Héraðsdómur Suðurlands Dómur 2 3 . apríl 2024 Mál nr. S - 525/2023 : Ákæruvaldið ( Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Bergvin i Oddss yni ( Aníta Óðinsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta er höfðað með ákæru Hérað s saksóknara 28. september 2023 á hendur Bergvini Oddssyni, fyrir kynferðislega áreitni, í Vestmanneyjum, sem hér nánar greinir: 1. Með því að hafa, aðfaranótt þriðjudagsins 7. júlí 2020 í herbergi á Y Hostel , strokið utanklæða brjóst og rass A (319 - 2021 - xxxxxx ) 2. Með því að hafa, að kvöldi þriðjudagsins 1. júní 2021 á veitingastaðnum X , strokið læri B , og síðar slegið hana að minnsta kosti einu sinni á rassinn. (319 - 2021 - xxxx) 3. Með því að hafa, aðfaranótt mánu dagsins 20. júní 2022 inni á salerni á veitingastaðnum X , strokið brjóst C , utanklæða og síðan strokið kynfæri hennar innanklæða. (319 - 2022 - xxxxx ) Teljast framangreind brot í liðum 1 - 3 varða við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur : Í þessu máli gerir brotaþoli A , kröfu um að ákærði verði dæmdur til að greiða henni fjárhæð kr. 1.000.000 auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/ 2001 um 2 vexti og verðtryggingu frá 7. júlí 2020 til þess dags er þegar mánuður er liðinn frá því bótakrafa er kynnt sakborningi, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærð a verði gert að greiða þóknun til réttargæslumanns að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi að þ.m.t. virðisaukaskatti á þóknun réttargæslumanns. Þóknun réttargæslumanns þ.m.t. vsk. nemur nú kr. 238.080 en áskilnaður er um hærri fjárhæð við frekari meðferð málsins. Í þessu máli gerir brotaþoli B , kröfu um að ákærði verði dæmdur til að greiða henni fjárhæð kr. 1.000.000 auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. júní 2021 til þess dags er þ egar mánuður er liðinn frá því bótakrafa er kynnt sakborningi, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða þóknun til réttargæslumanns að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi að þ.m.t. virðisaukaskatti á þóknun réttargæslumanns. Þóknun réttargæslumanns þ.m.t. vsk. nemur nú kr. 238.080 en áskilnaður er um hærri fjárhæð við frekari meðferð málsins. Í þessu máli gerir brotaþoli, C , gerir þ á kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 3.000.000 - þrjár milljónir króna, auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. júní 2022 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því bótakrafan er kynnt ákærða en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað réttargæslumanns skv. framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Málið var þingfest 12. október 2023. Ákærði neitar sök og hafnar bótakröfum. Aðalmeðferð hófst 7. febrúar 2024, en varð þá ekki lokið vegna fjölda vitna. Var aðalmeðferð fram haldið 27. febrúar 2024 og var málið dómtekið að henni lokinni. Fyrir uppkvaðningu dóms var gætt ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Af hálfu ákæruvalds eru gerðar þær dómkröfur sem að ofan greinir. 3 Af hálfu einkaréttarkröfuhafa eru gerðar sömu kröfur og að ofan greinir , en brotaþolum var öllum skipaður réttargæslumaður . Af hálfu ákærða er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum ákæruvalds, en til vara er krafist vægust u refsingar sem lög leyfa. Vegna einkaréttarkrafna er aðallega krafist frávísunar, en til vara verulegrar lækkunar. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda að virðisaukaskatti viðbættum. M álavextir Það er upphaf máls þessa að 15. júní 2021 komu brotaþolarnir A og B á lögreglustöð í Vestmannaeyjum til að tilkynna ákærða vegna kynferðislegrar áreitni, en fram kom að þær hafi báðar verið starfsmenn ákærða á veitingastaðnum X . Brotaþolinn C kom á lögreglustöð í Vestmannaeyjum 4. júlí 2022 til að leggja fram kæru á hendur ákærða vegna kynferðisbrots. Verður hér fyrst gerð grein fyrir málavöxtum vegna brotaþolans A , sbr. ákærulið 1, en svo vegna brotaþolans B , sbr. ákærulið 2, en svo vegna bro taþolans C sbr. ákærulið 3. Ákæruliður 1 Eins og áður segir kom brotaþolinn A á lögreglustöð í Vestmannaeyjum 15. júní 2021. Lýsti hún því að ári áður hafi hún verið að vinna á X og í júlímánuði hafi verið haldið starfsmannateiti. Áfengi hafi ver i ð haf t um hönd og eftir teitið hafi hún farið upp í herbergi sitt upp í risi á Y hostel . Hún hafi verið komin upp í rúm þegar ákærði hafi komið og farið að strjúka henni um rass og brjóst, en hann hafi síðan farið úr herberginu. Kvaðst hafa unnið á X í nokkra d aga eftir þetta, en svo farið til síns heima ásamt unnusta sínum. Kvaðst hún vilja láta vita um þetta, en lagði þó ekki fram kæru. Í september 2021 sendi brotaþoli lögreglu tölvupóst og kom þar fram að atvikið hafi gerst 6. júlí 2020 . Nánari skýrsla var te kin af brotaþola 18. júní 2021vegna þessa. Lýsti hún því þar að ákærði hafi verið að snerta á henni brjóst og rass utan klæða umrætt sinn , auk annarra óviðeigandi athafna og talsmáta við önnur tilefni . Vitnið D , kærasti brotaþola, gaf skýrslu hjá lögreg lu 18. júní 2021. Vitnið skýrði frá því að eftir starfsmannateitið hafi brotaþoli farið upp að sofa, en svo á að giska 30 45 mínútum seinna hafi brotaþoli hringt í hann mjög óttaslegin og grátandi og svo hafi hún komið til vitnisins þar sem vitnið var ni ðri á höfn ásamt E . Hafi brotaþoli lýst því að 4 ákærði hafi komið upp í herbergið til hennar og áreitt hana kynferðislega með því að snerta á henni rass og brjóst. Vitnið F gaf skýrslu gegnum síma hjá lögreglu 22. júní 2021. Lýsti hún því að fyrir nokkrum vikum hafi brotaþoli sagt henni að ákærði hafi áreitt hana. Kvaðst vitnið muna lítið sem ekkert af frásögn brotaþola um þetta. Vitnið G gaf skýrslu gegnum síma hjá lögreglu 22. júní 2021. Vitnið sagði frá því að brotaþoli hafi sagt honum að ákærði hafi kom ið inn á herbergi til hennar á Y h ostel og snert hana eitthvað. Kvaðst ekki muna vel hvað hún hefði sagt þar sem langt væri um liðið, en hún hafi sagt honum þetta 1 2 dögum eftir atvikið. Kvaðst aldrei hafa orðið vitni að áreitni ákærða í garð brotaþola. Vitnið E gaf skýrslu hjá lögreglu 23. júní 2021. Lýsti hann því að brotaþoli hafi farið upp að sofa, en vitnið og kærasti brotaþola hafi farið út að reykja. Stuttu seinna, á að giska 15 mínútum, hafi brotaþoli hringt í þá hágrátandi og veinandi og svo komið til þeirra og sagt að ákærði hafi komið í herbergið til hennar og verið að snerta hana. Kvaðst ekki hafa spurt hvar á líkamanum ákærði hafi snert hana. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu vegna þessa 24. júní 2021. Ákærði kannaðist við að hafa f arið í herbergi brotaþola umrætt sinn. Þau hafi verið að snerta hvort annað, en ekki farið úr fötum. Hún hafi ekki káfað á honum og ekki komið við kynfæri hans eða rass. Þau hafi haldist í hendur og verið að tala saman, en þau hafi verið alklædd. Kvaðst ha fa komið aðeins við brjóstin á brotaþola. Hann hafi spurt hvort hún vildi meira, en þá hafi hún hlaupið út og greinilega verið brugðið. Ákæruliður 2 Eins og áður segir kom brotaþoli nn B á lögreglustöð í Vestmannaeyjum 15. júní 2021 til að láta vita af þv í að hún hafi verið í starfsmannateiti á X 1. júní 2021, en brotaþoli var þá starfsmaður á veitingastaðnum, sem ákærði rak eins og áður segir. Er haft eftir brotaþola í frumskýrslunni að ákærði hafi ver i ð að áreita hana með því að klípa hana og slá hana í rassinn, en hann hafi einnig verið að strjúka henni um lærin. Hafi ákærði sagt að hann langaði til að ríða henni inni á salerni veitingastaðarins. Kvaðst brotaþoli haf a hætt störfum á veitingastaðnum eftir þetta. Þá kvað hún að vitni að þessu hafi verið H og I . Lýsti brotaþoli því að ákærði væri oft að klípa starfsstúlkurnar í rassinn og strjúka þeim um mjaðmir. Með brotaþola á lögreglustöð var móðir hennar, J. Kvað hún að brotaþoli hafi sagt sér hvað gerst hafi og hún hafi reiðst mjög og hringt í ákærða 5 o g lesið yfir honum. Er haft eftir J í frumskýrslunni að ákærði hafi sagt að honum þætti leiðinlegt að hafa grætt hana. Brotaþoli gaf skýrslu um þetta hjá lögreglu 18. júní 2021. Þar lýsti brotaþoli því að ákærði hafi strokið henni um læri og slegið hana í rassinn, auk annarra óviðeigandi athafna og talsmáta. Þá kom fram hjá brotaþola að hún hafi tekið video af því þegar ákærði hafi slegið í rassinn á henni. Upptakan liggur fyrir í málinu, en þar sést ekki hönd ákærða lenda á rassi brotaþola. Líkamsstaða þei rra er hins vegar þannig að vel kann að vera að það hafi gerst, en í upptökunni heyrist hár smellur og brotaþoli kveinkar sér um leið . Ákærði spyr hvort hikstinn sé hættur og brotaþoli neitar því. Þá tók lögregla mynd af síma brotaþola þar sem sjá má samsk ipti hennar við K , , þar sem hún segist vera mjög leið og miður sín yfir framkomu hans. Lögregla tók skýrslu af J , móður brotaþola, 22. júní 2021. Hún lýsti því að brotaþoli hafi vakið hana um nóttina, hágrátandi og sagt að ákærði hafi verið dónalegur við hana, slegið á rassinn á henni og verið að strjúka henni um rass og læri. Lögregla tók skýrslu af H 22. júní 2021 vegna þessa, en vitnið vann með brotaþola á X . Vitnið lýsti því að hafa verið í staffapartíinu , en farið snemma heim. Svo hafi brotaþoli hringt í hana og liðið illa og sagt að ákærði hafi rassskellt hana og klipið í lærin á henni. Vitnið hafi farið aftur í partíið og ákærði hafi eitthvað verið að grínast með að hafa rassskellt brotaþola. Þá lýsti v itnið óviðeigandi orðfæri og snertingum ákærða við önnur tækifæri. Lögregla tók skýrslu af L 23. júní 2021 vegna þessa. Vitnið er fyrrverandi kærast i brotaþola. Vitnið lýsti því að þessa nótt hafi brotaþoli hringt í vitnið og vitnið heyrt á henni að eitth vað hafi gerst. Vitnið lýsti því að brotaþoli hafi beðið sig að koma heim til sín og þar hafi brotaþoli verið grátandi. Hún hafi sagt honum að ákærði hafi verið að rassskella hana og ver ið með óviðeigandi kynferðislegt tal við hana. Lögregla tók skýrslu a f I vegna þessa 1. júlí 2021. Vitnið er vinur ákærða og vann undir hans stjórn á X . Vit n ið kvaðst ekki hafa orðið vitni að þeim atburðum sem lýst er í þessum ákærulið. Vitnið kvaðst hafa verið í staffapartíinu og lýsti því að brotaþoli hafi viljað skipta u m sæti við vitnið vegna þess að henni hafi þótt óþægilegt að sitja við hlið ákærða ákærði eigi til að vera með dónalegt orðbragð. Vitnið kvaðst hafa spurt ákærða út í þetta og hann hafi kannast við að hafa slegið í rassinn á brotaþola, en það hafi átt að vera grín. 6 Lögregla tók skýrslu af K , ákærða, 9. febrúar 2023. Vitnið mundi eftir umræddu staffapartíi en kvaðst ekki hafa verið þar sjálf. Um 2 dögum eftir partíið hafi ákærði sagt henni að hann hafi verið óviðeigandi við eina stelpuna og slegið í rassinn á henni. Þá kannaðist vitnið við rafræn samskipti sín við brotaþola sem áður er vikið að. Lögregla tók skýrslu af M vegna þessa 9. febrúar 2023. Vitnið er kærasti vitnisins H sem er vinur brotaþola. Vitnið starfaði á X þegar atvik gerðust. Vitnið lýsti því að ákærði hafi iðulega verið óþægilegur í framkomu með kynferðislega brandara og athugasemdir og mikið fyrir snertingu. Vitnið kvaðst haf a séð ákærða setja hönd á læri brotaþola. Þá lýsti vitnið starfsmannafundi þar sem ákærði hafi beðist afsökunar á óviðeigandi hegðun, einkum bröndurum og sagt að hann hafi farið yfir strikið þetta kvöld. Lögregla tók skýrslu af vitninu M vegna þessa 9. fe brúar 2023. Vitnið var starfsmaður á X þegar atvik gerðust. Vitnið lýsti því að hafa heyrt sögu af þessum toga um ákærða. Vitnið kvaðst hafa setið við borð andspænis ákærða og brotaþola og séð að brotaþola leið mjög óþægilega og hún og I hafi skipt um sæti . Ákærði hafi mikið verið fyrir snertingu. Þá gat vitnið um starfsmannafund sem hafi verið eftir þetta. Vitnið minnti að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi gripið í læri hennar þar sem þau sátu við borðið og vitnið hafi séð hendur hans fara niður, en vitni ð hafi ekki séð undir borðið. Þá hafi brotaþoli sagt sér að ákærði hafi slegið í rassinn á henni. Á téðum fundi hafi ákærði séð eftir þessu og farið að gráta. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu vegna þessa ákæruliðar 24. júní 2021. Kannaðist við að hafa slegi ð í rassinn á brotaþola, en það hafi verið óvart þar sem hann hafi ætlað að slá annars staðar í hana , nánar tiltekið í bakið . Kannaðist hins vegar ekki við að hafa strokið um læri brotaþola þar sem þau hafi setið við borð. Aðspurður um upptöku af ætluðum rassskelli og að ákærði hafi nefnt að þetta ætti að lækna hikstann kvaðst ákærði ekki kannast við það, en þekkti sjálfan sig á upptökunni. Aftur var tekin lögregluskýrsla af ákærða 6. júní 2023 vegna þessa ákæruliðar. Kvað ákærði það geta verið að hann hafi snert læri brotaþola, en kvað af og frá að það hafi verið í kynferðislegum tilgangi eða að hann hafi farið með h önd upp eftir lærinu eða gert það rólega. Hann geti vel hafa slegið á lær i einhverjum starfsmanni í þessu st affapartíi, en ekki annað. Ákærði kannaðist jafnframt við starfsmannafund eftir þetta þar sem hann hafi beðist afsökunar á framkomu sinni en það hafi snúið að því að hann væri að drekka í vinnunni og stundum með óviðeigandi snertingar og óviðeigandi grín. 7 Þá kannaðist ákærði við samtal sitt við K sína, en lýsti því sem svo að hann hafi sagt að hann hafi verið sakaður um að slá brotaþola í rassinn, en ekki beinlínis að hann hafi gert það viljandi. Ákæruliður 3 Eins og áður greinir kom brotaþoli samkvæ mt þessum ákærulið, C , ásamt O , á lögreglustöð í Vestmannaeyjum 4. júlí 2022 og greindi frá því að ákærði hefði brotið gegn henni kynferðislega 19. júní 2022 á veitingastaðnum X . Er í frumskýrslu haft eftir brotaþola að hún hafi farið á salernið og orðið þ ess áskynja að þar væri líka einhver annar. Þegar hún hafi síðan ætlað að fara fram hafi ákærði verið þar fyrir framan, ýtt henni til baka og læst dyrunum. Ákærði hafi síðan káfað á brjóstum hennar utan klæða og svo farið með aðra hendina inn fyrir nærbuxu r hennar en ekki náð að koma fingri í leggöng. Er haft eftir brotaþola í frumskýrslunni að hún hafi náð að stoppa ákærða af og hafi hann þá hætt og beðist afsökunar. Brotaþoli gaf skýrslu vegna þessa hjá lögreglu 12. júlí 2022. Þar lýsti hún því að hafa v erið á X ásamt vinkonu m s ínum, en önnur þeirra var starfsmaður á X . Vinkonan hafi bakað pizzu og þarna hafi bara verið gaman. Ákærði hafi verið þarna. Svo þegar liðið var á nótt, á að giska kl. 02:40, hafi brotaþoli farið á klósett að pissa. Hún hafi svo h eyrt að einhver hafi komið inn á klósettið við hliðina á henni . Þegar brotaþoli hafi verið búin á klósettinu og opnað dyrnar hafi ákærði staðið fyrir framan hana, ýtt henni aftur inn og lokað dyrunum og læst. Ákærði hafi staðið fyrir hurðinni þannig að hún hafi ekki komist neitt og hún hafi ekki enn verið að fatta hvað væri að gerast. Ákærði hafi byrjað að strjúka á henni brjóstin utan klæða í kannski 5 sekúndur og svo farið inn á hana og farið að strjúka á henni pjölluna og hvíslað í eyrað á henni svona óg eðslegri perralegri röddu hvað hún væri fínt rökuð . Hann hafi farið alveg niður í klof og strokið henni um kynfærin, en ekki farið með fingur inn. Það hafi tekið kannski 5 10 sekúndur. Það hafi tekið hana tíma að fatta þetta og svo hafi hún bara sagt h v að ertu að gera, þú veist hættu, hættu . Hann hafi sagt henni að vera alveg róleg, hann ætlaði ekkert að sofa hjá henni þarna inni á klósettinu. Brotaþoli hafi sagt hættu þessu mig langar þetta ekki og hleyptu mér út . Ákærði hafi hætt þegar hún hafi beðið hann um það. Hún hafi ekki sjálf getað opnað dyrnar þar sem ákærði hafi staðið fyrir dyrunum, en hann hafi hætt og opnað þá hafi ha nn sagt að . Hún hafi sagt að það réttlætti ekki það sem hann væri að gera. 8 Þarna hafi þau staðið fyrir framan klósettklefana og vinkonur hennar verið frammi í eldhúsi og sennilega ekkert heyrt í