Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 22. mars 2024 Mál nr. S - 591/2023 : Ákæruvaldið ( Agnes Björk Blöndal aðstoðarsaksóknari ) g egn X og ( Júlí Ósk Antonsdóttir lögmaður ) Y Dómur 1 Mál þetta, sem var dómtekið 6. mars sl., höfðað i lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, með ákæru dagsettri 24. nóvember 2023, á hendur X , kt. , , og Y , kt. , : 1. Á hendur X , með því að hafa veist að með ákærða Y og sparkað í hægri síðu hans þar sem hann lá í rúmi sínu, bitið hann í vinstri kinn, hægra megin á háls og í þumal vinstri handar, með þeim afleiðingum að hann hlaut bitför á vinstri kinn, hægra megin á hálsi og á þumli vinstri handar. 2. Á hendur ákærða Y , með því að hafa í framhaldi af atvikum sem lýst er í ákærulið 1 veist að meðákærðu X og slegið hana með krepptum hnefa í andlitið, með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á efri og neðri vör. Teljast brot þessi varða við 1. mgr. 217. gr. almen nra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls 2 Ákærð a X kom fyrir dóm 6. mars sl. Sækjandi breytti ákærulið 1 á þann veg að út voru átaði hún skýlaust þá háttsemi sem lýst er í ákæru , að teknu tilliti til þessarar breytingar . Sannað er með játningu hennar og öðrum gögnum málsins að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem greinir í ákæru , svo breyttri, og er brot hennar rétt heimfært til refsiákvæðis í ákæru. 2 3 Ákærði Y mætt i við fyrirtöku 26. janúar sl. og gekkst við þeirri háttsemi sem lýst er í ákæru en vísaði til þess að hann hafi verið að verjast meðákærðu. Hann mætti ekki 6. mars sl. , þegar ætlað v ar að aðalmeðferð færi fram , þrátt fyrir að hafa verið í þinghaldi þegar hún var ákveðin og verið kynnt það í fyrirkalli að ef hann mætti ekki við þingfestingu máls eða síðar mætti búast við því að fjarvist hans yrði metin til jafn s við viðurkenningu brots og að málið yrði tekið til dóms. Að kröfu sækjanda var hans þáttur dómtekinn á grundvelli heimildar í 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 , enda varðar brot ið ekki þyngri viðurlögum en þar er áskilið í a - lið og framlögð gögn verða talin nægjanleg til sakfell ingar. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er rétt heimfærð til refsiákvæð is . 4 Ákærða X var, þann 2020, dæmd í 60 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir tilraun til þjófnaðar , umferðarlagabrot og vörslur fíkniefna . Hún stóðst það skilorð. Þykir refsing hennar nú hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. 5 Ákærði Y var , þann 2020, dæmdur í 45 daga fangelsi, skilo rðsbundið í tvö ár fyrir peningaþvætti, umferðarlagabrot og vörslur fíkniefna. Hann stóðst það skilorð. Þann 2023 var hann dæmdur til greiðslu 20.000 króna sektar fyrir þjófnað. Þá var hann, 2023, dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir stórfelldar ærumeiðingar, brot gegn barnaverndarlögum og vörslur fíkniefna. Það brot sem ákærði er nú sakfelldur fyrir framdi hann fyrir uppsögu tveggja síðastgreindra dóma. Verður refsing hans nú því ákveðin sem hegningarauki, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt því og með hliðsjón af 60. gr. og 1. mgr. 77. gr. sömu laga verður skilorðsdómurinn frá 2023 tekinn upp og ákærða gerð refsing fyrir brot sín í einu lagi. Verður við ákvörðun refsingar er litið til þess að atlaga ha ns var, samkvæmt því sem greinir í ákæru, svar við árás af hálfu meðákærðu, sbr. 3. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. 6 Eng inn sakarkostnað ur er af meðferð málsins annar er þóknun verjenda ákærðu X , en hún skipti um verjanda eftir að málið var þingfest. V erður hún dæmd til greiðslu þóknunar þeirra beggja , svo sem greinir í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum . Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærð a, X , sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði, Y , sæti fangelsi í 45 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 Ákærð a X greiði 225.680 krónur í sakarkostnað, þ. e . þóknun verjanda síns, Sigurðar Sigurjónssonar lögmanns , 96.720 krónur , og þóknun Júlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns , 128.960 krónur .