Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1 6 . mars 2023 Mál nr. E - 1863/2022 : Íslensk erfðagreining ehf. ( Hlynur Halldórsson lögmaður ) g egn Persónuvernd og Landspít alanum ( Ingvi Snær Einarsson lögmaður ) Dómur 1. Mál þetta var höfðað 20. apríl 2022. Stefnandi er Íslensk erfðagreining ehf., . Stefndu eru Persónuvernd, , og Landspítalinn, . Aðalmeðferð málsins fór fram 6. febrúar 2023 og var málið dómtekið að henni lokinni. Ekki tókst að leggja dóm á málið innan fjögurra vikna frá því að það var dómtekið en málið var ekki flutt á ný þar sem dómar i og aðilar töldu það óþarft, sbr. áskilnað 1. mgr. 115. gr. einkamálalaga nr. 91/1991. 2. Stefnandi krefst þess að ógilt verði ákvörðun stefnda Per sónuverndar frá 23 . nóvember 2021 í máli nr. 2020061951 með eftirfarandi ákvörðunarorð i : upp lýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rann sókn ina Faraldsfræði SARS - CoV - 2 - veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID - 19 - sjúkdóminn sem hún veldur, sem samþykkt var af v ísindasiðanefnd 7. apríl 2020, samrýmdist ekki lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónu upp lýsinga, sbr . Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda Persónu - verndar. Stefnd i Persónuvernd kref st sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Stefndi Landspítalinn gerir ekki kröfur í málinu. 3. Í desember 2019 b árust fregnir um alvarlega lu n gnasýkingu í Wuhan í Kína. Áður óþekkt afbrigði af kórónuveiru, SARS - CoV - 2, smitaðist á milli manna og olli alvarlegum sjúk - dómi, COVID - 19. Þann 27. febrúar 2020 lýsti ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarna - lækni og embæ tti landlæknis, yfir óvissustigi almannavarna samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 650/2009. Næsta dag, 28. febrúar , tilkynntu almannavarnir um fyrsta greinda tilfelli COVID - 19 á Íslandi. H ættustig almannavarna var virkjað í kjölfarið og 6. mars var neyð - ar sti g i almannavarna lýst yfir. 4. Eftir samt öl og fund i 6. mars 2020 með landlækni, sérfræði læknum á Landspítala, yfir lög - regluþjóni, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítala og yfir lækni Heilsugæslu höfuð - borgarsvæðisins var ákveðið að stefnandi myndi leggja sóttvarna lækni og landlækni til rannsóknarstofur, tækjabúnað, sérfræðiþekkingu og mannafla til að tryggja heil brigðis - kerfinu nægilega afkastagetu til að greina SARS - CoV - 2 veiruna. Sama dag átti forstjóri stefnanda símtal við formann v ísindasiðanefndar o g forstjóra stefnda um að stefnandi myndi aðstoða sóttvarnalækni við að finna algengi og útbreiðslu smita með skimun fyrir veirunni og raðgreiningu til að greina afbrigði hennar og upplýsti um að þegar niður stöð ur lægju fyrir yrði sótt um leyfi v ísindasi ðanefndar til að nota þær til vísinda rann sókna. 5. S tefnandi og Landspítali undirrituðu sérstakan vinnslusamning 12. mars 2020 , á grund velli vinnslusamnings embætti s landlæknis, sóttvarnalæknis og Landspítala frá 15. des ember 2 2015, um söfnun og skimun fy rir COVID - 19 veirunni í lífsýnum frá einstaklingum sem stefnandi skyldi safna sjálfur eða fá send frá Landspítala. Samkvæmt síða r nefnda vinnslusamningnum var rannsóknarstofum Landspítala heimilt að starfa með öðrum aðilum og heilbrigðisstofnunum utan Landspítala að söfnun og vinnslu persónu upp lýsinga. Skimun stefnanda fyrir sóttvarnalækni með mælingu á SARS - CoV - 2 veirunni með PCR - prófi hófst 14. mars 2020. 6. Þann 20. mars 2020 lögðu stefnandi, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, sótt - varna læk nir, landlæknir og yfirlæknir sýkla - og veirufræðideildar Landspítala fram umsókn til v ísindasiðanefndar um leyfi fyrir rannsókn sem b a d sfræði SARS - CoV - 2 veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID - 19 sjúk dóminn sem hún veld laga nr. 44/2014 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Stefndi afgreiddi málið frá sér 23. mars 2020 og gerði ekki athug a semdir við að v ísindasiðanefnd tæki erindið til efni s - legrar afgreiðslu. Nefndin veitti leyfi fyrir rannsókninni sama dag . 7. Þann 2. apríl 2020 lagði stefnandi fram umsókn til v ísindasiðanefndar um leyfi fyrir viðbót við framangreind a rannsókn sem bar heitið mynstri og mótefnum hjá einstaklingum sem hafa greinst með COVID - 19 og leggjast inn eða koma . Í umsókninni kom fram að leitað yrði upplýsts samþykki s einstaklinganna þegar þeir hefðu náð bata. Sama dag voru gefin fyrirmæli af hálfu yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítala um að tekin yrðu dagleg blóðsýni úr þeim sem voru til meðferðar vegna COVID - 19. Þetta fyrirkomulag væri liður í því að afla gagna um sjúkdóminn og hæfist næsta dag, 3. apríl 20 20. 8. Með tölvupós ti v ísindasiðanefndar til stefnanda 3. apríl 2020 var óskað skýringa á hvort sýna yrði aflað áður en einstaklingum yrði boðin þátttaka í rannsókninni og rökstuðnings fyrir því að skilyrði 24. gr. laga nr. 44/2014 væru uppfyllt. Í svari stefnanda sama dag k om fram að sýnatakan og mælingar væru vegna klínískrar vinnu á Landspítala. Með umsókninni væri verið að tryggja að leyfi lægi fyrir því að sýnin yrðu tekin, unnin og varðveitt í þeim tilgangi að nota þau og niðurstöður mælinga á þeim til vísindarannsókna. 9. Með tölvupósti 3. apríl 2020 til v ísindasiðanefndar veitti stefndi umsögn um viðbót við rannsóknina. Ekki var gerð athugasemd við að nefndin afgreiddi umsóknina efnislega. Tekið var fram að eins og á stæði tæki stefndi ekki afstöðu til umfangs gagnaöflu nar vegna rannsóknarinnar heldur byggði á því að v ísindasiðanefnd viðhefði það mat, sem og mat á því hvort skilyrði 24. gr. laga nr. 44/2014 ættu við. Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir viðbótinni með bréfi til stefnanda 7. apríl 2020. Setti nefndin það s kilyrði að aflað yrði afmarkaðs upplýsts samþykkis hjá þeim einstaklingum sem væru hæfir til að veita slíkt samþykki, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 44/2014 , áður en sýna yrði aflað hjá þeim í vísindaskyni. Á hinn bóginn væri heimilt að afla sýna hjá þeim sem ekki væru hæfir til að taka upplýsta ákvörðun vegna veikinda að uppfylltum skilyrðum 1. mgr. 23. gr. laga nr. 44/2014. 10. Í minnisblaði stefnda 30. apríl 2 020 kemur fram að í apríl 2020 hafi stefnda borist óform - legar ábendingar , meðal annars um að gefin hefðu verið fyrirmæli um töku blóðsýna á Land spítala og þau send stefnanda, að því er talið var til rannsókna, utan hefðbundinnar klínískrar vinnu með blóð sýni á spítalanum. Þá var bent á að sjúklingar hefðu ekki verið beðnir um að veita upplýst samþykki fyrir þessari blóðtöku. Einnig hefðu starfsmenn stefnanda verið á sóla r hringsvöktum við að flytja blóð til fyrirtækisins sem aflað hefði verið 3 á spítalanum. Í kjölfar ábendinganna hóf stefndi frumkvæðisathugun á því hvort vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við sýnatökurnar hefði verið með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti gagnvart hinum skráðu, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2018. Var athu guninni beint bæði að stefnanda og Landspítala og var óskað eftir skýringum frá þessum aðilum 7. október 2020 og í kjölfarið áttu sér stað bréfaskipti á milli stefnda og stefnanda, Landspítala og v ísindasiðanefndar. 11. Í ákvörðun stefnda 23 . nóvember 2021 va rð niðurst aðan sú að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og stefnanda í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS - CoV - 2 veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID - 19 - sjúkdóminn sem hún veldur , sem samþykkt var af v ísindasiðan efnd 7. apríl 2020, samrýmdist ekki lögum nr. 98/2018, sbr. reglugerð (ESB) 2016/679. Í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar er meðal annars rakið að stefndi hafi samkvæmt lögum nr. 44/2014 eftirlit með vinnslu persónuupplýsinga í rannsóknum sem undir lögin fal la . Af lögunum sé ljóst að ekki sé heimilt að hefja vinnslu persónuupplýsinga í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði nema leyfi siðanefndar samkvæmt lögunum liggi fyrir, auk samþykkis hins skráða eftir því sem áskilið er í lögunum. Þá kom fram að í málinu l ægi fyrir að rannsóknarviðbót sú sem um ræðir hafi verið samþykkt af v ísindasiðanefnd 7. apríl 2020 eða eftir að blóðsýni voru tekin í þágu viðbótarinnar. Með hliðsjón af því, svo og því hvernig skýringar í tengslum við blóðsýnatökuna stönguðust hv erjar á við aðra, var það mat stefnda að sú vinnsla persónuupplýsinga sem um ræðir hafi ekki fullnægt kröfunni um að persónu upplýsingar skyldu unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti gagnvart hinum skráða, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2018, sbr. a - lið 1. mgr. 5. gr. reglu gerðar (ESB) 2016/679, svo og kröfunni um skýrt tilgreindan tilgang með vinnslu, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna og b - lið 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar. Mál sástæður og lagarök stefnanda 12. Stefnandi byggir á því að grundvöllur ákvörðunar stefnda 23 . nóvember 2021 s é rangur og það leiði til þess að ákvörðunin sé haldin margvíslegum og alvarlegum annmörkum . Í ákvörðuninni sé fullyrt að blóðsýnatakan 3. 7. apríl 2020 hafi verið í þágu rann sóknar - viðbótar innar frá 2. apríl 2020 og r áðist niðurstaða ákvörðunarinnar af því að ekki hafi verið heimilt að hefja vinnslu persónuupplýsinga í þágu vísindarannsókna á heilbrigðis - sviði nema leyfi siðanefnda samkvæmt lögunum lægi fyrir, auk samþykkis hi ns skráða eftir því sem áskilið sé í lögunum. Stefnandi byggir á því að blóðsýnatakan 3. 7. apríl 2020 hafi verið gerð í þágu og að beiðni heilbrigðis - og sóttvarnayfirvalda í því skyni að veita þeim einstaklingum sem lágu á spítala vegna COVID - 19 læknisme ðferð. Rann sókn ar viðbót in hafi verið samþykkt sem gagnarannsókn samkvæmt 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 44/2014, en við slíkar rannsóknir séu notuð sýni sem upphaflega hafi verið tekin í klínískum tilgangi. 13. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi með ákvörðun sinni farið inn á valdsvið v ísinda - siðanefndar er stofnunin skar úr um hvort blóðsýnatakan 3. 7. apríl 2020 hafi verið tekin í þá gu vísindarannsóknar á heilbrigðissviði, og það leiði til þess að ákvörðun stefnda feli í sér valdþurrð og þar með óg ildingu. Um þetta vísar stefnandi til þess að í umsókn stefn anda um rannsóknarviðbótina sé gerð grein fyrir því að rannsóknin muni meðal annars byggjast á fyrirliggjandi gögnum. Vísindasiðanefnd hafi verið ljóst að þá þegar hefðu verið tekin lífsýni í klínískum tilgangi sem til stóð að nýtt yrðu til rannsóknarinnar að uppfylltum leyfum . Þá hafi stefndi með umsögn sinni veitt samþykki sitt fyrir því að fyrirliggjandi gögn sem þá þegar var búið að afla yrðu nýtt við rannsóknina, að öðrum skilyrðum uppfyll tum, og að það væri hlutverk v ísindasiðanefndar að meta öflun þeirra gagna og meðferð. Telur stefnandi að leiði af framangreindu og 16. gr. laga nr. 44/2014 að söfnun, 4 notkun og afhending fyrirliggjandi heilbrigðisgagna til notkunar í rann sókn ar við bóti n f a lli hv o rki undir lögsögu né valdsvið stefnda. Slíkt eftirlit sé einungis á hendi v ís inda - siðanefndar og eftir atvikum viðkomandi siðanefnda heilbrigðisrannsókna, sbr. 1. mgr. 29. gr. laganna. Þá sé hlutverk v ísindasiðanefndar að skera úr um vaf a um hv ort um vísindarannsókn á heilbrigðissviði sé að ræða, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 44/2014. 