Héraðsdómur Suðurlands Dómur 29. mars 2021 Mál nr. E - 749/2019 : Kristinn Valdimarsson og Janus Halldór Eiríksson ( Hjalti Geir Erlendsson lögmaður ) g egn Rarik ohf. og TM hf. ( Hjörleifur B. Kvaran lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 2. mars sl., er höfðað með stefnu birtri 12. desember 2019. Stefnendur eru Kristinn Valdimarsson, [...] og Janus Halldór Eiríksson, [...] Stefndu eru Rarik ohf., [...] Dvergshöfða 2, Reykjavík og TM hf., [...] , Síðumúla 24, Reykjavík. Dómkröfur stefnenda eru þær að viðurkennt verði með dómi að stefndu beri óskipt skaðabótaábyrgð á tjóni sem varð er rafmagnsstaur í eigu stefnda, Rarik ohf., í landi jarðarinnar Laugarbak ka í Ölfusi (fasteignanr. F2211734, landeignarnr. L171762) brotnaði svo háspennulína féll niður sem leiddi til þess að hryssan Bryðja, sem bar einstaklingsmerkið 352098100071908 og grunnskráningarmerki IS2016282044 og var sameiginlega í eigu stefnenda, dra pst. Þá krefjast stefnendur þess að stefndu verði dæmdir óskipt til að greiða stefnendum mál s kostnað að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Dómkröfur stefndu eru þær að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnenda í máli þessu. Þá krefjast stefndu málskostnaðar úr hendi stefnenda að mati dómsins. Við aðalmeðferð málsins upplýsti lögmaður hins stefnda tryggingafélags að nafni þess hefði um síðustu áramót verið breytt í TM tryggingar hf. Málave xtir Stefnendur eru eigendur hryssunnar Bryðju frá Hrauni og þann 4. apríl 2018 varð stefnandinn Janus Halldór var við að hryssan var ekki á beit á landi stefnandans Kristins að Laugarbakka í Ölfusi. Leit var gerð að hryssunni sem fannst dauð og mun hún ha fa 2 drepist við það að rafmagnsstaur í eigu stefnda Rarik ohf. brotnaði með þeim afleiðingum að háspennulína sem staurinn hélt uppi féll niður í u.þ.b. eins metra hæð . Í lögregluskýrslu er haft eftir starfsmanni stefnda Rarik ohf. að línunni hefði ekki sleg ið út þegar staurinn brotnaði og hafi af því skapast mikil hætt a . Samkvæmt vottorði frá Dýralæknaþjónustu Suðurlands mátti greina brunasár í kjaftvikum hryssunnar og fremst í munnholi og hafi verið ljóst að hún hafi drepist skyndilega. Bendir lýsing dýralæ knisins til þess að hryssan hafi farið að þefa af eða bíta í línuna. Stefndu lýsa atvikum með þeim hætti að bilun hafi orðið í loftlínu sem rekja megi til þess að binding, sem heldur fasaleiðara, hafi bilað með þeim afleiðingum að fasaleiðari brenndi fyrst í sundur þverslá sem heldur leiðaranum upp i og síðan staurinn sjálfan. Þegar staurinn hafi farið í sundur hafi slaknað á línunni og hafi hún þá verið í um eins og hálfs metra hæð yfir jörðu. Stefnendur munu hafa átt hryssuna til helminga og er henni lýst þannig að hún hafi verið undan hryssunni Brák frá Hrauni Ómsdóttur, sem hafi orðið í þriðja sæti í fimm vetra flokki á Landsmóti 2014 með aðaleinkunnina 8,42, og Hrannari frá Flugumýri, Íslandsmeistara í fimmgangi og Landsmótssigurvegara í A - flokki. Hafi hryssan hlotið 124 stig í kynbótamati og telja stefnendur verðmæti hennar hafa verið um 3 - 4 milljónir króna, en hefði hæglega getað orðið 10 - 15 milljónir króna. Stefnendur telja því um mikið fjárhagslegt tjón að ræða fyrir þá, auk tilfinningalegs tjóns. St efnendur töldu stefnda Rarik ohf. bera skaðabótaábyrgð á því tjóni sem þeir hafi orðið fyrir við dauða hryssunnar, en stefndi TM hf. sé