Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 17 . maí 2021 Mál nr. S - 6978/2020: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari) gegn Gísla Inga Gunnarssyni og ( Jóhann Pétursson lögmaður ) Valdimar Erni Eiðssyni (Jón Egilsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 8. apríl sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 20. október 2020, á hendur: Gísla Inga Gunnarssyni, [kt.] , , , og Valdimar Erni Eiðssyni, kt. , , . I. Gegn ákærðu báðum fyrir fjársvik, framin í félagi, á tímabilinu 11. nóvember 2017 til 9. febrúar 2019, í alls 8 skipti, svikið út vörur, samtals að andvirði kr. 2 .263.619,25, í verslun Bauhaus slhf., kt. , Lambhagavegi 2 - 4, með því að útbúa tilhæfulaus tilboð en ákærði Valdimar sem var starfsmaður í verslun Bauhaus útbjó tilhæfulausu tilboðin og ákærði Gísli framvísaði þeim og hagnýtti sér villu starfsmanna Bauh aus um að vörurnar væru greiddar og fékk þannig afhentar vörur, samtals að fjárhæð kr. 2.263.619,25, svo að neðan greinir: Dags. Vettvangur tilboðsnóta Samtals andvirði vara 09.02.2019 Bauhaus, Lambhagavegi 2 - 4 kr. 186.172 09.02.2019 Bauhaus, Lambhagavegi 2 - 4 kr. 251.123,25 08.12.2018 Bauhaus, Lambhagavegi 2 - 4 kr. 311.976, 2 08.12.2018 Bauhaus, Lambhagavegi 2 - 4 kr. 194.593,50 13.10.2018 Bauhaus, Lambhagavegi 2 - 4 kr. 433.728 01.09.2018 Bauhaus, Lambh agavegi 2 - 4 kr. 310.538,25 02.06.2018 Bauhaus, Lambhagavegi 2 - 4 kr. 292.556 11.11.2017 Bauhaus, Lambhagavegi 2 - 4 kr. 282.932,25 ___________________________________________________________________ Samtals: kr. 2.263.619, 25 Mál nr. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . II. Gegn ákærða, Gísla Inga, fyrir peningaþvætti með því að hafa ráðstafað, geymt og/eða nýtt ávinning af brotum skv. I. lið ákæru, samtals að verðmæti kr. 2.263.619,25, í þágu atvinnurekstrar í hans eigu eða eftir atvikum í eigin þágu. Mál nr. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir Magnús Ingvar Magnússon, lögmaður, f.h. Bauhaus slhf., kt. , kröfu um að ákærðu verði sameiginlega dæmdir til að greiða Bauhaus slhf. 10.824.959 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af kr. 315.130 frá 12.08.2017 til 14.10.2017, af kr. 1.063.440 frá þeim degi til 24. 03.2018, af kr. 2.743.279 frá þeim degi til 07.04.2018, af kr. 3.751.324 frá þeim degi til 12.05.2018, af kr. 5.247.621 frá þeim degi til 29.05.18, af kr. 5.599.261 frá þeim degi til 02.06.2018, af kr. 6.589.761 frá þeim degi til 10.07.2018, af kr. 7.017.6 16 frá þeim degi til 14.07.2018, af kr. 7.487.605 frá þeim degi til 20.07.2018, af kr. 7.809.765 frá þeim degi til 21.07.2018, af kr. 8.342.246 frá þeim degi til 01.09.2018, af kr. 8.765.561 frá þeim degi til 13.10.2018, af kr. 9.719.861 frá þeim degi til 08.12.2018, af 10.282.713 frá þeim degi til 09.02.2019, af kr. 10.824.959 frá þeim degi til 27.06.2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er þess krafist 3 að viðurkennd verði með dómi sameiginleg skaðabótaskylda ákærðu. Þess er einnig krafist að ákærðu greiði Bauhaus slhf. in solidum málskostnað skv. síðar framlögðum Ákærði Gísli krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að hann verði dæm dur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefst hann þess að bótakröfu verið vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af henni, en til þrautavara að fjárhæð hennar verði lækkuð. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins s em greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Valdimar krefst þess að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefst hann þess að bótakröfu verið vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af henni en til þrautavara að fjárhæð hennar verði l ækkuð. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. I Málsatvik Rannsókn málsins hófst eftir að lögreglu barst kæra Bauhaus slhf. vegna ætlaðs þjófnaðar ákærðu. Er málsatvikum þar lýst svo að ákærði Valdimar hafi verið starfsmaður fyrirtækjasviðs í verslun Bauhaus að Lambhagavegi 2 - 4 í Reykjavík en ákærði Gísli viðskip tavinur félagsins og reki hann verktakafyrirtækið Við reglubundið eftirlit hefði komist upp um umfangsmikinn þjófnað úr versluninni sem talin var hafa staðið yfir í langan tíma. Við skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum frá 9. febrúar 2019 kom í lj ós að Valdimar hafði í félagi við Gísla farið um verslunina og tekið saman vörur fyrir samtals 609.715 krónur og komið þeim fyrir í bifreið Gísla á grundvelli tilboðsblaða sem Valdimar hafði útbúið. Tilboðin voru hins vegar ekki rituð á nafn Gísla né h eldur á aðra ótengda viðskiptavini félagsins. Af skjáskotum úr öryggismyndavél megi sjá að Gísli t ók vörurnar út úr versluninni en tilboð vegna þeirra virðast þó ekki hafa verið virkjuð í kerfi verslunarinnar. Vörurnar voru ekki reikningsfærðar og ekki sta ðgreiddar og telur kærandi því að um þjófnað sé að ræða. Valdimar var einn á vakt á fyrirtækjasviði þennan dag og h efði hann oft verið einn að vinna einn laugardag í mánuði. Þá kemur fram í kærunni að heildarfjárhæð þess sem stolið var liggi enn ekki fyrir . Telur kærandi að ætluð brot ákærðu geti varðað við 244., 245. