Héraðsdómur Reykjaness Dómur þriðjudaginn 12 . nóvember 202 4 Mál nr. E - 2539/2021 : Elva Dögg Sverrisdóttir og Ólafur Viggó Sigurðsson ( Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður ) gegn Íslandsbank a hf. ( Áslaug Árnadóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta var höfðað 8. desember 2021 og dómtekið 15. október sl. Stefnendur eru Elva Dögg Sverrisdóttir og Ólafur Viggó Sigurðsson, , en stefndi er Íslandsbanki hf., . Stefnendur krefjast þess að viðurkennt verði að skilmáli um breytilega vexti í 2. tölulið veðskuldabréfs nr. 4278 frá 21. janúar 2021, upphaflega að fjárhæð 57.610.000 krónur, sem stefnendur gáfu út til viðurkenningar á skuld við stefnda, sé ógildur. Þá kr efjast þau þess að viðurkennt verði að stefnda hafi verið óheimilt að hækka vaxtafót skuldar stefnenda samkvæmt fyrrgreindu veðskuldabréfi með tilkynningum um vaxtabreytingar 30. maí 2021, 5. september 2021 og 22. október 2021. Stefnendur krefjast þess e nn fremur að stefndi greiði þeim 84.418 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þingfestingardegi til greiðsludags. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnenda. Aðilar gerðu upphaflega báðir kröfu um málskostnað úr hendi hins, en féllu frá þeim kröfum á grundvelli samkomulags þeirra undir rekstri málsins. I Í máli þessu er deilt um skilmála veðskuldabréfs sem stefnendur undirrituðu í tilefni af lántöku þeirra hjá stefnda í upphafi árs 2021. Í veðsku ldabréfinu, sem dagsett var 21. janúar 2021, sagði að stefnendur viðurkenndu að hafa fengið að láni hjá stefnda 57.610.000 krónur til 480 mánaða með fyrsta gjalddaga 1. mars 2021. Um væri að ræða 2 óverðtryggt húsnæðislán, jafngreiðslulán með breytilegum vöx tum. Var upphaflegur vaxtafótur lánsins 3,4% ársvextir. Í 1. tölulið skilmála bréfsins kom fram að skuldin skyldi endurgreiðast með jöfnum greiðslum vaxta en þar sem vextir væru breytilegir áskildi lánveitandi sér rétt til að endurreikna lánið við hverja v axtabreytingu og/eða skilmálabreytingu miðað við breyttar forsendur og miðuðust afborganir við vexti eins og þeir væru á degi endurútreiknings. Vaxtabreytingar gætu leitt til hækkunar eða lækkunar hverrar greiðslu og hefðu þ.a.l. áhrif á heildarendurgreiðs lu lánsins. Í 2. tölulið skilmálanna sagði síðan að greiða skyldi breytilega óverðtryggða húsnæðislánavexti eins og þeir væru ákveðnir á hverjum tíma og birtir í vaxtatöflu Íslandsbanka hf. Breytingar á vöxtunum tækju meðal annars mið af breytingum á fjárm ögnunarkostnaði bankans, rekstrarkostnaði, opinberum álögum og/eða öðrum ófyrirséðum kostnaði, stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, breytingum á vísitölu neysluverðs o.s.frv. Ákvarðanir um breytingar á vöxtum væru teknar af fagnefnd innan bankans í umboði yfirs tjórnar og myndi nefndin einkum skoða þróun á þeim kostnaðarþáttum sem að framan væru taldir og meta hvort breytingar á þeim gæfu tilefni til breytinga á útlánsvöxtum. Hlutfall framangreindra þátta í ákvörðun breytingar á vöxtum væri breytilegt og réðist m .a. af ákvörðunum opinberra aðila og markaðsaðstæðum hverju sinni. Við vaxtabreytingar væru allir þessir þættir metnir saman og/eða hver um sig. Hafi orðið breyting á einhverju þessara þátta þegar vaxtaendurskoðun láns færi fram gæti það leitt til þess að vöxtum yrði breytt, hvort sem væri til hækkunar eða lækkunar. Útgefandi staðfesti með undirritun sinni að nægilegt væri að tilkynna um breytingar á útlánsvöxtum af völdum breytinga á viðmiðunargengi, viðmiðunarvöxtum eða vísitölum með tilvísun til vaxtatöf lu Íslandsbanka hf. sem aðgengileg væri á vef bankans og/eða í netbanka útefanda. Upplýsa mætti um breytingar á vöxtum af öðrum ástæðum með tilkynningu sem birt væri með sama hætti, en með 30 daga fyrirvara. Vaxtatöflu bankans skyldi breytt a.m.k. 20 dögum fyrir næsta gjalddaga lánsins. Í skuldabréfinu var síðan að finna nánari fyrirmæli um greiðslu vaxta, hvenær þeir væru greiddir og hvernig þeir bættust við höfuðstól skuldarinnar. Fyrir liggur að vextir voru hækkaðir þrisvar á því tímabili sem krafa ste fnenda tekur til. Þannig voru vextir hækkaðir úr 3,4% í 3,65%, sbr. tilkynningu til stefnenda þar að lútandi 30. maí 2021, síðan í 3,8% 5. september 2021 og loks í 3,95% 22. október sama 2021 og tók sú hækkun gildi 1. desember 2021. Stefnendur lýsa atvik um svo að þau hafi vorið 2021 orðið þess áskynja að annmarkar væru á fyrrgreindum skilmálum og framkvæmd stefnda um vaxtabreytingar. 3 Þau hafi kynnt sér umfjöllun Neytendasamtakanna og samskipti þeirra við íslensku bankana vegna vaxtakjara í lánssamningum m eð ákvæðum um breytilega vexti. Komið hafi í ljós að stefnendur hafi, vegna umræddra annmarka, greitt hærri vexti af lánum sínum en þeim hafi borið að gera. Lýtur ágreiningur málsins að umræddum vaxtabreytingum, en af hálfu stefnenda er á því byggt að skil máli fyrrgreinds skuldabréfs um breytingar á vaxtastigi lánsins sé andstæður ákvæðum laga nr. 118 /2016 um fasteignalán til neytenda og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eins og skýra beri umrædd ákvæði samkvæmt nánar tilg reindum tilskipunum Evrópusambandsins. Viðmiðin, sem stefndi hafi litið til við ákvörðun um hækkun hinna breytilegu vaxta, hafi enda verið óljós og ekki skilgreind með þeim hætti að neytandi gæti aflað sér afdráttarlausra upplýsinga um allar forsendur vaxt aákvarðana. --- Með úrskurði dómsins 13. desember 2022 var ákveðið að leita ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins á því hvort það samræmdist tilskipun 2014/17/ESB, sbr. einkum 24. gr. tilskipunarinnar, og eftir atvikum f. lið 2. mgr. 10. gr. tilskipunar 2008/48/EB, sbr. 19. l ið formálsorða tilskipunar 2014/17/ESB, að í skilmálum fasteignaláns neytenda, þar sem vextir væru breytilegir, kæmi fram að vaxtabreytingar tækju meðal annars mið af rekstrarkostnaði og öðrum ófyrirséðum kostnaði. EFTA - dómstóllinn lét í té ráðgefandi áli t sitt með dómi 23. maí 2024 í sameinuðum málum nr. E - 13/22 og E - 1/23. Í niðurstöðu dómstólsins var fyrst vísað til tilskipunar 93/13/EBE og tekið fram að samkvæmt 5. gr. hennar skyldu skilmálar samninga sem neytendum væru boðnir alltaf vera orðaðir á eðli legu og skiljanlegu máli. Af greininni leiddi gagnsæiskrafa sem fæli bæði í sér að skilmálar væru formlega og málfræðilega skiljanlegir en einnig gagnsæir. Ekki nægði að neytandi gæti skilið viðkomandi skilmála hvað form og málfræði varðaði heldur þyrfti h ann að vera í aðstöðu til að skilja aðferðina sem beitt væri við ákvörðun vaxtanna og meta þannig út frá skýrum og skiljanlegum viðmiðum hinar mögulegu afleiðingar slíks samningsskilmála á fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Því þyrfti að útskýra nákvæmleg a aðferðina sem tengdist viðkomandi samningsskilmála og útlista hana með gagnsæjum hætti í samningnum og, þegar við ætti, samspil þess við aðferðir sem mælt væri fyrir í öðrum skilmálum svo að neytandanum væri kleift að meta, út frá skýrum og skiljanlegum viðmiðum, fjárhagslegar afleiðingar samningsins fyrir sig. Varðandi mat á því hvort samningsskilmáli væri óréttmætur í skilningi 1. mgr. 3. gr. tilskipunar 93/13 væri það 4 landsdómstóls að skera úr um, að teknu tilliti til viðmiða 1. mgr. 3. gr. og 5. gr. t ilskipunarinnar, hvort skilmáli sem á reyndi uppfyllti skilyrði um góða trú, jafnvægi og gagnsæi. Við mat á skilmála sem heimili bankanum að breyta vöxtum einhliða væri grundvallaratriði að fyrst væri gætt að því hvort slíkar vaxtabreytingar væru gerðar þa nnig að hinn almenni neytandi gæti með fullnægjandi fyrirsjáanleika áttað sig á þeim skilyrðum og þeirri málsmeðferð sem lægi til grundvallar slíkri