14. Stefnandi byggir á því að í röksemdum stefnda í hinni umdeildu ákvörðun, um að málið falli undir gildissvið laga nr. 90/2018 þar sem það varði öflun sa mþykkis fyrir notkun blóðsýna í þágu vísindarannsóknar, felist valdþurrð. Stefndi hafi ekki valdheimildir til að fjalla um öflun samþykkis í vísindarannsóknum og því leiði framangreint til þess að stjórn - valdsákvörðun stefnda sé hvort tveggja marklaus og ó gild. Vísar stefnandi til þess að um skilyrði og efni samþykkis fyrir þátttöku í vísindarannsókn gildi sérlagaheimild V. kafla laga nr. 44/2014 sem gangi framar almennum lögum um persónuvernd. Ákvæði laga nr. 44/2014 er fjalli um samþykki tæmi og víki til hliða r almennum ákvæðum persónu - verndarlaga um samþykki , a uk þess sem efnisreglur V. kafla laga nr. 44/2014 séu ekki á valdsviði stefnda heldur v ísindasiðanefndar. Ákvörðun stefnda sé því byggð á beitingu lagaheimilda sem ganga þvert gegn viðteknum lö gskýringaaðferðum og rétthæð sérlaga - ákvæða gagnvart almennum lagaákvæðum. 15. Stefnandi byggir á því að á tímabilinu 6. mars til 9. apríl 2020 , og í mun lengri tíma eftir það , hafi hann starfað fyrir sóttvarnalækni, á hans ábyrgð og á grundvelli lagaheimilda sóttvarnalaga nr. 19/1997 . Til þess verði að horfa við mat á því hvort stefnandi hafi brotið lög dagana 3. 7. apríl 2020, sem og þess að það ríkti hættuástand í landinu og ríkið sjálft hafði ekki tæknilega getu eða burði til að sinna bráðnauðsynlegum verk efnum í tengslum við sóttvarnir og meðferð sjúklinga sem veikst höfðu af COVID - 19. Þá verði að horfa til þeirra lagaheimilda sem sóttvarnalæknir hefur til öflunar og vinnslu upplýsinga , sbr. 5. gr., 3. mgr. 12. gr. og 2. mgr. 11. gr. laga nr. 19/1997, og s em hann fól stefnanda og starfs - mönnum hans að framkvæma fyrir sína hönd. Stefnandi hafi mátt treysta vald heimildum sóttvarnalæknis og að hann hefði fullnægjandi lagaheimildir til þess að fela stefnanda þau verkefni sem unnin voru fyrir sóttvarnalækni . Þá telur stefnandi staðfest í tölvupósti sótt - varna læknis til starfsmanns stefnda 6. apríl 2020 að niðurstöður mæling anna ættu að nýtast sótt varnalækni og Landspítala. Stefnandi geri athugasemdir við að í ákvörðun stefnda hafi ekki ver ið fjallað um að stef n andi hafi unnið í þágu sóttvarnalæknis á grundvelli laga - heimilda hans. 16. Stefnandi byggir á því að blóðsýnatakan 3. 7. apríl 2020 hafi verið þáttur í störfum fyrir Landspítala. Þegar sýnin hafi verið tekin hafi stefnandi sent starfsmenn að beiðni Land - spítala til aðstoðar við verkefni sem Landspítali réð ekki við sökum manneklu og tækja - skorts. Þá bendi stefnandi á að Landspítali hafi nýtt niðurstöður rannsóknarinnar við val á mótefnamælingaprófum til notkunar við meðferð sjúklinga. 17. Stefnandi byggir á því að ákvörðun stefnda hafi beinst að röngum aðila í ljósi þess að stefnandi var að vinna í þágu sóttvarnalæknis og Landspítala og á þeirra ábyrgð. Það hafi ekki verið stefnandi sem tók blóðsýnin í þeim tilgangi að nýta þau til vísindarannsóknar heldur h afi sóttvarnalæknir og Landspítali staðið að töku blóðsýnanna dagana 3. 7. apríl 2020. Með sama hætti og aðildarskortur í dómsmáli leiði til sýknu leiði þessi efnisannmarki á ákvörðun stefnda til þess að ógilda ber i hana. 18. Stefnandi byggir á því, ef ekki s é fallist á að starfsmenn stefnanda hafi eftir almennum reglum starfað á vegum sóttvarnalæknis og Landspítala og á grundvelli þeirra skyldna og 5 heimilda sem þessi r aðilar hafa, að aðkoma stefnanda verði byggð á neyðarrétti vegna ástandsins sem ríkti í land inu á framangreindum tíma. Það leiði til þess að grundvöllur ákvörðunar stefnda sé brostinn enda sýnatakan þá lögmæt , sama í þágu hvers hún var eða í hvaða tilgangi. 19. Stefnandi byggir á því að blóðsýnatakan 3. 7. apríl 2020 hafi verið í klínískum tilgangi en ekki vegna vísindarannsóknar og því sé ákvörðun stefnda tekin á röngum laga grund velli og haldin verulegum efnisannmarka . Um gagnarannsókn hafi verið að ræða og sýnin hafi verið rannsökuð eftir að leyfi og samþykki sjúklinga fékkst. Í umsókn um rann só kn ar við - bótin a, umsögn stefnda um rannsóknina og leyfi v ísindasiðanefndar fyrir rannsókn inni hafi verið gert ráð fyrir að fyrir lægju gögn, sem aflað hafi verið í klínískum tilgangi, sem nýtt yrðu við rannsóknina. Þá sé óumdeilt að eftir að leyfi til ra nnsóknarinnar var veitt 7. apríl 2020 hafi meðferð fyrirliggjandi gagna að öllu leyti verið í samræmi við lög. Af þessari ástæðu hafi ekki þurft að fara fram mat á því hvort sýnanna hafi ve ri ð aflað í klínískum tilgangi eða í þágu vísindarannsókna þar sem það mat hafi þegar farið fram og allir aðilar málsins staðfest það. Blóðsýnin hafi verið tekin í klínískum tilgangi og því allar forsendur ákvörðunar stefnda brostnar. Gögn málsins renni stoðum undir að til gang ur blóðsýnatökunnar hafi frá upphafi verið a ð aðstoða sóttvarnalækni við sóttvarna að gerðir og stuðla að bestu læknismeðferð sem völ sé á. Þá hafi þátttaka stefnanda í sýna tökunni samræm st gildandi vinnslusamningi Landspítala og stefnanda frá 12 . mars 2020, enda starfaði stefnand i frá þeim tíma se m hluti af heilbrigðiskerfinu. Stefnandi bendi á að skýringar Landspítala um að svör hafi ekki verið færð í sjúkraskrá breyti engu um fram an - greindar staðreyndir þar sem læknismeðferð og greining geti farið fram í klínískum tilgangi án þess að slík ar rannsóknir eða niðurstöður séu færðar í sjúkraskrá. Það sé á ábyrgð læknis að færa upplýsinga r um niðurstöðu r rannsókna í sjúkraskrá sjúklings en ekki þess sem greinir sýnið samkvæmt fyrirmælum læknisins. 20. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi brotið geg n réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins með því að leggja ómálefnaleg sjónarmið til grundvallar og að því er virðist látið geðþótta ráða ákvörðunum við málsmeðferðina, svo sem þegar ákveðið hafi ver i ð hverjir vær u aðilar málsins, hvor fengi tækifæri á að sva ra fyrir meint misræmi í svörum þeirra, til hvaða laga - heimilda var litið við rannsókn málsins og þann farveg sem rannsókn stefnda var sett í. Þá leiði framangreind ir annmarkar hver og einn, og allir saman, til þess að ákvörðunin hafi falið í sér brot á ja fnræðisreglu, meðalhófsreglu og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar. Þetta leiði til ógildingar. 21. Stefnandi telur að stefndi hafi brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. laga nr. 37/1993 sem leiði til þess að ógilda ber i hina umdeildu ákvörðun . Það hafi stefndi an nars vegar gert með því að rannsaka ekki frekar meint misræmi á milli aðila málsins. Stefnand i telur ákvörðun stefnda hafa ráðist alfarið af því að skýringar í tengslum við blóðsýnatökuna hafi stangast hverj ar á við aðra . Stefnda hefði borið að eyða óvissu nni sem lei ddi af meintu misræmi með gagnaöflun og rannsókn og þá hefði h onum fyrst verið unnt að taka lögmæta stjórnvaldsákvörðun. Þá byggir stefnandi á því að stefndi hafi brotið gegn rannsóknarreglu hins vegar með því að gæta þess ekki að eigin frumkvæð i að nauð syn lega r upplýsinga r væru til staðar. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi hvorki kynnt sér við rannsókn málsins lagaheimildir sóttvarnalæknis, Landspítala, rannsakenda vísinda rannsóknarinnar né lagt mat á þýðingu þeirra í ljósi málavaxta og aðstæðna. Þá telur stefnandi að ekki verði séð að stefndi hafi skoðað og metið þýðingu vinnslusamning s á milli Landspítala og sóttvarnalæknis og vinnslusamning s á milli stefnanda og Land spítala. Þá verði ekki annað 6 ráðið af ákvörðuninni en að stefndi hafi ekki rannsakað nægjanlega málavexti og þá sér - staklega í hvaða tilgangi og í hvers þágu blóðsýnanna 3. 7. apríl 2020 var aflað. Slík athugun hefði leitt til þess að stefndi hefði aldrei tekið hina umdeildu og ólögmætu ákvörðun. 22. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi brotið gegn andmælarétti 13. gr. laga nr. 37/1993 , að ákvörðun stefnda sé því haldin veigamiklum annmarka og sé þar með ógild. Í fyrsta lagi hafi stefndi afmarkað rannsókn sína við tvo af fimm rannsakendum í rannsókninni, eingöngu aflað gagna, upplýsinga og umsagna frá þeim en látið hjá líða að beina rann sókn sinni að öðrum rannsakendum. Í öðru lagi hafi stefndi borið hið meinta misræmi á skýringu stefnanda annars vegar og Landspítala hins vegar, sem réði úrslitum í ákvörðun stefnda, aðeins un dir stefnanda. Eina bréfið sem stefndi hafi sent stefnanda vegna frum kvæðis - athugunar stefnda hafi verið bréf stefnda frá 7. október 2020. Það hafi bæði verið sent á stefnanda og Landspítala. Er stefnandi svaraði bréfinu 11. desember 2020 hafði Land spíta li áður svarað því fyrir sitt leyti. Frekari bréfaskipti áttu sér ekki stað milli stefnanda og stefnda. Þannig hafi stefndi aldrei kynnt fyrir stefnanda samskipti sín og Landspítala, hvað þá að upplýst væri um hið meinta misræmi sem væri á svörum stefn and a og Land spítala um tilgang sýnatökunnar. 23. Stefnandi byggir á því að ákvörðun stefnda hafi falið í sér brot gegn reglunni um rök stuðn - ing stjórnvaldsákvarðana samkvæmt 22. gr. laga nr. 37/1993 sem leiði til ógildingar ákv ö rð unarinnar . Stefnandi telur ólj óst á hverju ákvörðun stefnda byggi og hvað það sé sem leiði til niðurstöðunnar. Stefndi reki í ákvörðun sinni þá lagareglu að heimilt sé að nýta til vísindarannsóknar lífsýni sem upphaflega sé tekið í klínískum tilgangi en ber i þá lagareglu ekki saman við staðreyndir málsins. Þá byggir stefnandi á því að útilokað sé að greina á hvaða réttarreglum ákvörðun stefnda byggi, hvaða meginsjónarmið hafi ráðið töku hinnar matskenndu ákvörðunar eða hvaða málsatvik höfðu verulega þýðingu við úrlausn málsins. Mál sástæður og lagarök stefnd u 24. Stefndi Landspítalinn gerði engar kröfur í málinu og lét það ekki til sín taka. Spítalinn telur sig ekki hafa verulegra hagsmuna að gæta af niðurstöðu málsins . Stefndi , Persónu vernd, byggir á því að ákvörðun stofnunarinnar 23. nóvember 2021 hafi verið í samræmi við lög . Ekki hafi verið sýnt fram á neina ágall a á ákvörðuninni, hvort heldur á formi eða efni, sem leiði til ógildingar. Því séu ekki rök til að fallast á kröfu stefnanda um ógildingu og því beri að sýkna stefnda. Stef ndi byggir á því að af þeim skýringum sem stefnda bárust í aðdraganda umræddrar ákvörðunar hafi stofnunin talið ljóst að við þá sýnatöku sem þar var til athugunar hafi annars vegar skort á gagnsæ vinnubrögð og vinnslu per sónu upplýsinga samfara sýnatökunni og hins vegar skort á að fullnægjandi heimildir væru til staðar í samræmi við réttindi einstaklinga samkvæmt stjórnarskrá og mann rétt inda sáttmála Evrópu. 25. Stefndi byggir á því að rétt áður en blóðsýnin voru tekin 3. 7. apríl 2020 hafi verið óskað eftir heimild v ísindasiðanefndar til slíkrar blóðsýnatöku á spítalanum. Þá hafi sýnin verið tekin til að mæla í þeim mótefni við COVID - 19 og mælingarnar hafi farið fram hjá stefn - anda, en fyrirhuguð blóðsýnataka samkvæmt beiðninni til v ísindasiðanefn dar hafi þjónað þess háttar mótefnamælingum hjá sama fyrirtæki. Telji stefndi óhjákvæmilegt að líta svo á að þegar sýnin hafi verið tekin hafi not þeirra vegna umræddrar rannsóknar verið höfð í huga og sýnatakan að því leyti þjónað henni. Stefndi bendi á a ð það að leyfi v ísinda siða - nefndar hafi skort við sýnatökuna hafi ekki leitt til þess að hún teldist sjálfkrafa óheimil að því gefnu að hún ætti sér annan fullnægjandi lagagrundvöll, enda væru sýnin ekki notuð 7 nema að því marki sem rúmaðist innan hans. Þa nnig hefði sýnatakan getað talist eðlilegur þáttur í meðferð sjúklinga og í ljósi þess leitaði stefndi skýringa frá Landspítala til að fá úr því skorið hvort svo væri. Samkvæmt svörum spítalans hefðu sýnin ekki verið nýtt í slíku skyni. Þá hafi spítalinn t ekið sérstaklega fram að sýnatakan hefði þjónað um rædd ri vísindarannsókn. 