Héraðsdómur Reykjaness Dómur 1 . nóvember 2024. Málið nr. S - 1107/2024 : Ákæruvaldið (Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari) g egn Ú , (Stefán Ragnarsson lögmaður) V , (Leó Daðason lögmaður) X , ( Elisabeth Matthíasdóttir lögmaður) Y , ( Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður) Ý , (Elías Kristjánsson lögmaður) Þ , ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Æ , ( Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður) og Ö ( Guðmundur Njáll Guðmundsson lögmaður) (Linda Íris Emilsdóttir réttargæslumaður brotaþola) Dómur : Mál þetta var þingfest 31. maí 2024 og dómtekið 7. október. Málið höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 23. apríl 2024 á hendur ákærðu, Ú , kt. [...] , V , k t. , , X , k t. , , Y , kt. , , Ý , k t. , , Þ , k t. , með ótilgreint lögheimili í , Æ , k t. , o g Ö , k t. , , fyrir eftir greind hegningarlaga - og barnaverndarlagabrot, svo sem ákæru var breytt við aðalmeðferð máls : A. Gegn ákærðu öllum fyrir stórfelld brot í nánu sambandi , en til vara fyrir umsáturseinelti, á tímabilinu frá 14. júní 2022 til 17. febrúar 2023, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A, kt. [...] , með andlegu og líkamlegu ofbeldi í he nnar garð, hótunum, ógnunum, húsbrotum, eignaspjöllum, 2 þjófnaði, með því að skapa viðvarandi ógnarástand fyrir hana og með því að hafa reynt að nema dætur hennar á brott, m.a. með háttsemi hvers og eins ákærðu sem hér nánar greinir: A.I. Þann 14. júní 2022 , að , reiddist ákærði Þ (bróðir A ) vegna ljósmynda sem hann sá af A og kallaði hana illum nöfnum. Í kjölfarið, í tröppunum fyrir utan íbúðina, kastaði ákærði tveimur stígvélum og kústskafti í eða í átt að A . A.II. Þann 27. nóvember 2022 komu ákærðu Æ (móðir A ) og Ý (mágur A) að þáverandi heimili A og dætra hennar, B og C , að [...] . Ákærðu Æ og Ý fóru óboðin inn í íbúðina þar sem ákærða Æ tók farsíma A af henni, ákærði Ý greip um upphandleggi A og hélt henni fastri og á sama tíma sló ákærða Æ með flötu m lófa í andlit A . Ákærðu Æ og Ý skipuðu síðan A og dætrum hennar að koma með sér að heimili þeirra að þar sem ákærðu Æ og Ý hreinsuðu gögn af farsíma A , tóku úr honum SIM kort og klipp tu þau í sundur . A.III. Aðfaranótt 5. desember 2022 komu ákærðu X ( systir A ), Æ og Ý akandi í bifreiðinni [...] að þáverandi heimili A og dætra hennar, B og C , að . Ákærðu Æ og X fóru óboðnar inn í íbúðina, X inn um glugga , þar sem B og C lá g u sofandi í rúmi sínu í nærfötum einum klæða. Ákærða Æ kallaði A illum nöfnum, tók af henni farsíma og hélt henni fastri á meðan ákærða X hélt á B út í bifreiðina. A hljóp þá út til að reyna að nálgast B , en ákærði Ý læsti bifreiðinni og hélt A niðri svo hún kæmist ekki að bifreiðinni. Á sama tíma fór ákærða Æ aftur inn í íbúðina og náði í C , en skömmu síðar kom lögregla á vettvang. M eðan á þessu stóð sögðu ákærðu við stúlkurnar að þær ættu að segja að þær vildu frekar búa hjá pabba sínum, ömmu og afa, en ekki mömmu sinni. A.IV. Þann 22. janúar 2023 komu ákærðu Ú (bróðir A ), V (fósturbróðir A ), Y (barnsfaðir A ) og Þ að þáverandi heimili A og dætra hennar, B og C , að og á bifreiðastæði þar fyrir utan veittust ákærðu að kærasta A , D , fæddum , eftir að hafa veitt honum eftirför í um nokkra stund. Reyndi ákærði Y að draga D út úr bílaleigubifreið hans og síðan, eftir að D hafði náð að læsa sig inni í bifreiðinni, reyndu ákærðu Ú , V og Þ að komast inn í bifreiðina með því að berja á rúður hennar, m.a. með grjóti. Meðan á þessu stóð hótuðu ákærðu D lífláti, en ákærð u hurfu af vettvangi þegar 3 þeir heyrðu að lögregla var á leiðinni, en A hafði ýtt á neyðarhnapp og nágranni hennar hringt í Neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð. Þá hótuðu ákærðu D einnig lífláti símleiðis seinna um kvöldið. A.V. Þann 17. febrúar 2023 greind i ákærði Ö (faðir A ) lögreglu frá því við skýrslutöku á lögreglustöðinni á , að ef ákærði Þ hefði myrt A hefði það verið allt í lagi, A ætti skilið refsingu í formi þess að vera lamin og fætur hennar og hendur brotnar, en einnig greindi ákærði Ö frá því að ef hann og synir hans vær u í einhverju arabalandi vær u þeir löngu búnir að slátra A . A.VI. Ákærðu Ú , V , Y , Þ og Ö hótuðu A ítrekað, á tímabilinu 14. júní 2022 til 17. febrúar 2023, að þeir myndu drepa hana ef hún sliti ekki sambandi sínu við D . Aflei ðingar af háttsemi ákærðu samkvæmt A. kafla ákæru og undirliðum A.I. - A.V I . voru m.a. þær að A bjó við viðvarandi ógnarástand, neyddist um margra mánaða skeið til að fara huldu höfði, óttaðist að hún og/eða dætur hennar yrðu fórnarlömb heiðursmorða og að dætur hennar yrðu numdar á brott. Er framangreind háttsemi ákærðu allra talin varða við 1. , sbr. 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til vara er sama háttsemi ákærðu allra t alin varða við 232. gr. a. almennra hegningarlaga. Til þrautavara er háttsemi ákærða Þ í lið A.I. talin varða við 217. gr. almennra hegningarlaga , háttsemi ákærðu Æ og Ý í lið A.II. við 193. gr. , sbr. 20. gr., auk 231. gr. og 244. gr. almennra hegningarla ga , háttsemi ákærðu Æ , X og Ý í lið A.III. við 217. gr., 2. mgr. 228. gr., 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga , háttsemi ákærðu Ú , V , Y og Þ í lið A.IV. við 233 . gr. almennra hegningarlaga og háttsemi ákærðu Ú , V , Y , Þ og Ö í lið A. V I . við 233 . gr. almennra hegningarlaga. B. Gegn ákærðu Æ , X og Ý fyrir brot í nánu sambandi, en til vara brot á barnaverndarlögum, á tímabilinu frá 14. júní 2022 til 17. febrúar 2023, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð B , kt. [...] og C, kt. [...] , skapað fyrir þær viðvarandi ógnarástand, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi, m.a. sem hér nánar greinir: B.I. 4 Með háttsemi þeirri sem lýst er í A.II. brutu ákærðu Æ og Ý gegn B og C , sem staddar voru í íbúðinni umrætt sinn og þurftu að horfa upp á móður sína vera beitta líkamlegu og andlegu ofbeldi á eigin heimili og vera síðan þvingaðar til að yfirgefa heimilið með ákærðu í kjölfarið. B.II. Með háttsemi þeirri sem lýst er í A.III. brutu ákærðu Æ , X og Ý gegn B og C , sem án nokkurs fyrirvara voru um nótt numdar á brott af heimili sínu og út í bifreið, úr rúmi sínu og á nærfötum einum klæða, allt gegn vilja þeirra og móður þeirra, sem þær þurftu að horfa upp á að vera haldið niðri á meðan , allt þar til lö gregla kom á vettvang. Afleiðingar af háttsemi ákærðu samkvæmt B. kafla ákæru og undirliðum B.I. - B.II. voru m.a. þær að B og C upplifðu hræðslu og kvíða, upplifðu viðvarandi ógnarástand, þurftu að fara huldu höfði með A móður sinni, dvelja í Kvennaathvarfi nu í þó nokkurn tíma og misstu úr skóla og leikskóla vegna öryggisráðstafana. Er framangreind háttsemi ákærðu talin varða vi ð 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga , en til vara vi ð 1. , sbr. 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. C. [...] D. [...] Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærðu verði dæmd ti l refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru eru teknar upp eftirgreindar einkaréttarkröfur brotaþola A (1), B (2) og C (3): 1. A krefst þess að ákærði Þ verði dæmdur til greið slu 3.000.000 króna miskabóta vegna háttsemi sem frá greinir í ákærulið A.I. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. júní 2022 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu ákæru , en frá þeim degi með dráttar vöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga , til greiðsludags. Þá krefst A þess að ákærðu X , Ý og Æ verði dæmd óskipt til greiðslu 3.500.000 króna miskabóta vegna háttsemi sem frá greinir í ákæruliðum A.II. og A.III. með vöxtum samkvæmt 1 . mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 5. desember 2022 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu ákæru , en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga , til greiðsludags. 5 Loks krefst A þess að ákærðu Ú , Y , Þ og V verði dæmdir óskipt til greiðslu 2.500.000 króna miskabóta vegna háttsemi sem frá greinir í ákæruli ð A.IV. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 22. janúar 2023 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu ákæru , en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga , til greiðsludags. 2. A krefst þess fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar B , kt. , að ákærðu X , Ý og Æ verði dæmd óskipt til greiðslu 1.500.000 króna miskabóta vegna háttsemi sem frá gre inir í ákæruliðum B.I. og B.II. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. desember 2022 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu ákæru , en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. mg r. 6. gr. sömu laga , til greiðsludags. 3. A krefst þess fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar C , kt. , að ákærðu X , Ý og Æ verði dæmd óskipt til greiðslu 1.500.000 króna miskabóta vegna háttsemi sem frá greinir í ákæruliðum B.I. og B.II. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. desember 2022 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu ákæru , en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga , til greiðsludags. Í öllum tilv ikum er þess krafist að ákærðu samkvæmt bótaliðum 1. - 3. v erði dæmd óskipt til greið slu málskostnað ar og ákærðu öll dæmd óskipt til að greiða þóknun Lindu Írisar Emilsdóttur réttargæslumanns brotaþolanna þriggja. Ákærðu Ú , V , X , Y , Ý , Þ og Æ krefjast hvert fyrir sig sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að bótakröfum á hendur þeim verði vísað frá dómi, en að því frágengnu verði ákærðu dæmd til vægustu refsingar sem lög leyfa og þau sýknuð af téðum bótakröfum, en ellegar verði dæmdar bætur stórlega lækkaðar frá því sem krafist er. Loks verði sakarkostnaður felldur á ríkissjóð að öllu leyti eða að hluta, þar með talin málsvarnarlaun verjenda. Ákærði Ö krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins, en að því frágengnu verði hann dæmdur til vægustu refsingar se m lög leyfa. Þá verði sakarkostnaður felldur á ríkissjóð að öllu leyti eða að hluta, þar með talin málsvarnarlaun verjanda. 6 I. - Almennt um tengsl ákærð u, A , B og C . Ákærðu Ö og Æ eru hjón á sextugsaldri sem bjuggu að í þegar málið kom upp. Þau eiga tíu börn. Eftir því sem næst verður komist bjuggu m.a. hjá þeim sonur þeirra ákærði Ú ( ára), U tvíburabróðir hans, ákærði V fóstursonur þeirra ( ára), sem áður laut forsjá Ö og Æ og ákærða X ( ára) dóttir hjónanna. Einnig eru ákærðir í málinu sonurinn Þ ( árs) og Y ( ára), en hann er fyrrum eiginmaður brotaþola A ( árs) og faðir brotaþola B ( ára) og C ( ára). Loks er ákærður Ý ( ára), unnusti eða kærasti X . fjölskyldan á rætur að rekja til en hefur búið á Íslandi um nokkurra ára skeið. Móðurmál þeirra er og tala hin fullorðnu litla eða enga ís len sku. A óskaði eftir skilnaði við Y í febrúar , en þau hafa ekki búið saman undanfarin ár. Kærasti A er D . Hann er frá og býr í . Y býr með K og eiga þau tvö börn. Y og A eru nú lögskilin og A í parasambandi við D . I I . - Upphaf lögreglurannsóknar . 1. Málefni fjölskyldunnar komu til kasta lögreglu þriðjudaginn 14. júní 2022 þegar H stöðvaði lögreglubifreið á og kvaðst hafa orðið vitni að heimilisofbeldi fyrir framan hús nr. . Segir um þetta í frumskýrslu lögreglumanns F að H hafi verið á leið um götuna þegar hann heyrði í og sá til konu og tveggja manna í tröppum við hús nr. . Að sögn H var annar man nanna um ára, íklæddur stuttbuxum, svartri hettupeysu og með mikið úfið hár og hinn milli tvítugs og þrítugs, skeggjaður, íklæddur nærbuxum og ber að ofan. Konan hafi verið stödd við tröppurnar þegar skeggjaði maðurinn tók bleikt stígvél og kastaði í a ndlit konunnar. Við þetta hafi konan brostið í grát, sami maður tekið annað stígvél og kastað í átt að andliti konunnar en H ekki séð hvort það stígvél hitti marks. Í kjölfarið hafi sami maður brugðið sér inn, sótt kústskaft og slegið konuna í kviðinn með skaftinu. H hafi þá kallað til mannanna og spurt hvað H hafi sagt á H hafi svo ve rið að hringja í lögreglu þegar hann sá lögreglubifreið ekið í átt til hans. Samkvæmt frumskýrslu gekk lögreglumaður E við annan mann inn um opnar útidyr að , heyrði þar öskur, hitti fyrir ákærðu Ö , Æ , X , Ú , V og Þ , ásamt U og 7 brotaþola A og reyndi að r óa mannskapinn. Í viðræðum við hjónin sögðu þau A og Þ hafa rifist fyrir utan húsið en ekkert ofbeldi átt sér stað. A og U hafi tekið í sama streng, en lögregla lagt lítinn trúnað í fr ásögn þeirra og er í frumskýrslu vísað til áverka á andliti A , fyrir ofan hægri augabrún, sem lögregla festi á mynd. Þóttu áverkarnar samrýmast frásögn H , jafnframt því sem Þ var skeggjaður, íklæddur nærbuxum og ber að ofan og þótti það samsvara lýsingu H á meintum árásarmanni. Þ var því handtekinn og færður á lögre glustöð. Segir í frumskýrslu að sökum tungumálaörðugleika hafi reynst mjög erfitt að fá upplýsingar um raunverulega atburðarás, en samskipti fóru fram á ensku og gegnum U . 2. Skömmu seinna mætti F ótilkvaddur á lögreglustöð. Hann kvaðst búa að og ha fa verið innandyra þegar hann heyrði öskur frá konu fyrir utan húsið. Þegar F síðan leit út um glugga hafi hann séð strák í efstu tröppum hússins nr. 48, strákurinn ýtt þar konu niður tröppurnar með kústskafti og slegið hana tvö eða fleiri högg með skaftin u. F lýsti geranda sem grönnum strák á aldrinum ára, dökkum á hörund, með krullað hár, íklæddum dökkum eða svörtum bol. F kvaðst svo hafa séð lögreglu fara með annan mann af vettvangi og sagðist ekki hafa séð þann mann veitast að konunni. Í kjölfar frá sagnar F var U einnig handtekinn í þágu málsrannsóknar. 3. Brotaþoli A gaf skýrslu hjá lögreglu 15. júní 2022 að viðstöddum túlki og Gunnhildi Pétursdóttur réttargæslumanni. A kvaðst búa ásamt dætrum sínum B og C í húsnæði fyrir og vera gift barnsföður sínum, ákærða Y , en þau ekki búið saman í þrjú ár. A kvaðst hafa verið stödd á heimili foreldra sinna að og þar í herbergi með systur sinni, ákærðu X , þegar bróðir þeirra, ákærði Ú , kom inn og krafðist þess að fá farsíma hennar til að kanna hvort í honum væru myndir sem sýndu hvort A væri í sambandi við annan mann. A hafi þvertekið fyrir þetta og farið niður á neðri hæð hússins, móðir hennar og annar bróðir, ákærði Þ , verið þar að rífast og A byrjað að gráta og öskra. Hún hafi s vo stigið út fyrir hús, Þ birst í dyragættinni og öskrað á hana, hann sparkað í stígvél sem þar var, en hvorki kastað stígvéli í hana né slegið hana með kústskafti eða öðru áhaldi. Áverkinn í andliti A væri eldri og af óskyldum orsökum. A var kynntur öndve rður framburður H , hélt fast við sína frásögn, sagðist ekki myndu ljúga að lögreglu og kvaðst ekki heldur hafa sætt heimilisofbeldi af hálfu annarra nákominna. Lögregla hafi svo komið á staðinn, A ekki vitað af hverju, sagði ekkert hafa gerst sem hefði gef ið 8 tilefni til afskipta lögreglu og vildi ekki leggja fram kæru á hendur Þ eða öðrum fjölskyldumeðlimum. 4. U gaf skýrslu grunaðs 15. júní 2022 að viðstöddum túlki og Ástu Björk Eiríksdóttur lögmanni. Aðspurður um atvik að daginn áður greindi U frá því að bræður hans, ákærðu Ú og Þ , hafi verið að rífast við brotaþola A , hún síðan farið út fyrir hús og fólk séð hana öskra, Þ og Æ móðir þeirra fylgt á eftir og svo hafi lögregla komið á staðinn. U kvað ekkert hafa gerst utandyra, enginn lamið neinn og engu ofbeldi verið beitt. A hafi hins vegar sparkað í stígvél á leið sinni út og stígvélin skotist út á götu. Framburður vitnis um annað væri rangur. 5. Ákærði Þ gaf skýrslu grunaðs 15. júní 2022 að viðstöddum túlki og Ástu Björk Eiríksdóttur lögmanni. Aðspurður um atvik að daginn áður kvaðst ákærði hafa verið sofandi í herbergi sínu þegar hann heyrði öskur í Ú og brotaþola A , fór því niður í stofu og svo hafi lögregla komið á staðinn. Ákærði kvaðst ekki vita um hvað rifrildi systkina hans snerist, sagði engan í fjölskyldunni hafa stigið út fyrir hús og hvorki stígvélum né kústskafti verið beitt gegn A . 6. Ákærða Æ gaf skýrslu vitnis 1. febrúar 2023 að viðstöddum túlki og Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanni. Aðspurð um atvik að þann 14. júní 2022 greindi Æ frá því að ákærði Þ hafi verið reiður og æstur vegna mynda af brotaþola A sem karlmaður hafði sent fjölskyldunni og gumað sig af því að hann væri að knúsa A og væri með henni. Þ hafi ekki snert A og ekki beitt hana ofbeldi. Æ var kynnt að tvö vit ni hafi borið um ofbeldi gegn A fyrir utan húsið og kvað Æ það ekki geta staðist; hún hafi verið úti með A allan tímann. 7. Ákærða X gaf skýrslu vitnis 7. febrúar 2023 að viðstöddum túlki. Aðspurð um atvik að þann 14. júní 2022 greindi X frá því að mað urinn í ( D ) hafi hringt í Ö föður hennar, sagst vilja giftast brotaþola A og Ö sagt að það væri útilokað því A ætti þegar mann. Við þetta hafi maðurinn brjálast og sent fjölskyldunni óviðeigandi myndir, m.a. af A fáklæddri með handklæði til að skýla ne kt sinni. Ákærði Þ hafi orðið reiður vegna þessa og byrjað að brjóta glös og glugga í stofu hússins að viðstöddum A , X og 9 öðrum fjölskyldumeðlimum. Ekkert þeirra hafi stigið út fyrir hús og Þ á engum tímapunkti lagt hendur á A eða veist að henni með ofbeldi. 8. Ákærði Ö gaf skýrslu vitnis 17. febrúar 2023 að viðstöddum túlki. Hann kvaðst ekki vera kynfaðir brotaþola A og hún ekki dóttir hans heldur munaðarleysingi sem hann fann þegar hún var pínulítil og Ö tók að sér. Aðspurður hvort ákærða Æ væri kynmóðir A sagði Ö Æ verða að ráða því; sjálfur vildi hann ekkert hafa með A að gera. Aðspurður um atvik að þann 14. júní 2022 kvaðst Ö ekki muna neitt; hann tæki lyf daglega sem valdi miklum svefni og í vöku viti hann ekkert hvað er að gerast í kringum hann. Ö kvað vel geta verið að öðrum í fjölskyldunni hafi borist myndir af A , að ákærði Þ gæti þann dag hafa reiðst vegna slíkra myndsendinga og ef Þ hefði myrt A vegna ósiðlegs framferðis hefði það verið í lagi, enda eigi stelpa sem geri svona skilið refsingu. Ö og að slátra A eða berja hana og brjóta hendur hennar og fætur eða eitthvað svoleiðis. 9. Brotaþoli A gaf aðra skýrslu hjá lögreglu 4. október 2023 að viðstöddum túlki og Lindu Írisi Emilsdóttur réttargæslumanni. A kvaðst muna eftir atvikum 14. júní 2022, sagði bróður sinn, ákærða Þ , hafa kastað skó og kústi í átt að henni fyrir utan , hann gert það í reiðikasti, hlutirnir ekki hæft ha na og hún áður verið búin að hljóta þá áverka sem hún bar í andliti með öðrum og óskyldum hætti. A kvað reiði Þ stafa af því að hún vildi giftast öðrum manni, sá maður ( D ) verið búinn að biðja hennar og foreldrar hennar verið því andvíg. A kvað U bróður si nn hafa orðið vitni að greindu atferli Þ , U ekkert gert á hennar hlut og einungis reynt að róa Þ . A kvaðst skilja reiði Þ , enda A á þeim tíma í hjónabandi með ákærða Y og mátti því ekki vera í sambandi við annan mann. Þess utan hafi myndir af A , fáklæddri í hlýrabol verið búnar að berast fjölskyldu hennar og D ekki átt að senda þær, enda slíkar myndir ósiðlegar og ósamrýmanlegar þeim menningarheimi sem fjölskyldan kæmi frá. Undir þeim kringumstæðum hafi Þ borið að verja heiður A og teljist það ekki afskipti af hennar einkalífi. A var kynnt að faðir hennar, ákærði Ö , hafi greint lögreglu frá því 17. febrúar 2023 að hún væri ekki dóttir hans heldur munaðarleysingi sem hann hafi fundið og tekið að sér. A taldi að slík ummæli föður hennar mætti rekja til þess að hann teldi hana hafa niðurlægt fjölskylduna og geti ekki samþykkt hegðun hennar. Í framhaldi var A kynntur sá framburður Ö að hann teldi í lagi ef ákærði Þ hefði myrt hana vegna farsímamynda af 10 henni fáklæddri og kvaðst hún ekki vita hvernig hún ætti að bregðast við slíkum ummælum. A hefði hún verið drepin. Hún kvaðst ekki lengur hrædd við föður sinn eða aðra fjölskyldumeðli mi, en óttast þá menningu sem þau kæmu úr. A kvaðst hingað til almennt hafa ráðið lífi sínu og högum, en þegar kæmi að atriðum eins og hjónabandi væri það fjölskylduákvörðun. Hún kvaðst vilja lifa sínu lífi, án þess þó að útiloka menningu sína og trú. Fjöl skyldan hafi ávallt staðið með henni og því muni hún aldrei gleyma. Aðspurð um dæturnar B og C kvaðst A hafa óttast um öryggi þeirra og frelsi fyrst eftir að málið kom upp, þær dvalið með hléum í Kvennaathvarfinu í um átta mánuði, á því tímabili farið til [...] og ætlað að setjast þar að með D , en A komist að því að hann væri ekki rétti maðurinn, svo sem fjölskyldan hefði bent á, og þær mæðgur því snúið aftur til Íslands. Dæturnar væru nú komnar í skóla, þeim þremur líði vel, búi við fjárhagslegt öryggi og líti björtum augum til framtíðarinnar. I II . - Ný lögreglurannsókn . 