Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 7. október 2022 Mál nr. S - 2993/2022: Héraðssaksóknari (Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Gísli M. Auðbergsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 14. september sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af X , kt. , , Reykjavík, með dvalarstað að , fyrir neðangreind brot framin í Reykjavík á árinu 2022, nema annað sé tekið fram: 1. Kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa föstudaginn 2. október 2020, utandyra við , tekið utan um A , kennitala , sem þá var ára , kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. (M. 007 - 2020 - ) Telst þetta varða við 199. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 2. Brot gegn valdstjórninni, með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 8. mars, í lögreglubifreið sem ekið var frá Hagkaupum í Skeifunni að lögreglustöðinni við Hverfisgötu, hótað lögreglumönnunum B og C , og fjölskyldum þeirra, lífláti. (M. 007 - 2022 - ) Tel st þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga. 2 3. Fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa að kvöldi þriðjudagsins 5. apríl, að , veist með ofbeldi að móður sinni, D , kennitala , og ógnað lífi, heilsu og velferð hennar, en ákærði sló D ítrekað með krepptum hnefum í líkama, andlit og höfuð, sparkaði í líkama hennar og tók hana ítrekað hálstaki þannig að hún missti meðvitund, auk þess að hóta henni ítrekað lífláti. Afleiðingar þessa voru þær að D hlaut y firborðsáverka á hálsi, mar og yfirborðsáverka í andlit og á höfði, glóðarauga, mar og yfirborðsáverka á handleggjum og hendi, maráverka á fótlegg, mar og yfirborðsáverka á brjóstkassa og punktblæðingar í augum. (M. 007 - 2022 - ) Telst þetta varða við 211 . gr., sbr. 20. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu D , kennitala , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni skaða - og miskabætur samtals að fjárhæð kr. 5.000.000, með vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 6 . apríl 2022 en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að krafan var birt ákærða til greiðsludags. Þá er ennfremur krafist greiðslu sjúkrakostnaðar, samkvæmt 1. mgr. [1. gr.] skaðabótalaga nr. 50/1993 að fjárhæð kr. 943.535. Þá er þess jafnframt krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða málskostnað að skaðlaus u, samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að viðbættum 24% virðisaukaskatti, fyrir að halda fram bótakröfu í málinu. Af hálfu E , kennitala , vegna ólögráða dóttur hennar A , kennitala , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000. - , auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 2. október 2020 þar til mánuður er liðinn frá því að krafan var birt ákærða en með drát tarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum 3 málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti, fyrir að h alda fram bótakröfu í Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af 1. og 2. ákærulið en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Hvað varðar 3. ákærulið krefst ákærði þess að hann verði sýknaður af broti gegn 211 ., sbr. 20. gr. , almennra hegningarlaga en verði annars dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefst verjand i ákærða hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði auk annars sakarkostnaðar en til vara að hann verði að hluta g reiddur úr ríkissjóði. Hann krefst þess að bótakröfu vegna 1. ákæruliðar verði aðallega vísað frá dómi, en til vara að bætur verði stórlega lækkaðar og einnig að bætur verði stórlega lækkaðar vegna bótakröfu samkvæmt 3. ákærulið. I Málsatvik samkvæmt 1. ákærulið Þann 2. október 2020 kl. 18:09 var kallað var eftir aðstoð lögreglu að vegna brotaþola , A , sem þangað hafði leitað skjóls vegna áreiti s manns, sem reyndist vera ákærði. Hefði hann reynt að kyssa hana og boðið henni pening a . Var brotaþoli í miklu áfalli og fór hún með lögreglu á bifreiðastæði við þar sem hún taldi að ákærði væri á bifreið sinni en svo var ekki. Brotaþoli kvaðst hafa verið í strætisvagnaskýli með F , þegar ákærði kom að þeim og byrjaði að tala við þær . Hefði hann boðið þeim vinnu sem þær þáðu ekki og knúsað F og klipið hana í rassinn. F hefði síðan verið sótt en brotaþoli orðið eftir. Hefði ákærði þá byrjað að toga í hana og biðja hana að koma með sér en hún neitað því. Kvaðst hún hafa gengið í átt ina að Bónus í og ákærði með henni og hefði hann haldið áfram að toga í hana. Hann hefði síðan tekið út tíu þúsund krónur í hraðbanka og látið hana hafa en hann hefði neytt hana til að taka við peningunum þrátt fyrir að hún hefði afþakkað þá. Ákærði hefði beðið hana að koma með sér og togað í hana og hefði hún ekki þorað annað en að hlýða þar sem hann hefði verið ógnandi. Hefði ákærði farið með hana að bifreið sinni sem var við og látið hana hafa úr og myndavél og knúsað hana, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Kvaðst hún hafa ýtt honum frá sér og sagt að hún þyrfti að fara í búð fyrir móður sína og hefði hann þá leyft henni að fara. 4 Skýrsla var tekin af brotaþola við rannsókn málsins og var frásögn hennar að mestu í samræmi við fr ásögn hennar á vettvangi. Einnig kom fram hjá henni að ákærði hefði fljótlega eftir að hann kom að henni og F boðið þeim sígarettur og sniff og peninga en þær neitað. Síðan hefði hann boðið þeim vinnu. Kvaðst hún hafa samþykkt það en talið að það væri eitt hvað sem væri ekki að fara að gerast . Sagði hún ákærða hafa gripið í peysuna hennar þegar hún gekk af stað í átt að og hann síðan gengið með henni og togað í peysu hennar og hefði hún þá verið skíthrædd við ákærða. Einnig hefði komið fram hjá ákærða að starfið sem hún átti að sinna væri að taka myndir fyrir hann. Hann hefði gripið aftur í hana eftir að hann lét hana hafa tíu þúsund krónur og þau gengið að bifreið ákærða þar sem hann hefði látið hana hafa myndavél og úr. Kvaðst hún hafa verið með dúkahní f til taks þar sem hún hefði verið hrædd við ákærða og óttast að hann myndi ráðast á hana. Hún hefði síðan sagt honum að hún þyrfti að fara og hann þá knúsað hana fast , tekið utan um hana, um axlir hennar, með handleggjunum. Hún hefði reynt að ýta honum fr á sér og gefið honum skýrt merki um að hún vildi þetta ekki. Hann hefði byrjað að kyssa á henni hálsinn og áfram haldið henni og þá staðið á móti henni. Hún hefði þá reynt að færa sig frá honum en hann þá reynt að kyssa hana á munninn en hún náð að færa hö fuðið og hann því kysst hana á hökuna. Hann hefði þá reynt aftur og ekki hætt fyrr en hún ýtti honum burt. Sagði hún að ákærði hefði kysst hana með vörunum en ekki með tungu. Hann hefði fært sig af hálsinum á henni og horft aðeins á hana og svo byrjað að f æra höfuðið og hefði hún þá séð að hann ætlaði að kyssa hana og þá horft beint upp í loftið. Hefði hann þá sleppt henni og spurt hvort hún kæmi ekki aftur eftir hálftíma. Kvaðst hún telja að hann hefði haldið henni í eina til tvær mínútur. Hún hefði leitað sér aðstoðar í húsi í nágrenninu og þá rætt við tvær konur sem hún hitti og sagt þeim hvað hefði gerst. Sagði brotaþoli að sér hefði liðið illa og hún óttast að hann ætlaði að draga hana inn í bifreiðina og nauðga henni. Ákærði gaf skýrslu vegna málsins 3 . desember 2021. Kvaðst hann hafa hitt brotaþola í og hefði hún viljað vinna fyrir hann. Hann væri myndlista r maður og hefði hann spurt hana hvort hún gæti tekið myndir og gert heimasíðu og hún sagst geta það. Þau hefðu síðan farið í og hann látið hana hafa myndavél, úr og 35 þúsund krónur í peningum. Hann hefði reynt að hringja í hana um kvöldið og hefði móðir brotaþola svarað og síðan hringt aftur í hann og sagt að brotaþoli ætl að i að hirða peningana og myndavélina og fara í mál við hann og spurt hann hvort hann væri barnaperri. Peningana hefði hann tekið alla út í hraðbanka í , eða 25.000 krónur, en 5 myndavélin hefði verið í bifreiðinni. Þau hefðu ekki átt nein kynferðisleg samskipti og hann ekki kysst hana á hálsinn eða reynt að kyssa hana á munninn eða tekið þéttingsfast utan um hana. Hann hefði ekki reynt við hana en verið rosalega kammó við hana. Minn t i hann að brotaþoli hefði sagt að hún væri 17 ára. Ákærði lagði við aðalmeðferð málsins fram kvittun sem sýndi að hann tók 2. ok tóber 2020, kl. 17:58, út 30.000 krónur í hraðabanka Landsbankans. Fyrir liggur vottorð sálfræðings, dags. 29. ágúst 2022, vegna brotaþola. Þar kemur fram að brotaþoli hafi komið í tvö viðtöl í ágúst 2022 vegna vanlíðanar og erfiðleika með einbeitingu og h af i hún þá einnig greint frá orkuleysi og þreytu. Í síðar a viðtalinu hafi brotaþoli greint frá því að hún hefði orðið fyrir broti og hafi kom ið fram að málið hvíldi þungt á henni. Við rannsókn málsins var einnig tekin skýrsla af F , brotaþola, E , móður brotaþola, G stjúpmóður brotaþola , og H , en ekki er ástæða til að rekja framburð þeirra. Málsatvik samkvæmt 2. ákærulið Samkvæmt skýrslu lögreglu var ákærði handtekinn aðfaranótt þriðjudagsins 8. mars 2022 og færður á lögreglustöð. Hefði ákærði þá ítrekað hótað lögreglumönnum nr. C og B og fjölskyldum þeirra lífláti. Í skýrslunni segir: [Ákærði] kvaðst ætla að drepa og átti þá við föður B . [Ákærði] sagðist svo ætla að B lögreglumann C C ef eitthvað myndi koma fyrir hann. [Ákærði] sagðist ætl a að drepa okkur og að hann færi létt með það. Fyrir liggur upptaka úr búkmyndavél lögreglumanns þar sem heyra má framangreind samskipti og í skýrslu lögreglu þar sem þau samskipti eru endurrituð kemur m.a. eftirfarandi fram: ... nú ætla ég að drepa mann, annan mann . Þá spurði lögreglumaður ákærða hvort hann ætlaði að drepa mann og ákærði svaraði : já bara út af óvirðingunni ykkar . Lögreglumaður spurði ákærða þá hvern hann ætlaði að drepa og ákærði svarað i: ee æ veit að ekki maður, pabbi þinn . Lögreglumaðurinn spurði þá ákærða hvort hann væri að hóta fjölskyldu hans lífláti og ákærði svaraði því : nei, nei ég er að djóka í þér maður . Þá heyrist skömmu síðar, þegar ákærði var inni í lögreglubifreið, að ákærði segir : ég ætla að drepa þá alla og var hann þá spurður hverja og svaraði ákærði 6 þá : ykkur, þig, hann . Var ákærði þá spurður hvort hann hefði verið að hóta þeim lífláti og svaraði ákærði : já ef þú vilt vera dramatískur þá skal ég gera það . Skömmu síðar sagði ákærði : þess vegna núna vitið þið af hverju ég verð að drepa ykkur, skiljið þið það . Þá sagði ákærði : á ég að segja þér svolítið sem er að keyra, sem er að keyra C , að ef það gerist eitthvað fyrir mig þá skal ég tortíma fjölskyldunni þinni . Þá spurði lögreglumaður nr. C ákærða hvort hann h ef ð i verið að hóta honum og fjölskyldu hans og öskraði ákærði þá : já, já, ef það kemur eitthvað fyrir mig, ef það kemur eitthvað fyrir mig þá tortími ég þér og öllu fólkinu þínu . Síðar sagði ákærði : ég er að drepa ykkur svona og ég fer létt með það . Skömmu s íðar sagði ákærði : byrjaðu bara að kveðja fjölskylduna þína . Skýrsla var tekin af ákærða vegna málsins 14. mars 2022 og kom þá fram hjá honum að hann hefði ekki ætlað að gera lögreglumönnunum neitt. Málsatvik samkvæmt 3. ákærulið Samkvæmt rannsóknargögnum var lögregla, 5. apríl 2022, kölluð á vettvang að , vegna líkamsárásar. Tilkynnandi var I sóknarprestur sem skömmu áður hafði verið í símasambandi við ákærða og brotaþola, D , móður ákærða, sem hafði sagt honum að ákærði hefði r áðist á hana og væri hún mjög meidd eftir hann. Þegar lögregla kom á vettvang hittu þeir ákærða í sameign hússins og var hann handtekinn og virðist hann, samkvæmt upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna, þá hafa verið rólegur. Sagði hann óspurður að hann h efði lamið móður sína. Brotaþoli var í íbúð sinni og sat þar í stól. Var hún með áverka á andliti og höndum og sagði hún að ákærði hefði ráðist á hana. Sagði brotaþoli að hún fyndi mikið til í höfðinu, vinstri handlegg og yfir brjóstinu. Skýrsla var tekin af brotaþola á vettvangi og áverkar hennar ljósmyndaðir. Var hún síðan flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Brotaþoli sagði að faðir ákærða væri nýlátinn og væri ákærði ósáttur við að ætlun hennar væri að hann fengi bálför en hann hefði þrátt fyrir það farið með henni og þau keypt fallegt ker. Allt hefði virst vera í lagi en um kvöldið hefði hann brjálast og sag t að hún væri að eyðileggja það að maður geti beðið til pabba því pabbi verður að dufti . Ekki hefði verið hægt að ræða þetta við ákærða og hefði hann síðan ráðist á hana. Á meðan hefði hún engu sambandi náð við hann. Hefði hann hætt um stund eftir að hún s agði við hann að faðir hans yrði jarðaður en hann síðan haldið áfram að ráðast á hana. Hann hefði einnig tekið með báðum höndum um háls hennar og hert að þannig að hún náði ekki andanum og hefði talið að hún væri að deyja. Hefði ákærði lengi hindrað öndun hjá henni. 