Héraðsdómur Reykjaness Dómur 4. desember 2023 Mál nr. S - 2383/2023: Héraðssaksóknari (Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari) gegn Poul Frederik Olsen (Jónas Örn Jónasson lögmaður) Henry Fleischer (Axel Kári Vignisson lögmaður) og Jonaz Rud Vodder (Birkir Már Árnason lögmaður) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 27. október sl. , er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni 15. september 2023, á hendur Poul Frederik Olsen, fæddum ríkisborgurum með dvalarstað að fangelsinu Hólmsheiði, fyrir eftirtalin brot: I. Gegn ákærðu Poul Frederik og Henry fyrir stórfellt fíkniefnabrot, með því að hafa í kringu m miðnætti 23. 24. júní 2023, í sameiningu, haft í vörslum sínum í skútunni Cocotte, úti fyrir Garðskagavita í Suðurnesjabæ, 157.092 g af hassi og 40,52 g af maríhúana þar. Skút an var sjósett í og sigldu ákærðu Poul Frederik og Henry með fíkniefnin að Íslandsströndum. Telst háttsemi þessi varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Gegn ákærða Jonaz Rud fyrir hlutdeild í stórfelldu fíkniefnabroti samkvæmt I. kafla ákæru með því að taka að sér að fara til Íslands að fyrirmælum óþekktra aðila en Jonaz Rud fékk leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum og fjármagn til verksins, flaug frá til Íslands 22. júní 2023, þar sem hann og ákærði Poul Frederik hittus t í fjörunni við Garðskagavita í Suðurnesjabæ seint að kvöldi 23. júní 2023, þangað sem ákærði Poul 2 Frederik kom á gúmmíbát frá skútunni, og ákærði Jonaz Rud færði meðákærðu ýmsar vistir, þar á meðal bensín og utanborðsmótor, sem hann hafði útvegað, allt t il þess að meðákærði Poul Frederik fór með vistirnar á gúmmíbátnum til baka í skútuna. Telst háttsemi þessi varða við 173. gr. a, sbr. 1. mgr. 22. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Gegn ákærða Poul Frederik fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa í kringum miðnætti 23. 24. júní 2023 haft í vörslum sínum um borð í skútunni Cocotte úti fyrir Garðskagavita í Suðurnesjabæ 23 veip - hylki sem innihéldu 23 millilítra af kannabisblönduðum vökva. Telst háttsemi þessi varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. , laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkni efni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærð u verði dæmd ir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 157.092 g af hassi, 40,52 g af maríhúana og 23 millilítrum af kannabisblönduðum vökva . Þá er krafist upptöku á skútunni Cocotte ásamt mastri (munanúmer og ), 23 veip - hylkjum og 25 veip - pennum, Apple spjaldtölvu (munanúmer ), Iridium - gervihnattasíma (munanúmer ), Samsung Galaxy S5 farsíma (munanúmer ), Samsung - farsíma (munanúmer ), kortum utan af símakortum (munanúmer , , ), öryggis grímu ásamt umbúðum (munanúmer ), slípirokk (munanúmer ), plastpokum utan um efni (munanúmer ), Garmin - staðsetningartæki (munanúmer ), Garmin - sta ðsetningartæki (munanúmer ), utanborðsmótor (muna númer ), hleðslutæki (munanúmer ), topplyklasetti (munanúmer ), rafstöð (munanúmer ), björgunarvesti (munanúmer ), málningarsköfu og rúllum með trefjaplasti (munanúmer ), málningu, spar sli og spreybrúsa (muna númer ), trefjamottum (munanúmer ), juðara (munanúmer ), hitablásara (munanúmer ), leðurlíki (munanúmer ), vakúm - pökkunarvél ásamt pokum (munanúmer ), Samsung - farsíma (munanúmer ), Konica - ljósmyndavél (munanúmer ), hleðslubanka (munanúmer ), eldsneyti 3 (munanúmer ), Apple iPhone 14 (munanúmer ), minniskorti (munanúmer ), símakortum (munanúmer ), tunnu með borvél o.fl. (munanúmer ), þremur bensínbrúsum ( munanúmer ), björgunarvesti (munanúmer ), plastbát (munanúmer ), kvittun, flugmiða, bílaleigusamningi (munanúmer ) og Apple iPhone 13 (munanúmer ). Jafnframt er krafist upptöku á 5.550 (munanúmer ) og fjórum fyrirframgreiddum N1 - kortu m sem fundust í vörslum ákærða Jonaz Rud (munanúmer ). Vísað er hvað upptökukröfu varðar til heimild ar í 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 , 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og reglugerð nr. 808/2018 og 1. og 3. tl. 1. mgr. 69. gr. a og 1. mgr. 69. gr. b almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009 . Málið var þingfest 22. september 2023 og neituðu allir ákærðu sök. Áskildu verjendur ákærðu sér rétt til að skila greinargerð og var þeim veittur frestur til 6. október. Var aðalmeðferð málsin s ákveðin 24. október 2023. Verjendur ákærðu Poul og Henry fengu frest utan réttar til að skila greinargerðum til 9. október en verjandi ákærða Jonaz féll frá því að skila greinargerð í málinu. Greinargerðum var skilað í þinghaldi 9. október af hálfu verje nda ákærðu Poul og Henry, sbr. 1. mgr. 165. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Var ákveðið utan réttar að aðalmeðferð málsins yrði dagana 24. og 27. október 2023. Ákærði Poul breytti afstöðu sinni til ákærukafla III. við aðalmeðferð málsins og játa ði sök. Verjandi ákærða Poul krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður af ákærukafla I. og krefst vægustu refsingar sem lög leyfa vegna ákærukafla III. Verði hann fundinn sekur af ákærulið I er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Í aðal - og varak röfu er þess krafist að gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt verði dregið frá. Þess er jafnframt krafist að upptökukröfum verði hafnað. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda. Verjandi ákærða Henry krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður en til vara vægustu refsingar sem lög heimila og að gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt verði dregið frá verði refsing óskilorðsbundin. Þess er jafnframt krafist að kröfu um upptöku á farsíma ákærða af ge rðinni Apple iPhone 14 verði hafnað. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda. Verjandi ákærða Jonaz krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður, til vara að refsingu verði frestað skilorðsb undið og til þrautavara vægustu refsingar er lög heimila 4 að frádregnu gæsluvarðhaldi sem ákærði hefur sætt og að ákvörðuð refsing verði alfarið skilorðsbundin. Í öllum tilvikum er þess krafist að haldlagningu á farsíma ákærða af gerðinni Apple iPhone 13 ve rði aflétt. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda. Málsatvik Ákæru kaflar I . og II . Upphaf máls þessa var að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust upplýsingar frá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli þann 22. júní 2023 um einstakling, ákærða Jonaz, sem hafði komið til landsins sama dag. Við skoðun á farsíma hans sáu tollverðir hópspjall á dulkóðuðu samskiptaforriti, sem hafði verið stofnað daginn áður, en ákærði hafði tekið skjáskot af því. Þar hafi mátt sjá að hann hafi fengið leiðbeiningar um för til Íslands, átt að leigja bíl og kaupa tæki og búnað, greiða fyrir með peningum þar sem han n gæti, en nota annars kort á nafni A. Ákærði hafi verið óljós í svörum varðandi veru sína í landinu en sagst vera kominn til að heimsækja frænku sína sem byggi á Höfn en gat ekki gefið krónur sama dag og hann kom til landsins en flugið hafði verið bókað daginn áður. Lögreglan fékk í kjölfarið upplýsingar um skútu í kringum Austfirði frá Tollgæslunni á Seyðisfirði sem ekki hafði tilkynnt um komu sína en um borð voru tveir mælandi í vandræðum og vantaði eldsneyti. Vaknaði þá grunur um fíkniefnasmygl. Óskaði ávana - og fíkniefnadeild lögreglu eftir því við ríkis lögreglustjóra að farið yrði í aðgerðir til að handtaka aðila um borð. Lögreglan fylgdi ákærða Jonaz eftir en hann leigði bif reiðina og ók til Reykjavíkur í nokkrar verslanir og keypti ýmsan búnað, m.a. utanborðsmótor, gúmmíbát, björgunarvesti, bensínbrúsa, rafstöð og hleðslutæki, auk þess að versla matvöru. Ók hann til Keflavíkur og gisti þar á hóteli. Lögreglan aflaði heim ildar sama dag til að nota eftirfararbúnað á bifreiðina og setja í hana hlustunarbúnað. Morguninn eftir ók ákærði að Grunnskólanum í Sandgerði og stöðvaði í 45 mínútur, ók aftur til Keflavíkur og framlengdi leigu á bifreiðinni um einn sólarhring. Ákærði ók frá hótelinu um kvöldmatarleytið og setti eldsneyti á fjóra bensínbrúsa í Garði en ók síðan að Golfskálanum við Hólmsvöll og þaðan að Garðskagavita. Á sama tíma varð flugvél Landhelgisgæslunnar (LHG) vör við tvo menn á óþekktu sjófari um tvær sj ómílur norður af Garðskaga með stefnu á Garðskagavita og sá sjósettan gúmmíbát sem var róið af einum manni í átt að landi. Ákærði Jonaz gekk frá Garðskagavita og hitti 5 aðilann á árabátnum, ákærða Poul, þar sem hann kom í land. Fóru þeir saman í bílinn og b áru búnað, bensín og matvæli, sem ákærði Jonaz hafði verslað, um borð í bátinn. Ákærði Poul sigldi síðan til skútunnar með mótornum sem ákærði Jonaz hafði keypt og kom birgð unum um borð en ákærði Jonaz ók að hótelinu í Keflavík. Rétt fyrir miðnætti var sk útan Cocotte stöðvuð af LHG og sérsveit ríkislögreglustjóra, ákærðu Poul og Henry hand teknir og skútan dregin til hafnar í Sandgerði þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók við ákærðu. Ákærði Jonaz var handtekinn á hótelinu í kjölfarið. Ákæru kafli I . Tollverðir hófu, ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH), leit í skútunni við komu til hafnar aðfaranótt 23. júní og fundust CBD veip - hylki, lofttæmingarvél, plastpoka o.fl. Ákærði Henry tjáði tollverði um borð á dönsku að hann væri en gat lítið tjáð sig um skútuna og hlutverk sitt um borð og kvaðst hafa siglt með vini sínum, Poul, sem væri skipstjóri, frá nema að ákærði Poul hafi náð í þær í land á gúmmíbát. Tollvörður ræddi þá við ákærða Poul sem kvað hvorugan þeirra vera skipstjóra og hann vissi ekki hver væri eigandi skútunnar. Þeir hafi óskað eftir aðstoð í smábæ á Austurlandi. Skútan hafi verið straumlaus og þeir ekki getað óskað eftir aðstoð LHG. Hann hafi því hri ngt í vin sinn, B, á , sem hafi verið í sambandi við mann á Íslandi sem myndi hitta þá á tilteknum stað og koma nauðsynjum til þeirra. Ákærði hafi siglt gúmmíbát að landi og tekið við vistum hjá manni, sem hann hafi ekki verið í neinum samskiptum við áð ur, þ. á m. utanborðsmótor og bensínbrúsum, en B hafi borgað. vin til 20 ára C að nafni, en C ætti skútuna. Hann hafi ekki vitað fullt nafn C, þar sem þeir væru meira ólöglegt, s vo sem skotvopn, fíkniefni eða annar ólöglegur varningur, væri um borð. Kvað hann meðákærða Henry vera frá en þeir hafi kynnst fyrir einu til tveimur árum. Voru ýmsir munir haldlagðir auk fíkniefnanna, svo sem Iridium - gervihnattasími, farsímar, þ. á m . blágrænn Samsung - farsími sem fannst í hliðartösku í eigu ákærða Poul, SIM - kort, vegabréf og kvittanir. 