Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 12. janúar 2024 Mál nr. S - 6448/2023: Héraðssaksóknari (Karl Ingi Vilbergsson saksóknari) gegn Theodóri Páli Theodórssyni (Jónas Örn Jónasson lögmaður) Dómur 1. Mál þetta, sem dómtekið var 4. desember 2023, er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 20. október 2023, á hendur Theodóri Páli Theodórssyni, kt. , , , I. Brot gegn A , kennitala . 1. Kynferðisleg áreitni gegn barni, brot á barnaverndar - og áfengislögum, með því að hafa þriðjudaginn 4 . júlí, mælt sér mót við A á samskiptamiðlinum Snap chat, í því skyni að áreita hana kynferðislega, við Æ , og ekið með hana að Síðumúla í Reykjavík og í bifreiðinni [ 1 ] látið A kyssa sig tungukossi og káfað á brjóstum hennar innan klæða auk þess sem hann reyndi að snerta kynfæri hennar. Afhenti ákærði A 10 þúsund krónur og Vodka flösku af gerðinni Reyka fyrir athæfið. Telst þetta varða við 2., 3. og 4. m gr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 2. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 18. gr., sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998. 2. Nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa að kvöldi miðvikudagsins 26 . júlí, mælt sér mót við A á samskiptamiðlinum Snapchat, í því skyni að hafa við hana kynferðismök, við Æ og ekið með hana að bifreiðastæði aftan við hús nr. 29 við Síðumúla í Reykjavík og í bifreiðinni [1] með ólögmætri nauðung í krafti yfirburðarstöðu sinnar vegna aldurs - og þroskamunar og þar sem A var ein með honum fjarri öðrum og með því að lofa henni peningagreiðslu, látið hana fara úr buxunum og eiga við sig munnmök. Í kjölfarið, þar sem A vildi ekki veita ákærða frekari munnmök, 2 lofað henni frekari peningagreiðslum og tekið um axlir hennar, þrýst henni niður í aftursæti bifreiðarinnar, klætt hana úr nærbuxum og lagst ofan á hana og haft við hana samræði, uns ákærði hafði sáðlát. Afhenti ákærði A 150 þ úsund krónur fyrir athæfið. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. og 1., 3. og 4. mgr. 202. gr. almennra hegningar - laga. 3. Kynferðisleg áreitni gegn barni, með því að hafa ítrekað á tímabilinu 4. til 26. júlí, í samskiptum við A á samskiptamiðlinum Snapc hat viðhaft kynferðislegt tal við hana. Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. 4. Blygðunarsemis - og barnaverndarlagabrot, með því að hafa 18. júlí, sent A mynd af berum getnaðarlimi karlmanns í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat, en með háttsemi sinni særði hann blygðunarsemi hennar og sýndi henni ósiðlegt athæfi. Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barna - verndarlaga. II. Brot gegn B , kennitala . 5. Nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og brot á b arnaverndar - og áfengislögum, með því að hafa í tvö aðgreind skipti, annars vegar 5. júlí og hins vegar 12. júlí, mælt sér mót við B á samskiptamiðlinum Snapchat, í því skyni að hafa við hana sam ræði, og sótt hana þar sem hún var í unglingavinnunni við [g runnskól a ] í Reykjavík og ekið með hana að heimili sínu að [...] , þar sem hann með ólögmætri nauðung í krafti yfirburðarstöðu sinnar vegna aldurs - og þroskamunar og þar sem B var ein með honum fjarri öðrum og með því að lofa henni peninga greiðslu, látið h ana eiga við sig samræði, uns hann fékk sáðlát. Afhenti ákærði B 50 þúsund krónur fyrir hvort skipti og hálfa gin flösku. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. og 1., 3. og 4. mgr. 202. gr. almennra hegningar - laga, 2. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga og 18. gr., sbr. 27. gr. áfengislaga. 6. Nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa að kvöldi mánudagsins 24. júlí, mælt sér mót við B á samskiptamiðlinum Snapchat, í því skyni að hafa við hana samræði, við Æ , og ekið með hana á óþekktan stað við Skeif una í Reykjavík, og í bifreiðinni [1] með ólögmætri nauðung í krafti yfirburðarstöðu sinnar vegna aldurs - og þroska munar og þar sem B var ein með honum fjarri öðrum og með því að lofa henni 3 peningagreiðslu, látið hana eiga við sig samræði, uns hann fékk s áðlát. Afhenti ákærði B 50 þúsund krónur fyrir athæfið. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. og 1., 3. og 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. III. 7. Kynferðisbrot, með því að hafa í þrjú skipti á tímabilinu 26. maí til 20. júlí, greitt D samtals 78.000 krónur fyrir vændi, í bifreið sinni sem lagt var á óþekktum stöðum í Kópavogi, Heiðmörk og í Grafarholti í Reykjavík. 8. Kynferðisbrot, með því að hafa 11. júlí, greitt E samtals 35.000 krónur fyrir vændi, á óþekktu hóteli í Reykjavík. 9. Kynferðisbrot, með því að hafa í að minnsta kosti fimm skipti á ótilgreindu tímabili, greitt F samtals 125.000 krónur fyrir vændi, í öll skiptin á heimili ákærða að [...] . Telst háttsemi skv. 7., 8. og 9. tl varða við 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarla ga. IV. 10. Kynferðisbrot, með því að hafa um nokkurt skeið og fram til sunnudagsins 30. júlí, haft í vörslum sínum á Samsung síma (munur ) og í Apple fartölvu (munur ) samtals 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt. T elst þetta varða við 1. mgr. 210. gr. a. almennra hegningarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt er gerð sú krafa að ákærða verði gert að sæta upptöku á framangreindu myndefni, Samsung síma ( munur ) og Apple fartölvu (munur ) samkvæmt 1. og 2. tölulið 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga. Einkaréttarkröfur Af hálfu G , kt. , f.h. ólögráða dóttur hennar, A , kt. , er þess krafist [að] ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskab ætur að fjárhæð kr. 4.000.000, - auk vaxta skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 4. júlí 2023, en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að krafan er birt ákærða til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að skaðlausu, skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða [að] mati réttarins, að viðbættum virðisaukaskatti. 4 Af hálfu H , kt. , f.h. ólögráða dóttur hennar, B , kt. , er þess krafist [að] ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 4.000.000, - auk vaxta skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 5. júlí 2023, en síðan með dráttarvöxtum s kv. 9. gr. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að krafan er birt ákærða til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að skaðlausu, skv. síðar framlögðum máls kostnaðarreikni ngi eða [að] 2. Undir rekstri málsins gerði ákæruvaldið þá breytingu á ákærunni að fallið var frá tilvísun til 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga í ákærulið I,1. 3. Réttargæslumaður A og B ítrekaði fyrir dómi kröfur þeirra, sem tilgreindar eru í ákæru, og krafðist þess að sér yrði ákvörðuð þóknun að mati dómsins. 4. Ákærði krefst sýknu af öllum ákæruliðum. Til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði hafnar bótakröfum í málinu og krefst þess að all ur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði , þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda hans. I Helstu málsatvik 5. Upphaf málsins má rekja til þess að móður brotaþolans A bárust upplýsingar um það frá mæðrum tveggja vinkvenna hennar að hún hefði rætt við vin konur sínar um áfengi og eitthvað kynferðislegt í síma. Fékk móðir A eftir það nánari upplýsingar og fann í kjöl far þess, nánar tiltekið laugardaginn 29 . júlí 2023, peninga í fórum hennar. Fór A í framhaldi af því á bráðamóttöku á Landsspítalanum. Greindi hún lækni þar frá því að henni hefði verið nauðgað af manni sem hún hefði hitt miðvikudaginn þar á undan, 26 . júlí 2023. Haft var samband við Barnavernd Reykjavíkur, sem hafði samband við lögreglu. Lögregla ræddi við stúlkuna og hóf í framhaldi af því ran nsókn málsins. 6. Við rannsókn málsins greindi A frá því að hún hefði hitt ákærða tvisvar sinnum, 4 . og 26 . júlí 2023, eftir að hafa komist í kynni við vin hans að nafni Arnar West í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Er hún hafi borið sig eftir því að kaupa áfengi hefði Arnar West komið henni í samband við mann sem hafði nafnið Áfengi Sala á Snapchat. Gat hún nafngreint þennan mann sem ákærða í máli þessu, auk þess sem hún gat gefið 5 greinar góða lýsingu á honum og bifreið hans. Þá greindi A lögreglu frá skrá ningar - númeri bifreiðarinnar og staðfesti að ákærði væri sá maður sem um ræddi með því að benda á hann á ljósmynd. 7. Greindi A frá því að ákærði hefði í bæði skiptin er hún hitti hann tekið hana upp í bíl sinn við Æ og farið með hana í Ármúla. Í fyrra sinnið, 4 . júlí 2023, hefði hún farið í sleik við ákærða í aftursæti bifreiðar hans og heimilað að hann káfaði á sér utan klæða. Fyrir það hafi hún fengið 10.000 krónur og áfengisflösku. Hefði ákærði skilað henni að Æ ef tir þetta. 8. Greindi A einnig frá því við rannsókn málsins að í síðara skiptið, 26 . júlí 2023, hefði hún samþykkt að veita ákærða munnmök á nærbuxunum gegn greiðslu á 70.000 krónum. Er hún hafi viljað hætta hafi ákærði tekið hana úr nærbux un um, lagst yfir h ana, sett getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar og haft við hana samfarir gegn hennar vilja. Hafi þetta átt sér stað í aftursæti bifreiðar ákærða, sem lagt hafi verið á svipuðum slóðum og í fyrra sinnið. Hafi ákærði í framhaldi af því greitt henni 150.000 krónur og meðal annars tekið út 90.000 krónur í hraðbanka til að greiða henni. Hún hafi yfirgefið bifreið ákærða við Grensásveg að þessu loknu. 9. A greindi einnig frá því við rannsókn málsins að hún vissi til þess að önnur stúlka, vinkona hennar, hefði haft samræði við ákærða, en vildi ekki greina frá nafni hennar. Lögregla fann út að líklegast væri um B að ræða. Greindi B í framhaldinu frá því að hún hefði þrívegis, 5., 12. og 24 . júlí 2023, með hennar samþykki og gegn greiðslu, haft samræði við ákærða, í f yrri skiptin tvö á heimili hans [...] en í síðasta skip t ið í bifreið hans. Kvaðst B í fyrsta skiptið hafa fengið Louis Vuitton tösku sem þóknun, sem hún hefði síðar skilað til ákærða og fengið 50.000 krónur í staðinn. Í síðari skiptin tvö hefði ákærði grei tt henni 50.000 krónur fyrir hvort skipti. 10. Ákærði var handtekinn þann 30. júlí 2023 þar sem hann var í vinnu úti á landi. Hald var lagt á farsíma hans og fartölvu, sem og á bifreið í eigu sambýliskonu ákærða, með skráningarnúmerið [1]. Þá var húsleit gerð á heimili ákærða og sambýliskonu hans. Afrit var sömuleiðis tekið af samskiptum A við mann sem hún nafngreindi sem ákærða á Snapchat, en hann hafði þar meðal annars komið fram undir nafninu Áfengi Sala. 11. Við rannsókn málsins hjá lögregl u neitaði ákærði því alfarið að hann hefði nokkru sinni hitt A , sem og því að hún hefði nokkru sinni komið upp í bíl hjá honum. Þá kannaðist hann í fyrstu ekki við að hafa selt áfengi í gegnum Snapchat en gekkst síðar við því að 6 hafa, ásamt öðrum, selt þar áfengi undir nafninu Áfengi Sala . Ákærði kannaðist við að hafa verið í samskiptum við A á Snapchat þar sem hún hefði viljað kaupa af honum áfengi. Hann hefði þó ekki selt henni áfengi. 12. Ákærði kannaðist við það hjá lögreglu að hafa hitt B við [grunnskól a ] og selt henni áfengi. Hefði hún einu sinni sest í framsæti bifreiðar ákærða, látið hann hafa pening og fengið áfengi í staðinn. Hann neitaði því hins vegar alfarið að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað þeirra á milli. 13. Við rannsókn málsins vaknaði gr unur um að ákærði hefði í allmörg skipti keypt vændi af þremur nafngreindum konum, en ákærði greindi meðal annars frá því sjálfur í yfir - heyrslu. Ákærði breytti þeim framburði sínum undir rannsókn málsins og gekkst þá aðeins við að hafa keypt vændi af einn i konu í þrjú skipti á tímabilinu 26. maí til 20. júlí 2023. 14. Við rannsókn á farsíma og fartölvu ákærða fundust bæði ljósmyndir og kvikmyndir sem sýna börn nakin og á kynferðislegan máta. Kannaðist ákærði ekki við það efni er hann var spurður um það við ra nnsókn málsins. Þá kannaðist hann ekki við að hafa sent A mynd af getnaðarlim karlmanns, en A hafði greint frá því við rannsókn málsins að hún 15. Grunur vaknaði um það hjá lögreglu við rannsókn málsins að ákærði og Arna r West væru einn og sami maðurinn, en því hefur ákærði staðfastlega neitað. Þrátt fyrir leit tókst lögreglu ekki að finna upplýsingar um umræddan mann. 16. Ákærði hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 30. júlí 2023. II Framburður ákærða og vitna fyrir dómi 17. Ákærði neitar sök samkvæmt ákærulið I,1 þar sem honum eru gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni og brot á barnaverndar - og áfengislögum þann 4. júlí 2023. Kvaðst hann fyrir dómi hafa selt fólki áfengi í gegnum Snapchat á þessum tíma undir nafninu Áfengi Sala. Hann kvaðst hafa hitt A til að selja henni áfengi, en mundi ekki hvenær það hefði verið. Það hefði þó verið á árinu 2023 og þá rétt hjá Síðumúla . Kvaðst ákærði hafa selt A kari samskiptum við hana svo hann myndi eftir. A chat, en ákærði mundi ekki hvenær það hefði verið. Kvað ákærði þau A hafa mælt sér mót í Síðumúla, þar sem hann 7 hefði afhent henni áfengi gegn greiðslu. Kvaðst ákærði hafa verið á bifreið er hann hefði selt A áfengið og að hún hefði sest í framsæti bifreiðarinnar. Ekki mundi hann þó á hvaða bifreið hann hefði verið í greint sinn. Hún hefði rétt honum pening og hann látið hana fá áfengið í staðinn. Neitaði ákærði að nokkuð kynferðis legt hefði átt sér stað á milli hans og A . 