- Bókhaldsbrot
- Hegningarauki
- Fangelsi
- Skilorðsrof
- Virðisaukaskattur
D Ó M U R
Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júní 2018 í máli nr. S-152/2018:
Ákæruvaldið
(Ásmunda Björg Baldursdóttir aðstoðarsaksóknari)
gegn
Sigurði Kristni Erlingssyni
(Lúðvík Bergvinsson lögmaður)
Mál
þetta, sem dómtekið var 29. maí síðastliðinn, var höfðað með ákæru héraðssaksóknara,
útgefinni 15. mars síðastliðinn,
á hendur Sigurði Kristni Erlingssyni,
kt. 000000-0000, [...], Reykjavík,
A.
„sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni
sameignarfélagsins Kvikfoods, kt. 000000-0000,
fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa:
1. Staðið skil á efnislega röngum
virðisaukaskattsskýrslum félagsins uppgjörstímabilin janúar – febrúar
rekstrarárið 2012 til og með júlí – ágúst rekstrarárið 2015 með því að hafa
offramtalið virðisaukaskattsskylda veltu, útskatt og innskatt. Með
framangreindu útbjó ákærði að meginhluta alls 22 tilhæfulausar
virðisaukaskattsskýrslur, þar sem ákærði offramtaldi virðisaukaskattsskylda
veltu um samtals kr. 905.530.627 og innskatt um samtals kr. 186.959.158. Með
háttsemi sinni sveik ákærði úr ríkissjóði samtals kr. 114.008.724, sundurliðast
fjárhæðir sem hér greinir:
Árið
2012 |
Offramtalin skattskyld velta |
Offramtalinn innskattur |
Endurgreiðslur innskatts |
janúar
– febrúar |
200.417 kr. |
87.267 kr. |
65.739 kr. |
mars –
apríl |
-21.472 kr. |
11.186 kr. |
2.962 kr. |
maí -
júní |
4.553.682 kr. |
2.209.576 kr. |
1.889.114 kr. |
júlí –
ágúst |
16.959.302 kr. |
6.273.684 kr. |
5.086.533 kr. |
september
– október |
18.498.003 kr. |
6.581.968 kr. |
5.284.414 kr. |
nóvember
– desember |
26.370.460 kr. |
7.920.580 kr. |
6.089.518 kr. |
66.560.392 kr. |
23.084.261 kr. |
18.418.280 kr. |
|
Árið
2013 |
Offramtalin skattskyld velta |
Offramtalinn innskattur |
Endurgreiðslur innskatts |
janúar
– febrúar |
28.456.334 kr. |
8.307.559 kr. |
6.315.616 kr. |
mars –
apríl |
31.855.670 kr. |
9.143.629 kr. |
6.916.139 kr. |
maí -
júní |
42.768.930 kr. |
11.131.657 kr. |
8.151.512 kr. |
júlí –
ágúst |
37.497.310 kr. |
9.939.378 kr. |
7.319.068 kr. |
september
– október |
44.585.302 kr. |
10.806.352 kr. |
7.689.883 kr. |
nóvember
– desember |
53.782.930 kr. |
10.948.001 kr. |
7.183.196 kr. |
238.946.476 kr. |
60.276.576 kr. |
43.575.414 kr. |
|
Árið
2014 |
Offramtalin skattskyld velta |
Offramtalinn innskattur |
Endurgreiðslur innskatts |
janúar
– febrúar |
56.849.240 kr. |
9.854.844 kr. |
5.879.899 kr. |
mars –
apríl |
59.328.310 kr. |
12.828.483 kr. |
8.684.505 kr. |
maí -
júní |
61.884.960 kr. |
12.344.086 kr. |
8.016.641 kr. |
júlí –
ágúst |
57.339.158 kr. |
10.288.882 kr. |
6.279.612 kr. |
september
– október |
59.473.892 kr. |
10.933.441 kr. |
6.774.771 kr. |
nóvember
– desember |
64.397.254 kr. |
11.361.900 kr. |
6.858.594 kr. |
359.272.814 kr. |
67.611.636 kr. |
42.494.022 kr. |
|
Árið
2015 |
Offramtalin skattskyld velta |
Offramtalinn innskattur |
Endurgreiðslur innskatts |
janúar
– febrúar |
63.977.326 kr. |
10.847.302 kr. |
3.809.796 kr. |
mars –
apríl |
54.887.310 kr. |
8.140.942 kr. |
2.111.843 kr. |
maí -
júní |
59.497.385 kr. |
8.268.782 kr. |
1.728.310 kr. |
júlí –
ágúst |
62.388.924 kr. |
8.729.659 kr. |
1.871.059 kr. |
240.750.945 kr. |
35.986.685 kr. |
9.521.008 kr. |
|
Samtals
öll árin: |
905.530.627 kr. |
186.959.158 kr. |
114.008.724 kr. |
2. Rangfært bókhald sameignarfélagsins
Kvikfoods með því að búa til gögn sem áttu sér ekki stoð í viðskiptum við aðra
aðila, í þeim tilgangi að búa til gjaldagögn hjá sameignarfélaginu sem ákærði
notaði í formi innskatts sem félagið fékk síðan endurgreiddan frá ríkissjóði.
