D Ó M U R Mál nr. S - 7553/2019: Ákærandi: Héraðssaksóknari (Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari) Ákærðu: Gunnar Jón Yngvarsson (Gylfi Jens Gylfason lögmaður) Jóhann Ósland Jósefsson (Einar Oddur Sigurðsson lögmaður) og Þorgrímur Dúi Jósefsson (Elva Ósk Wiium lögmaður) Dómari: Sigríður Hjaltested héraðsdómari D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2021 í máli nr. S - 7553/2019: Ákæruval dið (Ólafur Hallgrímsson saksóknarfulltrúi) gegn Gunnari Jóni Yngvarssyni (Gylfi Jens Gylfason lögmaður) Jóhanni Ósland Jósefssyni (Einar Oddur Sigurðsson lögmaður) Þorgrími Dúa Jósefsyni (Elva Ósk Wiium lögmaður) Mál þetta, sem dómtekið var 17. maí 2021, var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dags. 19. desember 2019, á hendur: Gunnari Jóni Yngvasyni, kt. , , , Jóhanni Ósland Jósefssyni, kt. , , Reykjavík, og Þorgrími Dúa Jósefssyni, kt. , , [ , A. á hendur Gunnari Jóni og Jóhanni Ósland fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum framin í rekstri einkahlutafélagsins , kt. , nú afskráð, Gunnari Jóni sem framkvæmdastjóra félagsins frá 13. september 2010 til 6. október 2011 og frá þeim degi sem daglegum stjórnanda félagsins til ársloka 2012 og Jóhanni Ósland sem framkvæmdastjóra félagsins frá 6. október 2011 til gjaldþrotaskipta þess í mars 2013, með því að hafa: 3 1. Eigi staðið skil á virðisaukaskattskýrslum félagsins fyrir tímabilin septem ber október rekstrarárið 2011 til og með nóvember desember rekstrarárið 2012 og fyrir hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var eða innheimta bar í rekstri einkahlutafélagsins, uppgjörstímabilin september október rekstrar árið 2011 til og með nóvember desember rekstrarárið 2012, í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 993.720 að því er varðar ákærða Gunnar Jón og kr. 7.037.493 að því er varðar ákærða Jóhann Ósland, se m sundurliðast sem hér greinir: Árið 2011 Gunnar Jón september október kr. 124.950 Árið 2012 Jóhann Ósland nóvember desember kr. 319.770 janúar febrúar kr. 720.479 444.720 mars apríl kr. 1.064.974 maí júní kr. 843.249 Árið 2012 júlí ágúst kr. 1.787.194 september október kr. 294.000 september október kr. 1.332.559 nóvember desember kr. 255.000 nóvember desember kr. 1.289.038 549.000 kr. 7.037.493 Samtals kr. 993.720 2. Látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og vanrækt að varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi einkahlutafélagsins rekstrarárin 2011 og 2012. 3. Nýtt ávinning á brotum samkvæmt 1. tölu lið A - liðar ákæru í þágu rekstrar einkahlutafélagsins og eftir atvikum í eigin þágu ákærðu, samtals að fjárhæð kr. 993.720, að því er varðar ákærða Gunnar Jón og samtals að fjárhæð kr. 7.037.493, að því er varðar ákærða Jóhann Ósland. B. Á hendur Jó um bókhald í rekstri einkahlutafélagsins , kt. framkvæmdastjóra og stjórnarmanni félagsins fram til 8. maí 2013 og frá þeim tíma sem daglegum stjórnanda félag sins til ársloka 2013, og Jóhanni Ósland sem daglegum stjórnanda félagsins frá 22. maí 2013 til 4. mars 2015 þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta, með því að hafa: 4 Eigi staðið skil á virðisaukaskattskýrslum félagsins uppgjörstímabilin mars apríl rekstrarárið 2013 til og með nóvember desember rekstrarárið 2013 og á hendur ákærða Jóhanni Ósland fyrir að hafa eigi staðið skil á virðisaukaskattskýrslum félagsins fyrir uppgjörstímabilin janúar febrúar rekstrarárið 2014 til og með maí júní rekstr arárið 2014 og hafa eigið staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var eða innheimta bar í rekstri einkahlutafélagsins uppgjörstímabilin mars apríl rekstrarárið 2013 til og með mars apríl rekstarárið 2014, í samræmi við fyrirmæli IX. ka fla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. Jóhann Ósland, en á framangreindum tímabilum gáfu ákærðu báðir út reikninga í nafni félagsins. Vangoldinn virðis aukaskattur ákærðu vegna þeirra reikninga sundurliðast sem hér greinir: Árið 2013 Jóhann Ósland Árið 2013 mars apríl kr. 1.724.820 mars apríl kr. 295.494 maí júní kr. 1.320.900 maí júní kr. 463.437 júlí ágúst kr. 1.519.158 júlí ágúst kr. 154.479 september október kr. 693.008 september október kr. 151.980 nóvember desember kr. 307.632 nóvember desember kr. 151.980 5.565.518 1.217.370 Árið 2014 janúar febrúar kr. 628.713 mars apríl kr. 257.550 886.263 Samtals: kr. 6.451.781 2. Látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og vanrækt að varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi einkahlutafélagsins ehf. vegna rekstrarársins 2013, að því er varðar ákærðu báða, og vegna rekstrarársins 2014 að því er varðar ákærða Jóhann Ósland. 3. Nýtt ávinning á brotum samkvæmt 1. tölulið B - liðar ákæru í þágu rekstrar einkahlutafélagsins og eftir atvikum í eigin þágu ákærðu, samtals kr. 1.217.370 C. 5 Á hendur Jóhanni Ósland fyrir meiriháttarbrot gegn skatta - og bókhaldslögum sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins , kt. , nú afskráð, með því að hafa: 1. Eigi staðið skil á virðisaukaskattskýrslum einkahlutafélagsins vegna uppgjörstímabilanna maí - júní til og með nóvember - desember rekstrarárið 2014 og hafa eigið staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var eða innheimta bar í rekstri einkahlutafélagsins, vegna sömu uppgjörstímabila, í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð 2.513.864, sem sundurliðast sem hér greinir: maí - júní kr. 223.118 júlí ágúst kr. 766.314 september - október kr. 720.024 nóvember desember kr. 804.408 Samtals kr. 2.513.864 2. Látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og vanrækt að varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi einkahlutafélagsins rekst rarárið 2014. 3. Nýtt ávinning á brotum samkvæmt 1. tölulið C - liðar ákæru, samtals kr. 2.513.864, í þágu rekstrar einkahlutafélagsins og eftir atvikum í eigin þágu. D. Á hendur Jóhanni Ósland og Þorgrími Dúa fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald í rekstri einkahlutafélagsins , kt. , nú afskráð, Þorgrími Dúa sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni félagsins fram til 2. október 2015 og frá þeim t íma til ársloka 2015 sem daglegum stjórnanda félagsins, og Jóhanni Ósland sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni félagsins frá 2. október 2015 til 11. febrúar 2016, þegar bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta, með því að hafa: 1. Eigi staðið skil á v irðisaukaskattsskýrslum félagsins vegna uppgjörstímabilanna janúar febrúar til og með september október rekstrarárið 2015 hvað varðar ákærða Þorgrím Dúa og á hendur Jóhanni Ósland fyrir að hafa eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum félagsins veg na uppgjörstímabilanna mars - apríl til og með nóvember - desember rekstrarárið 2015, en ákærði Jóhann Ósland gaf út reikninga í nafni félagsins