ábyrgðartryggjandi hins fyrrnefnda. Stefndu höfnuðu bótaskyldu og var málinu því skotið til úrskurðarnefndar í vátryggin gamálum sem komst að þeirri niðurstöðu þann 21. maí 2019 að stefnendur ættu ekki rétt til bóta úr ábyrgðartryggingunni. Málsástæður og lagarök stefnenda Stefnendur byggja á því að stefndu beri óskipt skaðabótaábyrgð á tjóninu, enda ljóst að stefnendur ha fi ekki getað gert neinar ráðstafanir til að koma í veg fyrir tjónið. Tryggingafélaginu sé stefnt sem ábyrgðartryggjanda stefnda Rarik ohf., sbr. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Stefnendur byggja á því að umrædd raflína og búnaðu r henni tengdur teljist vera dreifimann virki í skilningi raforkulaga nr. 65/2003. S tefnendur vísa einnig til laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja , neysluveitna og raffanga og reglugerð nr. 678/2009. 3 Samkvæmt 8. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar sé ábyrgðarmönnum virkja og raffanga skylt að sjá um að þeim sé vel við haldið og hafa eftirlit með þeim þannig að þau séu ávallt í samræmi við þær öryggiskröfur sem reglugerðin mælir fyrir um. Þá segi í 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar að virki skuli vera þa nnig úr garði gerð, notuð , þeim haldið við og eftir þeim litið að hætta af þeim fyrir heilsu og öryggi manna og dýra, svo og hætta á eignatjóni og umhverfisspjöllum verði svo lítil sem við verði komið. Þá sé sérstaklega mælt fyrir um vörn gegn raflosti í 2 . mgr. og sérstök áhersla lögð á tryggt öryggi fyrir menn og dýr. Þá segi í 6. mgr. að virki skuli þannig gert að öruggt sé að vinna í því og sinna venjulegu viðhaldi. Þá sé í 12. gr. að finna sérstakar öryggiskröfur fyrir háspennuvir k i og í 13. gr. séu út listaðar sérstakar öryggiskröfur fyrir háspenntar loftlínur. Stefnendur telja óumdeilt að stefndi Rarik ohf. beri ábyrgð á því dreifimann virki sem umræddur staur tilheyri og beri því að annast viðhald á því. Hafi stefnendur mátt vænta þess að stefndi tryg gði að raflínur sem liggi um landi ð og annar búnaður sem þeim tilheyri væri öruggur og vel við haldið. Taka beri tillit til þess að um sé að ræða sérhæfða starfsemi sem hafi tiltekna hættueiginleika í för með sér. Falli raflínur niður skapist almennt hætta á alvarlegu tjóni og á stefnda Rarik ohf. hvíli ábyrgð á hnökralausum flutningi rafmagns og viðhaldi á dreifimann virkjum sem grundvallist á lögum og eðli starfseminnar. Hvorki sé í lögum, stjórnvaldsfyrirmælum né samningum að finna takmarkanir á þessari á byrgð stefnda. Stefnendur segjast hvorki hafa orðið varir við reglubundið eftirlit með raflínum sem liggja í landi Laugarbakka né að stefndi eða nokkur annar hafi sinnt viðhaldi á raflínum eða dreifimann virki. Hafi stefndi Rarik ohf. með vanrækslu sinni br ugðist skyldum sínum sem haft hafi í för með sér umrætt tjón fyrir stefndu. Þá komi fram í truflunarskýrslu um atvikið að orsök truflunar megi rekja til ónýtrar klemmu/bindingar sem haldi fas a leiðara og að undirliggjandi örsök sé hrörnun. Umræddur rafmagns staur hafi verið reistur árið 1972 , en áætlaður líftími loftlínu sé 50 - 70 ár samkvæmt greinargerð Landsnets um lagningu raflína í jörðu frá 2012. Þar sem línan hafi verið að nálgast endalok áætlaðs líftíma hafi enn frekari aðgæsluskylda hvílt á stefnda að fylgjast með ástandi hennar en ella. Stefnendur telja afstöðu stefndu um að hafna bótaskyldu