Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 10. febrúar 2022 Mál nr. E - 6732/2020: Menntasjóður námsmanna (Stefán A Svensson lögmaður) gegn C , H , J og P , (Ragnar H. Hall lögmaður) D , E , F , G , I , L , M , N , O , Q , S , T , U , V , W , X , og Y (Lúðvík Bergvinsson lögmaður) R , B og K (Jón Magnússon lögmaður) 2 Dómur Stefnandi, Lánasjóður íslenskra námsmanna, sem ber nú heitið Menntasjóður námsmanna, Borgartúni 21, Reykjavík, höfðaði mál þetta með stefnu sem gefin var út 27. maí 2020 og þingfest 15. október 2020, á hendur stefndu en stefna málsins var birt fyrir stefnd u á mismunandi tímum í júní, júlí, ágúst og september 2020. Málið var tekið til dóms 1. febrúar 2022. Stefndu eru R , B , K , C , H , J , P , D , E , F , G , I , L , M , N , O , Q , S , T , U , V , W , X og Y . Dómkröfur stefnanda eru að stefnda, B , verði dæmd til að greiða 1.193.660 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. febrúar 2020 til greiðsludags. Þá er þess krafist að R , C , H , J , P , D , E , F , G , I , L , M , N , O , Q , S , T , U , V , W , X , Y og K greiði 1.146.371 krónu af heildarkröfu stefnanda óskipt með stefndu B ásamt dráttarvöxtum af 1.065.344 krónum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. febrúar 2020 til greiðsludags. Stefnda B heldur ekki upp i vörnum í málinu. Aðrir stefndu krefjast sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Dómari tók við meðferð málsins 14. janúar 2021 en hafði fram að þeim tíma engin afskipti haft af meðferð þess. Mál satvik Stefnda, B , gaf út skuldabréf vegna námslán s á árinu 2002 sem hún tók hjá stefnanda sem þá bar heitið Lánasjóður íslenskra námsmanna . Skuldabréfið gaf hún út 16. júlí 2002 og fékk það númerið [1] . Um verðtryggt lán var að ræða sem bar að hefja endurgreiðslu á tveimur árum eftir námslok stefndu. Er skuldabréfið va r fyllt út hvað fjárhæð varðaði, nam lánsfjárhæðin 470.621 krónu, en jafnframt var árituð sem grunnvísitala neysluverðs á skuldabréfið 221,9 stig sem gilti vegna maímánaðar 2002 en þá mun stefnda hafa lokið námi eftir því sem fram kom af hálfu stefnanda vi ð málflutning . Samkvæmt skuldabréfinu tókst Þ , sem fædd var 1916, á hendur sjálfskuldarábyrgð á láninu fyrir fjárhæð allt að 500.000 krónum auk vaxta, áfallandi kostnaðar og verðbóta , með áritaðri grunnvísitölu 209,4 stig sem gilti vegna maímánaðar 2001, e r lánveiting til stefndu B mun hafa verið afráðin . S kuldabréfið var annars vegar vottað af tveimur vitundarvottum, Æ og Ö varðandi undirritun stefndu B og hins vegar Æ og Z hvað undirritun Þ snerti. Upplýst er að 3 vitundarvottarnir voru ekki viðstaddir þegar Þ ritaði undir skuldabréfið sem ábyrgðarmaður og hvorugur þeirra þekkti neitt til hennar. Æ bar um það fyrir dómi að stefnda B hefði komið á þar sem þeir Ö hefðu starfað en hún hafði einnig unnið þar um tíma og því kunnug þeim. Hún hafi falast eftir því að þeir rituðu á skuldabréfið sem vitundar vottar. Æ kvað þá hafa gert það af greiðasemi við stefndu. H inn votturinn að nafnritun Þ , Z , kannaðist við undirskrift sína en m innt ist þess ekki að hafa vottað skuldabréfið og kunni hvorki deili á hinum vottunum né Þ en bar um fyrir dómi að kunningsskapur hafi verið með henni og stefnd u B á æskuárum og þær hefð u umgengist á þeim tíma sem ritað var undir skuldabréfið . Þ lést 3. septem ber 2004 og var dánarbú hennar tekið til einkaskipta sem lauk 22. desember 2004 með því að erfingjar hennar, sem stefnt er í máli þessu ásamt stefndu B , tókust á hendur óskipta ábyrgð á skuldbindingum hinnar látnu. Þ átti ekki skylduerfingja en stefndu mun u hafa verið lögerfingjar hennar og skylduerfingjar eiginmanns hennar sem hún sat í óskiptu búi eftir . Stefnandi byggir á því að nefnd ábyrgð taki til sjálfskuldarábyrgðar Þ á fyrrnefndu skuldabréfi. Stefnda B hafði áður fengið námslán hjá stefnanda og gef ið út skuldabréf n úmer [2] af því tilefni. Bróðir hennar ábyrgðist það skuldabréf með sjálfskuldarábyrgð og foreldar hennar árituðu skuldabréfið sem vitundarvottar. Í samræmi við reglur stefnanda var skuld samkvæmt þessu síðarnefnda skuldabréfi innheimt fyrst. Skuld samkvæmt því skuldabréfi sem dómsmál þetta lýtur að kom því ekki til innheimtu fyrr en við gjaldfellingu eldra skuldabréfsins vegna vanskila. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum voru afborganir greiddar af eldra skuldabréfinu til og með gjalddaga 1. mars 2008. Í kjölfar þess munu afborganir hafa verið frystar vegna greiðsluaðlögunar frá 1. september 2008 til 28. apríl 2017. Síðan hafi afborganir verið greiddar til og með gjalddaga 1. mars 2018 en bókað er að sú greiðsla hafi verið greidd 12. september 2018. Gjalddagi 1. september 2018 mun ekki hafa verið greiddur og lánið gjaldfellt miðað við þann dag . Vegna þessara vanskila á eldra skuldabréfi var skuld samkvæmt því skuldabréfi sem er til umfjöl lunar í máli þessu, [1] , gjaldfelld 24. janúar 2020. Þá stóð skuldin samkvæmt því skuldabréfi í 1.193.660 krónum sem er stefnufjárhæð málsins gagnvart stefndu B . Sú fjárhæð mun vera fundin með því að framreikna skuldabréfið miðað við vísitölu 472,8 auk 1% vaxta sem hafi verið þau vaxtakjör sem lánveitingunni fylgdu. Gagnvart öðrum stefndu nemur stefnufjárhæðin 1.146.370 krónum sem er uppreiknuð hámarksfjárhæð 4 ábyrgðarinnar sem byggt er á af hálfu stefnanda að aðrir stefndu hafi yfirtekið við skipti á dánarb úi Þ . Hvað varðar nánari tildrög málshöfðunar stefnanda á hendur stefndu er þess fyrst að geta að 2. apríl 2009 setti Alþingi lög nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn. Lög þessi taka samkvæmt 2. gr. til lánveitinga stefnanda. Í d - lið 1. mgr. 7. gr. laganna er kveði ð á um að senda beri eftir hver áramót skriflega tilkynningu með upplýsingum um stöðu láns sem ábyrgð stendur fyrir og yfirlit yfir ábyrgðir . Brygði þar út af gæti þ að meðal annars leitt til þess samkvæmt 2. mgr. 7. gr. að ábyrgða r maður yrði skaðlaus af vanrækslu tilkynningarskyldunnar eða laus allra mála ef vanrækslan væri veruleg. Fyrir liggur að stefnandi fékk upplýsingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 17. nóvember 2014 um erfingja Þ . Jafnframt liggja frammi afrit bréfa stefnanda t il stefndu dagsett 17. febrúar 2015 sem mótmælt er af hálfu stefndu að hafi borist