Með háttseminni gaf bókhaldið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna
félagsins rekstrartímabilið janúar 2012 til og með ágúst 2015.
B.
Á hendur ákærða Sigurði Kristni, sem
framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins Netsöfnun, nú Selvar
ehf., kt. 000000-0000, afskráð 5. maí 2017, fyrir meiri háttar brot gegn
skatta- og bókhaldslögum með því að hafa:
1. Staðið skil á efnislega röngum
virðisaukaskattsskýrslum félagsins uppgjörstímabilin mars - apríl rekstrarárið
2012 til og með september - október rekstrarárið 2015 með því að hafa ýmis
offramtalið eða vanframtalið innskatt félagsins framangreind uppgjörstímabil.
Með framangreindu offramtaldi ákærði innskatt félagsins um samtals kr.
21.000.463. Með háttsemi sinni sveik ákærði úr ríkissjóði samtals kr. 20.149.675,
sundurliðast fjárhæðir sem hér greinir:
Árið
2012 |
Offramtalinn eða vanframtalinn innskattur |
Endurgreiðslur innskatts |
mars –
apríl |
45.567 kr. |
129.859 kr. |
maí -
júní |
72.846 kr. |
66.961 kr. |
júlí –
ágúst |
-66.242 kr. |
-297 kr. |
september
– október |
14.709 kr. |
117.690 kr. |
nóvember
– desember |
-70.223 kr. |
-83.742 kr. |
-3.343 kr. |
230.471 kr. |
|
Árið
2013 |
Offramtalinn eða vanframtalinn innskattur |
Endurgreiðslur innskatts |
janúar
– febrúar |
158.639 kr. |
-32.732 kr. |
mars –
apríl |
661.744 kr. |
729.275 kr. |
maí -
júní |
145.624 kr. |
255.355 kr. |
júlí –
ágúst |
242.594 kr. |
393.209 kr. |
september
– október |
-43.214 kr. |
33.168 kr. |
nóvember
– desember |
-28.073 kr. |
-6.234 kr. |
1.137.314 kr. |
1.372.041 kr. |
|
Árið
2014 |
Offramtalinn eða vanframtalinn innskattur |
Endurgreiðslur innskatts |
janúar
– febrúar |
-337.535 kr. |
-24.974 kr. |
mars –
apríl |
9.902 kr. |
182.135 kr. |
maí -
júní |
512.437 kr. |
156.808 kr. |
júlí –
ágúst |
-163.882 kr. |
110.834 kr. |
september
– október |
157.038 kr. |
1.320.324 kr. |
nóvember
– desember |
1.987.843 kr. |
1.931.467 kr. |
2.165.803 kr. |
3.676.594 kr. |
|
Árið
2015 |
Offramtalinn eða vanframtalinn innskattur |
Endurgreiðslur innskatts |
janúar
– febrúar |
1.976.198 kr. |
2.114.172 kr. |
mars –
apríl |
5.897.914 kr. |
6.640.065 kr. |
maí -
júní |
7.055.176 kr. |
6.152.141 kr. |
júlí –
ágúst |
2.954.662 kr. |
0 kr. |
september
– október |
-183.261 kr. |
-35.809 kr. |
17.700.689 kr. |
14.870.569 kr. |
|
Samtals
öll árin: |
21.000.463 kr. |
20.149.675 kr. |
2. Rangfært bókhald einkahlutafélagsins
Netsöfnunar, með því að búa til gögn sem áttu sér ekki stoð í viðskiptum við
aðra aðila, í þeim tilgangi að búa til gjaldagögn hjá félaginu sem ákærði
notaði í formi innskatts sem félagið fékk síðan endurgreiddan frá ríkissjóði.
