Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 1 4 . september 2022 Mál nr. S - 234/2021 : Héraðssaksóknari ( Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn X og Y ( Finnur Magnússon lögmaður ) Dómur 1 Mál þetta, sem dómtekið var 7. september sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru útgefinni 15. apríl 2021 , birtri 7. október 2021, á hendur X , kennitala , og Y , kennitala , báðum til heimilis að , yrir eftirtalin brot, framin mánudaginn 5. ágúst 2019: 1. Gegn ákærða X fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot, með því að hafa farið með bifreið að á og þar fyrir utan veist að A , þá 12 ára, en ákærði öskraði á drenginn, skammaði, reif í úlpu hans, dró hann með sér, ýtti drengnum inn í bifreiðina og settist síðan inn í hana sjálfur en með framangreindu þvingaði ákærði drenginn til að vera í bifreiðinni á meðan meðákærða Y ók bifreiðinni að heimili afa drengsins að á . Með háttsemi þessari sýndi ákærði drengnum yfir gang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu. Telst háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 225. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 2. Gegn ákærðu Y fyrir hlutdeild í ólögmætri nauðung meðá kærða X sem lýst er í 1. tl. ákæru með því að hafa ekið bifreiðinni að á og beðið í henni á meðan meðákærði X veittist að A og neyddi hann inn í bifreiðina og síðan ekið bifreiðinni með drenginn innanborðs frá að á . Telst háttsemi ákærð u varða við 1. mgr. 225. gr. sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Afstaða og kröfur ákærð u 2 Ákærðu krefja st sýknu, en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Loks krefjast ákærðu hæfilegra málsvarnarlauna til handa verj anda sínum, sem greidd verði úr ríkissjóði. Málsatvik og sönnunarfærsla 2 3 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu og öðrum gögnum málsins kom upp ósætti á meðal barna sem voru að leik við ærslabelg austan á að kvöldi 5. ágúst 2019 . Á meðal barnanna v oru 9 ára sonur ákærðu, B , og 7 ára frænka brotaþola, D , sem sagði hinn fyrrnefnda hafa verið að stríða sér . Brotaþoli, A , tæplega 13 ára, kom þar að og hafði afskipti af B sem varð til þess að sá síðarnefndi hring di skelkaður í foreldra sína, ákærðu, og kvað brotaþola hafa kýlt sig og hótað sér og allri fjölskyldunni lífláti. Ákærðu héldu út í bifreið, ásamt eldri syni sínum, E , tæplega 12 ára, og óku í átt að leiksvæðinu í því skyni að gæta að B og ræða við brotaþola. Til móts við sáu þau brotaþola á gangi, stöðvuðu bifreiðina og ákærði X fór út að ræða við drenginn , sem í fyrstu mun hafa reynt að forða sér, en síðan staðnæmst vegna afskipta ákærða sem kvaðst vilja ræða málið við foreldra drengsins. Eftir að brotaþoli sagði ákærðu hvar hann ætti heima , sem reyndist vera heimili afa hans og ömmu, óku þau þangað með br otaþola um 650 metra leið. Brotaþoli fór út úr bílnum og inn í bílskúr hússins. Ákærði X hélt að húsinu, knúði dyra og ræddi þar stuttlega við afa brotaþola. Skömmu síðar kom að húsinu eldri bróðir brotaþola, F , sem var æstur og veittist að ákærða X með sk ömmum og hrindingum. Meðákærða stillti til friðar og héldu ákærðu að því búnu á brott og að lögreglustöð þar sem þau hugð u st tilkynna atvikið, en komu að lokuðum dyrum og náðu ekki símasambandi við lögreglu . Daginn eftir komu f oreldrar brotaþola á lögreglu stöðina á , að frumkvæði félagsmálafulltrúa sveitarfélagsins, og lögðu fram kæru á hendur ákærða X fyrir að hafa lagt hendur á brotaþol a . 