6 Síðar sama dag var aftur leitað í skútunni að viðstöddum miðlægri rann sóknar - deild LRH, sérsveit ríkislögreglustjóra, LHG og Tollgæslu. Skanni sýndi óeðli legan bakgrunn þils aftarlega í skútunni sem hafi borið með sér að vera nýlegt þar sem það var rakt/blautt viðkomu og ryk og trefjar á köntum þar sem þilið endaði. Um falskan vegg var að ræða sem hafði verið sparslaður, trefjaplastaður og málaður. Va r ákveðið að bora í þilið og lagði megna kannabislykt frá gatinu en sjá mátti kannabisleifar og plast á bornum sem virtist hafa farið beint í meint fíkniefni. Þilið var spennt upp og opnað. Blasti við mikill fjöldi vakúmpakkaðra umbúða sem voru merktar með tölu stöfum. Tæknideild lögreglu var þá kölluð á staðinn til að annast leit þar sem fyrir lá að mikið magn fíkniefna væri falið bak við þilið. Tók hún myndir og vann rannsóknarvinnu á vettvangi. Samkvæmt skýrslu tæknideildar , dagsettri 14. júlí 2023, var þilið gert úr grannri trégrind sem klædd hafði verið með masonítplötum og hvítmáluðu trefjaplasti utan á masonítið. Á bekk fram an við falska þilið var notaður slípirokkur og á bekk þar aftan við var óhrein hlífðargríma með gasfilterum í plastpoka og var þ að allt haldlagt. Fíkniefnin voru í um 80 pakkningum, hver þeirra um 2 kíló að þyngd, og innihéldu flestar 20 ferningslaga kubba með mismunandi merkingum. Framhalds rann - sókn fór fram þann 26. júní en þá kom í ljós að hver pakkning samanstóð af þremur vakú mpokum. Þegar ysti pokinn var opnaður kom í ljós að á milli laga virtist hafa verið komið fyrir einhvers konar hreinsivökva sem gerir lífsýna - og fingrafaraleit á innri pokum árangurslausa. Efnin voru vigtuð, forgreind og tekin frá efni úr 19 einingum til efna - og styrkleikaákvörðunar hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands. Samkvæmt efna - skýrslu tæknideildar lögreglu var um að ræða 157.092 grömm af hassi pakkað í 1615 einingar en auk þess 40,52 grömm af maríhúana. Samkvæmt efnaskýrslu tæknideildar var einnig um að ræða 23 veip - hylki með 23 millilítrum af kannabisblönduðum vökva. Auk fíkniefnanna voru haldlögð hlífðargríma, slípirokkur, rafstöð og tvö GPS - tæki, en áhöld til að útbúa og opna þilið/vegginn voru haldlögð síðar. Þriðja leit var framkvæmd í skútunni þ ann 27. júní 2023. Voru allir lausir munir teknir úr skútunni sem var gegnumlýst og skönnuð og tekin sýni úr tönkum en ekkert saknæmt fannst. Allur búnaður sem talinn var tengjast framkvæmd við að smíða þilið þar sem efnin voru falin , þ.m.t. verkfæri, var haldlagður auk farsíma í eigu ákærðu Poul og Henry. Rannsókn á Samsung far síma ákærða Poul , leiddi í ljós tengilið með númerið , skráð á D, en það númer kom einnig fram við rannsókn á síma ákærða Henry. 7 Hringingar í það númer voru 108 talsins á tímabil inu mars til maí 2023 og SMS samtals fyrirtæki þann 17. og aftur 10. júní en inn á íslenskt fjarskiptakerfi 17. júní 2023. Í símanum fundust gögn um farmiða sem sýndu að ákærði Poul flaug frá til endar á , en rannsóknarg ögn er varða flugmiða meðákærðu Jonaz og Henry bera með sér að það sé kort D, auk þess sem símanúmerið , sem lögregla tengdi við D, var í bókun miðans. Gögn málsins bera með sér að ákærði Poul tók á leigu í eigin nafni bifreiðina , , frá 6. 27. ma rs 2023 en gaf upp netfangið og símanúmer D. Samkvæmt rannsóknargögnum flaug ákærði Poul frá málsins leiddu í ljós að D hafði flogið með sama flugi. Í sím anum fannst m.a. mynd tekin 21. maí 2023 af bókun fyrir tvo fullorð við höfnina, sem var send á netfangið . Vegna rannsóknar á símanum var gerð sérstök myndaskýrsla sem liggur fyrir í málinu. Þar eru m.a. myndir teknar 11. og 14. mars 2023 af bílaleigubílnum og sést að um dökkgráa bifreið er að ræða. Þá var tekin mynd þann 16. mars 2023 af bátastandi kl. 16:22 og á annarri mynd, tekinni sama dag, eru skilaboð milli E og F þar sem sjá má upplýsingar um skútu. Þann 23. mars 2023 voru teknar nokkrar myndir á símann þar s em - flutningi skútunnar. Sama dag var tekin mynd þar sem sést í dökkgráa bifreið af gerðinni , þar sem skútan Cocotte var tekin á land, og einnig mynd innan í bifreiðin ni þar sem ekið var á eftir skútunni. Sama dag var tekin mynd af nafni og merki fyrirtækisins G, og mynd tek in 8. maí er einnig tekin innan í flugvél. Myndir teknar 9. maí 2023 sýna annars vegar bókaða 19. maí 2023 og af sumarhúsinu. Þann 11. maí 2023 voru teknar myndir innan í skútunni Cocotte á nokkrum stöðum, m.a. þa r sem leynihólfið var útbúið, auk mynda af geymsluhólfum og af trefjaplasti en glertrefjar voru notaðar til að útbúa leynihólfið. Skjámynd tekin 28. maí 2023 sýnir kaupnótu vegna Iridium - gervihnattasíma, SIM - kortsnúmer og síma númer. Ákærði skoðaði verkfær i þann 16. maí 2023, m.a. slípirokka, rafstöð og borvél, en sambærileg tæki fundust um borð í 8 skútunni Cocotte. Myndbandsupptökur á símanum sýna ferðaleið ákærða Poul í mars, maí og byrjun júní 2023. Upptaka 10. mars 2023 sýnir blágrænan farsíma í bílaleig ubifreiðinni og upptaka 23. mars 2023 að ekið er á eftir skútunni Cocotte. Gerðar voru tvær skýrslur vegna mynda sem fundust í síma ákærða Poul og liggja þær fyrir í málinu. Samkvæmt annarri þeirra var sl óði tveggja mynda sem ákærði kvaðst hafa tekið á símann inni í flugvél 27. mars og 8. maí 2023, sá sami og slóð myndar af skútunni Cocotte á landi, tekin 23. mars 2023. Hin rannsóknin varðaði einnig mynd frá 27. mars 2023 tekin inni í flugvél og hins vegar mynd af hífingu skútunnar Cocotte úr sjó, tekin 23. mars 2023. Sú rannsókn leiddi í ljós að einkennisnúmer hugbúnaðar símatöku beggja mynda voru þau sömu, svo og svokallaðar EXIF upplýsingar. Sjálfgefinn vistunarstaður myndanna við myndatöku var sá sami o g uppsetning skráarheita eins. Því væri afar ólíklegt að myndirnar tvær hafi verið teknar á mismunandi myndavélar og því jafnframt líklegt að myndavél símans hafi verið tökutækið. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að flutningsfyrirtækið G flutti skútuna Coc otte á - í þar sem fyrirtækið hefur aðsetur og síðan að , Lögregla rannsakaði blágrænan Samsung Galaxy farsíma , sem fannst efst í tösku í eigu ákær ða Poul. Aðeins var hringt í númerið en ekkert nafn var á bak við það. Sama símanúmer fannst í síma ákærða Poul, undir nafninu K . Í símaskrá voru fjögur númer , þ. á m. undir nöfnunum E og F. Samskiptaforritið Signal var sett upp í símanum 7. mars 2023 með notendanafnið L og eigandi samkvæmt skráningu M með netfangið . Einnig kom fram í SMS - Í símanum f annst m.a. mynd af bátastandi , tekin 16. mars 2023 kl. 16:28 að tíma , en sama mynd var tekin sama dag á síma ákærða Poul kl. 16:22 . Einnig fannst þar mynd tekin 17. mars 2023 af reikningi frá N vegna leigu á bátastandi á nafni Poul Olsen ásamt flutni . Þá voru teknar myndir innan úr bifreið þann 22. mars 2023 , m.a. af hinum leigða bátastandi , og sést á tveimur þeirra að leiðsögukerfi bifreiðarinnar er með leitarskilyrðið Einnig var tekin mynd af bátastandinum fyrir ut an bifreiðina, sem er dökkgrá. Myndunum var öllum eytt úr símanum þann 21. maí 2023. 9 Rannsókn málsins leiddi í ljós að aðfaranótt 5. júní 2023 var gerð flugbókun fyrir D m Íslandi frá 17. júní 2023. Þá sáust mikil samskipti, eða um 30 símtöl, við númer sem lögr egla tengdi við júní voru samskipti ákærða við númerið á sjö klukkustunda tímabili alls 23 talsi ns. Mynd úr Messenger frá 22. mars 2023, sem fannst í síma ákærða, er af pakkningu sem ber þess merki að vera eins og pakkningar fíkniefna sem fundust um borð í skútunni þann 24. júní 2023. Við yfirferð muna sem voru haldlagðir þann 27. júní fannst m.a. g reiðslukort á nafni O í svörtum Salomon - bakpoka. Fékk lögregla í maí og júní og fyrst verið notað með peningainnlögnum 9. og 10. maí 20 23, samtals úr eftirlitskerfi verslunarinnar af kaupunum má sjá mann sem líkist afar mikið ákærða Poul. Var kortið notað í sömu verslun þann 24. maí til að kaupa Hempel - málningu. Kortið var notað 16. maí í annarri verslun og gat starfsmaður upplýst að keypt hefði veri ð þrýstiloftsett, hlífðarbúningur, eiturefnagríma, 20 lítra bensínbrúsi og loftpressa fyrir fannst greiðslukvittun vegna kaupa á Suzuki - utanborðsmótor 24. maí 2023 fyri r 8.995 , sem einnig fannst um borð í skútunni Cocotte. Við rannsóknina var aflað upplýsinga og gagna varðandi skútuna Cocotte og kom færslu - kvittun sem aflað var frá seljan da kom fram að þann 10. mars 2023 hafði kaupverðið verið greitt með millifærslu af bankareikningi ákærða Henry. Aflað var gagna vegna bankareiknings ákærða en þar kom fram að greiddar höfðu verið sex greiðslur inn á 10 Í skýrslutöku hjá lö greglu 24. júní 2023 kvað ákærði Poul kunningja að nafni C, fyrir þremur árum og þ eir verið á eftir honum síðan en C hafi tengsl við þann hóp. Eftir að hafa rætt einslega við lögmann greindi hann frá því að sér hefði verið hótað líkamsmeiðingum og að börnin yrðu tekin af honum færi hann ekki í ferðina. Hann hafi afhent manni lykillinn a að fá á Austurlandi án árangurs og því siglt suður fyrir land. Frederik, sem væri kunnur staðháttum á Íslandi, hafi sagt honum hvar þeir ættu að hittast. Kvaðst hann ekki hafa haft vitneskju um fíkni efnin um borð og ekki þekkja aðilann sem hann hitti við Garðskagavita. Hann kvaðst hafa verið með veip - vökva því hann geti ekki tekið töflur. Í skýrslutöku 29. júní 2023 kvaðst hann ekki muna hvenær hann hefði verði beðinn eða hver hafi beðið hann um að fara í ferðina. Grímuklæddir menn hefðu afhent hafi sagt að hann þekkti þá ekki. Hann hafi rannsakað skútuna þegar hann kom um borð og séð Samsung - hafi afhent sé 6 daga og þegar hann hafi breyst og einhver verið að slípa um borð því allt verið í hvítu ryki og glertrefjum auk verkfæ ra. Hann hefði séð að leynihólf hefði verið útbúið í skútunni og reynt að kíkja í það en án árangurs. Játaði hann aðspurður að hafa vitað að hann væri að fara að sigla r þá eftir því að ákærði yrði spurður hvort hann hefði grunað eða vitað það og kvaðst hann þá hafa grunað að fíkniefni yrðu sett um borð. Kvaðst hann fyrst hafa vitað um m að koma í siglinguna. Í skýrslutöku 26. júlí 2023 neitaði hann að hafa tekið myndir af bátastandi við 3 en kvaðst 11 hafa fengið þær sendar til sín. Staðfesti hann að hafa tekið myndir 27. mars 2023 á síma sinn á flugvelli og í flugvél klukkutíma síðar. Honum var bent á að slóð mynda 23. mars af hífingu og flutningi skútunnar væri sú sama og slóð myndanna 27. mars, en hann hélt sig við fyrri framburð. Játaði hann að hafa gist í sumar húsi við á og hafa borgað sínum teknar 11. maí 2023 inni í skútunni Cocotte m.a. af ská p hafa verið sendar til sín, vissi ekki hvernig, en sagði síðar að myndirnar hefðu verið sendar úr síma úr síma. Spurður um mynd í síma hans , tek na 21. maí , af bókun frá netfanginu vegna gistingar í hann hefði ekki hitt í fjölda ára. Hann hefði reynt að fá lánað an pening hjá þessum vini en það ekki gengið því hann hefði áður fengið lánað hjá honum og ekki borgað til baka. Sagðist hann síðar hafa reynt að fá D til að borga gistibókunina. Ákærði Henry neitaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa vitað af fíkniefnum um borð í skútunni. Kvað hann meðákærða Poul, sem hann þekkti ekki vel, hafa hringt í sig til og beðið sig um að koma í siglingu kringum Ísland og aftur til . Kvaðs t hann ekki vita hver tilgangur ferðarinnar hafi verið. Flugmiði til hafi verið sendur með tölvupósti en hann hafi ekki vitað hver greiddi hann. Kvaðst hann hafa farið um borð í skútuna í kringum 8. júní. Hann hafi sagt einum vini að hann væri að fara í siglingu en engum öðrum . Borin var undir hann