Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 7. maí 2024 Mál nr. E - 3764/2023 : A ( Ólafur Örn Svansson lögmaður ) g egn Sjóvá - Almenn um trygging um hf. ( Hólmfríður K . Kjartansdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 11. apríl 2024, var höfðað 12. júní 2023 af A á hendur Sjóvá - Almennum tryggingum hf. , Kringlunni 5, Reykjavík, til viðurkenningar á bótaskyldu vegna líkamstjóns. Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði bótaskylda úr ábyrgðartr yggingu X ehf. h já stefnda Sjóvá - Almennum tryggingum hf., vegna afleiðinga slyss sem stefnandi varð fyrir í Y þann 2021. Þá krefst stefnandi máls kostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt málskostnaðarreikningi . Stefndi krefst sýknu af dóm kröfum stefnanda o g þess að stefnand a verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Til vara krefst stefndi þess að bótaskylda verði aðeins viðurkennd að hluta og að málskostnaður falli þá niður. Helstu málsatvik og ágreiningsefni Stefnandi varð fyrir lík a mstjóni í slysi 2021 í æfingasal Y , þar sem hann starfaði sem yfirþjálfari , þegar hann v ar að prufukeyra æfingu sem hann hugðist láta þátttakendur á æfingu í gera . Æ fingin var gerð í fimleikjahringjum, sem héngu í svokölluðum , sem þræddi r voru á efri enda í gegnum augnró sem soðin var við múrbolta sem festur var í loftið. Slysið varð þegar a nnar strappinn slitnað i með þeim afleiðingum að stefnandi féll harkalega í gólfið á höfuð og herðar og var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl á Landspítala til aðhlynningar. Myndskeið af atvikinu er meðal gagna málsins . S tefnandi kveðst hafa verið óvinnufær með öllu sökum heilahristings sem hann hlaut í slysinu . Í vottorði læknis á Heilsugæslunni Sólvangi , dags. 14. september 2022 , segir með al annars um afleiðingar slyssins að eftir það hafi stefnandi verið mjög þreyttur , hann eigi erfitt með að hugsa og finna orð og sé mjög ljós - og hljóðfælinn. Hann hafi ekkert unnið frá slysinu, hann sé óvinnufær og þoli ekkert áreiti. Stefnandi telur vinnuveitanda sinn, X ehf. sem rek ur Y , bera skaðabótaábyrgð á slysinu og að afleiðingar slyssins fyrir hann séu bótaskyldar úr ábyrgðartryggingu 2 vinnuveitandans , sem ágreiningslaust er að í gildi var hjá stefnda á slysdegi . Stefnandi gerði þann 26. nóvember 2021 kröfu í ábyrgðartryggingu na , en stefndi hafnaði bótaskyldu m eð tölvupósti þann 8. júlí 2022 . Taldi stefndi að stefnandi hefði ekki sýnt fram á að slys hans y rði rakið til saknæms vanbúnaðar sem vátrygginga r taki g æti borið ábyrgð á. Þann 18. ágúst 2022 var þess óskað af hálfu stefnanda að félagið endurskoðaði afstöðu sína , en m eð bréfi 14. mars 2023 áréttaði stefndi fyrri afstöðu sína um höfnun á bótaskyldu. S tefnandi un ir ekki þeirri niðurstöðu og höfða r mál þetta ti l viðurkenningar á bótaskyldu stefnda vegna slyssins . B einir hann k röfu sinni að stefnda á grundvelli 1. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004 um vátrygginga r samninga. Stefnandi gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins og einnig gaf þar skýrslu B , fyrirsvarsmaður vátryggingartaka. Þá kom fyrir dóminn og bar vitni C , en hún er [tengd] stefnanda og jafnframt fyrrum starfsmaður vátryggingartaka . Verður vitnað til þess sem fram kom við skýrslugjöf fyrir dómi í niðurstöðukafla dómsins eftir því sem tilefni þykir vera til. Málsástæður og lagarök stefnanda Krafa stefnanda um viðurkenningu á bótaskyldu bygg ist á því að tjón hans sé bótaskylt úr ábyrgðartryggingu X ehf. á grundvelli meginreglu skaðabótaréttar um sök , enda verði slysið og þar með líkamstjón hans rakið til gáleysislegrar háttsemi og/eða athafnaleysis sem X ehf. beri ábyrgð á. Á fasteignareiganda hvíli rík skylda til þess að annast viðhald og umhirðu á eign sinni og öllu sem henni tilheyri, þ.m.t. tækju m sem notuð er u við rekstur, til að koma í veg fyrir að þeir sem eig i þangað erindi verði fyrir tjóni , og u m rekstraraðila gil di sömu reglur . L íkamsræktarstöðin t aki gjald af viðskiptavinum sínum fyrir afnot af tækjum í tækjasal stöðvarinnar og fyrir námsk eið sem hún st andi fyrir þar. E ðlilegt sé að gerðar séu ríkar kröfur til slíkra rekstraraðila um að þeir viðhaf i ráðstafanir til að hindra að við - skiptavinir og starfsmenn slasi sig í tækjum og á námskeiðum. Y sé ein af vin sælustu líkamsræktarstöðvum land sins og þangað sæki fólk daglega til þess að sinna líkamsrækt . R e kstraraðil i nn Y beri ábyrgð á að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsmanna sinna. O rsök slyssins sé að rekja til þess að rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar, vátryggingartakinn, hafi ekki sinnt viðhald i og umhirðu með tækjum sem notuð hafi verið í rekstrinum og hafi ekki gert ráðstafanir eða gripið til aðgerða sem ætlast verð i til af honum til að hindra að viðskiptavinir og starfsfólk yrði fyrir tjóni. V erklag , þar sem strapparnir vær u yfirfarnir á tveggja vikna fresti og að þeim væri skipt út ef farið væri að sjá á þeim , sem í höfnunarbréfi stefnda sé sagt haf a verið til, hafi ekki verið fyrir hendi þegar stefnandi lenti í slysi nu . Þ etta sé staðfest í færslu sem sett hafi verið 10. desember 2021 inn á facebook - hóp Y , hóp sem heiti Staff . Þar 3 kom i fram að eftir slysið hefði öllum ströppum verið skipt út og að búið væri að setja upp ferli þar sem reglulega væri farið í gegnum strappa og fylgst með festingum í lofti. Í sömu færslu í facebook - hópnum segi : Ef þið verðið vör við að einhver strappinn byrjar að eyðast (sem ætti ekki að gerast, sá sem slitnaði var 10 ára gamall) þá endilega látið vita, betra er augu en auga. Það sé á ábyrgð rekstraraðila Y að ströppunum h af i ekki verið ski pt út í 10 ár , en s tefnandi hafi enga vitneskju haft um að strapparnir væru orðnir svona gamlir. Þ etta sýni að öryggiskröfum hafi ekki verið fylgt á stöðinni og staðfesti að vátrygginga r taka hafi ekki getað dulist ásigkomulag strappa nna eftir allan þennan tíma. Færslan staðfesti jafnframt að ekki standist það sem stefndi segi um að verklagið haf i verið fyrir hendi þegar slysið varð . Söluaðilar str appa af umræddri tegund hafi mælt með því að þeim sé skipt út á ári hverju. Í leiðbeiningum á hei masíðu Rogue Fitness komi fram að strapparnir séu vara sem skipta þurfi út reglulega vegna þess að þ ei r slitn i eða eyð i st. F yrirsvarsmönnum vátryggingartaka og þeim starfsmönnum hans sem ann i st innkaup til stöðvarinnar hafi mátt vera þetta ljóst. Á rið 2018 hafi orðið slys á stöðinni þar sem festingar á hengirólu, sem festar voru upp í loft, hafi gefið sig. Í kjölfar þess slyss hafi