1. Aðfaranótt mánudagsins 5. desember 2022 kl. 00:53 barst lögreglu tilkynning um öskrandi konu með börn fyrir utan og væru þau að ganga í átt að við . Segir um þetta í frumský rslu lögreglumanns G að þegar komið var á vettvang, nánar til tekið á bifreiðastæði norðan við bæjarskrifstofur , hafi ákærðu Æ og Ý staðið ásamt brotaþola A fyrir utan bifreiðina og í aftursæti bifreiðarinnar setið ákærða X og brotaþolar B og C . A hafi verið berfætt og B berfætt og íklædd nærbuxum og nærbol. Í viðræðum við Ý hafi komið fram að A beitti dætur sínar B og C ofbeldi og því hafi ákærðu farið að heimili A , að boði Æ , til að fjarlægja stúlkurnar af heimilinu. Í viðræðum við A kom fram að á kærðu hafi reynt að nema börnin á brott þar sem ákærðu væru ósátt við samband hennar við mann í . Sökum tungumálaörðugleika var ákveðið að færa hópinn á lögreglustöð til frekari viðræðna. Þangað var kvödd I vakthafandi fulltrúi barnaverndar og ræddi hún einslega við B og C , upplýsti lögreglu að þær segðu móður sína góða og ekkert í frásögn stúlknanna styddi að A beitti þær ofbeldi. A kvaðst ekki telja sig og börnin örugg á heimili sínu og fór því I með mæðgu rnar í Kvennaathvarfið . 2. 11 Brotaþoli A gaf skýrslu hjá lögreglu í Kvennaathvarfinu 9. desember 2022 að viðstöddum túlki og Védísi Evu Guðmundsdóttur réttargæslumanni. A kvaðst hafa verið í heimsókn og kvöldmat hjá fjölskyldunni að kvöldi sunnudagsins 4. d esember, allt verið í stakasta lagi þar og samband A og D kærasta hennar ekki borið á góma. A og dæturnar B og C hafi svo tekið síðasta strætisvagninn heim í um kl. 23. Þegar heim kom hafi hún háttað stelpurnar og lagt þær í rúmið hennar. Þar hafi A le gið við hlið þeirra og verið í símanum þegar hún varð vör við að móðir hennar, ákærða Æ , væri kominn inn í íbúðina og birtist í dyragætt svefnherbergis A . Hún hafi þá farið fram til viðræðna við Æ og þær farið að rífast um D , sem eigi að hafa smánað fjölsk ylduna með myndsendingum af A . Æ hafi svo þrifið farsíma A af henni, kallað hana niðrandi nöfnum og sagt að hún ætti ekki skilið að ala dætur sínar upp. Í þeirri andrá hafi A séð ákærðu X skríða inn um glugga í herbergi B og C og A reynt að stöðva för henn ar, það ekki tekist og þær dottið saman á gólfið fyrir innan gluggann. Í þeirri stöðu hafi A séð að Æ var komin með B í fangið og á leið með hana út úr íbúðinni þar sem ákærði Ý beið. Á meðan hafi X haldið A niðri svo hún kæmist ekki að barninu. X hafi svo farið út, A fylgt á eftir og séð að B var komin í aftursæti . A hafi reynt að komast að barninu, en Ý læst bifreiðinni og komið í veg fyrir að A kæmist að henni. A hafi svo verið að kljást við Ý þegar Æ birtist með C , A þá ætlað að taka C af Æ , en Ý haldi henni frá telpunni. Skömmu síðar hafi lögreglu drifið að. A bar að þegar lögregla nálgaðist hafi ákærðu aflæst bifreiðinni og lagt fyrir B og C að segja að A væri að meiða þær og að þær vildu frekar búa hjá föður sínum. Eftir þetta hafi þau rætt við lögreglu en A aldrei fengið farsíma sinn til baka frá Æ . Aðspurð hvort fleiri tilvik hafi komið upp milli hennar og fjölskyldunnar greindi A frá því að sunnudaginn 27. nóvember 2022 hafi hún verið að baða B og C á heimili þeirra og tala við D kærasta si nn í síma þegar ákærða Æ birtist óvænt í baðherbergisdyrunum og bað A að koma fram og ræða við hana. Þegar A steig fram hafi hún séð ákærða Ý , Æ í framhaldi þýfgað hana um samband hennar við D , þrifið farsímann af A , látið D heyra það gegnum símann og svo skellt á. A kvaðst hafa átt annan farsíma, Æ einnig tekið þann síma af henni, klætt B og C í föt og sagt að nú yrði farið að . Þessu hafi A mótmælt og ætlað að grípa fram fyrir hendur Æ , en Ý þá gripið í upphandleggi hennar og haldið henni og Æ því næst slegið hana með flötum lófa í vinstri vanga. Í kjölfarið hafi þau farið að , Æ og Ý hreinsað þar öll gögn úr farsímum A og 12 klippt SIM kort beggja síma. A kvaðst hvorki hafa tilkynnt atburði þessa til lögreglu né leitað til læknis vegna áverkavottorðs. A greindi einnig frá því að Y eiginmaður hennar væri tekinn saman við konu, byggi með henni og ættu þau saman barn. Y hafi engu að síður neitað A um skilnað, fjölskylda hennar ekki viljað heyra á það minnst að hún og D væru saman og þverneitað að veita þeim blessun sína þrátt fyrir að A og D hafi strengt trúarheit og hann beðið Ö föður A um hönd hennar. A kvað rétt að D hafi sent fjölskyldunni myndir af þeim dunni fyndist þetta mikil skömm af því A var klædd í stuttermabol og ekki með slæðu. Hafi þetta gengið svo langt að foreldrar A neyddu hana til að fara á lögreglustöð og tilkynna D fyrir að hafa birt ósæmilegar myndir af henni, sem sé ekki rétt. A kvaðst óttast fjölskyldu sína, sér í lagi með tilliti til þeirra menningarheims, ekki vilja snúa aftur til fjölskyldunnar þegar hún færi úr Kvennaathvarfinu og óttast að fjölskyldan gæti jafnvel gripið til heiðursmorðs á henni og dætrum hennar. Aðspurð hvort hún krefðist refsingar á hendur ákærðu kvaðst A vera óviss og ætla að ræða það við sinn réttargæslumann. 3. Þann 6. janúar 2023 var tekin skýrsla fyrir dómi í Barnahúsi af brotaþola B , þá ára. B bar að A móðir hennar væri skemmtileg og a ð þær gerðu aldrei neitt leiðinlegt saman. B kvaðst þó nýlega hafa orðið hrædd heima, dreymdi nú illa, væri hrædd heima, B hafa verið sofandi og vaknað við var að taka mig inn í bíl og voru að segja við mig að ég ætti að segja að ég vildi búa með Nánar aðspurð k vaðst B hafa verið ásamt C systur sinni og A inni í svefnherbergi við hlið stofu, hún vaknað þar við öskur og grát A og ekki vitað af hverju móðir hennar grét. Aðspurð hverjir hafi komið inn á heimili hennar nefndi B ákærðu X , manninn hennar ákærða Ý og öm mu sína, ákærðu Æ , en Æ hafi ekkert haft sig í frammi. B kvaðst halda að X og Ý hafi hoppað inn um gluggann, þau tekið hana með sér út í bíl og X og Ý lagt fyrir hana að segja að hún vildi búa hjá pabba og afa og ömmu, en ekki hjá mömmu. B bar að þegar X o g Ý voru að taka hana út hafi A elt þau og reynt að ná B til baka, en hin sett hana inn í bílinn, X sest hjá henni, Ý lokað bílnum, togað móður hennar 13 niður og haldið henni á jörðinni. B hafi liðið illa að sjá þetta gert við móður sína. Þetta hafi svo endað þegar lögregla kom á staðinn. B kvaðst ekki vera hrædd við ákærðu eða aðra í fjölskyldunni, en sagði að samband móður hennar við X , Ý og Æ væri ekki gott eftir umrætt atvik og þau tal ist ekki við. Aðspurð hvernig henni liði í samvistum við X , Ý og Æ svaraði B 4. Ákærða Æ gaf skýrslu grunaðs 1. febrúar 2023 að viðstöddum túlki og Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanni. Aðspurð um atvik að aðfaranótt 5. desember 2022 kvaðst Æ ekki hafa gert neitt rangt. Brotaþoli A og dætur hennar hafi verið í heimsókn hjá Æ sunnudagskvöldið 4. desember og verið nýlega farnar heim þegar B hringdi í hana, sagði að A hefði bannað henni að hringja og stúlkan minnt Æ á að hún hefði lofað að fara með B á skauta. Æ hefði fundist sem B vildi ekki vera heima hjá sér, stúlkan auðvitað verið hrædd við móður sína, og hún beðið Æ að spyrja A hvort hún mætti ekki fara heim með ömmu sinni. Æ hafi þá sagst koma og sækja hana, B sagst myndu opna fyrir henni o g stúlkan tekið útidyrahurð úr lás. Æ hafi svo hringt í ákærða Ý og beðið hann að skutla henni heim til A og stelpnanna í . Þar hafi Æ gengið inn í ólæsta íbúðina, B vitað af því, og Æ hitt A í einhverju ástandi tengt kærasta hennar í . Sá maður ( D ) hafi verið vondur við B og C í [...] og gætu stúlkurnar staðfest það, en rétt væri að hafa A ekki nálægt því þær væru svo hræddar við hana. Æ var beðin að færa frásögn sína nær atvikum 5. desember og bar í framhaldi að A og bræður hennar hafi rifist út af D , A verið að ræða við hann í síma og verið æst þegar Æ kom inn í íbúðina og A spurt af hverju Æ væri að laumast inn til þeirra. Æ hafi þá greint frá símtalinu við B , A spurt á móti hvort Æ væri að ræna börnum hennar og Æ þá spurt hvort B mætti ekki fara heim með henni og A sækja stelpuna daginn eftir. Þar sem A var æst og Æ smeyk við að skilja B eftir hjá henni hafi Æ tekið B sjálfviljuga og farið með hana út úr húsinu. Æ kvaðst ekki hafa meitt A meðan á þessu stóð, en A hins vegar gripið um háls hennar og reynt að taka B af henni, en B haldið fast um háls Æ og þrábeðið hana að halda sér. A hafi svo hlaupið á eftir þeim út úr húsinu, grátandi og öskrandi, farið að bifreið Ý og skilið C eftir eina heima með opnar útidyr. Í þeirri stöðu hafi Æ farið aftur inn, séð hve hrædd C var, Æ því klætt hana í föt og farið með hana út í bíl. A hafi einnig reynt að stöðva för þeirra, en C ekki viljað fara til hennar og sest inn í bílinn. Lögregla hafi svo komið á staðinn. 14 Aðspurð hvort hún hafi farið í leyfisleysi inn á heimili A og barnanna 27. nóvember 2022 kvaðst Æ ekki kannast við það. Nánar aðspurð um atvik 5. desember bar Æ að ákærða X hafi verið með Æ og Ý í för og X skriðið inn um svefnherbergisglugga sem B opnaði fyrir henni eftir að stúlkan hafi sagst vilja fara með þeim. X hafi svo opnað útidyrnar, hleypt Æ inn og Æ tekið B af A í kjölfar þess að A hrinti B á gólfið. A hafi tekið skýrt fram að hún vildi ekki hafa Æ og X inni í húsinu, þó ekki sagt það berum orðum, en B viljað hafa þær inni og Æ því ekki vitað hvað hún ætti að gera. Æ kvað Ý á engum tímapunkti hafa farið inn til A og hann ekki lagt hendur á hana. Að sögn Æ voru báðar stúlkurnar vakandi þegar framangreind atburðarás hófst. 5. Ákærða X gaf skýrslu grunað s 7. febrúar 2023 að viðstöddum túlki og eftir að hafa ráðfært sig við Einar Odd Sigurðsson lögmann gegnum síma. Aðspurð um atvik að aðfaranótt 5. desember 2022 greindi X frá því að hún og ákærði Ý hafi ekið ákærðu Æ heim til brotaþola A til að sækja B vegna þess að stúlkan hefði áður beðið ömmu sína að fara með hana á skauta og verið búin að taka útidyr úr lás svo Æ kæmist inn í íbúð A . Er þangað kom hafi Æ farið inn og X og Ý beðið fyrir utan í bifreið sinni. Æ hafi svo ætlað að taka B með sér út, en A streist á móti og reynt að taka stúlkuna til sín áður en Æ tók B og fór með hana út í bíl. A hafi svo hlaupið öskrandi út og skilið yngri stúlkuna C eftir aleina, Æ því farið aftur inn og sótt C og A öskrað að Æ mætti ekki ræna börnum hennar. Þegar hér v ar komið skýrði X frá því að áður en Æ tók B og fór með hana út hafi A verið búin að læsa útidyrahurðinni, B því farið inn í svefnherbergi, opnað glugga fyrir X svo hún kæmist inn í íbúðina og B svo þrábeðið X að taka hana með. X hafi svo tekið B út í bíl og Æ komið skömmu síðar með C . Að sögn X voru stúlkurnar hræddar við móður sína og vildi hvorug þeirra vera áfram hjá henni. X kvaðst ekki hafa farið heimildarlaust inn í íbúð A og áréttaði að B hafi hleypt henni inn um glugga, enda A í brjálæðiskasti og því hafi þurft að hjálpa B . X kannaðist ekki við að komið hafi til átaka milli A og annarra, en A þó ýtt við X inni í íbúðinni og gripið um háls móður þeirra. 6. Ákærði Ý gaf skýrslu grunaðs 7. febrúar 2023 að viðstöddum túlki og Elías i Kristjánssyni lögmanni. Aðspurður um atvik að aðfaranótt 5. desember 2022 sagði Ý að allt sem brotaþoli A segði væri lygi. Ákærða Æ hafi hringt í Ý og beðið um skutl, 15 Ý í framhaldi ekið Æ og ákærðu X heim til A og Ý ekkert vitað um hvað málið snerist . Er þangað kom hafi Æ sagst vera að sækja B , því stúlkan hafi hringt í ömmu sína og óskað eftir því. Æ og X hafi komið til baka með B , A fylgt öskrandi á eftir og sagt þær vera að ræna börnum hennar. Ý hafi reynt að róa A , hún gleymt C inni og virtist sam a um hana og Æ því farið og sótt telpuna og ætlað að koma henni í hendur A . C hafi hins vegar ekki viljað fara til móður sinnar og Ý því sett hana og B inni í bílinn og læst honum. Ekkert ákærðu hafi veist að A , en hún hins vegar ráðist á þau öll. Aðspurðu r kvað Ý hafa komið skýrt fram hjá A að hún vildi ekki að ákærðu tækju dætur hennar og færu með þær í burtu. 7. Í og L gáfu vitnaskýrslur hjá lögreglu 17. mars 2023. Í kvaðst hafa vaknað við barnsgrát, vakið L eiginkonu sína, litið út um glugga á heimili þeirra að og séð karl og konu með tvær illa klæddar stelpur. Móðir stúlknanna hafi svo komið hlaupandi út úr húsi sínu, öskrandi og veifandi og Í þá beðið L að hringja í lögreglu. Hann kvaðst ekki hafa veitt því athygli hvort bifreið var á staðnum. L bar með líkum hætti, kvað stelpurnar hafa grátið og ekki viljað fara með karli og konu sem þar voru og móðir stelpnanna hlaupið grátandi og öskrandi á eftir fólkinu. I V . - Ný lögreglurannsókn . 1. Sunnudaginn 22. janúar 2023 kl. 20:39 barst lögreglu tilky nning um að kona frá væri grátandi heima hjá sér og börnum sínum að eftir heimsókn fyrrum eiginmanns. Er þangað kom hitti lögregla fyrir Í og L , íbúa að , sem kváðust hafa hringt í lögreglu. Segir nánar um þetta í frumskýrslu lögreglumanns P að þegar komið var inn í íbúðina að hafi brotaþoli A verið þar ásamt dætrum sínum B og C og D , sem kynnti sig sem vin A . Í viðræðum við D kom fram að hann hafi verið að sækja bílaleigubíl á Keflavíkurflugvelli þegar A hringdi og tilkynnti að fjórir óvelko mnir einstaklingar væru staddir fyrir utan heimili hennar. D hafi ekið heim til A og hitt þar fyrir umrædda einstaklinga, þeir komið að bílaleigubílnum og reynt að ryðjast inn í hann. Í þeirri andrá hafi Í nágranni A komið að og einstaklingarnir; Y fyrrum eiginmaður A , K kærasta Y og tveir bræður A , ekið burt í grárri fólksbifreið. Samkvæmt frumskýrslunni var D æstur, talaði samhengislaust og var erfitt að skilja hann, en viðræður fóru fram á ensku. Einnig var rætt við B og sagði hún ókunnan mann hafa knúið dyra á heimili þeirra. 16 Hún kvaðst ekki vita hve margir voru fyrir utan húsið. Þá segir í frumskýrslu að seinna um kvöldið hafi K hringt í lögreglu, sagt fjölskyldu A hafa farið að heimili hennar, séð D og bróðir A ráðist á D vegna andlegs og líkamlegs ofbeldis sem D hefði áður beitt A og dætur hennar. 2. Þann 24. janúar 2023 kom D á lögreglustöð og kærði K og ákærðu Y , Þ , Ú og V fyrir hótanir og heimilisofbeldi umrætt kvöld. Með aðstoð túlks greindi D frá því að nefndir ákærð u hafi komið að heimili A og viljað taka dætur hennar af henni. Þegar D frétti af þessu hafi hann hraðað sér heim til A í bílaleigubíl sínum og séð ákærðu og K í bifreið fyrir utan heimili A . Þegar hópurinn sá bifreið D hafi K , ökumaður hópsins, ekið í átt að bíl D , hann því þurft að flýja af vettvangi og ekið 3 - 4 hringi um hverfið, hópurinn elt hann og K bæði reynt að króa hann af og aka á bíl hans. D hafi svo stöðvað fyrir utan og stigið út, hópurinn þá komið til hans og hótað honum, ákærði Y dregið f ram hníf og ætlað að stinga D . Í þeirri andrá hafi sem búi í næsta húsi komið að og lamið Y með einhverju áhaldi til að hindra árás hans. Taldi D að án aðkomu væri hann dauður. Hann kvaðst hafa orðið mjög hræddur og því hlaupið aftur inn í bílaleig ubílinn og læst að sér. K hafi fylgt á eftir og reynt að komast inn í bílinn, sem og ákærði Þ , en hann hafi hótað D og reynt að opna bílaleigubílinn með járnkylfu. Aðspurður um þátt ákærðu Ú og V bar D að þeir hafi einnig reynt að komast inn í bílaleigubíl inn, en annað hafi þeir ekki gert á hans hlut. Hópurinn hafi svo flúið af vettvangi í bifreið eftir að hringt hafði verið í lögreglu. Fram kom í máli D að Þ hafi hringt í hann daginn eftir, sagst vita að D væri á leið til og ákærði myndi ná honum þar. 3. Í gaf vitnaskýrslu hjá lögreglu 8. febrúar 2023. Hann kvaðst hafa verið á heimili sínu að þegar L konan hans tjáði honum að nágrannakona þeirra, brotaþoli A , hefði hringt og beðið um hjálp og L hringt í lögreglu. Í hafi stigið út fyrir hús, séð D kærasta A í svartri bifreið og gráa , sem var full af fólki, og Í ætlað að bjóða fram hjálp. Sömu bifreiðar og þriðja bifreiðin, jeppi, hafi svo keyrt og keyrt áður en svarta bifreiðin nam staðar bak við hús. Í framhaldi hafi Y barnsfaðir A stigið út úr jeppanum og reynt að lemja D og ná honum út úr svörtu bifreiðinni. Í hafi sagt Y að þetta mætti hann ekki gera, Í dregið hann frá og kona þá stigið út úr jeppanum og sagt að D segðist vilja drepa börn A . Við svo búið hafi Í sagt fólkinu að bíða e ftir lögreglu og konan og Y þá ekið jeppanum aðeins frá vettvangi. Í það mund hafi bifreiðin komið að, maður 17 stigið út úr henni, hlaupið að bifreið D , lamið á glugga hennar og reynt að komast inn í hana og Í og L þá hörfað inn í sína íbúð. Í kvaðst ekki hafa séð að vopnum eða öðrum tólum væri beitt, hann ekki séð átök manna í milli og D setið sem fastast inni í bifreið sinni. Í gaf aðra skýrslu 17. mars 2023 og bar með líkum hætti og áður, þó þannig að hann sagði Y hafa sagt að D væri að reyna að drepa stúlkurnar, Í svarað því til að hann og konan gætu þá lagt jeppanum í veg fyrir bifreið D og þau svo beðið komu lögreglu. Parið hafi hins vegar kosið að aka burt í jeppanum. Eftir að þau voru farin hafi Golf bifreiðin komið á st aðinn, einn maður stigið út og reynt að brjóta rúðu í bifreið D . Þá kom fram að dyrnar á þeirri bifreið hafi opnast þegar Y var enn á staðnum, hann þá gripið í föt D og reynt að draga hann út úr bifreiðinni, Í þá gripið inn í og Y sleppt taki sínu á D . 4. Ákærði Þ gaf skýrslu grunaðs 9. febrúar 2023 að viðstöddum túlki og Ástu Björk Eiríksdóttur lögmanni. Aðspurður um atvik að þann 22. janúar 2023 kvaðst ákærði ekkert um það vita og hann ekki verið á staðnum. Ákærði kvaðst aldrei hafa hitt D , ekki vitað að D væri á Íslandi 22. janúar 2023 og þeir ekki átt nein samskipti umrætt kvöld. Þeir hafi hins vegar einhvern tíma talast við í síma og þá hótað og blótað hvor öðrum í kjölfar þess að D sendi ákærða og fjölskyldu hans ósæmilegar myndir af brotaþola A . 5 . Ákærði Y gaf skýrslu grunaðs 23. febrúar 2023 að viðstöddum túlki og Vöku Dagsdóttur lögmanni. Aðspurður um atvik að þann 22. janúar 2023 kvað ákærði B dóttur sína hafa hringt í hann ítrekað, hún sagst vera hrædd við D , sem væri ásamt eiginkonu ákærða, brotaþola A , að reykja hass og stunda kynlíf fyrir framan dætur hans og reyna að kæfa þær með kodda og B sýnt ákærða í myndsímtali hvar D var staddur á heimili A og dætranna. Ákærði hafi ekki mátt fara þangað vegna nálgun arbanns og því hringt í foreldra A og látið þau vita af þessu. Á sama tíma hafi ákærði og K kærasta hans verið stödd með son sinn á spítala og þau á engum tímapunkti farið að heimili A og dætranna. Ákærði þvertók fyrir að hafa hitt D umræddan dag, en sagði D hins vegar hafa hringt í hann úr leyninúmeri og sagst ekki myndu leyfa ákærða að sjá eða heyra í dætrum sínum. 6. 