18. Aðspurður um samskipti A við notanda með nafnið Áfengi Sala á Snapchat, sem frammi liggja í málinu, þá kannaðist ákærði við að um hans reikning væri að ræða. Hann kannaðist hins vegar ýmist ekki við samskiptin sj álf eða bar því við að hann myndi ekki eftir þeim. Sagði ákærði að annar aðili hefði haft aðgang að reikningi hans á Snapchat, ásamt honum sjálfum. Kvaðst hann sömuleiðis ekki muna hvort hann hefði hitt A að kvöldi áðurnefnds dags. Þá kvaðst hann ekki muna hvort fram hafi komið að A væri 14 ára gömul. 19. Ákærði neitar sök samkvæmt ákærulið I,2 þar sem honum eru gefin að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni 26. júlí 2023. Kvaðst ákærði ekki geta komið því fyrir sig hvort hann hefði hitt A umrætt kvöld. Hann kannaðist ekkert við þá háttsemi sem lýst er í þessum lið ákærunnar og neitaði henni. Ákærði skýrði ferðir sínar þetta kvöld með þeim hætti að hann hefði sótt hleðslu tæki og kokkadót á vinnustað sinn í Elliða árdal, þar sem hann hefði verið að undirbúa vinnu í veiðihúsi úti á landi. Kvaðst hann síðan hafa farið niður í Síðumúla til að sækja pakka, því næst farið í hraðbanka og svo beint heim. Sérstaklega aðspurður kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði farið að Æ þetta kvöld eða hvers v egna. 20. Ákærði vildi hvorki tjá sig um það hvers vegna hann hefði tekið út 90.000 krónur í hraðbanka né hver hefði verið með honum í bílnum í það sinn. Það hefði þó ekki verið A . Gat ákærði hvorki gefið skýringu á því hvers vegna A vissi að hann hefði tekið út 90.000 krónur né hvers vegna símar þeirra A hefðu verið staðsettir í Múlum á svipuðum tíma. Ákærði gat auk þess ekki útskýrt hvers vegna hans DNA - snið og DNA - snið A hefðu fundist í sama sýni, sem tekið var úr sæðisbletti á gólfi fyrir framan aftursæti bifreiðarinnar [1] . Ákærði útskýrði sæðisblett á gólfi bifreiðarinnar með þeim hætti að hann hefði meðal annars haft sam D III,7. 8 21. Ákærði neitar sök samkvæmt ákærulið I,3 þar sem honum er gefin að sök k ynferðisleg áreitni gegn barni. Kvaðst hann ekki muna eftir því hvort hann hefði viðhaft kynferðis - legt tal við A á samskiptamiðlinum Snapchat á tímabilinu 4. 26 . júlí 2023. Ákærði neitar sömuleiðis sök samkvæmt ákærulið I,4 þar sem honum eru gefin að sök blygðunarsemisbrot og barnaverndarlagabrot. Þvertók ákærði fyrir að hafa sent mynd af getnaðarlim karlmanns til nokkurs manns. 22. Ákærði neitar sök varðandi ákærulið II,5 þar sem honum eru gefin að sök nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og brot á barnaverndar - og áfengislögum 5. og 12. júlí 2023. Ákærði kannaðist við að nafnið Teddichef á Snapchat væri persónulegur reikningur hans. Kvaðst ákærði jafnframt hafa hitt B ( C ) keypt af honum áfengisflösku í fyrra sinnið og veip í síðara skiptið. Þau hefðu í bæði skiptin hist við [grunnskól a ] , hún hefði sest í framsæti bifreiðar ákærða og rétt honum pening og hann látið hana hafa áfengisflösku í staðinn. Hann hefði svo yfirgefið staðinn. Vildi ákærði ekki tjá sig um samskipti sín við B að öðru leyti. 23. Ákærði neitaði því að B hefði komið heim til hans. Hann gat ekki skýrt hvers vegna B hefði getað lýst aðstæðum á heimili hans í [...] fyrir lögreglu eða því að hann ætti tvo hunda. Ákærði kvað það þó rétt að hann ætti tvo hunda, bygg i í [...] í raðhúsi á tveimur hæðum, með svefnherbergi á efri hæð hússins og með fataskápum með speglum á hurðum. Ákærði neitaði að hafa látið B fá Louis Vuitton tösku sem fannst við húsleit á heimili hans. Eins kvaðst hann ekki muna eftir því að hafa boði ð A töskuna. Þá kannaðist hann ekki við samskipti þeirra A á Snapchat þar sem töskuna bar meðal annars á góma. 24. Aðspurður um ferðir sínar 5. og 12. júlí 2023 sagði ákærði að þann 5. þess mánaðar hefði hann verið í vinnu rétt hjá Eiðsgranda , en farið heim laust eftir kl. 13 til að vitja hunda sinna. Ákærði kvaðst líklegast hafa farið út í búð laust fyrir kl. 11 þann 12. sama mánaðar. Ákærði kannaðist ýmist ekki við, mundi ekki eftir eða vildi ekki tjá sig um samskipti notandans Áfengi Sala v ið A á Snapchat varðandi samskipti hans og B . Vildi hann sömuleiðis ekki tjá sig um það hvort annar hefði verið að nota reikning hans á þessum tíma. 25. Ákærði neitaði sök varðandi ákærulið II,6 þar sem honum eru gefin að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn bar ni 24 . júlí 2023. Kvaðst ákærði í fyrstu ekki geta gert grein fyrir ferðum sínum þetta kvöld en kvaðst síðar ekki vilja tjá sig um það hvar hann hefði verið. 9 Kannaðist ákærði ekki við að hafa sótt B við Æ . Aðspurður, eftir að hafa fengið að sjá mynd af bif reiðinni [1] við Æ þetta kvöld, kvaðst ákærði ekki muna hvað hann hefði verið að gera þar. Þá vildi ákærði ekki tjá sig um sýni sem tekin voru úr aftursætum bifreiðarinnar [1] , sem sýndu DNA - snið B í þekjufrumum. Sagði hann B aðeins hafa komið inn í framsæti bifreiðarinnar. Neitaði ákærði öllum kynferðislegum samskiptum við B . 26. Ákærði játaði fyrir dómi brot sitt samkvæmt ákærulið III,7 þar sem honum eru gefin að sök vændiskaup af nafngreindri konu í þrjú skipti á tímabilinu 26. maí til 20. júlí. Hann vildi lítið tjá sig um þær sakargiftir sem á hann eru bornar í ákæruliðum III,8 og III,9 þar sem honum eru einnig gefin að sök vændiskaup af nafngreindum konum, annars vegar 11. júlí og hins vegar í fimm skipti á ótilgreindu tímabil i. Neitar ákærði sök hvað þessa tvo ákæruliði varðar. 27. Ákærði neitar sök samkvæmt ákærulið IV,10 þar sem honum eru gefin að sök kynferðis - brot með því að hafa haft í vörslum sínum ljósmyndir og hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ákærði kvaðs t hafa skoðað klám á venjulegum vefsíðum, bæði í síma og tölvu, en aldrei hlaðið niður slíku efni. Hann vildi auk þess ekki kannast við myndir sem sýndu börn á kynferðis legan hátt eða að hafa haft slíkt efni í fórum sínum. 28. Ákærði vildi ekki tjá sig um þa ð hver Arnar West væri, en hans er ítrekað getið í gögnum málsins og hann nefndur í framburðum vitna fyrir lögreglu. Ákærði neitaði því jafnframt að hann væri Arnar West. 29. Vitnið A , brotaþoli samkvæmt ákæruliðum I,1, I,2, I,3 og I,4, greindi frá því fyrir dómi að hún hefði fyrst komist í kynni við mann að nafni Arnar West á Snapchat. Er hún hefði spurt viðkomandi hvort hann gæti selt henni áfengi hefði hann tengt hana við annan mann með nafnið Áfengi Sala. Hefði hún svo átt samskipti við þann mann, sem hún sagði vera ákærða, í gegnum síðarnefnda reikninginn, en um leið hætt að tala við Arnar West. 30. Greindi A frá því að ákærði hefði nefnt í samskiptum þeirra á Snapchat að það væri önnur leið til að greiða fyrir áfengi. Kvaðst vitnið í framhaldi af því hafa hi tt ákærða við Æ 4. júlí 2023 til að fara í sleik, gegn því að hann léti hana fá 10.000 krónur og í hún væri ein. Kvað vitnið að ákærði hefði ekið með hana á grábrúnum b íl í Ármúla . Nánar aðspurð kvað hún að verið gæti að það hefði verið í Síðumúla , en hún hefði haldið 10 að það hefði verið í Ármúla . Þar hefði ákærði stöðvað bifreiðina, þau farið í aftursætið og þar farið í sleik og hún þá setið í vinstra aftursæti bifreiðar innar. Aðspurð kvað vitnið ákærða hafa káfað á henni utan klæða en jafnframt reynt að káfa á henni innanklæða. Að því búnu hefði ákærði látið vitnið hafa pening og áfengisflösku og ekið henni aftur að Æ . 31. Greindi A frá því að ákærði hefði ítrekað reynt að h itta hana á tímabilinu 4. 26. júlí 2023 en hún verið upptekin. Hún vissi til þess að á þessu tímabili hefði ákærði hitt vinkonu vitnisins, B (C) . Vitnið kvaðst hafa átt í sam skiptum við ákærða varðandi það að hitta hann að kvöldi 26. júlí 2023. Hafi uppha flega verið rætt um að hún veitti honum munnmök fyrir 60.000 krónur, en ákærði hafi viljað fá meira fyrir minni pening. Þóknunin hafi síðar hækkað um 10.000 krónur, í 70.000 krónur, gegn því að hún yrði á nærbuxunum er munnmökin ættu sér stað. 32. Greindi vit nið frá því að ákærði hefði sótt hana við Æ þetta kvöld, 26 . j úlí, og ekið með hana í Ármúla eða mögulega í Síðumúla . Kvað hún sömuleiðis að ákærði hefði fyrst ætlað að fara með hana á sama stað og í fyrra sinnið en það hafi ekki gengið vegna mannaferða. Þá hafi hann fært sig um set og farið annars staðar niður á milli húsa. Vitnið bar að ákærði hefði lagt bifreið sinni og þau fært sig yfir í aftursæti hennar. Er hún hafi verið nýbyrjuð að veita ákærða munnmök hafi henni fundi st það ógeðslegt og viljað hætta. Hann hafi þá sagt að þau gætu gert eitthvað annað. Ákærði hafi í fram haldi af því ýtt vitninu niður í aftursætið , lagst yfir hana og sagt henni að þegja, er hún hafi sagt að þetta væri ekki hluti af því sem þau hefðu rætt. Hann hafi í kjölfar þess tekið hana úr nærbuxunum, sett getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar og nauðgað henni í um það bil korter. Kvaðst vitnið hafa setið í hægra aftursæti bifreiðarinnar en ákærði verið í miðjusætinu. 33. Vitnið sagði að hún hefði gert samkomulag við vinkonu sína, J , um að hún myndi hringja í hana eftir ákveðinn tíma. J hafi hringt er ákærði hafi verið að nauðga vitninu en hún hafi svarað. Hún hafi þá séð fyrir sér að geta farið. Ákærði hafi þá sagt að hann myndi ekki greiða henni 150.000 krónur ef hann næði ekki að klára. Vitnið hafi á þeirri stundu velt fyrir sér þeim kostum, annars vegar að vera nauðgað og fá ekki neitt og hins v egar að vera nauðgað og fá 150.000 krónur. Ákærði hafi í framhaldi af því klárað, 11 34. Vitnið kvað að ákærði hefði aðeins verið með 60.000 krónur á sér í umrætt sinn, sem henni hafi þótt skrítið þar sem þau hefðu verið búin að semj a um 70.000 krónur. Hann hefði því sagt að hann yrði að fara í hraðbanka, ekið að hraðbanka og tekið út 90.000 krónur. Ákærði hefði að því loknu ekki haft tíma til að aka henni aftur í Æ en látið hana út á Grensásvegi. 35. Aðspurð kvaðst vitnið ekki hafa veri ð undir áhrifum áfengis er framangreind atvik áttu sér stað og hún neytti ekki fíkniefna. A kvaðst hins vegar hafa verið drukkin þegar hún hefði verið í samskiptum við ákærða á Snapchat 12. júlí 2023, en rætt hefði verið um að þau hittust það kvöld. Vitnið hafi hins vegar ákveðið að hitta hann ekki það kvöld vegna ölvunarástands síns. 36. A Louis Vuitton tösku, sem fannst við húsleit á heimili ákærða, en taskan kom til umræðu í Snapchat - samskiptum vitnisins og ákærða . Kvaðst vitnið ekki muna hvort ákærði hefði boðið henni töskuna en B hefði fengið hana. Hefði hún talað um að taskan væri 200.000 króna virði, en síðar skilað töskunni þar sem hún hefði ekki getað selt hana og fengi ð pening í þess stað. 37. Aðspurð um samskipti sín og B á Snapchat, sem frammi liggja í málinu, kvaðst A hafa grínast við B að hún hefði sagt ákærða að hún væri 14 ára gömul að verða 15 eða alla vega að hún væri að verða 15 en ekki orðin 15 ára. 38. Aðspurð um líðan sína í dag kvað vitnið að sér liði óþægilega og ógeðslega. Hún væri kvíðnari en áður og henni brygði við að sjá fólk sem líktist ákærða eða bíl sem væri líkur hans bíl. Þá kvaðst hún forðast Ármúla og hluti. Hún væri búin að þiggja með ferð við kvíða og fá fræðslu í Barnahúsi, þ.m.t. áfallafræðslu. Þá fengi hún martraðir og hefði rætt þær við ráðgjafa sinn. Vitnið kvaðst hafa glímt við þunglyndi er hún hafi verið 13 ára og rætt þau mál við B . Hún hafi umgengist krakka sem hafi neytt áfengis og liðið vel. Það hafi leitt til þess að hún falaðist eftir áfengi hjá ákærða. 39. Vitnið B , brotaþoli samkvæmt ákæruliðum II,5 og II,6, kvaðst hafa kynnst ákærða í gegnum vinkonu sína , A . Þau hefðu ha ft sam skipti í gegnum Snapchat, þar sem ákærði hefði komið fram undir nafninu Áfengi Sala. Kvað hún ákærða hafa spurt hana hvað kynferðislegar athafnir myndu kosta. Í kjölfar þess hefði hún hitt ákærða tvívegis á meðan hún hafi verið við vinnu í unglinga vinnunni. Ákærði hefði í bæði skiptin sótt 12 hana við [grunnskól a ] , þau farið á heimili hans í [...] og stundað þar kynlíf í rúmi ákærða. Ákærði hefði svo ekið henni til baka. 40. Kvaðst vitnið áður hafa rætt við þrjá nafngreinda vini sína um málið, en einn þeirra, K , hefði tekið mynd af númerinu á bíl ákærða er hún hafi skilað Louis Vuitton tösku, sem ákærði hefði látið hana fá sem greiðslu er hún hitti hann fyrst, 5 . júlí 2023 . Ák ærði hafi síðar látið vitnið fá 50.000 krónur í stað töskunnar. Ákærði hefði greitt henni sömu fjárhæð er hún hafi hitt hann 12 . sama mánaðar - þar sem hún hefði verið að reykja gras á þessu tímabili. 41. Vitnið kvað þau ákærða hafa farið inn um bílskúrinn í húsi ákærða, því það væri mynda - vél yfir dyrum hússins og ákærði hefði ekki viljað að það sæist í vitnið í mynda vélinni. Inni í herbergi ákærða væru rúm og skápur með rennihurðum. Hurðirnar væru spegla - hurðir. Herberg ið væri á 2. hæð hússins og gengið væri upp stiga og inn í svefn - herbergið . 42. B kvaðst enn fremur hafa hitt ákærða 24. júlí 2023, þá við Æ . Þau hefðu ekið um í nokkra stund, nálægt eða í Skeifunni , en ákærði loks stöðvað bifreiðina á fáförnum stað. Þau hafi í framhaldi af því farið aftur í bifreiðina og stundað þar kynlíf. Ákærði hafi greitt henni 50.000 krónur fyrir og að því loknu skutlað henni að Æ og látið hana þar út bakatil. 43. Vitnið kvað ákærða hafa haft samræði við sig um leggöng í öll skiptin og fengi ð sáðlát. Ákærði hefði einnig sleikt á henni kynfærin, að hún hélt í bæði skiptin heima hjá honum. Kvaðst vitnið halda að hún hefði sagt ákærða að hún væri að verða 15 ára gömul, en hún hafi verið 14 ára á umræddum tíma. Hana hafi ekki langað til að lifa k ynlífi með ákærða en gert það fyrir pening. Hún hefði hins vegar haft lítinn áhuga á því að fá áfengi frá honum. Aðspurð um líðan sína í dag kvað vitnið að sér liði ekki vel. Hún gæti ekki stundað kynlíf án þess að fá kvíðakast og hugsa um ákærða. Þá hefði hún verið í sálfræðimeðferð í Barnahúsi. 