rekstraraðilar líkams - ræktarstöðvarinnar sett festingar í loftið með múrboltum. Við færslu strappan n a úr öryggisfestingum yfir í múrbolta hafi rekstraraðilum stöðvarinnar ekki getað dulist það ásigkomulag sem strapparnir hafi verið komnir í , enda orðnir nokkurra ára gamlir. F rágangur hafi verið óforsvaranlegur að teknu tilliti til leiðbeininga framleiðan da . G anga hefði mátt frá festingunum á þann hátt að til staðar væri varagrip . Str apparnir hafi hangið berir í augnró eða múrbolt a. Í leiðbeiningum frá Rogue Fitness sé lögð áhersla á að engin brún sé á festingunni sem strapparnir hang i í. Annars sé hætta á að þeir slitni , sem get i valdið alvarlegu líkamstjóni eða dauða. Í leiðbeiningunum sé lagt til að strappa r nir liggi yfir slétt rör. Umræddar augnrær eða múrboltar uppfyll i alls ekki kröfur framleiðanda enda sé hvöss brún innan í augnrónum . S trappinn ligg i ekki sléttur þar sem augnróin sé hringlaga og á takið því ekki jafnt. Þessi frágangur sé ófor svaranlegur og kalli á enn meira eftirlit . S trapparnir slitn i mun hraðar við núninginn við augnrærnar , en rétt hefði verið að þeir væru tengdir við slétta festing u sem aftur yrði fest við múrboltana, hvort sem það hefði verið rör eins og lagt sé til af framleiðanda eða svokallaður franskur lás , e inkum ef ekki hafi staðið til að skipta þeim út reglulega eða hafa stöðugt eftirlit með þeim. Ö ryggi stefnanda hafi ekki verið tryggt með þeim hætti sem gera verð i kröfu til . Á því beri Y ábyrgð , sem rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar og sem vinnu veitand i stefnanda, sbr. m.a. 1. og 3. mgr. 54. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustu hætti og 13., 37. og 42. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu stöðum. Samkvæmt 1. mgr. 54. gr. reglugerðar nr. 941/2002 sk uli rekstri líkams ræktarstöðvar vera háttað á þann veg að heilsa og öryggi þeirra sem þangað kom i sé sem best tryggt. Í 4 3. mgr. sömu greina r segi m.a. að rekstraraðili beri ábyrgð á að tæki og búnaður til íþróttaiðkunar sé samkvæmt viðurkenndum öryggiskröfum. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 46/1980 hafi Y borið að tryggja að gætt væri fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað , en þannig skuli vinnustaður vera úr garði gerður s amkvæmt 1. mgr. 42. gr. laganna . Fylgja sk uli viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins, að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. H vorki hafi ver ið gætt fyllsta öryggis né góðs aðbúnaðar og hollustuhátta í samræmi við framangreindar reglur umrætt sinn. Y hafi vanrækt þær skyldur sem á líkamsræktarstöðinni hafi hvíl t samkvæmt lögum nr. 46/1980, enda geti það ekki talist fyllsta öryggi eða góður aðbú naður eða hollustuhættir að endurnýja ekki og yfirfara ekki strappa , sem hang i í nokkurra metra hæð úr loftinu. Rík aðgæsluskylda hvíli á rekstraraðila til þess að sjá um viðhald á tækjum en á því hafi greinilega orðið misbrestur þar sem ekki hafði verið skipt um strappa til samræmis við áskildar kröfur þar að lútandi. Þá hvíli einnig sú skylda á vinnuveitanda að tr yggja öryggi starfsmanna sinna og gesta , en með þessari háttsemi hafi vinnuveitandi stefnanda vanrækt þá skyldu sína með öllu. Við sakarmatið ber i að líta til þess að fyrirséð hafi verið að hætta