Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1 4 . nóvember 2025. Mál nr. S - 1420/2025 : Héraðssaksóknari (Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari) gegn X , (Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður ) Y ( Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður ) og Z ( Leó Daðason lögmaður) Úrskurður I Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1. Mál þetta, sem dómtekið var 2 1 . október 2025 , var höfðað með ákæru útgefinni af h éraðssaksóknar a 6. mars 2025 , á hendur X , kt. , , Reykjavík, Y , kt. , , Hafnarfirði , og Z , kt. , ótilgreint heimilisfang, Tesla Model 3, árgerð 2020 að verðmæti kr. 5.100.000. - , með skráningarnúmerið , sem var kyrrstæð og mannlaus utandyra við í Reykjavík fimmtudaginn 17. ágúst 2023: I. Á hendur Y fyrir tilraun til að valda þá um nóttina, gegn vilyrði fyrir greiðslu kr. 100.000. - , stórfelldum eignaspjöllum á bifreiðinni, með því að skvetta eldhvetj andi vökva (bensíni) undir og á bifreiðina og reyna að kveikja í henni sem ekki tókst. 2 Telst þetta varða við 1. , sbr. 2. , mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , sbr. 20. gr. sömu laga , en til vara við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , sbr. 20. gr. sömu laga. II. Á hendur X , Y og Z fyrir brot gegn almennum hegningarlögum með því að hafa, að morgni þess dags, í félagi valdið stórfelldum eignaspjöllum á bifreiðinni svo sem hér greinir: Á hendur Z fyrir að skipuleggja og undirbúa stórfelld eignaspjöll á bif reiðinni , m.a. með því að kaupa eldfiman vökva og fá til verksins Y , sem fékk til liðs við sig, eftir að hafa sjálfur gert tilraun til að kveikja í bifreiðinni fyrr um nóttina svo sem greinir í ákærulið I, X og saman fóru þeir Y , sem hafði vilyrði um að fá greiddar kr. 100.000. - fyrir verkið, og X á vettvang og skvettu eldhvetjandi vökva (bensíni) undir og á bifreiðina og báru eld að með þeim afleiðingum að í henni kviknaði og hún eyðilagðist. T elst þetta varða við 1. , sbr. 2. , mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. [ Einkaréttarkr öf ur] : Vörður tryggingar hf., kt. 441099 - 3399, [ kref ja st ] þess að ákærðu verði, in solidum, dæmdir til að greiða kröfuhafa kr. 2.754.000 með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 12. október 2023 til þingfestingardags en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. [K röfuhafi ] krefst þess jafnframt að ákærðu verði gert að [ greið a] sér málskostnað að teknu tilliti til þess að kröfuhafi rekur ekki virðisaukaskatt [s] skylda starfsemi. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu , kt. 531006 - 2320, krefst þess að ákærðu greiði embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu samanlagt kr. 538.601 auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. [ 3 8] /2001 frá 19. 3 mars 2024 þar ti l mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. 2. Málið var þingfest 26. mars 2025. Verjandi ákærða Y skilaði greinargerð í þinghaldi 20. júní 2025 þar sem gerð var krafa um frávísun að því er varðar heimfærslu brots til 1. mgr. 257. gr. laga nr. 19/1940 í báðum köflum ákærunnar . Til stóð að munnlegur mál - flutningur færi fram um frávísunarkröfuna 13. ágúst sl. en í þinghaldi þann dag lýsti verjandinn því yfir að fallið væri frá frávísunarkröfunni að svo stöddu . 3. Ákærðu neita sök. Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru og hið sama á við um bótakrefjendur. Ákærði X krefst aðallega sýknu en til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsingin verði sk ilorðsbundin að öllu leyti eða að hluta. Þá krefst ákærði X að bótakröfum verði vísað frá dómi, en til vara að bætur verði stórlega lækkaðar. Jafnframt er krafist málsvarnarlauna til handa verjanda ákærða í samræmi við tímaskýrslu og að sakarkostnaður grei ðist úr ríkissjóði. Ákærði Y krefst þess aðallega að ákæru, þ.m.t. bótakröfum, verði vísað frá dómi í heild sinni. Til vara krefst ákærði Y sýknu, til þrautavara að refsing verði látin niður falla og til þrautaþrautavara krefst hann vægustu refsingar sem l ög leyfa og að hún verði skilorðs bundin að fullu. Jafnframt krefst ákærði sýknu af framkomnum bótakröfu m , verði ekki fallist á frávísun þeirra, en komi til sakfellingar er þess krafist að bætur verði stórlega lækkaðar. Þá er krafist málsvarnarlauna til ha nda verjanda ákærða í samræmi við tíma skýrslu og að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Z krefst þess aðallega að ákæru, þ.m.t. bótakröfum, verði vísað frá dómi. Til vara krefst hann þess að hann verði sýknaður en til þrautavara að hann verði dæ mdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsingin verði skilorðsbundin að fullu. Þá krefst ákærði sýknu af bóta kröfum, verði ekki fallist á frávísun þeirra, en til vara að bætur verði stórlega lækkaðar. Jafnframt krefst ákærði ómaksþóknunar úr hend i bótakrefjandans lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá er krafist málsvarnarlauna til handa verjanda ákærða í samræmi við tímaskýrslu og að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. II Helstu atvik máls 4 4. Upphaf málsins má rekja til þess að lögreglu barst tilkynning um eld í bifreið framan við í Reykjavík um kl. 07:30 fimmtudaginn 17. ágúst 2023 . Í tilkynningunni kom fram að vitni hefði séð aðila hella vökva í kringum bifreiðina og kveikja þar í og að aðilarnir hefðu farið burt af vettvangi á rafm agnshlaupahjólum. Í frumskýrslu kemur fram að þ egar lögregla kom á vettvang hafi mátt sjá eld í kringum og undir bifreiðin ni . Eigandi bifreiðarinnar, A , hafi komið út með slökkvitæki og slökkt eld umhverfis bifreiðina og skömmu seinna hafi slökkvilið k omið á vettvang og slökk t eldinn sem var undir bifreiðinni. 5. Samkvæmt frumskýrslunni gáfu lögreglumenn sig á tal við eigendur bifreiðarinnar. Kvaðst vitnið A hafa séð eld í bifreið inni og hlau pið út, en hann kvaðst ekki hafa séð neina aðila að verki. Vitnið B kvað kærasta sinn, A , hafa vakið hana og tjáð henni að kveikt hefði verið í bifreið þeirra. Vitnið B kvað sig gruna ákveðna nafngreinda aðila um að tengjast íkveikjunni og að annar þessara aðila hefði hótað vitninu í tengslum við vinnu hennar , en á umræ ddum tíma starfaði hún sem [starfsheiti] lögreglunnar á höfuð - borgarsvæðinu . Í skýrslu sinni fyrir dómi staðfesti vitnið að hún hefði haft tiltekinn mann grunaðan um íkveikjuna og að það tengdist störfum hennar sem lögreglumaður í [deild ] . Væri sá maður ekki ákærður í málinu, en vitnið lýsti þeirri skoðun sinni að ákærðu hefðu verið sendir til þess að kveikja í bifreiðinni. 6. Lögregla ræddi einnig við vitnið C á vettvangi. Kvað vitnið tvo aðila hafa komið frá göngustíg á milli og og h efðu aðilarnir verið að athafna sig í kringum bifreiðina með stóra flösku og stuttu síðar hefði heyrst sprenging. Kvaðst vitnið hafa náð í farsíma sinn og tekið ljósmynd af aðilunum og einnig myndbandsupptöku og hefðu aðilarnir farið til baka göngustíg inn við og í átt að . Í skýrslu sinni fyrir dómi bar vitnið mjög á sama veg og hjá lögreglu. Samkvæmt frumskýrslu gekk lögreglumaður göngustíginn og við enda hans hjá hefði fundist rafmagnshlaupahjól á vegum Hopp s með nú merið og kom þetta ei nnig fram í skýrslu lögreglumannsins fyrir dómi. 7. Samkvæmt frumskýrslu mátti við vettvangsskoðun sjá brenndan kubb við bifreiðina, sem grunur v ar um að hefði verið notaður til íkveikju. Í texta á kubbnum hefði verið letrað . Einnig hefðu verið litlir pokar