18 K gaf skýrslu grunaðs sama dag að viðstaddri Þórdísi Bjarnadóttur lögmanni. Aðspurð um atvik að þann 22. janúar 2023 kvaðst K ekkert um það vita, hún ekki verið á staðnum heldur heima með ákærða Y og veiku barni þeirra og þau ekki farið út þann dag í öðrum erindagjörðum en að fara með barnið til læknis. K var kynnt að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafi hún að kvöldi umrædds dags tilkynnt lögreglu gegnum síma að bróðir brotaþola A hefði ráðist á D fyrir utan heimili A . K kvaðst bara hafa heyrt af þessu, taldi að þar hafi ungu strákarnir verið á ferð, hún heyrt að ákærði Þ hafi gert eitthvað, eða kannski ákærði Ú , og hún hringt í lögreglu f rá heimili sínu í Breiðholti. K kvaðst fyrr um kvöldið hafa lánað ákærða bifreið svo hann gæti hjálpað A , V svo hringt í K og sagt henni frá þessu og jafnframt greint frá bílaeltingarleik sem lyktað hafi fyrir framan heimili A . Nánar aðspurð um atlögu að D kvað K V hafa lýst því svo að eftir eltingaleikinn hafi einhver rifið upp hurð á bifreið D og einhver kýlt hann og svo hafi annað fólk drifið að og þau eða þeir farið á brott. K kvað ömurlegt að Y kærasti hennar væri kvæntur annarri konu og sagði þau vera að vinna í því að keyra skilnað í gegn svo hjónaband K og Y yrði samþykkt að ís lenskum lögum, en þau væru þegar gift samkvæmt Íslam og hafi hlotið blessun Imam. Hún kvaðst ekki þola D og fyndist hann ógeð; hann hafi sent fjölskyldunni myndir af A berbrjósta og þau að kyssast. Á sama tíma væri A gift og svæfi hjá öðrum manni utan hjónabands. 7. Ákærði Ú gaf skýrslu grunaðs 9. mars 2023 að viðstöddum túlki og Ásgeiri Jónssyni lögmanni. Aðspurður um atvik að þann 22. janúar 2023 kvaðst ákærði h afa viljað lemja D og hann því greint sinn farið ásamt ákærðu V og Þ og U bróður þeirra heim til brotaþola A eftir að hafa heyrt að D væri þar. Ákærði kvaðst á þeim tíma ekki hafa verið í góðu sambandi við A , tengdi það við D , sagði hann hafa haft í hótunu m við sig og sagst myndu drepa A og dætur hennar ef ákærði og V gæfu honum ekki peninga. Áður hefði D sent ákærða nektarmyndir af A , sem væri forboðið í þeirra trú og ákærði ákveðið að ef hann hitti D hér á landi myndi hann lemja hann. Ákærði kvað bræðurna fjóra hafa farið heim til A í bifreið V , V ekið þangað og þeir hitt þar fyrir D í svartri bifreið. D hafi elt þá og þeir síðan elt hann, þeim eltingarleik lokið fyrir framan heimili A og D setið þar í bifreið sinni, verið búinn að læsa öllum dyrum og ekki viljað opna. Að sögn ákærða ætluðu þeir bræður að brjóta rúðu í bifreiðinni með grjóti, ráðast þannig inn í bifreiðina og lemja D , en þá heyrt að lögregla væri á leiðinni og þeir flúið af vettvangi. Aðspurður hvort ákærði Y og K hafi einnig verið á staðnu m kvaðst ákærði ekki vita það; 19 hann hafi verið upptekinn við annað og þau kannski komið seinna. Ákærði kvað hvorki hníf, járn né önnur tól hafa verið notuð þegar reynt var að komast inn í bifreið D . 8. Ákærði V gaf skýrslu grunaðs 10. mars 2023 að við stöddum túlki og Jóhannesi Albert Kristbjörnssyni lögmanni. Aðspurður um atvik að þann 22. janúar 2023 kvaðst ákærði ekki muna hvar hann var þá staddur, en hann ekki hafa farið heim til brotaþola A og aldrei hitt D á Íslandi. Ákærði kvaðst hins vegar v ita hver D væri, sagði hann hafa smánað fjölskylduna með sendingu nektarmynda af A og myndi ákærði í anda Íslam skera D á háls ef hann sæi hann. Aðspurður þvertók ákærði fyrir að hafa fengið bifreið K að láni og hafnaði öllum ásökunum um aðild að meintu br oti eða brotum. 9. Brotaþoli A gaf vitnaskýrslu hjá lögreglu 16. mars 2023 að viðstöddum túlki og Védísi Evu Guðmundsdóttur réttargæslumanni. A greindi frá því að D hafi verið heima hjá henni og dætrum hennar umrætt kvöld og D ætlað að leigja bílaleigubíl svo þau gætu gert eitthvað skemmtilegt. Fjölskylda hennar hafi svo byrjað að ónáða þau með símhringingum til B og fölskum tilkynningum um að Ö faðir A væri kominn á spítala, að hann vildi hitta A og dætur hennar og að þau yrðu sótt. Meðan á þessu stóð hafi D verið að sækja bílaleigubílinn, A í símasambandi við hann og hún verið á klósettinu þegar barið var að dyrum og B sagði að einhver væri fyrir utan. A hafi svo komið fram, séð að einhver átti við hurðarhúninn að utan, hún orðið feikna hrædd, byrjað að öskra og ýtt á neyðarhnapp sem lögregla hafði látið henni í té. Í sömu andrá hafi hún séð D aka að húsinu og einhverja úr fjölskyldu hennar elta hann á br ott. A hafi þá enn verið með D í símanum, hann sagt að hópurinn væri að elta hann á bíl og þeim eltingarleik lokið fyrir utan heimili A þegar bílarnir skullu saman. A hafi þá hringt í [...] nágrannakonu sína og sú kona og maður hennar farið út og hjálpað D . Af frásögn A er óljóst hversu mikið hún sá hvað síðan gerðist, en að sögn A kom á staðinn og sagst ætla að drepa hana. Aðspurð kvaðst A ekki vita með vissu hverjir voru staddir fyrir utan heimili he nnar, en kvaðst þó hafa séð með vissu K og ákærðu Y og V . A kvaðst hafa séð K og Y með vopn; stóra kylfu og hníf og einhverjir úr hópnum barið bílaleigubílinn utan. 10. L gaf vitnaskýrslu hjá lögreglu 17. mars 2023. L greindi frá því að umrætt kvöld hafi brotaþoli A hringt í hana og kallað eftir hjálp, L og Í maður hennar kíkt yfir til A , 20 hún verið grátandi og í miklu uppnámi og sagt að einhver væri að reyna að drepa hana. Í hafi farið út, L fylgt á eftir og hún séð tvær bifreiðar; svarta Toyota og jeppa. D kærasti A hafi verið í svörtu bifreiðinni og Y barnsfaðir A og sambýliskona hans í hinni. L hafi verið með farsíma í höndum og sagt Y að hún væri búin að hringja í lögreglu. Skömmu síðar hafi grá ] hafi L orðið hrædd og hún og Í drifið sig inn í sitt hús. Aðspurð kvaðst L ekki hafa séð að vopnum eða öðrum tólum væri beitt og hún ekki séð átök manna í milli. V . - Aðrar rannsóknaraðgerðir lögreglu . 1. Í þágu rannsóknar máls óskaði lögregla 20. mars 2023 eftir greinargerð frá barnavernd og félagsþjónustu . Liggur fyrir í því sambandi ódagsett greinargerð I og M . Þar kemur fram að A og dætur hennar hafi verið í þjónustu hjá stoðdeild , en dvalið að mestu hjá foreldrum A að , A óskað eftir aðstoð félagsþjónustu við að flytja út af heimilinu og A , B og C flutt að um mánaðamót ágúst - september 2022. Eftir það hafi barnavernd borist tilkynningar um aðbúnað stúlknanna, m.a. frá K sambýliskonu ákærða Y , K þar greint frá ofbeldi og annarri vanrækslu af hálfu A og sagt börnin útsett fyrir fíkniefnaneyslu á heimilinu. Málið hafi verið kannað, A samþykkt vitjun barnaverndar á heimilið og ekkert komið fram sem styddi slæman aðbúnað dætra hennar. Í greinar gerðinni er sérstaklega vikið að útkalli lögreglu að heimili A og dætra hennar aðfaranótt 5. desember 2022, en í framhaldi hafi lögregla kvatt bakvaktarfulltrúa barnaverndar á lögreglustöð vegna atvika sem ákært er fyrir í ákærulið A.III. Fram kemur í grei nargerð að þegar I bakvaktarfulltrúi mætti á lögreglustöð hafi B og C setið hjá ömmu sinni, ákærðu Æ , klæddar í náttföt og útigalla. B hafi greint frá því að hún hefði viljað sofa hjá ömmu sinni og amma komið. Eftir dvöl á lögreglustöð hafi I ekið mæðgunum í Kvennaathvarfið , en B verið treg til að fara því amma hennar hefði lofað að fara með henni á skauta daginn eftir. B hafi svo grátið langleiðina í Kvennaathvarfið og var það upplifun I Mæðgurnar ha fi dvalið í Kvennaathvarfinu til 3. janúar 2023 og þá snúið aftur heim. Þá er í greinargerð vikið að útkalli barnaverndar 22. janúar 2023 í kjölfar atvika sem ákært er fyrir í A.IV. Fram kemur að D kærasti A hafi þá verið á landinu, hún upplifað stuðning og öryggi hjá honum, en D farið af landi brott 25. janúar og mæðgurnar þá leitað skjóls í Kvennaathvarfinu . Eftir innbrot og skemmdir á íbúð A 26. og 27. janúar 21 hafi hún fengið aðstoð við að flytja út, í kjölfarið óskað eftir skilnaði við Y og fengið til þ ess stuðning barnaverndar. Við ritun greinargerðar dvelji mæðgurnar í Kvennaathvarfinu hafi miklar áhyggjur af öryggi og velferð mæðgnanna og telji að þær séu að óbreyttu í lífshættu vegna stöðugs ofbeldis og áreitis af hálfu föður stúlknanna og fjölskyldu A . I ráðgjafi barnaverndar kom fyrir dóm vegna málsins og staðfesti greinargerðina. V erður nánar vikið að greinargerð og dómsvætti I síðar. 2. Lögregla aflaði einnig umsagnar frá Kvennaathvarfinu og liggur fyrir greinargerð N [...] 28. mars 2023. Þar kemur fram að A og dætur hennar hafi dvalið í Kvennaathvarfinu frá 5. desember 2022 til 3. janúar 2023, með hléi 12. - 14. desember þegar þær dvöldu með kærasta A á hóteli. Mæðgurnar hafi svo snúið aftur heim, en bakslag orðið 25. janúar og þá verið talið að þær væru hvergi öruggar nema í Kvennaathvarfinu . Eftir að mæðgurnar sneru þangað að nýju hafi orðið töluverð afturför í líðan stúlknanna, þeim, við ritun greinargerðar, ekki verið talið hollt að dvelja lengur í Kvennaathvarfinu og talið að mæðgurnar væru að öllum líkindum í lífshættu ef þær væru áfram á Íslandi. A hafi sagst vera með dvalarley fi í , eiga þar kærasta og bakland og því talið vænlegast í stöðunni að mæðgurnar dveldu þar uns ágreiningur við ákærða Y um skilnað og forsjá barnanna væri til lykta leiddur. N kom fyrir dóm vegna málsins og staðfesti greinargerðina. Verður nánar vikið að dómsvætti N síðar. 3. Lögregla aflaði jafnframt upplýsinga frá barnaverndarþjónustu . Liggur fyrir greinargerð O ráðgjafa 4. apríl 2023 þar sem m.a. er fjallað um tilkynningu K í ágúst 2022 um að dætur Y kærasta hennar væru beittar líkamlegu ofbeldi og kynferðisofbeldi af hálfu A móður barnanna, að því er virðist á heimili Ö og Æ að . Könnunarferli hafi ekki veitt neinar vísbendingar í þá átt. O kom fyrir dóm vegna málsins og staðfesti greinargerðina. Verður eftir atvikum vikið nánar að greinarger ð og dómsvætti O síðar. 4. Ó í áhættugreiningu, dagsett er 19. apríl 2024 og lögð var fram á dómþingi 2. september. Sérfræðingurinn kom fyrir dóm og staðfesti skýrsluna. Hann kvað upplýsingaskýrsluna, sem telur ríflega þrjár blaðsíður, unna upp úr mun ítarlegri skýrslu um málsatvik s amkvæmt lögreglurannsóknargögnum 22 um þá einstaklinga sem hér eiga hlut að máli. Verður nánar vikið að nefndri skýrslu og dómsvætti Ó síðar. VI . - Framburður ákærðu, brotaþola A og annarra við aðalmeðferð máls. 1. Við þingfestingu máls 31. maí 2024 neituðu ákærðu Ú og Þ alfarið sök samkvæmt ákæru. Þeir komu aftur fyrir dóm við aðalmeðferð og skoruðust undan að tjá sig frekar um sakarefni. Ákærði V tjáði sig fyrst um sakarefni í upphafi aðalmeðferðar, neitaði allri s ök, kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um sakarefni og sagðist ekki hafa verið í sambandi við fjölskyldu sína undanfarin fimm ár. Ú , Þ og V nutu aðstoðar túlks á arabísku og var eins farið með skýrslugjöf meðákærðu. Áður en skýrslugjöf hófst var einatt geng ið úr skugga um að fullkominn málskilningur væri milli túlks og sakbornings. 2. Ákærða X var í upphafi skýrslugjafar beðin að greina frá atvikum á heimili brotaþola A , B og C aðfaranótt mánudagsins 5. desember 2022. Hún kvað mæðgurnar hafa verið í heimsókn hjá X og foreldrum þeirra, ákærðu Ö og Æ , að að kvöldi sunnudagsins, allt verið í góðu og A og dæturnar svo haldið heim til sín. Eftir það hafi B hringt í Æ ömmu sína, sagst dauðlanga til að fara á skauta daginn eftir og Æ þá beðið X og ákærða Ý að fa ra með henni heim til A og sækja B . Þetta hafi verið eini tilgangur heimsóknarinnar. Er þangað kom hafi B hleypt Æ inn um útidyr íbúðarinnar og X og Ý beðið fyrir utan við bifreið Ý . X hafi svo heyrt háværar raddir innan úr íbúðinni og því gengið nær húsin u. Þar hafi hún farið inn um útidyr íbúðarinnar og B sagst vilja fara heim með henni. A hafi svo læst útidyrunum og B þá opnað glugga í svefnherbergi sínu og C , svo X gæti skriðið þar inn og hún gert það. X hafi svo ætlað að fara með B út úr húsinu, en A þ á trompast og sagt þau vera að ræna börnum hennar. X hafi svarað því til að hún væri frænka stúlknanna og gæti því ekki rænt þeim, auk þess sem B vildi fara með þeim og A væri ekki í ástandi til að hugsa um börnin. B hafi á sama tíma þrýst á X að fara með hana burt, X ekki getað skilið hana eftir í þeirri stöðu og því farið með B út og í átt að bifreið Ý . A og Æ hafi fylgt á eftir, Æ borið B , A verið öskrandi og hún skilið C eftir aleina í íbúðinni. Í þeirri stöðu hafi Æ farið aftur inn til að sækja C og komið með hana að bifreið Ý . Ý hafi ekkert gert á hlut A og aldrei snert hana; aðeins reynt að róa A þegar hún var öskrandi fyrir utan bifreiðina. 23 X kvaðst ekki muna hvernig B og C voru klæddar, en kalt var úti, X því sett B inn í bifreið Ý og þau læst henni, vitandi að lögregla væri á leiðinni og þau ekki að ræna börnum A . Æ hafi svo komið út með C og telpan sest inn í sömu bifreið. X kvaðst eiga mjög gott samband við B og C . Hún þvertók fyrir að hafa lagt fyrir stúlkurnar að þær ættu að segjas t vilja búa hjá föður sínum, ömmu og afa, en ekki móður sinni. Nánar aðspurð greindi X frá því að B hafi áður verið búin að segjast myndu opna svefnherbergisgluggann fyrir X og kvað hún B og C hafa verið vakandi í öðru herbergi þegar hún skreið inn um g luggann. Fram kom í máli X að A hafi greint sinn ekki beint viljað hafa hana inni í íbúðinni, en þær hafi yfirleitt heimsótt hvor aðra þegar þeim sýndist og þessi heimsókn því ekki verið merkileg á neinn hátt. X kvaðst ekki skilja af hverju hún sætti ákæru fyrir framangreind atvik. Hún væri mjög leið yfir því og sagði ávallt hafa verið mjög gott samband milli hennar og A ; þær systur hittist oft, tali mikið saman og hafi atvik 5. desember 2022 engu breytt. Borin voru undir X þau ummæli hennar í lögregluskýrs lu 7. febrúar 2023 að B og C hafi greint sinn verið hræddar við móður sína. X kvaðst hafa meint þetta svo að stúlkurnar hafi orðið hræddar þegar A byrjaði að öskra að verið væri að ræna börnum hennar af heimilinu. Í framhaldi áréttaði X að hún hafi ekki ha ldið á B og C út úr húsinu. Æ hafi gert það og X síðan sett þær inn í bifreið Ý þar sem kalt var úti. Hún kvaðst ekki muna hvernig stúlkurnar voru klæddar og ekki vita hvort rétt sé skráð í frumskýrslu lögreglu að B hafi verið berfætt og aðeins íklædd nærbuxum og nærbol. 2.1. X kvaðst vita deili á D kærasta A , en aldrei hafa hitt hann og sagði samband þeirra ekki koma henni við. Sama gilti um aðra fjölskyldumeðlimi og hafi enginn þeirra skipt sér af sambandi A og D . Borin voru undir X ummæli Ö föður hennar hjá lögreglu 17. febrúar 2013, sem ákært er fyrir í kafla A.V. X kvaðst ekki vita hvernig hún ætti að bregðast við slíkum ummælum, hún ekki verið á staðnum og viti því ekkert um orð föður síns. X kvaðst heldur ekkert vita um meintar líflátshótanir a nnarra sakborninga í málinu. 2.2. X bar vitni vegna meintra atvika við þriðjudaginn 14. júní 2022. Hún kvaðst þann dag ekki hafa heyrt á tal ákærða Þ og brotaþola A um myndsendingar frá D kærasta A , X ekkert vita um atvik sem ákært væri fyrir og hún ek ki orðið vitni að neinum átökum. 3. 24 Ákærða Æ var í upphafi skýrslugjafar beðin að greina frá atvikum á heimili brotaþola A , B og C að kvöldi sunnudagsins 27. nóvember 2022. Hún kvaðst greint sinn hafa verið að heimsækja A dóttur sína, Æ ekki átt bíl og þv í beðið ákærða Ý að skutla henni. Er þangað kom hafi Ý beðið úti í bíl, Æ farið inn til A og dætranna B og C og A þá verið að baða stúlkurnar. Efir baðið hafi A klætt stúlkurnar í föt, Æ aðstoðað við það og þær fjórar síðan farið út í bílinn til Ý og hann ekið þeim að . A hafi yfirgefið heimili sitt af fúsum og frjálsum vilja, engin átök átt sér stað áður í íbúð hennar, Æ ekki tekið af henni farsíma og ekki slegið hana í andlitið. Eftir að hópurinn kom að hafi A og dætur hennar þegið næturgistingu, s túlkurnar farið þaðan í skóla á mánudeginum og A farið heim til sín. Æ hafi hvorki hreinsað gögn úr farsíma A né hreyft við honum á annan hátt að . Æ staðhæfði að hún hafi ekki brotið gegn A og/eða dætrum hennar umrætt sinn og að framburður A um annað væri ósannur. 3.1. Aðspurð um atvik á heimili A aðfaranótt mánudagsins 5. desember 2022 greindi Æ frá því að A og dætur hennar hafi verið í heimsókn að að kvöldi sunnudagsins, þá verið rætt um hve mikið B langaði á skauta og Æ lofað að hún my ndi fara með B á nýja skautasvæðið í . A hafi hlýtt á þær umræður. Eftir að A og dæturnar voru farnar til síns heima hafi B hringt úr farsíma sínum í farsíma Æ , minnt hana á loforðið um skautaferðina og beðið Æ að koma og sækja hana. Hafi B í því samban di sagst myndu opna glugga í svefnherbergi sínu svo Æ kæmist inn í íbúðina. Æ hafi sagt B að ekki væri þörf á því; hún myndi sækja hana, knýja bara dyra á heimili þeirra og tala við A . Æ hafi svo beðið ákærðu X og Ý að fara með henni heim til A og hafi til gangur ferðarinnar verið að sækja B til að fara með hana á skauta daginn eftir. Er þangað kom hafi Æ reynt að útskýra fyrir A af hverju B vildi fá að fara með ömmu sinni, A brugðist illa við, verið reið, byrjað að öskra, látið ófriðlega og ekki verið í góð u ástandi. Á sama tíma hafi B hangið utan í Æ og viljað fara og Æ því borið hana út úr íbúðinni og sett hana inn í bifreið Ý . A hafi fylgt á eftir, verið öskrandi úti á götu og í slæmu ástandi, Æ því farið aftur inn til hennar, sótt þar C , borið hana út, C sest inn í bifreið Ý , hann læst bifreiðinni og þau beðið komu lögreglu. Aðspurð hvort ákærða X hafi farið með Æ inn í íbúð A greindi Æ frá því að þær hafi farið saman inn í íbúðina, B áður verið búin að opna glugga fyrir Æ , X skriðið inn um gluggann og svo opnað útidyr fyrir Æ . Þegar inn kom hafi B beðið eftir ömmu sinni og B og C verið í náttfötum. Nánar aðspurð af hverju X skreið inn um glugga til að hleypa 25 Æ inn í húsið kvaðst Æ á þeim tíma ekki hafa hugleitt hvort betra he fði verið að knýja dyra hjá A ; aðalatriðið væri að B hefði viljað fá Æ á staðinn. Æ hafi því tekið til þessa ráðs og gæti ekki dæmt um hvort eðlilegra hefði verið að knýja dyra hjá A . Æ kvaðst á þeim tíma ekki hafa hugleitt hvort A vildi fá hana og X í hei msókn, en B og C ekki viljað vera hjá móður sinni, þær viljað fara með Æ og hún ekki leitt hugann að því hvað A vildi. Æ kvað engin átök hafa átt sér stað, hvorki milli hennar, X og A innandyra né milli þeirra og Ý fyrir utan húsið. Æ hafi hins vegar runni ð til í hálku við bifreið Ý og fallið í götuna. Æ þvertók fyrir að hafa lagt fyrir B og C að þær ættu að segjast vilja búa hjá föður sínum, ömmu og afa, en ekki móður sinni. Æ kvaðst á engan hátt hafa brotið gegn A eða dætrum hennar umrætt sinn og staðhæfð i að þær sakir sem A bæri á hana hjá lögreglu væru upplognar. Borin voru undir Æ þau ummæli hennar í lögregluskýrslu 1. febrúar 2023 að B og C hafi greint sinn verið hræddar við móður sína. Æ kvaðst hafa meint þetta svo að A hafi verið mjög reið og æst, h ún öskrað mikið og stúlkurnar þess vegna orðið hræddar við móður sína. Stúlkurnar séu almennt ekki hræddar við A , en þegar hún verði reið reyni þær að forðast hana. 3.2. Æ kvað ekkert óvenjulegt við að B og C gistu heima hjá henni, það hafi þær oft gert og Æ meira og minna alið B upp í fjögur ár, frá ára aldri, á meðan fjölskyldan dvaldi í og A var í . Samband Æ og B væri því afar náið. Æ þvertók fyrir að hafa hótað A og dætrunum eða ógnað lífi þeirra, heilsu og velferð. Samband þeirra væri Aðspurð um samband A og D sagði Æ að það væri einkamál A og D og hefði hún enga skoðun á því. Aðspurð um álit annarra fjölskyldumeðlima sagði Æ þá ekki vita um sambandið. Æ kvaðst vita að D sendi myndir af A gegnum farsíma til fjölskyldunnar og hafi synir Æ sýnt henni slíkar myndir. Þetta hafi verið óviðeigandi og ó sæmilegar myndir af D og A A D líka. Fjölskyldan hafi að sjálfsögðu orðið leið og sorgmædd vegna myndsendinganna, enda myndirnar sendar til að reita fjölskylduna til reiði, ógna henni og kúga. Æ kvaðst sjálf ha fa brugðist við þessum myndsendingum með því að tala við A og reyna að leysa úr málum með samræðum. Borin voru undir Æ ummæli ákærða Ö hjá lögreglu 17. febrúar 2013, sem ákært er fyrir í kafla A.V. Hún kvaðst skilja ummælin svo að Ö hafi verið að se gja frá því hvert 26 viðhorfið sé almennt í þeirra menningarheimi, en hvorki verið að tala um A né önnur börn sín. Ö sé veikur og hafi þarna verið að tala um siði í arabalöndum. 