Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 5. febrúar 2025 Mál nr. S - 287/2024 : Ákæruvaldið ( Klara Dögg Steingrímsdóttir lögmaður ) g egn X ( Sigmundur Guðmundsson lögmaður ) (Unnsteinn Örn Elvarsson réttargæslumaður brotaþola ) Dómur 1 Mál þetta, sem var dómtekið 8. janúar sl., höfðað i Héraðssaksóknar i með ákæru dagsettri 4. júlí 2024 á hendur X , kt. , , , 16. - 19. apríl 2021 sent A , kt. , sem þá var 13 ára gamall, mynd af getnaðarlim sínum í gegnum einkaskilaboð á samskipta miðlinum Snapchat, en með framangreindu sýndi ákærð i A ósiðlegt athæfi og var háttsemin jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi hans. Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2022. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsing ar og greiðslu alls sakarkostnaðar. 2 Af hálfu brotaþola er gerð krafa um 800.000 krónur í miskab ætur, auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá 1. júní 2021, en með dráttarvöxtum skv. 9. g r. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar til greiðsludags . Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða honum málskostnað. 3 Á kærð i krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, ti l vara sýknu af kröfum ákæruvalds en þrautavara vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann krefst þess að bótakröfu verði vísað frá dómi, til vara sýknu af henni en til vara lækkunar. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna til handa verjanda sínum . Málavextir 4 Engin skýrsla liggur fyrir um upphaf máls og rannsókn þess. Fyrst u upplýsingar eru endursögn af skýrslu vitn isins B , föður brotaþola, 27. apríl 2021. Þar er haft eftir honum að brotaþoli hafi dvalið hjá honum helgina áður. Hann hafi komið í sjokki og tjáð vitninu að hann hefði samþykkt vinabeiðni manns sem kallaði sig [D] á Snapchat. Þetta hafi verið á svokölluðu QuickAdd. Hann hafi skýrt manninum frá aldri sínum og átt stutt 2 eðlileg samskipti við hann. Maður hafi síðan sent typpamynd af sér. Vitnið kvað m anninn vera undir sama notendanafni á einkamal.is. 5 B rotaþol i gaf skýrslu í barnahúsi 25. maí 2021 og liggur fyrir upptaka og endurrit af henni . Þar skýrði hann frá því að fullorðinn maður með notendanafnið [D] hefði verið í sambandi við hann á Snapchat. Hann hefði spurt brotaþola hvað hann væri gamall og hann svarað að hann væri þrettán ára. Maðurinn hefði síðan sent honum nektarmyndir , fjórar að hann minnti, ein af þeim um tveggja sekúndna myndband. Maðurinn hefði verið nakinn á myndunum og typpið á hon um sést . Annar hvor hafi síðan lokað á hinn. Brotaþoli kvaðst hafa skýrt föður sínum frá þessu svona hálfum degi síðar. Brotaþola kvaðst vera eiginlega alveg sama um þetta en langa til að stoppa manninn . 6 Skýrsla var loks tekin af ákærða meira en tveimur o g hálfu ári síðar, 24. janúar 2024. Þar kannaðist hann við að hafa haft þetta notendanafn á Snapchat og einkamal.is en kvaðst ekki muna eftir þessum samskiptum. Þessi tími sé í móðu fyrir honum vegna þunglyndi s og mikillar áfengisneyslu. Hann kvað hugsanle gt að hann hafi einhvern tímann sent af sér nektarmynd á Snapchat en það hafi þá verið óvart . Hann kvaðst þekkja sig á mynd sem lögregla sýn di honum. 7 F yrir liggja skjáskot af samskipt um við aðganginn [D] . Sá sem tekur skjáskotin nefnist þar [F] og spyr hvaða árgerð hinn sé, hann svarar og spyr þess sama á móti. [F] svarar og biður um mynd. Þ á sendir [D] mynd sem karlmaður hefur tekið af líkama sínum í spegli . Maðurinn stendur nakinn en heldur á handklæði sem liggur niður yfir annað lær ið og hylur typpi ð að hluta. 8 Einnig liggja fyrir s kjáskot af öðrum samskip t um við [D] þar sem þeir gefa upp fæðingarár og [D] spyr að hverju hinn sé að leita og hvar hann hafi fundið hann. [F] svarar Quick Add . 