1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness fimmtu daginn 12. desember 201 9 í máli nr. S - 735 /201 9 : Ákæruvaldið ( Ásmunda Björg Baldursdóttir saksóknari ) gegn Guðmundi Karli Snæbjörnssyni ( Guðmundur Skúli Hartvigsson lögmaður ) I Mál þetta, sem dómtekið var 4. desember s.l., höfðaði héraðssak sóknari með svohljóðandi ákæru 26. júní 2019 á hendur Guðmundi Karli Snæbjörnssyni, 000000 - 0000 , Lundi 8 - 12, Kópavogi ; A. Á hendur ákærða sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins A , kt. 000000 - 0000 , nú afskráð, fyrir meiri háttar brot gegn skatta - og bókhaldslögum með því að hafa: 1. Eigi staðið skil á skattframtölum einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma gjaldárin 2010 til og með 2014 vegna rekstraráranna 2009 til og með 2013 . Með framangreindu taldi ákærði fyrir hönd félagsins ekki fram til skatts tekjur sem skattskyldar eru samkvæmt B - lið 7. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og með því komið félaginu undan greiðslu tekjuskatts, samtals að fjárhæð kr. 12.334.522 , sem sundurliðast sem hér greinir: Rekstrarárið 20 09 Re kstrar tekjur: kr. 135.043.272 Rekstrargjöld: kr. 107.771.189 T ekjuskattsstofn: kr. 27.272.083 Áætlaður tekjuskattsstofn ásamt álagi: kr. 2.300.000 Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 24.972.083 Vanframtalinn tekj uskattur, tekjuskattsprósenta 15 % kr. 3.745.812 Rekstrarárið 2010 Re kstrar tekjur: kr. 238.470.031 Rekstrargjöld: kr. 218.444.839 2 T ekjuskattsstofn: kr. 20.025.192 Áætlaður tekjuskattsstofn ásamt álagi: kr. 1.150.000 Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 18.875.192 Vanframtalinn tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 18% kr. 3.397.535 Rekstrarárið 2011 Re kstrar tekjur: kr. 345.932.395 Rekstrargjöld: kr. 336.957.423 T ekjuskattsstofn: kr. 8.974.972 Áætlaður tekjuskattsstofn ásamt álagi: kr. 0 Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 8.974.972 Vanframtalinn tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 20% kr. 1.794.994 Rekstrarárið 2012 Re kstrar tekjur: kr. 443.127.534 Rekstrargjöld: kr. 427.051.963 T ekjuskattsstofn: kr. 16.075.571 Áætlaður tekjuskattsstofn ásamt álagi: kr. 575.000 Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 15 .500.571 Vanframtalinn tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 20% kr. 3.100.114 Rekstrarárið 2013 Re kstrar tekjur: kr. 351.722.091 Rekstrargjöld: kr. 349.091.760 T ekjuskattsstofn: kr. 2.630.331 Áætlaður tekjuskattsstofn ásamt álagi: kr. 1.150.000 Vanframtalinn tekjuskattsstofn: kr. 1.480.331 Vanframtalinn tekjuskattur, tekjuskattsprósenta 20% kr. 296.066 3 Vanframtalinn tekjuskattsstofn samtals öll árin : kr. 69.803.149 Vanframtalinn tekjuskattur samtals öll árin : kr. 12.334.522 2. Látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald fyrir einkahlutafélagið á lögmæltum tíma rekstrarárin 2009 til og með 2014 o g vanrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn með fullnægjan di hætti. B. Á hendur ákærða fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa vanrækt að standa skil á skattframtölum sínum á lögmæltum tíma gjaldárin 2010 til og með 2014, vegna tekjuáranna 2009 til og með 2013. Með framangreindu taldi ákærði ekki fram til skatts tekjur sem skattskyldar eru samkvæmt 1. tl. A - liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. einnig 19. og 21. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, en með því komst ákærði hjá að greiða tekjuskatt og útsvar tekjuárin 2010 og 201 1 að fjárhæð kr. 4.618.830, sem sundurliðast sem hér greinir: Tekjuárið 2010 : Tekju - og útskattur: Vanframtalið reiknað endurgjald kr. 7.140.000 Úttektir kr. 15.790.500 kr. 22.930.500 Áætlaður tekjuskattsstofn ásamt álagi kr. 14.950.000 Vanframtalinn tekjuskattsstofn kr. 7.980.500 T ekjuskattur , skattprósenta 33,0% kr. 2.633.565 Útsvar, útsvarsprósenta 13,28% kr. 1.059.810 (Tekjur af stofni yfir 7.800.000 kr. ) Ónýttur persónuafsláttur kr. 0 Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals: kr. 3.693.375 Tekjuárið 2011 : Tekju - og útskattur: Vanframframtalið reiknað endurgjald kr. 7.140.000 Úttektir kr. 12.109.685 kr. 19.249.685 Áætlaður tekjuskattsstofn ásamt álagi kr. 1 7.25 0.000 4 Vanframtalinn tekjuskattsstofn kr. 1.999.685 T ekjuskattur , skattprósenta 31,8% kr. 635.900 Útsvar, útsvarsprósenta 14,48% kr. 289.554 (Tekjur af stofni yfir 8.166.600 kr.) Ónýttur persónuafsláttur kr. 0 Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals: kr. 925.454 Samtals vangre iddur tekjuskattur og útsvar: kr. 4.618.830 Framangreind brot ákærða samkvæmt 1. tl. A hluta og B hluta ákæru tel jast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 2. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, að því er varðar 1. tl. A liðar og B liðar ákæru og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofn a sveitarfélaganna að því er varðar B lið ákæru. Framangreind brot ákærða samkvæmt 2. tl. A hluta ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1995, að því er varðar 2. tl. A liðar ákæru. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. II Við fyrirtöku málsins á dómþingi 4. desember 2019 féll ákæruvaldið frá ákærulið B hér að framan , en sá liður varðar persónuleg skattskil ákærða . Að þeirri yfirlýsingu fenginni játaði ákærði skýlaust sakargiftir samkvæmt ákærulið A. Þar sem dómari taldi ekki ástæðu til a ð draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var ákveðið að fara með málið að hætti 164. gr. laga nr. 88/2008 eftir að sækjanda og verjanda hafði verið gefinn kostur á tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga . Samkvæmt því telst sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið A , og varða brot hans samkvæmt 1. tl. þess ákæruliðar við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 2. mgr. 109. gr. laga nr. 9 0/2003 um tekjuskatt , en brot hans samkvæmt 2. tl. sama ákæruliðar varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1995. Hefur ákærði unnið sér til refsingar fyrir þá háttsemi sem þar greinir. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög framast leyfa og að málskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði að öllu leyti eða að hluta. 5 Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavotto rði gekkst hann undir sáttargreiðslu að fjárhæð 93.300 krónur hjá Tollgæslu Íslands 10. desember 2012 fyrir brot gegn tollalögum , en það brot hefur ekki áhrif á ákvörðun viðurlaga í máli þessu. Við ákvörðun refsingar verður te kið tillit til þess að ák ærði játaði skýlaust sök og leitaðist við að upplýsa málið við rannsókn þess. Þegar litið er hins vegar t il fjárhæðar vanskila ákærða teljast brot hans meiri háttar í skilningi 1. og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1 940 . Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði, sem að framanrituðu virtu þykir þó rétt að binda skilorði eins og nánar greinir í dómsorði. Samhlið a skilorðsbundinni refsivist verður ákærð i samkvæmt fyrirmæl um 2. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og 1. og 2. tl. 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, dæmdur til greiðslu fésektar. Í sam ræmi við dómaframkvæmd verður hún ákveðin þreföld sú fjárhæð sem vangoldin var, eða samtals 37.0 04.000 krónur. Skal sektin greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, ella sæti ákærði fangelsi í 360 daga. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað málsins, en þar er u m ræða kostnað v egna verja ndastarfa á rannsóknarstigi, 1.054.620 krónur, auk þóknunar til skipaðs verjanda ákærða fyrir dómi, Guðmundar Skúla Hartvigssonar lögmanns, sem ákveðst 527.000 krónur, að virðisaukaskatti meðtöldum. Ingimundur Einarsson héraðsd óma ri kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, Guðmundur Karl Snæbjörnsson, sæti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum að tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá greiði ákærði 37.004.000 krónur í fésekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja, en sæti ella fangelsi í 360 dag a. Ákærði greiði samtals 1.581.620 krónur í sakarkostnað, þar af 527.000 krónur í þóknun til skipaðs verjanda síns fyr ir dómi, Guðmundar Skúla Ha r t vigs sonar lögmanns. Ingimundur Einarsson