44. Vitnið G , móðir brotaþolans A , kvað hana aldrei hafa drukkið áður og að hún hefði aldrei átt kærasta. Hún hefði fyrst fengið upplýsingar um málið í gegnum mæður tveggja vinkvenna A . Önnur móðirin hefði greint henn i frá því að hún hefði heyrt tvær vinkonur A ræða um áfengi og eitthvað kynferðislegt í síma, en vissi ekki nánar hvað. Kvaðst vitnið hafa hitt móður J , vinkonu A , sem hafi greint henni frá því sem hún vissi um 13 málið og að A hefði sagt J frá því að hún hefði hitt umræddan mann og fengið 150.000 krónur fyrir. 45. Vitnið kvaðst í framhaldi af þessu hafa leitað að peningum í fórum A og fundið þá. Hún hafi þá gengið á stúlkuna sem ekki hafi viljað segja henni frá því hvernig hún hefði fengið pen ingana. Í framhaldi af því hafi þær farið með sjúkrabíl á bráða móttöku á Landspítalanum þar sem A hefði greint lækni frá því sem gerst hafði. Þetta hafi verið á laugardagsmorgni [ 29 . júlí 2023], en um ræddur at burður hefði átt sér stað á miðviku - deginum þar á undan [ 26 . sama mánaðar]. Aðspurð um líðan A í dag kvað vitnið hana hafa pókerandlit, hún hafi farið inn í skel en þó ekki lagst í þunglyndi. Henni finnist mjög gaman í skóla og sinni honum áfram, sem og tómstundum. 46. Vitnið H , móðir brotaþolans B , kv að hana ekki vilja ræða þessa hluti mikið. Hún hefði mest rætt við systur sína og meðal annars sagt henni að það hefði blætt mikið eftir síðasta skiptið. Hún hefði augljóslega fengið sár. Þá hafi hún farið í kynsjúkdóma - og þungunarpróf að eigin beiðni. Vi tnið hafi að öðru leyti hlíft B . Kvaðst vitnið hafa fundið peninga og fíkniefni (hlaupbangsa) hjá B eftir síðasta skiptið, 24 . júlí 2023. Þá kvað vitnið að þessir atburðir hefðu augljóslega haft mikil áhrif á B , sem hefði lokað sig mikið af í upphafi, en v æri aðeins að koma til baka. . 47. Vitnið N , systir brotaþolans A , greindi frá því fyrir dómi að systir hennar hefði sagt henni frá því, eftir tilvikið 4 . júlí 2023, að hún hefði hitt mann og fengið áfengi og peninga fyrir að fara í sleik með honum. Hún he fði einnig sagt henni að hún væri að íhuga að hitta hann aftur, en vitnið kvaðst hafa mælt á móti því. A hefði sagt henni frá því eftir síðara skiptið, 26 . júlí 2023, að hún hefði hitt manninn aftur og aftur ætlað í sleik með honum. Maðurinn hefði hins veg ar ýtt henni niður og nauðgað henni. Hann hafi jafnframt lofað henni að ef hún myndi ekki segja frá myndi hún fá 150.000 krónur. 48. Vitnið O , systir brotaþolans B , bar fyrir dómi að systir hennar hefði mikið komið til hennar eftir á og spurt hana um það hvað hún ætti að gera. Vitnið hefði fyrst heyrt af málinu er það hefði komið upp. Þá hefði móðir hennar eða B rætt þetta við hana. B hefði sagt henni frá því að ákæ rði hefði nauðgað henni í [...] . Þá hafi hún sagt að það hefði blætt mikið, spurt hana út í það og leitað skýringa á því hvers vegna það hefði gerst. Sagði vitnið að þessir atburðir hefðu haft áhrif á B og tekið á og að hún hefði lokað sig meira af. 14 49. Vitni ð K , vinur B , kvaðst fyrir dómi hafa orðið vitni að því er B settist upp í hvítan bíl við [grunnskól a ] og fór með honum. Kvaðst hann halda að þetta hefði gerst tvisvar sinnum og að hann hefði séð hana fara upp í bílinn í bæði skiptin. Þá minnti vitnið að hann hefði séð bílinn koma til baka einhverju síðar, með B innanborðs. Kvaðst vitnið, að beiðni B , hafa skrifað númer bifreiðarinnar niður og sent henni það á Snapchat. Kvað vitnið B hafa sagt honum eftir á að hún hefði hitt mann og gert með honum kynferðislega hluti og fengið tösku og peninga í staðinn. 50. Vitnið P kvað fyrir dómi að vinkona hans, Q , hefði viljað fá áfengi og því byrjað að eiga samskipti við ákærða. Hún hefði átt samskipti við hann á Snapchat í síma vitnisins. Ákærði hefði sent andlitsmynd af sér, en vitnið minnti að hann hefði ekki séð myndina. Q hafi átt að sjúga lim ákærða til að fá áfeng i. Vitnið kvaðst þó ekki hafa séð þau skilaboð sjálfur en Q hefði sagt honum frá þeim. Þau hefðu síðan gert at í ákærða sem hefði í framhaldi af því lokað fyrir frekari samskipti við Q . 51. Vitnið R , sambýliskona ákærða , kaus að nýta sér réttindi sín samkvæmt 2. mgr. 117. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og gaf því ekki efnislegan framburð fyrir dóminum samkvæmt ákvörðun dómara. 52. R annsóknarlögreglumaður nr. I gerði dóminum grein fyrir aðkomu sinni að málinu, þar með talið upplýsingaskýrslu varðandi vet tvang brota samkvæmt ákæruliðum I,1 og II,2. Lýsti vitnið því að A hefði lýst aksturs leið ákærða með greinargóðum hætti og þannig leitt þau að Síðumúla 29 í Reykjavík . Hún hefði sýnt lögreglu mönnunum nákvæmlega hvar þau atvik hefðu gerst. 53. R annsóknarlögr eglumaður nr. II gaf skýrslu sem vitni og kvaðst hafa verið á bakvakt laugardaginn 29. júlí 2023. Þá hefði henni borist tilkynning um að barnaverndarstarfs - maður hefði tilkynnt um stúlku á bráðamóttöku, sem hefði greint lækni frá því að sér hefði verið nau ðgað á miðvikudeginum þar á undan. Kvaðst vitnið hafa tekið fyrsta viðtal við stúlkuna, A , sem hefði nafngreint ákærða og sýnt henni myndir af honum. - með honum, þ.e. farið í sleik og hann káfað á henni. Í síðara skiptið hefði hún ætlað að nur en hann nauðgað henni og greitt henni 150.000 krónur fyrir. 54. Vitnið kvaðst hafa haft samband við fulltrúa á ákærusviði og í framhaldi af því hafi lögregla farið á heimili ákærða og hitt fyrir sambýliskonu hans , sem hafi sagt að ákærði 15 væri að vinna í v eiðihúsi úti á landi. Ákærði hafi í framhaldi af því verið handtekinn á vinnustað sínum og hald lagt á fartölvu hans og síma. 55. Sagði vitnið að A hefði nefnt vinkonu sína í samtali við lögreglu en ekki viljað nafngreina hana. Þar hafi verið um að ræða vinko nu hennar, B ( C ) . Annar lögreglumaður hafi tekið skýrslu af henni, en hún hefði nefnt að hún hefði hitt ákærða þrisvar sinnum. 56. Staðfesti vitnið upplýsingaskýrslur sínar í málinu og sagðist meðal annars hafa þekkt A á mynd sem farþega í bifreið ákærða fyri r utan verslun Rafha við Suður landsbraut þann 26 . júlí 2023. Einnig að afrit af samskiptum á milli ákærða og A hefðu fundist í síma hennar. Hefði vitnið skrifað skýrslur um það sem hún hefði talið viðkomandi málinu. Grunur hefði verið um að ákærði notaði fjögur nöfn á Snapchat, þ. á m. Arnar West, Teddichef og Áfengi Sala. Kvað vitnið að lögreglu grunaði einnig að ákærði hefði þóst vera Arnar West, sem A hefði byrjað að ræða við, enda hefðu engin gögn fundist sem staðfestu að sá maður væri til. 57. Vitnið gre indi frá því að hún hefði gert skýrslu um rannsókn á síma ákærða. Þar hefði mátt sjá að ákærði hefði stofnað til vinskapar við [notendanafn B ] , þ.e. B , 4 . júlí 2023. Lögreglan hefði hins vegar ekki séð nein samskipti þeirra á milli, þar sem þau hafi ekki v erið vistuð, ólíkt því sem verið hafi í tilviki A . Vitnið kvaðst einnig hafa gert upplýsingaskýrslur, annars vegar um samskipti á milli brotaþolan n a A og B á tímabilinu 4 . júlí til 3 . ágúst 2023 og hins vegar um skilaboð frá vitninu K með bílnúmeri ákærða, sem K hafi sent til B 5 . júlí 2023. 58. Vitnið S , s érfræðingur hj á tæknideild lögreglu , gerði grein fyrir rann sóknum sínum í málinu og greindi frá helstu niðurstöðum. Meðal þess sem fram kom var að tekin hefðu verið sýni í bifreið samb ýlis konu ákærða, með skráningar númerið [1] . Hafi meðal annars verið um að ræða sýni úr sæðisbletti sem fundist hefði á gólfi fyrir framan aftursæti bifreiðarinnar. DNA - snið ákærða hefði bæði fundist í sáðfrumuhluta sýnisins og í þekjufrumuhluta þess, en DNA - snið brotaþolans A hefði fundist í þekjufrumuhluta sýnisins. Í sýni, sem tekið hefði verið úr vinstra aftursæti bifreiðarinnar, hefði fundist blanda DNA - sniða tveggja aðila, annars vegar DNA - snið ákærða og hins vegar DNA - snið brotaþolans B . Í sýni, sem tekið hefði verið úr miðjusæti, hefði fundist blanda DNA - sniða þriggja aðila, þ. á m. ákærða og B . 16 59. Lögreglumaður nr. III staðfesti upplýsingaskýrslu sem hún hafði ritað og greindi frá því að það væri kenning lögreglu að Arnar West væri ímyndun ákærða, þar sem hann hefði aldrei getað gefið fullnægjandi upplýsingar um hann. 60. R annsóknarlögreglumaður nr. IV staðfesti upplýsingas kýrslu sína um ætlaðan brota - vettvang brots samkvæmt ákærulið II,6. Greindi vitnið frá því að hann hefði farið í ökuferð með brotaþolanum B í þeim tilgangi að finna þann stað þar sem atvikið þann 24 . júlí 2023 hefði átt sér stað. B hefði sýnt þeim staðinn þar sem ákærði hefði tekið hana upp, sem hefði verið við leikskóla á bak við Æ . Hún hefði sagt að ákærði hefði farið með hana í Skeifu na en síðan leitt lögreglu í Ármúl a. B hefði reynt að finna stað þar sem þau hefðu farið niður á milli húsa. Henni hefði h ins vegar ekki tekist að átta sig á því hvar það hefði verið. 61. Vitnið greindi frá því að B hefði einnig greint frá því að í tvö skipti hefði ákærði tekið hana upp við [grunnskól a ] og farið með hana heim til sín í [...] . Hefði B sýnt lögreglu þann stað þar sem ákærði hefði tekið hana upp í bifreið sína. Hún hefði einnig greint frá því að vinur hennar, K , hefði verið viðstaddur er hún hefði farið á brott í bifreið ákærða. Hann hefði skráð niður bílnúmerið og sent B á Snapchat. 62. Vitnið T , sérfræðingur hjá tækni deild lögreglu, staðfesti greiningu sem hún hafði unnið á símanúmerum ákærða og brotaþolanna A og B . Sagði hún skýrsluna byggða á notkunaryfirliti frá símafyrirtækjum, en vitnið hefði verið beði n um að taka saman skýrslu um staðsetningu númeranna á ákveðnu m dögum og hvar númerin tengdust í nágrenni hvert við annað. Símar ákærða og A hefðu tengst við senda í Fellsmúla og Múlastöð á ákveðnum tíma 26 . júlí 2023, sem gæti bent til þess að þau hefðu verið á áþekkum slóðum. Símar ákærða og B hefðu með sama hætti tengst sendum í [nágrenni við Æ] og [ öðrum stað í nágrenni við Æ] 24. júlí 2023. 63. Lögreglumaður nr. V gerði grein fyrir gögnum sem hann hefði unnið við rannsókn málsins varðandi skoðun á farsímum brotaþolans A og ákærða og á fartölvu ákærða. Gerði hann sömuleiðis grein fyrir rannsókn sinni og niður stöðum hennar. Kvað vitnið að í farsíma A hefði mátt sjá að hún væri með skjánafnið A en notandanafnið [notendanafn A] á Snapchat - reikningi sínum. Hún hefði átt samskipti við þrjá notendur á Snapchat, Tedda með nafnið Teddichef (teddichef), Tedda AS með nafnið Áfengi Sali (afengisali) og Arnar West með nafnið Arnar West (arnarwest). Einungis væri hægt að eiga samskipti sem einn aðili í einu á Snapchat. 17 64. Kvað vitnið að sami maður hefði verið a ð baki öllum þeim nöfnum sem brotaþoli hefði verið í samskiptum við, teddichef@ [...] . Kvaðst vitnið meðal annars hafa skráð sig inn sem Arnar West og sótt gögn sem honum tengdust, en hann hefði verið skráður sem Arnar Wman hjá Snapchat en tengdur teddichef @ [...] . Notandinn Arnar West hefði oftast notast við IP - tölu sem skráð er á ákærða og bundin við heimili hans. Dró vitnið þá ályktun af því að ætla mætti að sams konar símtæki og sími ákærða hefði verið notað við Snapchat - samskipti undir nafninu Arnar West og að samskiptin hefðu farið um nefnda IP - tölu ákærða. 65. Kvaðst vitnið jafnframt hafa fundið barnaníðsefni í farsíma og fartölvu ákærða. Fundist hefðu 260 ljósmyndir og 48 kvikmyndir í farsíma ákærða, sem sýndu börn nakin eða á kynferðis legan máta, mest drengi á aldrinum 10 14 ára, þ. á m. munnmök og samfarir. Í fartölvu ákærða hefðu fundist 503 ljósmyndir og 50 kvikmyndir, sem sýndu börn nakin eða á kynferðislegan máta, ein eða með fullorðnum, þ. á m. munnmök og samfarir, mest stúlkur á aldrinum 4 12 ára . 66. Kvað vitnið myndefnið í farsímanum hafa orðið til á tímabilinu 3. apríl til 26. júlí 2023, en mest af því hefði fundist í niðurhalsmöppu farsímans. Það sem ekki hafi verið í niðurhali hafi verið úr flýtiminni forrita. Allar kvikmyndirnar hafi þó verið v istaðar sem eiginlegar myndir en ekki sem flýtimyndir, sem séu smámyndir sem vafri kalli fram við skoðun. Flýtimyndir séu mögulega vísbending um skoðun, en þær hafi verið mjög fáar hér. 67. Kvað vitnið að af 503 ljósmyndum í fartölvunni hafi 496 þeirra verið í ruslafötu. Hafi þær ekki verið sýnilegar notanda. Myndirnar hafi verið í þjöppuðum skrám. Þær hafi átt uppruna sinn á niðurhalsmöppu, sem halað hefði verið niður 24. maí 2023 og eytt 30. sama mánaðar. Ein kvikmynd með barnaníði hefði verið á skjá notanda , en kvikmyndir hefðu einnig verið í ruslafötunni. 32 kvikmyndir hefðu verið í niðurhalsmöppu en fjórar kvikmyndir í flýtiminni Chrome - vafrans. Kvikmyndunum hefði verið halað niður 11., 13., 26. og 27. júlí 2023. Kvað vitnið að 17 kvikmyndir sem vitnið hef ði skilgreint sem barnaníð hefðu verið skoðaðar á tímabilinu 7. 27. júlí 2023. 68. Vitnið E , brotaþoli samkvæmt ákærulið III,8, kvaðst vera með mann með Snapchat - nafnið teddichef skráðan sem fyrrverandi viðskiptavin, en kvaðst ekki muna eftir umræddu atviki þ ar sem fundir með viðskiptavinum væru undir nafn leynd. Staðfesti 18 hún jafnframt að 35.000 krónur sem ákærði hefði lagt inn á hana hefði verið greiðsla fyrir kynlífsþjónustu. 