Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 22. febrúar 2024 Mál nr. S - 4643/2023 : Héraðssaksóknari ( Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Abdul Habib Kohi ( Elías Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 25. janúar sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssak - sóknara 17. ágúst 2023 , á hendur Abdul Habib Kohi, kennitala [...] , [...] , Reykjavík, fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. september 2022, í leigubifreiðinni [...] , sem ákærði ók frá miðborg Reykjavíkur til [...] , án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft önnur kynferðismök við A , kennitala [...] , sem var farþegi í bifreiðinni, en ákærði kyssti A nokkrum sinnum á munninn, þuklaði á brjóstum hennar innan - og utanklæða, þuklaði á kynfærum hennar utanklæða og nuddaði kynfæri hennar innan klæða. Telst þetta varða 1. mgr. 194. gr. almennra hegni ngarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu A , kt. [...] , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 3.000.000 kr. auk vaxta s kv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá 25. september 2022, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi e r birt til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að 2 greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutnings I 1. Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakröfu verði vísað frá dómi en til vara að hún verði verulega lækkuð. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. II Málsat vik 2. Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar á Suðurnesjum barst henni 25. september 2022 tilkynning um að leigubifreiðastjóri hefði snert stúlku með óviðeigandi hætti. Var honum lýst svo að hann væri talinn vera af erlendu bergi brotinn og á grárri bifreið, eins og minni gerðinni af sendibifreið, með leigubifreiðamerki á toppnum. Var hafin leit að bifreiðinni ásamt því sem rætt var við brotaþola og föður hennar á heimili þeirra. 3. Segir í skýrslu lögreglu að brotaþoli hafi virst vera í miklu tilfinningalegu uppnám i en hún lýsti meintum geranda og bifreiðinni. Skömmu síðar barst tilkynning um að bifreiðin [...] hefði verið stöðvuð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Þar sem lýsing á ökumanni, sem reyndist vera ákærði, og bifreið passaði við lýsinguna var brotaþola sýnd mynd af ákærða og staðfesti hún að hann væri sá maður sem hefði brotið gegn henni. Í kjölfarið var ákærði handtekinn. Einnig kom fram hjá brotaþola að í bifreiðinni hefði verið rauð tuska og koddi/púði . Í bifreið ákærða reyndist vera rauð tuska í hólfi í hurð við vinstra framsæti og kodd i fyrir miðju gólfi fyrir aftan framsæti. Klukkan 04:25 blés brotaþoli í áfengismæli sem sýndi þá niðurstöðuna 0,83 . Brotaþoli fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðis ofbeldis í Fossvogi en á kærði var fluttur á lögreglustöð. Benti hann lögreglu á hverfið þar sem brotaþoli býr og sagði að hann hefði skutlað henni að [...] . Þá var tekið stroksýni af öllum fingrum ákærða og munnholi vegna DNA - rannsóknar. 4. Skýrsla var tekin af brotaþola kl. 03:53 um nóttina og var hún tekin upp á búkmyndavél lögreglu. Kvaðst hún hafa ve rið niðri í bæ í Reykjavík um nóttina og hafa liðið illa, misst af vinum sínum og týnt bæði síma og veski. Það hafi verið milli kl. 02:30 og 03:00 sem ákærði hefði komið akandi á grárri leigubifreið og talað við hana og spurt hvort það væri í lagi með hana. Hefði hún sagt honum að sér liði ekki vel , hún þyrfti að komast til [...] 3 og hefði hann boðist til að aka henni þangað. Einnig hefði hún sagt honum að hún æ tti ekki peninga til að greiða honum fyrir farið en hann sagt að það væri allt í lagi , hann væri hvort sem er á leiðinni þangað. 5. Kom fram hjá brotaþola að henni hefði orðið flökurt á leiðinni og hún kastað upp út um opinn glugga bifreiðarinnar. H efð i ákærð i stöðvað bifreiðina á bensínstöð [...] í Hafnar - firði áður en þau héldu áfram í átt til [...] . Kvaðst hún ítrekað hafa sagt ákærða að henni liði ekki vel og að hún þyrfti að loka augunum og hann þá sagt við hana að fara ekki að sofa. Hún hefði þá sagt ákæ rða að hún yrði að sofna , annars myndi hún kasta upp. Síðan hefði hún lagst niður og reynt að sofna og hefði hún þá fundið fyrir því að hann hefði verið að nudda á henni bringuna og síðan farið inn á hana og káfað á brjóstum hennar. Hún hefði sagt við ákær ða að hann væri miklu eldri en hún en ekki getað sagt honum að stoppa þar sem h ún hefði óttast að hann myndi skilja hana eftir á miðri Reykja - nesbrautinni. Ákærði hefði ítrekað spurt hana hvort ekki væri allt í góðu en hún hefði ekki getað sagt neitt. Ákær ði hefði síðan fært hönd sína neðar, fyrir utan buxur hennar. Þá hefði hann ítrekað sagt henni að fara ekki að sofa. Hún hefði sofnað og vaknað við það að ákærði var búinn að setja hönd sína fyrir innan buxur hennar og var að káfa á kynfærum hennar. Síðan hefði ákærði stoppað við einhvern afleggjara og farið að kyssa hana. Brotaþoli kvaðst hafa vísað ákærða að götunni þar sem hún b úi og hún hefði gengið þaðan heim en ákærði ekið á brott. 6. Brotaþoli sagði að hún hefði beðið ákærða um að skutla sér á sjúkrahús þar sem henni hefði liðið illa en hann ekki viljað það. Hann hefði í upphafi verið góður við hana og gefið henni vatn eftir að hún kastaði upp og látið hana hafa klút til að þrífa hendu rnar og kodda til að leggjast á og h efði hún því treyst honum. Bifreið ákærða hafi verið dökkgrá, eins og sendibifreið, með leigubifreiðamerki og í bifreiðinni hefði verið rauð tuska og koddi nn . Taldi hún að gerandi væri arabískur og hefði hann enga íslens ku talað og nánast enga ensku, verið með svart , stutt hár og ekki hávaxinn. Kvaðst brotaþoli hafa verið að drekka áfengi frá kl. 22:00 um kvöldið til um kl. 02:30 og hafa verið drukkin upp á um 8 á skala frá 1 10 og 10 er mesta ölvun. 7. Skýrsla var tekin af brotaþola á ný á lögreglustöð síðar sama dag. Lýsti hún þá atvikum í meginatriðum á sama veg. Bætti hún því við að hún hefði einnig sagt við ákærða þegar hann talaði fyrst við hana að hún væri ekki með síma. Hún hefði fyrst beðið hann að skutla sér í [...] en ekki verið með heimilisfang. Þá hefði ákærði boðist til að skutla henni til [...] þar sem hún búi og hann sagt að það væri í lagi þó tt hún gæti ekki greitt fyrir farið . 4 Hefði komið fram hjá ákærða að hann væri á leið til [...] . Þá hefði hún fengið síma ákærða lánaða n og ætlað að nota Snapchat en stafirnir í símanum verið arabískir svo hún gat ekki notað hann og einnig hefði hún engin númer munað . Á leiðinni hefði hún oft kastað upp og beðið ákærða um að stöðva bifreiðina. Auk þess a ð lána henni tusku og kodda hefði hann á leiðinni gefið henni vatn. Þá hefði ákærði þrifið bifreiðina á [...] og einnig þrifið hendur hennar en þau hefðu bæði farið út úr bifreiðinni þar. Þá lýsti brotaþoli því að ákærði hefði snert brjóst hennar og kynfær i bæði innan - og utanklæða . Fyrst þegar ákærði hefði reynt að fara inn fyrir buxur hennar hefði hún beðið hann um að stöðva bifreiðina sem hann hefði gert við mislæg gatnamót. Þegar hún var komin inn í bifreiðina aftur hefði hann kysst hana á kinn og munn og snert aftur kynfæri hennar en nú innanklæða . Hefði hann þá fari ð inn undir buxur og nærbuxur hennar . Hann hefði um leið ekið bifreiðinni. Hefði ákærði þá káfað á kynfærum hennar en ekki farið inn í leggöng hennar með fingur. Það lengsta sem hann hefði f arið hefði verið í snípinn , hefði þetta tekið um 30 sekúndur og hann notað hægri höndina. Kvaðst hún hafa verið sofandi þegar ákærði byrjaði að gera þetta. Þá kom fram hjá brotaþola að um leið og hún steig út úr leigubifreiðinni hefði ákærði ekið á brott , að hún taldi í áttina til Reykjavíkur. 8. Brotaþoli kvaðst hafa setið fram mi í bifreiðinni allan tímann , legið með höfuðið á milli sæta , hallað sér aftur í sætinu og verið þannig meira og minna alla leiðina. Kvaðst brotaþoli hafi verið klædd í svartar buxur, nærbuxur og svartan bol sem var með opi þannig að það var auðvelt að setja höndina inn undir hann. Buxurnar hefðu verið með teygju í mittið. Kvaðst hún halda að ákærði hefði verið með höndina um 30 sekúndur á brjóstum hennar. Kom fram hjá brotaþola að hún hefði aldrei samþykkt kynferðislegar snertingar af hálfu ákærða. Þá sagði hún að það hefði verið brjálað veður á Reykjanes - brautinni þegar þau óku til [...] og hefði hún óttast að hann myndi skilja hana eftir þar. Kvaðst brotaþoli hafa verið hrædd á meðan þetta ger ði st , ekki vitað hvað hún ætti að gera , ekki hafa sagt ákærða hvað hún væri gömul og hann ekki spurt. Einnig kom fram hjá henni að hún hefði drukkið aðeins meira en vanalega og lítið borðað þennan dag. Minntist hún þess ekki að hafa verið að hand leika annað í bifreiðinni en síma ákærða. 9. Skýrsla var tekin af brotaþola á ný 12. desember 2022. Kom m.a. fram hjá henni að hún m y ndi eftir að hafa einu sinni kastað upp út um gluggann og hefði það verið áður en þau kom u til Hafnarfjarðar . Kvaðst hún þá ha fa setið í sætinu , verið með höfuðið út um gluggann og með báðar hendur á gluggapóstinum. Hefði hún verið með bílbelti þegar bifreiðin var á ferð en myndi ekki hvort það hefði verið spennt þegar hún kastaði upp út 5 um gluggann. Sagði brotaþoli að ekki hefði verið hætta á að hún dytti út um gluggann og hún aldrei fengið það á tilfinninguna. Á meðan hún kastaði upp út um gluggann hefði ákærði einungis sett hönd á bak hennar og h efð i hann ekki þurft að grípa í hana til að koma í veg fyrir að hún dytti út um glu ggann. Þá sagði hún að ekki hefði verið hætta á því að hún ræki höfuðið utan í hurðina á meðan á akstri stóð. Þá kvaðst hún hafa reynt að kasta upp við mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og hefði ákærði þá einnig farið út úr bifreiðinni og staðið við hlið hennar . M yndi hún ekki eftir því að hann hefði komið við hana en rámaði þó í að hann hefði komið við bak hennar en hún hefði ekki þurft stuðning. Þá kom fram hjá brotaþola að ákærði hefði snert brjóst hennar og reynt að fara inn undir buxur hennar rétt áðu r en hann stöðvaði bifreiðina við Reykjanesbraut. 10. Brotaþoli sagði að ákærði hefði ekki reynt að finna hjartslátt hennar eða athuga hvort hún andaði en hefði alltaf verið að grípa í hendur hennar þegar hann var að aka. Einnig hefði hann gripið í andlit henn ar þegar hann kyssti hana samtals 4 5 kossa á munninn og á kinnina. Sagði brotaþoli að hún hefði legið á vinstri hliðinni en ákærði ekki káfað á henni fyrr en hún reisti sig upp. Sagði hún bol sinn aldrei hafa færst þannig að hún hefði verið berbrjósta í b ifreiðinni og sagði hún neðstu töluna á bolnum hafa losnað seinna. 11. Fyrir liggur upptaka og endurrit af símtali föður brotaþola við Neyðarlínu og Fjarskipta - miðstöð ríkis lögreglu stjóra . Þá liggja fyrir veðurvottorð sem sýna veður þessa nótt á veðurstöðvum á Reykjanesbraut, Veðurstofu í Reykjavík, í Hljómskálagarði og á Kefla - víkurflugvelli. Má þar m.a. sjá á vottorði um veður í Hljómskálagarði að milli kl. 02:00 og 03:00 um nóttina var hiti þar rúmlega 10 gráður, vindur 13 14 metrar á sekúndu og mesta hviða kl . 02:00, 21,1 metri á sekúndu. Á Reykjanesbraut var hiti 9,9 gráður, vindur 18 metrar á sekúndu frá suðvestri og vestsuðvestri og mesta hviða 28,6 kl. 03:00. 12. Einnig liggur fyrir skýrsla læknis og hjúkrunarfræðings á neyðarmóttöku vegna komu brotaþola þan gað morguninn eftir ætlað brot. Lýstu þær því báðar að brotaþoli hefði verið í miklu uppnámi og grátið. Einnig kom fram hjá lækninum að brotaþoli hefði sagt einlæg - lega frá þegar hún lýsti atvikum en verið í sjokki, grátið og hniprað sig saman og nuddað hö ndunum saman allt viðtalið. Við skoðunina voru tekin DNA - sýni af vanga, munnsvæði og brjóstum brotaþola. Þá er sú lýsing brotaþola á atvikum sem þar er höfð eftir henni í samræmi við framburð hjá lögreglu. Blóðprufa var tekin af brotaþola á Heilbrigðis - sto fnun Suðurnesja fyrir komu á n eyðarmóttöku , eða kl. 05:03 , og samkvæmt niðurstöðu R annsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði mæld u st 0,78 alkóhóls í blóði hennar. Klukkan 09:00 þennan sama morgun var tekið blóðsýni úr brotaþola á neyðarmóttöku og 6 mæld u st 0 ,28 alkóhóls í blóði hennar. 