7 Brotaþoli sagði að árásin hefði byrjað með því að ákærði kastaði vatnsbrúsa í gluggann fyrir aftan hana og hún hefði þá orðið dauðhrædd og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Ákærði hefði þá sagt : ég fylgist með þér. Ef þú hreyfir þig þá drep ég þ ig. Ég skal drepa þig. Ég hika ekki við að drepa þig . Sagði brotaþoli að hann hefði átt við að hún mætti ekki hringja eftir hjálp. Ákærði hefði síðan togað fæturna á henni upp og kýlt hana alla og höggin lent bæði á líkama hennar og höfði. Einnig hefði hún fengið þungt spark í bringuna og kvartaði hún mikið yfir verkjum þar. Kvaðst hún hafa setið í stól við gluggann allan tíma nn meðan á árásinni stóð og hafa reynt að verja sig en ekki ráðið við neitt. Hefði árásin staðið yfir í hátt í klukkustund og á þeim tíma hefði ákærði tekið hana kverkataki þannig að hún gat ekki andað í fimm til sex skipti. Hefði ákærði ráðist á hana með hléum og einnig hent hlutum í hana. Hún hefði reynt að róa hann niður og það stundum tekist en varað stutta stund. Hefði ákærði sagt: Ég drep þig, mundu það, ég drep þig ef hann verður látinn í brennsluofn, ég mun drepa þig . Ákærði hefði hringt í séra I og sagt honum hvar þau vildu að faðir hans yrði jarðaður. Presturinn hefði þá viljað talað við hana og áttað sig á því að ekki var allt með felldu. Hann hefði aðeins spurt brotaþola spurninga sem hún gat svarað játandi eða neitandi svo ákærði myndi ekki átta sig á því hvað hún væri að segja og hún væri þess viss að ákærði hefði annars drepið hana. Fyrir liggja ljósmyndir af vettvangi og myndir af áverkum brotaþola sem teknar voru á vettvangi. Einnig liggja fyrir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna þar sem sjá má ákærða , þegar hann var handtekinn skömmu eftir að lögreglu barst tilkynning um atvik , og brotaþola og samskipti hennar við l ögreglu á vettvangi. Einnig liggur fyrir h andtökuskýrslu má af henni ráða að ákærði hafi verið með tvo hringa. Samkvæmt framlögðu læknisvottorði frá 16. maí 2022 kom brotaþoli á slysadeild sama dag og atvik gerðust. Lýsti hún því að sonur hennar hefði ráðist á hana eftir að þau hefðu rætt um það að eiginmaður hennar, sem hefði látist tveimur dögum fyrr, yrði brennd ur. Hefði ákærði verið með stóran hring og lamið hana ítrekað í höfuð og brjóstkassa og einnig tekið hana hálstaki. Hefði hún misst meðvitund nokkrum sinnum á meðan á þessu stóð. Kvartaði hún yfir verk í andliti, höfði og í brjóstkassa og sagði að sig verk jaði við alla hreyfingu og við að anda djúpt og hún væri með höfuðverk. Í vottorðinu segir að hún eigi m.a. sögu um . Við skoðun hafi hún verið meðtekin af verk og blá og marin á ýmsum stöðum. Reyndist hún vera með yfirborðsáverka á hálsi, mar og yfirbo rðsáverka á andliti og höfði, glóðarauga, mar og yfirborðsáverka á hendi, mar á handleggjum, maráverka á fótlegg og mar og yfirborðsáverka á brjóstkassa. Þá 8 segir í vottorðinu að sneiðmynd af höfði hafi sýnt stórt mar undir húð vinstra megin. Var brotaþoli í eftirliti yfir nótt og tjáði hún sig þá um verki og hræðslu. Hún kom í endurkomu 17. apríl 2022 vegna verkja í brjóstkassa og erfiðleika við að hreyfa vinstri hönd . Fyrir liggur skýrsla J réttarmeinafræðings, dags. 31. maí 2022, ásamt ljósmyndum sem tek nar voru við skoðun brotaþola 6. maí 2022. Er þar rakið að brotaþoli reyndist vera með eftirfarandi áverka: Húðblæðingar í hársverði, andlitinu, aftan við vinstra eyra, í hnakkanum, á hálsinum, á handarbökum, framhandleggjum, upphandleggjum, öxlum, á brjós tinu og vinstra lærinu, húðblæðingar með skrámum á vinstri framhandleggnum, skrámur á hálsinum og í hægri flankanum og stakar dílablæðingar í slímhúðum augnanna. Um tilurð áverka n na í hársverðinu m , á andlitinu, fyrir aftan vinstra eyra, í hnakkanum, á öxlu num og á brjóstinu sagði vitnið að útlit þeirra benti sterklega til þess að þeir hefðu komið til fyrir sljóan kraft í formi steyta gegnt hörðu eða tregeftirgefanlegu yfirborði og bentu til þess að henni hefðu verið veitt mörg högg af öðrum manni á höfuð og í andlitið. Útlit áverka n na á hálsinum, einkum að teknu tilliti til dílablæðinganna í slímhúðum augnanna, benti sterklega til þess að þeir hefðu komið til fyrir sljóan umþrengjandi kraft gegnt hálsinum og að annar maður hefði tekið um háls hennar með hend i eða höndum og haldið takinu nokkra stund. Útlit áverka n na á vinstra handarbakinu, hægri framhandleggnum og upphandleggjum benti sterklega til þess að þeir hefðu komið til fyrir sljóan kraft í formi steyta eða þrýstings geg n t hörðu yfirborði með takmarkað an ákomuflöt. Sumir þessara áverka , einkum á þumalheft vinstra handarbaksins, efst á vinstra handarbaki, á rétthlið vinstri framhandleggs og efst á innanverðum vinstri framhandlegg, væru á stöðum sem gætu bent til þess að þeir hefðu komið til er brotaþoli reyndi að halda uppi vörnum gegn höggum annars manns með því að bera fyrir sig hendurnar. Aðrir áverkar bæru þess merki að hafa komið til fyrir sljóan kraft af vægari toga og yrðu ekki með sértæki tengdir við aðför annars manns. Hvað varðaði aldur áverka n na þá væru þeir taldir vera ferskir og útlit þeirra samræmast því að þeir hefðu komið til 5. apríl 2022 , eins og fram komi í gögnum lögreglu. Þá taldi réttarmeinafræðingurinn að áverkar brotaþola hefðu ekki verið lífshættulegir og vær i þess að vænta að þeir greru án varanlegra líkamlegra meina. Hefði verið tekið um háls brotaþola og hún við það misst meðvitund mætti segja að hún hefði verið sett í lífshættulegt ástand. Þá liggur fyrir niðurstaða myndatöku af baki brotaþola. 9 Einnig liggur fyrir vottorð augnlæknis , dags. 5. september 2022. Segir í vottorðinu að brotaþoli hafi komið 29. ágúst 2022 þar sem hún hefði orðið fyrir áverkum 6. apríl sl. Hafi hún þá hlotið áverka í andliti svo augun sukku í bjúg. Hún hafi séð mjög illa á báð um augum í fyrstu en svo hafi sjónin skánað . Finnist henni sjónin vera verri eftir þetta. Við skoðun læknisins og sjónmælingu hafi komið í ljós að sjónin hefði versnað og sé ekki hægt að útiloka að áverkinn hafi orsakað skaða á sjónstöðvum heilans eða jafn vel augunum sjálfum án þess að merki sjáist um það nú. Einnig liggur fyrir ódagsett vottorð tannlæknis þar sem fram kemur að brotaþoli hafi komið til hans 26. apríl 2022 og hafi tanngómar hennar þá verið brotnir. Skýrsla var tekin af ákærða 6. apríl 2022, daginn eftir að atvik gerðust. Hann sagði að þegar atvik gerðust hefði hann dvalist hjá brotaþola en þau hefðu verið að skipuleggja útför föður hans. Þau hefðu ekki verið sammála um það hvernig skyldi staðið að henni, brotaþoli vildi hafa bálför en ekki ha nn. Hefðu þau rifist um þetta og brotaþoli hótað honum öllu illu ef hann sættist ekki á hennar sjónarmið. Þau hefðu rætt símleiðis við prest og hún þá sagt að hún væri í hættu og að hann hefði ráðist á hana. Ákærði kvaðst neita sök. Hann hefði aðeins slegi ð brotaþola einu sinni með flötum lófa á kinn. Voru ákærða sýndar myndir af áverkum á b rotaþola og kvað hann þá ekki vera af sínum völdum. Brotaþoli hefði verið svona þegar hann kom til hennar tveimur sólarhringum fyrr og kvaðst hann hafa haldið hún hefði dottið. Við rannsókn málsins gáfu einnig skýrslu séra I og K en ekki er ástæða til að rekja framburð þeirra. II Fyrir liggur áhættumat lögreglu vegna ákærða, dags . 6. apríl 2022, unnið á grundvelli fyrirliggjandi gag na lögreglu um ákærða, geðmati vegna ákærða frá árinu 2006 og úrskurði héraðsdóms frá 6. júlí 2012 þar sem ákveðið var að öryggisgæsla, sem ákærði hafði sætt frá árinu 2006, yrði rýmkuð. Var notuð þriðja útgáfa mats sem ber heitið HCR - 20. Þar kemur m.a. fr am að ákærði eigi sögu um ofbeldishegðun allt aftur til ársins 2003. Hann hafi ítrekað sýnt af sér óviðeigandi eða kynferðislega hegðun gagnvart konum og þrisvar verið kærður eða tilkynntur fyrir kynferðisbrot gagnvart stúlkum á aldrinum 11 15 ára. Einnig eigi hann langa sögu um ofsóknir gagnvart konum sem hann telji sig hafa einhvers konar tengsl við og hafi sætt nálgunarbanni sem hann hafi verið dæmdur fyrir að brjóta gegn. Ákærði hafi ítrekað sýnt af sér ofbeldisfullt viðhorf eða 10 ætlanir hjá lögreglu og öðrum stofnunum og hafi ítrekað hótað ofbeldi ef hann fær ekki sínu framgengt. Þannig hafi ákærði sýnt af sér langvarandi andfélagslega hegðun í formi afbrota og hegðunar sem g angi gegn gildum samfélagsins. Er það niðurstaða matsins að mikil til mjög mikil hætta sé á almennri ofbeldishegðun af hendi ákærða. Líklegt er talið að hann muni sýna af sér sams konar ofbeldishegðun og hann hefur gert , með töluverðum líkum á stigmögnum í lífshættulegt ofbeldi. Líklegir brotaþolar eru taldir vera foreldrar hans, lögreglumenn, starfsfólk heilbrigðisþjónustu/félagsþjónustu og almennir borgarar. Er talið líklegt að hann muni sýna af sér þessa ofbeldishegðun innan tveggja til þriggja vikna. Er áhættan metin viðvarandi verði ekki gripið til viðunandi aðgerða til þess að stemma stigu við þeim vandamálum sem ákærði er að kljást við. Erfitt sé að áætla hvað gæti dregið úr þeirri ofbeldishættu sem stafar af ákærða en flestöll úrræði hafi verið reynd á síðastliðnum 16 árum. Ef ofbeldishegðun hans heldur áfram er öruggasta l ausnin metin vera gæsluvarðhald til þess að vernda mögulega brotaþola fyrir ofbeldishegðun hans. Áfram sé það talið draga úr áhættu ef ákærði færi í langvarandi vímuefnameðferð og í virkt utanumhald undir eftirliti fagaðila í geðheilbrigðisþjónustu. Til þess að þetta yrði mögulegt þyrfti ákærði að vilja slíka þjónustu og hún að standa honum til boða eða svipta þyrfti hann sjálfr æði. Hætta á ofbeldi sé ekki stöðug heldur breytileg eftir tíma og aðstæðum . III Vegna rannsóknar málsins og í kjölfar þeirra atvika sem lýst er í 3. ákærulið var dómkvaddur matsmaður til að gera geðheilbrigðisrannsókn á ákærða. Var lagt fyrir matsmanninn að kanna hvort ákærði væri sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða, eftir atvikum, hvort ætla mætti að refsing gæti borið árangur, sbr. 16. gr. sömu laga. Er í matinu m.a. rakin ítarlega geðsaga ákærða, viðtöl matsmanns við ákæ rða og því lýst að ákærði hafi við gerð matsins svarað prófum til að meta greind, persónuleika, geðræn einkenni, félagslega færni o.fl. Þar kemur fram að ákærði eigi að baki rúmlega [Heilsufarsupplýsingar] . Er rakið í matinu að í viðtali við ákærða hafi v erið rætt við hann um geðmat sem unnið var vegna hans á árinu 2006 og hafi hann þá verið metinn ósakhæfur og honum gert að sæta vistun á viðeigandi stofnun. H ann hafi þá sagst hafa gert sér upp einkenni. Hann hefði verið í lausagæslu á Litla - Hrauni og feng ið þær upplýsingar hjá öðrum fanga 11 sem þar var vistaður að það væri best að komast á . Kvaðst hann engu að síður hafa, alveg frá því að hann var barn, fengið . Í matinu kemur fram að engar vísbendingar hafi nú komið fram um einkenni geðrofs og ranghugmyndir og ofskynjanir hafi aldrei komið fram við skoðanir. Síðan segir í matinu að ákærði sé örugglega eðlilega gefinn en hafi lítið lært og sé með Hann skilji lög og reglur samfélagsins og viti muninn á rét tu og röngu en sé með örugg merki um andfélagslega hegðun og siðblinduþætti. Hann hafi áður beitt ofbeldi en þá hafi það yfirleitt verið undir áhrifum áfengis eða róandi eða örvandi lyfja og eigi hann stutta sögu um sem séu alltaf tengd mikilli neyslu. Ákærði sé enn að misnota fíkniefni þrátt fyrir vitneskju um það hversu alvarlegt og hættulegt það er honum og umhverfinu og hversu mikið það hefur þegar skemmt fyrir honum sjálfum. Einnig kemur fram í matinu . Er það niðurstaða matsmanns að ákærði sé ö rugglega sakhæfur samkvæmt 15. gr. almennra hegningarlaga verði hann fundinn sekur um árásina. Við þann atburð hafi hann líklegast stýrst af reiði og heift vegna þess að hann var ósammála móður sinni um greftrun föður síns og séu engin merki um geðrofseink enni á atburða r kvöldi. Þá kemur fram að einkenni sem matsmaður greindi ákærða með leiði ekki til ósakhæfis og útiloki ekki fangelsisvist eða að refsing komi að gagni , sbr. 15. eða 16. gr. almennra hegningarlaga. IV Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði kvaðst kannast við að hafa hitt brotaþola samkvæmt 1. ákærulið en ekki að hafa sýnt af sér þá háttsemi sem þar er lýst. Hann hefði verið að koma frá vini sínum og verið að ganga upp í þegar hann kom að strætisvagnaskýli og hefðu tvær stúlku r sem þar voru heilsað honum og hann farið að tala við þær. Hann hefði sagt þeim frá því að hann væri myndlista r maður. Hefði