Héraðsdómur Reykjaness Dómur 5 . desember 202 3 . Mál ið nr. E - 960 /202 3 : A (Harpa Rún Glad lögmaður) gegn B ( Unnur Lilja Hermannsdóttir lögmaður) Dómur: Mál þetta var höfðað 22. mars 2023 og dómtekið 14. nóvember. Stefnandi er A , [...] . Stefndi e r [sveitarfélagið] B . Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness á grundvelli samnings aðila, sbr. 3. mgr. 42. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefndi sé skaðabótaskyldur gagnvart stefnanda vegna ráðningar C í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs hjá stefnda í apríl 2022. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu 4.000.000 króna mis kabóta með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22 . mars 202 3 til greiðsludags. Loks er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda að skaðlausu fyrir stefnanda . Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfu m stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi að mati dómsins, en að því frágengnu verði dómkröfur stefnanda lækkaðar verulega og málskostnaður felldur niður. I. - Upphaf máls . 1. Þann [...] 2022 auglýsti stefndi eftir metnaðarfullum einstaklingi í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs hjá sveitarfélaginu. Segir í auglýsingunni að sviðsstjóri sé yfirmaður fjölskyldusviðs og beri stjórnunarlega ábyrgð á málaflokkum sviðsins, þ.e. félagsþjónustu og fræðslumálum ásamt íþrótta - og tómstundamálum. Um sé að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins og beri sviðsstjóri ábyrgð gagnvart sveitarstjóra og sveitarstjórn í sínum störfum. Leitað sé eftir dugmiklum einstaklingi með mikinn áhuga og reynslu a f stjórnun og teymisstarfi ásamt þekkingu í að minnsta kosti einum af 2 málaflokkum sviðsins. Þá þurfi viðkomandi að búa yfir hæfni til að skipuleggja og virkja samstarfsmenn til samráðs og samvinnu um málefni fjölskyldunnar. Er síðan lýst í 12 liðum hver sé u helstu verkefni sviðsstjóra og í því sambandi m.a. tilgreint stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum sviðsins, gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með fjárreiðum sviðsins og ábyrgð á samræmingu og samhæfingu félagsþjónustu, skóla - og íþróttas tarfs. Um menntunar - og hæfniskröfur segir í auglýsingunni að viðkomandi þurfi að hafa (1) háskólamenntun sem nýtist í starfi og sé framhaldsmenntun kostur. Þá þurfi viðkomandi að hafa (2) þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu, (3) þekkingu og reyn slu af fræðslu - og/eða félagsþjónustu sveitarfélaga, (4) haldgóða þekkingu og reynslu af rekstri, teymisvinnu, stjórnun og stefnumótun, (5) leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, (6) sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og s kipulagshæfni, (7) þekkingu á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar - og fjárhagsáætlana, (8) þekkingu á helstu upplýsingakerfum, (9) þekkingu á undirbúningi og stjórnun funda og (10) góða íslenskukunnáttu og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. Umsóknarfrestur er sagður til og með [...] 2022 og skulu umsóknir sendar á [...] .is ásamt ferilskrá og ítarlegu kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjenda sem nýtist í starfi. Tekið er fram að samkvæmt samþykktum um s tjórn sveitarfélagsins ráði sveitarstjórn stefnda í starf sviðsstjóra. 2. Stefnandi sótti um starfið 2022. Í umsókn hans segir m.a. að hann hafi tveggja áratuga þekkingu og reynslu af fræðslumálum gegnum störf sín við Grunnskóla [stefnda] og þriggja ár atuga þekkingu og reynslu af íþrótta - og æskulýðsmálum innan sama sveitarfélags, sem og áratuga reynslu af ábyrgð á daglegum rekstri, umsjón og eftirliti með fjárstreymi, áætlanagerð fjárhags - og verkáætlana og mannauðsmálum. Fram kemur að stefnandi hafi f rá 2019 - 2022 verið framkvæmda - , fjármála - og þjónustustjóri hjá [...] , sé með BS gráðu 2017 frá Háskólanum á Bifröst í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti, hafi í febrúar 2019 lokið MA námi í menningarstjórnun og MLM námi í forystu og stjórnun me ð áherslu á mannauðsstjórnun við sama háskóla og 2013 lokið tveggja missera námi í verkefnastjórnun - leiðtogaþjálfun frá Háskólanum á Akureyri. 3. 3 Með bréfi C 9. mars 2022, sem ber ekki með sér hvert sent var, óskaði hann eftir viðræðum við sveitarstjóra/sv eitarstjórn stefnda um að sinna tímabundið starfi sviðsstjóra fjölskyldusviðs stefnda. Segir í bréfinu að C hafi áhuga á að taka við starfi sviðsstjóra til eins árs og sinna innleiðingu fyrirliggjandi verkefna á sviðinu ásamt daglegri stjórnun þess. Sjálfu r þekki hann vel til undanfara og undirbúnings margra þeirra verkefna, hafi skoðun á þeim og áhuga á að fylgja þeim eftir með farsæld sveitarfélagsins í huga. Í framhaldi tilgreinir C helstu verkefni sem hann hafi í huga og nefnir m.a. skólaþjónustu sveita rfélagsins, lög um farsæld barna og samstarf sveitarfélaga í barnaverndarþjónustu, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og mannauðsmál fjölskyldusviðs stefnda. Þá segir í bréfinu að hafi sveitarstjórn stefnda áhuga á að skoða tillögur C muni hann fara fram á ei ns árs launalaust leyfi hjá stefnda sem skólastjóri Grunnskóla [stefnda] . Tekið er fram í bréfinu að C hafi lokið B.ed námi í kennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000 og verið skólastjóri nefnds grunnskóla frá [...] . Bréfinu fylgdi ferilskrá C og kemur þar m.a. fram að hann hafi starfað sem kennari við þrjá grunnskóla á [átta áru m] áður en hann tók við starfi skólastjóra. 4. L sótti um starf sviðsstjóra hjá stefnda og liggur fyrir í því sambandi stigamat stefnda eftir fyrstu viðtöl við hana, stefn anda og C sem fram fóru dagana 18. - 21. mars 2022. Í matinu er tekið á þeim 10 menntunar - og hæfniskröfum sem áður greinir og er niðurstaðan sú að L fær 3,13 stig, stefnandi 3,15 stig og C 4,68 stig. Um forsendur að baki þeirri stigagjöf segir svo um L : [...] Um forsendur að baki stigagjöf stefnanda segir: Reynsla af opinberri stjórnsýslu ekki mikil, sat í sveitarstjórn til 2010 (12 ár síðan). Ekki mikil hands - on reynsla af fræðslu/félagsþjónustu, aðallega sem notandi. Var umsjónarmaður tölvumála og tölvukennari til 2011 og hefur kennt tölvunámskeið fyrir fullorðna. Hefur reynslu af ungmennafélögum og félagsstarfi. Reynsla af rekstri sem einyrki og með lítið fyrirtæki, lít ið umfang, t.d. í áætlanagerð. Dæmi um reynslu af Um forsendur að baki stigagjöf C segir: margra ára innan sveitarfélags. Mikið reynt á reynslu af opinberri stjórnsýslu, þ.e. í 4 tengslum við starfsmannamál, breytingastjórnun, skólamál o.fl. Mjög djúp reynsla af fræðslu og nokkur reynsla af félagsþjónustu. Mikil reynsla af rekstri. Mjög mikil hands - on reynsla af stefnumótandi áætlanagerð og gerð annarra áætlana. Mikil hands - on reynsla I I. - Ráðning stefnda í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs . 1. Miðvikudaginn [...] 2022 var haldinn fundur byggðarráðs og fundarmenn skráðir D formaður, E aðalmaður, F aðalmaður, G aðalmaður, H aðalmaður og I aðalmaður. J sveitarstjóri sat einnig fundinn ásamt nafngreindum fundarritara. bókar að K ráðgjafi [ráðningarfyrirtæki s ] hafi komið inn á fundinn gegnum fjarfundabúnað og hún og sveitarstjóri farið yfir ráðningarferlið og niðurstöður viðtala við stefnanda, L og C . Í framhaldi var borin upp svohljóðandi tillaga og hún samþykkt með atkvæðum allra sex fundarmanna: ðarráð leggur til við sveitarstjórn að ráða C í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs til eins árs. Samhliða er C veitt ársleyfi frá starfi skólastjóra Grunnskóla lagt til að M aðstoðarskólastjóri tæki tímabundið við skólastjórastöðu C frá 1. júní 2022. Var bókað í þessu sambandi að E hafi vikið af fundi undir þessum dagskrárlið. 2. Strax að loknum ofangreindum fundi hófst fundur sveitarstjórnar og fundarmenn sk ráðir E oddviti, G varaoddviti, D aðalmaður, F aðalmaður, H aðalmaður, I aðalmaður og N varamaður. J sveitarstjóri sat einnig fundinn ásamt sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs og fundarritara. Borin var upp tillaga byggðarráðs um ráðningu sviðsstjóra fjölskyldusviðs og hún samþykkt með öllum sjö greiddum atkvæðum. Í framhaldi var borin upp tillaga byggðarráðs um afleysingu skólastjóra Grunnskóla og hún samþykkt með sex atkvæðum en áður hafði E oddviti sveitarstjórnar vikið af fundi. 3. 5 Í málin u liggur fyrir að E oddviti sveitarstjórnar stefnda og C eru systrabörn og þannig skyldir í annan lið til hliðar. Þá var E á greindum tíma maki M aðstoðarskólastjóra g runnskóla stefnda , sem ráðin var tímabundið í stöðu skólastjóra í stað C . Þá er óumdeilt að I sveitarstjórnarmaður var kennari við g runnskóla stefnda og undirmaður C þegar sveitarstjórn tók ákvörðun um ráðningu þess síðarnefnda . Einnig liggur fyrir að N sveitarstjórnarmaður var stuðningsfulltrúi við g runnskóla stefnda og undirma ður C þegar umrædd ákvörðun var tekin 2022. Þá er því haldið fram af hálfu stefnanda að við ákvarðanatöku sveitarstjórnar stefnda 2022 hafi G var aoddviti verið þroskaþjálfi við g runnskóla stefnda og starfað þar undir stjórn C . Á hinn bóginn heldur stefndi því fram að G hafi í starfi sínu sem þroskaþjálfi verið starfsmaður sveitarstjórnar og lotið boðvaldi hennar, þótt hún hefði starfsstöð í grunnskólanum. Um þýðingu og mikilvægi ofangreindra staðreynda verður fjallað síðar. 4. Þann 2. apríl 2022 ósk aði stefnandi eftir rökstuðningi fyrir ráðningu stefnda í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og var því erindi svarað með bréfi sveitarstjóra 4. sama mánaðar. Í bréfinu er vísað til þeirra 10 menntunar - og hæfniskrafna sem frá greinir í kafla I. - 1. að frama n og sagt að á grundvelli heilstæðs mats á umsækjendunum þremur C starfið. Sú ákvörðun hafi m.a. byggst á því að C sé kennaramenntaður og hafi síðastliðin 14 ár starfað sem skólastjóri Grunnskóla með forráð yfir [...] starfsmönnum og búi yfir mikilli reynslu og þekkingu sem stjórnandi í opinberri stjórnsýslu. Þá hafi hann mikla reynslu af stefnumótun með stjórnendum sveitarfélagsins og hafi m.a. innleitt stefnumótunarvinnu fyrir grunnskólann m eð góðum árangri. Sem skólastjóri og þar áður grunnskólakennari hafi C öðlast djúpa þekkingu og reynslu af fræðslumálum, fengið mikla innsýn í félagsþjónustumál, s.s. barnaverndarmál og íþrótta - og tómstundamál og unnið í nánu samstarfi við fjölskyldusvið stefnda og skólastjórnendur, fræðslustjóra og félagsmálastjóra annarra sveitarfélaga. Í starfi sínu sem skólastjóri hafi C borið ábyrgð á rekstri skólans, þ.m.t. gerð fjárhags - og rekstraráætlana. Þá hafi hann mjög góða þekkingu á helstu upplýsingakerfum s em notuð séu við grunnskólann og mikla reynslu af undirbúningi og stjórnun funda. Þá hafi hann mjög gott vald á íslensku og sé þaulvanur að koma fram sem kennari og skólastjórnandi. Í viðtölum hafi C gefið skýr dæmi úr störfum sínum sem lýstu hans stjórnun arstíl, sýnt mikla leiðtogahæfileika, þjónustulund 6 og reynslu af teymisvinnu og borið með sér jákvæðni og góða hæfni í mannlegum samskiptum. C hafi þannig mætt öllum kröfum sem gerðar voru í auglýsingu stefnda um menntun, reynslu, þekkingu, hæfni og vinnub rögð. II I. - Eftirmál . 1. Með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda 25. apríl 2022 var óskað eftir upplýsingum um nöfn og starfsheiti allra umsækjenda um sviðsstjórastarfið, sem og þeirra sem boðaðir voru í starfsviðtal og upplýsingum um hvort boðað hefði verið til seinni viðtala. Jafnframt var óskað eftir umsóknargögnum annarra en stefnanda og öllum tiltækum gögnum, þ.m.t. matsblöð, minnisblöð, bréf og fundargerðir, sem lúta að mati á umsækjendum. Ofangreindu bréfi var fylgt eftir með bréfi lögmanns stefnanda 1. júlí 2022, vísað til fyrirliggjandi gagna, ábyrgð lýst á hendur stefnda vegna ólögmætrar ráðningar í starf sviðsstjóra og krafist greiðslu skaða - og miskabóta. Með svarbréfi lögmanns stefnda 7. nóvember 2022 var bótaábyrgð vísað á bug og kröfu m stefnanda hafnað. Spunnust út af þessu bréfaskipti lögmanna í desember, janúar og febrúar, sem óþarft er að rekja samhengi máls vegna, áður en mál þetta var höfðað 22. mars sl. 2. Í málinu liggur fyrir fundargerð byggðarráðs 2023 þar sem m.a. er fjallað um ráðningu sviðsstjóra fjölskyldusviðs stefnda. Segir þar að starfið hafi verið auglýst laust til umsóknar í byrjun febrúar 2023 með umsóknarfresti til [...] . febrúar. Meðal umsækjenda hafi verið C og var samþykkt að leggja til við sveitarstjórn a ð ráða hann í starfið. Meðal fundarmanna var I og vék hann af fundi við afgreiðslu málsins. Fastráðning sviðsstjóra kom til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar stefnda [...] 