13. Fyrir ligg ja vottorð B sálfræðings , dags. 30. nóvember 2022 og 8. janúar 2024 , vegna brotaþola. Í fyrra vottorðinu fram að brotaþoli h efð i komið tvisvar í viðtal til hennar og lýst i hún í fyrra viðtalinu meintu kynferðisbroti. Kvaðst hún hafa sofnað í leigubifreið ákærða á leið til [...] og vaknað við að hann var með hönd sína innan undir klæðum hennar og var að káfa á brjóstum hennar. Til að komast út úr aðstæðum hefði hún sagt ákærða að hún þyrfti að kasta upp . Eftir að hún kom aftur inn í bifreiðina hefði hún sofnað og vaknað við að ákærði var með hönd sína innan undir buxum hennar og hefði verið að káfa á kynfærum hennar og á sama tíma að kyssa hana á munninn og á andlitið. 14. Segir í fyrra vottorðinu að brotaþoli hefði lýst s terkum einkennum áfallastreituröskunar fyrst eftir meint brot. Hún hefði átt erfitt með að sofna og halda sér sofandi og hana hefði dreymt um ofbeldið. Hefði hún auðveldlega orðið pirruð og reið og tekist illa að bægja frá sér hugsunum um ofbeldið þar sem myndir af því sk ytu st reglulega upp í kollinn á henni. Hún finni fyrir tilfinningalegum dofa og er á sama tíma á varðbergi. Þá finni hún fyrir miklum kvíða þegar hún sér leigubifreiðar og hefði fengið kvíðakast þegar hún sá mann sem minnti hana á ofbeldism anninn. Samkvæmt sjálfsmatskvörðum sem lagðir voru fyrir brotaþola voru sterkar vísbendingar um áfallastreituröskun, hún mældist með lágt sjálfsmat og alvarleg þunglyndis - og kvíðaeinkenni. Er framangreint staðfest í yngra vottorðinu. Þar kemur einnig fram að brotaþoli fái enn martraðir sem tengjast ofbeldinu en sjaldnar og óttast að lenda aftur í sambærilegum atburði . Hún finn i fyrir pirring i og reiði þegar hún hugsar um ofbeldið og ofbeldismanninn og forðast hugsanir tengdar þessum atvikum. Þá finnur hún fyrir kvíða þegar hún er stödd þar sem hún hitti ákærða, er óörugg þegar hún er úti að skemmta sér og finnur fyrir ótta þegar hún sér menn sem minna hana á ákærða. Af lýsingu brotaþola á líðan sinni og niðurstöðum matslista má sá að ofbeldið hefur haft töl uverð áhrif á líðan hennar og hún þurft að leggja á sig mikla vinnu til að byggja sig upp á ný. Hafi hún enn ekki náð fyrri andlegri heilsu þrátt fyrir góðan árangur eftir regluleg sálfræðiviðtöl. Það traust sem hún áður upplifði er brostið og krefst mikil lar vinnu að byggja það upp á ný. 15. Þá liggja fyrir tvær skýrslur lögreglu vegna rannsókna á DNA - sýnum sem aflað var við rannsókn málsins og skýrslur Nationellt Forensiskt Centrum er framkvæmdi rann sókn - irnar. Í fyrri skýrslu lögreglu segir að níu sýni sem varðveitt höfðu verið við rann sókn málsins hefðu verið sen d til rannsóknar, þrjú stroksýni af fingrum ákærða, tvö sýni sem varðveitt voru við rannsókn í bifreiðinni [...] og fjögur sýni sem varðveitt voru við 7 réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola á neyðarmóttöku LSH. Voru þessi sýni tekin til rannsóknar og greind með DNA - greiningaraðferðum. 16. Niðurstöður þeirra greininga leiddu í ljós að í öllum þremur sýn un um sem varðveitt voru af fingrum grunaðs, sýni sem varðveitt var af gírstöng og stýri bifreiðari nnar og stroksýni af hægra brjósti brotaþola var blanda DNA - sniða frá a.m.k. tveimur einstaklingum, hluti eins og DNA - snið ákærða og hluti eins og DNA - snið brotaþola. Stroksýni af vinstri vanga og vörum brotaþola reyndist innihalda DNA - snið brotaþola. Stro ksýni sem varð - veitt var af útvarpi bifreiðarinnar og vinstra brjósti brotaþola gáfu ekki svörun þar sem ekki kom fram nægilegt magn DNA í sýnunum. 17. Í seinni skýrslu lögreglu kemur fram að eftir að niðurstaða barst vegna fyrri rann sókn - arinnar hefðu verið send til rannsóknar stroksýni sem varðveitt hefðu verið af fingrum grunaðs en ekki verið send. Annars vegar hefði verið um að ræða sýni af vinstri vísifingri og vinstri löngutöng og hins vegar vinstri þumli og vinstri baugfingri. Niðurstöður grein - inga á s ýnunum leiddu í ljós að í þeim báðum komu fram blöndur DNA - sniða , annars vegar frá a.m.k. kosti þrem einstaklingum og hins vegar frá tveim einstaklingum og var í báðum tilvikum sýni frá bæði ákærða og brotaþola. 18. Fyrir liggur upplýsingaskýrsla lögreglu um t öku lífsýna af fingrum ákærða. Kemur þar fram að með hverjum af þeim fimm pinnum sem notaðir voru til sýnatöku voru tekin sýni af tveimur fingrum. Einnig liggur fyrir upplýsingaskýrsla um lífsýnastrokur af annars vegar gírstöng og stýri bifreiðarinnar [... ] og hins vegar af útvarpi bifreiðarinnar. Þá liggur fyrir skýrsla tæknideildar um þann fatnað sem brotaþoli kvaðst hafa klæðst umrætt sinn og er u þar m.a. myndir af honum. Má þar sjá að bolur brotaþola var að hluta opinn að framan. Einnig liggur fyrir ský rsla um skoðun á bifreið ákærða og eru þar m.a. ljósmyndir af bifreiðinni. Má þar t.d. sjá rauða tusku og kodda og merkingar sem sýna hvar lífsýni voru tekin af stýri, gírkassa og útvarpi. Loks liggja fyrir ljósmyndir af ákærða. 19. Ákærði gaf skýrslu hjá lögr eglu 25. september 2022, kl. 15:32, sama dag og hann var handtekinn. Fram kom hjá ákærða að hann hefði verið að aka leigubifreið og verið stopp á rauðu ljósi í Lækjargötu þegar brotaþoli hefði komið og beðið hann um hjálp. Hún hefði sest inn í bifreiðina o g sagt að hún hefði týnt símanum sínum og ætti engan pening og beðið hann um að aka sér til kærasta síns. Hefði hún sagt honum í hvaða átt hann ætti að aka en ekki vitað heimilisfangið og þá hefði hún farið að gráta og beðið hann um að aka sér til [...] og myndi hún greiða honum þegar þau kæmu þangað. Þá hefði hún fengið 8 símann hans lánaðan til að hringja og spurt hann hvort hann væri með Snapchat. Hann hefði síðan ekið áfram og þegar hann var kominn á Bústaðaveg hefði brotaþoli byrjað að kasta upp út um gl uggann og hefði hann þá haldið henni með annarri hendi á meðan hann hefði ekið bifreiðinni. Hann hefði síðan stoppað bifreiðina og opnað fyrir henni og hefði hún þá dottið niður og kastað upp. Kvaðst hann hafa gefið henni vatn til að skola munninn, andliti ð og hendurnar og þrifið bifreiðina aðeins að innan og haldið svo af stað aftur. Hefði hann svo stoppað bifreiðina á bensínstöð rétt hjá Hamraborg og beðið hana að koma út til að þvo hendurnar og andlitið aftur og sagði ákærði að þar væru myndavélar. Í Gar ðabæ hefði hún aftur kastað upp út um glugga bifreiðarinnar og hann þurft að hjálpa henni til að hún dytti ekki út um gluggann . Þa r hefði hann einnig stoppað og hún farið út og sest á gras. Á sama tíma hefði annar leigubílstjóri hringt í ákærða eftir að ha fa séð hann og spurt hvað væri að gerast. Kvaðst ákærði hafa hugleitt að skilja brotaþola eftir þarna en óttast að eitthvað kæmi fyrir hana af því að hún var drukkin. Þau hefðu einnig stoppað fyrir framan [...] í Hafnarfirði, hjá [...] , af því að hún hefði verið að kasta upp og á bensínstöð [...] nálægt [...] í Hafnarfirði til að þrífa bifreiðina , auk þess sem hann hefði beðið hana þar að þrífa andlit sitt og hendur. 20. Brotaþoli hefði næst þurft að kasta upp þegar þau voru á Reykjanesbrautinni, nálægt álverin u, og hefði hann stoppað bifreiðina og brotaþoli farið út og kastað upp. Þegar hún hefði komið aftur inn í bifreiðina hefði hún beðið hann um að fara með sig á spítala. Þá hefði hún sagt að hún vildi sofa og hefði hann þá látið hana hafa kodda og lagt niðu r sætið hennar. Viti hann ekki hvort hún hefði verið sofandi en hann hefði snert hana til að athuga með hjartslátt. Hún hefði ekki getað stjórnað líkamanum og hreyft sig mikið og hefði hann athugað með hjartslátt og púls. Hann hefði snert brjóstkassann á h enni til að athuga með hjartslátt og nuddað brotaþola af því að hún hefði ekkert sagt. Næst hefði hún kastað upp við Grindavíkurveg og þá hallað sér út um gluggann , hún var svona allt svona mjög og allt var úti svo hún var ekki með nein föt hér. Staðfesti ákærði þá að fatnaður brotaþola hefði flest frá brjóstum hennar en hún hefði verið í mjög litlum toppi og í leggings . Hefðu brjóst hennar verið fyrir utan bolinn þegar hún kastaði upp og annars einnig að hluta til. Ítrekaði ákærði að hann hefði, þegar hún virtist vera sofandi, nuddað bringu hennar þar sem hann hefði haft áhyggjur af því hvort hún andaði. Hefði hann þá snert brjóstkassa hennar en um leið verið að aka og hún að hreyfa sig og gæti hann því hafa snert brjóst hennar. Þá kvaðst hann einnig hafa s nert líkama hennar þegar hún hefði verið úti að kasta upp. Hefði hann þá haldið í mjaðmir eða mjóbak hennar með báðum 9 höndum svo hún dytti ekki og þá verið að hjálpa henni. Þá sagði ákærði að það hefði verið hætta á því að hún dytti út um gluggann þegar hún var að kasta upp hefði hann ekki haldið henni. Kvaðst hann aldrei hafa spurt brotaþola hvort hann mætti koma við han a. Seinast þegar hún hefði þurft að kasta upp hefði hann stöðvað bifreiðina og beðið hana um að sitja inni í henni með opna hurð. Eftir smástund hefði hún sagt að sér liði vel og vísað honum leiðina heim til sín . Þegar þangað var komið hefði hún sagt hvar hún ætti heima og hann þá stöðvað bifreiðina og hún hlaupið út og horfið. Hefði hann ekki séð inn í hvaða íbúð hún hefði farið. 21. Ákærði kvaðst ekki hafa áttað sig á því hvað brotaþoli hefði verið gömul og hún ekki nefnt það en telja að hún gæti hafa verið 1 6 eða 17 ára. Kvaðst hann hafa talað við brota - þola á íslensku en meira á ensku. Brotaþoli hefði verið mjög drukkin. Fyrst þegar hann hitti hana hefði ástand hennar verið aðeins betra en síðan hefði hún , að hans mati , verið 10 á skala yfir ölvun frá 1 10 þ ar sem 10 er mest. Staðfesti ákærði einnig að hafa verið með rauðan klút sem hann hefði látið hana hafa til að þrífa sig. Þá sagði ákærði að brota - þoli hefði sett koddann , sem hann hefði látið hana hafa , á milli sætanna en fyrst hefði hún verið með hann fy rir aftan hnakkann. 22. Var ákærða kynnt að brotaþoli hefði borið um að hann hefði farið undir bol hennar og káfað á brjóstum hennar og sagði ákærði þá að hún hefði verið drukkin svo hún getur ekki sagt allt. Þá hafnaði ákærði því að hafa snert kynfæri hennar utanklæða . Hann kann - aðist við að hafa snert nef brotaþola til að kanna hvort hún andaði og þá notað hægri hönd og sett fingur inn í nef hennar. Kynnt að brotaþoli hefði borið um að ákærði hefði farið með hönd inn á kynfæri hennar sagði ákærði að hann hefð i lyft henni og komið við maga hennar þegar hann hefði reynt að halda henni uppi . Þá gæti hann hafa snert hana en það hefði þá verið óviljandi. Breytti ákærði síðan framburði sínum á þann veg að hann kvaðst ekki hafa snert kynfæri hennar og ekki nuddað á h enni snípinn. Þá hafnaði ákærði því að hafa kysst brotaþola , sagði að hún hefði verið með ælu í andlitinu og að hann ætti konu. 23. Skýrsla var tekin af ákærða á ný 3. febrúar 2023 og var honum þá m.a. kynntur fram - burður brotaþola. Kom m.a. fram hjá ákærða að þegar brotaþoli hefði farið út úr bifreið - inni og horfið í burtu hefði hann áttað sig á því að hann myn d i ekki fá greitt fyrir túrinn og þá lagt af stað aftur til Reykjavíkur. Kosti svona túr um 20.000 krónur. Spurður um líkamsstöðu brotaþola í sætinu þegar hún hefði kastað upp út um gluggann sagði ákærði að hún hefði setið við hliðina á honum og opnað hurði na og hefði hann þurft að halda í 10 bak hennar og stöðva bifreiðina og fara út til að hjálpa henni að kasta upp . Hún hefði verið með bílbeltið spennt og hann losað það fyrir hana. Sagði ákærði að brotaþoli hefði viljað halla sætinu aftur af því að hún hefði alltaf verið að reka höfuðið í gluggann og hann hefði líka sagt henni að halla sætinu aftur til að henni gengi betur að anda og hefði hann þá látið hana hafa koddann. Staðfesti ákærði að það hefði verið mikill vindur þegar brotaþoli fór út úr bifreiðinni v ið Reykjanesbrautina. Kvaðst ákærði ekki hafa kysst brotaþola en sett kinn sína upp að hennar þegar hann hefði verið að athuga hvort hún andaði. Þá hefði brotaþol i , einnig þegar hann var að aka bifreiðinni, ekki getað haldið sér uppi og farið með höfuðið á öxl hans og andlit sitt upp við andlit h ans . Hann hefði þá þurft að snúa andliti sínu að hennar og þá gæti verið að andlit þeirra hefðu snerst en hann hefði ekki kysst hana. Einnig hefði höfuð brotaþola, þegar hún féll svona til hliðanna, farið á læri han s og hann þá látið hana aftur í fyrri stellingu. Hefði hún dottið hægt til hliðar og þá teyg ð ist á bílbeltinu en það hefði ekki stoppað eins og við snögga hreyfingu. Útilokaði ákærði ekki að hann hefði snert kynfæri brotaþola óvart þegar hann hefði verið a ð aðstoða hana fyrir utan bifreiðina og að hafa snert brjóst hennar þegar hún hefði verið að kasta upp eða þegar hún hefði verið hreyfingarlaus. Sagði ákærði að þegar hann hefði haldið við magann á henni og haldið henni uppi þegar hún hefði verið að kasta upp, hefði hönd hans getað farið hvert sem er. Þegar ákærða var kynnt að brotaþoli hefði aldrei lýst því að hún hefði opnað bílhurðina á ferð sagði ákærði að hún hefði verið ölvuð og ekki með það á hrein u hvað hefði verið í gangi. Þá kom fram hjá ákærða að hann hefði vísað brotaþola út úr bifreiðinni eftir að hún hafði sest inn í hana en síðan boðið henni aftur að setjast inn í bifreiðina. 