brotaþoli þá sagt að hún kynni að gera heimasíður og hann þá ætlað að ráða hana til þess og setja á síðuna myndir eftir sig . Einnig hefði komið fram að hún væri góð að taka myndir og hefði hann ætlað að gefa henni nýja myndavél sem hann átti. Hin stelpan hefði farið með strætó en þau hefðu rætt um heimasíðuna þegar þær voru báðar þarna. Síðan hefðu þau brotaþoli gengið upp í ] þar sem bifreiðin hans var en þar hefði hann ekki fundið myndavélina og þau farið í í hraðbanka. Þar hefði hann tekið út 30.000 krónur en einnig hefði hann verið með seðla og hefðu það alls verið 35.000 krónur sem hann lét hana hafa sem fyrirframgrei ðslu fyrir 12 vinnu. Hann hefði allt í einu munað hvar hann setti myndavélin a og þau farið aftur að bifreiðinni og náð í hana og látið brotaþola hafa hana. Hún hefði gefið honum upp símanúmerið sitt og hann ætlað að hringja í hana daginn eftir. Þá hefði einhv er ung kona komið að og heilsað brotaþola þannig að hann hefði haldið að hún væri góð vinkona hennar. Hann hefði þá farið og ætlað að hringja í hana daginn eftir. Það hefði hann gert og hefði móðir hennar þá svarað og sakað hann um að vera pervert og spurt af hverju hann væri að hringja í hana. Hann hefði þá sagt að brotaþoli ætlaði að fara að vinna fyrir hann við að taka myndir og búa til heimasíðu og sagst hafa látið hana hafa nýja myndavél daginn áður og 35.000 krónur. Hún hefði þá sagt að hann gæti sótt myndavélina til lögreglu en hún ætlaði að hirða peningana og síðan hefði hún skellt á. Ákærði kvaðst ekki hafa verið ölvaður þegar þetta gerðist en verið búinn að fá sér einn bjór. Hann hefði ekki þekkt stúlkurnar áður en hann hitti þær og hefðu þær heils að honum að fyrra bragði og byrjað að tala við hann. Engin snerting hefði átt sér stað milli hans og þeirra. Staðfesti ákærði að hafa talað um það í lögregluskýrslu að hafa verið kammó við þær og að hafa verið eitthvað að grínast við þær. Kvaðst hann hafa haldið að þær væru 15 16 ára en þær hefðu báðar sagt honum að þær væru 16 ára. Hann hefði ekki kysst brotaþola á hálsinn, reynt að kyssa hana á munninn eða haldið henni. Var honum kynnt að samkvæmt ákæru hefði brotaþoli verið ára þegar þetta gerðist og ítrekaði ákærði þá að stúlkurnar hefðu sagt að þær væru 16 ára og sagði að þau hefðu ekkert rætt um skóla. Hann hefði ekki haft nein n kynferðislegan áhuga á brotaþola. Hann hefði trúað því að hún gæti tekið myndir og gert heimasíðu þó hann vissi engin dei li á henni. Hvað varðaði 2. ákærulið kvaðst ákærði einungis hafa látið þessi orð falla við annan lögreglumanninn en engin meining hefði verið með þeim . Hann hefði verið mjög pirraður og myndi hann ekki hvað hann sagði. Ákærða var kynnt að fyrir lægi skýrsl a lögreglu þar sem rituð væru orðrétt þau orðaskipti sem heyra mæ t ti á upptökunum úr búkmyndavélum lögreglumanna n na umrætt sinn. Var ákærða sýnd upptakan og kynnt þau orðaskipti sem þar eru talin koma fram og rakin eru hér að framan. Ítrekaði ákærði að enginn meining hefði verið með þessum orðum en hann kvaðst ekki vita hvort hann kann að ist við að hafa látið þessi or ð falla. Ákærði sagði að afskipti lögreglu af honum næðu langt aftur í tímann og hefði hann oft verið kallaður góðkunningi lögreglunnar. Hann hefði hann ítrekað frá 12 ára aldri verið sendur í . Þegar hann var 18 ára hefði hann verið . Síðan hefði þ etta 13 gerst milli hans og föður hans og hefði hann verið dæmdur ósakhæfur árið 2006. Nú hefði verið viðurkennt að það hefðu verið mistök að dæma hann ósakhæfan og líf hans hefði verið helvíti síðustu 17 ár en hann hefði að mörgu leyti staðið sig vel og veri ð undir ströngu eftirliti. Á þeim tíma hefði hann verið sprautaður gegn vilja sínum og hefði lögreglan komið og haldið honum niðri ef hann mætti ekki í sprautu. Hann hefði misst íbúð sem hann var með og eftir það hefði einelti af hálfu lögreglu byrjað aftu r. Spurður hvers vegna hann hefði talað svona við lögreglumennina sagði ákærði að hann væri orðinn þreyttur á spillingu meðal lögreglumanna en gæti ekkert gert við því. Á leiðinni á lögreglustöðina hefði sér liðið illa vegna ofsókna en hann hefði ekki veri ð undir áhrifum. Hvað varðaði 3. ákærulið sagði ákærði rangt að hann hefði verið búinn að vera á heimilinu í þrjá sólarhringa þegar þetta gerðist , það hefði einungis verið einn. Hann hefði komið til brotaþola og hefði hún beðið hann að vera hjá sér til að aðstoða sig við útför föður hans sem hafði dáið nokkrum dögum fyrr. Þegar hann kom til hennar hefði hann spurt hana hvað hefði komið fyrir þar sem hún hefði verið með glóðarauga á báðum augum og bólgin. Hefði brotaþoli þá sagt að en hann veiktist og fó r á spítala. Ákærði kvaðst ekki hafa veist að henni eins og lýst væri í ákæru og ekki hafa veitt henni þessa áverka í andlitinu en hann hefði slegið hana einu sinni. Brotaþoli hefði ákveðið að láta brenna föður hans gegn vilja ákærða og systur hans. Kvaðst ákærði hafa hitt prestinn þennan sama dag. Hefði presturinn sagt við hann að þótt faðir hans yrði brenndur þá risi hann aftur upp í nýjum líkama og kvaðst ákærði hafa orðið mjög ósáttur við presti nn. Hefði presturinn sagst ætla að reyna að koma í veg fyrir bálförina en sagt að það væri engu að síður móðir hans sem réði þessu . Hefði hann farið ósáttur af þessum fundi. Eftir þennan fund hefði hann farið til brotaþola og þau hefðu verið tvö heima. Han n hefði talað við systur sína í síma og síðan hefði brotaþoli byrjað að nöldra og hann rifist við hana og danglað eitt högg í enni hennar. Kvaðst hann hafa gert þetta af því að brotaþoli hefði sagt að hún ætlaði að hringja í lögreglu og að faðir hans kæmi honum ekki við. Eftir það hefði hún sagt að hann mætti jarðsetja hann. Sagði hann að brotaþoli væri og hefði áður gert þetta, búið sér til áverka til að reyna að koma mönnum í fangelsi , t.d. . Hann hefði síðan hringt í prestinn og sagt honum að móði r hans hefði samþykkt þetta. Presturinn hefði þá spurt hvort það hefði verið eitthvert ofbeldi og hann þá sagt eitthvað smá og þá verið að meina þetta eina hnefahögg. Presturinn hefði síðan talað við móður hans og hún staðfest að þau ætluðu að jarðsetja fö ður ákærða og hefði hann spurt hana hvort það væri hættuástand og sagði að hann ætlaði að senda aðstoð. Kvaðst hann þá hafa 14 vitað að þetta yrði eitthvað . Kvaðst hann þá hafa fengið sér bjór og hefði lögreglan komið sex til sjö mínútum seinna. Var ákær ða kynnt að brotaþoli hefði lýst atvikum með öðrum hætti og ítrekaði hann þá að hún gerði sér upp áverka. Hún hefði t.d. bætt við stungusárum eftir að hann var búinn að vera þrjá mánuði í fangelsi. Þegar hann sló brotaþola hefði hann setið við hliðina á he nni í stól en hún setið í sófa. Um hefði verið að ræða hnefahögg en höggið hefði verið asnalegt og hefði hann slegið hana hálfpartinn utanundir. Þau hefðu setið þar na áfram eftir að hann sló hana. Sagði ákærði að vitnið K , sem bæði hann og brotaþoli væru í samskiptum við, hefði hitt brotaþola áður en þetta gerðist og teldi hann að hún hefði tekið eftir glóðaraugunum. Brotaþoli hefði verið búin að segja K að . Þá kvaðst hann ekki hafa hótað brotaþola lífláti. Brotaþoli hefði ekki verið með heyrnartæki þegar þetta gerðist. Það hefði verið ónýtt og hefðu faðir hans og frændi farið í tryggingafélag til að reyna að fá nýtt nokkrum dögum áður. Þá hefði hún fengið n ýjar tennur án þess að borga nokkuð og væri alltaf að reyna að fá aðrar af því að þær hefðu verið of stórar. Kvaðst hann ekki hafa skemmt tennur hennar. Sagði ákærði að brotaþoli hefði oft sakað hann um ýmislegt , t.d. að hafa ráðist á sig meðan hann var í . Ákærði sagði að hann væri alltaf með hringa á fingrum og hefði verið með þá á þessum tíma. Hvað varðaði geðmat sagði st ákærði ekki vera með sérstakar athugasemdir við það. Þá var ákærða kynnt að hann hefði ekki minnst á það í skýrslu hjá lögreglu að b rotaþoli hefði sagt að heldur að hann teldi að hún hefði dottið. Kvaðst ákærði þ á hafa sem minnst viljað tjá sig um málið og hafa haldið að það yrði talað við hann aftur en það hefði ekki verið gert. Ákærði sagði að brotaþoli væri með . Ákærði kv a ðs t vera les - og skrifblindur og ekki hafa séð gögn málsins og það sem hann vissi um málið hefði verið lesið fyrir hann. A kvaðst hafa verið með , vitninu F , heima hjá ömmu hennar og þær ætlað að taka þaðan strætó í Mjódd og þaðan hefði hún ætlað heim til sín en F á . Þær hefðu séð ákærða við strætisvagnaskýlið og hann byrjað að tala við þær og spurt þær hvort þær vildu báðar vinna hjá honum sem ljósmyndarar. Hún hefði ekki vitað hvernig hún ætti að svara honum en ekki viljað vera leiðinleg en ákærði he fði litið út fyrir að vera ölvaður eða undir áhrifum efna og hefði hún ekki viljað reita hann til reiði. Kvaðst hún hafa gefið honum upp símanúmerið sitt þegar hann bað um það. Þær hefðu misst af strætó af því að þær hefðu verið að tala við ákærða og hefði F hringt í föður sinn og beðið hann að sækja sig af því að henni hefði liðið óþægilega. F hefði síðan farið með föður sínum en ekki 15 hefði verið pláss fyrir brotaþola í bifreiðinni. Kvað hún sér þá ekki hafa fundist ákærði vera hættulegur og hafa sagt F að fara. Brotaþoli kvaðst hafa ákveðið að ganga að næsta strætisvagnaskýli en ákærði hefði þá komið á eftir henni og togað í peysuna hennar og dregið hana með sér. Hún hefði reynt að losa sig frá honum en hann hefði haft mjög gott tak á peysunni. Hefði hann ætlað að láta hana hafa peninga strax en borga henni afganginn þegar hún léti hann hafa einhverjar myndir. Hann hefði haldið áfram að draga hana og þau endað hjá hraðbanka nálægt Bónus í og hann passað að hún færi ekki neitt. Henni hefði liðið mjög óþ ægilega og óttaðist að hann gerði henni eitthvað ef hún reyndi að fá hjálp. Hann hafði látið hana hafa tíu þúsund krónur sem hann tók úr hraðbankanum og tekið aftur í peysu hennar og dregið hana að fjölbýlishúsi í nágrenninu og upp að bifreið og tekið þaða n myndavél og úr og látið hana hafa. Hann hefði þá verið búinn að króa hana af upp við vegg og hefði hann verið með höndina fyrir henni á bifreiðinni. Kvaðst hún hafa logið því að honum að hún þyrfti að fara í búð fyrir móður sína þar sem hún hefði ekki þo rað að segja honum að sér liði óþægilega og spyrja hann hvort hún mætti fara þar sem hún vissi ekki hvernig hann myndi bregðast við því. Síðan hefði ákærði allt í einu komið að henni og knúsað hana harkalega og haldið henni fastri. Hann hefði síðan kysst h ana á hálsinn og hefði hún þá reynt að ýta honum burt en það ekki tekist. Ákærði hefði síðan reynt að kyssa hana á munninn en hún hefði náð að færa sig þannig að hann kyssti á hökuna. Hún hefði þá reynt að ýta honum burt og sagt að hún þyrfti að fara í búð fyrir móður sína sem annars yrði reið og hefði hún sagt þetta til að komast burt. Hún hefði loks náð að ýta honum frá sér og losnað og gengið þá mjög hratt frá honum og hefði ákærði ekki komið á eftir henni. Hún hefði séð fólk sem var að fara inn í bifrei ð og útskýrt fyrir því hvað hefði gerst. Þau hefðu þurft að fara en hleypt henni inn í stigagang og þangað hefði komið fólk sem hefði beðið með henni þangað til lögreglan kom. Kvaðst hún hafa hringt í móður sína á meðan hún beið. Brotaþoli sagði að ákærði hefði látið hana hafa tíu þúsund krónur í einum seðli og hefði það átt að vera fyrirframgreiðsla fyrir myndirnar. Hefði hún skilað seðlinum til lögreglu og einnig úrinu og myndavélinni. Kvaðst hún hafa verið mjög niðurbrotin eftir þetta og sér liðið eins o g þetta væri henni að kenna, hún hefði ekki útskýrt nógu vel að hún hefði ekki viljað þetta. Kvaðst hún hafa, í langan tíma eftir þetta, verið hrædd við að fara í skólann og óttast að hitta ákærða og að hann myndi gera henni eitthvað eða elta hana. Hún hef ði farið til sálfræðings og talað um vanlíðan sína en væri ekki enn búin að 16 jafna sig. Minntist brotaþoli þess ekki að hafa talað við ákærða um heimasíðugerð og kvaðst hún ekki kunna að gera heimasíðu. Kvaðst hún hafa viljað fá símanúmer ákærða til að hafa upplýsingar um hann til að láta lögreglu hafa ef eitthvað gerðist en hann hefði ekki viljað láta hana hafa sitt númer og viljað fá hennar. Hann hefði síðan hringt í hennar númer til að vera viss um að það væri rétt og þannig hefði hún fengið hans númer. K vaðst hún ekki vera viss um hvort ákærði hefði látið hana hafa allt sem hann tók út úr hraðbankanum en sig minnti að hann hefði einungis tekið út tíu þúsund krónur. Þær hefðu misst af strætó af því að ákærði togaði í F þegar vagninn kom þannig að hún komst ekki í hann og hefði brotaþoli því hætt við að fara þar sem hún vildi ekki skilja F eftir. Brotaþoli kvaðst hafa verið með dúkahníf í