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4 Lögregla framkvæmdi húsleitir 16. febrúar 2019 á nokkrum stöðum í og var Gísli viðstaddur auk vitnanna A og B . Var í öllum tilvikum um að ræ ða húsnæði á vegum Gísla. Í skýrslu lögreglu um húsleitina kemur fram að á nokkrum stöðum h efðu fundist munir sem ætlað var að væri þýfi frá Bauhaus. Allir munirnir sem fundust voru skráði niður af vitnunum A og B auk þess sem þeir tóku myndir af þeim. Fun dust slíkir munir í bílskúr við heimili Gísla. Þá hefði Gísli sagt að parket og parketlistar sem lagðir hefðu verið á heimili hans væru úr versluninni. Fyrir utan fannst búnt af fúavörðu timbri sem vitnin A og B sögðu vera frá versluninni. Í lagerhúsnæ ði að fannst mikið af iðnaðarvörum og verkfærum. Bæði í húsnæði að og , neðri hæð, benti Gísli á parket sem búið var að leggja og sagði það vera frá versluninni og á síðarnefnda staðnum einnig ljós sem búið var að setja upp. Þá kemur fram í skýr slunni að þegar Gísli var handtekinn hefðu fundist verkfæri í bifreið hans sem voru haldlögð. Þeir munir sem fundust og ekki var búið að leggja niður eða festa voru haldlagðir af lögreglu og sendir kæranda. Ákærðu voru báðir handteknir vegna málsins 14. febrúar 2019. Í skýrslu Valdimars þann dag kom fram að þetta hefði byrjað fyrir um um einu ári síðan þegar hann var að afgreiða Gísla sem þá hefði spurt hann hvort hann gæti aðstoðað hann við að koma vörum undan, þ.e. án þess að greiða fyrir þær. Í fyrstu hefði hann neitað en Gísli gengið á hann og beðið hann um að bjarga sér í þetta eina skipti. Hefði hann látið plata sig út í þetta. Valdimar kvaðst hafa útbúið tilboðsblað, sem sé ókláraður reikningur, og athugað hvort meðákærði kæmist í gegn með vörurnar með þessu blaði. Það hefði tekist og eftir þetta hefði Gísli gengið á hann og beðið hann um að gera þetta öðru hvoru , sem hann gerði. Valdimar sagði að holan hefði orðið dýpri og dýpri og hann reynt að fá Gísla til að hætta þessu en hann ekki látið segjast . Gísli hefði þá m.a. hótað honum með því að segja að hann vissi hvar hann væri að finna og hefði hann verið hræddur við hann. Kvaðst Valdimar telja að um hafi verið að ræða hátt í fimmtán skipti og verðmæti á að giska þrjár til fjórar milljónir króna. Ten gsl hans við Gísla hefðu ekki verið önnur en þau að hann var viðskiptavinur verslunarinnar. Kvaðst hann hafa fengið greitt frá Gísla fyrir að gera þetta, á bilinu 50 - 100.000 krónur í hvert skipti, sem Gísli hefði greitt honum í reiðufé úti á bifreiðastæði. Valdimar svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort hann hefði falsað reikninga og kvaðst hafa gert tilboðsreikninga á fyrirtæki sem komu málinu ekkert við og hefðu aldrei verið skrifaðir út. Gísli hefði alltaf komist í gegn á þessum reikningum . Valdimar staðfesti að 9. febrúar hefði Gísli fengið vörur fyrir 609.715 5 krónur og voru bornar undir hann myndir sem liggja fyrir úr eftirlitsmyndavél frá þeim degi og sagði hann þær sýna atvik. Síðar sama dag var tekin skýrsla af Valdimar á ný og voru þá bornir undir hann þeir reikningar sem lögregla taldi varða atvik. Var farið yfir 22 reikninga og benti Valdimar á þá sem hann taldi varða ætluð brot. Sagði hann Gísla ekki hafa borgað fyrir þær vörur sem hann tók á grundvelli tilboð s reikninga en hann hafi að auki keypt aðrar vörur í versluninni. Í skýrslutöku 15. febrúar 2019 voru fleiri reikningar bornir undir Valdimar. Einnig var borinn undir Valdimar sá framburður Gísla að hann hefði beðið Valdimar um að kaupa vörurnar fyrir sig af því að hann væri með s vo mikinn starfsmannaafslátt og hann síðan millifært á Valdimar. Sagði hann þetta vera rangt. Gísli hefði beðið hann um að gera þessa tilboðsreikninga og hefði sjálfur ætlað að koma vörunum út og aldrei boðist til að borga þessar vörur. Þá staðfesti Valdim ar að Gísli hefði greitt honum fyrir að þegja yfir þessu og staðfesti að sjö millifærslur , er komu fram í bókhaldi Gísla á tímabilinu 3. febrúar 2017 til 29. maí 2017 , hefðu verið slíkar greiðslu. Með þeim hefði Gísli ekki verið að greiða fyrir vörurnar ef svo hefði verið hefði greiðslurnar átt að vera hærri . Eftir þetta tímabil hefði Gísli farið að greiða honum í reiðufé. Skýrsla var tekin af ákærða Gísla 14. febrúar 2019. Kvaðst hann hafa verslað mikið í versluninni og stundum í gegnum Valdimar þar sem ha nn fái meiri afslátt í versluninni en hann hafi, allt að 70 - 80% afslátt. Hann hefði kynnst Valdimar í gegnum viðskipti sín í versluninni og hefðu fleiri starfsmenn en Valdimar gert honum góð tilboð í gegnum tíðina. Valdimar hefði boðið honum að kaupa vörur í gegnum hann og fá þá starfsmannaafslátt Valdimars sem hann greiddi beint fyrir vörurnar. Kvaðst hann geta framvísað millifærslum vegna þeirra greiðslna. Einnig sé hann í reikningsviðskiptum í versluninni. Gísli kvaðst hafa tekið þær vörur sem hann ætlað i að kaupa og Valdimar skannað þær inn í sölukerfi verslunarinnar. Hann hefði síðan farið með seðilinn til þeirra starfsmanna sem beri saman seðilinn og vörurnar sem hann var með í bifreiðinni. Hann hefði aldrei fengið reikninga vegna þeirra vara sem hann keypti í gegnum Valdimar sem hefði séð um að greiða fyrir þær. Þá sagði hann framburð Valdimars , um að hann hefði átt upptökin að þessu og þvingað hann til að gera þetta , vera rangan. Gísli kvaðst ekki hafa skoðað tilboðsblöðin sem hann fékk og ekki vita h vaða fyrirtæki það séu sem skráð voru á tilboðsblöðin frá 9. febrúar 2019, og . Hann kannist við að hafa tekið út þær vörur sem skráðar eru á það tilboðsblað. Hann fari einungis með blöðin í afgreiðsluna 6 þegar hann fari í burtu. Valdimar gefi honum svo upp þá fjárhæð sem vörurnar kostuðu og hann greiði Valdimar þá fjárhæð, fyrst með millifærslum af eigin reikningi eða reikningi en síðar með reiðufé. Almennt hefðu liðið einn til þrír dagar frá því hann tók vörurnar þangað til han n greiddi Valdimar . Kvaðst hann ekki hafa verið að greiða Valdimar fyrir að koma vörunum úr húsi. Hvað varðar það parket sem hann fékk í gegnum Valdimar þá kvaðst hann að mestu hafa notað það á húseignir sem hann á eða átti, að , og . Skýrsla var tekin af Gísla á