Héraðsdómur Reykjaness Dómur 8. júní 2023 Mál nr. S - 508/2023 : Ákæruvaldið ( Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem tekið var til dóms 26. maí 2023 , að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru dags. 16. febrúar 2023 á hendur ákærða X , kt. , . Ákærða er gefið að sök kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa þann 8. nóvember 2020, á sameiginlegu heimili þeirra að , með ólögmætri nauðung misnotað freklega yfirburðarstöðu sína gagnvart A , kt. , traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir hennar og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð henna r og haft við hana önnur kynferðismök en samræði með því að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm hennar. Teljast brot ákærða varða við 1. mgr. 202. gr., 1. mgr. 194. gr. og 1., sbr., 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er kra fist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu B , kt. , vegna ólögráða dóttur hennar, A , kt. , hér eftir nefnd kröfuhafi, er þess krafist að ákærða verði gert að greiða kröfuhafa miskabætur að fjárhæð kr. 4.000.000, - auk vaxta skv. 8. g r. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sbr . 16. g r. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá 8. n óvember 2020, en með dráttarvöxtum skv. 9. g r. laga nr. 38/2001 , sbr. 1. m gr. 6. g r. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að 2 greiða málskostnað að mati dómsins eða sam kvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Verjandi ákærða krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður en til vara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila og hún verði skilorðsbundin. Aðallega er þess krafist að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð verulega. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun verjandans samkvæmt málskostnaðarreikningi. Komi til sakfellingar er þess krafist að hluti sakarkostnaðar verði greiddur úr ríkissjóði. II Málavextir. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu frá 10. nóvember 2020 hafði barnaverndarfulltrúi í samband við lögreglu vegna þess að hann hafði áhyggjur af starfsmanni sínum sem væri sakaður um kynferðisbrot gegn dóttur sinni en um var að ræða ákærða í máli þessu. Barnaverndarfulltrúinn, sem þekkti ákærða, hafði áhyggjur af honum þar sem málið hvíldi þungt á honum og hann hafi nefnt að binda enda á líf sitt. Þá hafði málið ekki verið tilkynnt til lögreglu og var því rannsóknarlögreglumanni gert viðvart um málið. Haft var samband við ákærða símleiðis og var hann þá heima hjá móður sinni. Rannsóknarlögre glumaður óskaði eftir því að ákærði yrði handtekinn og var það gert á Suðurnesjum og hann fluttur á lögreglustöðina við . Rannsóknarlögreglumenn fóru að þar sem brotið átti að hafa átt sér stað. Barnaverndarfulltrúinn var að þegar rannsóknar lögreglumenn komu þangað. Fulltrúinn upplýsti um að níu ára stúlka hafi sagt frá því að stjúpfaðir hennar, ákærði í máli þessu, hafi sett fingur í leggöng hennar, sunnudaginn 8. nóvember 2020. Stúlkan hafi sagt ömmu sinni frá þessu að kvöldi 10. sama mánað ar. Á vettvangi voru brotaþoli, móðir hennar, móðuramma og móðurafi brotaþola, móðurbróðir brotaþola, vinkona móður hennar og yngri bróðir brotaþola. Á vettvangi var tekin vitnaskýrsla af móðurömmu brotaþola C . Hún kvaðst hafa komið í heimsókn á heimili brotaþola að kvöldi 10. nóvember 2020 en þá hafi ákærði ekki verið heima. Móðir brotaþola hafi verið að ræða við ákærða í síma og hafi þau farið að rífast. 