Héraðsdómur Reykjaness Dómur 15. nóvember 2024 Mál nr. E - 1572/2024 : Victoria Rita Jaroslavsdóttir ( Kristín Eva Geirsdóttir lögmaður ) g egn Elena Ivanova Tryggvason ( Kristján Gunnar Valdimarsson lögmaður ) Dómur Með stefnu, þingfestri 26. júní sl., höfðaði Victoria Rita Jaroslavsdóttir, kt. [...] , [...] , mál á hendur Elena Ivanova Tryggvason, kt. [...] , [...] . Dómkröfur stefnanda eru að stefnda greiði henni 4.166.725 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. mars 2024 til 26. júlí 2024 en frá þeim degi samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að stefnda greiði henni bætur að álitum samkvæmt mati dómsins. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefndu. Stefnda krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Til vara krefst stefnda þess að bætur til stefnanda verði lækkaðar verulega að mati dómsins. Til þrautavara, verði stefnda dæmdi til greiðslu bóta, er gerð krafa til skuldajafnaðar að fjárhæð 258.478 krónur, á grundvelli skaðabótaábyrgðar stefnanda, vegna vanefnda hennar á fóðursamningi á milli aðila, sem var ólögmæt og saknæm. Þá er kra fist málskostnaðar. Aðalmeðferð fór fram þann 1. nóvember sl. og var málið dómtekið að málflutningi loknum. Málsatvik. Samkvæmt gögnum málsins auglýsti stefnda á samfélagsmiðlum, þann 4. júlí 2023, eftir góðu fóðurheimili fyrir 2ja ára tík, Pembroke Wel sh Corgi, ættbókarfærða hjá Hundaræktarfélagi Íslands (HRFÍ). Um sýningar hund væri að ræða, orkumikinn sem 2 elskaði útivist. Ljósmynd af hundinum fylgdi auglýsingunni ásamt mynd af viðurkenningum, væntanlega frá sýningum. Óskað var eftir skilaboðum fyrir f rekari upplýsingar. Stefnandi setti sig í samband við stefndu samdægurs og tók stefnandi við hundinum þann sama dag. Stefnda var þá að fara erlendis en hún átti fleiri hunda og að hennar sögn voru aðrir hundar á heimilinu vondir við umræddan hund með hei tið Farta. Gerðu aðilar með sér skriflegan fóðursamning vegna hundsins þann 7. október 2023. Stefnda hafði sýnt hundinn á hundasýningum og setti þá skilmála í samning aðila að hún hefði heimild og rétt til að skrá hundinn á sýningar en stefnda var áfram e igandi hundsins. Í smáskilaboðum milli aðila frá ágúst 2023 kemur fram að hundurinn sé orðinn 11 kg og stefnda tekur sérstaklega fram við stefnanda að hann megi alls ekki þyngjast meira, 11 kg séu hámark fyrir hundinn. Þá ítrekar stefnda að hundurinn sé látinn hlaupa frjáls úti en ekki í taumi. Að auki var stefnandi látin vita af hundasýningu 2. mars 2024 sem hundurinn var skráður á. Fyrir fyrirhugaða hundasýningu á vegum HRFÍ þann 2. mars sl. gengu skilaboð á milli stefnanda og stefndu um holdafar hun dsins. Kemur fram í skilaboðunum að eigandi hundsins ítreki við stefnanda að hundurinn sé orðinn allt of feitur og sé ekki látinn hreyfa sig nægjanlega. Þá sé mataræði hans ekki rétt. Þann 2. febrúar sl. sendi lögmaður stefnanda stefndu bréf þar sem ste fnandi hafði áhyggjur af hundinum og því að stefnda hefði reynt að taka hundinn af stefnanda án hennar samþykkis þann 30. janúar sl. er tveir menn komu að heimili hennar en stefnandi var ekki heima. Þá er tekið fram í bréfinu að ekki séu forsendur til þess að títtnefndur fóðursamningur sé í gildi milli aðila lengur. Leggur lögmaður stefnanda til að sættir verði reyndar og stingur upp á þeim möguleika að segja fóðursamningnum upp og gera kaupsamning um hundinn í staðinn. Er því lagt til m.a. að eignarhald hu ndsins verði fært endurgjaldslaust til stefnanda eða fyrir ákveðna fjárhæð sem aðilar komi sér saman um. Þann 8. febrúar svaraði lögmaður stefndu lögmanni stefnanda og mótmælti efni bréfs lögmanns stefnanda. Kvað hann lögreglu hafa farið að heimili stefn anda, en ekki að ábendingu stefndu, þann 30. janúar sl. Þá benti lögmaðurinn á að ef stefnandi teldi fóðursamninginn ekki lengur vera í gildi bæri henni að skila stefndu hundinum og fengi hún endurgreiddan kostnað vegna fóðurs, 60.000 krónur. Þá hafnaði lö gmaður stefndu þeirri tillögu stefnanda að eignarhald hundsins yrði fært til stefnanda. Þá er stefnanda 3 bent á að ágreiningur aðila snúist um að hundurinn sé orðinn of feitur, hann sé skráður á hundasýningu 3. mars nk. og geti ekki sýnt í því ástandi sem h ann sé kominn í en um verðlaunahund sé um að ræða. Þá taldi lögmaður stefndu möguleikana vera þrenns konar: Samningi yrði rift og hundinum skilað gegn greiðslu fyrir fóður í sjö mánuði, 60.000 krónum. Stefnandi myndi kaupa hundinn á innflutningsverði, 1 mi lljón króna, og ræktandi fengi eitt got eða samningi yrði haldið áfram óbreyttum og stefnandi sæi til þess að hundurinn léttist og yrði í ástandi til keppni og sýningar. Hundurinn yrði þannig tilbúinn að taka þátt í keppni í byrjun mars. Þá segir að verði samningi haldið áfram þurfi að eiga sér stað sáttafundur til að bæta samkomulag aðila. Stefnda sé tilbúin til að láta reyna frekar á samninginn og taka tillit til stefnanda og hundsins með þeirri mikilvægu forsendu að hundurinn geti tekið þátt í sýningu og keppni. Óskaði lögmaður stefndu eftir viðbrögðum eigi síðar en 9. febrúar kl. 14.00. Segir að verði hundurinn ekki keyptur á innflutningsverði eða samningi haldið áfram verði fóður samningnum rift og þá beri að skila hundinum enda verði fóðurkostnaður g reiddur. Þann 12. febrúar svaraði lögmaður stefnanda bréfi lögmanns stefndu og m.a. mótmælti því að hundurinn væri of þungur svo og að ekki væri hægt að sýna hann. Þá lægi ekki fyrir mat dómara eða dýralæknis um að hundurinn væri of feitur, það væri hugr fóðursamninginn. Þá sé ekkert tekið fram í reglum um skráninga á sýningar á vegum HRFÍ að hundurinn þurfi að vera í ákveðnu formi. Því sé ekkert til fyrirstöðu um að hundurinn taki þátt í keppni. Hvort hann vinni verði byggt á öðrum forsendum. Hafnaði stefnandi því að hafa brotið skilmála fóðursamningsins. Lagði stefnandi fram nýjar tillögur að lausnum, þannig að fóðursamningi yrði sagt upp og kaupsamningur um hundinn gerður þannig að stefnandi greiddi 100.000 krónur fyrir hann. Stefnda ætti þá rétt til að velja einn hvolp úr næsta goti hundsins. Fóðursamningi yrði rift og stefnda greiddi stefnanda efndabætur sem væru áætlaðar 811.000 krónur auk lögmannskostnaðar og miskabóta og hundinum skilað til stefndu. Í tölvupósti þann 13. febrúar upplýsti lögreglan lögmann stefnanda um að lögreglan hefði farið að heimili stefnanda þann 30. janúar vegna tilkynningar um vanrækslu á hundi, en enginn hefði komið til dyra. Erindi lögreglu haf i því verið lokað. Þann 26. febrúar sendi lögmaður stefnanda lögmanni stefndu bréf og kvaðst ekki hafa fengið neinar staðfestingar frá því í janúar sl. um staðsetningu og stund á sýningu þann 2. mars nk. Taldi stefnandi því að tilkynning um sýningu hunds ins væri niður fallin. 