ný 22. febrúar 2019. Ítrekaði hann þá að Valdimar hefði nálgast hann og sagt að hann gæti boðið honum betri afslátt og hefði hann í gegnum Valdimar verið að greiða 30 - 40% af verði vöru hverju sinni. Hann hefði greitt Valdimar fyrir vörurnar sem hefði ætlað að sjá um að greiða versluninni en viti ekki hvernig hann stóð að þeim greiðslum. Það hefðu farið að renna á hann tvær grímur þegar Valdimar vildi fá greitt í reiðufé. Borin voru undir Gísla m.a. þau tilboðsblöð sem vísað er til í ákæru og kannaðist hann við að hafa tekið út þær vörur sem þar koma fram fyrir utan vörur samkvæmt tilboði frá 2. júní og 13. október 2018 sem hann var ekki viss um. Kvaðst hann yfirleitt ekki hafa skoðað þessa seðla þegar hann fór með þá í afgreiðsluna. Þá kvaðst hann hafa verið í vandræðum með þessar greiðslur í bókhaldi fyrirtækisins þar sem Valdimar hefði ekki viljað láta hann hafa kvittanir fyrir greiðslunum. Fyrir liggja m.a. þau tilboðsblöð sem greinir í ákæru, myndir úr eftirlitsmyndavél frá 9. febrúar 2019 sem sýna ætluð brot ákærðu þennan dag, listi starfsmanna verslunarinnar yfir þá muni sem fundust á stöðum sem Gísli var með umráð yfir og skýrsla lögreglu um þá muni sem fundust og voru einnig á tilboðsblöðunum. Þá liggja fyrir bankagögn vegna ákærð u og upplýsingar um sí masamskipti ákærðu á því tímabili er ákæra tekur til. II Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna fyrir dómi að því marki sem nauðsynlegt er til úrlausnar málsins. Ákærði Gísli kvaðst hafa keypt flestar þær vörur sem vísað er til í ákæru hjá ákærða Valdimar og í flestum tilvikum lagt inn á Valdimar greiðslur vegna viðskiptanna. Taldi hann sig hafa verið að eiga viðskipti við Valdimar og fá þannig að nýta sér starfsmannaafslátt hans. Ákærði kvaðst reka fyrirtæki, , og hafa verið að versla fyrir 7 það en einnig fyrir sig persónulega og fyrir fyrirtæki sem hann vann hjá, , og , en hann sé eigandi en ekki hinna fyrirtækjan n a. Hann og félögin hefðu átt í miklum viðskiptum við Bauhaus. Val dimar hefði verið starfsmaður í Bauhaus þegar þeir kynntust og hann skilið það svo að Valdimar væri einhvers konar yfirmaður í fyrirtækjaþjónustu. Sjálfur hefði hann farið í verslunina og týnt til vörurnar og Valdimar síðan skráð þær inn. Þannig hefði hann fengið meiri afslátt en annars. Kvaðst hann ekki hafa þurft að framvísa tilboðsblaði til að komast út úr versluninni. Valdimar hefði afgreitt hann og tilboð s blaðið hefði ekki verið yfirfarin þegar hann fór út. Tilboðsblöðin hefðu verið kynnt honum á ranns óknarstigi og hefði hann þá fyrst séð þau en aldrei fengið þau í hendur en kannist við eitthvað af vörunum á blöðunum. Kvaðst hann hafa beðið Valdimar um kvittanir vegna þeirra vara sem hann keypti en þær aldrei borist honum. Valdimar hefði boðið honum að gera þetta og sagt honum að hann gæti fengið ódýrar vörur í gegnum hann. Valdimar hefði látið hann vita hvað hann ætti að borga. Í flestum tilvikum hefði hann lagt inn á Valdimar, millifært inn á bankareikning hans, en einnig látið hann hafa reiðufé. Hafi hann við yfirheyrslu framvísað gögnum um þessar millifærslur sem hefðu verið í samræmi við þær fjárhæðir sem Valdimar gaf honum upp. Kvaðst hann aldrei hafa beitt Valdimar þrýstingi til að hjálpa honum að koma vörum út úr fyrirtækinu eða beðið hann um að h jálpa sér við það. Spurður hvort honum hefði fundist skrýtið að kaupa vörur í gegnum starfsmann sagði ákærði að hann hefði oft gert þetta svona annars staðar og hefði hann ekki grunað að þetta væri refsivert. Sjálfur hefði hann viljað millifæra á reikning Valdimars og sagði ákærði að það hefði slegið hann þegar Valdimar bað um reiðufé. Kvaðst ákærði kannast við að hafa verið með vörurnar í sínum vörslum. Þegar lögregla framkvæmdi húsleit hefði hann sýnt þeim hvar vörurnar væru. Töluvert af vörunum hefði fun dist þá en ákærði kvaðst einnig hafa verið búinn að versla mikið við Bauhaus áður. Borin voru undir ákærða þau tilboðsblöð er greinir í ákæru. Kvaðst hann kannast við þær vörur er greinir á blöðum dagsettum 9. febrúar 2019 og 8 . desember 2018 og á einu bl aði dagsettu 13. október 2018. Hann kvaðst ekki kannast við þær vörur er greinir á tilboðsblöðum dagsettu 1. september 2018, 2. júní 2018 og 11. nóvember 2017. Ákærði sagði að þær vörur sem hann var með hefðu ekki allar verið keyptar í gegnum Valdimar. Þá kveðst hann ekki hafa farið almennilega yfir það hvort vörurnar hefðu allar farið til baka eða hvort allt sem var haldlagt hefði verið keypt í gegnum Valdimar. Ákærði var spurður hvort honum hefði fundist óeðlilegt að taka út vörur án þess að vita hvað han n 8 ætti að greiða fyrir þær og fá rukkun síðar frá Valdimar þar sem hann tilgreindi einungis fjárhæð. Sagði ákærði þá að hann hefði fengið 60 - 70% afslátt í gegnum aðra og telja að hann hafi fengið 50 - 60% afslátt hjá Valdimar. Þegar hann greiddi Valdimar með reiðufé hefði Valdimar verið búinn að hafa samband við hann og biðja hann um að hitta sig. Þá kvaðst hann í þessum tilfellum ekki hafa fengið neitt yfirlit yfir þær vörur sem hann tók út en venjulega hefði hann fengið tölvupóst frá versluninni. Sagði ákær ði að venjulega þegar keypt er í gegnum starfsmenn til að fá starfsmannaafslátt þeirra þá kaupi starfsmaðurinn vöruna og hann greiði starfsmanninum en fái ekki kvittun fyrir greiðslu. Ákærði kvaðst almennt hafa fengið tilboðsblöð þegar hann verslaði í Bauh aus, einnig þegar Valdimar afgreiddi hann, en ekki þegar hann notaði starfsmannaafslátt Valdimars. Ákærði kvaðst geta staðfest vörur inni í tilboðunum, eins og hann fór í gegnum hjá lögreglu, en ekki tilboðin. Þá kvaðst hann muna eftir að hafa sagt það hjá lögreglu