Héraðsdómur Reykjaness Dómur 30. apríl 2021 Mál nr. S - 620/2021: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Ásmundur Jónsson saksóknarfulltrúi) gegn X (Ásta Björk Eiríksdóttir lögmaður) Dómur: I. Mál þetta, sem dómtekið var 16. apríl sl., að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með tveimur ákærum á hendur X, kt. 000000 - 0000, [...]. Með ákæru útgefinni 10. mars 2021 er ákærða gefið að sök ,, hegningarlagabrot, líkamsárás, stórfelld brot í nánu sambandi, brot á nálgunarbanni og brot gegn barnaverndarlögum, sem hér segir; A. Fyrir hegningarlagabrot, líkamsárás, m eð því að hafa, þriðjudaginn 21. maí 2019, á bifreiðastæði við [...] , slegið A, kt. 000000 - 0000, einu höggi í andlitið með þeim afleiðingum að A hlaut vægan heilahristing, tognun á hnakka og sár og mar í andliti. Telst framangreind háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 217. gr. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. ( Mál nr. 008 - 2019 - 7748) B. Fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, B, kt. 000000 - 0000, framin á árunum 2019 og 2020, með því að hafa, ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi hennar, hei lsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, ógnað henni, öskrað á hana, gripið og togað í hana, slegið og ýtt henni, sem hér nánar greinir: I. Með því að hafa þann 9. júní 2019, á og framan við þáverandi heimili B að [...] , á alvarlegan, sársaukafull an og meiðandi hátt, ógnað lífi, heilsu og velferð B með því að hafa með ógnandi framkomu öskrað á hana ljótum og meiðandi orðum, sem voru til þess 2 fallin að móðga hana og smána, auk þess að saka hana um að hafa drepið hundinn þeirra, allt í viðurvist barn a þeirra C, kt. 000000 - 0000, D, kt. 000000 - 0000 og E, kt. 000000 - 0000, og í kjölfarið, tekið farsíma B ófrjálsri hendi og ekið á brott með hann. Með háttsemi sinn beitti ákærði B andlegu ofbeldi, lítillækkaði, móðgaði og smánaði hana, braut niður sjálfstra ust hennar og sjálfsálit, allt með þeim afleiðingum að hún varð mjög óttaslegin um líf sitt og velferð sína og barna sinna. ( Mál nr. 008 - 2019 - 8766) II. Með því að hafa þann 3. mars 2020, á og framan við heimili B að [...] , á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi, heilsu og velferð B með því að hafa með ógnandi framkomu öskrað á hana ljótum og meiðandi orðum, sem voru til þess fallin að móðga hana og smána, og í kjölfar þess tekið farsíma B ófrjálsri hendi en í kjölfar þess varð B mjög ót taslegin og hljóp út úr íbúðinni auk þess sem dóttir þeirra, C, sem svaf í íbúðinni vaknaði og varð mjög hrædd. Með háttsemi sinn beitti ákærði B andlegu ofbeldi, lítillækkaði, móðgaði og smánaði hana, braut niður sjálfstraust hennar og sjálfsálit, allt me ð þeim afleiðingum að hún varð mjög óttaslegin um líf og velferð sína og barna sinna. ( Mál nr. 008 - 2020 - 2615) III. Með því að hafa á tímabilinu 30. apríl til og með 2. maí 2020, á og framan við heimili B að [...] , á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi, heilsu og velferð B, sem hér segir: 1. Þann 30. apríl 2020, með því að hafa staðið ógnandi yfir B þar sem hún sat með dóttur þeirra, C, í fangi sínu og öskrað á þær ljótum og meiðandi orðum, sem voru til þess fallin að móðga þær og smána, en ákærði fór ekki út úr íbúðinni þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir B þar um. 2. Þann 1. maí 2020, með því að hafa staðið ógnandi yfir B og öskrað á hana ljótum og meiðandi orðum, sem voru til þess fallin að móðga hana og smána en ákærði fór ekki út úr íb úðinni þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir B þar um. 3. Þann 2. maí 2020, með því að hafa gengið inn í íbúð B með offorsi, látum og með ógnandi hegðun öskrað á B og börn þeirra, C, D og E ljótum og meiðandi orðum, sem voru til þess fallin að móðga þau og smána og í kjölfar þess tekið niður sjónvarp af vegg í stofu íbúðarinnar, gengið með það út og kastað sjónvarpinu í jörðina, sest inn í bifreið sína fyrir utan heimili B og ekið spólandi yfir sjónvarpið og á brott. Með háttsemi sinn beitti ákærði B andlegu ofbeldi, lítillækkaði, móðgaði hana og smánaði, braut niður sjálfstraust hennar og sjálfsálit, allt með þeim afleiðingum að hún varð mjög óttaslegin um líf og velferð sína og barna sinna. ( Mál nr. 008 - 2020 - 4553) IV. 3 Með því að hafa þann 8. september 2020, á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi, heilsu og velferð B með því að hafa ítrekað hringt í farsíma B og verið ógnandi í tali m.a. um að koma heim til hennar, sem var til þess fallið að móðga hana og smána auk þess að hafa í umrætt sinn, ítrekað ekið bifreið sinni upp að heimili B, [...] , og stöðvað þar í skamma stund og loks ekið á brott. Með háttsemi sinn beitti ákærði B andlegu ofbeldi, lítillækkaði, móðgaði hana og smánaði, braut niður sjálfstr aust hennar og sjálfsálit, allt með þeim afleiðingum að hún varð mjög óttaslegin um líf og velferð sína og barna sinna. ( Mál nr. 008 - 2020 - 9298) V. Með því að hafa þann 2. október 2020, á heimili B að [...] , á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi, heilsu og velferð B með því að ryðjast óboðinn inn á heimilið þar sem B og börn þeirra, C, D og E auk dóttur ákærða F, kt. 000000 - 0000, voru innan dyra og í kjölfarið með ógnandi framkomu öskrað á B ljótum og meiðandi orðum, sem voru til þess fallin að móðga hana og smána, í viðurvist barnanna, tekið af B gleraugun og hrækt framan í hana, gengið á eftir B með ógnandi hætti inn í svefnherbergi sem hún hörfaði inn í þar sem ákærði, með ógnandi hætti , öskraði ljótum og meiðandi orðum í að henni, greip og