáverandi vinnustað, við , þegar það hefði veitt því athygli, um 100 m norðar í , að lyftari hafði stöðvast. Vitnið kvaðst ekki hafa séð slysið, en farið á vettvang og þá m.a. séð þrjá erlenda ferðamenn og þar á meðal eiginkonu hins látna, en einnig sjúkraflut ningamenn og fleira fólk. Vitnið sagði að sjúkrabifreið hefði komið harla seint á vettvang, en bar að veður hefði verið þurrt og bjart. 7. Vitnið K skýrði frá því að það hefði verið við vinnu sína, við , þegar það hefði veitt því eftirtekt að atgangur var norðar á akbrautinni. Vitnið kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir alvarleikanum fyrr en það var komið á vettvang og sá að endurlífgunartilraunir voru þar í gangi. Vitnið kvaðst jafnframt hafa séð að ök umaður lyftara, sem þarna var á vettvang i , hafði ekið að kar a stæðu sem annar lyftari hafði verið að flytja, og þá til þess að verja hana falli. Vitnið bar að erlendir ferðamenn hefðu verið á vettvangi þegar þetta gerðist, en einnig fleiri innlendir einstak lingar. Vitnið bar að það hefði yfirgefið vettvang eftir u.þ.b. 20 mínútur eftir að ljóst var orðið að þarna hafði orðið banaslys. Vitnið sagði að þegar þetta gerðist hefði lögreglan ekki verið komin á vettvang. Vitnið sagði að þegar atvik máls gerðust hef 8. C , lögreglumaður nr. , lýsti atvikum og upphafsaðgerðum á slysavettvangi í aðalatriðum í samræmi við það sem rakið var í II. kafla, liðum 1 3 og 5 hér að framan. Vitnið sagði að nokkrir aðilar hefðu verið á vettvangi við komu þess, þ. á m. fáeinir ferðamenn. Vitnið sagði að við eftirgrennslan þess hefði það aðeins fundið eitt vitni, ferðamann, E sem hefði verið sjónarvottur að slysinu, en bar að vitnið B hefði verið fyrsti innlendi aðilinn sem komið hefði á vettvang e ftir slysið. Vi tn ið bar að eiginkona vitnisins E og eiginkona hins látna hefðu upplýst að þær hefðu ekki verið sjónarvottar að slysinu þar sem þær hefðu á þeirri stundu báðar verið komnar inn þær bifreiðar sem þær hefðu komið í á vettvang. Vitnið skýrði frá því að bifreið hins látna og eiginkonu hans hefði verið á malarsvæði í nálægð við bryggjusvæðið, og því nokkru norðan við slysstaðinn. malbikið verið þurrt. Vitnið mi nntist þess að möl hafði borist inn á vesturkannt hinnar 5 6 m breið u malbik uðu akbrautar, en minntist þess ekki að holur í malbikinu hefðu komið við sögu varðandi slysið. 16 Fyrir dómi lýsti vitnið samskiptum sínum við vitnið E á ensku slysavettvangi og ár éttaði efni frumskýrslunnar að því leyti. Vitnið bar að vitnið hefði haft orð á því að það hefði í fyrstu verið við ,, farið vestur yfir akbrautina, að það hefði eftir það farið að horfa í eigin myndavél og síðan horft frá henni, en þá séð að A heitinn var kominn í veg fyrir akstursleið lyftaran s á akbrautinni, og að lyftarinn hefði í framhaldi af því ekið á hann, og hann þá kallað orðið No en síðan fallið á akbrautina. Nánar aðspurt treysti vitnið sé r ekki til að segja til um hvort vitnið hefði sagt að A heitinn hefði gengið í veg . 