Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 12. mars 2024 Mál nr. S - 6091/2022 Ákæruvaldið (Karl Ingi Vilbergsson saksóknari) gegn Sindra Snæ Birgissyni og (Sveinn Andri Sveinsson lögmaður) Ísidóri Nathanssyni (Einar Oddur Sigurðsson lögmaður) Dómur A Ákærur, málsmeðferð og dómkröfur: Mál þetta, sem var upphaflega þingfest 18. janúar 2023 og tekið til dóms 13. febrúar 2024 , var höfðað með ákærum héraðssaksóknara, dagsettum 9. desember 2022 og 7. júní 2023, á hendur Sindra Snæ Birgissyni, kennitala [...] , [...] , Reykjavík, og Ísidóri Nathanssyni, kennitala [...] , [...] , Reykjavík. Mál vegna fyrri ákærunnar var þingfest 18. janúar 2023 og var tveimur fyrstu köflum hennar vísað frá dómi með úrskurði Landsréttar 10. mars sama ár í máli nr. , vegna annmarka á verknaðarlýsingu. Mál vegna síðari ákærunnar, með lagfærðri verkn - aðarlýsingu um sama sakarefni sem áður sætti frávísun, var þingfest 12. júní sama ár og sameinað undir auðkenni fyrra má lsins. III. Gegn ákærðu báðum fyrir stórfellt vopnalagabrot með því að hafa í sameiningu síðari hluta ársins 2021 fram í september 2022: 1. framleitt þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC, auk íhluta í slík skotvopn án heimildar. 2 2. haft í fórum sínum og notað þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC án heim - ildar. 3. selt og afhent a.m.k. sex þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC til a.m.k. þriggja manna, þ.e. A , B og C , án heimildar. 4. s elt, afhent og framleitt skotfæri í þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC til ofangreindra þriggja manna án heimildar. 5. selt og afhent íhluti, s.s. hljóðdeyfi í þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC, m.a. til ofangreinds B , án heimildar. 6. framleitt þrívíddarprentaðan íhlut, swift link , í skotvopn af gerðinni AR - 15, með það fyrir augum að breyta vopninu úr hálfsjálfvirku í sjálfvirkt skotvopn án heim ildar, en slíkur íhlutur fannst við leit lögreglu á heimili ákærða Sindra Snæs 13. september 2022. Teljast brot þessi varða við 1. og 4. mgr. 4. gr., 1. mgr. 7. gr., 1. mgr. 12. gr., 1. mgr. 19. gr., 1. mgr. 21. gr. og 1. mgr. 38. gr. allt sbr. 2. ml. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. IV. Gegn ákærða Sindra Snæ fyrir stórfellt vopnalagabro t með því að hafa: 1. átt, notað og haft í fórum sínum skotvopn (riffla) af gerðinni AR - 15 og AK - 47 og CZ557, sem fundust við leit lögreglu á heimili hans 13. september 2022 án heimildar. 2. breytt í ágústmánuði 2022 eiginleikum skotvopnsins AR - 15 úr því að ver a hand - hlaðinn rifill í hálfsjálfvirkan rifil án heimildar. 3. haft í fórum sínum og notað, á árunum 2021 og 2022, lögleg skotvopn án heim - ildar. 4. haft milligöngu og annast kaup nafngreinds manns á Glock skammbyssu í sept - ember 2021 af nafngreindum byssusala á n heimildar og í ágúst 2022 haft milli göngu um sölu á skotvopni af gerðinni Beretta milli tveggja ónafngreindra manna án heimildar. 5. keypt skotfæri í þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC í desember 2021 og ágústmánuði 2022 í skotvopn af gerðinni AR - 15 og AK - 47 af nafngreindum byssusala án heimildar, en hluti skotfæranna, 2.100 stk. af 9 mm byssukúlum, 182 stk. af 7.62 byssukúlum og 69 stk. af .223 byssukúlum, fundust við leit á heimili hans 13. og 21. september 2022. 6. haft í fórum sínum þrívíddarprentað a íhluti og annan búnað, s.s. skrúfur, bolta, gorma, gikki, skefti, láshús, skotgeyma, sigti með laser, hljóðdeyfi og hlaup til vopnagerðar, s.s. í skotvopn af gerðinni FGC og í annars konar skotvopn, án heim ildar, sem fundust við leit lögreglu á heimili [...] 13. september 2022 og á heimili hans 13. og 21. september og 13. október 2022. 3 7. átt og haft í fórum sínum 100 skota skotgeymi í skotvopn af gerðinni AR - 15 án heimildar, en skotgeymirinn var afhentur lögreglu 29. september 2022 af nafn greind um byssus ala. 8. fram leitt þrívíddarprentaða íhluti í skotvopn af gerðinni Derringer, sem er ein - skota skammbyssa fyrir .22 cal. byssukúlur, án heimildar. 9. haft í fórum sínum hníf með 18 cm löngu hnífsblaði, tvö hnúajárn og rafstuðbyssu án heimildar, sem lögregla fann við leit á heimili hans 13. september 2022. Teljast brot þessi varða við 1. mgr. 4. gr., 5. mgr. 5. gr., 1. mgr. 7. gr., 1. mgr. 12. gr., a. og c. lið 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 38. gr., allt sbr. 2. ml. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. V. Gegn ákærða Ísidóri fyrir stórfellt vopnalagabrot með því að hafa 1. haft í fórum sínum skotfæri í þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC - 9 sem fundust við leit lögreglu á heimili hans 21. september 2022 án heimildar. 2. keypt í ágústmánuði 2022 skotfæri í skotvop n af gerðinni AR - 15 og AK - 47 af nafngreindum byssusala án heimildar, en hluti skotfæranna fundust við leit lög reglu á heimili meðákærða Sindra Snæs 13. og 21. september 2022. 3. notað og haft í fórum sínum skotvopn af gerðinni AR - 15 og AK - 47 í júní og júlí 2 022, en umrædd vopn fundust við leit lögreglu á heimili meðákærða Sindra Snæs 13. september 2022, án heimildar. 4. haft í fórum sínum þrívíddarprentaða íhluti og annan búnað í skotvopn af gerðinni FGC án heimildar, sem fundust við leit lögreglu á heimili hans 21. september 2022. 5. haft í fórum sínum loftskammbyssu án heimildar, sem lögregla fann við leit á heimili hans 21. september 2022. Teljast brot þessi varða við 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 12. gr., allt sbr. 2. ml. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. VI. Gegn ákærða Ísidóri fyrir fíkniefnalagabrot og brot á lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum með því að hafa haft í vörslum sínum 7,45 grömm af maríhúana, 0,48 grömm af amfetamíni og 22 stykki af anabólískum sterum (soma - tropin), s em lögregla fann við leit á heimili hans 21. september 2022. Teljast brot þessi varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um 4 ávana - og fí kniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 og 1. mgr. 2. gr., sbr. 1. mgr. 4. gr. laga um bann við tilteknum frammi stöðubætandi efnum og lyfjum nr. 84/2018. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til g reiðslu alls sakarkostnaðar. Með skírskotun til 69. gr. og 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er, gagnvart ákærða Sindra Snæ, krafist upptöku á 1.620.000 kr. í reiðufé, sem lögregla lagði hald á á heimili hans, þrívíddarprenturum af gerðinni Creality Ender 3, Creality Ender 5 pro og Creality Ender 3max og haldlögðum skotfærum, íhlut um í skotvopn, verkfærum til vopnagerðar og tölvubúnaðar skv. munaskrám nr. [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [... ] , [...] , [...] og [...] , ofangreindum rifflum af gerðinni AK - 47, AR - 15 og CZ557 og þá einnig með vísan til 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 og gagnvart ákærða Ísidóri er krafist upptöku með vísan til 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga n r. 19/1940 á þrívíddarprentara af gerðinni Creality Ender V2 og haldlögðum skotfærum, íhlutum í skotvopn og verkfærum til vopnagerðar, auk tölvubúnaðar skv. munaskrám nr. [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] og [...] , þá er jafnframt krafist upptöku á ofangreindum sterum og fíkniefnum með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og 4. Síðari ákæran er svohljóðandi: Gegn ákærða Sindra Snæ, fyrir tilraun til hryðjuverka, með því að hafa ákveðið að valda, með skot - og/eða sprengjuárás, hér á landi, ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað og tíma, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfel ldum eignaspjöllum, í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og veikja eða skaða stjórnskipun og þjóðfélagslegar undirstöður ríkisins. Ásetning sinn til hryðjuverka sýndi ákærði ótvírætt í verki á tímabilinu maí til september 2022; a) með því að útbúa, framleiða og afla sér skotvopna, skotfæra og íhluta í skotvopn, eins og hér nánar greinir: 1. Í byrjun júní 2022, keypt og aflað sér tveggja árásarriffla af gerðinni AR - 15 og AK - 47. 5 2. Í ágústmánuði 2022, keypt skotfæri í ofangreinda árásarriffla og reynt að afla 20 skotgeyma í AR - 15 og AK - 47 rifflanna. 3. Í ágústmánuði 2022, breytt eiginleikum skotvopnsins AR - 15 úr því að vera hand - hlaðinn rifill í hálfsjálfvirkan rifil. 4. Í ágústmánuði 2022, aflað sér 100 skota skotgeymi í árásarriffil af ger ðinni AR - 15. 5. Á ofangreindu tímabili, framleitt þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC og skotfæri í umrædd vopn. 6. Á ofangreindu tímabili, framleitt þrívíddarprentaðan íhlut, swift link , í skot vopn af gerðinni AR - 15, með það fyrir augum að breyta vopninu úr hálfsjálfvirku í sjálf virkt skotvopn. b) með orðfæri og yfirlýsingum á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal, eins og hér nánar greinir: 7. Mánudaginn 11. apríl 2022, um kl. 22:10, sendir Sindri hlekk á frétt um upp sagnir hjá [...] og meðákæ rði Ísidór svarar daginn eftir: lufsan með byltingu 8. Fimmtudaginn 12. maí 2022, um kl. 15:47 , sendir meðákærði Ísidór Sindra mynd af skotárás hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant í Christchurch á Nýja - Sjálandi og elska gott bakgrunnshljóð og Sindri svarar: Á umræddu myndbandi má heyra og sjá hvar Brenton Tarrant skýtur á og aflíf ar varnarlaust fólk með árásarriffli. 9. Sunnudaginn 15. maí 2022, um kl. 13:56 , sendir meðákærði Ísidór skilaboð á Sindra um hryðjuverkamanninn Payton Gendron og segir: og Sindri svarar: og Ísidór segir honum hvar hann geti fundið myndband af árásinni. 10. Föstudaginn 27. maí 2022, um kl. 13:45, sendir Sindri á nafngreindan mann skilaboð um afstöðu sína til fólks: Fólk má deyja mín vegna Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkur tímann um ævina Fólk almennt er viðbjóður Plága og maðurinn svarar: 6 11. Miðvikudaginn 22. júní 2022, um kl. 20:40 , sendir meðákærði Ísidór hlekk á Sindra um Sindri svarar: Ísidór svarar: einn daginn verðum við RWDS hvernig sem þér líkar það 12. Miðvikudaginn 6. júlí 2 022, um kl. 19:29 , sendir Sindri á meðákærða Ísidór mynd af þremur tegundum byssukúlna, Full metal jacket, Jacketed hollow point og Xtreme Cavitator. Ísidór: flestar svona kúlur eru drazl samt Sindri: Þetta e Ísidór: Sindri: Ísidór: Sindri: 13. Föstudaginn 8. júlí 2022, um kl. 14:55, sendir Sindri á meðákærða Ísidór leið - beiningar um gerð ríci n - eiturs. Leiðbeiningarnar eru orðrétt fengnar úr riti Anders Behring Breivik, A European Declaration of Independance (kafli 3.55): How to extract ricin. 14. Þriðjudaginn 19. júlí, um kl. 19:44, spyr meðákærði Ísidór um skotheldan hlífðar - fatnað: og Sindri svarar Nei, hlífðar fatnaður er Ísidór: Sindri: Ísidór: Sindri Ísidór: er líka að skoða trauma medicalgear outfitters.com. 15. Föstudaginn 22. júlí 2022, um kl. 20:46, sendir Sindri mynd til meðákærða Ísidórs af áburðarsekkjum með orðunum: 16. Sunnudaginn 31. júlí 2022, um kl. 11:16, sendir Sindri skilaboð á með ákærða Ísidór og segir: Ísidór: Sindri: 7 Ísidór: Sindri: 17. Mánudaginn 1. ágúst 2022, um kl. 13:10, eru Sindri og meðákærði Ísidór að ræða saman um lögreglubúnað og lögreglufatnað og senda sín á milli vefslóðir á síður sem eru að selja slíkan búnað og fatnað. Í samtalinu kemur m.a. fram: Sindri segir : í fósturstellingu þegar maður myndi mæta í þessu Ísidór svarar : þarft bara plate cerrier sem nær yfir magann á þér . Sindri bætir við: að þú værir lögga ef þú segðir Og Ísidór svarar: jájá we get it Breivik - niðurrif samfélagsins er yfirvofandi, óþarfi að slumpa í vaskinn af því að þér var misboðið Sindri: Ísidór: breivik og brenton voru nokkur ár Sindri svarar: Ísi dór: Sindri: Ísidór: Sindri : Ísidór: 18. Þriðjudaginn 9. ágúst 2022, um kl. 20:05 , lýsir Sindri andúð sinni á stjórn mála - mönnum og sendir mynd af manni í verslun til Ísidórs með orðunum: [...] Í fkn Og Ísidór svarar: [...] og [...] einn daginn [...] hræðist mig Ég hef bent, hlegið og gert lítið úr [...] í almenningi fkn kommúnistar p 19. Fimmtudaginn 11. ágúst 2022, um kl. 12:59, sendir meðákærði Ísidór hlekk á frétt þar sem sagt er frá mannslátum og mikilli eyðileggingu í sprengingu í Indiana í Bandaríkjunum. Sindri bregst við með því að spyrja: Og Ísidór svarar: Sindri: Hann náði 40 manns á 5 mín með 200 skotum Nokkuð gott 8 Ísidór segir: Og þá segir Sindri : Hvernig græja ég þannig Getur maður Ísidór: Sindri: ggilega 10 skot Ísidór: Sindri: Bý til pressu 20. Föstudaginn 12. ágúst 2022, um kl. 18:58, sendir meðákærði Ísidór skila boð á Sindra um að [...] er hérna ef ég væri packin væri ég far 21. Miðvikudaginn 17. ágúst 2022, um kl. 17:18 , sendir meðákærði Ísidór hlekk á frétt um sa kamál er varðar tiltekna árás erlendra borgara hér á landi með orðunum: Sindri svarar: hreinsa smá 22. Föstudaginn 19. ágúst 2022, um kl. 22:42, se ndir Sindri skilaboð á með ákærða Ísidór Geturu óskað eftir lögreglu fatnaði á tele Ísidór: Sindri: Ég 23. Sunnudaginn 21. ágúst 2022, um kl. 16:46 , sendir Sindri skilaboð á með ákærða Ísidór um öflun vítissóda og segir: Í riti hry ðjuverkamannsins Anders Behring Breivik, A European Declaration of Inde pendance , kafli 3.54, er fjall að um sprengjugerð þar sem m.a. er notað efnið sod ium hydroxade (vítis sódi). 24. Mánudaginn 22. ágúst, um kl. 21:08, sendir Sindri á meðákærða Ísidór bréf Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem umsókn hans um skot vopna leyfi er synjað og segir: Ísidór sendir til baka mynd af skamm byssu. Sindri svarar: Ísidór: Sindri: Ísidór: 9 25. Mánudaginn 22. ágúst, um kl. 21:58, sendir Sindri á meðákærða Ísidór mynd af [...] við hátíðarhöld Gay Pride göngunnar og segir: Ísidór: Sindri: Ísidór: Sindri: Ísidór: Sindri: 26. Sunnudaginn 28. ágúst 2022, um kl. 22:28, sendir Sindri á meðákærða Ísi dór mynd af Anders Breivik í einkennisbúningi og Ísidór svarar Í kjölfarið sendir Sindri eftirfarandi texta, sem er tekinn orðrétt úr riti Breiviks A European Declaration of Independance , kafli 3.17: 1. We take the enemy by surprise. 2. We know the terrain of the encounter. 3. We have greater mobility and speed than the police. 4. We are in command of the situation, and demonstrate great decisiveness, which on the other hand will result in our enemy being stunned and incapable of acting. 5. We are prepared to die in order to complete our objectives. 27. Sunnudaginn 28. ágúst 2022, um kl. 22:46 eru Sindri og meðákærði Ísidór að ræða um Gyðinga, trú þeirra og samkomur með niðrandi hætti. Ísidór: Sindri: Ísidór Sindri: Ísidór: Sindri: Ísidór Sindri - 28. Sunnudaginn 28. ágúst 2022, um kl. 23:07 , sendir Sindri á meðákærða Ísidór skilaboð þar sem hann leggur á ráðin að nota dróna til spreng juárása: Ísidór: Sindri: kaupum 10 Ísidór: gangsta shit Sindri: Ísidór: heim til [...] Sindri: Ísidór: Sindri: Ísidór: djöfull eru fokking sniðugur semtex drona að blasta m arching Sindri: Ísidór: Sindri: Ísídór svarar með því að senda myndskeið af hernaði með orðunum: BÆNG Þá sendir Sindri vefslóð þar sem seldir eru drónar og segir: og Ísidór Ísídór: Si ndri: Ísidór: góðar stundir Sometimes you can buy a single controller and then purchase multiple drones that work with it. In that case you might want to look for a BNF or bind and fly drone. So you don´t end Sindri: Ísidór: það kraumar í nærbuxunum mínum brb Sindri: tengjum svo annað lítið móðurborð inná þetta se m kveikir á hleðslunni notum bara kerti úr díselbíl glóðarkerti það væri náttúrulega geggjað að hafa 5km range og sjá bara á skjá í bíl leeengst í burtu hvað er fyrir framan þig það væri aldrei hægt að tengja mann við Ísidór: Sindri: Ísidór: Sindri: Ísidór: Sindri: á ráðuneytið Ísidór: og sendir í kjölfarið slóðina: dojofordrones.com/build - a - drone , þar sem er að finna leiðbeiningar um smíði dróna. Sindri sendir hlek k á grein á netinu um og segir: bara 11 Ísidór: Sindri: Ísidór: Sindri: og svo stillum við bara hvar þetta á Ísidór: [...] ráðherra labbar Sindri: Ísidór: Sindri: Ísidór: Sindri: Sindri: og með skilaboðunum fylgir loft mynd af Sindri: Ísidór: Sindri: Sindri: Ísidór: - For drones designed to carry a playload, TW ratios around 2 are Sindri: size sem gæti mögulega borið 3 - 500 gr count m ein Ísidór: Sindri: ég hef miklar væntingar hand sprengjur eru fylltar af by ssupúðri Ísidór: shrapnel eða shock wave 29. Mánudaginn 29. ágúst 2022, um kl. 13:32, spyr meðákærði Ísidór hvort unnt sé að svíkja bí l út úr bílaleigu sem Sindri telur ólíklegt og svarar Ísidór: þurfum 30. Þriðjudaginn 30. ágúst 2022, um kl. 13:27, sendir Sindri mynd af dróna og sendi og segir: og Ísidór svarar: 31. Föstudaginn 2. september 2022, um kl. 13:55, sendir Sindri á meðákærða Ísi dór af svörtum aðgerðabuxum af gerðinni 5.11 og segir: 12 sendir svo í framhaldi mynd af íslenskum lögreglubuxum og segir: é og aftur mynd af sölusíðu sem selur m.a. endurskinsmerki sem svipar til endurskinsmerkja á íslensku lög reglu buxunum og segir: Ísidór: Sindri: þá þar f ég bara að fara huga af efri líkama Helduru shellback útbúi ekki patch fyrir mig og sendir mynd af lögreglumerkjum og vopnuðum sérsveitar manni. Ísidór: Sindri: búinn að stela bílnum hans [ ] ? full dressaður Ísidór: Sindri: í grunninn er þetta sami bíll grái sérsveitar - fatnaðurinn fæst hjá ufpro Mig virkilega vantar svona sett inn í skáp og almennan 32. Sunnudaginn 11. september 2022, um kl. 18:32, sendir meðákærði Ísidór á Sindra myndir af Anders Breivik, Dylann Roof, Brenton Tarrant og Robert Gregory Bowers, sem allir eru þekktir hryðjuverkamenn, auk skjáskots af hryðju verka árás Brenton Tarrant í Christchurch í Nýja Sjálandi. c) með því að sækja, móttaka og tileinka sér efni um þekkta aðila sem framið hafa hryðju - verk, aðferða - og hugmyndafræði þeirra eins og hér nánar greinir: 33. Þriðjudaginn 19. janúar 2021, um kl. 14:0 1 , sækir myndband sem sýnir skot árás Brenton Harrison Tarrant á mosku í Christchurch í Nýja - Sjálandi þar sem 51 ein - staklingur var drepinn og 40 særðust. Myndbandið vistaði ákærði undir heit inu Brent er guð og var síðast skoðað 2. júlí 2022 . 34. Þriðjud aginn 31. maí 2022, um kl. 22:10, hleður niður og vistar myndband af nokkrum skotárásum sem búið var að klippa saman. Í myndbandinu eru m.a. fjöldamorðingjarnir Anders Behring Breivik og Brenton Harrison Tarrant lofaðir þar sem voðaverk þeirra eru sýnd með tónlist í bakgrunni. 35. Sunnudaginn 5. júní 2022, um kl. 11:46 , móttekur skjalið The Great Replace ment frá Ísidóri og vistar það á tölvu sinni. Skjalið hefur að geyma hug mynda fræði/manifesto Brenton Tarrent. 36. Sunnudaginn 5. júní 2022, um kl. 13: 39, hleður niður og vistar ofbeldis mynd band í nafni nasista þar sem verið er að beita fólk ofbeldi. 13 37. Sunnudaginn 5. júní 2022 , móttekur skjalið Militant Accelerationism.pdf frá með - ákærða Ísidóri og vistar skjalið á tölvu sinni. Skjalið hefur að geym a öfga hægri stefnu. 38. Föstudaginn 17. júní 2022, um kl. 22:21 , leitar að efni á netinu tengdu Brenton Tarrant og Christchurch shooting. 39. Þriðjudaginn 5. júlí 2022, um kl. 11:53, leitar á netinu og opnar hlekki sem tengjast skotárásum í Bandaríkjunu m og leitar einnig að efni sem tengist mass shoot ing in ameri , skoðar hlekki á Wikipedia í tengslum við 2011Norway attacks, 2019ElPaso shooting, List of right wing terror attacks, Timothy McVeigh o.fl. 40. Mánudaginn 1. ágúst 2022, um kl. 13:41 , leita r að efni á netinu tengdu potassium cyanide (blásýra). Í riti Anders Behring Breivik A European Declar ation of Independ - ance er blásýra (potassium cyanide) tilgreind sem hluti af bún aði í tengslum við voða - verk. 41. Fimmtudaginn 11. ágúst 2022, um kl. 23:59 leitar að efni á netinu tengdu The Great Replacement og skoðar skjalið Replacement - Theory - Explainer - 1122. pdf. Skjalið hefur að geyma ítarlegar útskýringar á hugmyndafræðinni á bak við The Great Replace ment. 42. Sunnudaginn 14. ágúst 2022 , móttekur skjalið The Protocols of Learned Elders of Zion.pdf frá meðákærða Ísidóri og vistar það á tölvu sinni 17. ágúst 2022 . Skjalið er mjög útbreitt á meðal þjóðernissinnaðra öfgahópa og var hluti af áróðri nasista til réttlætingar á gyðingaofsóknum. 43. Föstudaginn 19. ágúst 2022, um kl. 12:50, leitar á netinu að efni tengdu Anders Behring Breivik . 44. Sunnudaginn 21. ágúst 2022, um kl. 17:26, leitar á netinu að efni tengdu blind ness og sodium hydroxide og í framhaldi að ýmsum ætandi efnum s.s. lút. 4 5. Sunnudaginn 22. ágúst 2021, um kl. 01:33 , sækir og vistar á tölvu sinni skjalið AndersBehringBreivikManifesto.pdf og endurnefnir það í tölvu sinni A European Declar ation of Independance þann 11. ágúst 2022 . Skjalið var opnað 11 sinnum á tíma - bilinu 5. júní til 12. september 2022 . 14 46. Föstudaginn 26. ágúst 2022, um kl. 16:09, leitar að efni á netinu tengdu glopefish toxin og ricin. Í riti Anders Behring Breivik A European Declaration of Independance er listi yfir eiturefni til að húða skotfæri m.a. glop efish toxin og ricin sem nota má við voðaverk . Skömmu áður leitaði hann eftir efni tengdu how to commit murder, how to commit a perfect murder og how to get away with a murder. Einnig skoðaði hann á sama tíma Ricin: The Perfect Poison á you tube.com. 47. Laugardaginn 27. ágúst 2022, um kl. 10:05, hleður niður og vistar mynd band þar sem verið er að heiðra fjöldamorðingjann Brenton Harrison Tarrant og sýnt hvað hann hefur gert. 48. Sunnudaginn 28. ágúst, um kl. 22:34, hleður niður og vistar myndband af hin um 18 ára gamla Payton Gendron, þar sem hann fremur skotárás í verslunar miðstöð í Buffalo í New York, þar sem 10 blökkumenn létust og þrír særðust. 49. Sunnudaginn 11. september 2022 , um kl. 18:13 , fer inná sölusíðu þar sem Ricinus communis Seeds Castor Bean 10 seeds eru til sölu. Í riti Anders Behring Breivik A European Declaration of Independance er að finna leiðbeiningar um gerð rícin - eiturs: How to extract ricin. Áður eða þann 26. ágúst 2022 fór hann inn á sömu sölusíðu. d) með því að verða sér út um efni og upplýsingar um sprengju - og drónagerð, eins og hér nánar greinir: 50. Miðvikudaginn 27. júlí 2022 hleður niður og vistar á tölvu sinni skjalið Cia.pdf . Skjalið hefur að geyma upplýsingar um sprengjugerð og var síðast skoð að í tölvu hans 7. sep tember 2022, um kl. 19:55 . 51. Dagana 30. ágúst, 11. og 12. september 2022, leitar á netinu í 46 skipti, að efni tengdu drone og m.a. farið inn á síðuna dojofordrones.com þar sem finna má leiðbeiningar um Learn How to Build Your Own Drone from Scratch. e) með því að skoða og kynna sér efni á netinu sem tengist mögulegum árásarþolum, eins og hér nánar greinir: 52. Dagana 4., 22. og 23. ágúst 2022 , fer inn á síðuna hinsegindagar.is og leitar að efni á netinu tengdu gaypride - Hljómskálagarður og í byrjun sama mánuðar fer ákærði Sindri á vettvang og mælir bil á milli lokana með það fyrir augum að kanna hvort unnt sé að aka stóru ökutæki þar í gegn. 15 53. Sunnudaginn 21. ágúst 2022, um kl. 16:20 , leitar á netinu að efni tengdu ramadan2023 og opnað síðuna calenderdate.com þar sem fram kemur að Rama dan árið 2023 hefst að kvöldi miðvikudagsins 22. mars og stendur yfir í 30 daga. Í tölvu með - ákærða Ísidó rs var að finna myndband af stórmoskunni í Reykjavík, mynd bandið var vistað 17. maí 2022 og síðast skoðað 19. september 2022 . 54. Mánudaginn 22. ágúst, um kl. 21:06, tekur ákærði skjáskot af bréfi lög reglunnar þar sem skotvopnaumsókn hans var hafnað og leitar í kjölfarið, eða kl 21:25, á netinu að efni tengdu árshátíð lögreglunnar. f) með því að kynna sér, verða sér út um og reyna að verða sér út um aðgerðabúnað, lögreglufatnað og lögreglubúnað, eins og hér nánar greinir: 55. Þriðjudaginn 5. júlí 2022 , um kl. 12:53, leitar að efni á netinu tengdu skull mask, tactical helmet, bulletproof mask og skotvopnatengdum íhlutum. 56. Mánudaginn 11. júlí 2022, um kl. 18:23, leitar á netinu að upplýsingum um Tetra handtalstöðvar hjá ýmsum söluaðilum. Í samtali 1. ágúst 2022 ræðir ákærði við með - ákærða Ísidór um tetrastöðvar, sbr. tl. 17., sem hluta af því að dulbúast sem lögreglu - maður og þann 2. ágúst fara þeir í verslun í Kópavogi sem selur tetra stöðvar og skoða slíkar stöðvar. 57. Laugardaginn 13. ágúst 2022, um kl. 02:33 , tekur ljósmynd af einkennis klædd um lögreglumanni við Tryggvagötu í Reykjavík og nærmynd af skóbúnaði hans og endur - skini á neðanverðum buxnaskálmum hans. Þann 16. ágúst sendir hann með ákærða Ísidóri umrædda mynd. 58. Laugardaginn, 13. ág úst 2022, um kl. 20:29 , leitar að efni á netinu tengdu police reflective og fer inn á síður þar sem finna má myndir af fatnaði og merkjum lögreglu. 59. Dagana 16., 17. og 18. ágúst 2022, leitar að efni á netinu tengdu búnaði lög reglu og herja (tacticalbú naður). 60. Laugardaginn 20. ágúst 2022, vistar skjáskot úr manifesto/stefnuyfirlýsingu Anders Behring Breivik þar sem fjallað er um merkingar og einkennisfatnað fyrir Brei vik og aðra sem aðhyllast hugmyndafræði hans og er þar að finna leiðbein ingar um þessar merkingar og hvernig hægt er að útvega sér þær. 16 61. Mánudaginn 22. ágúst 2022, um kl. 12:57 , fer inn á síðuna [...] , sem selur einkennisfatnað og búnað til lögreglunnar. 62. Fimmtudaginn 25. ágúst, um kl. 18:23 , leitar að efni á netinu tengdu skot held vesti, how to make your own bulletproof vest og kevlar fabric . Við leit lög reglu á heimili Sindra 21. september 2022 fann lögregla og lagði hald á skothelt vesti. 63. Fimmtudaginn 25. ágúst, um kl. 20:06 , vistað á skjáborði tölvu sinnar skjalið inn kaup.txt . Innihald skjalsins sýnir lista um aðgerðatengdan (tactical) búnað, s.s. skothelt vesti, vasa fyrir skotgeyma og bakpoka og kostnað slíks búnaðar. 64. Föstudaginn 2. september 2022, um kl. 14:51, leitar að efni á netinu tengdu police clothing, bl ack and white reflective tape og black and white reflective check ered en það eru samskonar merkingar og eru á íslenska lögreglubúningnum. Hann skoð aði sérsaklega aðgerðarbuxur af gerðinni 5.11 og límbönd með svart/hvítu endur skini til að líma á föt. Með ofangreindum yfirlýsingum og athöfnum sýndi ákærði Sindri Snær í verki áform sín um að framkvæma hryðjuverk hér á landi, með skotvopnum og/eða sprengingum, dul búinn sem lögreglumaður, en lögregla stöðvaði áform hans er hann var handtekinn 13. og 21. s eptember 2022. Telst brot þetta varða við 1., 2. og 4. tl. 1. mgr. 100. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga. II. Gegn ákærða Ísidóri, fyrir hlutdeild í ofangreindu broti Sindra Snæs, með liðsinni í orði og verki, með því að taka þátt í og aðstoða Sindra Snæ við framleiðslu skotvopna og íhluta í skotvopn, þ.m.t. swift link, og aðstoðað hann við kaup á skotfærum í árásarrifflanna AR - 15 og AK - 47, vitandi að meðákærði Sindri Snær hafði í hyggju að fremja hryðjuverk, eins og nánar er lýst í töluliðum 2., 5. og 6. og með því að senda til Sindra Snæs, á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal, hvatningu og undirróður um að fremja hryðjuverk, eins og nánar greinir í töluliðum 7. - 9., 11. - 12., 14., 17. - 21. og 24. - 32., aðstoðað hann við öflun lögreglubúnaðar og lögreglufatnaðar, eins og greinir í tölu - lið um 14., 17., 22. og 56, miðla til hans efni og upplýsingum um þekkta hryðju verka - menn, hugmyndafræði, undirbúning og verknaðaraðferðir þeirra, eins og greinir í tölu - lið um 9., 32. , 35., 37. og 42., auk upplýsingum um sprengju - og drónagerð sbr. tölu lið 28. 