að hann hefði farið með tilboðsblöð til starfsmanna en það eigi við um venjuleg viðskipti í versluninni en ekki þau sem hér eru til umfjöllunar. Ákærði Valdimar ítrekaði að hann játaði sök samkvæmt ákæru en hafnaði bótakröfu á þeim grundvelli að hún sé bersýnilega röng og samrýmist heldur ekki sakarefni málsins en öllu þýfi hefði verið skilað aftur til Bauhaus. Kvaðst hann hafa upplýst málið og aðstoðað lögreglu og ákæruvald. Kveðst hann hafa haft lítinn sem engan fjárhagslegan ávinning af málinu . Hann hefði verið hræddur við meðákærða. Þá iðrist hann verulega og sagði málið hafa breytt lífi hans mikið, hann hefði m.a. misst vinnuna. Hann hefði reynt að semja við Bauhaus en þeir ekki viljað ræða við hann. Sé þetta í eina skiptið á ævinni sem hann hafi brotið af sér og muni aldrei gera það aftur. Ákærði kvaðst að öðru leyti neita að tjá sig vegna málsins og þar með hvort hann staðfesti efni þess framburðar sem hann gaf hjá lögreglu. Vitnið A er forstöðumaður Bauhaus á Íslandi. Sagði hann að sitt hlu tverk hefði verið að reyna að upplýsa málið þegar það kom upp. Grunur vaknaði við reglubundið eftirlit. Þegar verið var að stemma af sölur og tilboð kom í ljós að eitthvað var að og var það rakið til Valdimars. Málið hefði verið skoðað vel en síðan hefði V aldimar verið kallaður á fund þar sem gögn hefðu verið borin undir hann og viðurkenndi hann þá ákveðna þætti málsins. Sagði vitnið að starfsmenn fái 10% afslátt af vörum jafnvel þó að þær séu á útsölu en sjálfur hafi hann heimild til að veita starfsmönnum meiri afslátt en þó aldrei meiri en 50 - 80%. Sagði vitnið fjarri raunveruleikanum að Gísli hefði fengið slíkan starfsmannaafslátt í gegnum Valdimar. Greiðslur inn á reikninga starfsmanna eða 9 í reiðufé til starfsmanna séu ekki viðurkenndur greiðslumáti hjá f yrirtækinu. Kveðst vitnið kannast við tilboðsblöðin og sagði að þau hefðu verið skráð á ýmsa aðila. Hann hefði haft samband við þessa aðila en tvö fyrirtæki hefðu verið þar mest áberandi, og en enginn kannast við að hafa verið hjá þeim þessa tiltek nu daga að versla. Þá kvaðst vitnið hafa verið viðstaddur húsleit ina í , m.a. á heimili Gísla. Þeir hefðu þar leitað að meintu þýfi og fundið töluvert magn af vörum sem voru í samræmi við strikamerki á þeirra vörum á tilboðsblöðum og hefði því verið hæg t að rekja þessar vörur til þeirra. Þeir hefðu tekið myndir af þessum munum og gert grein fyrir þeim. Sagði vitnið að það vanti greiðslur að baki öllum þeim tilboðsblöðum sem lögð voru fram en Valdimar hefði viðurkennt stóran hluta af þeim í samtali þeirra . Hefði þetta gerst þegar hann var einn á vakt í söludeild. Sömu daga og tilhæfulausu reikningarnir voru gefnir út voru einnig færslur á . Sagði vitnið að Gísli hefði verið samstarfsfús vegna málsins. Af hálfu Bauhaus hefði ekki verið óskað eftir því að fá vörurnar aftur heldur hefði lögregla pakkað vörunum inn og sent þeim. Kvaðst hann vera tilbúinn að senda þær til baka ef Gísli framvísar reikningum. Það hefði t.d. vantað í verkfærakassa og þeir verið spreyjaðir, það vantaði hluti í vélar og tæki og an nað. Þeir hefðu sjálfir metið það svo að vörurnar væru ekki söluhæfar. Í máli þessu hefðu þeir fylgt sömu verklagsreglum og í kærumálum til lögreglu. Gefið sé upp útsöluverð vöru. Tilhæfulausir reikningar hefðu verið gerðir yfir vörurnar sem fór u úr húsi o g þeir stimplaðir greiddir . Þá sagði vitnið að tilboð væru með virðisaukaskatti og sé allt bókfært hjá þeim með skatti. Viðskiptavinir þurfi að framvísa tilboðsblöðum þegar þeir fara út og eigi annars ekki að geta farið út með vörur. Starfsmenn fyrirtækisi ns geti ekki afgreitt sig sjálfir og nýtt starfsmannaafslátt heldur greiði þeir hjá gjaldkera og gefi þá upp starfsmannanúmer sitt. Takmörk séu fyrir því hverjir geti nýtt starfsmannaafslátt og eru það einungis fjölskyldumeðlimir . Þá sagði vitnið að til væ ri upptaka af atvikum 9. febrúar. Þar sjáist Valdimar aðstoða Gísla við að setja vörur í bifreið og að útbúnir voru tilhæfulausir reikningar. Valdimar sé eldri starfsmaður en þeir sem eru á kössum eru yngri og treysti þeim eldri. Valdimar sagði við ungan s tarfsmann að Gísli mætti fara út með vörurnar og hefði starfsmaðurinn treyst því. Valdimar hefði verið almennur starfsmaður í söludeild og notið mikils traust s . Daginn eftir, 10. febrúar, hefðu þeir reikningar sem gerðir voru og framvísað var hjá gjaldkera , verið horfnir. Vitnið B kvaðst vera stjórnandi fyrirtækjasviðs Bauhaus en þar fái stærri viðskiptavinir verslunarinnar þjónustu. Valdimar hefði verið starfsmaður í deildinni. 10 Málið kom upp við eftirlit á vörum sem ekki höfðu verið gjaldfærðar. Var þá ran nsakað hvernig ákveðnar vörur fóru út úr versluninni án þess að vera gjaldfærðar og þá kom þessi þjófnaður í ljós. Gísli kom í verslunina að morgni laugardagsins 9. f ebrúar , valdi vörur og setti í bifreið sína með aðstoð Valdimars og fór úr húsi án þess að greiða fyrir vörurnar. Eftir að málið kom upp var Valdimar kallaður á fund. Kvaðst hann telja að Valdimar hefði þá sagt rétt frá öllu, að vörurnar hefðu verið teknar án þess að greitt væri fyrir þær. Vitnið kvaðst vera sá sem best þekki þetta verksvið. Af sláttarkjör sem starfsmenn fái séu 10% af öllum vörum, einnig tilboðsvörum. Var vitninu kynnt að Gísli hefði sagt hjá lögreglu að afslátturinn sem hann hefði fengið hafi verið 50 - 60% en fyrir dómi 70 - 80%. Sagði vitnið að þá sé ekki heimilt að nota viðskipt amannakerfi þegar hærri afslættir eru gefnir. Þetta eigi að vera eins og öll önnur viðskipti og greitt fyrir vörurnar hjá gjaldkera. Starfsmenn fái starfsmannanúmer sem er gefið upp þegar greitt er og afsláttur notaður