Héraðsdómur Reykjaness Dómur 20. nóvember 2019 Mál nr. S - 795/2019 : Ákæruvaldið ( Arnþrúður Þórarinsdóttir s aksóknari ) g egn Dariusz Stanislaw Lesniak ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð 25. september, er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni 27. júní 2019, á hendur Dariusz Stanislaw Lesniak, kt. 000000 - 0000 , [...] föstudagsins 1. febrúar 2019: I. Stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa staðið að innflutningi á 900 ml af vökva sem innihélt amfetamín sem hafði 47% styrkleika, ætlaðan til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, en fíkniefnin flutti ákærði til Ísl ands, sem farþegi með flugi [...] í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, en tollverðir fundu fíkniefnin falin í áfengisflösku í farangri ákærða við komu hans til landsins. Telst þetta varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. lag a nr. 64/1974, sbr. 1. gr. laga nr. 32/2001. II. Tolla - , lyfsölu og lyfjalagabrot, með því að hafa á við komu til landsins, sbr. ákærulið og þannig flutt til landsins og r eynt að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá 8 stykkjum af Cabergoline, 42 stykkjum af Alpha - Lactose Monohydrate, 120 ml af Testosterone Propinate, 25 stykkjum af Oxymetholone og 20 stykkjum af Novothyral, sem hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir . Telst þetta varða við 1. mgr. 170. gr., sbr. 1. og 3. mgr. 27. gr. tollalaga nr. 88/2005, 5. mgr., sbr. 1. og 2. mgr. 51. gr., sbr. 1. mgr. 68. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963, 1. mgr. 7. gr. og 32. gr., sbr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 og 1. og 2. gr., sbr. 7., gr. reglugerðar nr. 212/1998 um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. 2 Þá er krafist upptöku á 900 ml af vökva sem innihélt amfetamín, 8 stykkjum af Cabergoline, 42 stykkjum af Alpha - Lactose Monohydrate, 120 ml af Testosterone Propinate, 25 stykkjum af Oxymetholone og 20 stykkjum af Novothyral, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 og 1. mgr. 181. gr. tollalaga nr. 88/2005, 3. mgr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 Ákærði krefst sýknu af ákærulið I en vægust u refsingar sem lög leyfi vegna ákæruliðar II. Málsvarnarlaun verði greidd úr ríkissjóði. Málavextir Samkvæmt skýrslu tollvarðar, sem B tollsérfræðingur undirritar, voru tollverðir við tolleftirlit með farþegum á leið frá Katowice í Póllandi 1. febrúar 2019, en flugvél farþeganna lenti kl. 19:50. Farþeginn Dariusz Stanislaw Lesniak, ákærði í máli þessu, gegnumlýsingarvél. Við leit í farangri hans hafi tollvörður fundið meinta stera í töfluformi og ambúlur í poka, merktar Testosteron propionate. Þá hafi tollvörður fundið Ballantines flösku í poka í farangrinum. Ákærði hafi aðspurður sagt að hann hafi tekið flöskuna fyrir vin sinn og að hún væri óátekin. Hafi grunur vaknað hjá to llvörðum um að ekki væri rétt innihald í flöskunni og hafi verið tekin af henni stroka sem eftir greiningu hafi gefið svörun sem amfetamín. Hafi ákærði þá verið færður í leitarklefa lögreglu en ekkert komið þar í ljós við líkamsleit. Við líkamsleitina hafi hann tjáð tollvörðum að hann hefði verið beðinn um að taka flöskuna fyrir einhvern sem hann þekkti ekki og að hann mætti ekki drekka innihaldið. Tollverðir hafi haft samband við lögreglu sem hafi komið og tekið við málinu. Samkvæmt lögregluskýrslu, dags. 2. febrúar 2019 kl. 01:27, undirritaðri af E lögregluþjóni, óskuðu tollverðir eftir aðstoð lögreglu