grundvallast fyrst og fremst á svari deildarstjóra kerfisstýringar stefnda Rarik ohf. við fyrirspurn hins stefnda tryggingarfélags þar sem fram komi að ekki sé óe ðlilegt að einstakir hlutir, s.s. binding, gefi sig í 46 ára gamalli loftlínu. Þá komi fram í svarinu að samkvæmt viðurkenndu 4 öryggisstjórnunarkerfi stefnda séu loftlínur skoðaðar á níu ára fresti og hafi þessi tiltekna loftlína verið skoðuð fyrir tveimur árum og engar athugasemdir komið fram í skoðuninni um bindingar, sbr. skoðunarskýrslu Rafskoðunar ehf. Stefnendur hafna því að þessi skýrsla hafi nokkurt sönnunargildi um ástand hins tiltekna staurs og bindingar sem brást með þeim afleiðingum að hryssan dr apst, enda hafi ekkert komið fram í skýrslunni um að umræddur staur hafi verið skoðaður. Mun meiri líkur séu á því að starfsmönnum Rafskoðunar hafi yfirsést hrörlegt ástand bindingarinnar, heldur en að svo mikil hrörnun hafi orðið á svo stuttum tíma. Séu yfirgnæfandi líkur á að tjónið stafi af vanrækslu stefnda á viðhaldi loftlínunnar og staura, þ.m.t. bindingar. Beri stefndi því skaðabótaábyrgð á grundvelli sakarreglunnar á tjóni á hryssunni sem stefnendur hafi orðið fyrir vegna mistaka eða vanrækslu. Rek ja megi tjónsatburðinn til ófullnægjandi viðhalds loftlínunnar og staura og vanrækslu stefnda við að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir. Stefnendur vísa einnig til þess að stefndi hafi ekki brugðist við með nægjanlegum hætti er staurinn brotnaði og ekki séð t il þess að öryggi manna og dýra væri tryggt við slíkar aðstæður. Ekkert liggi fyrir um ástæður þess að raflínan sló ekki út þegar staurinn brotnaði og beri stefndi ábyrgð á því. Stefnendur byggja einnig á því að stefndu beri sönnunarbyrðina fyrir því hvern ig tjónið hafi orðið og beri allan halla af skorti á sönnun um orsakir þess. Skýrsla stefnda Rariks ohf. sé verulegum annmörkum háð og þá hafi stefndi sjálfur haft frumkvæði að lagfæringu á raflínunni. Það sé því ómögulegt að rannsaka raunverulega orsök tj ónsins og ekkert liggi fyrir um það hvenær stefndi hafi orðið þess var að staurinn hefði brotnað. Þá liggi ekkert fyrir um ástæður þess að raflínan hafi ekki slegið út þegar staurinn brotnaði. Afstaða stefnda TM hf. hafi byggst á staðhæfingum og upplýsingu m sem aflað hafi verið einhliða af stefnda . Það hafi staðið stefndu nær að tryggja sér fullnægjandi sönnun um orsakir tjónsins, enda hafi stefnendur ekki verið í aðstöðu til þess að hlutast til um rannsókn á vettvangi. Því sé ekki hægt að útiloka að tjónið megi rekja til bótaskyldrar háttsemi starfsmanna Rariks ohf. Stefnendur byggja dómkröfu sína á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 og reisa kröfu um málskostnað á XXI. kafla sömu laga. Málsástæður og lagarök stefndu Stefndu byggja á því að stefndi Rarik ohf. eigi og reki dreifikerfi samkvæmt IV. kafla raforkulaga og sé reksturinn á grundvelli sérleyfis O rkustofnunar. Í því felist 5 einkaréttur og skylda til dreifingar á tilteknu svæði, sbr. 13. gr. laganna. Meðal skyldn a dreifiveitu sé að viðhalda, endurbæta og byggja dreifikerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar og gæða raforku, sbr. 15. gr. laganna. Stefndu kveða það grundvallarreglu í íslenskum skaðabótarétti að t jónþoli verði að sýna fram á tjón sitt og að því hafi verið valdið af tjónvaldi með saknæmum og ólögmætum hætti . Stefndu byggja á því að