2023 og sátu fundinn E oddviti, F varaoddviti, H aðalmaður, O aðalmaður, P aðal maður, I aðalmaður og G varamaður. Á fundinum var samþykkt tillaga byggðarráðs um fastráðningu C í starf sviðsstjóra með fimm greiddum atkvæðum, en áður höfðu E og I vikið af fundi. Í lok fundar staðfesti fullskipuð sveitarstjórn uppsögn C úr starfi skólastjóra grunnskóla stefnda, færði honum bestu þakkir fyrir framlag hans í því starfi og óskaði honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Jafnframt var borin upp tillaga um að sveitarstjóri 7 auglýsti skólastjórastarfið laust til umsóknar og var til lagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum. Liggur fyrir í því sambandi fundargerð byggðaráðs 2023 þar sem fjallað var um ráðningu skólastjóra grunnskólans á grundvelli auglýsingar þar um og segir að ein umsókn hafi borist; frá M starfandi skólastjóra. V ar lagt til að sveitarstjórn myndi fastráða M í sama starf. Meðal fundarmanna var I og vék hann af fundi við afgreiðslu málsins. 3. Undir rekstri dómsmálsins skoraði stefnandi á stefnda að leggja fram ráðningarsamning sem gerður var við C vorið 2022. Í kjö lfarið lagði stefndi fram ódagsettan samning, undirritaðan af sveitarstjóra stefnda og C . Segir þar að C gegni starfi sviðsstjóra fjölskyldusviðs stefnda frá 1. júní 2022 til 1. júní 2023 og séu umsamin mánaðarlaun við undirritun samnings 998.390 krónur, a uk nánar tiltekinna álagsgreiðslna og fríðinda. IV . - Helstu málsástæður og lagarök stefnanda . Stefnandi reisir mál atilbúnað sinn á því að ákvörðun stefnda um ráðningu C í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs stefnda hafi verið ólögmæt og saknæm og haldin svo verulegum annmörkum að hún sé ógildanleg að stjórnsýslurétti. Með ráðningunni hafi ekki verið farið að þeim lagaskyldum sem stjórnvaldi ber i að virða við ráðningar í opinber störf og málsmeðferð því samfara. Stefnandi hafi uppfyllt skilyrði auglýsingar og hæfniskröfur til þess að hljóta hið auglýsta starf og v erið sannanlega hæfastur af umsækjendum til að hljóta starfið. M eð hinni ólögmætu ákvörðun og samfara höfnun á að ráða stefnanda í starfið hafi stefndi valdið stefnanda veruleg u fjártjón i og miska og beri ábyrgð á því tjóni. 1. - Ó gild ing ákvörðunar vegna vanhæfis. Stefnandi byggir á því að með ákvörðun sveitarstjórnar stefnda 2022 um tímabundna ráðningu C í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs hafi stefndi brotið freklega gegn hæfisreglum sveitar stjórnarlaga nr. 138/2011 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sem og gegn samþykkt um stjórn nr. frá . Við könnun á hæfi þeirra sem stóðu að ákvörðuninni verði ekki framhjá því litið að samhliða ákvörðun um ráðningu C var honum veitt leyfi frá störf um sem skólastjóri Gunnskóla til eins árs og hafi sú ákvörðun óhjákvæmilega falið í sér að M aðstoðarskólastjóri tæki við stöðu skólastjóra. 8 Þannig hafi M haft hagsmuna að gæta af ráðningu C í stöðu sviðsstjóra og skipti það máli þar sem M var á sama t íma maki E oddvita sveitarstjórnar stefnda . Stefnandi byggir nánar á því að stefndi hafi viðurkennt vanhæfi þriggja nefndarmanna byggðarráðs og fjögurra sveitarstjórnarmanna sem komu að ráðningu C og vísar í því sambandi til bréfs lögmanns stefnda 16. janúar 2023 skoðun á hæfi sveitarstjórnarmanna við afgreiðslu málsins, m.a. vegna athugasemda og ábendinga í bréfi þínu leiddi hins vegar í ljós að ekki hafi verið gætt nægilega vel að því að tryggja hæfi allra sveitarstjórnarmanna. Sveitarfélagið þakkar ábendinguna og biðst velvirðingar á því að ekki hafi verið gætt betur að því en raun ber vitni Telur s tefnandi að með greindri viðurkenningu hafi stefndi í raun lýst því yfir og staðfest að ákvörðunin um ráðningu C hafi verið ólögmæt og ógild að lögum sökum vanhæfis . Skal nú nánar vikið að meintu vanhæfi. 1.1. Stefnandi byggir á því að E hafi sem fulltrúi í byggðarráði stefnda verið vanhæfur að lögum og samþykkt stefnda til að fjalla um og greiða atkvæði með tillögu um ráðningu C á fundi ráðsins 2022 þar sem E og C séu systrabörn og því skyldir í annan lið til hliðar. Brjóti þetta gegn samþykkt um stjórn nr. , en þar segi í [...] gr. um hæfi til þátttöku í meðferð og afgreiðslu einstakra mála að viðkomandi teljist vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar. Í samþykkt inni séu þannig gerðar ríkari kröfur til hæfis nefndarmanna s tefnda en gert sé í 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga , en þar segi að einstaklingur sé vanhæfur til meðferðar máls þegar hann er skyldur málsaðila að einum lið til hliðar, nema strangari regla sé sett í samþykkt, líkt og hér eigi við . Þess utan hafi E verið vanhæfur til meðferðar máls í byggðarráði vegna maka hans M , sem gegndi stöðu aðstoðarskólastjóra g runnskóla st efnda í mars 2022 og var ráðin tímabundið í starf skólastjóra samhliða ráðningu C sem sviðsstjóra fjölskyldusviðs stefnda . Þannig byggi vanhæfi E til meðferðar máls jafnframt á [...] gr. samþykktar nr. og 1. málsl ið 5. tölul iðs 1. mgr. 3. gr. stjórnsýs lulaga, sbr. 1. mgr. 20 gr. sveitarstjórnar laga, enda átti maki hans verulegra hagsmuna að gæta við alla ákv arðanatöku í málinu . 1.2. Stefnandi byggir á því að G hafi sem fulltrúi í byggðarráði stefnda verið vanhæf að lögum og samþykkt stefnda til að fjalla um og greiða atkvæði með tillögu um ráðningu 9 C á fundi ráðsins 2022 þar sem G hafi á sama tíma verið þroskaþjálfi við g runnskóla stefnda og þar með undirma ður C skólastjóra . Vísar stefnandi í því sambandi til erindisbréf s skólastjóra þar sem fram komi að hann sé forstöðumaður gunnskóla ns , stjórni honum, beri ábyrgð á starfi skólans og veiti honum faglega forystu. Þar segi einnig að skólastjóri geri ráðningar samning a við alla starfsmenn skólans og vísar stefnandi í því sambandi til fréttar á heimasíðu skólans [...] 