kl. 20:50 kvöldið áður, vegna meints innflutnings fíkniefna. Lögregla hafi farið á staðinn og fundið þar ákærða sem hafi verið tekinn til skoðunar í tollsal við komuna til landsins og tollverðir fundið hjá honum 1 lítra af meintum amfetamínbasa ásamt 95 steratengdum töflum og 120 ml af í 3 ár en hafa verið í fríi í Póllandi. Hann hafi keypt sterana, töflur og vökva, í Póllandi fyrir 300 pólskar zlots og ætlað að neyta þeirra sjálfur. [Ákærði] sagðist ekkert vita 3 um innihald flöskunnar sem innihélt meintan amfetamínbasa. Hann sagði að maður sem væri búsettur á Íslandi, líklega af litháískum uppruna, hafi beðið hann um að taka flöskuna með sér til Íslands fyrir 1000 zlots, og heitið honum meiri pening ef hann 2019. Svo segir að ákærði hafi sagt a ð hann og maðurinn ættu sameiginlega vini en ákærði viti ekkert um hann. Sér hafi verið heitið peningum til að sækja flöskuna hjá ókunnugum manni á markaði í Póllandi og koma henni til Íslands. Næst segir í að hann væri handtekinn grunaður um stórfelldan innflutning fíkniefna og honum kynntur réttur sinn. Á lögreglustöðinni Ákærði var yfirheyrður á lögreglustöð að kvöldi 1 . febrúar 2019, að viðstöddum þáverandi verjanda sínum og pólskumælandi túlki. Í skýrslu um yfirheyrsluna kemur fram að ákærða hafi verið kynnt réttindi sakbornings og að hann hafi rætt einslega við verjanda fyrir skýrslutökuna. Honum er í skýrslutökunni b oðið að tjá sig sjálfstætt um áfengi en mér var tjáð af mér í miðbæ Reykjavíkur og hann spurði hvort ég gæti tekið þe Hann var nánar spurður um manninn og svarar á þá leið að hann viti engin deili á honum en hann hafi talað pólsku með hreimi sem gæti bent til að hann væri rússneskur. Þeir hafi ætlað að hittast kl. 23:00 þetta sama kvöld. Maðurinn haf i látið ákærða fá þúsund zlot og svo hafi ákærði átt að fá allt að tífalda þá upphæð þegar hann kæmi flöskunni til mannsins. Maðurinn hafi sagt mjög dýrt áfengi verða í flöskunni. Ákærði var spurður hvað hann hafi ætlað sér að gera á Íslandi og eftir honum er haft: Ákærði gaf lögreglu skýrslu að nýju 8. marz að viðstöddum verjanda og pólskumælandi túlki. Í skýrslu um yfirheyrsluna kemur fram að ákærði hafi verið spurður hvort hann vilji breyta einhverju eða bæta við fyrri framburð. Eftir ákærða er með áfengisflösku til landsins sem var í farangri mínum, ég var ekki með neinn lás á töskunni og 4 Ákærði var spurður um fyrri framburð sinn í málinu, á þá leið að hann hafi komið með flöskuna til landsins fyrir annan mann sem hann hafi hitt í miðbæ Reykjavíkur. Eftir ákærða er haft: lögregluþjón þegar ég sá hann taka flöskuna upp úr töskunni minni að ég ætti ekkert svona í farangri mínum og að ég hafi ekki flutt neina tösku. Framburður minn í fyrri skýrslutöku er ekki réttur þar s em ég var mjög stressaður og hræddur og undir áhrifum því að ég var mjög stressaðu r og þetta var í fyrsta sinn sem ég lendi í svona ástandi. var þá tjáð að rannsakari teldi undarlegt að hann hafi ekki sagt þá að hann kannaðist ekki við flöskuna, og eftir vissi ekke r t um hana. Síðan þegar mér var hótað að ég myndi enda í fangelsi fyrir þetta þá sagði ég hitt vegna þess að ég var hræddur, í fyrsta skipti í svona aðstæðum i er þá spurður hvort ekki sé rétt eftir honum haft að hann hafi fengið þúsund zlot fyrir að koma með flöskuna og að hann muni fá allt að ekki sannleikurinn, ég bjó til s ögu til að bjarga mér. Ég hef aldrei séð þessa flösku smygla. Eða einhver sem vildi gera aðspurður í yfirheyrslunni draga til baka fyrri framburð um að hann hafi