millifærsla á 150.000 frá reikningi hans þann 10. mars 2023 til fyrri eiganda skútunnar. Greindi hann frá því að þessi f járhæð hefði verið lögð inn á reikning hans í nokkrum millifærslum. Kvaðst hann ekki vita hver hefði lagt inn á reikning sinn og ekki muna hver hefði beðið hann um að millifæra fjárhæðina til fyrrum eiganda skútunnar. Kvaðst hann ekki muna hvaða upplýsingum þjónustufulltrúi bankans hefði óskað eftir vegna millifærslunnar. Í máli nu liggja fyrir ítarleg gögn þar sem m.a. má finna ýmsar skýrslur, ljós - myndir, rannsóknir, símagögn og bílaleigusamning. Meðal annars liggja fyrir ítarlegar skýrslur um myndir, myndbönd og samskipti í blágrænum Samsung - farsíma, sem fannst efst í tösku í e igu ákærða Poul. Nákvæmar skýrslur um innihald, myndir, myndbönd og samskipti farsíma í eigu ákærðu, svo og skýrsla um kaup og notkun Iridium - gervihnattasíma, eru meðal gagna málsins. Einnig ljósmyndaskýrsla þar sem lýst er leitum um borð í skútunni, öllum þeim munum sem þar fundust og af leyni hólfinu eins og það var í byrjun, þar til það hafði verið tekið niður. Þá liggur fyrir matsgerð 12 Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði, frá 10. júlí 2023, en samkvæmt henni reyndust öll sýni sem tekin voru úr 19 a f 1615 einingum vera hass. Meðal gagna málsins er færsluyfirlit af bankareikningi ákærða Henry frá 2. janúar til 31. ágúst 2023 sem og millifærslukvittun vegna greiðslu kaupverðs skútunnar Cocotte þann 10. mars 2023 að fjárhæð 150.000 af þeim reikningi. Þá liggur fyrir ítarleg skýrsla um greiðslu - kvittanir og notkun á greiðslukorti á nafni O sem fannst í Salomon - bakpoka í eigu ákærða Poul, með hverju voru keyptir m.a. hlutir sem fundust um borð í skútunni. Einni g skýrslur um samanburð slóða/kjarnaupplýsinga ljósmynda í síma ákærða Poul, annars vegar af myndum teknum innan í flugvél sem ákærði staðfesti að hafa tekið á símann og hins vegar af skútunni Cocotte sem ákærði hefur neitaði að hafa tekið en kvaðst hafa f engið sendar. lögregla tók skýrslur af forsvarsmanni flutnings fyrirtækisins G, H sem pantaði flutning skútunnar Cocotte og P, fyrrverandi eiganda skútunnar Cocotte, og liggja þær fyrir í málinu. Ákæru kafli II . Fjallað er í byrjun málsatvikalýsingar um að upphaf rannsóknar málsins megi rekja til komu ákærða Jonaz til landsins þann 22. júní 2023 og tengingar lögreglu við skútuna Cocotte í kjölfarið. Er þar lýst ferðum ákærða dagana 22. 24. júní 2023 fram að h andtöku og vísast til þess. Rannsókn á símasamskiptum ákærða Jonaz á samskiptaforritinu Signal leiddi í ljós að Q stofnaði spjallhóp þriggja aðila, ásamt F og ákærða undir nafninu R, þann 21. Kem ur fram að ákærði eigi að fara til Íslands morguninn eftir, leigja ákveðna tegund bílaleigubíls, kaupa ýmiss konar búnað, m.a. mótor, gúmmíbát, bensín, rafstöð og matvöru, afhenda hið keypta aðila sem kæmi frá hafi, skila bílnum og fljúga heim. F bað ákærða um persónuupplýsingar til að geta keypt flug miða. Skömmu síðar fékk ákærði senda skjámynd frá F af flugbókun fyrir flug 22. júní til Íslands. Samkvæmt gögnum sem aflað var frá flugfélaginu hafði flugið verið bókað og greitt af D með greiðslukorti sem endar á , með gildistíma til . Í samskiptunum kom einnig fram að ákærði ætti að sækja pening og kort í í fyrir ferðina. Þá kom þar fram að skilaboðin myndu eyðast eftir átta klukkutíma. 13 Meðal þess sem kemur fram í samskiptum ákærða við Q o g F á Signal sem hefjast um kl. 21:30 þann 23. júní er að F segir að höfn gangi ekki, það sé hættulegt og að ákærði verði að athuga hvort hann finni annan stað. Segir ákærði að valinn hafi verið virkilega lélegur staður og fær það svar að þeir verði að ver a jákvæðir og reyna að finna lausn. stressaður fyrir því að keyra að iðnaðarhús næði við vatnið því þar væri fólk, sendir mynd af smábátahöfn í Keflavík og segir það vera upplagðan stað en fær svar um að það sé of langt í burtu. Ákærði finnur annan stað, sem hann segir fullkominn því þar sé bara bíll og ein myndavél. Hann er spurður h vort hann geti snúið þannig að myndavélin sjái ekkert og svarar hann því að hún vísi út á veginn. Ákærði fær þá senda mynd af Garðskagavita á korti. Ákærði sendir til baka mynd af fjörunni og segir þetta gerlegt fyrir utan að það sé fólk á staðnum. Ákærði er spurður hvort nokkur hafi elt hann eða verið nálægt honum sem virki grunsamlegir. Ákærði spyr þegar maðurinn er að koma að landi hvort hann Ákærði fær senda mynd af báti LHG og staðsetningu. Ákærði segir að þeir hafi pakkað og hann drifið sig því að fólk hafi staðið á kantinum og horft. Maðurinn hafi ekki viljað bátinn, sem ákærða er sagt að henda við hótelið. Ákærða er þakkað fyrir og sagt a ð kaupa sér ekki vesen með Land helgisgæsluna. Að morgni 24. júní er ákærða sagt að eyða appinu áður en hann fari út á flugvöll, bara öryggisins vegna. Ákærða var eytt úr spjallhópnum um klukkutíma síðar. Rannsókn á síma ákærða leiddi í ljós samskipti ákærða við unnustu hans á Messenger, annars vegar dulkóðuð og hins vegar venjuleg. Ákærði sendi unnustunni í búinn að taka út lengi sem þú kemur heim aftur. Þá er ég ekki stressuð. Gerðu það sem þú þarft að gera, - skilaboð, send 12. september 2022 til Q, þar sem vinnuveitanda þar sem ákærði kveðst vera veikur 22. og 23. júní og ekki komast í vinnu. Ákærði Jonaz kvaðst í skýrslum hjá lögreglu hafa hitt mann að nafni Janko, í fyrsta skipti á bar í þremur til fjórum vikum fyrir ferðina. Hann gat ekki gefið skýringu á að hafa sent SMS - skilaboð til S í september 2022. Kvaðst hann hafa þekkst 14 boð S um að fara til Íslands og útvega þar ýmsa muni og matvöru og afhenda mönnum á á Signal, hann sjálfur R og þriðji þ átttakandi hafi verið F, sem hann þekkti ekki. Í Kaupmannahöfn hafi hann fengið 20.000 og greiðslukort hjá óþekktum manni til vöru kaupanna. Hann gat ekki skýrt hvers vegna hann hefði sent unnustu sinni mynd af peningunum á leynilegu spjalli meðan önnur samskipti hafi verið á venjulegu spjalli. Hann kvaðst ekki vita hver hefði greitt eða bókað hótelgistinguna og flugið. Hann gat ekki útskýrt samskipti á Signal þar sem fram kom að það væri hættulegt fyrir skútuna að leggjast að höfn á Íslandi og að hann hefði verið stressaður að keyra að iðnaðarhúsnæði við höfnina í Garði því að þar væri svo margt fólk. Kvaðst hann hafa afhent vörurnar manni sem hafi litið út fyrir að vera en hann hafi aldrei hitt hann áður og ekki vitað nafn hans. Neitaði hann að hafa vitað af fíkniefnunum í skútunni og að ferðin væri tengd fíkniefnum. Kvaðst hann hafa verið að gera mönnunum greiða til að búa til sambönd. Meðal rannsóknargagna eru öll samskipti ákærða á Signal - spjalli, sem var stofnað 21. júní 2023, og samskipti hans við unnustu og vinnuveitanda, gögn um flugmiðakaup fyrir ákærða til Íslands þar sem fram kemur að greitt hafi verið fyrir flugið með greiðslukorti D, auk þess sem lögregla í tók skýrslur af móður hans og unnustu. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Ákærð i Poul neitaði sök varðandi ákærukafla I. en játaði sök samkvæmt ákærukafla III . Ákærði kvað tilgang ferðarinnar hafa ver ið flutning sinn til . Kvaðst hann ekki vita hver væri eigandi skútunnar Cocotte en halda að það væri einhver maður sem héti C, því það væri eini maðurinn sem hann hefði verið í sambandi við. Spurður hvernig fer ðin hefði komið til kvaðst hann hafa lent í árekstri fyrir mörgum árum og skemmt skaðabætur. Þegar hann hafi ætlað að fara heim hafi komið til tals að hann myndi sigla í stað þess að fljúga. Hann hafi talað við mann á mótorhjóli í milliliður að nafni C. Hann hafi þekkt meðákærða Henry svolítið fyrir ferðina því hann hafi verið nágranni ömmu hans fyrir 20 árum. Kvaðst hann ekki vita hvers vegna meðákærði Henry hefði verið með honum í skútunni en þeir hlytu að hafa frétt það frá þessum millilið C, sem hefði ekki viljað að ákærði færi einn þessa löngu leið. Aðspurður 15 meðákærða Henry. Hann hafi ekki vitað hvort hann ætti að fá grei tt fyrir ferðina en hann sem væri erfitt að fara með í flugi út af yfirvigt. Aðsp urður kvaðst hann fyrst hafa fengið aðgang að skútunni þegar hann sótti langt síðan, hann hafi séð mynd af skútunni á landi en kvaðst ekki vita hvort það hefði verið í kannaðist við að bílaleigubíll hefði verið leigður í hans nafni 6. mars sl. en vinur sem hafi ekki bílpróf hafi f engið sig til að keyra . Netfangið á bílaleigusamningnum vinur sem héti D, hann myndi ekki eftirnafn hans en þeir hefðu veitt saman. Aðspurður Hann hafi átt að hitta lækni eftir 14 daga o g því játað því. Myndir sem fundust í síma ákærða voru bornar undir hann. Staðfesti hann að mynd af bíl væri eins og bíllinn sem hann leigði. Myndin var tekin 23. mars sl. og fannst í síma hans og var hann spurður hvort hann hefði skýringar á því. Kvaðst hann hafa tekið myndina af öðrum síma. Beðinn um að útskýra það kvaðst hann ekki muna, hann hefði verið fullur í nokkra daga en hinir tekið bílinn, hann vissi ekki hvort þeir hefðu tekið myndina eða hvort myndin væri frá C. Enn spurður hvernig hann hefði fengið myndirnar kvaðst hann ekki vita hvað það heitir þegar myndir fari á milli tækja. Aðspurður hvort ákærði hefði tekið myndir af skútunni á landi, teknar 23. mars 2023, sem fundust í síma hans, kvað ákærði þetta vera fyrstu myndirnar sem hann hefði fe ngið sendar en kvaðst ekki muna hvernig. Spurður hvort hann hefði tekið ljósmynd af síma eða þær flust á milli tækja kvað hann myndir hafa verið sendar til sín nokkrum sinnum en í eitt eða tvö skipti hefði hann tekið mynd af Samsung iPad. Tók hann fram að hann hefði sjálfur tekið myndir innan í skútunni á sinn síma en kvaðst ekki hafa hugmynd um hvenær það var. Staðfesti hann að hafa tekið mynd þann 27. mars 2023 um Spur ður hvort hann kannaðist við mynd af sumar 19. maí 2023 og hafa verið þar á þessum tíma kvaðst hann hafa leigt húsið með 16 sjómannskollegum þeim sem hefðu verið með honum í bílaleigubílnum. Neitaði hann að sú dvöl hafi tengst sk útunni og kvaðst fyrst hafa séð hana síðar. Kvaðst hann hafa séð skútuna fyrst í júní í borð í 6 9 daga. Beðinn um að útskýra að hafa sag s t í lögregluskýrslu hafa verið burtu í 4 6 daga kvaðst hann líklega hafa verið 6 9 daga í burtu. að taka frí. Aðspurður hvort eitthvað hefði verið breytt þegar hann kom aftur um borð játaði hann því og kvað box hafa verið komi ð á bak við og búið að líma l í n ó leum - dúk á þann vegg, hann hefði reynt að banka á vegginn og kíkja í án árangurs. Þá hefðu verið komin verkfæri um borð og skútan verið skítug. Maðurinn hefði ekki verið um borð heldur hefði hann fengið upplýsingar frá C í [ Aðspurður hvort hann hafi grunað á einhverjum tímapunkti að verið væri að koma einhverju ólöglegu fyrir í skútunni kvaðst hann ekki vita hvað hann ætti að segja, hann hafi verið taugaveiklaður um að það gæti e.t.v. verið eitthvað ólöglegt en kvaðst að spurður alls ekki hafa vitað að þetta væru fíkniefni . Nánar spurður kvaðst hann hafa velt fyrir sér hvort eitthvað ólöglegt væri í hólfinu. Neitaði hann að hafa staðið að því að útvega, kaupa, selja eða koma fíkniefnunu m fyrir í hólfinu, ekki hafa komið nálægt því að