3 Brotaþoli hafi heyrt það og farið að tjá sig um ákærða við ömmu sína og virtist fara í vörn. Brotaþo li hafi sagt að hún hafi bara verið að leika við hann. Amman hafi þá rætt þetta frekar við brotaþola og hún sagði þá að hún og ákærði hafi verið að horfa saman á jóga á Youtube og verið að herma eftir æfingunum saman. Brotaþoli fór inn á Youtube og sýndi ö mmu sinni myndböndin sem brotaþoli og ákærði hafi verið að horfa á en þau hafi ekki verið á kynferðislegum nótum. Amman kvaðst þá hafa spurt brotaþola hvort amman hafi sp urt brotaþola hvort ákærði hafi gert eitthvað meira hafi hún neitað því. Brotaþoli hafi síðan brotnað niður og farið að gráta. Hún hafi reynt að verja ákærða og haft áhyggjur af því sem myndi gerast. Amman sagði að móðir brotaþola hafi hringt í ákærða og s purt hvort hann hafi gert þetta en hann hafi neitað í fyrstu og sagt að brotaþoli væri að ljúga þessu. Hann hafi síðan sagt að ef hann hefði gert þetta þá gæti hann ekki lifað við það. Á vettvangi var einnig tekin vitnaskýrsla af móður brotaþola. Að kvö ldi sunnudags kvaðst hún hafa farið að svæfa son hennar og ákærða í herbergi sonarins en ákærði og brotaþoli hafi verið inni í stofu að horfa á sjónvarpið. Móðirin kvaðst hafa sofnað en vaknað um miðnætti og þegar hún hafi komið fram hafi verið hamagangur í ákærða og brotaþola. Ákærði hafi aðeins verið í nærbuxum en brotaþoli í topp og rauðum stuttbuxum. Hafi ákærði verið að kitla brotaþola. Þetta hafi verið mjög óvenjulegt og móðirin ekki séð slíkt áður enda hafi brotaþoli átt að hafa farið að sofa fyrir l öngu. Ákærði og brotaþoli hafi verið í svefnsófa inni í stofu þar sem móðirin og ákærði sofi öllu jafna. Þegar brotaþoli hafi opnað málið á þriðjudag við ömmu sína kvaðst móðir brotaþola hafa rætt málið við hana og hún hafi þá sagt að ákærði hafi stung ið putta upp í píku og rass brotaþola. Ákærði hafi sagt við brotaþola að láta sig vita ef hún vildi að hann myndi hætta. Móðir brotaþola kvaðst hafa áttað sig að brotaþoli væri að segja satt því ákærði notaði þessa setningu í þeirra kynlífi. Brotaþola hafi sagt við ákærða að hún vildi ekki meira en hann samt haldið áfram. Móðir brotaþola sagði að henni hafi liðið illa og grátið mikið eftir að hún hafi sagt frá atvikum. 4 Brotaþoli fór til skoðunar á Barnaspítala Hringsins 11. nóvember 2020. Samkvæmt grei nargerð barnalæknis sást ekkert athugavert við almenna líkamsskoðun, á kynfærum sáust ekki áverkamerki og hvergi blóðrisa, hvorki aðlægt vaginu né endaþarmi. Á spöng milli posterior veggs vaginu og endaþarms var hringlaga bláleitur blettur sem hugsanlega v ar mar. Í áliti læknisins segir að ekki hafi sést klár áverkamerki önnur en bláleitur blettur á spöng. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 11. nóvember 2020. Hann sagði að brotaþoli væri stjúpdóttir sín og ef það væri satt sem hún hefði sagt væri líf hans b úið. Hann hafi komið inn í líf brotaþola þegar hún hafi verið fimm ára og samband þeirra alltaf verið gott. Hún kalli ákærða pabba og hann hafi litið á hana sem dóttur sína. Það komi fyrir að ákærði sofi upp í rúmi brotaþola þegar hún biðji um það. Þá sé h ún í náttfötum en ákærði í nærbuxum eins og hann sé alltaf þegar hann sofi. Það hafi aldrei gerst neitt kynferðislegt á milli brotaþola og ákærða. Ákærði kvaðst ekki muna eftir því að hafa gert það sem hann er sakaður um en honum finndist ekki eðlilegt að barnið væri að ljúga þessu. Hann myndi aldrei snerta dóttur sína eða særa barnið sitt. Ákærði sagði að móðir stúlkunnar hafi sagt honum í síma að hann hafi snert dóttur sína í klofinu. Hann muni ekki eftir því og hann hafi verið drukkinn. Hann hafi dru kkið allan daginn áður en þetta á að hafa gerst og svo haldið áfram að drekka daginn sem þetta á að hafa gerst. Eftir kvöldmat hafi ákærði og brotaþoli verið að horfa á þætti eða bíómynd og hún hafi einnig horft á Youtube. Síðan muni ákærði ekki meira líkl ega vegna þess að hann hafi verið búinn að drekka svo mikið. Hann sagði að það gæti vel verið rétt sem móðir brotaþola hafi sagt að ákærði hafi verið að kitla brotaþola sem hafi átt að vera löngu sofnuð en komið hafi verið miðnætti. Ákærði mundi ekki hvern ig hann og