átt að koma með flöskuna til landsins. Samkvæmt efnaskýrslu lögreglu, dagsettri 1. febrúar 2019 kl. 23:20 voru 900 ml af ljósum vökva í vis kíflöskunni og greindust sem amfetamín. Í málinu liggur skýrsla tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 28. febrúar 2019, undirrituð af F lögreglufulltrúa. Þar kemur fram að til rannsóknar hafi verið eins lítra áfengisflaska með vökva í. Tappainnsigli hafi litið út fyrir að vera órofið en innsiglismiði laus. Tappinn hafi verið skrúfaður af með erfiðismunum og hafi mátt ætla af skán innan í tappanum og á skrúfgangi að hann hafi verið límdur - vökvanum hafi verið hellt í mæliglas með kvarða og þaðan í tvö glerglös til geymslu. Sýni hafi verið tekið og það gefið jákvæða svörun fyrir amfetamín. Sýni hafi verið tekið til rannsóknar hjá 5 rannsóknarstofu Háskóla Íslands. Fingrafaraleit hafi verið gerð á flöskunni en engin samanburðarhæf fingraför eða fingrafarapartar komið í ljós. Í málinu liggja tvær matsgerðir rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði. Fyrri er dagsett 12. febrúar 2019 og undirritað af G verkefnastjóra og Svövu Þórða rdóttur lyfjafræðingi. Í matsgerðinni segir um nánar tilgreint sýni sem Eðlismassi vökvans var 0,95 kg/l. Með gasgreiningu á súlu, massagreiningu, vökvagreiningu á súlu og ý msum efnaprófum fannst að sýnið innihélt amfetamín. Efnapróf bentu til þess, að amfetamínið væri að mestu á formi amfetamínbasa. Styrkur 2019 og undirrituð af G . Í matsgerði hversu mikið magn í neyslustyrkleika sé hægt að útbúa úr 900 ml af vökva sem sýnið rannsakaður nýlega. Vitað er að neyslustyrkleiki fíkniefna getur verið breytilegur frá eftir verður gengið út frá tölum um neyslustyrkle ika amfetamíns í Danmörku, en hann var að miðgildi 12% á landsvísu árið 2017. Í þessu samhengi er rétt að benda á breytileika í neyslustyrkleika amfetamíns í Danmörku frá aldamótum. Hæstur var hann 14% árið 2014 og lægstur 5% árið 2009. Í útreikningunum hé r að neðan er gengið út frá því að vökvanum verði breytt í duft með því að búa til úr honum amfetamínsúlfat. Við breytinguna er óhjákvæmilegt að eitthvað fari til spillis. Hve mikið er háð kunnáttu og þjálfun gerandans. Það er mat undirritaðs að vart sé hæ gt að komast hjá minna tapi en sem nemur 2% af þunga efnisins. Við útreikningana verður því gengið út frá 2% tapi og neyslustyrkleika sem er 12%. Úr 900 ml af vökva, sem inniheldur 47% af amfetamínbasa er skv. framangreindum forsendum í hæsta lagi hægt að búa til 9 00x0,95x47x0,98/12 = 3282 g af efni sem væri 12% að styrk. Þetta Í málinu liggur kæra tollstjóra, dags. 12. maí 2019, til lögreglu vegna meints brots ákærða á tollalögum, lyfjalö gum, lyfsölulögum og reglugerð nr. 212/1998 um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota. Í kærunni segir að ákærði hafi komið farangri hans hafi tollverðir fundið Alpha - Lactose 6 Monohydrate, meint, 42 stykki; Oxymetholone, meint, 25 stykki; Novothyral 20 töflur; Cabergoline 1 mg töflur, 8 stykki og Testosterone Propionate, 100mg/nl, 10 ml, stungulyf, 2 stykki. Hafi ákærði ekki ha ft meðferðis gilda lyfseðla fyrir þessu og ekki getað sýnt fram á að hann þyrfti nauðsynlega á því að halda eða þess hefði verið aflað með löglegum hætti. Skýrslur fyrir dómi Ákærði sagðist hafa flutt til Íslands 2016 og átt heima sér síðan. Umrædda ferð, sem hann hefði komið úr til Íslands 1. febrúar 2019, hefði hann farið til Póllands um miðjan janúar. Þetta hefði verið jólaheimsókn til fjölskyldunnar en einnig hefði hann gengið frá skilnaði