víðs vegar í kringum bifreiðina sem vær u ætlaðir íkveikjupúðar. Rannsóknarlögreglumaður á vegum tæknideildar kom á vettvang og ljósmyndaði bifreiðina og vettvanginn . Auk framangreinds fundust á vettvangi tveggja lítra plastflaska og einnota l atexhanskar. Þegar tæknideild hafði lokið störfum og bifreiðin hafði verið flutt í burtu með dráttarbifreið kom rannsóknarlögreglumaður D á 5 vettvang og tók yfir rannsókn málsins frumskýrslunni . Í skýrslu rannsóknarlögreglumannsins kemur fram að samkvæmt gögnum frá Hopp i hefði rafmagnshlaupahjól nr. verið leigt með símanúmeri , en ákærð i X mun hafa haft númerið til umráða . 8. Eins og að framan greinir var annar umráðamaður bifreiðarinnar starfandi lögreglumaður í [ deild ] lögregl unnar á höfuðborgarsvæðinu þegar atvikið átti sér stað. Upplýsti hún lögreglu strax á vettvangi um grun sinn þess efnis að brot þetta beindist að henni vegna starfa hennar sem lögreglumaður og nafngreindi tiltekna einstaklinga í því sam bandi sem hefðu hót að henni áður vegna vinnu hennar. Beindist rannsókn málsins því í upphafi, og raunar meginhluta rannsóknartímabilsins, að meintu broti gegn valdstjórn inni, sbr. 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga , auk meintra eignaspjalla , og fór héraðss aksóknari með fyrirsvar rannsóknarinnar í samræmi við 2. mgr. 8. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu , þar á meðal tæknideild þess embættis, kom þó að öllum helstu rannsóknaraðgerðum á vettvangi og framkvæmdi í framhaldinu handtökur, húsleitir o g fleir i rannsóknaraðgerðir . A llar skýrslutökur af sak borningum og vitnum voru þó í höndum héraðssaksóknara og jafnframt sá lögreglu fulltrúi E hjá héraðssaksóknara um skýrslur varðandi símagögn. Þá fór héraðs saksóknari með rannsóknarkröfur fyrir dóm. 9. Samkvæmt rannsóknargögnum voru ákærðu handteknir að kvöldi 17. ágúst 2023. A uk ákærðu voru jafnframt handteknir þrír aðrir menn sem einnig fengu réttarstöðu sak - borning s í málinu. Þá hlaut einn annar aðili réttarstöðu sakbornings í málinu og tekin var skýr sla af honum í Svíþjóð með aðstoð þarlendra yfirvalda í samræmi við beiðni héraðs - saksóknara um réttaraðstoð. Einnig voru t eknar skýrslur af öllum hinum handteknu og þeim kynnt að til rannsóknar væri meint brot gegn 106. gr. og 2. mgr. 257. gr. almennra he gningarlaga nr. 19/1940. Eru allar þessar skýrslur á meðal málsgagna, auk m.a. banka - gagna sem aflað var samkvæmt dómsúrskurðum, þar á meðal þó nokkur fjöldi skjala sem varða ekki ákærðu. Þessi gagnaöflun beindist einkum að því að upplýsa um meint brot geg n valdstjórninni, sem ekki er ákært fyrir í málinu. 10. Í framhaldi af framangreindum handtökum var farið í húsleitir á heimilum hinna hand - teknu og þar m.a. haldlagður fatnaður og skór. Samkvæmt matsgerð R annsóknastofu HÍ í lyfja - og eiturefnafræði greind i st bensín og leifar af bensíni í skóm sem tilheyrðu annars vegar ákærða X og hins vegar ákærða Y , en ekkert greindist í hald lögðum fatnaði . Gerð var fingrafararannsókn á plastflöskunni og latexh önskum sem fundust á vettvangi en 6 engin nothæf fingraför fund ust á þessum munum. Jafnframt fór fram rannsókn á eldsupptökum og eru gögn um hana á meðal málsgagna. 11. Þá fór fram rannsókn á símagögnum sem aflað var ýmist með samþykki ákærðu eða með dómsúrskurðum. Í síma ákærða Z fannst skjáskot af samskiptum hans við t iltekinn aðila á Signal - samskiptaforritinu sem sendi ákærða skilaboð þar sem Ekki er að sjá dag - eða tímasetningu á skjá skotinu, en samkvæmt skýrslu lögreglufulltrúa E mun hafa sést í gögnum símans sjálfs að myndin hafi verið tekin 17. ágúst 2023 kl . 