brotaþoli hafi verið klædd en sagði að það gæti verið rétt hjá móður brotaþola að hún hafi verði í topp og rauðum stuttbuxum og ákærði aðeins í nærbuxum. Ákærði sagði að móðir brotaþola hafi hringt í hann á þriðjudegi en atvikið á að hafa gerst á sunnudagskvöld. Móðir brotaþola hafi sagt að ákærði hafi snert brotaþola þegar þau hafi verið að horfa á mynd. Hann hafi ekki vitað hvað móðirin hafi verið að tala um og í fyrstu sagt að brotaþoli væri að ljúga. Ákærði hafi fengið áfall og farið úr vinnu nni. Hann trúi því ekki að hann hafi gert þetta við dóttur sína og muni það líklega ekki vegna áfengisneyslu. Ákærði kvaðst vera alkóhólisti og hann hafi drukkið allt of mikið. Ákærði 5 kvaðst ekki muna að hafa sagt við brotaþola að hún ætti að segja ákærða ef hún vildi að hann myndi hætta en brotaþoli hafði skýrt svo frá. Hún sagði einnig að hún hafi viljað að ákærði myndi hætta en hann ekki gert það. Ákærði mundi ekki heldur eftir þessu. Ákærði kvaðst drekka þangað til hann myndi detta út þ.e. deyja. Ákær ði gaf aftur skýrslu hjá lögreglu 21. september 2022. Hann kvaðst ekki vilja breyta neinu frá fyrri framburði þó hann mundi lítið á hvern veg hann hafi verið. Hann kvaðst ekki vita hvað hann ætti að segja um framburð brotaþola m.a. það að ákærði hafi sett fingur inn í píku brotaþola þar sem hann muni ekki eftir því. Hann sagði að honum finndist ekki eðlilegt að barn myndi ljúga einhverju svona og hann hafi allan tímann ekki dregið neitt í efa. Minnisleysi hans hafi verið tilkomið vegna áfengisneyslu. Hann h afi aldrei fundið til kennda til barna hvorki drukkinn né ódrukkinn. III Framburður ákærða og vitna fyrir dómi . Ákærði, X , kvaðst ekki muna eftir því að hafa gert það sem honum er gefið að sök í ákæru. Daginn áður en atvikið á að hafa gerst hafi hann verið í samkvæmi hjá fyrrum tengdaforeldrum sínum og verið undir áfengisáhrifum. Hann hafi því vaknað þunnur fyrir hádegi á sunnudegi og haldið áfram að drekka sterkt áfengi því hann hafi ekki viljað vera þunnur. Ákærði kvaðst hafa náð í son sinn til fyrrum tengdaforeldra sinna og þeir ásamt brotaþola og móðir barnanna verið öll heima á sunnudagskvöldi. Hann muni síðast eftir því að hafa verið að borða og síðan óljóst eftir því að hann hafi verið að horfa á kvikmynd. Þá mundi hann eftir brotaþola og s yni ákærða eftir kvöldmat en ákærði vissi ekki hvað klukkan hafi verið. Ákærði kvaðst hafa verið þunnur heima hjá sér á mánudegi þar sem hann sé í vaktavinnu. Hann hafi verið í vinnu á þriðjudegi þegar móðir brotaþola hafi hringt í ákærða og spurt hvað ha nn hafi gert. Hún hafi sagt að ákærði hafi snert brotaþola en ekki lýst því nánar. Ákærði kvaðst hafa neitað þessu og ekki trúað því að hann hafi gert þetta. Ákærði kvaðst ekki ná utan um þetta og taldi ólíklegt að hann hafi gert þetta. Hins vegar sagði ha nn það einnig ólíklegt að brotaþoli væri að ljúga þessu. Ákærði kvaðst ekki vita til þess að brotaþoli hafi séð klám og ákærði hafi ekki kynferðislega löngun til barna. Ákærði kvaðst ekki geta skýrt það hvers vegna brotaþoli hafi hugsanlega verið með mar á spöng. 6 Ákærði kvaðst hafa fengið taugaáfall og móðir hans sótt hann en hún búi í . Áður hafi hann farið á fyrrum heimili sitt og sótt tösku með persónulegum munum. Þar hafi hann hitt fyrrum tengdamóður sína en hann kvaðst ekkert muna hvað hún haf i sagt. Ákærði sagði að samband hans og brotaþola hafi alltaf verið gott og hann hafi verið í skírn hennar þar sem ákærði og móðir brotaþola hafi þá verið vinir. Þau hafi síðan byrjað saman árið 2016 eða 2017 og allt hafi gengið vel hjá þeim. Ákærði kvaðst ekki hafa ráðið við áfengi og farið í áfengismeðferð eftir atvikið og hann neyti ekki áfengis í dag. Hann hafi flutt aftur heim tveimur til þremur mánuðum eftir atvikið og hann og móðir brotaþola hafi keypt saman hús í . Þau búi þar saman en séu ekki par. Fyrst