24. Ákærða var kynnt niðurstaða DNA - rannsóknar og kom sérstaklega fram hjá honum að sýni úr brotaþola á gírstöng og stýri gætu hafa komið vegna þess að brotaþoli hefði verið að snerta þetta og henda sér um í bifreiðinni. Þá taldi hann möguleg t að sýni úr honum hefði fundist á hægra brjósti brotaþola. 25. Við rannsókn málsins var tekin skýrsla af móður brotaþola, C , og föður brota þola, D , en ekki er ástæða til að rekja efni þeirra. I II Framburður ákærða og vitna fyrir dóm i 26. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna fyrir dómi að því marki sem nauðsynlegt er til úrlausnar málsins. 11 27. Ákærði sagði að brotaþoli hefði sest inn í leigubifreið hans í Lækjargötu og spurt hann hvort hann gæti ekið henni þangað sem háu blokkirnar eru. Hann hefði þá sagt henni að hann þyrfti að fá heimilisfang þar sem það væri mikið af blokkum alls staðar. Síðan hefði hann vinsamlegast beðið brotaþola um að fara úr úr bifreiðinni en hún hefði þá byrjað að gráta. Þá hefði hún beðið hann um að lána sér síma og hefði hún viljað fara inn á Snapchat en hann sagt að hann væri ekki með Snapchat og hefði hún því ekki getað notað símann. Brotaþoli hefði verið a ð reyna að finna kærastann sinn en ekki getað hringt í hann af því að hún vissi ekki númerið hans. Þá hefði hann beðið hana um að hringja í síma nn sinn til að sjá hvar hann væri en hún hefði ekki munað númerið. Síðan hefði hún beðið hann um að aka sér á bar en hún hefði ekki vitað heimilisfangið. Hún hefði þá aftur byrjað að gráta og spurt hann hvor t hann vildi aka henni til [...] og fjölskylda hennar myndi borga honum. 28. Ákærði kvaðst síðan hafa ekið af stað til [...] og ekið Snorrabraut í átt að Bústaða vegi og þar hefði brotaþoli byrjað að kasta upp. Hún hefði skrúfað niður bílrúðuna og byrjað að kasta upp , hefði hann þá stoppað bifreiðina og farið út og hjálpað henni að fara út úr bifreiðinni og hún kastað upp úti. Síðan hefði hann ekið áleiðis í áttina að Hamraborg og þar hægra megin er bensínstöð og þar hefði hann stoppað. Þa r væru myndavélar og væri hægt að sjá á upptökum að hann hefði aðstoðað brotaþola við að fá sér vatn og þvo sér. Þegar hann hafði ekið að gatnamótu nu m við Garðabæ hefði brotaþoli b yrjað að kasta upp aftur og hann stoppað bifreiðina. Hún hefði kastað mikið upp á gras inu við gatnamótin . Á meðan hefði vinur hans og kollegi hringt og sagt að hann hefði séð ákærða og spurt hvað væri í gangi og hvort hann gæti aðstoðað hann. Kvaðst ákærð i hafa útskýrt fyrir honum að brotaþoli hefði verið að kasta upp. Hann hefði síðan ekið áfram og þegar hann hefði verið kominn í Hafnarfjörð, beint á móti [...] , hefði hún byrjað að kasta upp aftur og farið út úr bifreiðinni. Síðan hefði hann ekið að [...] í Hafnarfirði og þar hefði hann aðstoðað brotaþola við að þvo sér og þvegið bifreiðina. 29. Þegar þau hefðu verið komin að álverinu við Reykjanesbraut hefði brotaþoli byrjað að kasta upp aftur og hann stoppað bifreiðina og hún kastað upp úti. Þá hefði hún ein nig spurt hann hvort hann gæti ekið henni á spítala. Hann hefði svarað henni svo að þau væru komin hálfa leið , hann ætlaði að aka henni heim og gæti fjölskylda hennar farið með hana á spítala. Þegar þau hefðu svo verið komin að gatnamótunum við Grindavík h efði hún byrjað aftur að kasta upp , hann stoppað bifreiðina og leyft henni að fara út til að kasta upp. Kvaðst hann hafa spurt hana hvort henni liði nógu vel til að fara heim , hefði hún svarað játandi og hann ekið henni heim til hennar í [...] . Þar hefði h ún hlaupið út úr 12 bifreiðinni og inn í einhvern garð og hann ekki séð hvert hún hefði farið. 30. Spurður hvort hann hefði snert brotaþola þegar hún var inni í bifreiðinni eða fyrir utan hana sagði ákærði að þegar hún hefði verið inni í bifreiðinni og verið að k asta upp út um gluggann hefði hann verið hræddur um að hún myndi detta út. Hefði hann reynt að grípa í hana og halda henni. Þegar brotaþoli hefði farið út til að kasta upp hefði hún ekki verið með jafnvægi og alltaf verið að detta og hefði hann þá haldið h enni svo hún dytti ekki. Þegar hann hefði verið að aka bifreiðinni hefði hann reynt að grípa í brotaþola þar sem hann gat til að hún dytti ekki út en þegar hún hefði verið úti hefði hann haldið utan um miðjan líkama hennar til að hún dytti ekki niður. Sagð i ákærði að þegar honum hefði fundist brotaþoli vera meðvitundarlaus á meðan hann var að aka bifreiðinni hefði hann reynt að finna hjartslátt og þá snert ofan á brjóst hennar og reynt að finna hjartslátt vinstra megin. Hefði honum , á námskeiði sem hann hef ði setið til að geta starfað sem leigubif - reiðastjóri , verið kennt að kanna hvort fólk sé meðvitundarlaust og reyna að finna hjart - slátt. Þegar hann hefði verið að lyfta henni upp hefði hann stundum ýtt hér undir og sýndi ákærði hvernig hann hefði ýtt ofar lega á bringu hennar til að ýta búki hennar upp. Á meðan hún hefði verið að kasta upp hefði fatnaður hennar verið mikið opinn á bring unni og var þá eins og allt væri búið að detta út úr fötum . Kvaðst ákærði eiga við brjóst brotaþola en þau hefðu verið úti á meðan hún var að kasta upp og væri hægt að sjá þetta á upptökum úr myndavélunum en hann væri ekki viss hvort þetta hefði verið eins í öll skiptin. Spurður hvort hann hefði snert brjóst henn ar þegar þau hefðu farið svona út sagði ákærði nei , ég held ekki . Hafi hann snert þau hefði það verið óvart. Hefði hann stundum tekið eftir því að brjóst hennar sáust þegar hún var að kasta upp. Á meðan hann hefði verið að aka bifreiðinni hefði hann gripið í brotaþola þar sem hann hefði getað til að halda henni í bifreiðinni, stundum hné hennar eða axlir. 31. Ákærði sagði að þegar brotaþoli hefði litið út fyrir að vera meðvitundarlaus hefði hann reynt að tala við hana og athugað hvort hún svaraði. Þegar hann h efði snert bringu hennar til að kanna með hjartslátt hefði hann verið að aka og gæti verið að hann hefði snert bert hold hennar en hann myndi ekki vel eftir því. Þá hefði hann ekki stöðvað bif reiðina ef hún hefði svarað honum þegar hann talaði við hana en hann orðið hræddur ef hún svaraði ekki. Kvaðst ákærði allan tímann hafa verið að reyna að aðstoða hana en myndi ekki hvort hann hefði einu sinni eða tvisvar reynt að finna hjartslátt. Þegar hann hefði óttast um hana hefði hann verið staddur á milli álvers ins og gatnamótan n a við Grindavík. Ein ástæð a þess að hann hefði reynt að finna hjartslátt hefði verið sú að hún hefði beðið hann 13 um að aka sér á spítala og hefði hann haldið að það væri eitthvað að henni. 32. Sagði ákærði að brotaþol i hefði verið klædd í lít inn svartan fatnað sem hann myndi ekki nákvæmlega hvernig var að öðru leyti en því að magi hennar og efri partur bringu hefði verið mjög sýnilegur. Myndi hann ekki hvort hún hefði verið í úlpu eða kápu en hún hefði verið ölvuð og hefði ekki getað sagt síma númer sitt eða kærasta síns eða heimilisfangið sem hún vildi fara á. Þá hefði hún kastað upp fimm sinnum og væri það meira en ölvun og svona hefði hún verið allan tímann, ástand hennar hefði ekkert breyst. Kvaðst ákærði ekki hafa spurt brotaþola hvað hún v æri gömul og myndi ekki hvort aldur hennar hefði komi st til tals. Hefði brotaþoli komið honum fyrir sjónir eins og hún gæti verið 19 eða 20 ára. 33. Var ákærða kynnt að tekin hefðu verið sýni af fingrum hans og inni í bifreiðinni og að við rannsókn á sýnum af fingrum hans hefði fundist DNA - snið sem hefði að hluta verið úr brotaþola. Spurður hvort hann geti útskýrt það sagði ákærði að það gæti verið að sýnið hefði komið á fingur hans á meðan hann hefði verið að aðstoða brotaþola. Þá var ákærða kynnt að sýni af g írstöng og stýri hefðu reynst innihalda DNA frá brotaþola og kvaðst ákærði ekki vita hvernig það væri hægt. Verið gæti að brotaþoli hefði snert stýrið og gæ ti hún hafa snert þetta á meðan hann hefði farið út til að opna fyrir henni. Hún hefði verið ölvuð o g gæti hafa haldið hvar sem er þegar hún hefði reynt að komast út úr bifreiðinn i . Kvaðst hann ekki hafa séð hana snerta þetta. Ákærði sagði að veðrið þessa nótt hefði hvorki verið mjög slæmt né mjög gott, heldur eðlilegt veður . Brotaþoli hefði ekki átt í n einum vandræðum með að standa úti vegna veðurs. 34. Ákærði kvaðst ekki hafa snert brjóst brotaþola utanklæða. Spurður hvort hann hefði snert ber brjóst hennar eða innanklæða sagði ákærði að hann hefði einungis snert hana þegar hann hefði reynt að finna hjarta slátt. Ekki hefði verið meiningin að snerta brjóst hennar og kvaðst hann ekki hafa snert þau. Hann hefði ekki kysst brotaþola og þegar hún hefði verið að kasta upp h e fði verið æla út i um allt andlit hennar. Þá kvaðst ákærði ekki hafa komið við kynfæri henn ar , hvorki utan - né innanklæða , og ekki nuddað kynfæri hennar innanklæða. Sagði ákærði að samskipti þeirra hefðu farið fram á ensku og hefði hann skilið það sem hún hefði sagt. Brotaþoli hefði allan tímann verið í framsæti farþega megin og hálfa leiðina ve rið liggjandi. Spurður hvort hún hefði legið einhvern tímann með höfuðið á milli sætanna sagði ákærði að höfuð hennar hefði alltaf verið að detta til hliðanna, ýmist til vinstri eða hægri. 35. Ákærði kvaðst ekki hafa boðist til að aka brotaþola frítt til [... ] . Þá hefði hún upphaflega 14 komið inn í bifreiðina til hans en hann ekki kallað á hana. Kvaðst hann aldrei hafa gefið í skyn með orðum eða látbragði að hann hefði ætlað að skilja hana eftir á Reykjanesbrautinni. Þegar þau hefðu verið komin í [...] hefði hann beðið hana um heimilisfangið en hún sýnt honum hvert hann ætti að fara og hvar hann ætti að beygja. Þegar þau hefðu verið komin að einhverju húsi hefði hún farið inn í garð og á bak við sorptunnur og hefði hann ekki séð hvert hún hefði farið. 36. Var ákærða kynntur sá framburður brotaþola hjá lögreglu að hann hefði boðist til að aka henni til [...] af því að hann hefði verið á leiðinni þangað og sagði ákærði að þetta væri ekki rétt. Spurður hvort hann viti hvers vegna hún væri að bera á hann þessar sakir sagði ákærði að það gæti verið að hún hefði ímyndað sér þetta vegna ölvunar en einnig segi fólk svona sem ekki vilji greiða fyrir farið. Þá var ákærða kynnt að hann hefði í skýrslu hjá lögreglu sagt að hann hefði talið að brotaþoli væri 16 eða 17 ár a og hann spurður hvort það væri rétt . S agði ákærði að hann væri ekki viss, þegar fólk drekki virki það eldra. 37. Þá var ákærða kynnt að brotaþoli hefði sagt hjá lögreglu að ákærði hefði kysst hana. Kvaðst ákærði ekki hafa gert það og sagði að hún hefði veri ð búin að kasta upp og andlit hennar hefði verið óhreint. Var ákærða kynnt að hann hefði sagt hjá lögreglu að hann hefði sett kinn sína að kinn hennar til að kanna hvort hún andaði og sagði ákærði að hann hefði verið mjög stressaður og hræddur þegar hann g af skýrslu hjá lögreglu og myndi ekki hvað hann hefði sagt. Einnig var ákærða kynnt að hann hefði þá sagt að vera kynni að varir hans hefðu snert andlit hennar og sagði ákærði að það væri ekki rétt. Þá var ákærða kynnt að hann hefði sagt hjá lögreglu að ha nn hefði tvisvar þurft að grípa í brota - þola þegar hún hefði reynt að opna dyr bifreiðarinnar og hefði hann gripið í brjóstkassa hennar, jafnvel í brjóstin, magann og kynfærasvæði. Sagði ákærði þá nei , þetta væri misskilningur , hann hefði ekki snert brjóst , maga eða kynfæri brotaþola. E ina skiptið sem hann hefði snert brjóst brotaþola hefði verið þegar hann hefði reynt að finna hjartslátt. Var ákærða kynnt að hann hefði sagt í skýrslu hjá lögreglu að þetta gæti hafa gerst þegar hann var að hjálpa brotaþola að kasta upp og sagði ákærði þá að hann myndi það ekki. Hann hefði verið stressaður og hræddur og myndi ekki hvað hann hefði sagt hjá lögreglu . Var ákærða kynnt að hann hefði sagt að mögulega hefði hann snert ber kynfæri brotaþola og farið með fingur inn í kynfæri hennar og var ákærði beðinn um að útskýra þetta. Neitaði ákærði að hafa sagt þetta . Það eina sem hann hefði gert hefði verið a ð halda henni þegar hún var að kasta upp svo hún missti ekki jafnvægið. 