26. Hvað varð i athugasemdir stefnanda við formhlið málsins mótmæl i stefndi því í fyrsta lagi að hann haf i gengið inn á verksvið v ísindasiðanefnda r og að um val d þurrð hafi verið að ræða. Bendi stefndi á að það geti fallið í hlut nefndarinnar að skera úr um hvort tilteknar sýnatökur eða vinnsluaðgerðir hafi verið þáttur í vísindarannsókn en það valdsvið nefnd - arinnar virk ist einungi s þegar vafi sé til staðar um hvort unnið sé að vísin darannsókn, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 44/2014. Stefndi tel ji ótvírætt að blóðsýnatakan 3. 7. apríl 2020 hafi verið tekin í þágu rannsóknarviðbót arinnar frá 2. apríl 2020 . Um þetta vís i stefndi til þess að um var að ræða sýni úr COVID - 19 sjúklingum á La ndspítala sem tekin voru til mótefnamælingar hjá stefnanda rétt eftir að fyrirtækið hafði sótt um leyfi til v ísinda siða - nefndar til að taka sýni úr þessum sömu sjúklingum í þessu sama skyni. Þá hafi ekki legið fyrir fyrirskipun eða beiðni sóttvarnalæknis um að þetta skyldi gert vegna sótt varn ar áð - stafana auk þess sem meðferðaraðili umræddra sjúklinga, Landspítali, hélt því fram í skýr - ingum sínum að sýnatökurnar hefðu þjónað umræddri rannsókn. Stefndi bendi jafn framt á að stefnandi hafi talið þörf á að senda v ísindasiðanefnd fyrirspurn um hvað gera skyldi við umrædd sýni og hvort þeim skyldi eytt. Það bendi til þess að sýnin hafi ekki verið tekin vegna meðferðar, enda hefði þá legið beinast við að þau yrðu send til varð veislu á lífsýnasafni fy rir þjónustusýni Landspítala í samræmi við 3. mgr. 7. gr. laga nr. 110/2000 um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga. Í ljósi framangreinds tel ji stefndi að því hafi reynt sérstaklega á hvort farið hefði verið að kröfum persónuverndar lög gjaf ar inn a r um lögmæti, sanngirni og gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga og um skýrt tilgreindan tilgang með vinnslu, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2018, sbr. a - og b - lið 1. mgr. 5. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679. Það falli í hlut stefnda að sker a úr um það úrlausnarefni. 27. Hvað varð i athugasemdir stefnanda við formhlið málsins mótmæl i stefndi því í öðru lagi að rannsóknarviðbótin frá 2. apríl 2020 hafi lotið að gagnarannsókn þar sem notast hafi verið við fyrirliggjandi gögn en ekki gögn sem aflað hafi verið beinlínis vegna rann sókn - ar innar. Bendi stefndi á að það á hvaða forsendum umsókn sé send v ísindasiðanefnd ráði ekki úrslitum um það á hvaða forsendum gögnin hafi í raun orðið til. Stefndi t aldi rann - sókn ar viðbótina bera þess skýrlega merki að lúta að töku lífsýna úr einstaklingum í þágu rannsóknar en ekki notkun sýna sem þegar voru fyrirliggjandi. Þá vís i stefndi til skilyrða leyfis v ísindasiðanefndar 7. apríl 2020 um samþykki fyrir sýnatöku, sbr. 1. mgr. 22. gr. lag a nr. 44/2014, og undanþágu sem veitt er frá því skilyrði þegar veikindi eru talin hamla öflun samþykkis, sbr. 1. mgr. 23. gr. sömu laga. Tel ji stefndi samkvæmt þessu ljóst að leyfið hafi verið veitt á þeim forsendum að öflun sýna fæli ekki í sér vinnu veg na gagna - rann sóknar heldur vegna vísindarannsóknar á mönnum. 28. Hvað varð i athugasemdir stefnanda við formhlið málsins mótmæl i stefndi því í þriðja lagi að um sé að ræða valdþurrð þar sem umfjöllun um samþykki í rannsókninni hafi fallið utan valdsviðs stefn da. Stefndi bendi á að umrætt mál hafi verið til komið vegna þess að lífsýna hafi verið aflað úr einstaklingum vegna vísindarannsóknar og samþykkis þeirra ekki aflað fyrr en eftir á. Málið hafi því lotið að öflun samþykkis vegna öflunar sýnanna og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við hana, n.t. t. hvort þetta vinnulag hefði sam rýmst kröfum 8 persónu verndar lög gjaf ar innar um lögmæti, sanngirni og gagnsæi við vinnslu persónu upp - lýsinga og um skýrt tilgreindan tilgang með vinnslu. Stefndi vís i til 3. mgr. 2. gr. laga nr. 44/2014 sem kveð i á um að lög um persónuvernd og vinnslu persónu upplýsinga gilda á sviði vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Því ber i ekki eingöngu að líta til laga nr. 44/2014 þegar aflað sé samþykkis fyrir vinnslu persónuup plýsinga í vís inda rannsókn á heil brigðis - sviði, m.ö.o. vík i þau lög hvorki lögum nr. 90/2018 til hliðar né heldur reglugerð (ESB) 2016/679. 29. Hvað varð i athugasemdir stefnanda við efni ákvörðunar stefnda mótmæl i stefndi því í fyrsta lagi að blóðsýn a takan hafi verið þátt ur í störfum fyrir sóttvarnalækni og stjórnvöld , á vegum opinberra aðila, sem hið opinbera hafi borið ábyrgð á og að ákvörðun stefnda hafi því beinst að röngum aðila. Stefndi bendi á að umrædd blóðsýn a taka hafi farið fram eftir að stefnandi sendi beiðni til v ísindasiðanefndar 2. apríl 2020 um heimild fyrir viðbót við rannsókn á COVID - 19. Þá vís ist til þess að blóðsýni voru tekin, þau send stefnanda og mótefni mæld hjá honum, allt áður en v ísindasiðanefn d veitti leyfi sitt fyrir viðbótinni 7. apríl 2020. Þá vís i stefndi til þess að stofnunin hafi gert sérstaka athugun á samstarfi sóttvarnalæknis við stefnanda í tengslum við skimum fyrir SARS - CoV - 2 veirunni, sem veldur COVID - 19, og mótefnum við henni. Athu guninni hafi lokið með ákvörðun 23 . nóvember 2021. Í gögnum málsins, þ. á m. skýringum sóttvarnalæknis, kom i hvergi fram að taka blóðsýna án samþykkis úr þröngum og afmörkuðum hópum sem þegar höfðu greinst með veiruna, svo sem inniliggjandi COVID - 19 sjúkli ngum á Land spítala, væri þáttur í umræddu samstarfi. Stefndi bendi á að sóttvarnalæknir h afi ekki haft sérstaka heimild í lögum til að gefa fyrirskipanir um töku blóðsýna úr tilteknum inniliggjandi sjúklingum án samþykkis þeirra, en slík fyrirskipun stjór nvalds yrði að byggjast á dóms - úrskurði eða sérstakri lagaheimild, sbr. 