3.3. Æ bar vitni vegna meintra atvika við þriðjudaginn 14. júní 2022. Hún kv aðst þann dag hafa heyrt á tal ákærða Þ og brotaþola A um ósæmilegar myndsendingar frá D kærasta A , Þ verið mjög reiður, A mjög hrædd og Æ reynt að róa þau bæði. Æ hafi verið með þeim báðum allan tímann, hún því vita að ekkert annað gerðist þeirra í milli og sagði rangt að Þ hafi veist að A með ofbeldi og beitt kústi eða stígvélum í því sambandi. 4. Ákærði Ý var í upphafi skýrslugjafar beðinn að greina frá atvikum á heimili brotaþola A , B og C að kvöldi sunnudagsins 27. nóvember 2022. Hann kvaðst ekki muna eftir að hafa farið að heimili mæðgnanna, en hann stundum skutlað ákærðu Æ tengdamóður sinni og öðrum fjölskyldumeðlimum þangað þegar verið var að heimsækja A og dætur hennar. Ý hafi hins veg ar aldrei farið þangað einn með Æ og þvertók fyrir að hafa farið inn í íbúð A umrætt sinn; hvað þá lagt á hana hendur, skipað henni og börnunum að yfirgefa heimilið, eða átt við farsíma A . 4.1. Aðspurður um atvik á heimili A aðfaranótt mánudagsins 5. dese mber 2022 kvaðst Ý hafa verið bílstjóri umrætt sinn og önnur hvor ákærðu Æ eða X beðið hann að skutla þeim heim til A í bifreið hans. Ý kvaðst ekki vita hvert tilefnið var og enginn sagt honum frá því. Er þangað kom hafi hann ekki farið inn til A og barnan na og viti ekki hvað gerðist þar. Æ hafi svo komið út með B , A fylgt öskrandi á eftir og talað um barnsrán, Ý því reynt að róa A , hann sett B inn í bifreiðina og læst henni, vitandi að lögregla væri á leiðinni, og svo haldið áfram að róa A . Þar sem A hafi skilið C eftir eina í íbúðinni hafi Æ farið aftur inn, komið til baka með C , ákærðu einnig sett hana inni í bifreiðina og svo hafi lögregla komið á staðinn. Ý kvaðst á engum tímapunkti hafa snert A , hvað þá lagt á hana hendur. A hafi á hinn bóginn staðið öskrandi við bifreiðina, reynt að ná börnunum til sín, hrint Æ í jörðina, C ekki viljað fara til A og Ý því læst bílnum í öryggisskyni. Hann kvaðst á þeim tíma ekki hafa hugleitt hvort A vildi eða vildi ekki að ákærðu færu burt með dætur hennar. Þær hafi h ins vegar verið hræddar við A og viljað vera hjá Æ ömmu. Ý áréttaði að hann hafi bara verið bílstjóri; það sem þarna gerðist verið fjölskyldumál og hann ekki skipt sér af því. Aðspurður um klæðnað B og C minnti Ý að þær hafi verið í náttfötum þegar þær 27 kom u að bifreið hans. Ý þvertók fyrir að hafa lagt fyrir B og C að þær ættu að segjast vilja búa hjá föður sínum, ömmu og afa, en ekki móður sinni og kannaðist ekki við að Æ og/eða X hafi látið slík orð falla áður en lögregla kom á vettvang. 4.2. Ý kvaðst haf a komið inn í fjölskylduna 2021. Hann kvaðst ekkert vita um álit fjölskyldunnar á sambandi A og D og það ekki koma honum við. Þá kvaðst hann ekkert vita um meintar líflátshótanir í garð A ef hún sliti ekki sambandi við D . Ý kvaðst halda að samband A og fjölskyldunnar væri gott í dag, en sjálfur væri hann ekki í neinu sambandi við A vegna þess sem hún gerði. Ý kvaðst aldrei hafa sett sig í samband við D , en sá maður sent honum skilaboð gegnum tíðina, Ý nýlega fengi ð textaskilaboð úr ókunnu farsímanúmeri, sem verjandi Ý hafi lagt fram í málinu. Framlögð textaskilaboð voru lögð fyrir Ý og staðfesti hann að um sömu skilaboð væri að ræða. 5. Ákærði Y staðfesti í upphafi skýrslugjafar að brotaþoli A væri fyrrum eig inkona hans, þau nú lögskilin og hann síðastliðin 3½ ár verið í sambandi við K og eigi með henni tvö börn. Y kvað samskipti sín og A í tengslum við B og C hafa verið góð síðastliðið ár og hann eiga gott samband við dætur sínar. Aðspurður um atvik við heimi li A og dætra þeirra að kvöldi sunnudagsins 22. janúar 2023 greindi Y frá því að B hafi hringt úr farsíma sínum í farsíma hans, þau átt myndsímtal, B verið mjög hrædd og snúið sínum síma þannig að Y sá D og annan mann með þeim á heimilinu. Annar mannanna h afi verið að vefja jónu og Y heyrt sagt hvort ekki ætti að gefa B að reykja svo fá mætti frið fyrir henni. Við þetta hafi Y fundið til föðurábyrgðar, því ákveðið að fara á staðinn til að ræða við D og K sambýliskona hans slegist í för. Er þangað kom hafi Y séð D í bifreið fyrir utan heimili A , Y reynt að ræða við hann, en D læst sig inni í bifreiðinni og lögregla svo komið á vettvang. Y kvaðst aldrei hafa náð að tala við D , hann á engum tímapunkti reynt að ná D út úr bifreiðinni eða snert hann á annan hátt og ekki haft í hótunum við hann. Þeir sem héldu öðru fram færu með rangt mál. Y kvaðst ekki hafa séð A , B og C á meðan hann var fyrir utan heimili þeirra. Aðspurður hvort einhver annar úr hópi ákærðu hafi verið á staðnum vildi Y ekki svara því. Hann færðis t einnig undan að svara því hvert álit hann hefði á D og vildi ekki tjá sig um álit fjölskyldunnar á sambandi A og D . Y kvaðst aldrei hafa hótað A eða 28 öðrum óförum eða lífláti ef A sliti ekki sambandi sínu við D . Hann kvaðst heldur ekki vita til þess að aðrir í fjölskyldunni hafi haft slíkar hótanir í frammi. Þegar borin var undir Y sú frásögn hans hjá lögreglu 23. febrúar 2023 að hann hafi ekki verið á vettvangi umrætt kvöld kvaðst hann hafa sagt lögreglu ósa tt og bar því við að hann hafi verið hræddur um að missa dvalarleyfi hér á landi ef hann yrði bendlaður við málið. 6. Ákærði Ö staðfesti fyrir dómi að hann væri kynfaðir brotaþola A og sagði samband þeirra mjög gott í dag; A og dætur hennar kæmu í heimsókn til Ö og ákærðu Æ hverja helgi og gistu hjá þeim tvær nætur. Ö kvaðst aldrei hafa séð D kærasta A , en heyrt að þau væru í ástarsambandi og hefði Ö ekki skoðun á því, enda A frjálst að gera það sem hún vilji. Aðspurður hvað ákærðu Æ og ákærðum börnum þeir ra fyndist um sambandið kvaðst Ö ekki vita það, en fjölskyldan hafi verið reið í byrjun og gefið A ráð. Ö kannaðist við að fjölskyldan hafi fengið sendar ósæmilegar myndir af A og myndirnar eðlilega vakið reiði fjölskyldunnar, en hún ekkert aðhafst og ekki refsað A fyrir. Borin voru undir Ö ummæli hans við skýrslugjöf hjá lögreglu 17. febrúar 2013, sem ákært er fyrir í kafla A.V. Hann kvaðst hafa látið ummælin falla, en tók fram að hann hafi verið að lýsa almennri og viðtekinni menningu múslima í arabalön dum og hvað hefði getað gerst í sambærilegu tilviki í slíku landi, ef fjölskyldan byggi í slíku landi, en það geri þau ekki. Tilgreindum ummælum hafi ekki verið beint að A og hún ekki átt að heyra af þeim. Ö myndi aldrei leyfa neinum að meiða A . Hann kvaðs t aldrei hafa hótað henni óförum eða lífláti eða gert það annað á hlut hennar sem lýst er í inngangi A. kafla ákæru og sagði sama gilda um aðra í fjölskyldunni. Frásögn A um annað hjá lögreglu væri röng. 7. Fyrir dómi var brotaþoli A spurð hvernig samband i hennar og ákærðu væri háttað í dag. Hún sagði þau öll hafa verið reið út í hana vegna sambandsins við D og þau verið á móti sambandinu, en í dag væru samskiptin almennt góð, þó þannig að ekkert samband sé milli hennar og ákærða Ý og samskipti hennar og á kærða Y snúist aðeins um dætur þeirra B og C . Áður en mál þetta kom upp hafi hún átt mjög náið og gott samband við móður sína ákærðu Æ , Æ vitað að A væri í sambandi við D og allt verið í góðu lagi framan af, en afstaða Æ gjörbreyst til hins verra þegar D b yrjaði að sækja A heim til Íslands og vildi Æ þá ekki að þau væru saman. A bar að samband Æ og B og C hafi 29 einnig verið mjög gott, þær elski ömmu sína og vildu áður fyrr oft fara í heimsókn til hennar. Þá hafi B búið hjá Æ í á meðan A var í . A kvaðst í dag heimsækja foreldra sína með börnin, þau hafa gist þar, hún elski föður sinn ákærða Ö mjög mikið, eigi gott samband við hann í dag, óttist hvorki hann né Æ akkúrat núna, en viti ekki hvað gerist í kjölfar skýrslugjafar sinnar fyrir dómi. Aðsp urð hvort henni hafi verið hótað vegna sambandsins við D og þá af hverjum bar A að mest hafi borið á hótunum þegar D var að koma til Íslands í heimsókn. Hún kvaðst ekki vita alveg frá hverjum ákærðu þær hótanir bárust, þær komið úr símanúmeri sem hún þekkt i ekki og henni verið sagt að slíta sambandinu við D af trúarlegum og menningarlegum ástæðum, ella myndu ákærðu slíta sambandi við hana og einhver deyja. Aðspurð hver myndi deyja taldi A að mjög líklega yrði það hún, enda hún búsett hér. Það yrði framið mo rð og það væri gangur mála. A kvað hótanir af þessu tagi hafa borist ýmist með textaskilaboðum eða beinum símtölum. Þegar hringt var í hana hafi hún ekki áttað sig á því hver það var og hún ekki getað greint rödd viðmælanda síns. Aðspurð hvort hún teldi ei tthvert ákærðu hafa hótað slíku í símtali svaraði hún játandi og sagði vandamálið hafa verið milli hennar og þeirra. Þó vildi hún ekki útiloka að einhver utan fjölskyldunnar hafi haft umræddar hótanir í frammi og kvaðst ekki vita þetta með vissu. A sagði e ngan úr hópi ákærðu hafa hótað henni augliti til auglitis. 7.1. Aðspurð um atvik að þriðjudaginn 14. júní 2022 greindi A frá því að D hafi viljað giftast henni, hann rætt þetta við fjölskylduna, hún sagt nei og D þá sent fjölskyldunni myndir gegnum f arsíma af þeim saman til að sýna að þau væru hjón. A hafi verið í hlýrabol og því ekki um nektarmyndir að ræða. Bróðir hennar ákærði Þ hafi verið meðal þeirra sem fengu umræddar myndir í farsíma og ekki skilið hvað væri í gangi, hann orðið mjög æstur, öskr að á A og kastað skó í átt að henni fyrir utan húsið, en skórinn flogið framhjá henni. Æ móðir þeirra hafi verið á staðnum og séð hvað gerðist. A kvaðst ekki minnast þess að Þ hafi kallað hana illum nöfnum eða gert eitthvað annað á hennar hlut, en hann spu rt af hverju hún hagaði sér svona. Lögregla hafi svo komið á staðinn og A greint henni frá atvikum með sama hætti. Aðspurð um áverka í andliti A , sem lögregla greindi og ljósmyndaði umræddan dag, kvaðst hún hafa hlotið þá áverka tveimur dögum fyrr þegar hú n var að leika við dætur sínar og önnur hvor þeirra henti óvart leikfangasíma í höfuð hennar. 7.2. 30 Aðspurð um atvik á heimili hennar og dætranna B og C sunnudaginn 27. nóvember 2022 bar A að hún hafi að kvöldi þess dags verið í heimsókn hjá foreldrum sínum að , hún og dætur hennar verið komnar heim, stúlkurnar farnar að sofa og hún að tala við D í síma þegar móðir hennar ákærða Æ skreið inn um glugga sem B hafi verið búin að opna án vitundar A . Æ hafi svo séð A tala við D , þrifið símann af henni og kalla ð hana ljótum nöfnum, A þá byrjað að öskra og dætur hennar vaknað við það. Þegar hér var komið frásögn A var henni bent á að hún væri mögulega að ræða um atvik 5. desember 2022. 7.3. Aðspurð um atvik aðfaranótt mánudagsins 5. desember 2022 bar A að hún og dætur hennar hafi verið búnar að vera í kvöldmat hjá foreldrum hennar og þær verið komnar heim þegar ákærðu Æ og X hoppuðu fyrirvaralaust inn um glugga, A orðið mjög hrædd við þetta og skipað þeim að hafa sig á brott. Æ og X hafi svo tekið B út af heimilinu, A hlaupið á eftir þeim og C orðið eftir inni. Ákærði Ý hafi verið með bifreið sína lagða í stæði við bæjarskrifstofuna, A hlaupið þangað og ákærðu þá verið búið að setja B inn í bifreiðina og læsa henni. A hafi öskrað svo mikið að fólk hr ingdi í lögreglu, Æ farið aftur inn til mæðgnanna og sótt C , telpan verið sett inn í sömu bifreið og A öskrað og öskrað fyrir utan og verið í miklu uppnámi. Æ og X hafi reynt að koma í veg fyrir að A kæmist að stúlkunum, A grátbeðið Ý um hjálp, en hann þes s í stað haldið í hendur hennar, standandi, svo hún kæmist ekki að bifreiðinni. A kvaðst ekki hafa leitt hugann að því hvort og þá hvað ákærðu sögðu við bifreiðina. Þau hafi komið heim til hennar vegna sambands hennar við D og hún ekki vita hvernig þetta h efði endað ef lögregla hefði ekki komið á staðinn. Aðspurð hvernig dætur hennar voru klæddar þegar þær komu út úr íbúðinni bar A að þær hafi verið í náttfötum og verið uppi í rúmi þegar atburðarás hófst. A kvaðst fyrst hafa frétt af því í Kvennaathvarfinu , og þá frá B , að ákærðu hafi lagt fyrir B og C að segja lögreglu að þær vildu búa hjá föður sínum, ömmu og afa, en ekki A . Nánar aðspurð um framangreind atvik bar A að Æ og X hafi báðar skriðið inn um gluggann án þess að reyna fyrst að knýja dyra á heimili mæðgnanna. B og C hafi verið sofandi þegar þetta gerðist, en vaknað við lætin og öskur A og eðlilega orðið hræddar. A kvaðst ekki hafa vitað þá að B hefði opnað glugga fyrir konunum, en B seinna sagt henni frá þessu og að þær hafi beðið B að gera þetta. 31 A ðspurð um skautaferð og hvort hún tengdist komu ákærðu á heimili A bar hún að ætlunin hafi verið að fara á skauta daginn eftir í skautahöllinni í og þær mægður ætlað að fara allar saman og hitta þar fjölskylduna. Aðspurð um líðan sína og dætranna efti r atvik 5. desember bar A að þær hafi verið lafhræddar í kjölfar atburða og því leitað skjóls í Kvennaathvarfinu . Eftir þetta hafi A ekki treyst sér til að snúa heim, hún og dæturnar dvalið samfleytt í Kvennaathvarfinu í um fjóra mánuði, þær svo farið til útlanda um hríð, snúið aftur til Íslands og þá strax í Kvennaathvarfið og samtals dvalið þar í um eitt ár. 7.4. A var spurð hvort hún myndi eftir annarri heimsókn til hennar og dætranna og þá rúmri viku fyrir atvik 5. desember. Hún kvaðst muna eftir því og að í það skipti hafi ákærðu Æ og Ý verið ein á ferð. Áður hafi A og dætur hennar verið í heimsókn hjá fjölskyldu nni að og þær þrjár svo verið á leið heim í strætó, A að tala við D í síma og B á sama tíma að tala við Æ ömmu sína. Mæðgurnar hafi svo verið komnar heim þegar Æ birtist, mjög reið og heimtaði að fá að skoða og sjá farsíma A og samskipti hennar við D . Í framhaldi hafi Æ þrifið farsímann af henni, hreinsað öll gögn úr símanum og klippt SIM kortið í sundur. Á þeim tímapunkti hafi A verið mjög hrædd, en samt farið með Æ og Ý að og tekið dæturnar með. A hafi ekki viljað fara, en ekki viljað stærra vanda mál og því fylgt ákærðu þangað. Aðspurð hvort Ý hafi einnig komið inn í íbúðina játti A því, en sagði Ý ekki hafa beitt hana ofbeldi, hann og Æ aðeins tekið farsímann af henni og hreinsað öll gögn úr honum. Aðeins hafi verið um einn farsíma að ræða og A fe ngið símann til baka þegar búið var að hreinsa öll gögn úr honum. Nánar aðspurð um atvik 27. nóvember 2022 greindi A frá því að Æ hafi verið búin að hringja í hana og segjast vera á leið heim til hennar. A hafi svo opnað útidyr fyrir Æ og Ý og hleypt þeim inn í íbúðina. A bætti við að hún hafi vitað að Æ væri á leiðinni af því Æ hefði í símtali þeirra sagst hafa heyrt í A tala við D gegnum síma, Æ verið alfarið á móti sambandi A og D , hún þess vegna ætlað að heimsækja A og A orðið hrædd. 7.5. Aðspurð um atvik að kvöldi sunnudagsins 22. janúar 2023 greindi A frá því að D hafi verið á Íslandi og í heimsókn hjá henni og dætrum hennar, B verið að tala við föður sinn ákærða Y í síma og Y í framhaldi hringt ítrekað í A , sagt að Ö faðir hennar væri veikur á sjúkrahúsi og boðist til að sækja A og skutla henni á sjúkrahúsið. A hafi ekki trúað orði sem Y sagði, en skynjað að eitthvað væri í gangi, fjölskyldan vitað að D væri 32 hjá henni og hún því beðið hann að fara út af heimilinu. Eft ir brottför D hafi A séð að einhver tók í hurðarhún að útidyrum, hún á þeim tíma verið að tala við D í síma, orðið lafhrædd og ýtt á neyðarhnapp sem lögregla hafði áður látið henni í té. A hafi svo hringt í nágrannakonu sína og beðið hana að koma yfir því A vildi ekki vera ein með börnin. Eftir þetta hafi D hringt, sagst vera fyrir utan heimili hennar, á flótta undan fjölskyldu hennar, og beðið hana að aflæsa útidyrum svo hann kæmist inn. A hafi orðið enn hræddari við þær fréttir og hún séð gegnum útidyr bi freið D og aðra bifreið klessast á hvor aðra fyrir utan húsið áður en lögregla kom á staðinn. Lögreglan hafi svo komið inn til A , spurt hana og D hvað gerst hefði fyrir utan og D sagt frá því. Í kjölfar þessa atviks hafi A og dæturnar verið teknar burt af heimilinu, þær fengið skjól í Kvennaathvarfinu og ekki snúið aftur á fyrra heimili. A kvaðst sjálf ekki hafa séð hverjir úr fjölskyldu hennar voru fyrir utan heimilið að , en D sagst hafa séð Y , ákærða V og fleiri ákærða bræður hennar fyrir utan. Þá haf i D jafnvel talið að Ö faðir hennar hafi verið á staðnum; a.m.k. hafi einhver eldri karlmaður verið í hópnum. Kvaðst A efast um að þar væri um föður hennar að ræða. Aðspurð hvert hún teldi hafa verið tilefni atvika fyrir utan heimilið bar A að samkvæmt men ningu og hefðum fjölskyldu hennar væri heimsókn og dvöl D á heimili hennar stranglega bönnuð og hafi alls ekki mátt gerast. Sökum þessa hafi hún greint sinn óttast mjög um líf sitt og D og að kvöldið myndi enda með morði. A kvað B og C einnig hafa skynjað hvað væri að gerast, þær þrjár heyrt læti fyrir utan húsið og allar verið öskrandi inni. D hafi einnig verið lafhræddur og einhver hringt í farsíma hans og hótað honum lífláti ef hann sneri ekki strax aftur heim til . Borin voru undir A þau ummæli henn ar í lögregluskýrslu 16. mars 2023 að hún hafi séð með vissu ákærðu Y og V fyrir utan heimili hennar ásamt K og K og Y borið stóra kylfu og hníf. Í framhaldi staðhæfði A að hún hafi séð þetta með berum augum og greint lögreglu réttilega frá á þeim tíma. Borinn var undir A sá framburður Y fyrir dómi að hann hafi greint sinn séð í myndsímtali við B að verið væri að vefja jónu á heimili hennar, fyrir framan B og að jafnvel hefði staðið til að láta B reykja jónu. A kvað þetta ósatt, þvertók fyrir að jónur eða önnur fíkniefni hafi nokkurn tíma verið til staðar á heimili hennar og sagði rangt að B hafi í myndsímtali við föður sýnt honum A eða aðra sem þar voru. 7.6. 33 Aðspurð um ummæli ákærða Ö sem ákært er fyrir í kafla A.V. bar A að hann hafi réttilega sagt f Hún tók hins vegar fram að faðir hennar væri gamall maður, veikur og á lyfjum, hún því ekki tekið ummælin nærri sér, væri búin að fyrirgefa honum og sagði hann aldrei hafa talað sv ona beint við hana. 7.7. A var sérstaklega spurð um meintar hótanir ákærðu Ú , V , Y , Þ og Ö samkvæmt ákærulið A.VI. Hún kvað þá alla, nema Ö , ítrekað hafa hótað að drepa hana ef hún sliti ekki sambandi sínu við D . Nánar aðspurð nafngreindi hún V , sagði hann hafa hringt í hana nokkrum sinnum á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu og í eitt skipti eftir að hún fór þaðan og V þá hótað henni með þessum hætti. Í framhaldi kvaðst A ekki geta fullyrt hvort Ú , Y og Þ hafi einnig hótað henni lífláti, því sumar hótanir hafi borist gegnum símanúmer sem hún þekkti ekki og gat ekki greint rödd eða raddir viðmælanda hverju sinni. A kvaðst ekki hafa látið starfsmenn Kvennaathvarfsins vita af þessum hótunum, enda talið sig á öruggum stað og því haldið þessu fyrir sig á þeim t íma. 7.8. A var spurð hvort hún vildi að ákærðu yrði refsað fyrir framangreinda háttsemi og vildi hún ekki taka afstöðu til þess. A færðist einnig undan því að svara hvort hún vildi að ákærðu yrðu dæmd til greiðslu miskabóta. Aðspurð um áhrif málsins á lí f hennar og dætranna og andlega heilsu kvaðst A hafa verið gríðarlega hrædd á sínum tíma og ekki þorað ein út úr húsi meðan á rannsókn stóð. Hún hafi á tímabili upplifað að hún væri réttdræp í augum fjölskyldunnar, óttast að þau myndu drepa hana og dætur h ennar B og C ef hún sliti ekki sambandi sínu við D og sagði allt málið hafi snúist um það. A bar einnig að B og C hafi þurft að hætta í skóla á tímabili og kvaðst ekki vita hvort þær gleymi þessu nokkurn tíma eða hver áhrif málið geti haft á líðan þeirra t il framtíðar. Eftir að þær fluttu hafi stelpurnar byrjað aftur í skóla og líðan A kvaðst ekki vilja svara því hvort einhver úr fjölskyldunni hafi haft samband við hana fyrir aðalmeðferð og reynt að hafa áhrif á skýrslugjöf h ennar fyrir dómi. 8. Lögreglumaður E kom fyrir dóm vegna atvika við þriðjudaginn 14. júní 2022. Hann kvaðst hafa verið í lögreglubifreið við eftirlit á þegar H gaf honum merki um að stöðva og greindi frá ofbeldi sem hann hefði orðið vitni að fyri r utan húsið nr. þegar einn og sami karlmaðurinn henti skóm og beitti kústi gegn konu. Er þangað kom 34 hafi lögregla gengið inn um opnar útidyr og heyrt öskur og læti innandyra. Sökum tungumálaörðugleika hafi verið erfitt að fá fram mynd af atburðarás, en þar hafi kona verið með áverka í andliti og maður sem samsvarði lýsingu H . Sá maður var því handtekinn og færður á lögreglustöð. Skömmu síðar hafi þangað komið F , rætt við annan lögreglumann og skyldist E af frásögn F að lögregla hefði handtekið rangan mann. E staðfesti frumskýrslu sína vegna málsins. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa séð bleik stígvél eða annan skófatnað fyrir utan . 9. H kom fyrir dóm vegna atvika við og bar með sama hætti og hjá lögreglu hvernig það atvikaðist að hann hafði tal af tveimur mönnum fyrir utan húsið og hvernig lögregla kom að málinu. H kvaðst hafa séð annan mannanna, þann yngri, henda skóm í átt að konu, hinn manninn, þann eldri, hafa sótt kústskaft og konan öskr að allan tímann. Að sögn H fóru margir skór á loft, þar með talið stígvél. Hann kvaðst ekki hafa séð hvort skófatnaður hæfði konuna eða hvort hún hafi verið slegin með skaftinu, en hún verið grátandi, greinilega hrædd og stuðningslaus meðan á atlögu stóð. H kvaðst ekki hafa verið beðinn um að bera kennsl á mennina tvo og hann ekki kvaddur til skýrslugjafar á lögreglustöð. Aðspurður kvaðst H nú ekki muna nákvæmlega hvort sami maður hafi hent skóm í konuna og beitt kústskafti gegn henni, vísaði til þess sem e ftir honum var haft í frumskýrslu lögreglu og hann þá skýrt satt og rétt frá atvikum. 10. F bar vitni vegna sömu atvika. Hann kvaðst hafa verið heima hjá sér að þegar hann heyrði kvenmannsöskur berast að utan. F hafi þá litið út um glugga, séð konu í 2. - 3. stigaþrepi næsta húss við hliðina og séð ungan strák með hrokkið hár slá konu nokkrum sinnum með kústskafti og ýta henni niður stigaþrepin. F kvaðst ekki hafa séð aðra á staðnum. Lögregla hafi svo komið á vettvang, hún rætt við annan og eldri mann, fært hann á brott og F farið á lögreglustöð og sagt að þeir væru með rangan mann í haldi. 11. U kom fyrir dóm sem vitni vegna sömu atvika. Hann kvaðst hafa verið staddur á heimili sínu að og muna eftir að ákærði Þ og brotaþoli A voru að rífast inni í húsinu. Rifrildið hafi svo borist út fyrir hús og þau öskrað á hvort annað, U farið á eftir, reynt að draga Þ frá A og sagt honum að láta hana í friði. U kvaðst hafa séð allt sem gerðist fyrir utan húsið, staðhæfði að Þ hafi ekki lag t hendur á A og hvorki beitt skófatnaði né kústskafti gegn henni. U hafi heldur ekkert gert á hlut A áður en lögregla kom á staðinn. 35 12. Lögreglumaður G kom fyrir dóm vegna atvika við aðfaranótt mánudagsins 5. desember 2022. Hann kvað tilefni útkalls h afa verið tilkynningu um konu sem þar væri á gangi með börn sín og að amma barnanna hafi komið þangað í bifreið og ætlað að fjarlægja börnin af heimili móður. Er lögregla kom á staðinn hafi umrædd bifreið verið kyrrstæð við ráðhús bæjarins. Dætur konunnar, A , hafi verið þar og þær virst smeykar við þær aðstæður sem þær voru í, en ekki hræddar við móður sína og heldur ekki smeykar við ömmu sína, ákærðu Æ , sem fór með stúlkunum í bifreið G á lögreglustöð. Aðspurður um klæðnað stúlknanna bar G að þær hafi ekki verið klæddar eftir veðri; önnur þeirra berfætt og í náttfötum. Lögreglumaðurinn staðfesti frumskýrslu sína vegna málsins, m.a. um að A hafi verið berfætt og dóttirin B íklædd nærbuxum og nærbol. Aðspurður kvaðst G minnast umræðu um að Æ eigi að hafa teki ð farsíma af A . 13. Í kom fyrir dóm vegna atvika við aðfaranótt 5. desember 2022 og vegna atvika að kvöldi 22. janúar 2023. Hann kvað eiginkonu sína L hafa hringt í lögreglu vegna beggja atvika. 13.1. Aðspurður hverju hann hafi orðið vitni að í fyrra skiptið bar Í að hann hafi verið að horfa á sjónvarp og á leið í háttinn þegar hann heyrði barnsgrát fyrir utan, þá litið út um glugga og séð karl og konu leiða tvö illa klædd og grátandi börn í átt að og hverfa þar bak við hús. Í hafi einnig séð A nágrannakonu sína í miklu uppnámi, heyrt hana hrópa börnin mín, börnin mín, kona eftir það tekið börnin í fangið og fólkið þá horfið sjónum Í bak við . Næst hafi hann séð þegar lögregla kom á vettvang. Í kv aðst hafa munað þetta allt betur við skýrslugjöf hjá lögreglu og þá greint satt og rétt frá atvikum. Hann kvaðst ekki hafa þekkt til fólksins sem hann sá, en vitað að konan sem var í uppnámi vegna barna sinna væri nágrannakona hans. 13.2. Aðspurður hverju hann hafi orðið vitni að í seinna skiptið bar Í að hann hafi verið heima þegar L kom til hans og greindi frá einhverjum látum fyrir utan húsið. Í hafi þá stigið út og staðið á milli síns húss og húss A þegar hann sá einhvern hlaupa í átt að A og hún kalla eitthvað. Í framhaldi sá Í hvar tveimur bifreiðum var spólað og ekið hratt í kringum húsið, L og A þá orðið hræddar og leitað skjóls inni hjá A . Í k j ölfarið hafi Í séð D kærasta A koma akandi að heimili A og fyrrum mann hennar, ákærða Y , og konu 36 koma a ð í jeppa. Svo hafi birst þriðja bifreiðin, silfurgrá á lit, í henni verið 4 - 5 einstaklingar og hún numið staðar í um 15 metra fjarlægð frá hinum bílunum. Y hafi viljað lemja D , gripið í peysu hans og reynt að draga hann út úr bifreið sinni, þannig komið t il ryskinga milli þeirra, og Í þá stigið ákveðinn inn í aðstæður, Y við það hörfað til baka og sagt að D vildi drepa dætur hans og A . Í hafi sagt á móti að lögregla væri á leiðinni og hún myndi leysa úr málinu. Y og konan hafi þá ekið á brott og falið sig bak við . Í kvað mikla ringulreið hafa ríkt á staðnum. Einn maður hafi stigið út úr silfurgráu bifreiðinni, hlaupið að bifreið D og lamið í rúður hennar, Í og L þá hörfað inn til sín og A leitað skjóls í sínu húsi. Fólkið í silfurgráu bifreiðinni ha fi svo forðað sér í burtu áður en lögregla kom á staðinn. Í kvaðst ekki hafa séð neinn bera vopn, grjót eða önnur áhöld á vettvangi og hann sjálfur ekki haldið á vopni eða öðru áhaldi þegar hann steig inn í framangreindar ryskingar. 14. L bar einnig v itni vegna atvika við aðfaranótt 5. desember 2022 og atvika að kvöldi 22. janúar 2023 og staðfesti að hún hafi hringt í lögreglu beggja vegna atvika. 14.1. Aðspurð hverju hún hafi orðið vitni að í fyrra skiptið bar L að hún hafi vaknað við öskur og læti, hún og Í eiginmaður hennar litið út um glugga, L séð karl og konu leiða dætur A nágrannakonu hennar í burtu og A fylgja á eftir grátandi og öskrandi. Fólkið hafi svo horfið bak við , og L því ekki orðið vitni að me iru. L kvaðst ekki vita hvaða karl og kona voru þarna á ferð, en hún séð þau áður og þá í tengslum við venjulegar heimsóknir til A . L kvaðst muna eftir að hafa gefið lögregluskýrslu vegna sömu atvika og þá skýrt satt og rétt frá atvikum. 14.2. Aðspurð hver ju hún hafi orðið vitni að í seinna skiptið bar L að A hafi hringt eða sent textaskilaboð og beðið um hjálp og L og Í þá drifið sig heim til A til að kanna hvað væri í gangi. L hafi átt erfitt með að skilja A , hún verið grátandi og í uppnámi og þær talað s aman gegnum Google forrit í farsímum sínum. L hafi svo heyrt læti fyrir utan húsið og séð fyrrum eiginmann og barnsföður A , ákærða Y , og kærustu hans. D kærasti A hafi einnig verið fyrir utan, eitthvað í gangi milli hans og Y , lætin orðið meiri og L þv í hringt í lögreglu. Silfurgrá bifreið hafi svo komið á staðinn, í henni verið hópur [...] eða fólks frá , L þá orðið hrædd, sagt A og D að forða sér inn til A og L og Í flúið inn til sín. L kvaðst hafa sagt lögreglu frá málinu á fyrri stigum, þá munað allt betur 37 og skýrt satt og rétt frá atvikum. Í framhaldi staðfesti L að A hafi ítrekað talað um að einhver vildi drepa hana og hún nefnt fjölskyldu sína og Y í því sambandi. L kvaðst ekki hafa orðið vitni að neinum átökum á vettvangi og ekki séð að vopnum eða öðrum áhöldum væri beitt. 15. D bar fyrir dómi að hann myndi ljóslifandi eftir atvikum fyrir utan heimili brotaþola A að kvöldi 22. janúar 2023 og dreymdi þau atvik allar nætur. Hann kvaðst hafa verið heima hjá A Y hringdi, sá D gegnum símann og sleit þá símtalinu. Í kjölfarið hafi Y hringt í A og sagt að Ö faðir hennar væri veikur, þannig ætlað að plata A og dætur hennar út af heimilinu svo D yrði einn eftir og þá væri hægt að drepa hann. Í þeirri stöðu hafi D yfirgefið heimili A . Hún hafi ekki opnað útidyr og nágranni hennar komið á staðinn. D hafi svo ekið á brott, hann um , hann hringt í A og hún sagt honum að snúa til baka að heimili hennar. Það hafi D gert og Y þá tekið hann hálstaki, komið honum til bjargar, losað hann úr hálstaki Y og D læst sig inni í bifreiðinni. Lögregla hafi svo komið á vettvang og ko mið D , A og dætrunum á öruggan stað. D ákærðu Y , Þ , Ú og V , sagði þá hafa veist að bifreið hans eftir að hann læsti sig inni, reynt að brjótast inn í bifreiðina og notað til þess grjót og kylfu. Þeir hafi svo seinn a hringt í hann og hótað honum. Í kjölfar þessarar frásagnar bar D að ákærði Ö hafi einnig verið á staðnum og hann og allir hinir hótað að drepa hann á staðnum. Aðspurður hví hann hafi ekki áður minnst á Ö í þessu sambandi kvaðst D hafa gleymt Ö við skýrsl ugjöf hjá lögreglu, enda svo mikið í gangi á þeim tíma. Nánar aðspurður um hálstak Y bar D að Y hafi opnað dyr að bifreið hans, tekið hann hálstaki, á sama tíma haldið á hnífi og reynt að draga D út úr bifreiðinni. Kvaðst D þess fullviss að ef lögregla he fði ekki komið á staðinn væri hann dauður. Þegar þetta gerðist hafi D séð sitt lífshlaup þjóta um höfuðið og hann verið þess fullviss að hann væri að fara að deyja. Aðspurður um hótanir í kjölfar framangreindra atvika bar D að Y hafi seinna um kvöldið hrin gt í hann, hótað honum lífláti og sagt að hann færi ekki lifandi frá Íslandi. Aðspurður staðfesti D þá frásögn sína hjá lögreglu að Þ hafi hringt í hann daginn eftir, sagst vita að D væri á leið til og að Þ myndi ná honum þar. 38 15.1. D var spurður hvort hann hafi sent fjölskyldu A myndir af henni gegnum farsíma. Hann játti því, sagði að um hefði verið að ræða 3 - 4 saklausar myndir af þeim saman; hann í hlýrabol og hún í stuttermabol og sagðist hafa gert þetta til að sanna fyrir fjölskyldunni að A væri konan hans. Hann skilji ekki hvernig þetta hafi getað valdið óánægju eða reiði og sagði menn ekki drepa aðra út af slíkum sendingum. Þetta hafi þó Y reynt, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig í , og víðar. Aðspurður hvort einhver úr fjölskyldu A hafi haft samband við hann fyrir aðalmeðferð og reynt að hafa áhrif á skýrslugjöf hans fyrir dómi bar D að fjölskyldan væri búin að hóta honum síðastliðin fimm ár og hann nýlega fengið þau textaskilaboð að hann myndi ekki komast lifandi í dómsal til ský rslugjafar. Þessu tengt var D spurður hvort hann hafi nýlega sent ákærða Ý textaskilaboð úr símanúmeri um að réttlæti muni nást og Ý og fleiri ákærðu fara í fangelsi. Kvaðst D ekkert kannast við þetta. Hann hafi hins vegar sent Ý skilaboð svipaðs efnis áður en skýrslugjöf hófst í dag og með því verið að svara fyrir að Ý tók myndir af honum koma í dómhúsið. Tilgangurinn með því væri augljós, þ.e. að hóta D , hann því orðið stressaður og svarað með textaskilaboðunum. 16. K sambýliskona og barnsmóðir ákærða Y kom fyrir dóm vegna atvika við að kvöldi 22. janúar 2023. Hún kvaðst hafa verið stödd á heimili sínu og Y í þegar B dóttir Y og brotaþola A hringdi myndsímtal í föður sinn, bað hann að fara leynt með símtalið og sneri svo eigin síma þannig að Y sá hvar D var staddur á heimili A og var að B að reykja. Í kjölfar þessa hafi Y og K farið að heimili A í og Y ætlað þar að ræða við D . D hafi hins vegar læst sig inni í bifreið fyrir u tan húsið og einhver maður komið bandbrjálaður út. Nánar aðspurð kvað K Y hafa staðið fyrir utan bifreið D þegar þetta gerðist, Y haft áhyggjur af dætrum sínum og aðeins viljað ræða við D . Einhver maður hafi svo hótað að hringja í lögreglu og Y og K þá eki ð á brott. K kvaðst ekki vita til þess að aðrir ákærðu hafi verið á staðnum, játti rétt að hún hafi upphaflega nafngreint fleiri úr hópi ákærðu, en aðeins hafa heyrt þetta frá einhverjum öðrum gegnum síma. Hún kvaðst í því sambandi ekki muna hvort hún hafi hringt í lögreglu umrætt kvöld og tilkynnt um ferðir og atlögu annarra ákærðu við heimili A . K dró ekki dul á að þegar hún gaf lögregluskýrslu 23. febrúar 2023 hafi hún logið til um að hún og Y hafi hvergi komið nálægt heimili A þetta 39 kvöld. Hún kvaðst hafa gert þetta af ótta við að Y yrði vísað úr landi, frá henni og barni þeirra. 17. Lögreglumaður P kom fyrir dóm vegna atvika við heimili brotaþola A að kvöldi 22. janúar 2023. Hann kvað A hafa verið í mikilli geðshræringu og hún mjög hrædd, en sökum tungumálaörðugleika hafi reynst erfitt að fá frásögn hennar á vettvangi. Ý kærasti hennar hafi hins vegar talað fína ensku. P bar að óskað hafi verið eftir aðkomu barnaverndar og fulltrúi henna r komið á lögreglustöð. Lögreglumaðurinn staðfesti frumskýrslu sína vegna málsins og taldi hana lýsa því nákvæmlega hvað hann sá og viti um atvik innan - og utandyra að . 18. I rágjafi barnaverndar bar að málefni A , dætra hennar og stórfjölskyldu þeirr a hafi verið afar viðamikil í meðförum barnaverndaryfirvalda á , málið m.a. sætt sérstakri könnun haustið 2022 vegna tilkynninga um meinta vanrækslu A og ekkert bent til slæms aðbúnaðar á heimili mæðgnanna að . Dregið hafi til tíðinda að nýju 5. dese mber 2022 þegar nágrannar A hringdu í lögreglu vegna atvika sem ákært er fyrir í A.III. I staðfesti þá aðkomu sína að málinu sem lýst er í kafla V. - 1. dómsins og ódagsetta greinargerð sem hún gerði vegna málsins. Hún kvaðst ekki muna nákvæmlega hvenær grei nargerðin var I kvaðst ekki hafa hlýtt á eða heyrt af frásögn B og C um að lagt hafi verið fyrir þær að segjast fremur vilja búa hjá föður sínum, ömmu og afa, en móður. Stúlkurnar hafi verið í snjógöllum utan y fir nærföt þegar I hitti þær á lögreglustöð og I fundist það sérstakt miðað við aðstæður. Hún kvað lögreglu hafa leitað að farsíma A , bæði í lögreglubifreið og á fjölskyldumeðlimum á lögreglustöð, og enginn sími fundist. Aðspurð um meiningu að baki orðinu I að amma stúlknanna, ákærða Æ , hafi verið búin að lofa B að fara með henni á skauta í Aðventugarðinum og I upplifað það svo að Æ I kvað mál þetta fordæmalaust, hún og aðrir í barnavernd haft verulegar áhyggjur af velferð barnanna og starfsfólk óttast um öryggi þeirra. Stúlkurnar hafi misst úr skóla vegna málsins og sé það eitt og sér ávallt þungbært fyrir börn. 19. N kvaðst fyrir dómi ekki vita meira um málefni brotaþola A , B og C en fram kæmi í greinargerð hennar sem frá greinir í kafla V. - 2. dómsins og stæði N við allt sem 40 þar segir. Hún kvaðst ekki geta svarað því hve lengi mæðgurnar dvöldu í Kvennaathvarfinu , [...] og hefði því ekki frekari upplýsingar fram að færa. 20. Sérfræðingur Ó kom fyrir dóm vegna málsins og lýsti menntun sinni og reynslu af áhættugreiningum í þágu lögreglurannsókna. Ó kvað áhættugreiningu í þessu máli hafa byrjað í maí 2023, á þeim tíma verið talin veruleg hætta á ferð fyrir brotaþola A , greining tekið mið af þv Ó notast við matstæki sem kallast PATRIARCH - 2 og við áhættugreiningu haft aðgang að öllum gögnum í LÖKE kerfi lögreglu sem tengjast A . Fram kom í máli Ó að til væri mun ítarlegri skýrsla um áhættugreiningu í þessu tiltekna máli og væri framlögð upplýsingaskýrsla sem frá greinir í kafla V. - 4. dómsins unnin upp úr þeirri skýrslu. Það hafi verið ákvörðun ákæruvaldsins að leggja ekki aðalskýrsluna fyrir dóm, en þar komi mun meira fram. Aðspurður hvað teldist alvarlegt tilvik um heiðursofbeldi nefndi Ó þegar reynt var að nema dætur A af heimili þeirra og meðfylgjandi aðför að henni 22. janúar 2023. Aðspurður hverjir úr hópi ákærðu teldust líklegastir til beitin gar ofbeldis nefndi Ó ákærðu Ö og Ý og skýrði það svo að þeir tveir hafi tjáð sig mest um ofbeldi hjá lögreglu og sýnt sterkustu, karllægustu einkennin í garð kvenna. Aðspurður um ákærða Y bar Ó að hann félli undir þann hóp sem minni hætta væri talin af og þá þannig að ekki stafaði beint hætta af heiðursofbeldi frá honum heldur lyti hætta af Y fremur að hefðbundnu heimilisofbeldi og því að hann beitti dætrum sínum fyrir sig til að fá alþjóðlega vernd hér á landi. VII . - Nálgun á sakarefni og efnistök dó msins. 1. Lögum samkvæmt eru það lögregla og ákæruvald sem stýra rannsókn sakamála og ákveður saksóknari hverju sinni hvernig málsókn skuli háttað. Rannsókn þessa máls hófst 14. júní 2022. Ekki liggur fyrir hvenær henni lauk, en 19. apríl 2024 lá fyrir up plýsingaskýrsla um gerð áhættumats sem frá greinir í köflum V. - 4. og VI. - 20. að framan. Að baki upplýsingaskýrslunni liggur mun ítarlegri skýrsla A , sem dómurinn hefur ekki u ndir höndum. Þá liggja hvorki fyrir vottorð, umsagnir eða önnur álit sérfróðra aðila um andlega líðan og hagi brotaþola A , B og C á því tímabili sem ákæra tekur til né haldbær gögn um komu fjölskyldunnar til Íslands og tengsl einstakra fjölskyldumeðlim a fyrir og eftir þá atburði sem ákært er fyrir. Þá verður ekki 41 séð að lögregla hafi rannsakað innihald farsíma eða farsímanotkun ákærðu, A eða annarra sem málinu tengjast. Liggur því ekkert skjalfest fyrir um símtöl eða textaskilaboð á ákærutímabilinu. Ekk i liggja heldur fyrir haldbær gögn um hve mikið brotaþolar B og C misstu úr skóla, né heldur hve lengi þær og A dvöldu í heild í Kvennaathvarfinu eða fóru annars huldu höfði vegna öryggisráðstafana eða annarra ástæðna er varða ákærðu. Þá liggja ekki fyrir ljósmyndir eða uppdrættir til glöggvunar á vettvangi meintra brota í og við og afstöðu hússins til að og bæjarskrifstofa . Loks skal hér nefnt að hvorki A né réttargæslumaður kröfðust málshöfðunar fyrir húsbrot og eignaspjöll, sbr. ákæruliði r A.II. og A.III., svo sem áskilið er í 242. gr. og 3. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga. 2. Ákæruvaldið hefur markað málinu þann farveg í inngangi A. kafla ákæru að saksækja ákærðu öll fyrir stórfelld brot í nánu sambandi samkvæmt 1. , sbr. 2. mgr. 218. gr. b . almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og til vara fyrir umsáturseinelti samkvæmt 232. gr. a. sömu laga, með að hafa öll, á tímabilinu frá 14. júní 2022 til 17. febrúar 2023 , endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velfe rð A með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hótunum, ógnunum, húsbrotum, eignaspjöllum og þjófnaði, með því að skapa viðvarandi ógnarástand fyrir A og hafa reynt að nema dætur hennar B og C á brott, m.a. með háttsemi hvers og eins sem nánar greinir í u ndirliðum A.I. til A.VI. Í ákærulið A.VI. er því lýst að ákærðu Ú , V , Y , Þ og Ö hafi, á framangreindu tímabili, ítrekað hótað A að þeir myndu drepa hana ef hún sliti ekki sambandi sínu við D . Ákæruliðir A.I. til A.V. eru sérgreindari í þeim skilningi að þ ar er lýst afmörkuðum atvikum sem eiga sammerkt að falla innan tímabilsins 14. júní 2022 til 17. febrúar 2023. Þannig er ákærða Þ í A.I. gefin að sök tilgreind háttsemi 14. júní 2022, ákærðu Æ og Ý í A.II. tilgreind háttsemi 27. nóvember 2022 , ákærðu Æ , X og Ý í A.III. tilgreind háttsemi 5. desember 2022, ákærðu Ú , V , Y og Þ í A.IV. tilgreind háttsemi 22. janúar 2023 og ákærða Ö í A.V. tilgreind háttsemi 17. febrúar 2023. Í niðurlagi A. kafla segir að afleiðingar af greindri háttsemi ákærðu allra voru m.a. þær að A bjó við viðvarandi ógnarástand, neyddist um margra mánaða skeið til að fara huldu höfði, óttaðist að hún og/eða dætur hennar yrðu fórnarlömb heiðursmorða og að dætur hennar yrðu numdar á brott. Í inngangi B. kafla ákæru eru ákærðu Æ , X og Ý saks ótt fyrir brot í nánu sambandi samkvæmt 1 . mgr. 218. gr. b . almennra hegningarlaga og til vara fyrir brot á 42 1., sbr. 