2019, undirritaða af C , um að til standi að ráða í stöðu þroskaþjálfa við skólann fyrir komandi vetur. Að gættum þessum atriðum sé l jóst að G hafi verið vanhæf til meðferðar máls á grundvelli 2. málsl iðar 5. tölul iðs 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 20 gr. sveitarstjórnar laga . 1.3. Stefnandi byggir á því að I hafi sem fulltrúi í byggðarráði stefnda verið vanhæfur að lögum og samþykkt stef nda til að fjalla um og greiða atkvæði með tillögu um ráðningu C á fundi ráðsins 2022 þar sem I hafi á sama tíma verið kennari við g runnskóla stefnda og þar með undirmaður C skólastjóra . Vísar stefnandi í því sambandi til sömu sjónarmiða og varðandi va nhæfi G og áréttar að I hafi verið vanhæfur til meðferðar máls þar sem yfirmaður hans , C , hafi átt sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta við meðferð málsins . 1.4. Samkvæmt framansögðu telur stefnandi ljóst að þrír af sex fulltrúum byggðarráðs hafi verið vanhæfir til að fjalla um og greiða atkvæði með tillögu um ráðningu C í starf sviðsstjóra á fjölskyldusviði stefnda og hafi þannig verið brotið gegn [...] gr. samþykktar nr. , sbr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. og 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga. Með sömu rökum hafi byggðarráð ekki verið ályktunarhæf t, sbr. 4. málsl ið 46. gr. sveitarstjórnarlaga laga, sbr. 34. gr. stjórnsýslulaga, þar sem meirihluta byggðarráðs var óheimilt að sitja fundinn, sbr. 8. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga , sbr. 2. mgr. 4. gr. stjórnsýslulaga. 1.5. Stefnandi byggir á því að E hafi sem oddviti sveitarstjórnar stefnda verið vanhæfur að lögum og samþykkt stefnda til að fjalla um og greiða atkvæði með ráðningu C á fundi sveitarstjórnar 2022 og vísar í því sambandi til sömu sjón amiða og rakin eru í kafla IV. - 1.1. að framan. 1.6. 10 Stefnandi byggir á því að G sveitarstjórnarmaður hafi verið vanhæf til meðferðar máls og atkvæðagreiðslu um ráðningu C og vísar í því sambandi til sömu sjónamiða og rakin eru í kafla IV. - 1.2. að framan. 1.7. Stefnandi byggir á því að I sveitarstjórnarmaður hafi verið vanhæfur til meðferðar máls og atkvæðagreiðslu um ráðningu C og vísar í því sambandi til sömu sjónamiða og rakin eru í kafla IV. - 1.3. 1.8. Stefnandi byggir á því að N sveitarstjórnarmaður haf i verið vanhæfur til meðferðar máls og atkvæðagreiðslu um ráðningu C þar sem N hafi á sama tíma verið stuðningsfulltrúi við Grunnskóla og undirmaður C . Er í því sambandi vísað til 2. málsl iðar 5. tölul iðs 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 20 gr. sveitarstjórnarlaga og á það bent að C yfirmaður N h afi átt sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af ákvarðanatöku í málinu. 1.9. Samkvæmt framansögðu telur stefnandi að fjórir af sjö sveitarstjórnarmönnum sem greiddu atkvæði með og báru ábyrgð á rá ðningu C í starf sviðsstjóra hafi verið vanhæfir til meðferðar máls og stefndi þannig brotið freklega gegn [...] gr. samþykktar nr. um stjórn , sbr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. og 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga. Með sömu rökum hafi sveitarstj órn ekki verið ályktunarhæf í skilningi 4. málsl iðar 46. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. 34. gr. stjórnsýslulaga, þar sem meirihluta sveitarstjórnar hafi verið óheimilt að sitja fundinn [...] mars 2022, sbr. 8. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. stjórnsýslulaga. Af því leiði að ákvörðun stefnda um ráðningu C var ógild og í raun markleysa og hafi stefndi þegar af þeirri ástæðu bakað sér ótvíræða bótaskyldu gagnvart stefnanda. 2 . - Hæfasti umsækjandinn ekki ráðinn . Stefnandi byggir á því að það sé viðurkennd meginregla í stjórnsýslurétti að v ið ráðningu í auglýst störf ber i stjórnvaldi ávallt að velja hæfasta umsækjandann, svo sem úrlausnir dómstóla og umboðsmanns Alþingis staðfest i . Í þ ví fel i st að ráða ber i þann umsækjanda sem hefur mestu m enntun og starfsreynslu til að sinna viðkomandi starfi. Stefn di hafi þverbrotið þessa skyldu við ákvörðunartökuna um ráðningu C í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs stefnda . 11 2.1. Stefnandi byggir nánar á því að með auglýsingu á sviðsstjórastarfinu hafi ste fndi augljóslega verið að auglýsa 100% , ótímabundið starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þvert á þetta hafi stefndi ráðið C í tímabundið starf, í samræmi við óskir hans um slíka ráðningu í erindisbréfi 9. mars 2022. Sú málaleitan C hafi ekki verið umsókn um starf ið , heldur skilyrt umsókn um a ð auglýstu starfi yrði breytt í tímabundið starf. Erindið geti því ekki talist umsókn um hið auglýst a starf og hafi stefnda þegar af þeirri ástæðu borið a ð vísa umsókninni frá eða hafna henni. Með því að virða þá skyld u að vettugi og ráð a C í tímabundið starf sviðsstjóra á grundvelli hins skilyrta bréfs hafi stefndi brotið freklega gegn þeim skyldum sem á honum hvíldu að lögum. 2.2. Samkvæmt ofangreindu byggir stefnandi á því að þ ar sem umsókn C hafi aldrei átt að koma til greina og ekki átt að koma til mats á hæfni hans í ráðningarferli stefnda hafi aðeins tveir umsækjendur verið um hið auglýsa starf; stefnandi og L . Af stigamati stefnda á þeim tveimur hafi stefnandi v erið metinn til 3,15 stiga við heildarmat en L til 3,125 stiga. Þannig sé ljóst að stefnandi hafi sannanlega verið metinn hæfastur þeirra umsækjenda sem til greina gátu komið að ráða í starfið og hafi því stefnda borið skylda til að ráða stefnanda, enda hafi hann haft mestu menntun og starfsreynslu til að sinna hinu auglýsta starfi. 2.3. Telji dómur allt að einu að stefnda hafi verið heimilt að taka umsókn C til greina og meta hann í ráðningarferlinu byggir stefnandi óbreytt á því að hann hafi verið hæfastur þriggja um sækjenda um starfið . Þannig hafi s tefnandi augljóslega mun meiri menntun en C o g fjölbreyttari starfsreynslu til að gegna hinu auglýsta starfi og stefnandi uppfyllt allar 10 hæfniskröfur auglýsingar og bersýnilega átt að fá hætti stigagjöf en raun varð á v ið mat á sömu hæfnisþáttum . Stefnda hafi því borið óbreytt skylda til að ráða stefnanda í starfið. 