17 Allt ofangreint vann ákærði Ísidór í því skyni að styrkja ásetning og áform Sindra Snæs um að fremja hryðjuverk, uns lögregla handtók ákærða Ísidór þann 21. sept ember 2022. Telst brot þetta varða við 1., 2. og 4. tl. 1. mgr. 100. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 20. gr. og 1. mgr. 22. gr. sömu laga. Verjandi ákærða Sindra krefst þess vegna fyrri ákæru að ákærði verði alfarið sýknaður af ákæruliðum III.5, III.6, IV.1 og IV.8, en sýknaður að hluta af ákæruliðum III.1, III.4, IV.3, IV.4, IV.5, IV.6, IV.7 og IV.9. Til vara og að því er varðar þá liði sem játaðir e ru; III.2, III.3 og IV. 2, er þess krafist að ákærði Sindri verði dæmdur til vægust refsingar er lög leyfa sem verði að fullu skilorðsbundin. Þess er jafnframt krafist að hafnað verði upptökukröfum vegna riffla af gerðinni AK - 47, AR - 15 og CZ557 og 1.620.0 00 króna í reiðufé. Vegna síðari ákæru er þess aðallega krafist að ákærukafla I verði vísað frá dómi. Til vara er krafist sýknu og til þrautavara er krafist vægust refsingar er lög leyfa. Þá er krafist hæfilegra málsvarnarlauna til handa verjanda sem gre iðist úr ríkissjóði að öllu leyti eða að hluta. Verjandi ákærða Ísidórs krefst þess vegna fyrri ákæru að ákærði verði sýknaður af ákærukafla III.2 að því er varði framleiðslu á íhlutum í þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC, að ákærði verði sýknaður af ákærukafla III.3 að öðru leyti en því að hafa verið viðstaddur afhendingu á einu vopni til B , að ákærði verði sýknaður af ákærukafla III.4, að ákærði verði sýknaður af ákærukafla III.5, að ákærði verði sýknaður af ákærukafla III.6, að ákærði verði sýknaður af ákærukafla V.2 og að hann verði sýknaður af ákærukafla V.4 að því er varðar að hafa haft í fórum sínum annan búnað í skotvopn af gerðinni FGC. Varðandi síðari ákæru krefst hann sýknu af ákærukafla II. Til vara og vegna þeirra liða þar sem ák ærði játar sök er krafist vægustu refsingar er lög leyfa sem verði að öllu leyti skilorðsbundin. Einnig er mótmælt upptöku á ýmsum munum sem farið verður nánar yfir í niðurstöðukafla. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna sem greiðist úr ríkissjóði. 18 B Málsatvik: Upphaf máls þessa má rekja til upplýsinga sem lögreglu bárust í ágúst 2022 um að ákærði Sindri væri að búa til og selja þrívíddarprentuð skotvopn sem gætu tengst vopni sem notað var í skotárás fyrr á því sama ári í Reykjavík. Leiddi þetta t il þess að lögreglurannsókn hófst og var henni í fyrstu beint að netnotkun ákærða Sindra. Að auki var aflað heimilda frá héraðsdómi 18. ágúst 2022 til öflunar á gögnum sem vörðuðu símanotkun hans og banka - og fjármálaviðskipti á nánar tilgreindum tímabilum . Við öflun og úrvinnslu þeirra gagna komu fram frekari upplýsingar sem leiddu til þess að lögregla aflaði heimilda frá héraðsdómi 5. september 2022 til leitar í húsnæði sem talið var tengjast ákærða Sindra. Fóru þær húsleitir fram 13. sama mánaðar. Var þa r m.a. lagt hald á þrjá þrívíddarprentara, fjögur skotvopn, skotfæri og talsverðan fjölda þrívíddarprentaðra hluta og fleira, sbr. m.a. upptökukröfur í fyrri ákæru. Hluti haldlagðra skotvopna voru þrívíddarprentuð en önnur voru venjuleg skotvopn og hafði h luta þeirra verið breytt í hálfsjálfvirk vopn. Á þessum tíma hverfðist rannsókn málsins um meint stórfellt vopnalagabrot. Ákærði Sindri sætti handtöku og síðar gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar dagana 13. til 20. september 2022. Á þeim tíma var hann m.a . yfirheyrður tvisvar um fyrrgreint sakarefni með réttarstöðu sakbornings, auk þess sem öflun og greining á ýmiss konar haldlögðum sakargögnum átti sér stað. Þá var tekin skýrsla af [...] sem fékk einnig réttarstöðu sakbornings. Um það leyti sem ákærði Si ndri var látinn laus úr gæsluvarðhaldi komu fram nýjar upplýsingar sem virtust breyta verulega því sem áður var lagt upp með við rannsóknina. Á þeim tíma hafði lögreglu tekist að afla rafrænna gagna úr haldlögðum farsíma ákærða Sindra sem virtust sýna sams kipti hans og ákærða Ísidórs á tímabili frá því í maí á sama ári. Að mati lögreglu voru þau samskipti talin vera efnislega af þeim toga að þau gætu tengst meintum hryðjuverkaáformum ákærðu af ýmsum toga. Leiddi þetta til þess að lögregla hóf rannsókn nýs m áls, samhliða rannsókn hins eldra máls, eða að málin voru í raun sameinuð. Var rannsókninni beint sérstaklega að meintum hryðjuverkaáformum og aflaði lögregla heimilda frá héraðsdómi 20. og 21. september 2022 til að hlusta á og hljóðrita símtöl ákærðu, auk annarra skyldra rannsóknaraðgerða. Var þeim aðgerðum ætlað að vara í allt að fjórar vikur fram í tímann án vitneskju ákærðu. Samhliða aflaði lögregla heimilda frá héraðsdómi til húsleita, öflunar fjármála - og símagagna og fleira. Ákærðu voru hins vegar ha ndteknir 21. september 2022 vegna fyrrgreinds gruns um meint hryðjuverkaáform. Á þeim tíma hafði einnig átt sér stað breyting á formlegu forræði rannsóknarinnar, eins og atvik og framkomnar upplýsingar horfðu við lögreglu. Um svipað leyti greindi lögregla opinberlega frá því að með aðgerðum hennar hefði verið komið í veg fyrir meint fyrirhuguð hryðjuverk hér á landi. 19 Þá varð nokkrum dögum síðar aftur breyting á formlegu forræði rannsóknarinnar af ástæðum sem ekki þykir þörf á að rekja hér. Í framhaldi af fyrrgreindum handtökum, nánar tiltekið 22. september 2022, var ákærðu gert að sæta gæsluvarðhaldi. Þá var gæsluvarðhaldið endurtekið framlengt á næstu vikum á eftir. Drjúgur hluti gæsluvarðhaldsins var með þeim hætti að ákærðu var gert að sæta einangrun, a uk annarra takmarkana. Á meðan það stóð yfir fór fram ítarleg lögreglurannsókn á hinum meintu hryðjuverkaáformum og öðrum meintum brotum ákærðu. Meðal málsgagna eru afrit af margvíslegum haldlögðum samskiptagögnum og lögregluskýrslur um úrvinnslu og grein ingu þeirra gagna, í hundruðum blaðsíðna talið, auk gríðarlegs magns af öðrum og/eða sömu samskiptagögnum í rafrænu formi og/eða netnotkun ákærðu. Þá voru ákærðu, hvor um sig, yfirheyrðir í sex aðgreind skipti á framangreindu tímabili með réttarstöðu sakbo rnings. Við skýrslutökur af ákærðu var m.a. spurt út í og farið yfir gögn varðandi möguleg andlög ætlaðra hryðjuverkaáforma, auk verknaðaraðferða, tjáningar og annarra samskipta, sem lögregla lagði til grundvallar út frá haldlögðum samskiptagögnum og öðrum sakargögnum. Beindist grunur lögreglu að því að meint hryðjuverk ákærðu hefðu átt að beinast að nafngreindum einstaklingum á vettvangi stjórnmála og verkalýðshreyfingar, lögreglu og/eða öðrum opinberum stofnunum, árshátíð lögreglu og/eða hátíðarhöldum Hin segin daga í miðborg Reykjavíkur. Nánar tiltekið, og í aðalatriðum, að ákærðu hefðu ætlað að fremja meint hryðjuverk með skot - , sprengju - og/eða drónaárásum og/eða meintri árás þar sem nota átti stórt ökutæki í mannmergð. Þá var við rannsóknina að nokkru m arki unnið út frá upplýsingum sem aflað var úr haldlögðum samskiptagögnum eða gögnum um netnotkun, s.s. samtölum, myndefni og ýmsu sem virtist hafa borið á góma í samskiptum og tjáningu ákærðu og talið var tengjast hinum ætluðum hryðjuverkaáformum. Þá virt ist hluti haldlagðra gagna málsins, einkum sá hluti þeirra sem laut að samskiptum og netnotkun ákærðu, benda til þess, að mati lögreglu, að þeir gætu mögulega verið vilhallir undir öfgastefnu og/eða hatursfull sjónarmið og/eða að þeir gætu hrifist af þekkt um voðaverkum annarra manna. Þessu til viðbótar tók rannsókn málsins mið af meintum brotum ákærðu gegn vopnalögum, þar með talið hvort þeir hefðu orðið uppvísir að ólögmætri eign, vörslum, framleiðslu, tilbúningi, breytingum, kaupum og sölu ýmiss konar sk otvopna, íhluta í skotvopn, auk skotfæra, og/eða öðrum svipuðum munum og/eða eftirlíkingum af þeim toga. Í skýrslutökum hjá lögreglu báru ákærðu í aðalatriðum af sér allar sakir um meint hryðjuverkaáform en gengust við því að hafa verið í samskiptum sín á milli og að þeir hefðu í tengslum við það haft í frammi ýmiss konar tal og/eða skoðanir um menn og málefni. Þeir báru því hins vegar við að engin alvara hefði verið að baki því sem þeim 20 fór á milli í téðum samskiptum um meint ofbeldi og/eða aðrar slíkar athafnir. Við skýrslutökur af ákærða Ísidóri, undir lok þess tímabils sem hann sætti einangrun í gæsluvarðhaldi, kom þó fram að honum hefði um tíma verið ofboðið í téðum samskiptum eða haft nokkrar áhyggjur af því hvort ákærða Sindra væri mögulega alvara með hinu ofbeldisfulla tali og/eða meiningum um aðra. Að öðru leyti virtust ákærðu á einn eða annan hátt kannast við eða gangast við meintum vopnalagabrotum, þar með talið meinta ólögmæta framleiðslu, tilbúning og/eða aðra ólögmæta meðferð skotvopna og/eða eftirlíkinga af slíkum vopnum og/eða íhlutum í slík vopn. Fleiri einstaklingar gáfu einnig skýrslur á fyrrgreindu tímabili, ýmist með réttarstöðu sakbornings eða vitnis. Hluti hinna fyrrnefndu sættu einnig handtökum, húsleitum og öðrum svipuðum rannsókn araðgerðum sem hverfðust um meint vopnalagabrot og haldlagningu ólögmætra vopna. Við skýrslutökurnar eða aðra svipaða upplýsingaöflun komu í aðalatriðum ekki fram upplýsingar sem renndu stoðum undir grun lögreglu um meint hryðjuverkaáform ákærðu eða önnur atvik af þeim toga. Voru þar á meðal vitni sem enga vitneskju höfðu um málið en ákærðu höfðu í téðum samskiptum sín á milli rætt um með ofbeldisfullum eða grófum hætti. Aðrir sem gáfu skýrslur báru hins vegar að nokkru marki um atvik og samskipti sem hverf ðust í aðalatriðum um meint vopnalaga brot ákærðu, þar með talið um ólögmæta framleiðslu, sölu, kaup og/eða meðferð skot vopna og/eða önnur svipuð atriði sem lutu að þeim hluta rannsóknarinnar. Þá voru aðrir sem gáfu skýrslur sem könnuðust ekki við samskip ti við ákærðu eða ekki af þeim toga sem áður greinir. Á meðan málið var til rannsóknar leitaði lögregla til Evrópulögreglunnar, Europol, í Hollandi, með beiðni um aðstoð. Sérfræðingar á vegum þeirrar stofnunar komu hingað til lands dagana 10. til 13. októ ber 2022 til ráðgjafar með því að fara yfir og meta hald lögð gögn og muni frá hinum grunuðu sem framangreindum sérfræðingum var látið í té af lögreglu. Var þeim ætlað að skilgreina hugmyndafræði og skipulagningu ætlaðrar árásar. Meðal rannsóknargagna er g reinargerð Europol, dagsett 26. október 2022, þar sem nánar er gerð grein fyrir því hvaða gögn lágu til grundvallar ráðgjöfinni og hvernig var staðið að henni. Greinir m.a. að fundað hafi verið með rannsakendum og farið yfir nánar tilgreindar upplýsingar, m.a. gögn um skilaboðasamskipti úr farsímum ákærðu, upplýsingar um haldlagðan íhlut í skotvopn, nánar tiltekið þrívíddarprentaðan swift link, sem og nánar tilteknar skrár um myndefni sem ákærðu sendu á milli sín um þekktar hryðjuverkaárásir, hryðjuverkamen n, táknmyndir og stefnuskrár hryðjuverkamanna. Að auki hefðu legið fyrir upplýsingar eða gögn um ýmiss konar þjálfun varðandi vopn, líkamlegt hreysti, einkennisfatnað lögreglu, samskipti eða tal ákærðu um möguleg skotmörk, aðferðir, ætluð viðhorf ákærðu og fleira. Í meginniðurstöðum greinargerðarinnar greinir m.a. að ákærðu hafi verið hallir undir öfgakennda hugmyndafræði hvítra öfgahópa og sterklega grunaðir um að ætla að grípa 21 til aðgerða og fremja hægri - öfga hryðjuverk hér á landi. Þeir væru ekki lyklabo rðs stríðsmenn heldur raunverulegir gerendur. Þeir hefðu íhugað mögulegar dagsetningar og virst vera með stefnu og valkosti, sem og að vopn hafi verið tilbúin og hlaðin skotfærum. Að auki hefðu þeir verið með öfgahugmyndafræði og sýnt aðdáun og verið að he rma eftir þekktum hryðjuverkamönnum af slíkum toga. Einnig hefðu þeir verið með undirbúning, einangrun, þjálfun, þekkingu á vopnum, sprengiefnum og þrívíddar prentefni, auk þess sem þeir hefðu deilt áróðursefni með dulkóðuðum skilaboðum. Þá hefðu þeir veri ð með njósnir, notast við dropbox - skrár, og verið með klúbbhús með aðgengi að hlöðnum vopnum. Allt framangreint, sem og niðurstöður húsleita lögreglu, hefði sameinað ákærðu sem hóp reiðubúinn að fremja hryðjuverk. Meðal rannsóknargagna eru greinargerðir g reiningardeildar lögreglu um mat á hættu á einstaklingum tengdum hryðjuverkum, dagsett 4. nóvember 2022. Í þeim greinir m.a. að unnið hafi verið út frá nánar tilgreindum atriðum sem gætu bent til hættu á árás eða voðaverkum frá ákærðu og unnið hafi verið ú t frá TRAP - 18 áhættumatstóli (e. Terrorist Radicalization Assessment Protocol). Nánar tiltekið hafi verið miðað við nærtæka áhættuhegðun ákærðu, auk fjarlægari áhættuþátta sem taldir voru byggja undir hættu á slíkum árásum. Hvað varðar áhættuhegðun hafi ve rið litið til þess hvort til staðar væri undirbúningur fyrir árás, hvort ákærðu hefðu samsamað sig öðrum hryðjuverkamönnum eða öðrum sem framið hefðu fjöldaárásir, hvort ákærðu hefðu sýnt aukinn áhuga á árás og hvort þeir hefðu verið líklegir til að grípa til örþrifaráða. Hvað varðar fjarlægari áhættuþætti hafi verið litið til þess hvort til staðar væru persónuleg áföll hjá ákærðu, auk hugmyndafræði og mögulegrar sögu þeirra um geðsjúkdóma, sem og hvort þeir hefðu verið með skapandi hugsun. Í báðum mötunum er gerð nánari grein fyrir forsendum og niðurstöðum téðra greininga út frá framangreindum atriðum. Í samandreginni meginniðurstöðu varðandi ákærða Sindra greinir m.a. að lögregla hafi metið miklar líkur á því að hann fremdi hryðjuverk yrði ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Í samandreginni meginniðurstöðu varðandi ákærða Ísidór greinir m.a. að miðlungs til miklar líkur væru taldar vera á því að hann fremdi árás yrði ekkert gert til þess að koma í veg fyrir það. Varðandi báða ákærðu var talið mikilvægt að grípa inn í á hvern þann hátt sem tiltækur væri með almannaöryggi í huga. Var talið mikilvægt að ákærði Sindri fengi nauðsynlega aðstoð til að draga úr líkum á að vanlíðan byggðist upp með áframhaldandi gremju í garð þeirra sem hann teldi sig hafa sökó tt við. Þá var talið mikilvægt að ákærði Ísidór fengi fræðslu og aðstoð með það að markmiði að draga úr öfgafullum skoðunum hans, þ.e. þeim sem hafi sýnt sig að væru að miklu leyti byggðar á röngum staðhæfingum og fordómum. Að auki var talið að hugmyndir h ans væru skaðlegar og gætu ýtt undir hatursglæpi og hryðjuverk. Samkvæmt niðurstöðum matsgerða dómkvadds matsmanns, D geð - og embættislæknis, um geðrænt sakhæfi ákærðu og andlegt heilbrigði, dagsettum 12. 22 desember 2022, var ekki talið að 15. og 16. gr. al mennra hegningarlaga gætu átt við um ákærðu. Þá var geðsaga og vímuvandi ákærðu ekki talinn vera af þeim toga að hefði þýðingu við mat á hugarfari eða almennum viðhorfum þeirra. Ákærði Sindri hefði lýst [...] og biturleika í garð lögreglu vegna synjunar á útgáfu skotvopnaleyfis. Þá hefði hann ekki kannast við að vera með ákveðnar stjórnmálaskoðanir. Ákærði Ísidór hefði greint frá hægri sinnuðum stjórnmálaskoðunum, lýst áhyggjum sínum af komu innflytjenda til landsins og neikvæðum viðhorfum í garð samkynhnei gðra. Ekkert hefði hins vegar komið fram sem benti til neikvæðra viðhorfa hans í garð stjórnvalda. Þá var hvorugur ákærðu talinn uppfylla greiningarviðmið um persónuleikaröskun og ekkert læknisfræðilegt var talið benda til þess að þeir væru hættulegir sjál fum sér eða öðrum. Meðal málsgagna er skýrsla tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sbr. skýrslu tæknideildar ríkislögreglustjóra í Danmörku, um rannsókn á tveimur haldlögðum þrívíddarprentuðum skotvopnum af gerðinni FGC - 9 MKII. Laut rannsóknin að vopnunum, byggingu, samsetningu, virkni og mögulegri hættu sem gæti hlotist af notkun þeirra. Í aðalatriðum var bygging og samsetning vopnanna talin vera eðlileg og örugg. Við prófun reyndust bæði vopnin virka með eðlilegum og öruggum hætti fyrir notan da. Skot fór frá hlaupi með eðlilegum hætti og hæfði skotmark. Tóm skothylki köstuðust úr skothólfi vopnanna með eðlilegum og sjálfvirkum hætti eftir að hleypt var af og var hægt að hleypa skotum ítrekað úr þeim báðum. Í einstaka tilvikum reyndust tóm skot hylki ekki skjótast út með sjálfvirkum hætti og þurfti að fjarlægja þau handvirkt. Hraði á skotunum reyndist nokkuð yfir 300 metrum á sekúndu og greinir í skýrslunni að lífhættuleg hraðamörk skota væru almennt talin vera 80 metrar á sekúndu. Þá reyndust bæ ði vopnin nokkuð nákvæm og við notkun hæfðu skot úr þeim skotmörk með auðveldum hætti eins og til var ætlast á 20 metra færi. Eins og áður greinir var ákærðu gert að sæta gæsluvarðhaldi um nokkurra vikna skeið frá 22. september 2022 eftir að grunur lögreg lu var uppi um hin meintu hryðjuverkaáform. Var gæsluvarðhaldið fyrst vegna rannsóknarhagsmuna, en síðar á þeim grundvelli að ákærðu væru eða gætu verið hættulegir og verja þyrfti aðra fyrir mögulegum árásum þeirra. Um hið síðarnefnda lágu fyrir fyrrgreind áhættumöt greiningardeildar lögreglu, sem og téð greinargerð sérfræðinga Europol, bráðabirgðaniðurstöður geðmata, auk annarra rannsóknargagna. Með úrskurðum Landsréttar 13. desember 2022, í málum nr. og , í tengslum við kröfu um framlengingu á gæsl uvarðhaldi, var ekki fallist á með ákæruvaldinu að fyrrgreind hættu - og varnarsjónarmið væru lengur fyrir hendi. Leiddi þetta til þess að ákærðu voru þann dag látnir lausir úr gæsluvarðhaldi. Á þeim tíma lágu fyrir endanlegar geðrannsóknir sem tóku til beg gja ákærðu, sbr. það sem áður greinir um matsgerðir dómkvadds matsmanns, auk þess sem lögreglurannsókn var að mestu lokið og fyrri ákæra málsins hafði verið gefin út. Þá var kröfu ákæruvaldsins frá 15. sama mánaðar um að ákærðu sættu frekara 23 gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna einnig hafnað með úrskurðum héraðsdóms 16. desember 2022 þar sem þau lagaskilyrði voru ekki talin vera uppfyllt. Voru þær niðurstöður síðan staðfestar með úrskurðum Landsréttar 22. sama mánaðar, sbr. mál nr. [ ] og . Nokkrum dögum síðar birtist opinber tilkynning frá lögreglu um tímabundna hækkun á viðbúnaðarstigi í landinu frá og með 13. desember 2022 vegna öryggisógnar sem talið var að væri fyrir hendi út af því sem áður greinir um lok gæsluvarðhaldsins. Ákærði Ísidór hefu r skýlaust játað sök vegna meintra brota á lögum um ávana - og fíkniefni og lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum, sbr. VI. kafla í fyrri ákæru. C Skýrslur ákærðu og vitna fyrir dómi: Framburður ákærða Sindra fyrir dómi. Um kafla III/1 í fyrri ákæru: Ákærði játar að hafa framleitt þrívíddarprentuð skotvopn eins og honum er gefið að sök en neitar því að hafa framleitt íhluti í vopn. Vopnin hafi verið samsett úr um 40 hlutum og hann kannist við að hafa framleitt þá hluta sem fu ndust á heimili hans. Í heildina hefðu þetta verið fimm vopn sem þeir meðákærði hefðu framleitt og þau hefðu virkað misvel. Vopnin hefðu með vilja verið framleidd hálfgölluð þar sem þeir hefðu ekki kært sig um að fólk hefði mjög vel smíðuð skotvopn undir h öndum. Framleiðslan hefði verið í auðgunarskyni. Um kafla III/2 í fyrri ákæru: Ákærði játar sök í þessum ákærulið. Um kafla III/3 í fyrri ákæru: Ákærði kvaðst hafa afhent fimm vopn samkvæmt þessum ákærulið en ekki sex; B hefði fengið þrjú, C eitt og A ei tt. Verð vopnanna hefði verið misjafnt, en hann hefði aldrei fengið greitt í peningum, heldur fíkniefnum. Uppsett verð hefði þó verið um hálf milljón króna fyrir hvert vopn. Hann kvað þátt meðákærða ekki hafa verið stóran í þessu, en meðákærði hefði framle itt litla hluti í vopnin. Sá eini af kaupendunum sem meðákærði hefði átt samskipti við væri B . Ákærði taldi að meðákærði hefði ekki fengið neitt greitt fyrir sinn þátt. Spurður um samskipti þeirra meðákærðu um sölu vopna kvað hann þá m.a. hafa rætt um að s elja B fimm vopn en ekkert hefði orðið af því. Ekkert hefði heldur orðið af frekari vopnaviðskiptum sem hefðu verið rædd. 24 Um kafla III/4 í fyrri ákæru: Ákærði gekkst við því að hafa selt og afhent skotfæri í framangreind þrívíddarprentuð skotvopn en neita ði því að hafa framleitt þau. Hann kvaðst hafa keypt verkfæri til þess að endurhlaða skotfæri, en aldrei notað þau. Hann hefði afhent tilbúin skotfæri í kössum sem komið hefðu úr búð með þeim vopnum sem hann hefði selt. B hefði fengið tvo kassa af skotfæru m og A einn, en 50 skot hefðu verið í hverjum kassa. Ákærði neitaði því að hafa sagt lögreglu að hann hefði framleitt skotfæri heldur hefði hann sagst eiga búnað til þess. Um kafla III/5 í fyrri ákæru: Varðandi þennan ákærulið kvaðst ákærði kannast við að hafa afhent hljóðdeyfi, en hann hefði upphaflega verið olíusía. Hann hefði keypt fjórar eða fimm slíkar olíusíur á Ali Express eða viðlíka síðu og hægt hefði verið að nota þær sem hljóðdeyfi þótt þær hefðu virkað illa. Þetta hefði verið skrúfað framan á h laup byssunnar og selt sem hljóðdeyfir. Um kafla III/6 í fyrri ákæru: Ákærði kvaðst ekki hafa framleitt swift link - inn heldur hefði meðákærði gert það að hans beiðni. Þeir hefðu aldrei prófað þetta stykki eða notað þar sem það hefði ekki virkað. Þessu sty kki væri ætlað að gera AR - 15 riffil alsjálfvirkan. Hann kvaðst hafa séð þetta gert á netinu og þeir meðákærði hefðu fengið þá hugmynd að kanna hvort þetta myndi virka. Þessi tilraun hefði eingöngu verið fyrir forvitnissakir. Þeir hefðu reynt að máta stykki ð í byssuna en það hefði bersýnilega sést að það virkaði ekki þar sem það hefði ekki passað. Þeir hefðu ekki reynt frekar að fá þetta til að virka og ekki gert aðra tilraun til að prenta swift link. Ákærði hefði síðan haft stykkið á heimili sínu. Hann kvað st ekki hafa vitað að þessi hlutur væri bannaður í Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum en vildi benda á að hægt væri að ná fram sömu áhrifum með vírherðatré. Um kafla IV/1 í fyrri ákæru: Ákærði neitaði því að eiga vopnin AR - 15, AK - 47 og CZ557 sem fundust á heimili hans. Þessi vopn hefðu fylgt búslóð föður hans, sem hefði flutt til hans tímabundið í júní 2022 meðan hann hefði verið á milli húsnæða. Faðir hans ætti þessi vopn og væri skráður leyfishafi þeirra. Ákærði ætti sjálfur ekkert í þeim. Vopnin hefðu verið geymd í byssuskáp föður hans sem hefði verið inni í stórum skáp í svefnherbergi ákærða. Lítill fataskápur hefði verið í herberginu sem faðir hans hefði gist í og því ekki pláss fyrir byssuskápinn þar. Byssuskápurinn hefði verið boltaður við vegg inni hjá ákærða en hann hefði ekki haft aðgang að honum. Faðir hans hefði verið áhugamaður um skotvopn og því eignast þessi vopn, líklega í maí 2022, en hann hefði keypt sér haglabyssu árið áður. 25 Ákærði hefði ekki átt þátt í því að kaupa þessi vopn en hefði þó veitt föður sínum ráðleggingar vegna sameiginlegs skotvopnaáhuga. Hann hefði bent föður sínum á að E vinur hans væri að flytja inn mjög flotta riffla og bent sérstaklega á þessi tilteknu vopn AR - 15 og AK - 47. Faðir hans hefði skoðað vopnin og í kjölfarið t ekið sjálfstæða ákvörðun um að kaupa þau. Ákærði kvaðst hafa keypt CZ557 - riffilinn á bensínstöð á Grænlandi og greitt fyrir hann með greiðslukortinu sínu en E hefði síðan flutt hann til landsins þar sem hann væri með innflutningsleyfi. Ákærði sjálfur hefði virkað eins og póstþjónusta en E hefði tekið við vopninu á Reykjavíkurflugvelli. Faðir ákærða hefði sjálfur greitt fyrir AR - 15 og AK - 47 rifflana en endurgreitt honum vegna CZ - riffilsins síðar. Ákærði kvaðst einungis hafa meðhöndlað vopnin undir eftirliti föður síns. Faðir hans hefði verið viðstaddur þegar þeir meðákærði hefðu prófað að setja swift link - inn í AR - 15 riffilinn og á sama tíma hefði verið borað í hlaupið á honum. Faðir hans hefði þó ekki verið viðstaddur þegar hann hefði farið að skjóta úr AR - 15 byssunni með meðákærða og E . Faðir hans hefði þá opnað skápinn og afhent E vopnið til láns. Ekki væri rétt sem fram kæmi í samantekt um lögregluskýrslu af föður hans að ákærði hefði átt hugmyndina að vopnakaupunum. Hann gæti þó hafa gefið föður sínum h ugmyndina en þetta hefði engu að síður verið sjálfstæð ákvörðun föður hans. Það væri ekki rétt sem fram komi í skýrslunni að ákærði eigi AR - 15 og AK - 47 rifflana eða að faðir hans hefði fengið skotvopnaleyfi til þess að ákærði gæti eignast þessi vopn. Þá væ ri það rangt að hann hefði haft lyklavöld að byssuskápnum. Ákærði kvaðst telja samantekt lögreglunnar ranga. Spurður um þann framburð sinn hjá lögreglu 20. september 2022 að hann hefði lagt út fyrir vopnunum kvað hann það ekki rétt og ekki heldur að faðir hans hefði ætlað að borga hluta og hefði ekki enn gert það. Spurður um framburð kærustunnar hans hjá lögreglu um að hann ætti þrjú eða fjögur skotvopn sagði hann að hún hefði aldrei séð inn í skápinn og þetta væri rangt. Spurður um samskipti sín við E vegn a innflutnings á CZ rifflinum sagði hann að annað hvort hefði hann þurft að skilja riffilinn eftir eða fá E til að flytja hann inn. Þeir hefðu m.a. rætt um magasín en hann hefði skoðað 10 - 30 skota magasín í búðunum þarna. E hefði sagt honum að það yrði ekki hægt að fá leyfi fyrir slíku hér á landi. Ákærði hefði spurt um ýmsa muni þar sem hann ætlaði að sækja um skotvopnaleyfi. Hann hefði verið í sambandi við E vegna kaupa föður síns þar sem þeir væru vinir og hann hefði veri ð í reglulegu sambandi við hann vegna ýmissa mála. Þá hefðu E og faðir hans ekki þekkst og E því látið hann fá upplýsingar um kaupin. Faðir hans hefði viljað fá hann með til að sækja vopnin þar sem hann hefði sjálfur ekki þekkt E . Um kafla IV/2 í fyrri ákæru: 26 Ákærði játar sök í þessum ákærulið. Hann kvaðst hafa breytt AR - 15 rifflinum 4. september 2022. Hann hefði svo farið með föður sínum og prófað hann tveimur dögum síðar og strax að því loknu hefði vopninu aftur verið breytt í einskota vopn með því að taka gaspípuna frá gatinu. Hann hefði gert breytinguna fyrir forvitnissakir þar sem hann hefði gaman af skotvopnum. Faðir hans hefði fengið bakþanka þegar hann hefði áttað sig á að þetta væri hugsanlega bannað og beðið hann um að taka breytinguna til baka. Um kafla IV/3 í fyrri ákæru: Í þessum lið játar ákærði að hafa notað vopnin en neitar að hafa haft þau í fórum sínum. Hann kvaðst hafa farið með föður sínum á skotsvæði og notað vopnin þar en eingöngu undir hans leiðsögn. Um kafla IV/4 í fyrri ákæru: Í þessum ákærulið játar ákærði sök að því er lýtur að Glock skammbyssu en neitar sök varðandi skotvopni af gerðinni Beretta. Hann kannaðist við vopnið en hefði ekki komið að sölu þess. Hann þekkti mann sem hefði átt þetta vopn og hefði boðið öðrum það til sö lu, en ekkert hefði komið úr því. Fyrir söluna á Glock skammbyssunni hefði hann fengið 100.000 krónur; hann hefði greitt 600.000 krónur fyrir byssuna en fengið 700.000 krónur þegar hann hefði afhent hana kaupanda. Um kafla IV/5 í fyrri ákæru: Ákærði játar að hafa keypt 9 mm skotfæri í þrívíddarprentuð skotvopn en neitar að hafa keypt skotfæri í AR - 15 og AK - 47. Hann kvað föður sinn hafa verið í sambandi við vopnasala, keypt skotfærin og fengið þau send á pósthús með ábyrgðarpósti. Ákærði hefði sjálfur átt s amskipti við þennan tilgreinda vopnasala. Spurður um skilaboð hans til vopnasalans þar sem hann greindi frá því að meðákærði hefði lagt inn 70.000 krónur kvað hann millifærsluna hafa komið frá meðákærða en faðir hans hefði