9. Vitnið D , rannsóknarlögreglumaður nr. , skýrði frá því að það hefði a nnast slysarannsókn og ljósmyndun á vettvangi, en í framhaldi af því ritað áðurrakta rannsóknarskýrslu. Vitnið staðhæfði að það hefði blasað við á vettvangi að útsýnið frá ökumannsæti lyftarans , þ.e. fram fyrir hann , hefði ekki . Vitnið kvaðst að þessu leyti hafa tekið tillit til þess að bómu lyftarans og kör unum sem hann flutti hefði verið lyft eftir slysið, og þau þannig verið nær akbraut inni þegar atvik máls gerðust. Vitnið vísað i að þessu leyti til ljósmyndar í rannsóknar skýrslunni, á bls. 4. Vitnið skýrði frá því að það þekkti vel til aksturs lyftara og áréttaði að nefnd ljósmynd hefði í raun verið lýsandi fyrir sjónsviðið og að ákærði hefði þannig vegna fiskikaranna aðeins með mjög takmörkuðum hætti getað séð beint fram fyrir lyfta rann, og þá í gegnum götin/sporin á körunum. Vitnið staðfesti eigin rannsóknarniðurstöður, sbr. kafl a II , lið 7 hér að framan, og bar að þar hefði það aðallega, og þrátt fyrir andstæðan framburð og skynvillu ákærða, stuðst við frásögn vitnisins E , en þá ei nnig með hliðsjón af aðstæðum á vettvangi. Vísaði vitnið m.a. til þess að ákærði hefði við lögreglurannsóknina lýst því að A heitinn hefði fyrir slysið staðið þar sem vitnið E hefði í raun verið þegar slysatvikið gerðist, þ.e. nærri vesturbrún hinna r malbi kuðu akbrautar, sbr. ljósmynd á bls. 3 og stafamerkinguna A. Vitnið sagði að nákvæm staða A fyrir slysið hefði ekki verið alveg verið skýr og þá t.d. h að malarstígur inn fast við og að hinni malbikuðu akbraut væri um 2 m . Vitnið greindi frá því að akbrautin við listaverkið á milli vinnusvæða, og sagði að ferðamenn hefðu verið hvattir til að skoða listaverkið. Þá hefði ekkert skilti varað ferðafólk við aðstæðum, vegna yfirstandandi framkvæmda, þ. á m. við . Vitnið vísaði að öðru leyti til rannsóknargagna, einkum ljósmynda og 17 myndtexta og þar á meðal um ástand hinnar 6 m breiðu malbikuðu akbrautar, en leiðrétti orðið yndtexta á bls. 5, sem lögreglan hefði fengið hjá vitninu E . Lét vitnið það álit í ljós að ákærði hefði a.m.k. verið um tvær mínútur að aka umrædda akstursleið, þ.e. frá bryggjunni og að slysstaðnum. Vitnið lét einnig þá skoðun í ljós að vegna aðstæðna hef ði eigi verið skyns a mlegt að aka lyftaranum um holusvæði akbrautarinna r vegna hættu á hreyfingu fiskikaranna og vegna yfirþyngdar, enda hefðu körin ekki verið fest saman. Vitnið skýrði frá því að á slysavettvangi hefði verið léttgola að suðaustan. 10. Vitnin og lögreglumennirnir H nr. og I nr. lýstu verkum sínum á slysavettvangi í samræmi við áðurrakin rannsóknargögn lögreglu. 11. Vitnið F , réttarlækni r við meinafræðideild Landspítalans , staðfesti fyrir dómi skýrslu um réttarkrufningu og ba r að þar hefð u ráðið úrslit um umfangsmiklir áverkar og miklar innvortis blæðingar, en að ökuhraði ökutækis hefði í raun ekki skipt miklu í ljósi atvika. 12. Vitnið J , yfirsálfræðingur og deildarstjóri sálfræði þjónustu hjá HSA , staðfesti framlagt votto r ð um ákærða, og bar m.a. að hann hefði þurft á sálfræðiaðstoð og meðferð að halda eftir slysið vegna áfallastreitu. IV. Niðurstaða. 1. Í máli þessu er ákærða gefið að sök í ákæru lögreglustjóra umferðar - og hegning - arlagabrot með því að hafa á þann 21. júní 2022 ekið án nægilegrar athygli, þar sem útsýni hans fram fyrir ökutækið hafi er atvik gerðust verið að miklu leyti byrgt vegna þeirra fjögurra kara sem hann var að flytja á göf f lum hans. Ákærða er jafnframt gefið að sök að hafa haft körin óbundin á gö f flunum. Þá er hann sakaður um að hafa eigi gætt þess að halda ökutækinu eins langt til hægri og unnt var með tilliti til annarrar umferðar og aðstæðna að öðru leyti og án þess að gefa gangandi vegfaranda , sem var á götunni, tíma til að víkja t il hliðar og án þess að veita honum nægilegt rými á veginum þegar hann ók frá höfninni í í suður eftir veginum fram hjá sem þar eru, með þeim afleiðingum að banaslys varð, eins og nánar er rakið í ákæru . 