sem dagsettir voru aftur tímann eftir að hann tók við félaginu í október 2015, og á hendur ákærðu báðum fyrir a ð hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var eða innheimta bar í rekstri félagsins vegna sömu uppgjörstímabila í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, vegna reikninga sem þeir gáfu út í nafni félagsins, samt als að fjárhæð kr. 4.889.815 að því 6 er varðar ákærða Þorgrím Dúa og samtals að fjárhæð kr. 5.050.339 að því er varðar ákærða Jóhann Ósland sem sundurliðast sem hér greinir: Þorgrímur Dúi Jóhann Ósland janúar febrúar kr. 460.584 janúar febrúar kr. - mars apríl kr. 780.856 mars apríl kr. 1.274.040 maí júní kr. 1.372.901 maí júní kr. 747.120 júlí ágúst kr. 1.288.519 júlí ágúst kr. 1.924.382 september október kr. 986.955 sep tember október kr. 925.277 nóvember desember kr. - nóvember desember kr. 179.520 4.889.815 5.050.339 2. Fyrir að hafa ekki fært tilskilið bókhald fyrir félagið í samræmi við kröfur laga nr. 145/1994 um bókhald og vanrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn vegna starfsemi félagsins á rekstrarárinu 2015. 3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning á brotum samkvæmt 1. tölulið D - liðar ákæru í þágu rekstrar einkahlutafélagsins og eftir atvikum í eigin þágu ákærðu, samtals kr. 4.889.815, að því er varðar ákærða Þorgrím Dúa, og kr. 5.050.339, að því Brot ákærðu samkvæmt 1. tölulið A, B, C og D - liðar ákæru eru talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlag a nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Brot ákærðu samkvæmt 2. tölulið A, B, C og D - liðar ákæru eru talin varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 36. gr. og 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr. la ga nr. 145/1994, um bókhald. Brot ákærðu samkvæmt 3. tölulið A, B, C og D - liðar ákæru eru talin varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og gr eiðslu alls sakarkostnaðar. Að auki er þess krafist að ákærða Jóhanni Ósland verði, með vísan til 4. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, bannað að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna, sitja í stjórn, starfa sem framkvæmdastjóri e ða koma með öðrum hætti að stjórnun eða fara með meiri hluta atkvæðisréttar í slíku félagi í allt að þrjú ár. 7 Í þinghaldi 13. janúar sl. var ákveðið að kljúfa mál þetta, sbr. heimild í 2. mgr. málanúmerið nr. . Dómur í máli hans féll 15. janúar sl. I. Ákæran í máli þessu er í fjórum stafliðum A - D. Hver stafliður skiptist í þrjá töluliði þar sem ákært er fyrir skattalagabrot, bókhaldsbrot og peningaþvætti, með því að hafa nýtt ávinning af skattalagabrotinu í þágu viðkomandi félags eða eftir atvikum í ei gin þágu ákærðu. Brot ákærðu samkvæmt 1. og 2. tölulið kaflanna eru talin meiri háttar samkvæmt 1. og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Undir rekstri málsins fyrir dómi lýstu ákærðu yfir breyttri afstöðu sinni til sakarefnisins en þeir höfðu áður al farið neitað sök. Ákærði Gunnar Jón játaði sök hvað varðar 1. tölulið A í ákæru. Hann neitaði sök að öðru leyti. Þá játaði ákærði Jóhann Ósland sök hvað alla kafla ákæru varðar að undanskildum 3. tölulið þeirra er lýtur að peningaþvætti. Ákærði Þorgrímur D úi játaði einnig sök hvað varðar alla töluliði D kafla ákæru, nánar tiltekið það tímabil er hann var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins en neitar sök varðandi það tímabil sem hann er talinn hafa farið með daglega stjórnun þess. Hér á eftir verður gerð grein fyrir framburði ákærðu og vitna en að því búnu fjallað sérstaklega um einstaka kafla ákæru þar sem ákærðu neita sök. Ákærðu hafa ekki vefengt tölulegar niðurstöður Héraðssaksóknara sem lagðar eru til grundvallar fjárhæðum í ákærunni. II. Ákærði Gunnar Jón Yngvarsson kvað allar dagsetningar vera talsvert á reiki hjá sér enda langt um liðið frá atvikum. Hann hafi annast rekstur félagsins einn þar til meðákærði Jóhann Ósland hefði tekið við og gert ráð fyrir að meðákærði myndi þá skila inn þeim gög num sem lög gerðu ráð fyrir. Kvað hann rekstur félagsins hafa gengið illa og í reynd verið sjálfhætt. Hefði hann getað lagt félagið niður en taldi þessa yfirfærslu mun einfaldari og þægilegri í framkvæmd. Aðspurður kvaðst ákærði hafa haldið prókúru félagsi ns og vissi í raun ekki af hverju hann hefði verið áfram með hana. Spurður um ástæðu þess að hann hefði gefið út reikninga, innheimt virðisaukaskatt og þóknun eftir að hann sagði sig úr stjórn félagsins, kvaðst hann ekki getað svarað því. Sennilegt væri að um einstök tilvik hefði verið að ræða. Þá kvaðst ákærði ekki hafa afhent nein bókhaldsgögn undir rannsókn málsins. Taldi hann að þau hefðu verið hjá bókaranum. Taldi hann sig hafa farið með gögnin til bókarans en 8 myndi þó ekki hvaða gögn það hefðu verið e ða hvort hann hafi gert það eftir að hann fór út úr félaginu. Þá kvaðst hann ekki muna hvað hann gerði við afrit reikninga. Ákærði Jóhann Ósland Jósefsson kvaðst ekki muna hver hefði verið aðdragandi þess að hann hefði komið inn í félagið. Aðspurður kvað h ann sér hafa verið ókunnugt um tilvik er meðákærðu gáfu út reikninga á sama tíma. Hvað varði meint peningaþvætti kvað ákærði að í öllum tilvikum hefði verið um að ræða tilhæfulausa reikninga og engin vinna legið að baki þeim. Hafi hann ekki þegið neinar gr eiðslur vegna reikninganna eða þóknanir. Kvaðst hann nánar spurður ekkert muna eftir reikningum sem hann gaf út og gæti því ekki svarað einstökum spurningum um þá. Kvaðst hann ekki hafa haft fjárhagslegan ávinning af útgáfu reikninganna. Ákærði kvaðst ekki muna hvort hann hefði verið í rekstri á árunum 2012 - 2015. Hann hefði ekki gert sér grein fyrir þeim möguleika að með útgáfu reikninga væri unnt að innskatta þá. Hann kvaðst ekki muna eftir einstökum atvikum vegna þess hve langt væri um liðið en auk þess hafi hann átt við heilsubrest að stríða, m.a. bakflæði. Kvaðst hann hafa gefið suma reikninga út að beiðni bróður síns. Ákærði Þorgrímur Dúi kvaðst hafa komið að rekstri ehf. á því tímabili sem tilgreint er í ákæru eða allt til 2. október 2015 er meðá kærði Jóhann Ósland hafi tekið félagið yfir. Hann hafi ekki greitt ákærða fyrir það. Ákærði kvaðst ekki muna eftir því að hafa gefið út reikninga eftir að hann fór út úr stjórn. Hann hafi ekki verið á góðum stað í lífinu og skattskil hafi farið fyrir ofan garð og neðan. Hann hafi ekki vitað hvað varð af bókhaldsgögnum. Til hafi staðið að meðákærði sæi um skattskil en ákærði kvaðst ekki muna hvernig það átti að fara fram eða fyrir hvaða tímabil. Ákærði kannaðist við að hafa verið með prókúru og að fjárhæðir hafi verið greiddar inn á reikning félagsins sem hann minnti að meðákærði hefði einnig haft aðgang að. Fjármununum hafi verið varið í eigin neyslu ákærða. Hann og meðákærði hafi báðir gefið út reikninga í nafni félagsins en