henni. Ákærði hafi spurt hana hvort hann mætti alla vega fá símanúmerið hennar og hún hafi verið skíthrædd og látið hann hafa númerið og hann hafi hringt í símann hennar til að kanna hvort hún hefði gefið honum upp rétt númer. Svo hafi ákærði hleypt henni fram og hún gengið beint upp að vinkonu sinni sem hafi sp urt hvort væri allt í lagi með hana og hvað hafi komið fyrir. Stuttu eftir þetta hafi vinur hennar, P , hringt í hana og beðið hana að koma til sín og hún hafi farið heim til hans og sagt honum frá þessu. Vinkonurnar tvær, þær Q og R , hafi svo gengið með ák ærða heim til hans. Rétt eftir atvikið hafi brotaþoli sent skilaboð á messenger til vinkonu sinnar, S , um hvað hafi gerst. Þá gat brotaþoli þess að inni á klósettinu hafi ákærði beðið sig að enni um kvöldið, en það kvað brotaþoli að gæti ekki verið meira bull. Ákærði hafi hringt í hana daginn eftir, en hún ekki svarað því og ekki heyrt frá honum frekar. Þá lýsti brotaþoli því að hafa sagt öðrum frá þessu, en það verður nánar rakið síðar í dómi num. Lögregla tók skýrslu af T , systur brotaþola, 19. júlí 2022 vegna umrædds atviks. Vit n ið lýsti því að brota þ oli hafi sagt sér frá umræddu atviki og að frásögn hennar hafi verið á sömu lund og lýst er hér að ofan í framburði brotaþola hjá lögreglu. Brot aþoli hafi sagt henni þetta á Snapchat sólarhring eftir atvikið. Lögregla tók skýrslu af T , vinkonu brotaþola, 19. júlí 2022 vegna umrædds atviks. Vitnið kannaðist við að hafa verið á X þessa nótt ásamt brotaþola. Vitnið lýsti því að þegar brotaþoli hafi komið til hennar eftir klósettferðina þá hafi brotaþoli augljóslega verið í áfalli og sagt henni frá atvikinu á áþekkan hátt og lýst er hér að ofan í framburði brotaþola. Vitnið kannaðist ekki við að neinir straumar hafi verið merkjanlegir milli brotaþola og ákærða. Lögregla tók skýrslu af O , samstarfs - og yfirmanni brotaþola , 20. júlí 2022. Vit n ið skýrði frá því að brotaþoli hafi sagt vitninu frá téðu atviki þar sem þær voru staddar í fríi á Spáni nokkrum dögum eftir atvikið. Lýsing vitnisins á frásögn bro taþola var áþekk og kemur fram í framburði hennar hér að ofan. Lögregla tók skýrslu af U , vinkonu og vinnufélaga brotaþola , 21. júlí 2022. Vit n ið lýsti því að brotaþoli hafi sagt henni í símtali, daginn eftir téðan atburð, frá því sem gerst hafi. Lýsti vit nið frásögn brotaþola á áþekkan hátt og fram kemur hér að ofan þar sem gerð er grein fyrir framburði brotaþola. 9 Lögregla tók skýrslu af V , samstarfsmanni brotaþola, 21. júlí 2022. Hjá honum kom fram að brotaþoli hafi sagt honum frá téðu atviki. Minnti vitnið að það hafi verið 21. júní 2022 , í vinnunni. Vitnið kvað brotaþola hafa skýrt frá atvikum á áþekkan hátt og fram kemur hér að ofan í frásögn brotaþola. Viðstödd þetta samtal hafi verið W samstarfsmaður þeirra beggja á í Vestmanna eyjum. Lögregla tók skýrslu af W , samstarfsmanni brotaþola, vegna þessa 25. júlí 2022. Í framburði hennar kom fram að brotaþoli hafi sagt henni frá umræddu atviki, að V. Lýsti vitnið frásögn brotaþola á svipaðan hátt og fram kemur hér að ofan þar sem gerð er grein fyrir framburði brotaþola. Lögregla tók skýrslu af Q 26. júlí 2022 vegna þessa atviks. Vitnið lýsti því að hafa verið á X þessa nótt ásamt m.a. brotaþola og ákærða. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vör við umrætt atvik, en að brotaþoli hafi sagt sér frá því eftir á, m.a. að ákærði hafi verið mjög óviðeigandi við hana, króað hana af inni á klósetti og snert á henni brjóstin. Lögregla tók skýrslu af P , vini brotaþola, vegna þessa þann 2. september 2022. Vitnið lýsti því að umrædda nótt hafi brotaþoli hringt í hann og greinilega verið stressuð og í uppnámi og hafi sagt að hún þyrfti að segja honum eitthvað. Stuttu seinna hafi brotaþoli komið heim til hans og sagt að ákærði hafi verið að snerta hana eða reyna það. Þau hafi svo farið heim til hennar og þa r hafi hún sagt honum að ákærði hafi króað hana af á klósettinu og farið inn á hana. Hafi brotaþoli lýst því að ákærði hafi reynt að fara inn fyrir buxur, en vitnið mundi ekki hvort það hafi tekist hjá ákærða. Hún hafi líka lýst því að ákærði hafi snert á henni brjóstin, en vissi ekki hvort það hafi verið innan eða utan klæða. Hún hafi virkað hrædd en ekki verið grátandi þegar hún hafi sagt frá þessu. Lögregla tók skýrslu af S vegna þessa þann 5. september 2022. Vitnið lýsti því að brotaþoli hafi látið hana vita af atvikinu með skilaboðum skömmu eftir að atvikið gerðist. Í framburði hennar kom fram að frásögn brotaþola hafi verið á svipaða lund og áður hefur komið fram hér að ofan, þó þannig að vitnið kvaðst ekki vita hvort ákærði hafi snert kynfæri brotaþol a og að ekki hafi komið fram að hann hafi snert hana annars staðar á líkamanum. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu vegna þessa 25. júlí 2022. Ákærði kannaðist við atvikið og lýsti því að brotaþoli hafi farið á klósettið og hann hafi farið á eftir henni í þeim tilgangi að bregða henni, en honum hafi þótt hann skynja strauma á milli þeirra. Hann hafi brugðið henni og spurt hvort hann mætti snerta hana og henni hafi verið brugðið og sagt strax að hann . Hafi hann þá sagt að hann og , K , væru . Í 10 framhald inu hafi hann og brotaþoli haldist í hendur skamma stund og hann hafi spurt hvort hún væri til í þetta, en hún hafi hvorki játað né neitað. Hann hafi aðeins snert á henni klofið að utanverðu, en hún hafi annað hvort sagt að hún væri ekki að fíla þetta eða að hana langaði þetta ekki. Þá hafi það bara verið búið og allt í lagi með það. Hann hafi reynt að hringja í hana daginn eftir, en hann hafi langað að tala við hana og ganga úr skugga um að þetta væri allt sársaukalaust af hennar hálfu. Þetta hafi allt var að í örfáar sekúndur. Kvaðst ekki minnast þess að hafa komið við brjóst brotaþola og neitaði því að hafa snert hana innanklæða á kynfærasvæði. Þá kannaðist ákærði ekki við að hafa hvíslað í eyra brotaþola hversu vel rökuð hún væri. Í málsgögnum er vottorð Z sálfræðings, dags. 24. september 2023, varðandi brotaþola. Þar kemur fram að brotaþoli hafi komið í viðtal til Z 8. júlí 2022 vegna kynferðisbrots sem hún hafi sagst hafa orðið fyrir tæpum 3 vikum áður. Er í vottorðinu rakin frásögn brotaþola um þetta, en atvikið er það sem að ofan er lýst. Segir í vottorðinu að brotaþoli hafi verið metin einlæg og trúverðug í viðtalinu. Hún hafi greint frá upplifun og hugsunum sem þekktar séu hjá fólki sem hafi orðið fyrir áföllum. Samkvæmt matslistum sem lagði r hafi ve rið fyrir brotaþola hafi komið fram . Þá hafi brotaþoli aftur komið í viðtal í byrjun september sama ár, en þá hafi líðan hennar verið betri . Framburður ákærða við aðalmeðferð Ákærði gaf skýrslu við aðalmeðferð. Verður gerð grein fyrir framburði hans vegna hvers ákæruliðar fyrir sig. Á eftir framburði ákærða verður gerð grein fyrir framburði vitna í þeirri röð sem þau komu fyrir dóminn, en tekið fram að hvaða ákærulið framburður snýr hverju sinni. Ákæruliður 1 V egna þessara sakargifta skýrði ákærði svo frá að þau hafi verið í lobbýinu á Y hostel nokkur saman og hafi verið áfengi í spilinu. Brotaþoli , sem hafi veri ð starfsmaður hans á X , hafi svo farið upp og ákærði hafi elt hana. Þau hafi svo verið að spjalla sam an. Hann hafi ekki snert á henni rassinn, enda hafi hann legið vinstra megin við hana í rúmi og átt mjög erfitt með að snerta á henni rassinn þar sem hún hafi setið á rúminu hægra megin við hann . Hann hafi hins vegar snert brjóst hennar utan klæða, en það hafi verið í góðu tómi og þau hafi haldist í hendur á meðan og verið að spjalla og ekkert hafi verið athugavert við þetta. Aðspurður um hvort eitthvað kynferðislegt hafi átt sér stað milli 1 1 ákærða og brotaþola fyrr um kvöldið kvað ákærði að alls kyns fíflal æti hafi átt sér stað í þeim hópi sem hafi verið þarna um kvöldið, en ekkert frekar milli þeirra tveggja en einhverra annarra. Aðspurður um fíflagang kvað ákærði t.d. að hann og D , kærasti brotaþola, hafi verið búnir að slá í rass hvor s annars . Aðspurður h vers vegna brotaþoli hafi farið upp í herbergi kvaðst ákærði ekki vita það, en klukkan hafi verið orðin 2 eða 3 um nótt, en hún hafi ekki talað um að hún ætlaði að fara í rúmið. Þeir hinir hafi farið út að reykja. Kvaðst ekki vita hvað brotaþoli hafi ætlað að fara að gera í herberginu sínu. Aðspurður hvers vegna ákærði hafi farið á eftir brotaþola kvaðst hann hafa langað að tala við hana og þau hafi bara verið á notalegum nótum. Ákærði hafi komið upp 1 2 mínútum á eftir brotaþola. D og E hafi verið úti að reykja þegar brotaþoli fór upp og þegar ákærði fór sjálfur upp. Aðspurður neitaði ákærði því hvort brotaþoli hafi boðið honum eða beðið hann að koma upp í herbergið til sín. Þegar ákærði hafi komið inn í herbergið hafi hann sagt halló, en kvaðst ekki muna atburðarásina nákv æ mlega enda tæp 4 ár síðan. Hann hafi legið á rúminu og hún setið á því. Kvaðst ekki vita eða muna hvað brotaþoli var að gera eða hvar hún var í herberginu þegar hann kom, en hann sé auk þess blindur. Hún hafi alla vega ekki verið farin að hátta og hafi enn verið í fötum og ekki verið undir sæng eða neitt þannig. Kvaðst aðspurður ekki muna um hvað þau hafi talað, en þetta hafi bara verið notalegt spjall. Aðspurður um tímalengd kvaðst ákærði ekki hafa verið í 5 eða 10 mínútur í herbergi br otaþola en ekki heldur klukkutíma. Þau hafi verið þarna góða stund. Nánar aðspurður kvaðst ákærði hafa snert vinstra brjóst brotaþola utan klæða, enda verið vinstra megin við hana. Hún hafi engar athugasemdir gert við þetta, en kvaðst ekki muna hvort hún h afi beðið um þetta, en það sé ólíklegt. Aðspurður hvers vegna ákærði hafi snert brotaþola á þennan hátt kvað hann að líklega hafi hann langað í kynlíf með henni. Þau hafi ekki rætt hvort hana langaði í kynlíf. Ítrekað aðspurður neitaði ákærði því að hafa s nert rass brotaþola, enda hefði það ekki verið hægt þar sem hún hafi setið. Þau hafi líka haldist í hendur og þetta hafi verið svona næsta skref til að kanna hvort hún vildi eitthvað meira. Honum hafi þótt augljóst að henni hafi líkað nærvera hans. Aðspurð ur kvaðst ákærði ekki muna með hvorri hendinni hann hafi snert brjóst brotaþola. Hún hafi haft drykk í hendi, en hann ekki. Hann hafi fengið sopa hjá henni. Hann hafi haldið með hægri hendi í hennar vinstri hendi. Hún hafi ekki brugðist neitt sérstaklega v ið snertingunni og ekki beðið hann að hætta. Fram hafi komið hjá henni að hún vildi ekki kynlíf, en ákærði mundi ekki hvernig það kom fram, en hann hafi virt það. Hann hafi spurt hvort hún vildi gera eitthvað meira og hún hafi ekki viljað það. Svo hafi 12 bro taþoli farið út úr herberginu og farið niður. Hún hafi samt ekki rokið út, en ákærði kvaðst ekki muna hve langur tími hafi liðið frá snertingunni uns hún fór. Hún hafi ekki hlaupið út eða neitt þannig. Brotaþoli hafi ekki snert ákærða á neinn óviðeigandi h átt. Kvaðst ekki muna það, en þó telja mjög líklegt að hann hafi spurt hvort hann mætti snerta á henni brjóstið. Kvaðst ekki muna hvort hún hafi svarað því. Hún hafi samt ekki gert neitt til að tjá að hún vildi það ekki. Kvaðst ekki geta svarað því hvers v egna brotaþoli haldi því fram að hann hafi snert á henni rassinn. Hann hafi verið búinn að liggja á rúminu góða stund þegar hann hafi snert brjóstið. Eftir þetta hafi hann farið niður og út og spjallað aðeins við E og tekið svo leigubíl heim. Kvaðst aðspurður ekki hafa hitt brotaþola eftir þetta og minntist þess ekki að hafa hitt D heldur. Kvaðst aðspurður ekki muna hvort hann hafi rætt þetta atvik við brotaþola eftir á og ekki heldur D og E . Kvað aðspurður að þau hafi öll verið undir áh rifum áfengis. Kvaðst ekki vita hvort brotaþoli og E hafi gist í herberginu um nóttina. Minnti að brotaþoli og E hafi verið búin að ákveða að flytja úr herberginu skömmu eftir þetta og frá Vestmannaeyjum, en kvaðst ekki muna hvort þau hafi verið í herbergi nu þangað til þau hafi flutt frá Eyjum. Aðspurður kvað ákærði að þetta kvöld hafi þau öll 4 verið á kynferðislegum nótum í tali. Þá kannaðist ákærði við að hafa oft verið gagnrýndur af starfsfólki fyrir að vera óheflaður í tali og framkomu. Aðspurður kvaðs t ákærði ekki muna hvort brotaþoli hafi komið í vinnu daginn eftir, en kvaðst minna að gleðskapurinn hafi verið í tilefni þess að þau væru að fara að hætta og fara af landinu. Kvaðst ekki muna til þess að neinir eftirmálar hafi verið af þessu. Aðspurður u m sjón sína kvaðst ákærði sjá dagsbirtu inn um glugga og mun á nóttu og degi. Hann hefði ekki getað séð hvort brotaþoli var undir sæng eða ekki og ekki getað séð viðbrögð í andliti hennar við einhverju. Aðspurður um framburð brotaþola hjá lögreglu að hún hafi verið komin í náttföt og lögst í rúmið og snúið baki í ákærða þegar hann hafi komið inn og sest á rúmið og snert brjóst hennar og rass, kvað ákærði að þetta sé ekki í samræmi við hans minni, en hann geti ekki sagt nákvæmlega hvar hún hafi verið í herberginu þegar hann kom inn. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu um að hann hafi elt brotaþola upp eftir að hafa náð sér í drykk kvað ákærði það ekki útilokað, en benti á að tæp 4 ár séu liðin frá atbu rðinum. 13 Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu að honum hafi verið ljóst að brotaþoli væri að fara að sofa kvað ákærði að brotaþoli hafi a.m.k. ekki tilkynnt sérstaklega að hún væri að fara að sofa. Aðspurður um framburð D og E hjá lögreglu að þeir hafi ekki hitt ákærða fyrir utan h ostelið eftir atvikið kvaðst ákærði muna vel að hafa hitt og spjallað við E eftir atvikið. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu að brotaþola hafi brugðið kvaðst ákærði ekki minnast þess. Aðspurður um framburð hjá lögre glu að ákærði hafi vitað að brotaþoli væri að fara að sofa kvað ákærði að tæp 4 ár séu liðin og að hann minnist þess ekki að þetta hafi komið fram hjá brotaþola. Kvaðst sjálfsagt hafa sagt rétt frá á þessum tíma , en hann muni ekki eftir að hafa sagt þe tta, en þau hafi rætt atvikið. Ákæruliður 2 Vegna þessa lýsti ákærði því að starfsmannapartí hafi verið þarna, en hann minnist þess ekki að hafa snert læri brotaþola. Þarna hafi verið fleira fólk, alls 7 8 manns og haft gaman. Kvaðst hluta kvöldsins haf a setið við hlið brotaþola, sem hafi verið starfsmaður hans á X . Aðspurður hvort ákærði hafi snert brotaþola annars staðar þetta kvöld kvað ákærði það vera. Þau hafi staðið við barinn og hún hafi verið með hiksta og hann hafi slegið hana í bakið til að hjá lpa henni að losna við hikstann. Kvaðst ekki vita til þess að hafa slegið í rassinn á brotaþola. Ætlun hans hafi a.m.k. ekki verið að slá í rass hennar, en vegna blindu sinnar geti hann ekki fullyrt hvort þetta hafi komið á rass eða mjóbak. Ætlunin hafi ve rið að slá í mjóbakið. Kvaðst ekki hafa fundið mun á því og geti ekki fullyrt um þetta. Hann hafi ætlað að slá hana í mjóbakið og láta henni bregða við það, en það sé gott húsráð við hiksta. Aðspurður um viðbrögð brotaþola kvaðst ákærði ekki muna betur en að hún hafi bara hlegið að þessu. Kvaðst ekki vita um önnur viðbrögð brotaþola og enn síður þegar þetta hafi átt sér stað. Kvaðst ekki muna hvort hann hafi sagt eitthvað þegar þetta var. Kvaðst ekki muna eftir neinum sérstökum viðbrögðum annarra viðstaddra , enda séu að verða liðin 3 ár frá atvikinu. Aðspurður neitaði ákærði því að brotaþoli hafi beðið hann að slá hana í rassinn. Kvaðst ekki minnast þess að hafa slegið í rass brotaþola í önnur skipti. Kvaðst hafa áttað sig á því daginn eftir að hann væri sagður hafa slegið brotaþola þegar móðir hennar hafi hringt í hann. Aðspurður kvaðst ákærði ekki muna hvort brotaþoli hafi yfirgefið samkvæmið á undan honum. Hún hafi 14 ekki komið aftur til vinnu og móðir hennar hafi sagt honum daginn eftir að brotaþoli hefð i látið af starfi sínu á X . Móðir brotaþola hafi viljað að hann bæði hana afsökunar og gæfi henni einn miða á Þjóðhátíð sem afsökunarbeiðni. Kvaðst minna að hafa reynt einu sinni að hringja í brotaþola vegna þessa en hún hafi ekki svarað. Ákærða hafi brugð ið mjög við að heyra þessa ásökun og verið mjög leiður vegna þess og hafi viljað biðjast afsökunar hafi hann gert eitthvað í þessa veru, en hún hafi ekki svarað. Aðspurður kvað ákærði að ekkert kynferðislegt hafi verið búið að eiga sér stað þetta kvöld , a. m.k. ekki snertingar, en mögulega tal. Ekkert slíkt hafi átt sér stað milli hans og brotaþola. Margt hafi verið talað, en ekkert sérstakt slíkt milli hans og brotaþola frekar en annarra. Kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis en með fulla dómgreind. Fram að þessu kvöldi hafi hann átt til að taka um axlir starfsmanna, en skömmu eftir þetta hafi verið starfsmannafundur og hann þá beðinn að hætta þessu. Hann sé hins vegar blindur og slíkt kunni að hafa gerst óviljandi örskamma stund , enda gangi hann oft með h endur á undan sér. Hann hafi líka verið gagnrýndur fyrir óviðeigandi tal. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa vitað að umrætt atvik hafi verið tekið upp á myndskeið, eða hvers vegna það hafi verið gert og hver hafi gert það. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu að hann hafi óvart slegið í rass brotaþola kvað ákærði að brotaþoli hafi borið að hann hafi gert þetta, en hafi svo verið þá hafi það verið óvart eins og hann hafi áður lýst. Aðspurður um framburð M hjá lögreglu um að ákærði hafi gengist við þess u og beðist afsökunar á starfsmannafundinum kvað ákærði að þetta hafi verið hryggjarstykkið í starfsmannahópnum og miklu hafi skipt fyrir reksturinn að halda starfsfólki. Ákærði hafi lýst iðrun umfram tilefni vegna þess að hann hafi ekki mátt við því að mi ssa megnið af starfsfólkinu um hábjargræðistímann. Aðspurður um framburð ákærða hjá lögreglu um að hann hafi að einhverju leyti gengist við áburðinum og að andrúmsloftið hafi breyst, kvaðst ákærði hafa sagt henni hvað hann væri sakaður um, en í því haf i ekki falist viðurkenning hans á áburðinum. Aðspurður um framburð H hjá lögreglu að ákærði hafi sömu nótt talað um að hafa rassskellt brotaþola kvaðst ákærði ekki muna eftir því. Aðspurður kvaðst ákærði minnast þess að eitthvað hafi slæmt gerst í fjölsky ldu brotaþola þennan dag eða þetta kvöld, andlát eða annað. 15 Við skýrslugjöf ákærða var leikið ofangreint myndskeið , með hljóði, af téðu atviki . Kvað ákærði að ef höggið hafi lent á rassi brotaþola þá hafi það verið óvart eins og áður hefur komið fram. Aðs purður um framburð M hjá lögreglu um að hafa séð ákærða strjúka upp eftir læri brotaþola kvaðst ákærði ekki kannast við þá háttsemi. Ákæruliður 3 Vegna þessara sakargifta lýsti ákærði því að þau hafi verið á X hann og brotaþoli, Q og R . Q hafi verið starfsmaður og R fastagestur, en brotaþoli vinkona þeirra. Q og R hafi farið inn í eldhús að búa til pizzu og hann og brotaþoli hafi verið frammi að spjalla. Svo hafi brotaþoli fari ð að pissa . Salernisaðstaðan sé þannig að fyrir framan tvö klóse tt sé rými. Upplifun ákærða hafi verið sú að milli sín og brotaþola væru straumar og daður. Hann hafi farið á eftir henni og staðið fyrir framan klósettið og brugðið brotaþola þegar hún hafi opnað. Henni hafi brugðið. Hann hafi spurt hvort hann mætti snert a á henni brjóstin og hún hafi orðið hissa af því að hún hafi haldið að hann . Hann hafi sagt brotaþola að hann og . Hann hafi snert brjóst hennar, en kvaðst ekki muna hvort það hafi verið bæði brjóstin, eða einungis annað og þá hvort. Hann hafi a.m. k. snert annað brjóstið utan klæða án athugasemda frá brotaþola. Hún hafi ekki átt von á þessu og ekki sagt honum að hætta. Hann hafi farið með hendina í átt að klofi brotaþola og annað hvort snert eða verið a.m.k. mjög nálægt því. Hann hafi hins vegar ald rei farið inn fyrir föt og alls ekki snert kynfæri brotaþola. Hann hafi spurt hvort brotaþoli væri rökuð . Hann hafi fundið að brotaþola langaði þetta ekki og væri ekki til í þetta og það hafi bara verið allt í lagi. Þau hafi svo bara gengið fram og Q og R hafi enn verið í eldhúsinu við pizzugerðina. Aðspurður kvað ákærði að brotaþoli hafi engu svarað þegar hann hafi spurt hvort hann mætti snerta brjóst hennar. Aðspurður kvaðst ákærði hafa verið í rýminu fyrir framan lokaða salernisklefann . Ákærði hafi veri ð í dyragætt salernisklefans þegar hann hafi spurt hvort hann mætti snerta brjóst brotaþola. Þetta hafi tekið skamma stund, kannski tvær mínútur, en í mesta lagi fimm mínútur. Kvaðst ekki muna hvað brotaþoli hafi sagt þegar hann hafi spurt hvort hún væri r ökuð, en það hafi verið ljóst að hún vildi ekki að eitthvað kynferðislegt gerðist milli þeirra. Kvaðst aðspurður ekki hafa ýtt brotaþola inn á salernisklefann og lokað dyrum, en hún hafi staðið fyrir innan og mögulega hafi þau fært sig örlítið innar. 16 Ákær ði lýsti því að hafa a.m.k. verið með hægri hendina mjög nálægt klofi brotaþola, en kvaðst ekki geta fullyrt hvort h ö ndin hafi snert buxur brotaþola, en hann hafi alls ekki farið inn fyrir föt hennar. Hann hafi þá jafnframt spurt hvort hún væri rökuð og í framhaldi af því hafi komið berlega fram hjá brotaþola að hún kærði sig ekki um neitt kynferðislegt milli þeirra. Kvaðst ekki muna nákvæmlega hvaða orð brotaþoli hafi notað. n ei þegar hann hafi spurt hvort hann mætti snerta brjóst hennar. Hann hafi skilið það sem samþykki þar sem hún hafi ekki sagt neitt og ekki ýtt höndum hans burtu eða gert neitt slíkt. Hú n gæti hafa kinkað kolli, en um það geti hann ekkert vitað , en það sé r eynsla hans að fólk sem á í samskiptum við blinda noti ósjálfrátt látbragð, s.s . bros eða kinka kolli, eða annað sem það sé vant í samskiptum við sjáandi fólk. Aðspurður kvaðst ákærði minna að hafa reynt að hringja í brotaþola 1 2 skipti eftir þetta , en hún hafi ekki svarað. Þau hafi skipst á símanúmerum þegar þau hafi setið þarna inni á veitingastaðnum. Það hafi verið fyrir atvikið og sé rangur sá framburður brotaþola að það hafi verið eftir atvikið. Ekkert kynferðislegt hafi átt sér stað milli þeirra, e n hann hafi upplifað daður í orðum milli þeirra og hann hafi skynjað strauma á milli þeirra. Aðspurður kvað ákærði að þau hafi bæði verið búin að neyta einhvers áfengis. Kvaðst ekki muna hvað hafi gerst í kjölfar þessa. Aðspurður um framburð sinn hjá lögre glu um að hann hafi spurt brotaþola ótilgreint hvort hann mætti snerta hana kvaðst ákærði telja að í slíkri spurningu hljóti að felast beiðni um að snerta á einhvern kynferðislegan hátt. Minning sín sé að hann hafi spurt hvort hann mætti snerta brjóst henn ar. Aðspurður vegna framburðar síns hjá lögreglu kvað ákærði að hann hafi farið með hendi að kynfærum brotaþola utan klæða og vera kunni að höndin hafi snert kynfærasvæði utan klæða. Aðspurður vegna framburðar síns hjá lögreglu kvaðst ákærði ekki minnast þess að þau hafi haldist í hendur á klósettinu. Aðspurður um viðbrögð brotaþola kvaðst ákærði ekki hafa skynjað að þetta hafi valdið neinum vanda eða slíkum viðbrögðum. Aðspurður kvað ákærði það ekki rétt í framburði brotaþola hjá lögreglu að hún hafi ös krað þegar hún hafi komið út af klósettinu eða þar inni . 17 Framburður vitna við aðalmeðferð Brotaþoli C kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 3 . Kvaðst hafa kannast við ákærða, en ekki þekkt hann sérstaklega. Brotaþoli lýsti því að þau hafi verið þarna á X fyrr um kvöldið, hún ásamt vinkonum sínum R og Q ásamt ákærða. Brotaþoli hafi komið seinna en þau hin. Þetta hafi verið rólegt kvöld og þau setið og spjallað og fengið sér bjór. Svo hafi þau farið á Lundann, en farið aftur á X um tvö leytið um nóttina. Q hafi farið að elda pizzu, en hún hafi verið starfsmaður ákærða. Þau hafi verið inni í eldhúsi að spjalla, en svo hafi brotaþoli farið á klósettið á að giska kl ukkan 02:30, en þau hin hafi öll verið í eldhúsinu. Þegar hún hafi verið a ð ljúka erindi sínu á klósettinu hafi hún heyrt að einhver var kominn á klósettið við hliðina. Svo þegar hún hafi verið búin og opnað dyrnar að klósettklefanum og ætlað að fara fram, þá hafi ákærði staðið fyrir framan dyrnar og ýtt henni inn á klósettklefann og st aðið fyrir dyrunum og lokað og læst. Hún hafi ekki alveg áttað sig á hvað væri í gangi, en svo hafi ákærði byrjað að káfa á brjóstum hennar utan klæða og hún hafi ekki verið að fatta neitt. Svo hafi hann farið inn fyrir buxur hennar og komið við kynfæri he að hætta og hleypa henni út og ha nn hafi gert það. Þau hafi svo staðið fyrir framan klósettklefana í svona milliherbergi og þar hafi ákærði beðið hana um símanúmerið hennar og hún hafi gefið honum það upp. Ákærði hafi sannreynt númerið með því að hringja í hana stuttu seinna og svo hafi h ún farið inn í eldhús og ekki alveg verið með sjálfri sér. R hafi séð að eitthvað var að og brotaþoli farið til hennar og sagt henni stuttlega frá þessu og R spurt hvort hún vildi fara en brotaþoli sagt nei og að hún ætlaði ekki að gera neitt mál úr þessu. En svo hafi brotaþoli farið til P vinar síns skömmu síðar og sagt honum þetta. Daginn eftir hafi ákærði hringt í hana um klukkan 16:30 og svo aftur um klukkan 01:00 um nóttina en hún hafi ekki svarað. Hún hafi ekki ætlað að gera neitt með þetta, en svo haf i þetta verið farið að trufla hana mikið og valda henni vanlíðan, þannig að hún hafi ekki getað látið kyrrt liggja. Aðspurð kvað brotaþoli að þau hafi öll verið í eldhúsinu, en á einhverjum tíma hafi verið færri í spjalli, þ. á m. væntanlega hún og ákærði. Eftir að þau hafi komið aftur af Lundanum hafi þau öll verið inni í eldhúsi allan tímann, en fyrr um kvöldið hafi þau líka verið frammi í sal. Í upphafi hafi hún ekki vitað hver var á klósettklefanum við hlið hennar og ekki vitað hver það var fyrr en hún lauk upp dyrunum. Aðspurð kvaðst 18 brotaþoli ekki muna hvort ákærði hafi reynt að bregða henni, en hún muni bara að hann hafi ýtt henni inn á klósettklefann. Þau hafi snúið hvort að öðru og ákærði með bakið í hurðina. Ákærði hafi ekki spurt hana hvort hann m ætti snerta hana einhversstaðar og þau hafi ekki haldist í hendur. Þetta hafi bara verið fyrirvaralaust samkvæmt hennar minni. Aðspurð kvað brotaþoli að ákærði hafi komið við bæði brjóst hennar með lófa og fingrum. Aðspurð um snertingu á kynfærasvæði innan klæða lýsti brotaþoli því að ákærði hafi stungið hendi niður í buxur hennar og hafi lófinn snúið að líkama brotaþola og hendin snert kynfærin, en ákærði hafi ekki stungið fingri inn eða neitt slíkt. Þetta hafi staðið nokkrar sekúndur hvort fyrir sig. Kvaðst ekki muna hvort ákærði hafi stungið hægri eða vinstri hendi ofan í buxur hennar. Ákærði hafi ekki sagt neitt áður en hann hafi snert hana, en meðan hann var með hendina ofan í buxum hennar hafi hann sagt eða ð heldur fullyrt þetta. Hún hafi sagt honum að hætta. Framan við klósettklefana hafi hún Hún hafi sagt að það réttlætti þetta ekki og hann beðið um símanúmer henna róminn þegar hún hafi sagt að hann væri giftur en samt ekki öskrað neitt. Aðspurð kvað brotaþoli þessar snertingar ekki hafa v erið með hennar samþykki. Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa sent skilaboð til S vinkonu sinnar eftir að hún var komin fram og sagt henni þetta stuttlega og svo hafi hún sagt R þetta í grófum dráttum. Svo hafi hún farið stuttu seinna eftir að P hafði hringt og spurt hvort hún vildi koma til hans. Hún hafi sagt honum að hún þyrfti að segja honum svolítið, en stuttu seinna hafi hún farið út og til P . Hún hafi farið ein frá X og þá hafi ákærði verið þar eftir með R og Q . Aðspurð kvað brotaþoli að P hafi hringt eft ir að hún hafi sent S skilaboð, en kvaðst ekki geta sagt til um hvenær í þeirri atburðarás ákærði hafi sannreynt símanúmer hennar með því að hringja í hana. Kvaðst minna að ákærði hafi sannreynt símanúmer hennar þegar þau voru fyrir framan klósettklefana í milliherberginu. Aðspurð kvað brotaþoli átt sér stað milli þeirra. Hún hafi ekki gefið ákærða nokkurt tilefni til að halda að hún hefði kynferðislegan áhuga á honum og ekkert þesslegt gerst áður á milli þeirra. Hún hafi verið búin að drekka eitthvað og fundið á sér. Mesta lagi sex bjóra allt kvöldið og nóttina. Ákærði hafi líka verið búinn að drekka eitthvað. Fyrst hafi hún ekki áttað sig, en svo þegar ákærði hafi stungi ð hendi niður í buxur hennar hafi hún áttað sig og hafi liðið illa 19 með þetta, en sjokkið hafi ekki komið fyrr en nokkrum dögum seinna. Hún hafi sofið illa og fengið martraðir og verið ólík sjálfri sér. Ekki glöð eins og venjulega heldur stressuð og kvíðin. Hún hafi leitað til Z sálfræðings stuttu eftir atvikið og svo aftur seinna, líklega í september. Aðspurð um líðan sína nú kvað brotaþoli hana betri, eins og hún sé nú að ljúka þessu. En hún hafi lítið sofið í aðdraganda aðalmeðferðar málsins. Aðspurð um f ramburð sinn hjá lögreglu um að hún hafi öskrað á ákærða kvað brotaþoli að hún hafi a.m.k. hækkað róminn, en það hefði ekki heyrst til hennar inn í eldhús. Brotaþoli staðfesti skjáskot af síma sínum í rannsóknargögnum. Nánar aðspurð um þetta kvað brotaþoli geta verið að ákærði hafi hringt í síma hennar til að staðfesta númerið eftir að þau voru aftur komin fram. Nánar aðspurð staðfesti brotaþoli að ákærði hafi hætt þegar hún hafi beðið hann um það, en ítrekaði að hann hafi ekki beðið um leyfi fyrir þessum athöfnum sínum. Aðspurð kvað brotaþoli að það væri ekki rétt að O hafi verið á vinnustað þegar brotaþoli hafi sagt frá þessu, en hið rétta sé að brotaþoli hafi hitt O á Spáni nokkrum dögum eftir þetta. Annað sé misminni hjá W í framburði W hjá lögreglu. Í vinnunni hafi brotaþoli sagt V og W frá þessu, meira þó V . Vitnið R kom fyrir dóminn vegna ákæruliðar 3. Vitnið kvaðst kannast við ákærða gegnum rekstur á veitingastað hans. Vitnið er æskuvinkona brotaþola C . Vitnið lýsti því að þau hafi verið á X , inni í eldhúsi , vit n ið, Q , ákærði og brotaþoli, auk einhvers Þ sem hafi verið þarna einhverja stund . Brotaþoli hafi verið að koma af klósettinu og vitnið hafi séð að brotaþoli væri eitthvað ólík sjálfri sér þegar hún hafi komið inn. Brotaþoli hafi gengið beint t il vitnisins og sagt henni að hún hafi verið á klósettinu. Þegar brotaþoli hafi verið á klósettinu hafi hún heyrt í einhverjum þar inni og ekki vitað hver það var. Þegar brotaþoli hafi verið búin og ætlað að fara fram og opnað dyrnar þá hafi ákærði staðið þar og ýtt henni inn á klósettið, lokað og læst og káfað á brjóstum hennar og farið inn á buxurnar hennar. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið sérstaklega eftir því þegar brotaþoli fór á klósettið eða þegar ákærði fór á klósettið. Þegar brotaþoli hafi sagt vitni nu þetta hafi vitnið tekið eftir að ákærði hafi komið líka. Nánar aðspurð um lýsingu brotaþola kvað vitnið að fram hafi komið að ákærði hafi káfað á brjóstum hennar og farið með hendina niður í buxur hennar. Ekki hafi komið fram þarna hvort ákærði hafi sne rt kynfæri brotaþola. Vitnið minntist þess ekki aðspurð að komið hafi fram neitt um að ákærði hafi sagt eitthvað við brotaþola þegar þetta gerðist. Brotaþola hafi verið brugðið og sagt ákærða að hætta og að hún vildi komast út. Brotaþoli hafi verið stjörf og brugðið þegar 20 hún hafi sagt vitninu frá þessu. Vitninu hafi þótt brotaþoli trúverðug. Vitnið hafi spurt brotaþola hvað hún vildi gera og hvort hún vildi að þær færu, en brotaþoli hafi ekki viljað það, en þó verið skelkuð. Vitnið minnti að hafa farið af veitingahúsinu á svipuðum tíma og brotaþoli, en vitnið kvaðst ekki vita hvert brotaþoli hafi farið. Næst þegar vitnið hafi heyrt í brotaþola einhverjum dögum seinna hafi brotaþola liðið mjög illa og vitnið þá áttað sig á alvarleika málsins. Brotaþoli hafi sagt að hún ætti erfitt með svefn og væri að vakna upp við vondar hugsanir. Þetta hafi haft veruleg og slæm áhrif á brotaþola. Vitnið kvað ekkert kynferðislegt hafa átt sér stað um kvöldið, hvorki milli ákærða og brotaþola, né neinna annarra. Ekki heldur n einir kynferðislegir straumar eða samdráttur. Ekkert hafi heldur áður gerst milli þeirra. Vitnið gat þess aðspurð að þær hafi rætt þetta seinna og hjá brotaþola hafi þá komið fram að ákærði hafi farið inn á hana og komið við kynfæri hennar. Vitnið kvaðst h afa verið undir áhrifum áfengis en alveg áttuð. Sambærilegt hafi verið með brotaþola, en þó minna en vitnið. Ákærði hafi líka verið undir áhrifum áfengis. Vitnið lýsti því að þegar vitnið fór af veitingastaðnum hafi hún og Q fylgt ákærða heim til sín. Aðsp urð um framburð sinn hjá lögreglu kvaðst vitnið ekki minnast þess að brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi sagt að hann hafi upplifað strauma milli sín og brotaþola. Vitnið Q , fyrrverandi starfsmaður ákærða og kunningjavinkona brotaþola, kom fyrir dóm inn við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 3 . Vitnið kvaðst hafa verið að elda pizzu þegar atvik gerðust. Vitnið lýsti því að R hafi sagt að brotaþoli hafi rokið í burtu. Brotaþoli hafi farið af veitingastaðnum á undan vitninu og R . R hafi sagt að það hafi komið eitthvað upp á, nánar tiltekið að ákærði hafi snert brotaþola á óviðeigandi hátt. R hafi ekki lýst því nánar. Eftir að þau hafi komið af Lundanum hafi verið þarna vitnið, R , ákærði og brotaþoli, auk einhvers stráks sem hafi samt ekki verið allan tímann. Vitnið hafi verið í eldhúsinu en kvaðst ekki geta sagt hvar hin hafi verið á hvaða tímapunkti. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið þess vör þegar brotaþoli fór á klósettið og ekki heldur þegar ákærði fór þangað. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið sérstaklega eftir þv í þegar þau komu af klósettinu. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vör við neitt undarlegt eftir að brotaþoli kom af klósettinu, en brotaþoli hafi farið stuttu síðar. Vitnið kvað brotaþola hafa lýst því fyrir sér eftir þetta að ákærði hafi snert hana kynferðisl ega og farið inn á hana. Kvaðst ekki muna það nánar, að öðru leyti en því að hann hafi farið inn á buxurnar hennar og hvíslað að henni á óviðeigandi hátt að hún væri vel snyrt . Þetta hafi brotaþoli sagt vitninu fyrir 21 ekki löngu síðan. Þá hafi R sagt að bro taþoli hafi sagt að ákærði hafi snert brjóst brotaþola. Þetta hafi brotaþoli líka sagt vitninu. Vitnið kvað ekkert kynferðislegt hafa átt sér stað fyrr um kvöldið og engir slíkir straumar hafi verið milli fólks þarna. Ekki hafi verið neinn samdráttur milli ákærða og brotaþola og vitnið ekki tekið eftir neinu innilegu milli þeirra. Vitninu þótti brotaþoli trúverðug í frásögn sinni og kvaðst vita að brotaþola hafi liðið mjög illa eftir þetta, en þær hafi unnið á sama vinnustað. Vitnið kvaðst hafa verið undir áhrifum umrætt sinn, sem og aðrir, en brotaþoli kannski ívið minna. Vitnið kvaðst hafa fylgt ákærða heim eftir þetta ásamt R . Aðspurð vegna framburðar síns hjá lögreglu kvaðst vitnið minnast þess að hjá brotaþola hafi komið fram að ákærði hafi króað hana af inni á klósetti og snert á henni brjóstin. Vitnið U gaf skýrslu við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 3. Vitnið kvaðst ekki þekkja ákærða, en hún sé mjög góð vinkona brotaþola. Vit n ið sagði frá því að brotaþoli hafi hringt í hana daginn eftir atvikið og sag t frá því. Brotaþoli hafi sagt að hún hafi verið á X og hafi farið á klósettið og þegar hún hafi ætlað að fara til baka þá hafi ákærði komið inn á bað og lokað að þeim og byrjað að snerta á henni brjóstin og farið inn fyrir buxur brotaþola og snert á henni kynfærin og sagt við hana hvað hún væri vel rökuð að neðan. Brotaþoli hafi frosið og sagt honum að hætta og farið svo fram. Fram hafi komið að ákærði hafi snert brjóst brotaþola utanklæða. Brotaþoli muni svo hafa sagt R þetta þegar hún var komin fram af k lósettinu. Brotaþoli hafi eiginlega verið í sjokki þegar hún hafi sagt vitninu þetta og enn verið að átta sig almennilega á þessu. Brotaþoli hafi verið trúverðug að mati vitnisins og hafi liðið illa eftir þetta. Vitnið kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi nefnt hvora hendina ákærði hafi notað. Ekki hafi komið neitt fram um að straumar hafi verið á milli þeirra fyrr og ekkert slíkt gerst áður milli þeirra. Brotaþoli hafi ekki veitt samþykki fyrir þessu. R muni strax hafa séð á svip brotaþola að eitthva ð hafi komið upp á. Vitnið kvaðst ekki minnast þess að neitt hafi komið fram hjá brotaþola um ölvun eða ölvunarstig. Vitnið T kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 3. Vitnið kvaðst ekki þekkja ákærða, en vitnið er systir brotaþola C . Vitnið lý sti því að hafa fengið skilaboð frá brotaþola gegnum Snapchat að kvöldi mánudagsins 20. júlí 2022 og þar hafi brotaþoli sagt að hún hafi lent í ógeðslegu atviki og að hún hafi verið á X með vinkonu sinni og ákærði hafi brotið gegn henni inni á baðherbergi. Hafi komið fram að ákærði hafi snert kynfæri brotaþola innan undir buxum og hrósað henni fyrir að vera vel rökuð . 22 Brotaþoli hafi lýst því að hafa verið á klósettinu og verið að fara út af því þegar ákærði hafi ýtt henni aftur inn á baðherbergið. Á þessum tíma hafi brotaþoli ekki nefnt aðra snertingu, en hún hafi sagt sér seinna að ákærði hafi snert á henni brjóstin utan klæða áður en hann fór inn á hana að neðan. Þá hafi brotaþoli sagt að ákærði hafi beðið brotaþola um símanúmerið hennar eftir atvikið, en þá hafi þau verið komin út af klósettklefanum inn á svokallað milliherbergi. Brotaþoli muni hafa látið ákærða fá símanúmer sitt og verið í sjokki og hrædd. Ákærð i hafi ekki spurt hvort hann mætti snerta brotaþola skv. hennar frásögn og hún hafi aldrei gefið samþykki fyrir athöfnum ákærða. Brotaþoli muni svo hafa farið fram í eldhús þar sem vinkonur hennar voru að baka pizzu og sagt T frá þessu í stuttu máli. Svo m uni brotaþoli hafa farið ein af staðnum, en hún muni hafa farið til vinar síns. Brotaþoli muni hafa farið af X á undan hinum. Þá kvaðst vitnið nýlega hafa talað um þetta við brotaþola, en lengi vel hafi brotaþoli ekki viljað tala um atvikið sjálft heldur f rekar hvað hún gæti gert til að líða betur. Vitninu hafi þótt brotaþoli trúverðug í sinni frásögn. Líðan brotaþola haf i verið slæm eftir atvikið og hún verið að kljást við martraðir og verið mjög langt niðri andlega í nokkuð langan tíma eftir þetta og þurf t að leita sér aðstoðar og þetta fylgi henni ennþá. Vitnið hafi tekið eftir breytingu í fari brotaþola eftir þetta og hafi hún ekki verið eins hress og glöð og hún eigi að sér að vera. Ekkert hafi komið fram um að kynferðislegir straumar hafi verið milli h ennar og ákærða eða annarra þetta kvöld. Nýlega hafi brotaþoli líka sagt að ekkert slíkt hafi verið til staðar og að ekkert slíkt hafi gerst milli hennar og ákærða. Brotaþoli hafi sagt að hún hafi fundið á sér, en ekki verið drukkin. Hún hafi ekki talað um ölvunarástand ákærða, en að hinar stelpurnar hafi verið búnar að drekka aðeins meira en brotaþoli sjálf. Vitnið mundi ekki til þess að hjá brotaþola hafi komið fram að ákærði hafi sagt eða gert eitthvað áður en hann byrjaði að snerta brotaþola. Vitnið V , samstarfsmaður brotaþola, gaf skýrslu við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 3. Vitnið kvaðst ekki þekkja ákærða, en vita hver hann er. Vitnið lýsti því að hafa verið í vinnu ásamt brotaþola C sumarið 2022 og tekið eftir því að brotaþoli væri ólík sjálfri sér þ ennan dag. Hún hafi verið þögul og hugsi, sem sé ekki venjulegt. Þau hafi verið 2 stödd í svokölluðu þar sem þau hafi unnið saman. Vitnið hafi spurt hvort ekki væri allt í lagi . Brotaþoli hafi sagt þá að það hafi orðið atburður sem sæti í henni og hún væri mjög hugsi. Brotaþoli hafi svo haldið áfram frásögn sinni og sagt að hún hafi verið á X daginn áður eða stuttu áður. Henni liði eins og ákærði hafi brotið á henni. Vitnið hafi spurt hvort hún vildi ræða það nánar og þá hafi brotaþoli lýst atvikinu be tur. 23 Hafi brotaþoli sagt að hún hafi verið þarna með fólki og brugðið sér á salernið, en þegar hún hafi opnað klósettdyrnar þá hafi ákærði gengið inn um dyrnar og króað hana af þar inni og snert á henni brjóstin og kynfæri. Hún hafi stöðvað frásögnina þarn a vegna þess að hún hafi verið mjög hugsi yfir viðbrögðum sínum, þ.e. að hún hafi frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Hún hafi beðið hann að hætta og hann gert það að lokum, en hann hafi fyrst meinað henni útgöngu en gefið eftir við ítrekaða ósk br otaþola. Brotaþoli hafi leitað ráða hvernig hún ætti að bregðast við því að ákærði hafi verið að reyna að hringja í hana í kjölfarið en hún ekki viljað svara. og það ha fi vitnið túlkað þannig að snertingin hafi verið innan klæða. Kvaðst ekki muna hvort hafi komið fram hvort snerting á brjóstum hafi verið innan eða utan klæða. Kvaðst ekki muna hvort brotaþoli hafi rætt hvað hafi gerst í kjölfarið. Kvaðst ekki muna hvort f ram hafi komið að ákærði hafi sagt eitthvað þegar þetta hafi gerst eða hvort brotaþoli hafi sagt einhverjum á grillhúsinu frá þessu í beinu framhaldi. Brotaþola hafi augsýnilega ekki liðið vel við þessa frásögn. Hún hafi verið döpur ásýndum, þögul og þungt hugsi, sem hafi verið ólíkt henni. Hún hafi verið trúverðug. Næstu daga hafi komið fram að brotaþoli væri að burðast með þetta og velta fyrir sér hvað hún ætti að gera með þetta. Vitnið minntist þess að hafa spurt hvort þetta hafi átt sér einhvern aðdraga nda og mundi ekki til þess að neitt hafi komið fram um slíkt. Ekkert hafi komið fram um ölvunarástand. Vitnið kvaðst minna að þau hafi bara verið tvö þegar brotaþoli hafi sagt frá þessu. Vitnið kvaðst hafa heyrt í brotaþola þremur dögum fyrir aðalmeðferð o g þá hafi þetta verið ræt t. Vitnið hafi spurt hvernig hún hefði það og vitnið hafi þurft að rifja upp hvenær þetta hafi verið og brotaþoli hafi sagt vitninu í óspurðum fréttum að það væru önnur mál á hendur ákærða. Ekkert hafi í símtalinu verið rætt um lýs ingar á atvikinu. Aðspurður vegna framburðar síns hjá lögreglu kvað vitnið líklega rétt að W hafi verið viðstödd upphafleg t samtal sitt við brotaþola . Aðspurður vegna lögregluskýrslu sinnar kvaðst vitnið minna að brotaþoli hafi líka talað um brjóst en gat ekki skýrt hvers vegna vitnið hafi ekki getið þess hjá lögreglu . Aðspurður kvað vitnið að þetta hafi ekki borið á góma í símtali hans og brotaþola 3 dögum fyrir aðalmeðferð. Setningin um píkuna sé hins vegar mjög sterk í minni sér. Vitnið O gaf skýrslu við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 3. Vitnið kvaðst vita hver ákærði er, en ekki þekkja hann persónulega. Vitnið var yfirmaður brotaþola í starfi á 24 þeim tíma sem atvik gerðust. Vitnið lýsti því að hafa verið á Spáni stuttu eftir téð atvik og bro taþoli hafi komið þangað út. Brotaþoli hafi sagt sér frá þessu kvöldið sem hún kom út. Brotaþoli hafi þegið að vitnið hefði samband við lögreglu vegna málsins þegar vitnið kæmi heim, sem vitnið hafi svo gert. Brotaþoli hafi lýst því að þau hafi verið á X o g verið að spjalla og eitthvað inni í eldhúsi. Svo hafi brotaþoli farið á salernið og einhver annar hafi komið þangað inn. Svo þegar hún hafi ætlað út af salerninu þá hafi ákærði staðið þar og komið inn á salernið til hennar og lokað og hamlað henni að kom ast fram. Ákærði hafi farið eitthvað að tala við hana og strjúka henni, bæði brjóstin og svo hafi hann farið inn á hana á kynfærin og hvíslað að henni að hún sé svona fínt rökuð og eitthvað. Brotaþoli hafi frosið og ekki vitað í hverju hún væri lent og svo beðið hann að hætta. Svo hafi ákærði hleypt brotaþola fram og hún hafi sagt við ákærða eitthvað um að hann ætti konu og börn. Hafi ákærði sagt að þau væru að skilja. Hann hafi líka beðið um símanúmerið hennar sem hún hafi orðið við. Aðspurð kvaðst vitnið ekki muna hvort hafi komið fram hvort ákærði hafi snert annað eða bæði brjóst brotaþola, en það muni hafa verið utanklæða. Snerting á kynfæri hafi verið innanklæða og ákærði hvís l að að brotaþola hvernig hún væri rökuð. Brotaþoli muni hafa farið af grillhús inu eftir þetta. Ákærði hafi ekki beðið um leyfi og brotaþoli hafi ekki veitt samþykki fyrir þessum athöfnum ákærða. Vitnið kvað brotaþola hafa sagt R frá þessu strax á staðnum og svo hafi hún líka sagt vini sínum þetta sama kvöld eða sömu nótt, auk þess a ð senda vinkonu sinni skilaboð um þetta. Þegar brotaþoli hafi sagt vitninu þetta hafi hún líka verið búin að segja í vinnunni þetta. Hún muni líka hafa sagt systur sinni þetta og einhverjum vinkonum. Brotaþola hafi liðið illa með þetta og verið fegin a ð vitnið myndi aðstoða hana við að koma fram kæru. Brotaþoli hafi verið trúverðug. Fram hafi komið að brotaþoli svæfi illa en að það hafi ekki verið af hennar hál fu. Ekkert svona muni hafa gerst áður milli þeirra. Brotaþoli hafi sagt að hún og þau hafi fengið sér bjór, en að ekki hafi verið um að ræða neitt ofurölvunarástand. Aðspurð kannaðist vitnið við að hafa rætt þetta nýlega við brotaþola. Vitnið hafi hringt í brotaþola þegar hún fékk boðun sem vitni. Vitnið hafi líka rætt við vitnið V. Þetta hafi verið rifjað upp í samtali vitnisins við brotaþola. Lögreglumaður nr. 8818 kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 3. Vitnið tók á móti kæru brotaþola C og annaðist rannsókn málsins að öðru leyti. Fannst brotaþoli trúverðug í sinni frásögn. Vitnið staðfesti rannsóknargögn sem vitnið útbjó. 25 Vitnið Z sálfræðingur kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 3 . Vitnið staðfesti vottorð sitt um brotaþola C og gerði grein fyrir efni þess. Brotaþoli hafi í tvígang komið til vitnisins vegna umrædds atviks, fyrst í júlí 2022 og svo í september s ama ár. Líðan brotaþola hafi verið mun betri í seinna skiptið, en líðan hennar í fyrra viðtali hafi ekki verið góð og [ , en ekki hafi verið talin þörf á meðferð. Brotaþoli A kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 1 . Brotaþoli var starfsmaður ákærða á veitingastaðnum X . Brotaþoli lýsti því að þetta hafi verið starfsmannapartí og þar hafi verið drukkið áfengi. Hún hafi verið með kærastanum sínum D Þetta hafi verið á Y hostel í lobbíinu. Þarna hafi líka verið E og einhver strákur frá Póllandi , en hann hafi komið seint og fa rið fyrr. Þá hafi ákærði verið þarna. Svo hafi hún farið upp að sofa í herbergi sínu á efstu hæð hótelsins. D hafi farið út að reykja með E á svipuðum tíma og hún fór sjálf upp. Kvaðst ekki muna hvort þeir hafi verið farnir út þegar hún fór upp. Ákærði haf i verið í lobbíinu þegar hún fór upp. Hún hafi sagt góða nótt við alla þegar hún fór upp að sofa. Þegar hún kom upp í herbergi hafi hún háttað og farið í náttföt . Hún hafi svo lagst í rúmið. Eftir smá tíma hafi ákærði komið upp í herbergi til hennar. Ákærð i hafi komið að rúminu og sest hjá henni og farið að snerta brjóst hennar. Ákærði hafi sagt henni að slappa af, en hún hafi verið í sjokki og byrjað að gráta og hlaupið út úr herberginu. Hún hafi hlaupið út úr hótelinu og hringt í D sem hafi verið með E að reykja við höfnina. Þeir hafi komið til hennar fyrir utan hótelið og hún hafi verið grátandi og ekki viljað fara aftur á hótelið. E hafi búið stutt frá hótelinu og þau hafi farið þangað. Aðspurð kvað brotaþoli ekki muna nákvæmlega hvort ákærði hafi snert bæði brjóst hennar en taldi það frekar. Þetta hafi verið utan klæða. Aðspurð kvað brotaþoli að ákærði hafi ekki snert annað en brjóstin. Kvað aðspurð að ákærði hafi ekki komið við rassinn á henni. Hún hafi verið í rúminu og ákærði sest á það. Hún hafi séð þegar ákærði kom inn í herbergið . Aðspurð kvað brotaþoli að u.