afhent meðákærða peningaseðla í s taðinn. Sú greiðsla hefði verið fyrir skotfæri í AR - 15 og AK - 47 rifflana. Aðkoma hans sjálfs að málinu hefði verið vegna þess að hann hefði átt í samskiptum við vopnasalann vegna fleiri hluta. Hann hefði svo rætt við vopnasalann um magasín í AR - 15 og AK - 47 fyrir E . Þeir tveir hefðu ekki getað verið í beinum samskiptum þar sem þeir væru í samkeppni við hvorn annan. Um kafla IV/6 í fyrri ákæru: Ákærði játar sök í þessum ákærulið utan þess að hann kannaðist ekki við laser og hljóðdeyfirinn hefði í grunninn v erið olíusía. Hann kannaðist við myndir af haldlögðum hlutum af heimilinu, m.a. mun sem kallaður væri hljóðdeyfir og sagði að þetta væri olíusían. Þá kannaðist hann við mun sem kallaður væri sigti með laser. Hann kvaðst hafa 27 skilið þetta svo að um væri að ræða laser sem hengdur væri utan á, eins og vasaljós með laser. Staðreyndin væri sú að engum laser væri beint neitt. Þetta kallaðist red dot sight og rauður punktur sæist ef þessu væri miðað eitthvert og horft í gegnum linsuna. Hann kannaðist við að hafa á tt þrjú stykki af þessu og þetta hefði átt að fara á þrívíddarprentuðu byssurnar til að gera þær söluvænni. Hann hefði keypt þetta af sölusíðu á netinu. Um kafla IV/7 í fyrri ákæru: Ákærði játar að hafa haft í fórum sínum 100 skota skotgeymi í skotvopn af gerðinni AR - 15. Hann hefði þó ekki átt þetta heldur fengið að láni hjá F tveimur til þremur vikum áður í þeim tilgangi að taka mynd af sér með þetta og prófa. Hann hefði sýnt föður sínum þetta og þeir hefðu tekið myndir af þessu 7. ágúst 2022. Ákærði hefð i haft áhuga á svona hlutum og fundist þetta líta flott út. Hann hefði þó ekki notað þetta heldur hefði þetta verið inni í skáp og þar til þetta hefði verið afhent G vopnasala 29. september 2022. Um kafla IV/8 í fyrri ákæru: Ákærði neitar alfarið sök í þ essum ákærulið. Hann kvaðst aldrei hafa reynt af framleiða einskota skammbyssur. Meðákærði hefði komið með þennan íhlut heim til hans og skilið eftir. Þetta hefði verið í einhverjum skáp eða í geymslu en hann vissi ekki hvar. Um kafla IV/9 í fyrri ákæru: Ákærði kvað meðákærða eiga hnífinn og hafa skilið hann eftir á heimili sínu. Annað hnúajárnið hefði verið beltissylgja en hitt þrívíddarprentað plast. Hann teldi því hvorugt geta talist hnúajárn. Hann gengist hins vegar við rafstuðbyss unni . Um kafla I í s íðari ákæru: Ákærði neitar alfarið sök varðandi ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og kvaðst ekki hafa haft neitt slíkt í hyggju. Farið var yfir þá liði ákærunnar með ákærða sem ekki tengdust því sem þegar hafði verið farið yfir. Varðandi skilaboð frá me ðákærða 11. apríl um að hann ætlaði að drepa kommalufsuna kvaðst ákærði ekki muna eftir að hafa svarað þessu en hann myndi eftir að hafa séð þetta. Hann hefði talið meðákærða vera að fíflast. Hann gæti alls ekki séð hvernig það ætti að ýta undir að hann fr emdi hryðjuverk að meðákærði ætlaði að drepa einhvern. Viðbrögð hans hefðu í raun verið þau að flissa yfir þessu og ekki svara. Hann hefði ekki þekkt sérstaklega til umræddrar konu og hún skipti hann engu máli. Spurður um myndband af skotárás hryðjuverkam annsins Brenton Tarrant sem meðákærði sendi honum kvað hann myndbandið vera viðbjóðslegt en hann hefði ekki 28 vísa til þess að meðákærði væri ruglaður. Þeir hefðu ekki rætt saman um þessa sendingu sem hann hefði fengið óumbeðið. Spurður um beiðni til meðákærða um hlekk á streymi hryðjuverkamannsins Payton Gendron kvað hann árás hans hafa fengið mikla athygli í fjölmiðlum og þar hefði komið fram að hann hefði sýnt þetta í beinu streymi á netinu en fjöldi manns hefði séð það. Meðákæ rði hefði áður sent sér slíkt myndband og honum hefði því dottið í hug að hann gæti vitað hvar þetta væri að finna. Þetta hefði ekki tengst heimsókn hans í skotvopnaverslun á Grænlandi daginn áður. Hann kvað orðfæri þeirra meðákærðu vera dæmi um talsmátann á milli þeirra en hann talaði ekki með þessum hætti á opinberum vettvangi. Hann hefði fengið hlekkinn sendan frá meðákærða og skoðað myndbandið einu sinni. Spurður um samskipti við H kvað hann um að ræða frænda sinn. Samskiptin hefðu snúist um barnaníðinga en ekki fólk almennt. Ummæli hans um að honum hefði ekki verið sýndur kærleikur væru ekki rétt. Hann hefði mögulega verið að leita samúðar frá frænda sínum. Samtal þeirra hefði fljó tlega þróast út í önnur heilbrigðari umræðuefni. innantóm orð. Þeir hefðu svo snúið þessu upp í grín með því að tala um Breivik og geðrof. Tal um að hann langaði til að d repa hefði einungis verið fíflaskapur þeirra á milli. Ummæli hans 22. júní 2022 um hvort meðákærði væri að reyna að fá hann til að drepa alla á Gay Pride, eftir að hafa fengið senda frá honum umfjöllun um samkynhneigða barnaníðinga, kvað hann einungis haf a snúið að barnaníðingum. Þetta efni hefði verið ógeðsleg lesning og [...] . Einungis hefði þó verið um fíflaskap að ræða, hann hefði ekki ætlað að drepa neinn. Tal þeirra meðákærðu hefði verið í takt við þeirra samtöl. Ákærði kvaðst ekki hafa kynnt sér rig ht wing death squad sem meðákærði hefði vísað til. Þá bæri hann enga andúð í garð samkynhneigðra. Tal þeirra meðákærða um teflonhúðaðar byssukúlur hefði einungis verið i minnst á þetta. Þá vissi hann ekki til þess að fjallað hefði verið um þetta í manifestoi Breiviks. Spurður um ástæðu þess að hann hefði, 8. júlí 2022, sent meðákærða leiðbeiningar um gerð rísíneiturs kvaðst ákærði einfaldlega fróðleiksfús og kynna sér ýmsa hluti. Honum hefði fundist þetta áhugavert og viljað deila þessu með meðákærða. Þannig hefði þetta eitur t.d. komið við sögu í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad. Hann hefði þó aldrei gert neina tilraun til að búa þetta til og ekki aflað sér neinna hráefn a í þetta. Uppskriftin hefði komið af netinu en hann minnist þess ekki að það hefði verið í riti Breiviks. Viðbrögð meðákærða hefðu augljóslega verið fíflaskapur og hann minntist þess ekki að þetta hefði verið rætt aftur. Þá hafnaði ákærði því að hafa liti ð á Anders 29 Ákærði kvað meðákærða hafa átt frumkvæði að samskiptum þeirra 19. júlí 2022 þar sem rætt væri um varnarbúnað. Meðákærði hefði spurt hvort skotheld vesti væru leyfileg. Engin sérstök ástæða hefði verið fyrir því að þeir hefðu verið að skoða slíkan búnað. Þá væri ekkert að því að eiga traumakit eða first - aid - kit enda væri það til á mörgun heimilinum. Hann hefði hugsanlega ýtt á hlekk sem meðákærði hefði sent hon um en hvorugur þeirra hefði pantað þetta eða haft áhuga á því. Af framhaldi samtalsins mætti sjá að um augljóst grín væri að ræða. Myndir sem hann hefði sent á meðákærða 22. júlí með ummælunum ,,áburður í f túnáburði sem m.a. væri ætlaður [...] , sem eigi jörð út á landi. Þetta hefði verið fíflaskapur og hann hefði enga tilraun gert til að taka þetta efni. Hann hefði verið þarna á hátíð og ákveðið að gera eitthvað grín úr þessu þegar hann hefði séð þetta. Þ ann 31. júlí hefði hann verið um verslunarmannahelgi í Vestmannaeyjum þegar hann hefði sent meðákærða skilaboð um að hann væri reiður eftir að komið hefði verið illa fram við hann. Hann væri á grensunni að fremja fjöldamorð. Ákærði kvaðst hafa verið við áf engisdrykkju í tvo sólarhringa þar á undan og hafa látið þessi ummæli frá sér í kæruleysi án meiningar. Hann hefði hugsanlega verið pirraður en ekki að fara að drepa neinn. Hann hefði hugsanlega misskilið framkomu gagnvart sér, enda drukkinn og ruglaður. M eðákærði hefði verið fljótur að snúa þessu upp í grín. Daginn eftir hefðu þeir meðákærði átt samtal um lögreglubúnað. Þeir hefðu rætt þetta áður og þarna hefði verið um grín að ræða eins og sæist þegar samtalið væri skoðað í heild. Vilji hans hefði ekki s taðið til þess að eignast lögreglufatnað en hann hefði verið að benda á hversu einfalt væri að búa hann til. Hann hefði ekki keypt neitt til þess. Þegar talað hefði verið um að lögreglan myndi leggjast í fósturstellingu væri verið að vísa til þess að lögre glan yrði í hláturskasti. Engin sérstök merking hefði verið í orðum þeirra. Þá hefðu ummæli hans um tetrastöðvar verið fabúlering. Það sama gilti um ummæli hans um að hann þyrfti einungis þrjá mánuði til að plana árás, þetta væri tal út í loftið. Spurður um skilaboð frá meðákærða, í kjölfar myndsendingar ákærða, um að hann ætlaði að drepa ákveðna stjórnmálamenn kvaðst ákærði ekki hafa tekið mark á þessu heldur litið á þetta sem fíflaskap. Hann hefði ekki svarað en fengið runu af skilaboðum frá meðákærða. Samskipti milli þeirra meðákærðu í kjölfar þess að meðákærði hefði sent hlekk á frétt þar sem sagt var frá mannslátum og eyðileggingu í Bandaríkjunum kvað ákærði hafa verið grín. Það væri ekki rétt sem hann hefði sagt að Omar Mateen væri hetjan hans. Hann hefði lesið um þennan mann en fundist aðgerðir hans frekar ógeðfelldar. Þegar nýtingar á skotfærum. Þeir meðákærði hefðu síðan rætt um nikótín á byssukúlur. Slíkt hef ði verið gert en hann hefði ekki haft neinn vilja til að reyna það og umræða um það 30 hefði verið grín. Hann hefði síðan spurt meðákærða um teflon þar sem hann hefði verið að ræða það dagana áður. Meðákærði hefði talað um að skrapa teflonpönnu og síðan slegi ð þessu upp í grín. Ákærði hefði ekki reynt að verða sér úti um teflon. Ákærði kvaðst ekki geta tjáð sig um skilaboð meðákærða um mann sem væri á sama stað og hann eða hvers vegna hann hefði sent þau. við meðákærða 17. ágúst 2022, kvað ákærði snúa að því sem hann hefði sagt hjá lögreglu að honum fyndist að senda ætti útlenda afbrotamenn úr landi. Hann væri ekki sá eini sem talaði á þessum nótum, m.a. væru sumir stjórnmálamenn sömu skoðunar. Spurður um skilaboð til meðákærða um hvort hann gæti óskað eftir Hann þyrfti ekki lögreglufatnað þrátt fyrir að hafa sagt það í samtalinu. Skilaboð um vöntun á sodium hydroxide kvað hann telja að tengdust amfetamínframleiðslu en annars væri um að ræða stíflueyði. Hann hefði séð þetta efni til sölu á vefsíðu [...] en aldrei keypt það. Engin tengsl væru við það að Anders Breivik talaði um þetta efni í riti sínu tengt sprengjugerð. Hann hefði engan áhuga á sprengjugerð. Spurður hvort hann hefði þurft stíflueyði neitaði ákærði því í fyrstu en sagði síðar að hann þyrfti stíflueyði þar sem stíflað væri á baðherberginu heima hjá honum. Það hefði þó ekkert ve rið gert í því. Spurður um samskipti í kjölfar synjunar á umsókn um skotvopnaleyfi kvað en með því hefði hann verið að slá málinu upp í grín. Hann hefði engar upplýsin gar fundið um árshátíð lögreglunnar og einungis gúglað það af hvatvísi meðan þessi umræða hefði átt sér stað. Þetta hefði fengið athygli í eina mínútu og aldrei verið rætt aftur. Þann 22. ágúst hefði hann sent meðákærða mynd frá Gay Pride með skilaboðum: ákærði enga meiningu hafa verið á bak við þessi skilaboð, bara framhald af ruglinu f abúlasjónir og hann hefði ekki verið að lýsa ásetningi til að gera neitt. Með lýsingum sínum hefði hann átt við að aka yfir fólk og bakka aftur og fram. Þá hefði hann talað um að skjóta 500 skotum úr skotvopni en engin merking hefði þó verið á bak við það. Þetta væru vissulega leiðinleg skilaboð en þau væru einungis ljótar fabúlasjónir. Engin alvara hafi verið á bak við þetta og meðákærði hefði augljóslega ekki tekið því þannig. Um sendingu hans á mynd af Anders Breivik 28. ágúst 2022 og í kjölfarið texta úr riti Breiviks til meðákærða sagðist ákærði hafa verið að velta fyrir sér hvað þessi maður væri að hugsa. Strax í framhaldi hefðu þeir rætt að það ætti kannski að tattúvera þennan texta á síðuna eða lærið eins og Instagram - skvísurnar gerðu. Þetta væri a ugljóslega fíflaskapur. 31 Spurður um samskipti 28. ágúst 2022 um gyðinga kvað hann 223 Subsonic vera byssukúlur sem ferðast undir hljóðhraða og 223 Hollow Point vera byssukúlur sem fletjast út. Hann bæri engan kala til einhverra trúarbragða og ekki vera að setja út á þau. Hann hefði ekki leitað sérstaklega að neinu um kirkju gyðinga. Varðandi samskipti sama dag um hugmynd hans um dróna kvað ákærði stríð í Úkraínu hafa verið í fullum gangi á þessum tíma og hann hefði séð ýmis myndbönd á netinu þar sem verið væri að nota litla dróna til þess að fljúga á skriðdreka o.fl. Hann hefði farið að fíflast með þetta en ekki haft neinn vilja til að smíða neitt í þessu sambandi. Það hefðu bara verið fabúleringar og rugl að tala um að hætta að prenta byssur og fara að pr enta dróna. Af samhengi samtalsins megi sjá að augljóslega sé um fíflaskap að ræða. Hann hefði ekki haft ásetning til að meiða neinn með sprengjudrónum og hefði ekki hafist handa um að smíða dróna þrátt fyrir að hafa lesið um hvernig ætti að gera það. Tal um handsprengjur hefði tengst því að eins og sæist í framangreindum myndböndum væru þar notaðar handsprengjur á drónana. Hann hefði því einungis verið að ræða staðreyndir. Vangaveltur um hve mikinn þunga dróni geti borið og þyngd á handsprengjum séu bara v angaveltur en ekki viljayfirlýsing um að vilja meiða neinn. Tal um class a og b óvini hafi verið eitthvað rugl. Hann hefði ekki kynnt sér tal Breiviks um slíkt í þaula. Spurður um samtal 29. ágúst 2022 þar sem meðákærði ræddi um getaway - bíl kvað hann meðá kærða hafa verið að spyrja hvort hægt væri að svíkja bíl út úr bílaleigu. Hann hefði talið það ólíklegt og ekki vitað hvað meðákærði væri að hugsa en líklega hefði hann þurft bíl til að sinna hversdagslegum erindum. Ekkert hefði verið gert í bílamálum. Sa mtal um transmitter við meðákærða 30. ágúst 2022 kvað hann hafa verið um fjarstýringu varðandi dróna en síðan hefðu þeir farið að tala um virtual reality gleraugu. Meðákærði hefði svarað með því að XNXX virkaði ekki með þessu, sem þýddi að hann gæti ekki s koðað klám með þessu. Þetta hefði augsýnilega verið grín. Það hefði aldrei staðið til að kaupa fjarstýringu. Beðinn um að útskýra samtal frá 2. september 2022 um lögreglubuxur kvað hann um að ræða kaldhæðnislegan húmor. Engin tilraun hefði verið gerð til að kaupa svona buxur eða endurskinsmerki. Hann hefði séð svona buxur á netinu en ekki haft neinn áhuga á að kaupa þær. Hann hefði sent meðákærða mynd með ummælum um að það þurfi contact lím og smá þolinmæði en hann hefði aldrei haft neinn vilja til þess að gera þetta og enga sérstaka ástæðu fyrir þessum vangaveltum. Hann hefði ekki þurft að eiga slíkan búnað eins og hann hefði sagt en einfaldlega verið að búa til umræðuefni við félaga sinn. Svar meðákærða með tilvísun til extreme makeover hefði verið tilvit nun í sjónvarpsþætti þar sem heimilislausu fólki væri breytt með nýjum fötum og klippingu. Ákærði kvaðst hafa fengið senda myndir af þekktum hryðjuverkamönnum og skjáskot af hryðjuverkaárás, 11. september 2022, óumbeðið. Þetta hefði verið 32 viðurstyggilegt og hann minntist þess ekki að hafa svarað neinu. Hann vissi ekki hvers vegna meðákærði hefði ákveðið að deila þessu með honum. Spurður um myndband sem ákærði sótti 19. janúar 2021 af skotárás Brenton Tarrants kvaðst hann hafa fengið þetta sent frá meðákær ða. Meðákærði hefði kallað ógeðslegt myndband. Hann hefði fengið OneDrive link með þessu og því þurft að vista þetta til þess að sjá þetta. Hann hefði ekki vantað pláss í síma num og því ekki séð ástæðu til að eyða þessu. Þá hefði hann ekki tileinkað sér lífsviðhorf Brentons Tarrants. Ákærði kvaðst hafa fengið myndbandið í 34. tl. ákærunnar sent óumbeðið frá meðákærða og í kjölfarið hlaðið því niður og vistað 31. maí 2022. Engi n sérstök ástæða hefði verið fyrir því og hann hefði ekki tileinkað sér þá aðferðafræði sem þarna kæmi fram. Spurður um móttöku á skjalinu The Great Replacement frá meðákærða 5. júní 2022 kvaðst ákærði ekki hafa kynnt sér þetta eða tileinkað. Hann hefði h ins vegar þurft að vista skjalið til að geta séð þetta og opnað. Hann hefði opnað skjalið en lokað strax aftur án þess að lesa það. Þessu hefðu fylgt skilaboð um að hann ætti að lesa þetta fyrir [...] áður en hann færi að sofa þannig að hann teldi enga alv öru hafa fylgt þessu. Sama dag hefði hann hlaðið niður og vistað ofbeldismyndband í nafni nasista og skjalið MilitantAccelerationism.pdf frá meðákærða. Hann hefði ekki kynnt sér þetta og gæti ekki útskýrt hvað þetta væri. Hann hefði fengið þetta sent á Signal en þar fylgdi oft niðurhalstakki sem einfalt væri að ýta á. Ákærði gekkst við því að hafa leitað að efni á netinu tengdu Brenton Tarrant 17. júní 2022 og kvaðst hafa fengið upp Wikipedia - link. Engin sérstök ástæða hefði verið fyrir leitinni, hann h efði aðeins verið að svala forvitni sinni um hugarfar svona manna. Hann hefði ekki tileinkað sér neitt efni er sneri að honum. Þá hefði hann 5. júlí 2022 leitað að efni um skotárásir og opnað hlekki þeim tengdum af einskærri forvitni. Ákærði kvað leit sí na að blásýru 1. ágúst 2022 einnig hafa verið í forvitnisskyni. Honum hefði fundist hún áhugaverð og viljað kynna sér hana eins og ýmsa aðra hluti á þessum tíma. Hann hefði fyrst heyrt þetta efni nefnt sem barn og hefði því ekki verið að heyra af þessu í f yrsta sinn í riti Breiviks. Ekki væri þó útilokað að hann hefði á þessum tíma verið að fletta í gegnum ritið sér til dægrastyttingar. Hann hefði aldrei reynt að afla sér þessa efnis eða útbúa. Ákærði kvaðst ekki hafa kynnt sér skjalið The Great Replaceme nt þrátt fyrir að hafa leitað að efni því tengdu og skoðað skjalið Replacement - Theory - Expainer - 1122.pdf. Þá hefði hann heldur ekki lesið The Protocols of Learned Elders of Zion.pdf sem hann hefði fengið frá meðákærða og vistað á tölvunni sinni. Hann hefði hins vegar opnað rit Breiviks og leitað að efni tengdu honum á netinu í forvitnisskyni. Hann hefði 33 þó ekki lesið ritið ítarlega og hefði ekki tileinkað sér hugmyndafræði eða aðferðafræði þess. Spurður hvers vegna hann hefði leitað að efni á netinu tengdu blindness og sodium hydroxide kvaðst ákærði einungis hafa verið að vafra á netinu. Hann hefði verið að skoða stíflueyða og séð ýmislegt því tengt, sýruárásir o.fl. slíkt. Hann hefði þó ekki orðið sér úti um nein slík efni. Ákærði kannaðist við að hafa só tt manifesto Breiviks 22. ágúst 2021 og endurnefnt það 11. ágúst 2022. Hann kvað það geta staðist að hann hefði opnað það 11 sinnum á tímabilinu 5. júní til 12. september 2022. Hann hefði verið að lesa í því sér til dægrastyttingar, eins og hverja aðra bók . Ákærði kvað leit sína á netinu að toxin og rísín eingöngu hafa verið í því skyni að svala fróðleiksfýsn sinni. Ekki væri tengsl á milli þess og rits Breiviks. Hann viðurkenndi að hafa skömmu áður leitað að efninu How to commit murder, How to commit a pe rfect murder og How to get away with murder sem hann kvað hafa verið í framhaldi af því að skoða myndband á YouTube um rísín sem væri þar kallað fullkomið eitur. Ekki væru neinar annarlegar hvatir á bak við þetta heldur hefði hann einungis verið að leita a ð þessu sér til dægrastyttingar. Hann hefði aldrei reynt að verða sér úti um neitt eitur. Myndband þar sem fjallað væri um verk Brenton Tarrant og hann heiðraður hefði upprunalega komið frá meðákærða enda vissi hann ekki hvar svona væri að finna á netinu. Hann liti þannig á að verið væri að hæðast að málefninu þar sem búið hefði verið að klippa það saman og setja inn teiknifígúrur. Ákærði kvað enga sérstaka ástæðu vera að baki því að hann hefði hlaðið niður og vistað myndband af skotárás Payton Gendron 2 8. ágúst 2022 þrátt fyrir að hann hefði áður sótt það 16. maí. Meðákærði hefði upphaflega bent honum á hvar þetta væri að finna. Hann hefði með þessu verið að kynna sér mannlega hegðun og hefði talið sig sjá þarna ráðvilltan ungling. Hann tengdi ekki á nei nn hátt við afstöðu hans. Ákærði kvaðst hafa skoðað sölusíðu fyrir rísín á eBay. Hann hefði verið að forvitnast en hefði aldrei verslað þetta og ekki haft neinn áhuga á að eignast eiturbaunir. Hann hefði einungis verið að skoða áhugaverða hluti sér til dæ grastyttingar og ekki lært neina aðferðafræði af þessu. Ákærði kvaðst hafa fengið skjalið Cia.pdf sent frá meðákærða. Hann hefði greinilega skoðað það einu sinni, en lokað því aftur án þess að tileinka sér neitt þaðan. Hann kvaðst ekki vita hvers vegna me ðákærði hefði sent honum skjalið en hefði ekki séð neitt athugavert við það. Hann hefði ekki aflað sér neinna efna eða tækja til að búa til sprengjur og hefði engan áhuga á því. Ákærði kannaðist við að hafa leitað að efni um dróna og drónagerð. Hann taldi þó að líklegra væri að hann hefði farið inn á 46 hlekki um það en að hann hefði leitað að 34 þessu efni í 46 skipti. Það gæti þó passað að hann hefði leitað að efni um drónagerð á þeim þremur dögum sem greindi í ákæru. Á þessum tíma hefði verið stríð í Úkraí nu og í því sambandi mikil umræða um dróna sem hluta af hernaði. Honum hefði þótt hann þurfa að kynna sér það. Einungis hefði verið um grúsk til dægrastyttingar að ræða. Hugmynd hans um prentun dróna hefði verið gaspur út í loftið en engin tilraun hefði ve rið gerð til að kaupa neitt til drónagerðar. Verkefnið virtist flókið og hann myndi ekki treysta sér í það. Þá hefði hann engan raunverulegan áhuga haft á smíði dróna. Hann myndi ekki eftir að hafa skoðað kveikibúnað fyrir handsprengjur. Ekki væri sérstök ástæða fyrir því að hann hefði farið inn á heimasíðu Hinsegin daga en hann hefði farið inn á fjölda heimsíðna um þetta leyti. Hann neitaði því alfarið að hann hefði farið á vettvang Gay Pride göngunnar og mælt bil á milli lokana eins og honum væri gefið a ð sök. Þá hefði hann hvergi verið nálægt þegar gangan hefði farið fram. Hann hefði varið þeim degi með kærustunni sinni. Þau hefðu farið í sund og fengið sér að borða. Um hádegi hefðu þau heimsótt vin hans í Garðabæ og staldrað við í tvær til þrjár klukkus tundir en eftir það hefðu þau farið til Hveragerðis, fengið sér pizzu og bjór og ekki komið til baka fyrr en að kvöldi dags. Ákærði kvaðst hafa leitað að upplýsingum um Ramadan eftir að hlusta á viðtal Joe Rogan við þekktan prófessor í Harvard - háskóla, þ ar sem rætt hefði verið um föstu og hollustu hennar, jafnvel þótt hún vari dögunum saman. Í framhaldi af þessu hefði hann farið að hugsa um múslimatrú þar sem fólk fasti og hversu oft þau gerðu það. Hann minntist þess ekki að hafa fengið greinargóð svör vi ð því. Ákærði kvaðst hafa leitað að upplýsingum um árshátíð lögreglunnar í gríni. Þetta hefði verið aulahúmor milli þeirra ákærðu. Hann hefði ekki gert neitt meira með þetta. Ákærði útskýrði skoðun sína á lögreglubúnaði, og - fatnaði og varnarbúnaði. Þett a kallaðist tactical fatnaður og hver sem er mætti eiga hann. Hann hefði þó aldrei pantað neitt svona heldur einungis skoðað á netinu. Vestið sem hefði fundist á heimili hans hefði verið kínverskt og eiginlega verið eins og leikfangavesti. Hann hefði uppha flega keypt þrjú vesti en selt tvö áfram. Hann hefði örugglega selt það síðasta en hundur [...] hefði pissað á það og það því þurft að fara í þvottavél og orðið frekar ógeðslegt. Leit hans að skull mask hefði tengst tölvuleik sem hann hefði spilað en þar v æri karakter sem notaði þetta. Ákærði kvaðst hafa áhuga á tetratalstöðvum vegna vinnu sinnar í ferðaþjónustu. Þar væri nánast skylt að ganga með svona talstöð á sér uppi á jöklum og sprungusvæðum. Vinnuveitandi hans hefði útvegað honum svona talstöð en ha nn hefði ætlað sér í sjálfstæðan rekstur og því viljað eiga svona talstöð. Hann kannaðist við að leyfi þyrfti til að kaupa slíka talstöð. Hann hefði farið í verslun í Kópavogi til að skoða talstöðina þegar hann hefði átt leið hjá fyrir tilviljun. Þær væru almennt uppseldar og hann hefði spurt hvort þeir ættu eintak til sýnis en þær hefðu ekki verið til. Meðákærði hefði verið með 35 honum í versluninni en hann hefði skoðað eitthvað allt annað. Ákærði sagði að ef hann hefði ætlað að nota svona talstöð í glæpsaml egum tilgangi hefði hann einfaldlega getað tekið hana úr vinnunni. Spurður um ljósmynd úr síma hans sem tekin var 13. ágúst af lögreglumanni í miðbæ Reykjavíkur kvaðst ákærði muna eftir að hafa tekið hana. Hann hefði verið að kynna sér tactical skó eins o g lögreglumaðurinn hefði verið í. Hann hefði verið að leita sér að gönguskóm en endað á að kaupa sér fjallgönguskó sem væru ólíkir þessum. Hann hefði sent þessa mynd til meðákærða nokkrum dögum síðar þegar hann hefði verið að forvitnast um útivistarskó. Ha nn hefði aldrei keypt sér lögregluskó eða endurskinsborða. Skoðun hans á lögreglufatnaði og merkjum sama dag kvað hann hafa verið í gríni til að senda mynd á meðákærða, en ekkert meira hefði gerst. Dagana 16., 17. og 18. ágúst hefði hann leitað að tactic al búnaði vegna sérstaks áhuga á slíkum búnaði. Hann hefði þó aldrei keypt neinn búnað. Sá eini sem hann hefði rætt þetta áhugamál við hefði verið meðákærði. Ákærði kvað skjáskot úr manifestoi Breiviks þar sem fjallað væri um merkingar og einkennisfatnað hafa verið tekið til að stuða meðákærða. Hann vissi þó ekki hvort það hefði tekist. Hann hefði ekki orðið sér úti um neinar svona merkingar. Þann 22. ágúst 2022 hefði hann farið inn á sölusíðu með einkennisfatnað og búnað til lögreglu. Þar væri ýmiss kon ar varningur seldur, ekki bara til lögreglu. Hver sem er gæti verslað þarna. Þarna fengjust t.d. vasaljós, vasahnífar o.fl. en hann myndi ekki hvað hann hefði verið að skoða. Hann vissi ekki hvort skotheld vesti fengjust þarna en vissi um verslun í Kópavog i sem seldi slík vesti. Þegar hann hefði skoðað skotheld vesti á netinu 25. ágúst 2022 hefði það verið til dægrastyttingar. Spurður hvort vestið hans væri skothelt kvaðst ákærði efast um það, það væri líklega nær því að vera stunguvesti. Hann hefði keypt það í nóvember 2021. Ákærði gerði grein fyrir skjali í tölvu sinni með heitið Innkaup. Þar hefði ekki einungis verið að finna aðgerðatengdan búnað og verð hans heldur ýmislegt annað eins og mótor í Chevrolet - bíl sem kostaði 150.000 krónur og varahluti í skotvopn. Honum hefði einfaldlega fundist þetta flott dót og verið að hugsa um hvað það kostaði. Upplýsingar um flug, gistingu og bíl hefðu ekki verið vegna áætlaðrar ferðar heldur verið fabúleringar. Hann hefði ekki ætlað að kaupa varninginn erlendis frá en það hefði þó mögulega getað komið til. Ekkert hefði þó orðið af þessu. Þann 2. september hefði hann leitað að efni á netinu sem greint er í lið 64 í ákærunni til að taka skjáskot og senda á meðákærða. Þetta hefði tengst samtali við meðákærða og hann he fði þurft að finna myndirnar til að halda áfram gríni við hann. Spurður um notkun á forritinu Signal kvaðst ákærði hafa notað það í um fjögur eða með þægilegt viðmót. Hann notaði það því frekar en samskiptaforrit eins og 36 Messenger. Fólk í kringum hann notaði sama forrit. Samskipti hans við meðákærða hefðu þó ekki einungigs átt sér stað á Signal heldur líka á Messenger og með sms - skilaboðum. Þá hefðu þeir hist flesta virka d aga í vinnu og rætt saman í síma. Ekki væri munur á umfjöllunarefnum eftir því hvaða forrit hefði verið notað og ekki hefði orðið nein breyting eða stigmögnun á samskiptum þeirra. Signal forritið hefði verið opið í símanum hans og án lykilorðs og ekki stil lt þannig að skilaboðin myndu eyðast eins og hægt væri að gera. Ákærði skýrði símtöl úr símanúmeri sínu í neyðarnúmer lögreglunnar á því tímabili sem hér er til umfjöllunar. Í öðru tilvikinu hefði vinur hans hringt úr símanum hans til að tilkynna lögreglu atvik. Í hinu tilvikinu hefði hann verið að aka með kærustunni