þeim . Í þeim bréfum er rakið að stefndu sem erfingjar Þ hefðu tekið ábyrgð á skuldbindingum hennar, þar með talið vegna ábyrgðar gagnvart stefnanda vegna námsláns stefndu B . Tekið var fram hver fjárhæð ábyrgðarinnar væri og að lánið væri í skilum og ábyrgðin því ekki orðin virk . Fram kom í bréfinu að r étt þætti að benda á að kæmi til vanskila myndi krafa vegna ábyrgðarskuldbindingarinnar beinast að stefndu. Vakin var athygli á að lántaki gæti óska ð eftir að skipt yrði um ábyrgðarmann að því gefnu að lánið væri í skilum. Þá eru fyrirliggjandi bréf stefnanda til stefndu dagsett 17. febrúar 2017 og 3. febrúar 2018 sem eru nánast samhljóða. Í þeim bréfum kemur fram að með vísan til laga um ábyrgðarmenn sé sent yfirlit yfir skuld samkvæmt skuldabréfi [1] og var t ilgrein t í bréfinu frá 2017 að staða ábyrgðar væri 983.842 krónur en í bréfinu frá 2018 kom uppfærð fjárhæð fram og að sta ða lánsins væri Í skilum . Í báðum bréf unum voru skilgreindar þrenns konar skýringar á stöðu láns ef við ætti eins og það var orðað. Opið lán sem táknaði að innheimta væri ekki hafin, Í skilum en bíður innheimtu , sem táknaði að lánið væri komið í innheimtu en biði þess að önnur lán í innheimtu greiddust upp og loks Uppgreitt sem táknaði að eftirstöðvar lánsins hefðu verið greiddar upp. Sérstök athugasemd var neðst í bréfunum svohljóðandi: Frysting á afborgunum vegna greiðsluaðlögunar frá 01.09.2008 til 28.04 .2017, lán [1] . Stefndu , öðrum en B , voru einnig send bréf 2. febrúar 2019 sama efnis og fyrr en með þeirri breytingu að ekki var vikið að frystingu afborgana og í skýringartexta við stöðu var ritað Í skilum, en annað 5 lán í vanskilum. Öllum stefndu var sen t samhljóða bréf dagsett 4. febrúar 2020 þar sem einnig var tekið fram Í skilum, en annað lán í vanskilum. Fyrir liggur að stefnd i H gerði athugasemd 22. febrúar 2017 við bréf stefnanda frá 17. sama mánaðar þar sem fram kom að hann væri í ábyrgð fyrir stefndu B sem skuldara þar sem hann hefði verið meðal erfingja Þ . Mótmælti hann því að áður hefði komið fram að Þ hefði verið ábyrgðarmaður á námsláni og vakti athygli á að 13 ár væru liðin frá andláti hennar og dánarbússkiptum. Þá gerði hann athugasemd við að stefnandi hefði ekki fylgt lagafyrirmælum laga um ábyrgðarmenn og látið undi r höfuð leggjast að senda upplýsingar um stöðu láns. Mótmælti H fyrir sína hönd og annarra erfingja að þau tækju ábyrgð á téðri skuldbindingu. Samk væmt gögnum málsins barst stefndu B bréf dagsett 15. nóvember 2019 þar sem greint var frá því að vegna verulegra vanskila eldra námsláns stefndu , sem búið væri að gjaldfella , væri fyrirhug a ð að gjaldfell a skuldabréf númer [1] sem málsókn stefnanda lýtur að . Skorað var á stefndu B að hafa samband við lögmann stefn an da til að ganga frá máli þessu, eins og komist var að orði, að viðl ö g ð um frekari innheimtuaðgerðum. Öðrum stefndu , sem erfingjum Þ , bárust einnig á sama tíma bréf sem fólu í sér tilkynningu um fyr irhugaða gjaldfellingu á sama grundvelli og byggt hafði verið á gagnvart stefndu B . Stefndu B var sent bréf af hálfu stefnanda 24. janúar 2020 sem bar yfirskriftina Tilkynning um gjaldfellingu . Þar kom fram að vegna verulegra vanskila annars láns stefndu h já stefnanda , sem hafi verið gjaldfellt miðað við 1. september 2018 , væri námslán stefndu auðkennt [1] gjaldfellt enda heimild til slíks þegar vanskil verði á eldra R - láni eins og það var orðað. Skorað var á stefndu að ganga frá máli þessu innan 15 daga ella yrði kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum fram haldið. Fyrir liggur í málinu samhljóða bréf sem stílað er á stefndu C og þess getið að afrit væri sent á stefndu B og samrit á aðra stefndu. Það bréf er hins vegar dagsett 15. nóvember 2019 . Eins og áður er rakið bárust stefndu, öðrum en B , bréf frá stefnanda dagsett 4. febrúar 2020 þar sem þeim var með vísan til laga um ábyrgðarmenn sent yfirlit yfir skuld samkvæmt skuldabréfi sem auðkennt var [1] og var staða lánsins skilgreind sem Í skilum, en annað lán í vanskilum . Fyrir dómi var fjallað um það af hálfu stefnanda að bréf þetta fæli í sér óhep pilegt ósam r æmi og sú skýring gefin að um hefði verið að ræða vélræna útskrift bréfa til allra ábyrgðarmanna hjá stefnanda . 6 Af hálfu stefnanda var efnt til málsóknar þessarar á þeim grunni að innheimtutilraunir hefðu reynst árangurslausar. Stefna málsins v ar gefin út 29. maí 2020 sem ráðgert var að yrði þingfest 15. október 2020 . Stefndu , H , P , J og C , komu á framfæri kæru til lögreglu 18. júní 2020 þar sem byggt var á því að stefnda B hefði brotið gegn 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa staðið að heimild arlausri ritun nafns Þ þar sem nafnritunin sem geti að líta á skuldabréfinu sé ólík rithönd Þ heitinnar. Fram kom við rannsókn lögreglu , sem síðar var staðfest fyrir dómi , að vitundarvottarnir sem á skjalið rituðu þekktu hvorki Þ né hvor annan og voru ekki viðstaddir undirritun Þ . Þá bar móðir stefndu B um það fyrir lögreglu að hafa farið með dóttur sinni til Þ og borið upp ósk um að hún ábyrgðist skuldabréfið se m Þ hafi tekið vel í og undirritað skjalið. Þaðan hafi þær mæðgur haldið á þar sem ste fnda B h ef ði unnið og fengið fólk sem þar var statt til að votta undirskriftir stefndu B og Þ þar sem að hún hefði talið að hún sem móðir stefndu mætti ekki votta und irritun dóttur sinnar . Móðir stefndu kom ekki fyrir dóm. Fyrir liggur að tveir samstarfsmenn stefndu B vottuðu undirritun hennar . A nnar þeirra og kunningjakona hennar vottuðu undirritun Þ og gáfu bæði skýrslu fyrir dómi . Samstarfsmaður stefndu B rakti tildrög þess að hún hefði komið á vinnustað hans til að biðja hann um að votta skuldabréfið sem þegar bar áritun Þ . H inn votturinn rak ekki minni til þess á neinn hátt hvernig það hafi borið til að hún ritaði sem vottur á skuldabréfið en kannaðist við und irritun sína. Lögregla tilkynnti 15. desember 2020 að rannsókn málsins hefði verið hætt með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Kærendur kærðu þá ákvörðun til ríkissak s óknara sem staðfesti þá niðurstöðu. Í málinu liggja fyrir læ knisfræðileg gögn um að stefnda B hafi átt við veikindi að stríða frá árinu 2014 en alvarlegur sjúkdómur sem hún þjáist af hafi haft mikil áhrif á líf hennar og lífsgæði þannig að hún nýtur nú fullra örorkubóta vegna heilsubrests. Sótt var um að skuldir st efndu yrðu felldar niður hjá stef nanda með vísan til þessa varanlega heilsubrests . Fyrir dómi lágu ekki fyrir upplýsingar um það á hvern hátt stefnandi brást við þessu erindi en af hálfu stefnanda var vísað til þess að ekki væri haldið uppi vörnum af hennar hálfu í málinu og málatilbúnaði stefnanda því ekki andmælt. Tekið var til varna af hálfu allra stefndu annarra en stefndu B . S tefndu , H , P , J og C , kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi á þeim grunni að stefnanda brysti aðildarhæfi. Leyst var úr þeim þætti málsins með úrskurði sem kveðinn var upp 15. september 2021 og kröfu um að málinu yrði vísað frá dómi hafnað . 