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þá sé ekkert í gögnum málsins sem bendi til þess að sóttvarnalæknir hafi hlutast til um umrædda sýna - töku. Yfirlýsing hans gefin út undir kvöld 6. a príl 2020 þegar sýnatakan var að verða yfirstaðin hafi enga þýðingu í þessu sambandi. 30. Hvað varð i athugasemdir stefnanda við efni ákvörðunar stefnda mótmæl i stefndi því í öðru lagi að blóðsýnatakan hafi verið þáttur í störfum fyrir Landspítala. Bendi stefn di á að um - ræddar sýnatökur og vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við þær verð i að hafa tengst verkefni á ábyrgð spítalans til að þær teljist hafa verið þátt ur í störfum fyrir hann. Það liggi ekki fyrir, í ljós i skýringa spítalans til stefnda, að unnið h afi verið með niður stöður grein - inga á sýnum á þann hátt að gagnast hafi einstökum sjúklingum. Þá bendi stefndi á að forstjóri stefnanda hafi birt 14. janúar 2022 grein á fréttavef Vísis þar sem k omi fram að mælingar á umræddum sýnum hafi ekki verið gerðar til þess að afla upplýsinga um einstaklinga heldur samfélagið og að ekki hafi verið forsenda til þess að nýta niðurstöður mælinganna til þess að hlúa að sjúklingum. Stefndi tel ji þetta stangast á vi ð það sem fram kemur í stefnu. 31. Hvað varð i athugasemdir stefnanda við efni ákvörðunar stefnda mótmæl i stefndi því í þriðja lagi að ákvörðun hans sé haldin verulegum efnisannmarka í ljósi þess að hún sé byggð á þeirri röngu forsendu að umrædd sýnataka hafi ekki verið í klínískum tilgangi. Þá mótmæli stefndi því að það sé rangt að þær skýringar sem bárust um tilgang sýna tökunnar hafi ekki stangast hverjar á við aðra. Jafnframt mótmælir stefndi því að læknismeðferð geti farið fram í klínískum tilgangi án þess að upplýsingar þar að lútandi séu færðar í sjúkraskrá. Stefndi leggi áherslu á að samkvæmt 8. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár sé skylt að færa niðurstöður rannsókna í sjúkraskrá. Skýringar Landspítalans b áru með sér að engar niðurstö ður hafi borist spítalanum frá stefnanda, sbr. bréf spítalans til stefnda 1. 9 september 2021, og af því verði að álykta að niðurstöður sýna töku hafi ekki verið notaðar í þágu meðferðar gagnstætt því sem fram kemur í bréfi stefn anda til stefnda vegna málsi ns 11. desember 2020, en þar sé því jafnframt haldið fram að gagnstætt því sem fram kemur í skýringum spítalans hafi spít al inn fengið sendar niður stöður rannsókna. Fyrirspurn til v ísindasiðanefndar um hvað gera skyldi við umrædd sýni og hvort þeim skyldi eytt fékk ekki samrýmst því að litið hafi verið á þau sem þjónustu sýni tekin í meðferðartilgangi enda ber samkvæmt 3. mgr. 7. gr. laga nr. 110/2000 að senda slík sýni til varðveislu í safni þjónustusýna á Landspítala. Stefndi tel ji ljóst að þær skýringar sem stofnuninni bárust við meðferð umrædds máls hafi stangast hverjar á við aðra og sé niðurstaða stofnunarinnar óhjákvæmilega í ljósi þess. 32. Hvað varð i athugasemdir stefnanda við efni ákvörðunar stefnda mótmæl i stefndi loks því að ákvörðun hans hafi falið í sér brot gegn réttmætisreglu, jafnræðisreglu, meðalhófsreglu og lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins . Stefnandi tel ji ákvörðun stofnunarinnar ekki háða þessum annmörkum og vís ar til umfjöllunar í greinargerð í heild. 33. Hvað varð i athugasemdir stefnanda um að ákvörðun og málsmeðferð stefnda hafi farið á svig við ákvæði stjórnsýslulaga mótmæl i stefndi því í fyrsta lagi að hafa ekki sinnt rann - sóknarskyld u sinni nægilega, sbr. 10. gr. laga nr. 37/1993 , einkum hvað v arð i skýringar á misræmi aðila málsins . Stefndi árétti að stofnunin hafi leitað ítrekað skýringa frá Land - spítala vegna þess misræmis sem var í skýringum einstakra aðila sem stofnuninni bárust við rannsókn málsins, það er um það atriði hvort blóðsýnatökurn ar hefðu nýst vegna með - ferðar við sjúklinga. Stefnandi hafi haldið því fram að niðurstöður mótefnamælinga á sýnunum hefðu verið sendar Landspítala, en spítalinn kvaðst ekki hafa borist þær niður - stöður né hefðu þær verið skráðar í sjúkraskrá hlutaðeigandi sjúklinga eins og skylt hefði verið, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 55/2009. Þá þurftu sýnatökurnar, í ljósi 71. gr. stjórnarskrárinnar og þess að ekki var aflað samþykkis sjúklinga, að byggja á sérstakri lagaheimild til að sóttvarnalæknir gæti mæ lt fyrir um þær, en slíka lagaheimild skorti. 34. Hvað varð i athugasemdir stefnanda um að ákvörðun og málsmeðferð stefnda hafi farið á svig við ákvæði stjórnsýslulaga mótmæli stefndi því í öðru lagi að hafa brotið gegn 13. gr. laga nr. 37/1993, meðal annars m eð því að leita aðeins skýringa hjá tveimur af fimm aðilum rannsóknarinnar og að ekki hafi verið leitað skýringa stefnanda á framangreindu misræmi. Stefndi bendi á að stefnand a hafi verið gefið færi á skýringum sem ábyrgðar aðila vinnslu persónuupplýsinga rannsóknarinnar. Í upphaflegri umsókn vegna rann sókn arinnar frá 20. mars 2020 var forstjóri stefnanda tilgreindur sem ábyrgðarmaður hennar og var ljóst af henni og erindum sem síðar bárust vegna rannsóknarviðbóta, þ. á m. erindi 2. apríl 2020 um blóðsýna tökur vegna mótefnamælinga, að stefnandi var í forsvari vegna hennar. Var andmælarétt a r nægilega gætt gagnvart rannsakendum með því að beina bréf a skiptum vegna málsin s að stefnanda sem forsvar s aðila þeirra, sbr. 10. tölul. 3. gr., 17. gr., 4. mgr. 19. gr ., 20. gr. og 3. og 4. mgr. 29. gr. laga nr. 44/2014. Þá bendir stefndi á að afrit af bréfum til Landspítala, með beiðnum um skýringar vegna misræmis, hafi verið send stefnanda, þ. á m. í tölvupósti. Það hafi verið gert að eigin frumkvæði stefnda jafn skjó tt og bréfin voru send til að halda stefnanda upplýstum um málsmeðferð stofnun ar innar. Þá hafði stefnanda þegar verið gefinn kostur á skýringum fyrir sitt leyti með full nægj andi hætti. 