togað í hana, sló hana í vinstri rasskinn, ýtti B þannig að hún féll og skall á rúmbotn og ýtt henni aftur þegar hún stóð upp þannig að B féll aftur og skall á ofn á vegg en í kjölfar þess stóð ákærði með ógnandi hætti, krepptum hnefa, yfir B þar sem hún lá á gólfinu og öskraði ljótum og meiðandi orðum að B, allt þar til synir þeirra, D og E skriðu upp í fang B, en þá gekk ákærði á brot. Afleiðingar háttsemi ákærða eru þær að B hlaut tvær rauðar renndu r á vinstri rasskinn, annars vegar ca. 4 og hins vegar ca. 8 cm, þreyfieymsli aftan til á höfði, þreyfieymsli yfir hægra herðablaði og þreyfieymsli yfir vinstra hnakkasvæði. ( Mál nr. 008 - 2020 - 10272) VI. Með því að hafa þann 13. október 2020, hringt úr sím anúmerinu [...] í farsíma B, í símanúmerið [...] , þrátt fyrir að ákærða hafi með ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum, dags. [...] verið bannað að koma á eða við heimili B að [...] , veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri, hringja í heima - , vinnu - eða farsíma hennar, senda henni tölvupóst eða setja sig á annan hátt í beint samband við hana. ( Mál nr. 008 - 2020 - 11626) VII. Með því að hafa á tímabilinu 10. desember 2020 til og með 21. janúar 2021, sent úr símanúmerinu [...] samtals 28 smáskil aboð (SMS) í farsíma B, í símanúmerið [...] , þrátt fyrir að ákærða hafi með ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum, dags. [...] verið bannað að koma á eða við heimili B að [...] , veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri, hringja í heima - , vi nnu - eða farsíma hennar, senda henni tölvupóst eða setja sig á annan hátt í beint samband við hana. (Mál nr. 008 - 2021 - 768) 4 VIII. Með því að hafa á tímabilinu 22. janúar 2021 til og með 3. febrúar 2021, sent úr símanúmerinu [...] samtals 24 smáskilaboð (SMS) í farsíma B, [...], þrátt fyrir að ákærða hafi með ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum, dags. 8. október 2020 verið bannað að koma á eða við heimili B að [...], veita henni eftirför,nálgast hana á almannafæri, hringja í heima - , vinnu - eða f arsíma hennar, senda henni tölvupóst eða setja sig á annan hátt í beint samband við hana. ( Mál nr. 008 - 2021 - 1485) IX. Með því að hafa miðvikudaginn 17. febrúar 2021, sent G, kt. 000000 - 0000 að heimili B [...], þar sem G krafðist fyrir hönd ákærða afhendin gar á lyklum að bifreið en ákærði var í símasambandi við G á meðan hann ræddi við B. Með háttsemi sinni setti ákærði sig í sambandi við B þrátt fyrir að ákærða hafi með ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum, dags. [...] verið bannað að koma á eða v ið heimili B að [...], veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri, hringja í heima - , vinnu - eða farsíma hennar, senda henni tölvupóst eða setja sig á annan hátt í beint samband við hana. ( Mál nr. 008 - 2021 - 2214) X. Með því að hafa á tímabilinu 9. feb rúar 2021 til og með 17. febrúar 2021, sent úr símanúmerinu [...] samtals 15 smáskilaboð (SMS) og hringt 44 sinnum í farsíma B, í símanúmerið [...], þrátt fyrir að ákærða hafi með ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum, dags. [...] verið bannað að k oma á eða við heimili B að [...], veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri, hringja í heima - , vinnu - eða farsíma hennar, senda henni tölvupóst eða setja sig á annan hátt í beint samband við hana. ( Mál nr. 008 - 2021 - 2260) Afleiðingar háttsemi ákærða samkvæmt ákærulið nr. B.I. - B.X. eru að B er mjög óttaslegin um líf og velferð sína og barna sinna auk þess sem að B hefur glímt við sjálfsvígshugsanir, þunglyndi, depurð og áfallastreituröskun. Telst framangreind háttsemi ákærða í ákæruliðum B.I. - B.X. v arða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara telst háttsemi ákærða samkvæmt ákærulið nr. V. varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og háttsemi ákærða í liðum nr. B.I. til og með B.V. varða við 233.gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 auk þess sem háttsemi ákærða í ákæruliðum nr. B.VI. til og með B.X. telst til vara varða við 232. gr almennra hegningarlaga nr. 19/1940. C. Fyrir stórfelld brot í nánu sambandi, og barnaverndarlagabrot gagnvart börnum sínum, F, kt. 000000 - 0000, C, kt. 000000 - 0000, D, kt. 000000 - 0000 og E, kt. 000000 - 0000, framin á árunum 2019 til 2020 með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað heilsu þeirra og velferð með ofbeldi gagnvart þeim og móður þeirra, B, og með þeirri háttsemi sinni ítrekað misboðið 5 þeim þannig að heilsu þeirra var hætta búin, sýnt af sér vanvirðandi háttsemi, ruddaleg t og ósiðlegt athæfi gagnvart þeim og móðgað þau og sært, svo sem hér nánar greinir: I. Með því að hafa með þeirri háttsemi sem lýst er í ákærulið B.I., á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað heilsu og velferð barna sinna C, D og E þegar þa u urðu vitni að þeirri háttsemi sem þar er lýst en með háttsemi sinni misbauð ákærði börnunum, sýndi þeim vanvirðingu svo bæði andlegri og líkamlegri heilsu og velferð þeirra var hætta búin. ( Mál nr. 008 - 2019 - 8766) II. Með því að hafa með þeirri háttsemi sem lýst er í ákærulið B.II., á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað heilsu og velferð dóttur sinna C þegar hún vaknaði við þá háttsemi sem þar er lýst en C varð mjög hrædd þegar hún vaknaði og kallaði á móður sína. Með háttsemi sinni misbauð ákærði dóttur sinni C, sýndi henni vanvirðingu svo bæði andlegri og líkamlegri heilsu og velferð hennar var hætta búin. ( Mál nr. 008 - 2020 - 2615) III. Með því að hafa með þeirri háttsemi sem lýst er í ákærulið B.III., á