sinni þegar hann hefði séð bíl aka á móti umferð og bílstjórinn virst drukkinn. Kærastan hans hefði viljað tilkynna þetta til lögreglunnar og hann hefði því gert það. Hann hefði síðan farið bu rt og ekki skipt sér meira af því. Þessum símtölum hefði því ekki verið ætlað að kanna viðbragðsflýti lögreglunnar. Spurður um húsnæði á [...] kvað hann F félaga sinn hafa verið að leigja það. Hann hefði komið þangað í örfá skipti og ekki átt neitt þar. Þ etta hefði verið geymsluhúsnæði sem notað hefði verið fyrir mótorhjól, buggy - bíla, fjórhjól, búslóð o.fl. Menn hefðu stundum hist þar um helgar í lítilli aðstöðu með bar. Þetta hefði ekki verið neinn klúbbur og þeir aldrei verið fleiri en tveir eða þrír þa rna á sama tíma. Framburður ákærða Ísidórs fyrir dómi. Um kafla III/1 í fyrri ákæru: Ákærði játar framleiðslu á þeim skotvopnum sem um ræðir í þessum ákærulið en neitar framleiðslu á íhlutum. Hann kvað um að ræða staka hluti sem ættu að koma saman sem einn hlutur auk hluta sem ekki virkuðu. Hann hefði prentað þá muni sem fundist hefðu á heimili hans. Þeir meðákærði hefðu ekki staðið sérstaklega að framleiðslu íhluta. Um kafla III/2 í fyrri ákæru: Ákærði játar sök í þessum ákærulið. Um kafla III/3 í fy rri ákæru: Ákærði kvaðst neita sök að öðru leyti en því að hann hefði verið viðstaddur afhendingu á einu vopni til B . Hann hefði verið staddur í [...] í farþegasæti bifreiðar og afhent B íþróttatösku með vopninu í. Hann hefði ekkert fengið greitt fyrir aðk omu sína að málinu. Þá hefði hann haft samband við einn hugsanlegan kaupanda á vopni til að grennslast fyrir 37 um verð en hefði ekki selt neina aðra byssu. Þessi samskipti hefðu ekki leitt til neinnar sölu. Um kafla III/4 í fyrri ákæru: Ákærði neitar sök o g kvaðst ekki kannast við þetta. Spurður hvort skotfæri hefðu fylgt vopninu sem afhent hefði verið í [...] kvaðst ákærða ekki vita hvað hefði verið í töskunni annað en skotvopn. Um kafla III/5 í fyrri ákæru: Ákærði neitar sök af sömu ástæðum og í ákæruli ð III/4. Mynd af vopninu sem hefði verið selt B hefði verið tekin heima hjá honum en ekki á þeim tíma sem það hefði verið selt. Hann hefði ekki pakkað í íþróttatöskuna sem afhent hefði verið B og gæti því ekki sagt til um hvort hljóðdeyfir hefði verið á vo pninu við afhendingu. Hann kannaðist við samtal milli þeirra ákærðu um sölu á byssu með hljóðdeyfi til B í desember 2021 en kvaðst engu að síður ekki vita hvort hljóðdeyfir hefði fylgt í kaupunum. B hefði haft áhuga á að kaupa fleiri vopn og það væri ekki staðlað að hljóðdeyfir fylgdi með. Um kafla III/6 í fyrri ákæru: Ákærði játar tilraun til framleiðslu á þrívíddarprentuðum íhlut; swift link. Hann hefði reynt að búa hann til en hann hefði ekki virkað. Hann myndi eftir að hafa prentað einn eða mögulega tv o þannig íhluti, en það væru til þrjár mismunandi útgáfur af þeim. Skrár vegna prentunarinnar hefðu fyrst verið sóttar fyrir mörgum árum, eða 2019, en hann myndi ekki hvenær þessi prentun hefði átt sér stað, mögulega um sumarið fyrir handtökuna. Enginn hef ði beðið hann um að prenta þetta heldur hefði hann gert það til að sjá hvort þetta virkaði. Þessi hlutur væri einungis ætlaður í eitt vopn, AR - 15. Ekki hefði verið gerð önnur tilraun til að prenta swift link þegar í ljós hefði komi að þessi hefði ekki virk að eða að fá fram sömu virkni með öðrum leiðum. Um kafla V/1 í fyrri ákæru: Ákærði játar sök í þessum ákærulið. Um kafla V/2 í fyrri ákæru: Ákærði viðurkenndi að hafa lagt inn fjármuni vegna framangreindra kaupa en hann hefði þó ekki vitað fyrir hverju þetta væri. Hann vissi ekkert hvaða fyrirtæki [...] væri. Meðákærði hefði spurt hann hvort hann ætti peninga í banka sem hann gæti lagt inn en hann myndi þá láta hann hafa sömu fjárhæð í seðlum. Ákærði hefði gert þetta fyrir félaga sinn, en á þessum tíma hefðu þeir báðir verið atvinnulausir og hann vissi að mikil hreyfing á bankareikningum gæti skert bætur. Ekki hefði komið fram í samtali þeirra 38 ákærðu fyrir hvað væri verið að greiða og hann hefði fengið peningana strax frá meðákærða og því ekki fundist þetta neitt skrítið. Um kafla V/3 í fyrri ákæru: Ákærði játar sök í þessum ákærulið. Um kafla V/4 í fyrri ákæru: Ákærði neitar sök. Ákæruvaldið greindi frá því að í þessum ákærulið væri m.a. verið að vísa til skinna, skrúfa gorma o.þ.h. sem ákærði hefði geymt í sérstakri hillueiningu, ætlað til notkunar við framleiðslu á skotvopnum. Ákærði kvað byssurnar hannaðar þannig að hægt væri að nota þær m eð stöðluðum búnaði sem finnist í öllum verkfæraverslunum og fjölmargir eigi til alls konar nota. Varðandi þrívíddarprentuðu íhlutina sem fundist hefðu heima hjá honum vísaði hann til sömu svara og áður varðandi þá og neitaði sök. Þá er um að ræða búnað ti l skotvopnagerðar. Þegar bornar voru undir ákærða myndir af haldlögðum munum kannaðist ákærði við að hafa haft þá í sínum vörslum. Um kafla V/5 í fyrri ákæru: Ákærði játar sök í þessum ákærulið. Um kafla VI í fyrri ákæru: Ákærði játar sök og heldur ekki uppi vörnum vegna þessa hluta málsins. Um kafla II í síðari ákæru: Ákærði neitar alfarið sök. Ekkert slíkt hefði staðið til og hann hefði heldur aldrei grunað að meðákærði myndi framkvæma neitt í þessa veru. Hann kvaðst ekki hafa komið að kaupum á AR - 15 og AK - 47 rifflunum. Það eina sem hann hefði vitað um þau vopn væri að þau hefðu verið skráð á föður meðákærða. Hann hefði einu sinni farið ásamt meðákærða að skjóta úr þeim og þá hefði E byssusali verið með í för en ekki faðir meðákærða. Hann skýrði framb urð sinn hjá lögreglu um að hann hefði sagt að meðákærði ætti vopnin þannig að hann hefði verið undir miklu álagi. Hann hefði í raun ekki vitað í ágúst 2022 hver væri raunverulegur eigandi rifflanna. Þrívíddarprentun vopna hefði ekki tengst neinum hryðjuv erkaásetningi og ekki ætlað að koma fyrir augu almennings. Hann hefði verið undir áhrifum áfengis þegar hann hefði átt í þessum samræðum. Þá sæi hann ekki hvernig hann ætti að vera að hvetja meðákærða þegar hann segðist sjálfur ætla að drepa einhvern. 39 Spurður um ástæður þess að hann hefði sent meðákærða mynd af skotárás hryðjuverkamannsins Brenton Tarrants kvað hann þetta tengjast þemanu í samtölum þeirra. Þetta væri gamalt meme þar sem fólk væri að tala um eitthvað sjokkerandi á meðan það væri að gera eitthvað eðlilegt. Hann hefði ekki einu sinni verið að horfa á væri hægt að túlka samtöl þeirra meðákærðu bóks taflega. Engin alvara væri á bak við þetta heldur væri þetta grín. Spurður um beiðni meðákærða um hlekk á skotárás Payton Gendron kvaðst ákærði hafa sent honum hann. Hann hefði stundum fengið fyrirspurnir frá fólki um hvar það gæti fundið svona hluti. Han n hefði einfaldlega sagt meðákærða hvar þetta væri að finna en ekki haft neinn sérstakan áhuga á þessu tilviki. Auðvelt væri að finna svona á netinu. Ekki hefði verið neinn sérstakur tilgangur með því að senda meðákærða þennan hlekk. Spurður um hlekk sem hann sendi á meðákærða 22. júní 2022 kvað hann um að ræða þekkt myndband sem hann hefði rekist á löngu áður. Um hefði verið að ræða viðtöl rannsóknarblaðamanns í Kanada sem hefði farið á hommabar og spurt marga samkynhneigða menn hvernig þeir hefðu kynnst því að vera samkynhneigðir og í ljós hefði komið að þeir hefðu allir verið misnotaðir í æsku á einn eða annan hátt. Ákærða hefði fundist þetta tengjast skoðunum sínum, en honum finnist barnagirnd og samkynhneigð vera tengdir geðkvillar. Þessu hefði ekki ve rið ætlað að hafa nein áhrif á meðákærða. Meðákærði væri fullorðinn maður sem ekki væri hægt að heilaþvo eða stýra eins og strengjabrúðu. Það væri skrítið að ætla honum að fá meðákærða til að gera eitthvað, sérstaklega með myndböndum af netinu. Það hefði v erið kaldhæðni þegar hann Ákærði kvaðst hafa fengið þá hugmynd að teflonhúða byssu kúlur úr einhverju sem hann hefði lesið í kringum 13 ára aldur, en hann sé mikið fyrir að lesa fræðirit. Þetta sé ekki flókin uppskrift. Hann hefði þó ekki reiknað með að meðákærði myndi fara í [...] og skrapa teflonhúð af pönnum. Hann neitaði því að hafa fengið hugmyndina úr manifestoi Breiviks. Spurður um spurningu sína til meðákærða 19. júlí 2022 um hvort einhver lög giltu um skotheld vesti kvaðst hann hafa gert það vegna áhuga á að framfylgja lögum. Skotárásum færi fjölgandi á landinu og lögreglan vild i fara að ganga með skotvopn en hann treysti ekki hæfni göngulögreglu. Þá hefði hann áhuga á þessum búnaði og finndist hann flottur. Hann hefði ekki átt svona vesti en haft áhuga á því að eignast það. Hann hefði einnig haft áhuga á að eignast traumakit m.a . vegna þess að hann hefði verið að velta fyrir sér starfi við fararstjórn. 40 Í samtali 1. ágúst 2022 þar sem þeir meðákærðu hefðu rætt lögreglubúnað og lögreglufatnað kvaðst ákærði hafa verið að draga úr meðákærða sem hefði verið að skoða heilgalla en hann hefði bent honum á að honum dygði plate carrier . Hann hefði gert það af eigingjörnum ástæðum þar sem hann gæti þá keypt með honum og fengið skothelt vesti. Þá hefði hann hæðst að meðákærða og sagt honum að vera ekki hvatvís. Hann hefði sagt þetta til að draga úr honum. Það hefði hann ekki gert hefði hann verið að hvetja hann. Hann hefði jafnframt bent honum á að Gay Pride væri á næsta ári, þegar hann hefði sagst einungis þurfa þrjá mánuði til undirbúnings, en það gæfi meðákærða tíma til að kæla sig niður. Hann hefði heldur ekki nennt þessu tali og verið að reyna að eyða því. Þann 9. ágúst 2022 í samtali um stjórnamálamenn kvaðst ákærði hafa verið í annarlegu ástandi að ræða um menn sem hann væri ósammála í pólitík. Þetta hefði einungis verið mikilmennskub rjálæði í fullum hálfvita. Samtalið hefði endað á að vísa til þess að einn þingmannanna væri í kanadískum jakkafötum sem væri brandari í Norður - Ameríku. Þann 11. ágúst 2022 sendi ákærði hlekk til meðákærða með frétt um sprengingu í Bandaríkjunum og í fram haldi áttu sér stað samræður um nikótín og teflon. Ákærði kvaðst hafa svarað meðákærða með uppskrift eftir minni en ekki búist við því að hann myndi fara eftir þessu. [...] kvað ákær ði skýrast af því að hann væri andstæðingur hans í pólitík. Hann hefði verið að inn í fangelsi fyrir klukkan átta ef hann væri með byssu. Það væri einnig mynd í þessu samtal i þar sem hann væri með fjölskyldu sinni úti að borða. Það væri fráleitt að hann myndi gera þetta, þetta væri bara asnalegur talsmáti. Þá hefði hann verið drukkinn. hissa að ég sé skoðun að flest vandamál sem íslenskt samfélag finndi fyrir væru utanaðkomandi. Þá húðlitar. Þetta sé talsvert flóknara. Hann hefði sterkar skoðanir á innflytjendamálum og vildi hafa sterkari varnir á landamærunum. Svar meðákærða um að það þyrfti að fara að hreinsa smá til hefði hann túlkað sem svo að meðákærði ætti við að sópa þyrfti út albönskum fíkn iefnasölum sem lögreglan gerði ekkert í. Hann hefði ekki verið að hvetja meðákærða til neins með þessu. Sending hans til meðákærða með mynd af byssu sem svar við því að meðákærða hefði verið synjað um skotvopnaleyfi kvað hann hafa verið tilviljunarkennt. Hann gæti hafa verið að senda honum mynd af því sem hann hefði verið að braska með þá stundina. Hann beri ekki hatur til lögreglunnar. Ósætti hans við lögregluna sneri að embættinu frekar en starfsfólkinu. Svar hans til meðákærða hefði verið samhengislaust , eins og sæist 41 á því sem hann hefði skrifað næst, og ekki tengst því sem meðákærði hefði sent. Þá hefði lögreglunnar, en það hefði verið kaldhæðni. Hann hefði ekki hjálpað með ákærða að finna eitthvað um árshátíð lögreglunnar á netinu. Kötturinn hans hefði svo komið upp í samtalinu enda hefði þetta verið hversdagslegt spjall. Spurður um hvað hann hefði séð fyrir sér þegar meðákærði hefði sent honum mynd af [...] við hátíðarhöld Gay Pride göngunnar og spurt hann hvort hann sæi þetta ekki fyrir sér kvaðst hann ekki vita það. Þetta hefði verið að kvöldlagi og hann undir með meðákærða í hálfkæringi eins og oft hefði verið tilfellið í samtölum þeirra. Þetta væri vissulega ógeðslegt samtal en það væri engin meining á bakvið það. Honum hefði ekki dottið í hug að meðákærði myndi aka vörubíl á Gay Pride. Spurður um samtal 28. ágúst 2022 þar sem meðákærði hefði sent honum mynd af Anders Breivik í einkennisbúningi kvað hann um að ræða sóðalegt grín sem hefði aldrei átt að líta dagsins ljós. Spurður um samtal skömmu síðar um gyðinga kvað hann ummæli sín um að fa vísað til þess að kynna þá fyrir byssukúlum. Það hefði þó ekki verið ætlun hans og myndi ekki gerast. Þetta væri ógeðfellt tal. Í kjölfarið hefðu þeir farið að ræða um tekjutækifæri. Ef um þaulskipulagt plan væri að ræða hefðu samræður þeirra væntanlega tekið lengri tíma. Sunnudagskvöldið 28. ágúst hefði farið af stað samtal um dróna. Þetta hefði verið meðákærði hefði sett þessa hugmynd fram. Honum hefði í fyrstu þótt hún sp ennandi og þessu. Honum hefði ekki litist á verknaðinn sjálfan en fundist það sniðug hugmynd að smíða dróna. Með þessu hefði hann ekki verið að taka undir hugmyndir me ðákærða um sprengjur. Þá hefði hann farið að fjalla um stöðumælavörð sem skotmark en ekki væri hægt að flokka það sem pólitískt high profile target. Hann kvaðst hafa skoðað þrívíddarprentun á fjarstýringum og hugsanlega hlekk sem meðákærði hefði sent honum um samsetningu á drónum þetta sama kvöld en ekki staldrað mikið við það. Hann myndi ekki til þess að þetta hefði verið rætt sérstaklega eftir þetta. að hugsa um að hann þyrfti auk abíl fyrir heimilið til að stússast. Ekki hefði verið hugsunin að nota bíl í ólöglegum tilgangi en orðalagið hefði verið í þeim anda sem samtöl þeirra hefðu verið. Hann hefði ekki verið að reyna að hafa nein áhrif á meðákærða. Spurður um ummæli þar sem ha með meðákærða kvaðst hann hafa verið að gera grín að meðákærða í sömu orðum með því að segja honum að hann gæti ekki horft á klám í þessu. 42 Spurður um samtal frá 2. september 2022 um aðgerðarbuxur og contactl ím til að festa endurskinsmerki á þær, þannig þær líkist íslenskum lögreglubuxum, þar sem hann niðrandi orðalag á vinnustað sínum og skýrði það frekar. Hann hefði því ekki v erið að hrósa meðákærða með þessum orðum. Þá hefði hann einnig í samtalinu vísað í skrúðgöngufatnað en í því væri einnig falin hæðni. Þá hefði hann sagt meðákærða að slaka á með því að hann ætti að leggja frá sér haterate - ið. Spurður um sendingu til meðák ærða 11. september 2022 með mynd af nokkrum þekktum hryðjuverkamönnum og skjáskoti af hryðjuverkaárás Brenton Tarrant kvað hann um að ræða samsetta mynd sem komið hefði með stórum gagnapakka af netinu sem hann hefði sent handahófskennt á meðákærða. Ekki he fði verið nein sérstök ástæða fyrir sendingunni. Spurður um sendingar á skjölunum The Great Replacement, Militant Accelerationism.pdf og The Protocols of Learned Elders of Zion.pdf til meðákærða játaði ákærði að hafa sent þetta. Enginn sérstakur tilgangur hefði verið með sendingunni. Hann hefði ekki einu sinni lesið þetta allt sjálfur og hvorugur ákærðu hefðu tileinkað sér efnið. Þá kannaðist ákærði við að hafa sent meðákærða myndband af skotárás Brenton Tarrants. Myndbandið væri hryllilegt en glæpaefni væ ri vinsælasta afþreyingarefni í heiminum. Það væri sjaldgæft að fá persónulega innsýn inn í geðveiki fólksins sem framkvæmdi slíka verknaði þannig að í þessu væri fólginn ákveðinn fróðleikur. Það merkti ekki að maður aðhylltist það sem þarna ætti sér stað. Ákærði kvaðst hafa eytt talsverðu efni af tölvunni sinni en það hefði einkum verið til þess að losna við byssutengt efni. Þar sem hann vissi margt um tölvur hefði hann gert sér grein fyrir því að hægt væri að endurheimta efnið. Hefði hann virkilega vilja ð koma í veg fyrir að gögnin yrðu aðgengileg hefði hann getað borað og örbylgjað hörðu diskana. Hann hefði eytt Signal samskiptaforrinu þar sem hann hefði ekki kært sig um að farið yrði yfir persónuleg samskipti hans við fjölskyldumeðlimi. Spurður um öfga efni á tölvunni hans kvað hann það svo mikið að hann gæti ekki komist yfir að lesa það. Hann hefði áhuga á þessu efni á sama hátt og sumir söfnuðu búningum frá seinni heimstyrjöldinni. Þetta væri ekki eitthvað sem hann aðhylltist. Ákærði gekkst við því að hafa farið ásamt meðákærða í verslun þar sem meðákærði hefði skoðað tetratalstöð. Þeir hefðu átt leið framhjá og litið þarna við en ekkert hefði verið rætt um það áður. Hann hefði skoðað allt annað í versluninni á meðan meðákærði hefði skoðað tetrastöðvar nar, hugsanlega hitamyndavélar eða eitthvað slíkt. Hann myndi ekki eftir samtali um tetrastöðvar kvöldið áður. Spurður um framburð sinn um að meðákærði hefði í byrjun ágúst 2022 skoðað lokanir vegna Gay Pride göngunnar kvaðst hann ekki muna eftir slíku. H ann hefði sagt 43 eitthvað þannig hjá lögreglu eftir mjög langa yfirheyrslu þar sem hann hefði upplifað að þetta hefði verið þvingað út úr honum. Þá væri þetta tekið úr samhengi. Spurður um myndefni frá stórmoskunni í Reykjavík kvaðst ákærði hafa unnið þar n álægt eitt sumar og þetta hefði verið tekið upp á myndavél í mælaborði vinnubíls. Hann hefði verið að velta fyrir sér myndavélagæðum og því geymt myndbandið. Leiðin sem sjáist gæti ekki mögulega verið neins konar flóttaleið og það sé tilviljun að moskan sj áist. Tilviljun ráði því einnig að þessi myndbönd hefðu verið geymd á sama stað og myndbönd frá skotárásum en þar væri líka ýmislegt annað efni að finna. Spurður um húsnæði að [...] í Mosfellsbæ kvaðst ákærði ekki hafa neina tengingu við það og ekki þekkj a eiganda þess. Hann hefði einungis komið þar fyrir utan til að sækja meðákærða. Vitni, yfirlögregluþjónn nr. I , stjórnandi rannsóknar , kvaðst fyrst hafa vitað af málinu að kvöldi 20. september 2022 eftir að lögregla hefði komist inn í síma ákærða Sindra en hefði þá nýlega verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Lögreglumenn hefðu talið rétt að vekja athygli embættis ríkislögreglustjóra á því sem þeir hefðu séð í símanum. Á þessum tíma hefði hann verið yfirlögregluþjónn öryggis - og greiningardeildar og þess hefði verið óskað að þar yrðu skoðuð samskipti, myndir o.fl. Starfmaður deildarinnar hefði kannað málið og að því loknu hefði verið talin full ástæða til þess að rannsaka málið frekar. Í kjölfarið hefði verið óskað heimildar dómstóla til ákveðinna þvingunarúrræ ða og sett upp aðgerð sem hefði hafist snemma næsta morgun. Lögregla hefði séð að mikil samskipti voru milli ákærðu en ekki vitað hvar heimili ákærða Ísidórs var. Sett hefði verið af stað skygging, notaður eftirfararbúnaður og símhlustun. Ákærði Sindri he fði fljótlega ekið frá heimili sínu út á [...] . Þar hefði ákærði Ísidór komið út og ákærðu hefðu heilsast að nasistasið fyrir framan húsið en þeir síðan farið inn í bíl. Þeim hefði verið fylgt eftir með því sem kallað væri laus skygging. Í því fælist að me ira væri notast við tækjabúnað til þess að staðsetja þá. Til að byrja með hefði ökulagið virst eðlilegt en síðan hefðu þeir farið að taka þekktar slaufur, fara mikið í einstefnugötur og leggja í botngötur, bíða og athuga hvort verið væri að fylgjast með þe im. Þeir hefðu farið í Þingholtin, út á Gróttu og fleiri staði sem þekkt sé að menn fari á til að kanna hvort verið sé að fylgjast með þeim. Á sama tíma hefðu verið að berast meiri upplýsingar um efnisinnihald síma ákærða Sindra, m.a. myndir af vopnum. Lö gregla hefði talið mikilvægt að finna út hvort þessi vopn væru í umferð og þá hvar þau væru. Atburðarásin hefði síðan borist yfir í Kópavog. Þar hefði ákærði Ísidór fengið símtal þar sem fram hefði komið að verið væri að fylgjast með þeim. Lögregla hefði þ á metið stöðuna þannig að ekki væri hættandi á annað en að stöðva aðgerðir þeirra og hefja rannsókn á því hvað væri þarna í gangi. Því 44 hefðu verið gefin fyrirmæli um að handtaka ákærðu upp úr hádegi þennan dag. Vitnið taldi að ákærðu hefðu ekki verið vopna ðir við handtökuna. Spurður um hvers konar hryðjuverkaógn lögreglan hefði talið að þjóðinni stafaði hætta af kvað vitnið fram hafa komið í samtölum ákærðu að þeir hefðu viljað fólki mein og talað um ákveðna hópa, m.a. Gay Pride. Það hefði verið mat lögreg lu að rétt væri að stíga inn í málið. Ástæðan hefði fyrst og fremst verið rannsóknarhagsmunir. Ekki sé hægt að gefa neinn afslátt á öryggi borgaranna og því hefði verið talið nauðsynlegt að grípa inn í atburðarásina og reyna að finna vopnin. Vitað hefði ve rið um geymslu í [...] en ekki nákvæmlega hvar hún væri. Fundist hefðu ýmsir munir; skotvopn, upplýsingar um hvernig prenta ætti skotvopn o.fl. Úrslitaþátturinn sem hefði valdið því að horfið hefði verið frá því að fylgjast með ákærðu og þeir handteknir he fði verið að þeir hefðu áttað sig á að fylgst væri með þeim. Inngripið væri í samræmi við verklagsreglur og leiðbeiningar lögreglu í svona málum og það sem ríki væru hvött til að gera, þ.e. að stíga fljótt inn í slíka atburðarás, reyna að afstýra því að al varlegir atburðir geti átt sér stað og gæti öryggis almennings. Það geti þó valdið því að öflun sönnunargagna verði flóknari. Spurður um skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn kvað vitnið skýrsluna uppfærða á tveggja til þriggja á ra fresti og hún kæmi yfirleitt út í janúar eða febrúar. Skýrslan hefði komið út í janúar 2022 og svo aftur fyrr í vikunni. Útgáfa hennar nú hefði tafist út af ótengdu máli. Það hefði verið ákvörðun greiningardeildar að hækka hættustig hryðjuverkaógnar eft ir að ákærðu hefði verið leystir úr gæsluvarðhaldi. Við matið væri horft til yfir 50 atriða. Þar sem ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókn málsins hefði embætti héraðssaksóknara séð um að greina samskipti ákærðu. Að auki hefði verið haft samráð við hryðjuverkadeild Europol sem aðstoði aðildarríki í svona málum. Þar starfi sérfræðingar sem hafi komið að fjölda svona tilvika, bæði á undirbúningsstigi og framkvæmdastigi. Vitnið J , faðir ákærða , kvaðst hafa staðgreitt vopnin sem um ræði í málinu, r ifflana AR - 15, AK - 47 og CZ557. Til séu myndir af honum frá 18. apríl 2022 að handleika þessi vopn. Hann hefði þann dag greitt 400.000 krónur og í maí, þegar hann hefði fengið svokallað B - leyfi, hefði hann borgað eftirstöðvarnar 450.000 krónur. Vopnin hefðu verið skráð á hann 31. maí eða 1. júní 2022. Ákærði Sindri hefðu keypt CZ riffillinn á Grænlandi og vitnið hefði sjálfur greitt 70.000 krónur fyrir hann þegar hann hefði komið heim. Pappírar með innflutningsheimild hefðu horfið úr vopnaskápnum við húsleit lögreglu. Aðkoma sonar hans að kaupunum hefði falist í því að hann hefði kynnt vitnið fyrir vopnasalanum E . Vitnið hefði sjálfur notað vopnin, síðast 6. september 2022, viku fyrir húsleit lögreglu. Hann harðneitaði því að sonur hans hefði keypt þessi vopn í gegnum hann. Hann kvaðst fyrst hafa fengið byssuleyfi 31. maí 2021, 45 en það væri svokallað A - leyfi og í því fælist að hann gæti átt létta haglabyssu. Hann hefði þá eignast eina byssu sem hann hefði keypt í [...] en á sama tíma hefði hann keypt byssuskápi nn sem hefði verið á heimili hans. Með B - leyfinu hefði hann fengið leyfi fyrir riffli. Vopnin hefðu verið inni í skápnum hans og fundist þar þegar lögregla hefði gert húsleit. Hann hefði flutt inn til sonar síns í júní 2022. Skápurinn hans hefði verið í svefnherbergi sonar hans þar sem hann hefði stórt herbergi sem væri innst í íbúðinni. Vitnið hefði sjálfur keypt byssuskápinn í [...] árið 2021 og sonur hans hefði ekki haft aðgang að honum. Í skápnum hefðu einnig verið peningar í hans eigu; 1.500 evrur, 1 .000 dollarar og tæplega 1.800.000 krónur í peningaseðlum. Sonur hans hefði átt annan peningaskáp en hann gæti hafa átt helminginn af peningunum í þeim skáp. Hann hefði nýlega verið búinn að borga ákærða laun fyrir verktakavinnu. Spurður um breytingar á AR - 15 rifflinum kvað hann son sinn hafa gert þessar breytingar eftir að hafa prófað riffil sem hefði verið breytt. Sonurinn hefði sagt honum að þetta gæti verið svolítið spennandi. Hann hefði því veitt samþykki sitt og verið viðstaddur þegar þetta hefði ve rið gert. Í framhaldi af þessu, 6. september 2022, hefðu þeir feðgarnir farið í [...] og skotið úr rifflinum. Vitnið hefði áður keypt skot af G sem hann hefði sótt á pósthús. Honum hefði þó ekki litist á breytinguna þar sem hökt hefði verið á þessu og honu m hefði fundist illa farið með góðan grip. Hann hefði því beðið son sinn að breyta rifflinum til baka sem hann hefði strax gert með því að taka gaspípuna úr. Riffillinn hefði því verið einskota þegar vitnið hefði sett hann inn í byssuskápinn. Gaspípan hefð i líklega orðið eftir í töskunni, hún hefði a.m.k. ekki verið inni í skápnum. Vitnið kvaðst hafa keypt lénið [...] þar sem hann hefði ætlað að fara að flytja inn tactical búnað fyrir dyraverði, s.s. hlífðarvesti, hanska og skó. Vitnið kvaðst vinna við ferðaþjónustu og fara með ferðmenn í ýmsar styttri ferðir, s.s. snjósleðaferðir. Í gegnum það hefði hann fengið mikið af þjórfé sem hefði verið inni í skápnum hans. Hann kvaðst nota tetrastöðvar í starfinu og þeir feðgar hefðu haft áhuga á að eignast slíkar stöðvar. Borin var undir vitnið skýrsla hans hjá lögreglu þar sem fram kom að hann hefði ekki vitað um breytingu á AR - 15 - rifflinum og annað hvort ákærði Sindri eða E hefðu gert þetta. Hann vísaði til þess að um væri að ræða samantekt og kvað þetta ekki rétt. Þá kva ð hann það ekki rétt sem haft væri eftir honum að hann hefði fengið B - leyfi í því skyni að sonur hans gæti eignast AR - 15 og AK - 47 riffla. Ekki væri heldur rétt það sem fram kæmi að sonur hans hefði haft lykil að byssuskápnum. Spurður um þau ummæli hans í s kýrslunni að hann hefði merkt breytingar á syni sínum eftir að hann kynntist E kvaðst vitnið ekki geta skýrt það nánar. Áhyggjur sem hann hefði lýst af syni sínum hefðu tengst því að hann hefði verið atvinnulaus á þessum tíma. Spurður út í þann framburð so nar hans hjá lögreglu að hann hefði sjálfur lagt út fyrir vopnunum og faðir hans ætlað að greiða til baka en væri ekki búinn að því kvað vitnið þetta vera frágengið. Hann hefði 46 sjálfur greitt og ákærði hefði ekki lagt út fyrir vopnunum. Spurður um samskipt i við byssusalann E og svör vitnisins um að hann gerði lítið meðan ákærði Sindri væri ekki á landinu kvað hann ákærða hafa verið á Grænlandi og hann hefði ekki ætlað að hitta E án hans þar sem hann þekkti hann lítið. Þá hefði hann ekki fengið leyfið fyrr e n 31. maí svo ekkert hefði legið á. Vitnið B kvaðst einu sinni hafa tekið á móti þrívíddarprentuðu skotvopni frá ákærðu báðum. Hann taldi að hljóðdeyfir hefði verið á vopninu, ekki væri ólíklegt að það hefði verið olíusía. Hann kvaðst ekki muna nánar hv enær eða hvernig þessi viðskipti hefðu farið fram en teldi að hann hefði greitt fyrir vopnið með kannabis. Hann kvaðst ekki muna til þess að þetta hefði gerst í fleiri en eitt skipti. Vitnið H , frændi ákærða Sindra , var spurður um samskipti við ákærða Si ndra á Facebook. Hann kvaðst ekki muna hvað rætt hefði verið áður en komið hefði að því að ákærði Sindri hefði sagt: ,,ég elska óreiðu, fólk má deyja mín vegna, varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkurn tímann um ævina, fólk almennt er við við ást og kærleik. Hann hefði því svarað honum fáránlega. Athugasemdin um að t aka marga með sér hefði minnt á Breivik og því hefði hann svarað með þessum hætti. Hann kannaðist þó ekki við að hafa