4 Stefnandi lagði fyrir stefndu nýtt tilboð og bauð stefndu greiðslu að fjárhæð 200.000 krónur fyrir hundinn og að eignarrétturinn færðist yfir til stefnanda við greiðslu kaupverðs. Þá ætti stefnandi rétt á að fá alla hvolpa úr næsta g oti að undanskildum einum. Tölvupóstssamskipti milli lögmanna frá 26. febrúar sl. liggja fyrir þar sem rætt er um meintar vanefndir á fóðursamningnum auk kvíða og ótta stefnanda og skaðabótaskyldu stefndu. Hundasýning á vegum HRFÍ fór fram þann 2. mars sl. og kom stefnandi þangað með hundinn. Kvaðst stefnda fyrir dóminum hafa afhent stefnanda þar yfirlýsingu um riftun á fóðursamningi aðila. Sýndi stefnda hundinn og kvaðst eftir það hafa afhent dóttur sinni hundinn og farið með aðra hunda, sem hún var ei nnig að sýna, í sýningarhring. Varð orðasenna á milli stefnanda og dóttur stefndu vegna hundsins og mun lögregla hafa verið kölluð til en engin gögn eru um það í málinu. proportions, correct bones, sufficient head type, running eyes disturb the expression, dark eyes, sligthly loweset ears, correct neck and topline, nice orechest, a bit short upperarm, strong body, SHOWN IN A VERY HEAVY CONDITION; NEEDS TO DIET, correct rear, soft coat, Keppti hundurinn í opnum flokki, fékk einkunnina very good og 2. sæti. Í gögnum málsins liggur fyrir excel - skjal sem er yfirlit kreditkortafærslna stefnanda vegna verslunar í gælud ýrabúð frá 7. júlí 2023 til 9. febrúar 2024, samtals 229.726 krónur. Vottorð frá dýralækni frá 4. mars sl. liggur fyrir þar sem kemur fram að líkamlegt ástands hundsins og skapgerð sé eðlileg en hundurinn sé of þungur, eða 13 kg. Dýrið sé í holdastigi 6/9 og mælt sé með breytingu á mataræði og megrun. Annars sé hún flott tík. Þá liggur fyrir staðfesting sálfræðings frá 16. apríl sl. um viðtal við stefnanda og eigin mann hennar 21. mars sl. og segir að um vaxandi streitu hafi verið að ræða síðustu mánuði þ ar sem stefnda hafi verið að áreita stefnanda og mann hennar á ýmsan hátt, þ. á m. á þeirra heimili og fyrir utan heimilið, að upplifun sé um að þau hafi stöðugt verið í hættu ef þau færu út með tíkina og að hún yrði tekin af þeim fyrirvaralaust. Þá hafði stefnandi áhyggjur af því að stefnda ætlaði sér meira að hagnast á hundinum en að annast hana af heilindum. Hafi áreitið valdið stefnanda verulegum kvíða, streitu og vanlíðan. Þá hafi hún einnig upplifað líkamlega árás frá stefndu þar sem hún hafi ráðist a ð henni á 5 hundasýningu fyrr á árinu sem hafi leitt til þess að athygli hafi verið verulega beint að þeim og lögregla tilkölluð. Umsögn HRFÍ frá sýningu hundsins 8. 9. júní sl. liggur fyrir. Fékk hundurinn Excellent í gæðadómi og 1. sæti. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir aðalkröfu sína um skaðabætur á því að hún eigi rétt á bótum úr hendi stefndu vegna alls þess tjóns sem stefnda hafi bakað henni með ólögmætri og fyrirvaralausri riftun á fóðursamningi aðila frá 7. október 2023, með rif tunarbréfi þann 2. mars sl. Stefnandi hafi strax frá móttöku riftunaryfirlýsingarinnar mótmælt henni harðlega. Í því sambandi bendir stefnandi á að stefnda hafi ekkert tilefni haft til riftunarinnar, auk þess sem engin aðvörun um riftun hafi verið send ste fnanda áður en til hennar kom. Í riftunaryfirlýsingu stefnda frá 2. mars 2024 er vísað til þess að það væri stefnandi sem hefði vanefnt fóðursamninginn. Rökstuðningur riftunarinnar sé sá að stefnandi sjálf hafi talið samninginn riftanlegan vegna vanefnda af hálfu stefndu. Stefnandi mótmælir framangreindu og bendir á að svo virðist sem grundvöllur riftunar stefndu sé eigin vanefnd sem stefnandi hafi talið vera verulega. Aftur á móti, með því að mæta með hundinn á hundasýninguna þann 2. mars sl., sé ljóst að stefnandi hafði í hyggju að standa við fóðursamninginn, enda hafði stefnda sjálf boðað stefnanda á sýninguna. Með tölvupósti lögmanns stefndu til lögmanns stefnanda, dags. 27. febrúar 2024, hafi stefnda hafnað öllum kröfum stefnanda og krafist þess að ste fnandi virti efni fóðursamningsins með því að mæta með hundinn á hundasýninguna samkvæmt boðun. Í bréfi lögmanns stefndu, dags. 8. febrúar 2024, komi fram að stefnandi hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart samningnum þar sem hundurinn væri orðinn of feitur. Fóðursamn ingurinn kveður aðeins á um heimild ræktanda til þess að skrá hundinn í keppnir og/eða á sýningar. Fóðursamningurinn gerir ekki kröfu til þess að fóðuraðili, þ.e. stefnandi, sjái um hundinn á þann veg að hundurinn muni vinna sýningar eða skyldi r æktanda til að skrá hundinn í keppnir og/eða á sýningar. Gerð er sú krafa að fóðuraðili, þ.e. stefnandi, sinni hundinum á þann hátt að ræktandi geti nýtt réttindi sín samkvæmt samningnum. Er á því byggt að stefnandi uppfyllti allar sínar skyldur samkvæmt s amningnum. Sönnunarbyrði um annað hvíli á stefndu. 