7 Æ og Z gáfu skýrslu fyrir dómi sem vitni. Málsástæður stefnanda Málshöfðun stefnanda byggir á XVII . kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála gagnvart stefndu B og áréttað að taka beri til greina kröfur stefnanda gagnvart hennar í ljósi þess að hún héldi ekki uppi vörnum. Því var lýst yfir að gagnvart öðrum stefndu væri ekki byggt á XVII. kafla laga u m meðferð einkamála. Skuld samkvæmt skuldabréfi því sem málsókn stefnanda lýtur að hafi verið gjaldfelld vegna vanskila stefndu B á fjárskuldbindingum hennar sem byggi á lögum nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna með síðari breytingum sem og viðeiga ndi reglugerðum og úthlutunarreglum sem settar séu á grundvelli laganna. Byggt væri í þeim efnum einnig á almennum reglum kröfu - og samningaréttar um greiðslu fjárskuldbindinga. Greiðsluskyldu annarra stefndu til grundvallar liggi yfirlýsing þeirra er lút i að ábyrgð á skuldbindingum Þ sem þau hafi undirritað í aðdraganda þess að þeim var veitt leyfi til einkaskipta á dánarbúi Þ í samræmi við 97. gr. laga nr. 20/1991 um skipti dánarbúa o.fl. Fyrir liggi ótvírætt að við þær aðstæður leiki ekki vafi á greiðsluskyldu stefndu eins og dómstólar hafi áður slegið föstu í sambærilegum tilvikum . Þá sé því mótmælt sem ósönnuðu að nafn Þ hafi verið falsað á skuldabréfi ð en með vísan til niðurstöðu lögre glurannsóknar séu engar forsendur til að leggja sönnunarbyrði á stefnanda hvað það varðar enda sé það stefndu að sanna eigin staðhæfingu um fölsun sem þeim hafi ekki tekist. Bent var á að annar vottanna hefði kannast við undirritun sína fyrir dómi en ekker t munað hvernig staðið hefði verið að vottuninni sem væri ekki skrítið í ljósi þess að liðin væru tuttugu ár . Þá leiki ekki vafi á gjaldfellingarheimild stefnanda þegar um vanskil á eldra skuldabréfi er til að dreifa eins og í þessu máli en sambærilegar gj aldfelling ar hafi þegar komið til kasta dómstóla eins og dómur Hæstaréttar í máli nr. 372/2017 frá 2. nóvember 2017 beri með sér . Stefnanda hafi bæði verið rétt og skylt að gjaldfella skuldabréfið þegar fyrir lá að eldri skuld væri öll í gjalddaga fallinn vegna vanskila , með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 492/2018 frá 1. nóvember 2018 . Því sé einnig mótmælt af hálfu stefnanda að tilkynningarskylda samkvæmt 7. gr. laga um ábyrgðarmenn hafi verið vanrækt svo verulega að forsendur séu til að fella ábyrg ð stefndu niður. Þvert á móti hafi þeim verið gefin n kostur á að bregðast við fyrirhugaðri 8 gjaldfellingu skuldabréfsins með bréfi dagsettu 15. nóvember 2019 sem ekki hafi verið brugðist við af þeirra hálfu þannig að aðstæður væru sambærilegar því sem reynt hefði á í dómi Hæstaréttar í máli nr. 196/2015 frá 29. október 2015 . Að mati stefnanda séu engar forsendur til að fallast á að skilyrði séu til að fella ábyrgð stefndu niður á grundvelli 33. og 36. gr. lag a nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Stefnandi hafi staðið að innheimtu þessarar skuldar svo sem tíðkanlegt sé og í fullu samræmi við lagafyrirmæli, reglugerð og reglur sem stjórn stefnanda hefur sett. Málsástæður stefndu , H , P , J og C Byggt er á því af hálfu þessara stefndu að ritun nafns Þ á skuldabréf það sem krafa stefnanda byggir á sé fölsuð. Þótt lögreglan hafi fell t rannsókn málsins niður sé a llt að einu krafist sýknu þar sem ljóst sé að Þ hafi ekki ritað nafn sitt. Vakin er sérstök athygli á því að samanburður á ritun nafns hennar við önnur fyrirliggjandi sýnishorn af rithönd hennar í málinu leiði í ljós verulegt misræmi . Þá sé vakin athygli á að misritun væri í föðurnafni Þ í skjalinu þar sem bókstafinn r vantar þr átt fyrir að í nafnrituninni sé að öðru leyti dregið mjög skýrt til hvers bókstafs . Þá hafi komið fram við rannsókn lögreglu og verið staðfest fyrir dómi að vitundarvottarnir sem á skjalið rituðu þekktu hvorki Þ né hvor annan og voru ekki viðstaddir undirr itun Þ . Í þessu ljósi væri á því byggt að stefnandi beri sönnunarbyrði þess að Þ hefði ritað undir skuldabréfið. Á réttað sé af hálfu stefndu að þar sem ekkert hafi verið kveðið á um vottun í 6. gr. þágildandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna hafi gilt um vottunina almennar reglur kröfuréttarins um það hvað vottunum sé ætlað að votta þrátt fyrir að eyðublað skuldabréf s stefnanda skilgreini þá einungis sem vitundarvotta. Einnig sé byggt á því að krafa stefnanda hafi fallið niður vegna vanrækslu stefnanda á að sinna lagaskyldu samkvæmt 7. gr. laga um ábyrgðarmenn sem tóku gildi 4. apríl 2009 . Í tilvitnuðu ákvæði sé meðal annars kveðið á um að lánveitandi skuli senda ábyrgðarmanni skriflegar tilkynningar um vanefndir lántaka og að auki upplýsa árle ga um stöðu láns sem ábyrgð standi fyrir . Fram komi í 2. mgr. 7. gr. að ábyrgðarmaður skuli vera skaðlaus af vanrækslu á skyldu lánveitandans og ef vanrækslan er veruleg skuli ábyrgð falla niður. Þessi stefndu hafi fyrst fengið vitneskju um meinta ábyrgð 1 7. febrúar 2017 eins og hafi verið áréttað við stefnanda með orðsendingu stefnda H sem einnig kallað i eftir frekari upplýsingum. Stefndu mótmæli því harðlega að hafa fengið 9 upplýsingar um meinta ábyrgð tveimur árum áður eins og stefnandi byggi á. Fyrir lig gi að stefnandi staðhæfi að hann hafi sent tilkynningu tæpum sex ár um eftir að skylda hans til að senda tilkynningu varð virk en stefndu byggi á að það hafi fyrst verið þegar tæp átta ár voru liðin frá gildistöku laganna. Í þessu sambandi sé áréttað að ste fnandi hafi ekkert gert til að