vaxtabreytingu, og í öðru lagi, hvort neytendum væri heimilt að segja upp samningnum ef vöxtunum væri í rau n breytt. - dómstóllinn til þess að almennar vísanir til ófyrirséðrar mögulegrar hækkunar kostnaðar lánveitanda væru eðli m álsins samkvæmt ósannreynanlegar. Með notkun slíkra skilmála væri forsjálum neytanda gert ókleift að átta sig á afleiðingum samningsskilmálans. Líklegt væri að slíkir samningsskilmálar yllu umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna milli samningsaðila. Hið Dómstóllinn komst síðan að þeirri niðurstöðu að skilmálinn sem deilt er um bæri ekki með sér að uppfylla kröfur um góða trú, jafnvægi og gagnsæi sem mælt væri fyrir um í tilskipun 93/13. Það væri hins vegar landsdómstóla, með hliðsjón af málavöxtum og þeim viðmiðum sem mæl t væri fyrir um í 1. mgr. 3. og 5. gr. tilskipunarinnar, að ganga úr skugga um hvort slíkur samningsskilmáli uppfyllti kröfur tilskipunarinnar um góða trú, jafnvægi og gagnsæi. Dómstóllinn vísaði næst til 24. gr. fasteignalánatilskipunarinnar (2014/17/ESB ) þær að vísitala eða viðmiðunarvextir væru skiljanlegir og að glöggt mætti ráða hvaða afleiðingar notkun þeirra vísitalna og viðmiðunarvaxta sem um ræddi gæti haft í för m eð neytandi gæti nálgast og kynnt sér vísitölur og viðmiðunarvexti. Vísitölur eða lánveitanda í hag. Síðasti þáttur mælikvarðans í 24. gr. væri að vísitölur og 5 verið kynnt væri rétt og nákvæmt. Dómstóllinn tók fram að þegar skilyrði fyrir vaxtabreytingu væru ekki nægilega skýr, til dæmis vegna þess að til þeirra væri vísað með of almennum og opnum hætti, væru þau ekki nægilega gagnsæ til að neytandi gæti borið saman ólík t ilboð og tekið upplýsta ákvörðun um samning. Að lokum var sú niðurstaða dómstólsins rakin að af orðalagi 24. gr. fasteignalánatilskipunarinnar leiddi að þegar skilmáli um breytilega vexti vísaði alfarið eða að einhverju leyti til vísitölu eða viðmiðunarvax ta yrðu EES - ríki að tryggja að allar slíkar vísitölur eða viðmiðunarvextir væru skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og sannprófanlegir fyrir aðilana að lánssamningnum og valdbær stjórnvöld. Ef aðrir þættir sem væru notaðir til viðbótar vísitölum eða viðmiðunar vöxtum við útreikning útlánsvaxta væru undanskildir mati á gagnsæi skilmála myndi 24. gr. tilskipunarinnar glata virkni sinni. --- Samkvæmt framangreindu voru svör EFTA - dómstólsins við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir hann eftirfarandi: A - liður 24. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB frá 4. febrúar 2014 um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði myndi glata virkni sinni ef aðrir þættir sem notaðir eru til viðbótar vísitölum eða viðmiðunarvöxtum við útreikning útlán svaxta væru, frá upphafi, undanskildir mati á gagnsæi skilmála. Kröfur 24. gr. um skýrleika, aðgengileika, hlutlægni og sannreynanleika eiga því alltaf við þegar vísitala eða viðmiðunarvextir eru notaðir til að reikna útlánsvexti. Það er ósamrýmanlegt 24. gr. tilskipunar 2014/17 ef skilmálar og upplýsingarnar sem neytanda eru veittar samkvæmt fasteignalánasamningi eru ekki formlega og málfræðilega skiljanlegar, eða gera ekki hinum almenna neytanda sem telst sæmilega vel upplýstur og sæmilega athugull og forsjáll kleift að skilja þá tilteknu aðferð sem beitt er við ákvörðun útlánsvaxtanna, og, þar sem það á við, samspil þess fyrirkomulag við fyrirkomulag sem mælt er fyrir í öðrum skilmálum þannig að neytandinn verði í aðstöðu til að m eta fjárhagslegar afleiðingar samningsins fyrir sig. Til að uppfylla kröfuna um gagnsæi samningsskilmála sem kveður á um breytilega vexti í fasteignalánasamningi verður að túlka 5. gr. tilskipunar ráðsins 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum með þeim hætti að ekki aðeins skuli slíkur skilmáli vera formlega og málfræðilega skiljanlegur, 6 heldur einnig gera hinum almenna neytanda, sem telst sæmilega vel upplýstur og sæmilega athugull og forsjáll, kleift að skilja þá tilteknu a ðferð sem beitt er við ákvörðun vaxtanna þannig að hann verði í aðstöðu til að meta, út frá skýrum, hlutlægum og skiljanlegum viðmiðum, hinar mögulega umtalsverðu afleiðingar slíks skilmála á fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Það er landsdómstóls að sker a úr um hvort fjármálastofnun hafi veitt neytanda nægar upplýsingar til að hann hafi getað kynnt sér tiltekna virkni aðferðarinnar sem notuð er við útreikning vaxtanna, og, þegar við á, samspil þess fyrirkomulags við fyrirkomulag sem mælt er fyrir um í öðr um samningsskilmálum. Það er landsdómstóls að skera úr um, með hliðsjón af málavöxtum og þeim viðmiðum sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 3. gr. og 5. gr. tilskipunar 93/13, hvort skilmálar samnings um fasteignalán með breytilegum vöxtum uppfylli kröfur tilsk ipunarinnar um góða trú, jafnvægi og gagnsæi. Mat á því hvort samningsskilmáli sé óréttmætur skal taka tillit til þess hvers konar vörur eða þjónustu samningurinn varðar, meðal annars að litið sé til sérstöðu fasteignalánasamninga og þeirrar ríku neytendav erndar sem um þá gilda, eins og ráða má bæði af dómaframkvæmd í tengslum við tilskipun 93/13 og gagnsæiskröfum tilskipunar 2014/17. Skilmálar eins og þeir sem deilt er um í málunum sem rekin eru fyrir landsdómstólnum verða að teljast óréttmætir samkvæmt 1 . mgr. 3. gr. tilskipunar 93/13 ef þeir valda umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna milli samningsaðila samkvæmt samningnum, neytanda til tjóns. Það er landsdómstólanna að skera úr um hvort svo sé. Í málunum sem rekin eru fyrir þeim er það landsdómstó lanna að meta hvort ógilding óréttmætra skilmála í þeim fasteignalánasamningum sem um ræðir sé líkleg til að koma í veg fyrir að samningarnir geti haldið gildi sínu. Komi ógilding slíkra skilmála í veg fyrir að samningur geti haldið gildi sínu er það jafnf ramt í höndum landsdómstólanna að skipta hinum óréttmætu skilmálum út fyrir skilmála í samræmi við ákvæði landsréttar og kemur 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 93/13 ekki í veg fyrir það. Ef umræddir samningar geta hins vegar haldið gildi sínu án umræddra skilmá la heimilar 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar þó ekki landsdómstólum að skipta hinum óréttmætu skilmálum út fyrir skilmála í samræmi við ákvæði landsréttar. 7 II Málsástæður og lagarök stefnenda. Krafa stefnenda er reist á því að skilmáli um breytilega ve xti sem sé að finna í veðskuldabréfinu sé ólögmætur og ógildur enda séu þeir þættir, sem liggi til grundvallar vaxtabreytingum stefnda, óljósir og ófyrirsjáanlegir. Eini skýrt afmarkaði þátturinn sem stefndi hafi til viðmiðunar þegar vöxtum sé breytt séu s týrivextir Seðlabanka Íslands, þótt óljóst sé hvenær og hvernig bankinn taki mið af þeim þætti. Önnur viðmið, þ.e. fjármögnunarkostnaður bankans, rekstrarkostnaður, opinberar álögur, breytingar á vísitölu neysluverðs, annar ófyrirséður kostnaður o.s.frv., séu að öllu leyti óljós og standist ekki kröfur um skýrleika og gagnsæi sem lögum samkvæmt beri að gera til skilmála sem heimili fjármálafyrirtæki að breyta einhliða vöxtum lánasamnings. Viðmiðin séu óljós og feli í sér opið mat bankans um þá þætti sem lit ið sé til við vaxtabreytingar. Ekkert sé sagt til um vægi einstakra þátta eða aðferðina sem beitt sé til þess að reikna út vextina. Viðmiðin séu auk þess ekki tæmandi og séu ákvarðanir bankans því ófyrirsjáanlegar og stefnendum ómögulegt að átta sig á fors endum vaxtabreytinga. Stefnendur vísa til þess að stefndi tilgreini ekki í samningi aðila viðmið sem breytilegir vextir lánsins byggist á með þeim hætti sem áskilið sé í 