alvarlegan, sársaukafullan og meiðand i hátt, ógnað heilsu og velferð barna sinna C, D og E þegar þau urðu vitni að þeirri háttsemi sem þar er lýst en með háttsemi sinni misbauð ákærði börnunum, sýndi þeim vanvirðingu svo bæði andlegri og líkamlegri heilsu og velferð þeirra var hætta búin. ( Má l nr. 008 - 2020 - 4553) IV. Með því að hafa með þeirri háttsemi sem lýst er í ákærulið B.V., á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað heilsu og velferð barna sinna F, C, D og E þegar þau urðu vitni að þeirri háttsemi sem þar er lýst. Með háttsem i sinni misbauð ákærði börnunum, sýndi þeim vanvirðingu svo bæði andlegri og líkamlegri heilsu og velferð þeirra var hætta búin. ( Mál nr. 008 - 2020 - 10272) V. Með því að hafa með þeirri háttsemi sem lýst er í ákærulið B.IX., á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað heilsu og velferð barna sinna F, D og E þegar þau urðu vitni að þeirri háttsemi sem þar er lýst. Með háttsemi sinni misbauð ákærði börnunum, sýndi þeim vanvirðingu svo bæði andlegri og líkamlegri heilsu og velferð þeirra var hætta búin . ( Mál nr. 008 - 2021 - 2260) Afleiðingar háttsemi ákærða samkvæmt ákæruliðum nr. C.I. - C.V. eru þær að börnin eru hrædd við ákærða, föður sinn, auk þess sem þau búa við ótta og óvissu. C býr auk þess við kvíða. 6 Telst framangreind háttsemi ákærða í ákæruliðum C.I. - C.V. varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 98. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en til vara 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: Í málinu sbr. ákærulið A. krefst brotaþoli, A, kt. 000000 - 0000, þess að ákærði, X, kt. 000000 - 0000, greiði honum bætur að fjárhæð kr. 806.700, - auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. maí 2019 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi er mánuður er liðin frá því bótakrafa er birt til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegn a starfa lögmanns að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Í málum sbr. ákærulið B. krefst brotaþoli, B, kt. 000000 - 0000, þess að ákærði, X, kt. 000000 - 0000, greiði henni skaða - og miskabætur að fjárhæð kr. 3.500.000, - með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 3 8/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. október 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa lögmanns að teknu til liti til virðisaukaskatts. Í málum sbr. ákærulið C krefst H, kt. 000000 - 0000, fyrir hönd brotaþola, F, kt. 000000 - 0000, þess að ákærði, X, kt. 000000 - 0000, greiði henni skaða - og miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000, - með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 3 8/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. október 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa lögmanns að teknu til liti til virðisaukaskatts. Í málum sbr. ákærulið C krefst B, kt. 000000 - 0000, fyrir hönd brotaþola C, kt. 000000 - 0000, þess að ákærði, X, kt. 000000 - 0000, greiði henni skaða - og miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000, - með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/ 2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. október 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa lögmanns að teknu tilli ti til virðisaukaskatts. Í málum sbr. ákærulið C krefst B, kt. 000000 - 0000, fyrir hönd brotaþola D, kt. 000000 - 0000, þess að ákærði, X, kt. 000000 - 0000, greiði honum skaða - og miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000, - með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/20 01 um vexti og verðtryggingu frá 7. október 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa lögmanns að teknu tilliti til virðisaukaskatts. 7 Í málum sbr. ákærulið C krefst B, kt. 000000 - 0000, fyrir hönd brotaþola E, kt. 000000 - 0000, þess að ákærði, X, kt. 000000 - 0000, greiði honum skaða - og miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000, - með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. október 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa lögmanns að teknu tilliti t il Með ákæru útgefinni 17. mars 2021 er ákærða gefin að sök stórfelld eignaspjöll, með því að hafa, föstudaginn 30. október 2020, á [...], hellt bensíni á pappírshandbók og í kjölfarið kveikt í henni þar sem hún lá á gólfi fyrir framan fremra farþegasæti bifreiðarinnar [...] ásamt tveimur plastflöskum, annars vegar tveggja lítra flösku og hins vegar hálfslítra flösku, sem báðar innihéldu bensín, allt með þeim afleiðingum að bifreiðin brann og eyðilagðist. Telst framangreind háttsemi ákæ rða varða við 2. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ofangreind tvö mál voru sameinuð við fyrirtöku þeirra 24. mars sl., sbr. heimild í 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Við fyrirtöku málsins 9. apríl sl. játaði ákærði afdráttarlaust sök samkvæmt B. og C. liðum ákæru dags. 10. mars 2021 og dómari telur ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við rannsókn argögn málsins. En ákærði neitar sök samkvæmt A. lið sömu ákæru og ákæru dags. 17. mars 2021. Ákærði gaf ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins 16. apríl sl. Verjandi ákærða krefst þess aðallega að ákæru dags. 17. mars sl. verði vísað frá dómi en til v ara að ákærði verði sýknaður af ákærunni en til þrautavara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Þá er einnig aðallega krafist sýknu af A. - lið ákæru dags. 10. mars sl. en til vara, komi til sakfellingar, krefst verja ndinn vægustu refsingar sem lög frekast heimila og það sama gildir um þau brot þar sem ákærði hefur játað sök, sbr. ofanritað. Þá er þess krafist að miskabætur til brotaþola skv. B. og C. liðum ákæru dags. 10. mars 2021 verði samkvæmt mati dómsins en aðall ega er þess krafist að bótakröfu vegna A. liðar sömu ákæru verði vísað frá dómi en til vara, verði fallist á bótaskyldu, að dæmdar bætur verði verulega lægri en krafist er. Loks er þess krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þ.m.t. má lsvarnarlaun verjandans, sbr. málskostnaðarreikning. II. Ákæra dags. 10. mars 2021 Ákæruliður A. 8 Um kl. 19:00 þriðjudaginn 21. maí 2019 var lögreglu tilkynnt um líkamsárás við [...] . Á vettvangi hittu lögreglumenn brotaþola A sem skýrði svo frá að tveir menn hefðu ráðist á hann og annar þeirra, sá stærri, hefði lamið hann í andlitið. Brotaþoli tók myndband af árásarmönnunum og bifreið þeirra. Þekktu lögreglumenn þá sem ákærða og G. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var brotaþoli með yfirborðsáverka á vi nstri kinn og bólginn. Ákærði kvaðst hafa farið til brotaþola þar sem ákærði grunaði brotaþola um að hafa stolið frá ákærða. Þegar ákærði hafi borið þetta upp á brotaþola hafi hann reynt að hlaupa í burtu en ákærði þá gripið í öxlina á brotaþola. Ákærði n eitaði að hafa slegið brotaþola en kannski hafi ákærði krafsað í hálsinn á brotaþola. Brotaþoli leitaði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar atviksins. Í vottorði stofnunarinnar segir að brotaþoli hafi verið ljósfælinn og með mikinn höfuðverk. Hann hafi svimað og verið óglatt. Álitið var að brotaþoli væri með vægan heilahristing, tognun á hnakka og mar á andliti. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi: Fyrir dómi neitaði ákærði sök en hann gaf ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins. Vitnið og brotaþ olinn, A, lýsti því að nokkrir menn hafi komið að heimili hans og einn þeirra hafi spurt um bifreið sem brotaþoli hafði auglýst til sölu. Sá hinn sami hafi hins vegar ekki skoðað bifreiðina heldur hafi hann sagt að hann væri að athuga með þýfi hjá brotaþol a. Maðurinn hafi bent á bifreið brotaþola sem hafi staðið hinu megin við götuna og sagst eiga eins bifreið og brotaþoli hafi stolið einhverju af bifreið mannsins. Brotaþoli kvaðst hafa spurt manninn hvort hann hefði eitthvað til að sanna þetta og þá hafi m aðurinn sagt að hann ætti upptöku af manni ganga á bifreiðastæði þar sem bifreið hans hafi verið og það sé brotaþoli. Hann kvaðst hafa sagt við manninn að brotaþoli vildi hringja á lögregluna vegna þessa og gengið frá manninum. En þá hafi brotaþoli verið s leginn snögglega og hann lent í götunni. Hann hafi staðið aftur upp og maðurinn gengið að honum en brotaþoli gengið í burtu. Maðurinn hafi síðan yfirgefið vettvang en brotaþoli hafi þá hent bolta í bifreið hans. Maðurinn hafi þá komið aftur til baka en þá hafi bróðir brotaþola og fleiri verið komnir út. Maðurinn hafi reynt að ná til brotaþola en hann hafi gengið og hlaupið á undan manninum og það hafi endað með því að hann hafi farið á brott. Brotaþoli kvaðst hafa náð myndbandi af manninum á síma sinn og ma ðurinn sem sæist þar elta brotaþola hafi verið sá sem lamdi hann. Brotaþoli hafi afhent lögreglu myndbandið. Vitnið og bróðir brotaþola, I, bjó í sömu íbúð og brotaþoli þegar atvik urðu. Hann kvaðst hafa verið inni að horfa á sjónvarp og þá hafi einhver hringt í brotaþola vegna bifreiðar sem hann hafi verið að reyna að selja. Vitnið hafi síðan séð fjóra menn úti og einn þeirra 9 hafi farið að ýta í brotaþola og kona vitnisins hafi sagt að það ætti að fara að berja brotaþola. Hann hafi reynt að færa sig unda n manninum sem ætlaði að berja hann en maðurinn hafi farið á eftir brotaþola. Vitnið kvaðst ekki hafa séð högg. Vitnið og mágkona brotaþola, J, bjó í sömu íbúð og brotaþoli þegar atvik urðu. Vitnið sagði að það hafi verið hringt í brotaþola vegna bifreið ar sem hann hafi verið að selja. Vitnið kvaðst síðan hafa séð tvær bifreiðar koma í götuna fyrir utan íbúð þeirra og brotaþoli hafi farið út til að ræða við menn sem voru í bifreiðunum. Einn þeirra hafi reynt að nálgast brotaþola og vitnið hafi séð að það hafi ekki allt verið í lagi. Vitnið kvaðst síðan hafa séð hendi eins mannsins nálægt andliti brotaþola en vitnið hafi ekki séð hvort viðkomandi hafi slegið brotaþola. Vitnið kvaðst hafa hringt á lögreglu og brotaþoli hafi hlaupið á brott og menn á eftir ho num. Vitnið sagði að maðurinn sem hafi ætlað að slá brotaþola hafi verið mjög stór. Vitnið sagði að brotaþoli hafi ekki verið með áverka þegar hann fór út. Vitnið og sambýliskona brotaþola, K, kvaðst hafa verið inn í herbergi í íbúð þar sem hún og brotaþo li bjuggu þegar atvik urðu. Hún kvaðst síðan hafa heyrt vitnið J öskra og þá séð að einhver var að elta brotaþola og ætlað að ráðast á hann. Vitnið kvaðst síðan hafa farið út ásamt fleirum til að reyna að koma í veg fyrir átök. Vitnið kvaðst ekki hafa séð að brotaþoli hafi verið sleginn en hann hafi verið með roða á kinn eftir samskipti við manninn eins og brotaþoli hafi verið sleginn. Vitnið, G, var með ákærða í umrætt sinn en kvaðst lítið muna eftir atvikum. Vitnið kvaðst muna að það hafi verið brotist inn í bifreið fyrir utan verkstæðið hjá ákærða og L og hafi þeir verið vissir um hver hafi gert það. Vitnið kvaðst hafa farið með ákærða á vettvang í umrætt sinn og þar hafi verið leiðindi og vandræði en vitnið kvaðst ekki hafa viljað taka þátt í því. Vit nið kvaðst ekki hafa séð að einhver hafi verið sleginn en hann hafi séð ákærða ýta í einhvern mann og sá hinn sami hafi sömuleiðis ýtt í ákærða. Vitnið, M, kvaðst hafa farið á vettvang ásamt ákærða og fleirum í umrætt sinn. En það hafi verið búið að tak a eitthvað af bifreiðum fyrir utan verkstæðið hjá L. Á vettvangi hafi þeir hitt útlending og hafi ákærði farið að rífast við hann og þeir ýtt hvor öðrum en vitnið kvaðst ekki hafa séð nein högg. Niðurstaða: Ákærði neitar sök en brotaþoli fullyrðir að ákærði hafi slegið brotaþola eitt högg í umrætt skipti. Framburður brotaþola fær stuðning í framburði vitna sem hafa lýst því að samskipti ákærða og brotaþola hafi ekki verið með eðlilegum hætti. Brotaþoli fullyr ðir að sá sem lamdi hann hafi verið ákærði en á myndbandi, sem brotaþoli tók á vettvangi, sést ákærði ganga á eftir brotaþola og hann hrekjast undan ákærða. Hjá lögreglu viðurkenndi ákærði að hafa átt í samskiptum við brotaþola en kvaðst ekki hafa slegið h ann en ákærði hélt að hann hafi náð að krafsa í hálsinn á brotaþola. 