6 Með öðrum orðum hafi stefnda byggt eigin riftun á fóðursamningi á eigin verulegum vanefndum. Stefnandi hafði lýst yfir óánægju með háttsemi stefndu í tengslum við fóðursamn inginn og túlkun hans. Á því sé byggt að stefnda geti ekki byggt rétt sinn á eigin órétti. Stefnda hafi rift samningnum með ólögmætum hætti og sé skaðabótaskyld vegna þessa. Stefnandi telur að orsakasamband sé á milli þess tjóns sem krafa hennar byggist á og vanefnda stefndu, þ.e. hinn ar ólögmætu fyrirvaralausu riftunar. Jafnframt telur stefnandi að það tjón sem hún krefji stefndu um bætur fyrir sé sennileg afleiðing af athöfnum stefndu. Stefnandi telur að hún eigi sjálf enga sök á tjóni sínu enda hafi hún ekkert gert sem heimilaði stef ndu að rifta fóðursamningnum milli málsaðila fyrirvaralaust. Tjón stefnanda felist í því að hún hafi haft umsjá hunds í tæplega átta mánuði án þess að fá greitt fyrir það. Sé því krafist vangildisbóta, þ.e. svo að stefnandi verði jafnsett fjárhagslega og ef enginn samningur hefði verið gerður milli aðila. Í bréfi lögmanns stefnda frá 8. febrúar 2024 sé því haldið fram að stefnandi hafi vanrækt fóðursamninginn vegna þess að hundurinn væri of feitur. Á því sé byggt að stefnandi hafi ekki vanefnt fóðursamning inn á neinn hátt enda hafi vottorð dýralæknis, dags. 22. febrúar 2024, aðeins nokkrum dögum fyrir riftunina, legið fyrir hvar það kemur fram að hundurinn sé heilbrigður og hamingjusamur. Í bréfi lögmanns stefnanda, dags. 26. febrúar 2024, var lögmanni stef nda tilkynnt um vottorð dýralæknisins. Þá var því lýst í bréfi lögmanns stefnanda, dags. þann 12. febrúar 2024, að skilmálar fóðursamningsins hafi ekki verið brotnir af hálfu stefnanda enda stæði ekkert því í vegi fyrir stefndu að skrá hundinn á hundasýnin gar, þrátt fyrir álit sitt um holdafar hundsins. Þá breyta heldur ekki ummæli dómara á hundasýningunni varðandi holdafar hundsins, um að hundurinn sé feitur. Vanefnd stefnanda sé ekki sönnuð, enda skráði stefnda hundinn á sýninguna, hundurinn sýndi á sýnin gunni og fékk einkunnina VG (e. Very good). Þá sé á því byggt að stefnandi hafi ekki getað aðhafst neitt til þess að koma í veg fyrir tjón sitt eða draga úr því í kjölfar riftunarinnar. Með því að taka hundinn úr vörslum stefnanda hafi stefnda með ólögmæt um hætti rift samningi og um leið stofnað til skaðabótaábyrgðar gagnvart stefnanda. 7 Krafan um skaðabætur grundvallist annars vegar á kostnaðarverði á hundahóteli fyrir þann dagafjölda sem hundurinn var hjá stefnanda og hins vegar á útlögðum kostnaði stefna nda af því að hafa hundinn og sundurliðast á eftirfarandi hátt: Verð á hundahóteli með 2x göngutúrum: 1.763.200 kr. Útlagður kostnaður: 403.525 kr. Samanlagt: 2.166.725 kr. Krafan um skaðabætur að fjárhæð 1.763.200 krónur sé vegna þess tjóns sem stefnandi hafi orðið fyrir á meðan hundurinn var í umsjá stefnanda. Fyrir liggi að hundurinn hafi verið í umsjá stefnanda frá 4. júlí 2023 til 2. mars 2024, að frádregnum 11 dögum á tímabilinu 26. september til 7. október, þ.e. í heildina 2 32 daga. Horft sé til verðs á hundahótelum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem bjóði upp á göngutúra en aðeins eitt hundahótel bjóði upp á slíkt, þ.e. Hunda - og kattahótelið Ásbrú. Samkvæmt verðskrá þess hundahótels kosti dagurinn 4.600 krónur og þar að auki þurfi að greiða sérstaklega fyrir göngutúrinn. Stefnda hafi gert þær kröfur að stefnandi skyldi fara tvisvar á dag með hundinn í göngutúr, kvölds og morgna. Miðað við verðskrá hótelsins bætist því verð vegna tveggja göngutúra, þ.e. 1.500 kr. x 2 = 3.000 krónur, ofan á dagsverðið. Heildar kostnaður á hundahóteli fyrir daginn sé því 7.600 krónur. Þar sem stefnandi hafði hundinn í umsjá sinni í 232 daga, sbr. ofangreint umönnunartímabil, nemi heildarkostnaður vegna umönnunar hundsins fyrir allt tímabil ið 1.763.200 krónur (7.600 x 232 = 1.763.200). Þá gerir stefnandi auk þess kröfu um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði sem stefnandi hafi innt af hendi vegna umsjár hundsins. Þá beri að hafa í huga að samkvæmt fóður samningnum hefði stefnandi með tímanum o rðið réttmætur eigandi hundsins og hafði því við haft ýmsar ráðstafanir. Við þetta mat hafi stefnandi tekið saman útlagðan kostnað og reikninga sem stefnandi hafi greitt vegna fóðursamningsins, þ.m.t. þrif, ólar, tauma, búr og bensín. Í málinu er fyrir a ð finna yfirlit kreditkortafærslna hjá gæludýrabúðunum Gæludýr og Dýrabær fyrir tímabilið 7. júlí 2023 til 9. febrúar 2024 sem stefnandi greiddi vegna hundsins hvar ljóst sé að útlagður kostnaður vegna hundsins sé 229.726 krónur. Þá liggi fyrir í tölvupósti frá Kjartani S. Ólafssyni, eiganda OK Gæludýrabúðar, staðfesting á hluta útlagðs kostnaðar stefnanda hjá OK Gæludýrabúðinni en stefnandi átti í miklum viðskiptum við búðina vegna hundsins. Í yfirliti komi fram að stefnandi hafi verslað vörur fyr ir 133.159 krónur, sbr. neðangreinda sundurliðun: 8 Þá liggi fyrir að stefnandi hafi tvisvar sinnum leitað til sálfræðings vegna alls þessa, sjá neðangreinda sundurliðun: Sálfræðiviðtal 21. mars 2024 20.315 Sálfræðiviðtal 2. maí 2024 20.325 Samtals 40.640 kr. Heildarkostnaður: Útlagður kostnaður / úttektir í gæludýrabúðum skv. yfirliti kreditkortafærslna 229.726 Útlagður kostnaður hjá OK Gæludýrabúðinni 133.159 Kostnaður vegna sáluhjálpar 40.640 Samtals 403.525 Þá séu ótaldar þær fjölmörgu ferðir mörg hundruð kílómetra til þess að koma hundinum á sýningar til þess að geta efnt efni fóðursamningsins. 9 Að mati stefnanda fól riftunin í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hennar og æru, sbr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Að mati stefnanda hafi stefnda gengið fram af ásetningi eða í hið mi nnsta stórkostlegu gáleysi. Stefnandi byggir á því að stefnda hafi vegið með alvarlegum hætti að æru hennar. Með því hafi stefnda framið ólögmæta meingerð gagnvart stefnanda sem stefnda beri skaðabóta ábyrgð á. Fjárhæð miskabótakröfu stefnanda taki mið af alvarleika móðgunar stefndu og því að stefnda hafi meitt æru stefnanda af ásetningi. Um sé að ræða skýr og ótvíræð brot á réttarreglum, sem ætlað sé að vernda æru stefnenda. Ljóst þyki að vegna hinnar ólögmætu meingerðar stefndu hafi virðing stefnanda beð ið hnekki, sem og æra hennar og persóna, en atvikið hafi átt sér stað á hundasýningu á vegum HRFÍ, sem sé lítið samfélag þar sem allir þekkja alla. Með framangreindum athöfnum hafi stefnda valdið stefnanda verulegu tjóni. Ófjárhags legt tjón felist einkum í ómældri og augljósri röskun á stöðu og högum stefnanda, verulegum mannorðshnekki, ærumeiðingu og fordæmingu, sem hún hafi orðið fyrir vegna hinnar ólög mætu meingerðar stefndu. Stefnandi áætlar hæfilegar miskabætur vegna þessa 2.000.000 króna eða samkvæ mt mati réttarins í samræmi við 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 13. gr. laga nr. 37/1999. Háttsemi stefndu hafi valdið stefnanda gríðarlegu andlegu áfalli og leitt til mikillar vanlíðanar stefnanda. Ljóst þyki að stefnda hafi með háttsemi sinni kom ið því til leiðar að mannorð stefnanda var að engu gert þannig að heilindi og andleg líðan stefnanda beið hnekki. Í málinu liggi fyrir vottorð sálfræðings, dags. 