34. gr. laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda. Lánveitanda sé samkvæmt ákvæ ðinu aðeins heimilt að notast við viðmiðunarvexti sem séu skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna. Fyrrgreind viðmið stefnda standist ekki þessar kröfur. Ákvæðið byggist á 24. gr. tilskipunar nr. 2014/17/ESB um lánssamninga fyrir neytendur í t engslum við íbúðarhúsnæði. Þar sé mælt fyrir um að viðmiðin, þ.e. viðmiðunarvextir og vísitölur sem sannprófanleg stefnendur á að í II. viðauka tilskipunar nr. 2014/17/ESB segi að í upp lýsingagjöf um reiknireglu og mismunandi þátta þeirra. Slíka reiknireglu sé ekki hægt að setja fram séu viðmið vaxtabreytinga óskýr, óákveðin, óaðgengileg og ekki hægt að sannreyna . Hvorki í stöðluðu upplýsingaeyðublaði stefnda né skilmálum veðskuldabréfsins um breytilega vexti hafi verið að finna skilgreiningu á reiknireglu. Stefndu beri því við að fyrrgreindur skilmáli styðjist ekki við viðmiðunarvexti og vísitölur nema að hluta annars en viðmiðunarvaxta og vaxtatöflu stefnda séu ekki viðmiðunarvextir í skilningi ákvæðisins geti stefndi ekki 8 gagnályktað af ákvæ ðinu á þann hátt að engar sambærilegar kröfur gildi þegar stefndi breyti vöxtunum. Af því leiði að sjálfsögðu ekki að stefnda sé heimilt að byggja vaxtaákvarðanir sínar á þáttum sem séu óljósir, óaðgengilegir, huglægir eða ókleift að sannreyna fyrir neytan þurfi skýrlega hvernig vextir séu ákvarðaðir og með hvaða aðferð þeir séu reiknaðir út. Krafan um að skýra þurfi út skilyrði og málsmeðferð vaxtabreytinga hafi m.a. þann tilgang að tryggja að skilmálar láns séu gagnsæir. Lánveitandi verði að skýra og tilgreina hvernig lántökukostnaður geti breyst á lánstíma sem komi í veg fyrir að lánveitandi geri brey tingar á vöxtum eftir eigin hentugleika. Slíkur skilmáli geti því ekki verið bundinn Afleiðingin af skilmála um breytilega vexti, sem ekki tilgreinir afdráttarlaus skilyrði, s é í reynd sú að lánveitanda sé fært einhliða, óskilyrt vald til þess að ákvarða vexti lánsins á hverjum tíma. Slík framsetning skilmála um breytilega vexti brjóti gegn 34. gr. laga um fasteignalán til neytenda. Það leiði af framangreindu og dómi Hæstarét tar í máli nr. 623/2016 að ógilda beri vaxtaákvæði skuldabréfsins að kröfu stefnanda samkvæmt hinni almennu reglu samningaréttar um að löggerningar sem fari gegn ófrávíkjanlegum lagareglum teljist ógildir. Stefnendur vísi auk framangreinds til 12. gr. fyrr greindra laga, en þar sé kveðið á um að lánveitandi tryggi að neytandi hafi ávallt aðgang að skýrum og skiljanlegum almennum upplýsingum um lánaframboð, þar á meðal um tegundir útlánsva x ta ásamt skýringardæmi og stuttri lýsingu á einkennum fastra og breyti legra vaxta og þýðingu þeirra fyrir neytanda. Þá skuli samkvæmt 1. mgr. 14. gr. veita neytanda upplýsingar um sögulega þróun breytilegra vaxta á fasteignalánum og áhrif breytinga á vöxtum á greiðslubyrði í tilviki breytilegra vaxta. Enn fremur sé í 16. gr. kveðið á um skyldu lánveitanda til að útskýra samning og þau sérstöku áhrif sem hann hafi á neytanda. Stefnendur byggja einnig á því að 3 6. gr. og 36. gr. a. - c. samningalaga leiði til þess að umræddur skilmáli sé ekki bindandi. Með ákvæðum 36. gr. a. - c. í samningalögunum, sem sett hafi verið með lögum nr. 14/1995, hafi verið innleidd tilskipun 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um ósanngjarna/óréttmæta skilmála í neytendasamningum. L eiðsögn við mat á skilmálum neytendasamninga megi hafa af viðauka tilskipunarinnar sem tilgreini tilvik eða dæmi um samningsskilmála sem teljast 9 tilskipunarinnar, en í j. l ið séu tilgreindir skilmálar sem hafi að markmiði eða þau áhrif að heimila seljanda eða veitanda að breyta einhliða samningsskilmálum án gildrar ástæðu sem tilgreind sé í samningi. Í b. lið 2. gr. sé þó áréttað að j. liður komi ekki í veg fyrir að veitandi fjármálaþjónustu áskilji sér rétt til þess að breyta vöxtum einhliða sé fyrir því gild ástæða. Af þessu leiði að ástæður vaxtabreytinga þurfi að koma fram í samningi aðila. Þá sé í m. lið getið um skilmála sem gera veitanda þjónustu kleift að túlka einhli ða einstaka skilmála. Umræddur grái listi fjalli um samningsskilmála sem skorti gagnsæi. Sú krafa leiði enda af tilskipuninni að skilmálar þurfi að vera á skýru og skiljanlegu máli, sbr. 2. mgr. 4. gr. og 5. gr. tilskipunarinnar. Sama regla komi fram í 1 . mgr. 36. gr. b . samningalaga. Evrópudómstóllinn hafi ítrekað fjallað um þær kröfur um gagnsæi sem leiði af ákvæðum tilskipunarinnar og lagt til grundvallar að gera verði kröfu um efnislegan skýrleika neytendasamninga því neytendur verði að geta skilið i nntak og fjárhagsleg áhrif skilmála þeirra. Vísa stefnendur til dóms Evrópudómstólsins frá 3. mars 2020 í máli nr. C - 125/18 ( Gómez del oral Guash ) og annarra úrlausna dómsins sem stefnendur segja sýna að tilskipun 93/13/EBE, sérstaklega grein 4 og 5, verði að túlka svo að lánveitandi þurfi að útskýra nákvæmlega aðferðina sem nýtt sé til þess að reikna út vextina og að neytanda verði að vera kleift að meta á grundvelli skýrra og skiljanlegra viðmiða þau áhrif sem skilmáli hafi á fjárhagslegar skuldbindingar. Af tilskipun 93/13 leiði þannig sú afdráttarlaus krafa að skilmáli um breytilega vexti útskýri af nákvæmni aðferðina sem notuð sé til þess að reikna út og breyta vöxtunum. Stefnendur vísa til þess að málatilbúnaður stefnda, sem sé reistur á þeim rökum að óskýr framsetning skilmála um breytilega vexti geti ekki leitt til þess að skilmálinn teljist ógildur, sé á skjön við dóma Evrópudómstólsins, sem ítrekað hafi vísað til þess að þegar metið sé hvort skilmáli teljist réttmætur sé grundvallaratriði hvort ski lmálinn sé á skýru og skiljanlegu máli, og skuli 93/13/EBE. Skilmálar stefnda veiti honum einhliða rétt til að ákvarða vexti lánsins án þess að ástæður, viðmið eða aðferð við slíkar breytingar séu úts kýrðar með skýrum og skiljanlegum hætti. Skilmálinn standist því ekki þær kröfur sem leiði af ákvæðum 36. gr. b. og c. í samningalögunum eins og þeim beri að beita og skýra samkvæmt tilskipun 93/13/EBE. Hin matskenndu viðmið stefnda raski jafnvægi í samnin gssambandinu og 10 stríði gegn góðum viðskiptaháttum og geti því ekki talist gildar ástæður í skilningi tilskipunar 93/13/EBE. Hvað varðar réttaráhrif meintra annmarka byggja stefnendur á því að skilmáli í veðskuldabréfi aðila sé ólögmætur og því ekki binda ndi fyrir stefnendur. Í 3. mgr. 36. gr. samningsskilmálum sé vikið til hliðar í heild eða að hlut a. Ákvæði þetta svari til 6. gr. tilskipunar 93/13/EBE þar sem segi að landslögum skuli mæla fyrir um að óréttmætir skilmálar séu ekki bindandi fyrir neytendur en samningur verði áfram bindandi fyrir samningsaðila ef hann geti haldið gildi sínu að öðru ley ti. Stefnendur byggi á að víkja beri til hliðar heimild stefnda til að hækka vexti en að samningurinn standi að öðru leyti óbreyttur, þ.e. með þeim 3,4% vöxtum sem ákveðnir hafi verið við undirritun skuldabréfsins. Kröfugerðin samræmist dómaframkvæmd Evr ópudómstólsins um afleiðingar þess að skilmáli í neytendasamningi teljist ósanngjarnt eða óréttmætur í skilningi tilskipunar 93/13/EBE, en þar hafi komið fram að samningur skuli standa óhaggaður að öðru leyti geri neytandi kröfu þar um. Samkvæmt framangreindu sé ekki tilefni til að láta lánið bera vexti samkvæmt 4. gr. vaxtalaganna, sbr. 18. gr. þeirra, nema neytandi geri um að kröfu. Framangreint ákvæði vaxtalaga mæli fyrir um viðmiðunarvexti ef ákvæði um samningsvexti teljist ógilt en þ ó séu engin efni til að beita reglunni þar sem samningurinn, utan hins ógilda ákvæðis, eigi að standa óhaggaður ef neytandi geri kröfu um það, sbr. 