15 38. Ákærða var kynnt að hjá lögreglu hefði hann verið spurður hvers vegna DNA úr brota - þola hefð i fundist á gírstöng og stýri og hann svarað að brotaþoli hefði verið að henda sér út um allt og hefði snert þetta. Sagði ákærði þá að hún hefði verið ölvuð og ekki með jafnvægi og ýmist verið að fara til hægri eð a vinstri. Hann hefði ekki séð hana snerta gírstöng eða stýri en hún gæti hafa gert það þegar hann hefði ekki verið í bifreið inni. 39. Var ákærða kynnt að hann hefði sagt hjá lögreglu að hann hefði nuddað brjóstkassa brota - þola en vissi ekki hvar hann hefði s nert hana þar en hún hefði hreyft sig mikið. Kvaðst ákærði nú ekki muna þetta og einungis muna að hann hefði reynt að athuga með hjartslátt og hvort hún andaði. Kynnt að hann hefði sagt hjá lögreglu að á sama tíma hefði hún verið að hreyfa sig mjög mikið s agði ákærði að það gæti hafa verið vegna þess að bifreiðin hreyfðist. 40. Ákærði staðfesti að brotaþoli hefði sagt að honum yrði greitt þegar hún kæmi heim. Hún hefði verið búin að týna símanum sínum og vissi ekki símanúmerið sitt og þess vegna hefði hann ætl að að aka henni og myndi fjölskylda hennar greiða farið. Hann hefði stoppað þegar hún sagði honum að stoppa og hún hlaupið í burtu. Spurður hvort hann hefði krafið hana um greiðslu sagði ákærði að þegar hún hefð i beðið hann um að stoppa hefði hann haldið a ð hún hefði ætlað að kasta upp. Hún hefði hins vegar hlaupið í burtu og hann ekki séð hvert hún hefði farið. Spurður hvort hann hefði átt von á því að hún kæmi til baka með greiðsluna sagði ákærði að þegar hún hefði farið út úr bifreiðinni og hlaupið og fa rið á milli garða hefði hann misst sjónar á henni. Spurður hvort hann hefði beðið til að kanna hvort hún kæmi til baka með greiðslu sagði ákærði nei , hann hefði ekið í burtu og bætti því síðan við að hann hefði beðið í kannski hálfa til eina mínútu til að átta sig á því hvað væri í gangi og síðan ekið í burtu. Hann hefði ekki verið að hugsa um það að bíða eftir að fá greiðslu. 41. Ákærði sagði að brotaþoli hefði sífellt verið að sofna á leiðinni og hann verið að tala við hana til reyna að halda henni vakandi. Var ákærða kynnt að fram hefði komið hjá honum að hann hefði verið hræddur um hana , hann athugað með hjartslátt hennar og öndun og hún óskað eftir því að fá að fara á spítala og var ákærði spurður hvort það væri einhver ástæða fyrir því að hann kaus að fara ekki eftir þeirri beiðni hennar. Sagði ákærði þá að þau hefðu verið komin hálfa leið og verið við álverið þegar hún bað hann að fara með sig á spítala. Einnig hefði hann ve rið að hugsa um að hann ætti að fá greitt fyrir allt sem hann væri búin n að aka , væri þetta hálf leiðin og því best að aka henni til fjölskyldu hennar sem færi með hana á spítala. Ákærði sagði að hann hefði verið með kodda í 16 bifreiðinni og rauða tusku sem hann hefði lánað brotaþola til að þrífa sig . Hvað varðar púðann , þá hefði höfuð hennar sífellt verið að detta í áttina að glugganum og hefði hann lánað henni koddann til að hindra að hún fengi högg á höfuðið. 42. Brotaþoli kvaðst hafa verið að skemmta sér með vinkonu sinni og vin i niðri í bæ í Reykjavík. Henni hefði farið að líða illa og helst viljað fara heim. Hún hefði farið út og gengið í átt að leigubílaröð rétt hjá versluninni [...] . Síðan hefði hún áttað sig á því að hún hefði ekki verið með símann og veskið. Síðan hefði leigubifreið verið stöðvuð fyrir framan hana , bílstjórinn rúllað niður rúðunni og sagt eitthvað sem hún hefði ekki heyrt og hún því farið nær honum . H efði hann þá spurt hvort hana vantaði far. Hún hefði sagt honum oft að hún væri hvorki með símann sinn né peninga og gæti ekki greitt honum fyrir farið. Kvaðst hún hafa sagt þetta á ensku en hann hefði talað bara ensku. Hann hefði þá sagt its ok, its ok og komdu bara inn í bílinn . 43. Brotaþoli kvaðst hafa farið inn í bifreiðina og hefði ákærð i spurt hana hvert hann ætti að skutla henni. Hefði hún ætlað að fá hann til að skutla sér í [...] þar sem hún hefði ætlað að hitta vin sinn en hefði ekki vitað hvar íbúð in væri. Hún hefði ekki verið með lykil og ekki getað sent á neinn til að fá upplýsing ar. Ákærði hefði því ekki vitað hvert hann ætti að skutla henni. Síðan hefði hann spurt hana hvar hún ætti heima og hún sagt honum að hún ætti heima í [...] . Hann hefði síðan sagt að hann ætl að i að skutla henni þangað en hún hafnað því og sagt að það væri of dýrt og hún gæti ekki borgað honum. Ákærði hefði þá boðist til að skutla henni frítt til [...] þar sem hann væri að fara þangað og hún samþykkt það. Kvaðst hún hafa fengið síma ákærða lánaðan fyrst þegar hún kom inn í bifreiðina og hafa ætlað að nota Sn apchat til að láta vinkonu sína vita að hún væri að fara en hann hefði verið stilltur á útlenska stafi og ákærði hefði neitað henni um að breyta honum yfir á ensku. Hefðu þau rætt þetta allt á sama tíma. 44. Ákærði hefði síðan ekið af stað til [...] , henni þá orðið flökurt og því rúllað niður rúðunni og kastað upp út um gluggann á meðan bifreiðin hefði verið á ferð. Ákærði hefði síðan stöðvað bifreiðina. Hann hefði verið með tusku sem hann hefði notað til að þurrka henni og verið mjög góður. Kvaðst hún ekki mun a hvar þau hefð u stoppað fyrst og ekki muna hvort þau hefðu stoppað rétt hjá Ham ra borg á [...] eða í Garðabæ. Þau hefðu verið komin að [...] í Hafnarfirði þegar hún þurft i að kasta upp aftur og hefðu þau þá farið út úr bifreiðinni. Þá hefði hann enn verið með þessa tusku og alltaf verið að þurrka henni. 45. Ákærði hefði síðan ekið út á Reykjanesbrautina. Hefði hún þá sagt ákærða að hún þyrfti að leggjast niður en hann hefði síf ellt sagt henni að hún mætti ekki sofna. Hún hefði sagt 17 honum að hún yrði að loka augunum , henni væri flökurt , og beðið hann um að vekja sig bara þegar þau væru komin til [...] og hún sett höfuðið niður. Ákærði hefði síðan byrjað að káfa á henni, á brjóstu m hennar utanklæða og síðan hefði hún fundið að hann hefði farið undir bolinn. Ákærði hefði ekið áfram og síðan hefði hún fundið að hann hefði verið að reyna að komast í buxurnar og hefði hann verið að káfa á henni utanklæða, á kynfærum hennar. Hún kvaðst þá hafa sagt að hún þyrfti að kasta upp , hefði ákærði stoppað bifreiðina á afleggjara og hún farið út úr henni og kastað upp. Þau hefðu svo farið aftur inn í bifreiðina og hann þá kysst hana á kinnina og munninn og sífellt verið að þurrka henni , segja it ´ s ok, it ´ s ok og spyrja hana hvort ekki væri allt í lagi og hefði hún ekki sagt neitt. Síðan hefðu þau farið aftur af stað og hún lagt höfuðið aftur niður . H efði hann þá látið hana hafa kodda og þá h af i hún allt í einu mátt fara að sofa. Ákærði hefði svo fa rið með höndina ofan í buxur og nærbuxur hennar og byrjað að káfa á kynfærum hennar og hætt því rétt áður en þau voru komin til [...] . Hann hefði stoppað rétt hjá heimili hennar og hún hlaupið heim. 46. Brotaþoli kvaðst ekki muna hversu oft hún hefði kastað upp en hún hefði í fyrsta skiptið kastað upp út um gluggann á bifreiðinni á ferð en viti ekki hvar þau hafi þá verið stödd. Síðan hefði hún kastað upp hjá [...] í Hafnarfirði og þá hefð u þau farið út o g ákærði hjálpað henni að kasta upp og þrifið bifreiðina. Þá hefði hún kastað upp á einhverjum afleggjara á Reykjanesbrautinni. Þegar ákærði hefði aðstoðað hana við að kasta upp hefði hann verið meira eins og stuðningur og haldið við bak ið á henni. Hann he fði ekki byrjað að káfa á henni fyrr en þau voru komin út á Reykjanesbrautina. 47. Brotaþoli sagði að hún hefði setið í framsæti farþegamegin og ákærði hefði verið að aka. Hann hefði verið með vinstri hönd á stýrinu og síðan rétt fram hægri höndina . L ýsti brotaþoli þessu með því að setja hægri hönd sína aðeins fram og til hliðar hægra megin og sagði að hann hefði káfað á brjóstum hennar. Hún hefði verið í bol sem hefði verið með opi og hefði ákærði farið með höndina þar í gegn en ekki undir bolinn , að hana minni , en hún hefði ekki verið í brjóstahaldara. Bolurinn hefði verið yfir buxun um og hefði hún fundið að hann hefði lyft bolnum upp og farið inn undir teygjuna á buxunum og beint inn undir nærbuxurnar og káfað á klofi hennar innanklæða. Hann hefði k áfað endurtekið á brjóstum hennar og hætt á milli en ekki jafn mikið á kynfærunum. Sagði brotaþoli að ákærði hefði fyrst káfað utanklæða á brjóstum hennar en svo farið inn fyrir. Ákærði hefði einu sinni káfað á kynfærum hennar innanklæða. Þá hefði hann rey nt í annað skipti en hún hefði beðið hann um að stoppa bifreiðina og sagt að hún þyrfti að 18 kasta upp en muni ekki hvort hún kastaði þá upp. Kvaðst hún hafa verið í buxum með teygju og í nærbuxum. Ákærði hefði storkið kynfæri hennar fram og til baka. Hann h efði ekki farið inn í leggöng hennar. Hefði þetta gerst eftir að hann hafði stoppað bifreiðina að beiðni hennar og þau hefðu verið komin aftur inn í bifreiðina. Hann hefði st ro kið kynfæri hennar utanklæða fram og til baka og síðan farið með höndina ofan í nærbuxur hennar en ekki farið lengra en þar sem snípurinn er og strokið þar. Kvaðst hún telja að hann hefði verið í um mínútu að nudda á henni snípinn. Hann hefði sjálfur hætt þessu og hefðu þau þá verið næstum komin til [...] . 48. Brotaþoli sagði að ákærði he fði kysst hana eftir að hún var komin aftur inn í bifreiðina og hefði hann alltaf verið með þessa rauðu tusku og vatn. Hún hefði bara legið þarna og ekkert vitað og hann hefði alltaf verið að passa að allt væri í lagi með hana, strjúka á henni bakið, verið með h ö ndina utan um hana og kysst hana á kinnina og síðan á munninn og einhvern veginn á andlitið. Myndi hún ekki hvort hún hefði þá verið með ælu í kring - um munninn og ekki hvort ákærði hefði verið að gera eitthvað við hana þegar hún hefði verið að kasta upp út um gluggann. Kvaðst brotaþoli ekki muna hvort ákærði hefði verið að koma við hana þegar hann hefði verið að spyrja hvort allt væri í lagi með hana. 49. Brotaþoli kvaðst ekki hafa verið í úlpu heldur einungis á bolnum þegar hún kom inn í bifreiðina. Min ni hana að það hafi verið hvasst úti, kalt og leiðinlegt veður. Kvaðst hún hafa orðið fyrir sjokki þegar meint brot átti sér stað, frosið og orðið mjög hrædd. Hún hefði talið að hún gæti treyst ákærða sem hefði verið góður við hana og séð í hvaða ástandi h ún var og séð klárlega að henni leið ekki vel. Hefði hana langað til að fara heim og til að komast út úr bifreiðinni en ekkert getað gert, ekki verið með símann og hefði verið fáklædd. Hún hefði ekki ætlað að biðja hann um að stoppa bifreiðina á miðri brau t í leiðindaveðri og hefði ekki vitað hvað hvað hún ætti að gera þar. 50. Brotaþoli kvaðst hafa beðið ákærða um að stoppa bifreiðina þegar hann nálgaðist heimili hennar . H efði hann spurt hana hvar hún ætti heima og hefði hún bent á eitthv ert hús . H ann hefði h orft á hana og spurt hvort það væri nr. [...] og hefði hún svarað því játandi. Hún hefði svo farið út úr bifreiðinni neðst í götunni sem hún býr í, hann ekið í burtu og hún hlaupið upp götuna. Hann hefði ekkert rætt um að hún myndi greiða honum. Þá hefði e kkert verið rætt um að hún færi inn og næði í pening enda hefði hún verið búin að segja margoft við hann að hún væri ekki með pening á sér , að þetta væri allt of dýrt og hefði ekki sagt að foreldrar hennar myndu greiða fyrir farið. Ákærði hefði sagt að han n væri að fara í [...] og hefði hann ætlað að skutla henni í leiðinni. Hann vissi að hún v æri síma - 19 og peningalaus og h e fði hún sagt honum það áður en hún hefði farið inn í bifreiðina. Ákærði hefði ekið á brott um leið og hún var komin út úr bifreiðinni. 51. Brotaþola var sýnd framlögð mynd af bol sem talið var að hún hefði verið í og staðfesti hún það. Sagði brotaþoli að það ætti að vera band þannig að það hefðu verið tvö göt fyrir maganum og að það að bandið vant að i tengdist ekki þessu atviki . Hú n viti ekki hvort það hafi verið slitið áður en hún fór inn í bifreiðina. Brotaþoli sagði að atvikið hefði verið mikið áfall fyrir sig, hefði hún þurft mikla sálfræðihjálp eftir þetta , byrjað aftur hjá sálfræðingi sem hún hefði verið búin að hitta áður en atvikið gerð ist og væri enn hjá henni. Hún hefði haldið áfram í skóla og stefni á að útskrifast. Hún geti ekki farið ein í bifreið með ókunnugum og gat lengi á eftir ekki farið í leigubifreið og vantreysti hún leigubílstjórum. 