kanna með stöðu ábyrgðarmanns í kjölfar gildistöku laganna árið 2009 heldur fyrst hugað að því 2014. Að mati stefndu sé augljóst að vanræksla stefnanda á lögboðinni tilkynningarskyldu hafi verið veruleg í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn, hvort sem miðað sé við að tilkynning hafi verið send sex árum eða átta árum eftir gildistöku laganna. Þessi vanræksla sé einnig ámælisverð þar sem hún dragi úr möguleikum ábyrgðarmanna á að afstýra tjóni vegna ábyrgðarinnar. Svo síðbúin tilkynning sem raun ber vitni hafi leitt til þess að slíkir möguleikar voru að engu orðnir. Áréttað væri að gera megi strangar kröfur til stefnanda í þessum efnum sem sérhæfðrar stofnunar í langtímalánveitingum til námsmanna , sem hafi í gegnum tíðina verið með persónulegum ábyrgðum ábyrgðarmanna , ekki síður en gagnvart fjármálafyrirtækum þar sem beitt hefur verði strangri túlkun eins og dómur Landsréttar í máli nr. 374/2020 frá 15. október 2001 ber með sér. Eins sé vakin athygli á því að frumvarp til laga um ábyrgðarmenn breytt i st í meðförum viðskiptanefndar Alþingis þar ákvæði var bætt sérstaklega við þannig að lögin t æ k j u berum orðum til stefnanda. Eins var bætt við ákvæði sem varð að 2. mgr. 7. gr. laganna um ska ðleysi ábyrgðarmanns af vanrækslu kröfuhafa og að veruleg vanræksla skyldi valda því að ábyrgð félli niður. Alþingi hafi með þessu lagt sérstaka áherslu á þetta tiltekna atriði. Stefnd u bygg i einnig á því að gjaldfelling skuldabréfsins hafi verið óheimil. Bréf sem borist hafi frá stefnanda hafi verið misvísandi um það hvort gjaldfelling hafi átt sér stað. Þannig hafi verið boðað í bréfi sem dagsett er 15. nóvember 2019 að fyrirhugað sé að gjaldfella skuldabréf númer [1] og svo fullyrt í stefnu málsins að þv í hafi verið hrundið í framkvæmd 24. janúar 2020. Í bréfum sem stefnd u bárust frá stefnanda 4. febrúar 2020 sé í engu getið um gjaldfellingu skuldabréfsins heldur það sagt í skilum . Í því ljósi sé því mótmælt að búið hafi verið að gjaldfella skuldabréfið þ egar tilkynningin var send. Þá telja stefndu að gjaldfelling á þeirri forsendu að annað skuldabréf stefndu B hafi verið í vanskilum eigi ekki við rök að styðjast enda engri heimild til að dreifa í skuldabréfinu til að gjaldfella það vegna vanskila hennar á öðrum skuldbindingum gagnvart stefnanda. Skuldin hafi ekki verið komin á gjalddaga á þeim tímapunkti en 10 ste fnandi hafi ekki sýnt fram á heimild til gjaldfellingar á þessum grundvelli. Loks hafi skilyrðum 4. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn ekki verið fullnægt þegar gjaldfelling átti sér stað þar sem kveðið sé á um að gjaldfelling sé ekki gild gagnvart ábyrgðarm önnum nema þeim hafi fyrst verið gefin n kostur á að greiða gjaldfallnar afborganir lánsins. Þetta lagaákvæði væri í raun innihaldslaust þegar vanskilin lytu að annarri fjárskuldbindingu skuldarans sem stefndu sem erfingjar Þ væru ekki í ábyrgð fyrir. Af fr amangreindu leið i að lánið hafi í raun ekki verið í vanskilum þegar málið var höfðað sem hafi leitt til þess að ábyrgðin hafi fallið úr gildi við gildistöku laga um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 1. júlí 2020 í samræmi við ákvæði til bráðabirgða nr. II þ ar sem kveðið hafi verið á um að ábyrgðir ábyrgðarmanna skyldu falla niður við gildistöku laganna í þeim tilvikum sem lántaki væri í skilum við stefnanda. Að mati stefndu er jafnframt á því byggt að það sé óheiðarlegt í skilningi 33. gr. laga nr. 7/193 6 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga af stefnanda að byggja kröfur sínar á ábyrgðinni . Fyrir liggi að námslán séu langtímalán enda fyrst byrjað að borga af þeim tveimur árum eftir námslok og lánstíminn sé ótilgreindur. Fyrir liggi að Þ hafi verið tæp lega 86 ára á útgáfudegi skuldabréfsins. Stefnanda hafi ekki getað dulist að vart væri nema rétt í meðallagi líklegt að reyna myndi á greiðslugetu hennar vegna vanskila á láninu í óvissri framtíð . Innheimta hefði síðan ekki hafist fyrr en í árslok 2019 er Þ hefði verið orðin 10 3 ára gömul hefði hún lifað. Það geti ekki talist forsvaranlegt af hálfu stefnanda að bera fyrir sig ábyrgðaryfirlýsingu Þ við þessar kringumstæður þar sem svo ólíklegt sem það hefði verið að nokkurn tíma myndi reyna á efndir hennar sjálfrar á slíkri skuldbindingu. Telja stefndu blasa við að lánveitingin hefði verið afráðin með það í huga að líklegast yrði hún fallin frá er á reyndi sem veita myndi stefnanda rétt til að ganga að erfingjum hennar. Sanngirnisrök standi til þess að telja það óheiðarlegt að bera ábyrgðaryfirlýsingu sem þessa fyrir sig. Að síðustu byggja stefndu á að víkja beri ábyrgð þeirra á kröfu stefnanda til hliðar á grundvelli 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Í þeim efnum sé lögð áhersla á að líta beri til aðstöðunnar er stefnandi tók við ábyrgðaryfirlýsingunni. Stefnandi sé opinber stofnun með fjölda sérfræðinga í sinni þjónustu en sá enga ástæðu til að ræða við Þ sem var aldurhnigin á þessum tíma eða kanna hvort hún hefði fjárhagslega burði og eða raunverulegan vilja til að binda sjálfa sig eða skyldmenni sín við skuldbindingu af þessu tagi. Eins beri að líta til síðari atvika eftir andlát Þ en á þeim tíma sem liðinn er hafi skýrari reglur verið settar um ábyrgðarmenn , samanber fyrri 11 umfjöllu n , meðal annars lög um ábyrgðarmenn auk núgildandi laga um Menntasjóð námsmanna, sem takmarki möguleika stefnanda til að veita lán út á ábyrgðaryfirlýsingar eins og gert hafi verið í þessu tilviki . Einnig megi vísa til dóms Hæstaréttar í máli nr. 190/2017 frá 18. október 2018 í þessu sambandi . Áréttað sé að stefndu hefðu ekki verið í ábyrgð fyrir láni sem hafi verið í vanskilum er stefnandi freistaði þess að gjaldfella það í janúar 2020 , með heimildarlausum hætti, en þá hafi frumvarp að lögum um Menntasjóð námsmanna verið til meðferðar á Alþingi. Málsástæður stefndu D , E , F , G , I , L , M , N , O , Q , S , T , U , V , W , X og Y Byggt er á sama hátt og með sömu rökum á því , eins og áður er rakið hjá stefndu H , P , J og C , að undirritun Þ á umrætt skuldabréf sé fölsuð og því beri að sýkna stefndu. Lögð sé á það áhersla að skoða verði réttarstöðu aðila í ljósi þess að lítill samgangur hafi verið milli stefndu B og Þ á sínum tíma. Stefndu byggja