ekkert liggi fyrir í málinu um að tjón stefnenda megi rekja til vanrækslu á viðhaldi dreifikerfis Rarik ohf. eða annarr a þátta sem vátryggingartakinn beri ábyrgð á. Stefndu byggja á því að umræddur rafmagnsstaur hafi ekki brotnað, heldur hafi binding bilað sem haldi fasaleiðara uppi með þeim afleiðingum að fasaleiðari hafi brennt í sundur þverslá sem haldi leiðaranum uppi og síðan brennt staurinn í sundur. Stefndu kveða ástæður bilunarinnar óskýrðar og hafi ekkert í dreifikerfi svæðisins gefið tilefni til aðgerðar af hálfu vátryggingartaka fyrir tjónsatburðinn. Stefndu kveða mikið utanumhald um skoðanir á raforkulínum og sé u þær skoðaðar á níu ára fresti og við slíkt fyrirbyggjandi viðhald sé farið að ákvörðun eftirlitsaðila rafmagnsöryggismála, sbr. reglugerð nr. 678/2009. Síðasta skoðun hafi farið fram á þessari tilteknu línu tveimur árum fyrir tjónsdag og hafi sú skoðun v erið framkvæmd af óháðri faggiltri skoðunarstofu. Hafi engar athugasemdir verið gerðar á þeim atriðum sem til skoðunar séu í máli þessu. Það liggi því fyrir að línan hafi verið í góðu ásigkomulagi tveimur árum fyrir tjónsdag og hafi ekkert gefið til kynna að nokkuð væri að. Hefði slíkt komið í ljós hefði verið brugðist við án tafar. Það að binding hafi gefið sig tveimur árum eftir skoðun leiði ekki sjálfkrafa til bótaskyldu. Þrátt fyrir gott viðhald á raforkulínunni og fullnægjandi eftirlit sé ekki hægt að útiloka að bilanir verði á línunni eða íhlutum hennar eins og í þessu tilviki. Almennt sé talið að raflínur geti enst í um 60 til 70 ár, en umrædd lína hafi verið 46 ára á tjónsdegi. Þar sem ekkert hafi komið fram í aðdraganda tjónsins sem gefið hafi vátry ggingartaka tilefni til þess að efast um ágæti línunnar og íhluti hennar verði ekki séð að tjónið verði rakið til mistaka, vanrækslu og/eða ásetnings. Tjónið verði fremur rakið til utanaðkomandi þátt a sem ekki verði metnir vátryggingartaka til sakar. Sé þ ví ósannað að Rarik ohf. beri ábyrgð á umræddu tjóni. Stefndu vísa til niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem hafi byggt niðurstöðu sína á sömu málsástæðum og stefndu í máli þessu. Krafa um málskostnað er reist á 130., sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991. 6 Niðurstaða Ekki er um það deilt í máli þessu að eign stefnenda, hryssan Bryðja , drapst er hún komst í snertingu við háspennulínu með fullum straumi sem lá um land jarðarinnar Laugarbakka í Ölfusi og hafði fallið niður í eins til eins og hálfs metr a hæð , en línan er hluti af dreifikerfi sem stefndi Rarik ohf. rekur á grundvelli IV. kafla raforkulaga. Ekki er ágreiningur um að stefnendur hafi orðið fyrir tjóni af þessum sökum en stefndu hafna bótaskyldu. Stefnendur leita viðurkenningardóms um kröfur sínar og er ekki ágreiningur um að skilyrði 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 fyrir málshöfðun séu uppfyllt. Í lögregluskýrslu segir m.a. að starfsmaður frá stefnda Rarik ohf. hafi verið á staðnum þegar lögreglumenn komu á vettvang og er haft eftir honum a ð rafmagnsstaur hefði brotnað og við það hefði háspennulína fallið niður og hangið í eins og hálfs metra fjarlægð frá jörðu. Hafi starfsmaðurinn sagt að línan hefði ekki sleg ið út og því hefði myndast mikil hætt a þarna. Samkvæmt skýrslu dýralæknis mun hrys san hafa drepist skynd i lega og hafi fundist brunasár í kjaftvikum hennar. Þá segir í truflunarskýrslu