16. apríl 2024. Í vottorðinu komi m.a. fram að stefnandi þjáist af streitu vegna áreitni af há lfu stefnda og að tengslamyndun hjónanna við hundinn hafi orðið mjög sterk. Þá sé gert ráð fyrir því að stefnandi þurfi að sækja fleiri sálfræðitíma vegna áreitni og streitu sem þessi upplifun hefur valdið. Miðað sé við að miskabótakrafa beri vexti samkvæ mt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. mars 2024 þar til mánuður er liðinn frá þingfestingu þessarar stefnu en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Samkvæmt framansögðu sundurliðast því heildardómkrafan á eftirfarandi hátt: Verð á hundahóteli með 2x göngutúrum: 1.763.200 kr. Útlagður kostnaður: 270.366 kr. 10 Miskabætur 2.000.000 kr. Samanlagt: 4.033.566 kr. Til vara krefst stefnandi þess að stefnd a greiði henni bætur að álitum samkvæmt mati dómsins. Vísar stefnandi til sömu málsatvika og málsástæðna og að framan. Um lagarök vísar stefnandi til almennu skaðabótareglunnar, reglna um bótaábyrgð innan samninga. Þá er vísað til meginreglna samninga - og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga og reglna um ólögmæta riftun. Þá er vísað til 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og laga um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994. Miskabótakröfu byggir stefnandi á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og almennum reglum skaðabótaréttar. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla, einkum 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varnarþing í umdæmi héraðsdóms Reykjaness styðst við 1. mgr. 35. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefndu. Stefnda mótmælir öllum málsástæðum og kröfum stefnanda. Stefnda hafi rift fóðursamningi á milli aðila vegna verulegra vanefnda stefnanda á samningnum. Fóðursamningur sé gerður á staðlað samningsform HRFÍ. Í fóðursamningi aðila komi fram að ræktandi (stefnda þessa máls) haldi umsömdum ræktunarrétti, auk þess að hafa heimild til að skrá hundinn á sýningar og skrá hundinn í keppni/próf. Þetta ákvæði verði jafnframt að virða í ljósi forsendna stefndu fyrir fóðursamningnum sem hafi komið skýrt og ótvírætt fram í auglýsingu eftir fóðuraðila. Þar komi fram að um sýnin garhund sé að ræða, hraustan og orkumikinn, og daræktandi og hafi flutt inn fjóra af 10 hundum af þessari tegund og ræktað fjóra hvolpa. Til að stefnda gæti nýtt réttindi sín samkvæmt samningnum þurfti að gæta að mataræði og hreyfingu þannig að hundurinn gæti tekið þátt í sýningum og keppni. Stefnandi hafi gefið hundinum of mikið að borða, og sennilega óhollan mat líka, ásamt því að sjá ekki til þess að hundurinn hreyfði sig nægjanlega. Þetta sjáist, svo ekki 11 verði um villst, á því hvað hundurinn hafði þyngst, þ.e. úr 10,3 kg í 13 kg, sem sé þriðjungur líkamsþyngdar hundsins. Vera kunni að stefnandi hafi talið sig vera góða við hundinn með því að gefa honum mikinn mat, óhollan og nammi og leyfa honum síðan bara að liggja í leti, en í reynd sé það ekki góð meðferð á dýri. Það sé vanræksla á dýri og jafnve l ill meðferð á dýri. Fram komi í samskiptum aðila á messenger að stefnandi hafi skipt um fóður því hundurinn hafi ekki viljað borða það fóður sem hundurinn hafði áður borðað. Vottorð dýralæknis frá 4. mars 2024 er lagt fram en þar komi fram að hundurinn s Á Breed standard Welsh Corgi (Pembroke) komi fram að tíkur af þessari gerð eigi að vera 9 11 kg. Í messenger - skilaboðum hafði stefnda bent stefnanda á að hundurinn mætti ekki verða þyngri en 11 kg. Þá sé bent á mynd af hundinum í auglýsingu á Facebook og vídeó af hundinum hjá stefnanda og sést þá vel hin mikla þyngdaraukning. Í skilaboðum á messenger á milli stefnanda og stefndu viðurkennir stefnandi a ð hundurinn hafi þyngst. Ljóst sé að forsenda fóðursamningsins hafi verið að hundurinn færi á hundasýningar og keppti á þeim. Stefnandi heldur því fram í stefnu að holdafar hundsins skipti ekki máli um það hvort hægt sé að skrá hann á sýningar. Þessu sé m ótmælt. Forsenda fyrir fóðursamningnum hafi verið að hundurinn færi á sýningar og í keppni enda komi það fram í auglýsingu eftir fóðuraðila. Hundaræktandi færi aldrei með spikfeitan hund á sýningu vitandi að hann yrði að athlægi og myndi ekki vinna til ver ðlauna. Stefnanda var fullkunnugt um þessar forsendur fóðursamningsins sem m.a. komu fram í auglýsingu eftir fóðuraðila. Þá kom þetta skýrt fram í samskiptum aðila á messenger. Með því að hundurinn var orðinn of feitur var ekki möguleiki að hann næði að vi nna keppni. Allir hundar stefndu hafi náð að vinna keppni þegar þeir taka þátt. Það sé þáttur í því að vera góður hundaræktandi að hundarnir séu í góðu ástandi og standi sig vel á hunda sýningum og í keppni. Auðvelt var fyrir stefnanda að standa við fóður samninginn og forsendur hans og breyta mataræði og hreyfingu hundsins. Stefnda bauð það í samskiptum aðila. Stefnandi vildi það ekki en vildi hins vegar kaupa hundinn langt undir kostnaðarverði, sem var ekki boði. 12 Í umsögn dómara um hundinn á sýningu 2. m Very good sem þýðir í raun að dómurinn er slæmur og hundurinn lenti í 2. sæti. Í hundakeppni fái 95% hunda einkunnina Excellent og 5% einkunnina V ery good . Það sé því mjög lélegt að fá þá einkunn. Þá komi fram í vottorði dýralæknis 4. mars 2024 að hundurinn sé 13 kg í holdastigi 6/9 og mælt sé með breyttu mataræði og megrun. Á hundasýningu í júní 2024 sé hundurinn kominn í rétta þyngd og fékk dóminn Excellent . Stefnda hafi verið búin að benda á þetta í samskiptum aðila, m.a. messenger - skilaboðum, en stefnandi lét það sem vind um eyru þjóta og vildi ekki aðlaga sig að því hvernig eigi að fara vel með hund með góðu mataræði og hreyfingu. Þetta gat stef nda ekki sætt sig við enda var stefnda að vanefna samninginn verulega og í raun eyðileggja hundinn. Í bréfi stefnanda 12. febrúar 2024 segir að engar sannanir séu fyrir því að hundurinn sé of feitur, ekki liggi fyrir mat dýralæknis eða mat dómara á vegum H RFÍ heldur aðeins huglægt mat stefndu á hugtakinu feitur. Af þessu tilefni er sérstaklega vísað til þess er að framan greinir um mat dómara á vegum HRFÍ um að hundurinn sé allt of feitur og einnig til vottorðs dýralæknis að hundurinn sé of feitur. Því ligg i fyrir að hundurinn hafi verið allt of