10 Það er ekkert fram komið um það að brotaþoli hafi verið með áverka í andliti þegar hann hitti ákærða í umrætt sinn og það er engum öðrum til að dreifa en ákærða sem getur hafa veitt bro taþola þá áverka sem hann bar eftir samskipti hans við ákærða. Er það í samræmi við trúverðugan framburð brotaþola og fær stuðning í framburðum annarra vitna, sbr. framanritað. Þykir því hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsem i sem honum er gefin að sök í A. lið ákæru dags. 10. mars 2021 og þar með hefur hann gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákæruliðir B. og C. Um atvikalýsinu samkvæmt ákæruliðum B. og C. í ákæru dags. 10. mars 20 21 vísast til ákæru, sbr. ofanritað. En þar sem ákærði hefur játað sök samkvæmt þessum ákæruliðum þykir ekki þörf á að lýsa atvikum nánar, sbr. 4. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði hefur afdráttarlaust játað sök varðandi þá hátt semi sem honum er gefin að sök í ákæruliðum B. og C. í ákæru dags. 10. mars 2021 og þar sem játning hans er í samræmi við rannsóknargögn málsins telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm. Þykir því sannað að ákærði ha fi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðum B. og C. í nefndri ákæru og þar með gerst brotlegur gegn 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 98. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Ákæra dags. 17. mars 2020 Að kvö ldi föstudagsins 30. október 2020 barst lögreglu tilkynning um eld í bifreið við gatnamót [...] . Þegar lögregla kom á vettvang var slökkvilið að slökkva eld í númerslausri bifreið og var ákærði á staðnum. Ákærði kvaðst hafa verið að aka bifreiðinni þegar h ann hafi fundið brunalykt, farið út úr bifreiðinni og tekið rafgeyminn úr henni svo það myndi ekki kvikna í bifreiðinni. Hann sagði að skráningarnúmer bifreiðarinnar væri [...] , sem er Mercedes Benz árgerð 2004 og hún væri í eigu N. Ákærði var handtekinn v egna meints heimilisofbeldis og vopnalagabrots sem átti að hafa gerst sama dag. Á leið á lögreglustöð lýsti ákærði því að hann hafi verið með tvær bensínflöskur í framsæti bifreiðarinnar og verið búinn að hella úr annarri þeirra á bensínhólf bifreiðarinnar þar sem hún hafi verið bensínlaus. En hugsanlega hefði kviknað í hinni flöskunni. Slökkviliðsmaður tjáði lögreglu að bifreiðin hafi verið alelda að innan þegar slökkvilið kom á vettvang en eldur hafi ekki verið í vélarúmi bifreiðarinnar. Í skýrslum vegn a annars máls frá sama degi kom fram að ákærði ætlaði að ná sér niðri á eiganda bifreiðarinnar [...] annað hvort með líkamsmeiðingum eða með skemmdum á bifreið hans. Til staðfestingar á þessu voru skjáskot af skilaboðum sem ákærði hafði sent. 11 Tæknideild l ögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði bifreiðina og niðurstaða þeirrar rannsóknar var að eldsupptök hafi verið í ökumanns - og farþegarými bifreiðarinnar en brunaferlar og brunaskemmdir voru mestar í því rými og lágu frá gólfi og upp. Á gólfinu framan við hægra farþegasætið hafi verði tvær plastflöskur með dökkleitum vökva sem lyktaði eins og eldsneyti en þar var einnig handbók á gólfinu sem lyktaði af eldsneyti. Ekki var að sjá að eldur hafi komið upp í vélarúmi bifreiðarinnar og rafgeymar voru afteng dir. Niðurstaðan var sú að líklegast hafi eldurinn kviknað af mannavöldum. Við skýrslutöku hjá lögreglu neitaði ákærði að hafa kveikt í bifreiðinni. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi: Ákærði neitar sök en hann gaf ekki skýrslu við aðalmeðferð máls ins. Vitnið, G, lýsti því að hann og ákærði hafi verið með lélega bifreið í viðgerð en hún hafi verði gangfær. Ákærði hafi verið að prufukeyra bifreiðina og hringt í vitnið og beðið það að koma og gefa bifreiðinni start því hún hafi drepið á sér en ekki tekist að gangsetja hana aftur. Ákærði hafi síðan hætt við að gangsetja bifreiðina heldur farið til að sækja aðra bifreið en vitnið hafi farið á verkstæðið. Þá hafi verið hringt í vitnið og spurt hvort það væri kviknað í verkstæðinu. Vitnið sagði að hann o g ákærði hafi tekið gamalt bensín af bifreiðinni og vitnið vissi ekki hvar þar var þegar kviknaði í bifreiðinni. Vitnið kannaðist ekki við handbók sem á að hafa verið bensínblaut á gólfi bifreiðarinnar. Vitnið, N, skýrði svo frá að ákærði hafi verið að ásaka vitnið ranglega um að skulda sér pening. Það hafi endað með því að vitnið hafi látið ákærða hafa bifreið að verðmæti 500.000 kr. og hafi 300.000 kr. átt að vera upp í skuld en ákærði hafi átt að gera við hemla bifreiðarinnar sem brann fyrir 200.000 k r. en vitnið hafi keypt þá bifreið fyrir 50.000 kr. Vitnið kvaðst hafa verið í sambandi við stúlku og ákærði hafi verið ósáttur við það og það endað með því að ákærði hafi kveikt í bifreið vitnisins en vitnið hafi verið út á sjó þegar það gerðist. Vitnið s agði að ákærði hafi