ákærði kvaðst ekki muna frá hvað a tíma það hafi verið. Ákærði kannaðist við að hafa innheimt hluta reikninga tímabilið september og október og jafnframt greitt hluta af vangoldnum virðisaukaskatti. Kenndi hann hann ekki hafa velt því fyrir sér inn á hvað hann hafi verið að greiða í sjálfu sér. Hann hafi bara verið að greiða skuld. A kvaðst hafa leitað til ákærða til að leggja til mannskap vegna vinnu í tengslum við félag vitnisins , sem sérhæfði sig í að smí ða ýmis tæki og tól. Vitnið kannaðist við að félög ákærða sem um getur í ákæru hafi gefið út reikninga á hendur . Hann hafi yfirleitt borgað ákærða Jóhanni Ósland með reiðufé að hans ósk. Aðspurður kvað hann rangt að engin vinna hefði legið að baki reik ningunum, mögulega hefði ákærði niður unna tíma og reikningarnir skrifaðir út til samræmis við það. Vinnan hefði verið 9 innt af hendi af þeim mönnum sem ákærði útvegaði hon um. Ákærði hafi gefið út reikningana en það hafi komið fyrir að vitnið hefði handskrifað reikninga að beiðni ákærða sem hafi síðan samþykkt þá en sumir hafi verið prentaðir. Vel megi vera að hann hafi millifært fjárhæðir á ákærða. Kvaðst vitnið sjálft hafa innskattað reikningana. Vitnið kvaðst ekki hafa haft samskipti við aðra en ákærða Jóhann Ósland. Hann kvað misjafnt hvaða félag gaf út reikningana. Vitnið kvaðst ekki hafa vitað fyrir fram hvaða félag væri á reikningnum. B kvaðst hafa starfað sem bifrei ðastjóri á árinu 2015. Hann hefði haft samskipti við ákærða Jóhann Ósland vegna vinnu sinnar. Ákærði hefði gefið út reikninga fyrir vinnu vitnisins og síðan greitt vitninu laun að hann minnir með millifærslum en muni ekki hvaðan þær komu. Ákærði hefði innh eimt reikningana og fengið virðisaukaskattinn að því er vitnið best vissi. Kvað hann þekkt að ákærði gæfi út reikninga fyrir aðra einstaklinga. Ákærði hafi fengið eitthvað greitt fyrir það en kvaðst ekki muna alveg hversu há þóknun það var eða hvernig þett a hefði nákvæmlega verið. Vitnið kvaðst hafa haft samskipti við ákærða Jóhann Ósland einan. Hann hefði upphaflega fengið upplýsingar um hann í gegnum annan aðila sem sagði honum frá honum. Hann kvaðst aðspurður kannast við nafnið ehf. en ekki muna hvor t þetta fyrirkomulag þeirra tengdist fleiri en einu félagi ákærða. III. A kafli ákæru Með bréfi skattrannsóknarstjóra ríkisins, dagsettu 22. júní 2018, var embætti Héraðssaksóknara sent til rannsóknar mál vegna meintra brota ákærðu Gunnars Jóns og Jóhan ns Óslands, sem fyrrum fyrirsvarsmanna ehf., á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, lögum nr. 145/1994 um bókhald og eftir atvikum almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Til grundvallar lá rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á bókhaldi og virðisauk askattskilum ehf., m.a. skýrsla skattrannsóknarstjóra ríkisins dagsett 20. apríl 2018 varðandi rekstrartímabil félagsins janúar 2011 til og með desember 2012. Rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins leiddi í ljós að vanrækt hafði verið að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna nánar tilgreindra uppgjörstímabila rekstrarárið 2011 og 2012. Þá hefði bókhald ekki verið fært og bókhald sgögn ekki fyrirliggjandi önnur en sölureikningar. Niðurstaða skattrannsóknarstjóra var sú að háttsemi ákærðu kynni að varða refsingu samkvæmt lögum um virðisaukaskatt, lögum um bókhald og almenn hegningarlög. Ákærðu var 10 send skýrsla skattrannsóknarstjóra með bréfi 23. mars 2018 og var veittur frestur til þess að koma að mótmælum eða athugasemdum en þeir nýttu sér ekki þann rétt. Með bréfum skattrannsóknarstjóra dagsettum 2. maí 2018 var ákærðu, sem fyrrum fyrirsvarsmönnum fyrirtækisins, tilkynnt um fyrirh ugaða ákvörðunartöku um refsimeðferð í málinu. Var ákærðu veittur frestur til þess að tjá sig um ákvörðunina áður en til hennar kæmi. Engin svör bárust vegna bréfanna. Þá var ákærðu tilkynnt, með bréfi skattrannsóknarstjóra 22. júní 2018, sú ákvörðun sem a ð framan er lýst, að vísa málinu til rannsóknar héraðssaksóknara. Samkvæmt vottorði úr fyrirtækjaskrá frá 1. júní 2017 var bú ehf. úrskurðað gjaldþrota 21. mars 2013. Skiptum lauk 1. september 2014 og var félagið afskráð þann 1. október 2014. Skýrsla skattrannsóknarstjóra ríkisins var því ekki send ríkisskattstjóra til endurákvörðunar. Tilgangur félagsins, sem upphaflega hét ehf., var kaup og sala fasteigna, rekstur fasteigna, útleigustarfsemi, innflutningur, heildsala, kaup og sala lausafjármuna, kaup og sala bifreiða, rekstur bifreiða, lánastarfsemi, fjárfestingar af hverju tagi og önnur skyld starfsemi. Niðurstaða Ákærði Jóhann Ósland Ákærði hefur játað sök samkvæmt 1. og 2. tölulið ákærukaflans. Sannað er með játningu hans, sem samræmist gögn um málsins, að hann hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er samkvæmt 3. tölulið ákærukaflans gefið að sök að hafa nýtt ávinning á brotum samkvæmt 1. tölulið í þágu rekstrar einkahlutafélagsins og eftir atvikum í eigin þágu ákærða, samtals að fjárhæð 7.037.493 krónur. Ákærði neitar sök hvað þennan ák ærulið varðar. Í skýrslutöku af ákærða hjá héraðssaksóknara var ákærða kynnt að rannsóknarskýrsla skattrannsóknarstjóra ríkisins lægi fyrir en sú skýrsla var gerð án þess að fyrir lægi framburður hans, en ítrekaðar tilraunir til að boða hann til skýrslutök u báru ekki árangur. Þá voru bornar undir ákærða spurningar varðandi félag hans ehf. en í öllum tilvikum bar hann fyrir sig minnisleysi eða kaus að tjá sig ekki. Eins og áður segir breytti ákærði, við upphaf aðalmeðferðar, afstöðu sinni til 1. og 2. töluliðar allra ákærukafla og játaði nú sök. Hann gerði ekki athugasemdir um heimfærslu til refsiákvæða samkvæmt töluliðunum. 11 Í skýrslutöku af ákærða fyrir dómi bar hann fyrir sig minnisleysi þegar hann var spurður út í einstök efnisatriði. Fram kom hjá ákærða að reikningarnir, sem hann kannaðist við að hafa gefið út og liggja fyrir í málinu hafi verið tilhæfulausir og engin vinna legið að baki þeim. Hann gaf þó engar skýringar á því hvers vegna hann hefði gefið út tilhæfulausa reikninga án nokkurs fjárh agslegs ávinnings. Samkvæmt 115. gr. laga nr. 88/2008 metur dómari sönnunargildi framburðar ákærða, þar á meðal trúverðugleika hans, við úrlausn máls. Í því sambandi skal meðal annars hugað að ástandi og hegðun ákærða við skýrslugjöf og stöðugleika í frá sögn hans. Í dómaframkvæmd hefur við mat þetta verið m.a. litið til viðbragða ákærða við spurningum og þá m.a. hvort hann neiti að tjá sig eða komi með haldbærar skýringar. Það er mat dómsins að framburður ákærða hafi hvorki verið trúverðugur né sannfæra ndi. Þegar svo er ástatt að ákærði ber fyrir sig varnir á borð við þær sem fram komu við upphaf aðalmeðferðar, stendur honum nær að gefa frekari skýringar hyggist hann renna stoðum undir þær. Engar viðhlítandi skýringar komu fram hjá ákærða og voru sumar