feitur og stefnandi verið völd að því. Það verði því að leggja mat dómara HRFÍ og vottorð dýralæknis til grundvallar úrlausn málsins. Umsögn dýralæknis sem stefnandi leggur fram er mótmælt sérstaklega. Lögð séu fram , sem tjáist vera, skeytasending frá dýralækninum í Mosfellsbæ og sagt í stefnu vera dskj. 8 en er dskj. 10. Þá sé þingmálið íslenska en þetta sé á ensku og ekki liggur fyrir þýðing á skjalinu. Á þessu skjali eða umsögn verði í engu byggt enda ekki ljóst h vaða einstaklingur skoðaði hundinn en dregið sé í efa að dýralæknir þarna hafi skoðað hundinn og ekkert komi fram um hvenær sú skoðun eigi að hafa átt sér stað. Einnig megi velta því upp af hverju farið sé með hundinn til dýralæknis í Mosfellsbæ þegar stef nandi eigi heima í Reykjanesbæ. Þá sé minnt á að í fóðursamningi er tekið fram að hundaræktandinn, eigandinn, stefnda í máli þessu, skuli greiða reikninga dýralæknis og er því skoðun dýralæknis á ábyrgð hundaræktanda, sbr. handskrifað á fóðursamning. Þá s é sérstaklega mótmælt þeirri fullyrðingu stefnanda að samningnum hafi verið rift fyrirvaralaust. Samskipti sem hafi átt sér stað voru þau að stefnda bauð að haldið yrði áfram með samninginn eftir að stefnandi taldi forsendubrest fyrir honum og stefnandi 13 ha fnaði því. Spurt var hvort stefnandi gæti eignað sér hundinn, að hún gæti haldið áfram að fara illa með hundinn og fita hann eftir að búið var að hafna því sérstaklega að hún gæti keypt hundinn. Í bréfi stefndu 8. febrúar 2024 komi fram að mögulegar lausn ir í málinu séu að samningi verði rift, að hundurinn verði keyptur á innflutningsverði eða samningi verði haldið áfram óbreyttum. Þá er tekið fram á bls. 4 að samningi verði rift ef ekki verði valið að kaupa hundinn á innkaupsverði eða halda fóðursamningi áfram. Hér er því beinlínis viðvörun um riftun. Með því að segja að samningi hafi verið rift fyrirvaralaust er því haldið fram af stefnanda gegn betri vitund. Við þetta eru gerðar alvarlegar athugasemdir. Stefnda spyr hvernig hægt sé að halda því fram að s amningi hafi verið rift fyrirvaralaust þegar hinar tvær lausnirnar hafi ekki gengið, þ.e. stefnandi vildi ekki kaupa hundinn á innflutningsverði og stefnandi vildi ekki halda fóðursamningi áfram. Sérstaklega var í bréfinu bent á þá mikilvægu forsendu að hu ndurinn tæki þátt í sýningu og keppni. Þessum boðnu lausnum í málinu var hafnað af stefnanda í bréfi 12. febrúar 2024. Með vísun til þessa sé bótakröfu stefnanda mótmælt í heild sinni enda sé riftun samnings lögmæt vegna verulegrar vanefndar. Minnt sé á a ð stefnandi vildi ekki halda áfram með fóðursamninginn en vildi kaupa hundinn en þannig virki hlutirnir ekki. Stefnandi vildi ekki skila hundinum og vildi ekki að fóðursamningurinn væri áfram í gildi. Stefnandi heldur því fram að hún hafi uppfyllt fóðursamninginn og sönnunarbyrði um annað hvíli á stefndu. Fram hafi komið að stefnandi vanefndi fóðursamninginn og hundurinn var orðinn allt of feitur sem geti sannarlega ógnað heilsu hans. Það liggi fyrir í umsögn dómara á hundasýningunni að hundurinn væ ri allt of feitur og þyrfti að fara í megrun. Einnig liggi fyrir staðfest vottorð dýralæknis. Þar með liggi vanefnd stefnanda fyrir í málinu. Hundurinn hafði fitnað um þriðjung líkamsþyngdar sinnar og það sé bara verulega hættulegt þegar við bætist hreyfin garleysi. Þá sé því mótmælt að tjónið sem stefnandi reki sé í orsakasamhengi og sennileg afleiðing riftunarinnar verði fallist á að riftun teljist ólögmæt. Eigi að greiða bætur fyrir riftunina beri að miða við að fóðursamningur sé gerður 7. október 2023 og sé því um fimm mánaða tíma að ræða en ekki tæplega átta mánuði eins og haldið sé fram í stefnu. Tíminn fram að 7. október 2023 sé ekki á grundvelli þess 14 fóðursamnings sem var rift. Kröfur vegna þess tíma séu því þessu máli óviðkomandi og beri að hafna. Þá hafi stefnandi alfarið getað komið í veg fyrir tjón sitt með því að bæta meðferðina á hundinum og gefa honum rétt mataræði og hreyfingu sem hún hafi ekki gert og reyndar hafnað. Fjárhæð skaðabóta sé sérstaklega mótmælt. Stefnandi hafi kannað hvað dagur á hundahóteli kosti og telji það vera tjón sitt af því að hafa hundinn. Stefnandi rekur ekki hundahótel og er með engu móti hægt að fallast á að kostnaður stefnanda af fóðursamningi sé sá sami og kostnaður á hundahóteli. Beri því að hafna kröfu um þá fjárhæð . Þá reikni stefnandi út kostnað við hundahótel með tveimur gönguferðum á dag. Efast sé um að stefnandi hafi farið tvisvar á dag út með hundinn þegar litið er til þess hvernig hann leit út á hundasýningunni 2. mars 2024. Þá komi fram í samskiptum aðila á m essenger að stefnandi hafi ekki farið með hundinn út í roki, rigningu eða snjó. Stefnandi sjálf taki fram í stefnu að sé riftun ólögmæt eigi að bæta henni það tjón eins og samningur hefði ekki verið gerður. Þetta sé ekki í samræmi við það að reikna tjónið út á verði hundahótels. Miðað við verð á hundahóteli væri stefnandi að hagnast á samningnum enda hundahótel rekin í hagnaðarskyni í atvinnurekstri. Stefnda bauð þegar í upphafi 60.000 króna greiðslu vegna fóðurs og er það reiknað út samkvæmt reglum HRFÍ. U m þetta sé engin deila og fjármunirnir bíði þess að stefnandi veiti upplýsingar um bankareikning til að hægt sé að borga henni en hún hafi neitað að gefa upp þær upplýsingar. Það sé því stefnanda að kenna að henni hafi ekki þegar verið greiddar umræddar 60 .000 krónur. Kröfu um útlagðan kostnað sé mótmælt. Þegar stefnandi hafi fengið hundinn hafi fylgt með honum ól, taumur og allt sem hundurinn þurfti. Hafi stefnandi viljað bæta við búnaði sé það á hennar kostnað og hennar ábyrgð. Kostnaður sem sagður er ver a vegna fóðurs sé allt of hár og í engu samræmi við það sem alþekkt er sem fóðurkostnaður vegna hunds. Mótmælt sé gögnum sem lögð hafi verið fram í málinu sem eigi að sýna útlagðan kostnað. Gögnin fullnægja með engu móti þeim kröfum sem gera verði til að s ýna fram á útlagðan kostnað. Kreditkortayfirlit sannar ekki hvaða vara var keypt. Nefna megi að skattyfirvöld samþykkja ekki sem kostnað fyrirtækja þegar aðeins kreditkortayfirlit liggi fyrir en ekki reikningar eða staðgreiðslunótur sem sýni nákvæmlega fra m á kostnaðinn. 