69. Vitnið F , brotaþoli samkvæmt ákærulið III,9, kvað ákærða hafa keypt af sér kynlífsþjónustu. Kvaðst vitnið hafa hitt hann í nokkur skipti. Hann hefði greitt henni 25.000 krónur fyrir í hvert sinn, stundum með seðlum og stundum með því að leggja inn á bankareikning hennar. Hélt hún að í heild hefði verið um 10 15 skipti að ræða, á ein nar til tveggja vikna fresti. Hélt hún að ákærði hefði lagt inn á hana samdægurs þegar það átti við. Kvað vitnið að kynlífsþjónustan hefði að mestu leyti farið fram heima hjá ákærða í [...] , en stundum í bílnum hans eða í vinnubíl sem hann hefði haft að gang að. Samskipti þeirra á milli hefðu átt sér stað í gegnum Snapchat, en ákærði hefði þar meðal annars komið fram undir nafninu Arnar West. 70. Vitnið J , vinkona brotaþolans A , gaf ekki skýrslu fyrir dómi vegna ungs aldurs, en skýrsla hennar í Barnahúsi v ar spiluð við aðalmeðferð málsins. Greindi hún meðal annars frá því að A hefði sagt henni að hún hefði hitt barnaperra og verið nauðgað. Hún hefði hitt hann tvisvar sinnum. Þau hefðu í seinna skiptið hist hjá Æ en farið eitthvað annað. Viðkomandi hefði set t getnaðarlim sinn inn í leggöng A . Þau hefðu farið í hraðbanka á eftir og viðkomandi hefði látið A hafa 150.000 krónur. Í fyrra skiptið hefðu - A fengið 10.000 krónur og áfengisflösku fyrir það. 71. Kvaðst vitnið hafa fundið út úr því hv er viðkomandi væri, þ.e. ákærði í málinu. A hefði staðfest það. Kvaðst vitnið vita að sami maður hefði verið í sambandi við aðra stelpu, en hún mætti ekki segja frá því. Greindi vitnið sömuleiðis frá því að hún hefði, að beiðni A , hringt í hana í bæði skip tin er hún hafi hitt manninn, en hún hafi virst vera eðlileg í símanum. Þá kvaðst vitnið hafa hitt A eftir bæði skiptin og hafa farið með henni til að kaupa plan b töflu eftir síðara skiptið. Kvaðst vitnið hafa séð á A að henni hefði liðið illa eftir á. II I Um trúverðugleika framburða ákærða og vitna 72. Framburður ákærða í máli þessu hefur verið breytilegur og reikull að mörgu leyti, jafnvel þótt hann hafi verið staðfastur varðandi það að ekkert kynferðislegt hafi átt sér stað á milli hans og stúlknanna A og B . Hefur ákærði meðal annars breytt framburði sínum varðandi það hvort hann hafi hitt stúlkurnar og hvort þær hafi komið inn í bifreið 19 hans. Þá hefur ákærði gjarnan valið að neita að tjá sig er borin hafa verið undir hann gögn sem ekki þykja samrýmast frásö gn hans eða gögn sem þykja styðja frásögn brotaþola í málinu. 73. Ákærði var yfirheyrður fimm sinnum undir rekstri málsins. Við yfirheyrslu 30. júlí 2023 neitaði ákærði að þekkja nokkuð til vitnisins A . Hann hefði aldrei hitt hana, hún ekki komið upp í bifrei ð hans og ekkert kynferðislegt hefði átt sér stað þeirra á milli. Þá kannaðist ákærði ekki við að hafa selt áfengi á Snapchat undir nafninu Áfengi Sala. Hann gekkst við því að hafa tekið út peninga í hraðbanka Íslandsbanka 26. júlí 2023, en sagði það hafa verið til að greiða sambýliskonu sinni eða borga fyrir hluti. 74. Við yfirheyrslu 3. ágúst 2023 kannaðist ákærði við að hafa selt áfengi á Snapchat í félagi við annan mann, Arnar West. Kvaðst hann þó aldrei hafa selt fólki undir tvítugu. Gekkst hann jafnframt við samskiptum við A á Snapchat. Hún hefði viljað kaupa áfengi en að hann hefði ekki orðið við því. Hann hefði hins vegar ekki hitt A og ekkert kynferðislegt átt sér stað þeirra á milli. Þá gekkst ákærði við því að hafa keypt kynlífsþjónustu af nokkrum kon um. Hefði kynlífið stundum átt sér stað heima hjá honum, en stundum í bíl. Sagði hann konurnar heita D , I og F . Hann hefði hins vegar aldrei keypt kynlíf af stúlkum undir 18 ára aldri. Kvaðst ákærði jafnframt hafa hitt D 26. júlí 2023 og keypt af henni kyn líf, auk þess sem hann hefði sótt hleðslutæki á vinnustað sinn í Elliðaárdal það kvöld. Hefðu þau haft samfarir í aftursæti bifreiðarinnar [1] . Kannaðist ákærði ekkert við nafni ð C ( B ). Hann hefði aldrei hitt hana og aldrei selt henni áfengi. 75. Við yfirhey rslu 10. ágúst 2023 neitaði ákærði enn að hafa nokkru sinni hitt A . Er gögn voru borin undir hann, þ. á m. myndir úr myndavélum sem sýndu að bifreiðinni [1] hafði verið ekið hjá Æ , á milli húsa við Síðumúla og fyrir framan verslun Rafha við Suðurlandsbraut , í samræmi við framburð A , neitaði hann að tjá sig um það. Sagði töluðu aðeins saman í gegnum Snapchat og hann hefði ekki símanúmer hjá honum. 76. Við yfirheyrslu 5. septembe r 2023 gaf ákærði lýsingu á Arnari West sem var áþekk lýsingu á honum sjálfum, að öðru leyti en að hann lýsti Arnari West sem hærri manni en hann sjálfur er. Þegar ákærða var bent á að sambýliskona hans kannaðist ekki við manninn eða að hann hefði búið á h eimili þeirra í júní sama ár svaraði ákærði því til að hann hefði ekki búið á heimilinu, heldur aðeins verið hjá honum, komið í heimsókn. Vildi hann svo ekki tjá sig frekar um það. Neitaði hann enn að vera Arnar West. 20 77. Ákærði vék í sömu yfirheyrslu frá fyr ri afstöðu sinni varðandi B og kvaðst nú einu sinni hafa selt henni áfengi og hún þá komið inn í bíl hans, farþegamegin. Hefðu þau átt samskipti á gegnum Snapchat vegna þess. Neitaði hann hins vegar að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað þeirra á milli eða að hafa látið hana hafa Louis Vuitton tösku. Er framburður B og myndir úr myndavélum voru bornar undir ákærða neitaði hann að tjá sig frekar. Þá neitaði ákærði áfram að hafa hitt A og að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað þeirra á milli. 78. Við yfi rheyrslu 3. október 2023 neitaði ákærði að mestu leyti að tjá sig eða svaraði spurningu neitandi eða með þeim hætti að hann vissi ekki svarið. 79. Helstu atriði í framburði ákærða fyrir dómi voru rakin hér að framan. Breytti ákærði framburði sínum frá fyrri f ramburði á þann veg að hann kannast nú við að hafa hitt A sæti bifreiðar hans . Áður hafði hann sagt að hann hefði aldrei hitt stúlkuna. Ekki mundi ákærði hvenær þetta hefði gerst en þetta hefði gerst í Síðumúla. Ákærði gekkst sömuleiðis við því að hafa hitt B [g runnskól a ] . Fyrir lögreglu sagðist hann aðeins hafa hitt hana einu sinni í því skyni. Ákærði neitar enn að nokkuð kynferðislegt hafi gerst á milli hans og stúlknanna. 80. Ákærði játaði ýmist eða neitaði við rannsókn lögreglu að hann hefði keypt vændi af F , au k þess sem hann neitar sök samkvæmt ákærulið III,9 þar sem honum er gefið að sök að hafa keypt vændi af henni. Það var þó ákærði sjálfur sem nefndi það að fyrra bragði við yfirheyrslu hjá lögreglu 3. ágúst 2023 að hann hefði keypt vændi af F og nefndi skír nar nafn hennar í því samhengi. 81. Framburður ákærða í málinu fær auk þess lítinn stuðning í þeim gögnum sem lögregla hefur aflað undir rannsókn málsins. Þau gögn, þ. á m. upptökur úr myndavélum, lýsing og myndir af heimili ákærða, peningaúttekt í hraðbanka, s amskipti á Snapchat og fram - burðir vitna, eru hins vegar á margan hátt til þess fallin að styðja frásagnir A og B um ferðir þeirra og ákærða, svo og um samskipti þeirra á milli. Þá benda lífsýnarannsóknir lögreglu til þess að bæði A og B hafi verið í aftur sæti bifreiðarinnar [1] , líkt og þær halda fram, gegn framburði ákærða. 82. Framburður ákærða þykir af framangreindum ástæðum vera einkar ótrúverðugur og um leið ómarktækur, enda er hann að verulegu leyti í andstöðu við gögn málsins eða ófullnægjandi. Gildir það bæði um framburð ákærða fyrir lögreglu á rann sóknarstigi 21 málsins og um framburð hans fyrir dómi. Verður af framangreindum sökum að mestu leyti litið framhjá framburði ákærða við úrlausn málsins, en dómur þess í stað byggður á öðrum gögnum þess. 83. Framburður vitna í málinu þykir á hinn bóginn vera einkar trúverðugur, ekki síst fram - burðir vitnanna A og B , enda fær fram burður þeirra stoð í öðrum gögnum málsins, svo sem í framburðum annarra vitna, mynd bands upptökum úr myndavélum, gögnum um bankavi ðskipti, rannsókn á heimili ákærða og bifreiðinni [1] og samskiptum á Snapchat. Verður framburður þeirra vitna sem fyrir dóminn komu og vitna sem gáfu skýrslu í Barnahúsi á rannsóknar stigi málsins því lagður til grundvallar dómi, ásamt öðrum gögnum málsin s , enda hefur ekkert komið fram sem dregur úr trúverðugleika þessara framburða . IV Niðurstaða varðandi sekt og heimfærslu til refsiákvæða Ákæruliður I,1 Niðurstaða varðandi sekt 84. Ákærði hefur , sem fyrr segir , þvertekið fyrir að nokkuð kynferðislegt hafi gerst á milli hans og vitnisins A , jafnvel þótt hann hafi nú gengist við því að hafa hitt hana í Síðumúla til að selja henni áfengi og hún þá sest í framsæti bifreiðar hans. Hefur framburður hans að því leyti b reyst frá rannsókn málsins er ákærði þvertók fyrir að hafa hitt A eða að hún hefði nokkru sinni komið inn í bifreið hans. Þá þver tók ákærði einnig fyrir að hafa selt stúlkunni áfengi. 85. Vitnið A hefur fyrir lögreglu , í Barnahúsi og fyrir dómi gefið greina rgóða, staðfasta og trúverðuga lýsingu á samskiptum sínum við ákærða umræddan dag, 4. júlí 2023, svo og á að draganda þeirra. Hefur framburður hennar sömuleiðis ekki breyst frá upphafi rann - sóknar málsins. Byggir þessi ákæruliður á lýsingu A af atvikum þes sa dags, en hún hefur meðal annars lýst því að hún hafi upphaflega komist í samband við mann að nafni Arnar West, sem hafi tengt hana við ákærða á Snapchat. 86. Í málinu liggja meðal annars fyrir afrit af samskiptum A við ákærða á Snapchat. Er í gögnum málsins jafnframt rakið , í sérstakri skýrslu varðandi skoðun á rannsókn á farsímum og fartölvu, að A hafi átt samskipti undir notandanafninu [notendanafn A] við þrjá notendur á Snapchat, Tedd i chef (tedd i chef), Áfengi Sala (afengisala) og Arnar 22 West (arnarwest eða arnarwman). Ákærði hefur gengist við því að Teddichef sé hans persónulegi reikningur á Snapchat og að hann hafi einnig selt áfengi í gegnum Áfengi Sala en neitað því að hann sé notandinn Arnar West. 87. Fallast má á það með ákæruvaldinu að langlíklegast sé að ákærði hafi ekki aðeins staðið að baki nöfnunum Teddichef og Áfengi Sala á Snapchat, heldur einnig á bak við síðast - nefnda nafnið, Arnar West. Þar sé um að ræða ímyndaðan mann, sem ekki eigi sér stoð í raunveruleikanum, heldur einungis í sýndarheimi ákærð a. Fær það meðal annars stoð í rannsókn lögreglu á notandanafninu arnarwman og framburð um lögreglumanna fyrir dómi, sem unnu að rannsókn málsins , en af gögnum málsins má meðal annars sjá að Snapchat - sinnum við IP - tölu sem skráð er á ákærða og bundin við heimili hans á tímabilinu 5. mars til 28. júlí 2023. 88. Sú ályktun að ákærði og Arnar West séu einn og sami maðurinn fær enn fremur stoð í þeim framburði A að hún hafi hætt að hafa samskipti við Arnar W est eftir að hafa tekið upp samskipti við ákærða á Snapchat. Kemur það heim og saman við niðurstöður lögreglu og framburð þess lögreglumanns fyrir dómi, sem vann rannsókn á farsímum ákærða og A og á Snapchat - samskiptum þeirra, en í framburði lögreglumannsi ns fyrir dómi kom meðal annars fram að einungis væri hægt að eiga samskipti á Snapchat undir einu notandanafni í einu. 89. Þá bar vitnið F fyrir lögreglu og fyrir dómi , sem og vitnið D fyrir lögreglu , að ákærði hefði keypt af þeim kynlífsþjónustu undir nafnin u Arnar West. Gaf F sömuleiðis lýsingu á þeim manni sem var áþekk lýsingu af ákærða. Hefur ákærði játað fyrir dómi að hafa greitt D fyrir kynlíf í þrjú skipti, sbr. ákærulið III,7. Þá greindi ákærði einnig frá því sjálfur fyrir lögreglu að hann hefði keypt vændi af konu að nafni F , jafnvel þótt hann neiti því nú, auk þess sem eigin lýsing ákærða á Arnari West passar vel við lýsingu á honum sjálfum, að öðru leyti en hvað hæð varðar. Styður þetta enn frekar að ákærði og Arnar West séu einn og sami maðurinn. 90. Framburður ákærða um tilvist þessa manns þykir auk þess einkar ótrúverðugur, en dró í land er honum var gerð grein fyrir því að sambýliskona hans, sem einnig býr á heimili nu, kannaðist hvorki við það né við að þekkja umræddan mann. Í framburðum lögreglumanna fyrir dómi kom sömuleiðis fram að lögregla hefði engar upplýsingar 23 fundið sem rennt gæti stoðum undir að Arnar West væri raunverulegur maður og ákærði hefði ekki getað gefið upplýsingar sem studdu það. 91. Að því virtu verður við það miðað við úrlausn málsins að ákærði hafi verið að baki öllum framangreindum nöfnum á Snapchat, Teddichef, Áfengi Sala og Arnar West. Þá verður einnig við það miðað að það hafi verið ákærði sjál fur sem hafi átt þau samskipti við A , sem lýst er í gögnum málsins, enda hefur ákærði ekki rökstutt eða skýrt með trúverðugum hætti hvers vegna svo ætti ekki að vera. Þá hefur ákærði kannast við að hafa átt í samskiptum við A á Snapchat, jafnvel þótt hann hafi ekki viljað kannast við öll samskipti þeirra. Þá er ekkert sem styður það að framangreindir reikningar hafi verið yfirtek nir af öðrum aðila (hakkað i r) . 92. Af gögnum málsins má ráða að A og ákærði hafi rætt saman á Snapchat 4. júlí 2023, kl. skrifar A . Ákærði spyr hvað hún sé til í að borga . A A ára og segir A síðar segir A : C 93. Ákærði og A eiga frekari samskipti á kynferðislegum nótum í gegnum Snapchat þann og : þá að totta A C 94. Síðar í samskiptunum, kl. 21:04 , A svarar: A hjá Æ A A . A svarar , 95. Ákærði reynir að fá meira frá A A A 24 A 96. Kl. 22:02 segist ákærði í skilaboðum til A vera rétt hjá. A spyr hvort hún eigi að koma í Æ . A snap þegar hún sé þar. Kl. 22:11 biður ákærði A um að koma á bak við, sem og að sanna að hún sé ein. 97. Hlé varð í samskiptum ákærða og A frá kl. 22:13 til kl. 22:42, er ákærði spyr A A : A A A 98. A hefur sem fyrr segir borið að þau ákærði hafi hist þetta kvöld á bak við Æ . Ákærði hafi beðið hana um að sanna að hún væri ein. Ákærði hafi í kjölfar þes s tekið hana upp í bifreið sína og farið með hana í Ármúla (Síðumúla) , líkt og lýst er í þessum lið þ.e. farið í sleik, ákærði hafi kysst hana tungukossi, káfað á henni utan klæða, auk þess sem hann hafi reynt að káfa á henni innan klæða. Fyrir þetta hafi hún fengið 10.000 krónur og áfengisflösku og ákærði keyrt hana til baka að Æ . 99. Framburður A er að mati dómsins einkar trúverðugur, ólíkt framburði ákærða, enda fær frambu rður hennar stoð í framangreindum samskiptum hennar og ákærða á Snapchat þennan dag og þetta kvöld. Verður að ætla að umrætt atvik hafi átt sér stað á milli kl. 22:13 og 22:42, líkt og A segir. Fær það einnig stoð í framburðum vitnanna J í Barnahúsi, sem s egir að A hafi sagt henni frá þessu, auk þess sem hún hafi hringt í hana á meðan þetta hafi verið að gerast. Þá fær þetta enn fremur stoð í framburði systur A , N , fyrir dómi, sem sagði að A hefði sagt henni frá þessu og að hún væri að velta því fyrir sér a ð hitta ákærða aftur. 