þ eirra fjarstæðukenndar og í engu samræmi við staðreyndir og fyrirliggjandi gögn. Samkvæmt 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga er m.a. refsivert að taka við, nýta eða afla sér eða öðrum ávinnings af broti, nýta, flytja eða geyma ávinning af broti samk væmt almennum hegningarlögum eða af refsiverðu broti af öðrum lögum. Þá segir í 2. mgr. ákvæðisins að sá sem framið hefur frumbrot og fremji jafnframt brot samkvæmt 1. mgr. 264. gr. skuli sæta sömu refsingu og þar greinir. Í málinu liggja fyrir gögn hérað ssaksóknara sem saksókn byggist á. Enginn ágreiningur er um fjárhæðir en þær eru reistar á yfirlitum sem liggja fyrir í málinu og grundvallast á sölureikningum útgefnum af ákærða fyrir ehf. sem óumdeilt er að hann var í forsvari fyrir á því tímabili se m 1. töluliður ákæru tekur til. Reikningar þessir uppfylla formkröfur og eru áritaðir um greiðslu. Er ekkert fram komið sem bendir til þess að þeir hafi verið tilhæfulausir, þ.e. að ekki hafi komið til vinnuframlag ákærða gegn greiðslu viðsemjenda. Í málin u er ákærða ekki gefið að sök að hafa aflað öðrum ávinnings af brotum sínum en öðrum þræði byggði ákæruvaldið á að ákærði hefði gefið út reikninga fyrir aðra, þegið þóknanir fyrir að hafa þann háttinn á og innheimt virðisaukaskattinn sjálfur. Þetta var ekk i sérstaklega rannsakað ef frá er talin skýrsla af vitninu B og hefur því ekki sérstaka þýðingu við sönnunarmat. Eftir sem áður liggja fyrir framangreindir sölureikningar, útgefnir af ákærða, og gildir í raun einu hvort þeir hafi verið tilhæfulausir eða ek ki þegar kemur að því að meta saknæmi frumverknaðar hans samkvæmt 1. tölulið A. Ákærði hefur viðurkennt að honum hafi borið skylda til að skila virðisaukaskattsskýrslum, standa skil á virðisaukaskatti í samræmi við reikningana og 12 færa bókhald en ekki ge rt það. Dómurinn leggur til grundvallar að ákærði hafi innheimt virðisaukaskatt eins og reikningarnir bera með sér en ekki staðið skil á honum. Hlutrænt séð fellur háttsemi ákærða að þeim hluta verknaðarlýsingar 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, sem lýtur að því að afla sér ávinnings af frumbroti og fellur saman við það. Ákærði byggir á því að 262. gr. almennra hegningarlaga tæmi sök gagnvart 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Með lögum nr. 149/2009 var 264. gr. almennra hegningarlaga breytt í núverandi horf. Gildissvið peningaþvættisbrotsins samkvæmt 1. mgr. 264. gr. var rýmkað til muna og á þann veg að það taki ekki einungis til frumbrota á almennum hegningarlögum, heldur einnig til refsiverðra frumbrota á öðrum lögum að uppfylltum hlutrænum og huglægum efnisskilyrðum ákvæðisins. Þá var lögfest ákvæði um sjálfsþvætti í 2. mgr. 264. gr. sem felur í sér að sá sem framið hefur frumbrot, og fremur jafnframt peningaþvættisbrot samkvæmt fyrrnefndri 1. mgr., skuli sæta sömu refs ingu og þar greini. Ákvæði 77. gr. gildi þá eftir því sem við á. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 149/2009 verður ráðið að framning frumbrots og sjálfsþvætti, þ.e. að þvætta ávinning af eigin brotum, séu tvö sjálfstæð brot og því gild Eins og áður segir féll brot ákærða gagnvart 1. mgr. 264. gr. saman við frumbrot hans samkvæmt 1. tölulið ákærða. Í málinu liggur ekkert fyrir um viðbótarathafnir ákærða og ber því að líta svo á að frumbrotið tæmi sök gagnv art 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Vísast í þessu sambandi til dóms Landsréttar í málum nr. , og . Ákærði Gunnar Jón Eins og áður greinir játar ákærði Gunnar Jón sök samkvæmt 1. tölulið ákærukaflans. Ákærði hefur ekki ve fengt skráningar um fyrirsvar ákærða í fyrirtækjaskrá RSK sem eru í samræmi við tilkynningar frá félaginu en miðað er við þá dagsetningu er tilkynningarnar voru mótteknar hjá RSK. Var Gunnar Jón skráður stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi fél agsins frá 13. september 2010 til 6. október 2011 en þann dag var meðákærði Jóhann Ósland skráður með fyrirsvar með sama hætti en ákærði skráður varamaður. Í krafti stöðu sinnar bar ákærði framangreint tímabil ábyrgð á skattskilum félagsins en hann gaf út sölureikninga í nafni félagsins og innheimti þá í gegnum bankareikning þess sem hann var prókúruhafi fyrir allt tímabil rannsóknar skattrannsóknarstjóra. Ber yfirlit reikningsins með sér að hreyfingar hafi verið á reikningnum frá 4. janúar 2011 til 31. des ember 2012. Jafnframt bera gögn 13 málsins með sér að ákærði hafi komið fram í nafni félagsins og að fjármálum þess, þ.e. án nokkurra tengsla við meðákærða, einnig eftir að sá síðarnefndi tók við sem skráður fyrirsvarsmaður ákærða 6. október 2011. Ber því að líta svo á að frá þeim tíma og fram til ársloka 2012 hafi ákærði Gunnar Jón verið daglegur stjórnandi félagsins og borið ábyrgð sem slíkur. Með vísan til framangreinds er sannað með játningu ákærða, sem samræmist gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 1. tölulið A kafla ákæru, þ.e. að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum né virðisaukaskatti sem innheimtur var eða innheimta bar í rekstri félagsins í samræmi við það sem nánar greinir í ákæru. Brot ák ærða er heimfært til 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Ákærði mótmælir heimfærslunni og byggir á því að líta beri til þess að vanframtalin fjárhæð sé ekki há og hefði skattrannsóknarstjóri g etað lokið málinu með sektargerð. Samkvæmt 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga skal hver sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gerist m.a. sekur um meiri háttar brot gegn 1. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt sæta fangelsi í allt að 6 árum. Í 3. m gr. 262. gr. laganna eru tilgreind þau þrjú viðmið sem litið skal til við mat á því hvort brot teljist meiri háttar í skilningi ákvæðisins, þ.e. hvort brotið lúti að verulegum fjárhæðum, hvort verknaður sé framinn með sérlega vítaverðum hætti eða við aðstæ ður sem auka mjög saknæmi brotsins, svo og ef maður, sem til refsingar skal dæma fyrir eitthvert þeirra brota sem getur í 1. eða 2. mgr., hefur áður verið dæmdur fyrir sams konar brot eða eitthvert annað brot sem undir þau ákvæði fellur. Hvert þeirra atri ða sem tilgreind eru í 3. mgr. nægja til þess að sakfella megi fyrir brot gegn greininni en í þessu sambandi vísast til dóms Landsréttar í máli nr. . Til sömu viðmiða lítur skattrannsóknarstjóri við mat á því hvort skilyrði séu til að ljúka máli með sek targerð. Brot ákærða er ásetningsbrot en hann stóð ekki skil á neinum virðisaukaskattsskýrslum vegna uppgjörstímabila þeirra sem tilgreind eru í ákæru. Þá taldi hann ekki fram skattskylda veltu og útskatt vegna útgefinna sölureikninga í nafni það tímab il sem hann var í forsvari fyrir félagið. Ber því jafnframt að líta til þess við hvaða aðstæður brot ákærða var framið og með hvaða hætti. Þegar svo háttar