4 Ekki þykir ástæða til að rekja hér frekar efni lögregluskýrslna, en gerð verður nánari grein fyrir skýrslum ákærðu og vitna fyrir lögreglu í niðurstöðukafla hér síðar, að því marki sem þýðingu hefur. Skýrslur fyrir dómi 5 Fyrir dómi gáfu skýrslur auk ákærðu, A , B , E , G , H , J og F . V erður nú gerð grein fyrir þeim að því marki sem þýðingu hefur. 6 Ákærði X kvaðst hafa verið heima í sturtu þegar yngri sonur þeirra, B , hafi hringt mjög hræddur í meðákærðu og sagt brotaþola hafa kýlt sig og hótað að drepa fjölskyldun a. Umræddur brotaþoli hafi áreitt eldri son þeirra, E , um langt skeið og lagt í einelti fyrir a ð vera af erlendu bergi brotinn. Þau hafi talið ástæðu til að ræða við drenginn og foreldra hans um málið, þetta gengi ekki lengur. Þau hafi farið út í bíl og ekið í átt að leiksvæðinu þar sem atvikið hafi átt sér stað. Á leiðinni hafi þau hitt B , sem hafi verið mjög hræddur, og sagt honum að ganga heim og bíða þar. Skömmu seinna hafi þau séð brotaþola á gangi á , stöðvað bílinn og ákærði farið út. Í fyrstu hafi brotaþoli ætlað að forða sér, en ákærði hafi lyft hendinni eins og til að grípa í peysuna han s og spurt hví hann væri sífellt með áreiti og rasísk ummæli við drengi ákærðu. Brotaþoli hafi þá stoppað , án þess að ákærði hafi snert hann . Ákærði hafi beðið brotaþola um að koma og ræða með sér við foreldra hans og spurt hvar hann ætti heima. Pilturin n hafi komið sjálfviljugur með þeim í bílinn , sest þar í aftursæti við hlið E , og vísað þeim veginn heim til afa síns, en þangað hafi hann verið að gan ga er þau hittu hann. Kvaðst ákærði hafa verið rólegur í tali við drenginn allan tímann og á engan hátt ógnandi. Brotaþoli hafi sjálfur verið rólegur og 3 ekki sýnt merki um ótta. Ökuferðin hafi tekið hámark 1 mínútu. Er þau komu heim til afa ákærða, að , hafi brotaþoli farið úr bílnum og inn í bílskúr. Ákærði hafi gengið að húsinu, knúið dyra og af i brotaþ ola þá komið í gættina og sagt drenginn í heimsókn hjá sér, en hann byggi á og ákærði yrði að ræða við foreldra hans um málið . Brotaþoli hafi birst í bílskúrsgættinni og Skömmu síðar hafi bróðir brotaþola, F , komið aðvífandi á mótorhjóli, ráðist að ákærða með skömmum, hrint honum aftur á bak og krafið hann um afsökunarbeiðni við brotaþola. Meðákærða hafi stillt til friðar og þau síðan haldið akandi að lögreglustöð , en þar hafi enginn verið við og þau því f arið heim að gæta að B . Skömmu síðar hafi F komið heim til þeirra á mótorhjólinu og haft í hótunum við ákærða og m.a. sagt að ef hann myndi tala aftur við brotaþola myndi hann enda í sjúkrabíl. 7 Aðspurður um hví ákærði hafi sagt við skýrslugjöf hjá lögreglu að hann hafi gripið í úlpu brotaþola, segir ákærði það rangt eftir haft í skýrslunni og nefnir tungumálaörðugleika sem hugsanlega skýringu. 8 Meðá kærða Y lýsti atvikum í öllum atriðum á sama veg og ákærði. Kvað hún bílrúðuna hafa verið opna áður en brotaþol i kom í bílinn og því hafi hún heyrt allt sem sagt var, bæði áður en brotaþoli kom í bílinn og einnig eftir að komið var að . Ákærði hafi verið rólegur í tali við brotaþola og brotaþoli fús til að koma með þeim og vísa veginn heim til sín. Ákærði hafi h vorki snert brotaþola né ógnað á nokkurn hátt. Kvað hún það rangt eftir sér haft í lögregluskýrslu að ákærði hafi gripið í brotaþola þegar brotaþoli hafi í fyrstu viljað forða sér er þau komu að honum á . Brotaþoli hafi mjög fljótt róað si g, talað við ákærða og fengið sjálfviljugur far með þeim . 