þ.b. fimm mínútur hafi liðið frá því hún fór upp þangað til ákærði kom til hennar. Ákærði hafi strax byrjað að segja henni að slappa af þegar hann var kominn inn í herbergið , sest á rúmið og by rjað að snerta brjóst hennar. Ákærði hafi ekki lagst í rúmið heldur hafi hann setið á því með fæturna á gólfinu. Þegar ákærði hafi byrjað að snerta brjóst hennar hafi hún ekki áttað sig á hvað var að gerast og verið í sjokki. Hún hafi bara hlaupið út og fa rið að gráta. Aðspurð kvaðst brotaþoli telja að mjög stuttur tími hafi liðið frá því ákærði kom inn í herbergið og þar til hún fór úr herberginu. Aðspurð hvort brotaþoli hafi sagt eitthvað við ákærða kvaðst hún 26 bara hafa verið í sjokki og ekkert sagt heldu r bara hlaupið út. Ákærði hafi ekki sagt neitt annað en bara að segja henni að slappa af. H ún hafi staðið svo fljótt á fætur og farið út úr herberginu að hann hafi ekki haft ráðrúm til að segja neitt. Aðspurð neitaði brotaþoli því að þau hafi haldist í hen dur og kvaðst aldrei myndu snerta ákærða. Aðspurð kvaðst brotaþoli hvorki hafa boðið né beðið ákærða að koma upp til hennar. Hún hafi heldur ekki leyft eða samþykkt snertingar ákærða. Kvaðst ekki muna nákvæmlega hvernig hún hafi verið klædd þegar hún fór ú r herberginu, hvort hún var aðeins í náttfötum eða einhverri yfirhöfn. Kvaðst aldrei hafa gefið ákærða neitt til kynna um að hún væri samþykk þessum snertingum , hvorki um kvöldið né í herberginu. Ekkert kynferðislegt hafi átt sér stað milli þeirra þetta kv öld, hvorki tal, snertingar né annað. Kvaðst ekki muna nákvæmlega hvort eitthvað kynferðislegt hafi átt sér stað þetta kvöld , hvorki milli ákærða og annarra né hennar og annarra. Kvaðst aðspurð halda að ákærði hafi farið út á eftir henni, en hún hafi ekki hitt hann. Kvaðst ekki muna hvort D og E hafi hitt ákærða eftir atvikið. Aðspurð kvaðst brotaþoli viss um að ákærði hafi vitað að hún var að fara upp að sofa, enda hafi hún boðið góða nótt yfir hópinn áður en hún fór upp. Kvaðst aðspurð ekki hafa talað um þetta atvik við ákærða eftir á. Hún hafi sagt D og E frá þessu, en kvaðst ekki vita hvort ákærði hafi talað um þetta við þá. Kvaðst hafa neytt áfengis þetta kvöld, en ekki verið ölvuð. Ákærði hafi neytt áfengis og verið ö lvaður. Þá lýsti brotaþoli því að hafa liðið illa eftir þetta en hún og kærasti hennar hafi flutt til nokkrum dögum eftir þetta. Hún hafi leitað sér aðstoðar þar ytra vegna vanlíðunar sinnar. Aðspurð kvað brotaþoli að ákærði hafi oft í vinnunni talað u m kynlíf og henni hafi ekki þótt h ann vera í lagi. Hún hafi t.a.m. eitt sinn verið að búa til pizzadeig og þá hafi ákærði tekið deigið og mótað úr því brjóst. Aðspurð neitaði brotaþoli því að ákærði hafi spurt hana hvort hún vildi kynlíf eða slíkt með honu m. Aðspurð neitaði brotaþoli því að hún og ákærði hafi drukkið saman í herberginu. Aðspurð vegna framburðar síns hjá lögreglu um að ákærði hafi bæði snert brjóst hennar og rass kvað brotaþoli að hún m yndi þetta ekki nákvæmlega, en hún hafi munað þetta betu r þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu. Kvaðst aðspurð ekki geta fullyrt eftir minni að ákærði hafi komið við rass hennar. Kvaðst minna að hún hafi legið á bakinu þegar atvik gerðust, en gat ekki fullyrt það. Þá lýsti brotaþoli því að hafa verið í sambandi við B , brotaþola samkvæmt ákærulið 2, en hún hafi haft svipaða reynslu af ákærða og þær hafi saman farið til lögreglu. Brotaþoli hafi ákveðið að fara til lögreglu eftir að B hafi haft samband við hana. 27 Aðspurð um þann framburð ákærða að hann hafi legið í rúminu og hún hafi setið á rúminu , kvað brotaþoli þetta rangt. Aðspurð um framburð sinn hjá lögreglu að hafa farið til D og E við höfnina kvað brotaþoli að þeir hafi komið til hennar eins og hún hafi áður lýst. Þá k annaðist brotaþoli ekki við þá lýsingu ákærða að þau hafi verið að spjalla og haldast í hendur með drykki í góða stund í herberginu . Kannaðist heldur ekki við að neitt kynferðislegt hafi verið í gangi fyrr um kvöldið. Vitnið D , kærasti brotaþola í ákærulið 1, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð v egna ákæruliðar 1 . Vitnið kvaðst þekkja til ákærða þannig að hann hafi unnið hjá honum ásamt kærustu sinni, þ.e. brotaþola í ákærulið 1. Vitnið lýsti því að það hafi verið vinnupartí og drukkið áfengi. Svo hafi partíið verið búið og þá hafi brotaþol i sagt að hún væri að fara upp að sofa og vitnið hafi sagt að hann ætlaði að fara með E niður á höfn að reykja. Eftir fimm mínútur hafi brotaþoli hringt í hann og verið grátandi í símanum og sagt að ákærði hafi verið að snerta hana . Brotaþoli hafi beðið vit nið að koma til baka og vitnið hafi gert það og þau hafi svo hist fyrir framan Y h ostel . Brotaþoli hafi ekki viljað sofa á h ost elinu og þau hafi þá fengið að gista hjá vini sínum E . Aðspurður kvað vitnið að brotaþoli hafi sagt við alla, ekki bara við vitn ið heldur alla, að hún væri að fara að sofa. Þarna hafi verið vitnið, brotaþoli, ákærði og E . Kvaðst ekki muna hvar ákærði hafi verið þegar brotaþoli fór upp að sofa . Þegar brotaþoli hafi sagt þetta hafi vitnið farið út með E , en vitnið kvaðst ekki muna hv ar ákærði hafi þá verið. Nánar aðspurður kvað vitnið að brotaþoli hafi sagt í símann að ákærði hafi verið að snerta hana og leggjast. Kvaðst ekki muna nákvæmlega, en minnti að brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi snert á henni brjóstin. Hún hafi líka sag t að ákærði hafi snert á henni fæturna. Kvaðst ekki muna hvar á fótunum. Kvaðst ekki muna fyllilega hvort hún hafi sagt að ákærði hafi snert á henni rassinn. Kvaðst ekki vita hvort ákærði hafi snert brjóstin innan eða utan klæða. Brotaþoli hafi grátið miki ð og rödd hennar titrað í símann og hún verið hrædd. Hún hafi verið í uppnámi þegar vitnið hafi svo hitt hana fyrir utan Y h os tel og sagt að ákærði hafi verið að snerta hana og að hún vildi ekki fara aftur á h os telið og þess vegna hafi þau fengið að gista hjá E . Vitnið kvaðst minna að hafa ekki hitt ákærða um nóttina og kvaðst halda að E hafi ekki heldur hitt ákærða um nóttina, enda hafi vitnið verið með E . Vitnið kvaðst aðspurður ekki hafa séð þegar ákærði fór upp í herbergið til brotaþola. Brotaþoli hafi hringt í vitnið um fimm mínútum eftir að hún fór upp og vitnið fór út. Kvaðst ekki muna hvernig brotaþoli hafi verið klædd þegar vitnið 28 hitti hana fyrir utan h os telið. Vitninu fannst brotaþoli mjög trúverðug. Þá kvað vitnið að ákærði hafi örugglega vitað a ð brotaþoli var að fara upp að sofa, enda hafi hún sagt það fyrir framan alla. Brotaþoli hafi ekki viljað fara í vinnuna eftir þetta og ekki tala ð mikið um þetta og ekki liðið vel. Hún hafi þó þurft að fara til vinnu. Hún hafi leitað til sálfræðings í eftir að þau komu þangað. Ekkert kynferðislegt hafi verið búið að eiga sér stað milli brotaþola og ákærða þetta kvöld, og ekki heldur milli annarra. Vitnið kvaðst ekki hafa viljað tala við ákærða um þetta en bara viljað ljúka síðustu tveimur vinnudögunum. Ákærði hafi ekki gefið neinar útskýringar á þessu. Vitnið kvaðst hafa neytt áfengis, en ekki verið ölvaður. Sama gildi um ákærða og brotaþola. Aðspurður lýsti vitnið því að hafa farið út með E þegar brotaþoli hafi farið upp að sofa, en þá hafi ákærði veri ð niðri. Brotaþoli hafi hringt 5 6 mínútum seinna. Brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi lagst hjá henni og verið að snerta hana. Kvaðst ekki vita hvar ákærði var þegar vitnið og E komu til baka. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu að brotaþoli hafi hri ngt um 30 45 mínútum eftir að vitnið fór út kvað st vitnið ekki muna þetta nákvæmlega, en halda að það hafi verið minna. Aðspurður um þann framburð E hjá lögreglu að þetta gæti hafa verið stundarfjórðungur kvaðst vitnið ekki muna þetta nákvæmlega, en halda að þetta sé minna. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi komið í herbergið og snert á henni brjóst og rass þ ar sem hún hafi legið í rúminu, kvaðst vitnið ekki viss um hvort snertingin hafi verið á læri eða rass, en var alveg viss um snertingu á brjóst. Vitnið kvaðst telja sig hafa munað þetta betur hjá lögreglu og þar sagt satt og rétt frá. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu að hafa hringt í ákærða og spurt hvað hafi gerst og ákærði sagt að ekkert hafi gerst og þetta hafi bara verið grín , kvaðst vitnið ekki minnast þessa. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu að ákærði hafi snert brjóst og rass, en viti ek ki hvort það hafi verið innan eða utan klæða kvaðst vitnið halda að það hafi verið utan klæða, en brotaþoli viti þetta betur. Aðspurður um framburð ákærða að einhver kynferðislegur fíflagangur hafi átt sér stað kannaðist vitnið ekki við það. Vitnið K , ákærða, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og gaf skýrslu vegna ákæruliðar 2 . Framburður vitnisins varðar einnig að litlu leyti ákærulið 1, en þess er þá getið sérstaklega. Vitnið rak veitingastaðinn X ásamt ákærða og var brotaþoli B starfsmaður þeirra. Vitn ið kvaðst fyrst hafa heyrt af þessu atviki nokkrum dögum eftir það. Daginn eftir atvikið hafi vitnið fengið upplýsingar um að brotaþoli væri eitthvað 29 slöpp og ætti ekki að kalla hana á vakt. Einhverjum dögum seinna hafi vitnið fengið upplýsingar um þetta o g borið það undir ákærða sem hafi viðurkennt að hafa viðhaft óviðeigandi framkomu við brotaþola. Ákærði hafi sagt vitninu að hann hafi slegið brotaþola á rassinn. Tilefni þess að ákærði hafi sagt henni þetta hafi verið að henni hafi verið sagt frá því að e itthvað hafi komið upp á í starfsmannapartíinu. Vinkona brotaþola hafi sagt vitninu af fleiri málum, eftir að ákærði hafi sagt frá rassskellinum. Vitnið hafi ekki verið í starfsmannapartíinu. Ákærði hafi sagt vitninu að hann hafi staðið við barborðið og br otaþoli við hlið hans og hann slegið hana á rassinn. Ekki hafi verið frekari lýsing á þessu. Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa upplifað að ákærði hafi verið að segja frá því hvað hann hafi gert, en ekki hvað hafi verið borið á hann. Ekki minntist vitnið þess a ðspurð að hjá ákærða hafi komið fram neitt um tilefni eða ástæðu þess að hann hafi slegið brotaþola á rassinn. Ekki heldur að það hafi verið óvart. Ákærði hafi ekki sagt vitninu frá öðru. Eina skýring ákærða á þessu hafi verið að hann hafi verið fullur. Þá hafi ákærði lýst því að andrúmsloftið í partíinu hafi breyst við þetta atvik og stemningin dottið niður. Ákærði hafi sagt að hann hafi beðið brotaþola afsökunar strax í kjölfar þess að andrúmsloftið breyttist. Ákærði hafi ekki nefnt að hann hafi slegið br otaþola í rassinn í annað sinn þetta skipti, nánar tiltekið þegar verið var að spila pílu. Hann hafi heldur ekki talað um að hafa strokið læri brotaþola þar sem þau hafi setið til borðs. Vitnið kvaðst hafa sent brotaþola skilaboð á messenger nokkrum dögum eftir þetta og lýst því hvað henni þætti þetta leitt. Það hafi verið eftir samtal vitnisins við ákærða. Brotaþoli hafi hætt störfum eftir þetta atvik. Þá kannaðist vitnið við að starfsmannafundur hafi verið haldinn eftir þetta, en starfsmennirnir hafi veri ð vinir brotaþola og hafi beðið um fund. Þar hafi þetta atvik verið rætt og hafi það verið tilefni fundarins. Ákærði hafi verið á fundinum og hafi sagt að sér þætti þetta leitt. Hann hafi gengist þarna við því að hafa slegið brotaþola á rassinn. Fleiri atv ik hafi ekki verið rædd á fundinum. Vitnið var sjálf á þessum fundi. Þá kannaðist vitnið við að X hafi stundum verið óviðeigandi eða kynferðislegt grín haft í frammi af starfsmönnum og ákærða. Aðspurð vegna framburðar síns hjá lögreglu staðfesti vitnið þan n fram b urð sinn að ákærði hafi sagt vitninu frá atvikinu um að hafa slegið í rass brotaþola. Vitnið staðfesti skjáskot af skilaboðum milli vitnisins og brotaþola. Aðspurð minntist vitnið þess ekki að ákærði hafi talað um að hafa óvart slegið í rass brotaþola eða gert það til að láta hiksta hætta. 30 Aðspurð vegna atvika sem lýst er í ákærulið 1 kvaðst vitnið ekki vita annað en að H sem vann hjá þeim hafi sent vitninu skilaboð og vitnið hringt í hana og það hafi verið tengt brotaþola í ákæ rulið 2. Þá hafi H sagt vitninu frá atviki í ákærulið 1, en vitnið hafi ekki áður vitað neitt af því atviki. Vitnið kvaðst hafa spurt ákærða út í það atvik og hann hafi sagt að það hafi verið hluti starfsmanna að fá sér í glas eftir vinnu og verið á Y h os te l og þar hafi hluti starfsmanna gist. Ákærði hafi sagt að brotaþoli A hafi farið upp til að sofa og hann hafi elt hana til að fá hana til að koma niður aftur. Þetta hafi ákærði sagt vitninu. Þetta hafi verið stuttu eftir starfsmannafundinn. Aðspurð kvaðst vitnið ekki vita neitt um það sem lýst er í ákærulið 3. Vitnið M , vinur brotaþola í ákærulið 2 kom fyrir dóm við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 3 . Vitnið var einnig starfsmaður á X um skeið. Vitnið er líka fyrrverandi kærasti H , vinkonu brotaþola B í ákæruli ð 2. Vitnið kvaðst hafa verið í starfsmannapartíi á X . Þau hafi setið til borðs og verið að borða saman, vitnið, H og N hafi setið sömu megin við borðið, en hinu megin hafi verið ákærði, brotaþoli og I . Brotaþoli hafi verið á enda borðsins upp við vegg og ákærði við hlið hennar. Ákærði hafi sett h önd á læri brotaþola, en hann eigi til að vera óviðeigandi, sérstaklega eftir að hafa neytt áfengis. Þá hafi ákærði verið að renna hendinni upp eftir læri brotaþola og brotaþola augljóslega liðið illa. Þetta kvaðst vitnið hafa séð, sem og aðrir þarna. Vitnið kvaðst aðspurður hafa séð h önd ákærða á læri brotaþola þegar brotaþoli hafi gefið til kynna með svipbrigðum að ekki væri allt í lagi. Þess vegna hafi þau horft yfir borðið, en vegna þess að ákærði sé blindur haf i þau getað horft á þetta óhindrað án þess að hann yrði þess var. Vitnið hafi teygt sig yfir borðið og séð þetta. Eftir þetta hafi I skipt um sæti við brotaþola. Þetta hafi verið óþægilegt, en samkvæmið haldið áfram allt að einu. Seinna um kvöldið hafi ák ærði verið búinn að drekka meira og verið orðinn mjög óþægilegur við fleiri. Vitnið og H hafi þess vegna farið. Kvaðst halda að N hafi líka farið, en brotaþoli hafi orðið eftir og mögulega I . Seinna um kvöldið, mögulega 20 mínútum seinna, þá hafi O fengið Snapchat frá brotaþola þar sem sjáist að ákærði komi aftan að brotaþola og rassskelli hana. Aðspurður um h önd ákærða á læri brotaþola kvaðst vitnið hafa séð ákærða setja h ö ndina undir borðið og litið yfir og séð h ö ndina fara upp eftir lærinu. Þá kvað vit nið ákærða hafa verið mikið fyrir að snerta starfsfólk og sumum hafi þótt það mjög óþægilegt. Ákærði hafi einkum verið óviðeigandi ef hann hafi neytt áfengis. 