18 2. Af hálfu ákæruvalds er saksóknin byggð á rannsóknargögnum lögreglu og framburði vitna fyrir dómi, en einnig að nokk ru á eigin frásögn ákærða við alla meðferð málsins. Ákærði hefur neitað sök fyrir dómi og krefst þess aðallega að hann verði sýkn - aður. Ákærði reisir sýknukröfu sína m.a. á því að ha nn hafi í ljósi lýstra aðstæðna á akbraut sýnt þá aðgæslu sem hægt hafi verið að ætlast til af honum og hafi hann því ekki brotið gegn 1. mgr. 18. gr. umferðarlaganna. Ákærði bendir á að hann hafi séð A heitin n fyrir slysið við hægri brún akbrautarinnar og hafi hann hagað akstri sínum með tilliti til þeirra aðstæðna og þannig virt almenna aðgæsluskyldu, og því eigi brotið gegn 1. mgr. 27. gr. umferðarlaganna. Þá hafi hann eigi brotið gegn 1. mgr. 80. gr. sömu laga , enda hafi hann ekið sérhönnuðu ökutæki, sem hafi verið gert til þess að flytja sérhönnuð kör, sem hafi verið tryggilega skorðuð. Vegna þessa hafi eigi verið þörf á því að binda utan um körin, enda hafi slíkt ekki tíðkast. Þá byggir ákærði á því að útsýni hans í greint sinn hafi ekki verið byrgt nema að takmörkuðu leyti. Að því leyti vísar ákærði til þess að hann hafi ekið mjög hægt, en hafi að auki haft óhindrað útsýni beggja megin við körin. Því til viðbótar hafi honum verið unnt að sjá í gegnum körin um tvær raufar á milli hverra kara, u.þ.b. 50% af breidd karanna, og hafi hann því séð hinn látna áður en slysið átti sér stað. Þá byggir ákærði á því að hann hafi eigi sýnt af sér refsivert gáleysi í skilningi refs i laga, 215. gr. almennra he gn ingarlaga. Ví sar ákærði m.a. til þess að hann hafi eigi haft ráðrúm til þess að afstýra umræddu slysi, og þá m.a. í ljósi vitnisburðar E við lögregluran n sókn málsins. Ákærði byggir á því að lögreglan og ákæruvaldið hafi eigi rannsakað málið með nægjanlega vönduðum hætt i, sbr. að því leyti ákvæði 53. gr. og 54. gr. laga nr. 88/2008, þ. á m. varðandi aðstæður á vettvangi og öflun vitna. Verði ákæruvaldið að bera hallann af því , sbr. m.a. ákvæði 108. gr. sömu laga. 3. Í ákæru er um ætluð brot ákærða vísað til tilgreindra ákvæða umferðarlaga nr. 77/2019 og almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvæði 1. málsliðar 1. mgr. 18. gr. umferðarlaganna hljóðar svo: Ökumaður skal vera með ökutæki sitt eins langt til hægri og unnt er með tilliti til annarrar umferðar og aðstæðna að Ákvæði 1. mgr. 27. gr. umferðarlaganna er svohljóðandi: 19 Ökumaður sem mætir eða ekur fram hjá gangandi vegfaranda skal gefa honum tíma til að víkja til hliðar og veita honum nægilegt rými á veginum. Ákvæði 1. og 2. málsliðar 1. mgr. 80. gr. umferðarlaganna er svohljóðandi: Farm ökutækis skal skorða tryggilega og festa við ökutækið. Gæta skal þess að farþegar eða farmur byrgi eigi útsýni ökumanns eða tálmi notkun stjórntækja ökutækis. Ákvæði 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1 08. gr. breytingar - lag a nr. 82/1998 , er svohljóðandi: Ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 árum. 4. Samkvæmt gögnum málsins munu atvik vera þau að þriðjudaginn 21. júní 2022 var ákærði að störfu m við flutning á fiski, sem landað hafði verið úr fiskiskipi á . Nánar tiltekið var hann ökumaður skotbómulyftara af tegundinni Manitou MLT 629, skráningarnúmer , en fyrr þennan dag hafði verið óskað eftir liðsinni hans af hálfu