2.3.1. Stefnandi vísar nánar til þess að hann hafi lokið MLM námi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun, MA námi í menningarstjórnun og BS grá ðu í viðskiptafræði , auk þess sem hann hafi lokið 24 eininga háskólanámi við símenntun HA í verkefnastjórnun og leiðtogafærni. Allt námið tengist hæfniskröfum auglýsingar innar um starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs stefnda . Á móti hafi C aðeins B.ed. gráðu f rá 2000 12 og enga framhaldsmenntun. Þá h afi C , ólíkt stefnanda, ekki sótt sér uppfærslu eða endurnýjun á þekkingargrunni í yfir 20 ár. Að þessu gættu fái það ekki staðist a ð almenn kennaramenntun sé metin hærra í stigagjöf stefnda en sú víðtæka menntun sem s tefnandi hafi aflað sér og sn úi að fjármálum, þjónustumálum, stjórnun, mannauðsmálum, menningastjórnun og verkefnastjórnun. Bendir stefnandi hér á að þáverandi sveitarstjóri stefnda sé með sömu meistaragráðu og stefnandi, þ.e. MA próf í menningarstjórnun f rá Háskólanum á Bifrös t. Verð i því ekki annað séð en að stefndi telji menntun stefnand a þess eðlis að hún nýtist vel í efstu stjórnunarstöðu stefnda , enda um sömu menntun að ræða og þáverandi sveitarstjóri bjó yfir. Að öllu gættu telur stefnandi augljóst a ð menntun hans hafi verið betur til þess fallin að gegna því starfi sem auglýst var en menntun C í kennslufræðum og því ljóst að stefnandi hafi ekki notið sannmælis við stigagjöf stefnda varðandi menntun, þá er stefnandi var metinn með 3 stig í menntun en C metinn með 4 stig , sbr. matsliður 1 . 2.3.2. Þá byggir stefnandi á því að s tarfsferill hans sé umfangsmikill , spann i langan tíma og hafi hann langa reynslu af störfum fyrir aðra , sem og af sjálfstæðum rekstri. Auk launaðra starfa h afi stefnandi geg n t fjölmörgum trúnaðar - og félagsstörfum í gegnum tíðina og verið virkur í slíkum störfum allt aftur til ársins 1983 eða í tæpa fjóra áratugi. Þannig hafi stefnandi m.a. setið í sveitarstjórn stefnda í átta ár, í nefndum og ráðum stefnda og forvera hans í 1 2 ár, verið formaður stjórnar heilbrigðisstofnunarinnar á í fjögur ár og hann ásamt framkvæmdastjóra borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar. Stefnandi h afi því augljósa þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu og reynslu a f fræðslu - og félagsþjónust u sveitarfélaga . Þá hafi s tefnandi haldgóða þekkingu og reynslu af rekstri, teymisvinnu, stjórnun og stefnumótun og hafi í störfum sínum borið mikla ábyrgð í einkarekstr i , hlutafélagarekst ri , rekst ri opinberra r stofn unar og sveitarfélags , rekstri félagasam tak a og síðastliðin ár rekið eigið frumkvöðlafyrirtæki. Starfsferill C spann i á hinn bóginn átta ár af kennslu í grunnskólum og 14 ár sem skólast jóri Grunnskóla . Af umsóknargögnum verði ekki ráðið að C haf i aflað sér annarrar starfsreynslu , s.s. gegnum trúnaðar - eða félagsstörf. Að þessu sögðu verði ekki annað séð en að starfsreynsla stefnanda sé í beinum tengslum við þær kröfur sem gerðar voru í auglýsingu um starfið og að starfsreynsla hans sé mun víðtækari og nái yfir mun fjölbreyttara svið en starfs reynsla C , m.a. að því er varðar þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu. 13 Að öllu þessu gættu telur stefnandi ljóst að hann hafi ekki notið sannmælis í stigagjöf stefnda varðandi þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu, telur þá reynslu sína aug ljóslega umfangsmeiri og fjölbreyttari en hjá C og segir ljóst að hér hefði hann átt að fá 5 stig í matskvarða í stað 3 stiga, sbr. matsliður 2. Sama gegni um mat stefnda, bæði að því er varðar haldgóða þekkingu og reynslu af rekstri, teymisvinnu, stjórnun og stefnumótun, sbr. matsliðir 4 og 6, sem og varðandi sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni, sbr. matsliður 7, en á öllum sömu sviðum hafi stefnandi sýnt og sannað ágæti sitt gegnum tíðina og því ljóst að stefnda hefði borið að meta hann til fleiri stiga en gert var í sömu matsliðum. 2.4. Stefnandi byggir einnig á því að stefndi hafi augljóslega breytt matskvarða sínum til hagsbóta fyrir C , í þeim tilgangi að tryggja honum hærri stigafjölda en ella og stefndi gert þær b reytingar eftir að C lý sti áhuga á starfinu 2022. 3 . - Brot gegn stjórnsýslulögum og meginreglum stjórnsýsluréttar . Stefnandi byggir á því að með ákvörðun um ráðningu C í tímabundið starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs stefnda hafi stefndi brotið freklega geg n ákvæðum stjórnsýslul aga, óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar og góðum stjórnsýsluháttum og sé á kvörðunin einnig ógild af þeim sökum . 3.1. Stefnandi byggir nánar á því að með ráðningu C hafi stefndi brotið gegn réttmætisreglunni, en samkvæmt henni verði matskenn dar stjórnvaldsákvarðanir að vera byggðar á málefnalegum grundvelli . Af fyrirliggjandi málsgögnum verði ekki séð að málefnaleg ástæða hafi legið til þess að ráða tímabundið í umrætt starf til eins árs , í andstöðu við mannauðsstefnu stefnda , en því fylgi ti lheyrandi kostnaður og vinna við annað ráðningarferli og tap á þekkingu frá viðkomandi sviði við ráðningu að ári liðnu. Vísar stefnandi hér til mannauðsstefnu stefnda þar sem fram komi að markmið hennar sé að tryggja að á vinnustöðum sveitarfélagsins þróist m.a. fagþekking og verkkunnátta. Stefnandi hafi sótt um ótímabundið starf í samræmi við auglýsingu stefnda, uppfyllt öll hæfisskilyrði og v erið vel til þess hæfur að gegna starfinu. Að öllu gættu verði ekki séð að m álefnalegur grundvöllur hafi legið að baki því að ráða C tímabundið í starfið og feli sú ákvörðun stefnda í sér brot á réttmætisreglu stjórnsýsluréttar ins . Allt að einu hafi stefndi virst hafa ásetning til að ráða C í starfið þrátt fyrir að umsókn hans upp fyllti ekki 14 skilyrði auglýsingar. Þ etta framferði stefnda b e r i ekki vott um málefnalega og hlutlausa nálgun stjórnvalds við ákvörðunartöku. 3.2. Stefnandi byggir einnig á því að stefndi hafi brotið jafnræðisreglu stjórnsýslulaga með því að taka umsókn C ti l greina í stað þess að vísa henni frá eða hafna , en með því hafi s tefndi veitt einum umsækjanda umfram aðra tækifæri til að sækja tímabundið um umrætt starf og setja skilyrði fyrir ráðningu sinni sem ekki samræmd u st auglýsingu stefnda um starfið . 