31 Aðspurður kvaðst vitnið ekki hafa séð ákærða slá á rass brotaþola þegar verið var að spila pílu. Aðspurður kvað vitnið að brotaþola hafi liðið mjög illa með þetta eftir á. Brotaþoli hafi hringt í H fáum mínútum eftir atvikið og H hafi þá farið aftur á X til að sækja brotaþola. Vitnið kvaðst hafa þótt brotaþoli trúverðug í frásögn sinni. Vitnið staðfesti að starfsmannafundur hafi verið haldinn skömmu eftir þetta. Þar hafi þetta atvik verið rætt. Ákærði hafi verið með tárin í augunum og liðið mjög illa yfir þessu. Ekki kvaðst vitnið reka minni til þess að ákærði hafi nefnt að þetta hafi ver ið óvart eða að hann hafi ætlað að slá annarsstaðar í líkama brotaþola. Vitnið kvaðst aðspurður hafa verið bláedrú þetta kvöld , en brotaþoli hafi neytt einhvers áfengis en fjarri því að vera mjög ölvuð. Ákærði hafi verið töluvert ölvaður. Vinnustaðamenning þarna hafi stundum verið á kynferðislegum nótum. Þetta hafi aukist hjá ákærða, einkum ef hann neytti áfengis í vinnunni. Aðspurður kvaðst vitnið ekki hafa verið á staðnum þegar umrætt atvik hafi gerst, en aðeins heyrt af því og séð upptökuna af Snapchat. Vitninu var sýnd sú upptaka af Snapchat sem liggur fyrir í málinu og staðfesti vitnið að þetta væri sú upptaka sem vitnið hafi séð. Vitnið N kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 2 . Vitnið var starfsmaður hjá ákærða á X vorið 2021 og vann með b rotaþola B í ákærulið 2, auk þess að vera góður kunningi hennar. Þarna hafi verið starfsmannapartí þennan dag . Vitnið kvaðst ekki muna þetta mjög vel enda langt um liðið. Svo hafi ákærði verið aðeins farinn að þukla. Kvaðst minna að ákærði hafi byrjað með því að strjúka læri brotaþola. Vitnið hafi setið hinu megin við borðið, þ.e. andspænis ákærða og brotaþola. Vitnið kvað sér hafa fundist allir sjá það sama og hann. Að ákærði hafi strokið læri brotaþola. Aðspurður kvaðst vitnið ekki hafa séð h ö ndina sjálfa , en hann hafi séð að armur ákærða beindist að brotaþola og færðist fram og aftur. Sér hafi liðið mjög óþægilega við þetta og hann hafi séð að það gilti um hina líka. Svo hafi I boðið brotaþola að skipta um sæti við sig og þær hafi gert það. Seinna um kvöl dið hafi vitnið farið úr partíinu ásamt M og H , en I , ákærði og brotaþoli hafi orðið eftir. Brotaþola hafi greinilega þótt þetta óþægilegt og liðið illa og verið í sjokki þegar ákærði hafi strokið læri hennar. Hún hafi ekkert sagt, en hún hafi ekki brugðis t við þessu fyrr en I hafi boðið henni að skipta um sæti. Ákærði hafi virst mjög glaður og verið orðinn vel drukkinn. Efir þetta atvik hafi andrúmsloftið orðið 32 kaldara og minna verið talað. Vitnið kvaðst ekki hafa rætt þetta atvik við brotaþola. Vitnið kva ðst ekki hafa séð ákærða slá í rass brotaþola þetta kvöld og ekki séð aðrar óviðeigandi snertingar af hálfu ákærða gagnvart brotaþola. Vitnið lýsti því að M hafi talað um að hann og H hafi séð Snapchat af ákærða slá í rass brotaþola, en vitnið mundi ekki t il þess að hafa séð þá upptöku. Það atvik hafi vitnið ekki rætt við brotaþola. Þá lýsti vitnið því að fundur hafi verið haldinn með ákærða og konu hans nokkrum vikum eftir þetta og þar hafi þetta verið rætt. Vitnið og aðrir starfsmenn hafi ekki viljað vinn a við svona aðstæður . Á þessum fundi hafi ákærði skammast sín og beðist afsökunar á hegðun sinni sem yfirmaður þeirra, en vitnið minnti að það hafi verið almennt en ekki sérstaklega vegna þeirra atvika sem lýst er í ákærulið 2. Þá kvaðst vitnið hafa verið bláedrú í starfsmannapartíinu, en brotaþoli hafi fengið sér eitthvað. Ákærði hafi veri ð frekar ölvaður. Vitnið H , , kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 2 . Vitnið var starfsmaður ákærða og er æskuvinkona brotaþol a B í ákærulið 2. Vitnið lýsti því að þarna hafi verið starfsmannapartí og þau hafi borðað saman. Ákærði hafi setið á milli vitnisins og brotaþola og svo I hinu megin við brotaþola. Ákærði hafi gripið um læri brotaþola og svo hafi I boðið brotaþola að skip ta um sæti við sig. Vitnið hafi farið frekar snemma heim ásamt M . Svo hafi vitnið fengið símtal frá brotaþola og hún hafi beðið vitnið að koma og sækja sig strax. Vitnið hafi spurt hvort ekki væri allt í lagi og brotaþoli svarað því neitandi. Brotaþoli haf i sent vitninu video þar sem ákærði hafi slegið í rassinn á brotaþola. Vitnið hafi svo farið að sækja brotaþola í starfsmannapartíið og þá hafi ákærði verið með leiðindi og stæla við brotaþola. Aðspurð kvaðst vitnið hafa séð ákærða koma við læri brotaþola . Kvaðst hafa séð h ö ndina á lærinu. Brotaþoli hafi verið skrítin á svip. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða slá brotaþola í rassinn og ekki viðhafa aðrar óviðeigandi snertingar gagnvart brotaþola þetta kvöld. Þá kvað vitnið að brotaþoli hafi verið grátandi þegar hún hringdi í vitnið og bað hana um að sækja sig. Brotaþoli hafi verið trúverðug. Vitnið kvaðst hafa ekið brotaþola heim og þá hafi brotaþoli sagt henni hvað hafi gerst, en vitnið mundi ekki glögglega hvað brotaþoli hafi sagt, enda langt um liðið. V itnið kvaðst hafa verið bláedrú þetta kvöld. Aðspurð um framburð sinn hjá lögreglu kannaðist vitnið við að ákærði hafi djókað með að hafa rassskellt brotaþola þegar vitnið sótti brotaþola í 33 starfsmannapartíið. Þetta muni hafa verið varðandi atvikið á up ptökunni. Vitnið hafi skammað ákærða fyrir þetta. Lögreglumaður nr. 9118 kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 2 . Vitnið sá um rannsókn þeirra sakargifta. Kvað vitnið að b rotaþoli hafi virst trúverðug í frásögn sinni . Vitnið minnti að brotaþol i hafi sent sér Snapchat upptökuna með tölvupósti. Vitnið staðfesti rannsóknarvinnu sína í málinu. Brotaþoli í ákærulið 2, B , kom fyrir dóm við aðalmeðferð en brotaþoli var starfsmaður ákærða á X þegar atvik gerðust sem fjallað er um í ákærulið 2. Brotaþoli lýsti því að þarna hafi verið starfsmannapartí um daginn og kvöldið. Margir hafi farið heim snemma um kvöldið og fáir verið eftir. Þegar leið á kvöldið hafi ákærði verið með leiðindi í hennar g arð og henni hafi liðið illa. Ákærði hafi m.a. sagt við hana að hann langaði að ríða henni inni á baði. Á endanum hafi hún hringt í vinkonu sína sem hafi sótt hana og farið með hana grátandi heim til móður brotaþola. Í upphafi hafi næstum allir starfsmenni rnir verið þarna, þ.e. hún sjálf, ákærði, H , M , N , I og mögulega K , en sú síðast nefnda hafi bara verið að deginum. Seinna um kvöldið hafi bara brotaþoli, I og ákærði verið eftir. Aðspurð kvað brotaþoli að ákærði hafi ekki strokið henni um lærið um kvöldið , heldur hafi það gerst að deginum og áður en þau hafi farið í . Þau hafi verið að borða á veitingastaðnum. Ákærði hafi setið hægra megin við brotaþola og I vinstra megin við brotaþola. Þá hafi brotaþoli allt í einu fundið snertingu á læri sínu. Hún haf i ekki átt von á þessu. Henni hafi brugðið og horft beint á M og H yfir borðið og reynt að gefa þeim augnaráð og hvísla að ákærði væri að strjúka henni um lærið. Þau hafi alveg sé ð hve brugðið henni hafi verið. Svo hafi ákærði staðið upp frá borðinu og þá hafi I boðið henni að skipta við sig um sæti. Nánar aðspurð um snertinguna lýsti brotaþoli því að ákærði hafi lagt h ö nd á hægra læri hennar og strokið upp og niður með lófanum. Ákærði hafi ekkert sagt og ekki horft á hana á meðan , en bara strokið. Þetta ha fi tekið einhverjar sekúndur. Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki hafa leyft þetta og ekki viljað það eða verið samþykk því. Hún hafi samt ekki sagt neitt við ákærða. Brotaþoli kvað I hafa séð þetta, en kvaðst ekki vita hvort aðrir hafi séð þetta. Þá kvað brotaþ oli sér hafa liðið mjög óþægilega með þessa snertingu. Henni hafi liðið illa eftir þetta og hætt störfum hjá ákærða. Aðspurð um kvöldið lýsti brotaþoli ofangreindum óviðeigandi athugasemdum ákærða við hana, sem og öðrum af svipuðum toga. Aðspurð lýsti bro taþoli því að ákærði hafi slegið í rass hennar þar sem hún hafi staðið við barinn. Það hafi atvikast þannig að 34 hún hafi staðið upp frá borði og farið að barnum, en I muni hafa verið bak við barborðið. Svo hafi hún heyrt að ákærði stóð upp frá borðinu og ko m að barnum. Þetta kvöld hafi hún verið að reyna að taka upp óviðeigandi framkomu ákærða í hennar garð og verið að upptöku þá hafi ákærði slegið í rassinn á henni, en við því h afi hún ekki búist. Aðspurð kvað brotaþoli að ákærði hafi ekkert sagt áður eða á meðan hann hafi slegið í rass hennar og mundi ekki til þess að hann hafi sagt eitthvað í kjölfar þess. Ákærði hafi ekki beðið um leyfi fyrir þessu og hún hafi hvorki viljað þa ð né verið samþykk því. Aðspurð um viðbrögð sín kvað brotaþoli að henni hafi brugðið og verið í sjokki og hún hafi bara þetta mjög óþægilegt, ekki síst eftir óviðeigand i orðfæri og framkomu á undan þessu atviki. Það hafi líka haft áhrif á viðbrögð hennar að valdaójafnvægi hafi verið milli hennar og ákærða sem yfirma nns hennar , en hún kunni auk þess almennt ekki að segja nei. Hún hafi reynt að ýta þessu frá sér, en það ha fi ekki tekist og henni liðið illa og farið að gráta. Kvaðst ekki muna sérstaklega eftir hvað ákærði hafi gert í framhaldinu. Kvaðst aðspurð ekki vita hvers vegna ákærði hafi slegið hana í rassinn. Það hafi mjög ólíklega verið óvart. Þá lýsti brotaþoli því að henni hafi liðið rosalega illa næstu daga á eftir og hún hafi forðast ákærða eftir þetta. Hún hafi fengið móður sína til að hringja daginn eftir og tilkynna um uppsögn sína. Hún hafi ekki átt nein samskipti við ákærða eftir þetta. Kvaðst aðspurð ekki m una til þess að ákærði hafi gert eitthvað fleira við hana þetta kvöld. Kvaðst hafa sagt H þetta, sem og móður sinni og L fyrrverandi kærasta sínum þetta. Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki hafa fengið afsökunarbeiðni frá ákærða. Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa fa rið úr partíinu á að giska milli klukkan eitt og tvö um nóttina. Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa fundið á sér en ekki verið mikið ölvuð. Ekkert kynferðislegt hafi átt sér stað milli þeirra áður af hennar hálfu, en það hafi verið af hans hálfu. Gjarnan kynfer ðislegar athugasemdir og tal sem hún hafi reynt að leiða hjá sér. Hún hafi ekki gefið ákærða neitt til kynna að hún kærði sig um kynferðisleg samskipti við hann. Þá lýsti brotaþoli því að eftir þetta hafi K sent henni skilaboð á messenger vegna þessa og með afsökunarbeiðni. Aðspurð kannaðist brotaþoli við að hafa haft hiksta þar sem hún stóð við barborðið. Kannaðist við að ákærði hafi gert grín að hikstanum, en mundi ekki til þess að ákærði hafi ætlað að slá hana til að losna við hikstann. 35 Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa ákveð ið að fara í partíið um kvöldið þrátt fyrir lærisstrokuna fyrr um daginn, en hugsað með sér að hún yrði bara með H og félögum sínum. Þá staðfesti brotaþoli að hafa leitað til sálfræðings á síðasta ári vegna þessara atvika. Hún hafi farið í þrjá tíma. Aðspurð kannaðist brotaþoli við að hafa verið beygð á þessum tíma vegna andláts ömmu sinnar skömmu áður. Hún hafi grátið vegna þess þetta kvöld. Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki hafa sagt ákærða, eða beðið hann, að hætta. Aðspurð vegna framburðar síns hjá l ögreglu um að lærisstrokan hafi átt sér stað um kvöldið en ekki um daginn kvað brotaþoli að hið rétta sé að hún hafi verið að degi til , en ekki um kvöldið. Þá kannaðist brotaþoli við það úr framburði sínum hjá lögreglu að ákærði hafi snert hana í önnur ski pti . S nertingin hafi stundum verið óviðeigandi en í önnur skipti hafi hún verið þannig að ákærði hafi verið að greina hvar hún væri. Þær snertingar sem lýst er í ákæru hafi verið kynferðislegar og óviðeigandi. Aðspurð um framburð ákærða að hafa slegið hana í mjóbak kvað brotaþoli það alrangt. Ekki hafi heldur komið fram hjá honum að hann hafi ætlað að slá hana í mjóbakið en að skellurinn hafi óvart lent á rassinum. Þá var brotaþola sýnd upptaka sem áður er greind og staðfesti hún að það væri upptakan sem h ún sjálf hafi gert. Þá staðfesti brotaþoli skilaboð í síma sínum sem liggja fyrir í rannsóknargögnum. Aðspurð vegna framburðar L hjá lögreglu að hann hafi hitt brotaþola um nóttina kvaðst brotaþoli ekki muna það glöggt en það geti verið. Vitnið J gaf ský rslu gegnum fjarfund arbúnað við aðalmeðferð, vegna ákæruliðar 2. Vitnið er móðir brotaþola B í ákærulið 2 , en hefur ekki tengsl við ákærða. Vitnið lýsti því að brotaþoli hafi farið í starfsmannapartíið og komið svo grátandi heim og vakið vitnið og sagt hen ni frá þessu og verið algerlega miður sín. Vitnið hafi hringt í ákærða sem hafi beðist afsökunar og fyrirgefningar og ekki neitað neinu þegar hún hafi borið þetta allt upp á hann. Vitnið hafi vitað að starfsfólk ákærða myndi fá miða á Þjóðhátíð og hún spur t hvort brotaþoli fengi slíkt sem afsökunarbeiðni. Svo hafi brotaþoli verið í meira rusli þegar leið á daginn. Hafi komið fram hjá brotaþola að hún hafi setið hjá ákærða sem hafi strokið á h enni lærið þar sem hún hafi setið á móti vinkonu sinni og kærastanum hennar og hún hafi gefið þeim merki um þetta , en svo hafi önnur vinkona 36 brotaþola boðið henni að skipta við sig um sæti og brotaþoli verið dauðfegin því. Brotaþoli hafi sagt að ákærði væri að koma við mjaðmir starfsstúlkna sinna að óþörfu í vinn unni. Þá hafi brotaþoli sagt að á kærði hafi talað um að hann vildi fara með henni inn á klósett og ríða henni. Aðspurð hvort brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi snert hana annars staðar kvað vitnið að brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi slegið hana í rassinn. Ekki hafi komið nánari lýsingar á því atviki. Brotaþoli hafi verið trúverðug í frásögninni. Brotaþoli hafi bara frosið, enda um yfirmann hennar að ræða. Brotaþola hafi liðið mjög illa með þetta í langan tíma. Þær hafi rætt þetta og rifjað upp nýv erið. Ákærði hafi beðist innilega afsökunar á þessu í símtalinu við vitnið. Hann hafi ekki talað um að þetta hafi verið óvart, eða að hann hafi ætlað að slá í mjóbak eða lækna hiksta. Hann hafi ekki gefið neinar skýringar á framferði sínu. Vitnið hafi ekki talað frekar við ákærða. Aðspurð kvað vitnið erfitt að segja um ölvunarstig brotaþola þegar hún sagði vitninu þetta, þar sem hún hafi verið í svo miklu uppnámi. Vitnið I kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 2. Vitnið var starfsmaður ákærða á X og er jafnframt vinur hans . Brotaþoli var jafnframt samstarfsmaður vitnisins á téðu veitingahúsi. Vitnið kvað brotaþola hafa beðið sig að skipta um sæti við sig og vitnið hafi orðið við því. Svo hafi ákærði átt að hafa klipið í rassinn á brotaþola við ba rinn en vitnið hafi ekki séð þetta. Nánar tiltekið hafi sætaskiptin átt sér stað í veitingasalnum þar sem þau hafi öll setið. Þetta hafi verið um kvöldið. Brotaþola hafi þótt óþægilegt að sitja við hlið ákærða og viljað skipta um sæti við vitnið. Kvaðst a ðspurð ekki vita hví brotaþola hafi þótt óþægilegt að sitja við hlið ákærða. Kvaðst ekki muna vel hverjir hafi þá verið á staðnum. Vitnið kvaðst hafa setið við hlið brotaþola og ákærði setið hinu megin við brotaþola, en svo hafi þær skipt um sæti. Vitnið k vaðst ekki hafa séð ákærða snerta læri brotaþola. Aðspurð kvað vitnið að brotaþoli hafi ekki rætt þetta atvik við sig. Aðspurð um líðan brotaþola kvað vitnið að brotaþoli hafi farið að gráta stuttu seinna vegna andláts afa síns , en að öðru leyti hafi vitni ð ekki orðið vör við neitt . Þá kvaðst vitnið ekki hafa séð ákærða slá í rass brotaþola. Aðspurð kvaðst vitnið aldrei hafa orðið vitni að slíkri framkomu eða óviðeigandi tali ákærða við starfsfólk. Vitnið kvaðst aðspurð hafa verið mjög drukkin þetta kvöld. Þau hafi öll verið mjög drukkin. Kvaðst aðspurð ekki muna eftir að brotaþoli hafi haft hiksta. Aðspurð vegna framburðar síns hjá lögreglu kvaðst vitnið ekki muna að hafa talað um þetta við ákærða sem hafi kannast við að hafa slegið í rassinn á brotaþola í gríni. Kvaðst hafa munað þetta betur þá og hafa gefið skýrslu hjá lögreglu eftir bestu vitund. 37 Vegna framburðar síns hjá lögreglu að brotaþoli hafi viljað skipta um sæti þar sem ákærði eftir þessu. vitnið við framburð sinn hjá lögreglu um grófan talsmáta ákærða, sem ætti að vera grín. Aðspurð um framburð brotaþola að vitnið hafi boðist til að skip ta um sæti kvað vitnið það hafa verið þannig að brotaþoli hafi beðið um þetta. Þá kvað vitnið aðspurð að sætaskiptin hafi átt sér stað um kvöldið en ekki daginn. Vitnið L kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna ákæruliðar 2 . Vitnið er fyrrverandi kærasti br otaþola B í ákærulið 2, en hefur engin tengsl við ákærða. Vitnið kvaðst ekki muna þetta mjög vel, en brotaþoli hafi haft samband við vitnið eftir starfsmannapartí á X . Hún hafi sagt vitninu að ákærði hafi verið að snerta starfsstúlkurnar á kynferðislegan h átt og verið óþægilegur. Vitnið minnti að brotaþoli hafi haft samband við sig eftir þennan atburð, en ekki strax sömu nótt. Aðspurður kvaðst vitnið minna að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi komið upp að henni og snert hana og hvísla ð í eyru hennar einhve rju sem hún vildi ekki heyra. Ákærði hafi verið óþægilegur í framkomu við brotaþola og aðra stelpu sem hafi unnið á X . Kvaðst ekki muna hvar brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi snert hana. Kvaðst aðspurður muna að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi strokið læri hennar og verið að hvísla einhverju að henni. Sér hafi þótt brotaþoli trúverðug og hún sé ólíkleg til að segja ósatt um svona hluti. Aðspurður kvaðst vitnið minnast þess að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi slegið hana í rassinn, en gat ekki lýst því frekar og kvaðst ekki vita hvort það hafi verið þann dag sem tiltekinn er í ákæru. Brotaþola hafi ekki liðið vel með þetta og hún átt erfitt með að segja frá þessu. Vitnið kvaðst ekki halda að hann hafi rætt þetta við ákærða. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu um að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi rassskellt hana þetta kvöld og verið með óþægileg kynferðisleg komment og snert hana og tala ð um að ríða brotaþola inni á klósettinu, kvaðst vitnið ráma í þetta með klósettið. Kvaðst hafa munað þetta betur hjá lögreglu og hafa þar sagt satt og rétt frá. Aðspurður um framburð sinn að brotaþoli hafi hringt í hann grátandi og hún hafi sagt að ákærði hafi rassskel l t hana og verið með óþægileg kynferðisleg komment kvaðst vitnið ráma í þetta. Vitnið E kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna þeirra sa k argifta sem lýst er í ákærulið 1. Vitnið starfaði hjá ákærða á X . Þetta umrædda kvöld hafi vitnið verið að vinna með brotaþola á veitingahúsinu. Svo hafi ákærði boðið þeim upp á drykk með sér. 38 Þau hafi þegið boðið og farið með ákærða á Y hostel og setið þar og drukkið með honum í sennilega þrjá klukkutíma. Svo hafi brotaþoli sagst vera þreytt og ætla að fara að sofa og upp í rúm. Hún hafi búið á h os telinu með kærasta sínum og hafi bara ætl að að fara í rúmið. Þá hafi vitnið ætlað að fara í háttinn en hafi ákveðið að fara fyrst og fá sér sígarettu. Með þeim hafi líka verið D , kærasti brotaþola. Stutt hafi verið að fara niður á höfn og þeir D ákveðið að fara þangað að reykja. Svo hafi brotaþol i hringt í vitnið grátandi og mjög miður sín. Þeir hafi farið strax til baka á h os telið af því að eitthvað hafi gerst. Svo hafi þeir hitt brotaþola á götunni á leið sinni aftur á h os telið. Brotaþoli hafi sagt þeim að þegar hún hafi verið í rúminu hafi ákær ði reynt að komast upp til hennar og hún hafi verið mjög hrædd og hafi ekki viljað fara aftur á h os telið. Hún hafi viljað sofa annars staðar og þá hafi vitnið boðið brotaþola að koma heim til sín. Aðspurður klukkan hvað brotaþoli hafi farið upp í herbergi ð sitt kvaðst vitnið halda að það hafi verið um eitt eða tvö leytið um nóttina. Þegar brotaþoli hafi farið upp hafi ákærði enn setið með vitninu og D við drykkju. Svo hafi vitnið og D farið út og skilið ákærða eftir niðri. Aðspurður kvað vitnið að ákærði h afi vitað að brotaþoli var að fara upp að sofa. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða fara upp, en vitnið og D hafi þá verið farnir út. Brotaþoli hafi hringt í vitnið en ekki D þar sem D hafi ekki verið með símann á sér. Hún hafi talað við vitnið af því að ha nn hafi svarað í símann. Brotaþoli hafi grátið mikið í símann og hafi beðið þá að koma strax á h ost elið. Vitnið kvaðst ekki viss hvort brotaþoli hafi lýst atvikum í símtalinu, en hélt að hún hafi bara beðið þá að koma strax til baka. Þegar þeir hafi hitt b rotaþola hafi hún sagt hvað hafi gerst, þ.e. að ákærði hafi lagst upp í rúm til hennar og farið að þreifa á henni. Vitnið hafi ekki spurt hvar ákærði hafi þreifað á henni og hún hafi ekki sagt frá því sjálf þarna. Hún hafi sagt að henni fyndist hún ekki le ngur örugg á h os telinu. Aðspurður kvaðst vitnið halda að u.þ.b. 5 15 mínútur hafi liðið frá því þeir fóru út að reykja þar til brotaþoli hringdi í þá. Hún hafi sagt þeim að ákærði hafi þreifað á rassi hennar en hún hafi ekki nefnt neitt um brjóstin. Þett a hafi brotaþoli sagt þegar þeir hafi hitt hana eftir símtalið, en vitnið kvaðst ekki muna nákvæmlega hvað brotaþoli hafi sagt honum. Vitnið kvaðst hafa minningu um að brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi þreifað á rassi hennar. Vitninu fannst brotaþoli mjög trúverðug. Brotaþoli hafi verið móðursjúk og í agalegu ástandi, grátið og skolfið og verið mjög miður sín. Hún hafi sagt að hún myndi aldrei fara aftur á h ost elið . Vitnið kvaðst ekki muna hvernig brotaþoli var klædd þegar þeir hafi hitt hana eftir símtalið. Vitnið kvaðst svo hafa orðið eftir með brotaþola fyrir utan h os telið, en D hafi 39 farið inn til að pakka niður föggum þeirra. Þeir hafi séð ákærða og vitnið hafi ekki talað við hann, en vitnið kvaðst ekki vita hvort D hafi talað við ákærða. Brotaþoli hafi verið mjög taugaóstyrk dagana á eftir og verið veik og neitað að fara aftur að vinna hjá ákærða, en hafi samt unnið tvo daga til viðbótar áður en hún hætti. Kvaðs t ekki vita um líðan brotaþola nú. Kvaðst ekki muna eftir að neitt kynferðislegt hafi átt sér stað milli ákærða og brotaþola fyrr um kvöldið. Þau hafi bara verið fjögur saman, þ.e. vitnið, ákærði, brotaþoli og D og ekkert kynferðislegt hafi átt sér stað þe tta kvöld. Vitnið kvaðst aðspurður aldrei hafa rætt þetta atvik við ákærða og ekki heldur við brotaþola og D . Aðspurður kvaðst vitnið ekki hafa verið ölvaður, en þó eitthvað kenndur. Ákærði hafi líka verið kenndur. Brotaþoli drekki mjög lítið áfengi og han n viti ekki hvort hún hafi verið undir áhrifum, en það hafi þá verið mjög lítið. D hafi líka verið kenndur en ekki drukkinn. Aðspurður kvaðst vitnið ekki muna það til fulls, en kvaðst halda að brotaþoli hafi verið í náttfötum og með einhverja yfirhöfn þeg ar þeir hafi hitt hana eftir símtalið. Aðspurður um framburð ákærða um að einhverskonar kynferðislegur fíflagangur hafi átt sér stað fyrr um kvöldið kvaðst vitnið ekki kannast við það. Þá kvað vitnið ekki réttan þann framburð ákærða að hafa hitt og spjalla ð við vitnið fyrir utan h os telið eftir atvikið . Ákærði hafi verið einhvers staðar fyrir utan en þeir hafi ekki hist og ekki talað saman. Þá kvað vitnið réttan þann framburð brotaþola að hún hafi hitt vitnið og D fyrir utan hótelið. Vitnið F kom fyrir dómi nn við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað vegna sakargifta í ákærulið 1. Vitnið kvaðst vita hver ákærði er en hafa ekki tengsl við hann. Kvaðst þekkja brotaþola lauslega og hafa veitt henni ýmsar rá ð leggingar, en þær hafi ekki unnið saman. Brotaþoli hafi h aft samband við vitnið gegnum instagram og talað um atvikið, en hún hafi þó ekki sagt til fulls hvað hafi gerst. Svo hafi vitnið hitt brotaþola nokkrum dögum seinna, en þá hafi brotaþoli átt erfitt með að ræða þetta og farið að gráta. Vitninu hafi strax ve rið ljóst að þetta hafi verið eitthvað sem hafi valdið brotaþola verulegri vanlíðan. Hafi komið fram hjá brotaþola að þetta hafi veri ð í starfsmannapartíi og að ákærði hafi verið að káfa á henni. Vitnið kvaðst ekki muna smáatriði í þessu samhengi. Kvaðst þ ó minna að brotaþoli hafi talað um rassinn og brjóstin, en brotaþoli hafi átt erfitt með að segja frá þessu. Vitninu fannst brotaþoli mjög trúverðug. Brotaþoli muni hafa fengið kjark til að greina frá þessu hjá lögreglu þegar í ljós hafi komið að aðrar 40 stú lkur hafi átt svipaða reynslu. Vitnið kvaðst halda að þetta hafi verið ný skeð þegar hún hafi sagt vitninu frá þessu. Vitnið W gaf skýrslu við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað, vegna ákæruliðar 3. Vitnið kvaðst ekki þekkja ákærða, en vita hver hann er. V itnið er samstarfsmaður brotaþola og kunningi. Vitnið lýsti því að þær hafi mætt á morgunvakt á í Vestmannaeyjum á mánudegi eða þriðjudegi og vitninu hafi þótt brotaþoli mjög ólík sjálfri sér og ekki glaðleg eins og venjulega. Svo eftir starfsmannafund hafi sími brotaþola farið að hringja og einhvers konar fát komið á brotaþola og hún slökkt á símanum og svo hafi brotaþoli fengið sms eða messenger skilaboð í símann sinn og vitnið þá spurt hver væri að senda henni. Þá hafi brotaþoli orðið flóttaleg og sk rítin og að það væri ákærði og vitnið spurt af hverju. Þarna hafi þau bara verið 3, þ.e. vitnið, brotaþoli og . Þá hafi brotaþoli sagt þeim hvað hafi ger st og vitninu orðið mjög brugðið og farið með brotaþola inn á skrifstofu. Brotaþoli hafi sagt vitninu að hún hafi verið að djamma um helgina og verið á klósettinu og þegar hún hafi opnað og ætlað út af klósettinu þá hafi ákærði verið þar og gripið beint í klofið á henni. Aðspurð hvort þetta hafi verið utan - eða innanklæða kvað vitnið að brotaþoli hafi talað um að hún hafi verið búin að girða niður um sig og verið að pissa. Vitnið minntist þess ekki að brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi sagt eitthvað við hana. Þá kvaðst vitnið ekki minnast þess að brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi snert brjóst hennar. Vitnið minnti að brotaþoli hafi talað um að ákærði hefði sagst hafa upplifað að brotaþola langaði þetta. Brotaþoli hafi verið miður sín þegar hún hafi sagt frá þessu og mjög ólík sjálfri sér. Hún hafi verið mjög trúverðug. Vitnið rak ekki minni til þess að hjá brotaþola hafi komið fram að eitthvað þessu líkt hafi gerst áður milli hennar og ákærða, eða neitt kynferðislegt. Vitnið kvaðst ekki hafa rætt þetta frekar við brotaþola. Vitnið kvaðst aðspurð muna að O hafi farið með brotaþola á lögreglustöð, en það kunni að hafa verið nokkru seinna. Vitnið S kom fyrir dóminn við aðalmeðferð vegna sakargifta í ákærulið 3. Vitnið er vinkona brotaþola C , en þekki r ekki ákærða. Vitnið lýsti því að hafa fengið skilaboð á messenger og facebook frá brotaþola þegar vitnið hafi verið á næturvakt. Í skilaboðunum hafi brotaþoli sagt henni frá því hvað hafi komið fyrir. Vitnið hafi svo heyrt í brotaþola daginn eftir og þær líka rætt þetta seinna m.a. í síma. Fyrstu skilaboðin hafi borist nóttina sem atvikið hafi gerst. Brotaþoli muni eiginlega strax hafa sent vitninu skilaboðin. Dagana á eftir hafi bæði verið samskipti með skilaboðum og símtölum milli brotaþola 41 og vitnisins . Aðspurð um hverju brotaþoli hafi skýrt frá kvað vitnið að brotaþoli hafi fyrst sagt frá því að ákærði hafi farið inn á hana og brotaþola hafi brugðið rosalega mikið við það. Vitninu hafi sjálfri brugðið mjög við að heyra þetta. Svo hafi þær rætt þetta be tur síðar. Þá hafi brotaþoli sagt frá því að hafa verið á klósettinu að pissa og þá hafi ákærði komið og farið inn á brjóstin hennar og svo inn á buxurnar. Hann hafi þannig komið við brjóstin innanklæða. Þá hafi brotaþoli sagt að ákærði hafi sagt við sig a ð hún væri vel rökuð og að hann hafi farið inn fyrir nærbuxur. Þetta hafi brotaþoli sagt vitninu í síma. Vitnið kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi sagt annað en hve vel rökuð hún væri. Brotaþoli hafi sagt stopp og ýtt ákærða í burtu og komið sér undan. Kvaðst ekki muna hvort hafi komið fram hjá brotaþola hver hafi verið viðbrögð ákærða. Brotaþoli hafi sagt að hún hafi strax sagt R vinkonu sinni frá þessu, en brotaþoli hafi verið með R þetta kvöld. Vitnið kvaðst ekki vita hvor t brotaþoli hafi sagt þetta öðrum í framhaldinu, en hún muni hafa farið að hitta einhvern strák í framhaldinu og verið hjá honum. Vitninu fannst brotaþoli trúverðug í frásögn sinni og hún hafi verið í áfalli, en líðan hennar hafi svo versnað þegar frá leið . Ekkert hafi komið fram um að kynferðislegir straumar hafi verið milli hennar og ákærða og af frásögn brotaþola hafi verið ljóst að það hafi ekki verið neitt slíkt. Brotaþoli muni hafa drukkið þetta kvöld, en ekki hafi komið fram neitt um magn eða stig öl vunar. Vitnið P kom fyrir dóminn við aðalmeðferð gegnum fjarfundarbúnað vegna ákæruliðar 3. Vitnið kvaðst ekki hafa haft mikil kynni af ákærða, en kvaðst þekkja til brotaþola og að þau hafi verið að hittast á þeim tíma sem greinir í ákæru . Vitnið kvaðst hafa ver i ð heima hjá sér þetta kvöld, en brotaþoli hafi farið á X að hitta vini sína. Hún hafi beðið vitnið að koma með sér, en hann verið þreyttur og viljað vera heima. Svo hafi brotaþoli hringt í vitnið og verið skrítin í símann eins og hún væri eitthvað smeyk og þótt eitthvað óþægilegt. Hann hafi sagt brotaþola að koma og hún gert það. Eftir að hún var komin heim til vitnisins hafi hún sagt að það hafi komið dálítið fyrir á X , inni á baðherbergi þar. Brotaþoli hafi sagt frá því að ákærði hafi króað hana af og farið inn á hana og verið að þukla á henni. Vitnið kvað að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi snert á henni kynfærin og kvaðst minna að brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi snert á henni brjóstin og farið undir brjóstahaldarann. Aðspurður kvaðst vi tnið ekki muna hvort komið hafi fram hjá brotaþola að ákærði hafi sagt eitthvað . Kvaðst halda að brotaþoli hafi brostið í grát og frosið, en hún hafi a.m.k. verið grátandi þegar hún hafi sagt vitninu frá þessu. Vitnið lýsti því að brotaþoli hafi hljómað mj ög hrædd í símanum og verið í miklu 42 sjokki þegar hún kom til vitnisins. Brotaþoli hafi verið mjög trúverðug og vitnið hafi séð á henni að eitthvað hafi komið fyrir. Ekkert hafi komið fram eða bent til þess að einhverjir kynferðislegir straumar eða slíkt ha fi verið á milli ákærða og brotaþola. Vitnið kvaðst aldrei hafa rætt þetta við ákærða. Aðspurður kvað vitnið að brotaþoli hafi ekki verið ölvuð þegar hún kom til hans, en væntanlega fengið sér einhverja drykki um kvöldið. Vitnið hafi ekki verið ölvaður. Vi tnið lýsti neikvæðu viðhorfi sínu til ákærða, byggðu m.a. á eigin reynslu. Aðspurður um framburð brotaþola að vit n ið hafi fyrst hringt í brotaþola og svo hún í hann kvað vitnið það geta verið. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu um að vitnið viti ekki hvort ákærði hafi snert brjóst brotaþola innan eða utan klæða kvaðst vitnið ekki geta fullyrt um það. Forsendur og niðurstöður Ákærða í máli þessu eru gefin að sök kynferðisbrot gagnvart þrem ur brotaþolum í aðskildum tilvikum, allt eins og nánar greinir í ákæru, en ætluð brot beinast að kynferðislegri áreitni og eru í öllum tilvikum heimfærð til 1. mgr. 199 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði neitar sök í öllum ákæruliðum og hafnar öllum bótakröfum . Verður fyrst fjallað um ákærulið 1, en svo ákæruliði 2 og 3. Ákæruliður 1 Eins og áður segir hefur ákærði borið að hafa snert brjóst brotaþola utanklæða í umrætt sinn og hefur hann ekki fullyrt neitt um að hann hafi fengið eða beðið um leyfi til þess hjá brotaþola. Hann hefur hins vegar á öll um stigum málsins neitað því að hafa strokið rass brotaþola. Umrætt atvik gerðist í herbergi brotaþola og unnusta hennar, D , á Y hostel í Vestmannaeyjum og eru ákærði og brotaþoli ein til frásagnar um hvað gerðist í herberginu og eru frásagnir þeirra af atvikinu mjög ólíkar. Brotaþoli lýsti því við skýrslugjöf sína hjá lögreglu að ákærði hafi bæði strokið brjóst hennar og rass ut an klæða, en við aðalmeðferð lýsti brotaþoli ekki snertingum eða strokum á rass. Aðspurð við aðalmeðferð kvaðst brotaþoli ekki geta fullyrt að ákærði hafi strokið rass hennar og kvaðst ekki muna þetta til fulls, en kvaðst þó minna að hún hafi legið á bakin u, en eðli málsins samkvæmt er þá ósennilegt að ákærði hafi getað strokið rass hennar. 