15 Tölvupóstur frá Kjartani í Gæludýrabúðinni hafi ekkert sönnunargildi í málinu um kostnað sem féll á stefnanda þessa máls. Þessum pósti sé mótmælt og hann beri ekki að leggja til grundvallar í málinu. Þá sé mótmælt kostnaði vegna sálfræðivið tala. Það sé málinu óviðkomandi. Þá sé mót mælt óundirrituðu skjali sem sagt er vera frá sálfræðiþjónustunni. Þetta virðist vera minnisblað, eins konar fundargerð vegna fundar stefnanda og eiginmanns hennar og sálfræðingsins. Í þessu felist ekkert sálfræði mat tengt máli því sem hér sé til meðferðar og beri að hafna þessu. Þá sé vaxtakröfu og dráttarvaxtakröfum í málinu frá upphafsdegi sérstaklega mótmælt. Stefna máls þessa var fyrirvaralaus. Ekkert bréf barst með kröfum eða leitað sátta í málinu áður en far ið var fyrir dóm. Miskabótakröfunni sé mótmælt. Því sé haldið fram í stefnu að riftun fóðursamnings hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu og æru stefnanda. Þessu sé mótmælt. Stefnandi sjálf hafði vanefnt fóðursamninginn með því að fita hundinn óe ðlilega og sjálf ekki viljað halda samningnum áfram en á sama tíma ekki viljað skila hundinum heldur viljað kaupa hann á verði sem var langt undir kostnaðarverði og sem hafði verið hafnað og hún hafi vitað það. Riftun samningsins fól í sér að aðilum bar að skila þeim greiðslum sem samningurinn fól í sér og þannig átti stefnandi að skila hundinum sem var í raun eina rökræna niðurstaða málsins. Stefnandi gat ekki haldið hund sem hún átti ekki, hún vanrækti fóðursamning og vildi ekki halda honum áfram. Stefnan da stóð ekki til boða að kaupa hundinn á lægra verði en inn kaupsverði sem er eðlilegt svo stefnda tapaði ekki á hundinum. Henni stóð hins vegar til boða að halda fóðursamningnum áfram og eignast hundinn að samningstíma liðnum. Það vildi stefnandi ekki. Vi ð svo búið var ekkert annað í stöðunni en að stefnandi þyrfti að skila hundinum. Það gat ekki komið henni á óvart. Það var í engu vegið að æru hennar að hún skilaði hundinum til lögmæts eiganda. Það að lögregla hafi verið kölluð til á hundasýningu sé algjö rlega stefnanda að kenna. Það sé ekki stefnda sem hafi hringt á lögreglu heldur mótshaldari þar sem stefnandi gerði ágreining um það að skila hundinum. Það getur ekki verið á ábyrgð stefndu. 16 Þá segist stefnandi hafa orðið fyrir miska vegna látanna á hundas ýningunni þegar lög regla var kölluð til. Minnt er á að stefnandi er ekki þekkt innan hundasamfélagsins og enginn þar þekki hana. Hins vegar sé stefnda þekktur hundaræktandi innan hundasamfélagsins. Hún hafi t.d. verið í stjórn HRFÍ, ásamt því að hafa veri ð hringstjóri á hundasýningum. Það hafi því mun frekar verið að stefnandi hafi meitt æru stefndu með því að neita að skila hundinum og gera læti á sýningunni. Stefnandi geti því algjörlega sjálfri sér um kennt hafi hún orðið fyrir álitshnekki sem þó sé alf arið ósannað og mótmælt að hafi átt sér stað. Því er mótmælt að stefnandi hafi orðið fyrir andlegu áfall og vanlíðunar vegna málsins enda sé það ósannað. Minnisblað um fundargerð vegna fundar stefnanda og eiginmanns hennar er sagt stafa frá sálfræðingi, en í því felst ekkert um meintar afleiðingar vegna atvika þessa máls. Þessu er því mótmælt sem ósönnuðu og röngu. Þá sé því mótmælt að atvik málsins hafi með einhverju móti getað raskað stöðu og högum stefnanda, valdið mannorðshnekki og stuðlað að ærumeiðin gum og fordæmingu. Sér staklega sé mótmælt þeirri orðanotkun í stefnu að um sé að ræða vottorð liggi fyrir en svo sé ekki. Athygli veki, í minnisblaðinu, að þar segir að ráðlegt væri að fá ítarlegri skilgreiningu og þekkingu hjá sérfræðingi í velferð hunda til að greina líðan tíkarinnar og meta hvað sé henni fyrir bestu. Stefnda þessa máls er hundaræktandi og hefur aflað sér mikillar reynslu á þessu sviði andstætt stef nanda þessa máls. Stefnda reyndi að leiðbeina stefnanda með umsjón hundsins, m.a. mataræði og hreyfingu. en stefnandi vildi ekki fara eftir því. Virðist stefnandi hafa talið sig vera góða við hundinn segir að hundurinn hafi ekki viljað fara út í rigningu eða roki eða snjó o.s.frv. eins og sjá megi af samskiptum aðila. Þetta sé í besta falli vanþekking stefnanda en með þessari háttsemi sinni hafi stefnandi vanefnt samninginn ve rulega og í raun illa farið með hundinn. Þetta virðist stefnandi enn ekki skilja, svo sem sjá megi af þessum málarekstri. Ítrekað hafi komið fram að hefði stefnandi tekið leiðsögn í málinu hefði mátt komast hjá öllu þessu en nú kenni stefnandi stefndu um ó farir sínar og vanlíðan. Þessu sé sérstaklega mótmælt. Stefnandi þurfi hreinlega að læra að taka ábyrgð á sjálfri sér og sinni hegðan og framgöngu. 17 Fjárhæð miskabótakröfunnar sé síðan allt of há og algjörlega órökstudd og mótmælt sem slíkri. Þá sé vaxta - o g dráttarvaxtakröfu mótmælt og jafnframt upphafstíma þeirra. Þá sé varakröfu um fjárhæð bótakrafna mótmælt sérstaklega. Ekki sé hægt að koma með órökstuddar kröfur án reikninga eða sýnilegra tengsla við málið og hafa þær nógu háar en gera síðan varakröfu u m að dómari eigi að meta hvað skuli teljast hæfilegar bætur. Þá sé mótmælt lagatilvísun stefnanda til 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mann - réttindasáttmála Evrópu og ekki séð hvernig það tengist málarekstrinum. Þetta gerir stefndu erfiðara fyrir að ta ka til varna þegar ekki verður séð í rökstuðningi hvernig þetta tengist málinu. Krafa til skuldajafnaðar. Stefnda gerir skaðabótakröfu til skuldajafnaðar verði hún dæmd til að greiða stefnanda bætur. Skaðabótakrafan sé byggð á sakarreglu skaðabótaréttar. Byggt sé á því að stefnandi hafi með ólögmætum og saknæmum hætti valdið stefndu tjóni og tjónið sé í orsakatengslum og sennileg afleiðing af háttsemi stefnanda sem raskar hagsmunum sem verndaðir séu með skaðabóta reglum. Stefnandi hafi vanefnt verulega fó ðursamning á milli aðila. Stefndu hafi verið nauðugur sá kostur að ráða lögmann til að sinna hagsmunum sínum, sérstaklega eftir að bréf barst frá lögmanni stefnanda. Stefnandi hafi vanefnt fóðursamninginn af ásetningi eða að minnsta kosti af gáleysi og val dið því að stefnda hafi orðið að ráða lögmann og þess vegna orðið fyrir kostnaði. Stefnanda hafi verið gefinn kostur á að koma málum í lag með mataræði og hreyfingu hundsins en kosið að gera það ekki, sem hafi orðið til þess að hundurinn varð allt of feitu r, sem í raun sé ill meðferð á hundinum. Kostnaður við lögmanninn sé sannanlegt tjón stefndu vegna háttsemi stefnanda. Þannig sé tjón stefndu 258.478 krónur, sem er sú krafa sem gerð er um að skuldajafnað verði á móti kröfum stefnanda, verði þær dæmdar í málinu. Tjónið sé með virðisaukaskatti þar sem stefnda sé ekki virðisaukaskattsskyldur aðili. Stefnda byggir kröfur sínar á meginreglum samninga - og kröfuréttar og m.a. reglum um riftun samninga og reglum skaðabótaréttar, þ. á m. sakarreglu skaðabótaréttar . Varðandi kröfu um málskostnað er vísað til 129., 130., 131., 134. og 135. gr. laga nr. 91/1991. 