100. Þá liggur fyrir upplýsingaskýrsla í málinu, sem staðfest var fyrir dómi af þeim lögreglu - manni sem hana vann , meðal annars um samskipti A við tvo aðila á Snap chat, L og M Er A 25 eitthvað smá make - out, þust fyrir 10 þús og vodka. En mun á morgun makea - out og totta hann fyrir A spyrja hvort hún hafi tottað hann. Hún svarar því neitandi. Styður þetta enn frekar framburð A varðandi þennan ákærulið. 101. Að öllu framangreindu virtu þykir það vera hafið yfir allan sk ynsamlegan vafa, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hafi framið það brot sem honum er gefið að sök í þessum lið ákærunnar, í samræmi við þá verknaðarlýsingu sem þar er að finna. Verður jafnframt að telja að ákærða hafi verið það ljóst að A var 14 ára gömul er þessi atburður átti sér stað, enda hafði það komið fram í samskiptum þeirra tveggja á Snapchat. Heimfærsla til refsiákvæða 102. Þyk ja brot ákærða samkvæmt þessum lið ákærunnar vera rétt heimfær ð til refsiákvæða í ákæru, að teknu tilliti til þess að ákæruvaldið féll sem fyrr segir frá tilvísun til 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 undir rekstri málsins. Verður ákærði samkvæmt öllu framangreindu og að því breyttu sakfelldur fyrir þau brot sem honum eru gefin að sök í þessum ákærulið málsins. Ákæruliður I,2 Niðurstaða varðandi sekt 103. Ákærði hefur sem fyrr segir þvertekið fyrir að nokkuð kynferðislegt hafi gerst á milli hans og vitnisins A , jafnvel þótt hann hafi nú gengist við því að hafa hitt hana í Síðumúla til að selja henni áfengi og hún þá sest í framsæti bifreiðar hans. Hefur framburður hans sem fyrr segir breyst frá rannsókn málsins er ákærði þvertók fyrir að hafa hitt A , að hún hefði nokkru sinni komið inn í bifreið hans eða að hann hefði nokkru sinni selt hen ni áfengi. 104. Vitnið A hefur fyrir lögreglu , í Barnahúsi og fyrir dómi gefið greinargóða, staðfasta og trúverðuga lýsingu á samskiptum sínum við ákærða umræddan dag, 26 . júlí 2023, svo og á aðdraganda þeirra. Hefur framburður hennar sömuleiðis ekki breyst fr á því að hann var fyrst tekinn niður af lögreglu 29 . júlí 2023. Byggir þessi ákæruliður á lýsingu A af atvikum þessa dags. 105. Ákærði og A áttu samskipti á Snapchat þann 12 . júlí 2023, en A bar fyrir dómi að hún hefði þann dag verið undir áhrifum áfengis. Ákær ði spyr A A A spyr ákærða jafnframt hvort hann sé með 26 ræða um A . A A áfram um stund en þau hittast ekki þennan dag. 106. Samskipti ákærða og A á Snapchat halda áfram næstu daga og vikur. Þann 24 . júlí 2023, kl. 21:50 , gerir ákærði A A 107. Miðvikudaginn 26 . júlí 2023 sendir ákærði A skilaboð á Snapchat, kl. 18:25, og spyr hvort þau ætli að hittast . A svarar játandi en segist ekki geta verið lengi. Segist vera með bestu vinkonu sinni, sem fari til útlanda daginn eftir, en hún geti alveg hitt hann þennan dag. Hún sé hins vegar ekki viss hvort morgundagurinn henti henni. Ákærði spyr, kl. C með makeout með þer og henni og þu tottar svo rid þer C 108. Ákærði býður A A svar ar , um að við ætluðum að gera makeout og tott fyrir 60 þúsund en þú krafðist að það væri A eru: 109. Þau mæla sér í framhaldi af þessu mót við Æ klukkan hálfátta þennan dag, en A segist A A Ákærði spyr um C ( B ) og hvers vegna hún sé ekki að svara. A svarar því til að hún sé A 110. A A Æ . A segist vera rétt ókomin og spyr hvort ákærði sé fyrir aftan. Segis t svo vera að koma. 27 111. A hefur sem fyrr segir greint frá því, bæði í Barnahúsi og fyrir dómi, að ákærði hafi sótt hana við Æ þetta kvöld og ekið með hana í Ármúla (Síðumúla) . Ákærði hafi fyrst ætlað að fara með hana á sama stað og í fyrra sinnið en það hafi ekki gengið vegna mannaferða. Þá hafi hann fært sig um set og farið annars staðar niður á milli húsa. 112. Í upplýsingaskýrslu lögreglu, sem staðfest var fyrir dómi af þeim lögreglumanni sem skýrsluna vann , kemur fram að A hafi leitt lögreglu að ætluðum brotave tt vangi, sem hafi verið við Síðumúla 29, Reykjavík. Ákærði hafi fyrst ekið niður í skot á bak við Síðumúla 33 en svo haldið að Síðumúla 29 og lagt bifreiðinni þar. 113. Í málinu liggja sömuleiðis fyrir upplýsingar og myndir úr bílamyndavél [ í nágrenni við hei mili ákærða ] . Sýna þessi gögn að bifreið s ambýliskonu ákærða, með skráningarnúmerið [1] , var ekið frá heimili ákærða um [...] kl. 19:39 að kvöldi 26 . júlí 2023. Bifreiðin hafi svo komið til baka kl. 20:41 sama kvöld. Má jafnframt greina ákærða sem ökumann bifreiðarinnar. 114. Farið var yfir gögn úr eftirlitsmyndavélum Landsvirkjunar við Æ þennan sama dag og sást bifreiðinni [1] ekið út af bifreiðastæði suður kl. 19:59. Í myndavél við Vogue í Síðumúla 30 mátti sjá er bifreiðinni var nokkru síðar ekið norður Síðumúla og niður í port við hús nr. 33 og þar á bak við, að norðanverðu. Bifreiðin hafi svo komið nokkru síðar upp sunnan megin við hús nr. 33 og ekið eftir bifreiðastæði fyrir framan Síðumúla 33 framhjá Síðumúla 31 og loks niður í port á milli Síðumúla 27 og 29 kl. 20:04, sem stemmir við framburð A sem lýs t var hér að framan. 115. Kom bifreiðin næst fram á myndavél fyrir framan verslun Rafha við Suðurlandsbraut, við hlið Íslandsbanka, kl. 20:3 0 þetta kvöld . Má sjá af myndum að A situr þá í framsæti bifreiðarinnar, en A hefur borið að ákærði hafi farið í hraðban ka og tekið út 90.000 krónur til að greiða henni eftir að hafa nauðgað henni í bifreið sinni nokkru áður. Var staðfest við rannsókn málsins að ákærði hefði tekið þá fjárhæð út í hraðbanka við Íslandsbanka á þessum tíma. Stemmir þetta við þann fram burð A a ð ákærði hafi haft meðferðis 60.000 krónur, en tekið út 90.000 krónur til viðbótar í hraðbanka og greitt henni alls 150.000 krónur. 116. Þá liggja sömuleiðis fyrir upplýsingar um staðsetningu á símum ákærða og A þetta kvöld. Sýna þau gögn að sími ákærða hafi t engst við sendi á Fellsmúla 26 kl. 20:18 og sími A við sendi í Múlastöð kl. 20:21. Síðasta tenging á síma ákærða við sendinn á Fellsmúla 26 hafi verið kl. 20:34 þetta kvöld. Sýna gögnin einnig að sími A hafi tengst 28 sama sendi kl. 20:39, en hún hefur meðal annars greint frá því að ákærði hafi látið hana út úr bifreið sinni við Grensásveg , þar sem hann hafi ekki haft tíma til að aka henni að Æ . Bendir þetta til þess , að mati dómsins , að símar þeirra tveggja hafi verið á svipuðum slóðum á þessum tíma, en einni g má í því sambandi vitna til framburðar sérfræðings tæknideildar lögreglunnar fyrir dómi, sem vann umrædd a úttekt . 117. Engin vitni voru að því hvað gerðist í bifreiðinni [1] eftir að henni var ekið niður á milli húsa nr. 27 og 29 við Síðumúla kl. 20:04 að kv öldi dags 26. júlí 2023 og þar til hún birtist fyrir framan verslun Rafha við Suðurlandsbraut kl. 20:3 0 sama kvöld. Það sem að framan er rakið styður hins vegar mjög eindregið framburð A í málinu, enda falla þessar upplýsingar sem fyrr segir afar vel að honum. Hið gagnstæða á við um framburð ákærða, sem allt fram að skýrslu sinni fyrir dómi kannaðist ekkert við að hafa hitt A eða tekið hana upp í bifreið sína, hvorki þann 26 . júlí né annan dag. Þá hefur ákærði sömuleiðis ítrekað breytt framburði sí num um ferðir sínar og gjörðir þetta kvöld. 118. A hefur lýst því með greinargóðum, staðföstum og trúverðugum hætti, fyrir lögreglu, í Barnahúsi og fyrir dómi, að ákærði hafi lagt bifreið sinni fyrir utan hús, væntanlega Síðumúla 29, og þau fært sig yfir í aft ursæti hennar. Þar hafi A byrjað að veita ákærða munnmök, en fundist það ógeðslegt og viljað hætta. Ákærði hafi þá sagt að þau gætu gert eitthvað annað, lagst yfir hana og sagt henni að þegja, er hún hafi sagt að þetta væri ekki hluti af því sem þau hefðu rætt. Ákærði hafi jafnframt sagt að hann myndi greiða henni 150.000 krónur fyrir. Ákærði hafi í kjölfar þess tekið hana úr nærbuxunum, sett getnaðarlim sinn inn í leggöng hennar og haft við hana samfarir í um það bil korter gegn hennar vilja. Kvaðst vitnið hafa þá setið í hægra aftursæti bifreiðarinnar en ákærði í miðjusætinu. 119. A lýsti því einnig að hún hefði gert samkomulag við vinkonu sína, J , um að hún myndi hringja í hana eftir ákveðinn tíma. J hafi hringt er ákærði hafi verið að nauðga vitninu en hún h afi svarað. Var það meðal annars staðfest með skýrslu vitnisins J í Barnahúsi, sem staðfesti að hún hefði hringt umrætt símtal, en A virst eðlileg. 120. A kvaðst þá hafa séð fyrir sér að geta farið. Ákærði hafi hins vegar sagt að hann myndi ekki greiða henni 1 50.000 krónur ef hann næði ekki að klára. Vitnið hafi þá velt fyrir sér tv eim kostum, annars vegar að vera nauðgað og fá ekki neitt og hins vegar að vera fengið sáðlát. 29 121. Me ðal gagna málsins eru gögn sem staðfesta að DNA - snið ákærða hafi bæði fundist í sáðfrumuhluta sýnis úr sæðisbletti sem fannst á gólfi fyrir framan aftursæti bifreiðar - innar [1] , sem og í þekjufrumuhluta sýnisins. DNA - snið A hafi sömu leiðis fundist í þekju frumuhluta sýnisins. Staðfesti sérfræð ingur hjá tæknideild lögreglu þetta fyrir dómi. Styður þetta að mati dómsins framan greindan framburð A , sem og að hún hafi verið í aftursæti bifreiðarinnar, en því hefur ákærði staðfastlega neitað. 122. Meðal gagna málsi ns er upplýsingaskýrsla lögreglu, sem staðfest var af þeim lögreglu - manni fyrir dómi sem skýrsluna vann , varðandi samskipti brotaþolanna A og B ( C ) á Snapchat 27 . júlí 2023, þ.e. degi eftir framangreindan atburð , þar sem A segist hafa hitt 28 ára gæjann í gær og verið nauðgað. Segir A samkvæmt skýrslunni að hann hafi borgað henni 150.000 krónur fyrir, því hann hafi verið stress aður yfir að hún færi til A tunum því hún hafi reynt að ýta honum í burtu. A segist ekki vilja blokka hann ef eitthvað gerist fyrir C og líka ef hún þurfi pening í framtíð inni. A hafi ekki viljað fara úr sturtunni því hana hafi svimað svo m ikið eftir plan b töfluna. C segist þá hafa haldið að hún væri ólétt. 123. Í samskiptum við L og M á Snapchat sama dag, 27. júlí 2026, segir A samkvæmt A segist líða hræðilega og að hún 124. Eins og áður segir greindi vinkona A , J , frá því í Barnahúsi að A hefði sagt henni að hún hefði hitt barnaperra og verið nauðgað. Hún hefði hitt hann tvisvar en í seinna skiptið hefði hann sett getna ðarlim sinn inn í leggöng A . Þau hefðu svo farið í hraðbanka á eftir og viðkomandi hefði látið A hafa 150.000 krónur. Kvaðst vitnið hafa hitt A eftir þetta og farið með henni til að kaupa plan b töflu. Kvaðst vitnið hafa séð á A að henni hefði liðið illa eftir á. 125. Þegar allt framangreint er virt þykir ekki varhugavert að leggja skýran, staðfastan og einkar trúverðugan framburð A um það sem gerðist á milli hennar og ákærða frá því að bifreið hans var ekið niður á milli húsa nr. 27 og 29 við Síðumúla kl. 20:04 þann 26 . júlí 2023 og þar til bifreiðin sást næst fyrir framan Rafha við Suðurlandsbraut kl. 20:3 0 sama kvöld til grundvallar dómi í málinu, enda fær framburður hennar stoð í margvís legum gögnum og framburðum vitna eins og rak ið er hér að framan. Framburður ákærða um þessi atriði þykir hins vegar ómarktækur. 30 126. Þykir samkvæmt framansögðu hafið yfir allan skynsamlegan vafa, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , gegn neitun ákærða, að hann hafi framið það brot sem hon um er gefið að sök í lið II,2 í ákærunni og að broti hans sé þar rétt lýst. Verður jafnframt að telja að ákærða hafi verið það ljóst að A var 14 ára gömul er þessi atburður átti sér stað, enda hafði það komið fram í samskiptum þeirra tveggja á Snapchat. H eimfærsla til refsiákvæða 127. Brot ákærða samkvæmt ákærulið II,2 er í ákæru talið varða við 1. mgr. 194. gr. og 1., 3. og 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Verður ákæran að mati dómsins ekki skilin á annan veg en þann , að á því sé byggt af hálfu ákæruva ldsins að ákærði hafi haft samræði og önnur kynferðismök (munnmök) við A án hennar samþykkis, sbr. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. 128. Samkvæmt 1. mgr. 194. gr. lag anna, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 16/20 1 8, hefur hver sá sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann, án samþykkis hans, gerst sekur um nauðgun og skal sá sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst h ins vegar ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Skiptir hér ekki máli hversu gömul manneskjan er sem brotið er gegn. 129. Í greinargerð með frumvarpi til laga, sem síðar varð að lögum nr. 16/2018, segir meðal annars að með framangreindri breytingu verði samþykki í forgrunni skilgrein - ingar á nauðgun, en horfið frá megináherslu á verknaðaraðferð við nauðgun, sem ráðið hafði skilgreiningu nauðgunar í skilningi laga fram til þess tíma. Þess í stað væri lögð aukin áhersl a á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt einstaklings með því að skilgreina nauðgun út frá því hvort samþykki hafi verið fyrir hendi eða ekki. 130. Samkvæmt 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breyt - ingum, þ. á m. breytingum með lögum n r. 61/2007, skal hver sá sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 15 ára sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum. Samkvæmt þessu ákvæði er algert bann lagt við kynmökum við börn sem yngri eru en 15 ára. Aldursmarkið er for takslaust, en lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi. Er stundum rætt um kynferðislegan lágmarksaldur í þessu samhengi. 