til sem í tilviki ákærða hafa vanframtaldar fjárhæðir takmarkaðra vægi en ella. Með vísan til framan greinds telst brot ákærða samkvæmt 1. tölulið ákærukaflans meiri háttar í skilningi 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt 2. lið ákærukaflans er ákærða gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og vanrækt að varð veita bókhaldsgögn vegna 14 starfsemi rekstrarárin 2011 og 2012. Háttsemi hans er heimfærð undir 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 36. gr. og 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald. Ákærði neitar sök og byggir kröfu sí na um sýknu á því að hann hafi ekki borið ábyrgð á bókhaldi félagsins eftir að hann sagði sig úr stjórn félagsins. Miðar hann í þessu sambandi við dagsetningu tilkynninga til RSK eða 6. september 2011. Með vísan til þess sem rakið er hér að framan um þetta atriði er tímamark tilkynninga miðað við móttökudagsetningu sem fram kemur á eyðublaði RSK eða 6. október 2011. Jafnframt vísast til umfjöllunar um ábyrgð ákærða sem daglegs stjórnanda félagsins en hún náði fram yfir nefnda dagsetningu. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald eru einkafélög bókhaldsskyld. Ber bókhaldsskyldur maður og fyrirsvarsmaður lögaðila ábyrgð á því að bókhald sé fært með lögboðnum hætti, sbr. 3. mgr. 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Samkvæmt 9. gr. laga n r. 145/1994 skal í bókhaldi skrá viðskipti jafnskjótt og þau fara fram, enda sé það í samræmi við góða bókhaldsvenju. Önnur atvik skulu skráð svo fljótt sem unnt er eftir að þau eiga sér stað. Eins og áður greinir skilaði ákærði ekki virðisaukaskattsskýrs lum og stóð ekki skil á virðisaukaskatti í samræmi við þá. Þá færði hann ekki bókhald eins lög áskilja og gerði enga tilraun til þess að leggja fram bókhaldsgögn eða upplýsa um hvar þau væri að finna. Stoðar ákærða ekki að vísa til ábyrgðar annarra í þessu sambandi án frekari skýringa. Með því að uppfylla ekki lögboðna skyldu sína það tímabil sem ákærði var í forsvari fyrir félagið sem framkvæmdarstjóri og síðar daglegur stjórnandi, braut ákærði með ásetningi gegn 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga og þeim ákvæðum bókhaldslaga nr. 145/1994 sem vísað er til í ákæru. Samkvæmt 1. og 2. tölulið 37. gr. laganna telst háttsemi bókhaldsskylds manns eða fyrirsvarsmanns ætíð meiri háttar brot gegn lögunum ef hann færir ekki tilskilið bókhald svo og ef hann varðv eitir ekki fylgiskjöl eða önnur bókhaldsgögn. Ákærða er samkvæmt 3. tölulið ákærukaflans gefið að sök að hafa nýtt ávinning af brotum samkvæmt 1. tölulið í þágu rekstrar einkahlutafélagsins og eftir atvikum í eigin þágu ákærða, samtals að fjárhæð 993.720 krónur. Ákærði neitar sök. Í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara voru bornar undir ákærða almennar spurningar um rekstur félagsins ehf. en ákærði bar í vel flestum tilvikum fyrir sig minnis leysi. Þá voru bornir undir ákærða sölureikningar sem liggja fyrir í málinu, m.a. sem ákærði var talinn bera ábyrgð á bæði fyrir og eftir þann tíma er hann var formlega skráður úr stjórn félagsins. 15 Í skýrslutöku fyrir dómi bar ákærði einnig fyrir sig minnisleysi eða kvaðst ekki geta svarað spurningum. Kvaðst hann þannig hvorki geta skýrt hvers vegna hann hafi verið með prókúru á bankareikning félagsins eftir að hann skráði sig úr stjórn þess né hvers vegna hann hefði gefið út reikninga og innheimt virð isaukaskatt bæði fyrir og eftir framangreint tímamark. Með vísan til 115. gr. laga nr. 88/2008 og umfjöllunar hér að framan í tengslum við meðákærða ber að meta sönnunargildi framburðar ákærða út frá þeim sjónarmiðum sem rakin eru í umfjöllun um meðákærða hér að framan. Ákærði gaf takmarkaðar skýringar á atriðum sem í ljósi atvika verður að telja að honum hafi staðið nær að upplýsa um. Í málinu liggja fyrir gögn héraðssaksóknara sem saksókn byggist á. Enginn ágreiningur er um fjárhæðir en þær eru reistar á yfirlitum sem liggja fyrir í málinu og grundvallast á sölureikningum fyrir ehf. sem útgefnir voru af ákærða á því tímabili sem ákærði var í forsvari og 1. töluliður ákæru tekur til. Þá liggur fyrir að hreyfingar voru á reikningi félagsins á því tímabi li, bæði lagt inn á reikninginn, m.a. af viðsemjendum, en jafnframt framkvæmdar millifærslur af ákærða og tekið út reiðufé. Ákærði hefur eins og áður segir játað frumbrot samkvæmt 1. tölulið ákærukaflans. Hann hefur ekki andmælt að hann hafi staðið að fram angreindum fjárhagslegum ráðstöfunum og verið í forsvari fyrir félagið í samskiptum sínum við viðsemjendur. Hlutrænt séð fellur háttsemi ákærða að þeim hluta í verknaðarlýsingu 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, sem lýtur að því að afla sér ávinning s af frumbroti, og fellur saman við það. Með vísan til þess sem áður er rakið verður að telja að 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga tæmi sök gagnvart 1. mgr., sbr. 2. mgr., 264. gr. laganna. B kafli ákæru Með bréfi skattrannsóknarstjóra ríkisins, dag settu 22. júní 2018, var embætti Héraðssaksóknara sent til rannsóknar mál vegna meintra brota ákærðu Jóhanns ehf., á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, lögum nr. 145/1994 um bókhald og eftir atvikum almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Rannsókn embættisins beindist einnig að Til grundvallar lá rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á bókhaldi og virðisaukaskattskilum ehf. og skýrsla skattrannsó knarstjóra ríkisins dags. 20. apríl 2018 varðandi rekstrartímabil félagsins frá janúar 2013 til og með júní 2014. Rannsókn skattrannsóknarstjóra leiddi í ljós að vanrækt hefði verið að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna nánar tilgreindra 16 uppgjörstímabila rekstrarárin 2013 og 2014. Enn fremur að bókhald hefði ekki verið fært og bókhaldsgögn ekki fyrirliggjandi önnur en sölureikningar. Niðurstaða skattrannsóknarstjóra var sú að háttsemi þessara fyrirsvarsmanna kynni að varð a refsingu samkvæmt lögum um virðisaukaskatt, lögum um bókhald og almennum hegningarlögum. Ákærðu var send skýrsla skattrannsóknarstjóra með bréfi 6. mars 2018 og var veittur frestur til þess að koma að mótmælum eða athugasemdum en þeir nýttu sér ekki þann rétt. Með bréfum skattrannsóknarstjóra, dagsettum 2. maí 2018, var ákærðu tilkynnt um fyrirhugaða ákvörðunartöku um refsimeðferð í málinu og þeim veittur frestur til þess að tjá sig áður en til hennar kæmi. Engin svör bárust vegna bréfanna. Þá var ákærðu tilkynnt, með bréfi skattrannsóknarstjóra 22. júní 2018, sú ákvörðun sem að framan er lýst, að vísa málinu til rannsóknar héraðssaksóknara. Samkvæmt vottorði úr fyrirtækjaskrá frá 1. júní 2017 var bú ehf. úrskurðað gjaldþrota 4. mars 2015. Skiptum la uk 19. maí 2015 og félagið afskráð 29. maí 2015. Skýrsla skattrannsóknarstjóra ríkisins var því ekki send ríkisskattstjóra til endurákvörðunar. Tilgangur félagsins, sem upphaflega hét ehf., var að annast þjónustu við ferðamenn, útleigu á vörum og þjónu stu til ferðalaga og verktakastarfsemi. Niðurstaða Ákærði hefur játað sök samkvæmt 1. og 2. tölulið ákærukaflans. Sannað er með játningu hans, sem samræmist gögnum málsins, að hann hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er samkvæmt 3. tölulið ákærukaflans gefið að sök að hafa nýtt ávinning af brotum samkvæmt 1. tölulið í þágu rekstrar einkahlutafélagsins og eftir atvikum í eigin þágu ákærða, samtals að fjárhæð 6.451. 