við þáverandi konu sína og loks hefði hann tekið sér frí. Ákær ði sagðist hafa orðið mjög hissa að sjá áfengisflösku í farangri sínum þar sem hann hefði ekki séð hana þegar hann hefði pakkað fyrir ferðina. Ákærði sagði að lyf þau sem verið hefðu í farangri sínum tæki hann inn, hann væri íþróttamaður og tæki lyfin inn til að búa sig undir keppni. Hann hefði talið lyfin leyfileg á Íslandi þar sem þau væru það í Póllandi. Lyfin hefði hann fengið frá kunningja sínum úr líkamsræktinni. Ákærði sagðist hafa pakkað sjálfur niður í ferðatösku sína í Póllandi. Taskan hefði farið sem innritaður farangur en ekki handfarangur. Hann hefði vitjað töskunnar á farangursbelti á Keflavíkurflugvelli. Taskan hefði verið lokuð en ekki læst með lási. Ákæ rði sagði að hann og tollvörður hefðu saman litið í töskuna og hefði ákærði orðið mjög hissa að sjá þar flöskuna. Hann hefði, þar sem flaskan var áfengisflaska, sagt að líklega væri áfengi í henni. Sjálfur drykki ákærði ekki áfengi og myndi ekki tegund flö skunnar. Tollvörðurinn hefði tekið flöskuna og farið með hana í annað herbergi og sagt sér að bíða á meðan. Ákærði hefði í framhaldinu verið færður í annað herbergi og þar hefði lögregluþjónn hótað honum nokkurra ára fangelsi. Ef hann játaði ekki yrði máli ð mun erfiðara fyrir hann og hann færi strax í fangelsi. Borið var undir ákærða það sem fram kemur í skýrslu tollvarðar að ákærði hafi sagt, við fund flöskunnar, að hann hefði tekið flöskuna með fyrir vin sinn. Ákærði sagðist hafa sagt þetta vegna þess að þess að lögreglan hefði verið búinn að hóta sér langri fangelsisvist. Hann hefði því 7 Borið var undir ákærða, það sem segir í tollskýrslu, að er gerð hafi verið líkamsleit á ákærð a hafi hann sagt að hann hefði tekið flöskuna fyrir einhvern, sem hann þekkti ekki, og að hann mætti ekki drekka innihaldið. Ákærði sagðist hafa sagt að hann drykki ekki áfengi en ekki að hann mætti ekki drekka innihald flöskunnar. Ákærði hefði sagt að han n hefði tekið flöskuna fyrir annan, vegna þess að hann hefði verið mjög hræddur. Sér hefði liðið eins og sér hefði verið hótað. Þess vegna hefði hann sagt rangt frá í upphafi. Ákærði var spurður um það sem eftir honum er haft í skýrslutöku hjá lögreglu sam a dag, þess efnis að hann vissi að um væri að ræða dýrt áfengi og að hann hefði hitt mann, þegar hann hefði verið úti að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur, og sá beðið sig um að taka flöskuna með sér til landsins. Fyrir þetta hefði ákærði fengið greidd þúsun d zlot og hafi átt að fá allt að tífalda þessa upphæð við skil flöskunnar. Ákærði veikur og nýgenginn í gegnum skilnað við konu sína. Lögreglan hefði verið búinn að hóta sér og hann verið mjög hræddur við að lenda í fangelsi og því hefði hann búið til þessa sögu. Ekkert væri rétt í þessari frásögn. Ákærði hefði ekki verið með sjálfum sér þarna. Ákærði var spurður um það sem eftir honum er haft í síðari skýrslutöku hjá lögreglu, að hann kannaðist ekkert við flöskuna. Ákærði sagðist þá hafa verið búinn að vera í sambandi við lækni í fangelsinu og hafa þannig fengið hjálp og lyf við streitu og háum blóðþrýstingi sem hefði hrjáð sig. Ákærði sagðist hafa hreinan sakaferil og hafa aldrei tekið þátt í glæpum. Er vitni höfðu gefið skýrslu fyrir dómi óskaði ákærði eftir að gefa skýrslu að nýju. Hann sagði að lögregla hefði, án þess að segja sér hvað hann væri grunaður um, sagt sér mundi [ákærði] lenda í fangelsi í Ákærði sagðist telja að sá lögregluþjónn, sem þetta hefði gert, hefði ekki komið fyrir dóminn sem vitni. Nánar spurður sagði ákær ði að verið gæti að þetta hefði verið tollvörður, jafnvel væri það líklegast. Ákærði sagði að ef sér hefðu verið kynnt réttindi sín hefði hann hugsað málið betur, ráðfært sig við verjanda og ekki svarað þegar hann aldrei hafa verið tengdur fíkniefnum. Hann hefði ekki einu sinni vitað að amfetamín gæti verið í fljótandi formi. 