52. Brotaþoli sagði að sér hefði liðið illa a llan tíma nn, legið djúpt í sætinu og með höfuðið beint aftur á bak. Hún muni einungis eftir að hafa stoppað á [...] áður en þau fóru á brautina og ekki eftir því að hafa stoppað hjá álverinu. Eftir að hún var búin að kasta upp og þau voru búin að stoppa vi ð afleggjara hefði ákærði komið með kodda og lagt hann milli sætanna og þá hefði hún legið til vinstri með höfuðið á koddanum. Hafi hún skipst á um að vera með höfuðið þannig og aftur á bak og hefð i legið þannig þegar ákærði snerti á henni brjóstin. Myndi hún ekki hvernig hún hefði legið þegar ákærði snerti á henni kynfær in . Ákærði hefði verið að aka bifreiðinni á meðan hann hefði verið að káfa á henni og stoppaði ekki. Kvaðst hún ekkert hafa sagt við ákærða þegar hann snerti hana , hefði hún allan tímann ve rið í framsætinu og dotta ð alla leiðina. Ákærði hefði aldrei gefið í skyn að hann ætlaði að skilja hana eftir á brautinni. Kvaðst hún hafa borðað lítið þennan dag og drukkið hratt og hafa fljótt orðið full og h afa verið óglatt. Þá myndi hún ekki eftir því að hafa beðið ákærða um að aka sér á spítala. 53. Var brotaþola kynnt að hún hefði sagt hjá lögreglu að hún h é ldi að ákærði hefði verið um 30 sekúndur að nudda á henni snípinn en hún hefði fyrr í skýrslu sinni talið að það hefði verið um ein mínúta . K vaðst hún ekki vita hvað þetta hefði staðið lengi en taldi frekar að þetta hefði verið mínúta, henni hafi fundist þetta vera lengi. Þá var brota þola kynnt að ákærði hefði borið um það fyrir dómi að hann hefði nokkrum sinnum þurft að grípa í hana af því að hún hefð i reynt að opna bílhurðina og sagði brotaþoli þá að það væri ekki satt. Hún hefði ekki reynt að opna hurðina og hefði allan tímann verið í bílbelti og vitað að þau voru á ferð. 20 54. Brotaþoli kvaðst ekki hafa snert neitt í bifreiðinni og ekki hafa snert stýrið eða gír stöng - ina. Hún myndi ekki eftir að hafa kastað upp frá því að þau stoppuðu í Hafnarfirði og þangað til þau stoppuðu við afleggjarann. Eftir að þau lögðu af stað hefði hún kastað upp út um gluggann á ferð en þau gætu hafa stoppa ð eitthvað áður en þau stoppuðu í Hafnarfirði. Þegar hún kastaði upp út um gluggann minni hana að hún hafi setið bein og sett hausinn út með því að snúa sér til hægri. Hún gæti hafa sett hendurnar til hliðar hægra megin og sýndi í skýrslutökunni eins og hún hefði haldið í bílgluggann. Það hefði ekki verið nein hætta á því að hún dytti út um gluggann. Minnist hún þess ekki að ákærði hefði hjálpað henni þegar hún kastaði upp út um gluggann en stutt hana þegar hún var að kasta upp úti og þá verið fyrir aftan ha na. Hún hefði alltaf opnað sjálf og farið út úr bifreiðinni og minn t ist þess ekki að ákærði hefði opnað fyrir henni. Þá kvaðst hún ekki hafa legið á grúfu allan tímann í bifreiðinni eins og hún lýsti hjá lögreglu heldur einnig eins og hún hefur áður lýst f yrir dómi . 55. Brotaþoli sagði að þegar hún hefði kom ið heim hefði hún dinglað bjöllunni og bankað ítrekað eins og einhver brjálæðingur og þá verið í sjokki. Faðir hennar hefði opnað og ekkert skilið hvað væri í gangi , af hverju hún væri að öskra og gráta og g æti ekki komið neinum orðum út úr sér. Hann hefði náð að róa hana niður og hún sagt honum stuttlega frá því sem hefði gerst og hefði hann þá hringt í lögreglu sem hefði komið fljótlega og tekið af henni skýrslu. 56. D , faðir brotaþola , sagði að þau hjónin hefð u vaknað um nóttina við það að dyrabjöllunni var hringt með látum og þegar hann hefði opnað hefði hann fengið brotaþola í fangið gersamlega í rusli og hágrátandi og hefði hún ekki getað komið upp orði. Kvaðst hann hafa faðmað hana að sér og reynt að finna út hvað hefði komið fyrir en hún hefði ekki getað komið upp orði og grátið mikið. Hefði hún náð að lýsa því að hún hefði verið í leigubifreið og bílstjórinn hefði káfað á henni. Honum og móður hennar hefði brugðið mikið , hann farið með brotaþola afsíðis , r eynt að fá fram nánari lýsingu frá henni og síðan hringt í 112 og sagt frá því sem hafði komið fyrir en það hefði þá enn verið óskýrt. Brotaþoli hefði þá lýst bifreiðinni og sagt að bílstjórinn hefði ekki talað íslensku. 57. Vitnið sagði að síðan hefðu lögreg lumenn komið heim til þeirra , brotaþoli þá skýrt betur frá því sem gerðist og þau heyrt þá lýsingu. Hún hefði lýst bifreiðinni, ákærða og fleiru . N okkru seinna hefðu lögreglumennirnir fengið senda mynd af ákærða og hefði brotaþoli strax borið kennsl á hann . Hefði lögregla handtekið hann. Vitnið hefði síðan farið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með brotaþola ásamt lögreglu en síðan var ákveðið að þau 21 færu á neyðarmóttöku í Reykjavík. Brotaþoli hefði verið illa haldin og þreytt , hafði verið að drekka áfengi og hefði hann reynt að láta hana sofa þangað til þau áttu að mæta þar. 58. Kvaðst vitni ð ekki minnast þess að brotaþoli hefði verið í yfirhöfn þegar hún kom og hefði hún verið í einhverju m örþunnum litlum klæðum og verið ísköld. Hún hefði verið svo hrædd þegar ákærði kom með hana í hverfið að hún hefði látið hann stoppa hjá nágranna og minn t i hann að hún hefði falið sig og hlaupið heim þegar hún vissi að hann væri farinn. Það hefði verið mikil áfengislykt af henni þegar hún kom en hún hefði verið alveg skýr. Minn t ist hann þess ekki að hafa fundið af henni ælulykt en hún hefði verið útgrátin og alveg í klessu í framan . Fyrst sagði hún að hann hefði káfað á henni og var með almennar lýsingar á því að hann hafði farið inn á hana og fl eira. Það hafi ekki verið fyrr en lögreglan var komin sem hún útskýrði betur hvað hefði gerst, að hann hefði farið inn á brjóstin á henni og inn undir nærbuxurnar hennar. Vitnið sagði að komið hefði fram hjá brotaþola að hún hefði verið að drekka Smirnoff í partíi í Reykjavík , drukkið talsvert og kastað upp nokkrum sinnum á leiðinni heim. 59. Fyrst eftir þetta hefði verið erfitt að eiga samskipti við brotaþola og það hefði reynt á að fá hana til að fara út úr skelinni og gera eitthvað , en hún hefði farið í skól ann. Ástandið hefði verið brothætt og hann hræddur við að ræða þetta og einnig að heyra nákvæmlega hvað hefði gerst , en hún hefði sagt honum það kannski um tveimur vikum seinna. Brota - þoli hefði hitt sálfræðing og væri í góðu sambandi við han a . Sagði vitni ð að brotaþoli hefði alltaf staðið sig vel í öllu sem hún hefði gert en eftir þetta hefði hún farið inn í skel og mikil breyting hefði orðið á henni. Þau hefð u treyst mikið á faglega aðstoð fyrir hana, sérstaklega frá sálfræðingnum, og hefði það gengið vel en málið væri samt búið að eyði - leggja mikið fyrir henni og væri þetta stórt sár á henni. Brotaþoli hefði einnig hitt þennan sama sálfræðing áður en atvikið gerðist og hefði það verið vegna unglinga mála . 60. C , móð i r brotaþola, sagði brotaþola hafa komið heim um kl. 03:00 um nóttina og dinglað bjöllunni rosalega. D , faðir brotaþola, hefði opnað og þegar vitnið kom fram hefð i brotaþoli verið að knúsa föður sinn og verið grát andi og öskrandi en D hefði verið reiður. Kvaðst hún hafa spu rt hvað væri í gangi og D sagt að maður hefði gert eitthvað ljótt við brotaþola og hefði vitninu þá brugðið. D hefði reynt að spyrja brotaþola frekar en hún hefði grátið mikið og ekki getað andað. Þau hefð u farið með hana inn í herbergi brotaþola og þau öl l hefðu reynt að róa sig og reynt að fá brotaþola til að segja þeim hvað væri að. Hún hefði sagt þeim eitthvað um það sem ákærði h a fði gert og hefði D ákveðið að hringja í lögreglu. Brotaþoli hefði þá verið í miklu uppnámi, reið, skjálfandi og frosin og he fði 22 ekki getað talað. Lögreglan hefði síðan komið og á endanum talað við brotaþola án foreldra sinna. D hefði farið með brotaþola í rannsókn en vitnið hefði þurft að fara í vinnu og fyrst heyrt frá D daginn eftir hvað hefði gerst , en brotaþoli hefði ekki t reyst sér til að ræða við hana , verið í rúminu og lokað sig af. 61. Vitnið sagði að hún hefði heyrt frá brotaþola og D að brotaþoli hefði farið út að skemmta sér og týnt símanum og misst af vinkonum sínum. Hún hefði síðan farið inn í leigubifreiðina og beðið b ílstjórann um að lána sér sím a en hún hefði ekki getað notað hann þar sem hann hefði verið stilltur á tungumál sem hún skildi ekki og hann neitað að breyta því yfir í ensku. Ákærði hefði verið eitthvað að hjálpa henni og þurrka hana og síðan byrjað að sner ta hana. Hann hefði snert á henni brjóstið og alveg niðri , og benti vitnið þá fyrir neðan mitti , og út i um allt og farið undir . Hefði það tekið brotaþola langan tíma að segja henni frá þessu og hafi hún gert það smám saman. Brotaþoli hefði sagt henni að ák ærði hefði alveg farið undir nærbuxur hennar en hefði ekki lýst því nánar sem ákærði gerði þar. Eftir þetta hefði brotaþoli verið alveg lokuð, grátið og hefði verið erfitt að tala við hana. Hún hefði fengið sálfræðiaðstoð og það hjálpað henni mikið. Í dag liði henni betur. 62. E kvaðst vera leigubifreiðastjóri eins og ákærði og haf a þessa nótt verið að aka viðskip tavinum til Garðabæjar og tekið eftir bifreið ákærða sem hefði verið með viðvörunarljósin á nálægt bensínstöð. Hann hefði þá hringt í ákærða og spurt hann hvað væri í gangi hjá honum. Ákærði hefði þá sagt honum að hann væri með farþega sem væri ölvuð eða l iði ekki vel og hefði hann stoppað bifreiðina svo hún gæti kastað upp úti. Kvaðst hann hafa spurt ákærða hvort þetta væri eitthvað alvarlegt og hann þá sagt að hún væri bara að kasta upp. Hann hefði síðan séð konu fyrir utan bifreiðina að kasta upp en ekki séð andlit hennar. 63. F , sérfræði læknir á neyðarmóttöku, sagði að hún myndi eftir brotaþola, á grundvelli lýsinga sem fram komu. Samkvæmt þeim sjái hún brotaþola fyrir sér illa klædda og varnar - , bjargar - og umkomulausa í óveðri á götu niðri í bæ. Síðan hef ði hún verið á Reykjanesbrautinni í óveðri. Hafi þetta verið ung stúlka og þegar hún kom hafi hún þegar verið búin að segja frá atvikum oftar en einu sinni, foreldrum eða föður og lögreglu. Væri oftast aðeins erfiðara að fá fram sögu þegar viðkomandi er að segja frá í þriðja sinn og staðfesti vitnið þá frásögn brotaþola sem hún skráði í skýrslu sína. Brota þoli hefði grátið og greinilega verið í áfalli og enga reynslu haft af slæmum atburðum. Aðalmarkmið með því að taka niður sögu brotaþola á neyðarmóttöku er að fá fram tíma línu og þráð svo þau 23 viti að hverju þau eigi að einbeita sér, t.d. skoða einhverja líkamlega áverka eða finna einhver svæði þar sem þau þurfi að taka DNA - sýni. 64. Vitnið sagði að brotaþoli hefði lýst snertingu þar sem húð ákærða hefði komi ð við húð hennar, á andliti og bringu/brjósti. Vitnið sagði að þau spyrji opinna spurninga og þurfi viðkomandi að geta tjáð sig og þegar brotaþoli er ungur og óreyndur og kann ekki einu sinni orðaforðann geti þau misst af einhverju ef brotaþoli þorir ekki að segja frá. Það sem þau hefðu fengið fram er að ákærði hefði káfað á efri hluta líkama brotaþola innanklæða, kysst hana og farið inn undir buxur hennar og reynt að káfa á henni. Kvaðst hún hafa tekið fram að hann hefði farið undir buxurnar en ekki sagt u ndir nærbuxurnar og finnist henni því líklegt að brotaþoli hafi sagt það þannig. Kvaðst hún hafa ritað það í skýrslu sína að brotaþoli hefði gefið trúverðuga og góða sögu og sagt skýrt, vel og einlæglega frá. 65. Vitnið sagði að ekki hefðu verið tekin DNA - sýn i af kynfærasvæði brotaþola þar sem þau hefðu ekki fengið fram frásögn af því að það hefði verið húð við húð á því svæði. Þá sagði vitnið að það færi eftir atvikum hvar tekin væru sýni af brjóstum. Mjög oft væru sýni teki n af geirvörtu og þá taki þau einni g utar af brjóstinu í samvinnu við brotaþola. Myndi hún ekki nákvæmlega hvernig þetta hefði verið gert í þessu tilviki og væri það ekki skráð í skýrsluna. Það sama eigi við um munninn , þá væri tekið sýni af vörum og síðan farið í kringum munninn. Staðfesti vitnið skýrslu sem hún ritaði um komu brotaþola á neyðarmóttöku. 