útbúa það og ekki vita hver væri eigandi efnanna. Spurður hvað hann hafi átt við í lögregluskýrslu þegar hann sagðist heróín , yrði sett í hólfið kvað han n þýðinguna mjög slæma. Hann hafi sag t að hann haf i verið taugaveiklaður vegna hólfsins og hafa haldið að það væri eitthvað slæmt í því . Hann hafi ekki nefnt þessi efni sjálfur heldur hafi lögreglan spurt hann um þessi tilteknu efni. Ákærði kvaðst vera á S ignal en neitaði að hafa verið í sambandi við einhvern þar og ekki þekkja notendanöfnin Q og F . Spurður um samskipti í síma hans við aðila að nafni T kvaðst hann ekki þekkja til hans og ekki hafa átt nein samskipti við hann. Myndir sem fundust í síma ákær ða innan í skútunni teknar 11. maí 2023 voru bornar undir hann. Kvað hann flestar myndirnar hafa yfirfærst frá iPad í eigu C þar sem þeir hefðu setið saman og C spurt hvort hann gæti siglt dhelgi Íslands en ekki haft nægar rafhlöður til að endurræsa mótorinn. Hann hafi róið í land við Garðskagavita, hitt fólk sem hafi verið þar á bíl og það hafi afhent bensín. Aðspurður hvort þar hafi verið fleiri en einn maður kvað hann hafa verið fullt af fólki en ekki hafi allir verið að hjálpa. Kvaðst hann ekki hafa þekkt manninn sem hafi hjálpað sér og hvorki hafa hitt né talað 17 við hann áður. Aðspurður hvort hann hafi óskað eftir aðstoð kvaðst hann hafa hringt í B númerið hjá honum ef hann skyldi len da í háska en kvaðst ekki muna hver hafi látið hann fá númerið. Kvaðst hann aðspurður hafa hringt úr skiparadíóinu en símar þeirra Henry hefðu báðir verið batteríslausir. Ákærði var spurður um blágrænan Samsung - farsíma sem fannst um borð í skútunni. Fyrst kvað hann símann alltaf hafa verið um borð í skútunni en síðan að síminn Þeir hafi oft reynt að opna hann án árangurs. Mynd á þeim sím a af kvittun á nafni Poul Olsen vegna leigu og flutnings á bátastandi var borin undir hann. Kvað hann ekkert kannast við þetta en einhver hefði gert þetta í sínu nafni og á heimilisfangi foreldra sinna og að það væri pirrandi að hafa fengið þessa mynd send a. Ákærði kvaðst aðspurður hafa Samsung - reynt að opna símann af því að sinn sími hefði verið batterí slaus. Aðspurður hvort Iridium - gervihnattasími hafi verið um borð í skútunni og spurður um skjámynd af kaupnótu þess síma sem hafi fundist í síma ákærða kannaðist hann ekki við það og kvaðst aldrei hafa séð nótuna áður. Hann kannaðist við að eiga svartan Salomon - bakpoka sem fannst um borð í skútunni, þar sem fannst kreditkort á nafni O. kortin u hjá ákærða sem hafi ætlað að skila því. O hafi ekki tengst eða vitað af ferðinni. Ákærði játaði því aðspurður að hafa keypt mótor sem var um borð í skútunni í verslun í annars vegar af greiðslukvittun vegna greiðslu með því kreditkorti vegna kaupa á mótor mikið af græjum fyrir bátinn sinn en myndin væri slæm. Ákærði játaði því að hafa keypt fyrir reiðufé í verslun inni. Ákærði kvaðst aðspurður aldrei hafa spurt í hvaða tilgangi ætti að sigla skútunni 157 kg af hassi, 40,52 g af maríhúana og veip - pennum sem fundust um borð í skútunni kvaðst ákærði aðeins eiga veip - pennana. Hann kvaðst hafa ruglast við þingfestingu málsins og játa nú sök samkvæmt ákær ukafla 18 III . en hann eigi veip - pennana sem ákært hafi verið fyri r. Kvaðst hann aðspurður hafa neytt hass og maríhúana í 40 ár en neitaði að hafa selt fíkniefni. síns sem hann hafi misnotað í mörg ár og fengið mikið lánað af peningum hjá, en vinu rinn aðspurður að það hafi tengst skútusiglingunni og kvaðst aðeins hafa verið í sambandi við mann sem heiti B. Ákærði Henry skútuna í [ 7. eða 8. júní en meðákærði Poul hafi sótt sig á lestarstöðina. Kvað hann hann ekki muna hvort þeir hefðu verið í samskiptum undanfarin ár. Aðspurður kvaðst hann ekki minnast þess að hafa átt að fá greitt fyrir ferðina og ekki vita hver hafi borgað fyrir flugið. Meðákærði Poul hafi sagt að séð yrði um það. Kvaðst hann aðspurður hafa þekkt meðákærða Poul fyrir ferðina því Poul hafi verið nágranni ömmu sinnar. Kvaðst hann ekki geta skýrt hvers vegna D hafi greitt fyrir flugmiðann. Aðspurður hvers vegna þeir hafi komið við á Íslandi kvað hann þá ekki hafa átt að gera það en lent í vélarbilun og þurft að taka bensín. Kvaðst hann ekki hafa spurt um tilgang ferðarinnar o g hafa haldið að meðákærði Poul ætti skútuna. Neitaði hann að hafa notað Iridium - gervihnattasíma sem fannst um borð. Kvaðst hann hafa séð meðákærða Poul nota símann en ekki vita við hvern hann talaði eða um hvað. Kvaðst hann ekki muna hvort meðákærði Poul hefði átt í símasamskiptum áður en hann fór frá borði við Garðskagavita en kvaðst halda að Poul hefði talað við einhvern. Aðspurður kvað hann meðákærða Poul hafa sagt að hann ætlaði að ná í bensín, vistir og verkfæri til að laga vélina. Kvaðst hann aðspurð ur hvorki hafa séð né þekkt meðákærða Jonaz, áður en þeir voru handteknir. Kvaðst hann aðspurður ekki hafa grunað að ólögmætur varningur væri um borð. Hann kvaðst ekki geta útskýrt mynd sem fannst í síma hans, þar sem greina má pakkn - ingar eins og þær sem fíkniefnin voru í, sem fundust um borð í skútunni, því myndin væri svo óskýr. Kannaðist hann ekki við að hafa tekið neinar myndir en kvaðst hafa fengið sendar myndir á Messenger. Nánar spurður hvort hann hefði einhverjar skýringar á þessu kvaðst hann ekki vita hvers vegna vinur sinn U hafi sent sér þ annig mynd. 19 Sækjandi greindi frá því að í skútunni hefði verið svartur Salomon - bakpoki sem ákærði Poul hafi kannast við að eiga og í honum verið greiðslukort á nafni O. Ákærði var spurður hvort hann þekkti O e n ákærði neitaði því. Beðinn um skýringar á því að maí 2023 kvað hann það hafa verið lán til O. Spurður hvers vegna hann hefði neitað að þekkja O kvaðst hann hafa haldið a ð verið væri að spyrja hvort hann hefði vitað að kortið væri í bakpokanum. Kvaðst hann þekkja O og hafa lánað honum peninginn af því að hann hefði beðið um það. Borið var undir hann að á færsluyfirliti bankareiknings hans sjáist að 10. mars 2023 hafi han ekki hafa hugmynd hver það væri. Þessi fjárhæð hafi verið ranglega greidd inn á reikning sinn meðan hann var á sjó án hans vitunda r, kvaðst hann hafa greint bankastarfsmanni frá því og fjárhæðin endurgrei dd í samráði við bankastarfsmann inn . Aðspurður hvort hann hafi haft upplýsingar um það hver hafi lagt inn hjá honum kvað hann hafa verið hringt í sig út á sjó og sér tjáð að lagðar h Ákærði var spurður hvort það hefði verið vegna þessara greiðslna sem hann hefði beðið rt það hefði verið vegna annarra greiðslna. Kvaðst hann hafa uppgötvað þegar hann kom í land að það væri þessi fjárhæð. Aðspurður hvort hann hefði gefið bankastarfsmanninum upplýsingar um hvert ætti að endurgreiða kvaðst hann ekki hafa vitað hver hefði lag t inn hjá sér. Neitaði hann að hafa vitað hver væri móttakandi millifærslunnar og sömuleiðis því að hafa haft vitneskju um skútu. Borið var undir hann að samkvæmt færsluyfirliti bankareiknings hans hefðu þrír nafngreindir aðilar lagt, hver um sig , tvívegis inn hjá honum 25 .000 dagana 4. og 5 febrúar 2023, eða samtals 150 .000 . Ákærði kannaðist ekki við þá aðila og kvaðst ekki vita hvers vegna þeir hefðu lagt inn á hann þessar greiðslur. Ákærði var spurður hvers vegna hann hefði endurgreitt P , þar sem hún h e fði ekki lagt inn hjá honum. Kvaðst hann þá hafa fengið símhringingu frá þorpi á , honum verið sagt að rangar fjárhæðir hefðu verið lagðar inn og hann fengið kortaupplýsingar um hvert hann ætti að endurgreiða. Aðspurður hvort hann kannaðist við mann að nafni D kvaðst hann þekkja nokkra en nánar spurður játaði hann því að þekkja einn D. Borið var undir ákærða að 20. janúar sl. hefðu verið lagðar inn hjá lánað D en þeir væru á sama skipi. Kan naðist hann við að hafa verið í símasamskiptum 20 við D en kvaðst ekki muna hvort það hefði verið vegna skútusiglingarinnar. Kvaðst hann aðspurður aldrei hafa spurt hvert væri tilefni siglingarinnar og ekki vitað hversu löng siglingin yrði. Kannaðist hann ekk i við að eitthvað hefði verið skrýtið er hann kom um borð í skútuna nema að hún lyktaði af bensíni. Kvaðst hann aðspurður hafa verið í sambandi við eldri systur sína fyrir ferðina. urður hafa gefið hann að hafa verið í hassneyslu en neitaði að stunda sölu eða dreifingu slíkra efna. Ákærði Jonaz kvaðst hafa farið til Íslands til að skila af sér mat og öðru dóti. Aðspurður til hverra kvað hann það hafi verið til manna á báti út á hafi. Aðspurður hvar og hvenær hann hafi fengið upplýsingar um þessa menn kvað hann mann að nafni S, sem hann hafi ekki þekkt, hafa haft samband við sig nokkrum dögu m fyrir ferðina. Kvaðst hann aðspurður eiginlega engar upplýsingar hafa fengið um hvað hann ætti að gera, bara að hann ætti að kaupa mat en hann hafi ekki spurt hvers vegna. Hann hafi tekið þetta að sér án greiðslu því hann vonaðist til að fá þetta endurgo ldið. Nánar spurður um það kvað hann kærustu sína hafa átt í vandræðum með ákveðna aðila, glæpamenn, sem hann hafi vonast til að myndu hætta, en hann hafi tekið kærustuna frá einum þeirra og þá hafi þróast vandamál. Aðspurður hvort hann hafi fengið nákvæm fyrirmæli um hvað ætti að gera kvaðst hann hafa átt að fara til Íslands, kaupa ákveðna hluti, hitta menn og láta þá fá hlutina. Kvaðst hann aðspurður ekki hafa átt að láta neinn vita að verkefninu loknu. Kannaðist hann við að hafa verið í samskiptum á Sig nal undir nafni R og kvaðst halda að S hafi notað Q en ekki vita hver F væri. Aðspurður hvernig S hafi upphaflega haft samband kvaðst hann hafa hitt S á klúbbi og svo hafi þeir verið í samskiptum í síma. Staðfesti hann að hafa hitt mann sem talað hafi veri ð um í Signal - samskiptunum og hafa vegna samskiptin hefðu átt að eyðast eftir átta klukkutíma, honum hefði þótt það eðlilegt og engar spurningar hefðu vaknað við það. Kv aðst hann ekki hafa spurt hvers vegna ætti frekar að nota reiðufé en kort í verslunum og honum hefði þótt eðlilegt að nota reiðuféð sem hann hafi fengið. Kvaðst hann ekki hafa verið búinn að segja kærustu sinni frá ferðinni til Íslands þegar hann sendi hen ni mynd þann 21. júní af peningabúnti sem á hafi staðið að hann væri búinn að taka út smávegis vasapening fyrir ferðina. Staðfesti hann að myndin hefði verið af peningunum sem hann hefði fengið afhenta fyrir ferðina. Aðspurður hvað kærastan hefði átt við í svari þar sem segi að hún sé ekki stressuð svo 21 lengi sem hann skili sér heim og geri bara það sem hann þurfi að gera , kvað ákærði hana bara hafa tekið svo til orða. Kannaðist hann við að hafa fengið nákvæmar upplýsingar um hvenær og hvað hann ætti að gera í Signal - samskiptunum við Q og F. Kvaðst hann ekki vita hvers vegna F hefði sent mynd af staðsetningu og báti LHG, spurningar hefðu vaknað á þeim tímapunkti án þess að hann hefði spurt nánar út í það. Neitað i hann að sig hefði á einhverjum tímapunkti grunað að verið væri að flytja fíkniefni eða eitthvað annað ólöglegt. Kvað hann aðspurður engar spurningar hafa vaknað um að eitthvað ólögmætt hluti sem væru fullkomlega löglegir. Kvaðst hann aldrei hafa spurt hvers vegna mennirnir gætu ekki farið sjálfir í land til að kaupa búnað og vistir. Aðspurður hvort það hefði verið einhver ástæða fyrir því að hann hefði greint frá í samskiptunum að fólk h efði staðið á kantinum og horft á þegar þeir voru í fjörunni kvaðst hann telja að það skipti ekki neinu máli. Spurður hvers vegna hann hefði þá verið að segja frá því kvaðst hann bara hafa skrifað það á þeim tíma. Staðfesti hann að hafa sent skilaboð um að hafa sagst verið stressaður við höfnina við afhendingu vistanna en það hefði verið vegna þess að hann hefði verið inni á einkalóð og ekki vitað hvernig hlutirnir væru í ókunnu landi. Ákærði kvaðst ekki þekkja meðákærðu Poul og Henry og aldrei hafa séð þ á áður eða rætt við þá. Staðfesti hann að hafa sent SMS - skilaboð þann 12. september 2022 til aðila sem hann hafi haldið að væri S , í því skyni að komast í samband við hann en S hafi ekki svarað. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa þekkt S þegar hann sendi skil aboðin og að Ákærði kvaðst ekki hafa hugmynd um hver hefði bókað flugið til Íslands en hafa fengið upplýsingarnar sendar með tölvupósti. Þá kannaðist hann ekki við D. Vitnið D kvaðst búa í kvaðst einnig þekkja ákærða Henry en þeir væru frá sama bæ og ynnu á sama skipi en fyrir flug ákærðu Henry og Jonaz með greiðslukorti sínu og kvað ákærða Poul hafa beðið sig um að lána sér fyrir því. Aðspurður kvaðst hann ekki heyra oft í Poul en það kæmi fyrir. Aðspurður hvers vegna hann væri þá að lána honum ítrekað peninga kvað hann Poul alltaf endur greiða. Aðspurður hvernig stæði á því að í mars 2023 hefði verið leigður 22 um hjálp sem hann hafi í mars 2023 og aðspurður hvað þeir hafi verið að gera kvað hann frænku ákærða Poul þann 20. janúar 2023, sv araði hann því til að hann hafi fengið þá peninga lánaða hjá ákærða Henry og spurður hvers vegna kvað hann þá vera á sama togara og græða mikinn pening. Hann kvaðst ekki nota Signal og kannaðist ekki við notendanöfnin Q og F eða nafnið S. Kvaðst hann hitt a ákærða Henry nánast daglega og tala við hann í síma. Kannaðist hann ekki við skútuna Cocotte og kvaðst ekki hafa vitað að ákærðu Poul og Henry hefðu farið í skútusiglingu að Íslandsströndum. Rannsóknarlögreglumaður Ú, sem stjórnaði rannsókn málsins fr á upphafi, kvað lögregluna hafa komist á snoðir um málið því saga ákærða Jonaz hjá tollvörðum hafi þótt ótrúverðug. Hann hafi heimilað tollvörðum að skoða síma sinn og þeir séð skilaboð í Signal - samskiptum um að hann ætti að útvega ýmsan búnað hér á landi. Lögregla hafi fylgst með honum kaupa þann búnað og fylgt honum eftir í átt að Keflavík og þar um slóðir. Hlustað hafi verið á síma hans og eftirfararbúnaði komið fyrir í bílaleigubifreið hans. Við handtöku hafi ákærðu ekkert þóst vita um málið en rannsók n hafi leitt í ljós að ákærðu hafi komið meira að skipulagningu og undirbúningi þessa fíkniefnasmygls en - síma sem hann hafi ekki sagt frá, þ.e. blágrænan Samsung - síma skráðan á nafn M. Ákærði Poul hafi sagt að einu samskipti sín við þennan hóp, sem hann hafi verið að vinna fyrir að eigin sögn, hafi verið með miðum sem hann hafi fengið afhenta og í skútunni með fyrirmælum, en engir slíkir miðar hafi fundist. Ákærði Poul - hafi verið um að skútan hafi verið sótt þangað. Hann haf i sagt að síminn hafi verið allan tímann um borð í skútunni en rannsóknargögn hafi sýnt að síminn hafi verið á sömu i ekkert hafi komið fram við rannsókn málsins sem hafi tengt ákærða Poul við samtök . - símanum, t.a.m. myndir teknar 23. mars 2023, sem ákærði hafi neitað að hafa tekið þegar þær vo ru bornar undir hann. Slóð þeirra mynda væri sú sama og slóð annarra mynda sem 23 hann hafi viðurkennt að hafa tekið sjálfur. Þetta hafi verið sérstaklega skoðað af tölvunarfræðideild sem hafi talið meiri líkur en minni að myndirnar hafi allar verið teknar á síma ákærða Poul. Kvað hann eiga að sjást á slóðinni og kjarnaupp lýs ingum mynda hefðu þær flust úr Samsung i P ad yfir í síma ákærða. Um hvort sitt tækið væri að ræða og slóð/kjarnaupplýsingar myndanna ættu þá að vera mismunandi en hafi verið þær sömu. Ák ærði Poul hafi verið spurður um vitneskju varðandi efnin um borð og hann beðið um að ákærði yrði spurður hvort hann hafi vitað eða grunað það og þá hafi ákærði sagt að hann hafi grunað það. Þegar ákærði hafi verið spurður nánar um hvað hann ætti nefnt efnin hass, kókaín og heróín. Lögreglan hafi ekki borið undir ákærða hvort hann ætti við þessi tilteknu efni. Aðspurður hvort ákærðu ha fi verið samvinnuþýðir kvað hann þá hafa verið kurteisa en ákærði Poul hafi til að mynda vitað mun meira en hann hafi upplýst á fyrstu stigum málsins og hans framburður borið þess merki að hann héldi alltaf eftir upplýsingum. Fingraför hans í rannsóknargög num hafi verið mörg, hann hafi til að - símanum eða samskiptum við aðra einstaklinga sem tengdust málinu í gegnum þann síma, m.a. F o.fl. Ákærði hafi ekki greint frá myndum á símanum sem hann hafi sagst hafa fengið sendar 23. m ars, fyrr en þær voru bornar undir - símanum af geymslustað skútunnar og mynd með sínum eigin síma þegar skútan var komin á geymslustað. Nafn hans hafi verið á reikningi fyrir leigu á bátastandi fyrir skútuna, sem ha Rannsóknargögn málsins hafi sýnt aðkomu aðallega ákærða Poul að mörgum þáttum við undirbúning og skipulagningu. Ekki hafi komið fram við rannsóknina hver hafi keypt efnin, hvar eða hvernig þau hafi verið flutt í skútuna. Um borð í s kútunni hafi fundist vakúmpökkunarvél og - plast og því telji lögregla að efnunum hafi verið pakkað um borð. Ákærði Poul hafi keypt ýmislegt í aðdraganda ferðarinnar og leitað að upplýsingum um verkfæri í síma sínum um miðjan maí, en álíka verkfæri hafi fun dist um borð, svo sem t.d. borvél og slípirokkur, sem tengi hann við skipulagninguna. Þá hafi ákærði Poul ekki greint lögreglu frá D eða að D hafi keypt flugferðir milli landa, aðrar ferðir, gistingu o.fl. Fingraför D hafi einnig verið út i um allt í rannsó knargögnum en ákærði hafi í skýrslutökum sagt að hann hafi ekki hitt D í mörg ár. en hann hafi ekki neitað að tjá sig á . Erfitt hafi reyns 24 Rannsókn á síma ákærða Henry hafi leitt í ljós að ákærði hafi talað við títtnefndan D, bæði fy daginn eftir, þann 6. júní. Ákærði Henry hafi sagt að ákærði Poul hafi haft samand við sig og beðið sig um að koma í siglinguna, en ekki hafi fundist nein síma samskipti mill i Henry og Poul, heldur aðeins fyrrgreind samskipti við D . Aðspurður hvort símanúmer sem ákærði Henry hafi hringt í þann 4. júní hafi verið rannsökuð kvaðst hann halda að það hafi ekki verið gert en kvaðst halda að samskipti Henry á Messenger eða Facebook hafi verið skoðuð. Ákærði Henry hafi verið samvinnuþýður en hann hafi samt sem áður ekki gefið upplýsingar um millifærslur á reikning sinn og greiðslu fyrir skútuna sem hann hefði getað upplýst um fyrr. Rannsókn hafi leitt í ljós sex millifærslur að fjárhæ ð 25.000 skútunnar sem hann hafi millifært til fyrri eiganda skútunnar. Hann hafi sagt að þetta væru ekki hans peningar og hann hafi verið beðinn um þetta. Ákærði Henry hafi sagst hafa farið í frí í mars og tekið eftir greiðslunum eftir það en þær hafi verið greiddar til hans í febrúar. Fyrri eigandi hafi ekki kannast við ákærða Henry nema að nafn hans hafi komið fram í millifærslunni. Í sambærilegum fíkniefnamálum séu allar leiðir notaðar til að leyna uppruna fjármagns og sjáist oft margar smærri greiðslur eins og í þessu tilviki. F yrir f lutning skútunnar hafi t.a.m. einnig verið grei tt með nokkrum millifærslum frá nokkrum einstaklingum , m.a. D. Kvaðst hann aðspurður geta fullyrt að leynihólfið hefði verið útbúið á tímabilinu frá 11. maí og þar til lagt hefði verið úr höfn á leið til Íslands. Þann 16. maí hafi ákærði Poul verið að leita að upplýsingum um verkfæri eins og þau sem hafi fundist um bo rð en ekkert bendi til þess að ákærði Henry hafi komið að því. Lífsýni og fingraför hafi verið send í rannsókn en niðurstaða liggi ekki fyrir. Maríhúana hafi fundist í káetunni. Kvað vitnið mynd af hassköggli sem fannst í síma ákærða Henry hafa verið senda til Henry gegnum Messenger þann 22. mars 2023, en ekki liggi fyrir frá hverjum. Undirbúningstíminn hafi einmitt verið þá og ákærði Poul hafi sótt skútuna daginn eftir Ákærði Jonaz hafi verið sæmilega samvinnuþýður, hann hafi lítið annað getað g ert í ljósi fyrirliggjandi gagna. Hann hefði þó getað greint frá því í byrjun að hafa þekkt aðilann Q á Signal í meira en 3 4 vikur. Lögreglan hafi fundið SMS í síma ákærða Jonaz 25 frá því í september 2022, en hann hafi sagst hafa hitt þann aðila fyrst 3 4vi kum fyrir ferðina. Í samskiptunum hafi komið fram að hann hafi verið hræddur við að vera á ákveðnum stöðum því það væri svo margt fólk o.s.frv. sem sýni að vitneskja hans hafi verið meiri en hann vilji viðurkenna. Þá hafi hann verið í venjulegum samskiptum við kærustuna fyrir utan eitt skipti þegar hann sendi henni myndir af peningaseðlunum en þá hafi hann farið á leynispjall. Hann hljóti að hafa gert sér grein fyrir því að það væri grunsamlegt að koma vistum til skútu við strendur Íslands sem gæti ekki kom ið að landi. Aðspurður um Signal - samskipti, Telegram og fleiri forrit kvað vitnið þau vera þannig að skilaboð eyðist eftir ákveðinn tíma samkvæmt stillingu og alþekkt að nota slík samskipti í málum sem þessum. Aðspurður kvað hann rannsókn málsins, sem sé á forræði lögreglunnar á Íslandi, hafa m.a. verið í samstarfi við lögregluna . Lögum samkvæmt beri að upplýsa alla þætti málsins en rannsókn á símanúmerum og einstaklingum sem taldir eru tengjast málinu, svo og viðmælendum í samskiptum ákærða Jonaz á Sig nal , væri enn ólokið. Lögreglufulltrúi V, sem staðfesti skýrslu sína, kvað lögregluna hafa fengið upplýsingar frá tollinum í Keflavík og hafa fylgst með ákærða Jonaz frá því að hann yfirgaf flugvöllinn þar til hann var handtekinn. Hann hafi farið í nokk rar verslanir í Reykjavík og keypt ýmsan varning og matvöru, augljóslega eftir lista, því hann hafi í sífellu skoðað símann. Hann hafi farið aftur til Keflavíkur á hótel en farið út um kvöldið og sett bensín á brúsa í Garði og keyrt þar um. Þá hafi lögregl an vitað af skútunni og grunað að ákærði tengdist henni. Ákærði hafi keyrt malarslóða að sjónum og verið í símanum. Lögreglan hafi fylgst með því að maður frá skútunni hafi komið í land við Garðskagavita og hitt ákærða Jonaz og þeir borið vistir og búnað ú r bílnum í bátinn og aðilinn á bátnum sett í gang utanborðsmótor sem ákærði hafi keypt og siglt að skútunni. Aðspurður kvað hann túrista hafa verið á gangi á svæðinu. Lögreglan hafi fylgt ákærða Jonaz eftir en hann hafi verið handtekinn á hótelinu í kjölfa r handtöku mannanna um borð í skútunni. Við leit daginn eftir með gegnumlýsingartæki hafi sést að eitthvað væri á bak við vegg en málningin á honum hafi verið rök viðkomu. Borað hafi verið gat en þá hafi sést að um fíkniefni væri að ræða og kallað hafi ver ið á tæknideild en eftir það hafi veggurinn verið fjarlægður. Fundist hafi dós með sparsli, málning og fleira í skútunni. Yfirborðsleit hafi verið gerð nóttina áður, þá hafi veip - pennar fundist en þá hafi ekki orðið vart við leynihólfið. 