tösku sem hún var með vegna og verið að hugsa um að nota hann til varnar ef ákærði myndi ráðast á hana. Ákærði hefði hringt í hana þrisvar daginn eftir en hún ekki svarað honum og hefði það endað með því að hún blokkaði símanúmer hans og hefði hún ekki heyrt í honum eftir það. Þá he fðu mæður hennar ekki rætt við ákærða þegar hann hringdi í símann hennar. F kvaðst hafa verið með brotaþola samkvæmt 1. ákærulið að bíða eftir strætó fyrir utan heimili vitnisins. Síðan hefði ákærði komið og myndi hún ekki hvort þær hefðu byrjað að tala v ið hann eða öfugt. Hann hefði spurt þær um símanúmer og talað um myndatökur við þær og ætlað að taka myndir af brotaþola en hún minn t ist þess ekki að þær hefðu sagt honum hvað þær væru gamlar eða að þau hefðu talað um heimasíðugerð. Þær hefðu misst af stræ tó þegar þær voru að tala við ákærða. Sér hefði liðið óþægilega eftir að ákærði kom en hún vissi ekki hvers vegna , og viljað fara og hringt þá í föður sinn sem sótti hana . E kki hefði verið pláss fyrir brotaþola í bifreiðinni og hefði hún því orðið eftir. H efðu þær talað við ákærða þangað til faðir hennar kom. Sér hefði ekki virst ákærði vera ölvaður. Kvaðst hún hafa haft miklar áhyggjur af brotaþola eftir að hún fór og reynt að ná sambandi við hana en hún ekki svarað. Hefði hún því hringt í móður brotaþola og sagt henni frá áhyggjum sínum og hefði móðir hennar þá sagt að ákærði hefði verið að elta brotaþola. Hún hefði heyrt í brotaþola um kvöldið og hefði henni þá liðið hræðilega og verið í kvíðakasti. Sagði hún að ákærði hefði reynt að kyssa hana á hálsinn og munninn og hún reynt að komast burt og komist inn í hús og þar hefði verið hringt á lögreglu. Var vitninu kynnt að í framburði hennar hjá lögreglu hefði hún sagt að þær hefðu gefið honum upp símanúmer og að hann hefði viljað taka af þeim myndir. Kvaðst hún nú muna eftir þessu. Var henni einnig kynnt að hún hefði þá sagt að ákærði hefði þá 17 klipið í rass hennar og kvaðst hún nú ekki muna eftir því en telja að hún hefði munað atvik betur þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu. Kvaðst hún hafa verið farin þegar brotaþoli fór með ákærða í hraðbanka og hefði brotaþoli sagt henni að ákærði hefði látið hana hafa tíu þúsund krónur sem hún hefði látið lögreglu hafa. H kvaðst hafa verið að fara inn í bifreið við þegar brotaþoli kom hlaupandi niður tröppur á milli f jölbýlishúsa í miklu uppnámi og sagði að maður væri að elta hana. Kvaðst hún hafa dregið brotaþola til hliðar svo hún sæist ekki ef einhver kæmi á eftir henni , og hringt í lögreglu. Hún hefði beðið með henni um stund og hefði brotaþoli þá verið í gríðarleg u uppnámi, hálfgrátandi og skjál f andi , en róast eftir að vitnið hringdi í lögreglu. Síðan hefði vitnið farið með hana inn í stigagang og sagt henni að bíða þar þangað til lögreglan kæmi og hleypa engum inn. Brotaþoli hefði sagt henni að maðurinn hefði reyn t að kyssa hana og hefði hún dregið upp úr vasanum bunka af peningum sem hún sagði að hann hefði látið hana hafa. Vissi hún ekki hvað þetta voru miklir peningar en hún hefði séð margs konar seðla, fimm hundruð og fimm þúsund króna seðla en ekki tíu þúsund króna seðla. Lögreglumaður nr. L kvaðst hafa farið í útkall í vegna þeirra atvika er greinir í 1. ákærulið og þar hitt brotaþola og tilkynnanda. Sjá hefði mátt að brotaþoli var hrædd og í áfalli en ákærði hefði verið farinn af vettvangi. Hefði hún sagt að ákærði hefði kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Hefði ákærði ekki leyft henni að fara og hefði henni fundist hún vera föst hjá honum. Þau hefðu farið með brotaþola á lögreglustöð og hringt í móður hennar og barnavernd. Brotaþoli hefði afhent þeim myndavél og tíu þúsund krónur sem ákærði hafði látið hana hafa. E , móðir brotaþola, kvaðst hafa verið beðin um að sækja brotaþola á lögreglustöð. Hefði brotaþoli þá verið orðin tiltölulega róleg og hefði málið verið útskýrt fyrir vitnin u. Brotaþoli hefði útskýrt það sem gerðist betur fyrir henni þegar þær voru komnar heim og sagst hafa verið að bíða eftir strætó með F þegar maður kom að þeim og tók þær tali og bauð þeim vinnu. Henni hefði fundist þetta vera svolítið skrítið en ekki vilja ð vera ókurteis. Þegar hún áttaði sig á því að hún væri ekki í öruggum aðstæðum hefði hún komist í uppnám en hann hefði þá verið farinn að draga hana hingað og þangað og reynt að kyssa hana. Hún hefði síðan náð að forða sér undan honum og ekki hafa rætt vi ð ákærða símleiðis eftir þetta. Ákærði hefði fengið símanúmerið hjá brotaþola en hún hefði blokkað hann eftir að hann hefði hringt nokkrum sinnum í hana. Atvikið hefði setið í brotaþola , t.d. hefði henni fundist óþægilegt að taka strætó og fara í þetta hve rfi. Hún 18 væri frekar dul og hefði ekki rætt þetta eftir fyrsta samtalið og harkað af sér. Hún hefði farið til skólasálfræðings en væri ekki viss um að hún hefði rætt þetta þar. Lögreglan hefði fengið myndavél, úr og tíu þúsund krónur sem ákærði lét brotaþo la hafa og hefði hún ekki komið með neina peninga frá honum heim. G sagði að hún hefði fengið símtal frá brotaþola, sem er dóttir hennar og vitnisins E , og hefði hún verið í uppnámi, grátandi og verið erfitt að skilja hana. Hefði hún sagst vera komin inn í stigagang hjá einhverri konu og vera örugg en hún hefði verið áreitt af manni sem hefði reynt að kyssa hana og káfa á henni. Hún hefði ekki lýst þessu frekar fyrr en hún var komin heim og hefði þá farið beint í fangið á vitninu og byrjað að gráta. Hún hef ði fljótlega farið að sofa og verið mjög lítil í sér og þreytt alla helgina. Brotaþoli hefði verið í skóla í og hefði hún verið hrædd við að fara í skólann auk þess sem hún hefði fengið martraðir og verið mjög óörugg og hrædd við að fara út. Hún hefði átt erfitt með að tala um þetta en hefði eitthvað farið til skólasálfræðings þennan vetur. Brotaþoli hefði skilað því sem ákærði lét hana hafa. Hún hefði sagt henni að ákærði hefði hringt í hana eftir þetta og vitnið sagt henni að blokka hann. Sagði vitnið að ákærði hefði ekki hringt í hana. Lögreglumaður nr. B kvaðst hafa verið að flytja ákærða ásamt lögreglumanni nr. C þegar ákærði hefði hótað þeim báðum og fjölskyldum þeirra lífláti. Sagði vitnið að ákærði hefði sagt að hann ætlaði að drepa mann og vitnið hefði þá spurt hann hvern hann væri að tala um og hefði ákærði þá sagt að hann væri að tala um vitnið og lögreglumann nr. C . Þegar þett a gerðist hefði ákærði verið í þokkalegu ástandi en hann hefði orðið mjög reiður um tíma á leiðinni á lögreglustöðina en verið viðræðuhæfur. Vitnið kvaðst hafa tekið hótanirnar alvarlega vegna eðlis þeirra, um væri að ræða alvarlegar hótanir og hefði þeim verið beint að þeim báðum. Hefði ákærði einnig sagt að hann ætl að i að drepa þá báða og fjölskyldur þeirra. Þegar ákærði var að fara út úr bifreiðinni hefði hann sagt við lögreglumann nr. C , sem ók bifreiðinni, að hann ætti að kveðja fjölskyldu sína , og vís aði vitnið nánar um orðalag ákærða til skýrslu sinnar. Ákærði hefði verið handtekinn eftir að tilkynning barst um mann með hníf . Þá kvaðst hann ekki muna hvort ákærði hefði talað um föður vitnisins. Vitnið kvaðst hafa þekkt til ákærða þegar þetta gerðist o g hafa áður hitt hann við skyldustörf. Hann kvaðst hafa þekkt sögu ákærða hjá lögreglu sem væri alvarleg. Lögreglumaður nr. C sagði að hann hefði verið sendur í Hagkaup þar sem þeir hefðu handtekið ákærða og í kjölfar þess hefðu orðið þau atvik sem lýst er í 2. ákærulið. 19 Ákærði hefði verið ósáttur við að fara í fangaklefa og sagt þegar þeir fluttu hann á lögreglustöð að hann ætlaði að drepa bæði vitnið og lögreglumann nr. B sem var með honum. Hann hefði síðan orðið enn pirraðri og hækkað róminn og sagt að e f það kæmi eitthvað fyrir hann myndi hann tortíma vitninu og fjölskyldu hans. Þegar þeir voru komnir niður á lögreglustöð og hann var að færa ákærða úr lögreglubifreiðinni hefði ákærði sagt við hann að hann gæti farið að kveðja fjölskyldu sína. Kvaðst vitn ið hafa tekið þetta alvarlega. Hann vissi að ákærði hefði veist alvarlega að föður sínum og móður og hefði verið að eltihrella lögreglumenn. D , brotaþoli samkvæmt 3. ákærulið, sagði að ákærði hefði verið reiður út í hana af því að hún hefði ætlað að láta brenna föður hans eins og faðir hans hefði óskað. Atvik hefðu gerst heima hjá henni í í stofunni. Ákærði hefði allt í einu orðið brjálaður og sagt að hún léti ekki brenna föður hans. Hún hefði ekkert ráðið við ákærða sem hefði byrjað að berja hana og kýlt hana margsinnis í höfuðið, sparkað í hana, bæði í bak og höfuð, og myndi hún ekki neitt eftir það og var eins og hún hefði verið meðvitunda rlaus. Teldi hún sig hafa misst minnið þar sem hún lá á gólfinu og hefði ákærði þá allt í einu sparkað í klofið á henni og hún þá rankað sér. Vissi hún ekki hve lengi hún var meðvitundarlaus. Sagði hún ákærða hafa verið í skóm þegar hann réðst á hana en ha nn færi aldrei úr skóm innandyra. Brotaþoli kvaðst minnast þess að hafa sagt við ákærða að þau skyldu láta jarða föður hans í kirkjugarðinum í og hefði hún samþykkt þetta til að bjarga lífi sínu. Ákærði hefði þá orðið himinlifandi og hringt í p rest inn og sagt honum að þau hefðu ákveðið að láta jarða föður hans þar. Presturinn hefði þá viljað tala við hana og hefði hún tekið við símtólinu og presturinn þá spurt hana hvort ákærði hefði verið að berja hana og hefði hún svarað því játandi. Hann hefði spurt hana fleiri spurninga sem hún hefði öllum svarað játandi, m.a. að hún vildi fá lögreglu. Það hefði bjargað lífi hennar að presturinn hringdi á lögreglu. Kvaðst hún ekkert hafa getað gert og hafa verið kvalin í höfðinu og hefði ákærði þá sparkað aftur í klo fið á henni og spurt hvort það væri ekki öruggt að hún stæði við þetta og hefði hún svarað því játandi. Brotaþoli kvaðst einnig hafa ýtt á neyðarhnapp og ítrekað óskað eftir hjálp og hefðu starfsmenn öryggisfyrirtækisins sem sæi um hnappinn komið til henna r. Hefði hún ítrekað óskað eftir hjálp þeirra og þeir komið til hennar. Kvaðst hún hafa orðið vönkuð eftir höfuðhöggin og myndi hún því ekki allt. Einnig hefði hún fengið högg á bakið og hefði hún reynst hafa brotnað þar og eigi að fara í aðgerð á því. Ást æða þess að ákærði 20 réðst á hana hefði verið sú að hún vildi láta brenna föður hans en hann hefði farið með henni að kaupa ker. Brotaþoli kvaðst ekki muna hvað árásin stóð lengi. Hún kvaðst hafa nefbrotnað og fengið marbletti í andlitið og væri hún enn með blett undir hægra auganu eftir þetta. Þá væri hún lömuð í hendinni og í vinstri fæti eftir árásina. Hann hefði einnig brotið tennur hennar og heyrnartæki í árásinni. Sagði brotaþoli að sér hefði liðið hræðilega eftir árásina og liði enn í dag illa, hún vær i með slæma verki, m.a. í baki, en væri ekki slæm andlega eftir árásina. Kvaðst hún ekki hafa verið með neina áverka áður en þetta gerðist. Ákærði hefði ekki ráðist á hana áður en Brotaþoli sagði að ákærði hefði tekið hana hálstaki og þá haldið báðum höndum um hálsinn á henni. Hún hefði ekki getað gert neitt en hugsað sem svo að það yrði tvöföld jarðaför. Á meðan hann hélt um háls hennar hefði hún ekki getað andað. Hún hefði misst meðvitund og vissi ekki hvernig þessu lauk en eftir að hún vaknaði upp hefði ákærði sparkað í hana. Kvaðst hún hafa verið mjög kvalin í höfðinu eftir árásina. Sagði hún ákærða hafa verið með stóra og grófa hringa á öllum fingrum og hefðu þeir lent á andliti hennar. Hefði hann kýlt hana ítrekað í höfuðið og hefði hún ítrekað s agt honum að hætta þangað til hún hefði loks sagt að faðir hans yrði jarðsettur. Hún hefði haldið að hún væri að deyja. Teldi hún að ákærði hefði verið undir áhrifum eiturlyfja þegar þetta gerðist. Var brotaþola kynnt að hún hefði í skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu sagt að ákærði hefði haldið lengi með báðum höndum utan um hálsinn á henni og hún þá ekki náð andanum lengi og hefði haldið að hún væri að deyja og staðfesti brotaþoli það. Einnig var henni kynnt að hún hefði sagt að loksins þegar hann sleppti he fði hún verið lengi að ná andanum aftur og að ákærði hefði, meðan á þessu stóð, ítrekað sagt að hann ætlaði að drepa hana. Staðfesti brotaþoli þetta og sagði einnig að það væri rétt sem fram kom hjá henni í skýrslu hjá lögreglu að ákærði hefði tekið oft um hálsinn á henni og kvaðst hún nú telja að hann hefði gert það tvisvar eða þrisvar sinnum og hún misst meðvitund við hálstak. Sagði brotaþoli að gervitennur hennar hefðu brotnað og hefði neðri gómurinn farið alveg í sundur en sá efri væri sprunginn. Hefði þetta gerst þegar hún lá á gólfinu og ákærði stappaði á andlit hennar með fætinum. Kvaðst hún ekki hafa