vegna flutninga á fiskikörum. Er þetta gerðist var ákærði starfsmaður annars félags. Liggur fyrir að ákærði hóf aksturinn um kl. 11:00 og ók hann með fiskikörin frá bryggjunni í , sem leið lá suður akbraut sem nefnd er , en síðan til austurs og á ath afnasvæði . Var akstursleiðin um 1 km. Við suðurhluta , við sjávarkambinn, er útilistaverkið . eru 34 að tölu og er þeim raðað með jöfnu bil i nærri austurkanti malbikaðrar akbrautarinnar á steyptum uppistöðum eða stöplum. Á milli stöplanna og akbrautarinnar er um 2 m breitt malarsvæði eða gangstígur. Vestan akbrautarinnar er talsvert breitt malarstæði og hefur tíðkast að m.a. ferðamenn leggi bifreiðum sínum þar. Vestan þessa síðastnefnda malarsvæðis er hallandi brekka og klappir, en þar vest an og ofan við er , sem nýlega hafði verið reist þegar atvik máls gerðust, en var í lokafrágangi. Við suðurenda , þar sem hún beygir til austurs, er aflögð , , en þegar atvik máls gerðust voru þar í gangi framkvæmdir, m.a. á akbrautinni, sem te ngdust . Listaverkið 21. júní 2022, voru þar á ferð erlendir ferðalangur, þ. á m. vitnið E og eiginkona hans, en þau eru ríkisborgarar, en einnig ríkisborgarar , þau A heitin n , þá ára, og eiginkona hans, vitnið G . Ferðalangar þessir þekktust ekki, en upplýst er að þau höfðu 20 lagt bílaleigubifreiðum sínum á malarsvæðið vestan við suðurhluta , og því eigi langt frá fyrrnefndri bryggju í . Við meðferð málsins fór dómari ásamt ákærða, skipuðum verjanda hans og fulltrúa lögreglustjóra á vettvang. 5. Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð, sbr. að því leyti ákvæði 2 . mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála segir m.a. að sönnunarbyrðin um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvíli á ákæruvaldinu og er dómi skylt að meta hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða og vitna hafi, mats - og skoðunargerðir , skjöl og önnur sýnileg gögn. Þá er í 2. mgr. 109. gr. laganna mælt fyrir um að dómur meti hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki bein - línis það atriði sem sanna skal, en ályktanir megi leiða af um það. Í þessu viðfangi ber einnig að lít a til annarra atriða og þá m.a. að því er varðar sönnunargildi vitnisburðar, en þar ber að lögum, sbr. ákvæði 126. gr. laga nr. 88/2008, að huga að afstöðu vitnis til ákærða og eftir atvikum brotaþola. Loks ber í dómi að meta við úrlausn máls sönnunar - gild i framburðar ákærða, þar á meðal trúverðugleika hans. Í því sambandi skal m.a. hugað að ástandi og hegðun ákærða við skýrslugjöf og stöðugleika í frásögn hans, sbr. ákvæði 115. gr. nefndra laga. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna nr. 88/2008 skal dómur r eistur á sönnunar - gögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, en þó ber að skoða málsmeð - ferðina í heild og þá hvort réttindi vitna og ákærða hafi verið nægjanlega tryggð. 6. Samkvæmt samhljóða frásögn ákærða og vitnisins B fyrir dómi var landa ð úr umræddu fiskiskipi í þegar atvik gerðust vegna framkvæmda sem þá stóðu yfir í aðalhöfninni á . Voru aðstæður að því leyti óvenjulegar, en einnig vegna þess mikla magns af afla sem átti að fara á markað. Eins og áður er fram komið var ákærði ka llaður til vegna þessa verkefnis og þá sökum þess að forráðamenn höfðu afráðið að flytja fjölda fiskikara með gaffallyftara um talsverða vegalengd, um 800 1 .0 00 m, að athafnasvæði félagsins. Ákærði varð við 21 þessari beiðni og