26 Tollvörður W, s em staðfesti skýrslu sína, kvaðst hafa fengið símtal vegna skútu við Garðskagavita sem LHG hafi fylgt í höfn. Framkvæmd hafi verið tollaleit er skútan kom í land. Kvaðst hann hafa talað fyrst við yngri manninn inni í tollbíl, en þeir ekki náð að tala mikið saman vegna tungumálaörðugleika. Þá hafi hann talað við eldri manninn, sem sér hafi skilist á yngri manninum að væri skipstjóri. Maðurinn hafi tjáð sér að þeir Austurlan di en ekki fengið og siglt áfram án þess að tilkynna sig til yfirvalda. Ummerki hafi verið um meinta fíkniefnaneyslu um borð, m.a. hasspípur, og því hafi verið óskað eftir aðstoð Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, sem hafi verið með fíkniefnagreiningarbú nað og skoðað töskur mannanna. Sést hafi vakúmpökkunarvél um borð sem verði að teljast óvanalegt. Við yfirborðsleit hafi fundist ótollað áfengi, CBD - pennar og hasspípur. Einnig hafi fundist farsímar, kvittanir, vegabréf o.fl. sem hafi verið afhent lögreglu , auk þess sem sést hafi borar, málningardósir og verkfæri. Tollverðina hafi hins vegar grunað að fíkniefni væru falin um borð og það hafi ekki komið vitninu á óvart að það væri leynihólf í skútunni. Kvaðst hann einnig hafa verið viðstaddur þriðju leit um borð eftir að fíkniefnin höfðu fundist og verið fjarlægð. Rannsóknarlögreglumaður Æ kvaðst hafa verið í annarri og þriðju leit um borð í skútunni, fíkniefnin hafi fundist við aðra leit með skanna og þá hafi verið kallað á tæknideild. Við skoðun hafi tre fjaplastveggur verið áberandi rakur viðkomu og greini - lega settur í eftir á. Kvaðst hann þekkja trefjaplast vel og sér hafi verið augljóst að máln - ingin hafi verið ný og áberandi rök. Kvað hann grímu, einnota galla, slípirokk, málningu og efni til að búa v egginn til hafa fundist í hólfum stutt frá veggnum. Fullyrti hann að unnt væri að búa til svona trefjaplastvegg úr efninu sem hafi fundist í skútunni en hann væri vanur að vinna með trefjaplast. Veggurinn hafi verið sýnilegur að því leyti að rýmið að innan hafi verið minna en það ætti að vera. Það hafi hins vegar e.t.v. ekki verið augljóst fyrir aðila sem ekki þekktu til. Tæknideild hafi tekið myndir og annast vettvangsleit en hann hafi flutt efnin til tæknideildar. Einhverjir fíkniefnapennar hafi einnig fu ndist og hundur merkt tösku. Í leit í tollhúsinu hafi allt verið tekið úr skútunni nema gólfið, flokkað í verkfæri, mat, persónulegar eigur, eldsneyti o.s.frv. en þá hafi fundist verkfæri og annar búnaður um leið og fíkniefnin hafi verið haldlögð. Persónul egir munir og annað hafi verið í litlum hólfum og mikið drasl. Þær pullur sem hafi átt að passa þar sem leynihólfið var hafi ekki komist fyrir, heldur legið ofan á sófanum og því verið aukalega. 27 Lögreglufulltrúi í tæknideild Ö kvaðst hafa tekið þátt í a ð taka niður vegginn í skútunni og síðan fjarlægt og ferjað fíkniefnapakkningarnar til að unnt væri að skoða þær. Veggurinn hafi greinilega verið nýrri en skútan, úr veigalitlu efni með þunnum listum úr masoníti, sem alla jafna væri ekki notað. Lögreglumen nirnir hafi séð slípirokk og trefjaplast og mikið drasl um borð. Aðspurður um frágang á fíkniefn unum kvað hann þau oft vera sett í tvö til þrjú lög af vakúmpokum. Í þessu tilviki hafi verið hreinsivökvi milli laga, stundum sé það kaffi, væntanlega til að minnka lykt. Tæknideild í Reykjavík hafi tekið við efnunum, tekið af þeim umbúðir, ljósmyndað, vigtað þau og forgreint og sent sýni til Rannsóknastofu Háskóla Íslands. Kvað hann rúm 40 g af maríhúana hafa verið tilgreind í sömu efnaskýrslu og hassið og því komið með sömu sendingu til tæknideildar frá skútunni. Á, systir ákærða Henry, kvaðst aðspurð hafa verið í samskiptum við hann sl. sumar á Facebook og í síma, síðast þann 26. júní. Fyrir þann tíma hafi hún talað við hann með síma móður þeirra u.þ.b. 5 7 v ikum áður. Aðspurð kvaðst hún hafa vitað að hann væri að fara í siglingu og hann hafi ætlað að koma að heimsækja sig 27. júní en þau hafi ekki heyrt í honum. Í júlí hafi pabbi þeirra spurt hvar hann væri og þau farið að leita að honum. Niðurstaða Ákæru kafli I. Á kærðu Poul og Henry er í þessum kafla ákæru gefið að sök stórfellt fíkniefna - lagabrot. Nánar til tekið er þeim gefið að sök að hafa í kringum miðnætti 23. 24. júní 2023, í sameiningu, haft í vörslum sínum í skútunni Cocotte, úti fyrir Garðskagavi ta í Suðurnesjabæ, 157.092 g af hassi og 40,52 g af maríhúana en fyrirhugað var að sigla ákærðu Poul og Henry siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum. Ákærðu hafa báðir neitað sök. Byggja þeir á því að ósannað sé að þeir hafi gerst sekir um brotið sem þeim er gefið að sök, þeir hafi ekki haft neina vitneskju um fíkniefnin sem voru um borð í skútunni. Af hálfu ákærða Henry er því einnig haldið fram að þar sem skýrslu tökur hjá lögreglu hafi fari fram með túlki hafi rannsókn málsins verið ábótavant og gengið í berhögg við 5. mgr. 63. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sem leiði til þess að óskýrleiki framburðar ákærða á rannsóknarstigi verði ekki skýrður honu m í óhag. Að 28 mjög ruglingslegur. Sönnunarbyrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má þeim í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 u m meðferð sakamála. Þá skal dómur samkvæmt 1. mgr. 111. gr. sömu laga reistur á sönnunar - gögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Um þátt ákærðu í brotinu er við framburði þeirra að styðjast en aðallega þau gögn sem lögregla aflaði, og þá sérs tak lega gögn sem aflað var úr farsímum ákærðu og blágræns farsíma sem fannst í tösku ákærða Poul auk þess búnaðar og tækja sem fundust um borð í skútunni. Eins og rakið er í málsatvikalýsingu hófst rannsókn málsins við komu ákærða Jonaz til landsins 22. j úní 2023 sem þótti grunsamleg og leiddi til þess að lögregla fylgdi honum óslitið eftir fram að handtöku. Í kjölfarið fékk lögregla upplýsingar um skútu sem hafði ekki tilkynnt um komu inn í landhelgi og var talið að skútan tengdist komu ákærða Jonaz til l andsins. Þann 23. júní varð vart við skútuna út af Garðskagavita og á sama tíma fylgdi lögregla ákærða Jonaz eftir niður í fjöru þar sem hann hitti meðákærða Poul og afhenti honum búnað og matvöru sem meðákærðu var nauðsynleg til að geta haldið för sinni á fram. Voru ákærðu Poul og Henry handteknir um borð í skútunni þar sem fíkniefnin fundust í leynihólfi. Ákærði Poul hefur verið margsaga um það hvernig siglingin kom til. Í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu kvað hann kunningja að nafni C, sem hefði tengsl vi ð , hafa beðið sig um að sigla skútunni til . Kvað ákærði meðlimi hafa verið á eftir sér í þrjú ár og hótað líkamsmeiðingum vegna skemmda á mótorhjóli. Í hafi ákærði afhent manni lykilinn að skútunni og kvaðst ákærði hafa farið á hótel í viku . Í næstu lögregluskýrslu kvað hann C hafa sagt sér frá skútunni en sagðist ekki vita hver hefði beðið sig um að fara í ferðina. - samtökin hafi hótað ákærða og börnum hans líkamsmeiðingum og hann því orðið að fara í ferðina til að borga fyrir skemmdir á mótorhjólinu. Kvaðst ákærði hafa fengið afhenta miða af grímuklæddum meðlimum samtakanna með fyrirmælum um að fara til til að sækja skútuna og sigla til . Ákærði kvaðst hafa beðið C um að tala við samtökin en hann hafi ekki þekkt þá. Í hafi kom ið roskinn maður, afhent sér 15.000 og fengið lykilinn hjá ákærða, sem kvaðst hafa verið í burtu í 4 6 daga. C hafi síðan sagt ákærða að fara aftur um borð í 29 skútuna en þar hafi verið miði sem á hafi staðið að hann ætti að sigla upp til . Ekki kom f ram hvernig ákærði hafi vitað að hann ætti síðan að sigla til . Fyrir dómi kvað ákærði tilgang ferðarinnar hafa verið að hann væri að flytja til og kvaðst halda að C ætti skútuna því það hafi verið eini maðurinn sem hann hafi verið í sambandi við. F erðin hafi komið til vegna skaðabóta sem hann hafi þurft að gera upp við - mótorhjólaklúbbinn. Miðað við framangreint eru margar útgáfur af því hvernig siglingin hafi komið til, við hverja ákærði hafi verið í sambandi og hvernig. Við leit í skútunni fund ust ýmiss konar miðar og kvittanir en engir miðar með fyrirmælum til ákærða vegna siglingarinnar. Þá hafa engin gögn komið fram í málinu sem tengja ákærða við - samtökin. Er framburður ákærða Poul metinn ótrúverðugur. Fyrir dómi kvaðst ákærði fyrst hafa séð skútuna Cocotte í júní í og um borð hafi verið blágrænn Samsung - sími sem hann hafi ekki getað opnað þrátt fyrir tilraunir. Málsgögn og framburður ákærða sjálfs staðfesta að ákærði flaug frá til og dvaldi þar dagana 2. 27. mars 2023 sem og að ákærði Poul tók á bifreið af tegundinni á leigu dagana 6. 27. mars sama ár, þar sem netfang og símanúmer D var gefið upp. Ákærði kvaðst fyrir dómi fyrst ekki muna hvort hann hefði verið í í mars 2023. Nánar spurður kvaðst hann hafa hitt vin sem ekki hefði bílpróf að nafni D, í flugvél á leið til Danmerkur. D hafi beðið sig um að keyra bifreiðina og netfang D væri á bílaleigusamningnum. Kvaðst ákærði hafa átt tíma hjá lækni eftir 14 daga og því orðið við þeirri beiðni. Kannaðist ákærði við bílale igubílinn á mynd tekin 23. mars 2023. Vitnið D kannaðist við netfang sitt á bílaleigusamningnum. Kvað hann frænku ákærða Poul hafa veikst af krabbameini og hann hafi hjálpað ákærða með því að ferðast með honum um . Ber framburðum ákærða og vitnisins um tilgang ferðarinnar engan veginn saman. Þá kvaðst ákærði í lögregluskýrslu þann 26. júlí sl. ekki hafa hitt D í fjölda ára. Eru framburðir þeirra metnir ótrúverðugir og verða ekki lagðir til grundvallar. Ákærði staðfesti fyrir dómi að hafa tekið myndir innan í flugvél 27. mars og 8. maí 2023. Málsgögn staðfesta að í síma ákærða fundust myndir teknar 16. mars 2023 af bátastandi, myndir teknar viku síðar, þann 23. mars, af bifreið þeirri sem ákærði tók á lei gu, af hífingu skútunnar Cocotte á land í - höfn í , af skútunni á landi og á flutningabíl sem og af flutningi skútunnar með G. Þá fundust einnig myndbandsupptökur í síma ákærða frá 23. 24. mars 2023 þar sem skútan Cocotte var hífð á land í - höfn í og af flutningi hennar að geymslustað. 