43 Vitnin D og E lýstu því báðir við aðalmeðferð hvernig brotaþoli hafi hringt í þá í miklu uppnámi og grátandi og beðið þá að koma strax til sín á hostelið eða þangað fyr ir framan, eftir að hún var farin úr herbergi sínu. Þá lýstu þeir því báðir að hafa hitt brotaþola fyrir utan hostelið og að þá hafi brotaþoli verið í miklu uppnámi. Í framburði þeirra kom fram það sama og hjá brotaþola, þ.e. að brotaþoli hafi sagt þeim að ákærði hafi verið að strjúka henni gegn hennar vilja og án hennar samþykkis. Við aðalmeðferð minnti vitnið D að brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi snert brjóst hennar. Þetta vitni minnti líka að brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi komið við fætur h ennar, en kvaðst ekki muna fyllilega hvort brotaþoli hafi talað um að ákærði hafi strokið eða komið við rass hennar. Vitnið E lýsti því við aðalmeðferð að í upphafi hafi ekki komið fram hjá brotaþola hvar ákærði hafi snert hana og hann hafi ekki spurt að þ ví. Svo hafi hún skýrt frá því að ákærði hafi þreifað á rassi hennar, en hún hafi ekki nefnt brjóstin í því sambandi. Framburður ákærða um að hann og brotaþoli hafi verið í góðu tómi á herbergi brotaþola, spjallað og haldist í hendur áður en hann hafi sner t brjóst hennar er ótrúverðugur að mati dómsins. S líkt er afar ósennilegt með hliðsjón af því að brotaþoli var í föstu sambandi með D á þessum tíma og mátti búast við honum í herbergi þeirra á hverri stundu . A uk þess er þessi lýsing ákærða í miklu ósamræmi við framburð D l og E um ástand brotaþola þegar hún hringdi í þá eftir að samskiptum hennar og ákærða lauk á herberginu. Þeir hafa báðir lýst miklu uppnámi og gráti brotaþola , bæði í símanum og eins þegar þeir hittu hana fyrir utan Y hostel. Eins og áður segir kveðst ákærði ekki hafa vitað neitt um að brotaþoli hafi verið að fara að hátta og sofa áður en hann afréð að fara á eftir henni upp í herbergi hennar og D . Þetta er í ósamræmi við framburð brotaþola sj álfrar, sem og framburð D og E . Þau hafa öll lýst því að það hafi komið skýrt fram hjá brotaþola gagnvart ákærða, D og E , að hún væri þreytt og ætlaði að fara upp að sofa og að hún hafi boðið góða nótt yfir hópinn áður en hún fór upp. Í framburði ákærða vi ð aðalmeðferð kom fram að einhvers konar kynferðisleg stemning hafi verið milli sín og hinna þriggja, þ.e. brotaþola, D og E . Ekkert þeirra þriggja hefur hins vegar staðfest þetta, heldur hafa þau þvert á móti ekki kannast við þetta. Að öllu framangreind u virtu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði strauk brjóst brotaþola utan klæða umrætt sinn, en að sama skapi er ekki unnt að telja hafið yfir 44 skynsamlegan vafa að ákærði hafi strokið rass brotaþola. Að mati dómsins er með öllu vafalaust að strok ur eð a strok a ákærða á brjóst brotaþola var af kynferðislegum toga, enda lýsti hann því sjálfur að væntanlega hafi þessi háttsemi hans skýrst af því að hann hafi langað í kynlíf með brotaþola. Fyrir liggur í framburði brotaþola og ákærða sjálfs að hann fékk ekk i samþykki brotaþola fyrir snertingunni, hvorki með berum orðum né á annan hátt. Í þessu samhengi stoðar ekki fyrir ákærða að bera fyrir sig að hann sé blindur , en jafnvel þótt hann hefði beðið um leyfi fyrir snertingunni, sem er ósannað, þá gat hann ekki gefið sér að þögn jafngilti samþykki. Er því hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið 1, að frátalinni stroku um rass brotaþola. Háttsemin er réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður 2 Að því er varðar þær sakargiftir sem snúa að því að strjúka læri brotaþola hefur ákærði ávallt neitað þ ví . Hjá lögreglu kvað ákærði að vera kynni að hann hafi snert læri brotaþola en kvað af og frá að það hefði verið í kynferðislegum til gangi eða að hann hafi farið með hönd upp eftir lærinu. Brotaþoli hefur hins vegar frá upphafi borið um og lýst því hvernig ákærði hafi lagt hönd sína á læri hennar þegar þau sátu hlið við hlið við borð í veitingaaðstöðu á X og strokið henni um lærið. Hjá lögreglu kannaðist ákærði við að hafa slegið í rass brotaþola umrætt sinn, en það hafi verið óvart þar sem hann hafi ætlað að slá hana í bakið. Við aðalmeðferð kvaðst ákærði ekki vita til þess að hafa slegið í rass brotaþola, en kvaðst ekki geta fortekið að höggið hafi lent á rassi brotaþola. Hann hafi ætlað sér að slá í mjóbak brotaþola en hann hafi ekki greint mun á því hvort höggið hafi lent á rassi hennar eða mjóbaki. Brotaþoli hefur hins vegar frá upphafi borið a ð ákærði hafi slegið á rass hennar umræ tt sinn. Vitnið I lýsti því hjá lögreglu að brotaþoli hafi viljað skipta um sæti við hana af því að henni hafi þótt óþægilegt að sitja við hlið ákærða vegna þess að hann væri með ætaskiptin og að brotaþola hafi þótt óþægilegt að sitja við hlið ákærða, en kvaðst hins vegar ekki vita hvers vegna. Vitnið M lýsti því hjá lögreglu að hafa séð ákærða setja hönd á læri brotaþola umrætt sinn, en þessu lýsti vitnið líka fyrir dómi. Fyrir dómi lýsti þetta vitni því að hafa séð ákærða leggja hönd sína á læri brotaþola og reist sig upp og þá séð ákærða renna 45 hendinni upp eftir lærinu. Vitnið lýsti líka svipbrigðum og viðbrög ðum brotaþola við þessu og að henni hafi augljóslega liðið illa við þetta. Vintið N lýsti því hjá lögreglu að hafa setið andspænis ákærða og brotaþola við borðið og séð að henni leið mjög illa og að hún hafi skipt um sæti við I . Þá minnti vitnið að brotaþo li hafi sagt að ákærði hafi gripið í læri hen n ar við borðið og kvaðst vitnið hafa séð hendur ákærða fara undir borðið. Þetta vitni bar fyrir dómi að hafa séð ákærða strjúka læri brotaþola. Nánar hafi vitnið séð arm ákærða beinast að brotaþola við hlið hans og armurinn færst fram og aftur. Þá hafi brotaþola greinilega liðið illa, en ekki brugðist við fyrr en I hafi boðið henni að skipta um sæti. Vitnið H lýsti því við aðalmeðferð að á kærði hafi setið á milli vitnisins og brotaþola og svo hafi I setið hinu me gin við brotaþola. Lýsti vitnið því að á kærði hafi gripið um læri brotaþola og svo hafi I boðið brotaþola að skipta um sæti við sig . Þessu til viðbótar liggur fyrir framburður vitna þar sem fram kemur að brotaþoli hefur sagt frá atvikum, bæði varðandi stro kuna um lærið sem og um rassskellinn. Hefur komið fram hjá vitnum að brotaþoli var miður sín eftir atviki n , bæði sömu nótt sbr. framburð J og L , en líka þegar frá leið. Varðandi þann hluta sakargifta þessa ákæruliðar sem snýr að rassskellinum liggur jafn f ramt fyrir framburður ákærða, K , um að ákærði hafi sagt henni eftir á að hann hafi slegið á rass brotaþola. Ákærði hefur borið að í því samtali hafi hann einungis verið að segja frá því hvað hann væri sakaður um, en að mati dómsins er það ekki trúverðu gt enda kom fram hjá K að hún skildi ákærða ekki þannig. Skilningur K á samtalinu og frásögn ákærða var sá að hann væri að segja frá því hvað hann hefði raunverulega gert. Við aðalmeðferð bar ákærði því við að hann hafi ætlað sér að slá brotaþola í bakið t il að lækna hana af hiksta sem hún var með. Hjá lögreglu kannaðist ákærði hins vegar ekki við þetta. Í n sé ekki hættur. Smellurinn sem heyrist þegar hönd ákærða smellur á brotaþola hljómar ekki eins og höndin lendi á baki brotaþola, heldur þvert á móti hljómar hann frekar eins og höndin hafi lent á rassi brotaþola. Þá liggur fyrir í framburði vitna að sköm mu eftir þetta kvöld var haldinn starfsmannafundur, vegna þessa kvölds, þar sem ákærði baðst afsökunar á hegðun sinni, m.a. og einkum gagnvart brotaþola þetta kvöld. 46 Að mati dómsins eru skýringar ákærða um að hann hafi ætlað að slá á bak brotaþola til að l ækna hiksta og að hann viti ekki hvort höndin lenti á rassi eða baki brotaþola mjög ótrúverðugar. Bæði liggur fyrir skír frásögn brotaþola alveg frá upphafi, sem og framburður K um frásögn ákærða, sem og upptakan sjálf en af henni er ljóst að höggið lenti á rassi brotaþola en ekki baki . Þegar allt framangreint er virt saman er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið. Að mati dómsins eru skýringar ákærða um að lækna hiksta eftiráskýringar og ljós t að mati dómsins að rassskellurinn var af kynferðislegum toga, sem og lærisstrokan, enda er það í fullu samræmi við framburð brotaþola , sem studdur er framburði móður brotaþola, J , um að ákærði hafi sagt við brotaþola að hann langaði til að ríða henni inni á klósetti. Háttsemi ákærða er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Ákæruliður 3 Ákærði hefur borið að hann hafi skynjað strauma á milli sín og brotaþola þetta kvöld, en af framburði brotaþola og annarra vitna er ljóst að þessi framburður ákærða á sér enga stoð í raunveruleikanum og verður ekki betur séð en að þessi framburður hans sé settur fram af hans há lfu til að fegra hlut sinn. Ákærði lýsti því hjá lögreglu að hann hafi spurt brotaþola hvort hann mætti snerta hana og þau hafi haldist í hendur og hann hafi aðeins snert á henni klofið utanklæða. Við aðalmeðferð kvaðst ákærði hafa snert brjóst brotaþola utanklæða og farið með hönd sína að kynfærasvæði hennar, annað hvort alveg að eða með lítilli snertingu. Framburður brotaþola um þetta atvik hefur frá upphafi verið sá sami. Hún hefur lýst því að ákærði hafi strokið brjóst hennar utanklæða í nokkrar sekún dur og svo stungið hendi sinni niður í buxur hennar að fr a manverðu með lófann að líkama hennar , snert kynfæri hennar og hvíslað að henni athugasemd um að hún væri vel rökuð. Þegar umrætt atvik gerðist á X voru þar staddar, auk ákærða og brotaþola, Q og R . Þær hafa báðar gefið skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi. Hjá lögreglu lýsti Q því að hafa ekki orðið vör við atvikið, en að brotaþoli hafi sagt sér frá því eftir á að ákærði hafi verið mjög óviðeigandi við hana og m.a. króað hana af og snert á henni brj óstin. Hjá lögreglu lýsti R því að þegar brotaþoli kom beint til hennar eftir klósettferðina þá hafi brotaþoli augljóslega verið í áfalli og hún hafi sagt sér frá atvikinu á sama hátt og brotaþoli hefur ávallt gert. 47 Við aðalmeðferð lýsti R því hvernig brot aþoli hafi verið ólík sjálfri sér þegar hún kom af klósettinu og lýsti hún frásögn brotaþola um það sem hafi gerst á klósettinu. Brotaþola hafi verið brugðið og lýsti vitnið því líka að brotaþola hafi liðið illa þegar frá leið. Við aðalmeðferð lýsti Q því að brotaþoli hafi farið af X á undan sér og R , en að R hafi sagt að eitthvað hafi komið upp á, nánar tiltekið að ákærði hafi snert brotaþola á óviðeigandi hátt. Þá kom fram hjá þessu vitni að brotaþoli hefur sagt henni frá atvikinu eftir á og er frásögnin ávallt á sömu lund. Þá liggur fyrir framburður vitna sem hafa lýst því á trúverðugan hátt hvernig brotaþoli hefur sagt frá atvikinu eftir á. Eru þessir framburðir raktir hér að ofan og óþarft að endursegja þá. Hjá þeim vitnum hefur komið fram skír framburð ur um vanlíðan brotaþola og að hún hafi eftir þetta atvik ekki verið sjálfri sér lík, en hjá þessum vitnum hefur komið fram að brotaþoli hefur verið trúverðug í frásögn sinni. Þá liggur einnig fyrir að brotaþoli lét S vinkonu sína vita um atvikið strax sömu nótt og lýsti því, en þetta var með rafrænum samskiptum á messenger og hafa bæði brotaþoli og S staðfest samskiptin sem liggja fyrir í málinu . Þá liggur fyrir að eftir þetta atvik fór brotaþoli til Z sálfræðings og leitaði sér aðstoðar hjá henni vegna þessa atviks. Um þetta liggur fyrir vottorð Z auk framburðar hennar við aðalmeðferð . Við aðalmeðferð lýsti Z því að líðan brotaþola í fyrra viðtali hafi ekki verið góð og þá hafi hún haft áfallaeinkenni, en ekki hafi þó verið talin þörf á meðferð. Að mati dómsins er framburður brotaþola einlægur og ýkjulaus. Framburður hennar er mjög trúverðugur og í samræmi við annað í málinu, en þá verður sérstaklega litið til framburðar þeirra vitna sem brotaþoli sagði frá atvikinu, s em og rafrænna samskipta, einkum milli brotaþola og vitnisins S , vinkonu brotaþola, sem áttu sér stað strax í kjölfar atviksins. Á hinn bóginn er framburður ákærða ekki trúverðugur að mati dómsins, en þar kemur bæði til sá framburður hans að hafa skynjað s trauma milli sín og brotaþola, sem virðist ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum, en einnig það að hefðu samskipti hans og brotaþola verið eins og hann lýsir þeim, þá hefðu viðbrögð brotaþola án efa ekki orðið eins og raun ber vitni. Að öllu framangr eindu virtu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið og er háttsemin réttilega heimfærð til refsiákvæða. 48 Ákvörðun refsingar, miskabætur, sakarkostnaður o.fl. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Ákærði er í málinu sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni gagnvart þremur brotaþolum í þremur, eða raunar fjórum, aðskildum tilvikum. Tveir þessara brotaþola voru starfsmenn ákærða og auk þess var brotaþolinn B 18 ára þegar ákærði braut gegn henni í júní 2021. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að nokkuð er um liðið síðan brotin áttu sér stað á tímabilinu frá 7. júlí 2020 20. júní 2022. Þá verður einnig litið til alvarleika brotanna, einkum þó varðandi brot ákærða gegn brotaþolanum C aldurs brotaþolans B og þess að hún og brotaþolinn A voru starfsmenn ákærða og þess valdaójafnvægis sem af því lei ddi . Jafnframt ber að líta til 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 við ákv örðun refsingar og er hæfilegt að ákærði sæti fangelsi í 7 mánuði. Eins og áður segir er all nokkur tími liðinn síðan brot ákærða voru framin og verður ákærða ekki um það kennt. Ákærði hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Að teknu tilliti t il þessa, sem og þeirrar fötlunar sem ákærði býr við, er rétt að fresta fullnustu refsingar ákærða og skal hún falla niður að liðnum 2 árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með brotum sínum hefur ákærði bakað sér bót askyldu gagnvart öllum þremur brotaþolum samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins, sem og b lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun bóta er horft til þess sem áður segir um alvarleika brotanna, einkum þó varðandi brot ákærða gegn bro taþolanum C, aldurs brotaþolans B og þess að hún og brotaþolinn A voru starfsmenn ákærða og þess valdaójafnvægis sem af því leiddi . Jafnframt er litið til þess að kynferðisbrot af þessu tagi eru almennt til þess fallin að valda brotaþolum vanlíðan og miska, svo sem kom berlega fram við aðalmeðferð. Eru miskabætur hæfilega ákveðnar 350.000 krónur vegna brotaþolans A , 500.000 krónur vegna brotaþolans B og 1.000.000 k ró nur vegna brotaþolans C . Skulu bæturnar bera vexti og dráttarvexti eins og nánar greinir í dómsorði . B ótakröfur vegna ákæruliða 1 og 2 voru kynntar verjanda ákærða með tölvupósti lögreglunnar í Vestmannaeyjum 31. mars 2022, en ekki verður séð að bótakrafa vegna ákæruliðar 3 hafi verið kynnt ákærða eða verjanda hans fyrr en við þingfestingu málsins 12. október 2023. Með því að ákærði hefur verið sakfelldur fyrir langstærstan hluta þeirrar háttsemi sem honum er gefin að sök ber að dæma hann til greiðslu alls sakarkostnaðar , sbr. 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt yfirlitum rannsakara og 49 ákæruvalds er útlagður kostnaður við rannsókn málanna 225.861 krónur og ber ákærða að greiða þann kostnað. Þá ber ákærða að greiða útlagðan kostnað vegna vitna sem samkvæmt yfirli ti sækjanda er 138.563 krónur. Þá ber ákærða að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Anítu Óðinsdóttur lögmanns, alls 1.410.500 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Jafnframt ber ákærða að greiða þ ó knun skipaðs réttargæslumanns allra brota þola , Jóhanns Péturssonar lögmanns, sem er ákveðin í einu lagi 2.143.960 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Bergvin Oddsson, sæti fangelsi í 7 mánuði. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum 2 árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A, 350.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. júlí 202 0 til 30. apríl 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags . Ákærði greiði B, 500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1 . jú n í 202 1 til 30. apr íl 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði greiði C, 1.000.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. júní 2022 til 12. nóvember 2023 e n frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags . Ákærði greiði allan sakarkostnað, alls 3.918.884 krónur, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Anítu Óðinsdóttur lögmanns, sem er 1.410.500 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts og einnig þ.m.t. þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Jóhanns Péturssonar lögmanns, sem er 2.143.960 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts . Sigurður G. Gíslason