9 Loks liggja fyrir Messenger samskipti brotaþola við annan aðila . Þar segist brotaþoli hafa fengið mynd af manninum eftir að hafa beðið hann um andlitsmynd. Viðmælandinn segist hafa sagt honum að láta manninn eiga sig og hann skuli ekki tala meira við hann. Brotaþoli spyr hvort viðmælandi vilji myndina til að senda lögreglunni og hann biður brotaþola að senda föður sínum hana. 10 Einnig liggur fyrir andlitsmynd af hluta andlits sem ekki er að sjá hvaðan er fengin og e kki liggja fyrir gögn um frekari samskipti. 11 Miðað við gögn málsi ns virðist lögregla fyrst hafa óskað gagna frá Snapchat 24. janúar 2024, sama dag og ákærði var yfirheyrður hjá lögreglu. Þá liggur fyrir upplýsingaskýrsla rituð 15. febrúar 2024 þar sem fram kemur að óskað hafi verið gagna frá einkamal.is vegna aðila með notendanafnið [D] . Fram hafi komið að ákærði væri skráður fyrir því og hann síðan staðfest það við skýrslutöku. Einnig að óskað hafi verið gagna frá Snapchat sem hafi staðfest að þetta notendanafn væri til en ekki væru til s amskiptagögn svo langt aftur í t ímann . 3 Framburðir ákærða og vitna fyrir dómi 12 Ákærði kvaðst hafa fengið símtal frá lögreglu og ekkert kannast við málið. Lögreglu - maður hafi skýrt nánar frá því um hvað málið snerist og hann verið í uppnámi þar sem honum þætt u þetta alvarleg ar ásakanir . Hann kvaðst vera á Snapchat og í einhvern tíma haft notendanafnið [D] . V era kunni að hann hafi haft sama notenda nafn á einkamal.is , langt sé síðan hann hafi notað þá síðu . Hann kvaðst mun a lítið frá þessum tíma, hann hafi verið mjög þunglyndur og drukkið mikið. Ákærði kvaðst hvorki kannast við þau samskipti sem liggja fyrir í gögnum málsins né notandann [G] . Hann kvaðst ekki vera maðurinn á nektarmyndinni í gögnum málsins og kvaðst ekki vita hver það sé . Aðspurður um af hverju hann hafi kannast við sig á myndinni við yfirheyrslu lögreglu kvaðst ákærði hafa verið í mikilli geðshræringu og ekkert vitað hvað hann var að segja . Hann kvaðst þó ekki vita til þess að einhver annar hafi haft aðgang að símanum. Aðspurður um mynd sem sýnir hluta andlits sagði ákærði sér sýnast þetta vera hann . Ákærði kvað málið hafa valdið sér miklu hugarangri, hann líti mál af þessu tagi alvarlegum augum. 13 Brotaþoli, v itnið A , kvaðst hafa verið með notendanafnið [H] á Snapchat. Hann minn t i að notandinn [D] hafi átt frumkvæði að samskiptum þeirra á Snapchat og spurt hvað hann væri gamall . Brotaþoli hafi sagst vera 13 ára og maðurinn sent honum óviðeigandi myndir. A nnar þeirra hafi síðan og þeir ekki haft frekari samskipti , líklega hafi maðurinn lokað á brotaþola . Br otaþola hafi þótt samskiptin mjög óþægileg og hann gleym i þessu aldrei . Hann hafi greint föður sínum frá þessu þegar hann fór til hans hálfum degi síðar , síðan gefið skýrslu í barnahúsi en lítið vitað meira um framgang málsins . 14 Þegar brotaþola voru sýnd s kjáskot úr gögnum málsins kannaðist hann við fyrstu samskiptin sem rakin eru í efnisgrein 7. Þegar honum voru sýnd samskipti sem rakin eru í efnisgrein 8 sagði hann að þetta hlytu að vera samskipti hans við manninn . Þegar brotaþola voru sýnd samskipti sem er greint frá í efnisgrein 9 rifjaðist upp fyrir honum að hann hafi haft samband við manninn að nýju í því skyni að koma upp um hann . Brotaþoli kannaðist ekki við að maðurinn hafi sent honum andlitsmynd en kvaðst hafa fengið senda mynd sem sýndi andlit man nsins og líkama. Þá kannaðist hann ekki við andlitsmynd sem er í gögnum málsins. 15 Vitnið B , faðir brotaþola, kvað brotaþola hafa skýrt frá því að einhver hafi sent honum mynd af kynfærum mjög skömmu áður. H ann minni að þetta hafi verið í mars 2021 . Brotaþoli hafi verið í uppnámi yfir þessu og fundist þetta mjög óþægilegt , hann hafi ekki búist við að fullorðið fólk gerði slíkt . Brotaþoli hafi alla tíð átt erfitt en vanlíðan hans hafi ágerst á þessum tíma. Vitnið hafi haft samband við móður brotaþola o g lögreglu. Brotaþoli hafi síðan óbeðinn farið aftur á stúfana til að fá manninn til að komast að því hver hann væri og fengið hann til að senda andlitsmynd. 