30 Spurður um mynd af hífingu skútunnar Cocotte fyrir dómi kvaðst ákærði hafa tekið þær myndir af öðrum síma. Beðinn um að útskýra það nánar kvaðst hann hafa verið fullur í nokkra daga og hinir tekið bílinn sinn og hann sagðist ekki vita hvort þeir hefðu tekið myndirnar eða hvort hann hefði fengið þær frá C. Spurður hvort C hafi sent ákærða myndina og þá hvernig kvaðst ákærði ekki vita hvað það heitir þegar myndir flytjist á milli. Þá kvaðst hann hafa fengið aðrar m yndir teknar sama dag af skútunni á landi sendar til sín en ekki muna hvenær. Ákærði kvaðst sjálfur hafa tekið myndir innan í skútunni á eigin síma. Þá staðfesti ákærði að hann hefði sjálfur tekið myndir á símann sinn innan úr flugvél þann 27. mars og 8. m aí 2023, eins og áður segir. Samkvæmt málsgögnum og framburði rannasakara málsins fyrir dómi er ljóst að slóð mynda sem ákærði hefur viðurkennt að hafa tekið á símann er sú sama og slóð hinna tilgreindu mynda af bátastandi, hífingu skútunnar Cocotte, flutn ingi hennar og af skút unni á bátastandinum við , . Af því verður ráðið að ákærði hafi tekið myndirnar sem fundust í síma hans, en ekki fengið myndirnar sendar eða þær flust milli tækja. Í tösku um borð í skútunni Cocotte fannst blágrænn Samsung Gal axy farsími, efst í tösku í eigu ákærða Poul. Hefur hann neitað því að eiga símann og sagt hann hafa verið um borð í skútunni er hann kom um borð í . Samkvæmt gögnum málsins er um - síma að ræða en samskiptaforritið Signal var sett up p í símanum þann 7. mars 2023. Í símanum fundust myndir sem hafði verið eytt þann 21. maí 2023, þ. á m. mynd tekin 16. mars 2023 af bátastandi, aðeins sex mínútum eftir að ákærði tók mynd af sama bátastandi. Í rannsóknargögnum kemur fram að síminn var í ] frá 7. mars, í 17. maí og í Noregi 28. maí, á sömu tímum og sími ákærða. Á símanum fannst einnig mynd, tekin 17. mars af reikningi á nafni ákærða vegna leigu á bátastandi ásamt flutningi hans til . Einnig fundust myndir teknar 22. mars innan úr bifreið af bátastandi með leitarskilyrðið , sem er í , og utan dökkgrárrar bifreiðar af bátastandinum. Þá fannst á síma ákærða myndband tekið upp 10. mars 2023 þar sem sést í blágrænan síma innan í bíl aleigubifreið þeirri sem ákærði var með á leigu. Ekkert hefur júní eins og ákærði bar fyrir dómi. Er það mat dómsins að framangreind rannsóknargögn sýni með óyggjandi h ætti að ákærði Poul hafi verið notandi símans, símanúmer og með . Gögn málsins og framburður ákærða staðfesta að ákærði flaug til frá þann 8. maí 2023 en samkvæmt gögnum málsins var D einnig farþegi með sömu flugvél. 31 Þá liggur ei nnig fyrir í gögnum og í framburði ákærða fyrir dómi að hann tók á leigu sumarhús daginn eftir, eða tímabilið 9. 19. maí. Samkvæmt gögnum málsins var sumarhúsið í innan við fimm mínútna fjarlægð frá geymslustað skútunnar. Þann 11. maí 2023 voru teknar mynd ir á síma ákærða innan í skútunni, m.a. af þeim stað þar sem leynihólfinu var komið fyrir en auk þess tók ákærði myndir af trefjaplasti og geymsluhólfum. Þann 16. maí skoðaði ákærði upplýsingar um verkfæri, svo sem t.d. rafstöð, slípirokk og borvél. Sams k onar verkfæri fundust um borð í skútunni, sem báru með sér að hafa verið notuð. Þá liggur fyrir í málinu að kort með nafni O, sem fannst í bakpoka í eigu ákærða Poul, var notað til að kaupa ýmsan búnað sem fannst um borð í skútunni Cocotte. Bar ákærði fyr ir dómi að hann hafi skemmt sér í með O í 14 daga en O hafi gleymt kortinu og ákærði hafi ætlað að skila því til hans. Ákærði kvað O ekki vita að hann væri með kortið. Málsgögn bera með sér að kortið hafi verið notað 15. maí 2023 í versluninni til að kaupa bátabúnað. Þá liggur fyrir greiðslukvittun frá sömu verslun vegna kaupa á Suzuki - utanborðsmótor þann 24. maí 2023 að fjárhæð 8.995 sem fannst í veski ákærða Poul og viðurkenndi hann fyrir dómi að hafa keypt hann fyrir reiðufé. Kortið var einni g notað til að kaupa þrýstiloftsett, hlífðarbúning, eiturefnagrímu, 20 lítra bensínbrúsa og loftpressu þann 16. maí 2023 og fundust þeir munir ásamt Suzuki - utanborðsmótornum um borð í skútunni Cocotte. Verður ekki önnur ályktun dregin af framangreindum gög num en að ákærði hafi notað kortið til að versla búnað þann sem fannst um borð í skútunni, m.a. til að útbúa leynihólfið þar sem fíkniefnin fundust, en skýringar hans á því hvers vegna hann hafi verið með kortið eru metnar ótrúverðugar. Ákærði kvaðst fyri r dómi hafa fengið Iridium - gervihnattasíma, sem fannst um borð í skútunni, hjá C í . Við rannsókn á síma ákærða fannst skjámynd tekin 28. maí 2023 með upplýsingum um kaup á slíkum síma með sama SIM - kortanúmeri og símanúmeri og á símanum sem fannst um bo rð og því um sama símann að ræða, en hann var keyptur 9. maí 2023. Ákærði neitaði að hafa séð þá mynd áður en hafði enga skýringu á því hvers vegna myndin væri í síma sínum. Um borð í skútunni fannst einnig loft - tæmingarvél (vakúmpökkunarvél) sem ótvírætt bendir til þess að fíkniefnunum hafi verið pakkað um borð í skútunni. Er fallist á það með ákæruvaldinu að framangreind gögn málsins beri með sér að ákærði Poul hafi í maí og fram í júní 2023 verið að skipuleggja flutning fíkniefnanna með skútunni. 32 Ákærð i Poul greindi frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi séð leynihólfið í skútunni eftir að hann hafi komið aftur um borð. Fyrst kvaðst hann hafa vitað að sett hass, kókaín eða heróín. Ákærði bar fyrir dómi að hann hafi ekki nefnt efnin sjálfur heldur hafi lögreglan spurt hvort um þessi tilteknu efni væri að ræða. Lögreglumaður Ú sem stjórnaði rannsókn málsins bar fyrir dómi að það hafi verið ákærði sjálfur sem hafi t ilgreint hass, kókaín eða heróín, en hann hafi verið spurður hvað hann ætti við með það gæti e.t.v. verið eitthvað ólögmætt um borð en hann hafi alls ekki vitað að þet ta væru fíkniefni. Eins og rakið hefur verið að framan verður ekki annað ráðið af fyrirliggjandi rannsóknargögnum en að ákærði hafi tekið þátt í að flytja skútuna Cocotte í mars og keypt efni og búnað til að útbúa leynihólfið. Tæki og tól sem fundust um bo rð í skútunni eru samskonar og þau sem ákærði hafði leitað að í síma sínum og höfðu verið keypt með greiðslukorti O, sem ákærði var með í vörslum sínum, í maí 2023. Er fallist á það með ákæruvaldinu að ákærði Poul hafi verið fullmeðvitaður um hvað stæði t il og tekið virkan þátt í að útvega búnað til siglingarinnar auk verkfær a og efni s til að útbúa leynihólfið sem hafi verið útbúið milli 11. maí og þar til lagt hafi verið í siglinguna í júní 2023. Ákærði hafi vitað að fíkniefni væru um borð í skútunni. Af öllu framangreindu verður ráðið að ákærði hafi tekið fullan þátt í undirbúningi innflutnings fíkniefnanna með því að sjá um og kaupa búnað vegna flutnings skútunnar Cocotte á land og í landi í í mars 2023, auk þess að hafa í maí sama ár keypt efni og búnað til að útbúa leynihólfið, pakkað fíkniefnunum, komið þeim fyrir og siglt með þau með þann ásetning að selja þau á . Ákærði var handtekinn um borð í skútunni þar sem fíkniefnin fundust og var með vörslur þeirra. Er hafið yfir skynsamlegan vafa að h ann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæða. Ákærði Henry neitar sök og byggir á því að hann hafi ekki haft neina vitneskju um fíkniefnin um borð. Fyrir dómi bar hann að ákærði Poul ha fi hringt í sig og beðið um miklum samskiptum við meðákærða Poul né vitað hver hafi greitt fyrir flugið en Poul hafi sagt að séð yrði um það. Er það ekki í samræmi við framburð ákærða Poul fyrir dómi en hann kvaðst ekki hafa haft hugmynd um að ákærði Henry myndi sigla með sér fyrr en 33 í lögregluskýrslu ekki muna hverjum hann hafi sent netfangið sitt vegna flugmiðans. Hins vegar kom fram hjá vitninu D fyrir dómi að hann hafi greitt fyrir flug ákærða og einnig ákærða Jonaz. Þá kvaðst ákærði ekki hafa hugmynd um hvert hafi verið tilefni siglingarinnar, ekki hafa spurt, ekki hafa átt að fá greitt og ekki hafa vitað hversu löng siglingin væri. Fyrir dómi kvaðst hann hafa sagt systur sinni að hann væri að fara í siglingu en hjá lögreglu að hann hafi aðeins sagt einum vini frá því. Vitnisburður systur ákærða fyrir dómi var óskiljanlegur. Er fr amburður ákærða Henry metinn ótrúverðugur. Samkvæmt gögnum málsins var kaupverð skútunnar Cocotte greitt með milli - eiganda að nafni P. Gögn málsins bera einnig með sér að sú fjárhæð var ekki lögð inn á reikning hans en þrír nafngreindir aðilar, aðrir en P, lögðu hver um sig tvívegis 25.000 kvaðst fyrir dómi ekkert kannast við þær greiðslur. Kvaðst hann ekki vita hver P væri, en þessi fjárhæð hafi ranglega verið greidd inn á reikning sinn og hann endurgreitt hana í samráði við bankastarfsmann. Aðspurður hvort hann hafi gefið starfsmanninum upplýsingar um hvert ætti að endurgreiða kvaðst hann e kki hafa vitað hver hafi lagt inn hjá sér. Þegar ákærði var spurður hvers vegna hann hefði þá endurgreitt til P, þar sem hún hefði ekkert lagt inn hjá honum, kvaðst hann hafa fengið símhringingu frá þorpi á upplýsingar um það hvert hann ætti að endurgreiða. Í lögregluskýrslu kvaðst ákærði ekki vita hver hefði lagt inn á reikninginn hjá sér en það hefði verið í nokkrum millifærslum. Kvaðst hann hafa uppgötvað millifærslurnar þegar hann fór í frí í mars og hann svo millifært á fyrrum eigan da skútunnar. Er mikið ósamræmi í framburði í lögregluskýrslu og fyrir dómi, auk þess sem það er mat dómsins að framburður ákærða fyrir dómi standist ekki með nokkru móti og er hann metinn ótrúverðugur. Ákærði neitaði fyrir dómi að þekkja O. Beðinn um að skýra hvers vegna hann vegna hann hefði þá sagt að hann þekkti ekki O kvaðst hann hafa haldið að verið væri að spyrja sig hvort hann hafi vitað að kort O væri í bakpoka ákærða Poul. Er ljóst að ákærði neitaði beinni spurningu um það hvort hann þekkti einhvern að nafni O og að ekki var um misskilning að ræða, en ákærði var með grænlenskan túlk. Fór millifærslan fram á sama tíma og ákærði Poul var að kaupa búnað til að gera leynihólfið í skútunni. Þá fannst mynd af fíkniefnum í síma ákærða, en hluta fíkniefnanna um borð í skútunni var pakkað í sams konar umbúðir og sjást á myndinni auk þess sem þar fundust 34 vakúmpakkningarvél og pokar til að pakka fíkniefnum. Ákærði Henry v ar í mikl um Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að samkvæmt gögnum málsins hafi ákærði Henry haft beina aðkomu að málinu með greiðslu kaupverðs skútunnar og greiðslu inn á greiðslukort sem notað var við að kaupa búnað og tæki tengd fíkniefna - flutningnum. Þá var hann með mynd á síma sínum af fíkniefnum í sams konar pakkningum og fundust um borð. Er það mat dómsins að ákærði hafi vitað eða að minnsta kosti hlotið að gera sér grein fyrir að ferðin væri vegna flutnings á fíkniefnum. Ákærði var handtekinn um borð í skútunni þar sem fíkniefnin fundust og var með vörslur þeirra. Er hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæða. Ekki hefur verið í ljós leitt hver fjármagnaði kaupin á fíkniefnunum en rann - sóknargögn bera með sér að vitnið D tengist málinu, a uk fleiri aðila. Játaði hann fyrir dómi að hafa greitt flugmiða ákærðu Henry og Jonaz og hafa tekið bifreiðina sem ákærði Poul var á í mars 2023, auk fleiri tenginga gegnum netfang hans og síma númer. Er sá hluti málsins enn til rannsóknar lögum samkvæmt s em og hverjir voru aðilar að Signal - samskiptum við ákærða Jonaz. Það hefur hins vegar ekki áhrif á að þáttur ákærðu í máli þessu telst vera fullrannsakaður. Ákærukafli II. Ákærða Jonaz er í þessum kafla ákæru gefin að sök hlutdeild í stórfelldu fíkniefnab roti samkvæmt I. kafla ákæru með því að taka að sér að fara til Íslands að fyrirmælum óþekktra aðila en Jonaz Rud fékk leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum Poul F rederik hittust í fjörunni við Garðskagavita í Suðurnesjabæ seint að kvöldi 23. júní 2023, þangað sem ákærði Poul Frederik kom á gúmmíbát frá skútunni, og ákærði Jonaz Rud færði meðákærðu ýmsar vistir, þar á meðal bensín og utanborðsmótor, sem hann hafði ú tvegað, allt til þess að gera meðákærðu kleift að halda áfram siglingu sinni með í skútuna. Ákærði neitar sök og kveðst ekki hafa haft neina vitneskju um skútuna Cocott e eða af fíkniefnum um borð. 35 Ákærði byggir á því m.a. að ágallar á ákæru, sakarefni og heimfærslu til refsi - ákvæða eigi að leiða til frávísunar ex officio eða sýknu. Er því í fyrsta lagi haldið fram að einungis sé heimilt að refsa fyrir brot framin innan íslenska ríkisins og líta skuli svo á að verkið sé unnið þar sem afleiðingum sé ætlað að koma fram, sbr. 1. tl. 4. og 7. gr. almennra hegningarlaga. Þar sem brot samkvæmt kafla I í ákæru hafi ekki verið fullframið geti verið um að ræða tilraun til brots. E kki standist skoðun að ákæra fyrir tilraun til vörslu og ekki sé unnt að refsa fyrir tilraunir til brota í refsilögsögu annarra ríkja og I. kafli ákæru geti aðeins varðað hefðbundna vörslu meðákærðu samkvæmt ákvæðum laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974. Þar sem ekki hafi verið ákært með framangreindum hætti geti ákærði ekki átt hlutdeild í vörslu meðákærðu þar sem hann hafi hvorki verið með þeim né stigið fæti í skútuna. Meðákærðu Poul og Henry voru handteknir um borð í skútu með rúm 157 kg af hassi og 4 0,52 g af maríhúana og kannabisvökva í íslenskri landhelgi, ákærðir fyrir vörslur þess, og því engum vafa undirorpið að brotið átti sér stað hér á landi, sbr. 4. og 7. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða Jonaz er gefin að sök hlutdeild í broti meðákærðu með háttsemi sem öll fór fram á Íslandi og nær íslensk refsilögsaga til þess með sama hætti. Er því hafnað af dóminum að ágallar hafi verið á ákæru sem leiði til frávísunar eða sýknu. Aðrar sýknukröfur ákærða byggja á því að hann hafi ekki vitað að til hafi staðið að flytja fíkniefnin, léttur grunur nægi ekki, og að ásetningur verði að ná til þess að brotið yrði fullframið. Þá hafi þáttur ákærða verið það smávægilegur að hann nái ekki því stigi að teljast hlutdeild. Gögn málsins bera með sér að ákærði Jonaz tók að sér að fara alla leið til Íslands með mjög stuttum fyrirvara, þar sem notuð voru dulkóðuð samskipti á Signal sem skyldu eyðast eftir átta klukkustundir. Ákærði hefur borið að ferðin hafi verið farin fyrir aðila að nafni S, sem ákærði hefur haldið fr am fyrir dómi að hann hafi fyrst hitt 3 4 vikum áður. Af gögnum málsins sést að það er ekki rétt. Ákærði sendi þeim aðila sem hann hefur borið fyrir dómi að heiti S, og hafi heitið Q á Signal, SMS - skilaboð í desember 2022. Er framburður ákærða því metinn ó trúverðugur. Fleiri atriði koma til. Fyrir utan að vera aðeins í Signal - samskiptum liggur fyrir að versla fullkomlega lögleg tæki, búnað og matvöru eftir nákvæmum leiðbe iningum sem hann átti að koma til manna sem voru við strendur Íslands. Var ákærða uppálagt að 36 nota peningana frekar en kortið. Ákærði kvaðst fyrir dómi aldrei hafa velt því fyrir sér eða spurt hvers vegna mennirnir færu ekki einfaldlega sjálfir í land til að kaupa það sem vantaði. Í Signal - samskiptum ákærða dagana 22. 24. júní, sem rakin eru í aðalatriðum í málavaxtalýsingu, kom skýrt fram að ákærða var sagt að reyna að hitta á meðákærðu á stöðum þar sem þeir væru óséðir, þeir gætu m.a. ekki hist í höfnum þ ví það væri of hættulegt. Ákærði var beðinn um að athuga hvort hann gæti snúið sér þannig að myndavél á staðnum sæi hann ekki og hann var spurður hvort einhver hafi elt hann eða virkað grunsamlegur. Ákærði tók sérstaklega fram að við Garðskagavita væri fól k á staðnum og spurði hvort hann þyrfti ekki að koma þeim sem var að róa í land, þ.e. fékk einnig senda mynd af báti LHG og staðsetningu en meðal þess síðasta sem kom fra samskiptum og kvað engar spurningar hafa vaknað hjá sér. Ákærði gaf þá skýringu fyrir dómi að ha nn hefði sent skilaboð um að hann væri stressaður við höfnina við afhendingu vistanna vegna þess að hann hefði verið inni á einkalóð og ekki vitað hvernig hlutirnir væru í ókunnu landi. Er sú skýring ekki metin trúverðug af dóminum enda hafi það að fólk væ ri á staðnum einmitt gefið til kynna að það væri heimilt. Þá kvaðst ákærði ekki hafa átt að fá neina greiðslu fyrir ferðina en hafi vonast til að fá það endurgoldið vegna vandræða með glæpamenn sem tengdust unnustu hans. Þó að ákærði hafi ekki verið í Sign al - samskiptum við meðákærðu og ekki komið um borð í bátinn hitti hann og hafði samskipti við meðákærða Poul er hann afhenti honum búnað og vistir og aðstoðaði við að koma í bátinn. Þá er einnig ljóst að þáttur ákærða var nauð synlegur til að meðákærðu gætu - samskiptunum kom m.a. fram að meðákærðu hefðu bráðum ekki borðað í fimm daga og væru bæði bensín - m.a. matarvistir , bensín, rafstöð og hleðslutæki. Meðákærðu hefðu ekki getað haldið för sinni áfram án hlutdeildar ákærða í brotinu. Að öllu framangreindu virtu er það talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi vitað, eða að minnsta kosti hlotið að gera sér grein fyrir, að með kostnaðarsamri ferð til Íslands með nánast engum fyrirvara, fyrir aðila sem ákærði taldi að gætu aðstoðað sig vegna glæpamanna, til að útvega lögmætan búnað, tæki og matvöru til með ákærðu á sjófari í skjóli nætur, sem ekki gátu sjálfir komið í land og ekki leitað aðstoðar 37 heimamanna, væri hann að leggja fíkniefnamisferli lið. Ákærði hafi jafnframt látið sér í léttu rúmi liggja hvaða efni þetta væru og í hvaða magni. Verður ákærði því sakfelldur samkvæmt ákæru og er brot hans þar réttilega hei mfært til refsiákvæða. Ákæru kafli III. Ákærði hefur skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin þar að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða. Refsing, upptökukröfur og sakarkostnaður sakavottorði ákærða Jonaz hefur sakaferill þeirra ekki áhrif á refsingu. Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess að brot það gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga samkvæmt ákærukafla I . , sem ákærðu Poul og Henry eru sakfelldir fyrir, varðar vörslur mjög mikils magns af hassi og var ásetningur þeirra einbeittur er þeir tókust á hendur langa og erfiða siglingu , sbr. 1. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þá var um samverknað þeirra að ræða, sbr. 2. mgr. 70. gr. sömu laga. Verður ákærðu virt þetta til refsiþyngingar. Þ áttur ákærðu í brotinu var mismikill og er einnig tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar hvors um sig. Hins vegar verður einnig litið til þess að fíkniefnin teljast ekki meðal þeirra hættulegustu . Að því er varðar ákærða Poul er til þess litið að han n játaði sök vegna þess brots samkvæmt ákæru kafla III . en honum verður ekki gerð sérstök refsing vegna þess. Að öllu þessu virtu þykir refsing ákærða Poul hæfilega ákveðin fangelsi í sex ár og refsing ákærða Henry hæfilega ákveðin fangelsi í fimm ár. Ákær ði Jonaz hefur verið sakfelldur fyrir hlutdeild í stórfelldu fíkniefnalagabroti. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Til frádráttar dæmdri refsingu allra ákærðu kemur gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt frá 24. júní 2023 að fullri dagatö lu, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt framangreindri niðurstöðu er fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins eins og hún er sett fram í ákæru með vísan til þeirra lagaákvæða sem þar koma fram og hafnað kröfu um afléttingu haldlagningar á farsíma ák ærða Jonaz. Á grundvelli sakfellingar ákærðu, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður þeim gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Ákærði Poul 38 greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Arnar Jónassonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 3.917.160 krónur, og þóknun skipaðs verjanda síns á rann - sóknarstigi, Inga Freys Ágústssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 1.205.280 krónur. Ákærði Henry greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Axels Kára Vignissonar lög manns, sem þykja hæfilega ákveðin 4.821.120 krónur. Ákærði Jonaz greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Birkis Más Árnasonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 3.013.200 krónur. Málsvarnarlaun allra lögmanna eru tilgreind að með - töldum virðisaukask atti og þykja hæfileg í ljósi eðlis og umfangs máls að teknu tilliti til tímaskýrslna. Ákærðu skulu greiða óskipt annan sakarkostnað samkvæmt sakarkostnað - aryfirlitum, dagsettum 15. september 2023 að fjárhæð 3.378.898 krónur og 26. október 2023 að fjárhæð 624.404 krónur, samtals að fjárhæð 4.003.302 krónur. María Thejll héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Gætt var að ákvæðum 1. mgr. 184. gr. laga nr. 8/2008 um meðferð sakamála fyrir uppkvaðningu dómsins. Dómsorð: Ákærði, Poul Frederik Olsen, sæti fangelsi í sex ár . Frá dæmdri refsingu skal draga með fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 24. júní 2023. Ákærði, Henry Fleischer, sæti fangelsi í fimm ár. Frá dæmdri refsingu skal draga með fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 24. júní 2023. Ákærði, Jonaz Rud Vodder, sæti fangelsi í 18 mánuði. Frá dæmdri refsingu skal draga með fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 24. júní 2023. Ákærði Poul greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Arnar Jónassonar lögmanns, 3.917.160 krónur, og þóknun skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi, Inga Freys Árnasonar lögmanns, 1.205.280 krónur. Ákærði Henry greiði málsvarnarlaun skipaðs ver janda síns, Axels Kára Vignissonar lögmanns, 4.821.120 krónur. Ákærði Jonaz greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Birkis Más Árnasonar lögmanns, 3.013.200 krónur. Ákærðu greiði sameiginlega annan sakarkostnað að fjárhæð 4.003.302 krónur. Ákærðu sæt i upptöku á 157.092 g af hassi , 40,52 g af mar í h ú ana og 23 millilítrum af kannabisblönduðum vökva. Ákærðu sæti upptöku á skútunni Cocotte ásamt mastri (munanúmer og ), Apple spjaldtölvu (munanúmer ), Iridium gervihnattasíma (munanúmer ), Samsu ng Galaxy S5 farsíma (munanúmer ), Samsung - farsíma (munanúmer ), kortum utan af símakortum (munanúmer , , 39 ), öryggisgrímu ásamt umbúðum (munanúmer ), slípirokk (munanúmer ), plastpokum utan um efni (munanúmer ), Garmin - staðsetni ngartæki (munanúmer ), Garmin - staðsetningartæki (munanúmer ), utanborðsmótor (munanúmer ), hleðslutæki (munanúmer ), topplyklasetti (munanúmer ), rafstöð (munanúmer ), björgunar vesti (munanúmer ), málningarsköfu og rúllum með trefjaplasti (munanúmer ), málningu, sparsli og spreybrúsa (munanúmer ), trefjamottum (munanúmer ), juðara (munanúmer ), hitablásara (munanúmer ), leðurlíki (munanúmer ), vakúmpökkunarvél ásamt pokum (m unanúmer ), Samsung - farsíma (munanúmer ), Konica - ljósmyndavél (munanúmer ), hleðslubanka (munanúmer ), eldsneyti (munanúmer ), Apple iPhone 14 (munanúmer ), minniskorti (munanúmer ), símakortum (munanúmer ), tunnu með borvél o.fl. (munanúmer ), þremur bensínbrúsum (munanúmer ), björgunarvesti (munanúmer ), plastbát (munanúmer ), kvittun, flugmiða, bílaleigusamningi (munanúmer ) og Apple iPhone 13 (munanúmer ). Ákærði Jonaz sæti upptöku á 5.550 (munanúmer ) og fjórum fyrirframgreiddum N1 - kortum sem fundust í vörslum ákærða Jonaz (munanúmer ). María Thejll Rétt endurrit staðfestir Héraðsdómur Reykjaness 4. desember 2023