hótað stúlkunni vegna sambands hennar og vitnisins en ákærði hafi ekki verið í sambandi við vitnið. Ákærði hafi bannað stúlkunni að hafa samband við vitnið og hann hafi eyðilagt samband þeirra. Eftir að ákærði hafi kveikt í bifreiðinni hafi hann hótað vitninu en það hafi viljað fá bifreiðina greidda. Ákærði hafi í raun neytt vitnið til að draga kæru í málinu til baka. Vitnið kvaðst hafa verið neytt til að skrifa undir fullnaðarkvittun þar sem fram kemur að vitnið hafi fengið bifreiðina g reidda. En vitnið hafi reyndar ekki sjálft skrifað undir kvittunina, eins og hún ber með sér, heldur hafi hann gefið lögmanni umboð til að skrifa undir og hann hafi skrifað nafn vitnisins á kvittunina. Vitnið kvaðst hafa verið búið að eyða pening í bifreið ina þegar hún brann og ákærði sé búinn að greiða 100.000 kr. upp í andvirði hennar. Vitnið kvaðst vita að ákærði hafi kveikt í bifreiðinni því hann hafi tekið myndir af því þegar bifreiðin var að brenna og sent vitninu. Vitnið sagði að ákærði hafi haft 12 sam band við vitnið í febrúar sl. og hótað því ef það gæfi skýrslu í málinu. Ákærði hafi einnig hótað fjölskyldu vitnisins þ. m.t. fyrrverandi eiginkonu þess. Vitnið, O, lýsti því að ákærði hafi verið að hjálpa vitninu með bifreið og það hafi séð bifreiðina sem brann. Vitnið hafi einnig sé þegar bifreiðin var að brenna en það hafi ekki séð ákærða fara á bifreiðinni. Vitnið sagði að ákærði hafi rætt brunann við v itnið skömmu eftir að bifreiðin brann. Vitnið, P, kvaðst hafa selt N, sem brann, fyrir 50.000 kr. vegna þess að það myndi kosta mikið að laga hana. En bifreiðin hafi verið búin að vera á sölu í tvo mánuði og ásett verð hafi verið 150.000 kr. en bifreiðin hafi verið búin að standa í tvö ár fyrir utan bifreiðaverkstæði. Vitnið sagði að það hafi alltaf verið vandræði með rafmagnið í bifreiðinni. Vitnið hafi afhent bifreiðina í september 2020 og ekki séð hana eftir það. Vitnið, Q, kvaðst hafa verði á leið í vinnu þegar það sá eld í umræddri bifreið. Eldurinn hafi verið inn í bifreiðinni og aðallega fram í henni farþegamegin. Ákærði hafi komið á vettvang og sagt að hann væri búinn að hringja í Neyðarlínuna og slökkvilið hafi síðan komið á vettvang. Vitnið o g slökkviliðsmaðurinn, R, kvaðst hafa komið á vettvang og þá hafi mikill eldur verið inn í bifreiðinni og hann verið mestur frammi í henni. Það hafi hvorki verið eldur í vélarúmi né farangursrými bifreiðarinnar. Vitnið kvaðst hafa aftengt rafgeymi í farang ursrýminu. Vitnið og lögreglumaður nr. S kvaðst hafa rannsakað bifreiðina daginn eftir brunann. Farþegarými bifreiðarinnar hafi verið mikið brunnið og bensínlykt á gólfinu. Eldurinn hafi ekki kviknað í mælaborði bifreiðarinnar og upptök hans hafi verið af mannavöldum. Vitnið og lögreglumaður nr. T kvaðst hafa verið á bakvakt og unnið að rannsókn málsins daginn eftir. Eigandi bifreiðarinnar hafi ekki viljað að ákærði kæmist upp með það að kveikja í bifreiðinni. Niðurstaða: Ákærði krefst þess aðalle ga að ákæru þessari verði vísað frá dómi þar sem um óveruleg eignaspjöll hafi verið að ræða og eigandi bifreiðarinnar hafi ekki sett fram refsikröfu í málinu. Samkvæmt gögnum málsins þ.e. upplýsingum frá umboðsaðila Mercedes Benz bifreiða var áætlað söl uverð bifreiðarinnar [...] 800.000 til 1.200.000 en verðið færi eftir ástandi og akstri hennar. Hvað verðmætið varðar getur engu breytt þó bifreiðin hafi verið seld fyrir 50.000 kr. haustið 2020 enda liggur ekkert fyrir um það að um sannvirði hafi verið að ræða og þá standa líkur til þess að eftir umrædda sölu og áður en bifreiðin brann hafi 13 verið búið að lagfæra hana. Verður því að telja að um töluverð verðmæti hafi verið að ræða. Þá er og að líta til þess að verði ákærði sakfelldur fyrir að kveikja eld í bifreiðinni, sem varð til þess að hún eyðilagðist, er ljóst að ákærði hefur haft einbeittan ásetning til þess að eyðileggja bifreiðina og því telst brotið stórfellt í þeim skilningi og varðar þá við 2. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til þess að mál yrði höfðað á hendur ákærða vegna eignaspjallanna þurfti því ekki kröfu þess sem misgert var við. En í þessu sambandi skal samt tekið fram að við skýrslutöku hjá lögreglu 9. nóvember 2020 var tjónþoli spurður hvort hann vildi að málið yrði kært lögum samkvæmt og ákærði kærður svaraði tjónþoli því til að hann vildi ekki að ákærði kæmist upp með það að kveikja í bifreiðinni og tjónþoli vildi fá hana greidda. Þetta svar tjónþola verður ekki skilið á annan veg en þann að hann hafi viljað að mál yrði höfðað á hendur ákærða, sbr. 4. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Kröfu ákærða um frávísun ákærunnar frá dómi er því hafnað. Samkvæmt sérstakri skýrslu um brunann í bifreiðinni voru eldsupptök í ökumanns - og farþegarými hennar og var um o pinn eld að ræða. Brunaferlar og brunaskemmdir voru mestar í því rými og lágu frá gólfi og upp. Á gólfi bifreiðarinnar voru tvær plastflöskur með dökkleitum vökva sem lyktaði eins og eldsneyti. Þá var handbók á gólfi bifreiðarinnar, þar sem flöskurnar voru , sem einnig lyktaði sem eldsneyti. Ekki var að sjá að eldur hafi kviknað í vélarúmi bifreiðarinnar né í farangursrými hennar og talið var að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða. Ljósmyndir af bifreiðinni eftir brunann staðfesta að bruninn hafi v erið mestur við farþegasætið fram í bifreiðinni en hvorki í vélarúmi né farangursrými. Framburðir slökkviliðsmanns og vitnis sem komu á vettvang staðfesta þetta. Ákærði játaði að hafa verið á bifreiðinni í umrætt sinn en neitar því að hafa kveikt í he nni. Fyrir liggja skilaboð sem ákærði sendi fyrr um daginn, þegar