31 131. Þær grundvallarbreytingar voru gerðar á 1. mgr. 202. gr. almennra hegni ngarlaga með lögum nr. 61/2007 að aldursviðmiðið var annars vegar hækkað úr 14 árum í 15 ár og hins vegar að refsing vegna brota gegn ákvæðinu var þyngd frá því sem verið hafði. Var hámarksrefsing hækkuð úr fangelsi allt að 12 árum í fangelsi allt að 16 ár um og að auki innleidd sérstök lágmarksrefsing, fangelsi í eitt ár. Var fyrri breyting - unni ætlað að auka réttarvernd barna á þessu sviði en með þeirri síðari var lögð aukin áhersla á hve alvarleg þau kynferðisbrot væru sem beindust að börnum. Voru refsi - m örkin færð til samræmis við refsimörk nauðgunarákvæðis 194. gr. sömu laga, en að baki ákvæðum hegningarlaganna um kynferðisbrot gegn börnum búa meðal annars þau sjónarmið að vernda þurfi börn og unglinga sérstaklega fyrir kynferðislegri misnotkun og áreitn i. 132. Í almennum athugasemdum við kafla sem varðar kynferðisbrot gegn börnum í frum - varpi til laga, sem síðar varð að lögum nr. 61/2007, er meðal annars rakið að börn og unglinga skorti líkamlegan og andlegan þroska til kynferðislegra athafna. Því þurfi að vernda þau gegn því ofbeldi sem kynferðislegar athafnir gagnvart þeim fela í sér og einnig fyrir óheppilegum afleiðingum kynferðissambands þegar þau eru svo ung að slíkt samband er skaðlegt fyrir þau. Auk þess sé hætta á að fullorðið fólk reyni að hafa áhr if á afstöðu þeirra og beiti jafnvel fortölum eða nauðung, sem erfitt geti verið að sanna. Er áfram rakið í athugasemdunum að nú á dögum vegi þyngst það sjónar - mið að kynmök við barn séu í eðli sínu gróft ofbeldi gagnvart því og megi undir engum kringumstæ ðum eiga sér stað. Til þess að koma í veg fyrir slíka misnotkun hafi verið sett ákveðin aldursmörk í hegningarlögin þannig að kynferðismök við börn undir tilteknum aldri séu fortakslaust bönnuð. 133. Í sérstökum athugasemdum varðandi 202. gr. almennra hegninga rlaga í framan - greindu frumvarpi er meðal annars rakið að í 1. mgr. ákvæðisins sé lögð refsing við samræði eða öðrum kynferðismökum við börn yngri en [15] ára (var sem fyrr segir 14 ára fyrir gildistöku laga nr. 61/2007). Aldurstakmarkið sé fortakslaust og því ekki um það að ræða að meta þroska barnsins í hverju tilviki. Ekki þurfi að sýna fram á misnotkun þótt gera megi ráð fyrir því að hún sé fyrir hendi þegar svo ung börn eiga í hlut, a.m.k. ef gerandi er ekki sjálfur á unglingsaldri. Er áfram rakið að k ynferðis - mök fullorðins manns við barn sé gróf misnotkun á yfirburða að stöðu hans gagnvart barninu og að meta verði valdbeitingu hans með hliðsjón af því að þolandinn sé barn sem sé varnarlaust eða eigi erfitt með að verjast og skilji jafnvel ekki það sem f ram 32 fari. Í broti gerandans felist því ofbeldi og misneyting gagnvart barninu, einnig þótt barnið berjist ekki á móti og gerandi þurfi því ekki að yfirvinna neina mótstöðu til þess að koma fram vilja sínum. 134. Áfram er rakið í sérstökum athugasemdum varðandi 202. gr. hegningarlaganna í framangreindu frumvarpi að í því sé lagt til að verknaðarlýsing 1. mgr. 202. gr. lag - anna verði óbreytt, en áhersla sé lögð á að ákært verði bæði fyrir nauðgun, sbr. 194. gr. laganna, og kynferðisbrot gegn barni, sbr. 202. gr. laganna, sbr. 77. gr. laganna, hafi fullorðinn maður kynmök við barn undir [15] ára aldri. Slík framkvæmd teljist eðlileg og til þess fallin að styrkja réttarvernd barna gegn kynferðislegum árásum. Ásetningur sé saknæmisskilyrði og hann þurfi að taka til a llra þátta í efnislýsingu brots. Hafi hinn brotlegi vegna gáleysis haldið að barnið væri [15] ára eða eldra falli brotið undir 204. gr. sömu laga, sbr. 202. gr. þeirra. Beri í slíku tilviki að beita vægari refsingu en hún megi þó ekki fara niður fyrir lágm ark fangelsisrefsingar samkvæmt ákvæðinu. 135. F ortakslaust ákvæði 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga um bann við samræði og öðrum kynferðismökum við börn yngri en 15 ára byggir sem fyrr segir meðal annars á þeim forsendum að barn, sem er undir þeim aldur smörkum, sé ekki fært um að sjá eða ákveða hvað því sé fyrir bestu hvað kynlíf varðar. Meðal annars af þeim sökum þurfi að vernda barnið gegn misneytingu og áreitni á því sviði. Barn sem er undir kynferðislegum lágmarksaldri er þar af leiðandi , að áliti dó msins, ófært um að gefa samþykki sitt fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum, þannig að gilt sé að lögum. Með sama hætti leysir það mann ekki undan refsingu, hafi hann haft samræði eða önnur kyn ferðismök við barn undir 15 ára aldri, að barnið hafi veitt s amþykki sitt til þeirra, jafnvel þótt það geti haft áhrif á refsingu viðkomandi samkvæmt framangreindu lagaákvæði ef gerandi er á svipuðum aldri og brotaþoli. 136. Að öllu framangreindu virtu verður ekki séð að það geti leitt til ábyrgðarleysis af broti gegn 1 . mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, allra síst í tilviki þar sem full - orðinn ein staklingur hefur haft samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 15 ára, að barnið hafi veitt samþykki sitt fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum, enda er barnið sem fyrr segir hvorki fært um né bært til að veita slíkt samþykki. Samþykki barns ins t il samræðis eða annarra kynferðismaka er í slíkum tilvikum marklaust, enda ein sýnt að barn sem þarf á sérstakri vernd að halda, þar sem það er undir kynferðislegum lágmarksaldri samkvæmt 1. mgr. 202. gr. almennra 33 hegningarlaga, sbr. 11. gr. laga nr. 61/20 07, getur eðli máls samkvæmt ekki veitt fullorðnum einstaklingi samþykki sitt til samræðis eða annarra kynferðismaka í skilningi 1. mgr. 194. gr. sömu laga, sbr. 1. gr. laga nr. 16/2018. 137. Af framangreindu leiðir að mati dómsins, að samþykki barns sem yngra er en 15 ára getur aldrei jafngilt samþykki til samræðis eða annarra kynferðismaka í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 16/2018, þannig að verkn - aður fullorðins einstaklings sem annars teldist vera nauðgun samkvæmt ákv æðinu teldist vera refsilaus samkvæmt því. Verður þvert á móti talið, með hliðsjón af framansögðu, að samræði eða önnur kynferðismök fullorðins manns við barn yngra en 15 ára teljist vera nauðgun í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 16/2018, og að auki brot gegn 1. mgr. 202. gr. sömu laga, sbr. 11. gr. laga nr. 61/2007 . Skiptir þá hvorki máli varðandi refsinæmi , hvort barnið hafi veitt samþykki sitt til samræðis eða annarra kynferðismaka eða ekki, né heldur hvaða verknað araðferð er beitt . 138. Að öllu framangreindu virtu verður ekki séð að nokkru skipti varðandi ábyrgð ákærða samkvæmt þessum lið ákærunnar að brotaþolinn A , sem ákærði vissi sem fyrr segir að væri 14 ára gömul, gæfi samþykki sitt fyrir þeim munnmökum sem í þess um ákærulið greinir. Samræði ákærða við stúlkuna, sem á eftir fór, var auk þess gegn hennar vilja og án hennar samþykkis, en hún hafði meðal annars skýrt gefið til kynna af framburði A við rannsókn málsins og fyrir dómi að hún hafi færst undan ákærða og reynt að koma í veg fyrir að hann næði vilja sínum fram, sem og fært í tal við hann að þetta væri ekki eitthvað sem þau hefðu talað um. 139. Þá má fallast á það með ákæruvaldinu a ð ákærði hafi með ólögmætri nauðung, í krafti yfirburða að stöðu sinnar vegna aldurs - og þroskamunar, framkvæmt þær athafnir sem lýst er í þessum lið ákærunnar. Eins og áður segir hefur verknaðaraðferð við brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga þó ekki sömu þýðingu eftir gildistöku laga nr. 16/2018 og áður hefði verið , þar sem það nægir eitt og sér til sakfellingar samkvæmt ákvæðinu , eftir þá breytingu , að samræði eða önnur kynferðismök eigi sér stað án samþykkis þess sem fyrir brotinu verður. 140. Sa mkvæmt 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, með síðari breytingum, skal hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir barn yngra en 18 ára til 34 samræðis eða annarra kynferðismaka sæta fangelsi allt að fjórum árum. Samkvæmt 4. mgr. sömu greinar skal hver sem með samskiptum á netinu, annarri upplýsinga - eða fjarskiptatækni eða með öðrum hætti mælir sér mót við barn yngra en 15 ára, í því skyni að hafa við barnið samræði eða önnur kynferðismök eða til að áreita það kynferðislega á annan hátt , sæta fangelsi allt að tveimur árum. 141. Verður með vísan til alls þess sem rakið hefur verið hér að framan talið að ákærði hafi brotið gegn öllum þeim ákvæðum sem að framan hefur verið lýst og að brot hans samkvæmt ákærulið II,2 sé u rétt heimfær ð til refsiákvæða í ákæru. Verður ákærði samkvæmt því og öðru sem að framan hefur verið rakið sakfelldur fyrir þau brot sem lýst er í þessum lið ákærunnar. Ákæruliður I,3 Niðurstaða varðandi sekt 142. Samskipti á samskiptamiðlinum Snap c hat, sem ákært er fyrir í þessum lið ákærunnar, hafa verið lögð fram í málinu. Hefur hluti þeirra verið rakinn hér að framan við um - fjöllun um aðra ákæruliði. Þá hefur dómurinn jafnframt komist að þeirri niður stöðu að ákærði hafi verið að baki þessum samskiptum við A . Ákærði hefu r raunar ekki neitað því að hann hafi staðið þar að baki, jafnvel þótt hann hafi neitað að kannast við hluta samskiptanna og bent á að annar maður hafi haft aðgang að reikningi hans á Snapchat. 143. Enginn vafi er um það að mati dómsins að um kynferðislegt tal er að ræða, sem flokkast undir kynferðislega áreitni í skilningi 2. mgr. 202. gr. almennra hegningar laga, en ákærða var sem fyrr segir kunnugt um að A væri einungis 14 ára gömul. Þykir að því virtu og að öðru leyti með vísan til rannsóknar lögreglu á far símum ákærða og A og samskiptum á Snapchat, sem grein er gerð fyrir í gögnum málsins, sbr. og framburði þeirra lögreglumanna sem unnu að rannsókn málsins, komin fram lögfull sönnun fyrir því að ákærði hafi framið þann verknað sem lýst er í þessum lið ákæru nnar. Heimfærsla til refsiákvæða 144. Brot ákærða samkvæmt þessum lið ákærunnar þykir rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Verður ákærði samkvæmt því sakfelldur fyrir það brot sem honum er gefið að sök í þessum ákærulið. Ákæruliður I,4 Niðurstaða varðandi s ekt 35 145. A hefur staðfastlega og á greinargóðan og trúverðugan hátt greint frá því, á rannsóknarstigi málsins í ákæru sagt hafa gerst 18. júlí 2023. Ákærði neitar því hins vegar staðfastlega að hann hafi nokkru sinni sent slíka mynd til nokkurs manns. Umrædd mynd hefur ekki verið lögð fram í málinu og frekari sönnunargagna nýtur ekki við um þessi samskipti ákærða og A . 146. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæru - valdinu, sbr. 108. gr. laga nr. 88/200 8 . Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. sömu laga metur dómari það hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsam - legum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt eða ákvörðun viður - laga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafi, sem og vitnis - burður, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn. 147. Þótt engin ástæða sé til að efast um réttmæti frásagnar A hvað þennan ákærulið varðar verður að mati dómsins ekki framhjá því litið að önnur sönnunar gögn liggja ekki frammi í máli þessu, sem stutt geta þann framburð. Að því virtu og þar sem ákærði hefur staðfastlega neitað því að hafa sent A mynd af þeim toga sem í þessum ákærulið greinir verður ekki hjá því komist að sýkna ákærða af þ ei m brot um sem honum er u gefi n að sök í þessum lið ákærunnar vegna skorts á sönnun. Ákæruliður II,5 Niðurstaða varðandi sekt 148. B hefur staðfastlega og á greinargóðan og einkar trúverðugan hátt greint frá því að ákærði hafi sótt hana í tvö skipti, 5. og 12 . jú lí 2023, þar sem hún hafi verið við vinnu í unglingavinnunni. Hafi ákærði í bæði skiptin tekið hana upp í bifreið sína, hvíta að lit, skammt frá [grunnskól a ] , eftir að þau höfðu átt samskipti á Snapchat, þar sem ákærði hafi komið fram undir nafninu Áfengi Sala. Kvað hún ákærða meðal annars hafa spurt hana út í hvað hún vildi fá greitt fyrir kynlífsathafnir. Hafi þau í fram haldi af því farið á heimili ákærða og haft samræði í herbergi ákærða á 2. hæð hússins, uns ákærði fékk sáðlát með getnaðarlim sinn inni í leggöngum stúlkunnar. 149. B gat gefið lögreglu greinargóða og skýra lýsingu á heimili ákærða í [...] . Um væri að ræða raðhús á tveimur hæðum . Herbergi ákærða væri á efri hæð. Í herberginu væri rúm, náttborð og skápur með speglahurðum. Þá gat B einnig grein t frá því að ákærði ætti tvo hunda og að við útihurð húss hans væri myndavél. Ákærða hafi verið umhugað um að 36 ekki sæist í vitnið í myndavélinni. Gat B sömuleiðis lýst því að þau hefðu farið inn um dyr í bílskúr og þaðan upp stiga og upp á efri hæðina þar sem herbergi ákærða hafi verið. 150. Styður þetta óumdeilanlega að B hafi komið á heimili ákærða, líkt og hún segir, en því hefur ákærði staðfastlega neitað. Ljósmyndir sem frammi liggja í málinu af heimili ákærða og teikning B af herbergi ákærða styðja sö muleiðis framburð hennar. Ákærði hefur einnig staðfest að hann búi í raðhúsi í [...] , eigi tvo hunda, að svefnherbergi hans sé á 2. hæð hússins og að í herberginu séu skápar með spegla hurðum , sem styður auk annars að framburður B sé réttur að þessu leyti . 151. B kvað ákærða hafa látið hana hafa Louis Vuitton tösku í fyrsta sinnið er þau hafi hist , þ.e. 5 . júlí 2023, og hálfa ginflösku. Hún hafi hins vegar síðar skilað töskunni og fengið 50.000 krónur í staðinn. Ákærði hafi greitt henni sömu fjárhæð er hún hafi næst hitt hann, 12. sama mánaðar . Gat B bent á þá staði þar sem ákærði hefði tekið hana upp í bifreið sína og skilað henni aftur í umrædd sinn . Var það staðfest af lögreglumanni fyrir dómi. 152. Þá kom fram bæði hjá B og hjá vitninu K , vini hennar, að vitnið hefði skráð niður eða tekið mynd af númer i á bifreið ákærða er B hefði hitt ákærða við [grunnskól a ] og sent henni númerið, [ 2 ] (munaði reyndar einum staf , [ ] ). Af gögnum málsins má ráða að það hafi K gert 5. júlí 2023. Kvað K fyrir dómi að um hvítan bíl hefði verið að ræða. Minnti vitnið að hann hefði séð B fara upp í bílinn í tvö skipti. Hefði hún komið til baka nokkru síðar. Þá kvað K að B hefði sagt sér að hún hefði hitt mann og gert með honum kynferðislega hluti og fengið t ösku og pening í staðinn. 