væri á alvarlegu slysi ef strapparnir losnuðu eða slitnuðu. M jög fyrirhafnarlítið hefði verið og auðvelt að koma í veg fyrir slys með því að skipta út ströppunum og/eða fylgjast með ástandi þeirra og ganga frá þei m til samræmis við leiðbeiningar framleiðanda. T il hliðsjónar um það hvað felist í reglubundnu eftirli ti megi hafa reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim , og verði ekki gerðar vægari kröfur til rekstraraðila . Einnig megi hafa til hliðsjónar við sakarmatið ákvæði reglna um öryggi í íþróttahúsum , út gef inna árið 2003 af menntamála ráðu neytinu . R eglurnar taki til íþróttahúsa, íþróttasala og rýma þeim tengdum, ætlaðr a til hvers konar líkamsþjálfunar, íþróttakeppni og kennslu í íþróttum. Þ ar séu skrásettar eðli legar hátternisreglur sem rekstraraðila b eri að fylgja og á byrgð á vanrækslu á eftirliti með búnaði, sem gildi um rekstraraðila . R eglum framleiðanda strappanna um notkun þeirra, festingu og endingu hafi ekki verið fylgt , þeir hafi ekki verið settir rétt upp og frágangur þeirra verið óforsvaranlegur. Þ ví beri að sn úa sönnunarbyrðinni við og gera stefnda að sanna að slysið verði ekki rakið til þess hvernig strapparnir hafi verið settir upp eða til þess að ekki ha f i verið haft eftirlit með þeim og þeim skipt út reglulega. Allt framangreint fel i í sér bótaskylda háttsemi og g ál eysi . Skorað sé á stefnda, ef hann mótmæli lýsingu stefnanda um tegund strappanna eða hvenær þei m hafi síðast verið skipt út fyrir slysið , að leggja fram gögn um þetta. Samkvæmt 1. mgr. 79. gr. laga nr. 46/1980 ber i að tilkynna slys til V innu eftir - lits ins án ástæðulausra tafa , og þau slys þar sem líkur eru á að starfsmaður hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni skal tilkynna eigi síðar en innan sólarhrings. Slysið 5 hafi ekki verið tilkynnt til V innuefti rlits ins , enda þótt stefndi hafi þegar orðið óvinnufær og sé það enn. Af þessum sökum hafi tildrög slyssins ekki verið rannsökuð af hálfu V innu eftirlitsins og v erð i vinnuveitandi s tefnanda því að bera allan halla af mögulegum sönnunarskorti um tildrög sly ssins, ástæðum þess og aðstæðum á vinnustaðnum. Þannig verði að leggja frásögn stefnanda af slysinu og tildrögum þess til grundvallar niðurstöðu í málinu. Jafnframt ber i að meta allan óskýrleika um aðstæður stefnanda í hag. Hlutverk yfirþjálfar a fel i st í því að skipuleggja og stýra kennslu hópa og því að stýra öðrum þjálfurum og aðstoða þá . Yfirþjálfarar þurf i að vera hæfir stjórnendur, færir um að stýra hópum á öllum aldri og leiðbeina öðrum þjálfurum í vinnu. Hlutverk yfirþjálfara sé því að hafa faglega umsjón með öðrum þjálfurum, marka þjálfarastefnu, markmið og áætlun. Stefndi byggi á því í höfnunarbréfi að stefnandi hafi sem yfirþjálfari hjá átt að sjá um allt eftirlit með búnaði og að hann hefði gert það í talsverðan tíma áður en slysið varð. Á þa ð m egi fall a st að stefnanda hafi með sama hætti og öðrum starf s mönnum stöðvarinnar borið skylda til að láta vita af því ef hann yrði var við eitthvað í sambandi við ástand tækja eða annars búnaðar sem gæti haft í för með sér slysahættu. Engin slík skylda h afi á hinn bóginn hvílt á honum með tilliti til þess búnaðar sem tjónsatvik þessa máls varði þar sem strapparnir hafi verið festir við loft fasteignarinnar og