3.3. Þá byggir stefnandi á því að stefndi hafi þverbrotið rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga með því að hafa ekki upplýst málið nægilega á ður en til ráðningar kom. Vísar stefnandi hér einkum til þess að stefndi hafi ekki gert rek að því að afla fyllstu upplýs inga um starfsferil og menntun stefnanda, en að virtum þeim upplýsingum hefði mátt vera augljóst að ráða b æri stefnanda í hið auglýsta starf. 3.4. Loks byggir stefnandi á því að ákvörðun stefnda u m ráðningu C hafi falið í sér brot gegn lögmætisreglunni , en samkvæmt henni verði stjórnvaldsákvarðanir að vera í samræmi við lög og eiga sér viðhlítandi laga stoð. Málsmeðferð stefnda við umrædda ráðning u hafi verið ólögmæt þar sem hæfasti umsækjandinn, stefnandi, hafi ekki verið ráði nn í starfið og stefndi hvork i gætt að hæfi þeirra er stóðu að ákvörðuninni né heldur fylgt því eftir að ráð ið væri í starfið í samræmi við auglýsingu stefnda . 4 . - Rökstuðningur fyrir bótaábyrgð og bótakröfum . 4.1. Stefnandi reisir kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda á því að hin umþrætta ráðning í tímabundið starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs hafi verið í senn ólögmæt og háð svo verulegum annmörkum að hún sé ógildanleg og því ber i stefndi ábyrgð á því fjártjóni sem hann olli stefnan da . Stefnandi leiti nú viðurkenningardóms á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála , hafi ótvíræ tt lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfur sínar og tel ji skilyrði skaðabótaábyrgðar uppfyllt og um leið að hann hafi sýnt fram á að hafa orðið fyrir sak næmu og ólögmætu tjóni af völdum stefnda . Fyrir ligg i að stefnandi hafi beðið fjár tjón við það að hljóta ekki starfið og njóta þeirra launatekna sem af starf inu hlaust, en stefnandi h afi frá sama tíma og áður en ráðning fór 15 fram verið atvinnulaus og sé svo enn . Þótt e kki lig gi fyrir nákvæmar upplýsingar um launakjör sviðsstjóra telur stefnandi hafið yfir allan vafa að þau laun séu hærri en þær bætur og lífeyrir sem stefnandi h afi fengið greiddar á bótatímabili. 4.2. Stefnandi reisir miskabótakröfu á því að stefndi hafi með öllu framferði sínu í tengslum við ráðningu C valdið stefnanda ólögmætri meingerð gegn æru og persónu stefnanda og beri því bótaábyrgð vegna þess miskatjóns sem hann hafi orðið fyrir. Í því sambandi beri að líta til þess a ð stefnandi uppfy llti allar kröfur laga til að hljóta starfið og hafi óumdeilanlega verið með meiri menntun og fjölbreyttari starfsreynslu og starfsferil til að gegna starfinu en C og sé miski stefnanda af þeim sökum meiri en ella. Með framferði sínu hafi stefndi valdið st efnanda álitshnekki, rýr t starfsheiður hans, smánað hann og niðurlægt og valdið honum miklum óþægindum. Þá auki það á miska stefnanda að umrætt starf var í afskekktu sveitarfélagi þar sem stefnandi býr , ákvarðanir stefnda um ráðningu og höfnun á umsókn stefnanda verið á allra vitorði innan samfélagsins og það umtal reynst honum þungbært. Að öllu gættu telur stefnandi miskabótakröfuna síst of háa og styður hana vi ð ákvæði b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótal aga nr. 50/1993, sbr. 13. gr. stjórnsýslu laga. 5 . - Lagarök . Auk áður greindra lagaraka vísar stefnandi almennt til ákvæða s tjórnsýslulaga nr. 37/1993, sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, samþykkta og innri reglna stefnda , almennra reglna vinnuréttar, kröfu réttar, stjórnsýsluréttar og sveitarstjórnarréttar og til almennu skaðabótareglunnar . Um vexti vísar hann til laga nr. 38/2001 og krefst d ráttarvaxta frá málshöfðunardegi, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nna . Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla la ga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, aðallega 129. og 130. gr. og kröfu um virðisaukaskatt af málskostnaði á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. V . - Helstu málsástæður og lagarök stefnda . Stefndi mótmælir þeim málatilbúnaði stefnanda að hann hafi orðið fyrir fjártjóni og miska með því að hafa ekki verið ráðinn í auglýsta stöðu sviðsstjóra fjölskyldusviðs hjá stefnda. Þá er stefndi ósammála því að óheimilt hafi verið að taka til greina umsókn C og ráða hann tímabund ið í stöðu na, byggir á því að hæf asti umsækjandinn hafi verið ráðinn, að sú r áðning hafi verið gild , óháð meintu vanhæfi hluta sveitarstjórnarmanna 16 stefnda til ákvarðanatöku og að þótt vanhæf hafi komið í ljós eftir á leiði það hvorki beint til ógildingar ákvörðunar né heldur til skaðabót askyldu gagnvart stefnanda. Stefnandi hafi ekki verið hæfastur umsækjenda og því harla ólíklegt að hann hefði verið ráðinn í sviðsstjóra stöðuna þrátt fyrir vanhæfi sveitarstjórnarmanna. Reyndar hafi komið fram við aðalmeðferð máls að ef C hefði ekki sótt u m stöðuna hefði stefndi dregið fyrri auglýsingu til baka og auglýst starfið á nýjan leik. Stefnandi hafi þannig ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins og beri því eftir atvikum að vísa málinu frá dómi án kröfu. 1. - Meint vanhæfi. Stefndi bendir á að u ndirbúningur ráðningar í starf sviðsstjóra hafi verið í höndum sveitarstjóra , hann notið liðsinnis óháðs ráðgjafa , [ráðgjafarfyrirtæki s ] , og að virtum niðurstöðum ítarlegs og vandaðs mats á hæfni umsækjenda gert tillögu um að sveitarstjórn stefnda réði C t ímabundið í starfið. Tillagan hafi fyrst verið samþykkt á fundi byggðarráðs 2022 , jafnframt því sem ráðið hafi samþykkt að veita C ársleyfi frá starfi skólastjóra grunnskóla stefnda. Á fundi sveitarstjórnar sama dag hafi síðan allir sveitarstjórnar menn samþykkt sömu tillögu . Stefndi dregur ekki fjöður yfir það að vankantar hafi verið uppi varðandi hæfi við afgreiðslu sveitarstjórnar og hafi stefndi beði st afsökunar á því. Þá hafi stefndi brugðist við með því að flýta því ferli að auglýsa starf sviðsstjórans til umsóknar sem varanlega ráðningu. Að því sögðu geti stefndi ekki fallist á röksemdir stefnanda um vanhæfi einstakra sveitarstjórnarmanna og tiltekur í því sambandi G varaoddvit a, en hún haf i í stöðu sinni sem þroskaþjálfi heyr t undir fjölskyldusvið stefnda þó tt hún hafi verið með starfsstöð í grunnskólanum. Þ ess utan hafi G verið búin að segja upp starfi sínu þegar hin umþrætta ákvörðun var tekin og auk þess verið í fæðingarorlofi. Hún hafi því enga hagsmuni haft af niðurstöðu sveitarstjórnar og ekki verið vanhæf til meðferðar máls . Þá teflir stefndi því fram að sveitarstjórnarmenn hafi ekki komið að ráðningarferli og þeim undirbúningi máls. Að því gættu breyti það engu þótt talið verði að hl uti sveitarstjórnarmanna hafi verið vanhæfir til afgreiðslu málsins þar sem sá annmarki geti ekki talist verulegur eins og atvikum var háttað. Engar breytingar hafi verið gerðar á tillögum sveitarstjóra og fund armenn sveitarstjórnar verið einróma í afstöðu sinni. Með hliðsjón af því hefði málið fengið sömu niðurstöðu þó tt vanhæfir sveitarstjórnarmenn hefðu vikið af fundi . Sömu sjónarmið eig i við um afgreiðslu byggðarráðs og því ljóst að greindur annmarki leiddi ekki til efnislega rangrar niðurstöðu í málinu . 