jafnframt á að ólögmætt hafi verið að gjaldfel la skuldabréfið 24. janúar 2020 sem leiði til þess að meint ábyrgð stefndu hafi átt að falla niður við gildistöku laga um Menntasjóð námsmanna. Vísað sé til efnis skuldabréfsins en þar væri hvergi að finna heimild stefnanda til handa til að gjaldfella skul dabréfið vegna vanskila á öðrum fjárskuldbindingum skuldara. Stefnandi hafi hvorki í yfirlýsingu um gjaldfellingu né í stefnu gert grein fyrir heimild sinni til gjaldfellingar en hún geti ekki átt sér stað án ótvíræðrar heimildar enda um einhliða samda skilmála af stefnanda að ræða sem ber i að skýra þröngri skýringu , sérstaklega í ljósi stöðu stefnanda sem opinberrar stofnunar. Þá sé á því byggt að úthlutunarreglur stefnanda se m hafi verið í gildi er lánið var veitt hafi ekki haft að geyma heimild til gjaldfellingar á grundvelli vanskila annarra krafna ólíkt því sem hafi verið samkvæmt nýrri úthlutunarreglum sem stefnandi hafi sett síðar. Slíkum reglubreytingum verði ekki beitt afturvirkt. Þar sem stefnanda hafi verið óheimilt að gjaldfella lánið þá hafi það ekki verið í vanskilum er lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi og þar með hafi ábyrgð stefndu fallið niður í krafti bráðabirgðaákvæðis nr. II í lögunum . Þá sé byggt á því a ð ábyrgð stefndu hefði fallið niður vegna verulegrar vanrækslu stefnanda á að fullnægja tilkynningarskyldu í samræmi við 1. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna. Ósannað sé að stefnandi hafi nokkurn tímann sinnt þessari lagaskyldu sinni. 12 Jafnframt verði að telja óheiðarlegt af stefnanda að byggja á umræddri sjálfskuldarábyrgð í skilningi 33. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga á sömu forsendum og byggt sé á af hálfu stefndu H , P , J og C . Í ljósi aldurs ábyrgðarmann sins við veitingu lánsins og eðlis lánsins sem langtímaláns hafi stefnanda mátt vera ljóst að ákaflega ólíklegt væri að ábyrgðarmaðurinn yrði til staðar þegar á reyndi þannig að ábyrgðin hvíldi á herðum stefndu sem erfingja sem fæli í sér margfalt meiri mö guleika á heimtum á ábyrgðarskuldbindingunni. Eins sé á sama hátt og af hálfu stefndu H , P , J og C byggt á því að það væri ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju í skilningi 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga að byggja á ábyrgðarskuldbindingunni og því bæri að víkja meintri ábyrgð til hliðar. Horfa verði an n ars vegar til sérfræðiþekkingar stefnanda og hás aldurs Þ . Ekkert liggi fyrir um að gætt hafi verið að mati á greiðslugetu Þ eða að upplýsingagjöf til hennar hafi verið sinnt auk síðari þróunar í löggjöf sem aukið hafi kröfur til kröfuhafa til að gæta að hagsmunum ábyrgðarmanna. Dómstólar hafi lagt ríkar skyldur á lánveitendur að þeir gæti að upplýsingagjöf til ábyr g ðarmanna . Málsástæður stefndu , K og R Lögð er áhersla á að undirritun skuldabr éfs stefndu beri ekki með sér fullnægjandi vottun. Bæði liggi fyrir að vottarnir voru ekki viðstaddir þegar meint undirritun Þ á að hafa átt sér stað og í annan stað að vottun þeirra samræmist ekki viðteknum reglum kröfuréttar um vo ttun skuldabréfa. Vottarnir hafi ekki ritað undir yfirlýsingu sem staðfesti að þeir hafi verið viðstaddir undirritun ábyrgðarmannsins, þeir votti ekki hvenær undirritun hafi átt sér stað og ekki heldur að ábyrgðarmaðurinn væri fjár síns ráðandi. Yfirlýsing vottanna sem nöfn þeirra er u rituð við fullnægi ekki áskilnaði kröfuréttar og hafi því ekkert gildi. Stefndu byggja á því , á sama grundvelli og aðrir stefndu , að stefnanda hafi ve r ið óheimilt að gjaldfella skuldabréf [1] 24. janúar 2020 sem leiði til þess að meint ábyrgðarskuldbinding hafi fallið niður við gildistöku laga um Menntasjóð námsmanna. Engin heimild sé í skuldabréfinu til að gjaldfella það vegna vanskila annarra krafna stefnanda á hendur skuldara. Miðað við fyrirliggjandi gögn hafi ekki verið sý nt fram á lögmætar heimildir stefnanda til að gjaldfella umstefnda skuld og gjaldfellingin því ómarktæk og ólögleg. Stefnandi hafi samið texta skuldabréfsins einhliða og það hafi því verið alfarið á ábyrgð hans að hafa ekki fyllri ákvæði um gjaldfellingu í skuldabréfinu. 13 Stefnandi mátti einnig vita af því að vanskil hafi stafað af alvarlegum heilsubresti skuldara og því beinlínis óheiðarlegt og andstætt góðri viðskiptavenju að grípa til gjaldfellingar til að knýja á um greiðslu frá ábyrgðarmönnum lánsins se m verið höfðu grandlausir um ábyrgð sína í meira en tíu ár en stefnandi hafi aldrei upplýst þá um ábyrgð þeirra . Vegna þessa skorts á tilkynningarskyldu í andstöðu við 1. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn hafi ábyrgðin jafnframt fallið niður með vísan til 2. mgr. 7. gr. vegna verulegrar vanrækslu stefnanda. Að síðustu er einnig byggt á því að víkja beri ábyrgð stefndu til hliðar á grundvelli 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Stefnanda hafi verið ljóst að ábyrgðarmaðurinn væri orðin aldurhnigin þegar ábyrgðin var veitt en um langtímalán var að ræða. Einnig hafi stefn and a verið það löngu ljóst áður en gripið var til gjaldfellingar að stefnda B átt við alvarleg veikindi að stríða sem hafi leitt til þess að fjárskuldbindingar hennar hafi lent í vanskilum. S tefndu vekja sérstaka athygli á að upphaf innheimtuaðgerða stefnanda sé hægt að setja í samhengi við þessi veikindi stefndu B . Greiðsluviljann hafi ekki skort heldur greiðslugetuna vegna þessa heilsubrests sem einnig hafi valdið því að henni hafi einnig láðst að huga að þeim úrræðum sem henni hefðu staðið til boða svo sem að fá niðurfellingu greiðslna árlegra afborgana sem stjórn stefnda sé heimilt að veita. Þessi staða hafi verið stefnanda löngu ljós þegar skuldabréfið hafi verið gjaldf ellt í því eina skyni að reyna að innheimta skuldina hjá erfingjum Þ heitinnar. Niðurstaða Í máli þessu hefur stefnandi uppi kröfur annars vegar á hendur stefndu B sem óumdeilt er að tók námslán hjá stefnanda á árinu 2001 og gaf af því tilefni út skuldab réf 17. júlí 2002 . Á s kuldabréfið e r jafnframt nafn Þ handritað sem ábyrgðarmanns en ábyrgð ábyrgðarmannsins var bundin við 500.000 krónur miðað við grunnvísitölu maí mánaðar 2001 . Á grundvelli þessa skuldabréfs krefst stefnandi annars vegar greiðslu 1.193.660 króna úr hendi stefndu B og hins vegar 