hafði hann ekið nokkrar ferð ir á lyftaranum þegar atvik máls gerðust, en þá hafði nefnt vitni B einnig hafið þessa flutninga á öðrum lyftara. Ákærði hefur fyrir dómi játað verknaðarlýsingu ákæru rétta að hluta, þ.e. að hann hafi ekið lyftaranum suður akbraut á austari vega r helming i hennar og því vinstra megin miðað við akstur s stefnu. Hann hafi í upphafi ferðar ekið lyftaranum vestur af bryggjusvæðinu í , en síðan suður með fyrrnefndu listaverki, sem saman stóð af áðurgreindum 34 akbrautina við sjávarsíðuna. Ákærði hefur skýrt þennan akstursmáta sinn með því að mikið hafi verið af holum á akbrautinni, en þá sérstaklega á vestari helmingi hennar. Frásögn ákærða hefur að mati dómsins að þessu leyti nokkra stoð í vætti vitnisins B , e n einnig má sjá þessar aðstæður á ljósmyndum lögreglu, sbr. að því leyti vettvangsg öngu dómsins. Í þessu viðfangi er til þess að líta að nefnt vitni, B , hefur borið að það hafi hagað akstri sínum eftir aðstæðum, og þá stundum sveig t lyftara sinn til á akbr autinni, en vitnið nefndi einnig að það hefði stundum komið fyrir að fiskikör rynnu til þegar þeim hefði verið ekið með lyftara, sem hefði verið ekið ofan í holur á malbikaðri akbrautinni. Í máli þessu verður lögð til grundvallar frásögn ákærða um ökuhrað a, en einnig um gerð, stærð og þyngd þeirra fiskikara, sem flutt voru með lýstum hætti í greint sinn, enda hefur frásögn hans að því leyti stoð í frásögn vitnisins B og framlögðum ljósmyndum lögreglu. Þá hefur ákæruvaldið ekki teflt fram gögnum að þessu le yti, en einnig með takmörkuðum hætti upplýst um mælingar á vettvangi. Í máli þessu liggja fyrir rannsóknargögn lögreglu, þ. á m. áðurrakin frumskýrsla og rannsóknarskýrsla ásamt litmyndum með skýringartextum. Gögn þessi hafa öll verið staðfest og skýrð ná nar fyrir dómi. Þá var við lögreglurannsóknina aflað litmyndar af slysavettvangi frá vitninu E , sem eiginkona þess hafði tekið. Mynd þessari hefur áður verið lýst, en þar má m.a. sjá nefnt vitni á göngust í g austan nefndrar akbrautar og fast við eitt listav erkanna í . Vitnið hefur fyrir dómi staðfest efni þessarar myndar, og borið um að á henni megi einnig sjá A heitin n þar sem hann hafi verið að ljósmynda þar skammt frá. Ljóst er af þessari mynd að A heitin n er á austurhluta akbrautarinnar, skammt frá ma larsvæðinu, við eitt af fyrrnefndum . Á ljósmyndinni má einnig sjá í fjarlægð þar sem ákærði er að störfum á lyftaran um á bryggjunni við karastæður, og er því ljóst að mati dómsins að a.m.k. nokkrar mínútur hafi liðið þar til ákærði ók af stað suður akbrautina við listaverkið, og verður það lagt til grundvallar. Til þess er að líta að 22 samkvæmt nefndri ljósmynd var klæðnaðu r vitnisins E og A alllíkur, að því leyti að þeir voru báðir í dökkleitum fatnaði og með hettur. Fyrir dómi hefur ákærði lýst upphafi ökuferð ar sinnar suður akbrautin a þannig að um það leyti hafi hann séð til A heitins þar sem hann hafi verið við mörk henn ar og malarsvæðis sem þar er fyrir. Fyrir dómi leiðrétti ákærði þá frásögn sem hann hafði gefið í formlegri yfirheyrslu hjá lögreglu að því er var ð aði fjarlægðina á milli þeirra tveggja á þessari stundu og nefndi að hún hefð i verið um 150 m. Engu að síður hafi hann náð augnsamandi við A . Ákærði hefur jafnframt borið að hann hafi eigi séð frekar til A á leið sinni suður akbrautina og þá ekki fyrr en eftir slysið, þ.e. fáeinum mínútum síðar. Ákærði hefur aftur á móti