8 Við lok aðalmeðferðar óskaði ákærði eftir að taka fram að hann hefði komið með efni þau, er fjallað e r um í ákærulið II, til eigin nota við líkamsrækt, þar sem hann hefði átt að keppa á næstunni. Hann hefði ekki vitað að efnin væru ólögleg hér. Vitnið B tollvörður sagði annan tollvörð hafa fundið áfengisflösku í farangri ákærða og hefði tappinn verið l ímdur fastur. Tollvörðurinn hefði afhent vitninu flöskuna til frekari skoðunar. Vitnið sagðist ekkert hafa rætt við ákærða á vettvangi en aðrir tollverðir hefðu sagt vitninu að þeir hefðu farið með ákærða til frekari leitar í klefa og þá hefði hann sagt að hann hefði verið beðinn um að taka flöskuna til landsins fyrir vin sinn, að hann mætti ekkert gera við innihaldið og að hann vissi ekki hvað væri í flöskunni. Vitnið sagði að leitarþola væri að jafnaði heimilt að fylgjast með og taka þátt í leit í farang ri, svo sem með því að opna box og slíkt, en komi upp grunur um að Vitnið sagði að eftirlitsmyndavélum væri beint að því svæði flugstöðvarinnar þar sem farþegar sæktu farangur sinn á farangursbelti. Vitnið sagðist ekki vita hvort slíkar upptökur hefðu verið kannaðar við rannsókn málsins. Vitnið staðfesti skýrslu sína sem liggur fyr i r í gögnum málsins. Vitnið C tollvörður kvaðst muna eftir málinu að einhverju leyti. S kýrsla er B hefði gert væri rétt. Vitnið hefði komið að líkamsleit á ákærða. Vitnið sagðist ekki muna sérstaklega eftir ástandi ákærða á þeim tíma, það hefði ekki verið eftirminnilegt. Ákærði hefði verið kurteis og hlýtt fyrirmælum. Tollverðir hefðu rætt v ið ákærða en vitnið kvaðst ekki muna á hvaða máli. Sjálft væri vitnið ekki mælt á pólsku. Vitnið kvaðst ekki muna hvað ákærði hefði sagt um flöskuna í farangrinum. Er vitninu var kynnt að fram kæmi í skýrslu að ákærði hefði sagt að hann hefði tekið flöskun a fyrir vin sinn og við líkamsleit hefði hann sagt að hann hefði verið beðinn um að taka flöskuna fyrir einhvern sem hann þekkti ekki og að hann mætti ekki drekka innihaldið, kvaðst vitnið muna eftir þessum orðum ákærða. Vitnið var nánar spurt um þau orð, að ákærði mætti ekki drekka innihaldið, og hvort vera mætti að hann hefði þar fremur sagt að hann drykki ekki áfengi. Vitnið sagðist ekki vita það. Vitnið sagði að ekki hefði verið rætt við ákærða um hugsanlega fangelsisvist. 9 Vitnið sagði að ekkert í orðu m eða fari ákærða hefði bent til að honum kæmi á óvart að flaskan væri í farangrinum. Fremur hefði verið eins og hann vissi af henni. Vitnið D til skoðunar. Vitnið hefði leitað í f arangri ákærða og þar fundið steratöflur, ambúlur og viskíflösku. Flaskan hefði verið skoðuð nánar en innsigli hennar hefði verið eins og átt hefði verið við það. Ákærði hefði verið viðstaddur er flaskan hefði veri ð tekin til skoðunar en vitnið sagðist ekk i muna eftir sérstökum viðbrögðum hans þá. Hann beðinn um að taka flöskuna fyrir einhver Nánar spurt hvort vera mætti að ákærði hefði sagt að hann vildi ekki drekka innihaldið, að hann drykki ekki áfengi, sagðist vitnið ekki vera visst. Vitnið sagði að e nska hefði verið töluð í samskiptunum. Ekkert í háttalagi ákærða hefði bent til þess að honum kæmi á