þurft hafi einhvers konar lyftu til að komast í hæð festinga þeirra. Það hafi því verið ómögulegt fyrir hann að sjá í hvaða ástandi strapparnir hafi verið . S tefnandi hafi enga vitneskju haft um að strappa r nir væru orðnir gamlir og að ekki væri búið að skipta þeim út reglulega síðustu árin. Í skýrslu vinnuveitanda til stefnda k omi fram að tjón þoli, stefnandi, eigi ekki sjálfur sök á slysinu. R ík skylda hvíli á þeim sem reka líkamsræktarstöð fyrir viðskiptavini gegn gjaldi að gera ráðstafanir sem sanngjarnar meg i teljast til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsmanna. Augnrær hafi verið ó slétt a r í innanverðri lykkjunni , en f yrirhafnarlítið h efði verið að tryggja fullnægjandi aðstæður með því að skipta ströppum út reglulega . S tefnandi byggi kröfu sína á hendur stefnda á meginreglu íslensks skaðabótaréttar um sök , enda hafi vátryggingartaki sýnt af sér gáleysislega háttsemi og/eða athafnaleysi sem lei tt hafi til tjóns stefnanda. T jón stefnand a sé því bótaskylt úr ábyrgðartryggingu X sem í gildi hafi verið hjá stefnda á slysdegi. Stefnandi hafi hlotið áverka af slysinu og hafi verið óvinnufær frá slysdegi. Hann h afi sannanlega orðið fyrir tímabundnu atvinnutjóni í skilningi 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 með síðari breytingum. A uk þess hafi hann sannanlega orðið fyrir þjáningum í skilningi 3. gr. sömu laga. Hann hafi því lögvarða h agsmuni af því að fá dóm um viður - kenningu á bótaskyldu og vísi um heimild til þess til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 . J afnframt sé ljóst að hann h afi orðið fyrir varanlegum miska og örorku í skilningi 4 . 7. gr. skaðabóta laganna og aflað verð i mats á þe im þáttum. Kröfur stefnanda styðj i st við skaðabótalög , auk almennra ólögfestra reglna skaðabótaréttar um sök. Jafnframt sé 6 vísað til laga nr. 30/2004 um vátrygginga r samninga , til laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og regluge rða sem settar hafa verið á grundvelli þeirra laga, þ.m.t. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti og reglugerð ar nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim og til reglna um öryggi í íþróttahúsum , gef inna út af menntamálaráðuneytinu 2003 . Um máls kostnað sé vísað til XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. þeirra. Stefnand a sé nauðsyn á að tekið verði tillit til virðisauka skatts við ákvörðun málskostnaðar þar sem hann sé e kki virðisaukaskatt s skyldur aðili samkvæmt lögum nr. 50/1988. Málsástæður og lagarök stefnd a Stefndi kveðst byggja sýknukröfu sína á því að sök vátrygginga r taka sé með öllu ósönnuð. Ó sannað sé að tjónið megi rekja til gáleysislegrar háttsemi og/eða athafnaleysis sem vátrygginga r taki ber i skaðabótaábyrgð á að lögum. S önnunarbyrði um orsök tjóns hvíli á stefnanda sjálfum. Slysið verði einungis rakið til óhappatilviljunar eða eigin sakar stefnanda og því beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Á slysdegi hafi stefnandi gegnt stöðu yfirþjálfara hjá og hafi hann þá starfað hjá vátrygginga r taka frá 2013 eða í tæp átta ár. Hluti af starfsskyldum hans hafi meðal annars verið að annast daglegt eftirlit með búnaði sem notaður hafi verið í æfing um og ganga úr skugga um að búnaðurinn væri í lagi. Samkvæmt viðhöfðu verklagi hafi stefnandi