borið að hann hafi séð eiginkonu A , vitnið G , fljótlega eftir að hann lagði af stað enda hafi hann mætt henni þar sem hún hafi verið á gangi á malarst í gnum við listaverkið, og í framhaldi af því séð hana, í baksýnisspegli, ganga vestur yfir akbrautina. Að mati dómsins hefur þessi frásögn ákærða st oð í frásögn nefnds vitnis fyrir dómi. Ákærði hefur jafnframt borið að hann hafi einnig um þetta leyti séð til ferða vitnisins E , ásamt eiginkonu, þar sem þau hafi verið að ganga til norðurs á malarsvæðinu nærri vesturmörkum akbrautarinnar, gegnt listaverk unum. Ákærði hefur fyrir dómi staðhæft að hann hafi á nefndri akstursleið fylgst vel með aðstæðum á vettvangi, og þá ekki síst til hliðar við lyftarann, en einnig í gegnum fyrrnefndar tvær raufar eða spor á fiskikörunum, en með þeim hætti hafi honum tekist að sjá það sem var fyrir framan lyftarann. Samkvæmt vætti D rannsóknarlögreglumanns var ákærða aðeins með mjög takmörkuðum hætti unnt að sjá fram fyrir lyftarann í gegnum fyrrnefndar raufar á fiskikörunum. Að mati dómsins hefur vætti lögreglumannsins, sem þekkir til aksturs lyftara, stoð í frásögn vitnisins B , sem þekkir vel til aksturs slíkra vinnuvéla, en hefur einnig nokkra stoð í vætt i vitnisins E . Þá eru ljósmyndir þessu einnig til styrk t ar. Verður þetta atriði því lagt til grundvallar við úrlausn mál s þessa. Óumdeilt er að ákærði ók viðstöðulaust suður akbrautina , á vinstri hluta hennar miðað við akstursstefnu og stöðvaði aldrei til þess að gæta að því sem framundan var þrátt fyrir hið takmarkaða útsýni. Þegar þetta er virt og að ákærða var kunnugt u m veru ferðamanna á vettvangi þykir ákæruvaldið hafa sannað að ákærði hafi með akstur s lagi sínu brotið gegn áðurröktu ákvæði 2. málsliðar 1. mgr. 80. gr. umferðarlaganna. 23 Samkvæmt vætti G var eiginmaður hennar, A heit i nn, enn við ljósmyndatökur af einstöku m í ginn við listaverkin skömmu fyrir slysið. Fyrir dómi hefur vitnið E lýst veru sinni við listaverkið. Hefur vitnið m.a. borið að undir lok veru sinnar þar hafi það verið eitt á vettvangi ásamt A . Vitnið hefur lýst því að það hafi þarna á vettvangi líkt og A , sem var á austari hluta akbrautarinnar , fært sig til og gengið vestur fyrir hana og fylgst þaðan með atburðarásinni, en jafnframt verið að eiga við eigin ljósmyndavél. Vitnið hefur skýrt frá því að þegar það var á nefndum vettvangi hafi það aldrei séð A leggja leið sína vestur yfir akbrautina. Vitnið hefur borið að við greindar aðstæður hafi það skyndilega heyrt hróp, og nær því á sömu stundu litið upp, en þá séð ákomuna, þ.e. þegar A varð fyr ir þeim körum, sem lyftarinn var að flytja. Vitnið hefur og borið að það hafi séð A falla á akbrautina og í framhaldi af því þegar hann varð undir fiskikörunum. Það er mat dómsins að vætti nefndra vitna fyrir dómi, og þá ekki síst vitnisins E , sé trúverðugt , og þá m.a. að það hefði verið eitt á vettvangi vestan akbrautar þegar slysið gerðist, sbr. að því leyti frásögn C lögreglumanns um veru eiginkonu vitnisins á þeirri stundu . Samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu var lík A heitins eftir slysið á austari helmingi akbrautarinnar og skammt frá fyrrgreindum malarstíg við . Fyrir liggur að líkinu hafði lítil l ega verið hnikað til þegar lögreglumenn komu á vettvang. Að virtum framburði ákærða, rannsóknargögnum lögreglu og að öllu ofangreindu virtu er það niðurstaða dómsins að ákæruvaldið hafa sannað nægjanlega að ákærði hafi ekið til suðurs á austari helmingi eftir að hann hafði ekið vestur af bryggjusvæðinu í . Þannig hafi ákærði ekið á öfugum vegarhelmingi miðað við akstursstefnu u.