3. mgr. 36. gr. c samningalaga. Stefnendur bendi í því sambandi á að umrætt ákvæði sé sérregla um neytendasa mninga og gangi framar ákvæðum vaxtalaga, auk þess sem 18. gr. vaxtalaga sé frávíkjanleg sé það til hagsbóta fyrir skuldara, sbr. 2. gr. laganna. Verði ekki fallist á framangreindar röksemdir benda stefnendur á að vaxtabreytingar stefnda hafi í öllum til vikum verið hærri en vextir sem Seðlabanki Íslands ákvað með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum, sbr. 4. gr. vaxtalaga. Verði talið að skuldin eigi að bera vexti samkvæmt 4. gr. laganna sé því jafnframt ljóst að stefndi hafi b yggt vaxtabreytingar á ólögmætu ákvæði og hækkað vextina meira en honum var heimilt að gera. Stefnendur krefjist endurgreiðslu þess sem þau hafi ofgreitt í vexti á grundvelli hins ólögmæta skilmála, sbr. 5. og 18. gr. laga nr. 38/2001 og almennar meginregl ur kröfuréttar um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Vísa stefnendur til töflu þar sem þeir hafa tekið saman það sem þeir hafi innt af hendi 11 umfram skyldu þegar mál þetta var höfðað og tekur krafan mið af því að þeir hafi átt að greiða 3,4% vexti af láninu. Sé þar miðað við þá fjárhæð sem stefnendur hafi borið að greiða miðað við að lánið hefði borið óbreytta vexti og tekinn mismunur hennar og greiddrar vaxtafjárhæðar. Samtala ofgreiddra vaxta sem þannig fáist sé 84.416 krónur eftir 10 afborganir. Kröfugerðin mi ðist því við þá vexti sem stefnendur hafi ofgreitt við þingfestingu málsins 1. desember 2021. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi reisir sýknukröfu sína á því að upplýsingagjöf stefnda hafi verið í samræmi við lög nr. 118/2016 um fasteignalán til ney tenda. Stefndi vísar fyrst til þess að ákvæði 12., 14. og 16. gr. laganna geti aldrei átt við um skilmála veðskuldabréfsins þar sem þau séu öll í III. kafla laganna og varði upplýsingagjöf áður en samningur um fasteignalán sé gerður. Öll upplýsingagjöf fyr ir lánveitinguna hafi verið í samræmi við ákvæðin og auk þess geti málsástæður stefnenda hvað þetta varði ekki stutt kröfur þeirra um ógildingu 2. töluliðar veðskuldabréfs aðila. Stefndi hafi veitt stefnendum upplýsingar í samræmi við fyrrgreind ákvæði og m.a. afhent skjal um upplýsingar og dæmi um áhrif verðlags og breytilegra vaxta á höfuðstól og greiðslubyrði lána. Stefnendur hafi staðfest að þau hafi kynnt sér eins og við átti almennar upplýsingar og dæmi um breytingar á höfuðstól og greiðslubyrði verðt ryggðra lána og dæmi um breytingar á greiðslubyrði óverðtryggðra lána sem og almennar upplýsingar um þróun verðlags og ráðstöfunartekna síðustu 10 ár. Þá hafi stefnendum verið veittar upplýsingar um áhrif breytinga á vöxtum á greiðslubyrði. Lög nr. 118/20 16 um fasteignalán til neytenda séu skýr og afdráttarlaus um að lánveitanda sé heimilt að breyta vöxtum á grundvelli viðmiða sem ekki sé unnt að sannreyna. Í fyrri málslið 34. gr. laganna komi fram að ef í samningi um fasteignalán sé kveðið á um að byggt sé á viðmiðunargengi, vísitölum eða viðmiðunarvöxtum við ákvörðun breytilegra vaxta sé lánveitanda aðeins heimilt að notast við viðmiðunargengi, vísitölur eða viðmiðunarvexti sem séu skýri r, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyn a. Í síðari málslið sömu greinar komi hins vegar skýrt fram að byggi ák vörðun um breytingu á vöxtum ekki á viðmiðunargengi, vísitölum eða viðmiðunarvöxtum skuli í samningi um fasteignalán greint frá skilyrðum o g málsmeðferð við breytingu á vöxtum. Breytingar á vöxtum skuldabréfsins sem deilt sé um miðist ekki einungis við viðmiðunargengi, vísitölur eða viðmiðunarvexti í skilningi fyrri málsliðar 1. mgr.34. gr. 12 laga nr. 118/2016 heldur sé stefnda einnig heimilt að breyta vöxtum á grundvelli annarra þátta. Þetta sjáist einnig af þeirri aðferð sem stefndi hafi beitt við upplýsingagjöf um vaxtabreytingar en bankinn hafi tilkynnt stefnendum um fyrirhugaðar vaxtabreytingar með 30 daga fyrirvara. Í athugasemdum við ákv æðið í frumvarpi til laga nr. 118/2016 komi fram að 34. gr. komi ekki í veg fyrir að lánveitendur geti kveðið á um í samningi um fasteignalán að breyting á vöxtum sé ákveðin af lánveitanda með hliðsjón t.d. af fjármögnunarkostnaði eða rekstrarkostnaði. Sé ljóst að þarna sé á ferð viðmið sem almennt verði ekki sannreynd af öðrum en viðkomandi lánveitanda. Jafnframt segi í greinargerðinni að málsliðurinn byggist á f. lið 4. mgr. 7. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán og lagt sé til að sömu reglur eigi við og samkvæmt þeim lögum hvað varði ær upplýsingar sem lánveitandi skuli veita neytanda um hver séu skilyrði fyrir vaxtabreytingum. Í veðskuldabréfinu séu taldir upp þættir sem breytingar á vöxtum taki mið af. Sé annars vegar um að ræða stýrivexti Seðlabankans og vísitölu neysluverðs, sem hægt sé að nálgast allar upplýsingar um, og hins vegar þætti sem ekki tengjast vísitölu eða viðmiðunarvöxtum þar sem breytingar séu ófyrirséðar. Þar undir falli breytingar á fjármögnunarkostnaði bankans, rekstrarkostnaði, opin berum álögum og/eða öðrum ófyrirséðum kostnaði. Með slíkum kostnaði sé átt við kostnað sem bankinn hafi ekki getað séð fyrir og falli ekki undir lánskjör eða rekstrarkostnað bankans eða opinberar álögur. Ákvæðið sé liður í að veita sem gleggstar upplýsinga r enda sé óhjákvæmilegt að ófyrirséðir þættir geti haft áhrif á vexti á lánum. Stefnendur hafi samkvæmt framangreindu haft allar forsendur til að skilja hvað fælist í því að vextir gætu breyst vegna breytinga á umræddum þáttum. Stefndi mótmælir því að ski lyrði séu til að víkja umræddum skilmálum til hliðar. Í fyrsta lagi hafi upplýsingagjöf til stefnenda verið í samræmi við ákvæði laga nr. 118/2016 og því skilyrði ógildingar á grundvelli 36. gr. eða 36. gr. c. samningalaga aldrei verið fyrir hendi. Í öðru lagi sé rangt sem stefnendur haldi fram að leiða megi af dómi Hæstaréttar í máli nr. 623/2016 að ógilda beri vaxtaákvæði skuldabréfsins. Í dóminum hafi verið fjallað um úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála um upplýsingagjöf á grundvelli laga nr. 121/1994. Í dómi Hæstaréttar hafi verið komist að því að bankanum hafi borið að tilgreina í skuldabréfi við hvaða aðstæður mætti breyta vöxtum. Rétturinn hafi talið að áskilnaði hafi ekki verið fullnægt með því að taka aðeins fram að lánveitandi gæti einhliða breyt t hæð vaxta og að ákvæði um aðferð við vaxtabreytingar væru ekki 13 fullnægjandi. Hafi því verið staðfestur úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála um að banna stefnda að breyta vöxtum samkvæmt skilmálum lánssamningsins. Dómurinn hafi því ekkert fordæmisgildi þegar komi að gildi skilmála hins umdeilda skuldabréfs. Í lögum nr. 118/2016 sé ekki mælt fyrir um að ákvæði sem ekki fullnægi skilyrðum laga teljist ógild. Þurfi því að skoða atvik hverju sinni, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar í máli nr. 4/2021. Stefndi byggi auk þess á því að ákvæði 2. tölul iðar hins umdeilda skuldabréfs falli ekki undir ákvæði 36. gr. a. - c. samningalaga enda nái ákvæðin ekki til samningsskilmála sem endurspegli lög og bindandi stjórnsýsluákvæði. Ákvæðin hafi verið lögfest með lögum nr. 14/19 95 sem innleiddu tilskipun 93/13/BE um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum. Í 2. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar segi að hún nái ekki til samningsskilmála sem endurspegli lög. Sé það tiltekið í athugasemdum við 2. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 14/1995, en í 2. gr. sé fjallað um gildissvið 36. gr. a. - c. Tilgangur tilskipunarinnar sé að vernda neytendur í samningum við atvinnurekendur en neytendur séu almennt í veikari stöðu við gerð slíkra samninga. Í þeim tilvikum þegar reglur í landslögum ákva rði skilmála neytendasamninga beint eða óbeint sé ekki talið að neytendur séu í veikari stöðu en atvinnurekendur og í slíkum tilvikum þurfi neytendur ekki sömu vernd þar sem löggjafinn hafi þegar séð til þess að staða aðila sé jöfn. Ljóst sé að túlka beri ákvæðin þannig að 36. gr. a. - c. gildi ekki um samningsskilmála sem endurspegli lög og reglur landsréttar, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar í máli nr. 160/2015. Umrætt ákvæði skuldabréfs aðila sé í fullu samræmi við fyrirmæli 34. gr. laga um fasteignalán til neyt enda. Því sé ekki mögulegt að víkja þeim til hliðar á grundvelli meginreglu samningaréttar um ógildi ólögmætra löggerninga eða með vísan til 36. gr. a. - c. samningalaga, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 3/2021. Stefndi mótmæli því að skilmáli skuldabréfs aðila uppfylli ekki skilyrði sem leiða af 36. gr. a. - d. samningalaga um skýrleika og gagnsæi. Í 36. gr. b. sé kveðið á um að samningar sem falli undir ákvæði 36. gr. a. - d. skuli vera á skýru og skiljanlegu máli. Umræddur skilmáli skuldabréfsins sé á skýru og skiljanlegu máli og auðskiljanlegur almennum neytanda. Þá sé skýrt af ákvæði 36. gr. b. að afleiðing þess að ákvæði sé óskýrt sé ekki ógilding ákvæðisins heldur að túlka eigi samninginn neytandanum í hag. Í 36. gr. a., c. og d. sé ekki fjallað um skýrle ika og gagnsæi samninga. Ekki verði heldur unnt að byggja niðurstöðu málsins á viðauka tilskipunar 93/13/EBE enda sé listinn hvorki tæmandi né bindandi eins og fram komi í 3. mgr. 3. gr. 14 tilskipunarinnar, sbr. m.a. dóm EFTA - dómstólsins í máli nr. E - 25/13. Í öðru lagi hafi í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 14/1995 komið fram að dæmin væru að ýmsu leyti óskýr og hafi viðaukinn því ekki verið lögfestur hér á landi. Verði hins vegar talið að byggja eigi á viðaukanum geti skilmálar skuldabréfsins aldrei talist ósanngjarnir. Í j. lið 1. gr. viðaukans sé fjallað um skilmála sem heimili seljanda eða veitanda að breyta einhliða samningsskilmálum án gildrar ástæðu sem tilgreind sé í samningi. Umræddur stafliður geti ekki átt við þar sem í 2. t ölul . skuldabréf sins séu tilgreind skilyrði breytingar á útlánsvöxtum. Þá komi ákvæði j. liðar 1. gr. ekki í veg fyrir að veitandi fjármálaþjónustu áskilji sér rétt til að breyta einhliða án viðvörunar vöxtum sem neytandi skuli greiða ef fyrir því er gild ástæða, að því t ilskildu að veitandanum sé skylt að tilkynna gagnaðila um þetta við fyrsta tækifæri og að þeim síðastnefndu sé frjálst að slíta samningi án tafar. Þau skilyrði vaxtabreytinga sem talin séu upp í 2 tölul . skuldabréfsins séu allt gildar ástæður. Þá bendi ste fndi á að samkvæmt 6. tölul. skilmála skuldabréfsins sé stefnendum heimilt að standa skil á skuldbindingum sínum fyrir þann tíma sem umsaminn sé. Því geti j. liður 1. gr. viðaukans ekki átt við. Sama eigi við um i. lið enda hafi stefnendur fengið ítarlegar upplýsingar um ákvæði skuldabréfsins um vaxtabreytingar bæði í stöðluðu upplýsingaeyðublaði áður en til samningsgerðar kom og í veðskuldabréfinu. Stefndi byggir enn fremur á því að skilyrði ógildingar séu ekki fyrir hendi enda hafi stefnendur sjálf valið að taka umrætt lán hjá stefnda þrátt fyrir að hafa getað valið að taka lán hjá fjölda banka, lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum. Þá hafi þau getað valið á milli þess að taka lán með föstum eða breytilegum vöxtum. Eins og sjáist af gögnum stefnda hafi vex tir lána með föstum vöxtum verið mun hærri en vextir lána með breytilegum vöxtum, eða 3,4% í stað 4,4%. Loks hafi stefnendur getað greitt lánið upp án kostnaðar hvenær sem var. Hvað varðar efni samnings, atvik við samningsgerð, stöðu aðila og atvik sem sí ðar komu til bendir stefndi á að skuldabréfið hafi verið skýrt og stefnendur verið meðvituð um efni þess. Þau hafi fengið ítarlegar upplýsingar um skilmálana auk þess sem þau hafi áður tekið sambærilegt lán hjá stefnda og því verið meðvituð um fyrirkomulag breytilegra vaxta. Jafnvel þótt talið yrði að upplýsingagjöf hafi ekki að öllu leyti verið í samræmi við lög byggi stefndi á að skortur á veitingu lögmætra upplýsinga leiði ekki til þess að víkja eigi samningsákvæðum til hliðar á grundvelli 36. gr. samnin galaga, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 634/2012 og 638/2010. Þá ítreki stefndi 15 að Hæstiréttur hafi ekki gert kröfu til þess að upplýsingagjöf lánveitanda sé að öllu leyti í samræmi við ákvæði laga um neytendalán, heldur lagt áherslu á að lántakar hafi, sett í stöðu almenns neytanda, getað áttað sig á því sem upplýsa átti um á grundvelli laga um neytendalán með því að skoða skuldabréf og upplýsingar sem þau fengu í tengslum við lántökuna, sbr. dóm Hæstaréttar 243/2015. Stefnd i byggir á að engin rök séu til að fallast á kröfu um að samningur standi óbreyttur um annað en breytilega vexti. Í 3. mgr. 36. gr. c. samningalaga sé kveðið á um að samningur teljist ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyld na samningsaðila, neytanda í óhag. Sé slíkum skilmála vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skuli samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans. Í lögskýringargögnum komi fram með skýrum hætti að ákvæði 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar, sem innleitt hafi verið með 3. mgr., sé ósveigjanlegra en 36. gr. samningalaga. Jafnframt komi fram að ósanngirni samkvæmt ákvæðinu sé skilgreind á sérstakan hátt og þurfi að uppfylla bæði skilyrðin til þess að sk ilmáli teljist ósanngjarn. Í fyrsta lagi þurfi skilmálinn að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. Í öðru lagi þurfi skilmálinn einnig að raska til muna réttindum og skyldum samningsaðila neytanda í óhag og séu þar gerðar strangari kröfur en samkvæmt 36. gr. samningalaga. Stefnendur hafi ekki með nokkru móti sýnt fram á að framangreindum skilyrðum sé fullnægt. Stefnendur hafi haft algjört sjálfdæmi um hvort þau tækju lán hjá stefnda og hvort lánið væri með föstum eða breytilegum vöxtum. Þá hafi stefndi veitt stefnendum ítarlegar upplýsingar um skilmála lánsins og að öllu leyti komið fram á heiðarlegan og sanngjarnan hátt. Þá liggi fyrir að gegn því að vextir voru breytilegir hafi stefnendur fengið lægri vexti. Einnig hafi þau haft val um að taka lán með hærri vöxtum sem væru fastir til fimm ára eða umrætt lán með lægri vöxtum sem stefndi hafði heimild til að breyta. Stefndi bendi á að þótt vextir á láni stefnenda hafi hækkað séu þeir enn nokkuð lægri en vextir á óverðtryggðum lánum með föstum vöxtum til fimm á ra voru þegar stefnendur tóku lánið (4,4%) og mun lægri en vextir á slíkum lánum séu nú (5,5%). Vegna umfjöllunar stefnenda um ákvæði laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu bendi stefndi á að 18. gr. laganna geti ekki átt við þar sem skýrt ákvæði um upphaflega vexti sé í veðskuldabréfinu, en ekki hafi verið krafist ógildingar á því ákvæði. Þá mótmæli stefndi að það hafi nokkra þýðingu hver þróun vaxta Seðlabanka Íslands hafi verið frá því að umrætt skuldabréf var gefið út, enda sé ljóst af ákvæðum 16 sku ldabréfsins að stýrivextir Seðlabankans séu aðeins einn af mörgum þáttum sem vextir af láninu taki mið af. Engin rök séu til að fallast á kröfu um endurgreiðslu enda hafi ákvæði hins umdeilda veðskuldabréfs um breytilega vexti verið lögmætt og stefnendur ekki greitt hærri vexti en þeim bar. Komist dómurinn að því að víkja eigi til hliðar 2. tölul. skilmála skuldabréfsins byggi stefndi á að ekki séu lagaskilyrði fyrir því að fallast á kröfur stefnenda um greiðslu umræddrar