rætt um Breivik við ákærða. Verið gæti að hann hefði talað samtalinu. Þá myndi hann ekki eftir því að ákærði hefði talað um að þegar hann setti framburð sinn hjá lögreglu um að ákærði Sindri væri veikur þannig að ástandið gæti hafa ve rið slæmt áður en ákærði hefði farið til Grænlands. Hann hefði ekki haft áhyggjur af honum að öðru leyti en því að hann hefði óttast að vinnan hjá honum gegni ekki upp. Hann hefði ekki átt samskipti við ákærða eftir að hann hefði komið aftur til Íslands í maí 2022. Á þeim tíma sem skýrslan hjá lögreglu hefði verið tekin hefði ákærði verið í einangrun og dagblöðin verið að fjalla um hann en hann hefði upplifað þrýsting vegna þess. Þetta hefði valdið því að hann hefði farið að efast um frænda sinn. Hann hefði í raun átt við að ákærði hefði lent í ýmsu sem gæti hafa haft áhrif á hann, en hann gæti ekki dæmt um hvort ákærði ætti við andleg veikindi að stríða. Vitnið E kvaðst hafa selt AR - 15 og AK - 47 rifflana og hafa verið innflutningsaðili CZ riffilsins. Ákærð i Sindri hefði keypt síðast talda riffillinn á Grænlandi. Hann hefði ætlað að skilja hann þar eftir en vitnið hefði sagt honum að betra væri að koma honum heim þar sem það væru verðmæti í honum. Riffillinn hefði því verið fluttur inn og síðan 47 seldur eða yf irfærður yfir á föður ákærða. Þetta hefði verið gert fyrir föður hans þar sem hann væri með byssuleyfi. Ákærði Sindri hefði haft samband við hann vegna hinna tveggja rifflanna og sagt að faðir hans hefði áhuga á þeim. Hann hefði átt samskipti við Sindra u m kaupin og þeir hefðu gengið frá pappírum fyrir söluna. Þeir feðgar hefðu síðan komið til hans og hann hefði afhent föður ákærða skotvopnin. Spurður um hver hefði greitt fyrir vopnin kvaðst hann minna að ákærði Sindri hefði lagt peninga inn á reikning han s en hann vissi þó ekki hver hefði átt peningana. Hann kvaðst hafa merkt AK - 47 vopnið Sindra með límbandi á hlaupið, en hann hefði ekki munað nafn föður hans. Hann hefði farið með ákærða Sindra að skjóta úr þessum byssum a.m.k. einu sinni en það gæti hafa gerst oftar. Faðir ákærða hefði ekki verið með en hann hefði fengið lánsheimild fyrir byssunni frá honum. Vitnið kvaðst hafa þekkt ákærða Sindra í meira en tíu ár. Þeir hefðu átt samskipti um skotvopn en þeir hefðu báðir báðir mikinn áhuga á þeim. Hann kv aðst þekkja fjölmörg dæmi þess að einstaklingar sem ekki hefðu skotvopnaleyfi fengju einhvern annan með leyfi til að kaupa skotvopn fyrir sig. Spurður hvort hann teldi það eiga við í þessu tilviki kvaðst hann telja það ólíklegt. Þá kvaðst hann aldrei hafa selt sjálfvirka eða hálfsjálfvirka riffla. AR - 15 hefði verið einskota og því sambærilegur veiðiriffli. AK - 47 riffillinn væri líka einskota. Hann hefði flutt inn nokkra sambærilega riffla. Vitnið C kvaðst hafa þekkt ákærða Sindra frá unglingsaldri. Hann kvað ákærða hafa lent í áföllum og það væri álit hans að kerfið hefði brugðist ákærða. Ákærði væri stundum langt niðri eins og kæmi fyrir flesta en það væri ekki meira en það. Vitnið kannaðist við að ákærði hefði sýnt honum skotvopnamyndbönd af netinu, en langt væri um liðið svo hann gæti ekki lýst þeim nánar. Hann kannaðist við að hafa fengið þrívíddarprentaða byssu frá ákærða en hann hefði beðið ákærða um byssuna fyrir annan mann. Hann mundi ekki til þess að hljóðdeyfir hefði fylgt byssunni. Byssan hefði verið afhent heima hjá honum, líklega um sumarið 2022. Engin greiðsla hefði komið fyrir byssuna. Vitnið greindi frá því að hann hefði aðgang að iðnaðarbili að [...] . Þar væri geymsla með húsgögnum og mótorhjólum og vinnuaðstaða. Vopn sem fundist hefðu í hú sleit þar kæmu honum ekkert við en umráðamaður húsnæðisins væri F . Ákærði Sindri hefði tvisvar eða þrisvar komið í þetta húsnæði með honum en ekki haft neinn sjálfstæðan aðgang að því. Vitnið K , kærasta ákærða Sindra , kvað þau hafa átt í sambandi frá ár inu 2020. Upp úr því hefði slitnað í september 2021 en þau svo tekið aftur saman í lok júlí 2022. Hún kvaðst ekki hafa orðið vör við þrívíddarprentun vopna en ákærði hefði grínast með að það væri hægt. Hún hefði ekki vitað meira um það. Þá sagði hún ákærða ekki hafa átt skotvopn en það hefðu verið skotvopn á heimilinu sem faðir hans hefði átt. Vopnin hefðu 48 verið í lokuðum skáp sem hefði verið inni í öðrum skáp og hún hefði aldrei séð þau. Spurð hvaða samskiptaforrit þau ákærði hefðu notað til samskipta þeir ra á milli kvað hún þau mest hafa notað Instagram, Snapchat og Messenger en þau hefðu nú skipt yfir í Signal þar sem það hökti minna. Vitnið kvað þau Sindra hafa farið til Vestmannaeyja á þjóðhátíð í einn sólarhring um verslunarmannahelgina 2022. Helgina á eftir, þegar Gay Pride hefði verið, hefðu þau heimsótt vin ákærða í Garðabæ upp úr hádegi og skoðað hjá honum mótorhjól og sýnt honum rafmagnshlaupahjól sem ákærði hefði átt. Kona og börn vinarins hefðu verið heima og þeim hefði verið boðið í kaffi. Þar hefðu þau verið í dágóða stund en síðan hefðu þau ákveðið að keyra til Hveragerðis og fá sér uppáhaldspizzuna sína. Þangað hefðu þau komið síðdegis eða um kvöldmat. Dagana á milli þessara viðburða hefðu þau ákærði varið miklum tíma saman, til að mynda hefð u þau mikið verið í sundi. Ákærði hefði virst glaður og í góðu jafnvægi. Hún hefði ekki orðið vör við neitt óeðlilegt. Spurð um það sem hún hefði vitað um samskipti ákærðu Sindra og Ísidórs kvaðst hún hafa séð einhver meme en hún hefði litið á það sem gau rahúmor. Ákærði Sindri hefði stundum sýnt henni eitthvað sem honum hefði fundist fyndið en henni ekki og því skilgreindi hún það sem slíkt. Hún kvaðst hafa hitt ákærða Ísidór einu sinni ásamt kærustunni hans og hann hefði komið mjög vel fyrir. Spurð um fr amburð sinn hjá lögreglu þar sem fram kom að ákærði Sindri hefði mikinn áhuga á vopnum kvaðst hún kannast við það en sagði hann ekki ræða það við sig. Hún sagðist ekki hafa hugmynd um hvers vegna hún hefði talað um að hann ætti þrjú til fjögur vopn. Hún he fði síðan verið spurð aftur og þá sagt að hún héldi þrjú. Þá hefði faðir hans átt vopnin en ekki ákærði sjálfur. Hún hefði ekki sagt að ákærði ætti vopnin heldur að þau væru á heimilinu. Spurð um þau ummæli sín hjá lögreglu að vopnin hefðu verið stór sagði st hún hafa spurt ákærða að því þar sem vopnaskápurinn hefði verið stór. Vitnið L , sambýliskona ákærða Ísidórs til sjö ára, kvað ákærða Ísidór ekkert hafa á móti útlendingum en telja Íslendinga eiga að ganga fyrir, t.d. varðandi húsnæðismál. Hún kannaði st við nasistafána sem hefði verið á heimilinu en hann hefði lengi verið uppi á vegg inni í geymslu. Spurð um samskiptaforrit sem þau ákærði hefðu notað sín á milli sagði hún þau einkum hafa notað Facebook Messenger. Eftir að málið hefði komið upp notuðust þau aðallega við Signal. Hún kvaðst hafa vitað af þrívíddarprentun á heimilinu en það hefði verið prentari inni í geymslu sem hefði prentað ýmsa smáhluti og það hefði tekið einn eða tvo daga að prenta lítinn hlut. Þetta hefðu verið smáhlutir í byssur sem henni hefðu fundist vera eins og leikfangabyssur af því að þær hefðu verið svo mikið plast. Spurð um ummæli sín í lögregluskýrslu um að ákærði Ísidór gerði sig stundum stórkarlalegan sagði hún hann einfaldlega reyna að vera svalur í augum vina sinna. Hún h efði þó ekki verið mikið inni í samtölum hans við vini sína. Ákærði hefði aldrei talað 49 um að beita einhvern ofbeldi enda væri hann alls ekki ofbeldisfullur. Hann gæti þó verið orðljótur en engin merking væri á bak við það. Ákærði hefði áhuga á byggingariðn aði og léti sig dreyma um að kaupa lóð úti í sveit og flytja þangað. Þetta mál hefði haft mjög slæm áhrif á þau enda væri það fjarstæðukennt að ákærði gæti gert eitthvað eins og að framkvæma hryðjuverk. Hann myndi aldrei gera nokkuð þessu líkt enda hefðu þ au áætlanir fyrir framtíðina saman og hann myndi aldrei hætta því. Vitnið M , rekstrarstjóri [...] , kvað ákærða Sindra hafa verið starfsmann fyrirtækisins. Hann hefði byrjað að vinna þar sem launþegi árið 2021, síðan hætt en komið aftur sem verktaki árið 2022. Hann hefði verið leiðsögumaður og starfið hefði falist í að keyra breytta trukka frá [...] í [...] þar sem félagið væri með sleða. Svo hefði hann líka unnið að vélsleðaferðum á [...] . Vitnið kvað félagið nota tetratalstöðvar mikið fyrir öll samskipti, bæði á jöklum og milli bíla. Fyrirtækið eigi á annan tug stöðva sem starfsmenn beri á sér og noti í samskiptum og hafi þá aðgang að skrifstofunni líka í gegnum tetrastöðvarnar. Nokkrir starfsmenn eigi sínar eigin stöðvar en þeir eignist þær yfirleitt í gegnum fyrirtækið. Þeir hafi þá samband við einhvern í fyrirtækinu og óski eftir að fá að kaupa stöð var. Hann þurfi þá að óska eftir því við endursöluaðila að viðkomandi fái aðgang að þeirra rásum en félagið sé með þrjár rásir og almenningur komist ekki inn á þær nema það sé sérstaklega forritað í stöðvarnar. Rásunum sé úthlutað af Neyðarlínunni. Vitnið kvaðst ekki muna til þess að ákærði Sindri hefði rætt um að kaupa sér stöð. Vitnið G byssusali var spurður um samskipti við ákærða Sindra um kaup á skotfærum í byrjun ágústmánaðar 2022. Vitnið kvað kaupandann hafa verið föður ákærða. Samskiptin hefðu ver ið við ákærða þar sem hann hefði tekið við skotunum. Hann hefði einnig átt samskipti við föður hans þar sem fram hefði komið að hann væri upptekinn og sonur hans myndi nálgast skotin. Hann myndi þó ekki hvernig skotfærin hefðu verið afhent. Ákærði hefði sp urt um skotgeyma eða magasín í AK - og AR - riffla en hann hefði ekki selt honum slíkt. Vitnið kvaðst hafa starfað sem byssusali á Íslandi í fimm ár og áður erlendis. Hann hefði aldrei selt árásarriffil en hann liti á að það væri riffill sem hægt væri að færa á milli þess að vera sjálfvirkur og hálfsjálfvirkur og hægt væri að taka magasínið af. Vitnið N , starfsmaður [...] ehf ., greindi frá því að hún hefði rætt við mann, föður annars ákærða í málinu, sem hefði misst skotvopnaleyfi. Hann hefði greint henni fr á málinu og vandræðum sínum. Hann hefði viljað fá að geyma byssurnar sínar og hún hefði fallist á það en sagst þurfa að ræða við G og fá leyfi lögreglunnar. Hún hefði svo rætt málið við G og sagt honum að hún ætlaði að fá samþykki lögreglunnar . Þá hefði bo rist í 50 tal að G væri að geyma 100 skota magasín fyrir manninn. Hún hefði sagt við hann að þetta væri ólöglegt og ákveðið að fara að sækja þetta þar sem hún hefði verið með lykla að geymslustaðnum, en G hefði ekki verið í bænum. Hún hefði hringt í lögreglun a sem hefði beðið hana um að koma með þetta til sín. Hún kvaðst minna að einhver skot hefðu verið í magasíninu en hún hefði ekki skoðað það vel og hún hefði ekki séð neitt annað sem var ekki eins og það átti að vera. Hún hefði reiðst mjög yfir þessu þar se m 100 skota magasín væru ólögleg en einungis væri heimilt að flytja inn fimm skot og það ættu allir að vita sem hefðu byssuleyfi. Brot á vopnalöggjöfinni virtust þó ótrúlega algeng og mikið væri um stór magasín. Dómkvaddur matsmaður, D geð - og embættislæknir , greindi frá niðurstöðum geðrannsóknar sinnar á ákærðu. Hann kvað ákærða Sindra eiga sögu um [...] og [...] , auk fyrri sögu um [...] . Hann hefði sjálfur gefið honum greininguna [...] miðað við hans framsögu, en ekki sjúkrarskárgögn. Það hefði verið nokkuð ljóst að skilyrði 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ættu ekki við. Ákærði hefði greinilega haft innsæi í gjörðir sínar, hann hefði gert sér grein fyrir því að meðhöndlun hans á skotvopnum væri mögulega ekki lögum samkvæmt, áttaði sig á því að hryðjuverk væru ólögmæt o.s.frv. Þá hefði hann ekki persónuleikaraskanir í þeim skilningi sem hér skipti máli. Ekki væri hægt að segja að athafnir hans lituðust með neinum hætti af heilsufari hans. Það hættumat sem læknirinn geri taki m ið af sjúkdómi eða veikindum. Ef einhver hætta stafi af ákærða sé hún ekki af völdum sjúkdóms sem hann sé með. Hættumat geðlæknis þurfi þó ekki endilega að fara saman við hættumat lögreglu. Hættulegir menn getir verið metnir hættulausir frá sjónarmiði geðs júkdómafræðinnar. Matsmaðurinn hefði rætt ítarlega við ákærða um samskipti hans við meðákærða Ísidór og orðræðu þeirra. Ljóst væri að orðfæri þeirra hefði verið glannalegt og ógætilegt. Ákærði Sindri hefði verið eins opinskár um þetta og hægt hefði verið a ð ætlast til miðað við tilefni og þær erfiðu aðstæður sem hann hefði verið í. Engin merki hefðu verið um að hann væri að reyna að fela sögu sína. Ekki hefðu verið merki um að hann væri að búa til eða fela söguþráð umfram tilefni. Umræðan hefði verið galgop aleg en undantekning sé að slík umræða milli ungra manna leiði til raunverulegra aðgerða. Þekkt sé að ungir menn gefi frá sér hrikalegar stríðsyfirlýsingar sem fólki bregði við, en mikið af því sé ógætilegt orðfæri litað af hvatvísi. Einstaklingar með [... ] séu hvatsvísir og hætti til glæfralegs orðfæris sem sé ekki hugsað og óljóst sé hvað sé á bak við. Það sé lögreglu að meta hvaða staðreyndir séu þar á bak við. Ákærði Ísidór hefði klára sögu um [...] og skaðlega notkun áfengis. Miðað við sögu hans og lýsingu hafi skaðleg notkun áfengis verið hluti af samræðuferlinu milli ákærðu. Ákærði hefði lifað við töluvert rót og óstöðugleika í æsku en hann hefði nú skýrar væntingar um framtíðina. Hann hefði engin merki um sjúkdóm sem fallið geti undir 15. gr. almennra hegningarlaga. Ekki sé með nokkrum hætti hægt að segja að hann 51 sé alls ófær um að stjórna gjörðum sínum. Hann viti í sjálfu sér að framleiðsla skotvopns sé refsiverð og hefði m.a.s. lýst því vel. Þá gerði hann sér grein fyrir því að tal hans hefði verið óábyrgt, en hann hefði ekki litið á það sem refsivert að vera með glannaskap í orðfæri. Verði hann fundinn sekur um þau brot sem hann sé sakaður um sé ljóst að hann skilji hvaða afleiðingar það hafi. Þ að séu engar persónuleikaraskanir hjá honum eða aðrir þættir sem skipti máli í því samhengi sem hér sé fjallað um. Málið snúi einvörðungu að því sem skipti máli fyrir geðrannsókn. Skoðanir hans, viðhorf og annað sé þannig ekki litað sérstaklega af geðsjúkd ómum eða öðrum þeim veikindum sem skipti máli. Þá eigi 16. gr. almennra hegningarlaga ekki heldur við um ákærða. Hann viti að vopnalagabrotið sé alvarlegt og í eðli sínu refsivert athæfi og hann skilji hvað hryðjuverk þýði og viti að það sé refsivert. Engi n merki hefði verið að finna um það að ákærði Ísidór væri annað en heiðarlegur í samtölunum. Hann hefði verið sleginn yfir þeirri stöðu sem hann var kominn í og virst eins heiðarlegur og hægt væri að ætlast til undir erfiðum kringumstæðum. Við þessar aðstæ ður sé eðlilegt að menn séu í ákveðinni vörn. Meta þurfi trúverðuleika og heiðarleika í ljósi þeirra aðstæðna sem menn séu í. Aðspurður kvað matsmaðurinn hvatvísi af völdum [...] mögulega geta útskýrt orðfæri hans í samtölum við meðákærða. Ákærði Ísidór he fði fengið greiningu um [...] á unglingsárum og samtöl við hann bentu til þess að þetta hrjáði hann enn í dag. Áfengissýki magnaði slíkt og gerði verra. Ákærði hefði lýst því að talsvert af umræðunni hefði farið fram þegar hann hefði verið undir áhrifum áf engis. Svo virtist sem báðir ákærðu sjái eftir glannaskap sínum í orðfæri. Vitnið O greindi frá skotvopnarannsókn sinni. Hann hefði rannsakað bæði AR - 15 riffilinn og AK - 47 riffilinn. Spurður um skoðun á AR - 15 rifflinum sagði hann vopnið hafa verið tekið í sundur og farið inn í hlaupið með bormyndvél til að skoða hlaupið að innan. Þá hefði komið í ljós að búið væri að bora gat í gegnum hlaupið til þess að vopnið hefði þann möguleika að hleypa gasi til baka og búa til hálf sjálfvirka atburðarrás þannig að h ægt væri að taka í gikkinn aftur og aftur með hléum. Þannig væri vopnið í raun farið frá því að vera handhlaðið einskota í það að vera hálfsjálfvirkt með því að taka í gikkinn, það skyti einu skot í einu án þess að þurfa að hlaða sérstaklega. Prófun hefði verið gerð á vopninu á skotsvæði og video af því látið fylgja skýrslunni. Vitnið greindi einnig frá skoðun sinni á svokölluðum swift - link. Hægt væri að sækja módel af þessu af netinu og prenta út, en þetta virkaði fyrir riffla. Þetta tiltekna stykki hefði verið ætlað í AR - 15 rifflinn, en það hefði þó verið ónothæft eins og komið hefði í ljós við prófanir. Þá hefði hann einnig skoðað riffilinn af tegundinni CZ en þar væri um að ræða hefðbundinn veiðiriffil. Mikill munur væri á því vopni og AR - 15 rifflinum. C Z væri hefðbundinn boltariffil eins og notaður væri við veiðar, hann hefði boltalás þannig að ekki væri hægt að breyta honum úr því að vera handhlaðinn einskota yfir í að vera hálfsjálfvirkur eða 52 alsjálfvirkur. Það þyrfi alltaf að opna boltann, draga sjálf ur skotið úr og hleypa næsta skoti í. Aftur á móti væri AR - 15 rifflillinn svokallaður uppbyggingarriffill. Þannig rifflar væru í raun smíðaðir til þess að vera ekki jafn nákvæmir. Eins og stafirnir AR gæfu til ðir til þess að vera hálfsjálfvirkir. Þeir hefðu upprunalega verið hannaðir og smíðaðir til að vera annað hvort hálfsjálfvirkir eða alsjálfvirkir en hins vegar hefðu verið fluttir inn svona rifflar sem búið væri að breyta og gera einskota. Þessir rifflar v æru því í eðli sínu mjög ólíkir. Vitnið kvað AR upphaflega hafa staðið fyrir Assault Rifle en svo væru til fleiri útgáfur af því, s.s. ArmaLite Rifle. Ef riffillinn komi með heilt hlaup þurfti að opna hlaupið fyrir gasið og ef hanni komi án gaspípunnar þur fi að verða sér út um hana eða smíða sjálfur til þess að hann virki sem hálfsjálfvirkur. Ekki sé erfitt fyrir þá sem séu flinkir í höndunum að gera þetta. Þá sé hægt að breyta vopninu í að vera alsjálfvirkt með hjálparstykki, eins og t.d. swift - link. Honum væri ætlað að blokka ákveðinn búnað í gikkverkinu sjálfu þannig að ekki þurfi að sleppa gikknum til að vera tilbúinn fyrir næsta skot. Þegar hann hefði fengið AR - 15 vopnið til skoðunar hefði gaspípan verið áföst og vopnið þannig hálfsjálfvirkt. Við prófan ir hefði vopnið virkað ljómandi vel sem slíkt. Aðspurður kvaðst hann giska á að hægt væri að tæma eitt magasín með 30 skotum á 10 sekúndum. Ekki yrði hins vegar séð að átt hefði verið við AK - 47 riffilinn. Vitni, lögreglufulltrúi nr. P , greindi frá skoðun á borðtölvu og fartölvu ákærða Sindra . Hann hefði skoðað textaskjöl og netnotkun en aðrir hefðu skoðað video og ljósmyndir. Á fartölvunni hefði einkum verið efni tengt skotvopnasmíðum, bæði hvað varðaði skjöl og netsögu. Borðtölvan hefði verið öllu umfang smeiri. Þar hefðu verið skjöl sem vörðuðu hægriöfgahyggju, t.d. manifesto Breiviks og The Great Replacement. Einnig hefðu verið skjöl tengd skotvopnasmíði; pdf - skjöl, ljósmyndir, video og prentskipanir fyrir þrívíddarprentun á skotvopnum. Þá hefði verið ei tt skjal um hvernig setja ætti saman sprengju. Á vafrasögu þeirrar tölvu hefðu verið ummerki um að leitað hefði verið eftir lögreglufatnaði og lögreglubúnaði hvers konar, tetra - talstöðvum, lögreglumerkingum og aðgerðabúnaði, s.s. hönskum, hjálmum, hnéhlífu m og skotheldum vestum. Jafnframt hefði verið leitað eftir hvernig ætti að búa til skotheld vesti, smíða dróna, og ummerki um leit að grímu sem kölluð sé skull mask sem sé í raun buff með hauskúpugrímu eða hauskúpukjálka, en þetta tengdist hægriöfgastefnu. Einnig hefði verið leitað eftir hvernig ætti að verða sér úti um eitur og búa til eitur, blásýru og rísín. Ýmis skotvopnatengd leit hefði farið fram, t.d. um hvernig ætti að setja saman skotvopn. Mikið hefði verið farið inn á síður um erlendar skotárásir og aðila tengdum slíku. Þetta hefði verið rauði þráðurinn í netsögu tölvunnar. Eitthvað annað hefði þó verið þar að finna, t.d. fréttasíður, en þetta hefði verið þemað í netsögunni. Aðspurður 53 kvaðst hann myndu hafa tekið það fram í skýrslu sinni ef um vær i að ræða svokölluð one drive skjöl, en það komi fram í slóðarheitinu. Ekki hefðu sést ummerki um kaup eða pantanir. Farið hefði verið inn á vefsvæðið [...] sem sé svæði sem geymi ýmislegt sem finnist ekki við almenna leit. Þar hefði verið leitað eftir Bre nton Tarrant og Christchurch og m.a. leitað að upprunalegu upptökunni af árásinni í Christchurch. Á tölvunni hefði verið með myndavél á sér og tekið atburðina upp frá upp hafi til enda. Þá hefði verið farið inn á síðu með ofbeldisfullu efni. Annað efni hefði verið í miklum minnihluta. Erfitt sé að segja til um hve lengi staldrað hafi verið við hverja síðu þar sem hægt sé að hafa marga vafra opna í einu. Á tímabilinu 28. ágú st til 8. september 2022 hefði verið leitað að drone kit á Ali Express, gps - tækjum fyrir dróna o.fl. slíku. Í tölvunni hefði verið að finna skjal sem kallað hefði verið Innkaup sem stofnað hefði verið 25. ágúst 2022 og síðast farið inn á 12. september. Í vafrasögunni frá 20. júní til 19. september 2022 hefði verið að finna leit að ýmiss konar aðgerðabúnaði. Leitað hefði eitthvað annað komið á milli. Vitnið var spurt u komið upp þegar stýrikerfið eða forrit snerti skrána, s.s. við að opna, draga eða hægrismella á hana. Til þess að vera fullviss um hvað hefði verið gert þyrfti að kafa dýpa í tölvuna. Vitni, lögreglufulltrúi nr. Q , greindi frá skoðun á síma ákærða Sindra. Hann hefði skoðað ljósmyndir og vafrasögu og gert sérstaka skýrslu um leit og heimsóknir á síður á netin u varðandi hinsegin daga og skýrslu varðandi leit að lögreglufatnaði, en í símanum hefði verið að finna þrjár ljósmyndir frá 13. ágúst 2022, t.d. mynd af skófatnaði lögreglumanns. Þann sama dag hefði ákærði skoðað myndir af fatnaði og merkjum lögreglu. Vit nið hefði einnig gert skýrslu um leit og heimsókn á síður á netinu varðandi Anders Breivik og manifesto hans. Ákærði hefði haft manifesto Breiviks í símanum sínum, en það væri 1518 blaðsíður. Vitnið hefði einnig gert skýrslu um árshátíð lögreglumanna sem h efði verið skoðuð. Þá hefði hann gert skýrslu varðandi leit á drónum á netinu. Síður tengdar drónum hefðu verið skoðaðar 48 sinnum á tímabilinu 1. júní til 12. september 2022. Ekki hefðu sést nein merki um kaup á búnaði. Þá hefði verið að finna mynd af sta rfsmannaskírteini lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í síma hans. Vitnið kvaðst einnig hafa skoðað vafrasögu í borðtölvu ákærða Ísidórs. Þar hefði verið skoðuð þrívíddarprentun, gyðingar, helförin, samkynhneigð, barnaníðingar, sterar, vopn, AR - 15 rifflar, tactical búnaður og öfgahyggja. Þá hefði vitnið skoðað myndbönd úr tölvunni en þar hefðu t.d. verið myndbönd tengd ýmsu öfgaefni, nasisma og því að 54 helförin hefði ekki átt sér stað. Þá hefði verið mikið af mjög óhugnanlegum myndböndum varðandi aflífun á f ólki og limlestingar. Tímabilið sem hefði verið skoðað hefði verið frá júlí eða ágúst 2022. Vitni, sérfræðingur hjá héraðssaksóknara nr. R , greindi frá skýrslum sínum um síma ákærða Sindra. Vitnið kvaðst hafa skoðað myndbönd í símanum og skrifað skýrslu r um þau sem hún hefði talið varða málið. Þar hefði m.a. verið að finna myndbönd af skotæfingum þar sem ákærðu sjáist skjóta úr rifflum. Þá séu þar myndbönd þar sem nasistar komi fyrir, myndband af skotárás í Halle í Þýskalandi þar sem maður að nafni Steph an Balliet sjáist reyna að komast inn í bænahús gyðinga vopnaður riffli. Hann komist ekki inn þar sem hurðin standi á sér en snúi sér við út á götu og skjóti þar konu. Hann fari svo inn á veitingastað þar sem riffillinn standi á sér en hann skjóti síðan ei nn eða tvo einstaklinga inni á veitingastaðnum. Einnig sé þar að finna myndband af skotárás í Buffalo í New York fylki í Bandaríkjunum þar sem Payton Gendron hefði farið inn í verslun og skotið alla sem á vegi hans urðu, en þegar hann hefði komið að hvítum karlmanni sem var mjög hræddur og lá í hnipri á gólfinu með hendurnar uppi hefði hann símanum en þar sjáist maður að nafni Brenton Tarrant fara inn í mosku í Christchu rch á Nýja Sjálandi og skjóta alla sem urðu á vegi hans með riffli. Hann fór svo út úr moskunni í bílinn sinn, skipti um riffil og fór aftur inn og skaut sama fólk aftur. Hann sjáist svo fara út eftir þetta og skjóta konu úti á götu áður en hann fari upp í bílinn sinn og keyri burt. Þá sé þarna mynd, sem líklega sé live mynd, af texta sem Brenton Tarrant skrifaði á spjallsíðu á netinu stuttu áður en hann fór inn í moskunar. Einnig hefði verið myndband úr skotvopnaverslun frá 14. maí 2022 þar sem ákærði Sind Í tölvu ákærða Ísidórs hefðu fundist tvö myndbönd tekin í bílferð inn á byggingarsvæði við spítalann á Hringbraut. Þau hefðu fundist í möppu í tölvunni sem héti dropbox. Þau virtust vera tekin úr myndavél í mæl aborði bíls þannig að ekki sjáist hver aki heldur einungis hvert bíllinn sé að fara. Fyrra myndbandið byrji við stórmoskuna í Skógarhlíð á fallegum sumardegi og það sjáist hvernig bílnum sé ekið áfram um Skógarhlíð og beygt til vinstri inn Flugvallaveg og haldið áfram. Seinna myndbandið sé sambærilegt en ekið sé inn á byggingarsvæði spítalakjarnans við Hringbraut. Þessi myndbönd virðist hafa verið vistuð þarna 17. maí 2022 og síðast opnuð 19. september 2022. Í dropbox möppunni hefði jafnframt verið að finna ýmislegt annað efni, m.a. Vitnið greindi jafnframt frá skoðun á skjalinu The Great Replacement. Þetta sé manifesto eða stefnuskrá Brenton Tarrants. Skjalið sé 87 blaðsíður að lengd þar sem hann fjalli um að fjöldi innflytjenda í vestrænum samfélögum og lág fæðingartíðni hvíta 55 kynstofnins sé valdur að því sem hann kalli þjóðarmorð hvíta kynstofnins. Hann greini frá því að hann líti á innflytjendur sem einhverskonar innrásarher og sérstaklega innflytjendur af öðrum kynstofni en þe im hvíta. Hann segi að hvítir karlmenn verði að grípa til róttækra aðgerða, annars verði þeir minnihlutahópur í eigin samfélagi. Hann bendi á að almennt sé farið mjög illa með minnihlutahópa og þetta komi að lokum til með að eyða hvíta kynstofninum. Hann s egist líta til norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik og segist vera þjóðernissinnaður egó fasisti. Þá segist hann hafa byrjað að skipuleggja árásirnar í moskurnar í Christchurch á Nýja - Sjálandi tveimur árum áður. Hann sé ástralskur að uppruna en hafi flust til Nýja Sjálands tveimur árum fyrr. Upphaflega hefði hann ætlað sér að gera þessar árásir í Ástralíu en hann hefði valið moskunar í Christchurch þremur mánuðum fyrir árásina. Fréttir af voðaverkum Tarrants hafi borist um allan heim. Þá greindi vitn ið frá skýrslu um texta sem ákærði Sindri hefði sent ákærða Ísidór úr ritinu European Declaration of Independence sem sé manifesto Anders Breivik. Textinn sé tekinn úr kafla þar sem Breivik fjalli um clandestine cell eða einhvers konar leynisellur og einhv erskonar justiciar knights eða réttarriddara. Um sé að ræða litla hópar af einstaklingum, jafnvel einn eða tvo, sem séu ekki með eiginlega stigskiptingu heldur taki það upp á sitt einsdæmi að vera hópur þannig að náist einn slíkur hópur leiði það ekki til þess að annar slíkur hópur finnist. Vitnið kvaðst hafa kynnt sér manifesto Breiviks ítarlega. Þar byrji hann á að tala um það sem hann kalli menningar - marxista sem hann telji bera ábyrgð á hnignun vestrænna samfélaga. Hann sé mjög ósáttur við hvernig samfé lagið hans og önnur vestræn samfélög hafi þróast undanfarna áratugi. Hann tali í því sambandi um skort á siðgæði, hnignun fjölskyldunnar, fíkniefnaneyslu, öfgafemínisma og innflytjendur. Mikil umfjöllun sé um innflytjendur og virðist honum sérstaklega vera í nöp við innflytjendur frá austurlöndum nær eða mið - austurlöndum. Hann sé gríðarlega ósáttur við að geta ekki tjáð skoðanir sínar og telji að hann og skoðanasystkini hans séu í þeirri stöðu í samfélaginu að ef þau lýsi skoðunum sínum verði þau útskúfuð o g rekin úr vinnu. Hann sé því að vekja athygli á málstað sínum með þessum hætti af því að honum séu ekki aðrar leiðir færar. Ritinu sé skipti í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum fari Breivik yfir hugmyndafræði, taki ýmis dæmi og fari yfir sögu íslam út frá sín um forsendum. Í öðrum hluta fari hann yfir vanda Evrópu en hann segi lýðræðislega baráttu fyrir evrópskri menningu tapaða. Hann leggi til og leiðbeini lesandanum hvernig hann geti beitt hernaði til þess að ná markmiðum sínum að eyða menningar - marxistum sem beri ábyrgð á öllu því sem hafi farið úrskeiðis í samfélaginu. Þriðji hlutinn séu leiðbeiningar um hvernig eigi að fremja hryðjuverk. Þetta sé ekki eins og uppskrift heldi setji hann fram allskonar hugmyndir um aðila til að ráðast á, hvar og með hvaða hæt ti, þannig að það sé í höndum þeirra sem ætla að framkvæmt hryðjuverk að velja. 