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, með því að hafa, á sama tímabili, þ.e. frá 14. júní 2022 til 17. febrúar 2023, endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð B og C , skapað fyrir þær viðvarandi ógnarástand, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi, m.a. sem hér nánar greinir: Í ákærulið B.I. er vísað til háttsemislýsingar í A.II. og ákærðu Æ og Ý sögð, með sömu háttsemi, hafa brotið gegn B og C , sem staddar voru á heimili sínu og A og þurftu að horfa upp á móður sína vera beitta líkamlegu og andlegu ofbeldi á eigin heimili og þær í kjölfarið vera þvingaðar til að yfirgefa heimilið með ákærðu. Í ákærulið B.II. er vísað til háttsemislýsingar í A.III. og ákærðu Æ , X og Ý sögð, með sömu háttsemi, hafa brotið geg n B og C , sem án nokkurs fyrirvara voru um nótt numdar brott af heimili sínu og út í bifreið, úr rúmi sínu og á nærfötum einum klæða, allt gegn vilja þeirra og A móður þeirra, sem þær þurftu að horfa upp á að vera haldið niðri á meðan , allt þar til lögregla kom á vettvang. Í niðurlagi B. kafla segir að afleiðingar af greindri háttsemi Æ , X og Ý voru m.a. þær að B og C upplifðu hræðslu , kvíða og viðvarandi ógnarástand, þurftu að fara huldu höfði með A , dvelja í Kvennaathvarfinu í þó nokkurn tíma og misstu úr skóla og leikskóla vegna öryggisráðstafana. 3. Framsetning ákæru breytir engu um þá skyldu sem hvílir á dóminum að skoða og leggja sjálfstætt sönnunarmat á hvert og eitt atvik sem ákært er fyrir í undirliðum A. og B. kafla og verður sakfelling eins eða fleiri ákærðu fyrir tiltekið atvik ekki notuð til sönnunar um sök í öðru atviki (bann við smitsönnun). Verður þannig fjallað um hvern ákærulið fyrir sig og að því marki sem kemur til sakfellingar tekin afstaða til þess hvort og þá hvernig sakfelling samkvæmt einum eða fleiri ákærulið falli að inngangsköflum í A. og B., lýstum afleiðingum í niðurlagi sömu kafla og loks heimfærslu ákæruva ldsins refsiákvæða. VIII . - Niðurstöður um sekt eða sýknu. 1. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðu hversu og eins og atvik sem telja má þeim í óhag á ákæruvaldinu og 43 verða ákærðu því aðeins sakfelld að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. gildir og sú grunnregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. 2. Í ákærulið A.I. er Þ gefið að sök að hafa þriðjudaginn 14. júní 2022, að , reiðst systur si nni brotaþola A vegna ljósmynda sem hann sá af henni, kallað hana illum nöfnum og í tröppum fyrir utan húsið kastað tveimur stígvélum og kústskafti í eða í átt að A . Ákærði hefur neitað sök frá upphafi. A bar fyrir dómi að Þ hafi reiðst umræddan dag vegna myndsendinga frá D kærasta hennar, Þ orðið mjög æstur á heimili foreldra þeirra að , öskrað á A og kastað skó í átt að henni fyrir utan húsið, en skórinn ekki hæft hana. Þá kvaðst A ekki minnast þess að Þ hafi kallað hana illum nöfnum eða gert eitthvað annað á hennar hlut. Er þessi framburður A meira og minna í samræmi við frásögn hennar hjá lögreglu og fær stoð í dómsvætti Æ , X og U bróður Þ . Fyrir dóminn komu tvö utanaðkomandi vitni, þeir H og F , sem lýstu aðkomu sinni a ð málinu og hvað þeir sáu fyrir utan . Samrýmist vitnisburður þeirra hvors fyrir sig í stórum dráttum frásögn þeirra hjá lögreglu 14. júní 2022. Sá galli er á gjöf Njarðar að lýsing H bendir til þess að Þ hafi veist að A fyrir utan húsið á meðan lýsing F styður eindregið að U hafi verið að verki. Vitnin voru ekki beðin að bera kennsl á geranda 14. júní, en þann dag voru Þ og U báðir í haldi lögreglu. Með hliðsjón af vitnisburði A fyrir dómi, eindreginni neitun ákærða Þ og öðru framanröktu er ósannað að Þ hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er borinn í ákærulið A.I. Ber því samkvæmt 108. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 að sýkna hann af þeim ákærulið. 3. Í ákærulið A.II. er Æ og Ý gefið að sök að hafa sunnudaginn 27 . nóvember 2022 komið að heimili brotaþola A og dætra hennar B og C að , farið þar óboðin inn, Æ tekið farsíma A af henni, Ý gripið um upphandleggi A og haldið henni fastri og Æ á meðan slegið A með flötum lófa í andlit ið . Æ og Ý hafi svo skipað A og dætrum hennar 44 að fara með þeim heim til Æ að og þar hafi Æ og Ý hreins að gögn úr farsíma A , tekið úr honum SIM kort og klipp t í sundur . Ákærðu neita sök. 3.1. Framangreint atvik var ekki kært til lögreglu og kom fyrst upp á yfirborðið við skýrslugjöf A hjá lögreglu vegna meintra bro ta aðfaranótt 5. desember 2022. Við þá skýrslugjöf greindi A frá því að hún hafi verið að baða B og C að kvöldi umrædds sunnudags og tala við D kærasta sinn í síma þegar Æ og Ý birtust óvænt inni í íbúðinni, Æ þýfgaði hana um samband hennar við D , þreif farsímann af A , lét D heyra það gegnum símann og skellti svo á. Jafnframt hafi Æ tekið annan farsíma af A , Æ svo klætt B og C í föt og sagt að farið skyldi að . A hafi mótmælt þessu og ætlað að grípa fram fyrir hendur Æ , en Ý þá gripið í upphand leggi hennar og haldið henni og Æ slegið hana með flötum lófa í vanga. Þau hafi svo farið að , Æ og Ý þar hreinsað öll gögn úr báðum farsímum A og klippt SIM kort beggja síma í sundur. Málið sætti ekki lögreglurannsókn að öðru leyti en því að Æ var spur ð við skýrslugjöf hjá 1. febrúar 2023 hvort hún hafi farið í leyfisleysi inn í íbúð mæðgnanna umræddan sunnudag og kannaðist Æ ekki við það. 3.2. Fyrir dómi greindi A frá því að Æ hafi verið búin að hringja í hana og segjast vera á leið heim til A og dætra nna . A hafi svo opnað útidyr fyrir Æ og Ý og hleypt þeim inn í íbúðina. Æ hafi verið mjög reið vegna sambands A við D , Æ vitað að þau höfðu verið að tala saman í síma, hún verið alfarið á móti sambandinu og þess vegna komið í umrædda heimsókn. Æ hafi heimt að að fá að skoða farsíma A og samskipti hennar við D , hún í framhaldi þrifið farsímann af A , hreinsað öll gögn úr símanum og klippt SIM kortið í sundur. A bar að hún hafi verið mjög hrædd þegar þetta gerðist, en ekki viljað skapa stærra vandamál, hún því látið tilleiðast að fylgja Æ og Ý að og tekið dæturnar með. A kvað Ý ekkert hafa gert á hennar hlut í íbúðinni og Æ ekki gert annað en að taka þennan eina farsíma af henni og hreinsa öll gögn úr honum. Við svo búið hafi A fengið símann til baka. Fyrir dómi gekkst ákærða Æ við því að hafa greint sinn farið heim til A , B og C , hún þá verið að heimsækja mæðgurnar og beðið ákærða Ý að skutla henni þar sem hún átti ekki bíl. Er þangað kom hafi Ý beðið í bílnum, Æ farið inn í íbúðina og A þá verið að ba ða stúlkurnar. Efir baðið hafi A klætt stúlkurnar í föt, Æ aðstoðað hana, mæðgurnar síðan fylgt Æ af fúsum og frjálsum vilja út í bíl til Ý , hann ekið þeim að og 45 mæðgurnar gist þar um nóttina. Æ þvertók fyrir að hafa slegið A í andlitið inni í íbúðinni eða tekið af henni farsíma, hvað þá hreinsað gögn úr farsíma, staðhæfði að hún hafi ekkert brotið gegn A og/eða dætrum hennar og að framburður A um annað væri ósannur. Ákærði Ý neitaði sök fyrir dómi og kvaðst ekki hafa farið heim til A og dætra hennar um ræddan sunnudag. 3.3. Með hliðsjón af framburði A og ákærðu Æ þykir óhætt að slá því föstu að Æ hafi að kvöldi sunnudagsins 27. nóvember 2022 farið heim til A og dætra hennar B og C . Þegar borinn er saman framburður A hjá lögreglu og fyrir dómi kemur verul egt misræmi í ljós. Þannig er A tvísaga um hvort Æ og ákærði Ý hafi ruðst í heimildarleysi inn í íbúð hennar og barnanna eða hvort hún hafi opnað fyrir þeim útidyr og boðið þeim inn. Þá er A tvísaga um hvort Æ og Ý hafi beitt hana líkamlegu ofbeldi í íbúði nni, tvísaga um hvort Æ hafi tekið af henni einn eða tvo farsíma, tvísaga um hvort Ý hafi tekið þátt í að hreinsa gögn úr farsíma eða farsímum, tvísaga um hvort SIM kort hafi verið klippt og tvísaga um hvar gagnahreinsun og klipping SIM korts eða korta átt i sér stað. Ekki liggur fyrir skýring á þessu misræmi í frásögn A , en framburður hennar fyrir dómi virðist skýr og ekkert sem bendir til annars en að hún hafi þá greint frá atvikum eftir bestu samvisku og minni, sbr. 126. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. sömu laga ber við úrlausn máls að miða fyrst og fremst við þann framburð og dómsframburð ákærðu Æ og Ý . Að því gættu og með hliðsjón af eindreginni sakarneitun ákærðu þykir slíkur vafi leika á því að Æ og Ý hafi gerst sek um þá háttsemi sem þau eru borin í A.II. að sýkna ber þau af sakargiftum samkvæmt þeim ákærulið, sbr. 108. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008. 4. Í ákærulið A.III. er Æ , X og Ý gefið að sök að hafa aðfaranótt mánudagsins 5 . desember 20 22 farið í bifreið Ý að heimili brotaþola A og dætra hennar B og C að og Æ og X f arið óboðnar inn í íbúð mæðgnanna; X inn um glugga þar sem B og C lá g u sofandi í rúmi sínu í nærfötum einum klæða. Eftir að inn kom hafi Æ kallað A illum nöfnum, t ekið af henni farsíma og h aldið henni fastri á meðan X hélt á B út í bifreiðina. A hafi svo hlaupið út og reynt að nálgast B , en Ý læst bifreiðinni og h aldið A niðri svo hún kæmist ekki að bifreiðinni. Á sama tíma hafi Æ farið aftur inn í íbúðina og náð í C og lögregla komið á vettvang skömmu síðar . M eðan á þessu stóð hafi ákærðu sagt við B og C að þær ættu að segja að þær vildu frekar búa hjá föður sínum, ömmu og afa, en ekki m óður sinni. Ákærðu neita allri sök. 46 4.1. Í málinu liggur fyrir að A , B og C voru í heimsókn hjá foreldrum hennar, ákærðu Æ og Ö , að að kvöldi sunnudagsins 4. desember, að allt hafi verið í stakasta lagi þar og að mæðgurnar tóku strætisvagn heim til sín að í um kl. 23. Einnig liggur fyrir að þegar mæðgurnar komu heim háttaði A B og C . A greindi lögreglu frá því að hún hafi lagt stúlkurnar í rúm í svefnherbergi hennar, legið við hlið þeirra og verið að tala í síma þegar Æ birtist í dyragættinni og þær fóru að rífast um D kærasta A . Fær þessi frásögn stoð í dómsframburði B , sem bar með trúverðugum hætti að hún hafi verið sofandi í rúmi móður sinnar og vaknað þar við öskur og grát A . Að þessu virtu og að gættri 2. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 þykir mega slá því föstu að B og C hafi verið gengnar til náða í rúmi A og A ekki í an dlegu ójafnvægi, æst eða reið áður en Æ og meðákærða X birtust á heimili mæðgnanna. Fyrir liggur að lögregla var kvödd á staðinn kl. 00:53 aðfaranótt mánudagsins 5. desember. Þykir því ekki óvarlegt að ætla að ákærðu Æ , X og Ý hafi lagt af stað frá eftir miðnætti og komið að vel fyrir kl. 00:53. Verður við þetta miðað, sbr. 2. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt frumskýrslu lögreglumanns G , sem hann staðfesti fyrir dómi, var lagt í stæði norðan við bæjarskrifstofurnar að . Stóð A be rfætt fyrir utan bifreiðina ásamt Æ og Ý og X , B og C sátu í aftursæti hennar; B berfætt og íklædd nærbuxum og bol. Er ekkert fram komið sem hnekkir eða veikir þessa frásögn lögreglumannsins og verður hún lögð til grundvallar. Þá verður við það miðað að Ý hafi strax við komu lagt á greindum stað og Æ og X farið þaðan inn á heimili mæðgnanna. Hefur engu öðru verið haldið fram af hálfu ákærðu. 4.2. Vitnin Í og L báru meira og minna á sama veg fyrir dómi að þau hafi verið heima hjá sér að þegar þau he yrðu barnsgrát og öskur berast að utan. Er þau litu út um glugga hafi þau séð karl og konu leiða tvær illa klæddar stúlkur í átt að við , hverfa þar bak við hús og A móður stúlknanna hlaupa grátandi og öskrandi á eftir fólkinu, greinlega í miklu upp námi. Við svo búið hafi L hringt í lögreglu. Í og L kváðust ekki þekkja A með nafni, en vissu að hún bjó í næsta húsi og ætti tvær dætur. Vitnin sögðust hafa munað betur eftir atvikum við skýrslugjöf hjá lögreglu. Er sá framburður beggja í fullu samræmi vi ð dómsvætti þeirra. Í og L eru samhljóða um hvað þau sáu fyrir utan . Þau vita vart deili á A og dætrum hennar og hafa engra hagsmuna að gæta af 47 málsúrslitum. Þykir vitnisburður þeirra stöðugur og skýr, svo langt sem hann nær og er að áliti dómsins eink ar trúverðugur. 4.3. Ef marka má þann framburð ákærðu Æ og X að tilgangur farar að heimili A og dætra hennar að næturlagi hafi verið sá einn að sækja B og fara með hana heim til Æ svo Æ gæti efnt loforð um að fara með B á skauta vaknar sú spurning af hverju ákærði Ý lagði ekki bifreið sinni í innkeyrslu við eða fyrir utan húsið, af hverju Æ og X knúðu ekki dyra á heimili mæðgnanna og sögðu frá því erindi og af hverju þær fóru þangað inn án vitundar A . Þótt ekki ligg i fyrir ljósmyndir eða uppdráttur af vettvangi þykir ljóst að bifreið Ý var lagt í stæði milli og bæjarskrifstofa. Til að komast þangað þarf að fara frá heimili mæðgnanna, yfir [ nafngreinda götu ] og inn á téð bílastæði. Varlega áætlað er þetta tæplega 100 metra spölur. Ekki er um það deilt að kalt var í veðri umrædda desembernótt. Að gættum þessum atriðum vaknar sú spurning af hverju B fór þessa leið berfætt og í nærbuxum og nærbol einum fata og a f hverju A elti hana þangað berfætt, grátandi og öskrandi hástöfum að verið væri að nema dætur hennar á brott. 4.4. Dómurinn telur ekkert hald í þeim framburði ákærðu Æ og X að löngun B til að fara á skauta hafi verið driffjöðurin að baki ferð ákærðu að ] . Breytir engu í því sambandi þótt B hafi hringt í Æ áður en stúlkan fór að sofa og hermt slíkt loforð upp á hana og B eftir atvikum opnað glugga í svefnherbergi sínu og C svo Æ kæmist þar inn. Æ bar sjálf fyrir dómi að hún hafi sagt við B að hún þyrfti e kki að opna gluggann; Æ myndi koma á staðinn, knýja dyra á heimili mæðgnanna og bera erindi sitt upp við A . Er þangað kom hafi X hins vegar skriðið inn um glugga og hleypt Æ inn um útidyr hússins. Kvaðst Æ á þeim tíma ekki hafa hugleitt hvort eðlilegra hef ði verið að knýja dyra á heimili mæðgnanna. Þessi framburður Æ fær illa samrýmst dómsframburði X , en að hennar sögn opnaði B útidyr fyrir Æ og hleypti henni inn í íbúðina. Á þeim tíma hafi X staðið fjarri húsinu, hún svo heyrt háværar raddir berast úr íbúð inni, þá gengið nær, farið inn um útidyr og hitt B . A hafi svo læst útidyrunum, B þá opnað glugga í svefnherbergi sínu og X skriðið inn um hann. Taldi X ekkert óvenjulegt við þann heimsóknarmáta. Framburður Æ og X um hvernig þær komust inn í íbúðina var sí st stöðugri hjá lögreglu og voru þær báðar reikular í frásögn. Þykir framburður þeirra óstöðugur, ósamrýmanlegur, ótrúverðugur og með öllu haldlaus að mati dómsins. 48 Eftir stendur greinargóð lýsing A hjá lögreglu á því hvernig Æ birtist óvænt inni í íbúðin ni, hvernig X skreið í framhaldi inn um glugga í svefnherbergi B og C og hélt A fastri á meðan Æ bar B út úr húsinu. Er sú frásögn í samræmi við þann framburð A fyrir dómi að Æ og X hafi ruðst í heimildarleysi inn í íbúðina og þykir þar engu skipta þótt A bæri fyrir dómi að þær hafi báðar komið inn um nefndan glugga. Ekkert í framburði A , Æ og X styður það að A hafi viljað hafa þær inni á heimilinu. A hafi þvert á móti öskrað á Æ og X , vænt þær um að vilja nema dætur hennar á brott og skipað þeim að fara út. Að þessu gættu þykir að engu hafandi sú viðleitni Æ og X að réttlæta för inn í íbúðina með fyrrgreindri skautaferð og beiðni B um að hún yrði sótt. Þykir sú viðbára og gera lítið ú r skelfilegri upplifun B þegar hún vaknaði um nóttina og var tekin út af heimili sínu berfætt og í nærbuxum og nærbol einum fata. 4.5. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er að áliti dómsins engin haldbær skýring á því af hverju ákærðu Æ , X og Ý lögðu b ifreiðinni svo fjarri heimili A og dætra hennar sem raun ber vitni, önnur en sú að þau vildu ekki vekja athygli A á komu sinni, enda tilgangur fararinnar að sækja B og C og taka þær burt af heimili sínu. Fær sú ályktun stoð í staðföstum framburði A og vætti Í og L sem frá greinir í kafla 4.2. að framan. Í frumskýrslu lögreglumanns G , sem hann staðfesti fyrir dómi, var haft eftir Ý á vettvangi að A beitti dætur sínar ofbeldi og því hafi ákærðu, að boði Æ , farið heim til A og ætlað að fjarlægja börnin af heimilinu. Þá var á vettvangi haft eftir A að ákærðu hafi reynt að nema dætur hennar á brott þar sem þau væru ósátt við samband hennar og D . Seinna greindi Ý lögreglu frá því að A hafi hlaupið út á eftir Æ og X , öskrað að þær væru að ræna dætrum hennar og A greinilega ekki viljað að ákærðu hefðu stúlkurnar á brott með sér. Samrýmist þessi frásögn Ý meira og minna framburði hans fyrir dómi. Öll atvik inni á heimili mæðgnanna og kringumstæður við bifreiðina styðja eindregið þá á l yktun að tilgangur farar innar hafi verið sá að nema B og C á brott og að rótin að þeirri aðgerð hafi verið samband A við D kærasta sinn. Samrýmist þetta þeim framburði A hjá lögreglu að Æ hafi rifist við A út af D strax og Æ kom inn á heimilið, Æ þrifið farsíma af A , kallað hana niðrandi nöfnum, sagt D hafa smánað fjölskylduna með myndsendingum af A og að hún ætti ekki skilið að ala B og C upp. Fær sama ályktun einnig stoð í þeim framburði Æ hjá lögreglu að A hafi verið að ræða við D í síma þegar Æ dúkkaði upp í íbúð inni, A spurt af hverju Æ væri að laumast inn til mæðgnanna og hvort hún væri komin til að ræna börnum hennar. Undir þessum kringumstæðum þykir 49 ekki undrun sæta þótt A hafi komist í mikið uppnám, hún orðið æst og öskrað svo hátt að B vaknaði. Það stoðar Æ og X því heldur ekki að bera fyrir sig uppnám A sem skýringu á brottnámi B og C . Ý var þátttakandi í því sem gerðist umrædda nótt, kom með beinum hætti að því að setja B og C fáklæddar inn í bifreiðina og læsti bifreiðinni svo A kæmist ekki að dætrum s ínum. Samkvæmt dómsframburði A og B beitti Ý jafnframt líkamlegu valdi til að halda A frá stúlkunum. Eru hvorki efni til að draga þann framburð í efa né framburð B almennt. Er það álit dómsins að B haf i greint með trúverðugum hætti frá því sem hún upplifði umrædda nótt og að miðað við aldur B beri ekki að gera lítið úr skynjun hennar á atvikum. Við heildstætt mat á framburði B skiptir að áliti dómsins mestu að hún kvaðst hafa verið sofandi, vaknað við öskur í móður sinni og orðið mjög hrædd, eitthvert ákærð u komið inn um glugga á heimili hennar, eitthvert þeirra numið hana á brott í náttklæðnaði og sett hana inn í bifreið Ý . Er þessi framburður B í samræmi við framburð A , fær einnig stoð í vætti Í og L og verður því lagður til grundvallar við úrlausn máls. 4 .6. A greindi frá því við skýrslugjöf hjá lögreglu 9. desember 2022 að ákærðu hafi lagt fyrir B og C , þar sem þær sátu í bifreið Ý , að segjast frekar vilja búa hjá föður sínum, ömmu og afa, en ekki hjá A . Fyrir dómi bar A að hún hafi fyrst heyrt af þeim ummælum frá B á meðan mæðgurnar dvöldu í Kvennaathvarfinu . Má því ætla að B hafi greint móður sinni frá þessu á tímabilinu 5. - 9. desember. Þegar B gaf skýrslu fyrir dómi 6. janúar 2023 bar hún að X og Ý hafi lagt fyrir hana að segja þetta. Þótt ekki sé efast um þessa frásögn B og trúverðugleika framburðar hennar í heild verður hér til þess litið að B bar allar sakir af Æ og sagði hana ekkert hafa haft sig í frammi inni á heimili mæðgnanna eða á vettvangi fyrir utan. Velkist dómurinn ekki í vafa um að B geri sér þannig far um að halda hlífiskildi yfir ömmu sinni. Ákærðu hafa að mati dómsins borið með þeim hætti um málsatvik í heild að lítið verður byggt á frásögn þeirra. Að því gættu verður lagt til grundvallar að ákærðu hafi látið greind ummæli falla og þeim verið beint að B og C . 4.7. Þegar framangreind atriði eru virt heildstætt telur dómurinn sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa í skilningi 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærðu Æ , X og Ý hafi gerst sek um þá háttsemi sem þau eru borin í ákærulið A.III., þó þannig að fyrir liggur að B og C voru sofandi í náttfatnaði í rúmi A móður sinnar þegar Æ og X ruddust 50 inn á heimili mæðgnanna og Æ bar B út úr húsinu á meðan X hélt aftur af A . Ónákvæmni um sömu atriði í ákæru breytir engu um þá háttsemi sem ákærðu eru sakfelld fyrir. 