153. Í síma B var að finna mynd af henni þar sem fram kom tegundarheiti þeirrar tösku sem hún segir að ákærði hafi gefið henni eftir fyrsta skiptið er hún hitti hann. Lögregla lagði einnig hald á tösku við leit á heimili ákærða sem s amrýmdist lýsingu vitnisins á töskunni. Þá má enn fremur sjá af skilaboðum ákærða og A á Snapchat að ákærði hafi A virkar hissa og spyr hvort ákærði hafi nok kuð ætlað að senda þessi skilaboð á vinkonu hennar. Styður þetta allt framburð B um að ákærði hafi afhent henni umrædda tösku sem greiðslu. 154. Meðal þeirra samskipta sem lögregla fann í Snapchat - gögnum B , sam kvæmt upplýsingaskýrslu sem frammi liggur í málinu og staðfest var fyrir dómi af þeim lögreglumanni sem hana vann , voru samskipti B við A þann 4. júlí 2023. Þar segir A 37 við B hans um að redda mér alkahó, og ég þarf þitt opin A it að það sé make - svarar B É 155. Er áfram haft eftir þeim vinkonum í upplýsingaskýrslu lögreglu að B telji að þær ætli að hitta tvo gæja og að hún hafi sagt að A gæti farið niður á hinn en hún gæti riðið öðrum þeirra. A leiðréttir þá B og segir henni að aðeins sé um einn mann að ræða. B spyr A hvernig hann líti út og A A spyr B hvort B því játandi. A B spyr A hvað hún eigi að segjast vera gömul. A ð verða 15 sko, ég sagði 156. Samkvæmt áðurnefndri upplýsingaskýrslu lögreglu ræðir B við U á Snapchat og segist þar ætla að hitta áfram saman. Skráð er niður eftir B að hún vilji ekki að A B á ég að selja 157. Á meðal skilaboða, sem gengu á milli ákærða og A á Snapchat, má einnig finna skilaboð þar sem vísað var til B . Þann 4 . júlí 2023, kl. 12:26, biður A H C er nafn B á Snapchat samkvæmt gögnum málsins. Nokkru síðar spyr ákærði hvað þær C 158. Rannsókn lögreglu á síma ákærða leiddi í ljós að B ( C ) og ákærði urðu vinir á Snapchat 4 . júlí 202 3, kl. 12:32. Er það í samræmi við framangreind samskipti A og ákærða á Snapchat. Var það enn fremur staðfest fyrir dómi af þeim lögreglumanni vann upplýsingaskýrslu um framangreinda athugun. Snapchat - nöfnin Teddichef (teddichef) og C ( [notendanafn C] ) urð u sömuleiðis vinir sama dag , en ákærði staðfesti fyrir dómi að þetta væri persónulegur reikningur hans á Snapchat, auk þess sem hann notaði nafnið Áfengi Sala . 159. Af áður nefndri upplýsingaskýrslu lögreglu, sem staðfest var fyrir dómi af þeim lög - reglu manni sem hana vann , má ráða að þau þrjú , ákærði, A og B , hafi þann 4. júlí 2023 38 A - out með honum og totta hann fyrir 3 tequila og 40.000 krónur en C ríði honum fyrir 50.000 krónur. Ákærði segist C ætli líka að totta. A 160. Í nefndri upplýsingaskýrslu lögreglu eru einnig rakin samskipti A og B á Snapchat þann 5 . júlí 2023. Þar s egir A meðal annars á gæjanum í dag. Hann er bara svo ógeðslegur og mér líður bara nasty . B A segist H ann er bara ógeðslega mikið ick, þust hann lyktaði og bragðaðist illa og ég endaði á því að vera restina af kvöl dinu að skyrpa því ég vildi ná slefinu hans úr mér. Síðan var hann hræði legur í að makea - out þust eins og hann kyssti og hann væri að borða og það var bara nasty. Síðan var hann líka þungur og B sp yr hvort A sé ekki til í að koma með henni að hitta hann. A svarar því til að hann hafi farið með hana í Ármúlann Æ 161. Kl. 14:25 sama dag segir B við A A B B H eitthvað sem sé 2 00.000 króna virði og að B sé að fara að selja það. Þá hafi hann einnig gefið henni áfengi. Síðar sama dag, kl. 18:46, er haft eftir B W 162. Þann 7. júlí 2023 sendi B samkvæmt nefndri upplýsingaskýrslu lögreglu X Y B sendir A hafa fengið 50k frá gæjanum en hún gefið honum tösk una og hann gefið henni money. 163. Þann 8 . júlí 2023 á B Z hún sé ólétt eftir 28 gæja því hann hafi klárað inn í hana þó tt hún hafi sagt honum að gera það ekki. Er svo haft eftir B ð ég sagði hann að ekki að gera 39 B Á morgun mun ég geta tekið 164. Í áðurnefndri upplýsingaskýrslu lögreglu, sem eins og áður segir er unnin upp úr Snap - chat - gögnum B , eru rakin samskipti hennar L 12. júlí 2023, þar sem fram kemur : G B áfram: B X fara að hitta gæjann aftur og að hann ætli að gefa henni 50k. Þá segist hún hafa tekið sveppi og að hún hafi reykt gras. Síðar sama dag segir B Þ stunda kynlíf áðan með 28 ára og að han n hafi gefið henni 50k og heiti Teddi. Sami gæji og A 165. Annan dag, í samskiptum ákærða og A C A að eg er buinn ad hitta C A sést sömuleiðis kvarta undan því við ákærða á Snapchat C ( B ) 166. Enn annan dag spyr ákærði A A C , segir , svarar A , svarar ákærði þá og heldur áfram: C 167. Í upplýsingaskýrslu lögreglu, sem áður var nefnd, eru rakin skilaboð B til nokkurra aðila á Snapchat þann 3 . ágúst 2023. Ræðir hún þar um að fólk sé að koma til að ræða við hana um samskipti hennar við eldri en hana . Það hafi verið hringt í móður hennar og segist B GÆJA, ER AÐ FARA AÐ FKN DREPA MIG. ÞST GÆJANN SEM ÉG REIÐ FYRIR 168. Allt framangreint styður mjög eindregið framburð B af samskiptum hennar og ákærða 5. og 12 . j úlí 2023. Engin skynsamleg skýring er sömuleiðis til á því , að mati dómsins, hvernig B gat lýst í smáatriðum og af mikill nákvæmni aðstæðum á heimili ákærða, önnur en sú að hún hafi komið inn á heimilið , eins og hún sjálf segir , og séð það með eigin augum sem hún lýsti. Því hefur ákærði sem fyrr segir neitað en framburður ákærða hvað það varðar þykir einkar ótrúverðugur. Þá lýsti B tösku sem hún sagðist hafa fengið 40 frá ákærða, sem vitnin K og A könnuðust við og ákærði hafði áður boðið A á Snapchat, en taska n fannst sem fyrr segir við húsleit heima hjá ákærða. Hafði ákærði engar skýringar á því. 169. Framburður B fær sömuleiðis stoð í því að í myndavél mátti sjá bifreið ákærða, hvítan Skoda með skráningarnúmerið [ 2 ] , aka um Eiðsgranda kl. 13:07 þann 5 . júlí 2023. Bifreiðinni hafi verið ekið um , að heimili ákærða, kl. 13:28, en farið þaðan á ný kl. 13:52. Þann 12 . júlí 2023 sást bifreiðin á mynd fara frá heimilinu kl. 10:49, en svo koma aftur kl. 11:15. Bifreiðin hafi svo farið aftur frá heimilinu kl. 13:32. Samrýmast þessar tímasetningar framburði B , en skýringar ákærða á ferðum sínum þessa daga eru að mati dómsi ns ótrúverðugar. 170. Að öllu framangreindu virtu þykir ekki varhugavert að leggja framburð B til grund vall ar varðandi það hvað hafi gerst á milli ákærða og hennar frá því að hún steig upp í bifreið hans við [grunnskól a ] 5. og 12 . júlí 2023 og þar til ákærði lét hana út úr bifreið sinni að nýju við skammt frá sama skóla, enda er framburður hennar studdur margvís legum gögnum eins og að framan segir. Þá verður einnig , að því virtu, að telja að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa, sbr. 109. gr. laga n r. 88/2008 um meðferð saka mála, að ákærði hafi framið þau brot sem honum eru gefin að sök í þessum lið ákær unnar, í samræmi við þá verknaðarlýsingu sem þar er að finna, þrátt fyrir neitun hans sjálfs. 171. B var 14 ára gömul er umrædd brot áttu sér stað. Fyri r dómi greindi hún frá því að hún héldi að hún hefði sagt ákærða að hún væri ekki orðin 15 ára gömul. Í samtali við lögreglu og við yfirheyrslu í Barnahúsi kvaðst hún hafa sagt ákærða hvað hún væri gömul. Verður samkvæmt því lagt til grundvallar dómi að ák ærði hafi í þau tvö skipti sem í þessum ákærulið greinir haft ásetning til sam ræðis við barn yngra en 15 ára gamalt, enda í öllu falli ljóst að hann hafi í það minnsta látið sér í léttu rúmi liggja hver aldur stúlkunnar væri. Heimfærsla til refsiákvæða 172. A ð mati dómsins verður ákæran ekki skilin á annan veg en þann, hvað þennan ákærulið varðar, að á því sé byggt af hálfu ákæruvaldsins að ákærði hafi haft samræði við B án samþykkis í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. 173. Að því virtu og með vísan til þess sem rakið hefur verið hér að framan , við umfjöllun um heimfærslu brota ákærða samkvæmt ákærulið I,2 til refsiákvæða, verður ekki séð að B hafi verið fær um eða bær til að gefa samþykki sitt fyrir samræði við ákærða, 41 þannig að þ að losi hann undan ábyrgð samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 16/2018. Verður þvert á móti litið svo á, með vísan til þess sem rakið var hér að framan, að ákærði hafi átt samræði við B án gilds samþykkis í skilningi þeirr ar greinar, þar sem stúlkan var undir kyn ferðislegum lágmarksaldri samkvæmt 1. mgr. 202. gr. sömu laga , með síðari breytingum . 174. Einnig er á það fallist, með hliðsjón af því sem áður var rakið, að beita beri 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 16/2018, og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 11. gr. laga nr. 61/2007, saman þegar um er að ræða samræði eða önnur kynferðismök fullorðins einstaklings við börn yngri en 15 ára gömul. Þá hefur ákærði sömuleiðis brotið gegn 3. og 4 . mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga , með síðari breytingum. 175. Löng hefð er enn fremur fyrir því í dómaframkvæmd að beita 2. mgr. 99. gr. barna - verndarlaga nr. 80/2002 samhliða 1. mgr. 194. gr. og 1. og 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga með síðari breytingum þegar um er að ræða brot gegn börnum. Má í því samhengi nefna dóma Landsréttar frá 31. mars 2023 í máli nr. 427/2022 og 8 . apríl 2022 í máli nr. 548/2020. 176. Ákærði hefur bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi gengist við því að hafa selt B áfengi, sem hefur staðfest að hún hafi fengið hálfa ginflösku í fyrsta sinn sem hún hitti ákærða. Hefur ákærði samkvæmt því einnig brotið gegn 18. gr., sbr. 27. gr. , áfengislaga nr. 75/1998. 177. Verður ákærði, með vísan til alls framangreinds, sak felldur fyrir þau brot sem honum eru gefin að sök í þessum lið ákærunnar, sem þykja rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður II,6 Niðurstaða varðandi sekt 178. B h efur greint frá því að hún hafi hitt ákærða við Æ að kvöldi 24 . júlí 2023 og farið þaðan með honum á annan stað og hann lagt bifreiðinni. Þar hafi ákærði haft við hana samræði í aftursæti bifreiðarinnar. Ákærði hafi að því loknu skilið hana eftir við Æ . Ga t vitnið ekki staðsett þessi atvik nánar en hélt að þetta hefði gerst í nágrenni við Skeifun a. Ákærði hefði ekið bifreið sinni niður á milli húsa og lagt henni þar. Greindi B einnig frá því að ákærði hefði verið á öðrum bíl en í fyrri skiptin tvö, sbr. ákæ rulið II,5 hér að framan. 42 179. Ákærði hefur sem fyrr segir neitað þessu. Kannaðist hann í fyrstu ekki við að hafa komið að Æ þetta kvöld. Þegar honum var gert ljóst að sést hefði til bifreiðar hans á þeim stað, þá gat hann ekki eða vildi ekki gefa skýringar á ferðum sínum þangað. Þá hefur ákærði neitað að B hafi nokkru sinni setið í aftursæti bifreiðar hans. Þrátt fyrir það fund ust við rannsókn lögreglu lífsýni úr B í tveimur sýnum sem tekin voru úr aftursætum bifreiðarinnar [1] , sem ákærði ók umrætt kvöld . Var það staðfest fyrir dómi af þeim sérfræðingi sem þessa rannsókn vann . Er hér jafnframt um að ræða aðra bifreið en þá er á kærði ók 5. og 12 . júlí, sbr. ákærulið II,5, rétt eins og B hafði sagt . Styður þ etta eindregið þann framburð vitnisins að hún hafi setið í aftursætum bifreiðar ákærða , andstætt því sem ákærði segir. 180. B hefur greint frá því að ákærði hafi greitt henni 50.0 00 krónur í þóknun fyrir framangreint. Fær sá framburður vitnisins stoð í því að móðir B fann síðar þetta sama kvöld 65.000 krónur í B . A fhenti móðir hennar lögreglu bæði peningana og fíkniefnin . Virðist B staðfesta þetta í samskiptum á Snapchat þann 26 . júlí 2023, sem lýst er í upplýsingaskýrslu sem minnst var á hér að framan við umfjöllum um ákærulið II,5. Má ráða að þátttakendur í hóp - r hafi sagt: B sem hafi látið þess i ummæli falla. 181. Framburður B fær einnig stoð í myndum og tímasetningum frá mynda vélum, sem sýna að bifreiðinni [1] hafi verið ekið eftir , skammt frá heimili ákærða, kl. 20:04 þetta kvöld og aftur til baka kl. 21:01. Kl. 20:21 sást sömuleiðis til bifreiðarinnar við Æ og svo aftur kl. 20:39. Eru þessar upplýsingar raktar í tveimur upplýsingaskýrslu m lögreglu sem frammi ligg ja í málinu og staðfes tar voru fyrir dómi af þeim lögreglumanni sem skýrslu rnar vann. 182. Greining lögreglu á símaupplýsingum leiddi enn fremur í ljós að númer ákærða hafi teng st við sendi við Dverg s höfða kl. 20:11 þetta kvöld og við sendi [í nágrenni við Æ ] kl. 20:40. Númer B hafi tengst sendi [einnig í nágrenni við Æ] kl. 20:43. Var þetta staðfest fyrir dómi af sérfræðingi sem vann umrædda rannsókn. Bendir þetta til þess að ma ti dómsins að símar ákærða og B hafi verið á áþekkum slóðum í kringum kl. 20:40 þetta kvöld, sem fellur sömuleiðis að myndum úr myndavélum við Æ , sem staðsetja 43 bifreið ákærða við Æ þetta kvöld kl. 20:39. Styður þetta enn frekar framburð B hvað þennan ákæru lið varðar. 183. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til Snapchat - samskipta B , sem rakin voru hér að framan við umfjöllun um ákærulið II,5 , þykir ekki varhugavert að leggja staðfastan og trúverðugan framburð hennar til grundvallar varðandi það hvað hafi g erst á milli hennar og ákærða þetta kvöld, enda er það sem fyrr segir stutt gögnum. Framburður ákærða þykir á hinn bóginn ómarktækur. 