stefnda Rariks ohf. að ónýt binding í staur nr. 2 að klakstöð hafi valdið truflun og að undirliggjandi orsök sé hrörnun . Háspennulínan sem um ræðir hefur líklega verið sjónskoðuð frá jörðu tveimur árum fyrir atvikið og gerði vitnið A ráð fyrir því að það hefði verið gert þrátt fyrir að ekkert hafi verið minnst á línuna í skoðunarskýrslunni, þar sem í verkbeiðni hefði verið beðið um slíka skoðun . Í raforku lögum nr. 65/2003, lögum nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009 sem sett er á grundvelli síðargreindu laganna , er að finna ítarleg ákvæði sem miða að því að tryggja heilsu og öryggi manna og dýra. Má sem dæmi nefna ákvæði í gr. 10.2 í ofangreindri reglugerð, en þar segir að virki skuli þannig gert að menn og dýr séu varin gegn hættu sem stafar af beinni snerting u við spennuhafa hluta eða bera leiðna hluta þess sem geta orðið spennuhafa við bilun. Þá skal loftlína gerð og lögð með þeim hætti að burðarvirki hennar og lega veiti öryggi gegn hættu fyrir menn og dýr og skal hún lögð í öruggri fjarlægð yfir jörð. Samkvæmt gögnum málsins hafði umrædd háspennulína fallið niður í staur nr. 1 fjórum á rum fyrir umrætt atvik og hefur ekkert komið fram um það hvort þá hafi verið farið yfir festingar á staur nr. 2, en líklegt má telja að nokkur slynkur hafi komið á línuna við þetta atvik, sem gæti síðar hafa valdið því að festingar í nálægum stæðum veikjas t. 7 Samkvæmt framansögðu bar stefndi Rarik ohf. ábyrgð á því að ofangreindum öryggisreglum yrði framfylgt, enda augljóst að umrætt fall háspennulínu nnar hafði ótvírætt í för með sér stórkostlega hættu fyrir menn og dýr. Aðeins liggur fyrir lýsing þessa stef nda u m orsakir þess að línan féll og telur hann að binding hafi bilað sem haldi fasaleiðara uppi með þeim afleiðingum að fasaleiðari hafi brennt í sundur þverslá sem haldi leiðaranum uppi og síðan brennt staurinn í sundur. En gar myndir eru til af þeim búna ði sem hélt línunni uppi og þá virðist hann hafa verið fjarlægður strax í upphafi . Við þessar aðstæður er stefnendum gert nánast ómögulegt að tryggja sér sönnun fyrir orsökum tjónsins. Verður því að telja að stefndu skuli bera hallann af skorti á sönnun um að orsakir bilunarinnar sé ekki að rekja til háttsemi eða atvika sem þeir beri ábyrgð á. Verður því fallist á að stefndu beri bótaábyrgð á tjóni því sem stefnendur urðu fyrir af þessum sökum. Með hliðsjón af þessum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 1 30. gr. laga nr. 91/1991 verður stefndu gert að greiða stefnendum óskipt 2.000.000 króna í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp d óm þennan ásamt Sigurði G. Gíslasyni héraðsdómara og Eymundi Sigurðssyni, rafmagnsverkfræðingi. Dómso r ð: Viðurkennt er að stefndu, Rarik ohf. og TM hf., beri óskipt skaðabótaábyrgð á tjóni sem varð er rafmagnsstaur í eigu stefnda, Rarik ohf., í landi jarðarinnar Laugarbakka í Ölfusi , (fasteignanr. F2211734, landeignarnr. L171762) , brotnaði svo háspennulína féll niður sem leiddi til þess að hryssan Bryðja, sem bar einstaklingsmerkið 352098100071908 og grunnskráningarmerki IS2016282044 og var sameiginleg a í eigu stefnenda, Kristins Valdimarssonar og Janusar Halldórs Eiríkssonar, drapst. Stefndu greiði stefnendum óskipt 2.000.000 króna í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti. Hjörtur O. Aðalsteinsson Sigurður G. Gíslason Eymundur Sigurðsson