1.065.344 úr hendi annarra stefndu. Ekki er tölulegur ágreiningur um fjárhæðir þessara skuldbindinga. Stefnandi byggir á greiðsluskyldu fjárskuldbindinga í krafti XVII. kafla laga um meðferð einkamála gagnvart stefndu B sem ekki hefur haldið uppi vörnum í málinu. Þar sem engum málsástæðum hefur þannig verið hreyft sem mælt geta á mót i greiðsluskyldu 14 stefndu verður fallist á dómkröfur stef nanda gagnvart henni, sbr. 2. mgr. 96. gr. laga um meðferð einkamála. Aðrir stefndu hafa haldið uppi vörnum í málinu og krefjast sýknu á grundvelli sambærilegra málsástæðna en ekki er deilt um ábyrgð stefndu sem erfingja dánarbús Þ , sbr. 97. gr. laga um sk ipti dánarbúa o.fl. en skiptum búsins lauk 22. desember 2004. Stefndu hafa fært fram margar málsástæður því til stuðnings að þau skuli vera sýkn af kröfum stefnanda . Þannig bygg ja stefndu á því að skuldin sé fallin niður í krafti bráðabirgðaák væðis II í lö gum um Menntasjóð námsmanna. Í 1. málslið bráðabirgðaákvæðisins er kveðið á um að á byrgð ábyrgðarmanns á námslánum teknum í tíð eldri laga skuli falla niður við gildistöku laganna að því tilskildu að lánþegi sé í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á þetta ákvæði reyni þar sem ekki hafi verið heimil t að gjaldfella skuldabréf stefndu B vegna vanskila á öðru eldra skuldabréfi . A ð auki hafi gjaldfelling í raun ekki farið fram eða fallið frá henni með bréfi dagsettu 4. febrúar 2020 þar sem fram hafi kom ið að skuldabréfið væri í skilum. Það skuldabréf sem er til innheimtu í máli þessu felur samkvæmt efni sínu ekki í sér sérstaka heimild til að gjaldfella skuldabréfið í tilefni af vanskilum á öðrum skuldbindingum . Þá liggja ekki fyrir í málinu úthlutunarregl ur stefnanda fyrir skólaárið 2001 til 2002 , sem væntanlega voru í gildi er lánsumsókn stefndu B var samþykkt. Úthlutunarreglur sem staðfestar voru 21. maí 2002 og birtar með auglýsing u nr. 376 í Stjórnartíðindum það ár , sem eru meðal málsgagna , hafa ekki þ ýðingu í málinu . Náms lán stefndu B var veitt vegna náms á árinu 2001 til 2002 og skuldabréf ið sem um ræðir gefið út 16. júlí 2002 áður en nefndar úthlutunarreglur tóku gildi sem átti sér stað 1. september 2002 í samræmi við 7. gr. laga nr. 64/1943 um birtingu laga og stjórnvaldserinda. Engin skrifleg heimild liggur þannig fyrir í málinu sem stefnandi getur stutt gjaldfellingu skuldabréfsins við vegna vanskila á öðru skuldabréf i . Á hinn bóginn er til þess að líta að samkvæmt meginreglu kröfuréttar var s tefnanda rétt að ráðstafa greiðslum stefndu B samkvæmt 8. gr. laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna fyrst inn á eldra lánið [2] . Ekkert liggur fyrir um að stefnda hafi gert athugasemdir við það fyrirkomulag, en á framlögðu yfirliti yfir greiðslus töðu stefnd u hjá stefnanda miðað við 24. janúar 2020 kemur skýrt fram að um yfirlit vegna eldra skuldabréfsins sé að ræða þegar heildarfjárhæðin sem tilgreind er í yfirlitinu er borin 15 saman við tilgreining u fjárhæða r í stefnu , sem einnig er meðal dómskjala, vegna þess láns sem árituð var um aðfararhæfi 26. júní 2020 . Þ ví hefur ítrekað verið slegið föstu af dómstólum, samanber til dæmis dóm Hæstaréttar í máli nr. 372/2017 frá 2. nóvember 2017 , að þ að er almennt viðurkennd meginre gla kröfuréttar að þegar kröfuhafi á margar kröfur á hendur sama skuldara eigi skuldarinn val um það inn á hvaða skuld hann ráðstafar greiðslu hverju sinni ef engin ákvæði viðkomandi skuldabréfs eða stjórnvaldsfyrirmæla mæla á annan veg , sem ósannað er í m áli þessu eins og að framan er rakið . Láti skuldarinn engin fyrirmæli fylgja greiðslu sinni við þessar aðstæður ber á hinn bóginn að miða við að hann eftirláti kröfuhafa frjálst val um inn á hvaða skuld greiðslunni skuli ráðstafað. Með því að stefnda B gre iddi athugasemdalaust afborganir vegna láns [2] verður að fallast á að hún hafi samþykkt í verki fyrirkomulag innheimtunnar sem stefnandi hafði valið , að greiðslum væri ráðstafað inn á eldri skuldina , enda verður að telja að engu máli hafi skipt fyrir hags muni hennar inn á hvort skuldabréfið greiðslur hennar gengu eða hvort þær gengu að tiltölu inn á bæði skuldabréfin en stefnda var þess umkomin að ráðstafa hagsmunum sínum í þessum efnum gagnvart stefnanda og meðstefndu s amkvæmt tilvitnaðri meginreglu. Líta ber svo á að á meðan stefnda greiddi inn á námslán sitt í samræmi við fyrirmæli 8. gr. laga nr. 21/1992 hafi hvorugt skuldabréfanna verið í vanskilum. Þegar út af brá verður síðan að horfa til þess að bæði skuldabréfin væru í vanskilum, að gættum rétti an narra stefndu til að láta vanskilin til sín taka, sbr. 4. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn en að öllu jöfnu hefðu ýmis úrræði átt að vera þeim til reiðu án þess að þeim yrði gert að greiða gjaldfallnar afborganir eldra lánsin s . Í dæmaskyni má nefna að þeim hefði verið tækt að yfirtaka greiðsluskyldu á yngra láninu hefðu þau talið sér það skylt og kosið það eins og til dæmis var til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar í máli nr. 229/2015 frá 5. nóvember 2015 . Önnur saga er hvort þeim ha fi staðið slík úrræði til reiðu í raun eins og vikið verður að hér síðar. Ekki verður á það fallist að stefndu hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla að stefnandi hafi fallið frá gjaldfellingu skuldabréfs [1] eða hún ekki farið fram sem fyrst var boðuð með afdráttarlausum hætti með bréfi dagsettu 15. nóvember 2019 og svo tilkynnt með bréfi sem sent var síðla í janúar 2020 sem raunar er ranglega dagsett 15. nóvember 2019 . Um augljósa misritun er að ræða enda bréfið sent í tilefni af því að stefndu B var send tilkynning um gjaldfellingu með bréfi sem dagsett er 24. janúar 2020 . Fyrir liggur að 16 e kki er getið um gjaldfellingu skuldabréfsins í bréfi stefnanda dagsettu 4. febrúar 2020 heldur þess getið að skuldabréifð sé í skilum. T il þess er á hinn bóginn að líta að samkvæmt efni sínu fól bréfið í sér lögbundna tilkynningu til ábyrgðarmanna um yfirlit til þeirra vegna ársins 2019. Af þeirri skilgreiningu á efni bréfsins leiðir að þar er horft um öxl til stöðunnar á liðnu ári en eðli máls samkvæmt ekki horft til atb urða ársins 2020 , þar á meðal nýafstaðinnar gjaldfellingar . Þótt óheppilegt hafi verið af stefnanda , og til