184. Að því virtu þykir það vera hafið yfir allan skynsamlegan vafa, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi framið þau brot sem honum eru gefin að sök í þessum lið ákærunnar, í samræmi við þá verknaðar lýsingu sem þar er að finna, þrátt fyrir neitun hans sjálfs, en ákærði vi ssi sem fyrr segir eða mátti vita að stúlkan var aðeins 14 ára gömul. Heimfærsla til refsiákvæða 185. Brot ákærða samkvæmt þessum lið ákærunnar þykja rétt heimfærð til refsiákvæða, að teknu tilliti til þess sem rakið hefur verið hér að framan við umfjöllun um heimfærslu brota ákærða samkvæmt ákæruliðum I,2 og II,5. Verður ákærði samkvæmt því sak - felldur fyrir brot s ín samkvæmt þessum ákærulið eins og honum er lýst í ákæru. Ákæruliður III,7 Niðurstaða varðandi sekt 186. Ákærði hefur játað brot s ín samkvæmt þessum ákærulið. Er játning hans í samræmi við önnur gögn málsins. Verður hann því sakfelldur fyrir þ au brot sem honum er u gefi n að sök í þessum lið ákærunnar. Heimfærsla til refsiákvæða 187. Brot ákærða samkvæmt þessum ákærulið þyk ja vera rétt heimf ær ð til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður III,8 Niðurstaða varðandi sekt 188. Við rannsókn málsins aflaði lögregla gagna um bankaviðskipti ákærða. Af þeim gögn - um sem aflað var við þá rannsókn má sjá að ákærði greiddi E 35.000 krónur 11. júlí 2023. Greindi E frá því fyrir lögreglu að ákærði hefði haft samband við sig undir nafninu Teddichef á Snapchat. Sagðist hún aldrei hafa hitt hann áður en hún hefði hitt hann á 44 hóteli í Reykjavík. Hafi ákærði greitt henni 35.000 krónur fyrir munnmök og samfarir. Sagðist hún ek ki muna mikið eftir þessu atviki, en hún sagðist þekkja ákærða af mynd á Facebook þar sem hann gengi undir nafninu Teddi Páll. Liggja þær myndir frammi í málinu. 189. Fyrir dómi staðfesti E að framangreind greiðsla hefði verið vegna kaupa á kynlífsþjónustu. Hún kvaðst ekki muna mikið eftir umræddu atviki, þar sem hún hitti viðskiptavini undir nafnleynd, en hún væri með mann undir nafninu Teddichef skráðan sem fyrrverandi viðskiptavin. Er það mat dómsins að framburður vitnisins hafi verið trúverðugur og verður ha nn lagður til grundvallar dómi, enda er hann studdur gögnum. Framburður ákærða þykir hins vegar vera ómarktækur. Verður ákærði að því virtu sakfelldur fyrir brot sitt samkvæmt þessum ákærulið, þrátt fyrir neitun hans. Heimfærsla til refsiákvæða 190. Brot ákærð a samkvæmt þessum ákærulið þykir vera rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður III,9 Niðurstaða varðandi sekt 191. Við yfirheyrslu hjá lögreglu þann 3. ágúst 2023 bar ákærði að hann hefði keypt kynlífs - þjónustu af þremur konum sem hann nafngreindi. Var F eitt þeirra nafna sem ákærði nefndi að 2023. Hann hefur hins vegar neitað sök samkvæmt þessum ákærulið. 192. F lýsti því fyrir lögreglu að hún hefði kynnst ákærða í gegn um Snapchat, en hann hafi kallað sig þar Arnar West. Hún sagðist hafa komist að hans rétta nafni er hann hafi millifært á hana peninga. Gat hún gefið greinargóða lýsingu á ákærða, sem hún sagði hafa keypt af sér vændi um það bil fimm sinnum. Kynlíf þeirra hafi átt sér stað í húsi í [...] þar sem ákærði hafi sagst búa með vini sínum. Sagði vitnið að ákærði hefði í hvert sinn greitt 25.000 krónur fyrir. Einu sinni hefði hann greitt henni með reiðufé, einu sinni í gegnum Aur, þ.e. 28. júlí 2023, en í öðrum tilvikum hafi h ann lagt inn á reikning hennar. 193. Vitnið staðfesti framangreindan framburð sinn fyrir dómi, en greindi frá því að um fleiri skipti hefði verið að ræða, 10 15 skipti. Hefði hún stundum hitt ákærða heima hjá honum í [...] , en einnig í bílum sem hann h efði haf t til umráða. Samskipti þeirra hefðu 45 átt sér stað í gegnum Snap c hat. Af gögnum málsins má ráða að ákærði hafi lagt 20.000 krónur inn á vitnið þann 28. júlí 2023. 194. Framburður ákærða hefur samkvæmt framansögðu verið óstöðugur hvað þennan ákærulið varðar, án þ ess að færðar hafi verið fram fullnægjandi skýringar fyrir því. Vitnið F hefur hins vegar verið staðföst í þeim framburði sínum að ákærði hafi keypt af henni kynlífsþjónustu, meðal annars með þeim hætti sem lýst er í þessum lið ákærunnar. Verður framburður vitnisins lagður til grundvallar dómi í málinu, enda fær hann stoð í öðrum gögnum og framburði ákærða sjálfs hjá lögreglu. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þa u brot sem honum er u gefi n að sök í þessum lið ákærunnar, þrátt fyrir neitun hans. Heimfærsla til refsiákvæða 195. Brot ákærða samkvæmt þessum ákærulið þyk ja vera rétt heimfær ð til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður I V ,10 Niðurstaða varðandi sekt 196. Í málinu liggur fyrir ítarleg skýrsla lögreglu, dags. 6. október 2023, um rannsókn og leit að myndum eða myndskeiðum í farsíma og fartölvu ákærða, sem sýna börn nakin og á kynferðislegan máta. Er í skýrslunni gerð grein fyrir því hvort og þá hvers konar my ndefni af slíku tagi hafi fundist í farsíma ákærða og í fartölvu hans, en eins og áður segir fundust 260 ljósmyndir og 48 kvikmyndir í farsíma ákærða , sem uppfylltu framangreinda skilgrein ingu , og 503 ljósmyndir og 50 kvikmyndir á fartölvu hans. 197. Sá lögre glumaður sem skýrsluna vann gaf sömuleiðis ítarlega og greinargóða skýrslu fyrir dómi. Staðfesti hann framangreinda skýrslu lögreglu og gerði nánari grein fyrir rannsókn sinni og niðurstöðum hennar. Er helstu niðurstöðum rann sóknar lögreglu lýst hér að fr aman við umfjöllun um framburð lögreglumannsins fyrir dómi. 198. Ákærði hefur í sjálfu sér ekki borið brigður á að umrætt myndefni hafi fundist í farsíma hans og fartölvu, en sagt að hann kannist ekki við það. Gaf hann sömuleiðis þá skýringu fyrir dómi að hann hefði skoðað klám á vefsíðum en aldrei hlaðið slíku efni niður í farsíma sinn eða fartölvu. Ákærði hefur hins vegar engar skýringar getað gefið á því hvers vegna umræddar myndir fundust í farsíma hans og fartölvu. 46 199. Samkvæmt rannsókn lögreglu var einungis l ítill hluti þeirra mynda sem fannst í farsíma eða fartölvu ákærða svonefndar flýtimyndir, sem vafri kallar fram. Flestar áttu mynd - irnar sér uppruna í niðurhalsmöppum farsímans og fartölvunnar, sem styður að þeim hafi verið hlaðið niður af notanda farsímans og fartölvunnar, ákærða í máli þessu, and - stætt því sem hann sjálfur segir. Þykir það ekki hafa áhrif á refsinæmi verknaðar ákærða samkvæmt þessum lið ákærunnar þótt einhverjar myndir kunni að hafa verið flýti - myndir og þótt hluti myndefnis í far tölvu ákærða hafi ekki verið honum sýnilegur á þeim tíma sem rannsókn lögreglu fór fram. 200. Í málinu hefur auk þess ekkert komið fram sem bendir til þess að tilvist umrædds myndefnis í farsíma eða fartölvu ákærða megi rekja til annars en ákærða eða að annar maður hafi komið þessu efni fyrir í nefndum tækjum hans. Þá leggur dómurinn sem fyrr segir ekki trúnað á framburð ákærða um að maður að nafni Arnar West hafi haft aðgang að Snapchat - reikningi hans eða tölvu. Verður þvert á móti talið, með vísan til þess se m að framan er rakið, þ. á m. rannsóknar lögreglu og áður tilvitnaðra vitnisburða fyrir dómi, að Arnar West og ákærði séu einn og sami maðurinn. 201. Verður að öllu framangreindu virtu og með hliðsjón af skýrslu lögreglu og framburð i þess lögreglumanns fyrir dó mi sem framangreinda skýrslu vann, að telja að fram sé komin lögfull sönnun fyrir því að ákærði hafi framið það brot sem honum er gefið að sök í þessum lið ákærunnar, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Heimfærsla til refsiákvæða 202. Brot ákærða samkvæmt þessum á kærulið þykir vera rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. V Ákvörðun refsingar, einkaréttarkröfur, sakarkostnaður o.fl. Ákvörðun refsingar 203. Ákærði er fæddur árið . Hefur hann hér að framan meðal annars verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir og kynferðisbrot gegn börnum, sbr. 1. mgr. 194. gr. og 1. , 3. og 4. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga með síðari breytingum, sem og fyrir kyn - ferðislega áreitni gegn barni, auk fleiri kynferðisbrota og brota gegn ákvæðum barna - verndarlaga og áfengislaga. B eindust alv a rlegustu brot ákærða að ólögráða stúlku - börnum á viðkvæmum aldri, sbr. ákæruliði I,1, I,2, II,5 og I I,6. Voru brotin til þess fallin að hafa alvarlegar afleið ingar á sálarlíf stúlknanna, eins og ráða má af framburði 47 þeirra sjálfra fyrir dómi o g vottorðum sálfræðinga sem lögð hafa verið fram í málinu. Má sömuleiðis ætla að afleiðingar brotanna hafi ekki að öllu leyti komið fram enn, þar sem stúlkurnar eru enn ungar að aldri. 204. Ákærði nýtti sér auk þess yfirburða að stöðu sína vegna aldurs - og þrosk amunar til að koma fram vilja sínum gagnvart stúlkunum, sbr. einkum ákæruliði I,1, I,2, I,3, II,5 og II,6. Lét ákærði sér í léttu rúmi liggja hvaða afleiðingar brot hans myndu hafa fyrir stúlkurnar og hvaða áhrif þau myndu hafa á sálarlíf þeirra og heilsu. Skeytti hann þannig engu um mikilvæga hagsmuni stúlknanna. Þá var um fjölmörg brot að ræða sem beindust gegn mörgum brotaþolum. Ásetningur ákærða til brotanna var sömu - leiðis sterkur. 205. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 25. október 2023, á ákærði h reinan sakaferil. Ákærði á sér ekki málsbætur að öðru leyti. Verður til þessa litið við ákvörðun refsingar ákærða í málinu, sem og þess sem að framan er rakið og að auki til 1., 2., 3., 4., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegning arl aga. A ð öllu þess u virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sjö ár. Frá þeirri refsingu dregst að fullu óslitið gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 30. júlí 2023 til þessa dags, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Upptökukrafa 206. Verður ákærða jafnframt, með hliðsjón af niðurstöðu málsins og því sem að framan er rakið, sbr. og 1. og 2. tölulið 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, gert að sæta upptöku á því myndefni sem til er vísað í ákærulið IV,10, síma af gerðin ni Samsung og fartölvu af gerðinni Apple, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Einkaréttarkröfur brotaþola 207. Brotaþolarnir A og B hafa sem fyrr segir uppi kröfur um að ákærði verði dæmdur til að greiða þeim miskabætur, 4.000.000 króna hvorri , auk vaxta eins og nánar greinir í bótakröfum þeirra sem teknar hafa verið upp í ákæru. Hefur ákærði í máli þessu verið sakfelldur fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn stúlkunum tveimur. Hefur hann jafnframt með brotum sínum bakað sér skaða bóta ábyrgð gagnvart þei m og valdið þeim ófjárhagslegu tjóni (miska) . 208. Að háttsemi ákærða virtri, að teknu tilliti til afleiðinga brota ákærða eins og þær liggja fyrir og með hliðsjón af dómafordæmum, sbr. t.a.m. dóm Landsréttar frá 31. mars 2023 í máli nr. 427/2022, þykja miskab ætur til stúlknanna hæfilega ákvarðaðar 3.000.000 48 króna til hvorrar þeirra um sig . Skulu miskabæturnar bera vexti eins og nánar greinir í dómsorði. Sakarkostnaður o.fl. 209. Ákærði hefur hér að framan verið sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sö k samkvæmt ákæru, að undanskilinni háttsemi samkvæmt ákærulið I,4. Verður hann samkvæmt því dæmdur til að greiða sakarkostnað málsins, þ. á m. þóknun verjanda síns, þóknun réttargæslumanns brotaþola og annan sakarkostnað málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr., sbr . a - og c - lið i 1. mgr. 233. gr., laga nr. 88/2008. Ekki þykir ástæða til annars en að ákærði greiði sakarkostnað að fullu, jafnvel þótt hann hafi verið sýknaður af broti samkvæmt ákærulið I,4 í málinu. 210. Ákærði greiði samkvæmt framansögðu þóknun skipaðs rét targæslumanns A og B , Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur, lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 2. 160 .0 8 0 krónur að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmannsins og að meðtöldum virðisauka skatti, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008. 211. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Arnar Jónassonar, lög - manns, sem þykja hæfilega ákveðin 3.540.510 krónur að teknu tilliti til tímaskýrslu lög - mannsins og að meðtöldum virðisauka skatti, sbr. 1. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 . 212. Ákærði greiði 2 .604.559 krónur í annan sakarkostna ð . 213. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. 214. Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 215. Gætt var ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 . Töldu dómari og aðilar málsins ekki þörf á því að endurflytja málið þrátt fyrir drátt sem orðið hefur á dómsuppsögu í málinu. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Theodór Páll Theodórsson , sæti fangelsi í sjö ár. Frá dæmdri refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 30. júlí 2023 til dagsins í dag . Ákærði sæti upptöku á því myndefni sem til er vísað í ákærulið IV,10, síma af gerðinni Samsung og fartölvu af gerðinni Apple, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði A miskabætur að fjárhæð 3.00 0.000 króna með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 16. gr. skaða bótalaga nr. 50/1993 49 frá 4. júlí 2023 til 3. nóvember sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þ eim degi til greiðslu dags. Ákærði greiði B miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 16. gr. skaða bótalaga nr. 50/1993 frá 5. júlí 2023 til 3. nóvember sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Arnar Jónassonar , lög - manns, 3.540.510 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði þóknun skipaðs réttargæslumanns A og B , Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur, lögmanns, 2. 160.080 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði 2. 604.5 59 krónur í annan sakarkostnað. Jóhannes Rúnar Jóhannsson