átt að yfirfara búnað, þ.m.t. strappana, á tveggja vikna fresti og skipta búnaði út ef farið var að sjá á honum. Stefnandi hafi til dæmis tekið út lóðaplötur sem farið hafi verið að sjá á og athugað með stangir og hafi smur t þær eða t ekið þær úr umferð. F ráleitt sé að í færslu á f acebook - hóp starfsmanna Y 10. desember 2021 , sem vísað sé til í stefnu, sé að finna þá staðhæfingu að ekki hafi verið t il staðar verklag á slysdegi og því sé alfarið vísað á bug af hálfu stefnda. Þrátt fyrir að verklag i hafi verið breytt eftir slysaatburð fel i það ekki í sér staðfestingu á sök vátrygginga r taka. Í sömu f acebook - færslu sé því haldið fram að strapparnir sem hafi verið í fimleikahringjunum, þegar óhappið hafi orðið , hafi verið 10 ára gamlir. Þ ví sé hafnað sem ósönnuðu , starfsmaður inn sem skrifaði færsluna hafi ekki verið byrjaður að starfa hjá vátrygginga r taka 10 árum fyrir slysdag og ekki sé ljóst hvaðan þ ess ar upplýsingar komi . Því sé hafna ð að vátrygginga r taki haf i vitað eða mátt vita að strapparnir sem hé ldu fimleikahringjunum hafi verið orðnir slitnir eða ónothæfir. Ekki ligg i fyrir hvert ástand strappanna hafi verið árið 2018 , þegar annar starfsmaður hafi orðið fyrir slysi . Þ ví sé óljóst hvað vátrygginga r taka mátti ekki hafa dulist þegar strapparnir hafi verið færðir úr öryggisfestingum yfir í augnró sem soðin var við múrbolta. Í leiðbeiningum á heimasíðu Rogue Fitness sé hvergi að finna upplýsingar um að ströppum eigi að vera skipt út á hverju ári heldur segi þar að ströppunum fylgi eins árs 7 ábyrgð. Eins árs ábyrgð framleiðanda feli ekki í sér leiðbeiningar um að skipta eigi vörunni út á eins árs fresti. Ekki verð i séð af fyrirliggjandi mynd að augnróin h afi verið óeðlilega gróf að innan og til þess fallin að skera böndin í sundur. S érhannaðar festingar fyrir slíka strappa séu ekki til, en eðlilegt sé að þræða þá í augnró. Því sé mótmælt að vátrygginga r taki hafi á einhvern hátt brotið í bága við ákvæði la ga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnust öðum eða reglna sem af þeim lögum leiða. Hvað varð i tilvísun stefnanda til reglugerðar nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim sé því hafnað, með vísan til 2. gr. u m gildissvið, að hún eigi við í máli þessu og hafi einhverja þýðingu við sakar mat. Hið s ama eigi við um reglur um öryggi í íþróttahúsum , en fram k omi í 1. gr. reglnanna um gildissvið að reglurnar taki ekki til líkamsræktar - eða þreksala sem sé óviðkomandi starfsemi íþróttahúsa. Þá sé því mótmælt að meintur skortur á því að tilkynna um óhapp stefnanda til Vinnueftirlitsins leið i til þess að stefndi ber i halla n n af sönnunarskorti um atvik máls, tildrög slyssins og aðstæðu r á slysstað , enda ligg i ljóst fyrir hvernig slysið hafi atvikast og hvernig aðstæður hafi verið á þeim tíma. S ýkna beri stefnda af öllum kröfum stefnanda þar sem ósannað sé að óhapp hans sé að rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi vátryg g inga r taka. Verði talið að ekki hafi verið um hreint óhappatilvik að ræða byggi stefndi á því að þar sem það hafi verið í verkahring stefnanda að yfirfara ástand búnaðar hafi honum mátt vera það ljóst, ef ein - hverjum, að strappinn sem slitnaði hafi verið slitinn eða gamall. Verði s lys stefnanda rakið til saknæms