verið með heyrnartæki þegar þetta gerðist en þau hefðu verið þarna og hefði ákærði hent þeim og þau brotnað. Spurð kvaðst hún ekki hafa séð ákærða taka heyrnartækin en þau hefðu verið brotin eftir þetta. Sagði hún ekki rétt að heyrnartækin hefðu verið ónýt áður en þetta gerðist. Brotaþoli sagði að þeir áverkar sem hún fékk á hálsinn væru eftir kyrkingartakið. Þá kvaðst hún hafa fengið þá áverka sem vísað er til í ákæru en kvaðst einnig hafa verið 21 nefbrotin og fengið varanlegan blett á andlitið en eiga erfitt með að lýsa því hvernig hver og einn áverkanna kom til. Hún hefði verið með áverka á vinstri fæti eftir þetta og hvað varðaði mar og yfirborðsáverka á brjóstkassa hefði ákærði notað þar hnefana á hana. Sagði brotaþoli að hún hefði verið komin með mar strax eftir árásina. Brotaþoli kvaðst ekki vera með neinn sjúkdóm sem ylli því að hún fengi auðveldlega marbletti og heldur ekki vera á blóðþynningarlyfjum . Lögreglumaður nr. M kvaðst hafa verið á bakvakt og farið í útkall vegna þeirra atvika er greinir í 3. ákærulið, heimilisofbeldis og líkamsárásar. Þegar vitnið kom á vettvang hefði verið búið að handtaka ákærða en brotaþoli enn verið á vettvangi ásamt sjú kraflutningamönnum. Kvaðst vitnið hafa rætt við brotaþola stutta stund og tekið af henni skýrslu og hefði hún þá enn setið í stólnum sem hún var í allan tímann á meðan ráðist var á hana. Hana hefði síðan farið að svima og hún sagt að sjónin væri að verða léleg og hefði hún þá verið flutt á slysadeild. Vitnið sagði að b rotaþoli h e fði nýlega misst eiginmann sinn og hún og ákærði hefðu verið ósammála um það hvort það ætti að jarðsetja hann eða brenna. Vegna þess ósættis hefði hann rá ðist á hana. Hefði hún talið að árásin hefði staðið í um klukkustund með hléum og hún verið með sjáanlegt mar í andliti og á handleggjum. Einnig hefði hún kvartað yfir verk í höfði og í bringu og kvað vitnið sig minna að hún hefði sagt að ákærði hefði spar kað eða spyrnt í bringu hennar. Ákærði hefði nokkrum sinnum tekið hana hálstaki og a.m.k. einu sinni hefði hún haldið að hún væri að deyja þar sem hún náði ekki andanum í langan tíma. Hann hefði einnig kýlt hana ítrekað og tekið hana að einhverju leyti upp úr stólnum. Ákærði hefði hringt í prest og tilkynnt honum að þau hefðu ákveðið að það ætti ekki að brenna föður hans. Presturinn hefði skynjað að eitthvað var ekki í lagi og hringt í lögreglu. Brotaþoli hefði verið í uppnámi. Minn t ist vitnið þess ekki að brotaþoli hefði heyrt illa og taldi að hún hefði tekið það fram í skýrslu ef svo hefði verið. Vitnið kvaðst ekki áður hafa haft afskipti af ákærða og sagði einnig að brotaþoli hefði óskað eftir nálgunarbanni á ákærða. I , sóknarprestur í , kvaðst hafa v erið fenginn til að sinna útför föður ákærða og hefði fljótlega komið upp ágreiningur á milli ákærða og brotaþola um það hvernig útförin ætti að fara fram. Ákærði hefði komið á fund til sín ásamt vini sínum og þeir rætt málið í nokkurn tíma en engin niðurs taða orðið og hann verið ósáttur við ákvörðun brotaþola. Kvaðst vitnið hafa ætlað að ræða við brotaþola og segja henni að ákærði væri ósáttur og spyrja hvort hún vildi endurskoða ákvörðunina. Hann hefði síðan rætt við 22 brotaþola sem hefði ekki viljað breyta ákvörðuninni og sagt að þetta væri það sem faðir ákærða hefði viljað, og hefði hann þá lítið getað gert. Þegar hann hringdi í brotaþola hefði ákærði komið í símann og þá verið kominn til brotaþola. Vitnið kvaðst hafa sagt við hann að þau yrðu að komast að samkomulagi. Um klukkustund síðar hefði ákærði hringt og sagt að brotaþoli ætl að i að staðfesta að hún hefði breytt ákvörðuninni. Brotaþoli hefði síðan komið í símann og hefði hann strax áttað sig á því að ekki var allt með felldu og hefði hún átt erfitt m eð að tala og hefði umlað og hljómað allt öðruvísi en í símtalinu á undan. Hann hefði spurt hana hvort hún væri í lagi og þá hefði hún sagt að hún væri stórslösuð og endurtekið það þegar hann spurði hana hvað hefði komið fyrir. Þá hefði hann spurt hana hvo rt hann ætti að hringja á sjúkrabifreið og hvort hana vantaði hjálp en hún hefði sagt að hún þyrði það ekki. Hefði hann þá heyrt að ákærði sagði henni að staðfesta hvernig útförin ætti að fara fram og hefði hún þá sagt að hún vildi að útförin færi fram ein s og ákærði vildi hafa hana. Ákærði hefði síðan komið aftur í símann og sagt að þetta væri þá staðfest og kvaðst vitnið þá hafa sagt að hann vildi tala aftur við brotaþola. Hún hefði síðan komið aftur í símann og hann spurt hana á fram um ástand hennar og h efði hún þá sagt að hún væri stórslösuð og að ákærði hefði slasað hana. Í kjölfarið hefði vitnið hringt í Neyðarlínuna. Í seinna símtalinu hefði ákærði ekki verið eins rólegur og í því fyrra. Eftir að þetta var allt yfirstaðið og ákærði kominn í fangelsi h efði hann hringt í vitnið og sagt að ef bálförin færi fram myndi hann drepa brotaþola. Vitnið sagði st ekki hafa upplifað það svo að ákærði hefði farið af fundinum hjá honum með eitthvað illt í huga. K sagði að hún hefði búið nálægt brotaþola í mörg ár og kynnst ákærða í gegnum son sinn og brotaþola í gegnum ákærða. Kvaðst hún hafa séð brotaþola daginn eftir að atvik gerðust og hefði hún þá verið með bólgu undir augunum en ekki aðra áverka. Kvaðst hún ekki hafa séð brotaþola sama dag og atvik gerðust en sagði að hún hefði oft verið með marbletti. H efði brotaþoli þá sagt að ákærði hefði ráðist á hana en vitnið minn t ist þess ekki að hún hefði sagt að ákærði hefði hótað henni. Hefði hún sagt að ákærði hefði haldið henni niðri og kýlt hana en ekki talað u m hálstak. Kvaðst vitnið oft aðstoða brotaþola og væri brotaþoli alltaf að tala um þetta. Hún hefði sagt að hún væri mölbrotin á bringunni og seinna sagt að bein hefði stungist í hjarta og lungu og hefði hún farið í aðgerð í ágúst. Þá væri hún lömuð í öðru m fætinum og á hendi, þríbrotin á baki og þyrfti að fara í spengingu og það nýjasta væri heilablæðing. Væri brotið í bakinu eftir árásina og hefði komið í ljós eftir myndatöku. Síðasta haust hefði hún talað um að bæði 23 gervitennur hennar og heyrnartæki væru orðin léleg en síðan sagt að tennurnar hefðu skemmst við árásina. Þá hefði hún verið með . Einnig hefði hún, fyrir ekki svo löngu, sagst vera öll s tungin eftir ákærða en vitnið kvaðst ekki hafa séð neitt. Fynd i st vitninu þetta vera skrítnar sögur . Var vitninu kynnt að í skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu hefði verið haft eftir henni að hún hefði hitt brotaþola áður en atvikið gerðist og hefði hún þá verið með mar á handlegg. Sagði vitnið þá að þetta hefðu verið doppur á handleggjunum en ekki miklir marble ttir. Vitninu var kynnt að hjá lögreglu hefði vitnið einnig sagt að hún hefði séð hana daginn eftir árásina og þá hefði hún verið með áverka í kringum augum og mar á handleggjum í blettum og sagði vitnið það vera rétt. Vitnið kvaðst einnig vera í samskiptu m við ákærða og hringdi hann í hana úr fangelsinu og segði hún honum fréttir af brotaþola. Þá sagði vitnið að brotaþoli hefði sagt henni , eftir að faðir ákærða var orðinn veikur og kominn á spítala , að Lögreglumaður nr. N kvaðst hafa farið í útkall vegna þeirra atvika er greinir í 3. ákærulið. Hann og annar lögreglumaður hefðu mætt ákærða í anddyrinu og hefði þá legið fyrir að hann tengdist þessu og hefði hann verið handtekinn. Sérsveitarmenn hefðu síðan komið á vettvang og tekið við ákærða en þeir hinir farið upp í íbúð til brotaþola. Samskipti þeirra við ákærða hefðu því verið lítil og minn t ist hann þess ekki að hafa rætt um atvik við hann en hann hefði verið rólegur. Þeir hefðu rætt við brotaþola sem hefði verið með áverk a í andliti og víða um líkamann og sagt að ákærði hefði ráðist á hana. Vitnið staðfesti að hafa ritað frumskýrslu vegna málsins og sagði að atvik hefðu þá verið honum í fersku minni. Var vitninu kynnt að hann hefði skráð í skýrsluna að ákærði hefði óspurðu r sagt þeim að hann hefði lamið brotaþola og sagði vitnið þá að hann myndi þetta ekki nú. O , læknir á slysadeild , sagði brotaþola hafa komið til skoðunar fyrir miðnætti aðfaranótt 6. apríl 2022. Kvaðst hann hafa ritað framlagt vottorð vegna komu hennar og staðfesti hann vottorðið. Brotaþoli hefði lýst því að ákærði hefði ráðist á hana fyrr um kvöldið. H ún hefði fengið ítrekuð högg á höfuðið og í bringuna og verið tekin kyrkingartaki og kvartað i hún yfir verkjum í andliti og höfði. Við skoðun hefð i hún reyns t vera með mikið mar á mörgum stöðum. Hún hefði verið marin yfir efri hluta höfuðs og á ennissvæði höfuðkúpu og einnig verið með marblett á nefsvæði, undir nefinu og undir báðum augum. Þá hefði hún verið með roða í kringum hálsinn og mar á vinstri handlegg og nokkra marbletti á hægri fæti. Tekin hefði verið mynd af höfði og bringu brotaþola 24 og hún verið útskrifuð heim næsta morgun. Sagði vitnið að frásögn brotaþola um tilurð áverkanna samrým d ist þeim áverkum sem hún reyndist vera með. Hvað varðaði roða um h áls hefði brotaþoli sagt að ákærði hefði reynt að kyrkja hana með því að setja hendur um háls hennar. Þeir áverkar sem hefðu sést samrýmdust þeirri lýsingu. Hefðu áverkarnir ve r ið nýlegir og kvaðst vitnið telja að þeir hefðu orðið nokkrum klukkustundum áðu r . Vitnið sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um að brotaþoli væri með sjúkdóm sem ylli því að henni blæddi auðveldlega og engin gögn hafa um það. Hvað varðaði alvarleika hálstaksins sagði vitnið að þeir áverkar sem sæjust utan á hálsinum sýndu það að þr ýstingi hefði verið beitt um hálsinn. Erfitt væri að segja til um alvarleika taksins þar sem frekari áverka hefði ekki verið hægt að sjá utan á hálsi. J réttarmeinafræðingur kvaðst hafa skoðað brotaþola 6. apríl 2022 og staðfesti hann matsgerð sem hann va nn. Niðurstöðurnar samanteknar væru þær að brotaþoli hefði verið með húðblæðingar mjög víða um höfuðið, í hársverðinum, á andlitinu, fyrir aftan vinstra eyra, á hnakkanum, á hálsi og einnig skrámu þar, húðblæðingar á handarbökum og framhandleggjum, en í minni mæli á upphandlegg jum og öxlum. Þá hefði hún verið með húðblæðingar á brjóstinu og á vinstra læri hefði verið stök húðblæðing og að auki skrámur á framhandlegg , línulegar skrámur á hægri síðu og dílablæðingar í slímhúð augnanna. Allar þessar húðblæði ngar eða marblettir á höfuðsvæðinu og á öxlum og brjósti hefðu litið þannig út að það benti sterklega til þess að þær væru til komnar til fyrir sljóan kraft í formi margra steyta gegn hörðu eða tregeftirgefanlegu yfirborði. Heildarmynd þessa benti til þess að henni hefðu verið veitt þessi högg af öðrum manni, í höfuð og andlit. Ú t lit áverka n na á hálsinum, húðblæðinganna og skráma nna , og þegar einnig væri tekið tillit til dílablæðinganna eða punktblæðinga nna í slímhúð augnanna, benti til þess að þetta væri k omið til við þrengjandi kraft gegn hálsinum, þ.e. við tak um hálsinn. Áverkar á vinstri hendi, á handarbaki þar sem töluvert hefði verið um marbletti , og á hægri og vinstri framhandlegg og upphandleggjunum væru einnig tilkomnir við högg og steyta. Gilti þa ð sama um þá og áverka gegn höfðinu en staðsetning fyrrnefndu áverkan n a væri eins og þegar fólk reyni að verjast höggum. Aðrir áverkar væru lítilvægir, eins og á læri, og gætu jafnvel hafa komið til fyrr. Vitnið sagði að sljór kraftur í formi steyta gæti á tt bæði við um hnefahögg og spörk en hann hefði ekki séð munstur af skóm í áverk un um. Vitnið sagði að áverka r nir hefðu verið ferskir og samræmdust því, miðað við útlit, að hafa verið veittir 5. apríl. Annað aldursmat hefði ekki verið gert á áverkunum en þe ir 25 hefðu getað komið upp daginn fyrir eða eftir og yrði nákvæmnin ekki meiri en það. Ekki væri möguleiki á því að áverkar á höfuðsvæði hefðu komið til eftir eitt högg á enni með krepptum hnefa. Ekki væri endilega að sjá að ákærði hefði verið með hnúajárn e ða hringa á fingrum. Það væri síður líklegt að hann hefði notað áhöld með harða kanta eða með hvassa egg. Ekkert benti til þess að buffhamri hefði verið beitt. Áverkarnir á hálsinum væru mjög dæmigerðir fyrir tak annars manns á hálsi. Tæknilega séð væri ek kert sem hindraði það að fólk gæti veitt sér svona áverka sjálft en það væri mjög langsótt og sérstaklega óvanalegt. Erfitt væri að tala um stærð kraftsins á hálsinn og þurfi ekki mikið eða sterkt tak til þess að loka hálsæðunum eða klemma húðina svo það kæmu slíkar blæðingar á hálsinn. Ekki þyrfti fullt átak sterks fullorðins manns til þess. Blæðingar í augum yrðu vegna þess að í einhvern tíma loka ði st fyrir blóðflæði frá höfði þannig að höfuðið losaði sig ekki við blóð en blóð flæddi áfram upp í höfuðið. Þessi hindrun væri