eftir atvikið hafi málið verið lítið rætt en fyrir um einu ári hafi móðir brotaþola farið að velta málinu fyrir sér. Þau hafi þá rætt atvikið og verið staðráðin í að halda lífinu áfram. Eftir að ákærði hafi komið úr áfengismeðferð o g áður en hann flutti heim hafi hann og móðir brotaþola rætt við hana. Hafi þau viljað vita hvort brotaþoli væri mótfallin því að ákærði myndi flytja heim. Brotaþoli hafi verið ánægð með það og ekki á móti því að ákærði flytti aftur heim. Máli brotaþola hafi verið lokað hjá barnavernd í en síðan tekið upp hjá barnavernd í en ákærði viti ekki hvers vegna. Um síðustu áramót hafi brotaþoli og bróðir hennar farið í tímabundið fóstur til móðurforeldra sinn. Eftir það hafi samskipti ákærða við brotaþola verið minni en ákærði hitti hana þegar hún sé með bróður sínum í umgengni hjá móður þeirra. Tengsl ákærða og móður brotaþola séu sterk og þau ætli að hjálpa hvort öðru þrátt fyrir að þau séu ekki hefðbundin fjölskylda. Ákærði sagði að málið hafi verið honum erfitt andlega og hann hafi leitað til sálfræðings. Hann kvaðst myndi óska þess að hann myndi eftir atvikum og gæti svarað fyrir málið. Hann hafi einnig fengið kvíðalyf. Ákærði sé á betri stað í dag með tilliti til áfengisneyslu og hann stundi . Árið 2022 hafi hann náð sér í og ætli að bæta við það nám. Vitnið, A brotaþoli, gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 16. desember 2020. Brotaþoli kvaðst vera komin þangað til að skýra frá því sem hafi gerst þ.e. að einkastaðurinn hennar 7 hafi ver ið snertur. Hún og pabbi hennar, ákærði í máli þessu, hafi setið í sófanum og verið að horfa á mynd. Hann hafi sagt að hún mætti ekki segja neinum og hann hafi allt í einu farið að snerta einkastaðinn hennar þ.e. píkuna. Hún hafi verið klædd í topp og nærb uxur en ákærði hafi verið í nærbuxum. Hann hafi farið með höndina inn í nærbuxur brotaþola, snert hana inn í píkunni og meitt brotaþola. Ákærði hafi farið með einn putta inn í píku brotaþola og það hafi verið vont. Hún hafi ekki vitað hvað hún ætti að gera en ákærði hafi ekki gert neitt meira. Brotaþola hafi ekki liðið vel meðan á þessu hafi staðið og hún hafi sagt ákærða að stoppa en hann ekki gert það. Undir lok yfirheyrslunnar sagði brotaþoli að ákærði hafi einnig snert rassinn á brotaþola nákvæmlega ein s og hann hafi snert píkuna þ.e. sett putta inn í rass brotaþola. Ákærði hafi sagt að brotaþoli mætti ekki segja neinum og þetta hafi aldrei gerst áður. Brotaþoli kvaðst hafa sagt ömmu sinni fyrst frá þessu. Vitnið, B móðir brotaþola, sagði að vitnið hafi kvöldið sem atvikið á að hafa átt sér stað farið inn í herbergi til að svæfa son vitnisins og ákærða. Vitnið hafi síðan komið fram og þá hafi ákærði og brotaþoli verið með fíflagang og í einhvers konar leik. Vitnið kvaðst ekki hafa séð áfengisáhrif á ákærða. Það hafi síðan verið líklega tveimur dögum seinna að foreldrar vitnisins hafi verið í heimsókn á heimili þess. Brotaþoli hafi þá hagað sér öðruvísi en venjulega og sagt ömmu sinni frá einhverju óeðlilegu en vitnið vissi ekki nákvæmlega hvað brotaþ oli hafi sagt ömmu sinni. Allt í einu hafi orðið uppnám og móðir vitnisins hafi sagt því hvað brotaþoli hafi sagt en brotaþoli hafi ekki sjálf sagt vitninu frá hvað hafði gerst. Amman hafi sagt að brotaþoli hafi sagt að hún og ákærði hafi verði að horfa á mynd og ákærði þá snert brotaþola. Ákærði hafi sagt brotaþola að þetta væri leyndarmálið þeirra. Það hafi allir verið grátandi þegar brotaþoli hafi sagt frá þessu en hún hafi sagt að hún mætti ekki segja frá þessu því þá væri hún að brjóta trúnað því ákærð i hafi sagt að brotaþoli mætti ekki segja frá þessu. Þá hafi brotaþoli sagt að ákærði hafi sagt við hana þegar atvikið varð að hún ætti að segja ef hún vildi að ákærði myndi hætta. Vitnið kvaðst kannast við þetta orðalag en ákærði hafi notað það í kynlífi hans og vitnisins. Vitnið sagði að hún eða foreldrar hennar hafi haft samband við barnaverndarfulltrúa sem væri vinur þeirra því þau hafi ekki vitað hvað þau ættu að gera. Fulltrúinn hafi komið til þeirra og vitnið hafi hringt í ákærða og líklega verið r eitt og öskrað á hann. Vitnið myndi 8 ekki hvað ákærði hafi sagt þegar það hafi borið sakirnar á hann. Vitnið kvaðst aldrei hafa vitað til þess að ákærði hefði kynferðislega löngun til barna og vitnið hafi ekki séð að hann hafi verði kynferðislega örvaður u mrætt kvöld. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða neyta áfengis umrætt sinn en það hafi verið áfengi á heimilinu og ákærði hafi falið drykkju sína. Það hafi komið vitninu á óvart að ákærði hafi verið við áfengisneyslu. Eftir að brotaþoli hafi skýrt frá ha fi ákærði látið sig hverfa og vitnið hafi ekki hitt hann strax. Það hafi verið þungt yfir öllum fyrstu dagana eftir að atvikið hafi komið upp. Vitnið kvaðst hins vegar hafa ákveðið að það ætlaði ekki að lifa í reiði. Vitnið og ákærði séu búin að þekkjast s íðan brotaþoli fæddist og þau hafi byrjað saman þegar hún hafi verið fimm ára. Samskipti þeirra hafi verið góð og ákærði verið duglegur með börnin. Börnin hafi verið tekin af vitninu vegna þess að ákærði væri inn á heimili vitnisins. Vitnið og ákærði hafi keypt sér hús saman og hafi verið þar saman með son þeirra. Þau gisti þar saman en séu ekki par. Vitnið, C móðuramma brotaþola, sagði að fjölskyldan væri samrýmd og daginn áður en atvikið á að hafa gerst hafi þau verið í garðvinnu hjá vitninu og barnab örn gist hjá vitninu og eiginmanni þess. Ákærði hafi átt að sækja brotaþola og bróður hennar daginn eftir og komið á bifreið til að sækja þau. Vitnið kvaðst hafa fundist ákærði einkennilegur og hann hafi verið sendur með mat heim. Að kvöldi tveimur dögum s einna hafi vitnið verið á heimili brotaþola. Vitnið sagði að brotaþoli væri tengd vitninu og það hafi fundið að henni hafi ekki liðið vel og ekki verið eins og hún hafi átt að sér að vera. Vitnið hafi spurt brotaþola hvort eitthvað hefði gerst og hún þá sa gt að hún hafi verið að horfa á sjónvarpið með ákærða. Vitnið hafi þá spurt brotaþola hvort ákærði hafi gert eitthvað sem hann hafi ekki átt að gera. Þá hafi brotaþoli sagt að ákærði hafi verið að snerta sig. Vitnið kvaðst ekki hafa viljað spyrja brotaþola nánar og allir hafi komist í uppnám m.a. brotaþoli. Hún hafi verið hrædd við aðstæðurnar, grátið og lokast en samt svarað því sem hún hafi verið spurð að. Þegar brotaþoli hafi verið spurð hvort eitthvað svipað hafi gerst áður hafi hún svarað að hún hafi a ldrei vaknað við það. Móðir brotaþola hafi haft áhyggjur af því að ákærði hefði farið í endaþarm brotaþola því hann hefði gert það í kynlífi ákærða og móður brotaþola. 9 Seinna hafi brotaþoli haft áhyggjur af því að hún væri búin að eyðileggja eitthvað fy rir móður sinni og þá hafði hún áhyggjur af því hvert ákærði færi. Brotaþoli hafi verið feginn í desember síðastliðnum þegar hún hafi farið í fóstur en þar til þá hafi henni fundist að hún ætti að passa upp á móður sína og bróður. Áður en atvikið varð, sem ákært er vegna, hafi samband brotaþola og ákærða verið gott og brotaþoli hafi sótt í ákærða. Vitnið kvaðst hafa farið með brotaþola í læknisskoðun og það hafi ekkert séð á henni. Varðandi líklegt mar á brotaþola kvaðst vitnið aldrei hafa séð slíkt. Vi tnið sagði að brotaþoli væri hjá vitninu í dag og hún væri ekki í samskiptum við ákærða. Vitnið kvaðst ekki vita um samband móður brotaþola og ákærða né hvað þeim fari á milli en þau séu ekki par í dag. Vitnið sagði að nú væri að komast stöðugleiki á líf b rotaþola. Vitnið, D móðurafi brotaþola, kvaðst hafa verið á heimili ákærða þegar ásakanir á hendur honum hafi komið upp í samtali brotaþola og ömmu hennar. Amman hafi sagt vitninu að brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi verið að eiga við hana með fingri þ. e. putta hana. Þetta kvöld hafi verið augljóst að eitthvað hafi verið að hjá brotaþola þar sem hún hafi verið allt öðruvísi en venjulega m.a. hlédræg. Í dag sé hún lokaðri en áður. Vitnið kvaðst aldrei hafa séð mar á brotaþola. Vitnið kvaðst ekki vita um s amband ákærða og móður brotaþola í dag. Vitnið, E , kvaðst hafa verði samstarfsmaður ákærða og þekkt fjölskyldu brotaþola. Amma brotaþola hafi hringt í vitnið og beðið það að hjálpa þeim. Vitnið kvaðst hafa farið á vettvang þar sem hafi verið uppnám, feng ið að heyra hvað hefði gerst og vitnið hringt á lögreglu. Vitnið kvaðst ekki hafa rætt við brotaþola sem hafi verði þögul. Vitninu hafi verið sagt að brotaþoli hafi opnað á það að það hefði verði brotið gegn henni þ.e. hún hafi verið snert með putta. Hlutv erk vitnisins á vettvangi hafi verið að hringja á lögreglu og leiðbeina fjölskyldunni. Vitnið, F læknir, staðfesti vottorð sitt. Vitnið sagði að það sem gæti hafa verið mar og lýst sé í vottorðinu hafi líklega verið eftir álag á húð þ.e. eftir þrýsting. Gæti hafa komið ef fingri hefur verið stungið í leggöng eða endaþarm. Áverki sem þessi sé sjaldgæfur á grindarbotni barna en þetta þyrfti ekki að vera mar og gæti t.d. verið æðamassi undir húð. 10 Engin merki hafi verið um það að fingri hafi verið stungið í l eggöng eða endaþarm. Væri fingri stungið í leggöng eða endaþarm myndi líklega ekki sjást merki um áverka nema það væri gert fast. IV Niðurstaða. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, á ákæruvaldinu. Þá metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýr slur ákærða hafa, vitnisburður, mats - og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn. Enn fremur metur dómari ef þörf krefur hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um þa ð, sbr. 1. og 2. mgr. 109. gr. laganna. Þá skal dómur reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 111. gr. laganna. Ákærði hvorki neitar né játar sök og ber við minnisleysi vegna áfengisneyslu. Hann lýsti því hins vegar fyrir dómi að hann teldi ólíklegt að brotaþoli væri að ljúga. Tveimur dögum eftir atvikið þegar móðuramma brotaþola var á heimili hennar fannst ömmunni að brotaþola liði ekki vel og hún væri ekki eins og hún ætti að sér að vera. Brotaþoli sagði öm mu sinni frá því að hún hafi verið að horfa á sjónvarpið með ákærða og amman spurði þá brotaþola hvort ákærði hefði gert eitthvað sem hann hafi ekki átt að gera. Brotaþoli hafi þá sagt að ákærði hafi verið að snerta hana. Í skýrslutöku fyrir dómi í Barnahú si lýsti brotaþoli því að hún og ákærði hafi setið í sófa og verið að horfa á mynd. Hún hafi verið klædd í topp og nærbuxur og hann í nærbuxur. Hann hafi allt í einu snert einkastaðinn hennar þ.e. píkuna og farið með einn putta inn í píkuna og það hafi ver ið vont. Brotaþoli lýsti því einnig að ákærði hafi sett putta inn í rass brotaþola. Hún hafi ekki vitað hvað hún ætti að gera en ákærði hafi sagt henni að hún mætti ekki segja frá. Brotaþoli kvaðst hafa beðið ákærða að hætta en hann ekki gert það. Framburð ur brotaþola fyrir dómi var skýr og afdráttarlaus. Framburðurinn fær stoð í því sem brotaþoli hafði lýst fyrir ömmu sinni tveimur dögum eftir atvikið, sbr. framanritað. Brotaþoli var 11 rúmlega níu ára þegar atvikið varð og ekkert bendir til þess að hún hafi upplifað eitthvað áður en það varð sem geti hafi orðið til þess að brotaþoli skýrði frá eins og hún gerði. Þá er heldur ekkert fram komið í málinu sem bendir til þess að brotaþoli hafi haft ástæðu til að skýra frá eins og hún gerði nema hún hafi upplifað þ að eins og hún hefur lýst atvikum. Þá kom fram hjá brotaþola að ákærði hafi sagt að hún mætti ekki segja frá en slíkt er algengt hjá þeim sem gerast sekir um brot af þessu tagi. Verður að telja útilokað að stúlkan hafi skýrt frá á þennan veg hafi hún ekki upplifað það sjálf. Ákærði hefur lýst því að það sé ólíklegt að brotaþoli sé að hafa rangt við. Ekkert þykir því fram komið í málinu sem gefur tilefni til að draga framburð brotaþola í efa eða kastar rýrð á hann. Framburður brotaþola er því metinn trúverð ugur og er hægt að leggja hann til grundvallar þegar komist verður að niðurstöðu í málinu. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama kvöld og málið kom upp sagði amma brotaþola að hún hafi verið að ræða ákærða við ömmuna og hún þá spurt brotaþola hvort ákærði hafi snert brotaþola hvort ákærði hafi gert eitthvað meira hafi hún neitað því. Brotaþoli hafi síðan brotnað niður og farið að gráta. Hún hafi reynt að verja ákærða og haft áh yggjur af því sem myndi gerast. Amma brotaþola lýsti því fyrir dómi að amman væri tengd brotaþola og að kvöldi tveimur dögum eftir atvikið varð hafi amman verið á heimili brotaþola. Ömmunni fannst að brotaþola liði ekki vel og hún hafi ekki verið eins og hún átti að sér að vera. Þegar amman spurði hvort ákærði hafi gert eitthvað sem hann hafi ekki átt að gera skýrði brotaþoli frá því að ákærði hafi snert hana. Móðir brotaþola lýsti því að kvöldið þegar hún hafi skýrt ömmu sinni frá því sem ákærði hafi ge rt hafi brotaþoli hagað sér öðruvísi en venjulega. Í kjölfar þess að brotaþoli hafi skýrt ömmu sinni frá atvikum hafi orðið uppnám á heimilinu. Að ofanrituðu virtu telst hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá hátts emi sem lýst er í ákæru og þar með brotið gegn 1. mgr. 202. gr. og 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 12 Í ákæru er brot ákærða einnig talið varða við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b hegningarlaganna en það ákvæði kom inn í lögin með lögum nr. 23/2016. Í almennum athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna segir m.a. að afstaða löggjafans til sérrefsiákvæða um ofbeldi í nánum samböndum og heimilisofbeldi hafi breyst og sterk refsipólitísk og samfélagsleg rök standi nú til þess að setja sérstak t ákvæði um efnið. Mikilvægt er talið að löggjafinn viðurkenni sérstöðu slíkra brota og að heimilisofbeldi sé ekki einkamál fjölskyldna heldur varði samfélagið allt. Tryggja þurfi þeim sem búa við alvarlegt eða endurtekið ofbeldi af hálfu nákominna meiri o g beinskeyttari réttarvernd. Líta beri til tengsla þolanda og geranda og þess rofs á trúnaðarsambandi og trausti þeirra á milli sem í háttseminni felist. Með 1. mgr. 4. gr. frumvarpsins sem varð að 218. gr. b sé lögð áhersla á að ofbeldi í nánum samböndum feli ekki einungis í sér samansafn einstakra tilvika heldur megi virða slíka háttsemi sem eina heild. Meginmarkmið ákvæðisins sé að ná til endurtekinnar eða alvarlegrar háttsemi. Ekki sé þó útilokað að einstakt brot geti fallið undir ákvæðið nái það tiltek nu alvarleikastigi. Minni háttar brot sem ekki nái því stigi gætu eftir sem áður varðað við vægari refsiákvæði, svo sem 1. mgr. 217. gr. laganna. Refsinæmi sé ekki bundið við verknað sem þegar geti falið í sér refsiverða háttsemi samkvæmt almennum hegninga rlögum heldur taki það jafnframt til þess ef lífi, heilsu eða velferð þolanda er ógnað á annan hátt sem ekki feli í sér sjálfstæða refsiverða háttsemi samkvæmt gildandi lögum. Í almennum athugasemdum með fyrrgreindu lagafrumvarpi er einnig lýst atriðum sem leiða eiga til þess að brot samkvæmt 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga teljist stórfellt þannig að það falli undir 2. mgr. greinarinnar en það skuli ráðast af grófleika brots. Tekið er fram að við mat þar að lútandi skuli sérstaklega litið til þes s hvort stórfellt líkams - eða heilsutjón eða bani hefur hlotist af. Loks er í athugasemdum ráðgert að ákvæði 218. gr. b verði að meginstefnu beitt einu og sér en ekki samhliða öðrum refsiákvæðum almennra hegningarlaga. Þó væri hægt að beita ákvæðinu samhli ða öðrum refsiákvæðum