fjárhæðar. Allar greiðslur hafi ve rið inntar af hendi til stefnda án fyrirvara og hafi aðilar mátt gera ráð fyrir að greiðslur vaxta væru endanlegar. Þá séu ekki uppfyllt skilyrði fyrir greiðslu umræddrar fjárhæðar á grundvelli meginreglna kröfuréttar um endurgreiðslu ofgreidds fjár eða tú lka meginregluna með hliðsjón af tilskipun 93/13/EBE. III Í máli þessu er deilt um ákvæði veðskuldabréfs sem stefnendur gáfu út til stefnda 21. janúar 2021. Lýtur deilan nánar tiltekið að því hvort skilmáli í veðskuldabréfinu um útreikning breytilegra vax ta standist ákvæði laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda og 36. , sbr. 36. gr. a. - c. , laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, eins og framangreind ákvæði ber að túlka í samræmi við tilskipanir Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17 /ESB og tilskipun ráðsins 93/13/EBE . Reisa stefnendur kröfur sínar á því að þau hafi, vegna hins meinta ólögmæta skilmála um heimild stefnda til vaxtabreytingar og vaxtahækkunar sem á þeim byggðu, greitt meira en þeim bar að greiða í vexti af láninu. Sem f yrr segir krefjast stefnendur ógildingar umrædds skilmála og þess að stefndi endurgreiði þeim það sem þau telja sig hafa ofgreitt á framangreindum grundvelli. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnenda . A. Svo sem áður er rakið sagði í 2. tölulið hins umþrætta skuldabréfs að breytingar rekstrarkostnaði, opinberum álögum og/eða öðrum ófyrirséðum kostnaði, stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, breytingum á vísitölu neysluverðs o.s.fr umrædds töluliðar reisa stefnendur í fyrsta lagi á því að skilmálinn brjóti gegn ákvæðum laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda, einkum 34. gr. laganna. Umrædd lög, sem tóku gildi 1. apríl 2017 og var ætlað að leysa af h ólmi ákvæði laga nr. 33/2013 um neytendalán að því er fasteignalán varðaði, fólu í sér innleiðingu á ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við 17 íbúðarhúsnæði. Tilskipunin var tekin upp í EES - sam ninginn með ákvörðun sameiginlegu EES - nefndarinnar 8. maí 2019 í máli nr. 125/2019, en fyrir liggur að ákvörðunin og tilskipunin sjálf varð ekki gildandi EES - réttur fyrr en 1. nóvember 2021, eða tæpu ári eftir að aðilar máls þessa undirrituðu hið umdeilda skuldabréf. Hvað sem því líður liggur fyrir, svo sem rakið er í dómi EFTA - dómstólsins 23. maí 2024, að tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 118/2016, en eins og leiðir af 9. og 13. lið formálsorða tilskipunarinnar var það undir hverju EE S - ríki komið að ákveða skilyrði fyrir útvíkkun gildissviðs ákvæða landsréttar svo að þau næðu einnig yfir lánssamninga sem féllu utan gildissviðs tilskipunarinnar. Í ljósi framangreinds, og þeirrar ákvörðunar löggjafans að gera ákvæði umræddra laga, sem fó lu í sér innleiðingu á ákvæðum nefndrar tilskipunar, að gildandi rétti hér á landi 1. apríl 2017, verður ekki fallist á þá málsástæðu stefnda, sem hreyft var við aðalmeðferð málsins, að úrlausnarefni máls þessa falli utan gildissviðs laga nr. 118/2016. Í 34. gr. laga nr. 118/2016 er að finna fyrirmæli um breytilega vexti í samningum að byggt sé á viðmiðunargengi, vísitölum eða viðmiðunarvöxtum við ákvörðun breytilegra v axta er lánveitanda aðeins heimilt að notast við viðmiðunargengi, vísitölur eða viðmiðunarvexti sem eru skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna, bæði fyrir aðila samnings og Neytendastofu. Byggist ákvörðun um breytingu á vöxtum ekki á viðmiðun argengi, vísitölum eða viðmiðunarvöxtum skal í samningi um fasteignalán Fyrri málsliður greinarinnar felur í sér innleiðingu a - liðar 24. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB. Þa r er mælt svo fyrir að allar vísitölur eða nr. 118/2016 verður hins vegar ekki fundinn staður í umræddri tilskipun. Sá málsliður byggir hins vegar á f. lið 4. mgr. 7. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán, sem fólu í sér innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2008/48/EB um lánasamninga fyrir neytendur. Segir m.a. í f. lið 10. gr. þeirrar tilskipunar, sem er nánast samhljóða f. lið 2. mgr. 7. og 2. mgr. 12. gr. laga nr. 33/2013, að lánveitandi skuli veita neytanda upplýsingar um útlánsvexti, skilyrði sem gildi um beitingu þeirra og, ef við eigi, vísitölu eða viðmiðunarve xti sem gildi um upphaflegu útlánsvextina, sem og tímabil, skilyrði og málsmeðferð við breytingu á útlánsvöxtunum. 18 Svo sem áður segir komst EFTA - dómstóllinn að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti sem aflað var undir rekstri máls þessa að það væri ósamrý manlegt 24. gr. tilskipunar 2014/17 ef skilmálar og upplýsingar sem neytanda væru veittar væru ekki formlega og málfræðilega skiljanlegar eða gerðu honum ekki kleift að skilja aðferðina sem beitt væri við ákvörðun útlánsvaxta. Hvað varðaði skilmála vaxtabr eytingaákvæðis hins umdeilda tók dómstóllinn fram að almennar vísanir til ófyrirséðrar mögulegrar hækkunar kostnaðar lánveitanda væru eðli málsins samkvæmt ósannreynanlegar fyrir hinn almenna neytanda. Með notkun slíkra skilmála væri forsjálum neytanda gert ókleift að átta sig á afleiðingum samningsskilmálans og væri líklegt að slíkir samningsskilmálar kynnu að valda umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna milli samningsað ila. Hið sama ætti við enda væri það, við fyrstu sýn, ekki gagnsætt jafnvel þótt það væri málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Loks mælti það gegn skýrleika skilmálanna sem deilt væri um að þeir hefðu Þá komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að a - liður 24. gr. tilskipunarinnar myndi glata virkni sinni ef aðrir þættir sem notaðir eru til viðbótar vísitölum eða viðmiðunarvöxtum við útreikning útlánsvaxta væru undanskildir mati á gangsæi skilmála. Kröfur um skýrleika, aðgengileika, hlutlægni og sannreynanleika, sem a - liður 24. gr. tilskipunarinnar mælti fyrir um, ættu alltaf við þegar vísitala eða viðmiðunarvextir væru notaðir til að reikna útl ánsvexti. Ekki verður dregið í efa að framangreind niðurstaða EFTA - dómstólsins, og túlkun hans á efnislegu inntaki umrædds ákvæðis eins og það ber að túlka með samræmdum hætti með hliðsjón af ákvæðum EES - réttar, samrýmist markmiðum tilskipunarinnar um auk na neytendavernd í lánssamningum um fasteignir. Þá verður ekki um það deilt að niðurstaða dómstólsins er í samræmi við það sjónarmið, sem lögfesting laga nr. 118/2016 tók mið af, þ.e. að treysta stöðu neytenda í viðskiptum vegna lántöku í tengslum við fas teignir og bæta upplýsingagjöf lánveitenda. Loks er ljóst af því sem áður greinir að fyrri málsliður 1. mgr. 34. gr. laga nr. 118/2016 er samhljóða a - lið 24. gr. tilskipunarinnar og þeim kröfum sem EFTA - dómstóllinn gerir til þess að notast megi við viðmiðu nargengi, vísitölu og viðmiðunarvexti við ákvörðun breytilegra vaxta. Fram hjá því verður hins vegar ekki litið að íslensku lögin eru frábrugðin ákvæði tilskipunarinnar að því leyti að bætt var við 1. mgr. 34. gr. laganna viðbótar málslið sem fjallar um þá aðstöðu sérstaklega þegar vaxtabreyting bygg ir ekki á viðmiðunargengi, 19 vísitölum eða viðmiðunarvöxtum. Kveður seinni málsliður málsgreinarinnar á um að í slíkum tilvikum skuli einungis upplýsa um skilyrði og málsmeðferð ákvörðunar um breytilega vexti. Ákv æði 1. mgr. 34. gr. laganna gerir þannig ráð fyrir því með skýrum og afdráttarlausum hætti að aðilar að lánssamningi um fasteignir geti miðað við annað en fyrrgreinda þætti fyrri málsliðar ákvæðisins við ákvörðun um breytilega vexti. Sagði raunar í athugas emdum me ð frumvarpi til laganna að ákvæðið kæmi ekki í veg fyrir að lánveitendur g ætu kveðið á um í samningi um fasteignalán að breyting á vöxtum væri ákveðin af lánveitanda með hliðsjón t.d. af fjármögnunarkostnaði eða rekstrarkostnaði. Væri vaxtabreyting byggð á slíkum viðmiðum b æri lánveitanda að taka það skýrlega fram og útskýra við hvaða aðstæður vextir k ynnu að breytast. Loks var í athugasemdum við 35. gr. laganna, sem fjallar um upplýsingar til neytenda um breytingar á útlánsvöxtum, að fyrirmæli þeir rar greinar um upplýsingar sem lánveitanda bæri að veita ættu ekki við ef ákvörðun um breytingu á vöxtum byggði á öðrum þættum en breytingu á viðmiðunargengi, viðmiðunarvöxtum eða vísitölum. Verður af þessu skýrlega ráðið að gengið hafi verið út frá að aðr ir mælikvarðar við vaxtabreytingar gætu gilt og að sömum kröfur giltu þá ekki að öllu leyti varðandi upplýsingagjöf til neytanda. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið skal skýra lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræm is við EES - samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Svo sem Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað bent á tekur slík lögskýring til þess að orðum íslenskra laga verði svo sem framast er unnt gefin merking sem rúmast innan þeirra og næst kemst því að svara t il sameiginlegra reglna sem gilda eiga á Evrópska efnahagssvæðinu. Séu lög orðuð á sama veg og í EES - reglum verður þannig að ganga út frá því, í samræmi við þá rótgrónu lögskýringarreglu að lög skuli túlkuð til samræmis við þjóðréttarlegar skuldbindingar, að þau hafi sama efnislega inntak og þær reglur sem þeim er ætlað að innleiða. Slík lögskýring getur á hinn bóginn ekki leitt til þess að litið verði fram hjá orðalagi íslenskra laga sem eru ósambærileg, sbr. m.a. dóma Hæstaréttar 24. janúar 2013 í máli nr . 10/2013, 28. febrúar 2024 í máli nr. 24/2023 og 15. maí 2024 í máli nr. 52/2023. Eins og rakið hefur verið er gert ráð fyrir því í síðari málslið 1. mgr. 34. gr. laga nr. 118/2016 að ákvörðun um vaxtabreytingar geti byggt á öðrum þáttum en viðmiðunargeng i, vísitölum eða viðmiðunarvöxtum. Verður málsgreinin ekki skilin öðruvísi en svo að þá gildi ekki með sama hætti kröfur fyrri málsliðarins um skýrleika, hlutlægni og sannreynanleika. Verður síðari málsliðnum þannig ekki gefin sú efnislega 20 merking sem leið ir af 24. gr. tilskipunarinnar og túlkun EFTA - dómstólsins á inntaki hennar andstætt skýru orðalagi íslenska ákvæðisins. Getur engu breytt í því sambandi þótt fyrir liggi það mat EFTA - dómstólsins að túlka verði 24. gr. tilskipunar nr. 2014/17/ESB til samræm is við gagnsæiskröfu tilskipunar nr. 93/13, eða sú niðurstaða dómstólsins, að notkun annarra þátta en þeirra sem áður voru nefndir við ákvörðun vaxtabreytinga geti leitt til þess að regla 24. gr. tilskipunarinnar missi gildi sitt. Lögskýring sem fellir all a lánssamninga undir skilyrði fyrri málsliðar 1. mgr. 34. gr. rúmast enda ekki innan ótvíræðs orðalags síðari málsliðar 34. gr. laga nr. 118/2016. Sem fyrr segir var við það miðað í hinu umdeilda skuldabréfi að vaxtabreytingar tækju meðal annars mið af br eytingum á fjármögnunarkostnaði stefnda, rekstrarkostnaði, opinberum álögum og/eða öðrum ófyrirséðum kostnaði, stýrivöxtum Seðlabanka Íslands og breytingum á vísitölu neysluverðs. Þó fallast beri á það með stefnendum að umræddir þættir séu um margt almennt orðaðir, og skilmáli bréfsins að því leyti ekki til þess fallin að stuðla að fyrirsjáanleika og skýrleika, gerðu ákvæði laga nr. 118/2016 samkvæmt framansögðu ráð fyrir því að miða mætti við slíka þætti. Þ ar sem lögin mæltu fyrir um heimild til einhliða v axtabreytinga sem miðuðu við annað en vísitölu, viðmiðunargengi eða viðmiðunarvexti var veitt svigrúm fyrir skilmálum sem væru ekki að öllu leyti sannreynanlegir og fyrirsjáanlegir gagnvart neytanda. Samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 34. gr. fyrrgreindra laga varð stefndi að upplýsa um skilyrði og málsmeðferð við breytingu á vöxtum sem ekki féllu undir fyrri málsliðinn. Svo sem rakið var í kafla I að ofan sagði í 2. tölulið skilmála skuldabréfsins að ákvarða nir um vaxtabreytingar væru teknar af fagnefnd innan bankans í umboði yfirstjórnar og myndi nefndin einkum skoða þróun á þeim kostnaðarþáttum sem að framan væru taldir og meta hvort breytingar á þeim gæfu tilefni til breytinga á útlánsvöxtum. Hlutfall fram angreindra þátta í ákvörðun breytingar á vöxtum væri breytilegt og réðist m.a. af ákvörðunum opinberra aðila og markaðsaðstæðum hverju sinni, en allir þessir þættir væru metnir saman og/eða hver um sig. Í skilmálanum kom einnig fram að tilkynna skyldi um b reytingar á útlánsvöxtum af völdum breytinga á viðmiðunargengi, viðmiðunarvöxtum eða vísitölum með tilvísun til vaxtatöflu Íslandsbanka hf. sem aðgengileg væri á vef bankans og/eða í netbanka útefanda, en að upplýsa mætti um breytingar á vöxtum af öðrum ás tæðum með tilkynningu sem birt væri með sama hætti með 30 daga fyrirvara. Vaxtatöflu skyldi breytt a.m.k. 20 dögum fyrir gjalddaga lánsins. 21 Að mati dómsins var með þessu mælt fyrir um skilyrði og málsmeðferð breytingu á vöxtum í skuldabréfi aðilanna og vo ru þættirnir, sem stefndi mátti taka mið af við þær breytingar, í samræmi við heimild síðari málsliðar 1. mgr. 34. gr. laganna. Af framangreindu leiðir enn fremur að stefndi verður ekki talinn hafa gerst brotlegur við 12. g r. laga nr. 118/2016, en í ákvæði nu segir m.a. að lánveitandi skuli tryggja að neytandi hafi ávallt aðgang að skýrum og skiljanlegum almennum upplýsingum um lánaframboð, þar á meðal um tegundir útlánsvaxta ásamt skýringardæmi og stuttri lýsingu á einkennum fastra og breytilegra vaxta, þýð ingu þeirra fyrir neytanda og skilyrði og málsmeðferð við breytingu á vöxtum. Byggir ákvæðið á 13. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB þar sem mælt er fyrir um að aðildarríki skuli tryggja að skýrar og skiljanlegar almennar upplýsingar um lánasamninga séu ávallt tiltækar hjá lánveitendum, m.a. að því er varðar tegundir útlánsvaxta og stutta lýsingu á einkennum fastra og breytilegra vaxta og þýðingu þeirra fyrir neytenda. Meðal gagna málsins er lánsumsókn stefnenda, en af henni og gögnum s em henni fylgdi verður ráðið að stefnendur hafi verið upplýst um greiðsluáætlun samkvæmt skuldabréfinu og verið kynnt helstu eiginleikar lánsins. Þá voru stefnendum veittar upplýsingar og dæmi um áhrif verðlags og breytilegra vaxta á höfuðstól og greiðslub yrði lána, þróun höfuðstóls og mánaðarlegrar greiðslu óverðtryggðra og verðtryggðra jafngreiðslulána ásamt þróun verðlags og ráðstöfunartekna. Verður af þessu ráðið að stefndi hafi við lánveitinguna uppfyllt skilyrði 12. og 16. gr. fyrrgreindra laga auk þe ss sem stefnendur hafa ekki mótmælt því að hafa móttekið yfirlit stefnda um þróun breytilegra vaxta á húsnæðislánum, sbr. 14. gr. laganna. Samkvæmt framangreindu verður ekki fallist á það með stefnendum að skilmáli stefnda hafi verið í ósamræmi við ákvæði laga nr. 118/2016. B. Stefnendur byggja ógildingarkröfu sína einnig á 36. og 36. gr. a. - c. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, en með síðarnefndu greininni var innleidd í íslenskan rétt 6. gr. tilskipunar 93/13/EBE um ósanngjarna og óréttmæta skilmála í neytendasamningum. Segir þar að aðildarríkin skuli mæla svo fyrir um að óréttmætir skilmálar í samningi við neytanda séu ekki samkvæmt landslögum bindandi fyrir neytendur. Í viðauka með umræddri tilskipun eru dæmi um skilmála sem t eljast óréttmætir, en þar er m.a. fjallað um það í j. lið 1. gr. að undir þá falli skilmálar sem heimila lánveitanda að breyta einhliða samningsskilmálum án gildrar ástæðu sem 22 tilgreind sé í samningi. Segir og í b. lið 2. gr. viðaukans að j. liðurinn komi ekki í veg fyrir að veitandi fjármálaþjónustu áskilji sér rétt til þess að breyta vöxtum einhliða sé fyrir því gild ástæða. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar gildir hún meðal annars ekki um skilmála sem endurspegla lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Af a ðfararorðum tilskipunarinnar verður ráðið að þessi takmörkun grundvallist á því að ganga megi út frá því að lög og stjórnvaldsfyrirmæli sem ákvarði skilmála neytendasamninga feli í sér sanngjarnt jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila og þannig e kki óréttmæta skilmála í skilningi tilskipunarinnar. Umrædd takmörkun á gildissviði tilskipunarinnar hefur í dómaframkvæmd verið skýrð svo að hún taki ekki til atriða í lánssamningi sem aðilum er frjálst að semja um, sbr. dóm Hæstaréttar 13. maí 2015 í mál i nr. 160/2015 og dóm EFTA - dómstólsins 28. ágúst 2014 í máli nr. E - 25/13. Með öðrum orðum er gildissviðið einungis takmarkað þegar ákvæði samnings eru ekki á forræði málsaðila heldur háð laga - eða reglugerðarfyrirmælum og þannig í reynd óumsemjanleg. Með v ísan til þessa, og þar sem hinn umdeildi skilmáli skuldabréfs aðila var að öllu leyti háður ákvörðun þeirra við samningsgerðina, verður ekki fallist á það með stefnda að úrlausnarefni málsins falli utan gildissviðs ákvæða 36. gr. a. - d. laga nr. 7/1936. Sa mkvæmt 36. gr. b. laga nr. 7/1936 skal skriflegur samningur, sem atvinnurekandi gefur neytanda kost á, vera á skýru og skiljanlegu máli. Komi upp vafi um merkingu samnings sem nefndur er í 1. mgr. 36. gr. a. skal túlka saminginn neytandanum í hag. Í 2. mgr . 36. gr. c. er kveðið á um að við mat á því hvort samningur teljist ósanngjarn skuli líta til atriða og atvika sem nefnd séu í 2. mgr. 36. gr. laganna og t aka tillit til síðari atvika neytanda í óhag. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar telst samningur ósanngja rn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila neytanda í óhag. Sé slíkum skilmála vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án b reytinga verði hann efndur án skilmálans. Segir í fyrrnefndri 2. mgr. 36. gr. að við mat samkvæmt 1. mgr. greinarinnar skuli líta til efnis samnings, stöðu samningaðila, atvika við samningsgerð og atvika sem síðar hafi komið til. Í ráðgefandi áliti EFTA - dómstólsins, sem aflað var undir rekstri málsins, kemur fram það mat dómstólsins á skilmála umrædds skuldabréfs að hann beri ekki með sér að uppfylla kröfur um góða trú, jafnvægi og gagnsæi sem mælt sé fyrir um í tilskipun 93/13. Það sé landsdómstóls, með hliðsjón af málavöxtum og þeim viðmiðum sem komi fram í 23 1. mgr. 3. gr. og 5. gr. tilskipunarinnar, að ganga úr skugga um hvort slíkur skilmáli uppfylli kröfur um góða trú, jafnvægi og gagnsæi. Skilmálinn verði að teljast óréttmætur samkvæmt 1. mgr. 3. gr. valdi hann umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna milli samningsaðila samkvæmt samningnum neytanda til tjóns. Það sé landsdómstóls að skera úr um hvort svo sé. Við mat á þýðingu 36. gr. b. - c. laga nr. 7/1936 fyrir mál þetta verður að horfa til þess meðal annars hvort skuldabréfið hafi verið á skýru og skiljanlegu máli og hvort sanngirnismat leiði til þess að hann teljist stríða gegn góðum viðskiptaháttum og raska til muna réttind um og skyldum neytanda í óhag. Eins og ítrekað hefur verið slegið föstu í dómaframkvæmd verður fyrrgreindur viðauki við tilskipun 93/13/EBE ekki lagður til grundvallar án tillits til orðalags íslensku laganna, enda hefur viðaukinn ekki verið leiddur í lög og því ekki bindandi að landsrétti, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar 13. maí 2015 í máli nr. 160/2015. Það breytir því hins vegar ekki að taka má mið af þeim sjónarmiðum sem búa að baki viðaukanum að því marki sem þau fara ekki beinlínis gegn íslenskum lögum auk þess sem líta ber til þeirra sjónarmiða sem EFTA - dómstóllinn hefur sett fram um gagnsæi og jafnvægi milli réttinda og skyldna. Við úrlausn um málsástæður stefnenda sem lúta að gildi skuldabréfsins er þess að gæta að 2. töluliður skuldabréfsins var samkvæm t framansögðu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 34. laga nr. 118/2016 sem heimilaði lánssamninga á borð við þá sem stefnendur undirgengust. Stefnendur gátu valið úr fjölda lánategunda og voru upplýstir um lánaframboð stefnda og ólíkar áhættur milli lánategun da en völdu þrátt fyrir það skuldabréf þar sem stefndi áskildi sér víðtæka heimild til að breyta vöxtum með einhliða ákvörðun við nánar tilgreindar aðstæður. Að mati dómsins mátti stefnendum vera ljós sú áhætta sem þau tóku með því að undirgangast skyldu til greiðslu vaxta sem háðir voru einhliða ákvörðun stefnda á grunni óljósra viðmiða á borð við rekstrarkostnað bankans og verður ekki séð að við þá ákvörðun hafi jafnvægi samningsaðila verið raskað til muna. Stefnendur hafa ekki mótmælt því að hafa haft u ndir höndum lánaskjöl stefnda, þar sem veittar voru upplýsingar um þróun breytilegra vaxta, áhrif vaxtabreytinga á greiðslur af lánum, dæmi um breytingar á greiðslubyrði óverðtryggðra lána, mismunandi áhættur ólíkra lánategunda og upplýsingar um þróun verð lags og ráðstöfunartekna. Liggur enn fremur fyrir að stefnendum var heimilt að greiða lánið upp á hvaða tíma sem var. Um efni skuldbindingarinnar verður einnig að líta til þess að með skuldabréfinu fengu stefnendur lægri vexti en annars stóðu til boða en t óku á sig áhættu af einhliða 24 vaxtabreytingum stefnda. Fyrir liggur einnig, eins og dómkröfur stefnenda bera með sér, að á því tímabili sem krafa þeirra tekur til telja þau sig hafa greitt 84.418 krónum of mikið miðað við 3,4% vexti sem þeir áttu upphaflega að greiða áður en stefndi breytti vöxtum. Verður ekki séð að hagsmunum stefnenda hafi þannig verið raskað til muna með fyrirliggjandi skilmálum. Á sama tíma er ómótmælt af hálfu stefnenda að upphaflegir vextir bréfsins hefðu í öllum tilvikum verið hærri h efði skuldabréf með föstum vöxtum orðið fyrir valinu. Loks verður ekki fram hjá því litið, eins og bent er á af hálfu stefnda, að ekki verður annað séð en að breytingar á vöxtum hafi a.m.k. ekki vikið í verulegum atriðum frá breytingum á stýrivöxtum Seðlab anka Íslands á sama tímabili. Það er meginregla samningaréttar að samninga beri að halda og einungis í undantekningartilvikum sem gildum samningi verður vikið til hliðar. Í ljósi alls framangreinds er það mat dómsins að skilmáli stefnda hafi ekki skort sk ýrleika eða raskað til muna jafnvægi í samningssambandi aðila. Koma ákvæði 36. gr. a. - c. laga 7/1936 því ekki til álita eins og hér háttar til. Ákvæði 36. laganna getur ekki heldur leitt til þess að kröfur stefnenda nái fram að ganga. Við það mat er í megi natriðum til sömu þátta og áður greinir að líta en auk þess bent á að þótt aðstöðumunur hafi verið milli stefnenda og stefnda getur það eitt ekki ráðið úrslitum enda leiðir heildarmat á framangreindum atriðum, og atvikum eins og þau horfa við í máli þessu, til þess að ekki verður talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera fyrir sig hinn umdeilda skilmála. Verður stefndi samkvæmt því sýknaður af öllum kröfum stefnenda í málinu. Af hálfu beggja aðila hefur verið fallið frá kröfu um málskostnað og verður hann því ekki dæmdur. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dóms orð : Stefndi, Íslandsbanki hf., er sýkn af kröfum stefnenda, Elvu D aggar Sverrisdóttur og Ó lafs Viggó s Sigurðssonar. Málskostnaður milli aðila fellur niður. Halldóra Þorsteinsdóttir Rétt endurrit staðfestir Héraðsdómur Reykjaness 12.11.2024