komin til fyrir þennan þrengikraft en í því fælist einnig að hann væri ekki það mikill að hann lok að i fyrir flæði til höfuðsins þar sem blóðið safna ði st fyrir. Meiri dílablæðingar þýddu ekki endilega stærri kraft. Þá sagði vitnið að það væri ákveðin hætta á því að fólk misst i meðvitund þegar tekið væri um hálsinn á því á þennan hátt. Hefði verið tekið um háls hennar eins og áverkar bentu til og hún misst meðvitund væri það spurning hversu langan tíma takinu yrði haldið þangað til hún næð i ekki meðvitund aftur þó að takið væri losað. Allt væri þetta háð tíma og hindrun inni á blóðflæði um hálsinn. Ef brotaþoli hefði misst meðvitund hefði ástand hennar verið lífshættulegt en hún ein geti sagt til um það. Aðrir áverkar brotaþola hefðu ekki ve rið taldir lífshættulegir í sjálfu sér. Þeir gætu samrýmst þeirri lýsingu brotaþola sem vitnið fékk og rakin væri í skýrslu. Meðan hálstak ætti sér stað væri hindrun á blóðflæði til heilans sem tengdist náið meðvitundartap i . Ef meðvitund tapa ði st væri viðk omandi í lífshættu. Það væri algeng lýsing hjá þeim sem yrðu fyrir kyrkingartaki að þau hefðu átt erfitt með að anda eða ekki getað andað þar sem þrengt hefði verið að öndunarvegi en það væri blóðflæðið sem ylli lífshættunni. Vitnið sagði að væri þegar viðkomandi byggi sér til krankleika og áverka í þeim tilgangi að fá aðstoð heilbrigðisstarfsfólks. Brotaþoli hefði verið með áverka og öll heildarmynd áverka n na benti til líkamsárásar af hærri gráðu miðað við það sem hann hefði séð . Að lýsa því hvern ig manneskja gæti framkallað þessa áverkamynd væri hægt en það væri sirkus - lík sena, sjálfsáverkar og slys yllu allt öðrum áverkum. Hefði fólk aukna blæðingatilhneigingu gæti það aukið umfang marbletta. Ekki hefði verið hægt að sjá slíkt í eðli eða útliti marblettanna , um hefði verið að ræða fíngerðar blæðingar hjá 26 brotaþola , en slíkt væri þó ekki hægt að útiloka með slíku mati. Hvað varðaði blóðþynninga r lyf ætti það sama við um þá sem þau notuðu og þá sem hefðu aukna blæðingatilhneigingu og væri þetta auka verkun vegna lyfjanna. Þá hefði brotaþoli heldur ekki verið með sérstakar húðblæðingar eins og margir fengju af slíkum lyfjum. P , systir ákærða, kvaðst hafa heyrt frá systur sinni að ákærði hefði ráðist á móður þeirra og hún verið illa útleikin, marin og b ólgin og verið flutt á sjúkrahús. Vitnið kvaðst ekki hafa komið neitt nálægt deilum um það hvernig útförin ætti að fara fram. Q , hálfbróðir ákærða, sagði brotaþola hafa farið að tala um það strax á leið heim af spítalanum eftir að faðir hans lést hvor t það ætti að brenna föður hans eða ekki. Hún hefði ekki virst vera sorgmædd og farið að ræða peningamál og hefði þeim systkinunum liðið illa vegna þessa , sérstaklega ákærða. Kvaðst vitnið ekki taka mark á brotaþola þar sem hún væri oft með einhver . Gæti hann trúað því að brotaþoli hefði veitt sér áverkana sjálf. K vaðst hann hafa beðið hana að ákveða ekki strax hvernig útförin yrði en hún verið ákveðin í að gera þetta ekki eins og ákærði vildi. Hann vissi að ákærði hefði stuttan þráð en teldi að hann gæti aldrei gengið svona langt. R , geðlæknir og dómkvaddur matsmaður, kvaðst hafa hitt ákærða þrisvar við gerð matsins. Hefði hann fengið viðbrögð ákærða við ákærunni og farið í gegnum heilsufarssögu hans og geðsögu við gerð matsins. Einnig hefði hann gert hefðbundin próf, allt frá taugasálfræðilegu prófi til mats á geðrofi, þunglyndi, kvíða og persónuleika . Ákærði hefði verið rólegur en verið brugðið þegar hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Teldi hann ákærða vera sakhæfan. Við þetta mat skipti m áli hvað menn segðu um atburði og hvernig þeim hefði liðið þegar atvik gerðust. Hefði ákærði ekki verið að leyna hann því að hann hefði komist í uppnám og verið reiður af því að þau voru ekki sammála um jarðarförina. Vitnið kvaðst hafa fengið sent myndband sem sýndi ástand ákærða þegar hann var handtekinn. Hann hefði virst vera rólegur og ekkert bent til þess að hann hefði verið æstur og í uppnámi. Væri ákærði fúll út í lögregluna vegna eldri mála. Vitnið sagði að sálfræðimat hefði verði gert á ákærða fyrir allmörgum árum og þá komið í ljós að hann hefði verið með hegðunartruflanir sem barn. . Andfélagsleg hegðun þýddi það að menn færu ekki eftir lögum og teldu sig ekki þurfa þess. Þetta skaraðist mikið við siðblindu. Flestir sem fengju andfélagslega greiningu þróuðu hana til verri vegar ef þeir væru í neyslu. Um skeið hefði ákærði ekki verið í neyslu en á síðustu árum hefði gengið verr og hann farið út fyrir þau mörk sem væru talin eðlileg. Þegar 27 menn væru í neyslu fengju þeir fyrr eða seinna geðrof af völdum efna en sumir fengju varanlega geðtruflun í formi geðrofs. Ekkert benti til þess að ákærði hefði verið undir geðrofsáhrifum þegar atvik gerðust. Aðalatriðið væri að þarna væru miklar andstæður í lýsingum atvika og svo hefði hann þessa andfélagslega þætti sem ýfðust upp í neyslu. Reiðistjórn ákærða við gerð matsins hefði verið góð en slæmt að geta ekki vitað hvort hann hefði verið undir miklum áhrifum þegar atvik gerðust, en ekkert í myndbandinu benti til þess. Vitnið sagði að ákærði hefði verið árið 2006 og hefði þá verið farið yfir mál hans á . Í leyfi þaðan hefði hann og hefði hann verið . Hann hefði síðan verið á og allt gengið vel þegar hann var undir eftirliti þar til hann var kominn í losun en þá hefði farið að halla undan fæti, sérstaklega síðustu fjögur árin. Ef fíkniefni hefðu ekki verið í spilinu hefði allt getað gengið mjög vel. Kvaðst vitnið ekki telja að ákærði gæti virkað skrítinn í augum ókunnugra en hann hefði le yft sér að fara yfir mörk við ákveðnar kringumstæður. Þegar verið væri að meta persónuleika þyrfti að hafa í huga að menn breyttust við áhrif fíkniefna og yrðu ekki sami persónuleiki og hugsunarháttur gjörbreyttist. Ákærði hefði lýst samskiptum sínum við b rotaþola og væru þau ekki eðlileg og háð ástandi þeirra beggja og margt hefði verið að á heimilinu. Verið gæti að ákærði hefði verið að neyta efna dagana áður en hann vissi ekki í hvaða ástandi móðir hans hefði verið, en hún hefði . Inni á milli hefðu þ au átt mjög góð samskipti. Kvaðst vitnið telja að ákærði væri að öllu jöfnu ekki hættulegur og væri ekki hættulegur héldi hann sig frá neyslu. V Niðurstaða 1. ákæruliðar Ákærði er í 1. ákærulið ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa 2. október 2020, utandyra við , tekið utan um brotaþola, sem þá var ára, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Í ákæru er háttsemin talin varða við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barn averndarlaga nr. 80/2002 . Ákærði neitar sök og byggir sýknukröfu sína á því að það sé ósannað að hann hafi brotið gegn brotaþola eins og lýst er í ákæru. Lýsingum ákærða og brotaþola á atvikum ber um margt saman. Ákærði kannast við að hafa hitt brotaþola og hennar í strætisvagnaskýli, eins og þær hafa borið um, og að hafa þá rætt við þær , m.a. um 28 myndatöku. Þeim ber einnig saman um að hafa farið tvö saman að bifreið ákærða og í hraðbanka og að ákærði h af i látið brotaþola fá peninga og muni. Um umræðuefni þeirra, fjárhæð og röð atvika ber þeim hins vegar ekki að öllu leyti saman auk meints brots ákærða. Þá lýsti ákærði því að leiðir hans og brotaþola hefði skilið þegar brotaþoli hitti konu sem hún þekkti e n brotaþoli bar um að hafa leitað til ókunnugrar konu eftir að hafa forðað sér frá ákærða. Að auki lýsti ákærði símtali við móður brotaþola í kjölfar atvika sem önnur gögn hafa ekki komið fram um. Framburður ákærða hefur að nokkru verið á reiki . H ann um þa ð hjá lögreglu að í framangreindu símtali hefði móðir brotaþola sagt að brotaþoli ætlaði að hirða peningana sem hann greiddi henni en fyrir dómi að móðir brotaþola ætlaði að hirða þá. Þá bar hann einnig um það hjá lögreglu að móðir brotaþola hefði hringt t il baka í hann. Ætla verður að þegar meint símtal átti sér stað hafi brotaþoli verið búin að afhenda lögreglu þá peninga sem hún sagði ákærða hafa látið sig ha f a. Símagögn liggja ekki fyrir en þau hefðu hugsanlega getað skýrt þetta. Þá sagði ákærði hjá lög reglu að hann hefði tekið 25.000 krónur úr hraðbankanum og að hann hefði alls afhent brotaþola 35.000 krónur. Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa tekið 30.000 krónur úr hraðbankanum og afhent brotaþola alls 35.000 krónur. Framlögð kvittun bendir til þess að ákær ði hafi þennan dag, kl. 17:58, tekið út 30.000 krónur í hraðbanka en samkvæmt frumskýrslu lögreglu virðist henni hafa verið tilkynnt um atvik kl. 18:09 þennan dag. Þá sagði ákærði hjá lögreglu að brotaþoli hefði sagt að hún væri 17 ára en fyrir dómi að hún og F hefðu sagt að þær væru 16 ára og hann talið að þær væru 15 16 ára. Einnig sagði ákærði þá að þau hefðu farið tvisvar að bifreið hans en það kom ekki fram í framburði hans hjá lögreglu. Loks lýsti ákærði því fyrst fyrir dómi að kona sem hann taldi að væri vinkona brotaþola hefði komið að og því hefði samskiptum þeirra lokið . H já lögreglu sagði hann hins vegar að brotaþoli hefði sagt að hún ætlaði að fara , og hringja síðar í hann af því að hún ætlaði að byrja að vinna fyrir hann . Tekin n var niður framb urður brotaþola á vettvangi og síðan tekin ítarlegri skýrsla af henni hjá lögreglu og loks gaf hún skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins. Hefur framburður brotaþola verið stöðugur frá upphafi um þau atriði sem máli skipta fyrir úrlausn málsins. Þó bar hún um það hjá lögreglu að ákærði hefði beðið hana um að koma aftur eftir hálftíma en það kom ekki fram í framburði hennar fyrir dómi. Framburður hennar um að hafa móttekið tíu þúsund króna seðil frá ákærða er hins vegar ekki í samræmi við það að lögregla móttók tvo fimm þúsund króna seðla frá henni. 29 Fyrir liggur framburður vitnisins H sem bar um að hafa hitt brotaþola eftir að hún komst frá ákærða, eins og brotaþoli hefur sjálf lýst. Lýsing vitnisins á staðsetningu sinni þá, að hún hefði séð brotaþola þe gar hún kom hlaupandi til hennar niður tröppur á milli fjölbýlishúsa, bendir ekki til þess að ákærði hafi séð hana auk þess sem hún var ókunnug brotaþola. Þá sagði móðir brotaþola, vitnið G , að hún hefði rætt við brotaþola símleið i s skömmu síðar eftir að hún var komin inn í stigaganginn. Sögðu bæði vitnin að brotaþoli hefði verið í uppnámi en lýst fyrir þeim atvikum í meginatriðum , sem voru í samræmi við framburð brotaþola við meðferð málsins. Loks báru lögreglumenn sem ræddu við br otaþola á vettvangi á sama veg. E kkert hefur komið fram sem bendir til þess að ákærði hafi látið brotaþola hafa meira en 10.000 krónur, eins og hún hefur borið um, annað en framburður ákærða. Vitnið H lýsti seðlabúnti sem óvíst er miðað við lýsingu hennar að hafi innihaldið hærri fjárhæð en þá sem brotaþoli nefndi, þ.e. tíu þúsund krónur, sem brotaþoli sagði þó hafa verið einn seðil. Vitnið nefndi fimm þúsund króna seðil og samkvæmt munaskrá lögreglu afhenti brotaþoli tvo fimm þúsund króna seðla sem hún sag ði vera frá ákærða. Brotaþoli var ekki viss um að ákærði hefði látið hana hafa alla peningana sem hann tók út úr hraðbankanum en ákærði sagði svo vera auk þess sem hann hefði bætt við peningum sem hann var með á sér. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði hefur alfarið neitað sök. Ekki eru aðrir til frásagnar um atvik en ákærði og brotaþoli. Óumdeilt er að þau þekktust ekki áður en atvik gerðust. Þó tt ekki liggi fyrir uppdráttur eða myndir af aðstæðum telur dómurinn a ð þær séu nægilega í ljós leiddar með lýsingum vitna og ákærða. Brotaþoli upplifði strax að ákærði hefði brotið á sér og gerði skýran greinarmun á samskiptum við ákærða sem henni leið óþægilega í og þegar ákærði þvingaði hana milli staða og síðan áreitti h ana kynferðislega. Fellur sú háttsemi ákærða að taka utan um brotaþola, kyssa hana á hálsinn og reyna að kyssa hana á munninn ó tví rætt undir verknaðarlýsingu 199. gr. almennra hegningarlaga. Framburður brotaþola er trúverðugur og stöðugur og fær hann stuðn ing í því sem að framan hefur verið rakið. Framburður ákærða hefur hins vegar verið nokkuð á reiki, eins og hér að framan hefur verið lýst. Verður framburður brotaþola því lagður til grundvallar við 30 úrlausn málsins. Brotaþoli var ára þegar atvik gerðust. Ákærði hefur í gegnum alla meðferð málsins borið um það að hann hafi talið hana vera undir 18 ára aldri. Brotaþoli er enn undir 18 ára aldri og verður ekki annað ráðið af útliti hennar þegar hún gaf skýrslu fyrir dómi en að það sé í samræmi við aldur. Telst háttsemi ákærða einnig hafa falið í sér yfirgang , ruddalegt og siðlegt ath æf i í skilningi 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. Með vísan til alls framangreinds telur dómurinn nægilega sannað, þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vaf a, að ákærði hafi framið það brot sem lýst er í ákæru og er það þar rétt heimfært til refsiákvæða. Niðurstaða 2. ákæruliðar Ákærði er í 2. ákærulið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 8. mars 2022, í lögreglubi freið sem ekið var frá Hagkaupum í Skeifunni að lögreglustöðinni við Hverfisgötu, hótað lögreglumönnum nr. B og C , og fjölskyldum þeirra, lífláti. Í ákæru er háttsemin talin varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt nefndri 1. mgr. 106. gr. skal hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starf s eða neyða starfsmanninn til þess að fr amkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, sæta fangelsi allt að 6 árum. Þá segir í sömu málsgrein, eins og henni var breytt með lögum nr. 25/2007, að ef brot beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeiting ar, megi beita fangelsi allt að 8 árum. Ákærði neitar sök. Í skýrslu sinni hjá lögreglu sagði hann að það hefði ekki verið ætlun hans að gera lögreglumönnunum neitt. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa látið orð sem efnislega fólu í sér framangreint falla í garð annars lögreglumannsins en tilgreindi ekki hvor þeirra það hefði verið . Ákærði byggir varnir sínar aðallega á því að hann hafi ekki meint þetta sem hótanir auk þess sem þær hafi að einhverju leyti verið bundnar skilyrði og séu því ekki forsendur ti l að meta þau orð hans sem hótanir. Með framburði lögreglumanna nr. B og C og fyrirliggjandi upptöku m úr búkmyndavél um þeirra telur dómurinn sannað að ákærði hafi látið þau orð falla sem hér að framan eru rakin og heyrast á upptökunum , og var hann þá nokku ð æstur. Þar má heyra ákærða ítrekað segja berum orðum að hann ætli að drepa báða lögreglumennina. Er það mat dómsins að í því samhengi skipti ekki máli varðandi refsinæmi verknaðarins 31 að hann var þar í einhverjum tilvikum að svara spurningu lögreglumanns um það hvern hann ætlaði að drepa. Þá kom skýrt og ítrekað fram hjá ákærða að hann hótaði einnig fjölskyldu lögreglumanns nr. C og kvaðst ætla að tortíma henni kæmi eitthvað fyrir hann. Skömmu síðar, þegar ákærði var að fara úr bifreiðinni, heyrist hann se gja byrjaðu bara að kveðja fjölskylduna þína . Ek ki verður af upptökunni ráðið við hvern ákærði sagði þetta en samkvæmt framburði beggja lögreglumannanna var ákærði þá að beina orðum sínum til lögreglumanns nr. C og verður við það miðuð. Af upptökunni má einnig ráða að eftir að hafa hótað því að drepa ótilgreindan mann og föður lögreglumanns nr. B sagði ákærði að hann væri að grínast. Hann hélt síðan áfram að viðhafa hótanir og þá gagnvart báðum lögreglumönnunum og fjölskyldu lögreglumanns nr. C . Er það mat dómsins að þau orð ákærða að hann hafi verið að grínast séu merkinga r laus í ljósi hegðunar hans eftir að hann lét þau orð falla . Eins og fram kom í framburði lögreglumannanna tóku þeir hótanir ákærða alvarlega , bæði vegna þeirra orða sem hann lét falla og vegna vitneskju sinnar um ákærða. Einnig er til þess að líta að ástæða afskipta þeirra af ákærða var m.a. sú að hann var sagður vopnaður hnífi í verslun. Orðalag ákæru verður ekki skilið öðruvísi en svo að ákærði sé ákærður fyrir að hót a einnig fjölskyldum lögreglumanna n na. Eins og að framan er rakið þá viðhafði ákærði þessar hótanir gagnvart öðrum lögreglum anninum og hvað hinn varðar beindust hótanirnar að föður hans . Ákæran beinist hins vegar ekki að því að ákærði hefði hótað lögreglum önnunum því að hann ætli að tortíma fjölskyldu þeirra. Ekkert liggur hins vegar fyrir um það hverjir viðkomandi eru, hvort hótanir hafi borist þ e im , viðbrögð þeirra við hótun eða hvort skilyrði séu til að heimfæra háttsemina til framangreinds lagaákvæðis . Þegar af þeirri ástæðu verður ákærði sýknaður hvað þetta varðar. M eð framburði lögreglumannanna fyrir dómi og upptökum úr búkmyndavélum þeirra þykir sannað að ákærði hafi hótað lögreglumönnunum lífláti . Var hótunin til þess fallin að valda ótta þeirra um l íf sitt , heilbrigði eða velferð og mátti ákærði vita að hótun hans yrði tekin alvarlega. Er ákærði því sakfelldur samkvæmt ákæru, að teknu tilliti til framangreinds, og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Niðurstaða 3. ákæruliðar Ákærði e r í 3. ákærulið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa að kvöldi þriðjudagsins 5. apríl, að , veist með ofbeldi að brotaþola, sem er móðir hans, og ógnað lífi, heilsu og velferð hennar, en ákærði sló 32 brota þola ítrekað með krepptum hnefum í líkama, andlit og höfuð, sparkaði í líkama hennar og tók hana ítrekað hálstaki þannig að hún missti meðvitund, auk þess að hóta henni ítrekað lífláti. Afleiðingar þessa voru þær að brotaþoli hlaut yfirborðsáverka á hálsi, mar og yfirborðsáverka í andlit i og á höfði, glóðarauga, mar og yfirborðsáverka á handleggjum og hendi, maráverka á fótlegg, mar og yfirborðsáverka á brjóstkassa og punktblæðingar í augum. Í ákæru er háttsemin talin varða við 211. gr., sbr. 20. gr., og 1. , sbr. 2. mgr. , 218. gr. b í almennum hegningarlögum. Samkvæmt 1. mgr. 218. gr. b skal h ver sá sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyr rverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, sæta fangelsi allt að sex árum. Ef brot er stórfellt getur það varðað fangelsi al lt að sextán árum. Í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 23/2016 , en með því var framangreint lagaákvæði lögfest, segir að við mat á grófleika verknaðar skuli sérstaklega líta til þess hvort þolandi hafi beðið stórfellt líkams - eða heilsutjón eða bani hlotist af. Enn fremur ber að líta til þess hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt, hafi staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart þolanda. Með því að háttsemi sé e ndurtekin er vísað til þess að hún hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að telja megi að viðvarandi ógnarástand hafi skapast. Óumdeilt er að tengsl ákærða og brotaþola er u slík að framangreint lagaákvæði taki til þeirra. Ákærði neitar sök að öðru leyti en því að hann viðurkennir að hafa slegið brotaþola eitt högg. B yggir ákærði sýknukröfu sína á því að háttsemin sé að öðru leyti ósönnuð. Samkvæmt 111. gr. laga um meðferð sakamála skal dómur reistur á sönnunargögnum sem fær ð eru fram við meðfe rð máls fyrir dómi. Ákærða og brotaþola ber saman um að ágreiningur hafi risið á milli þeirra um framkvæmd útfarar föður ákærða sem var eiginmaður brotaþola. Lýsa þau bæði atvikum svo að þau hafi gerst á heimili brotaþola og hafi ákærði verið í nokkru uppn ámi vegna deilna þeirra. Ákærði kvaðst hafa veist að brotaþola og slegið hana eitt laust högg en brotaþoli bar að hann hefði veist að henni eins og lýst er í ákæru. Þeim ber saman um að brotaþoli hafi síðan sagt að útförin færi fram eins og ákærði vildi og að ákærði hafi þá hringt í prest sem ætlunin var að sæi 33 um útförina og látið hann vita af breyttri afstöðu brotaþola. Bæði brotaþoli og ákærði lýstu því að presturinn hefði talað við brotaþola eftir að ákærði ræddi við hann og eftir það ætlað að kalla eft ir aðstoð lögreglu. Framburður ákærða hefur um margt verið stöðugur í gegnum meðferð málsins. Þó bar hann um það hjá lögreglu að hafa slegið brotaþola einu sinni með flötum lófa en sagði fyrir dómi að um hefði verið að ræða hnefahögg sem hefði lent á ská á brotaþola. Þá kvaðst hann hjá lögreglu hafa komið til brotaþola tveimur sólarhringum áður en atvik gerðust en fyrir dómi einum sólarhring. Í báðum tilvikum taldi hann brotaþola hafa verið með áverkana þegar hann kom . Í skýrslu sinni hjá lögreglu sagði ákæ rði að brotaþoli hefði líklega hlotið áverka við það að detta en fyrir dómi nefndi hann fyrst að skýring áverkan n a gæti verið fyrr. Ekki kom fram trúverðug skýring ákærða á breyttum framburði varðandi tilurð áverkanna. Framburður brotaþola hefur að mes tu verið stöðugur um þau atriði sem máli skipta við úrlausn málsins. Hún ræddi við þá lögreglumenn sem fyrstir komu á vettvang og sagði þeim að ákærði hefði ráðist á hana og meitt hana. Þá gaf hún skýrslu á vettvangi strax í kjölfar atvikan n a. Kom þá fram hjá henni að árás ákærða hefði staðið um klukkustund með hléum. Hann hefði hent hlutum í hana, kýlt hana ítrekað með hnefa bæði í líkama og höfuð, sparkað í bringuna á henni, tekið hana kverkataki fimm til sex sinnum þannig að hún gat ekki andað, tekið í f ætur hennar og lyft henni þannig upp og hótað henni lífláti. Fyrir dómi staðfesti hún að ákærði hefði kýlt hana í höfuðið og líkamann og sparkað í líkama hennar. Þá kom fram hjá henni að ákærði hefði einnig veist að henni og sparkað í hana þar sem hún lá á gólfinu en hjá lögreglu kvaðst hún hafa verið í sama stól allan tímann. Þá nefndi hún fyrst fyrir dómi að hún hefði einnig kallað eftir aðstoð með öryggishnappi. Hjá lögreglu taldi brotaþoli að ákærði hefði tekið um háls hennar fimm eða sex sinnum og að h ann hefði sparkað í bringu hennar en fyrir dómi að hann hefði tekið tvisvar eða þrisvar sinnum um háls hennar og kýlt hana í bringuna. Þá kvaðst hún ekki hafa verið með heyrnartæki þegar árásin átti sér stað og ekki hafa séð ákærða skemma þau en taldi að gervitennur hennar h efðu brotnað þegar ákærði stappaði eða steig á andlit hennar. Af vottorði og vætti læknis sem skoðaði brotaþola á slysadeild í kjölfar atviksins telst sannað að hún var þá með þá áverka sem í ákæru greinir. Reyndist brotaþoli vera með s ömu áverka þegar hún var skoðuð af réttarmeinafræðingi degi síðar. Í greinargerð réttarmeinafræðings og í framburði hans f yrir dómi kom fram að ekki hefði verið að sjá 34 á áverkunum að viðkomandi hefði verið með hring eða að far eftir skó væru á þeim . Þá lig gur ekkert fyrir um útlit hringa og skóbúnaðar ákærða né heldur hefur verið staðfest að brotaþoli hafi hlotið frekari áverka svo sem á baki . Jafnframt kom fram hjá réttarmeinafræðingnum að tæknilega séð væri ekkert sem hindr að i það að fólk gæti sjálft veit t sér áverka sem þessa en af framburði hans má tti ráða að hann taldi það fjarstæðukennt . Ú tilokaði hann að áverkar brotaþola hefðu komið við eitt högg eins og það sem ákærði hefur viðurkennt að hafa slegið brotaþola. Sagði hann að öll heildarmynd áverka br otaþola benti til líkamsárásar af hærri gráðu. Þá t aldi bæði réttarmeinafræðingurinn og sá læknir sem skoðaði brotaþola á slysadeild að áverkarnir gætu hafa orðið við atlögu eins og þá sem brotaþoli lýsti og rakin er í ákæru. T aldi réttarmeinafræðingurinn að útlit áverkanna samrýmdist því að brotaþoli hefði hlotið þá 5. apríl sl. og í mesta lagi gæti skeikað degi til eða frá. Út i lok að i það að eiginmaður brotaþola hefði getað veitt henni áverkana. Jafnframt staðfesti réttarmeinafræðingurinn að brotaþoli hefði verið með varnaráverka á höndum. Einnig kom fram hjá réttarmeinafræðingnum að áverkar á hálsi brotaþola væru dæmigerðir fyrir tak annars manns gegn hálsi og að langsótt og óvanalegt væri að einstaklingur gæti veitt sér slíka áverka sjálfur. Erfitt væ ri að tala um stærð kraftsins sem hefði verið beitt en ekki þyrfti mikið eða sterkt tak til að loka hálsæðum eða klemma húðina til þess að kæmu slíkar blæðingar á hálsinn. Blæðingar í augum bentu til þess að í einhvern tíma hefði lokast fyrir blóðflæði frá höfði þannig að höfuðið losaði sig ekki við blóð en það flæddi áfram upp í höfuðið. Benti það til þess að krafturinn hefði ekki verið mjög mikill. Ákveðin hætta væri á því að fólk missti meðvitund þegar tekið væri um háls þess á þennan hátt og gæti áframh aldandi tak leitt til þess að viðkomandi kæmist ekki aftur til meðvitundar þegar takið væri losað . Sagði vitnið að hefði brotaþoli tapað meðvitund hefði ástand hennar verið lífshættulegt en einungis brotaþoli gæti sagt til um það. Ákærði byggir á því að br otaþoli sé mjög ótrúverðugt vitni og nefndi dæmi þess að hún hefði borið rangar sakir á menn. Tvö systkini ákærða komu fyrir dóminn og tóku undir þetta e n hvorugt þeirra gat nokkuð borið um árás ákærða á brotaþola. Þá var vitnið K ekki vitni að árásinni en framburður hennar fyrir dómi verður skilinn svo að hún hefði ekki séð brotaþola sama dag og árásin átti sér stað en hefði séð hana með áverka degi síðar . Þá er ekkert fram komið sem styður það að brotaþoli hafi sjálf veitt sér áverkana. 