5. Í ákærulið A.IV. er Ú , V , Y og Þ gefið að sök að hafa að kvöldi sunnudagsins 22. janúar 2023 farið að heimili brotaþola A og dætra nna B og C að , í framhaldi veitt D kærasta A eftirför í um stund og síðan veist að D á bifreiðastæði; ákærði Y reynt að draga hann út úr bílaleigubifreið og síðan, eftir að D læsti sig inni í bifreiðinni, hafi ákærðu Ú , V og Þ reynt að komast inn í bifreiðina með því að berja á rúður hennar, m.a . með grjóti. Meðan á þessu stóð hafi ákærðu hótað D lífláti, þeir síðan horfið af vettvangi er þeir heyrðu að lögregla væri á leiðinni og ákærðu seinna um kvöldið hótað D lífláti gegnum síma. Ákærðu neita allri sök. 5.1. Ekki er um það deilt að D var gest komandi á heimili A og dætra hennar umrætt kvöld, að ákærði Y og fleiri úr fjölskyldu A vissu af þeirri heimsókn og að dvöl D á heimilinu lagðist ekki vel í þá sem hlut eiga að máli. Samkvæmt frumskýrslu lögreglumanns P , sem hann staðfesti fyrir dómi, var enginn ákærðu á vettvangi þegar lögreglu bar að. Fyrstu upplýsingar um atvik réðust því af frásögn D og A inni á heimili hennar og frásögn Í og L , nágranna A . D hafi nafngreint ákærða Y , K sambýliskonu hans og tvo ótilgreinda bræður A sem gerendur. Þeg ar D gaf formlega lögregluskýrslu tiltók hann K og ákærðu Y , Ú , V og Þ sem gerendur. Fyrir dómi tiltók D sömu ákærðu og bar að ákærði Ö hafi einnig verið á staðnum og hótað honum lífláti. Kvaðst D hafa gleymt að minnast á Ö við skýrslugjöf hjá lögreglu. Við skýrslugjöf A hjá lögreglu var hún ekki viss hverjir hefðu tekið þátt í aðför að D fyrir utan heimili hennar, þó þannig að hún hafi séð K og ákærðu Y og V , og Y og K verið vopnuð hnífi og stórri kylfu. Fyrir dómi kvaðst A ekki hafa séð hverjir úr fjöls kyldu hennar voru fyrir utan , en D sagt henni að ákærðu Y og V hafi verið þar ásamt fleiri bræðrum A og jafnvel Ö faðir hennar. Var A mjög til efs að faðir hennar hafi verið á staðnum. Þegar borinn var undir A sá framburður hennar hjá lögreglu að hún h afi séð V , Y og K fyrir utan heimili hennar og tvö þau síðastnefndu borið hníf og stóra kylfu kvað A þetta rétt og staðhæfði að hún hafi séð það berum augum. Við skýrslugjöf Í og L hjá lögreglu voru þau viss um að K , ákærði Y og D hafi verið á staðnum; D í svartri fólksbifreið, Y og K komið á staðinn í jeppabifreið og 51 ótiltekinn hópur annarra komið skömmu síðar í grárri bifreið. Hvorugt vitnanna kvaðst hafa séð að vopnum, grjóti eða öðrum áhöldum væri beitt gagnvart D og bifreið hans. Vitnin báru með sama hætti fyrir dómi um þessi atriði. Fyrir dómi drógu Y og K ekki dul á að þau hafi farið að heimili A og dætra hennar B og C umrætt kvöld og haldið þangað í skyndingu eftir myndsímtal B við Y þar sem stúlkan sýndi föður sínum á farsímaskjá hvar D væri á heimili mæðgnanna. Fær þessi framburður þá stoð í vætti A hjá lögreglu og fyrir dómi að B hafi verið að tala við Y í síma áður en hann hringdi ítrekað í A , laug því til að faðir hennar væri veikur á sjúkrahúsi og bauðst til að koma og skutla henni þangað. Óháð því hvort Y hafi óttast að A og D væru að stunda kynlíf fyrir framan dætur Y , kæfa þær með kodda, þau að reykja hass og jafnvel ætlað að láta B reykj a hass, þykir mega slá því föstu að heimsókn D til A hafi verið ástæðan fyrir för Y og K að . Að því sögðu verður ekki dregin önnur haldbær ályktun en sú að Y hafi haft samband við fjölskyldu A , látið hana vita hvert hann væri að fara og hvert væri tile fni fararinnar, enda engin önnur haldbær skýring á því af hverju einhverjir úr fjölskyldu A komu á staðinn á nær sama tíma og Y . Verður við þetta miðað við úrlausn máls, sbr. 2. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Auk Y sæta þrír bræður A ákæru í þessum þæt ti máls, þeir Ú , V og Þ . Bræðurnir færðust undan því að tjá sig um sakargiftir fyrir dómi. Áður hafði Ú greint lögreglu frá því að hann hafi vitað af D á heimili A , hann viljað lemja D , m.a. vegna nektarmynda af A sem D hefði sent fjölskyldunni, Ú þess veg na farið heim til A ásamt ákærðu V og Þ og U bróður þeirra og þeir farið þangað í bifreið V . Ú dró ekki þennan framburð til baka fyrir dómi. Fer um sönnunargildi lögregluskýrslunnar samkvæmt 1. mgr. 109. gr. og 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008. V og Þ höf ðu áður sagt lögreglu að þeir hafi ekki verið á staðnum. Við það tækifæri lýsti V þó þeirri skoðun að ef hann hitti D hér á landi myndi V skera hann á háls þar sem D hefði smánað fjölskyldu V með sendingu nektarmynda af A . Fyrir dómi færðist Y undan því að svara hverjir úr fjölskyldu A komu á staðinn og K kvaðst ekki vita hvort einhverjir aðrir úr hópi ákærðu hafi verið þar. Hún þrætti þó ekki fyrir að hafa nafngreint Ú , V og Þ á sínum tíma í tilkynningu til lögreglu. Þegar framangreind atriði eru virt heildstætt og við bætist sá stöðugi framburður D hjá lögreglu og fyrir dómi að Ú , V og Þ hafi verið á staðnum og dómsvætti A að V og fleiri bræður hennar hafi verið þar, þykir ekki óvarlegt að leggja til grundvallar, sbr. 2. mgr. 109. gr. laga nr . 88/2008, að Ú , V og Þ eigi þann hlut að máli að hafa greint sinn 52 brugðist við tilkynningu Y um að D væri staddur á heimili A og bræðurnir því skundað heim til hennar. Það eitt og sér er ekki refsivert. 5.2. Áður er rakið að Í og L vita vart deili á A og dætrum hennar og hafa engra hagsmuna að gæta af málsúrslitum. Er ekki öðrum hlutlausum sjónarvottum til að dreifa um hvað gerðist fyrir utan . Þykir vitnisburður þeirra í heild stöðugur og skýr, svo langt sem hann nær og er að áliti dómsins einkar t rúverðugur. 5.2.1. Í og L ber saman um að þrjár bifreiðar hafi komið við sögu fyrir utan heimili A ; bifreið D , jeppabifreið ákærða Y og K og grá/silfurgrá VW bifreið, sem ætla verður að hafi verið í umráðum ákærða V . Með hliðsjón af framburði Í , sem stoð fær í framburði D og A , þykir óhætt að slá því föstu að komið hafi til skammvinns eltingarleiks milli bifreiðar D og bifreiðar Y í nánasta umhverfi við heimili A , bifreið D verið veitt eftirför og henni lokið fyrir utan . Framburður Í , L , D , A og önnur gögn máls styðja hins ekki, svo nægilegt sé, að VW bifreiðin hafi tekið þátt í þeirri eftirför. Er því ósannað að ákærðu Ú , V og Þ hafi átt þar hlut að máli. 5.2.2. Strax í kjölfar eftirfarar er Y gefið að sök að hafa veist að D , með því að reyna að draga hann út úr bifreið hans, áður en D læsti sig inni í bifreiðinni. Framburður D um atvik og atburðarás við bifreiðina þykir hástemmdur og samrýmist illa vitnisburði Í og L og sakargiftum samkvæmt þessum ákærulið. Þannig hefur D haldið því fram að hann hafi setið í bifreiðinni þegar Y tók hann hálstaki með hníf í hendi, reyndi þannig að draga hann út úr bifreiðinni, ætlaði sér að stinga D og hefði líklega drepið hann ef Í og L hefðu ekki komið honum til bjargar með því að lemja Y með einhverju áhald i og þannig stöðvað atlögu hans. Í hefur á hinn bóginn borið, með stöðugum og trúverðugum hætti, að D hafi setið í bifreiðinni og dyr hennar verið opnar þegar Y greip í fatnað D og reyndi að draga hann út úr bifreiðinni, Í þá stigið inn í atburðarás af fes tu, án þess að halda á vopni eða öðru áhaldi, Y við það hörfað frá D og þar með hafi lokið ryskingum milli þeirra tveggja. Af framburði L verður ekki ráðið að hún hafi verið nálægt bifreið D þegar þetta gerðist. Ákærði Y þvertekur fyrir að hafa reynt að dr aga D út úr bifreiðinni og er sá framburður studdur vætti K sambýliskonu hans. Bæði eru uppvís að því að hafa greint lögreglu ranglega frá því að þau hafi ekki verið á staðnum þegar meint brot var framið. 53 Þegar að því gættu þykir ekkert hald í framburði þe irra um þetta sakaratriði. Að því sögðu og með hliðsjón af trúverðugum framburði Í , sem fær þá stoð í framburði D að Y hafi reynt að draga hann út úr bifreiðinni, telur dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að sú háttsemi Y sé fullsönnuð . 5.2.3. Í kjölfar ofangreindrar atlögu Y að D , og eftir að D læsti sig inni í bifreið sinni, er bræðrunum Ú , V og Þ gefið að sök að hafa reynt að komast inn í bifreiðina með því að berja á rúður hennar, m.a. með grjóti. Í hefur frá upphafi verið stöðugur í þeim framburði að eftir atlögu Y að D hafi Y og K ekið bifreið sinni af vettvangi, einhver einn maður eftir það stigið út úr VW bifreiðinni, hlaupið að bifreið D , barið í rúðu eða rúður hennar og reynt að komast inn í ha na. Af framburði L verður ekki ráðið að hún hafi verið sjónarvottur að því atviki, en L kvaðst hafa séð 4 - 5 menn í VW bifreiðinni, hún þá orðið hrædd og flúið inn til sín. L og Í ber saman um að þau hafi á engum tímapunkti séð Y eða aðra ákærðu beita h nífi, kylfu, grjóti eða öðrum áhöldum gagnvart D eða bifreið hans. D greindi lögreglu frá því að K , Ú , V og Þ hafi öll reynt að komast inn í bifreiðina og Þ beitt til þess járnkylfu. Fyrir dómi bar D að Y , Ú og V og Þ hafi veist að bifreiðinni, reynt að br jótast inn í hana og notað til þess grjót og kylfu. Þessi framburður D fær þá stoð í framburði A um að hún hafi séð K , Y og V við bifreiðina; K og Y vopnuð hnífi og stórri kylfu og einhverjir í hópnum barið bifreiðina utan. Framburður D og A þykir ýkjukenndur og ósamrýmanlegur þeim stöðuga og trúverðuga framburði Í að aðeins einn, ótilgreindur maður hafi lamið í bifreið D , sá maður hvorki haldið á grjóti né öðru vopni og hann flúið af vettvangi með öðrum í VW bifreiðinni þegar ljóst var að lö gregla væri á leiðinni. Liggur ekkert fyrir um hver sá maður var, en samkvæmt framburði Ú hjá lögreglu var fjórði bróðirinn, U , einnig með í för. Þegar framangreind atriði eru virt heildstætt og litið er til þess að ekkert liggur fyrir um að skemmdir hafi verið unnar á bifreið D , sem og þess að Ú , V og Þ neita allir sök, þykir slíkur vafi leika á því að einn eða fleiri ákærðu hafi reynt að komast inn í bifreið D og barið á rúður hennar með grjóti eða öðru, að sýkna ber bræðurna af þeirri háttsemi. 5.2.4. Á kærðu Ú , V , Y og Þ er loks gefið að sök að hafa, eftir komu að og í framhaldi af fyrrgreindri eftirför, hótað D lífláti, ákærðu síðan horfið af vettvangi og 54 seinna um kvöldið hótað D lífláti gegnum síma. Liggur ekkert nánar fyrir um inntak meintra hóta na. Í þessum þætti máls nýtur ekki vitnisburðar Í og L um meintar hótanir á vettvangi. Þá liggur fyrir að A gat ekki hafa heyrt slíkar hótanir. Stendur þá eftir framburður D gegn framburði ákærðu. Í kafla 5.1. að framan er rakinn sá framburður Ú hjá lögreg lu að hann hafi borið þungan hug til D vegna nektarmynda af A sem D sendi fjölskyldunni og Ú því ætlað að lemja D á staðnum. Við þá skýrslugjöf kom ekkert fram um hótanir á vettvangi. Hjá lögreglu þrættu V og Þ fyrir að hafa verið á staðnum og kváðust aldrei hafa séð D . V kvað D hins vegar hafa smánað fjölskylduna með sendingu nektarmynda af A og því myndi V skera D á háls ef hann sæi hann. Þá greindi Þ frá því að hann og D hafi á fyrri stigum hótað og blóta ð hvor öðrum í kjölfar ósæmilegra myndsendinga af A . Þótt Y hafi einnig þrætt fyrir komu sína að hjá lögreglu kom fram í máli hans að D hafi umræddan dag hringt í hann úr leyninúmeri og sagst ekki myndu leyfa Y að sjá eða heyra í dætrum sínum. Y v ar einn ákærðu reiðubúinn að gefa skýrslu fyrir dómi. Hann kvað tilgang farar sinnar að hafa verið þann einn að tala við D . Ekki hafi þó komið til þess að þeir ræddust við og þvertók Y fyrir að hafa hótað D á vettvangi. D greindi lögreglu frá því að á sama tíma og Y veittist að honum inni í bifreiðinni og ákærðu reyndu síðan allir að komast inn í bifreiðina hafi hópurinn hótað honum, Y dregið fram hníf og ætlað að stinga hann, Þ beitt járnkylfu o g jafnframt hótað honum. Daginn eftir hafi Þ svo hringt í D og hótað að drepa hann í . Fyrir dómi fullyrti D að ákærði Ö hafi einnig verið á staðnum og Ö og allir ákærðu hótað að drepa hann. Y hafi svo hringt í D seinna um kvöldið og hótað honum lífláti. Þá hafi Þ hringt daginn eftir, sagst vita að D væri á le ið til og að Þ myndi ná honum þar. Þótt A hafi ekki verið viðstödd meintar hótanir fyrir utan bar hún fyrir dómi að eftir að lögregla fór frá heimili hennar umrætt kvöld hafi einhver hringt í farsíma D og hótað honum lífláti ef hann sneri ekki strax heim til [...] . Meint símahótun mánudaginn 23. janúar fellur utan verknaðarlýsingar ákæru. Hvað sem því líður liggur ekkert fyrir um símahótanir nema framburður D og dómsvætti A . Miðað við alvarleika sakarg ifta þykir einkennilegt að lögregla hafi hvorki rannsakað farsíma D né aflað gagna um farsímanotkun hans og ákærðu á þeim tíma sem hér skiptir máli. Hefði þannig mátt staðreyna hvort Y hringdi í D á annað borð og hvort D hafi hringt 55 í Y umræddan sunnudag. Ber ákæruvaldið hallann af þeim vafa sem af kann að leiða, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008. Við mat á sönnunargildi framburðar D og A telur dómurinn að líta verði til þess að þau eru par og fara hagsmunir þeirra saman af málsúrslitum. Þótt ákærðu be ri þungan hug til D var ljóst af skýrslu hans fyrir dómi að honum sé fráleitt hlýtt til ákærðu og telji að nú sé komið að skuldadögum. Við þá skýrslugjöf bætti D föður A inn í atburðarás við , fullyrti að Ö hafi verið á staðnum og tekið þátt í líflátshó tunum. Er ekkert sem styður þann nýja framburð. D er einn til frásagnar um meintar hótanir fyrir utan og er ýmislegt í framburði hans um þau atvik í heild sem þykir ótrúverðugt og ósamrýmanlegt öðrum málsgögnum. Að virtum þessum atriðum og gegn eindreg inni neitun ákærðu leikur slíkur vafi á sök þeirra í þessum þætti máls að ekki þykir önnur niðurstaða tæk en að sýkna þá af meintum hótunum. 6. Í ákærulið A.V. er Ö gefið að sök að hafa við skýrslugjöf hjá lögreglu 1 7. febrúar 2023 grein t frá því að ef á kærði Þ hefði myrt A hefði það verið allt í lagi, A ætti skilið refsingu í formi þess að vera lamin og fætur hennar og hendur brotnar . Jafnframt hafi Ö greint frá því að ef hann og synir hans vær u í einhverju arabalandi vær u þeir löngu búnir að slátra A . Fyrir liggur að Ö viðhafði greind ummæli í tengslum við rannsókn lögreglu á atvikum 14. júní 2022 við og í kjölfar þess að hann var spurður hvort fjölskyldu hans hafi borist ósæmilegar myndir af A og Þ sonur hans eða aðrir í fjölskyldunni reiðst vegna þeirra mynda. Fyrir dómi dró Ö ekki dul á að hann hafi látið ummælin falla. Þegar að því gættu er sú háttsemi fullsönnuð. 7. Í ákærulið A.VI. er Ö , Ú , V , Þ og Y gefið að sök að hafa, á tímabilinu 14. júní 2022 til 17. febrúar 2023, ítrekað hótað brotaþola A að þeir myndu drepa hana ef hún sliti ekki sambandi sínu við D . Ákærðu neita allri sök. Að því gættu verður sakfelling ekki reist á öðru en framburði A og eftir atvikum framburði vitna og skjalfestum rannsóknargögnum máls. 7.1. U pphaf ákærutímabils miðast greinilega við atvik 14. júní 2022 fyrir utan heimili fjölskyldunnar að , sem leyst var úr í kafla VIII. - 2. að framan. Jafn ljóst er að lok ákærutímabils miðast við ummæli Ö hjá lögreglu 17. febrúar 2023, sem ákært er fyri r 56 í A.V. Um refsinæmi þeirra ummæla verður fjallað síðar. Hér skal þó tekið fram að þótt Ö hafi þann dag nafngreint Þ son sinn í tengslum við A og í framhaldi vísað almennt til sona sinna í tengslum við A geta meðákærðir synir Ö ekki sætt refsingu fyrir þa u ummæli föður síns og þaðan af síður Y fyrrum tengdasonur Ö . 7.2. A gaf fjórar lögregluskýrslur; fyrst 15. júní 2022, næst 9. desember, svo 16. mars 2023 og loks 4. október 2023. Er skemmst frá því að segja að A gat ekki um hótanir eins eða fleiri ákærðu hana eftir að lögregla kom heim til hennar 22. janúar 2023 og sagst ætla að drepa hana s íðustu skýrslugjöf, er henni voru kynnt ummæli Ö hjá lögreglu 17. febrúar 2023, að faðir hennar teldi hana hafa niðurlægt fjölskylduna og gæti ekki samþykkt hegðun hennar og ástarsamband við D . Auk framburðar A hjá lögreglu liggur fyrir ítarleg greinarger ð barnaverndar [...] , sem frá greinir í kafla V. - 1. Þar segir að starfsmenn barnaverndar og hafi á tímabili haft miklar áhyggjur af öryggi og velferð A og dætra hennar og jafnvel talið þær í lífshættu vegna stöðugs ofbeldis og áreitis af hálfu fjölskyl du A og Y barnsföður hennar. Í téðri greinargerð er hvergi vikið að líflátshótunum í garð A . Meðan á lögreglurannsókn stóð voru ákærðu Ú , V , Þ og Y aldrei spurðir um meintar hótanir í garð A . Er nærtækasta skýringin sú að A hafði ekki borið slíkar sakir á þá. Að rannsókn lokinni voru nefndir ákærðu og Ö engu að síður ákærðir fyrir ítrekaðar líflátshótanir á tímabilinu 14. júní 2022 til 17. febrúar 2023 . 7.3. Fyrir dómi var A spurð hvort henni hafi verið hótað vegna sambands ins við D og þá af hverjum. Hún svaraði því til að mest hafi borið á hótunum þegar D var að koma til Íslands í heimsókn. Þegar A var spurð hver eða hverjir úr hópi ákærðu hafi hótað henni kvaðst hún ekki vita það með vissu því umræddar hótanir hafi borist úr símanúmeri sem hún þekkti ekki og hún ekki getað greint rödd viðmælanda. Hótanirnar hafi falist í því að hún ætti að slíta sambandinu við D , ella myndu ákærðu slíta sambandi við hana og einhver deyja. Aðspurð hver myndi deyja taldi A að mjög líklega yrð i það hún þar sem hún væri búsett hér á landi. A kvað ákærðu aldrei hafa hótað henni augliti til auglitis og sagði hótanir af þessu tagi hafa borist ýmist með textaskilaboðum eða símtölum. Aðspurð hvort hún teldi einhvern úr hópi ákærðu hafa hótað slíku sv araði hún játandi og vísaði til 57 þess að vandamálið hefði staðið milli hennar og ákærðu. A vildi þó ekki útiloka að einhver utan fjölskyldunnar hafi haft umræddar hótanir í frammi og kvaðst ekki vita þetta með vissu. Þegar A var síðan kynnt að Ö , Ú , V , Þ og Y sættu sérstakri ákæru fyrir líflátshótanir samkvæmt ákærulið A.VI. bar hún að þeir hafi allir, nema Ö faðir hennar, ítrekað hótað að drepa hana ef hún sliti ekki sambandi sínu við D . Í framhaldi kvaðst A ekki geta fullyrt hvort Ú , Þ og Y hafi hótað henn i lífláti í símtölum, en staðhæfði að V hafi hringt í hana í nokkur skipti á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu og í eitt skipti hótað henni lífláti. Við skýrslugjöf ákærðu X , Æ , Ý , Y og Ö fyrir dómi könnuðust þau ekki við að A hafi sætt hótunum af hálfu fjölskyldunnar. Við skýrslugjöf D fyrir dómi kom ekkert fram sem styður dómsframburð A um að hún hafi sætt ítrekuðum líflátshótunum af hálfu Ö , Ú , V , Þ og Y eða annarra fjölskyldumeðlima. 7.4. Þrátt fyrir alvarleika sakargifta fór ekki fram rannsókn á farsíma A eða annarra hlutaðeigandi með tilliti til þess hvort þar fyndust textaskilaboð með líflátshótunum. Þá var ekki aflað gagna um farsímanotkun A , V eða annarra á þeim tíma sem hér getur skip t máli, m.a. í kjölfar atvika 22. janúar 2023. Ber ákæruvaldið hallann af þeim vafa sem af kann að leiða, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008. Framburður A fyrir dómi þykir um margt trúverðugur, einn og sér, en fær hvorki stoð í dómsvætti D né öðrum gög num máls. Þá verður ekki framhjá því litið að A var fyrir dómi reikul og ósannfærandi þegar kom að því að tilgreina hver eða hverjir úr hópi ákærðu eigi að hafa hótað henni ítrekað lífláti og þykir með nokkrum ólíkindum að hún hafi ekki þekkt rödd Y og bræ ðra sinna, eins eða fleiri, sem viðmæ len da í síma. Fór að lokum svo að A benti á V bróður sinn og tiltók í því sambandi eina líflátshótun gegnum síma. Að virtum dómsframburði A og gegn eindreginni sakarneitun ákærðu allra þykir slíkur vafi leika á að þeir hafi gerst sekir um þá háttsemi sem þeir eru bornir í A.VI. að sýkna ber þá af þeim ákærulið. 