35. Hvað varð i athugasemdir stefnanda um að ákvörðun og málsmeðferð stefnda hafi farið á svig við ákvæði stjórnsýslulaga mótmæli stefndi því í þriðja lagi að hafa ekki farið að kröfum 22. gr. laga nr. 37/1993 um rökstuðning. Með vísan til ákvörðunar stofnunarinnar sem m ál þetta varð i tel ji stefndi niðurstöðu málsins hafa verið rökstudda með fullnægj andi 10 hætti og að því hafi v erið farið að þeim kröfum sem gerðar eru til rökstuðnings samkvæmt 22. gr. laga nr. 37/1993. Niðurstaða 36. Sú aðstaða sem uppi var í íslensku heilbrigðiskerfi í ársbyrjun 2020 var óvenjuleg og for - dæmalaus. Alheimsfaraldur nýs og óþekkts afbrigðis kórón u veiru breiddist um þær mundir hratt út um allan heim. Í lok febr úar lýst u stjórnvöld yfir óvissustigi almannavarna og fyrsta greinda sjúkdómstilvik COVID - 19 kom upp á Íslandi. Þann 6. mars lýst u stjórn völd yfir neyðarstigi almannavarna á grundvelli þess að heilbrigðisöryggi þjóðarinnar væri ógnað vegna farsóttarinnar. F ljótlega kom á daginn að íslenska heilbrigðiskerfið var van búið t il að takast á við þessa ógn , einkum vegna skorts á tækjabúnaði til að skima fyrir veirunni eða greina sýni úr fjölda sjúklinga sem fyrirsjáanlegt var að myndu smitast af veirunni og veikjast af hinum óþekkta sjúkdómi sem hún olli. Stefnandi er rannsóknar fyrirtæki sem v egna starfsemi sinnar hefur yfir að ráða öflugum rannsóknar stofum sem hafa mikla afkastagetu við greiningu og vinnslu sýna. Í byrjun mars hafði forstjóri stefn anda samband við landlækni og bauð fram aðstoð stefnanda til að tryggja heilbrig ðis kerf inu nægilega afkastagetu til þess að skima fyrir veirunni og sinna greiningu veirunnar í tengslum við möguleg smit. Úr varð að þessi aðstoð var þegin og s tefnandi kallaður til aðstoðar stjórn - völdum . R annsóknarstofa stefnanda var við þetta tekin í notkun til að þjónusta Land spítala og í raun gerð að hluta hans og s tefnanda falið að vinna verkefni í þágu sótt varna læknis og í skjóli valdheimilda hans samkvæmt sóttvarnalögum . Alla framgöngu aðila, sérstaklega á fyrstu mánuðum farsóttarinnar, verður að skoða í þessu ljósi. 37. Einsog fram kemur í málavaxtalýsingu lögðu stefnandi, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, sótt varna læknir, landlæknir og yfirlæknir sýkla - og veirufræðideildar Land - spítala fram umsókn til v ísindasiðanefndar um leyfi fyrir rannsókn sem b a r heitið - CoV - 2 veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID - 20. mars 2020. Nefndin veitti leyfi fyrir rannsókninni 23. mars að fenginni umsögn stefnda, Persónuverndar. Þa ð var svo 2. apríl 2020 sem stefnandi lagði fram umsókn til v ísindasiðanefndar um leyfi fyrir viðbót við rannsókn ina , sem bar heitið hjá einstaklingum sem hafa greinst með COVID - 19 leggjast inn eða ko ma á göngudeild Landspítala vegna sjúkdómsins . Rann sókn ar við bótin var samþykkt af v ísindasiðanefnd 7. apríl 2020 . Hin umþrætta ákvörðun stefnda, Persónuverndar, sem stefnandi freistar að fá ógilta með máli þessu varðar þessa viðbót við rannsókn ina . Kjarni ágreinings málsaðila varðar túlkun á því hvort nefnd viðbót teljist vera v ísindarannsókn á mönnum eða gagna - rannsókn samkvæmt 2. og 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 44/2014. Í 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 44/2014 er vísindarannsókn á mönnum sk ilgreind sem rann sókn þar sem einstaklingur tekur virkan þátt í vísindarannsókn, svo sem með því að gangast undir rannsókn, gefa sýni eða veita upplýsingar vegna rannsóknarinnar. Í athugasemdum með 3. gr. frumvarpsins sem varð að lögum nr. 44/2014 segir að það teljist vísinda rann sókn á mönnum ef sýni er tekið úr einstakling i vegna rannsóknarinnar. Þá kemur fram að undir vísindarannsókn á mönnum falli því ekki rannsóknir þar sem eingöngu eru notuð fyrir - liggjandi gögn, svo sem lífsýni. Í 7. tölul. 1. mg r. 3. gr. laga nr. 44/2014 er gagna rannsókn skilgreind sem rannsókn þar sem notuð eru fyrirliggjandi heilbrigðis gögn. Einstaklingur sem upplýsingar eða gögn stafa frá tekur ekki virkan þátt í rannsókn. 38. Af forsendum hinnar umþrættu ákvörðunar stefnda, Persónuverndar, verður ráðið að stofnunin hafi litið svo á að nefnd rannsóknarviðbót verði að teljast hafa verið vísinda - rannsókn á mönnum en ekki gagnarannsókn og að blóðsýnataka úr inniliggjandi COVID - 11 sjúklingum á Landspítala 3. 7. apríl 2020 hafði ekki verið gerð í meðferðar tilgangi heldur aðeins í rannsóknartilgangi. Þar sem blóðsýna í þágu rannsóknar hafi verið aflað áður en rann sókn ar við bótin var samþykkt af v ísindasiðanefnd 7. apríl 2020 hafi vinnsla persónu - upplýsinga verið ólögmæt og í andstöð u við 1. og 2. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Á þetta getur dómurinn ekki fallist. Byggir dómurinn meðal annars á því sem kom fram í vætti Más Kristjánsson ar fyrir dómi og sem einnig hefur stuðning af þ ví sem fram kom í vætti Þórólfs Guðnasonar. Már var er atvik þessa máls urðu yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala og fyrirsvarsmaður farsóttarnefndar spítalans en Þórólfur var sóttvarnalæknir . Af v ætti þeirra má ráða að a llt frá upphafi faraldurs ins hafi verið fylgst daglega með líðan þeirra sem greinst höfðu með COVID, f yrst með því að hafa daglega samband við þá símleiðis til að geta metið ástand þeirra og sjúkdómsferli , s íðar með því að opna sérstaka göngu de i ld til að annast C OVID - sjúklinga . E nn s íða r kom að því að leggja þurfti sjúklinga inn vegna þess að þeir voru alvar lega veikir af COVID, ýmist vegna öndunarerfiðleika eða vegna vökvaskorts. Hluti af þeim ráðstöfunum sem gerðar voru til að fylgjast með líðan inniliggjandi C OVID - sjúkl inga v ar að tekin voru blóðsýni úr þeim daglega. Þetta var gert til að unnt væri að meta efnaskipti líkama þeirra, einkum súrefnismettun og nýrnastarfsemi. Sérstaklega hefði þetta verið mikilvægt í þeim tilgangi að fylgjast með þróun veirumagns í blóði þar sem s amband þeirra gilda við þróun sjúkdómsferils COVID hefði verið alls óþekkt, bæði hér á landi og erlendis. Dómurinn telur að ótvírætt sé af því sem ályktað verður af vætti tví menn ingana að blóðsýnataka úr inniliggjandi COVID - sjúklingum á Landspítala 3. 