78 krónur. Ákærði neitar sök hvað þennan ákærulið varðar. Í skýrslutöku af ákærða hjá héraðssaksóknara var ákærða kynnt að rannsóknarskýrsla skattrannsóknarstjóra ríkisins lægi fyrir en sú skýrsla var gerð án þess að fyrir lægi framburður hans, en ítreka ðar tilraunir til að boða hann til skýrslutöku báru ekki árangur. Þá voru bornar undir ákærða spurningar varðandi félag hans og sölureikninga en í öllum tilvikum bar hann fyrir sig minnisleysi eða kaus að tjá sig ekki. Vísað er til fyrri umfjöllunar um framburð ákærða fyrir dómi og mat á sönnunargildi framburðar hans. Ákærði hefur viðurkennt að honum hafi borið skylda til að skila virðisaukaskattsskýrslum og standa skil á virðisaukaskatti í samræmi við reikningana. Dómurinn leggur til grundvallar að á kærði hafi innheimt virðisaukaskatt 17 eins og reikningarnir bera með sér en ekki staðið skil á honum. Hlutrænt séð fellur háttsemi ákærða að þeim hluta í verknaðarlýsingu 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, sem lýtur að því að afla sér ávinnings af frum broti og fellur saman við það. Með vísan til þeirra röksemda sem fram koma í niðurstöðu A kafla ákæru tæmir 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga sök gagnvart 1. mgr., sbr. 2. mgr., 264. gr. laganna. C kafli ákæru Með bréfi skattrannsóknarstjóra ríkisins, dagsettu 22. júní 2018, var embætti Héraðssaksóknara sent til rannsóknar mál vegna meintra brota ákærða Jóhanns Ósland sem fyrrum fyrirsvarsmanns ehf., á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, lögum nr. 145/1994 um bókhald og eftir atvikum almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Til grundvallar lá rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á bókhaldi og virðisaukaskattskilum ehf. þar á meðal endanleg skýrsla skattrannsóknarstjóra ríkisins, dagsett 20. apríl 2018, varðandi rekstrarárin 2014 og 2015. Rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins leiddi í ljós að vanrækt hafði verið að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna nánar tilgreindra uppgjörstímabila rekstrarárin 2014 og 2015. Enn fre mur að bókhald hefði ekki verið fært og fylgiskjöl ekki fyrirliggjandi önnur en sölureikningar. Niðurstaðan var að háttsemi ákærða kynni að varða refsingu samkvæmt lögum um virðisaukaskatt, lögum um bókhald og almennum hegningarlögum. Ákærða var send skýrs la skattrannsóknarstjóra með bréfum 23. og 27. mars 2018 og var veittur frestur til þess að koma að mótmælum eða athugasemdum en þeir nýttu sér ekki þann rétt. Með bréfi skattrannsóknarstjóra, dagsettu 2. maí 2018, var ákærða tilkynnt um fyrirhugaða ákvör ðunartöku um refsimeðferð í málinu og honum veittur frestur til þess að tjá sig áður en til hennar kæmi. Engin svör bárust vegna bréfsins. Þá var ákærða tilkynnt með bréfi skattrannsóknarstjóra 22. júní 2018, sú ákvörðun sem að framan er lýst, að vísa máli nu til rannsóknar héraðssaksóknara. Samkvæmt vottorði úr fyrirtækjaskrá frá 5. mars 2017 var bú ehf. úrskurðað gjaldþrota 18. febrúar 2015. Skiptum lauk 4. maí 2015 og félagið afskráð 15. maí 2015. Skýrsla skattrannsóknarstjóra ríkisins var því ekki s end ríkisskattstjóra til endurákvörðunar. Tilgangur félagsins var, samkvæmt því sem fram kemur í vottorðinu, verktakastarfsemi, kaup og sala fasteigna og lánastarfsemi. Niðurstaða 18 Ákærði hefur játað sök samkvæmt 1. og 2. tölulið ákærukaflans. Sannað er me ð játningu hans, sem samræmist gögnum málsins, að hann hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er samkvæmt 3. tölulið ákærukaflans gefið að sök að hafa nýtt ávinning á b rotum samkvæmt 1. tölulið í þágu rekstrar einkahlutafélagsins og eftir atvikum í eigin þágu ákærða, samtals að fjárhæð 2.513.864 krónur. Ákærði neitar sök hvað þennan ákærulið varðar. Í skýrslutöku af ákærða hjá héraðssaksóknara var ákærða kynnt að r annsóknarskýrsla Skattrannsóknarstjóra ríkisins lægi fyrir en sú skýrsla var gerð án þess að fyrir lægi framburður hans, en ítrekaðar tilraunir til að boða hann til skýrslutöku báru ekki árangur. Þá voru bornar undir ákærða spurningar varðandi félag hans [ og sölureikninga en í öllum tilvikum bar hann fyrir sig minnisleysi eða kaus að tjá sig ekki. Vísað er til fyrri umfjöllunar um framburð ákærða fyrir dómi og mat á sönnunargildi framburðar hans. Ákærði hefur viðurkennt að honum hafi borið skylda til að skila virðisaukaskattsskýrslum og standa skil á virðisaukaskatti í samræmi við reikningana. Dómurinn leggur til grundvallar að ákærði hafi innheimt virðisaukaskatt eins og reikningarnir bera með sér en ekki staðið skil á honum. Hlutrænt séð fellur háttsem i ákærða að þeim hluta í verknaðarlýsingu 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, sem lýtur að því að afla sér ávinnings af frumbroti og fellur saman við það. Með vísan til þeirra röksemda sem fram koma í niðurstöðu A kafla ákæru tæmir 1. mgr. 262. gr. al mennra hegningarlaga sök gagnvart 1. mgr., sbr. 2. mgr., 264. gr. laganna. D kafli ákæru Ákærði Jóhann Ósland Með bréfi skattrannsóknarstjóra ríkisins, dagsettu 18. júlí 2018, var embætti héraðssaksóknara sent til rannsóknar mál vegna meintra brota ákærðu Jóhanns Ósland og Þorgríms Dúa Jósefssonar sem fyrrum fyrirsvarsmanna ehf., á lögum nr. 50/1988 um virðisa ukaskatt, lögum nr. 145/1994 um bókhald og eftir atvikum almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Til grundvallar lá rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á bókhaldi og virðisaukaskattsskilum ehf., þar á meðal skýrsla skattrannsóknarstjóra ríkisins, dag s. 7. maí. 2018, varðandi rekstrartímabilið janúar til og með desember rekstrarárið 2015. Rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins leiddi m.a. í ljós að vanrækt hafði verið að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna nánar 19 tilgreindra uppgjörstímabila rekstrarárið 2015. Enn fremur að bókhald hafði ekki verið fært og bókhaldsgögn ekki fyrirliggjandi önnur en sölureikningar. Niðurstaðan var að háttsemi ákærðu kynni að varða refsingu samkvæmt lögum um virðisaukaskatt, lögum um bókhald og almennum hegningarlögum. Ákærðu var send skýrsla skattrannsóknarstjóra með bréfum 27. mars 2018 og var veittur frestur til þess að koma að mótmælum eða athugasemdum. Ákærði Þorgrímur