01:37 . Símanúmer það sem skilaboðin voru send úr var í lögreglukerfinu skráð á aðilann sem skýrsla var tekin af í Svíþjóð vegna rannsóknar málsins. Þá fundust einnig í síma ákærða Z myndir af rauðum bensínbrúsa og myndskeið sem virðist tekið á . 12. Jafnframt eru á meðal rannsóknargagna myndir sem fengnar eru úr eftirlitsmynda - vélakerfi bensínstöðvarinnar við sem sýna ákærða Y ganga með rauðan bensínbrúsa inn á stöði na um kl . 03 um nóttina 17. ágúst 2023 og svo síðar um nóttina sést hann dæla bensíni á bifreið og hafði þá skipt um föt. Í síðara skiptið er mynd af öðrum aðila, farþega í bifreiðinni, sem lögregla telur vera ákærða Z . Ýmsar aðrar rannsóknaraðgerð ir fór u fram á rannsóknartímabilinu sem ekki er ástæða til að rekja frekar . 13. Í skýrslum ákærðu hjá lögreglu neituðu þeir í fyrstu allir sök. Í skýrslu ákærða Z hjá lögreglu 18. ágúst 2023 neitaði hann þannig alfarið sök, en daginn eftir, 19. ágúst 2023, greindi hann frá nafngreindum manni sem hefði hótað ákærða og fjölskyldu hans . Samkvæmt framburði ákærða var um að ræða manninn sem tekin var skýrsla af í Svíþjóð vegna rannsóknar málsins. Kvaðst ákærði hafa sagt þessum manni að hann vildi ekki gera þetta, þ.e. kv eikja í umræddri bifreið, en kvaðst vita um mann, með ákærða Y , sem væri tilbúinn í verkið. Þessi samskipti hefðu átt sér stað 14. ágúst 2023 og umræddur maður hefði svo sent ákærða skilaboð með heimilisfanginu, tegund bifreiðarinnar og fyrstu tv eimur st öfu m skráningarnúmers bifreiðarinnar. Þá er á meðal rannsóknargagna skýrsla af ákærða Z fyrir dómi 21. ágúst 2023 í máli nr. R - /2023 þar sem hann bar á sama veg og í síðari framburði sínum hjá lögreglu. Mun ákærði Z hafa fengið neyðarhnapp frá Securitas í kjölfar þessa framburðar sí ns . Við aðalmeðferð málsins dró ákærði þennan framburð sinn til baka og kvaðst ekki hafa skilið enskan túlk sem hafi túlkað fyrir hann hjá lögreglu og í skýrslu sem hann gaf fyrir dómi á rannsóknarstigi . 7 14. Í skýrslu ákærða Y hjá lö greglu neitaði hann í fyrstu sök en breytti framburði sínu m eftir að honum hafði verið kynntur framburður annarra. Var ákærði í fyrstu tregur til að greina frá þeim sem hefði fengið hann til verksins, að sögn ákærða með hótunum, en benti svo á meðákærða Z á mynd. Ákærði lýsti því hjá lögreglu að hann hefði tekið bensín á brúsa eða flösku, en neitaði eftir sem áður að hafa kveikt í bifreiðinni og bar um að það hefði verið meðákærði X sem hefði gert það en sjálfur hefði ákærði bara staðið hjá. Fyrir dómi bar ákærði nokku rn veginn á sama veg og hjá lögreglu. Ákærði kannaðist við að hafa Lýsti ákærði svo hvernig meðákærði X hefði hjálpað honum. Ákærði kvaðst aðspurður ekki hafa vitað hver ætti Teslu - bifreiðina, en honum hefði verið sagt að þetta tengdist innheimtu á einhverri skuld. 15. Framburður ákærða X fyrir dómi er nokkurn veginn í samræmi við framburð hans hjá lögreglu. Kvaðst hann eingöngu hafa aðstoðað meðákærða Y með því að fara með honum á vettvang og leigja Hopp - rafmagnshlaupahjólið og kvaðst hafa gert það vegna þess að meðákærði Y hefði sagst vera hræddur um líf sitt vegna hótana. Lýsti ákærði því að hafa farið með meðákærða Y á bensínstöð og fyllt flösku með bensíni og kvaðst viss um að þá hefði lekið bensín á skó hans . Þá kvaðst ákærði aldrei hafa nálgast bifreiðina, heldur hefði hann beðið á meðan meðákærði Y athafnaði sig við bifreiðina. Hann hefði þó ekki séð meðákærða kvei kja í þar sem það hefði verið utan síns sjónsviðs. Þá kom fram að ákærði kvaðst ekki hafa vitað hver ætti bifreiðina og hann hefði talið að það væri einhver glæpamaður. III Niðurstaða 16. Í málflutningi við aðalmeðferð málsins kröfðust verjendur ákærðu Z og Y frávísunar málsins og af hálfu verjanda ákærða X var tekið undir frávísunarkröfur þeirra . Frávísunarkröfur nar voru m.a. byggðar á því að héraðssaksóknari færi ekki með ákæruvald í málinu samkvæmt 23. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og kom frávísu narkrafa á þessum grunni fyrst fram við aðalmeðferð . Af hálfu ákæruvaldsins var þessu mótmælt og byggt á því að héraðssaksóknari hefði , samkvæmt 3. mgr. 23. gr. laganna , haft heimild til að höfða mál vegna meints brots gegn 257. gr. almennra hegningarlaga, þótt ákæruvald samkvæmt því ákvæði heyri alla jafna undir 8 lögreglustjóra . Jafnframt byggði ákæruvaldið á því að ekki hefði þurft að fá samþykki ríkissaksóknara fyrir málshöfðuninni. 17. Í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála eru talin upp þau brot sem héraðs - saksóknari fer með ákæruvald í. Samkvæmt b - lið 1. mgr. 23. gr. höfðar héraðs saksóknari sakamál vegna brota gegn m.a. XII. kafla almennra hegningarlaga, en 106. gr. laganna fellur undir þann kafla. Í 2. mgr. 23. gr. laga nr. 88/2008 kemur fram að héraðssaksóknari höfði enn fremur sakamál vegna annarra brota sem hann rannsakar samkv æmt lögreglu - lögum. Í 2. mgr. 8. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 eru talin upp þau brot sem um ræðir og eru þar tilgreind , auk brot a gegn XII. kafla almennra hegningarlaga og annarra alvarlegra brota gegn tilteknum ákvæðum þeirra laga, m.a. brot gegn skatta - og tollalögum, lögum sem varða gjaldeyrismál, samkeppni, stjórn fiskveiða og fleira. Brot gegn 257. gr. almennra hegningarlaga eru þar ekki á meðal. 18. Í 24. gr. laga nr. 88/2008 kemur fram að lögreglustjórar höfði önnur sakamál en þau sem ríkissaksóknari eða héraðssaksóknari höfðar samkvæmt 2. mgr. 21. gr. og 1. og 2. mgr. 23. gr. , sbr. þó 3. mgr. þeirrar greinar. Er þannig ljóst að lögreglustjórar fara með ákæruvald vegna brota gegn 257. gr. almennra hegningarlaga. 19. Ákvæði 3 . mgr. 23. gr. laga nr. 88/2008 hlj - saksóknari fer með skv. 1. og 2. mgr. leiðir til þess að rannsakað er annað eða önnur brot sama sakbornings sem ákæruvald héraðssaksóknara nær alla jafna ekki til getur hann höfðað mál vegna brotanna en ella ge 20. Framangreint ákvæði kom fyrst inn í lögin með lögum nr. 47/2015 um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum (skipan ákæruvalds, rannsókn efnahagsbrota - mála o.fl.) . Í 2. gr. þeirra laga var gerð breyting á 23. gr. laga um meðferð sakamála og önnur brot en þau sem héraðssaksóknari fer með skv. 1. og 2. mgr. getur héraðssak - sóknari höfðað mál vegna brotanna en ella gerir lögreglustj með 2. gr. frumvarpsins sem varð að lögum nr. 47/2015 kemur m.a. fram eftirfarandi: hann að auki höfðað mál vegna annarra brota sem tengjast því broti þótt það sé ekki talið upp í 23. gr. Ef héraðssaksóknari kýs að höfða ekki mál vegna slíks fylgibrots getur lögreglustjóri í viðkomandi umdæmi höfðað mál vegna þess. 21. Með lögum nr. 7 6 /2019 um breytingu á lögum um meðferð einkamála, lögum um meðferð s akamála og fleiri lögum (málsmeðferðarreglur o.fl.) var orðalag 3. mgr. 23. gr. 9 laga nr. 88/ 2008 fært í núverandi mynd, sbr. mgr. 1 9 að framan. Í athugasemdum með 22. gr. frumvarpsins sem varð að lögum nr. 7 6 /2019 kemur m.a. fram eftirfarandi: 3. mgr. 23. gr. laganna er lögð til að tillögu ríkissaksóknara í því skyni að eyða öllum vafa um að þegar héraðssaksóknari rannsakar brot sem fellur undir ákæruvald hans geti hann jafnframt ákært fyrir annað eða önnur tengd brot sem í ljós koma við rannsók n, þótt hann fari alla jafna ekki með ákæruvald í þeim brotaflokki. Ef héraðssaksóknari kýs að höfða ekki mál vegna slíks fylgibrots getur lögreglustjóri í viðkomandi umdæmi höfðað mál vegna þess. Þessi breyting er raunar í samræmi við skýringar við 2. gr. laga nr. 47/2015 sem færðu ákvæðið í núverandi mynd, en orðalag 22. Þegar