9 Vitnið A ¸ brotaþoli, kvaðst í upphafi muna mjög lítið eftir þessu. Aðspurður sagðist hann hafa verið á gangi heim á leið eftir eftir að hafa rætt við frænku sína sem hafi óskað eftir aðstoð vegna eineltis af hálfu yngri sonar ákærðu. Kannaðist brotaþoli ekki við að hafa átt í neinum útistöðum við yngri son ákærðu. Ákærðu hafi komið akandi og ákærði X farið úr bílnum og þrifið aftan í öxl brotaþola og hrist hann. Kvaðst brotaþoli hafa frosið og ekki komið upp orði. Ákærði hafi spurt brotaþola hvað hann hafi verið að gera. Hann hafi verið æstur og talað hátt. Hann hafi opnað afturdyr bílsins, ýtt brotaþola inn og komið sjálfur inn á eftir og haldið í sig á me ðan ekið var heim til ömmu og afa brotaþola . Er þangað var komið kvaðst brotaþoli hafa forðað sér úr bílnum, inn í bílskúr og falið sig þar, en hann hafi verið hræddur við ákærða sem hafi verið æstur. Kvað brotaþoli ákærða hafa reynt að komast inn í húsið um bílskúrinn, en afi brotaþol a hafi komið strax niður og haldið hurðinni, en farið síðan út og talað við ákærða. 10 Neitaði brotaþoli að hafa sagt ákærðu hvar hann ætti heima og kvaðst ekki vita hvernig þau hafi vitað það. Hann hafi ekkert rætt við þau í bílnum, en þau hafi bara talað í bílnum. Þá kannaðist hann ekki við neitt áreiti eða einelti af sinni hálfu gagnvart sonum ákærðu. Kvaðst brotaþoli hafa verið hræddur við að fara til eftir þetta. 11 Vitnið B kvaðst hafa verið að leik með frænku brotaþola, D , við ærslabelg. Þau hafi verið afi fellt D laust, en brotaþoli hafi þá komið og kýlt sig í magann og sagst ætla að myrða vitnið og alla fjölskyldu þess. Vitnið hafi þá hringt í foreldra sína , 4 sem hafi sagt honum að halda heim og komið akandi á móti honum. Þau hafi verið pirruð og æst út í brotaþola, en hann hafi strítt þeim bræðrum og lagt þá í einelti í langan tíma fyrir að vera útlendingar. Sagði vitnið ákærða hafa verið að keyra, meðákærða hafi setið í farþegasæti fram í og E aftur í. 12 Vitnið E lýsti aðdraganda ökuferðarinnar og ökuferðinni sjálfri á sama veg og ákærðu, en tók fram að þau hafi öll orðið reið og hrædd þegar B hafi hringt og sagt að brotaþoli hafi ráðist á sig og hótað þeim öllum lífláti. Þá kvað hann ekke rt þeirra hafa farið út úr bílnum, heldur hafi pabbi sinn talað við brotaþola út um bílrúðuna og spurt hvort hann vildi koma með þeim og ræða við foreldra hans , sem brotaþoli hafi viljað . Öll samskipti hafi verið yfirveguð. Kvað vitnið þá brotaþola hafa ve rið vini er þeir voru mjög ungir, en síðan hafi brotaþoli tekið að leggja sig í einelti, ögra og lemja bæði með höndum og stundum priki. Kvaðst vitnið vera hræddur við brotaþola enn í dag. 13 Vitnið H , móðir brotaþola, staðfesti að brotaþoli hafi skýrt henni frá atvikum með þeim hætti sem rakið var að framan. Þó bætti hún við að brotaþoli hafi skýrt henni frá því að betur hefðu verið ósögð. Þetta hafi verið gagnkvæm ljót orðaskipti á milli yngri sonar ákærðu og brotaþola. Þá lýsti hún því að brotaþoli hafi verið hræddur eftir þetta atvik, verið minna úti, en leitað til sálfræðings sem hafi hjálpað. 14 Vitnið J , afi brotaþola, kvaðst hafa heyrt læti og hraðað sér niður. Hávað i hafi verið í fólki og bílskúrshurðin opin. Kvaðst hann hafa staðið í gættinni og ekki hleypt ákærða inn, en hann hafi haft á tilfinningunni að ákærði hafi viljað ná í brotaþola sem hafi verið í skúrnum. Ákærði hafi þó ekki reynt að komast inn í húsið , né komið til nokkurra átaka þeirra á milli. Hann hafi hins vegar verið æstur og talað , en vitnið skynjað að brotaþoli hafi gert eitthvað á þeirra hlut. Meðákærða hafi reynt að róa ákærða. F hafi síðan komið á vettvang og einhver samskipti átt sér stað á milli hans og ákærða, sem vitnið hafi ekkert skipt sér af né fylgst með. Kvaðst hann hafa fundið brotaþola í felum inni í horni bílskúrsins. Hann hafi verið óttasleginn og sagt eitthvað hafa komið upp á milli sín og sona ákærðu. Þau hafi viljað ræða það vi ð foreldra hans. Kannaðist vitnið ekki við að brotaþoli hafi 15 Vitnið F , bróðir brotaþola, kvað D dóttur sína hafa komið