vanbúnaðar sem vátryggingartaki geti bor - ið ábyrgð á eða verði það rakið til saknæmra mistaka annarra starfsmanna vátryggingar - taka kref ji st stefndi þess til vara að bótaskylda verði aðeins viðurkennd að hluta vegna eigin sa kar stefnanda , með vísan til 1. mgr. 23. gr. a skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefn and i sé meðábyrg ur í tjóni sínu og hafi valdið slysinu af stórkostlegu gáleysi þar sem hann hafi ekki kannað ástand strappan n a áður en hann hafi notað þá. H ann hafi í ljósi stö ðu sinnar sem yfirþjálfari og með tillit i til starfsaldurs átt að ganga úr skugga um að búnaður inn væri í lagi. Um lagarök vís i stefndi til meginreglna skaðabótaréttar, einkum um sönnun tjóns og sönnunarbyrði og eigin sök tjónþola. Þá sé vísað til skaðabó talaga nr. 50/1993 og til laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. M álskostnaðarkrafa bygg ist á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða Mál þetta snýst um bótaskyldu vegna slyss. Málsatvikum og ágreiningsefnum er lýst í sérstökum kafla hér að framan og vísast til þess sem þar kemur fram. Krafa stefnanda um viðurkenningu á bótaskyldu stefnda byggist á því að öryggi hans hafi ekki verið tryggt svo sem g era megi kröfu til og á því be ri vátryggingartaki 8 ábyrgð , sem eigandi fasteignar, rekstraraðili líkamsræktarstöðvar og sem vinnuveitand i stefnanda . Stefnandi telur að f rágangur strappanna hafi verið óforsvaranlegur að teknu tilliti til leiðbeininga framleiðanda þeirra. Þær leiðbeiningar eru meðal gagna málsins og er ágreiningslaust að þær eigi við um þann strappa sem slitnaði . Fallist er á það með stefnda að ekki verði dregin sú ályktun af þeim leiðbeiningum að ætíð beri að skipta út ströppum á eins árs fresti. Á hinn bóginn er ótvírætt að s a mkvæmt leiðbeiningunum áttu slíkir strappar a ð liggja yfir slétt ávalt yfirborð en ekki kantað . L agt er til að þeir sé u hengdir upp þannig að þeir séu að ofanverðu lagðir yfir lárétt rör með slétt u yfirborði . Óumdeilt er að ekki var gengið frá búnaði með þessum hætti heldur voru strappar þræddir í gegnum augnró , sem aftur var boltuð við loft , sem var í 4,5 metra hæð yfir gólfi sam - kvæmt fram burði fyrirsvarsmanns vátryggingartaka fyrir dómi . Mynd ir af slík um augn - ró m liggja fyrir í mál inu , sem sýn a að innra yfirborð þeirra þar sem strappinn liggur í lykkjunni er óslétt . S tefndi hefur einnig lagt fram ljósmyndir af strappanum sem slitnaði þar sem sést hvernig hann hefur trosnað . Að þessu virtu þ ykir hafið yfir vafa, og fær það meðal annars stoð í fram burði fyrirsvarsmanns vátryggingartaka , að strappinn hafi orðið fyrir sliti af núningi við óslétt innra yfirborð augnró a r og farið loks alveg í sundur með þeim afleiðingum að stefnandi féll í gólfið og slasaðist. Þessi frágangur var ekki í samræmi við leiðbeiningar frá framleiðanda um hvernig uppsetningu skyldi hagað til að forða líkamstjóni eða dauða við notkun, svo sem það er þar orðað . Fallist er á það með stefn anda að sá frágangur var óforsvaranlegur. A uðveldlega og með litlum tilkost naði hefði mátt hengja strappann upp með öðrum og öruggari hætti og til þess mátti með sanngirni ætlast af v átryggingartaka , sem bar að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja öryggi viðskiptavina sinna og starfsmanna . Í aðilaskýrslu stefn an da fyrir dómi kom fram að það var hending ein sem réð því að það var hann, en ekki einhver viðskipta vinur vátryggingartaka , sem varð fyrir slysi þegar strappinn slitnaði þann 2021. S tefndi heldur því fram að það hafi verið í verkahring stefnanda sem y firþjálfara að sjá til þess að tæki og búnaður væri í lagi. Í fram burði fyrirsvarsmanns vátryggingartaka fyrir dómi kom fram að og meðeigandi sjái um rekstur stöðvarinnar og að hann, auk stefnanda og annarra starfsmanna , sjái um að laga það sem þurfi að laga. Þá s taðfesti fyrirsvarsmaðurinn að ekki hefði verið til skriflegt verklag um reglulegt eftirlit með búnaði og kvað hann það hafa verið klaufaskap og hugsunarleysi hjá Stefnandi kveðst ekki hafa borið neinar sky ldur varðandi eftirlit með búnaði . Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur við stefnanda og e kki liggur fyrir verklýsing um starf hans sem yfirþjálfara eða skyldur að þessu leyti . Í tilkynningu vátryggingartaka, sem vinnuveitanda stefnanda , til stefn da um slysið , dags. 21. september 2021 , kemur fram að tjónþoli eigi ekki sjálfur sök á slysinu . Þ ar og í öðrum gögnum málsins kemur 9 fram að slysið var ekki tilkynnt til Vinnueftirlitsins . Ekki verður á það fallist með stefnda að enginn sönnunarskortur hafi af þessari vanrækslu hlotist, enda verður að æ tla að könnun V innueftirlits ins hefði getað leitt í ljós hvort verklag um eftirlit með umræddum búnaði hafi verið fyrir hendi á vinnustaðnum , svo sem stefndi heldur fram, og þá hv ort í því hafi falist að einhverjar slíkar skyldur hafi hvílt á stefnanda. Í þ essu efni nægir ekki að fyrir liggi myndskeið af slysinu sjálfu og þ annig sé upplýst um aðstæður og atvik . S tefndi , sem ekki hefur með öðrum viðhlítandi hætti sannað að eftirlit með umræddum búnaði hafi verið á verksviði stefnanda , verður að bera hallann af vanrækslu vátryggingartaka á tilkynningu til Vinnueftirlits ins . Þ ví ber að leggja til grundvallar við úrlausn málsins frásögn stefnanda og tengds vitnis um að reglulegt eftirlit með sliti á ströppum í umræddum æfingasal hafi ekki verið í hans verkahring. Að virtu öllu framangreindu þykir stefnandi hafa sýnt fram á að slys hans sé að rekja til saknæmrar vanrækslu vátryggingartaka eða starfsmanna sem hann ber ábyrgð á, annarra en stefnanda , á a ð tryggja öryggi notenda búnaðarins . Því er hafnað þeirri máls ás tæðu stefnda að sök vátryggingartaka sé ósönnuð. Stefnda hefur ekki tekist að sanna að stefnandi sé meðábyrgur. S ýnt hefur verið fram á það í gögnum málsins að stefnandi varð fyrir líkamstjóni í slysinu og hefur hann því lögvarða hagsmuni af því að fá dæmt um viðurkenningar kröfu sína um bótaskyldu stefnda, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 . V erður með vísan til alls framangreinds fallist á þá kröfu stefnanda . Með vísan til 1. mgr. 130. gr. sömu laga verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt málskostnaðarreikning i, svo sem krafist er og nánar greinir í dómsorði. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Viðurkennd er bótaskylda úr ábyrgðartryggingu X ehf. h já stefnda , Sjóvá - Almennum tryggingum hf., vegna afleiðinga slyss sem stefnandi , A , varð fyrir í Y þann 2021. Stefndi greiði stefnanda 2.091.000 krónur í málskostnað. Kristrún Kristinsdóttir