Með háttseminni gaf bókhaldið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna félagsins
rekstrartímabilið mars 2012 til og með október 2015 og að hafa vanrækt að
varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn félagsins með fullnægjandi hætti
áður greind rekstrartímabil.
C.
Á hendur ákærða Sigurði Kristni, sem
framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins Heildsöludreifing, kt. 000000-0000,
nú afskráð, fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að
hafa:
1. Staðið skil á efnislega röngum
virðisaukaskattsskýrslum félagsins uppgjörstímabilin maí – júní og júlí – ágúst
rekstrarárið 2015 með því að hafa offramtalið virðisaukaskattsskylda veltu,
útskatt og innskatt. Ákærði offramtaldi virðisaukaskattskylda veltu félagsins
um samtals kr. 17.527.578, útskatt um samtals kr. 2.541.287 og innskatt um
samtals kr. 14.224.087. Með háttsemi sinni sveik ákærði úr ríkissjóði samtals
kr. 5.763.118 vegna uppgjörstímabilsins maí – júní en virðisaukaskattsskýrsla
vegna uppgjörstímabilsins júlí – ágúst hefur ekki verið afgreidd hjá
Ríkisskattstjóra, sundurliðast fjárhæðir sem hér greinir:
Árið
2015 |
Offramtalin velta |
Offramtalinn innskattur |
Endurgreiðslur innskatts |
maí -
júní |
7.194.647 kr. |
6.884.814 kr. |
5.763.118 kr. |
júlí –
ágúst |
10.332.931 kr. |
7.339.273 kr. |
óafgreidd |
Samtals: |
17.527.578 kr. |
14.224.087 kr. |
5.763.118 kr. |
2. Rangfært bókhald einkahlutafélagsins
Heildsöludreifingar, með því að búa til gögn sem áttu sér ekki stoð í
viðskiptum við aðra aðila, í þeim tilgangi að búa til gjaldagögn hjá félaginu
sem ákærði notaði í formi innskatts sem félagið fékk síðan endurgreiddan frá ríkissjóði.
Með háttseminni gaf bókhaldið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna
félagsins rekstrartímabilið maí til og með ágúst 2015.
D.
Framangreind brot ákærða samkvæmt A, B
og C lið ákæru teljast varða við 1. og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga
nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig:
a)
1. mgr., sbr. 6. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um
virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995 og 3. gr. laga nr. 134/2005 að
því er varðar 1. tl. A, B og C liðar ákæru.
b)
3. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr.
145/1994 um bókhald, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1995, að því er varðar 2. tl. A og
C liðar ákæru.
c)
2. og 3. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr.
145/1994 um bókhald, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1995, að því er varðar 2. tl. B
liðar ákæru.
Þess
er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls
sakarkostnaðar.“
Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið brot þau sem honum eru gefin að sök í ákærunni og er játning hans studd sakargögnum. Það eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin sem eru réttilega færð til refsiákvæða í ákærunni.
Ákærði var dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi árið 2012 fyrir skjalafals. Hann hefur rofið skilorðið og verður dómurinn tekinn upp og dæmdur með þessu máli, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða verður ákveðin samkvæmt 77. gr. sömu laga, auk þess sem honum verður gerður hegningarauki, sbr. 78. gr. sömu laga. Við ákvörðun refsingar ber að meta ákærða til málsbóta að hann játaði brot sín við rannsókn málsins og eins fyrir dómi. Að þessu athuguðu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Þá verður ákærði dæmdur til að greiða 666.000.000 krónur í sekt að viðlagðri vararefsingu eins og í dómsorði greinir.
Loks verður ákærði dæmdur til að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns sem ákveðin er með virðisaukaskatti í dómsorði en annan kostnað leiddi ekki af rekstri málsins.
Arngrímur Ísberg héraðsdómari kveður upp dóminn.
D ó m s o r ð :
Ákærði, Sigurður Kristinn Erlingsson,
sæti fangelsi í tvö ár.
Ákærði
greiði 666.000.000 krónur sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu
dómsins en sæti ella fangelsi í 360 daga.
Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Lúðvíks Bergvinssonar lögmanns, 962.240 krónur.
Arngrímur Ísberg