heim og sagt brotaþola hafa verið tekinn upp í bíl. Kvaðst hann ekki vita hvort hún hafi séð það, en hann hafi haldið það þarna. Brotaþoli hafi verið að taka upp hanskann fyrir hana á leikvellinum gagnvart sonum ákærðu. Kvaðst vitni ð hafa haldið heim til afa síns og ömmu og þar hafi hann verið æstur og ýtt við ákærða. Ákærði hafi líka verið æstur, en meðákærða róleg og stillt til friðar. Niðurstaða 16 Ágreiningur í máli þessu lýtur að því hvort ákærði hafi gerst sekur um ólögmæta nauðun g og barnaverndarlagabrot með því að haf a veist að brotaþola , þá tæpra 1 3 ára, með því að öskra á drenginn, skamma hann , r ífa í úlpu hans, d raga hann með sér, ýt a honum inn í bifreið og set jast síðan inn í hana sjálfur og þvinga með því drenginn til að ver a í 5 bifreiðinni á meðan meðákærða ók bifreiðinni að heimili afa drengsins að á , og sýna drengnum með þessari háttsemi yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu. Meðákærðu er gefin að sök hlutdeild í þ essum brotum með því að h afa ekið bifreiðinni að á og beðið í henni á meðan ákærði hafi veist að drengnum og ney tt hann inn í bifreiðina og síðan ekið bifreiðinni með drenginn innanborðs frá að á . 17 Fyrir liggur að ósætti kom upp á milli brotaþola , tæpra 13 ára, og B 9 ára sonar ákærðu, við ærslabelg á leiksvæði austan á , sem varð til þess að B hringdi skelkaður í foreldra sína , sem héldu þá a kandi ásamt E í átt að leiksvæðinu í því skyni að ræða við brotaþola og að brotaþoli hafi farið með þeim í bílnum frá um 650 metra leið að heimili afa hans og ömmu , þar sem brotaþoli fór inn í bílskúr . 18 Um háttsemi ákærða gagnvart brotaþola áður en hann fór upp í bílinn og á meðan á ökuferðinni stóð eru einungis brotaþoli, ákærðu og sonur þeirra E til frásagnar. Ræ ðst sönnunarstaðan í málinu af mati á trúverðugleika framburða þeirra. 19 Framburður brotaþola hefur að mestu verið stöðugur um að eftir að ákærði hafi komið úr bílnum hafi hann gripið í öxl brotaþola , dregið áfram og ýtt inn í bílinn. Fyrir lögreglu gat hann þess ekki að ákærði hafi verið æstur á þessari stundu, en bar að hann hefði talað og brotaþoli ekkert skilið. Hins vegar nefndi brotaþoli við lögreglu að ákærði hafi verið æstur fyrir utan bílskúrinn heima hjá afa hans, eftir að brotaþoli forðaði sér þangað inn. Þá kom fram í skýrslu ákærða hjá lögreglu að vinur hans, K að nafni, hafi verið með honum á gangi er ákærði kom út úr bílnum, en K hafi hins vegar hlaupið í burtu þegar ákærði kom . Er þ etta ekki í samræmi við framburð hans fyrir dómi, þar sem h ann kvað K hafa verið farinn gangandi af vettvangi áður en ákærðu hafi komið þangað. Þá svaraði ákærði í fyrstu aðspurður af lögreglu hvort hann hafi talið sig eiga val um hvort hann færi upp í bílinn, játandi. Er lögreglan spurði öðru sinni, svaraði hann hins vegar að hann hafi ekki talið sig eiga val, þar sem ákærði hefði þá gripið fastar í hann. Loks ber við mat á trúverðugleika brotaþola að nefna að hann kannaðist ekki við að hafa haft önnur afskipti af B við ærslabelginn , en spyrja hann hvað hann hafi verið að gera. Í dómvætti móður brotaþola kom hins vegar fram að hann hafi sagt sér að hann hafi . F ramangreind atriði draga nokkuð úr vægi annars trúverðugs frambur ðar brotaþola og varpa yfir hann óskýrleika um mikilvæg atriði . 20 Ákærðu og sonur þeirra E hafa öll neitað því að ákærði hafi verið æstur og ógnandi í tali við brotaþola og hafa borið um að hann hafi komið sjálfviljugur með þeim í bílinn . 