og varan gjaldfærð. Þá sagði vitnið a ð starfsmenn væru ekki í lánaviðskiptum. Vitnið kveðst hafa verið viðstaddur húsleit í . Þeir hefðu byrjað heima hjá Gísla og var hann spurður hvort þar væru einhverjar vörur sem hefðu verið teknar úr versluninni án greiðslu og sagði hann þær vera víðsv egar. Ekkert hefði verið í húsinu hans sem þeir sáu en hann viti ekki með þau gólfefni sem þar voru. Þá hefði Gísli vísað á geymslu sem var við höfnina og þar hefði verið mikið af vörum frá Bauhaus. Vitnið hefði ekki getað greint á milli þess hvað var búið að gjaldfæra af þeim. Þeir hefðu því tekið myndir af vörum og strikamerkjunum og slegið þeim upp í kerfi Bauhaus. Einnig hefðu þeir farið í leiguíbúð og hefði Gísli þar bent á gólfefni sem hann vissi að hann hafði fengið í gegnum Valdimar. Þeir hefðu fund ið vörur frá Bauhaus sem komu fram á tilboðsblöðunum sem ekki var hægt að sýna fram á að hefðu verið gjaldfærðar en einnig aðrar vörur. Þegar menn fara út úr versluninni með vörur séu þær annað hvort staðgreiddar eða reikningsfærðar. Ef þetta eru reiknings viðskipti þá er ritað undir pöntun og þessu framvísað með fylgiseðli við hliðið. Vitnið sagði að tilboð í vörur geti aldrei verið með meira en 45% afslætti. Aukaafsláttur starfsmanna , sem er 10% , bætist ofan á það. Kvaðst hann ekki hafa orðið var við að v iðskiptavinir væru að reyna að fá að nýta starfsmannaa f slátt , frekar pressa á að fá sjálfir betri kjör. Gísli hefði mikið pressað á að fá lægra verð og hafi hann verið að fá almennt verulega hagstæð kjör. Hafi honum einnig verið gerð tilboð á nafn en þ að félag hefði verið stór viðskiptavinur lengi. Þau viðskipti fóru á venjulegan hátt í gegnum kerfið. Sérstök tilboð á miklum afslætti hefðu farið beint til gjaldkera en ekki í 11 gegnum fyrirtækjasviðið. Þá sagði vitnið að viðskiptamenn væru einnig með fasta afslætti, 10%. Starfsmenn mega ekki nýta sér tilboðsblöð en noti afslátt sinn með því að greiða á kassa og gefa þá upp númer en geti aldrei klárað þau viðskipti sjálfir. Lögreglumaður nr. kvaðst hafa tekið skýrslu af Gísla og leitað að þýfinu ásamt tveimur starfsmönnum Bauhaus . Mest af því hefði verið í geymslu niðri á bryggju í . Um hefði verið að ræða ýmsar vörur og þar af mikið af verkfærum. Einnig hefði þýfi fundist heima hjá Gísla og í bílskúr hans og í annarri íbúð, en þar var m.a. parket , s em búið var að leggja og var því ekki hægt að haldleggja , auk fleiri muna sem ekki var hægt að taka. Þær vörur sem talið var að teknar hefðu verið úr Bauhaus hefðu verið haldlagðar og sendar til Reykjavíkur. Staðfesti vitnið þær skýrslur og samantektir sem það vann og kvaðst hann einnig hafa tekið mynd af parket i og öðru dóti sem talið var vera frá Bauhaus. Lögreglumaður nr. kvaðst hafa stjórnað rannsókn málsins og annast skýrslutökur af Valdimar og leitað eftir aðstoð lögreglunnar í vegna rannsóknarinnar. Haft hefði verið samband við lögreglu frá verslun inni Bauhaus vegna gruns um að starfsmaður hefði brotið af sér ásamt öðrum einstaklingi. Vitnið hefði farið þangað og rætt við yfirmann og hefði Valdimar í kjölfar þess komið sjálfviljugur á lögreglustöð þar sem tekin var skýrsla af honum. Eftir að fyrsta skýrslan hafði verið tekin af Valdimar ákvað lögreglan að handtaka hann þar sem ekki var búið að hafa upp i á Gísla og óttast að annars kynni rannsókn málsins að verða spillt. Síðan hefði verið tekin önnur skýrsla af Valdimar. Hann hefði verið mjög hjálpsam ur og útskýrt nákvæmlega hvernig þetta hefði farið fram. Hann hefði útbúið tilboðsreikninga sem hefðu verið stimplaðir eins og vörurnar væru greiddar. Síðan hefði Gísli farið út úr versluninni með þær vörur sem hann hafði tekið. Þá staðfesti vitnið að hafa farið yfir samskipti milli ákærðu í gegnum síma Gísla og unnið upplýsingaskýrslu um þá rannsókn. Einnig vann vitnið upplýsingaskýrslu vegna bankareikninga ákærðu þar sem fram komu millifærslur inn á reikninga ákærða Valdimars. Greiðslurnar hefðu svo hætt snögglega en svo virðist sem Valdimar hefði eftir þann tíma fengið greiðslurnar beint í vasann. Loks hefði vitnið unnið upplýsingaskýrslu þar sem upp eru taldar þær vörur sem haldlagðar voru við leit í og hægt var að heimfæra upp á tilboðsblöðin og er þar vísað til framlagðs lista yfir haldlagðar vörur. Vitnið sagði að Valdimar hefði ekki viljað hafa verjanda viðstaddan við yfirheyrslur en það hefði verið margítrekað við hann að hann ætti rétt á því. Taldi vitnið 12 að Valdimar hefði verið í þokkalegu ásta ndi þegar skýrslurnar voru teknar og gat ekki séð að hann hefði verið í taugaáfalli eða fallið saman. Hann hefði gefið þrjár skýrslur án þess að vera með lögmann. III Niðurstaða Ákærðu eru í I. kafla ákæru ákærðir fyrir fjársvik framin í félagi eins og nánar er rakið hér að framan og er þar lýst verkskiptri aðild þeirra að brotinu. Er brot ákærðu talið varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt lagaákvæðinu varðar það fangelsi allt að sex árum e f maður kemur öðrum manni til að hafas t eitthvað að eða láta eitthvað ógert , með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum . Ákærði Valdimar játaði sök. Farið var með mál þetta, hvað hans þátt v arðar, samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði Gísli neitar sök. Byggir hann varnir sínar á því að meðákærði hafi verið að versla fyrir hann og hefði hann verið að nýta sér starfsmannaafslátt meðákærða og að ósannað sé að tilboðsblöðunum hafi verið framvísað eins og greinir í ákæru . Ákærði hefur viðurkennt að hafa móttekið hluta af þeim vörum sem greinir á tilbo ðsblöðunum og fannst stór hluti þeirra við húsleit eftir ábendingu ákærða. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rö kum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Vitnin A og B gáfu skýrslu við meðferð málsins fyrir dómi. Lýstu þeir þeim afsláttarkjörum sem bjóðast hjá versluninni. Einnig kom fram hjá þeim hvaða reglur gilda um starfsmannaafslátt, að hann sé almennt 10%, en næsti yfirmaður geti heimilað hærri afslátt og að ávall t þurfi að fá afgreiðslu hjá gjaldkera til að fá þann afslátt, að hann geti 13 bæst ofan á tilboð og sé einungis í boði fyrir starfsmenn og tiltekna fjölskyldumeðlimi þeirra. Viðskiptavinir verslunarinnar fái einnig sjálfir fastan afslátt. Einnig kom fram að vörur frá fyrirtækjaþjónustu þurfi að greiða á sama hátt og aðrar vörur, við kaup eða skuldfæra í reikningsviðskiptum og riti viðskiptavinur þá nafn sitt á viðeigandi skjöl. Þá þurfi ávallt að sýna tilboðsblað þegar farið er með vörur úr versluninni sem þu rfi þá annað hvort að vera greiddar eða reikningsfærðar. Í framburði sínum hjá lögreglu kvaðst ákærði hafa framvísað flestum þeim tilboðsblöðum sem vísað er til í ákæru þegar hann fór með vörurnar út úr versluninni og kannaðist við að hafa fengið þær vö rur sem greinir á þeim. Fyrir dómi sagði ákærði að þ að ætti við almennt þegar hann verslaði að hann framvísaði tilboðsblöðum og að hjá lögreglu hefði hann ekki verið að tala um þau tilvik er greinir í ákæru. Þá kvaðst hann fyrst hafa séð þessi tilboðsblöð hjá lögreglu en kannast við eitthvað af vörunum . Af framburði ákærða hjá lögreglu verður ekki annað séð en að hann eigi þar við þau tilvik sem voru til rannsóknar og kemur það ítrekað fram í framburði hans. Fyrir liggur hljóðupptaka af þe ssum framburði. He fur ákærði þannig breytt framburði sínum fyrir dómi sem telst því á reiki hvað þetta varðar. Samkvæmt 2. mgr. 113. gr. laga um meðferð sakamála getur ákærði ýmist neitað að gefa skýrslu um sakarefni eða neitað að svara einstökum spurningum þar að lútandi . Meðákærði kaus að tjá sig ekki um ætluð brot í framburði sínum fyrir dómi og þar með að svara ekki spurningu þess efnis hvort hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. Telur dómurinn að með þeirri afstöðu hafi hann ekki dregið til baka þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. Engu að síður er til þess að líta að sönnunargildi framburðar hjá lögreglu sem ekki hefur verið staðfestur fyrir dómi verður að meta í hverju tilviki með hliðsjón af öðrum gögnum. Hjá lögreglu lýsti meðákærði ætluðum brotum sínum og ákærða og staðfesti að ferli eins og það sem lýst er í ákæru hafi verið viðhaft 9. febrúar og sjáist á því myndbandi sem liggi fyrir. Kom skýrt fram hjá meðákærða að tilboðsblöð hefðu verið gerð í öllu m tilvikunum og þeim framvísað og vöru num þannig komið út úr versluninni. Meðákærði játaði sinn þátt brotsins fyrir dómi og fyrir liggur hljóðupptaka af framburði hans hjá lögreglu. Bar hann um það að eftir að hann lét undan ákærða, sem hafði frumkvæði að ætluðum brotum, hefði hann útbúið slík t blað til að kanna hvort þetta gengi upp . V arð það raunin og notuðu ákærðu sömu aðferð áfram . Þá er þessi aðferð í samræmi við þær reglur sem gilda um afgreiðslu í versluninni , þ.e. að framvísa verði skjölum því til 14 staðfestingar að gengið h efð i verið frá greiðslu. Fallist er á það með ákærða að á myndum vegna atvika 9. febrúar sjáist hann ekki halda á blaði en það útilokar ekki að hann hafi haft tilboðsblað meðferðis eins og afgreiðsluferlar verslunarinnar gerðu ráð fyrir. Fyrir liggja þeir tilboðsreikningar sem byggt er á að ákærði hafi fengið í hendur hjá meðákærða og framvísað er hann fór með þær vörur sem þar eru tilgreindar úr versluninni. Einnig liggur fyrir listi yfir þær vörur sem fundust við húsleit ásamt myndum af þeim en að miklu l eyti er um að ræða þær vörur sem greinir á tilboðsblöðunum. Af hálfu ákærða er sýknukrafa hans m.a. á því byggð að ósannað sé að tilboðsblöðunum hafi verið framvísað og ákærði þannig hagnýtt sér villu starfsmanna verslunarinnar um að vörurnar væru greiddar . Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvaða starfsmönnum ákærði sýndi tilboðsblöðin þegar hann fór með vörurnar úr versluninni 9. febrúar. Á myndum úr eftirlitsmyndavél frá þeim degi má sjá ákærða í samskiptum við starfsmann áður en hann fór með vörurnar . Af framburði meðákærða hjá lögreglu og framburði vitnanna A og B má ráða hvaða afgreiðsluferlar eru notaðir í versluninni. Gerðu þeir grein fyrir því að viðskiptavinur tilboð sblað til sönnunar um heimild sína til að fara á brott með vörunar sem þá eru greiddar eða reikningsfærðar. Er það mat dómsins með vísan til þess sem að framan greinir , og er í samræmi við framburð ákærða hjá lögreglu , að sannað sé að ákærði hafi framvísað tilboðsblöðunum í þeim tilvikum sem í ákæru greinir. Þykir nægilegt að skjölum hafi verið framvísað ótilgreindum starfsmanni enda hafði meðákærði sérstaklega útbúið skjölin í því skyni að villa um fyrir samstarfsmönnum sínum í samræmi við framangreinda af greiðsluferla og þykir sannað að atvik hafi verið í samræmi við það . Fyrir liggja gögn sem staðfesta greiðslur inn á reikning meðákærða af bankareikningi félags ákærða og ákærða á árunum 2016 og 2017. Verður ein þeirra, hvað tímasetningu varðar, tengd við atvik 11. nóvember 2017 en 21. sama mánaðar voru lagðar inn á reikning meðákærða 50.000 krónur. Ákærðu ber saman um það að á einhverju m tímapunkti hafi ákærði farið a ð afhenda meðákærða greiðslur í reiðufé og má af bankagögnum ráða að það eigi a .m.k. við um árin 2018 og 2019. Ákærðu ber ekki saman um tilefni þeirra greiðslna sem fóru á milli þeirra. Ákærði kvaðst hafa verið að greiða fyrir vörur sem meðákærði hefði keypt