56 Í síma ákærða Sindra hafi verið skjáskot úr manifestoi Breiviks. Þar sé fjallað um einhvern sem nái einkennisbúningi réttar - eða dómsriddara og þar sjáist merki sem lýsi stöðu sem slíkur riddari fái en Breivik sjálfur sé með merkið á öxlunum. Þá sé fjallað um hvernig hægt sé að verða sér úti um þessi föt og hvernig þau eigi að vera en þetta sé einhvers konar hátíðarbúningur. Í manifestoi Breiviks sé að finna kafla þar sem fjal lað sé um að beita því sem hann kalli villandi aðferðir í skæruhernaði í þéttbýli. Þar tali hann um að dylja markmið sín, t.d. með því að benda á einn stað á meðan raunveruleg skotmörk séu annars staðar, líkt og hann sjálfur hafi gert. Hann mæli með því að dulbúa sig sem lögreglu, það geti skapað rugling og hik sem geti keypt hið minnsta 1 - 2 sekúndur. Þær sekúndur geti skipt sköpum og í því samhengi tali hann um tvö skot í höfuðið. Hvetji hann lesandann til að gera alvarlega tilraun til þess að útbúa lögreg luskírteini en hann hafi sjálfur verið klæddur í lögreglubúning þegar hann gerði sínar árásir með lögregluskírteini um hálsinn. Mynd af lögregluskilríkjum hafi fundist í síma ákærða Sindra en hún hafi verið tekin í júlí 2020. Í skýrslu um samskipti ákærðu Sindra og Ísidórs á Signal komi fram að þar sé að Þorvaldur segist vera búinn að fyl gja uppskriftinni og er tilbúinn að maka þessu á Ísidórs. Textinn væri úr kafla sem fjallaði um efnavopn. Þar væru leiðbeiningar um hvernig eigi að framleiða rísín sem Br eivik segi mjög eitrað og engin læknismeðferð til við. Hann tali um að sprauta því inn í byssukúlur. Vitni, lögreglufulltrúi nr. S , kvaðst hafa komið að málinu á upphafsstigum þess. Hann hefði farið yfir talsvert af rafrænum gögnunum og gert skýrslur um staðsetningar á ljósmyndum. Hann hefði fært inn í skýrslur upplýsingar sem fylgdu myndum og skráð staðsetningar eftir hnitum sem þar kæmu fram. Þar sem fram komi að um sé að ræða myndskeið geti verið um það að ræða að sumar myndir á iPhone taki stutt mynds keið sem sé í raun ljósmynd, live - ljósmynd. Mynd af skófatnaði lögreglumanns væri t.d. live - ljósmynd. Þá staðfesti vitnið að leitað hefði verið að orðinu blindness í leitarvél í símanum 21. ágúst 2022. Í skýrslu hans kæmi fram hvernig þetta birtist á tímal ínu símans. Þá hefði verið að finna myndskeið í símanum þar sem hleypt hefði verið af vopni níu skotum á sekúndu. Hann vissi ekki hvaða vopn væri um að ræða en gerði ráð fyrir að það væri eitthvað af haldlögðu vopnunum. Þá væri þar myndskeið frá 10. ágúst af ákærða Ísidór með þrívíddarprentað skotvopn þar sem skotið væri 9 skotum á fimm sekúndum. Vitni, lögreglumaður nr. T , greindi frá skýrslu sinni um þrívíddarprentan íhlut í byssu sem fannst heima hjá ákærða Sindra. Vitnið kvað þetta líkjast mjög teikni ngu af 57 Derringer - skammbyssu sem væri lítið einskota vopn. Þá greindi hann frá skýrslum um minniskort þar sem hefði verið að finna teikningar af ýmsum skotvopnapörtum sem hægt væri að setja í þrívíddarprentara. Í hverri skrá væru teikningar af ákveðnum hlut en heiti hlutanna sæist í nöfnum skránna. Vitni, lögreglufulltrúi nr. U , greindi frá tveimur skýrslum sínum vegna rannsóknar á tölvum ákærða Ísidórs. Hann starfaði í tölvurannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og þeim hefði borist beiðni um a ðstoð við rannsókn málsins. Hann hefði aðstoðað við húsleit á heimili ákærða Ísidórs. Þegar hann hefði komið hefði leitin verið hafi n en borðtölva verið í gangi inni í herbergi og hann hefði keyrt á hana ákveðin hugbúnaðartól til þess að tryggja að hún væri ekki dulkóðuð, þannig að hægt væri að slökkva á henni og taka hana til lögreglu til frekari afritunar og síðar til skoðunar. Þá hef ði hann tekið afrit af vinnsluminni tölvunnar, en ekki hefði reynst sérstök þörf á að skoða það að ráði. Hann hefði síðan afritað haldlagðan búnað og skoða með þeim forritum sem lögregla hafi yfir að ráða. Í ljós hefði komið að skrám hefði verið eytt af tv eimur af þremur af hörðum diskum af borðtölvunni af notandanum isido þann 20. september 2022. Hluti þessara skráa hefði m.a. bent til þrívíðrar prentunar á skotvopnum, út frá heitum skránna og tengingum við önnur gögn. Það sem eytt hefði verið hefði verið á C - drifi tölvunnar. Þar hefði verið um að ræða möppuna D3 - prent og undirmöppur hennar. Þetta sé desktop mappa notandans sem liggi á skjánum og notandinn sjái. Þar sjáist ýmis heiti og skrár tengdar þessum heitum hefði síðan verið að finna í þessum möppum. Einhverjum skrám hefði líka verið eytt úr niðurhalsmöppum. Tveimur skrám og þremur möppum hefði verið eytt af D - drifi. Hlekkir hefðu verið inn á one drive möppur. Þar hefði verið að finna skjalið Sterar innkaupalisti.xls, dropbox, bækur og New Folder. Inn i í New Folder möppunni hefðu verið skrár af gerðinni G - Code sem sé það sem gerist þegar búið sé að framleiða eða opna þrívíddarmynd í þar til gerðu forriti, þá verði til prentaraskipanir sem séu eins og hnit fyrir þau mörgu lög sem þurfti til þess að bygg ja upp hlutinn. Þessar G - Code skrár og heiti þeirra hafi borið með sér að vera íhlutir vopna. Í það heila hefðu þetta verið tæplega 18.000 skrár sem hefði verið eytt af D - drifinu. Í tölvunni hefði verið uppsett þrívíddarforritið Ultimaker Cura. Það taki v ið þrívíddarteikningum og síðan sé hægt að stilla þær út frá þeim þrívíddarprentara sem sé notaður til þess að fá G - Code skrá. Forritið hafi verið sett upp 3. október 2021 og síðast verið notað 8. september 2022 kl. 19:47. Í annarri skráningu liggi fyrir n íu skráningar á notum á þessu forriti og í notkunarskráningu stýrikerfisins séu 52 skráningar um að skrár hafi verið opnaðar með þessu forriti. Þá hafi forritið Gyazo sem sé bæði til fyrir farsíma og tölvur verið sett upp í tölvunni 28. apríl 2019 og notað 569 sinnum. Forritið hefði síðast tengst netinu 12. september 2022 kl. 20:50. Eins sé samskiptaforritið Signal 58 desktop uppsett í tölvunni. Það hefði verið sett upp 20. maí 2022 og notað 1008 sinnum, síðast 20. september 2022 kl. 10:12 en fjarlægt úr tölvu nni eftir það. Samskiptin í því séu dulkóðuð sem þýði að hugsanlega sé hægt að skoða þau þegar tölvan sé í gangi en þau fari dulkóðuð á milli aðila. Netvafrinn Waterfox hafi einnig verið uppsettur en hann skrái ekki vöfrunarsögu. Þá hafi þarna verið forrit ið Meltytech Shortcut Video Editor sem sett hafi verið upp 8. febrúar 2021 og fundist hefðu verkferlaskrár sem segi til um með hvaða hætti forritið hefði verið notað við uppbyggingu mynda, en það hefði verið notað fimm sinnum. Einnig hefði þar einnig verið Vegas Pro sett upp 10. febrúar 2021 sem hefði verið notað 26 sinnum. Þá hefði forritið CCleaner, sem væri nokkurs konar tiltektarforrit, verið í tölvunni, sett upp 7. desember 2021. Það hreinsi bæði af hörðum diskum og í stýriskerfisskráningum og geti yfi rskrifað skrár á þeirra svæðum á hörðum diskum. Þegar skrá sé úthlutað svæði á hörðum disk skráist það í skráartöflu eða með staðsetningu og ítarupplýsingum um hverja skrá fyrir sig. Ef skrá sé eytt með hefðbundnum hætti sé það eina sem gerist að hún sé me rkt sem eydd og það verði til aðrar skrár. Ef þessu sé ekki eytt úr ruslafötunni séu skrárnar ennþá til staðar en engin vísun á þær í efnisyfirliti skráa. CCleaner hefði verið keyrður á tölvunni 18. september 2022 kl. 20:52 og á D - drifinu 19. september 202 2 kl. 22:14. Þetta forrit sé ekki algengt almennt séð en þó innan ákveðinna hópa. Vitnið benti á að skráningin á last accessed eigi ekki endilega við hvenær skrá hafi síðast verið opnuð. Það geti t.d. verið um að ræða að vírusskönnun eða að annað forrit snerti forritið þannig að skráningin breytist. Vitni, fulltrúi við Europol nr. V , teymisstjóri í hryðjuverkadeild , kvaðst hafa komið að málinu á upphafsstigum ásamt starfsmönnum hryðjuverkadeildar. Deildin ynni einkum í tengslum við hægri - öfgahyggju og v eitti stuðning við aðildarríki og þriðju aðila, s.s. bandarísku alríkislögregluna, Kanada, Bretland, Ástralíu og Nýja - Sjáland . Hann bæri ábyrgð á tveimur skýrslum Europol í málinu frá 26. október og 2. nóvember 2022, sem innihaldi upplýsingar um samskipti tveggja manna og áætlanir þeirra um að fremja hryðjuverk. Hann kvaðst standa fullkomlega við niðurstöður í báðum skýrslunum um það að íslenska lögreglan hefði komið í veg fyrir hryðjuverk. Haft hefði verið samband við hann af tengilið íslensku lögreglunnar við Europol. Dagana 10. - 13. október hefðu þeir farið yfir gögnin um samskipti á milli ákærðu. Europol hefði síðan skilað skýrslunum þar sem settar hefðu verið fram niðurstöður þeirra og sjónarmið en það væri síðan í höndum rannsóknaraðilanna að fylgja því eftir. Þeir gætu tekið sjónarmið þeirra og ályktanir og nýtt til frekari rannsókna. Niðurstöðurnar væru hins vegar það sem þeir telji með hliðsjón af sérhæfingu þeirra. Ef horft sé til þeirra sönnunargagna sem hann hefði séð og þau borin saman við önnur ö fga - hægri mál sem hann hefði skoðað þá telji hann víst að árás hefði átt sér stað. 59 Spurður hvernig fæðubótarefni, prótein og sterar, sem fundust heima hjá ákærða Ísidór tengist málinu kvað hann þessi sérstöku fæðubótarefni vera þau sömu og Anders Breivik hefði notað. Sterar komi jafnframt fram í áætlun Breivik. Vitnið kvaðst telja að ákærðu hefðu verið að herma eftir Breivik, sem þeir hefðu dáð, en þetta væri einungis eitt af mörgum atriðum sem gefi til kynna að þeir hefðu verið að fylgja áætlun Breiviks. Spurður um samskipti ákærðu um árshátíð lögreglunnar kvaðst hann telja það hafa verið mögulegt skotmark þar sem þeir hefðu getað litið svo á að lögreglan væri á einum stað meðan árás ætti sér stað annars staðar. Talið hefði verið mögulegt að ákærðu hefðu aðgang að félagsaðsetri en það hefði verið undir rannsakendum málsins komið að komast að því hvort svo væri eða hvort eigandi félagsaðsetursins hefði aðstoðað við skipulagningu hry ð juverkaárásarinnar. Slíkt félagsaðsetur væri ekki skilyrði þess að fremja hryðjuverk og engu breyti um afstöðu hans hvort það hafi verið til staðar eða ekki. Eftir skil á skýrslunum hefði Europol einungis fengið fregnir af stöðu rannsóknarinnar en þeirra stuðningur hefði snúist um að koma á auga á mögulega árás. Vitnið hefði he yrt af því í síðustu viku að hringingar ákærða Sindra, sem talar hefðu verið til að kanna viðbragðstíma lögreglu, hefðu verið skýrðar með öðrum hætti. Það hefði ekki áhrif á niðurstöðuna. Vitnið kvað Europol notast við kerfið pathway to violence við mat á hryðjuverkahættu, auk þess sem mál séu borin saman við eldri hryðjuverkamál. Þegar þeir hefðu metið hættuna af ákærðu hefðu þeir notast við leiðarvísi frá leyniþjónustu Nýja - Sjálands. Spurður hvort hann gæti sagt til um hvers konar árás væri yfirvofandi eða hvenær sagði vitnið að algengt væri að ekki væri búið að ákveða dagsetingu fyrirfram. Það væru t.d. dæmi um að árásamaður ákvæði dagsetninguna samdægurs. Hryðjuverkamaðurinn Brent Tarrant hefði t.a.m. ákveðið daginn þegar hann hefði ekki átt neina sjó ði eftir. Það sem hægt væri að fullyrða væri að um væri að ræða ofbeldisfulla hægri - öfga hryðjuverkaárás með mörgum dauðsföllum. Skotmarkið væri einnig oft óljóst. Breivik hefði t.d. verið með 62 skotmörk á sínum lista og Tarrant hefði verið að skoða önnur skotmörk til að ráðast á, en minnkað þau niður í tvö á síðustu stigum undirbúningsins. Skotmörkin geti verið múslimar, LGBTQ+, gyðingar, stjórnvöld eða allir sem þeir líti á sem svikara. Vitni, lögreglufulltrúi nr. Á , greindi frá rannsókn sinni á tölvu ákærða Ísidórs. Búið hefði verið að eyða mörgum skrám úr tölvunni í september 2022. Eytt hefði verið skrám tengdum þrívíddarprentun á vopnum og efni sem tengdist hryðjuverkum og hryðjuverkaárásum. Almennt hefði þar verið mikið af öfgaefni, hryðjuverkatengd u efni og efni sem tengdist framleiðslu á þrívíddarprentuðum vopnum. Þar hefði verið að finna 60 myndbönd frá hryðjuverkaárásum og manifesto frá þekktum hryðjuverkamönnum, t.d. myndbandið frá Brenton Tarrant í Christchurch og myndbandið frá Halle í Þýskalandi þar sem maður hefði reynt að ráðast inn í bænahús gyðinga og síðan drepið fólk úti á götu og inni á veitingastað. Þar hefðu verið manifesto frá Anders Breivik, Brenton Tarrant og svokölluðum Unabomber, Theodore Kaczynski. Einnig hefði þar verið að finna m ikið af öfgaritum eða ritum með skírskotun til hægriöfga, t.d. Militant Accelerations þar sem settar séu fram tillögur að undirbúningi fyrir árás og þekktir hryðjuverkamenn séu dásamaðir. Jafnframt hefði þar verið rit um hugmyndafræði sem kallist siege og rit frá James Mason sem sé aðili að hryðjuverkasamtökunum The Order. Þá hefði verið mikið um svokölluð memes sem séu myndir með áróðri og ofbeldisfullum skilaboð gagnvart ýmsum hópum, oft minnihlutahópum eins og gyðingum, samkynhneigðum, þeldökkum o.s.frv. Mjög mikið hefði verið af ofbeldisfullum myndböndum, svokölluðum gore myndböndum þar sem fólk sé aflimað og þess háttar. Einnig hefðu þar verið samanklippt myndbönd þar sem búið hefði verið að klippa saman skilaboð, ofbeldi eða áróður og setja undir tónli st og texta. Þá hefði verið að finna word - skjal með heitinu Manifesto sem stofnað hefði verið í tölvunni 10. september 2022 og síðast opnað 20. sama mánaðar. Þar væri sérstaklega talað um acceleration, eða að flýta fyrir. Þá væri umfjöllun um minnihlutahóp a, sérstaklega homma. Á tölvunni hefði verið að finna rasíska tónlist frá austurrískum tónlistarmanni sem hafi hlotið dóm þar í landi fyrir hatursfulla tónlist og hvatningu til ofbeldis. Tónlist þessa manns hefði t.d. verið spiluð undir í myndböndum þekkt ra hryðjuverkamanna. Jafnframt hefði verið að finna möppu með heitið 14. Það væri hægriöfgatilvísun og vísaði í fourteen word sem væri slagorð frá David Lane úr siege hægriöfgahreyfingunni. Í þeirri möppu hefði mátt finna öfgar. Þar hefði m.a. verið myndb hryðjuverkasamtökunum Atomwaffen Division. Mest af þessu efni hefði orðið til á árunum 2020 - 2022. Þótt meira efni hefði verið á tölvunni þessu ótengt hefði framangreindur málaflokkur verið afgerandi. Annað efni hefði mestmegnis verið fræðirit og fræðimyndbönd. Myndbandið af hryðjuverkaárásinni í Christchurch hefði verið sótt 2. maí 2020 og virtist hafa verið opnað tvisvar sinnum 20. september 2022. Þá hefði ákærði notað merkið sonnenra d sem skjáhvílu í símanum sínum og tölvunni, en það sé merki sem hægriöfgafólk noti. Þetta merki sé t.d. að finna á forsíðu manifestos Brenton Tarrants. Vitnið staðfesti skýrslu sína um samvörun málsins við manifesto Anders Breivik. Skýrslan fjallaði um þ rjá kafla um vopn, taktískan búnað og varnarbúnað. Mjög margt hjá ákærðu hefði farið heim og saman við umfjöllun Breiviks, bæði það sem hefði komið fram í samtölum þeirra, í haldlögðum gögnum og svo öðrum rafrænum gögnum, t.d. vafrasögu. Þar hefði t.d. ver ið um að ræða vopn eða varnarbúnað sem Breivik legði til. 61 T.d. hefði verið leitað að nákvæmlega sama varnarbúnaði og ákærðu hefðu rætt saman um teflon en Breivik hefði mikið fjallað um að teflonhúða byssukúlur svo þær fari í gegnum varnarvesti. Þá hefði mi kið verið fjallað um lögreglumerki með frönskum rennilás. Breivik tali um að útvega sér þau og sjá megi á samtali milli ákærðu að ákærði Sindri tali um að hann þurfi að redda efri partinum og sendi vefslóð eða mynd af síðu með svona lögreglumerkjum og spyr ji meðákærða hvort hann geti útvegað svona fyrir sig og sendir næst mynd af merki sérsveitar á nærmynd af öxl sérsveitarmanns þar sem búningurinn sést. Þá staðfesti vitnið aðra skýrslu um samsvörun við kafla um sprengiefni úr manifesto Breiviks. Margt úr málinu ætti sér samsvörun við þennan kafla. Ákærðu hefðu t.d. átt samtal um Sodium Hydroxide sem oft væri minnst á í ritinu í tengslum við sprengjugerð. Ákærði Sindri tali um að sig vanti þetta efni. Þá sé mikið talað um áburð en Breivik hafi notað áburðar sprengju. Ákærði Sindri hefði sent mynd af áburði til meðákærða. Hann hefði jafnframt leitað að anfo bomb sem sé sprengja sem Breivik fjalli um. Breivik tali einnig um handsprengjur sem jafnframt sé fjallað um í samtölum ákærðu og sjá megi leit að þeim í v afrasögu ákærðu. Vitni, sérfræðingur nr. É hjá ríkislögreglustjóra, sérfræðingur í greiningum og áhættumati á ofbeldishegðun einstaklinga, greindi frá tveimur skýrslum sínum í málinu. Önnur skýrslan væri unnin upp úr samskiptum á milli ákærðu. Í samskipt um þeirra að kvöldi 28. ágúst 2022 væri talað um shock attack, class a og b óvini og að senda fimm dróna út í einu. Þessi þrjú atriði eigi öll samsvörun í manifestoi Breiviks. Þar sé t.a.m. talað um a og b traders. Það séu einstaklingar í samfélaginu sem m eð beinum eða óbeinum hætti eigi að hafa stuðlað að niðurrifi evrópskrar menningar eða stuðlað með einhverjum hætti að innflutningi múslima eða koma í veg fyrir að hægt sé að vinna gegn innflutningi innflytjenda til landsins eða landanna sem um ræði. Ákærð u tali um drónaárásir á óvini og noti orðalagið um a og b klassa óvini. Í manifestoi Breiviks sé talað um shock attack sem séu árásir sem ætlað sé að skapa glundroða eða óöryggi í samfélaginu, en séu ekki endilega aðal skotmarkið. Ákærðu tali um að nota fi mm dróna í einu fyrir svona shock attack árásir. Það hefði ekki verið gert áður og myndi skapa mikinn glundroða og vekja mikla eftirtekt í samfélaginu og verða heimsfréttefni. Þá hefðu þeir talað um ákveðin skotmörk fyrir þessar árásir og hefðu m.a. sett i nn hnit lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Hjá Breivik sé fjallað um að vera snöggur á milli þessara fimm skotmarka til að ná þeim öllum og verða ekki handsamaður á milli. Skotmörkin þurfi að vera vel varin og ekki of öflug þannig að hægt sé að lenda í va ndræðum eftir þau. Spurð um alvarleika samskiptanna milli ákærðu kvað vitnið nauðsynlegt að sjá allt samhengið þegar samskiptin væru metin. Þá þurfi að skoða þau í samhengi við tilefni, 62 getu, vopnaeign, áhuga á vopnum o.s.frv. Þegar allt væri metið heilds tætt teldi vitnið að um væri að ræða alvarleg samskipti. Mjög þekkt sé að þeir sem tilheyri svokallaðri hægriöfgastefnu noti svartan húmor, memes og annað slíkt og jafnvel geti það einkennt samskiptin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi gefið út skýrs lu um þetta árið 2021 sem kallist It´s not funny anymore - Far - gefið til kynna að þetta sé vel þekkt og geti jafnvel leitt til ofbeldis og normalíseringar ofbeldis í framhaldinu. Samskipti ákærðu í samræmi við öll gö gn málsins gefi ekki annað til kynna en að það séu alvarleg samskipti. Þótt yfirborðið líti út fyrir að vera svartur húmor eða kaldhæðni geti inntak samtalanna verið alvarlegt þegar það sé metið í samræmi við önnur gögn málsins. Þá staðfesti vitnið skýrsl u sína sem fjallaði um samhengi málsins við kafla úr manifesto Breiviks um þjálfun hermanns. Vitnið kvað þetta geta virst saklaust ef tekinn væri partur úr þessu en þegar um sé að ræða nákvæmar og ítrekaðar samsvaranir milli þess sem verið sé að skipuleggj a og ræða um við manifesto Breiviks líti þetta út fyrir að verið sé að fara eftir fyrirmælum Breiviks. Í ritinu sé það nákvæmlega útlistað hvernig best sé að þjálfa sig fyrir bardaga, þannig að maður geti borið búnað sem sé allt að 40 kíló með hlífum og vo pnum og öllu því sem þurfi til að lifa sem lengst af. Samsvaranir við lýsingar hans sé að finna í samtölum ákærðu. Þeir tali t.d. um að æfa með þyngingarbúnað og það geti verið of áberandi á Esjunni. Breivik tali einmitt um að varast að aðrir fari að setja spurningamerki við búnaðinn og láta vita. Breivik tali um að nota prótein til þess að hjálpa sér að komast í form og mæli með ákveðnu próteindufti sem fáist t.d. í [...] . Þetta sama próteinduft hafi fundist heima hjá ákærða Ísidóri sem sé áhugavert í samh engi við allt hitt. Þá hefði Breivik talað um það sem mjög góðan kost að vera á sterum. Í gögnum frá ákærða Ísidóri megi sjá innkaupalista fyrir stera með verðum og hann hefði verið með excel - skjöl þar sem einn flipi hefði innihaldið æfingaprógramm og anna r prógramm fyrir sterainntöku. Þar hefði verið um að ræða sams konar stera og Breivik hefði mælt með. Ákærði Ísidór hefði einnig sent 12 vikna steraprógramm til ákærða Sindra. Þá hefði Breivik talað um að gott væri að nota sambland af efedríni og koffíni t il að auka styrk og úthald. Efedrín hefði verið á innkaupalista ákærða Ísidórs og hann hefði rætt um það við ákærða Sindra að útvega efnið. Fjallað sé um aðgerðaþjálfun eða tactical training í ritinu. Það sé mjög gott að vera í byssuklúbbi og mikilvægt að þjálfa skotfimi, en líka sé hægt að þjálfa skotfimi í tölvuleikjum. Ákærði Sindri hefði skráð sig í skotklúbb í [...] til þess að æfa skotfimi. Í málinu séu nokkur myndbönd sem sýni hann æfa sig að skjóta. Þá hefðu ákærðu talað um að útvega sér sjö af níu hlutum af lista Breiviks fyrir survival kit, sem sé listi yfir hvað verði að eiga fyrir aðgerðirnar. Það eina sem ekki hefði verið rætt um væru mini - iPod og kveikjari sem ekki sé flókið að verða sér úti um. 63 Vitnið greindi einnig frá aðkomu sinni að mati l ögreglu á hættu á einstaklingsárás tengdri hryðjuverkum. Þar hefði verið farið yfir alla liði sem talað væri um í TRAP - 18 greiningarkerfinu. Ekki væri þörf á að einstaklingar tikkuðu í öll box, nóg væri að tikka í sum þeirra og staðan væri metin út frá því hvaða box það væru. Vitni, lögreglufulltrúi nr. Í við tæknideild , greindi frá skotvopnaprófun á tveimur þrívíddaprentuðum skotvopnum sem haldlögð voru í málinu. Vopnin hefðu verið flutt til rannsóknar hjá tæknideild dönsku lögreglunnar þar sem prófanir hefðu verið framkvæmdar og skýrslu skilað. Þetta hefðu verið tvær þrívíddaprentaðar byssur ásamt skotgeymum. Um hálfsjálfvirk skotvopn hefði verið að ræða með merkingunum FGC9 NK2. Samkvæmt dönskum stöðlum, sem lýst sé í skýrslum vopnasérfræðings frá Danmö rku, sé skotvopn sem nái að skjóta kúlu 80 m/sek lífshættulegt. Meðalhraði kúlnanna í þessum vopnum hefði verið yfir 300 m/sek. Byssurnar hefðu í flestum tilvikum virkað ágætlega við prófanir á þeim. Það hefðu komið upp bilanir en það hefði alltaf verið hæ gt að laga þær og skjóta úr þeim aftur. Þá hefði miðið verið nokkuð gott. Þjálfuð skytta á vegum dönsku lögreglunnar hefði séð um að skjóta úr byssunum. Hljóðdeyfir hefði verið á vopnunum en hann hefði ekki virkað sem skildi. Hann hefði verið forskrúfaður upp á hlaupið en ekki verið prófaður þar sem það hefði ekki verið talið öruggt. Hann hefði ekki verið þrívíddarprentaður heldur úr málmi. Vitni, aðstoðaryfirlögregluþjónn nr. Ó hjá ríkislögreglustjóra , skýrði frá áhættumötum á ákærðu sem unnin hefði ver ið af greiningardeild. Ýmis konar greiningartól væru notuð til að meta líkunar á ofbeldisverknaði. Eitt af því sem stuðst væri við væri svokallað TRAP - 18. Talan 18 vísaði til þess að 18 áhættuþættir væru metnir og skoðaðir sérstaklega út frá gögnum og uppl ýsingum í hverju máli. Miðað við aðferðarfræðina sem notuð hefði verið hefðu verið taldar miklar líkur á því að ákærði Sindri myndi fremja stórfellda árás eða hryðjuverkaárás, en miðlungs til miklar líkur á því að ákærði Ísidór myndi gera slíkt hið sama. Þ etta mat hefði átt sér stað fljótlega eftir handtöku ákærðu eða 5. október 2022. Undanfarin ár hefði þekking á þessu málefni aukist og greiningartól orðið til eftir rannsóknir á því hvað sé sameiginlegt við hryðjuverkaárásir og hvaða áhættuvísa mögulegt sé að nota til að stiga inn í atburðarrás þar sem hætta sé á hryðjuverkaárás. Þessi aðferðarfræði sé notuð reglulega þegar ábendingar berist um hegðun þar sem hætta sé á ofbeldi. Endurmat hefði farið fram varðandi ákærðu 4. nóvember 2022. Þá hefði verið búi ð að fara betur yfir gögn málsins en niðurstaðan hefði verið sú sama. Talið hefði verið að ýmsar undirbúningsathafnir hefðu átt sér stað, m.a. hefðu ákærðu kynnt sér og rætt saman um þekkta hryðjuverkamenn. Talað sé um átta inngripsmælikvarða en það sé lag t í hendur löggæslusérfræðinga að meta hvað margir þurfi að liggja fyrir til að lögregla 64 grípi inn í. Að mati greiningardeildar hefðu töluvert margir áhættuvísar verið til staðar í málinu. Talið hefði verið að ákveðin stigmögnun hefði orðið í samskiptum ák ærðu, en þar sé vísað til samræðna í ágúst 2022 þar sem m.a. hefði komið fram hjá ákærða Sindra að hann væri á grensunni með að fremja fjöldamorð. Þá hefði einnig komið fram stigmögnun í leitum á netinu. Einnig hefði komið fram í samræðunum að ákærði Sindr i teldi sér duga þrír mánuðir til undirbúnings þrátt fyrir að þekktir hryðjuverkamenn hefðu þurft nokkur ár í undirbúning. Litið hefði verið þannig á að skilyrði um neyð eða örvæntingu væri uppfyllt með framangreindum ummælum um að vera á grensunni og á hv aða stigi umræðurnar voru á þessum tíma. Í matinu væri einnig horft til þátt sem drægju um áhættunni en niðurstaðan engu að síður orðið sú að nægilega margir áhættuþættir væru til staðar. Vitnið kvaðst hafa verið fjarverandi þegar ákveðið hefði verið að h andtaka ákærðu. Fram hefði komið að ákærðu hefðu mögulega vitað af eftirliti lögreglu en þegar svo sé hafi eftirlit minni tilgang. Grundvallaratriði sé að tryggja öryggi almennings. Ekki væri ljóst hvert skotmark ákærðu hefði verið en þeir hefðu t.d. rætt um Gay Pride. Eftir niðurstöðu geðmats hefði verið farið aftur yfir áhættumatið. Eins og komið hefði fram hjá geðlækninum þurfi mat hans ekki að fara saman við mat lögreglu enda sé ekki verið að meta nákvæmlega sömu þætti. Þessi ofbeldisfulla öfgasena sé sérstakt svið þar sem verið sé að skoða mjög afmarkaða þætti með tækinu TRAP - 18 eða Terrorist Radicalisation Assessment Protocol. Geðmat meti hins vegar andlegt heilbrigði og sakhæfi á verknaðarstundu. Hluti af TRAP - 18 matinu séu geðræðnir sjúkdómar. Mikil andlega veikindi séu frekar letjandi þáttur sem geri mönnum illa kleift að undirbúa, skipuleggja og framkvæma hryðjuverk. Andleg veikindi sem orsakaþáttur í matinu sé ekki til staðar heldur sé það einn af áhættuvísunum sem sé metinn. Viðbúnaðarstig lögreglu vegna hættu á hryðjuverkum hefði verið hækkað í desember 2022. Fram komi í sérstökum verklagsreglum um viðbúnaðarskipulag lögreglu frá árinu 2015 að ákvarðanir um viðbúnaðarskipulag lögreglu skuli byggðar á hættumati greiningardeildar. Við matið s é horft til margra þátta og það eigi að leiða til þess að öryggi viðkvæmra staða sé tryggt. Viðbúnaðarstig lögreglu hefði verið hækkað eftir að ákærðu losnuðu úr gæsluvarðhaldi og það hefði verið einn þeirra þátta sem litið hefði verið til við matið. Viðbú naðarstigið hefði haldist óbreytt síðan þá, í miðlungi á hættustigakvarðanum, en mat á hryðjuverkaógn hefði verið samræmt á öllum Norðurlöndum að tilmælum Europol. D Niðurstöður: 65 Í III. kafla fyrri ákærunnar frá 9. desember 2022 eru ákærðu gefin sameiginlega að sök stórfelld vopnalagabrot framin síðari hluta árs 2021 fram til september 2022. Um kafla III/1 í fyrri ákæru: Í þessum ákærulið er ákærðu gefið að sök að hafa framleitt þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC auk íhluta í slík skotvopn án heimildar. Ákærðu játuðu báðir að hafa framleitt slík vopn en neituðu framleiðslu íhluta. Þeir gengust engu að síður við því að hafa framleitt þá hluta vopna sem fundust á heimili þeirra en kváðu um að ræða hluta af heilum vopnum og þeir hefðu ekki sér staklega verið að framleiða aukahluti í vopn. Myndir af umræddum íhlutum liggja fyrir í málinu og hafa ákærðu staðfest framleiðslu þeirra. Með hliðsjón af framangreindum framburði ákærðu verður litið svo á að þeir hafi í raun gengist við þeirri háttsemi se m þeim er gefin að sök í þessum ákærulið og verða þeir því sakfelldir fyrir brot samkvæmt þessum honum. Varðar háttsemi þeirra við 1. mgr. 4. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Um kafla III/2 í fyrri ákæru: Báðir ákærðu hafa játað skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem þeim er gefin að sök samkvæmt kafla III/2 í fyrri ákæru og er játning þeirra studd sakargögnum. Samkvæmt því verða ákærðu sakfelldir fyrir brot samkvæmt þeim ákærulið og varðar brot þeirra við 1. mgr. 12. gr. vopnalaga, sbr. nú 1. mgr. 13. gr. laganna. Um kafla III/3 í fyrri ákæru: Í þessum ákærulið er ákærðu gefið að sök að hafa selt og afhent a.m.k. sex þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC til a.m.k. þriggja manna, án heimildar. Ákærði Sindri játar sök að öðru leyti en því að hann kveður vopnin einungis hafa verið fimm. Ákærði Ísidór neitar hins vegar sök en kveðst hafa verið viðstaddur afhendingu á einu vopninu. Tveir menn sem tóku við þrívíddarprentuðum vopnum frá ákærðu komu fyrir dóminn. Staðfesti annar að hafa fengið afhent vopn frá ákærða Sindra en hinn kvað báða ákærðu hafa afhent sér vopn. Í samskiptum ákærðu sem fyrir liggja í málinu má sjá samtöl um þrívíddar - verð og fylgihluti. Þá liggja fyrir samski pti þar sem ákærði Sindri biður meðákærða Ísidór um að selja vopn og í framhaldinu kemur fram að ákærði Ísidór hafi verið í viðræðum við hugsanlegan kaupanda. Verður ekki annað ráðið af samskiptum þeirra en að þeir séu í sameiningu að selja vopnin og ákærð i Ísidór sé þar fullur þátttakandi. Með hliðsjón af framangreindu verða ákærðu báðir sakfelldir samkvæmt þessum ákærulið en 66 miðað verður við að vopnin hafi verið a.m.k. fimm talsins og varða brotin við 1. mgr 7. gr. og 1. mgr. 19. gr. vopnalaga . Um kafla III/4 í fyrri ákæru: Í þessum ákærulið er ákærðu gefið að sök að hafa s elt, afhent og framleitt skotfæri í þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC, til þeirra þriggja manna sem fjallað er um í síðasta ákærulið, án heimildar. Ákærði Sindri játaði að hafa selt og afhent skotfæri samkvæmt þessum ákærulið til tveggja manna, en neitaði framleiðslu þeirra. Hann hefði keypt skotfærin í verslun og látið þau fylgja vopnunum. Ákærði Ísidór neitar sök og kvaðst ekki vita hvort einhver skotfæri hefðu fylgt því vopni sem hann hefði verið viðstaddur afhendingu á. Í samskiptum ákærðu sést að ákærði Sindri sendi ákærða Ísidóri mynd af þremur kössum með 9 mm skotfærum og segir að verðið hafi verið 250.000 krónur fyrir 60 kassa. Þá liggja fyrir samskipti ákærða Ísidórs v ið hugsanlegan kaupanda að þrívíddarprentuðu skotvopni þar sem hann sendir mynd af skotvopninu, hljóðdeyfi, skotgeymum og 9 mm byssukúlum sem hann segir allt fylgja með, auk þess sem hann geti útvegað fleiri 9 mm byssukúlur. Þá liggur fyrir mynd úr síma ei ns kaupanda vopnanna af þeim ásamt fylgihlutum, m.a. tveimur pökkum af byssukúlum, en ákærði Ísidór hefur viðurkennt að hafa verið við staddur afhendingu á vopni til þess manns. Við húsleit á heimili ákærða Sindra fundust tæki sem nota má við skot færa - fr amleiðslu, m.a. skapalón fyrir 9 mm kúlur. Ákærði gekkst við því að hafa keypt sér þennan búnað en kvaðst ekki hafa notað hann. Við skýrslutöku hjá lögreglu 27. septem - ber 2022 kvaðst ákærði hafa útbúið byssukúlur á heimili [...] . Hann þvertók hins vegar f yrir það fyrir dóminum. Þar sem ekki nýtur annarra gagna um að ákærðu hafi í raun framleitt skotfæri verður ekki talið, gegn eindreginni neitun þeirra, að sönnun hafi tekist fyrir því að þeir hafi gerst sekir um skotfæraframleiðslu. Samkvæmt framangreindu verða ákærðu báðir sakfelldir fyrir sölu og afhendingu skotfæra í þrívíddarprentuð skotvopn en sýknaðir af framleiðslu þeirra og varða brot þeirra samkvæmt þessum lið við 1. mgr. 7. gr. vopnalaga. Um kafla III/5 í fyrri ákæru: Í þessum ákærulið er ákærðu gefið að sök að hafa selt og afhent íhluti, s.s. hljóðdeyfi í þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC, án heimildar. Ákærðu neita báðir sök. Ákærði Sindri kannaðist þó við að hafa afhent olíusíu sem skrúfuð hefði verið framan á byssuna og notuð sem hljóðdeyfir. Ákærði Ísidór kvaðst einungis hafa komið að afhendingu á einu vopni sem hefði verið ofan í tösku og hann því ekki séð hvort hljóðdeyfir hefði fylgt með. 67 Í tölvu Ísidórs var að finna mynd af FGC - skotvopni með fylgihlutu m, m.a. hljóð - deyfi. Þá kemur fram í samskiptum ákærðu að þeir ræða sérstaklega um síu og hljóðdeyfi fyrir einn af kaupendum vopnanna, auk þess sem sjá má skilaboð þar sem rætt er um meiri búnað, s.s. red dot miðunarbúnað. Þá sést m.a. hljóðdeyfir og magas ín á mynd eins kaupandans, sem greint var frá varðandi síðasta ákærulið. Með hliðsjón af framangreindum ljósmyndum, samskiptum ákærðu og þeim búnaði sem fannst við húsleit á heimili ákærða Sindra er háttsemi þeirra í þessum ákærulið sönnuð. Í þessari niður stöðu dómsins felst jafnframt að haldlaus er sú málsvörn að hljóðdeyfir hafi einfaldlega verið olíusía, sbr. það sem áður greinir, auk þess sem engu gæti breytt í þeim efnum hvort sá búnaður sem seldur var sem hljóðdeyfir hafi verið upphaflega framleiddur sem olíusía, enda hafði honum bersýnilega verið breytt í því skyni að gegna hlutverki hljóðdeyfis og þar með að vera íhlutur í skotvopn. Verða þeir því báðir sakfelldir og varðar háttsemi þeirra við 38. gr. vopnalaga, sbr. nú 2. mgr. 25. gr. laganna. Um k afla III/6 í fyrri ákæru: Í þessum lið ákærunnar er ákærðu gefið að sök að hafa f ramleitt þrívíddarprentaðan íhlut í skotvopn af gerðinni AR - 15, svokallaðan swift link, með það fyrir augum að breyta vopninu úr hálfsjálfvirku í sjálfvirkt skotvopn án heimil dar. Ákærði Sindri neitar sök. Hann kvaðst ekki hafa framleitt þennan íhlut heldur hefði ákærði Ísidór gert það að hans beiðni. Íhluturinn hefði ekki virkað en hann hefði síðan geymt hann á heimili sínu. Ákærði Ísidór játaði að hafa reynt að búa íhlutinn til, en það hefði ekki tekist þar sem hann hefði ekki virkað. Ákærðu hafa gengist við því að hafa reynt að setja íhlutinn í AR - 15 riffilinn en kváðu hann ekki hafa virkað, s.s. staðfest var með rannsókn lögreglu. Framangreindur swift link fannst við leit lögreglu á heimili ákærða Sindra. Þann 28. júlí 2022 sendi Ísidór mynd af íhlutnum til ákærða Sindra sem brást við með því að setja hjarta við myndina. Leiðbeiningar um framleiðslu swift links fundust í tölvu ákærða Ísidórs. Með hliðsjón af framangreindu liggur ótvírætt fyrir að ákærðu stóðu saman að því að framleiða framangreindan íhlut og reyndu að prófa hann í riffli af gerðinni AR - 15, en ákærðu gerðu sér fulla grein fyrir tilgangi framangreinds íhlutar og verða þeir því sakfelldir fyrir þá háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið. Það hefur ekki þýðingu fyrir niðurstöðuna að íhluturinn hafi reynst ónothæfur. Brot ákærðu varðar við 38. gr. vopna - laga, sbr. nú 2. mgr. 25. gr. laganna. Um kafla IV/1 í fyrri ákæru: Í þessum ákærulið er ákærða Sindra gefið að sök að hafa átt, notað og haft í fórum sínum skotvopn af gerðinni AR - 15, AK - 47 og CZ557 án heimildar. 68 Ákærði Sindri neitar sök. Hann kveðst ekki hafa átt rifflana þrjá sem um ræði heldur hafi þeir verið í eigu föður hans. Í málinu liggur fyrir að riffla rnir voru skráðir á nafn föður ákærða. Hann hafði skotvopnaleyfi en ákærði Sindri ekki. Ákærði Sindri keypti CZ557 - riffillinn á Grænlandi, er hann var þar að vori 2022, og greiddi fyrir hann með greiðslukorti sínu. E vopnasali var skráður innflutningsaðil i riffilsins og vopnið var skráð á föður ákærða eftir komuna til landsins. Ákærði sagði föður sinn hafa greitt sér fyrir vopnið síðar. Ákærði greindi frá því fyrir dóminum að faðir hans hefði keypt hin vopnin af framangreindum E eftir ábendingu frá sér um flotta riffla og hefði faðir hans jafnframt greitt fyrir þau. Ákærði var ítrekað spurður um AR - 15 og AK - 47 rifflana hjá lögreglu. Í skýrslutöku 20. september 2022 kvaðst hann hafa hvatt föður sinn til að kaupa vopnin en hann hefði sjálfur lagt út peninga fyrir kaupunum. Faðir hans hefði ætlað að borga ein - hvern hluta en það hefði ekki enn gerst. Í skýrslutöku 27. september 2022 sagði hann þá feðgana hafa keypt skotvopnin saman. Ákærði Ísidór sagði fyrir dóminum að vopnin hefðu verið í eigu föður ákærða Si ndra. Við skýrslutöku hjá lögreglu 12. október 2022 talaði hann hins vegar um að ákærði Sindri ætti hálfsjálfvirku byssuna sem þeir hefðu skotið úr. Ákærði Sindri hefði fengið þessi vopn hjá E , bæði í einu, og borgað meira fyrir AK - vopnið. Faðir ákærða gr eindi frá því fyrir dóminum að hann ætti öll þrjú framangreind vopn. Hann hefði greitt E fyrir AR - 15 og AK - 47 rifflana, tvær greiðslur með reiðufé, samtals 850.000 krónur, en hefði endurgreitt ákærða 70.000 krónur fyrir CZ - riffilinn eftir komu hans frá Græ nlandi. Hann kvað aðkomu ákærða Sindra einungis hafa snúist um kunningsskap hans við vopnasalann. Þá hefði faðirinn sjálfur verið viðstaddur þegar ákærði Sindri hefði breytt AR - 15 rifflinum þannig að hann varð hálfsjálfvirkur. Faðirinn hefði einn verið með lykla að byssu skápnum. Í skýrslu sinni hjá lögreglu 14. september 2022 greindi faðir ákærða frá því að ákærði Sindri hefði greitt fyrir vopnin í gegnum hann. Þá sagði hann aðspurður að mikið væri til í kenningu lögreglu um að hann hefði keypt vopnin fyr ir ákærða. Ákærði hefði átt hugmyndina. Hann hefði sjálfur verið sáttur við að eiga haglabyssu og CZ - riffilinn en ákærði hefði viljað kaupa AR - 15 og AK - 47 rifflana. Hann teldi að þeir hefðu greitt 500.000 krónur fyrir vopnin. Spurður um skilning sinn á því hver ætti AR - 15 og AK - 47 vopnin sagði hann að ákærði ætti þau. Hann hefði fengið B - skotvopnaleyfi til þess að ákærði gæti eignast skotvopnin. Jafnframt sagði hann ákærða hafa haft lyklavöld að byssuskápnum. Ennfremur kvaðst hann ekki hafa vitað af breytin gu á AR - 15 rifflinum í hálfsjálfvirkan riffil. Í skýrslu sinni 17. nóvember 2022 sagði hann ákærða hafa haft lykil að byssuskápnum en hann hefði sjálfur ávallt verið viðstaddur þegar ákærði hefði handleikið vopnin. 69 Kærasta ákærða Sindra neitaði því fyrir dóminum að ákærði hefði átt vopn og sagði vopnin á heimilinu hafa verið í eigu föður hans. Sá framburður er í andstöðu við það sem hún sagði við skýrslugjöf hjá lögreglu 4. október 2022 þar sem hún sagði ákærða eiga þrjú til fjögur vopn. Vitnið E staðfest i að hafa selt AR - 15 og AK - 47 rifflana. Ákærði Sindri hefði haft samband við hann en það hefði verið fyrir hönd föður hans. Hann minnti þó að ákærði Sindri hefði greitt fyrir vopnin með því að millifæra inn á bankareikning hans. Þá hefði hann verið innflut ningsaðili CZ - riffilsins sem ákærði hefði keypt á Grænlandi. Ákærði hefði talað um að skilja riffilinn þar eftir en vitnið hefði mælt með því að ákærði tæki vopnið heim. Það hefði síðan verið skráð á föður ákærða. Hjá lögreglu, 17. september 2022, kannaðis t hann við að hafa selt ákærða vopnin og kvaðst þá hafa talið hann hafa skotvopnaleyfi. Fyrir dómi bar vitnið um að það væri alþekkt að foreldrar eða aðrir sem hefðu leyfi keyptu hluti fyrir aðra, rétt eins og þegar foreldrar keyptu bíla fyrir börn sín, í samhengi við umfjöllun um að faðir ákærða hefði verið skráður fyrir vopnunum, þótt vitnið hafi síðan sett þann fyrirvara að það teldi svo ekki vera í þessu tilviki. Samskipti ákærða Sindra og E um vopnaviðskiptin liggja frammi í málinu. Þar kemur fram að ákærði sé að koma til landsins frá Grænlandi með CZ - riffilinn og E eigi að vera innflytjandi. Þá ræða þeir um AR - 15 riffla og ákærði biður E um að flytja slíkan riffil inn fyrir sig. Ákærði lýsir þar áhuga sínum á að eiga AR - 15 og AK - 47 riffla og segist æt E spyr síðan um nafn föður hans og segir undir lokin að allar skráningar séu komnar á föður hans. Í samskiptum föður ákærða við E kemur m.a. fram að hann muni ekkert aðhafast meðan ákærði Sindri sé e kki á landinu. Meðal gagna málsins eru ljósmyndir af framangreindum vopnum teknar á síma ákærða, bæði á heimili föður hans og síðan á heimili hans sjálfs, í júní 2022 eftir að faðir hans flutti inn á heimilið. Eins eru fyrirliggjandi myndskeið af ákærða og fleirum að skjóta úr vopnunum án þess að faðir ákærða sé þar nærri. Einnig má finna myndir af ákærða halda á vopnunum og skjóta úr þeim í síma föður hans. Þá má sjá samskipti ákærða Sindra um kaup á skot færum í vopnin og hvar hann leitar eftir því að k aupa skotgeyma fyrir þau. Framangreind þrjú vopn voru haldlögð við húsleit á heimili ákærða Sindra. Voru þau í byssuskáp inni í svefnherbergi hans. Ákærði hefur sjálfur gengist við því að hafa notað rifflana og breytt einum þeirra. Þá liggur fyrir frambu rður föður hans hjá lögreglu þar sem tvisvar sinnum kom fram að ákærði hefði lyklavöld að byssuskápnum sem var inni í svefnherbergi ákærða og að hann hefði ekki vitað af því að ákærði Sindri hefði breytt vopninu. Af framburði ákærðu beggja og vitna hjá lö greglu verður ekki annað ráðið en að ákærði Sindri hafi verið eigandi allra téðra vopna. Framburður þeirra allra tók miklum 70 breytingum fyrir dómi hvað þetta varðar. Engar skýringar hafa komið fram á breyttum framburði, einungis útúrsnúningar og lögreglunni jafnvel að ósekju gefin að sök annarleg vinnubrögð með því að vísa til þess að samantektir af framburðum væru rangar. Hljóð - upptökur af þeim skýrslum sem um ræðir liggja fyrir dóminum og hefur dómurinn kynnt sér þær. Samantektir lögreglu eru í fullu samræ mi við það sem þar kom fram. Dómurinn lítur svo á að breyttur framburður fyrir dóminum sé ótrúverðugur og er hann ekki í sam - ræmi við gögn málsins. Þegar litið er til alls framangreinds er óhjákvæmilegt að líta svo á að raunveru - legur eigandi skotvopnanna af gerðinni AR - 15, AK - 47 og CZ557 sem haldlögð voru á heimili ákærða Sindra sé hann sjálfur, en skráning vopnanna á föður hans hafi verið til málamynda þar sem ákærði hafði ekki skotvopnaleyfi. Með hliðsjón af öllu framangreindu verður ákærði Sindri sakfe lldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið og varðar brot hans við 1. mgr. 12. gr. vopnalaga, sbr. nú 1. mgr. 13. gr. laganna. Um kafla IV/2 í fyrri ákæru: Ákærði Sindri hefur játað skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt kafla IV/2 í fyrri ákæru og er játningin studd sakargögnum. Samkvæmt því verður ákærði sakfelldur fyrir brot samkvæmt þeim ákærulið og varðar brotið við 1. mgr. 38 . gr. vopnalaga, sbr. nú 2. mgr. 25. gr. laganna. Um kafla IV/3 í fyrri ákæru: Í þessum ákærulið er ákærða Sindra gefið að sök að hafa h aft í fórum sínum og notað, á árunum 2021 og 2022, lögleg skotvopn án heimildar. Ákærði játar að hafa notað vopnin en n eitar því að hafa haft þau í fórum sínum. Með hliðsjón af niðurstöðu í ákærulið IV/1, aðgengi og notum ákærða á vopnunum lítur dómurinn svo á að ákærði hafi haft vopnin í fórum sínum eins og honum er gefið að sök og varðar brot hans við 1. mgr. 12. gr. vop nalaga, nú 1. mgr. 13. gr. laganna. Um kafla IV/4 í fyrri ákæru: Í 4. tölulið IV. kafla er ákærða Sindra gefið að sök að hafa ha ft milligöngu og annast kaup nafngreinds manns á Glock - skammbyssu í september 2021 af nafngreindum byssusala án heimildar og í ágúst 2022 haft milligöngu um sölu á skotvopni af gerðinni Beretta milli tveggja ónafngreindra manna án heimildar. Ákærði hefur játað brot sitt að því er varðar Glock - skammbyssuna en neitar sök að því er varðar skotvopn af gerðinni Beretta. Hann kveðst þó hafa boðið öðrum vopnið til sölu, en ekkert hefði orðið úr því. 71 Af gögnum málsins má sjá hvar ákærði Sindri býður síðarnefnda vopnið til sölu á forritinu Telegram. Þar kemur fram hvernig hann verðleggur vopnið og mælir sér mót við hugsan legan kaupanda s em segist geta tekið vopnið. Ákærði kveður kaupin ekki hafa gengið eftir. Gegn neitun hans er ekki sannað að viðskiptin hafi í raun farið fram. Hins vegar er ljóst af framangreindum samskiptum að ákærði reyndi að selja vopnið og hefur því gerst sekur um ti lraun. Verður ákærði í samræmi við framangreint sakfelldur í þessum ákærulið og varða brot hans við 1. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 19. gr. vopnalaga en hvað varðar Beretta - skotvopnið við 1. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 19. gr., sbr. 3. mgr. 36. gr. laganna. Um kafla IV/5 í fyrri ákæru: Í þessum lið ákærunnar er ákærða Sindra gefið að sök að hafa k eypt skotfæri í þrívíddar - prentuð skotvopn af gerðinni FGC í desember 2021 og ágúst 2022 í skotvopn af gerðinni AR - 15 og AK - 47 af nafngreindum byssusala án heimildar. Ákærð i hefur gengist við því að hafa keypt 9 mm skotfæri í þrívíddarprentuð skotvopn en neitar því að hafa keypt skotfæri í AR - 15 og AK - 47. Við húsleit á heimili ákærða fannst mikið magn skotfæra; 2.100 stykki af 9 mm byssukúlum, 182 stykki af 7.62 byssukúlum og 69 stykki af .223 byssukúlum. Ákærði segir að faðir hans hafi keypt þessi skotfæri. Fyrir liggur að ákærði átti samskipti við vopnasala um kaup á framangreindum skotfærum. Þar kemur fram að hann hafi millifært 70.000 króna greiðslu fyrir skotfærin en m illifærslan sé á nafni ákærða Ísidórs. Þá gefur hann upp nafn föður síns spurður um nafn móttakanda sendingarinnar. Ákærði Ísidór gekkst við því að hafa millifært fjármuni í samræmi við ofangreint. Hann kvað ákærða Sindra hafa greitt sér til baka í pening aseðlum. Ákærði Sindri lýsti því hins vegar að faðir hans hefði afhent meðákærða peningaseðlana. Samkvæmt 22. gr. vopnalaga er óheimilt að afhenda öðrum skotfæri en þeim sem skráður er fyrir því skotvopni sem þau eru ætluð fyrir. Liggur því fyrir að ákærð i gat ekki keypt skotfærin í eigin nafni og þurfti því að skrá þau á föður sinn sem skráður var fyrir skotvopnunum til málamynda. Ekki er hins vegar í lögum að finna refsiheimild fyrir kaupum á skotfærum án skotvopnaleyfis. Verður ákærði því ekki sakfelldu r fyrir brot í þessum lið ákærunnar. Um kafla IV/6 í fyrri ákæru: Ákærði Sindri er í þessum lið ákærður fyrir að hafa h aft í fórum sínum þrívíddarprentaða íhluti og annan búnað, s.s. skrúfur, bolta, gorma, gikki, skefti, láshús, skotgeyma, sigti með laser , hljóðdeyfi og hlaup til vopnagerðar, s.s. í skotvopn af gerðinni FGC og í annars konar skotvopn, án heimildar. 72 Framangreindir munir fundust við húsleitir á heimili ákærða og á heimili [...] . Ákærði játar sök í þessum ákærulið nema að því er varðar laser og hljóðdeyfi. Í málinu liggja fyrir myndir af haldlögðum munum og munaskrá. Ákærði kannast við að hafa haft þá muni í fórum sínum, en vísar til þess að það sem kallað sé hljóðdeyfir sé í raun olíusía og það sem kallað sé sigti með laser sé miðunarbúnaður með rauðum punkti en í honum sé ekki laser. Ákærði hefur samkvæmt framangreindu kannast við að hafa haft í fórum sínum þann búnað er um ræðir og að hann hafi átt að nota á þrívíddar prentuðu vopnin í þeim tilgangi að draga úr hljóði skotvopnsins og gera v opnin sölu vænlegri. Samkvæmt 38. gr. vopnalaga, sbr. nú 2. mgr. 25. gr. laganna, eru a llar breytingar, s.s. á lásgerð, mögulegum skotafjölda eða aukabúnaði sem hefur áhrif á eiginleika skotvopns eða verkan, óheimilar nema með leyfi lögreglustjóra. Fyrir liggur að framan - greindum aukabúnaði var ætlað að breyta eiginleikum skotvopnanna. Verður ákærði því sakfelldur samkvæmt þessum ákærulið. Um kafla IV/7 í fyrri ákæru: Ákærða Sindra er gefið að sök að hafa á tt og haft í fórum sínum 100 skota skotgeymi í sk otvopn af gerðinni AR - 15 án heimildar. Skotgeymirinn var afhentur lögreglu 29. september 2022 af starfsmanni vopnasala sem greindi frá því að hann hefði komið frá föður ákærða sem hefði óskað eftir geymslu fyrir skotgeyminn. Ákærði játar að hafa haft umræddan skotgeymi í fórum sínum. Hann neitar því hins vegar að hann hafi verið í hans eigu, heldur hafi hann fengið hann að láni. Í málinu liggja fyrir myndir af ákærða með skotgeyminn, en hann greindi frá því að tilgangur hans með því að fá skotgeyminn l ánaðan hefði verið að taka myndir af sér með hann. Þá hefði hann ætlað að prófa virknina en hann hefði ekki ennþá verið búinn að því. Ákveðnar mótsagnir eru í framburði ákærða um hversu lengi hann hafi haft skotgeyminn undir höndum, hann talaði um tvær til þrjár vikur og viðurkenndi síðan að hafa tekið myndir af sér með hann 7. ágúst og hafa ennþá haft hann undir höndum við handtöku. Ekki reyndist unnt að taka skýrslu af þeim manni sem ákærði kveður vera eiganda skotgeymisins. Í málinu liggur fyrir að ákærð i hafði sýnt vilja til að eignast stóra skotgeyma og spurst fyrir um möguleika á að eignast þá. Ennfremur var farið með skotgeyminn í geymslu þegar ákærði hafði verið handtekinn en ekki gerð tilraun til að skila honum til meints eiganda. Verður því að telj a hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi í raun verið eigandi þessa búnaðar. Verður ákærði samkvæmt því sakfelldur í þessum ákærulið og varðar brot hans við 6. mgr. 5 gr., en ekki 5. mgr. sama ákvæðis sem vísað er til í ákæru, og 38. gr., sbr. nú 1. m gr. 25. gr., vopnalaga. Um kafla IV/8 í fyrri ákæru: 73 Í þessum ákærulið er ákærða Sindra gefið að sök að hafa framleitt þrívíddarprentaða íhluti í skotvopn af gerðinni Derringer, án heimildar. Ákærði neitar sök og kvað ákærða Ísidór hafa prentað þetta og skilið eftir á heimili hans. Fyrir liggur að framangreindur íhlutur fannst á heimili ákærða Sindra. Þar sem ekki nýtur annarra gagna um að ákærði hafi í raun framleitt íhlutinn verður ekki talið, gegn eindreginni neitun hans, að sönnun hafi tekist fyrir þv í að hann hafi gerst sekur um framleiðsluna. Verður hann því sýknaður af þessum ákærulið. Um kafla IV/9 í fyrri ákæru: Í þessum ákærulið er ákærða Sindra gefið að sök að hafa h aft í fórum sínum hníf með 18 cm löngu hnífsblaði, tvö hnúajárn og rafstuðbyssu án heimildar, en framangreindir munir fundust við húsleit á heimili hans. Ákærði játar að hafa haft í fórum sínum rafstuðbyss u, en vísaði til þess að hann ætti ekki hnífinn og ekki hefði verið um eiginleg hnúajárn að ræða. Þótt ákærði hafi ekki verið eig andi framangreinds hnífs liggur fyrir að hann hafði hann í sínum vörslum og verður ákærði því sakfelldur fyrir að hafa haft hann í fórum sínum. Þá verður ekki annað séð en að hnúajárnin sem um ræði líti í það minnsta út fyrir að vera hnúajárn. Samkvæmt g - l ið 1. mgr. 2. gr. vopnalaga ná lögin jafnframt til eftirlíkinga þeirra vopna sem þar eru tilgreind. Verður ákærði því sakfelldur samkvæmt þessum ákærulið og varða brot hans við a - og c - lið 2. mgr. 30. gr. vopnalaga. Um kafla V/1 í fyrri ákæru: Ákærði Ísid ór hefur játað skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt kafla V/1 í fyrri ákæru og er játningin studd sakargögnum. Samkvæmt því er sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið. Samk væmt 22. gr. vopnalaga er óheimilt að afhenda öðrum skotfæri en þeim sem skráður er fyrir því skotvopni sem þau eru ætluð fyrir. Ekki er hins vegar í lögum að finna refsiheimild fyrir því að hafa skotfæri í fórum sínum . Verður ákærði því ekki sakfelldur fy rir brot í þessum lið ákærunnar. Um kafla V/2 í fyrri ákæru: Í þessum ákærulið er ákærða Ísidóri gefið að sök að hafa í ágústmánuði 2022 keypt skot - færi í skotvopn af gerðinni AR - 15 og AK - 47 af nafngreindum byssusala án heimildar, en hluti skotfæranna fannst við leit lögreglu á heimili ákærða Sindra. Ákærði hefur gengist við því að hafa lagt 70.000 krónur inn á reikning [...] ehf. að beiðni ákærða Sindra. Með hliðsjón af fjárhæðinni sem ákærði lagði inn á fyrirtæki sem hann kveðst ekki hafa kannast við á þeim tíma sem hann stundaði fram leiðslu og 74 sölu skotvopna í félagi við ákærða er ljóst að hann lét sér a.m.k. í léttu rúmi liggja hvað hann væri að greiða fyrir. Hins vegar er, eins og að framan greinir, einungis óheimilt samkvæmt vopnalögum að afhenda öðrum skotfæri en þeim sem skráður er fyrir því skotvopni sem þau eru ætluð fyrir, en ekki að kaupa skotfæri án skotvopnaleyfis. Verður ákærði því ekki sakfelldur fyrir brot í þessum lið ákærunnar. Um kafla V/3 í fyrri ákæru: Ákærði Ísidór hefur játað sk ýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt kafla V/3 í fyrri ákæru og er játningin studd sakargögnum. Samkvæmt því verður ákærði sakfelldur fyrir brot samkvæmt þeim ákærulið og varðar brot hans við 1. mgr. 12. gr. vopnalaga, sbr. nú 1 . mgr. 13. gr. laganna. Um kafla V/4 í fyrri ákæru: Ákærða Ísidóri er í þessum ákærulið gefið að sök að hafa haft í fórum sínum þrívíddar - prentaða íhluti og annan búnað í skotvopn af gerðinni FGC án heimildar, sem fundust við leit lögreglu á heimili hans 21. september 2022. Ákærði neitar sök en kvaðst þó kannast við að hafa haft í fórum sínum alla þá muni sem haldlagðir voru á heimili hans og sjá má á ljósmyndum og munaskrá lögreglu og að hafa prentað þá íhluti sem þar var að finna. Framangreindur búnaður var notaður við framleiðslu þrívíddarprentaðra vopna. Með hliðsjón af því verður talið að háttsemi ákærða falli undir 1. mgr. 4. gr og 1. mgr. 12. gr., nú 1. mgr. 13. gr., vopnalaga og verður ákærði því sakfelldur samkvæmt þessum ákærulið. Um kafla V/5 í fyrri ákæru: Ákærði Ísidór hefur játað skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt kafla V/5 í fyrri ákæru og er játningin studd sakargögnum. Samkvæmt því verður ákærði sakfelldur fyrir brot samkvæmt þeim ákærulið og varðar brot han s við 1. mgr. 12. gr. vopnalaga, sbr. nú 1. mgr. 13. gr. laganna. Um kafla VI í fyrri ákæru: Ákærði Ísidór hefur játað skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt VI. kafla í fyrri ákæru og er játningin studd sakargögnum. Samkvæmt því verður ákærði sakfelldur fyrir brot samkvæmt þeim ákærulið og eru þau réttilega færð til refsiákvæða í ákærunni. Um síðari ákæru: Í síðari ákæru málsins, frá 7. júní 2023, hefur ákæruvaldið höfðað sakamál á hendur ákærða Sindra, fyrir tilraun til hryð juverka, sem greinir í I. ákærukafla, og á hendur 75 ákærða Ísidóri fyrir hlutdeild í fyrrgreindri tilraun ákærða Sindra, eins og greinir í II. ákærukafla. Sakarefnið gagnvart ákærða Sindra er talið varða við 1., 2. og 4. tl. 1. mgr. 100. gr. a, sbr. 1. mgr. 20. gr., í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Sakarefnið gagnvart ákærða Ísidóri er talið varða við sömu refsiákvæði, sbr. og 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Sindri krefst aðallega frávísunar I. kafla ákærunnar. Þar sem hann hefur ekki fæ rt fram ný rök fyrir þeirri kröfu verður frávísunarkröfu hans hafnað með vísan til úrskurðar Landsréttar 23. október 2023 í máli nr . þar sem hnekkt var úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun ákærunnar frá dómi. Samkvæmt 1. mgr. 100. gr. a í almenn um hegningarlögum skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi fyrir hryðjuverk hverjum sem fremur eitt eða fleiri af þeim grunn - brotum sem rakin eru í sex tölusettum liðum ákvæðisins, þar sem skírskotað er til nánar tilgreindrar refsiverðrar háttsemi af almen num toga samkvæmt öðrum refsiákvæðum sömu laga, enda hafi þau verið framin í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóða - stofnunar. Grunnbrotin sex eru eftirfarandi: 1. manndráp skv. 211. gr., 2. líkamsárás skv. 218. gr., 3. frelsissvipting skv. 2 26. gr., 4. röskun umferðaröryggis skv. 1. mgr. 168. gr., truflun á rekstri almennra samgöngu - tækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða stórfelld eignaspjöll skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni, 5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða að veitast að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr., 6. brenna skv. 2. mgr. 164. gr., að valda sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vat nsflóði, skipreika, járnbrautar - , bifreiðar - eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar - eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., að valda almennum skorti á drykkjarvatni eða setja skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða láta eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr. Til þess að háttsemi geti talist vera hryðjuverk í merkingu framangreinds ákvæðis þarf bæði að vera til staðar hin almenna refsiverða hátts emi og hryðjuverkaásetningurinn sem lýst er í up phafsmálslið ákvæðisins. Í ákærunni er ákærða Sindra gefin að sök tilraun til þeirra grunnbrota sem rakin eru hér að framan í 1., 2. og 4. tölulið. 