66. G , hjúkrunarfræðingur á n eyðarmóttöku , sagði að upphaflega hefði hún fengið upplýsingar að næturlagi um að brotaþoli væri væntanleg á neyðarmóttöku na frá [...] . Þá hefði hún fengið einhverja r upplýsingar um það hvað hefði gerst en það verið aðeins óskýrt. B rotaþol i hefði komið um kl. 08:00 um morguninn með föður sínum og hefði hún fyrst aðeins rætt við þau bæði en síðan við hana ei na. Brotaþoli hefði verið nokkuð skýr og sagt vel og vandlega frá því sem hún lýsti , verið mjög einlæg í frásögn sinni að mati vitnisins og reyn t að vera dugleg. Hún hefði stundum grátið og það hefðu stanslaust lekið tár og muni vitnið eftir því að augnmálnin g brotaþola hafi runnið til. Hún hefði augljóslega verið búin að vera í uppnámi . Hefði hún virkað þreytt og undin en ekki endilega undir áhrifum . Hún hafi litið út fyrir að vera yngri en hún er og hafi vitninu fundist hún vera voðalega lítil. Læknir hefði tekið sýnin sem voru tekin og vitnið gengið frá þeim. 67. Vitnið sagði brotaþol a ha f a lýst því að hún hefði farið í keilu með vinum sínum og verið 24 komin niður í bæ en hefði ekki komist inn á skemmtistað og verið ein að vafra um. Hafi hún verið mjög illa klædd , símalaus og frekar umkomulaus og vissi ekkert hvað hún ætti að gera. Leigubifreið hefði síðan stöðvað hjá henni og ákærði boðist til að aka henni heim þó að hún ætti heima í [...] . Hún hefði útskýrt að hún gæti ekki greitt honum en það virtist ekki skipta máli. Fyrst hefði hún verið í aftursætinu og hefði henni orðið óglatt og ákærði þá stoppað við bensínstöð. Eftir það hefði hún farið í framsætið og ákærði þá byrjað að káfa á brjósti hennar . Hún hefði reynt að komast undan þessu en verið mjög hrædd og ótt ast að hann myndi henda henni út í óveðrið ef hún myndi segja eitthvað eða mótmæla. Brotaþoli hefði upplifað valdaleysi eða að hún væri föst og gæti ekkert gert. 68. Tilgangurinn með því að fá sögu frá brotaþolum væri sá að reyna að fá yfirsýn yfir það sem he fði gerst. Þar sem brotaþoli hefði verið búin að fara í skýrslutöku hjá lögreglu hefðu þau ekki spurt mikið um smáatriði hvað varðar það sem ger ð ist fyrir og eftir atvikið heldur lagt áherslu á atvikið sjálft og einbeitt sér að því sem þau þ y rftu að skoða nánar og kanna hvar þau þyrftu að taka sýni. Þá væri í skýrslu vitnisins hakað í tiltekna reiti þegar andlegt og líkamlegt ástand brotaþola er metið. Væri þetta mat vitnisins og byggði einnig á því sem brotaþoli segði. Staðfesti vitnið framlagða skýrslu sí na um komu brota - þola á neyðarmóttöku. 69. B sálfræðingur sagði að brotaþoli hefði sagt sér frá því í viðtali 14. nóvember 2022 að hún hefði orðið fyrir ofbeldi. Lýsti hún því svo að hún hefði verið niðri í miðbæ Reykjavíkur seint um kvöld og orðið viðskila við vini sína. Leigubifreið hefði verið ekið að henni og ákærði boðið henni far. Í fyrstu hefði hún neitað en hún hefði ekki verið með pening á sér eða sím a. Ákærði hefði haldið áfram að bjóða henni far og hvatt hana til að setjast upp í bifreiðina og hefði hún að lokum samþykkt það. Hún hefði beðið hann um að skutla sér til [...] og á leiðinni sofnað og rumskað við það að ákærð i hefði verið með höndina innanklæða og verið að káfa á brjóstum hennar. Henni hefði brugðið mikið og til að koma sér út úr þessum aðstæðum hefði hún sagt ákærða að hún þyrfti að kasta upp , hefði fært sig frá honum og sett höfuðið út um gluggann og þá hefð i hann hætt. Hún hefði þá reynt að halla sér aftur og sofna á ný. Síðan hefði hún vaknað aftur og þá hefði ákærði verið með hönd sína innanklæða undir buxum hennar og hafi hann verið að káfa á kynfærum hennar og kyssa hana á munninn og allt andlitið og haf i bifreiðin þá verið stopp. Kvaðst hún hafa orðið mjög hrædd og frosið og hefði hún ekki vitað hvernig hún ætti að bregðast við. Ákærði hefði síðan skutlað henni heim en hún hefði ekki viljað að hann æki sér heim að dyrum þar sem hún hefði ekki viljað að h ann vissi hvar hún ætti 25 heima. Hún hafi því beðið hann um að stoppa annars staðar nálægt húsinu. Þegar hún kom heim hefði hún sagt foreldrum sínum frá því sem hefði gerst. 70. Þann 30. nóvember 2022 hefði brotaþoli komið til vitnisins og hefði vitnið þá lagt f yrir hana matslista. Þá hefði brotaþoli sagt vit n inu frá því að hún ætti mjög erfitt með að sofna og að halda sér sofandi og væri sífellt að vakna. Hana hefði dreymt ofbeldið og að þetta væri að gerast aftur, hún væri kvíðin , yrði mjög auðveldlega pirruð o g gæti ekki hætt að hugsa um þetta ofbeldi sem hún sæi reglulega fyrir sér. Þá væri hún alltaf á varðbergi, væri alltaf að líta um öxl og ætti erfitt með að vera úti að ganga. Leigubifreiðastjórar hefðu oft komið á stað sem hún hefði verið að vinna á og he fði henni brugðið mikið ef hún sá bílstjóra sem minnti hana á ákærða. 71. Vitnið sagði að brotaþoli hefði verið reglulega í viðtölum hjá sér og hefðu þær bæði unnið með þetta og almennt með líðan brotaþola. Eftir þetta hefði sjálfsmat brotaþola verið mjög lág t og hún var með mikil þunglyndis - og kvíðaeinkenni þannig að þær hefðu lagt áherslu á að vinna með sjálfsmat, auka virkni hennar og koma henni aftur í eðlilegt líf. Það hefði gengið ágætlega , sjálfsmat hennar hækkað og áfallastreitueinkenni minnkað en þau væru þó enn til staðar. Núna , í byrjun janúar , hefð i hún lagt á ný fyrir brotaþola sömu matslista . R eyndist hún hafa náð árangri en vandi reyndist enn vera til staðar. Hún fengi enn martraðir sem tengjast ofbeldinu en sjaldnar en áður, væri mjög hrædd um að þetta gæti komið fyrir sig aftur , væri á varðbergi og hrædd við að vera ein þegar hún væri úti að skemmta sér . Henni finnist jafnvel óþægilegt að taka leigubifreið með vinum sínum. Hún finni fyrir pirring i og reiði þegar hún hugsi um ofbeldið og ofbeldismanninn, bregði ef hún sér mann sem minni hana á hann , finn i fyrir kvíða þegar hún fer á þann stað þar sem hann tók hana upp í bifreiðina og upplifi sig oft óörugga. 72. Vitnið sagði að um haustið áður en þetta gerðist hefði brotaþoli komið í fjögur viðtöl til sín . Kvaðst hún hafa merkt breytingar á brotaþola frá því þá og hefðu þunglyndis - og kvíðaeinkenni hennar verið orðin miklu verri. Eftir brotið hefði brotaþoli komið í tíu viðtöl til hennar og væri þeim ekki lokið. Miðað við viðtalið sem hún hefði tekið við brotaþola í janúar væri hún enn að glíma við þetta og þyrfti a.m.k. næstu mánuði að vinna áfram með þetta. Væri erfitt að segja til um hve langan tíma taki að vinn a úr svona . Vitnið staðfesti að hún hefði metið það svo að brotaþoli hefði verið með einkenni áfallastreituröskunar eftir meint brot og staðfesti að í fyrra vottorði hennar kæmi fram að hún hefði metið það svo að brotaþoli hefði verið með sterk einkenni. Í fyrra matinu hefði brotaþoli verið með áfallastreituröskun en í dag væri hún með væg einkenni, kannski á 26 gráu svæði. Staðfesti vitnið tvö framlögð vottorð sín vegna brotaþola. 73. H , sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofu Íslands , staðfesti veðurvot torð vegna Reykjanesbrautar, Veðurstofu, Hljómskálagarðs og Kefla víkurflugvallar, sem hún undirritaði og dags ett eru 13. desember 2022. Vitnið sagði að hvað varðar veður á þriðja tímanum um nóttina í Lækjargötu væri miðað við veðurstöð í Hljómskálagarði e ða á mannaðri Veðurstofu. Hljómskálagarður væri nær og þar væru tíðari mælingar en einnig hefði verið gerð athugun við Veðurstofuna kl. 03:00. Einu aukaupplýsingarnar sem þar kæmu fram væri lýsing á veðri og kæmi þar fram að það hefði verið skýjað og suðve stanátt en það hefði verið mjög hvasst á báðum stöðum. Vind hraði kl. 03:00 væri tekinn tíu mínútum fyrir kl. 03:00 og hefði þá meðalvindhraði verið 14 metrar á sekúndu sem hefði einnig verið mesti vindhraði síðustu klukkustundar og mesta hviðan verið 23,5 metrar á sekúndu. Vindurinn hafi því verið á bilinu 14 til 23,5 metrar á sekúndu. Ekki hefði verið gerð úrkomumæling í Hljómskálagarði en úrkoma hefði verið mæld í Reykjavík kl. 09:00 og þá mælst 0,7 mm . V æri það uppsöfnuð úrkoma frá því kl. 18:00 daginn áður. Hefði því ekki verið mikil úrkoma en gæti hafa verið einhver. 74. Hvað varðar veður kl. 03:00 á Reykjanesbraut sagði vitni ð að sjálfvirk veðurstöð væri um miðja vegu milli Reykjavíkur og Keflavíkur og þar hefði verið næstum 10 stiga hiti , vestsuðvestanátt og vindhraði 18 metrar á sekúndu en hviður allt upp í 28,6 metrar á sekúndu. Hefði þetta verið mjög slæmt veður og vindurinn komið framan á brautina og aðeins til hliðar við hana. Veðrið hefði verið slæmt miðað við að það var september og gefnar hefðu verið út gular viðvaranir fyrir höfuðborgarsvæðið og Faxaflóa en hitastigið engu að síður nokkuð hátt miðað við árstíma. 75. Sérfræðingur tæknideildar lögreglu nr. I sagði að vegna rannsóknar málsins hefðu stroksýni sem varðveitt hefðu verið af f ingrum ákærða verið send til DNA - rannsóknar. Hefði verið um að ræða þrjár öskjur og hefðu tveir pinnar verið í hverri öskju. Í þeirri fyrstu hefðu verið stroksýni af vísifingri og löngutöng hægri handar, í annarri af þumli og baugfingri hægri handar, og í þeirri þriðju af litlafingri vinstri handar og litlafingri hægri handar. Síðan hefðu verið varðveitt tvo stroksýni sem lögregla hefði tekið við rannsókn á bifreiðinni [...] , annars vegar af gírstöng og stýri og hins vegar af útvarpi. Fjögur sýni hefðu veri ð tekin af brotaþola við réttarlæknisfræðilega skoðun á neyðar - móttöku og þau varðveitt. Hefð u sýnin verið merkt vinstri vangi , varir , hægra brjóst og vinstra brjóst . Greiningar á stroksýnum af fingrum ákærða leiddu í ljós að í öllum þremur sýnunum var bla nda DNA - sniða frá a.m.k. tveimur einstaklingum og innihélt blandan 27 DNA - snið brotaþola og ákærða. 76. Við rannsókn á stroksýni úr bifreiðinni sem var merkt gírstöng/stýri kom fram blanda DNA - sniða frá tveimur einstaklingum og hefð u þar fundist DNA - snið eins og DNA - snið ákærða og brotaþola. Í sýn um sem merkt voru útvarp og vinstra brjóst reyndist ekki vera nægilegt magn DNA til að greining væri möguleg. Í sýni frá neyðarmóttöku merkt vinstri vangi og varir kom fram DNA - snið sem var eins og DNA - snið brotaþola en í sýni merkt hægra brjóst kom fram blanda DNA - sniða frá tveimur einstaklingum og sem samkennt var annars vegar við brotaþola og hins vegar ákærða. 77. Í framhaldi af þessum niðurstöðum hefði lögregla óskað eftir því að stroksýni sem varðveitt höfðu verið af fingrum vinstri handar, þ.e.a.s. þeim fjórum sem eftir voru, yrðu einnig send til rannsóknar. Þau sýni voru merkt annars vegar vinstri vísifingur og vinstri löngutöng og hins vegar vinstri þumall og vinstri baugfingur . Í fyrra sýninu kom fram blanda frá a.m.k. þremur einstaklingum. Í blöndunni reyndist vera DNA - snið eins og ákærða og brotaþola en ekkert hefði komið fram í skýrslu sænsku rannsóknarstofu nnar varðandi þriðja DNA - sniðið. Dragi vitnið þá ályktun að það hafi ekki verið nægilegt til að samkenna við einhvern ákveðinn einstakling. Í sýni sem var merkt vinstri þumall og vinstri baugfingur kom fram blanda DNA - sniða frá a.m.k. tveimur einstaklingum . Það snið sem var í meirihluta í því sýni var eins og DNA - snið ákærða en það snið sem var í minnihluta var eins og DNA - snið brotaþola. 78. Vitnið sagði að ekki væri hægt að útiloka að brotaþoli hefði ekki snert gírstöngina eða stýrið heldur hefði ákærði snert hana og síðan snert stýrið og gírstöngina. Það gæti líka verið að brotaþoli hefði snert þetta. N otaðir hefðu verið tveir pinnar til að taka sýni og á öðrum þeirra hefði verið sýni af stýrishjólinu en á hinum af gírstönginni. Rannsóknarstofan hefði hins ve gar tekið þetta sem eitt sýni og blandað þeim saman. Þannig gæti hann ekki fullyrt að DNA - snið brotaþola hefði verið bæði á gírstönginni og stýrinu eða á öðru hvoru , og þá á hvoru , en DNA - snið brotaþola kom fram í sýninu. Spurður hvort ákærði hefði getað f engið þessar DNA - þekjufrumur á puttana við að snerta brotaþola svaraði vitnið því játandi og sagði að snertingin væri við líkama brotaþola , hann gæti ekki sagt hvar en kæmi ekki af því einu að koma við ælu frá viðkomandi. Staðfesti vitnið þær skýrslur sem hann vann vegna málsins. 