á grundvelli starfsmannaafsláttar síns en meðákærði sagði um að ræða greiðsl u fyrir að þegja yfir þessu. Þá kom fram hjá meðákærða að ákærði hefði þurft að greiða miklu hærri fjárhæð ef hann væri að greiða 15 fyrir vörurnar. Framburður ákærða , um að starfsmannaafsláttur meðákærða hafi verið slíkur að hann hafi þá fengið hagstæðri kjö r en ella , stenst engan veginn í ljósi framburðar A og B um þau kjör sem voru í boði og framburðar meðákærða. Þá voru vörurnar ekki færðar inn í greiðslukerfi eða bókhald verslunarinnar í samræmi við það. Er ekkert fram komið sem styður það að fjárhæð grei ðslu til meðákærða í nóvember 2017 grundvallist á útreikningi á söluverði varnings vegna tilboðsblaðsins frá 11. n óvember , í samræmi við framburð ákærða. Verður að telja að sú fjárhæð styðji fremur framburð meðákærða sem sagði ákærða hafa greitt sé 50 - 100.000 í hvert skipti . Þá er ekkert fram komið um að ákærði hafi krafist greiðslukvittana . Einnig s ýna gögn um símasamskipti ákærðu skýr tengsl hvað tímasetningar varðar við nokku r þeirra tilvika sem í ákæru greinir , t. d. 9. febrúar , 1. september, 13. október, og 8. desember . Eru samskipti n almennt nokkrum dögum eftir þessar dagsetningar. Loks verður að hafa í huga að hefði það verið ætlunin að meðákærði greiddi fyrir vörurnar hefði hann þurft að hafa greiðslugetu til að leggja út fyrir vörum , m.a. vegna fyrirtækja ákærða en ákærði bar um að hafa almennt greitt meðákærða nokkrum dögum eftir úttekt. Er þannig ekkert fram komið sem styður þann framburð ákærða að hann hafi verið að nýta starfsmannaafslátt meðákærða og kaupa vörurnar í gegnum hann . Samkvæmt framangreindu og málsgögnum þykir dómnum sannað að ákærðu hafi staðið að töku varnings í versluninni í tveimur tilvikum 9. febrúar 2019, eins og greinir í ákæru . Meðákærði kvaðst í framburði sínu hjá lögreglu kannast þau tvö tilvik er þar greinir og eru dagsett 8. desember 2018, og tilvik 13. október 2018, 1. september 2018 og 2. júní 2018 en viðurkennt þau öll fyrir dómi . Ákærði kvaðst hjá lögreglu einnig kannast við þau tilvik sem meðákærði viðurkenndi hj á lögreglu utan þeirra sem dagsett eru 13. október 2018 og 2. júní 2018 en hann var ekki viss hvað þau varðar. Hvorugur ákærðu gaf afgerandi afstöðu til tilviksins frá 11. nóvember 2017. Þá liggur fyrir að vörur af flestum tilboðsblöðunum fundust hjá ákærða, þ. á m. þeim sem ákærði kveðst ekki vera viss um og frá 11. nóvember 2017. Með hliðsjón af frásögn meðákærða , framlögðum gögnum og þeim reglum sem gilda innan verslunarinnar , metur dómurinn framburð ákærða fyrir dómi ótrúverðugan. Framburður meðákærða hjá lögreglu samrýmist framlögðum gögnum og að hluta framburði ákærða hjá lögreglu, er að mati dómsins trúverðugur. Verður niðurstaða dómsins á honum byggð að því marki sem hann fær stuðning í öðrum málsgögnum. Þykir dómnum sannað að ákærði hafi framvísað tilhæfulausu m tilboðum og þannig hagnýtt sér 16 villu starfsmanna um að greitt hefði verið fyrir vörurnar og að skilyrðum 248. gr. almennra hegningarlaga sé fullnægt. Að öllu þessu virtu telur dómurinn nægilega sannað, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sa kamála, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru og er brot hans þar réttilega heimfært til refsiákvæða. Þá er ákærði Gísli í II. kafla ákærunnar ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa ráðstafað, geymt og/eða nýtt ávinning af br otum samkvæmt I. ákærulið, samtals að verðmæti 2.263.916 krónur , í þágu atvinnurekstrar í hans eigu eða eftir atvikum í eigin þágu. Er brotið í ákæru heimfært undir 1 . , sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Í 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga er meðal annars mælt fyrir um að hver sem nýtir ávinning af broti á lögunum eða geymi r hann skuli sæta fangelsi allt að 6 árum. Meint peningaþvætti ákærða varðar meðferð þeirra muna sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir að afla í samræmi við það se m greinir í I. kafla ákærunnar. Ákærði neitar einnig sök hvað þetta varðar. Ákærði viðurkenndi í framburði sínum hjá lögreglu að þeir munir , sem aflað var á grundvelli þeirra tilboðsblaða sem greinir í I. kafla ákærunnar , hefðu verið notaðir af hans hálfu persónulega eða í þágu atvinnurekstrar hans og annarra. Fyrir dómi taldi hann þetta eiga við um hluta munanna. Þá fundust munir af flestum tilboðsblöðunum í húsnæði sem hann hafði yfirráð yfir. Af athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 149/2009, sem færðu ákvæði 264. gr. almennra hegningarlaga í núverandi mynd, verður ráðið að hugtakið ákærði hefur verið sakfelldur fyrir að afla sér með fjársvikunum. Samkvæmt 2. mgr. 264. gr. laganna skal sá sem framið hefur frumbrot, á borð við fjársvik eða þjófnað, og fremur jafnframt brot samkvæmt 1. mgr. 264, gr. laganna , sæta sömu refsingu og þar greinir. Með vísan til þess að ákærði hefur verið sakfelldur samk væmt I. kafla ákærunnar, til framburðar hans um notkun munanna og þess að munirnir fundust á nokkrum stöðum sem ákærði hefur yfirráð yfir, m.a. að ábending u hans, verður fallist á það með ákæruvaldinu að fram sé komin lögfull sönnun um að ákærði hafi gerst sekur um peningaþvætti eins og í II. kafla ákærunnar greinir og er háttsemi hans þar rétt heimfærð til refsiákvæðis. Ákærði Gísli er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 15. október 2020, hefur hann fimm sinnum verðið dæmdur til refsi ngar. Við ákvörðun refsingar hans nú er litið til þess að á árunum 2006 og 2008 var hann dæmdur til fangelsisrefsingar í Finnlandi vegna stórfelldra fíkniefnalagabrota og í báðum tilvikum 17 dæmdur í fangelsi í