litið er til framangreindra lögskýringargagna með umræddu ákvæði , bæði þegar það kom fyrst inn í lögin og jafnframt eins og það er í núverandi mynd, verður það ekki skýrt á annan hátt en að heimild héraðssaksóknara til að ákæra fyrir brot, sem hann alla jafna fer ekki með ákæruvald í, takmarkist við þau tilvik að hann ákæri jafnframt fyrir brot sem ákæruvald hans nær t il. - varps sem varð að lögum nr. 47/2015 og orð ið frumvarpsins sem varð að lögum 76/2019 verður að mati dómsins ekki skýrt á annan hátt en að vilji löggjafans hafi sta ðið til þess að héraðssaksóknara yrði falin heimild til þess, þegar hann ákærir fyrir brot sem ákæruvald hans nær til , að ákæra einnig fyrir önnur brot sem alla jafna falla undir ákæruvald lögreglustjóra samkvæmt lögunum. Er þetta einnig í samræmi við 1. m gr. 143. gr. laga nr. 88/2008 um að þegar maður er saksóttur fyrir fleiri en eitt brot skuli það gert í einu máli eftir því sem við verður komið. 23. Samkvæmt 5. mgr. 21. gr. laga nr. 88/2008 sker ríkissaksóknari úr um valdsvið héraðs - saksóknara gagnvart öðru m ákærendum ef vafi rís um það. Þá getur ríkissaksóknari enn fremur falið héraðssaksóknara að fara með mál sem ekki fellur undir 23. gr. eða falið öðrum ákæranda að fara með mál sem þar fellur undir, svo sem ef rannsókn er hafin á því. 24. Það er mat dómsins , að virtum framangreindum lögskýringargögnum og vilja löggjafans sem þar kemur fram, að þegar ljóst var orðið að ekki yrði ákært fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga í máli þessu, hefði þurft að koma til þess að ríkissaksóknari fæli héraðssaksók nara með formlegum hætti að fara með saksókn málsins vegna meintra eignaspjall a . Í gögnum málsins er ekkert sem gefur til kynna að svo hafi verið gert. Að 10 þessu virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu í heild frá dómi. Þegar af þeirri ástæðu er ekk i þörf á að fjalla um frávísunarkröfur ákærðu að öðru leyti. 25. Það athugist að víða í málsgögnum kemur sama skjalið fyrir tvisvar eða jafnvel oftar og er það til þess fallið að valda ruglingi . Eru gögn málsins einnig sett upp með fremur óskipulegum hætti sem gerir þeim sem um málið þurfa að fjalla erfitt fyrir að átta sig á tímalínu þeirra aðgerða sem fóru fram. Er þetta að mati dómsins aðfinnsluvert. 26. Í ljósi framangreindra málsúrslita verður allur sakarkostnaður felldur á ríkissjóð, sbr. 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda X , Evu Dóru Kol - brúnardóttur lögmanns, þykja með hliðsjón af tímaskýrslu og umfangi málsins hæfilega ákveðin 3.046.680 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Y , Helga Þorsteinssonar Silva lögmanns, þykja með hliðsjón af tímaskýrslu og umfangi málsins hæfilega ákveðin 4.352.400 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda Z , Leós Daðasonar lögmanns, þykja með hliðsjón af tímaskýrslu og u mfangi málsins hæfilega ákveðin 4.017.600 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Ekki eru efni til að fallast á kröfu ákærða Z um ómaksþóknun úr hendi einkaréttarkröfuhafans lögreglustjórans á höfuðborgar svæðinu. 27. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Friðri k Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari . 28. Guðrún Sesselja Arnardóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðar orð: Máli þessu er vísað frá dómi. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipað s verjanda ákærða X , Evu Dó ru Kolbrúnardóttur lögmanns, 3. 0 46.680 krónur, málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Y , Helga Þorsteinssonar Silva lögmanns, 4.352.400 krónur , og málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Z , Leós Daðasonar lögmanns, 4.017.600 krónur. Guðrún Sesselja Arnardóttir