Dúi nýtti sér þann rétt en andmælin gáfu ekki tilefni til efn islegra breytinga. Með bréfum skattrannsóknarstjóra, dagsettum 11. maí 2018, var ákærðu tilkynnt um fyrirhugaða ákvörðunartöku um refsimeðferð í málinu. Andmæli bárust frá ákærða Þorgrími Dúa. Þá var ákærðu tilkynnt, með bréfi skattrannsóknarstjóra 18. júl í 2018, sú ákvörðun sem að framan er lýst, að vísa málinu til rannsóknar héraðssaksóknara. Samkvæmt vottorði úr fyrirtækjaskrá frá 1. júní 2017 var bú ehf. úrskurðað gjaldþrota 11. febrúar 2016. Skiptum lauk 20. desember 2016 og var félagið afskráð þ ann 5. janúar 2017. Tilgangur félagsins var, samkvæmt því sem fram kemur í vottorðinu, almenn húsasmíði, heildsala á fötum, húsbúnaði og gjafavöru og önnur starfsemi sem tengist þeim rekstri, rekstri fasteigna og almenn lánastarfsemi. Niðurstaða Ákærði he fur játað sök samkvæmt 1. og 2. tölulið ákærukaflans. Sannað er með játningu hans, sem samræmist gögnum málsins, að hann hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er samkv æmt 3. tölulið ákærukaflans gefið að sök að hafa nýtt ávinning af brotum samkvæmt 1. tölulið í þágu rekstrar einkahlutafélagsins og eftir atvikum í eigin þágu ákærða, samtals að fjárhæð 5.050.339 krónur. Ákærði neitar sök hvað þennan ákærulið varðar. Í skýrslutöku af ákærða hjá héraðssaksóknara var ákærða kynnt að rannsóknarskýrsla skattrannsóknarstjóra lægi fyrir en sú skýrsla var gerð án þess að fyrir lægi framburður hans, en ítrekaðar tilraunir til að boða hann til skýrslutöku báru ekki árangur. Þá voru bornar undir ákærða spurningar varðandi ehf. og sölureikninga, m.a. þá sem gefnir voru út utan þess tímabils er ákærði var skráður í forsvari fyrir félagið. Í öllum tilvikum bar hann fyrir sig minnisleysi eða kaus að tjá sig ekki. Vísað er til f yrri umfjöllunar um framburð ákærða fyrir dómi og mat á sönnunargildi framburðar hans. Ákærði hefur viðurkennt að honum hafi borið skylda til að skila virðisaukaskattsskýrslum og standa skil á virðisaukaskatti í samræmi við reikningana. Dómurinn leggur til grundvallar að ákærði hafi innheimt virðisaukaskatt 20 eins og reikningarnir bera með sér en ekki staðið skil á honum. Hlutrænt séð fellur háttsemi ákærða að þeim hluta í verknaðarlýsingu 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, sem lýtur að því að afla sér ávinnings af frumbroti og fellur saman við það. Með vísan til þeirra röksemda sem fram koma í niðurstöðu A kafla ákæru tæmir 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga sök gagnvart 1. mgr., sbr. 2. mgr.. 264. gr. laganna. Ákærði Þorgrímur Dúi Ákærði Þorgrím ur Dúi játar sök samkvæmt öllum ákæruliðum ákærukaflans en telur að ábyrgð hans einskorðist við það tímabil er hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra en ekki tímabilið frá 2. október 2015 til ársloka 2015 er hann er í ákæru sagður hafa verið daglegur stjórnand i félagsins. Samkvæmt gögnunum frá fyrirtækjaskrá RSK var tilkynning um að ákærði væri skráður stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi eh f . frá 15. janúar 2015 en hún var móttekin 4. febrúar 2015. Þann 10. september 2015 fór ákærði úr stjór n félagsins en tilkynning þess efnis var móttekin 2. október 2015. Ákærði hafnar því að hafa farið með daglega stjórn félagsins frá þeim tíma til ársloka 2015 og kveður meðákærða hafa verið í forsvari þá. Samkvæmt gögnum frá fyrirtækjaskrá RSK var Jóhann Ó sland skráður stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi frá 10. september 2015 en tilkynning þess efnis var móttekin 2. október 2015. Ákærði hefur ekki vefengt að hann hafi í krafti stöðu sinnar borið ábyrgð á skattskilum og bókhaldi félagsins það tímabil sem hann var skráður stjórnarmaður. Gögn málsins bera með sér að ákærði hafi gefið út reikninga í nafni félagsins eftir að hann skráði sig formlega úr því og voru reikningarnir greiddir inn á reikning sem hann hafði prókúru að. Á þeim tíma gaf hann út þrjá sölureikninga í nafni félagsins og innheimti þá í gegnum bankareikning þess, sem hann var prókúruhafi að. Reikningur félagsins var eyðilagður 26. október 2015 en þann dag gaf ákærði út síðasta reikninginn í nafni félagsins. Þegar reikningnum var l okað var ákærði Jóhann Ósland ekki lengur með prókúru. Síðasta millifærslan af þeim reikningi var framkvæmd 14. október 2015. Fyrir dómi kvaðst ákærði lítið muna eftir þessu tímabili en kvaðst ekki hafa verið á góðum stað í sínu lífi. Samkvæmt ofangreindu bera gögn málsins með sér að ákærði hafi komið fram í nafni félagsins og að fjármálum þess, án tengsla við meðákærða á tímabilinu, einnig eftir að sá síðarnefndi tók við sem skráður fyrirsvarsmaður félagsins 2. október 2015. Ber því að líta svo á að frá þ eim tíma og allt fram til ársloka 2015 hafi ákærði, Þorgrímur Dúi, verið daglegur stjórnandi félagsins og bar hann því ábyrgð á að standa 21 skil á virðisaukaskatti vegna þeirra reikninga sem hann gaf út, skila virðisaukaskattsskýrslum og halda bókhald. Með vísan til framangreinds og að öðru leyti til þeirra röksemda sem fram koma í niðurstöðu A kafla ákæru, um ábyrgð fyrirsvarsmanna, verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt 1. og 2. töluliðar ákærukaflans og er hún rétt h eimfærð til refsiákvæða. Brot ákærða teljast meiri háttar í skilningi 1. og 2. mgr. 262. gr., sbr. 3. mgr. almennra hegningarlaga og er sérstaklega litið til þess að um vítaverð brot var að ræða og við hvaða aðstæður það var framið. Þá er einnig til þess a ð líta að ákærði hefur áður verið dæmdur til refsingar fyrir sams konar brot. Ákærði skilaði virðisaukaskattsskýrslum vegna ársins 2015 og greiddi inn á fyrirliggjandi virðisaukaskattsskuld samtal 1.029.984 krónur. Aðhafðist ákærði framangreint eftir einda ga skilaskyldu en brot hans teljast fullframin á eindaga viðkomandi virðisaukaskattstímabila. Hefur þetta því ekki áhrif á saknæmi brota hans. Greiðslur eftir eindaga geta einkum komið til skoðunar við ákvörðun refsingar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í málinu liggja fyrir gögn héraðssaksóknara sem saksókn byggist á. Enginn ágreiningur er um fjárhæðir en þær eru reistar á yfirlitum sem liggja fyrir í málinu og grundvallast á sölureikningum fyrir ehf. sem útgefnir voru af ákærða á því tímabili sem ák ærði var í forsvari og 1. töluliður ákæru tekur til. Ákærði hefur, eins og áður segir, játað frumbrot samkvæmt 1. töluliðnum og er áður komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið í forsvari fyrir félagið í samskiptum sínum við viðsemjendur það tímabil sem tilgreint er í ákæru, annars vegar sem framkvæmdastjóri og hins vegar sem daglegur stjórnandi. Hlutrænt séð fellur háttsemi ákærða að þeim hluta í verknaðarlýsingu 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, sem lýtur að því að afla sér ávinnings af frumb roti og fellur saman við það. Með vísan til þess sem áður er rakið verður að telja að 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga tæmi sök gagnvart 1. mgr., sbr. 2. mgr., 264. gr. laganna. IV. Samkvæmt framansögðu hafa ákærðu verið sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald. Skiluðu þeir hvorki virðisaukaskattsskýrslum, stóðu skil á virðisaukaskatti nánar tilgreind virðisaukaskattstímabil né færðu bókhald. Brot þeirra teljast til skattsvika. Gunnar Jón hefur, samkvæmt framlögð u sakavottorði, ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Við ákvörðun refsingar er til þess litið að ákærði játaði brot sín að nokkru. Þá er höfð hliðsjón af 1. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr., sem horfir til þyngingar, 22 og 77. gr. almennra hegningarlaga. Þy kir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Litið er til þess að málið hefur dregist nokkuð hér fyrir dómi. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu 19. desember 2019. Málið var þingfest 22. janúar 2020 og rekið af dómara til 24. febrúar 202 0 en í þinghaldi þann dag var aðalmeðferð ákveðin 22. apríl. Málinu var endurúthlutað í tvígang en ekki varð af áður ákveðinni aðalmeðferð sem að hluta til skýrist af takmörkunum vegna sóttvarnaraðgerða sem hafði þau áhrif að málmeðferðartími lengdist fyri r dóminum. Málið var tekið fyrir að nýju 15. apríl sl. eins og fyrr greinir og fór aðalmeðferð málsins fram 15. apríl og 17. maí 2021. Verður ákærða ekki kennt um þennan drátt. Með vísan til framangreinds verður fullnustu refsingar ákærða frestað og hún fa lli niður að liðnum 2 árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt verður ákærða jafnframt gerð sektarrefsing. Brot gegn ákvæðinu varðar sektum, sem skulu aldrei vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna og ekki hærri en tífaldri fjárhæðinni. Brot ákærða teljast stórfelld. Verður fjárhæð því miðuð við þrefalda fjárhæð vanskila. Ber ákærða að greiða 2.981.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 72 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gylfa Jens Gylfasonar lögmanns, eins og nánar greinir í dómsorði. Ákærði Jón Ósland hlaut síðast 30 da ga skilorðsbundinn fangelsisdóm þann 4. júlí 2018 fyrir brot gegn 2. tl. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga. Brot hans nú voru framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og verður refsing ákærða ákveðin sem hegningarauki. Ber því að dæma upp refsingu þess dó ms og gera ákærða refsingu í einu lagi samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 77. og 78. gr. sömu laga. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Í þessu sambandi er litið til þess að málið hefur dregist nokkuð fyrir dómi eins og að ofan er lýst. Við ákvörðun refsingar er til þess litið að ákærði játaði brot sín að hluta við aðalmeðferð málsins. Þá er höfð hliðsjón af 1., 6. tl. og 8. tl. 1. mgr. 70. gr. sem horfir til þyngingar og 77. gr. almennra hegningarlaga. Rétt þykir að f resta fullnustu níu mánaða refsingarinnar og hún falli niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði verður einnig dæmdur til greiðslu sektar. Brot ákærða teljast vera stórfelld og unnin í fjórum einkahlu tafélögum. Verður fjárhæð miðuð við þrefalda fjárhæð vanskila. Ber ákærða að greiða 63.160.000 sekt til ríkissjóðs og komi 360 23 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Með hliðsjón af atvikum málsi ns og alvarleika brota ákærða ber, með vísan til 4. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, að fallast á kröfu ákæruvaldsins um að ákærði skuli sæta atvinnurekstrarbanni, þ.e. verði bannað að stofna félag með takmarkaðri ábyrg eða sitja í stjórn í tvö ár frá birtingu dómsins. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, eins og nánar greinir í dómsorði. Ákærði, Þorgrímur Dúi, á að baki sakarferil. Hann hlaut síðast dóm 12. júní 2019 fyrir sams konar brot og hann hef ur nú verið sakfelldur fyrir. Var hann dæmdur í 8 mánaða fangelsi en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Brot hans nú voru framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og verður refsing ákærða ákveðin sem hegningarauki. Ber því að dæma upp refsingu þess dóms og gera ákærða refsingu í einu lagi samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 77. og 78. gr. sömu laga. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Í þessu sambandi er litið til þess að málið hefur dregist nokkuð f yrir dómi eins og að ofan er lýst. Við ákvörðun refsingar er til þess litið að ákærði játaði brot sín að hluta við aðalmeðferð málsins. Þá er höfð hliðsjón af 1. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. sem horfir til þyngingar. Rétt þykir að fresta fullnustu níu mánað a refsingarinnar og hún falli niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði verður einnig dæmdur til greiðslu sektar. Brot ákærða teljast vera stórfelld. Verður fjárhæð miðuð við þrefalda fjárhæð vanskila. Greiðslur ákærða inn á skattskuld sína koma ekki til skoðunar við ákvörðun sektarfjárhæðar en í því sambandi er litið til þess að með innborguninni greiddi ákærði aðeins eitt virðisaukaskattstímabil að verulegu leyti. Ber ákærða að greiða 14.670. 000 sekt til ríkissjóðs og komi 210 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elvu Ósk Wiium lögmanns, eins og nánar greinir í dómsorði. Við ákvörð un málsvarnarlauna allra lögmanna er höfð hliðsjón af umfangi málsins og tímaskýrslum þeirra. Litið er til vinnu lögmanna á rannsóknarstigi þar sem það á við. Einnig er tekið tillit til virðisaukaskatts. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þe nnan. D ó m s o r ð : 24 Ákærði, Gunnar Jón Yngvason, sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga n r. 19/1940 . Þá greiði ákærði 2.981.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 72 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Gylfa Jens Gylfasonar lögmanns, 1.200.000 krónur. Ákærði, Jóhann Ósland Jósefsson, sæti fangelsi í tólf mánuði en frestað er fullnustu níu mánaða refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ber ákærða að greiða 6 3.160.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 360 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærða er bannað að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð eða sitja í stjórn í tvö ár frá birtingu dómsins að te lja. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, 2.800.000 krónur. Ákærði, Þorgrímur Dúi Jósefsson, sæti fangelsi í tólf mánuði en fresta skal fullnustu níu mánaða refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tvei mur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði 14.670.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 210 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elvu Óskar Wiium lögmanns, 1.200.000 krónur. Sigríður Hjaltested (sign.)