tvö ár og einn mánuð. Þá var hann 27. febrúar 20 13 dæmdur í sjö mánaða fangelsi, einnig í Finnlandi, vegna líkamsárásar og þjófnaðar og lauk ákærði samfélagsþjónustu vegna dómsins 22. janúar 2015. Samkvæmt því hefur dómurinn ítrekunaráhrif, sbr. 2. og 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga. Verður því j afnframt litið til 255. gr. sömu laga við ákvörðun refsingar ákærða. Ákærði Valdimar er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 15. október 2020, hefur hann ekki verið dæmdur til refsingar. Við ákvörðun refsingar ákærða lítur dómurinn ein nig til skýlausrar játningar hans fyrir dómi og þess að hann var einkar samvinnuþýður við rannsókn málsins og aðstoðaði við að upplýsa málið. Með broti sínu rauf ákærði Valdimar einnig trúnað gagnvart þáverandi vinnuveitanda sínum og verð u r það metið til r efsiþyngingar. Brot ákærðu voru þaulskipulögð, stóðu yfir í langan tíma, vörðuðu umtalsverða fjármuni, voru framin af hálfu beggja ákærðu í auðgu n arskyni og unnin í félagi ákærðu, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og verður það metið til refsiþ yngingar hvað báða ákærðu varðar. Með hliðsjón af framangreindu og sakarefni þessa máls þykir refsing ákærða Gísla hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu d óms þessa , haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þá þykir refsing ákærða Valdimars hæfilega ákveðin tveggja mánaða fangelsi , einnig bundin skilorði á sama hátt og hvað ákærða Gísla varðar. Af hálfu bótakrefj anda er þess krafist að ákærðu verði sameiginlega dæmdir til greiðslu 10.824.959 króna. Miðar fjárhæð bótakröfu við söluverð þeirra vara sem greinir á tilboðsblöðum án afsláttar. Í ákæru er byggt á verði þeirra með 10% afslætti. Ákærðu hafa verið sakfelldi r í máli þessu og verða í samræmi við það taldir bera bótaábyrgð gagnvart bótakrefjanda á grundvelli almennu sakarreglunnar. Með sakfellingu ákærðu í máli þessu hefur því einungis verið slegið föstu að ákærðu hafi svikið út vörur að fjárhæð 2.263.619 krónu r og miðað við það verð er greinir á tilboðsblöðum. Er hafnað kröfu um að litið verð i til söluverðs án tillits til þeirrar lækkunar sem fram kemur á tilboðsblaðinu enda sé sá afsláttur algengur í verslun . Vegna virðisaukaskatt s skyldu bótakrefjanda er því e innig hafnað að lækka beri bótakröfu á þeim forsendum að fjárhæð kröfunnar sé tilgreind með virðisaukaskatti. Loks má ráða af framlögðum gögnum að þær vörur sem haldlagðar voru séu skemmdar og notaðar, eða annars í ósöluhæfu ástandi. Metur 18 dómurinn það svo að þær séu glataðar bótakrefjanda. Ósannað er að ákærðu hafi valdið bótakrefjanda tjóni umfram það verð sem fram kemur í ákæru vegna þeirra tilboðsblaða sem þar greinir. Þá er u ekki fram komin gögn því til stuðnings að ákærðu hafi valdið bótakrefjanda því tjóni sem vísað er til í bótakröfu á grundvelli tilboðsblaða frá 2. júní 2018 (52860 - 1), 12. maí 2018, 7. apríl 2018, (48761 - 1 og 48739 - 1), 24. mars 2018 (48055 - 1 og 48048 - 2), 10. mars 2018, 7. apríl 2018, 13. október 2018, 21. júlí 2018, 20. júlí 2018, 14. október 2017, 29. maí 2018, 12. maí 2018, 14. október 2017 og 12. ágúst 2017. Er u þessi tilboðsblöð utan þeirra tilvika er greinir í ákæru og fór því ekki fram sönnunarfærsla hvað þau varðar við aðalmeðferð málsins. Með vísan til þess eru ekki forsendur til að taka afstöðu til skaðabótaskyldu ákærðu hvað þennan þátt bótakröfunnar varðar og verður þeim hluta hennar vísað frá dómi. Í samræmi við framangreint verða ákærðu dæmdir til að greiða bótakrefjanda 2.263.618 krónur auk vaxta, eins og í dómsorði greinir, auk 6 00.000 króna vegna kostnaðar við að halda bótakröfunni fram. Einungis liggur fyrir staðhæfing Valdimars um að bótakrefjandi skuldi honum vegna ógreiddra launa og því h afnað kröfu hans um að sú skuld komi til frádráttar dæmdri bótakröfu. Ákærði Gísli greiði málsvarnar laun skipaðs verjanda síns, Jóhanns Péturssonar lögmanns, 1.600.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Verjandi ákærða Valdimars lýsti því yfir við málflutning að hann gerði ekki kröfu um greiðslu málsvarnarlauna vegna vinnu sinnar fyrir ákærða. Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari. Við uppkvaðningu dómsins er gætt ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Gísli Ingi Gunnarsson, sæti fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að lið num tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði, Valdimar Ernir Eiðsson, sæti fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðn um tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 19 Bótakröfu er vísað frá dómi að því leyti sem hún er byggð á tilboðsblöðum , dagsettum 2. júní 2018 (52860 - 1), 12. maí 2018, 7. apríl 2018, (48761 - 1 og 48739 - 1), 24. mars 2018 (48055 - 1 og 48048 - 2), 10. mars 2018, 7. apríl 2018, 13. október 2018, 21. júlí 2018, 20. júlí 2018, 14. október 2017, 29. maí 2018, 12. maí 2018, 14. október 2017 og 12. ágúst 2017. Ákærðu greiði Bauhaus slhf . , kennitala , sameiginlega 2.263.619 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 282.932 krónum frá 11. nóvember 2017 til 2. júní 2018, af 575.488 krónum frá þeim degi til 1. september 2018, af 886.026 krónum frá þeim degi til 13. október 2018, af 1.319.754 krónum frá þeim degi til 8. desember 2018, af 1.826.323 krónum frá þeim degi til 9. febrúar 2019, af 2.263.218 krónum frá þeim degi til 16. janúar 2021 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, auk 6 00.000 króna í málskostnað. Ákærði Gísli greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhanns Péturssonar lögmanns, 1.600.000 krónur. Sigríður Elsa Kjartansdóttir (sign)