8. Í ákærulið B.I. er Æ og Ý gefið að sök að hafa, með þeirri háttsemi sem lýst er í A.II., þ.e. að hafa sunnudaginn 27 . nóvember 2022 farið óboðin inn á heimili A o g brotaþola B og C , Æ tekið farsíma af A , Ý gripið um upphandleggi A og haldið henni fastri og Æ á meðan slegið A með flötum lófa í andlit ið, ákærðu í framhaldi skipað A , B og C að fara með þeim heim til Æ að , þar sem ákærðu síðan hreins uðu gögn úr 58 farsíma A , tóku úr honum SIM kort og klipp tu í sundur. Eru Æ og Ý , með þessari háttsemi, talin hafa brotið gegn B og C sem staddar voru í íbúðinni umrætt sinn og þurftu að horfa upp á móður sína vera beitta líkamlegu og andlegu ofbeldi á eigin heimili og vera síðan þvingaðar til að yfirgefa heimilið með ákærðu í kjölfarið . Ekki nýtur frásagnar B og C um greind atriði. Í kafla VIII. - 3.3. dómsins er komist að þeirri niðurstöðu að Æ og Ý skuli sýkn af þeirri háttsemi sem þau eru borin í ákærulið A.II. Með ví san til þeirra forsendna dómsins er ósannað að B og C hafi greint sinn horft upp á A beitta líkamlegu eða andlegu ofbeldi og þær mæðgur síðan þvingaðar til að yfirgefa heimili sitt. Ber því að sýkna ákærðu af þeirri háttsemi sem þau eru borin í B.I. 9. Í á kærulið B.II. er Æ , X og Ý gefið að sök að hafa, með þeirri háttsemi sem lýst er í A.III., þ.e. að hafa aðfaranótt mánudagsins 5 . desember 2022 farið í bifreið Ý að heimili A og brotaþola B og C , Æ og X f arið óboðnar inn í íbúð mæðgnanna; X inn um glugga þar sem B og C lá g u sofandi í rúmi sínu í nærfötum einum klæða , Æ kallað A illum nöfnum, t ekið af henni farsíma og h aldið henni fastri á meðan X hélt á B út í bifreiðina , A svo hlaupið út og reynt að nálgast B , en Ý læst bifreiðinni og h aldi ð A niðri svo hún kæmist ekki að bifreiðinni , Æ á sama tíma farið aftur inn í íbúðina og náð í C , ákærðu síðan sagt við B og C að þær ættu að segja st frekar vilj a búa hjá föður sínum, ömmu og afa en ekki A , og lögregla komið á vettvang skömmu síðar. Eru Æ , X og Ý , með þessari háttsemi, talin hafa brotið gegn B og C , sem án nokkurs fyrirvara voru um nótt numdar á brott af heimili sínu og út í bifreið, úr rúmi sínu og á nærfötu nu m einum klæða, allt gegn vilja þeirra og móður þeirra, sem þær þurftu að horfa upp á að vera haldið niðri á meðan , allt þar til lögregla kom á vettvang . Í kafla VIII. - 4.7. dómsins eru ákærðu sakfelld fyrir þá háttsemi sem þau eru borin í A.III., þó þannig að lagt var til grundvallar að B og C hafi verið sofandi í náttfatnaði í rúmi móður sinnar þegar Æ og X ruddust inn á heimili mæðgnanna, að Æ hafi borið B út úr húsi og á meðan hafi X haldið aftur af A . Verður einnig við þetta miðað hér. Með vísan til allra forsendna fyrir niðurstöðu í A.III., ekki síst trúverðugs dómsframburðar B , telur dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi greint sinn numið B og C brott af heimili sínu í náttfatnaði einum klæða, svo sem nánar er lýst í A.III. og stúlkurnar þurft að horfa upp á A haldið niðri á meðan. Ber því að sakfella Æ , X og Ý fyr ir þá háttsemi sem þau eru borin í ákærulið B.II. 59 IX . - Nánar um sakargiftir og sönnun. Heimfærsla til refsiákvæða. 1. Dómurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákærði Þ sé sýkn af þeirri háttsemi sem hann er borinn í ákærulið A.I., að ákærðu Æ og Ý séu sýkn af háttsemi sem þau eru borin í ákæruliðum A.II. og B.I., að ákærðu Ú , V og Þ séu sýknir af háttsemi sem þeir eru bornir í ákærulið A.IV. og að ákærðu Ö , Ú , V , Þ og Y séu sýknir af háttsemi sem þeir eru bornir í ákærulið A.VI. Eftir stendur að Æ , X og Ý eru sakfelld fyrir þá háttsemi sem þau eru borin í ákæruliðum A.III. og B.II., að sannað er að Y veitti D eftirför í bifreið að kvöldi 22. janúar 2023 og reyndi að draga D út úr bílaleigubifreið, sbr. ákæruliður A.IV., og að sannað er að Ö lét þau ummæli falla 17. febrúar 2023, sem ákært er fyrir í A.V. Kemur þá til skoðunar hvernig framangreind, sönnuð háttsemi ákærðu X , Y , Ý , Æ og Ö fellur að öðrum sakargiftum, eins og þeim er lýst í inngangi A. og B. kafla ákæru. Ennfremur, hvort Ú , V og Þ verði sakfelldir á grundvelli verknaðarlýsingar í inngangi A. kafla þrátt fyrir að þeir séu sýknir af lýstri háttsemi í undirliðum þess ákærukafla. 2. Í A. kafla er ákærðu öllum gefið að sök stórfelld brot í nánu sambandi og til vara umsáturseinelti. A er tilgreindur brotaþoli og refsiverð háttsemi ákærðu sögð hafa átt sér stað á tímabilinu 14. júní 2022 til 17. febrúar 2023 , en á því tímabili hafi ákærðu endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A með andlegu og líkamlegu ofbeldi, h ótunum, ógnunum, húsbrotum, eignaspjöllum og þjófnaði, með því að skapa viðvarandi ógnarástand fyrir A og með því að hafa reynt að nema dætur hennar á brott . Í B. kafla eru Æ , X og Ý saksótt fyrir brot í nánu sambandi og til vara fyrir barnaverndarlagabrot. B og C eru tilgreindir brotaþolar og refsiverð háttsemi ákærðu sögð hafa átt sér stað á sama tímabili, þ.e. frá 14. júní 2022 til 17. febrúar 2023, en á því tímabili hafi þessu þrjú ákærðu endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð B og C , skapað fyrir þær viðvarandi ógnarástand, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi . 3. Af sakargögnum máls telur dómurinn ljóst að lögreglurannsókn beindist fyrst og fremst að meintum refsiverð um brotum eins eða fleiri ákærðu 14. júní 2022, 5. desember 2022 og 22. janúar 2023. Af sömu gögnum verður ráðið að A og dætur hennar B og C bjuggu meira og minna á heimili fjölskyldunnar að í til mánaðamóta ágúst - 60 september 2022 þá er mæðgurnar fluttu í sérhúsnæði að í . Verður við þetta miðað við úrlausn máls, sbr. 2. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Við skýrslugjöf hjá lögreglu 15. júní 2022 kvaðst A fyrir þann dag ekki hafa sætt ofbeldi af hálfu fjölskyldu sinnar eða annarra nákominna. Eftir því sem næst verður komist mun D daginn áður hafa sent fjölskyldunni paramyndir af sér og A og hún verið fáklædd á myndunum, að því virðist í hlýra - eða stuttermabol og ekki með slæðu. Af því sem rakið er í köflum II. - 3. til II. - 9. dómsins þykir óhætt að slá því föstu að Þ hafi brugðist verst allra við þessum myndsendingum og honum og öðrum í fjölskyldunni fundist myndirnar ósiðlegar, ósamrýmanlegar þeirra trúarbrögðum og menningu og með þeim vegið að heiðri fjölskyldunnar og orðspori A sem giftr ar konu. Önnur gögn málsins hníga í sömu átt að með þessum myndsendingum hafi fjölskyldan, með réttu eða röngu, talið D hafa smánað hana. Velkist dómurinn ekki í vafa um að sömu myndir og ástarsamband A og D séu rótin að því sem síðan gerðist og ákært er fyrir. Að því sögðu liggur ekkert haldbært fyrir um að Þ eða aðrir í fjölskyldu A , þar með talinn þáverandi eiginmaður hennar, ákærði Y , hafi gert eitthvað refsivert á hlut A eða dætranna B og C fram til 5. d esember 2022. Að því gættu takmarkast úrlausn sakarefnis samkvæmt A. og B. köflum ákæru við tímabil frá 5. desember 2022 til 17. febrúar 2023. Seinna tímamarkið, 17. febrúar, helgast af því einu að þann dag lét ákærði Ö þau ummæli falla við skýrslugjöf hjá lögreglu að A hefði með framferði sínu unnið til refsingar, Þ sonur hans þess vegna mátt drepa hana og Ö og synir hans hefðu gert það ef þ.e. að A hafi vegið að heiðri fjölskyldunnar, valdið henni skömm með sambandinu við D og það réttlæti að drepa hana. Jafn ljóst er að meðákærðu Ú , V , X , Y , Ý , Þ og Æ geta ekki borið refsiábyrgð á þessum umælum, óháð því hvort þau séu, eitt eða fleiri, sammála þeim. Að þessu gættu t akmarkast úrlausn sakarefnis samkvæmt A. og B. köflum ákæru við þau tvö atvik sem ákært er fyrir 5. desember 2022 og 22. janúar 2023. 4. Ákærðu Ú , V og Þ áttu ekki hlut að máli 5. desember 2022 og hafa verið sýknaðir af refsiverðri háttsemi 22. janúar 2023 . Eins og málið er lagt fyrir dóminn og að virtum öllum sakargögnum er samkvæmt því ósannað að bræðurnir þrír hafi endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A með þeim hætti sem lýst er í inngangi A. kafla ákæru eða þeir annars með refs iverðum hætti skapað viðvarandi ógnarástand fyrir 61 A og/eða dætur hennar B og C eða reynt að nema stúlkurnar brott af heimili sínu. Ber því að sýkna Ú , V og Þ af kröfum ákæruvaldsins í málinu. 5. Ákærði Y átti heldur ekki hlut að máli 5. desember 2022. Að því gættu og með hliðstæðum rökum er ósannað að Y hafi endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A með þeim hætti sem lýst er í inngangi A. kafla ákæru eða hann annars með refsiverðum hætti skapað viðvarandi ógnarástand fyrir A og/eða d ætur þeirra B og C eða reynt að nema stúlkurnar brott af heimili sínu. Er Y að því leyti sýkn af ákæru. Sönnuð háttsemi Y 22. janúar 2023 samkvæmt ákærulið A.IV. lýtur að D og getur ekki varðað refsingu samkvæmt 233. gr. almennra hegningarlaga, svo sem tilgreint er í þrautavarakröfu ákæru. Að því gættu er ákærði Y sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins. 6. Ákærðu Æ , X og Ý áttu ekki hlut að máli 22. janúar 2023. Þau eru hins veg ar sakfelld fyrir þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæruliðum A.III. og B.II. þá er þau fóru aðfaranótt 5. desember 2022 heim til A , B og C og námu stúlkurnar brott af heimili sínu með þeim hætti sem frá greinir í köflum VIII. - 4. og VIII. - 9. dómsins. Sú háttsemi og öll atvik að brotum ákærðu er metin alvarleg, en getur eðli máls samkvæmt ekki talist heimilisofbeldi í skilningi 1. og 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga, enda bjuggu ákærðu ekki á sama heimili og brotaþolar og hafa ekki önnur þau tengsl við brotaþola sem áskilið er í téðum lagagreinum. Þá getur háttsemi ákærðu gagnvart A ekki fallið undir 232. gr. a. sömu laga samkvæmt orðanna hljóðan þess ákvæðis. Eru Æ , X og Ý því sýkn af aðal - og varakröfu ákæruvaldsins samkvæmt A. kafla ákæru o g aðalkröfu samkvæmt B. kafla. Háttsemi Æ og X gagnvart A á heimili hennar og háttsemi Ý gagnvart A við bifreið hans verður hins vegar heimfærð undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, svo sem ákæruvaldið gerir þrautavarakröfu um og verður ákærðu ref sað samkvæmt því. Þrautavarakrafa á grundvelli 2. mgr. 228. gr. téðra laga á hins vegar ekki við og ekki verður ákærðu gerð refsing fyrir húsbrot samkvæmt 231. gr. eða eignaspjöll samkvæmt 1. mgr. 257. gr., enda ekki höfð uppi refsikrafa af hálfu A að því leyti. Gróf háttsemi ákærðu allra gagnvart B og C umrædda nótt þykir án skynsamlegs vafa varða refsingu samkvæmt 1., sbr. 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2022. Verða ákærðu sakfelld samk v æmt því. 7. 62 Ummæli ákærða Ö sem ákært er fyrir í lið A.V. ákæ ru eru að mati dómsins grafalvarleg og kristallast í þeim það versta sem getur gerst þegar einstaklingar láta menningu, siði, hefðir og trúarbrögð stýra orðum sínum og jafnvel gjörðum til að réttlæta ofbeldi í garð sinna nánustu undir þeim formerkjum að sá hinn sami eða einhver honum tengdur hafi vegið að heiðri og orðspori fjölskyldu og valdið henni skömm. Ö er ásamt Æ eiginkonu sinni í fyrirsvari fyrir fjölskylduna hér á landi. Þótt málið hafi ekki hlotið sérstaka rannsókn á þeim grunni velkist dómuri nn ekki í vafa um ríkan áhrifamátt hjónanna á hegðun og orðfæri meðákærðra barna sinna og annarra meðákærðu í málinu. Að þessu sögðu og óháð þeim skýringum sem Ö hefur gefið á ummælunum telur dómurinn vafalaust að Ö hafi með greindum ummælum ógnað svo alva rlega lífi, heilsu og velferð A dóttur sinnar að varði refsingu samkvæmt 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga. Verður Ö sakfelldur samkvæmt því. X . - Ákvörðun refsinga. Samkvæmt sakavottorði ákærðu X , Æ og Ö hafa þau ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Þá hefur ákærði Ý ekki fyrr sætt refsingu sem hér skiptir máli. Verður tekið tillit til þessa við ákvörðun refsinga. Ákærðu hafa aldrei gengist við sök og þau gert sér far um að fegra sinn hlut og r éttlæta þá aðkomu að málinu sem þau eru sakfelld fyrir. Verður einnig litið til þessa við ákvörðun refsinga. Að gættum þessum atriðum og með hliðsjón af 2. og 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing Æ , X og Ý hæfileg ákveðin fangelsi í sex mán uði. Refsing Ö verður sömuleiðis ákveðin sex mánaða fangelsi. Með hliðsjón af sakaferli ákærðu þykir mega ákveða að fresta nú fullnustu dæmdra refsinga þannig að þær falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu haldi ákærðu hvert fyrir sig almennt sk ilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. XI . - Ákvörðun miskabóta. 1. Með hliðsjón af málsúrslitum og vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 ber að vísa frá dómi 3.000.000 króna miskabótakröfu brotaþola A á hendur ákærða Þ vegna ákæruliðs A.I. og 2.500. 000 króna miskabótakröfu á hendur ákærðu Ú , Y , Þ og V vegna ákæruliðs A.IV. Þá ber að vísa frá dómi þeirri kröfu A að ákærðu Æ og Ý verði dæmd til greiðslu miskabóta vegna ákæruliðs A.II. Stendur þá eftir sú krafa að Æ og Ý verði ásamt 63 ákærðu X dæmd óskipt til greiðslu miskabóta til A vegna dæmdrar háttsemi samk v æmt ákærulið A.III. Ákærðu hafa að áliti dómsins valdið A einhverjum miska í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og bera á því óskipta bót a ábyrgð. Eins og áður segir liggja þ ó engin sérfræðileg gögn fyrir um þann miska. Að því gættu þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 750.000 krónur . Skulu þær bætur bera vexti samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. desember 2022 til 30. júní 2024 þá er liðinn var mánu ður frá þingfestingu máls, en frá þeim degi dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, til greiðsludags. 2. Með vísan til b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga verða ákærðu Æ , X og Ý einnig dæmd óskipt til að greiða brotaþolum B og C miskabætur vegna barnaverndarlagabrots samkvæmt ákærulið B.II. Með hliðsjón af öllum atvikum að brotinu og þar sem ekki liggja fyrir sérfræðileg gögn um áhrif þess á stúlkurnar þykja miskabætur til þeirra hvorrar fyrir sig hæfilega ákveðnar 500.000 kónur. Bera þær bætur einnig vexti samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 5. desember 2022 til 30. júní 2024, en frá þeim degi dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, til greiðsludags. XII . - Ákvörðun sakarkostnaðar. 1. Ú , V , Y og Þ eru sýknir af kröfum ákæruvaldsins. Því til samræmis ber að greiða þóknun tilnefndra verjenda og málsvarnarlaun skipaðra verjenda úr ríkissjóði, sem og eftir atvikum aksturskostnað. Við ákvörðun þóknana og málsvarnarlauna er hverju sinni litið til tímaský rslna verjenda og viðmiðunarreglna Dómstólasýslunnar nr. 1/2024 og við ákvörðun málsvarnarlauna jafnframt höfð hliðsjón af eðli og umfangi máls og þess að aðalmeðferð stóð í fjóra daga. Virðisaukaskattur er í öllum tilvikum meðtalinn í ákvörðunum. Jóhanne s Albert Kristbjörnsson var tilnefndur verjandi V á rannsóknarstigi. Er þóknun Jóhannesar ákveðin 233.740 krónur. Vaka Dagsdóttir var verjandi Y á rannsóknarstigi. Er þóknun Vöku ákveðin 177.320 krónur, að viðbættum 10.434 króna aksturskostnaði. Ásta Björk Eiríksdóttir var verjandi Þ á rannsóknarstigi. Er þóknun Ástu ákveðin 161.200 krónur. Stefán Ragnarsson er verjandi Ú . Þykja málsvarnarlaun Stefáns hæfilega ákveðin 2.901.600 krónur. Leó Daðason er verjandi V . Þykja málsvarnarlaun Leó hæfilega ákveðin 2.8 21.000 krónur. Kristrún Elsa Harðardóttir er verjandi Y . Þykja 64 málsvarnarlaun Kristrúnar hæfilega ákveðin 2.901.600 krónur, að viðbættum 160.620 króna aksturs - og viðbótarkostnaði. Stefán Karl Kristjánsson er skipaður verjandi Þ . Þykja málsvarnarlaun Stefá ns Karls hæfilega ákveðin 2.901.600 krónur. 2. Ákærðu X , Ý , Æ og Ö eru sýkn af stórum hluta sakargifta og verða því aðeins dæmd til greiðslu hluta þóknunar Védísar Evu Guðmundsdóttur vegna réttargæslu á rannsóknarstigi máls, hluta réttargæsluþóknunar Lind u Írisar Emilsdóttur á rannsóknarstigi og hér fyrir dómi og hluta málsvarnarlauna sinna verjenda. Við ákvörðun þóknana og málsvarnarlauna er litið til tímaskýrslna og fyrrgreindra viðmiðunarreglna, hliðsjón höfð af eðli og umfangi máls og allar greiðslur t ilteknar með virðisaukaskatti. Réttargæsluþóknun Védísar Evu Guðmundsdóttur er ákveðin 386.880 krónur og réttargæsluþóknun Lindu Írisar Emilsdóttur 2.095.600 krónur. Málsvarnarlaun Elisabeth Matthíasdóttur verjanda ákærðu X , málsvarnarlaun Elíasar Kristján ssonar verjanda ákærða Ý , málsvarnarlaun Halldóru Aðalsteinsdóttur verjanda ákærðu Æ og málsvarnarlaun Guðmundar Njáls Guðmundssonar verjanda ákærða Ö þykja í hverju tilviki hæfilega ákveðin 2.901.600 krónur. Að auki greiðast Elisabeth 69.372 krónur í akst urskostnað, Elíasi 80.934 krónur í slíkan kostnað og Halldóru 118.440 krónur í sama kostnað. Með hliðsjón af málsúrslitum þykir rétt að ákærðu X , Ý , Æ og Ö greiði óskipt ¼ hluta réttargæsluþóknana og að ákærðu greiði hvert sínum verjanda ¼ hluta málsvarna rlauna en ¾ hlutar dæmdra réttargæsluþóknana og málsvarnarlauna greiðist úr ríkissjóði. Tildæmdur aksturskostnaður greiðist í sömu hlutföllum. Jónas Jóhannsso n héraðsdómari kveður upp dóm inn . Dómsorð: Ákærðu Ú , V , Y og Þ eru sýknir af kröfum ákæruvaldsins. Ákærðu X , Ý , Æ og Ö sæti fangelsi sex mánuði , en fresta skal fullnustu þeirra refsinga og þær falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu haldi ákærðu hvert fyrir sig almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarla ga. Ákærðu X , Æ og Ý greiði brotaþola A , kt. , óskipt 750.000 króna miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. desember 2022 til 30. júní 2024, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, til greiðsludags. 65 Öðrum miskabótakröfum brotaþola A er vísað frá dómi án kröfu. Ákærðu X , Æ og Ý greiði brotaþola B , kt. , óskipt 500.000 króna miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. de sember 2022 til 30. júní 2024, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, til greiðsludags. Ákærðu X , Æ og Ý greiði brotaþola C , kt. , óskipt 500.000 króna miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. desember 2022 til 30. júní 2024, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, til greiðsludags. Úr ríkissjóði greiðist 233.740 króna þóknun Jóhannesar Alberts Kristbjörnssonar verjanda V á rannsóknarstigi, 161.200 króna þóknun Ástu Bjarkar Eiríksdóttur verjanda Þ á rannsóknarstigi, 177.320 króna þóknun Vöku Dagsdóttur verjanda Y á rannsóknarstigi og 10.434 króna aksturskostnaður verjandans. Þá greiðast ú r ríkissjóði 2.901.600 króna málsvarnarlaun Stefáns Ragnarssonar verjanda Ú , 2.821.000 króna málsvarnarlaun Leós Daðasonar verjanda V , 2.901.600 króna málsvarnarlaun Stefáns Karls Kristjánssonar verjanda Þ , 2.901.600 króna málsvarnarlaun Kristrúnar Elsu Ha rðardóttur verjanda Y og 160.620 króna aksturs - og viðbótarkostnaður verjandans. Ákærðu X , Æ , Ý og Ö greiði óskipt ¼ hluta 386.880 króna réttargæsluþóknunar Védísar Evu Guðmundsdóttur og óskipt ¼ hluta 2.095.600 króna réttargæsluþóknunar Lindu Írisar Emils dóttur, en ¾ hlutar sömu þóknana greiðist úr ríkissjóði. Ákærða X greiði ¼ hluta 2.901.600 króna málsvarnarlauna Elisabeth Matthíasdóttur verjanda síns og ¼ hluta 69.372 króna aksturskostnaðar, en ¾ hlutar sama kostnaðar greiðist úr ríkissjóði. Ákærða Æ gr eiði ¼ hluta 2.901.600 króna málsvarnarlauna Halldóru Aðalsteinsdóttur verjanda síns og ¼ hluta 118.440 króna aksturskostnaðar, en ¾ hlutar sama kostnaðar greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Ý greiði ¼ hluta 2.901.600 króna málsvarnarlauna Elíasar Kristjánssonar verjanda síns og ¼ hluta 80.934 króna aksturskostnaðar, en ¾ hlutar sama kostnaðar greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Ö greiði ¼ hluta 2.901.600 króna málsvarnarlauna Guðmundar Njáls Guðmun dssonar verjanda síns, en ¾ hlutar málsvarnarlauna greiðist úr ríkissjóði. Jónas Jóhannsson 66