7. apríl 2020 hafi að stofni til verið gerð í meðferðar tilgangi þó að sóttvarnalækni, fyrir svarsmönnum smit sjúk - dóma lækninga á Landspítala og stefnanda hafi þá verið ljóst að vinnsla blóð sýnanna kynni að hafa verulega þýðingu í rannsóknartilgangi . Þetta atriði verður að telja hafa grund vallar - þýðingu fyrir úrlausn málsins og leiðir til þess að fallast verður á það með stefnanda að megin forsenda sem stefnd i , Persónuvernd, byggir niðurstö ð u sína á er röng. 39. Árétta verður að allt frá því að upphaflega umsóknin til v ísindasiðanefndar um leyfi fyrir rannsókn inni var lögð fram 20. mars 2020 og síðar með umsókn til v ísindasiðanefndar um leyfi fyrir viðbót við rannsóknina 2. apríl 2020 og af samskiptum starfsmanna stefn anda við v ísindasiðanefnd meðan umsóknir þessar voru til meðferðar var ítrekað nefnt að gert væri ráð fyrir því að stefnandi kynni að þurfa að leita eftirásamþykkis þeirra sem blóðsýni voru tekin úr fyrir vísindarannsóknum. Þetta átti meðal annars vi ð vegna þess að þeir sem blóðsýnin áttu voru sumir of veikir til að unnt væri að afla samþykkis þeirra fyrirfram. Þá verður glöggt ráðið af umsögn stefnda, Persónuverndar , vegna upphaflegu umsóknarinnar frá 2 0 . mars 2020 að stofnuninni var þetta ljóst. Það vinnulag að meðhöndla og vinna blóð - sýni sem tekin voru úr inni liggj andi C OVID - sjúklingum á Landspítala 3. 7. apríl 2020 þannig að síðar yrði unnt að nýta þau í vísindalegum tilgangi að fengnu rann sókn ar leyfi v ísindasiðanefndar og eftir atvikum að fengnu leyfi þeirra sem sýnin voru tekin úr er í samræmi við þennan áskilnað eða fyrirvara sem gerður hafði verið. Þessi framganga get ur ekki grundvallað hina umdeildu ákvörðun stefnda í ljósi þess sem fyrr er getið , o g úrslitum ræður, að nefnd b lóðsýnataka var nauðsynleg í meðferðartilgangi . 40. Við meðferð stefnda, Persónuverndar, á frumkvæðisrannsókn sinni í málinu sem hér er deilt um nr. 2020061951 kemur fram að stofnunin leitar ítrekað eftir svörum frá Land spítala ve gna blóðsýnatökunnar á Landspítala 3. 7. apríl og freistar þess að fá upplýs ingar um hvort sýnatakan hafi verið gerð í meðferðartilgangi . Svör forstjóra Landspítala verður að telja í besta falli afar óljós. Af því sem kom fram í vætti Más Kristjánsson ar fyrir dómi er nærtækt að álykta að s kýringin á óljósum svörum Landspítala við fyrir spurnum stefnda, 12 Persónuverndar , vegna nefndrar blóðsýnatöku hafi verið sú að meðal starfsmanna Land - spítala hafi verið mikil andstaða við samvinnu spítalans og stefnanda sem hafi gert fyrir - svarsmönnum Landspítala á þessu sviði erfitt fyrir og sem kunni að hafa leitt til þess að spítalinn átti erfitt með að svara fyrirspurnum hreinskilnislega. Dómurinn telur að í ljósi þess hversu viðurhlutamiki nn stefndi , Persónuvernd , ma t þann óskýrleika og það misræmi sem stofnunin taldi fram komið í svör um stefnanda annars vegar og stefnda , Landspítala, hins vegar , hefði stefnda , Persónuvernd , borið að rannsaka þetta atriði nánar. Þá hefði stefnda, Persónuvernd, verið rétt að veita stef nanda andmæla rétt áður en stofnunin tók hina umþrættu ákvörðun sína 23 . nóvember 2021. Þetta á sér staklega við þar sem með hliðsjón af því sem að framan er rakið virðast verulegar líkur á að niðurstaða stofnunarinnar hefði orðið önnur ef stefnandi hefði notið andmælaréttar. Í þessu sambandi verður einnig að horfa til þess að ákvörðun stefnda, Persónuverndar, er tekin á grundvelli frumkvæðis rannsóknar sem augljóst er að stofnunin var í engu tíma hraki að ljúka. Með vísan til alls framangreinds verður niðu rstaða dómsins sú að fallast á kröfur stefnanda einsog nánar greinir í dómsorði. Í ljósi þeirrar niðurstöðu verður stefnd u sömuleiðis gert að greiða stefn anda málskostnað einsog nánar greinir í dómsorði. Stefnandi kýs að höfða mál þetta bæði gegn Persónuvernd og Landspítala. Umdeilanlegt er hvort þörf hafi verið á sérgreindri aðild Landspítala að málinu. Hvað sem því líður liggur fyrir í málinu bókun s tefnd a, Landspítal a, þar sem tekið er fram að stofnunin falli frá öllum kröfum í málinu og hyggist ekki láta það til sín taka. Dómurinn lítur svo á að í þessari afstöðu felist að stefndi, Landspítali, fallist á að máls - úrslitin skuli binda hann á sama hátt og a ðra stefndu og verður stofnuninni því í ljósi þessa gert að þola dóm með stefnda, Persónuvernd , einsog greinir í dómsorði . Af hálfu stefnanda flutti málið Hlynur Halldórsson lögmaður en af hálfu stefndu flutti málið Ingvi Snær Einarsson lögmaður . Ástráður Haraldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dóm so r ð Felld er úr gildi á kvörðun stefnda , Persónuverndar , frá 23 . nóvember 2021 í máli nr. 2020061951 með eftirfarandi ákvörðunarorð i : Íslenskrar erfða greiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS - CoV - 2 - veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID - 19 - sjúkdóminn sem hún veldur, sem samþykkt var af v ísindasiðanefnd 7. apríl 2020, samrýmdist ekki lögum nr. 90/2018, um per sónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. reglugerð (ESB) Stefnd i , Persónuvernd , og s tefndi , Landspítalinn , greiði stefnanda óskipt 2.000.000 króna í málskostnað. Ástráður Haraldsson