18 Skýrslur fyrir dómi. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu stefnandi auk stefndu. Verður vitnað til þeirra við úrlausn málsins eftir því sem þurfa þykir. Forsendur og niðurstaða. Til úrlausnar í máli þessu er eingöngu skaða - og miskabótakrafa stefnanda á hendur stefndu en ekki er gerð krafa um að dómurinn leysi úr því hvort samningi aðila hafi verið rift með ólögmætum hætti eða ekki. Verður því ekki leyst úr þeim ágreiningi aðila. Ágreiningslaust er að aðilar gerðu með sér skriflegan fóðursamning vegna tíkarinnar Förtu þann 7. október 2023 en að stefnandi hafi tekið við hundinum þann 4. júlí 2023. Í samningnum segir m.a. að hundurinn sé afhentur fóðuraðil a en sé áfram eign ræktanda. Ræktandi hafi rétt til að skrá hundinn á sýningar og í keppni/próf. Ræktandi áskildi sér rétt til að fá tvö got með að minnsta kosti einum lifandi hvolpi sem nái átta vikna aldri í hverju goti. Eignarréttur og önnur réttindi fæ rast yfir á fóðuraðila eftir að ræktunarréttur hefur verið nýttur, þó eigi síðar en fimm árum eftir undirritaðan samning. Þá segir að allur kostnaður vegna dýralæknis greiðist af ræktanda. Með samningnum fylgdu reglur varðandi réttindi og skyldur aðila. Í 12. gr. segir að fóðuraðili skuldbindi sig til að annast hundinn endurgjaldslaust fyrir hönd ræktanda frá undir ritun samnings og þar til samningur hafi verið uppfylltur og gengið frá eigendabreytingu. Í 13. gr. segir að fóðuraðila sé skylt að sinna hundi num á þann hátt að ræktandi geti nýtt réttindi sín samkvæmt samningi þessum. Í 19. gr. segir að ræktandi geti rift samningi og fengið hundinn til baka bótalaust ef sýnt sé fram á að fóðuraðili hafi brotið ákvæði samningsins. Þá liggur fyrir að þegar stef nda leitaði eftir fóðuraðila kom fram að hundurinn væri sýningarhundur með ættbók frá HRFÍ. Mátti stefnanda vera það vel kunnugt frá upphafi. Mikill ágreiningur hefur verið milli stefnanda og stefndu um fóðrun hundsins og þær væntingar sem stefnda hafði v arðandi árangur á hundasýningum. Í smáskilaboðum má sjá í lok ágúst 2023 að stefnda furðar sig á því að tíkin sé orðin 11 kg og leggur fyrir stefnanda að þyngja hundinn ekki meira, en hundurinn hafi verið 10 kg þegar stefnandi tók við henni. Þá kemur fra m í smáskilaboðum að stefnandi hafði skipt um fóður fyrir hundinn, frá því sem stefnda hafi látið með hundinum, yfir í 19 Acana sem hentaði hundinum betur. Segir stefnandi að hundurinn hafi ekki viljað fóðrið sem stefnda lét með honum. Aðspurð um þetta fyrir dóminum kvað stefnandi að það fóður sem stefnda lagði til fengist ekki í verslunum og því hafi hún þurft að skipta yfir í annað fóður. Í nóvember 2023 leggur stefnda fyrir stefnanda að gefa tíkinni ekki mikið að borða og fara með hana í göngutúra án taums og láta hana hlaupa. Ganga í taumi sé allt of lítil hreyfing fyrir hundinn. Þá lét stefnda stefnanda vita að hún hefði skráð hundinn á myndir af hundinum. Í næstu skilabo ðum segir stefnda að henni sýnist að hundurinn hafi og hversu margar mínútur þau gangi og þá hvort tíkin sé allan tímann í taumi. Stefnandi svarar að hún vilji ekki g anga í snjó eða í vondu veðri. Stefnda svarar því að í þessu Fyrir dómi kvaðst stefnandi hafa farið með hundinn út í göngutúra minnst tvisvar á dag í öllum veðrum og yfirleitt fjórum sinnum á dag. Í lok janúar sl. biður stefnda stefnanda að setja hundinn í megrun, það sé enn mánuður til mars. Það þurfi að minnka skammtinn og gefa ekkert nammi. 9. febrúar sl. segir stefnda að hún geti ekki beðið, það þurfi að bjarga hu ndinum, stefnandi sé ekki að takast á við skyldur sínar. Þá segir stefnda varðandi greiðslur fyrir þann tíma sem hundurinn var hjá stefnanda að hún sé tilbúin að íhuga það mál. Þá segir stefnda í smáskilaboðunum að stefnandi hafi gleymt því að stefnda eigi hundinn. Segir að hún hafi flutt hundinn til landsins, farið með hana á sýningar og eignast stefnda hafa sagt stefnanda að hundurinn þurfi að léttast á haustin en eins og stefnda skildi málið hafi stefnandi hunsað beiðnir hennar og gert eins og hún sjálf vildi. Þess vegna muni stefnda ákveða hvenær hún eigi að sækja hundinn. Hún geti millifært peninga til stefnanda og óskaði stefnda eftir reikningsnúmeri stefnanda. Þá li ggja fyrir fleiri samskipti í smáskilaboðum milli aðila þar sem þráttað er um það hvort hundurinn sé orðinn of feitur eða ekki. Stefnda tók hundinn til sín á hundaræktarsýningu þann 2. mars sl. Í dómi um hundinn á sýningunni fékk hann 2. sæti og umsögnin a að hann væri of feitur. Í vottorði dýralæknis þann 4. mars 2024 segir að hundurinn sé of þungur, 13 kg, og í holdastigi 6/9. Mælt var með breyttu mataræði og megrun. 20 Stefnandi hélt því fram í bréfi til lögmanns stefndu að stefnda hefði komið heim til s tefnanda þann 30. janúar 2024 í þeim tilgangi að sækja hundinn. Staðfest er að svo var ekki heldur höfðu tveir lögreglumenn komið að heimili stefnanda vegna tilkynningar um að farið væri illa með hund í umsjá stefnanda. Kom sú tilkynning ekki frá stefndu. Í febrúar sl. bauð stefnandi stefndu sættir þannig að hundinum yrði afsalað til stefnanda endurgjaldslaust eða fyrir ákveðna fjárhæð sem aðilar kæmu sér saman um. Þá kvað stefnandi að ekki væru lengur forsendur til að fóðursamningurinn héldi gildi sínu l engur. Lög maður stefndu bauð stefnanda greiðslu vegna kostnaðar við að halda hundinn sem hann taldi áætlaðan 60.000 krónur. Þá tók lögmaður stefndu fram að um verðlaunahund væri að ræða og að stefnanda hefði verið tilkynnt 28. október 2023 að hundurinn væ ri skráður á sýningu í byrjun mars. Ástand hundsins væri hins vegar þannig að hann gæti ekki sýnt í svona