79. Lögreglumaður nr. J kvaðst hafa verið á bakvakt í rannsóknardeild þegar honum var tilkynnt að búið væri að handtaka mann sem grunaður væri um kynferðisbrot gegn brota - þola í leigubifreið. Hann hefði fengið þær upplýsingar að ákærði hefði komið við kynfæri 28 brotaþola og það hafi gerst inni í bifreiðinni. Hann hefði strax tekið lífsýnastrokur með bómullarpinnum af öllum fingrum ákærða en áður hefði verið búið að taka af honum ljósmyndir. Hafi hann síðar gert skýrslu með ljósmyndunum og skýrslu um þessar lífsýnastrokur. Seinna um daginn, þegar búið var að taka skýrslu af brotaþola, hafi hann einnig tekið myndir af bifreiðinni og tekið lífsýnastrokur innan úr bifreiðinni, af stýrinu, gírstönginni og ú t varpinu, vegna þess að brotaþoli grei ndi frá því að ákærði hefði farið með fingur í snípinn á henni og verið þar í kringum hálfa mínútu. Hafi þetta gerst meðan á akstri stóð og hefði hún þá verið í farþegasætinu fram mi í. Þessi lífsýni hefðu síðan verið send til DNA - rannsóknar í Svíþjóð og sa mmerktist lífsýni af ákærða á sýni af gírstöng, stýri og báðum höndum hans. 80. Lögreglumenn hefðu rætt við brotaþola á heimili hennar og farið með hana í kjölfarið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem tekið var úr henni blóðsýni, og í framhaldi af því á neyðarmóttöku. Þar hefðu verið teknar strokur , m.a. af brjóstum hennar. Við DNA - rannsókn fannst lífsýni úr ákærða í sýni sem tekið hafði verið af hægra brjósti hennar. Þá hefði vitnið gert ljósmyndaskýrslu um leitina í bifreiðinni og fatnaðinn sem brota þoli staðfesti síðar að hafa verið í þegar atvik gerðust. Einnig aflaði hann veðurvottorða frá Veðurstofu Íslands þar sem fram hefði komið hjá brotaþola að veður hefði verið vont. Hafi hún verið hrædd þegar hún var í bifreiðinni með ákærða, símalaus og all slaus , og óttast að hann myndi stoppa og setja hana út úr bifreiðinni á Reykjanesbrautinni. Kom í ljós að veður hafði verið mjög vont þessa nótt, 18 eða 19 metrar á sekúndu og 27 eða 28 metrar í h viðum á Reykjanesbrautinni. Taldi vitnið að brotaþoli hefði haft raun verulega ástæðu til að óttast að vera úti. 81. Kvaðst vitnið hafa tekið skýrslu af brotaþola og ákærða sama dag og atvik gerðust. Síðar, þegar niðurstöður úr DNA - rannsókninni lágu fyrir, hefði hann tekið aðra skýrslu af brota - þola þar sem farið hefð i verið betur yfir framburð ákærða og henni kynntar niðurstöður úr DNA - rannsókninni. Síðar hefði hann tekið skýrslu af ákærða og var honum kynntur seinni framburður brotaþola og niðurstaða DNA - rannsóknarinnar. Þá hefði vitnið einnig óskað eftir gögnum frá n eyðarmóttöku og vottorð i frá sálfræðingi sem brotaþoli hafði leitað til. Sagði vitnið að fyrirliggjandi endurrit vegna símtals við Fjarskiptamiðstöð og lögreglu væru unnin orðrétt eftir upptöku sem einnig fylgi gögnunum. 82. Vitnið sagði að í ljósmyndaskýrsl u sem hann hefði gert vegna sýnatöku úr bifreiðinni hefði hann gert hring um þann stað á stýrinu sem hann hefði tekið sýnið og hefði hann tekið það með einum pinna. Kvaðst hann hafa tekið sýnið þar sem hann áætlaði að ákærði 29 hefði verið með hendurnar og þá haldið báðum megin í stýrið. Hafi sýnið verið tekið ca. kl. 0 2 :00 til 0 3 :00 þar sem hægri hönd hans hafði verið en brotaþoli hefði sagt að ákærði hefði notað þá hönd . Væri hringurinn á myndinni sennilega aðeins of stór. Síðan hefði hann tekið sýni með öðr um pinna af gírstönginni en geti ekki lýst því nákvæmlega hvar hann hefði tekið sýnið. Þá hefði hann notað þriðja pinnann til að taka sýni af útvarpinu. Einn pinni hefði síðan verið notaður fyrir hvern fingur og hefðu pinnarnir verið vættir með svæfðu vatn i og þeim snúið um fingurna. Kvaðst vitnið halda að þegar þetta var gert hefði hann ekki verið kominn með upplýsingar sem gáfu honum tilefni til að taka stroku af munni og vanga ákærða vegna framburðar brotaþola. Haldi hann að hún hafi greint frá þessu í s einni skýrslunni sem hafi verið tekin í desember. Á þessum tíma hafði hún greint frá því að ákærði hefði komið við kynfæri hennar með hægri hendi og farið aðeins inn í kynfærin, snípinn, og hann lagt áherslu á það við sýnatökuna. 83. Þá sagði vitnið að skoðaða r hefðu verið upptökur á þeim stöðum sem ákærði kvaðst hafa stoppað á. Hafi verið athugað með upptöku á [...] í Hafnarfirði sem var seinasta bensínstöðin sem hann stoppaði á áður en hann ók út á Reykjanesbraut ina . Þar sjáist að bifreiðinni hafi verið ekið inn á þvott a plan og þau bæði stigið út úr henni . Ákærði hafi skolað af bifreiðinni og virðist sem hann hafi látið brotaþola hafa klút. Brotaþoli hafi skolað hendurnar og ákærði vætt hendurnar, vætt klút og þvegið sér um hendurnar. Brotaþoli hafi sést stíga út úr bifreiðinni og standa á bifreiðastæðinu og hafi hún ekki verið rásandi. Ákærði hafi síðan þvegið bifreiðina og brotaþoli annað hvort staðið fyrir utan bifreiðina á meðan eða sest inn í hana og verið þar á meðan. Ekki hefði verið kannað með myndavél í [...] í nágrenni Hamraborgar. Framburði ákærða og brotaþola hefði borið saman um að hún hefði þurft nokkrum sinnum að kasta upp og hefðu þau stoppað nokkrum sinnum áður en þau komu að [...] í Hafnarfirði. Væri sú stöð við hringtorg áður en ekið væri álei ðis til . Ákærði hefði tilgreint nákvæmlega hvar hann hefði stoppað en einungis hefði verið leitað eftir upptökum frá [...] í Hafnarfirði en ekki verið athugað með upptökur í Lækjargötu þar sem hún hefði farið inn í bifreiðina. Vitnið staðfesti þær skýr slu r sem hann vann vegna málsins. 84. Lögreglumaður nr. K sagði að útkall hefði borist vegna málsins og hefðu lögreglumenn farið heim til tilkynnanda og rætt þar við brotaþola og tekið niður fyrsta framburð hennar. Þá hefði verið komin fram lýsing á bifreiðinn i og manninum og hefði þess verið óskað að áhöfn úr Hafnarfirði myndi koma á Reykjanesbraut og athuga hvort hægt væri að finna bifreiðina og manninn. Þá hafi hann farið með brotaþola og föður hennar á 30 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en henni verið vísað í skoðun á n eyðarmóttök unni í Fossvogi og þau farið þangað sjálf um morguninn . Síðan hafi hann farið á lögreglu stöð og ritað frumskýrslu vegna málsins og framburðarskýrslu brotaþola. 85. Vitnið sagði að brotaþoli hefði verið í miklu up pnámi og reynt að gráta ekki. Hafi honum fundist hún vera mjög skýr í framburði sínum en greinileg a ekki liðið vel. Kvaðst hann telja að hann hefði tekið framburð hennar upp á búkmyndavél. Hann hafi verið í sam - skiptum við lögreglumenn sem hefðu leitað að geranda um nóttina og hefðu þeir stoppað ákærða og talið hann samræmast lýsingunni. Þá hefði brotaþoli talað um að það hefð u verið einhvers konar tuska og koddi í bifreiðinni. Hafi honum verið send mynd af ákærða til að kanna hvort þau væru með réttan aðil a og var ákærði síðan handtekinn. Honum hefði ekki fundist brotaþoli vera það ölvuð þegar hann talaði við hana, a.m.k. hefði fram - burður hennar verið greinargóður og hún ekki þvoglumælt. Þá staðfesti vitnið frum - skýrslu málsins og framburð brotaþola sem hú n gaf sama dag. I V Niðurstaða 86. Ákærði er ákærður fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. september 2022, í leigubifreiðinni [...] , sem ákærði ók frá miðborg Reykjavíkur til [...] , án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft önnur kyn ferðismök við brotaþola, sem var farþegi í bifreiðinni, en ákærði kyssti brotaþola nokkrum sinnum á munninn, þuklaði á brjóstum hennar innan - og utanklæða, þuklaði á kynfærum hennar utanklæða og nuddaði kynfæri hennar innanklæða. Í ákæru er hátt semi ákærða talin varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 87. Samkvæmt lagaákvæðinu gerist sá sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti . 88. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skyn - samlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þá skal dómur reistur á þeim sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, 31 sbr. 1 . mgr. 111. gr. sömu laga. 89. Ákærði neitar sök. Byggir hann sýknukröfu sína á því að háttsemin sé ósönnuð og að framburður brotaþola hafi verið á reiki og markaður af ölvunarástandi hennar og verði niðurstaða málsins ekki á honum byggð. Um atvik er aðallega við framburð hans og brotaþola að sty ðja st. Er óumdeilt að ákærði var við störf sem leigubílstjóri þegar atvik gerðust og byggir hann sjálfur á því að hann hafi átt von á greiðslu frá brotaþola fyrir farið. L ýsing atvik a í ákæru er í meginatriðum í samræm i við framburð brotaþola við rannsókn málsins. Ber ákærða og brotaþola um margt saman um atburðarásin a utan meints kynferðisbrots . Er þannig óumdeilt að brotaþol i kom inn í leigubifreið ákærða í miðbæ Reykjavíkur . Þaðan ók hann henni til [...] og á leiðinn i þurfti hann að stoppa vegna vanlíðan ar brotaþola og kastaði hún upp a.m.k. einu sinni, út um glugga, á meðan bifreiðin var á ferð. Einnig er óumdeilt að ákærði hafi eitthvað aðstoðað brota þola á meðan hún var að kasta upp og að þrífa sig í kjölfar þess. Auk meints brots ákærða greinir þau m.a. á um það hvernig það kom til að brotaþoli kom inn í bifreið ákærða , hvort ákærði hafi boðist til að aka henni án greiðslu og hvort hætta hefði verið á því að brotaþoli dytti út úr bifreiðinni þegar hún var að kasta upp. 90. Samkvæmt framburði brotaþola áttu atvik sér stað á Reykjanesbraut, á leiðinni frá Hafnarfirði til [...] , inni í bifreiðinni. Geta því upptökur af ákærða og brota þola á bensínstöðvum á leiðinni að Reykjanesbraut, eins og t.d. sú sem liggur fyrir frá [...] í Hafnarfirði , ekki upplýst frekar um ákæruefnið. 91. S kýrt kom fram hjá brotaþola að henni hefði í upphafi fundist ákærði vera að aðstoða sig . Brotaþoli bar um það bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa setið allan tímann í framsæti farþegamegin og hafa ýmist legið beint aftur á bak eða með höfuðið á milli sætanna með kodda sem ákærði hefði lánað henni. Hafi hún setið bein í sætinu og teygt sig til hliðar þegar hún kastaði upp út um gluggann og þá haldið í gluggann með báðum höndum. Sagði hún hjá lögreglu að hún hefði setið bein þegar ákærði snerti brjóst hennar og kynfæri og fyrir dómi kvaðst hún hafa setið þannig þegar ákærði snerti brjóst hennar en myndi ekki hvernig hún hefði setið þegar ákærði nuddaði kynfæri hennar. Þá verður ráðið a f framburði brotaþola að hún hafi dottað ítrekað á leiðinni. Hjá lögreglu sagði brotaþoli að hún hefði verið að sofna þegar ákærði snerti brjóst hennar og sí ðar vaknað við það að ákærði var kominn inn á kynfæri hen nar. Lýsti hún atvikum svo fyrir dómi að ákær ði hefði fy r st káfað á brjóstum hennar utanklæða og síðan innanklæð a og síðan utanklæða á kynfærum hennar og reynt að komast inn undir buxur hennar . Hún hefði þá 32 beðið ákærða að stoppa og sagt að hún þ y rf t i að k asta upp. Ákærði hefði st oppað bifreiðin a við mislæg gatnamót , en ákærði bar um að hafa stoppað við Grindavíkurveg, og eftir að hún kom inn í bifreiðina aftur hefði ákærði kysst hana á kinn og munn , alls fjórum til fimm sinnum , og síðan ekið af stað. Lýsti brotaþoli kossunum svo hjá lögreglu að þeir hefðu verið venjulegir en ekki tungukoss ar . Á meðan hann ók bifreiðinni áleiðis til [...] hafi hann nuddað kynfæri hennar innanklæða og hætt því rétt áður en þau komu á áfangastað. 92. Ákærði bar um margt á sama ve g fyrir dómi og við rannsókn málsins og útilokaði hann ekki að hafa snert brotaþola en bar um að snertingarnar hefðu ekki verið kynferðislegs eðlis . Hann kvaðst hafa hald ið brotaþola þegar hún kastaði upp út um glugga bifreiðar - innar en hann hefði óttaðist að hún dytti út um gluggann og nefndi einnig að hún hefði þá opnað bílhurðina. Þessu hefur brotaþoli alfarið hafnað og nefndi einnig, eins og ákærð i tók undir, að hún hefði verið í bílbelti þegar bifreiðin var á ferð . Nefndi ákærði að við þessar aðstæður hefði hann haldið við bak hennar og einnig annars staðar þar sem hann náði taki . Þá kvaðst hann hafa snert hana á bringunni til að kanna hvort hún væri með hjartslátt þegar hann hefði óttast um hana . Bar ákærði einnig um það að á sama tíma hefði h ún verið mikið á hreyfingu og gæti hann því hafa snert brjóst hennar óvart en einnig kom fram hjá honum að hreyfingar brotaþola gætu hafa skýrst af því að bifreiðin hefði verið á ferð . Hjá lögreglu kvaðst hann hafa sett kinn sína að kinn brotaþola þegar ha nn kannaði með andardrátt hennar og þá einnig sett fingur inn í nef hennar að hún hefði dottið til hliðar í sæti sínu og andlit hennar í einhverju tilviki endað við hans og í öðru tilviki hefði höfuð hennar endað á læri hans. Þá kvaðst ákærði hafa haldið u m mitti brotaþola þegar hann var að aðstoða hana þegar hún kastaði upp fyrir utan bifreiðina. Staðfesti brotaþoli að þá hefði ákærði staðið bak við hana og stutt hana. S agði ákærði að hann hefði í svona tilviki einnig haldið um maga hennar og þá þurft að ý ta henni upp svo hún dytti ekki. Við þær aðstæður hefði hönd hans getað farið hvert sem er og gæti hann þá hafa komið óvart við kynfæri brotaþola. 