Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 24. október 2024 Mál nr. S - 263/2024 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Adolf Brag a Hermannss yni Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 9. október sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 21. júní 2024, á hendur Adolf Braga Hermannssyni, kt. , , fyrir að hafa opinberlega, smánað og ógnað Samtökunum 78, félagsmönnum í þes sum samtökum og fólki sem styður samtökin, með ummælum sem hann birti á facebook aðgangi sínum, en síða þessi var opin fyrir alla sem vildu skoða hana, en ummælin viðhafði hann vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar félagsmanna í samtökunum. Ummæli n voru eftirfarandi og sett fram á síðunni 2. október 2023: 1. verða afhausuð eða hengd. FÓLK SEM ER Á VEGUM EÐA STYÐUR SAMTÖKIN 78 EÐA LGBQT ER HÉR MEÐ SJÁLFKRAFA DÆM D TIL DAUÐA. ÉG ER BÚINN 2 . 3. EITT EINASTA SKÍTADRASL INNANUM S78 VERÐA DREGIN ÚT Á HÁRINU 4. Telst þetta varða við 1. mgr. 233 gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðsl u alls sakarkostnaðar. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega 2 heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Ákærði viðhafði orðræð u sem felur í sér fordómafulla og ha tursfulla tjáningu sem er í senn ógnandi og hvetur til ofbeldis í garð hóp a vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar þeirra . Verður að telja nauðsynlegt og samrýmanlegt lýðræðishefðum í skilningi 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar að takmarka í þessu tilviki tjáningarfrelsi ákærða samkvæmt 2. mgr. sömu greinar með því að sakfella hann fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Ákærði hefur töluverðan sakaferil allt frá árinu 1997, en hann hefur ekki áhrif við ákvörðun refsingar nú. Við ákv örðun refsingar verður litið til framangreind ra atriða en einnig til þess að ákærði hefur lýst iðrun og eftirsjá. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í 2 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Adolf Bragi Hermannsson, sæti fangelsi í 2 mánuði. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur á rum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.