21 Framburður E hefur verið reikull og í ósamræmi við framburð ákærðu um mikilvæg atriði, en fyrir lögreglu skýrði hann svo frá að hann hafi verið einn í bílnum með föður sínum er þeir hittu brotaþola. Fyrir dómi skýrði hann hins vegar frá atvikum á sama veg og foreldrar hans, að öðru leyti en því að hann sagði ákærða ekki hafa farið út úr bílnum. Þó að framburður E sé að þessu leyti óskýr um atburðarásina, sem ásamt tengslum hans við ákærðu dregur úr vægi hans, hefur hann verið stöðugur um að ákærði hafi verið rólegur við brot aþola, sem hafi komið sjálfviljugur með þeim í bílinn. 6 22 V ið skýrslugjöf ákærðu beggja hjá lögreglu kom fram , h vað meinta valdbeitingu varðar , að ákærði hafi gripið í öxl brotaþola í því skyni að stöðva hann, en sleppt strax aftur þegar brotaþoli st aðnæmdist . Sú skýring ákærðu fyrir dómi að tungumálaörðugleikar skýri misræmi í framburði þeirra fyrir lögreglu og fyrir dómi að þessu leyti fær ekki staðist, en að mati dómsins fer ekki á milli mála þegar horft er á skýrslugjöf ákærðu hjá lögreglu að þau áttuðu si g fyllilega á því hvað átt var við, en ákærði sýndi með látbragði hvernig hann hafi gripið í peysu brotaþola við öxl , og meðákærða leiðrétti á íslensku endursögn lögreglukonu af skýrslunni með þ eim orðum að ákærði hafi gripið í peysu brotaþola, en ekki hal dið honum. Bæði ákærðu hafa dvalið og starfað á Íslandi í um 20 ár og tala prýðilega íslensku , eins og glöggt má sjá á upptökunni . Fyrir dómi skýrðu þau svo frá að ákærði hafi einungis lyft hendinni og teygt í áttina að brotaþola, en ekki snert hann þar se m brotaþoli hafi þegar róast og hætt við að leggja á flótta. Er breyttur framburður ákærðu hvað þetta atriði varðar ótrúverðugur og verður að leggja til grundvallar þá frásögn ákærðu fyrir lögreglu , sem samræmist framburði brotaþola, að ákærði hafi gr ipið í peysu brotaþola við öxl og stöðvað hann þannig á gangstéttinni. 23 Þetta atriði þykir þó ekki rýra trúverðugleika staðfast s framburð ar ákærðu að því marki að unnt þyki að leggja framburð brotaþola einan til grundvallar um önnur ákæruatriði gegn eindreginni neitun ákærðu . Kemur þá til skoðunar hvort önnur atriði styðji nægilega við framburð brotaþola , svo sem háttsemi hans og líðan eftir umrædda ökuferð . 24 Við skýrslu gjöf fyrir dómi fengust ekki skýr svör við því hvort brotaþoli hafi hlaupið inn í bílskúr eða g engið þangað eftir að ökuferðinni lauk. Í upptöku af lögregluskýrslu Þ á verður að horfa til þess, að þó brotaþoli hafi að mati vitna, sem öll eru honum nákomin og gerðu frekar meira úr en minna , s ýnt merki um óróleika og ótta fyrst eftir umrætt atvik, þá kann það að skýrast af öðrum ástæðum, svo sem að brotaþoli skýrði lögreglu frá því að hann hafi orðið vitni að F bróð i r frama n við bílskúrinn , auk þess sem hann hafi haldið með bróður sínum heim til ákærðu síðar um kvöldið og fylgst þar með deilum þeirra . Þá getur haft hér þýðingu að honum hafi þótt óþægilegt að útistöður hans við syni ákærðu væru á vitorði fullorðinna og hafi leitt til framangreindra deilna , og hann hafi af þessum ástæðum ekki kært sig um að rekast á ákærða á gangi um . Ákæruvaldið hefur ekki lagt fram önnur gögn sem styðja við framburð brotaþola. Með hliðsjón af meginreglunni um að allan vafa skuli skýra sakborningi í hag þykir samkvæmt því sem að framan er rakið ósannað að ákærði hafi sýnt af sér aðra þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru , en að grípa um öxl brotaþola og stöðva hann . 25 Kemur þá til skoðunar hvort sú háttsemi ákærða að stöðva för brotaþola með því að taka í peysu hans, gera athugasemd við framkomu hans gagnvart sonum ákærða og óska eftir því að hann komi með ákærðu og ræði málið við foreldra sína, og halda að því búnu akandi með brotaþola innanborðs um 650 metra leið að heimili hans , sem hann var sjálfur þegar á leið til gangandi , feli í sér refsiverða háttsemi í skilningi 1. mgr. 225. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hgl.) og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 (bvl.) . Að mati dómsins verður framangreindri háttsemi ákærða ekki jafnað við aðstæður 7 sem voru uppi í Landsréttarmáli nr. 532/2019, þar sem sannað var ákærða haf ð i öskrað á 8 ára dreng, rifið í handlegg hans, dregið að bíl og ekið á brott með meðákærðu , en með athæfi sínu öllu og í ljós i stöðu henna r sem fullorðins einstaklings gagnvart 8 ára barni, taldist ákærða hafa neytt drenginn inn í bílinn . Í máli því sem hér er til úrlausnar hefur ákæruvaldið ekki sannað annað og meira en að ákærði hafi stöðvað för brotaþola með því að grípa í peysu hans, en ákærði kveðst hafa sleppt strax aftur og talað yfirvegað við brotaþola sem hafi fallist á að fara með ákærðu heim til að ræða við forráðamenn sína. Telst ósannað að með þessu hafi ákærði skapað svo ógnandi aðstæður gagnvart brotaþola, tæplega 13 ára, að há ttsemin verði felld undir ólögmæta nauðung í skilningi 1. mgr. 225. gr. hgl. Þá verður háttsemi ákærða ekki felld undir tilvitnuð ákvæði barnaverndarlaga , þó að ákærðu hefði verið rétt að ræða beint við foreldra drengsins í stað þess að hafa afskipti af ho num með þeim hætti sem þau gerðu . Samkvæmt framansögðu verða ákærðu sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. 26 Samkvæmt málsúrslitum greiðist allur sakarkostnaður úr ríkissjóði, þ.e. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Finns Magnússonar lögmanns, og þóknun tilnef nds verjanda ákærðu, Ólafs Rúnars Ólafssonar lögmanns, sem með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannanna og efni og umfangi málsins þykja hæfilega ákveðin eins og í dómsorði greinir að meðtöldum virðisaukaskatti. Aðfinnslur 27 Í lögregluskýrslu um skýrslugjöf brota þola 7. janúar 2021 er ranglega haft eftir honum að ákærði hefði strax byrjað er ekki á upptöku af skýrslunni. Þá er þess ekki getið í skýrslunni að brotaþoli hafi í fyrstu svarað því játandi er han n var spurður hvort hann hafi talið sig hafa val um hvort hann færi með í bíl ákærðu. Í lögregluskýrslu af með ákærðu segir m.a. að X hafi náð honum . Þess i lýsing kom hins vegar aldrei fram hjá ákærðu, heldur í munnlegri samantekt l ögreglukonunnar af framburði hennar, sem á kærða leiðrétti við lögreglukonuna þegar í stað og sagði ekki rétt að ákærði hafi haldið í brotaþola , eins og glöggt má heyra af upptöku af skýrslunni . Þessi leiðrétting var hins vegar ekki færð í skýrsluna. Er þes si ónákvæmni í skýrslugerð lögreglu um mikilvæg atriði aðfinnsluverð. Þá er einnig aðfinnsluvert að lögregla tók hvorki skýrslu af nefndum K , vini brotaþola, sem brotaþoli sagði hafa verið á vettvangi er ákærði kom þangað, né heldur af L , sem D frænka brotaþola nefndi við lögreglu að hafi séð ákærða taka brotaþola upp í bílinn og aka inn á Hafnargötuna í átt að heimili afa hans. Lét lögregla þannig undir höfuð leggjast að taka skýrslur af vitnum sem hefðu getað haft verulega þýðingu við að upplý sa málið og leiða hið sanna og rétta í ljós . Eru þessi v innubrögð lögreglu í andstöðu við 1. og 2. mgr. 53. gr., og 54. gr. laga um meðferð sakamála. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Fanney Björk Frostadóttir, aðstoðarsaksóknari. Hlynur Jónsson héraðsdó mari kveður upp dóm þennan . Dómarinn tók við málinu 22. mars sl. en hafði enga aðkomu að því áður . 8 Dómso r ð: Ákærðu X og Y eru sýkn af k röfum ákæruvaldsins. Ú r ríkissjóði greiðast málsvarnarlaun Finns Magnússonar skipaðs verjanda ákærðu , 1.255.500 krónur, og þóknun Ólafs Rúnars Ólafssonar verjanda ákærðu á rannsóknarstigi, 237.150 krónur