formi þar sem hann væri of þungur. Í skilmálum fóðursamningsins er skýrt tekið fram að ræktandi hafi ræktunarrétt, auk þess sem hann hefur heimild t il að skrá hundinn á sýningar og skrá hann í keppni/próf. Þá segir einnig í skilmálunum að fóðuraðila sé skylt að sinna hundinum á þann hátt að ræktandi geti nýtt sér réttindi sín samkvæmt samningnum. Þykir dóminum ljóst að eðli þessa fóðursamnings sem a ðilar gerðu milli sín um hundinn Förtu hafi verið að geta sýnt hundinn á hundasýningum í þeim tilgangi að vinna til verðlauna. Telur dómurinn ljóst, þótt stefnda hafi ekki orðað það fyrir dóminum, að stefnda hafi ekki gert fóðursamning um hundinn sem hún k vað hafa kostað sig 1.300.000 kominn til Íslands, í þeim eina tilgangi að losna við hundinn af heimilinu. Sýna samskipti aðila strax frá ágúst 2023 að ágreiningur er um fóðrun hundsins og þyngd hans, allt í þeim tilgangi að geta sýnt hann á hundasýningum o g unnið til verðlauna. Er því ljóst af öllu framansögðu að stefnanda, sem gerði fóðursamning um hundinn Förtu, var eða mátti vera kunnugt um að henni bæri að hafa hundinn í því formi að hann gæti keppt til verðlauna á sýningum eða keppnum eins og hann ha fði gert áður. Þá kemur það ítrekað fram í samskiptum aðila að ræktanda var mikið í mun að hundurinn myndi ekki fitna og komast í ofþyngd eins og hann gerði í umsjá stefnanda. Í stefnu er ekki gerður ágreiningur um riftun á fóðrunarsamningi aðila eða ger ð krafa um að riftunin hafi verið ólögmæt. Einungis er krafist greiðslu fyrir útlögðum kostnaði og greiðslu miskabóta. Þrátt fyrir að kröfugerð stefnanda sé ekki skýrð nánar veldur það ekki frávísun frá dómi og hefur ekki komið niður á vörnum stefndu. 21 Stefnandi krefst skaðabóta úr hendi stefndu að fjárhæð 1.763.200 krónur, auk tilgreindra vaxta. Er þessi krafa grundvölluð á því að hundurinn hafi verið í umsjá stefnanda frá 4. júlí 2023 til 2. mars 2024 að frádregnum 11 dögum frá 26. september til 7. okt óber 2023 eða í samtals 232 daga. Er þessi krafa sögð grundvölluð á verðskrá hundahótels þar sem dagurinn kosti 4.600 krónur auk þess sem að tveir göngutúrar á dag kosti 3.000 krónur, þ.e. samtals 7.600 krónur á dag. Vísar stefnandi til dskj. 12 um að stef nda hafi krafist þess að stefnandi færi með hundinn minnst tvisvar á dag í göngutúr. Á því dómskjali er texti á úkraínsku úr smá skilaboðum án þýðingar. Er útilokað fyrir dóminn að ráða fram úr því sem þar stendur enda einnig óstaðfest gagn og ekkert um þa ð frá hverjum það stafar. Þá eru engin gögn sem staðfesta fullyrðingu stefnanda um kostnað á hundahóteli utan að fyrir dóminum liggur tölvupóstur frá Kjartani Ólafssyni þar sem nn tíma sem þú varst með hundinn og inn í því verði eru ekki göngutúrar sem myndi kosta kröfugerð stefnanda. Verður stefnandi að bera hallann af sönnunar skorti fyrir kröfu sinni og gegn mótmælum stefndu og verður stefnda sýknuð af þessari kröfu. Stefnandi krefst skaðabóta vegna útlagðs kostnaðar að fjárhæð 133.159 krónur sam kvæmt yfirliti frá eiganda gæludýrabúðarinnar og samkvæmt kreditkortayfirliti á excel - skjali að fjárhæð 229.726 krónur. Í tölvupósti frá eiganda OK Gæludýrabúðarinnar segir að það sem ekki sé í kössum í tölvupóstinum sé áætlaður kostnaður (ekki verslað hjá honum) og sé kostnaður miðaður við standard eða premium vöru en ekki vörur í hæ sta verðflokki. Engin gögn staðfesta þessar greiðslur og gegn mótmælum stefndu verður hún sýknuð af þessum kröfuliðum. Þá krefst stefnandi greiðslu vegna tveggja sálfræðiviðtala, samtals að fjárhæð 40.640 krónur. Er frásögn í skjalinu grundvölluð á einhli ða frásögn stefnanda. Gegn mótmælum stefndu hefur stefnandi ekki sýnt fram á orsakasamband á milli ferða hennar til sálfræðings, riftunar fóðursamningsins og afleiðinga fyrir stefnanda. Verður stefnda því sýknuð af þessum kröfulið. Stefnandi krefst 2.000 .000 króna í miskabætur vegna ólögmætrar meingerðar stefndu þar sem virðing hennar hafi beðið hnekki sem og æra hennar og persóna vegna atviksins er stefnda tók til sín hundinn á hundaræktarsýningu þann 2. mars sl. Til áréttingar um það hvað hafi verið veg ið að henni hafi lögreglan verið kölluð til. 22 Engin gögn liggja fyrir í málinu nema frásögn stefnanda um að stefnda hafi vegið svo að stefnanda að skapast hafi skaðabótaskylda eða réttur til greiðslu miskabóta. Þá kom fram hjá aðilum fyrir dóminum að það h afi verið dóttir stefndu en ekki stefnda sjálf sem átti í orðaskiptum við stefnanda í lok hundasýningarinnar þegar lögregla hafi verið kölluð til. Hjá sálfræðingi sem stefnandi fór til segir hún svo frá að hún hafi upplifað líkamlega árás frá stefndu þar s em hún hafi ráðist að henni á hundasýningu sem hafi leitt til þess að athygli hafi verið verulega beint að þeim og lögregla verið kölluð til. Engin gögn hafa verið lögð fram því til staðfestu að um slíka háttsemi hafi verið að ræða af hálfu stefndu sem ste fnandi lýsir í stefnu og fyrir sálfræðingnum. Þá kom fram fyrir dóminum að dóttir stefndu var með hundinn þegar ágreiningur hófst um afhendingu hans. Er þessi háttsemi sem stefnandi lýsir að stefnda hafi viðhaft á hundasýningunni því ósönnuð. Gegn mótmælum stefndu verður hún sýknuð af þessum kröfulið. Að öllu ofangreindu virtu er stefnda sýkn af öllum kröfum stefnanda. Við ákvörðun málskostnaðar verður að líta til þess að stefnda bauð stefnanda greiðslu fyrir útlögðum kostnaði sem stefnandi samþykkti ekk i. Staðfesti stefnda fyrir dóminum að það boð hennar stæði ennþá. Þá krafðist stefnandi þess að fá eignarhald hundsins án endurgjalds sem stefnda hafnaði e ða að hámarki 200.000 krónur. Í ljósi verðmætis hundsins sem stefnandi hefur ekki mótmælt er það boð ekki í neinum tengslum við raunverulegt virði hundsins. Að þessari niðurstöðu fenginni verður gagnkrafa stefndu ekki tekin til úrlausnar. Í ljósi málatilbúnaðar stefnanda og niðurstöðu máls þessa verður stefnandi dæmd til að greiða stefndu málskostnað se m þykir hæfilegur 1.700.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Málið dæmir Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari. Dómso r ð: Stefnda , Elena I Tryggvason, er sýkn af öllum kröfum stefnanda Victoriu Jaroslavsdóttur . Stefnandi greiðir stefndu 1.700.000 krónur í málskostnað. Ástríður Grímsdóttir