þ.b. 150 m og allt þar til A heitinn varð fyrir þeirri 2 m háu k a rastæðu sem hann var að flytja. Að þessu leyti fylgdi ákærði að álit i dómsins ekki ákvæði 1. málsliðar 1. mgr. 18. g r. og 1. mgr. 27. gr. umferðarlaganna og er hann því sannur að sök að því leyti. Óumdeilt er að fiskikörin voru ekki fest með neinum hætti í þessu m akstri, en það er andstætt skýru lagaákvæði 1. málslið ar 1. mgr. 80. gr. sömu laga. Er ákærði því einnig san n u r að sök um það sakaratriði. Að öllu framangreindu virtu, en einnig áðurröktum rannsóknargögnum, skýrslu ákærða fyrir dómi, vætti vitna og vettvangsgöngu, er það niðurstaða dómsins að ákærði hafi ekki sýnt þá varúð sem krefjast mátti af honum við lýstar aðstæður. Verður 24 meginorsök slyssins rakin til þessa vítaverða gáleysis hans. Afleiðingar þessa urðu þær sem í ákæru greinir, að vegfarandi lést. Háttsemi ákærða er að ofangreindu virtu rétt færð til ákvæða í ákæru. V. 1. Ákærði hefur ekki áður sæt t refsingu sem áhrif hefur í máli þessu. Við ákvörðun refsingar verður m.a. tekið mið af því að ákærði hefur í máli þessu , auk umferðarlagabrota , gerst sekur um hegningarlagabrot með þeirri háttsemi sem lýst er í ákæru, en með henni varð hann valdur að da uða annars manns. Ber að ákvarða refsingu ákærða með hliðsjón af 77. gr., en einnig að virtum viðeigandi ákvæðum 70. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en m.a. liggur fyrir að hann hefur eftir hinn hörmulega atburðar átt við andlega erfiðleika að str íða og þegið viðeigandi aðstoð af þeim sökum. Þá verður eigi dregið í efa að ákærði hafi nýverið haft forgöngu um bættan búnað við akstur á vinnu v élum, þ. á m. lyfturum, við flutninga á farmi. Að þessu virtu þykir refsing ákærða eftir atvikum hæfilega ákv eðin fangelsi í 45 daga, sem rétt þykir að skilorðsbinda og falli því ref s ing hans niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 2. Í samræmi við málsúrsl it ber ákærða að greiða sakarkostnað, sbr. 235. gr. laga nr. 88/2008. Í yfirliti ákæruvaldsins er sakarkostnaður tiltekinn 911.098 krónur, en þar eru kostnaðarliðir tilgreindir vegna útgjalda í tengslum við réttarkrufningu, þjónustu útfarar - stjóra og flutn ingsgjöld. Í ljósi atvika og með hliðsjón af fordæmum Hæstaréttar Íslands verður að telja að þessir kostnaðarliðir séu ekki eðlilegur hluti saksóknar gegn ákærða eins og hér á stendur og verður hann því eigi dæmdur til þess að greiða þá. Á hinn bóginn ska l ákærði greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Gunnlaugssonar lögmanns, sem í ljósi umfangs málsins og framlagðs yfirlits til hliðsjónar þykja hæfilega ákveðin 2.832.408 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Að auki skal ákærði greiða útlagð an kostnað lögmannsins, þar á meðal ferðakostnað, að fjárhæð 30.020 krónur. Gætt var ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 fyrir uppsögu dómsins. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 25 D Ó M S O R Ð : Ákærði, X , sæti 45 daga fangelsi, en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði 2.832.408 krónur í sakarkostnað, sem eru málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Hilmars Gunnlaugssonar lögmanns, en einnig útlagaðan kostnað verjandans að fjárhæð 30.020 krónur.