óvart að flaskan væri í töskunni. Vitnið sagði að ekki hefði neitt verið sérstaklega eftirminnilegt við hvernig ákærði hefði verið í háttum. Vitnið sagðist ekki muna til þess að rætt hefði verið að ákær ði þyrfti hugsanlega að fara í fangelsi vegna þessa. Vitnið hefði ekki upplýst ákærða um fyrstu niðurstöður athugunar á flöskunni. Vitnið sagði að flaskan hefði verið í plastpoka í miðri töskunni. Pokinn hefði ekki verið það fyrsta sem vitnið hefði tekið úr töskunni. Vitnið hefði tekið flöskuna úr pokanum en ekki afhent ákærða hana. Ákærði hefði ekki snert flöskuna eftir að vitnið hefði fundið hana. Vitnið sagði að komufarþegar og starfsfólk flugstöðvarinnar hefðu aðgang að komusvæði hennar. Vitnið sagðis t ekki þekkja dæmi þess að farþegar eða starfsfólk hefði verið læst. Vitnið E lögregluþjónn sagði að tilkynnt hefði verið að maður í innflutningi fíkniefna hefði verið tekinn í tollskoðun. Vitnið og tveir félagar þess hefðu farið á vettvang. Þegar vitnið hefði komið þangað hefði ákærði setið í biðherbergi hjá tollvörðum og þar hefð i vitnið tekið við málinu af hálfu lögreglu. Vitnið hefði rætt við 10 ákærða á ensku. Vitnið hefði spurt ákærða um atvik málsins og fyrst hefði vitnið sterum, síðan spurður út í beðið hann um að taka með sér flösku frá Póllandi þegar hann kæmi til baka. Þessa flösku átti hann að sækja hjá öð fengi hann greitt og svo aðra meiri greiðslu þegar hann skilaði flöskunni. Vitnið sagðist hafa upplýst ákærða um að hann væri grunaður um innflutning fíkniefna en sagðist ekki muna hvort það hefði rætt um amfetamín í því sambandi. Vitnið sagði að ekkert í fari ákærða hefði bent til þess að honum hefði komið á ði vitað af flöskunni en ekki verið viss um innihald hennar. Vitnið sagði að ákærði hefði verið rólegur og eðlilegur. Vitnið sagðist ekki hafa sagt ákærða að hann gæti fengið margra ára fangelsi vegna þessa. Vitnið sagði að vaninn væri að kynna mönnum st rax rétt sinn til að svara ekki spurningum. Vitnið myndi ekki nákvæmlega hvernig því hefði verið háttað í þessu tilviki. Vitnið sagðist ekki muna hvort sú setning í skýrslu, þar sem greint er frá því mætti vera að það hefði verið gert fyrr en þar kæmi fram, en vitninu hefði verið kennt að betra væri að kynna réttinn Vitnið sagðist ekki hafa séð ákærða snerta flöskuna. Vitnið staðfesti skýrslu sína. Vitnið F lögreglufulltrúi í tæknideild sagði að mjög erfitt hefði verið að ná tappa flöskunnar af. Þegar tappinn hefði verið kominn af hefði verið á honum og stútnum flöskunnar sem amfetamínbasa. Í framh aldinu hefði sýni verið sent rannsóknarstofu Háskóla Íslands. Engin nothæf fingraför hefðu komið í ljós við fingrafararannsókn á flöskunni. Vitnið staðfesti skýrslu sína. 11 Vitnið G sagði styrk amfetamínbasa í sýni því er Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræðum hefði tekið til rannsóknar hafa verið 47%. Styrkur vökvasýna sem rannsökuð hefðu verið væri mismunandi. Vitnið nefndi í dæmaskyni að síðustu sjö árum væri meðalstyrkur í sýnum 55%. Samkvæmt útreikningum vitnisins, sem byggður væri á dönskum gögnum um meðalstyrk við notkun, sem nú væri um 12%, mætti útbúa rúmlega 3,2 kg af amfetamínsúlfati úr þeim 900 ml sem lagt hefði verið hald á. Niðurstaða Óumdeilt er í málinu að við leit í farangri ákærða við komu hans til Íslands 1. febrúar fann tollvörður fundið þau efni sem greind eru í ákæruliðunum tveimur. Fær þetta einnig stoð í gögnum málsins og telst sannað í málinu. Með matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði og skýrslu G fyrir