76 Þess skal getið að samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins skal sá sæta sömu refsingu sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot sem talin eru í 1. mgr. ákvæðisins, en ekki er byggt á því í máli þessu að slík hótun hafi verið höfð uppi. Brotið í 1. mgr. 100. gr. a í almennum hegningarlögum er tjónsbrot með venjulegu fullfr amningarstigi í merkingu refsiréttar. Í athugasemdum með frumvarpi er varð að lögum nr. 99/2002 sem breytti almennum hegningarlögum greinir m.a. að refsiákvæðið eigi sér fyrirmynd í dönskum hegningarlögum. Þá sé því ætlað að vera í samræmi við alþjóðlega s tefnumörkun og nánar tilgreindar skuldbind ingar ríkja til aðgerða á þessu sviði. Með hryðjuverkum sé átt við tiltekin alvarleg brot sem framin eru í ákveðnum tilgangi. Þau geti m.a. verið framin í þeim tilgangi að valda verulegum ótta hjá almenningi. Refs inæmi verknaðar sé ekki ætlað að vera bundið við að brot beinist að andlagi hér á landi. Andlagið geti einnig verið erlendis þótt framning brotsins kunni að einhverju marki að vera hér á landi. Þá geti verknaður verið refsiverður án tillits til þess hvort hann sé framinn með það fyrir augum að ná fram markmiðum af stjórnmálalegum toga. Þannig geti brot verið refsivert þótt það miði að því einu að koma á upplausn og almennum óróa. Ákærða Sindra er ekki gefið sök að hafa fullframið brot gegn 1. mgr. 100. gr. a í almennum hegningarlögum, heldur tilraun til slíks brots, sbr. 20. gr. sömu laga. Forsenda þess að unnt sé að sakfella ákærða fyrir slíka tilraun er að hann hafi ótvírætt sýnt þann ásetning í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að framkvæmd brotsins. Í þeim efnum getur tvennt komið til, þ.e. framkvæmdarathafnir ákærða eða undir - búningsathafnir hans. Í hinu fyrirliggjandi máli er ljóst að framkvæmdarathöfnum sem miðuðu að broti gegn 100. gr. a í almennum hegningarlögum er ekki til að dreifa. Eftir ste ndur það álitaefni hvort ákæruvaldið teljist hafa fært sönnur á undirbúningsathafnir ákærða og þá eftir atvikum í þeim mæli að lögfull sönnun liggi fyrir um tilraun hans til brots gegn ákvæðinu. Orðalag 20. gr. almennra hegningarlaga, einkum áskilnaður um að ásetningur - búningsathafna, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 29. janúar 1948 í máli nr. 138/1946, sem birtur er í dómasafni réttarins árið 1948 á bls. 1, og dóm Hæstaréttar 15. desember 2016 í máli nr. 441/2016, en í báðum tilvikum var sakfellt fyrir refsiverða tilraun sem fólst í undirbúningsathöfnum. Aftur á móti er orðalag 20. gr. til þess fallið að hafa áhrif á sönnunarmat dómstóla þegar ákært er fyrir tilraun . Sú grundvallarregla gildir í refsirétti að engum verður refsað fyrir hugsanir sínar einar og sér. Í dómaframkvæmd hefur verið við það miðað að hið sama eigi við um laus - legar bollaleggingar í samtali tveggja manna sem þeir gera ekkert til að framkvæma, sbr. til hliðsjónar fyrrnefndan dóm Hæstaréttar í máli nr. 138/1946. 77 Þess ber að geta að bæði sækjandi og verjendur hafa vísað til danskrar dóma - framkvæmdar í málinu. Í þeim efnum verður að gæta að því að þrátt fyrir að danskur refsiréttur sé um margt sa mbærilegur íslenskum refsirétti, þá er sá munur á orðalagi 20. gr. laga nr. 19/1940 og svipuðu tilraunarákvæði dansks réttar að hin dönsku hegningarlög til undirbúnin gsathafna að dönskum rétti í samhengi við mat á ásetningi. Framhjá þessu er ekki unnt að líta í ljósi þeirrar grundvallareglu íslensks réttar að vafa beri að skýra sakborningi í hag, auk þess sem nálgast ber vafatilvik við skýringu refsiákvæða þannig að ák ærði njóti þar jafnframt vafans. Ætluðu broti ákærða Sindra er lýst í I. kafla ákæru héraðssaksóknara frá 7. júní 2023, en þar er því skipt upp í sex þætti (a til f) sem greindir eru niður í 64 töluliði. Ekki er unnt að virða þá liði með einangruðum hætti heldur þarf að leggja heildstætt mat á það hvort með einum eða fleiri liðum sé komin fram lögfull sönnun tilraunar til brots gegn 1. mgr. 100. gr. a í almennum hegningarlögum. Áður en unnt er að setja liðina í samhengi við það ákvæði verður dómurinn að le ysa úr því hvort og þá að hvaða marki fram er komin sönnun um þá háttsemi sem staðhæft er í töluliðunum að ákærði Sindri hafi sýnt af sér sem og meðákærði Ísidór. Í a - þætti I. kafla ákæru héraðssaksóknara frá 7. júní 2023 er ákærða Sindra gefið að sök að hafa útbúið, framleitt og aflað sér skotvopna, skotfæra og íhluta í skotvopn með nánar tilgreindum hætti. Dómurinn hefur þegar hér að framan komist að þeirri niður - stöðu að ákærði hafi gerst sekur um mörg og á köflum stórfelld vopnalagabrot. Eins og fram k emur undir umfjöllun um ákæruliði III/1, III/6, IV/1, IV/2, IV/5 og IV/7 í fyrri ákæru hefur hann þar að meginstefnu til verið sakfelldur fyrir þá háttsemi sem lýst er í töluliðum 1 6 í a - þætti I. kafla ákærunnar. Í 2. töluliðnum er ákærða gefið að sök að hafa reynt að afla 20 skotgeyma í AR - 15 og AK - 47 rifflana. Í málinu liggja fyrir sam skipti ákærða við vopnasala þar sem ákærði spurðist fyrir um skotgeymana. Hann fékk þau svör að líklega væri hægt að útvega þá og að fyrirspurn um það yrði beint til lögre glu. Ekkert liggur fyrir um framhald þeirra samskipta og verður því að hafna því að ákærði hafi í raun reynt að afla skotgeymanna. Í 5. töluliðnum er ákærða Sindra gefið að sök að hafa, sem hluta af undirbúningsathöfnum sínum, framleitt þrívíddarprentuð sk ot vopn af gerðinni FGC og skotfæri í umrædd vopn. Í umfjöllun um ákærulið III/4 voru ákæru sýknaðir af því að hafa framleitt skotfæri og verður það því ekki talið til undir - búningsathafna ákærða. Ennfremur voru ákærðu báðir sakfelldir fyrir að hafa selt þ rí - víddarprentuð skotvopn af gerðinni FGC og gekkst ákærði Sindri við því að hafa selt fimm slík skotvopn og bar því við að hafa gert það í auðgunarskyni. Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um framangreind vopnaviðskipti þykir ekki unnt að m iða við að framleiðsla skotvopnanna hafi verið liður í undirbúningi hryðjuverka. 78 Í b - þætti I. kafla ákærunnar er vikið að orðfæri og yfirlýsingum ákærða Sindra á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal. Umrædd ummæli liggja fyrir og telst sannað að sú orðræða hafi átt sér stað milli ákærðu, enda þræta þeir ekki fyrir það, en eftir stendur að meta vægi þeirrar orðræðu og þá jafnframt að teknu tilliti til samhengis hennar, en eins og verjendur hafa réttilega bent á skortir á köflum texta á milli tilvitnana eins og þær hafa verið teknar upp í ákæru, auk þess sem dómurinn hefur í öllum tilvikum hliðsjón af umræðu ákærðu á undan og eftir hinum tilvitnuðu ummælum þeirra. Ákærðu bera einkum fyrir sig að sú orðræða sem þeir viðhöfðu hafi verið svartur húmor. Í þessum efnum getur dómurinn fallist á að viss ummæli ákærðu hafi litast af gríni, s.s. tilvísanir til kattar meðákærða Ísidórs. Aftur á móti á þetta við í einungis fáeinum tilvikum af þeim liðum nr. 7 til nr. 32 sem hér koma til skoðunar. Þvert á móti er þar ofta st nær um að ræða ógeðfelld ummæli sem litast af hatri eða andúð í garð samkyn hneigðra, gyðinga, múslima, stjórnmálamanna og yfirvalda og engan veginn kemur til greina að líta á þau sem einfaldlega ósmekklegan húmor eða merkingarlaust blaður. Þá verður að líta til þess að samræðurnar áttu sér stað yfir alllangt tímabil. Niðurstaða dómsins er því að ummæli í b - þætti I. kafla ákærunnar, að undanskildum liðum 14, 22 og 29, teljist hatursfull orðræða sem nauðsynlegt er að setja í samhengi við aðra þætti ákærun nar, þar á meðal við mat á ásetningi ákærðu. Aftur á móti teljast ummælin ekki ein og sér slíkar undirbúningsathafnir sem fullnægt gætu því skilyrði 20. gr. laga nr. 19/1940 um að ákærði Sindri hefði ótvírætt sýnt þann ásetning í verki, sem miðar eða er æt lað að miða að framkvæmd brots gegn 1. mgr. 100. gr. a í almennum hegningarlögum. Í c - þætti I. kafla ákærunnar er vikið að því að ákærði Sindri hafi sótt, móttekið og tileinkað sér efni um þekkta aðila sem framið hafi hryðjuverk, aðferða - og hugmynda - fræð i þeirra, eins og nánar greinir þar. Ákærði hefur ekki andmælt því að hafa sótt og móttekið þetta efni, en vísar m.a. til þess að hluta þess hefði hann fengið sent óumbeðið frá ákærða Ísidóri. Ákærði hefur aftur á móti alfarið hafnað því að hann hafi tilei nkað sér neitt af þessu efni með nokkrum hætti og jafnvel ekki kynnt sér það allt. Hann gekkst við því að hafa ítrekað opnað stefnuyfirlýsingu (manifesto) Anders Breiviks sem hann upphaflega sótti og vistaði á tölvu sinni 22. ágúst 2021 en endurnefndi 11. ágúst 2022. Samkvæmt gögnum málsins opnaði hann það 11 sinnum á tímabilinu 5. júní til 12. september 2022 og hefur ákærði staðfest að það geti verið rétt en hann hafi verið að lesa ritið sér til dægra styttingar. Við skoðun á gögnum málsins má sjá að hryðj uverkamaðurinn Anders Breivik er ákærða Sindra afar hugleikinn og má í raun segja það sama um hryðjuverkamenn yfir höfuð. Þótt ákærði Sindri hafi fengið hluta efnisins sendan frá meðákærða Ísidóri má sjá að hann óskar jafnframt sjálfur eftir að fá send ofb eldismyndbönd þar sem getur að líta fjöldamorð og leitar að slíku efni á netinu. Við rannsókn málsins kom í ljós að ýmislegt í samræðum ákærðu, tölvugögnum og 79 vafrasögu líktist mjög því sem fjallað er um í stefnuyfirlýsingu Breiviks, t.d. að því er varðar eiturefni, sprengiefni, lögreglubúnað, þjálfunaraðferðir og aðra aðferðafræði. Sam kvæmt þessu er óhjákvæmilegt að líta svo á að ákærði hafi a.m.k. að einhverju marki tileinkað sér það efni sem hér um ræðir. Í d - þætti I. kafla ákærunnar er ákærða Sindra gefið að sök að hafa orðið sér úti um efni og upplýsingar um sprengju - og drónagerð, með nánar tilgreindum hætti. Ákærði hefur gengist við þeirri háttsemi sem lýst er í þessum þætti en telur þó leit sína að efni tengdu drónum sem staðið hafi í þrjá tilgrei nda daga líklega ekki hafi verið í 46 aðgreind skipti. Hann vísar til þess að meðákærði hefði sent sér skjalið sem um ræði og hann hefði ekki kynnt sér efni þess en netleitin hefði verið dægrastytting. Með hliðsjón af framan - greindu liggur fyrir að háttsem i ákærða í þessum ákæruþætti er sönnuð. Í e - þætti I. kafla ákærunnar er ákærða Sindra gefið að sök að hafa skoðað og kynnt sér efni á netinu sem tengdist mögulegum árásarþolum, með nánar tilgreindum hætti. Ákærði hefur gengist við þeirri háttsemi sem lýst er í þessum ákæruþætti utan þess byggður á þeim framburði meðákærða Ísidórs hjá lögreglu að ákærði Sindri hefði ætlað að fara og mæla hvort hann gæti keyrt vörubíl í gegnum tiltekinn garð. Spurður hvort ákærði Sindri hefði farið og mælt þetta svaraði ákærði Ísidór því hins vegar að hann v issi ekki til þess. Fyrir dómi kvaðst ákærði Ísidór ekki kannast við umræðu um þetta við ákærða Sindra og taldi að framburður hans hjá lögreglu skýrðist af álagi í gæsluvarðhaldinu og jafnvel þvingunum lögreglu. Ekki virðist njóta neinna annarra gagna við í málinu um framangreinda mælingu ákærða Sindra og verður því að telja ósannað að hún hafi átt sér stað. Að öðru leyti hefur ákærði gefið þær skýringar að um netgrúsk hafi verið að ræða sem litast hafi af hvatvísi hans. Í f - þætti I. kafla ákærunnar er ákæ rða Sindra gefið að sök að hafa kynnt sér, orðið sér úti um og reynt að verða sér úti um aðgerðabúnað, lögreglufatnað og lögreglubúnað, með nánar tilgreindum hætti. Ákærði hefur gengist við þeirri háttsemi sem í þessum þætti ákærunnar greinir og gefið á he nni skýringar. Lúta þær einkum að því að hann hafi haft áhuga á svokölluðum tactical búnaði sem ekki sé ólöglegt að eiga. Þá hefði hann ekki keypt neinn búnað heldur einungis skoðað hann, að frátöldu því eina vesti sem greinir í lið 62. Er háttsemi ákærða í þessum ákæruþætti því sönnuð. Að mati dómsins eru það einkum liðir í a - þætti (vopnalagabrot) og f - þætti I. kafla ákærunnar sem talist gætu til undirbúningsathafna, en við mat á þessu hefur dómurinn hliðsjón af öðrum málsgögnum, þar á meðal orðræðu ákærð u sem áður greinir. Viður - styggileg ummæli beggja ákærðu og þær athafnir þeirra sem þegar eru raktar gáfu að mati dómsins fullt tilefni til aðgerða lögreglu í málinu er ákærðu voru handteknir 21. september 2022, en telja verður að lögregla hafi þar með set t öryggi borgaranna ofar 80 rannsóknarhagsmunum og hag af því að unnt væri að ná fram sakfellingu, rétt eins og lögreglu er ætíð skylt við slíkar aðstæður, sbr. b - lið 2. mgr. 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Dómur skal reistur á þeim sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefeng d með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. gr. sömu laga. Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. laganna verður ákærði því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsa mlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði er varðar sekt hans. Metur dómurinn hvert sönnunar - gildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Ákærði Sindri hefur staðfastlega neitað því frá öndverðu að fyrir honum hafi vakað að fremja hryðjuverk. Hann kveðst ekkert hafa aðhafst sem geti leitt til þeirrar ályktunar að hann hafi verið í þann mund í fremja slíka árás eða verið að undirbúa slíkt. Hann hefur þó illa ge tað útskýrt ýmsar athafnir sínar sem raktar eru í síðari ákærunni. Fyrir liggur að ákærði Sindri hafði komið sér upp hættulegum vopnum og breytt einu þeirra í hálfsjálfvirkt skot vopn. Hann hafði einnig undir höndum 100 skota skotgeymi og mikið magn skotfæ ra. Þá liggur fyrir að ákærðu útbjuggu svokallaðan swift link, sem getur breytt vopninu úr því að vera hálfsjálfvirkt í að vera alsjálfvirkt, sem reyndist að vísu ónothæfur. Ekki er ástæða til að draga í efa skýrslur lögreglu um að vopnið af gerðinni AR - 15 hafi verið hálfsjálfvirkt er hald var lagt á það við húsleit á heimili ákærða Sindra. Flestar framan greindar athafnir ákærða áttu sér stað yfir sumarið 2022 og virðist af gögn um málsins sem þær hafi náð ákveðnu hámarki í ágústmánuði. Síðustu tvær vikur fyrir handtöku ákærða virðist þó sem dregið hafi úr samræðum ákærðu sem tengjast sakarefninu. Þegar allt framangreint er virt lítur dómurinn svo á að leiddar hafi verið að því ákveðnar líkur að ákærði hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þótt ekki li ggi nákvæm - lega fyrir hvert skotmark hans hefði orðið, hvar eða hvenær. Eftir sem áður er það niður - staða dómsins að öllu framangreindu virtu, einkum í ljósi grunnreglna refsiréttarins sem þegar eru raktar og hafa þýðingu við mat á sönnun og skilyrðis 20. gr. almennra hegningarlaga um ótvíræðan ásetning, að ekki sé komin fram lögfull sönnun þess að ákærði Sindri hafi gerst sekur um tilraun til brots gegn ákvæði 1. mgr. 100. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Við þær aðstæður ber að sýkna hann af þ ví broti sem honum er gefið að sök í I. kafla ákæru héraðssaksóknara frá 7. júní 2023. Um kafla II í síðari ákæru: 81 Dómurinn hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sýkna beri ákærða Sindra af tilraun til brots gegn 1. mgr. 100. gr. a í almennum hegning arlögum nr. 19/1940. Af þeirri ályktun leiðir óhjákvæmilega að ekki er unnt að líta svo á að meðákærði Ísidór teljist hafa gerst sekur um hlutdeild í slíku broti ákærða Sindra. Þegar af þeirri ástæðu ber að sýkna meðákærða Ísidór af því broti sem honum er gefið að sök í II. kafla ákæru héraðs - saksóknara frá 7. júní 2023. Refsing: Við ákvörðun refsingar ákærðu verður litið til þess að um stórfelld vopnalagbrot í skiln - ingi 1. mgr. 36. gr. vopnalaga er að ræða þar sem þeir hafa að miklu leyti neitað sök og e kki sýnt neina iðrun. Við matið vegur þungt að ákærðu ráku skipulagða starfsemi og framleiddu órekjanleg og stórhættuleg vopn sem þeir seldu í ágóðaskyni hverjum sem kaupa vildi. Jafnframt er til þess að líta að hér var um að ræða samverknað ákærðu sem lei ðir til refsiþyngingar, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningar laga. Þá hafði ákærði Sindri komið sér upp afar hættulegum vopnum og aukið hættu eiginleika fyrrgreinds AR - 15 riffils verulega með því að gera hann hálfsjálfvirkan, auk þess sem ákærðu reyndu að gera vopnið alsjálfvirkt með svokölluðum swift link búnaði. Vopnalagabrot ákærðu eru stór felld og fordæmalaus að alvarleika. Til mildunar refsingar horfir hins vegar að þeir hafa játað brot sín að hluta og hafa engan eða takmarkaðan sakaferil. Ákærði Sindri er fæddur í [...] . Samkvæmt sakavottorði hans, dags. 14. desember 2022, var ákvörðun refsingar hans frestað skilorðsbundið vegna brots gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga árið 2016. Þá hefur hann þrisvar sinnum gengist undir lögreglustjóras átt vegna umferðarlagabrota. Ákærði hefur hér verið sakfelldur fyrir stórfelld vopnalagabrot í ákæruliðum 1 til 6 í III. kafla og ákæruliðum 1, 2, 3, 4, 6, 7 og 9 í IV. kafla fyrri ákæru frá 9. desember 2022. Með hliðsjón af öllu því er að framan greinir þ ykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 24 mánuði. Með hliðsjón af alvarleika brotanna þykir ekki unnt að skilorðsbinda refsinguna. Gæsluvarðhald ákærða frá 13. til 20. september og 22. september til 13. desember 2022 dregst frá refsingunni. Ákærð i Ísidór er fæddur í [...] . Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsi vert brot. Hann hefur hér verið sakfelldur fyrir stórfelld vopnalagabrot í ákæruliðum 1 til 6 í III. kafla og ákæruliðum 1, 3, 4 og 5 í V. kafla fyrri ákæru, auk brota gegn lögum um ávan a - og fíkniefni og lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum í VI. kafla ákærunnar. Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði og þykir, með hliðsjón af alvarleika brotanna, ekki unnt að skil orðsbinda refsinguna. Gæsluvarðhald sem hann sætti 22. september til 13. desember 2022 dregst frá refsingunni. Upptökukröfur: 82 Í fyrri ákærunni frá 9. desember 2022 er krafist upptöku á ýmsum munum sem þar eru tilgreindir, auk þess sem vísað er í tiltekna r munaskrár í fylgiskjali sem er á meðal málsgagna. Hvað varðar ákærða Sindra er þess krafist með skírskotun til 69. gr. og 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a í almennum hegningarlögum að gerð verði upptæk 1.620.000 krónur í reiðufé, þrívíddarprentarar, skotfæri, í hlutir í skotvopn, verkfæri til vopnagerðar og tölvu búnaður skv. nánar tilgreindum munaskrám, sem lögregla lagði hald á við húsleit á heimili hans. Þá er krafist upptöku á skotvopnum af gerðinni AR - 15, AK - 47 og CZ557, en varðandi vopnin er einnig vísað ti l 1. mgr. 37. gr. vopnalaga. Ákærði Sindri mótmælir upptökukröfunum að því er varðar framangreind skot - vopn og reiðufé. Mótmæli ákærða byggjast á þeirri forsendu að um sé að ræða skotvopn sem skráð eru í eigu föður hans, sem ekki eigi aðild að málinu. Rét t eins og dómurinn hefur rakið hér að framan í umfjöllum um kafla IV/1 í fyrri ákærunni voru umrædd skot - vopn í reynd í umráðum og eigu ákærða Sindra, hvað sem leið opinberri skráningu eignarhalds vopnanna, og ber að fallast á upptökukröfu ákæruvaldsins að þessu leyti með vísan til framangreindra lagaákvæða. Mótmæli ákærða varðandi reiðuféð byggjast á því að þar sé um að ræða sjálfsaflafé hans vegna verktakavinnu og leigugreiðslur frá föður hans. Umræddir fjármunir fundust við húsleit á heimili ákærða Sindr a í læstum peninga - skáp sem ákærði gaf upp talnaröðina á. Ákærði kannaðist við að eiga peningaskápinn og kvaðst telja að þar væru um 1.500.000 krónur. Við skýrslutöku fyrir dómi lýst i faðir ákærða því að hann gæti hafa átt um helming þeirrar fjárhæðar sem var í peningaskápnum án þess að gera nánari grein fyrir því. Við skýrslutöku hjá lögreglu greindi hann hins vegar frá því að ákærði Sindri ætti þessa peninga og að hann sjálfur hefði ekki aðgang að peningaskápnum. Samkvæmt 69. gr. almennra hegningarlaga má gera upptækan ávinning af broti eða fjárhæð sem svarar til hans í heild eða að hluta. Sama gildir um muni sem keyptir eru fyrir ávinninginn eða komið hafa í stað hans. Ákærði hefur í máli þessu m.a. verið sakfelldur fyrir að hafa selt skotvopn, að lágmarki fimm talsins, sem hann hefur greint frá að hann hafi fengið að andvirði um 2.500.000 króna fyrir. Skil yrði laga um að brot varði a.m.k. sex ára fangelsi og sé til þess fallið að ha fa í för með sér verulegan ávinning eru uppfyllt og verður því með vísan til framan greinds fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins. Jafnframt verður, með vísan til lagaákvæða í ákæru, fallist á að aðrir haldlagðir munir sem krafist er upptöku á verði gerðir upptækir. Hvað varðar ákærða Ísidór er þess krafist með skírskotun til 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a í almennum hegningarlögum að gerð verði upptæk þrívíddarprentari af gerðinni Creality Ender V2, skotfæri, íhlutir í skotvopn, verkfæri til vopnagerðar og tölvu búnaður skv. nánar tilgreindum munaskrám. Þá er jafnframt krafist upptöku á fíkniefnum og sterum með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og 4. mgr. 4. gr. laga um nr. 84/2018. 83 Ákærði mótmælir hluta upptök ukrafnanna og hefur lagt fram nákvæman lista í þeim efnum. Samkvæmt framangreindu ákvæði 1 . tl. 1. mgr. 69. gr. a í almennum hegningar lögum má gera hluti upptæka með dómi ef þeir hafa verið notaðir, ætlaðir eru til notkunar eða hætta þykir á að verði nota ðir við framningu brots, hluti sem hafa orðið til við brot og hluti sem með öðrum hætti tengjast framningu brots. Þá skal, skv. 37. gr. vopnalaga, gera upptæk skotvopn, skotfæri, sprengiefni og skotelda sem flutt hafa verið til landsins eða framleidd eru í landinu án heimildar eða finnast vörslulaus eða í vörslu manns án heimildar. Með vísan til framangreindra lagaákvæða eru uppfyllt skilyrði til upptöku framangreindra muna og verður því fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins. Þá verður jafnframt, með vísan t il lagaákvæða í ákæru fallist á upptökukröfur að því er varðar framangreind fíkniefni og stera. Sakarkostnaður: Með hliðsjón af framangreindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærðu til greiðslu sakarkostnaðar. Til þess kostnaðar teljast málsvarnarlaun skipaðra verjanda þeirra fyrir dómi og á rannsóknarstigi sem ákveðin verða að álitum og með hliðsjón af reglum dómstólasýslunnar um málsvarnar - laun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl. nr. 1/2024. Með hliðsjón af úrslitum málsins verða ákærðu dæmdir til að bera hluta kostnaðarins en hluti hans greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Sindri greiði fjórðung málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns , sem samtals eru 22.00 0.000 króna, og þóknun verjanda á rannsóknarstigi, Ómars Arnar Bjarnþórssonar lögmanns, 2.000.000 króna. Þrír fjórðu hlutar kostnaðarins greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Ísidór greiði fjórðung málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, sem samtals eru 22.000.000 króna, en þrír fjórðu hlutar greiðist úr ríkissjóði. Við ákvörðun þóknunar lögmanna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ekki leiddi annan kostnað af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. Barbara Björnsdóttir, Arnaldur Hjartarson og Björn L. Bergsson héraðsdómarar kveða upp þennan dóm. Dómsorð: Frávísunarkröfu ákærða Sindra Snæs Birgissonar, vegna kafla I í síðari ák æru, er hafnað. 84 Ákærði, Sindri Snær Birgisson, sæti fangelsi í 24 mánuði. Gæsluvarðhald ákærða frá 13. til 20. september og 22. september til 13. desember 2022 dregst frá refsingunni. Ákærði, Ísidór Nathansson, sæti fangelsi í 18 mánuði. Gæsluvarðhald ák ærða frá 22. september til 13. desember 2022 dregst frá refsingunni. Ákærði Sindri sæti upptöku á 1.620.000 krónum í reiðufé, þrívíddarprenturum af gerðinni Creality Ender 3, Creality Ender 5 pro og Creality Ender 3max, skotfærum, íhlutum í skotvopn, verkfærum til vopnagerðar og tölvubúnaði samkvæmt muna skrám nr. [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] og [...] , rifflum af gerðinni AK - 47, AR - 15 og CZ557. Ákærði Ísidór sæti upptöku á þrívíddarprentara af gerðinni Creality Ender V2, skotfærum, íhlutum í skotvopn, verkfærum til vopnagerðar og tölvubúnaði samkvæmt munaskrám nr. [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] , [...] og [...] , 7,45 grömmum af maríhúana, 0,48 grömmum af amfetamíni og 22 stykkjum af anabólískum sterum. Ákærði Sindri greiði ¼ hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns , sem samtals eru 22.000.000 króna, og ¼ hluta þóknu nar verjanda á rannsóknarstigi, Ómars Arnar Bjarnþórssonar lögmanns, 2.000.000 króna, en ¾ hlutar greiðast úr ríkissjóði. Ákærði Ísidór greiði ¼ hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, sem samtals eru 22.000.000 kró na, en ¾ hlutar greiðast úr ríkissjóði. Barbara Björnsdóttir Arnaldur Hjartarson Björn L. Bergsson