93. Verður framburður ákærða skilinn svo að hann miði að því að setja fram skýringar á því hvers vegna lífsýni ú r honum hefðu fundist á brjósti brotaþola og lífsýni úr brotaþola á honum og hvers vegna brotaþoli ber i um þær snertingar sem í ákæru greinir . Leitaðist hann þannig nokkuð við að fegra hlut sinn með vísan til þess að hann hefði allan tímann verið að aðstoð a brotaþola. Þá hefur framburður hans um það hvort brotaþoli hafi snert stýri og gírstöng bifreiðarinnar verið misvísandi, annars vegar sagði hann að hún hefði 33 verið út i um allt í bifreiðinni og hins vegar að hann hefði ekki séð hana snerta þessa staði . Eiga þessar lýsingar og skýringar ákærða sér takmarkaða stoð í framburði brotaþola eða málsgögnum. Er það mat dómsins að þær séu um margt fjarstæðukenndar . 94. Þá hefur ákærði frá upphafi borið um að hann hafi samið við brotaþola um að hann fengi greitt fyri r ferðina þegar hún væri komin heim. Brotaþoli sagði ákærða hins vegar hafa sagt að hann væri á leiðinni til [...] og því skipti ekki máli að hún gæti ekki greitt farið. Kemur þetta einnig m.a. fram í orðum hennar sem heyra má á upptöku af símtali við lögr eglu í kjölfar brotsins. Framburður ákærða að öðru le yti hefur ekki borið það með sér að hann hafi á nokkurn hátt reynt að fá greiðslu eða átt von á henni. Fyrir dómi sagði hann annars vegar að hann hefði strax ekið af stað eftir að hún fór úr bifreið inni og hins vegar að hann hefði beðið í hálfa til eina mínútu til að átta sig á hlutunum. Er ekkert annað fram komið en framburður ákærða um að hann ætti að fá greiðslu á þennan hátt og þ. á m. ekkert sem bendir til þess að þau hafi rætt þetta frekar eða hann annars reynt að fá greiðslu . 95. Ákærði var í þjónustuhlutverki við brotaþola sem leigubifreiðastjóri. Hann hundsaði beiðni hennar um að fara með hana á spítala og taldi að það gæti leitt til þess að hann fengi síður greitt fyrir ferðina. Þrátt fyrir það lýs ti ákærði því að hann hefði gert ráðstaf - anir til að kanna lífsmörk hennar og þá ítrekað snert hana, m.a. á viðkvæmum stöðum. Jafnframt lýsti hann því að brjóst hennar hefðu ítrekað verið ber og eru þær lýsingar umfram það sem klæðnaður brotaþola hefði átt að gefa tilefni til. 96. Í ljósi framangreinds verður að telja framburð ákærða einstaklega ótrúverð u gan auk þess að hafa verið á reiki. V erður á engan hátt fallist á þær ástæður sem hann hefur nefnt fyrir því hvers vegna hann snerti brotaþola og að hann haf i hugsanlega snert hana óviljandi . Framburður brotaþola hefur hins vegar verið stöðugur í gegnum meðferð málsins og samhljóða um öll þau atriði er máli skipta við úrlausn þes s , en hún gaf þrisvar skýrslur við rannsókn málsins auk þess að gefa skýrslur fyrir dómi . Strax í upphafi lýsti hún ákærða, bifreið hans, munum í bifreiðinni og þeim stöðum sem hún mundi eftir að ákærði hefði stoppað á í samræmi við það sem síðar kom í ljós. Óumdeilt er að brotaþoli var mjög ölvuð og veik og dottaði á leiðinni og að það hefur haft áhrif á minni hennar hvað varðar þá staði sem ákærði stoppaði á. Verður það ekki talið draga úr trúverðugleika hennar og heldur ekki það að fyrir dómi mundi hún ekki hvernig hún hefði setið þegar ákærði nuddaði kynfæri hennar. Þá staðfest a niður stöður rannsókn ar á lífsýnum að ákærði snerti brjóst brotaþola og í því sambandi skiptir ekki máli hvort lífsýni ð hafi verið 34 á geirvörtu brotaþola eða utar á brjóstinu . Einnig verður a f þeim ráðið að lífsýni frá brotaþola bárust á stýri og gírstöng en ekke rt liggur fyrir um að brotaþoli hafi snert þessa staði og verður á því byggt að ákærði hafi sjálfur bo r ið lífsýnin frá brotaþola á stjórntæki bifreiðarinnar . Þá er óumdeilt að ákærði snerti þessa staði við akstur bifreiðarinnar eftir meint brot. 97. Fyrir ligg ur með framburði þeirra vitna sem hittu brotaþola í kjölfar meints brots, og má einnig s j á það á upptöku úr búkmyndavél, að brotaþoli var í miklu uppnámi eftir atvikið. Einnig verður af þeim ráðið að brotaþoli skýrði þeim eins frá atvikum og í samræmi við skýrslur hennar við meðferð málsins. Eins og atvikum er háttað er ekkert fram komið sem bendir til þess að aðkoma föður brota þ ola að skýrslu sem tekin var af henni á heimili hennar í kjölfar brotsins hafi haft áhrif á framburð hennar, eins og ákærði byggir á. Einnig verður af framburðum foreldra brotaþola og sálfræðings sem hún leitaði til eftir atvikið ráðið að það hafi haft mikil áhrif á hana til lengri tíma . Lýsti sálfræðingurinn því að hún hefði einnig hitt brotaþola áður en atvikið átti sér stað og vær i augljós munur á líðan hennar til hins verra. Er það mat d ómsins að framburður brotaþola fá i stoð í framangreindum gögnum. Með vísan til þess verður niðurstaða mál s ins bygg ð á trúverðugum framburði brotaþola og telur dómurinn sannað að ákærði hafi viðhaft þá háttsemi sem greinir í ákæru. 98. Brotaþoli var í einstaklega viðkvæmri stöðu þegar atvik gerðust, enn á unglingsaldri, klæðalítil í slæmu veðri og peninga - og símalaus. Upplýsti hún ákærða um aðstæður sínar um leið og þau hittast og hefur ákærði ekki dreg ið dul á það að hann vissi hverj a r þær voru. Á leiðinni var brotaþoli, auk þess að vera drukkin, veik og sídottandi og gat litla björg veitt sér. Ákærði sá að hún var drukkin en alkóhól í blóði hennar mældist 0,78 um kl. 05 : 00 um morguninn , um tveimur tím um eftir meint brot, sem staðfestir það. Þá sagði hann, við rannsókn málsins, að hann teldi að brotaþoli hefði verið 16 eða 17 ára en fyrir dómi 19 eða 20 ára. Fyrir liggur framburður hjúkrunarfræðings á n eyðarmóttöku sem sagði að brotaþoli hefði á þessum tíma litið út fyrir að vera yngri en hún var , en hún var þá nýorðin 17 ára , og má það einnig ráða á upptöku úr búkmyndavél lögreglumanns þegar brotaþoli gaf skýrslur skömmu eftir meint brot. 99. Ákærði er ákærður fyrir að hafa án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung haft önnur kynferðismök við brotaþola og er háttsemin í ákæru talin varða við 194. g r . laga nr. 19/1940 . Verður ekki á það fallist með ákærða að háttseminni sé ekki nægilega lýst í ákæru. Í lögskýringargögnum sem fylgdu frumvarpi sem varð að lögum nr. 40/1992 35 er breyttu nefndu lagaákvæði segir að hugtakið önnur kynferðismök beri að skýra frekar þröng t . Í því felist kynferðisleg misnotkun á líkama annarrar manneskju sem komi í stað hefðbundins samræðis eða hafi gildi sem slíkt (surrogat). Þ etta séu athafnir sem veiti geranda kynferðislega fullnægingu eða séu almennt til slíks fallnar. Með vísan til lög - skýringagagna sé eðlilegt að undir hugtakið önnur kynferðismök að íslenskum rétti f a lli m.a. sú háttsemi geranda að setja hluti eða fingur í leggöng eða endaþarm og sleikja eða sjúga kynfæri. Í samræmi við skilgreiningar fræðimanna væri eðlilega að undir hugtakið félli sú háttsemi geranda að láta þolanda fróa sé r og samræðishreyfingar milli læra þol - anda, á bakhluta hans eða maga. 100. Í samræmi vi ð framangreint verður ekki talið að um tæmandi talningu á atvikum sé að ræða sem felld ver ði undir hugtakið önnur kynferðismök. Eins og rakið er hér að framan telst sannað á grundvelli trúverðugs framburðar brotaþola að ákærði hafi snert kynfæri brotaþola , auk þess að hafa snert brjóst hennar og kysst hana. Framburður brotaþola hefur verið staðfestur um að ákærði hafi nuddað á henni kynfærin og lýsti hún því að ákærði hefði nuddað sníp hennar í a.m.k. 30 sekúndur. Telst því hvorki hafa verið um óverulega sn ertingu að ræða né skammvinna. Með vísan til þess, framangreindrar skilgreininga r í lögskýringargögnum, heildstæðs mats á atvikum og með vísan til t.d. dóms Hæstaréttar í máli nr. 513/2014, sem kveðinn var upp 5. febrúar 2015, verður háttsemi ákærða heimfærð undir 194. gr. laga nr. 19/1940 . 101. Ekkert er fram komið sem bendir til þess að brotaþoli hafi samþykkt þá háttsemi sem ákærði er talin n hafa gerst sekur um og er heldur ekki á því byggt af hálfu ákærða. Þá verður í ljósi aðstæðna fallist á að mökin séu fengin fram með ólögmætr i nauðung á grundvelli yfirburða og aðstæðna . Er þá, a uk þ ess sem að framan greinir um líðan brotaþola , vísað til þess að hún átti erfitt með að halda sér vakandi og að ákærði , sem ökumaður bifreiðarinnar, stýrði alfarið ferðum hennar og nýtti sér það traust sem hún bar til hans sem leigubifreiðastjóra. Einnig er horft til þess að ákærði hafði yfirburði í ljósi aldurs og reynslu og að hann framdi brotið eftir að þau komin út á Reykjanesbrautina, fjarri öðru fólki. Samkvæmt veðurvottorð um var mjög hvasst þar og atvik gerðust að næturlagi þegar umferð er almennt lít il . Þ annig hafði brotaþoli ekki möguleika á að komast undan ákærða eða leita sér aðstoðar og óttaðist hún að ákærði skildi sig eftir þar. 102. Eins og atvikum er háttað metur dómurinn það svo að ákærði hafi framið brotið af beinum ásetning i og sé þannig fullnæ g t ásetningskröfum 18. gr. laga nr. 19/1940. Með vísan til framangreinds telur dómurinn sannað svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að 36 ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í ákæru og er hún þar rétt heimfærð til refsiákvæða. V 103. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 16. ágúst 2023, hefur ákærði ekki verið sakfelldur fyrir refsiverða háttsemi. Við ákvörðun refsingar ákærða verður til refsiþyngingar litið til 1., 2., 3., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. og a - liðar 195. gr. laga nr. 19/1940, en brot ákærða var gróft, hann notfærði sér slæmar aðstæður brotaþola og ungan aldur og það traust sem hún bar til hans vegna stöðu hans sem leigubifreiðastjóri. Með brotinu, sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir brot aþola, beitti hann brotaþola gróf u ofbeldi og braut gegn kynfrelsi hennar. Með vísan til framan greinds og sakarefni s málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Í ljósi alvarleika brotsins er ekki efni til að skilorðsbinda refsingu ák ærða. 104. Í málinu gerir brotaþoli kröfu um miskabætur að fjárhæð 3.000.000 krón a , auk vaxta og dráttarvaxta. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir alvarlegt brot gegn brotaþola og hefur með háttsemi sinni bakað sér bótaábyrgð á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 gagnvart brotaþola. Er háttsemi ákærða til þess fallin að valda brotaþola miska. A f framburði brotaþola og vitna má ráða að háttsemin olli brotaþola mikilli vanlíðan og greind ist hún með sterk einkenni áfallastreituröskun nar . Verður af fyrirliggjandi vottorð um sálfræðing s og vætti hennar fyrir dómi ráðið a ð afleiðingar brotsins hafi verið alvarlegar fyrir brotaþola og óvíst um bata . Þykir fjárhæð miskabóta hæfilega ákveðin, með hliðsjón af atvikum og dómafordæmum , 1 . 8 00.000 kró na , au k vaxta og dráttarvaxta eins og nánar greinir í dómsorði, en krafan var birt fyrir ákærða í skýrslutöku 3. febrúar 2023. 105. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins , þ. m. t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elíasar Kristjánssonar lögmanns, 2.400.000 kró nur, aksturskostnað lögmannsins, 38.592 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, 900.000 krónur. Við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts og horft til reglna dómstólas ýslunnar nr. 1/2024 . Þá greiði ákærði 211.165 krónur í annan sakarkostnað í samræmi við framlögð yfirlit ákæruvaldsins . 106. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari. 107. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þe nnan. 37 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Abdul Habib Kohi , sæti fangelsi í tvö ár . Ákærði greiði A 1 . 8 00.000 krón ur , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá 25. september 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9., sbr. 1. mgr. 6. gr. , laga nr . 38/2001 frá 3. mars 2023 til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipað s verjanda síns, Elíasar Kristjánssonar lög - manns, 2.400.000 krónur, aksturskostnað hans, 38.592 krónur, og þóknun skip að s réttar - gæslumanns brotaþola, Ólafar Heiðu Guðmundsdótt u r lögmanns, 900.000 krónur , og 211.165 krónur í annan sakarkostnað. Sigríður Elsa Kjartansdóttir (sign)