atvik urðu, þar sem hann hótaði eiganda bifreiðarinnar líkamsmeiðingum eða því að skemma bifreiðina. Við rannsókn á síma ákærða fundust m.a. skilaboð sem ákærði sendi til U, vinkonu eiganda bifreiðarinnar, um 40 mínútum áður en tilkynning barst Neyðarlínu um eld í bifreiðinni. skilaboð hafi verið send áður en eldur varð laus í bifreiðinni. Síðan skömmu eftir tilkynningu til Neyðarlínu sendi ákærði til V, sem eigandi bifreiðarinnar hafði verið í a tíma tók ákærði mynd af bifreiðinni alelda. Framkoma ákærða fyrir og eftir brunann bendir því ekki til þess að um óhappatilviljun hafi verið að ræða. Með vísan til framanritaðs þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að kviknað hafi í bifreiðinni af mannav öldum og ekkert er fram komið í málinu sem bendir til þess að þar geti hafa átt hlut að máli annar en ákærði. En hann hafði m.a. eldsneyti í flöskum í bifreiðinni og bók á sama stað væntanlega til þess að bifreiðin brynni betur. Með vísan til atvika og ran nsóknargagna málsins þykir því ljóst að ásetningur ákærða til að 14 eyðileggja bifreiðina var einbeittur og brot hans því stórfellt í þeim skilningi. Ákærði hefur því með háttsemi sinni brotið gegn 2. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sakarfe rill ákærða: Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða dags. 24. febrúar 2021 nær sakarferill hans allt aftur til ársins 2005 en [...] það ár var hann dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og umferðarlagabrot. Í [...] var ákærði dæmdur í níu má naða fangelsi og þar af sjö skilorðsbundna, til sektargreiðslu og sviptingu ökuréttar fyrir líkamsárás, hótun, eignaspjöll og umferðarlagabrot. Í [...] var ákærði dæmdur í níu mánaða fangelsi og þar af sex skilorðsbundna fyrir líkamsárás og umferðarlagabro t. Í [...] var ákærði dæmdur í tíu mánaða fangelsi og sviptur ökurétti fyrir líkamsárás, blekkingu og umferðarlagabrot. Í október sama ár var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti. Í [...] gekkst ákærði undir sektargreiðslu fyrir umferðarlagabrot. Í [...] var ákærði dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, eignaspjöll og brot gegn valdstjórninni. Í [...] var ákærði dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti fyrir of hraðan akstur og í september sama ár gekk st hann undir sektargreiðslu fyrir akstur sviptur ökurétti. Í [...] var ákærði dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti í Danmörku fyrir of hraðan akstur. Loks var ákærði dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti í [...] fyrir umferðarlagabrot. Refsing: Ákærði hefur í máli þessu verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. b., 1. mgr. 217. gr. og 2. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 98. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Brot ákærða gegn fyrrum sambýliskonu og barnsmóður hans, þremur sameiginlegum börnum þeirra og auk þess einni dóttur ákærða eru ítrekuð og alvarleg og þar með hefur hann gerst sekur um ofbeldi í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Brotin eru fjölmörg, ná yfir langt tímabil og miða öll að því að rask a högum brotaþola. Líta verður sérstaklega til þess að börnin eru öll ung að aldri. Þá braut ákærði ítrekað gegn nálgunarbanni, sem honum hafði verið gert að sæta, gagnvart fyrrum sambýliskonu og barnsmóður sinni. Ákærði braut þar með gegn einstaklingum se m hann hafði sérstakar skyldur gagnvart og þá aðallega hvað börn hans varðar. Brotin voru að hluta til framin á heimili brotaþola þar sem þeir áttu allir að búa við öryggi og heimilið að vera griðastaður þeirra og stóðu skyldur ákærða m.a. til þess að svo gæti verið. En með háttsemi sinni braut ákærði alvarlega gegn þessari skyldu sinni. Ákærða bar einnig að koma vel fram við fyrrum sambýliskonu sína og barnsmóður m.a. til þess að hún væri sem best í stakk búin til gæta sameiginlegra hagsmuna heimilisins og þá aðallega barnanna. Þá áttu börn ákærða að njóta verndar og umönnunar af hans hálfu og þá bar honum að sýna þeim umhyggju og virðingu og vernda þau gegn ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi, sbr. 15 1. mgr. 1. gr. og 2. og 3. mgr. 28. gr. barnalaga nr. 76/2003. Gegn þessum mikilvægu skyldum braut ákærði alvarlega og hann braut gegn þeim einstaklingum sem höfðu trúnað hans og traust og m.a. á stað sem brotaþolar áttu að njóta sérstakrar verndar og öryggis. Þá nýtti ákærði sér yfirburðastöðu sína gagnvart fyrrum sambýliskonu og barnsmóður en hún og börnin voru honum háð í mörgu tilliti. Með háttsemi sinni var hætta á að ákærði myndi m.a. valda alvarlegum skaða á andlegri heilsu brotaþola og þá sérstaklega í ljósi þess að börn hans, sem brotin beindust m.a. gegn, eru ung að árum. Ákærði á sér engar málsbætur og framkoma hans gagnvart brotaþolum var undir engum kringumstæðum réttlætanleg og í raun langt frá því. Refsing ákærða verður ákveðin með hliðsjón af 1., 2. og 3. tölulið 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr. almen nra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði játaði brot sín gagnvart fyrrum sambýliskonu og barnsmóður og börnunum og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar, sbr. 8. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Hins vegar verður ekki annað séð en brotavilji ákærða hafi verið styrkur og einbeittur og verður það virt honum til refsiþyngingar. Brot ákærða eru framin áður en hann hlaut dóm í [...] á þessu ári og því um hegningarauka að ræða. Refsing ákærða verður því jafnframt ákveðin með hliðsjón af 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til alls þessa og með hliðsjón af sakarferli ákærða þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fjórtán mánuði en til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákæ rði sætti frá 31. október til 3. nóvember 2020 og frá 19. febrúar til 9. apríl 2021. Með hliðsjón af sakarferli ákærða og alvarleika brota hans og þá sérstaklega gegn ungum börnum hans og barnsmóður þykja ekki skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna að ne inu leyti. Einkaréttarkröfur: Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir alvarleg ofbeldisbrot gegn fyrrum sambýliskonu og barnsmóður sinni og þremur ungum börnum þeirra og auk þess einni dóttur ákærða. Með hinni refsiverðu háttsemi hefur ákærði bakað sér skað abótaábyrgð gagnvart brotaþolum og þeir eiga því rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli b. - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Fyrrum sambýliskona og barnsmóðir ákærða, brotaþolinn B, hefur sett fram í málinu einkaréttarkröfu að höfuðstól 3.500.000 kr. auk vaxta og málskostnaðar. Með hliðsjón af málavöxtum og niðurstöðu málsins þykja miskabætur til hennar hæfilega ákveðnar 1.500.000 kr. Ekki verður ráðið af gögnum málsins að bótakrafan hafi verið birt fyrir ákærða fyrr en við þing festingu málsins 24. mars sl. Samkvæmt því skal ákærði greiða vexti á dæmdar miskabætur skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. október 2020 til 24. apríl 2021 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Fjögur börn ákær ða, F, C, D og E, hafa hvert um sig sett fram í málinu einkaréttarkröfu að höfuðstól 1.500.000 kr. auk vaxta og málskostnaðar. Með hliðsjón af málavöxtum þykja miskabætur til hvers þeirra hæfilega ákveðnar 500.000 kr. auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. október 2020 til 24. apríl 2021 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 16 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði því nefndum brotaþolum samtals 2.000.000 kr. auk vaxta. Brotaþolar, fyrrum sambýliskona ákærða og börn hans, hafa öl l krafist þess að ákærði verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað. Undir rekstri málsins fyrir dómi var Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður skipuð réttargæslumaður nefndra brotaþola og hún sinnti einnig réttargæslustörfum fyrir þau á rannsóknarstigi máls ins. Af þeim sökum eru ekki lagaskilyrði til þess að dæma brotaþolum málskostnað úr hendi ákærða, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, heldur verður réttargæslumanni ákvörðuð þóknun samkvæmt fyrirmælum 1. og 2. mgr. 48. gr. sömu laga . Brotaþolinn, A, hefur sett fram skaðabótakröfu að höfuðstól 806.700 kr. og þar af 6.700 kr. vegna útlagðs kostnaðar auk vaxta og málskostnaðar. Með hliðsjón af málavöxtum og þ.m.t. þeim áverkum sem brotaþoli hlaut þykja bætur til hans hæfilega ákveðnar 250.000 kr. auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 21. maí 2019 til 5. desember 2020 en auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði brotaþolanum 250.000 kr. í málskostnað eða samtals 500.000 kr. auk vaxt a. Sakarkostnaður: Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ástu Bjarkar Eiríksdóttur lögmanns, 2.356.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti en hún sinnti einnig verjandastörfum fyrir ákærða á rannsóknars tigi málsins og aksturskostnað verjandans 90.060 kr. Þá skal ákærði greiða þóknun, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, 306.280 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti og aksturskostnað 11.700 kr., og þóknun, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 235.600 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, en lögmennirnir sinntu báðir verjendastörfum fyrir ákærða á rannsóknarstigi málsins. Þá skal ákærði greiða þóknun skipaðs réttargæslumanns fyrrum sambýliskonu ákærða og fjögurra barna hans, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 1 .860.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti en hún sinnti einnig störfum fyrir brotaþolana á rannsóknarstigi málsins og aksturskostnað réttargæslumannsins 38.976 kr. Ákærði greiði annan sakarkostnað 406.499 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kve ður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, X, sæti fangelsi í fjórtán mánuði en til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 31. október til 3. nóvember 2020 og frá 19. febrúar til 9. apríl 2021. Ákærði greiði B 1.500.000 kr. í miskabætur auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. október 2020 til 24. apríl 2021 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. 17 Ákærði greiði F, C, D og E, hverju fyrir sig 500.000 kr. í miskabætur auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. október 2020 til 24. apríl 2021 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði A 250.000 kr. í skaðabætur auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 f rá 21. maí 2019 til 5. desember 2020 en auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 250.000 kr. í málskostnað. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Ástu Bjarkar Eiríksdóttur lögmanns, 2.356.000 kr. og aksturskos tnað verjandans 90.060 kr. Ákærði greiði þóknun verjenda á rannsóknarstigi málsins, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, 306.280 kr. og aksturskostnað 11.700 kr. og Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 235.600 kr. Ákærði greiði þóknun réttargæslumanns b rotaþola, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 1.860.000 kr. og aksturskostnað réttargæslumannsins 38.976 kr. Ákærði greiði annan sakarkostnað 406.499 kr. Ingi Tryggvason