sem hafi hærri refsimörk eða taki til kynferðisbrota, svo sem 194. gr., enda innihaldi slík ákvæði jafnan efnisþætti sem hið nýja ákvæði nái ekki fyllilega utan um þótt efnislegt inntak þeirra skarist að nokkru leyti. Í máli því sem h ér er til úrlausnar er um að ræða eitt afmarkað brot og það er alvarlegt en með hliðsjón af framanrituðu verður ekki talið að það varði við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 13 Samkvæmt saka vottorði ákærða hefur hann ekki áðu r sætt refsingu sem skiptir máli við ákvörðun refsingar í þessu máli. Við ákvörðun refsingar ákærða er til þess að líta að brotaþoli var níu ára gömul er ákærði braut gegn henni. Brot ákærða v ar alvarleg t og nýtti hann sér þá yfirburðastöðu sem hann h afði gagnvart stjúpdóttur sinni. Skal litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar ákærða, sbr. 1., 2., 6. og 7. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá verður og litið til 3. mgr. 70. gr. laganna. Ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en rúmlega tveimur árum eftir að atvik urðu þrátt fyrir að um tiltölulega einfalt mál er að ræða. Því er um ástæðulausan drátt að ræða sem ákærða verður ekki kennt um og hefur áhrif þegar kemur að ákvörðun refsingar. Að þ essu gættu og með vísan til þ ess sem að framan er rakið þykir refsing á kærða réttilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði . Með hliðsjón af því hve brot ákærða er alvarlegt eru ekki skilyrði til þess að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Í málinu krefst brotaþoli miskabóta að höfuðs tól 4.000.000 króna auk vaxta og dráttarvaxta. Með hinni refsiverðu háttsemi hefur ákærði bakað sér bótaábyrgð gagnvart brotaþola á grundvelli b . - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Bætur fyrir miska skulu ákvarðaðar eftir því sem sa nngjarnt þykir og við mat á fjárhæð þeirra skal einkum líta til alvarleika brotsins, sakarstigs brotamanns, huglægrar upplifunar brotaþola og loks umfangs tjónsins. Í dómaframkvæmd hefur því verið slegið föstu að brot af því tagi sem hér um ræðir séu almen nt til þess fallin að valda þeim sem fyrir verður sálrænum erfiðleikum. Þá voru þau fjölskyldutengsl , sem á milli ákærða og brotaþola voru , til þess fallin að auka á miska hennar. Með vísan til alls þess sem að framan er rakið þykja miskabætur til handa brotaþola réttilega ákvarðaðar 1.2 00.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. nóvember 2020 til 1. apríl 2023 en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludag s. Ekki verður séð að skaðabótakrafan hafi verið birt ákærða fyrr en við birtingu ákæru og tekur ákvörðun um dráttarvexti mið af því. Ákærði greiði allan sakarkostnað þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu verjandans og umfangi málsins 1.054.620 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Málsv arnarlaunin taka einnig til starfa verjandans á rannsóknarstigi málsins. Ákærði greiði þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Brynjólfs Eyvindssonar 14 lögmanns, 195.300 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþol a, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 753.300 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði annan sakarkostnað 93.171 krónu. Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D ó m s o r ð: Ákærð i , X , sæti fangelsi í 18 mánuði. Ákærði greiði A , 1.200.000 krónur, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. nóvember 2020 til 1. apríl 2023 en auk dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað þ.m.t. málsvarnarl aun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 1.054.620 krónur, þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 195.300 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lö gmanns, 753.300 krónur. Ákærði greiði annan sakarkostnað 93.171 krónu. Ingi Tryggvason