dómi hefur verið leitt í ljós að úr efninu, sem ákæruliður I varðar, mætti framleið a rúmlega 3,2 kg af amfetamínsúlfati, ef miðað er við 12% meðalstyrk við notkun. Ákærði kveðst ekkert hafa vitað um flöskuna me ð amfetamínbasanum sem fannst í farangri hans en kveðst hafa flutt inn þau efni sem greind eru í ákærulið II, óafvitandi um að sér væri það ekki heimilt. Að því er fyrrnefnda atriðið varðar er til þess að líta að flaskan fannst í farangri ákærða við komu h ans til landsins. Ákærði kveðst sjálfur hafa pakkað í tösku sína. Vitnið D tollvörður sem fann flöskuna sagði að ákærði hefði sagt að hann hefði komið með flöskuna fyrir vin sinn og síðar að hann hefði verið beðinn um að taka flöskuna fyrir einhvern mann. Ekkert í háttalagi ákærða á þessum tíma hafi bent til að honum hefði komið á óvart að flaskan væri í farangrinum. Vitnið C tollvörður sem kom að líkamsleit á ákærða bar með svipuðum hætti um orð ákærða. Lögregla ræddi við ákærða á vettvangi . Í skýrslu er r akið að ákærði h afi sagt að hann vissi ekkert um innihald flöskunnar en maður, búsettur á Íslandi, líklega af litháískum uppruna, hafi fengið sig til að taka flöskuna til landsins. Við aðalmeðferð málsins var réttilega bent á af hálfu ákærða að e ins og ský rslan er skráð verður ekki ráðið að ákærða hafi kynnt réttindi sín fyrr en eftir að þessi ummæli voru látin falla . Vitnið E lögregluþjónn sagði að vel mætti vera að réttindin hefðu einnig verið kynnt í upphafi, svo sem venja væri. Eins og á stendur þykir e kki verða sérstaklega byggt á framanröktum orðum sem höfð eru eftir ákærða í upphafi skýrslunnar en það breytir 12 ekki því að hvergi í viðræðum sínum og lögreglu á vettvangi segist ákærði ekki hafa vitað af flöskunni í farangri sínum. Síðar sama kvöld var ák ærði yfirheyrður á lögreglustöð að viðstöddum þáverandi verjanda sínum en ákærði og verjandinn höfðu einnig rætt saman einslega fyrir yfirheyrsluna. Í þeirri yfirheyrslu bar ákærði að hann hefði tekið að sér að koma flöskunni til landsins fyrir einhvern mann sem hann hefði hitt í miðbæ Reykjavíkur. Ákærði hefði talið dýrt áfengi vera í flöskunni. Rúmum mánuði síðar gefur ákærði nýja skýrslu og ber þá með öðrum hætti og segist ekkert hafa vitað um flöskuna í farangrinum. Með sama hætti bar ákærði fyrir dómi. Telja verður að maður, sem stöðvaður er við tollskoðun og í farangri hans finnst flaska, sem ekki er á hans vegum og hann í raun vissi ekki að væri í farangrinum, og grunur vaknar hjá yfirvöldu m um að ólögleg fíkniefni séu í flöskunni, hafi verulega hagsmuni af því að upplýsa tollverði og lögreglu um það að flaskan sé sér með öllu óviðkomandi. Á hinn bóginn sé slíkum manni alls ekki í hag að segja ranglega að flöskuna hafi hann flutt með sér inn í landið. Ákærði var stöðvaður í tolli, leitað í farangri hans og þar fannst umrædd flaska. Ákærði segir við það tækifæri og fyrst á eftir ekkert um að hann eigi ekki flöskuna . Þess í stað segir hann frá því að hann hafi tekið hana með sér að ósk annars m anns. Þannig ber ákærði meðal annars í skýrslutöku á lögreglustöð eftir að hafa rætt við verjanda í einrúmi. Ákærði gefur hins vegar skýrslu alllöngu síðar þar sem hann dregur frásagnir sínar til baka og segir frá með allt öðrum hætti. Framburð sinn í upph afi skýrir hann með því að hann hafi verið taugaóstyrkur og á þunglyndislyfjum. Tollverðirnir D og C sögðu ekkert hafa verið eftirminnilegt við háttalag ákærða. Þegar á allt framanritað er horft þykir verða að leggja til grundvallar að ákærði hafi