þess fallið að rugla viðtakendur að senda slíkt bréf beint í kjölfar tilkynningar um gjaldfellingu skuldarbréfsins , eru engin efni til að líta svo á að stefndu hafi mátt vera í góðri trú um að stefnandi væri fallinn frá gjaldfellingunni með þeim afleiðingum að skuldin teldist í skilum í skilningi bráðabirgðaákvæði s II í lögum um Menntasjóð námsmanna og þar með fallin n iður. Stefndu sem halda uppi vörnum í málinu byggja á því að skuldbindingargildi skuldabréf s [1] sé ekki til að dreifa gagnvart þeim þar sem undirritun Þ sem ábyrgðarmanns sé fölsuð. Kæra þar að lútandi fékk nokkra rannsókn hjá lögreglu, sem virðist hafa f alist í að teknar voru skýrslur af skráðum vitundarvottum og móður B . Ekki liggja fyrir upplýsingar um að rannsókn á undirrituninni sem slíkri hafi farið fram. Við rannsókn lögreglu kom fram að vottarnir tveir gátu hvorugt borið um að hafa hitt Þ eða þekkt til hennar, hvað þá heldur að hafa verið viðstödd undirritun hennar . Þau staðfestu þetta fyrir dómi. Sá framburður er í samræmi við framburð móður stefndu B sem bar um að þær mæðgur hefðu farið saman til Þ og fengið hana við það tækifæri til að ábyrgjast námslánaskuld stefndu og rita á skuldabréfið. Móðir stefndu bar síðan fyrir lögreglu um að þær hefðu svo farið saman til að afla vottunar á skuldabréfið þar sem hún hafi talið sér óheimilt að votta undirr i tun dóttur sinnar. Móðir stefndu kom ekki fyrir dóm til skýrslugjafar en óhjákvæmilegt er að horfa til þess að það rýrir gildi þessa framburð ar að hún er vottur á eldra skuldabréfi stefndu B , bæði gagnvart hennar undirskrift og bróður hennar sem er ritaður sem ábyrgðarmaður á það skuldabréf. Eins og áður gat lýsti s tefnandi því yfir í upphafi málflutnings að ekki væri byggt á XVII . kafla um meðferð einkamála gagnvart stefndu, öðrum en B . Sætir málsvörn stefndu því ekki takmökunum er felast í 1. og 3. mgr. 118. gr. laganna. Í því ljósi verður lagt til grund vallar, með vísan til framburða vitnanna sem rituðu nöfn sín sem vitundarvottar , sem fær stoð í framburði móður stefndu B hvað það varðar , að undirritun Þ sé í raun óvottuð. Ekki verður á hinn bóginn staðhæft að nafnritun hennar sé fölsuð þar sem engin tæk nirannsókn virðist hafa farið fram á því af hálfu lögreglunnar og stefndu 17 hafa ekki hlutast til um að afla dómkvadds mats þar að lútandi. Þótt mjög sérstakt sé að handskrifuð nafnritun feli í sér ritvillu , eins og stefndu hafa bent á , leiðir það eitt og sé r ekki í sér að um fölsun sé að ræða . Þá er þess að geta að þótt nokkur mismunur sé á rithönd á skuldabréfinu annars vegar og hins vegar þeim skjölum sem á er byggt af hálfu stefndu H , P , J og C að hafi að geyma sýnishorn af nafnritun Þ , fór engin sönnunarfærsla fram er laut að því að staðreyna hvort og þá hvenær Þ ritaði nafn sitt á þau skjöl. Verða í því ljósi ekki dregnar ályktanir af þeim þannig að slegið verði föstu að um fölsun á nafnritun Þ á skuldabréfið sé að ræða . Stefndu verða ekki sýknuð á þeim grunni. Þótt undirritun Þ sé í raun óstaðfest af vottum eins og rakið var verða stefndu ekki heldur sýknuð þegar af þeirri ástæðu . S tefnandi hafði á þeim tíma engar forsendur til að rengja undirritunina eða vilja stefndu Þ til að gangast í ábyrgð . Þótt Þ væri orðin öldruð á þeim tíma liggur ekki annað fyrir en að hún hafi bæði átt töluvert laust fé og fasteign eftir því sem fram kemur í fyrirliggjandi erfðafjárskattsskýrslu og hún notið óskoraðs lögræðis og því vart skilyrði til að rengja ge rhæfi hennar svo mjög að stefnandi þyrfti að afla sér sérstakrar staðfestingar þar á. Af þeim sökum verður sönnunarbyrði um undirritun hennar ekki felld á stefnanda þannig að ráði úrslitum um sýknu stefndu þótt það h vernig þessu atriði víkur við geti á hin n bóginn haft áhrif við heildarmat á því hvort stefndu verði talin bera greiðsluskyldu gagnvart stefnanda vegna ábyrgðar á skuldbindingum dánarbús Þ í kjölfar einkaskipta. Þá er t il þess að horfa að l ög um ábyrgðarmenn tóku gildi 2. apríl 2009. Samkvæmt be inum orðum 2. gr. laganna taka þau til Lánasjóð s íslenskra námsmanna. Á gildistökud egi laganna voru liðin fjögur ár og tæpir átta mánuðir frá því að Þ féll frá [...] . Frá byrjun árs 2010 bar stefnanda í samræmi við d - lið 1. mgr. 7. gr. laganna að senda stefndu sem ábyrgðarmönnum á skuldabréfi [1] , vegna ábyrgðar þeirra á skuldbindingum Þ , skriflega tilkynningu með upplýsingum um stöðu láns sem ábyrgð stæði fyrir . Upplý st er að það gerði stefnandi ekki. Óumdeilt er að stefnandi leitaði fyrst upplýsinga um afdrif dánarbús Þ 17. nóvember 2014, rúmum tíu árum eftir að hún lést og fimm árum eftir að afdráttarlaus skylda var lögð á stefnanda til að senda tilkynningar til ábyr gðarmanna. Aðilar deila síðan um það hvort stefnandi sendi þeim í fyrsta sinn bréf sem dagsett er 17. febrúar 2015 , sex árum eftir að það var ð lögskylt . Samkvæmt efni sínu felur það bréf í sér tilkynningu til stefndu um ábyrgð þeirra sem erfingja dánarbús Þ á ábyrgðarskuldbindingu hennar en í bréfinu er ekki skírskotað til laga um ábyrgðarmenn. S tefndu mótmæla því að hafa fengið br éfið . Stefnandi mun ekki hafa sen t tilkynningu 18 árið 2016 en óumdeilt er að tilkynning með skírskotun til laga um ábyrgðarmenn va r send 2017 , átta árum eftir að slíkt varð lögskylt. St efndu brugðust við því bréfi undir þeim formerkjum að þá fyrst hefði þeim verið ljóst að Þ væri talin hafa verið í sjálfskuldarábyrgð á skuldabréfi sem stefnda B hefði gefið út. Stefnandi sendi stefndu frá þeim tíma árlega sambærilega r tilkynning ar allt fram í febrúar 2020 eins og áður gat. Óháð deilu um hvort stefndu hafi fengið bréf stefnanda árið 2015 liggur fyrir að regla á sendingu tilkynninga til stefndu með vísan til laga um ábyrgðarmenn komst ekki á fyrr en árið 2017 . Að mati dómsins er engum blöðum um það að fletta að þessi síðbúna framganga stefnanda felur í sér verulega vanrækslu í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn. Er þá fyrst til þess að líta að hlutrænt liggur fyrir að verk sem skylt var að framkvæma árlega var vanrækt um árabil þannig að skyldan var ekki einvörðungu vanrækt í sex ár í það minnsta heldur sex sinnum í það fæsta , auk sjöunda skiptisins er ekkert bréf var sent árið 2016 . Í annan stað fékk stefnandi sérstakt tilefni til að skoða mál stefndu B miklu fyrr samkvæmt gögnum málsins . Í tilkynningum stefnanda , sem sendar voru 2017 og 2018 , kemur fram að afborganir hafi veri ð frystar vegna greiðsluaðlöguna r allt frá 1. september 2008 . Af því má ráða að lánið h afi frá þeim tíma ekki verið í venjubundinni sjálfkrafa innheimtu. Við þ æ r aðstæður blasir við að alveg sérstök ástæða var til að hafa samband við ábyrgðarmenn , sbr. 1. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn en skylda stefnanda samkvæmt þeirri málsgrein verður ekki túlkuð þröngt miðað við tilgang lagaákvæðisins samkvæmt lögskýringargögnum . Hefði verið brugðist við af stefnan d a hefðu stefndu frétt af ábyrgðinni sjö árum fyrr en raunin varð ef miðað er við 2015 en níu árum fyrr ef málatilbúnaður stefndu er lagður til grundvallar . Stefndu hefðu þá getað ígrundað réttarstöðu sína með tilliti til þeirra upplýsinga. Engin vafi leikur á að stefndu hefðu verið í betri aðstöðu til að gre ina þessa réttarstöðu og bregðast við á þessum tíma , til dæmis með því að þrýsta á stefndu B að hlutast til um að afla annars ábyrgðarmanns í stað þeirra sem erft hefðu ábyrgðina eftir Þ , samanber 7. mgr. 6. gr. þágildandi laga um Lánasjóð íslenskra námsma nna nr. 21 /1991 . Ekki liggur annað fyrir en að stefnda B hafi haft starfsorku og verið þess umkomin að afla sér tekna á þessum tíma , ólíkt því sem var árið 2015 . Að mati dómsins skiptir að auki verulegu máli við mat á því hversu viðurhlutamikil vanræksla stefnanda var að stefndu tókust ábyrgðina á hendur með óbeinum hætti vegna arfs eftir háaldraða frænku sína, móður - eða föðursystur í tilviki tuttugu og eins af stefndu og sem erfingjar skammlífa ri maka Þ í tilviki tveggja af stefndu. 19 Af tuttugu og fjórum stefndum hafði stefnda B ein forsendur til að vita að Þ hefði gengist undir sjálfskuldarábyrgð tveimur árum fyrir andlátið sem þeim er svo tilkynnt um í fyrsta lagi ellefu árum eftir andlát henna r er í óefni er komið hjá stefndu B . Með hliðsjón af dómi Landsréttar í máli nr. 374/2020 verður því slegið föstu að þessi ítrekuðu brot stefnanda á þeirri fortakslausu skyldu sem á honum hvíldi til tilkynninga verði metin veruleg í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn. Þá verður að auki ekki séð að úrræði 4. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn hafi nokkru sinni staðið stefndu til boða í raun, ó líkt því sem á reyndi í dómi Hæstaréttar í máli nr. 229/2015 frá 5. nóvember 2015. Það úrræði sem fólst í að greiða gjaldfallnar afborganir , eins og ákvæðið fjallar um , var ekki raunhæft enda engum slíkum gjalddögum til að dreifa þar sem skuldabréfið var gjaldfellt vegna vanskila annars skuldabréfs sem stefndu voru ekki í ábyrgð fyrir . Stefndu voru hins vegar ekki boðn ar nein ar lausnir , svo séð verði , svo sem að gefa út nýtt skuldabréf eins og stefnandi hafði boðið gagnaðilum í nefndu hæstaréttarmáli. Sá munur er einnig á að ábyrgðarmaðurinn sem þeir aðilar erfðu hafði annast um greiðslur af skuld lántakans um langt árabil og því forsendur fyrirliggjandi fyrir grandsemi af hálfu erfingja um ábyrgðina við andlát ábyrgðarmannsins . Sömu aðstöðu getur að líta í öðrum dómum þar sem reynt hefur á 7. gr. laga um ábyrgðarmenn að þeir aðilar sem áttu aðild að málinu höfð u sjálfir axlað ábyrgð sína með sjálfskuldarábyrgð eða veðsetningum og máttu því vera grandsamir um ábyrgðina. V anræksla stefnanda á að sinna tilkynningarskyldu sinni í máli þessu hafði þá afleiðingu í för með sér að úrræði stefndu í samræmi við 4. mgr. 7. gr. voru í raun engin önnur en að borga skuldina upp samkvæmt skuldabréfinu , í einni greiðslu. Með tómlæti þessu voru stefndu í raun einnig svipt þeim möguleika sem ella hefði staðið til boða í samræmi við 7. mgr. 6. gr. þágildandi laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsnanna , að ábyrgð þeirra félli niður gegn því að annar yrði settur í þeirra stað sem var hægt á meðan skuldabréfið taldist vera í skilum. Þegar horft er til framangreindra ágalla á framgöngu ste f nanda með hliðsjón af hagsmunum stefndu og hve skuldbindingargildi sjálfskuld a rábyrgðaryfirlýsingar Þ stendur ótraustum fótum eru í raun öll skilyrði til að víkja gildi sjálfskuldar á byrgðarinnar til hliðar í heild á grunni 36. gr. laga um samningsgerð, umb oð og ógilda löggerninga. Í þessu ljósi standa rök til þess að telja það b æ ð i ósanngjarnt og andstætt góðri viðskipt a venju að bera sjálfskuldarábyrgðina fyrir sig. 20 Með hliðsjón af öllu framanrituðu er þ að þannig óhjákvæmileg afleiðing þeirrar stórfelldu vanrækslu sem stefnandi hefur sýnt gagnvart hagsmunum stefndu, sem 7. gr. laga um ábyrgðarmenn er ætlað að tryggja, að ábyrgð stefndu fellur niður í samræmi við lokaorð 2. mgr. 7. gr. Verða stefndu, aðrir en B , því sýknaðir . Stefnda B verður dæmd til greiðslu enda liggja ekki f yrir neinir meinbugir á greiðsluskyldu hennar sem stefnda hefur viðurkennt í verki með því að halda ekki uppi vörnum þrátt fyrir að hafa sótt þing í málinu. Verður þannig fallist á dómkröfu st efnanda , þar með talið kröfu um dráttarvexti , en stefnandi hefur ekki uppi kröfu um málskostnað. Þar sem aðrir stefndu eru sýknaðir af kröfum stefnanda verður s tefnandi dæmdur til að greiða þeim málskostnað með vísan til 130. gr. laga um meðferð einkamála. Málskostnaður til stefndu H , P , J og C nemur þremur fjórðu hlutum þess kostnaðar og tekur mið af því að ekki var fallist á frávísunarkröfu sem þau höfðu uppi en gagnvart öðrum stefn d u verður stefnanda ekki gert að greiða málskostnað vegna úrvinnslu frávís unarkröfu stefndu H , P , J og C . Björn L. Bergsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefnda , B , greiði stefnanda, Menntasjóði námsmanna, 1.193.660 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. febrúar 2020 til greiðsludags. Stefndu R , C , H , J , P , D , E , F , G , I , L , M , N , O , Q , S , T , U , V , W , X , Y og K eru sýkn af kröfu stefnanda. Stefnandi greiði stefndu, H , P , J og C sameiginlega 1. 35 0.000 krónur í málskostnað. Stefnandi greiði stefndu, D , E , F , G , I , L , M , N , O , Q , S , T , U , V , W , X og Y sameiginlega 1. 6 00.000 krónur í málskostnað. Stefnandi greiði stefndu, R , og K , sameiginlega 1.600.000 krónur í málskostnað. Björn L. Bergsson