16 Vitnið kvað brotaþola hafa s e nt honum sjáskot af spjalli við manninn en ekki myndunum. Vitnið kannaðist við að hafa séð samskipt i sem rakin eru í efnisgrein 7. Honum þótti líklegt að þau sem lýst er í efnisgrein 8 vær u síðari samskipt i brotaþola við manninn. Vitnið kvað mynd af hluta andlit s í gögnum málsins vera mynd sem brotaþoli hafi fengið 4 þega r hann hafi beðið manninn um andlitsmynd . Þá kvaðst vitnið telja skjáskot sem greint er frá í efnisgrein 9 vera samskipti brotaþola við móður sína. Niðurstaða 17 Ákærða er gefið að sök að hafa á tímabilinu 16. - 19. apríl 2021 sent brotaþola mynd af getnaðarlim sínum og með því sýnt honum ósiðlegt athæfi sem var jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi hans. Ákærði neitar sök. Fyrir dómi kannaðist ákærði við n otendanafnið [D] en kvaðst hvorki kannast við þau samskipti sem liggja fyrir né notandann [G] . Þá neitaði hann að vera sá sem er á nektarmyndinni sem fyrir liggur og kvaðst ekki vita hver það er . 18 Samkvæmt 1. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamá la er það m arkmið rannsóknar að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar, svo og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferð fyrir dómi. Þeir sem rannsaka sakamál skulu vinna að þ ví að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Þeim ber jafnframt að hraða meðferð mála eftir því sem kostur er , sbr. 2. mgr. sömu greinar . Samkvæmt 1. mgr. 54. gr. laganna skal r annsaka og afla allra tilt ækra gagna um verknað þann sem um er að ræða, svo sem stað og stund og öll nánari atvik, sem ætla má að skipt geti máli, leita þess sem grunaður er um brot, finna sjónarvotta og aðra sem ætla má að borið geti vitni, svo og að hafa uppi á munum sem hald ska l leggja á og öðrum sýnilegum sönnunargögnum. Þá skal rannsaka vettvang ef við á og yfirleitt öll ummerki sem kunna að vera eftir brot. 19 Engin grein er gerð fyrir því í gögnum málsins hvernig málið barst lögreglu , hvenær og hvaða n lögregla fékk þau skjáskot og myndir sem liggja fyrir og á hvaða formi, svo sem hvort lögreglumenn skoðuðu síma eða tölvu brotaþola eða fengu útprentuð skjáskot . B rotaþoli kannast ekki við andlitsmynd sem er í gögnum málsins . Í skýrslu í barnahúsi og fyrir dómi talaði b rotaþoli um að hafa fengið sendar fleiri en eina mynd , þar á meðal mynd sem sýndi bæði líkama mannsins og andlit en engin slík mynd liggur fyrir. Er ekkert fram komið um að brotaþoli hafi verið inntur eftir því hvort hann ætti afrit af fleiri myndum eða þetta hafi ver ið rannsakað frekar . 20 Skýrsla var fyrst tekin af ákærða tveimur árum og átta mánuðum eftir að brotaþoli og faðir hans voru yfirheyrðir og verður ekki ráðið að hann hafi haft nokkra vitneskju um það fyrr en þá að málið væri til rannsóknar. Engin skýring hefu r verið gefin á þessari töf en ljóst að svo löng töf getur dregið úr möguleikum grunaðs manns í máli af þessu tagi til að afla gagna sem skipt gætu máli. Sími ákærða virðist ekki hafa verið skoðaður enda raunar svo langur tími liðinn þegar hann var yfirhey rður að það hefði tæpast getað skilað nokkru. 21 Samkvæmt framangreindu verður ekki talið að lögregla hafi hagað rannsókn í samræmi við 53. og 54. gr. laga nr. 88/2008 . Þá er þ að álit dómsins að ákæruvaldinu hafi ekki , gegn neitun ákærða, tekist að færa sönn ur á að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök, sbr. 108. og 109. gr. sömu laga. Verður ákærði sýknaður af kröfum ákæruvalds. 5 22 Miskabótakröfu brotaþola er vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. 23 S akarkostnaður allur greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnaralaun skipaðs verjanda ákærða og skipaðs réttargæslumanns brotaþola . Lögmennirnir báðir sinntu málinu við rannsókn og fyrir dómi. Verða málsvarnarlaun og þóknun ákveðin svo sem greinir í dómsorði , að virðisaukaskatti meðtöldum . Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvalds. Bótakröfu brotaþola, A , er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða , Sigmundar Guðmundssonar lögmanns, 838.240 krónur , og þóknun skipa ðs réttargæslumanns brotaþola Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 502.2 00 krónur .