vitað af flösku þeirri sem var í farangri hans við komu hans til landsins . Af hálfu ákærða var bent á að tappi flöskunnar hafði verið límdur aftur og benti það til þess að það hefði einhver gert til að koma í veg fyrir að ákærði opnaði flöskuna. Ef hann hefði átt efnið í flöskunni hefði hann ekki þurft að líma tappann fastan. Ákærði flutti hingað til lands þann amfetamínbasa sem um ræðir og liggur í sjálfu sér ekkert fyrir um hugsanlegan þátt annarra manna í því. Í ákæru er ekkert fullyrt um að ákærði hafi sjálfur fjármagnað innflutninginn og engin gögn liggja fyrir um fjárhagsstöðu hans. Verður hér engu slegið föstu um það atriði . Ákærði verður hins vegar sakfelldur fyrir að hafa flutt efnið inn til landsins með þeim hætti sem rakið er í ákæru . Ákærði ber refsiáby rgð á þessum innflutningi , jafnvel þótt honum hafi ekki 13 verið kunnugt um nákvæmt innihald flöskunnar, enda hefur hann þá látið undir höfuð leggjast að ganga úr skugga um hvert innihaldið var og hafði enga ástæðu til að treysta því að þar væri ekki á ferð slíkur amfetamínbasi sem raun reyndist. Má hér hafa hliðsjón af dóm um Hæstaréttar Í slands í máli nr. 716/2010 og 150/2009. Þegar á styrk og magn efnisins er litið þykir augljóst að efnið hafi verið ætlað til söludreifingar. Þegar á allt framanritað er horf t er sök ákærða sönnuð samkvæmt ákærulið I og er háttsemi hans rétt færð til refsiheimildar í ákæru. Ákærði viðurkennir að hafa haft í fórum sínum þau efni sem tilgreind eru í ákærulið II. Ákæran fær stoð í gögnum málsins. Telja verður að með því að fara m eð umrædd efni um tollhlið , sem ætlað er þeim sem engan tollskyldan varning hafa , hafi ákærði reynt að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá þeim efnum sem hann hafði í fórum sínum. Er hann sannur að sök og háttsemi hans rétt færð til refsiákvæða í á kæru. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði ekki sakaferil hér á landi og ekkert liggur fyrir í málinu um að hann hafi sakaferil annars staðar. Verður miðað við að hann eigi sér ekki sakaferil. Hann flytur hingað til lands umtalsvert magn af hættulegu fíknief ni til söludreifingar. Refsing ákærða ákveðst fangelsi í tuttugu mánuði með frádrætti svo sem í dómsorði greinir. Fallast ber á gerðar upptökukröfur. Ákærða verður gert að greiða málsvarnar lau n skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 1.240.310 krónur með virðisaukaskatti , þóknun Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns sem gætti hagsmuna ákærða í upphafi málsins, 343.170 krónur með virðisaukaskatti og annan sakarkostnað, sem samkvæmt yfirliti lögreglustjóra nemur 94.606 krónum. Gætt var 1. m gr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Af hálfu ákæruvaldsins fór Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari með málið. Þorsteinn Davíðsson kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Ákærði, Dariusz Stanislaw Lesniak, sæti fangelsi í tuttugu mánuði . Frá refsingunni dragist með fullri dagatölu gæzluvarðhald sem ákærði sætti frá 2. - 15. febrúar 2019. Upptæk eru gerð 900 ml af vökva sem innihélt amfetamín, 8 stykki af Cabergoline, 42 stykki af Alpha - Lactose Monohydrate, 120 ml af Testosterone 14 Propinate , 25 stykki af Oxymetholone og 20 stykki af Novothyral sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði 1.240.310 króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 343.170 króna þóknun fyrri verjanda síns, Hall dóru Aðalsteinsdóttur lögmanns og 94.606 króna annan sakarkostnað. Þorsteinn Davíðsson