35 Ákærði hefur alfarið neitað því að hafa hótað brotaþola eins og lýst er í ákæru. Brotaþoli sagði í framburði sínum hjá lögreglu að ákærði h efð i meðan á atvikum stóð hótað henni lífláti . Var þetta borið undir hana fyrir dómi og rifjaðist þetta þá upp fyrir henni . Eru engin önnur gögn fram komin hvað þetta varðar og verður ákærði að njóta þess vafa sem uppi er um sekt hans, sbr. 108 og 109. gr. laga um meðferð sakamála, og er hann því sýknaður af því að hafa ítrekað hótað brotaþola lífláti. Brotaþoli reyndist vera með áverka víðsvegar um líkamann eftir árás ákærða, eins og rakið hefur verið, sem hver um sig telst þó ekki vera alvarlegur að mati réttarmeinafræðingsins. Þá lýsti brotaþoli því að hún hefði orðið hrædd og óttast um líf sitt. Fær framburður hennar jafnframt stoð í framburði I sem ræddi tvívegis við ákærða og brotaþola þetta kvöld , og leið klukkustund á milli símtala , og taldi hann augljóst í síðara tilvikinu að ákærði hefði ráðist á brotaþola og kallaði þá til lögreglu. Eins og rakið er hér að frama n geta læknisfræðileg gögn ekki staðfest að brotaþoli hafi misst meðvitund við hálstak ákærða. Brotaþoli bar um þetta bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og talaði þá jafnframt um minnisleysi. Verður framburður hennar skilinn svo að hún hafi legið á gólfinu þe gar hún missti meðvitund en ekki eru önnur gögn fram komin um að árásin hafi einnig átt sér stað þar. Ræðst mat dómsins á alvarleika árásarinnar að hluta af því hvort meðvitundarleysi telst sannað. Einungis er við framburð brotaþola að styðj a st hvað þetta varðar og verður ákærði því að njóta þess vafa sem er uppi . Telst því ósannað að ákærði hafi haldið hálstaki á brotaþola uns hún missti meðvitund. Framburðar brotaþola hefur að öðru leyti verið stöðugur um flest þau atvik sem greinir í ákæru og fær hann að öðru leyti stoð í framangreindum gögnum, og þar með að hluta í framburði ákærða. Er það mat dómsins að ákærði hafi veist að brotaþola eins og í ákæru greinir en að ósannað sé að brotaþoli hafi misst meðvitund , að ákærði hafi þrengt að hálsi hennar oftar en tvisvar sinnum og að ákærði hafi hótað brotaþola. Ákærði er ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi, sbr. 211., sbr. 20. gr. , almennra hegningarlaga og 1. , sbr. 2. mgr. , 218. gr. sömu laga. Eins og rakið hefur verið telur dómurinn ósannað að ákærði hafi hótað brotaþola lífláti á meðan á árásinni stóð. Í dómaframkvæmd hafa dómstólar fellt undir tilraun til manndráps árás sem ekki var lífshættuleg eins og á stóð en hefði getað verið það ef atlagan hefði á einhvern hátt verið lítillega frábrugðin . Þá hefur jafnframt verið litið til þess ofsa er felst í árás og huglægrar afstöðu árásarmannsins. Þegar litið er til atvika og framburðar réttarmeinafræðingsins er ljóst að áframhaldandi tak á hálsi brotaþola hefði getað verið 36 lífshæt tulegt fyrir brotaþola. Fyrir liggur upptaka af ákærða þegar lögregla handt ó k hann skömmu eftir að árásin átti sér stað og virðist hann þá vera rólegur. Þá v i rðist vera verulegur aflsmunur á ákærða og brotaþola en ákærði er meiri að burðum og má ætla að af leiðingar háttseminnar hefðu orðið enn alvarlegri hefði hann beitt sér með miklum ofsa. Af framangreindu verður því ekki slegið föstu að atlaga ákærða hafi verið svo ofsafengin að hún hefði getað leitt til lífshættu í samræmi við ofangreint né heldur verði af því ráðið að ásetningur ákærða hafi staðið til þess að valda and láti brotaþola . Í ljósi þess telst ósannað að ákærði hafi gerst sekur um brot gegn 211., sbr. 20. gr. , almennra hegningarlaga og er hann sýknaður af því. Brot ákærða er í ákæru jafnframt talið varða við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b í sömu lögum. Þrátt fyrir framangreinda niðurstöðu er ljóst að hálstak eins og brotaþoli lýs ti og telst sannað samkvæmt framang reindu telst vera hættuleg aðferð. Þá var atlagan einnig alvarleg í ljósi þess að ákærði beindi höggum sínum m.a. að andliti og höfði brotaþola. Eins og málið liggur fyrir verður þó ekki talið sannað að brotaþoli hafi hlotið stórfellt líkams - eða heilsutjó n af árásinni en við atlöguna hlaut hún dreifða áverka eins og rakið er í ákæru. Auk þess sem rakið hefur verið þá telur dómurinn það auka á alvarleika brotsins að árásin beindist að aldraðri og veikri móður ákærða sem var í sérstaklega viðkvæmri stöðu eft ir að hafa nýverið misst maka sinn og að árásin stóð yfir í langan tíma , eða um klukkustund samkvæmt framburði vitn i sins I og framburði brotaþola hjá lögreglu . Þá var árásin meiðandi en með henni var ákærði að reyna að þvinga fram vilja sinn í viðkvæmu mál i . Misnotaði ákærði freklega yfirburðastöðu sem hann var í gagnvart brotaþola. Er það mat dómsins að árásin í heild sinni hafi verið til þess fallin að vekja mikla ógn hjá brotaþola . Eins og rakið hefur verið metur dómurinn ósannað að brotaþoli hafi hlotið stórfellt líkams - eða heilsutjón af árásinni. Að öllu þessu virtu telur dómurinn sannað þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa , sbr. 108. og 109. gr. laga um meðferð sakamála, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í 3. ákærulið , að teknu tilliti til þess sem að framan er rakið . Með vísan til framangreinds eru ekki efni til að meta árás ákærða sem stórfellda í skilning 2. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum og t elst háttsemi ákærða varða við 1. mgr. lagaákvæðisins. VI Ákæ rði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 22. júní 2022, á hann að baki nokkurn sakaferil. Við ákvörðun refsingar ákærða nú ber að líta til þess 37 að hann var með dómi héraðsdóms 2019 dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir m.a. brot gegn 1 . mgr. 218. gr. b., 1. mgr. 218. gr., 217. gr., 232. gr. og 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga. Þann 24. desember 2019 fékk ákærði reynslulausn vegna 120 daga af dæmdri refsingu, skilorðsbund na í eitt ár , en rauf þá reynslulausn og lauk hann afplánun dómsins 17. maí 2020. Þá gekkst ákærði undir sektargerð lögreglustjóra 19. mars 2021 vegna aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Einnig var ákærði með dómi héraðsdóms 2021 dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir m.a. brot gegn 1. mgr. 106. gr . og 1. mg r. 232. gr. almennra hegningarlaga og akstur undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna og sviptur ökurétti. Var dæmd refsing að hluta til hegningarauki vegna framangreindrar sektargerðar, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Með dómi héraðsdóms 2006 var ákærði sýknaður af broti gegn 211., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga með vísan til 15. gr. sömu laga og dæmdur til að sæta öryggisgæslu. Sú öryggisgæsla var rýmkuð með úrskurð i héraðsdóms 2008 . Samkvæmt fyrirliggjandi geðmati var ákærði sakhæf ur þegar hann framdi brot það sem greinir í 3. ákærulið og talið var að refsing gæti borið árangur. Er ekkert fram komið sem bendir til þess að staða hans hafi verið önnur þegar hann framdi brot þau sem greinir í 1. o g 2. á kærulið. Telst refsing vegna þe ss brot s sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir samkvæmt 1. ákærulið vera hegningarauki vegna framangreindrar sektargerðar og dóms frá árinu 2021, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar ákærða er til þyngingar litið til eðlis og al varleika þeirra brota sem hann hefur verið sakfelldur fyrir , sbr. 1. og 3. tl. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, vegna allra ákæruliðanna. Einnig er litið til 2. og 6. tl. vegna 1. og 3. á kæruliðar , og til 3. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga vegna 2. á kærulið ar og 1. mgr. 218. gr. c í sömu lögum vegna 3. á kæruliðar , vegna sakarferils ákærða . Samkvæmt framangreindu og með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár en í ljósi sakaferils ákærða eru ekki efni t il að skilorðsbinda dæmda refsing u . Til frádráttar dæmdri refsingu kemur óslitið gæsluvarðhald sem ákærði hefur s etið í frá 6. apríl 2022, með fullri dagatölu. VII Í ákæru er getið um bótakröfu brotaþola samkvæmt 1. ákærulið. Gerir hún kröfu um miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta eins og nánar greinir í ákæru. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir alvarlegt brot gagnvart brotaþola. Eins og rakið er hér að framan hefur háttsemi ákærða va ldið brotaþola, sem var ára 38 þegar atvik gerðust, mikilli vanlíðan. Er háttsemi ákærða jafnframt til þess fallin að valda brotaþola miska og hefur ákærði því með háttsemi sinni bakað sér bótaábyrgð á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykir f járhæð miskabóta hæfilega ákveðin, með hliðsjón af atvikum og dómafordæmum, 400.000 krónur , auk vaxta og dráttarvaxta , eins og nánar greinir í dómsorði. Þá er í ákæru getið um bótakröfu brotaþola samkvæmt 3. ákærulið. Gerir hún kröfu um miskabætur að fjár hæð 5.000.000 króna og sjúkrakostnað að fjárhæð 943.535 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, eins og nánar greinir í ákæru. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir alvarlegt brot gagnvart brotaþola, eins og rakið er hér að framan , en ósannað er að hún hafi við a tlöguna hlotið aðra áverka en þá sem raktir eru í ákæru . Er háttsemi ákærða til þess fallin að valda brotaþola miska og hefur ákærði því með háttsemi sinni bakað sér bótaábyrgð á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykir fjárhæð miskabóta hæfileg a ákveðin, með hliðsjón af atvikum og dómafordæmum, 1. 0 00.000 krón a , auk vaxta og dráttarvaxta , eins og nánar greinir í dómsorði. Hvað varðar sjúkrakostnað þá verður af kröfugerð brotaþola ráðið að krafist sé bóta sem samsvari kostnaði við öflun heyrnartæk ja og gervitanna og á því byggt að þeir munir hafi skemmst í árás ákærða. Er ekkert fram komið um að ákærði hafi skemmt heyrnartæki í árásinni og af hálfu brotaþola kom ekki fram lýsing á því hvernig tækin hefðu skemmst. Hvað varðar gervitennur nar bar brot aþoli um að þær hefðu skemmst í atlögu ákærða er hann stappaði eða steig á andlit hennar. Þótt fyrir liggi að brotaþoli hafi orðið fyrir áverkum vegna árásar ákærða kom það fyrst fram hjá brotaþola fyrir dómi að ákærði hefði stappað eða stigið á andlit hen nar. Þá segir í gögnum frá slysadeild , vegna skoðunar á brotaþola í kjölfar árásarinnar , að ekki sjáist á tönnum hennar og að hún sé með góm. Einnig liggur fyrir vottorð tannlæknis sem staðfesti að brotaþoli hefði komið til hans 26. apríl 2022 og hefðu góm arnir þá reynst vera brotnir. Samkvæmt framangreindu telst ósannað að ákærði hafi skemmt framangreinda muni í árás sinni á brotaþola og verður ákærði sýknaður af þe ssum kröfulið . B ótakröfurnar voru birtar fyrir ákærða við þingfestingu málsins 28. júní 2022 og er upphafstími dráttarvaxta mið aður við það . VIII Ákærði greiði 2/3 hluta alls sakarkostnaðar í málinu, þ. m. t. málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, Þuríðar Bjarkar Sigurjónsdóttur lögmanns, 1.300.000 krónur, 39 og Gísla M. Auðbergssonar lögmanns, 3.200.000 krónur , og útlagð an kostnað síðarnefnds verjanda , 315.052 krónur , og aksturskostnað hans , 106.934 krónur , þóknun réttargæslumanns brotaþola, A , Vöku Dagsdóttur lögmanns, 900.000 krónur og þóknun réttargæslumanns brotaþola, D , Kára Valtýssonar lög manns, 900.000 krónur , en 1/3 hluti framangreinds kostnaðar greiðist úr ríkissjóði . Eru málsvarnarlaun og þóknun lögmannanna ákveðin að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Loks greiði ákærði 2/3 hluta annars sakarkostnaðar, 202.696 krónur , í samræmi við fr amlagt yfirlit ákæruvaldsins , og kostnað við geðrannsókn, 714.000 krónur , eða alls 916.969 krónu r, en 1/3 hluti greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í tvö ár . Til frádráttar kemur óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 6. apríl 2022 til dagsins í dag, með fullri dagatölu. Ákærði greiði A 400.000 krónur , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 , frá 2. október 2020 til 28. júlí 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði D 1. 0 00 .000 krón a , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 6. apríl 2022 til 28. júlí 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 2/3 hluta alls sakarkostnaðar, þ . m. t. málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, Þuríðar Bjarkar Sigurjónsdóttur lögmanns, 1.300.000 krónur, og Gísla M. Auðbergssonar lögmanns, 3.200.000 krónur, útlagð an kostnað verjandans, 315.052 krónur, og aksturskostnað hans, 106.934 krónur, þóknun ré ttargæslumanns brotaþola, A , Vöku Dagsdóttur lögmanns, 900.000 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola, D , Kára Valtýssonar lögmanns, 900.000 krónur og annan sakarkostnað 916.969 krónur , en 1/3 hluti framangreinds kostnaðar greiðist úr ríkissjóði. S igríður Elsa Kjartansdóttir (sign)