17 2 . - Hæfasti umsækjandinn var ráðinn . Stefndi telur að óyggjandi sé að hæfasti umsækjandinn hafi verið ráðinn og það að teknu málefnalegu tilliti til allra 10 hæfnisþátta í auglýsingu stefnda um starfið . Í ráðningarferlinu hafi verið gerður heildstæður samanburður á umsækjendum með vísan til þeirra hæfni skrafna og sá valinn sem hafði bestu og/eða heppilegustu menntunina og starfsreynsluna , út frá fyrirframgefnum forsendum. Við það mat hafi mesta menntunin ekki endilega haft úrslitaþýðingu heldur hvernig reynsla eða menntun nýt t ist í því starfi sem auglýst var . 2.1. Stefndi vísar nánar til þess að tilgreind menntun stefnanda leiði ekki til þess að hann teljist betur til þess fallinn að gegna starfi sviðsstjóra en C . Auglýst hafi verið eftir háskólamenntun sem nýt t ist í starfi og ekki gerð krafa um framhaldsmenntun þó tt hún teldist kostur. Fjölskyldusvið stefnda fari með framkvæmd mála er lúta að félagslegri þjónustu sveitarfélagsins, barnavernd og jafnréttismálum , s.s . félagsleg ri ráðgjöf og heimaþjónustu , fjárhagsaðstoð, málefn um barna og ungmenna, málefn um aldraðra, málefn um fatlaðra og húsnæðismál um . Þá h afi fjölskyldusvið yfirumsjón með fræðslumálum og íþrótta - og æskulýðsmálum og séu fræðslumál stærsti einstaki málaflokkur í rekstri sveitarfélagsins. Ke nnaramenntun C teng d ist sviðinu með beinum hætti og hann hlotið 4 stig vegna tengsla menntunarinnar við sviðið. Stefnandi hafi á móti fengið 3 stig þar sem menntun hans nýt t ist ekki jafnvel í starfi og menntun C . Þannig hafi málefnaleg sjónarmið legið hér að baki . 2.2. Að því er varðar reynslu og þekkingu af opinberri stjórnsýslu byggir stefndi á því að C hafi verið búinn að vera æðsti stjórnandi stofnun ar í 14 ár, sem teng d ist fjölskyldu sviði með beinum hætti. Í því starfi h afi hann þurft að glíma við marg vísleg verkefni, vandamál og breytingar út frá stjórnsýslulögum. Reynsla stefnanda að þessu leyti hafi verið metin góð, en ekki jafn góð og þess er starfið hlaut. Þannig hafi störf stefnanda á þessu sviði lengst af verið kennsla í hlutastarfi og langt um l iðið frá því að hann sinnti verkefnum á sviði opinberrar stjórnsýslu. Því hafni stefndi að ómálefnaleg sjónarmið hafi ráðið mati á þessum matslið . 2.3. 18 Stefndi vísar því einnig á bug að hann hafi látið ómálefnaleg sjónarmið ráða við mat á h aldgóð ri þekking u og reynsl u umsækjenda af rekstri, teymisvinnu, stjórnun og stefnumótun og stefndi vanmetið ágæti stefnanda á þessu sviði. Bendir stefndi hér á að C hafi stýrt [...] manna vinnustað um 14 ára skeið við góðan orðstír. Þá hafi hann haft reynslu af því að beita nýju fyrirkomulagi við gerð fjárhags - og starfsáætlana stefnda , í viðtölum verið sá umsækjenda sem gaf skýr ust dæmi úr störfum sínum sem lýstu stjórnunarstíl og sýndu leiðtogahæfileika, þjónustulund og reynslu af teymisvinnu og sö mu atriði verið studd vætti umsagnaraðila. 2.4. Sama gildi um matsþáttinn s jálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni og hafi C einfaldlega verið metinn hæfari en stefnandi , m.a. með hliðsjón af mikilli breytingarvinnu sem kom til vegna breytinga á lögum, reglum og verkferlum sem hann sá um fyrir hönd skólastjórnenda á . Þá hafi umsagnaraðilar staðfest að C væri mjög skipulagður og faglegur , hefði mikla reynslu af því að vinna sjálfstætt , góða yfirsýn yfir þau mál sem tengdust skólanum , nyti mikil lar virðing ar í sveitarfélaginu og nágrannasveitarfél ögum, væri fær í samskiptum, duglegur að hlusta og bæri virðingu fyrir skoðunum annarra. 2.5. Stefndi vísar því á bug að gerðar hafi verið breytingar á matskvörðum til hagsbóta fyrir C . Sveitarstjóri ste fnda og ráðgjafi [ráðgjafarfyrirtæki s ] hafi unnið innan viðtalsramma og fylgt eðlilegu verklagi við undirbúning viðtala. Viðtalsrammar séu breytilegir eftir því hvaða starf sé um að ræða og nauðsynlegt að aðlaga þá hverju sinni til að fá sem mest út úr við tölum. Í þessu tilviki hafi b reytingar snúið einna helst að einst ökum málaflokkum fjölskyldu sviðs og verið bætt við punktum til að ná betur fram upplýsingum um reynslu umsækjenda af þeim þáttum sem snertu sviðið. 2.6. Við munnlegan málflutning lagði lögmað ur stefnda fyrir dóminn ímyndaða niðurstöðu á hæfnismati, eins og það hefði litið út ef umkvartanir stefnanda samkvæmt stefnu á matsliðum (1), (2), (6) og (7) auglýsingar stefnda hefðu verið teknar til greina og benti á að þrátt fyrir þá hækkun stigagjafar , sem af leiddi, hefði C engu að síður komið best út úr hæfnismati. Að því sögðu mótmælti lögmaður stefnda sem of seint fram komnu að stefnandi byggi í aðalmeðferð á því að aðrir matsþættir (3), (4), (5), (8), (9), og/eða 19 (10) sömu auglýsingar hafi verið r angt metnir, sbr. 5. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 3 . - Meint brot gegn stjórnsýslulögum og meginreglum stjórnsýsluréttar . Stefndi hafnar því alfarið að hann hafi brotið gegn reglum stjórnsýsluréttar og/eða ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við meðferð og ákvarðanatöku í málinu. Hvað varðar meint brot gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga vísar stefndi þeim málatilbúnaði stefnanda á bug, enda verði ekki séð hver ra frekari upplýsinga hafi þurft að afla umfram þ au gögn og upplýsinga r sem umsækjendur og umsagnaraðilar lögðu fyrir sveitarstjórn. Upplýsingaskylda hafi fyrst og fremst hvílt á umsækjendum og þeim verið frjálst að koma að öllum þeim gögnum sem þeir vildu og töldu máli skipta. Í framhaldi leggi s tjórnvöld svo mat á þær uppl ýsingar. Stefnand a og öðrum umsækjendum hafi verið boði ð í viðtal þar sem farið var yfir ítarlegan spurningalista til að fá fram þær upplýsingar sem líklegt var að myndu haf a áhrif á mat á viðkomandi umsækjanda og samhliða hafi umsækjendum gefist tækifæri til að koma að fyllri upplýsingum til viðbótar skriflegum gögnum. Ekki verði gerðar þær kröfur til stjórnvalda að þau legg i st í ítarlegri rannsókn . Að því er varðar meint brot gegn lögmætisreglu stjórnsýsluréttar telur stefndi einsætt að h æfasti umsækjand inn hafi verið ráðinn í sviðsstjórastarfið, að þar hafi legið að baki mat á öllum umsækjendum, reist á málefnalegum sjónarmiðum og hafi stjórnvöld töluvert svigrúm við mat af þessu tagi ef lögmæt og málefnaleg sjónarmið liggja til grundvallar ákvörðun um r áðningu í opinbert starf . Þá hafi vankantar vegna þátttöku við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn ekki haft áhrif á efnislega niðurstöðu máls. 3.1. Samkvæmt framansögðu hafnar stefndi því að ráðning C í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs hafi verið ólögmæt . Að því gættu standi engin haldbær rök til þess að viðurkenna skaðabótaskyldu stefnda og dæma hann til að greiða stefnanda miskabætur . Hvað sem öðru líður hafi stefnandi ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni og hann ekki gert líklegt að hann hef ði verið ráðinn í sviðsstjóra stöðuna þrátt fyrir vanhæfi einhverra sveitarstjórnarmanna við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn. Liggi þannig hvorki fyrir orsakatengsl né sennileg afleiðing milli hins ætlaða tjóns stefnanda og greindra vankanta við afgreiðs lu málsins í sveitarstjórn. 3.2. 20 Stefndi hafnar því einnig að honum hafi verið óheimilt að taka til greina umsókn um tímabundið starf C og ráða hann tímabundið í stöðu sviðsstjóra , enda geti hendur stjórnvalda ekki verið svo bundnar að þeim sé óheimilt að ráða tímabundið í slíka stöðu þó tt auglýst hafi verið ótímabundin ráðning. Í því tilviki sem hér um ræðir hafi hæfasti umsækjandinn óskað eftir að fá að gegna starfinu tímabundið í eitt ár til reynslu og stefndi ákveð ið að fallast á það. Að öðrum kosti hefði sveitarfélagið að líkindum ekki getað ráðið þann umsækjanda sem þa ð mat hæfastan og vildi helst fá og hafi þ annig legið málefnalegar ástæður fyrir nefndri ákvörðun. Af sömu ástæðum geti stefndi ekki fallist á að vísa hefði átt umsókn hæfasta umsækjan dans frá. C hafi með réttu verið metinn mun hæfari en hinir tveir umsækjendurnir og breyti þar engu öndverð staðhæfing stefnanda. Að þessu sögðu hafnar stefndi því að hann hafi með umræddri ákvörðun brotið gegn ákvæðum stjórnsýslulaga og meginregl um stjórn sýsluréttar. 3.3. Stefndi áréttar að ekkert haldbært liggi fyrir um að stefnandi hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna umþrættrar ráðningar og hann heldur ekki sýnt fram á miska því samfara . Með hliðsjón af atvikum og dómaframkvæmd sé ljóst að skilyrði til greiðslu miskabóta samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 séu ekki uppfyllt, enda stefnandi ekki sýnt fram á að um ólögmæta meingerð hafi verið að ræða gegn frelsi, friði, æru eða persónu stefnanda og sú meingerð verið unnin af ásetn ingi eða stórfelldu gáleysi . Miskabótakrafan sé því haldlaus . Verði engu að síður fallist á miskabótakröfu stefnanda er á því byggt að umkrafin fjárhæð sé augljóslega allt of há miðað við atvik máls og dómaframkvæmd. VI . - Skýrslugjöf aðila og vitna fyrir dómi . Stefnandi gaf aðilaskýrslu við aðalmeðferð máls. Auk hans báru vitni J fyrrum sveitarstjóri stefnda, K sérfræðingur hjá ráðningarþjónustu [ráðgjafarfyrirtæki] og G fyrrverandi fulltrúi í sveitarstjórn stefnda. Fram kom í máli stefnanda að niðurstöður mats á hæfni umsækjenda hefðu verið niðurstöður sumra matsþátta, s.s. félags - og fræðslumál, í raun vera grín; hann hefði átt að fá mun hærri stigagjöf en úr varð. Sama gildi um rekstur og áætlanagerð, menntun, reynslu af opinberri st j órnsýslu, teymisvinnu, frumkvæði og skipulagi, en í þeim matsliðum hefði hann líklega átt að fá 5 stig af 5 mögulegum. Stefnandi kvað starfsvið t al 21 hjá stefnda hafa farið vel af s tað, en þegar hann hafi farið að ræða um íþrótta - og tómstundastarf og tengt það við sig og sín störf hafi áhugi viðmælenda greinilega dofnað. Stefnandi kvaðst upplifa höfnun á starfskröftum sínum sem móðgun og stefndi gert lítið úr umsókn hans með því að ráða C í starf sviðsstjóra. Hafi fjöldi fólks í sveitarfélaginu komið að máli við stefnanda og lýst svipaðri skoðun. Stefnandi hafi um árabil unnið þrotlausa vinnu, bæði sem kennari/leiðbeinandi, stjórnarformaður heilbrigðisstofnunarinnar á [...] og í frum J og K báru með líkum hætti um að C hafi veri ð eini umsækjandinn sem uppfyllti vel öll 10 hæfisskilyrði til að gegna starfi sviðsstjóra fjölskyldusviðs og því hafi J borið upp þá tillögu til byggðaráðs og sveitarstjórnar stefnda að ráða C í starfið. J hafi stýrt ráðningarferlinu og borið ábyrgð á þei rri tilnefningu, en notið aðstoðar K í viðtölum við umsækjendur og mati á hæfni þeirra hvers og eins. K hafi samið grunninn að þeim matsramma sem unnið var eftir, þær síðan farið saman yfir þann grunn og fínpússað áður en viðtöl fóru fram. Að loknum viðtöl um hafi hvor fyrir sig lagt sjálfstætt mat á hæfni umsækjenda og heildstæður samanburður á þeim leitt til þeirrar stigagjafar sem raun ber vitni, þ.e. að C væri langhæfastur í þetta tiltekna starf. J og K bar saman um að stefnandi og L hafi sem umsækjendur K að ekki hafi verið marktækur munur á hæfni þeirra tveggja. J kvaðst hafa rætt það við K áður en ráðningarferli lauk að ef C hefði ekki sótt um starfið hefði hún hvorki mælt með stefnanda né L í starfið heldur auglýst stöðuna öðru s inni. Þetta staðfesti K og tók í sama streng. J kvað rangt, sem stefnandi héldi fram, að matskvarða hafi verið breytt í ráðningarferlinu; K aðeins bætt við viðtalspunktum til að liðka fyrir sjálfum viðtölunum. Þá kvaðst hún enga annmarka hafa séð á því að ráða C tímabundið í eitt ár og taldi ákjósanlegra að fá hæfan mann í starfið, og þann eina sem stóðst öll hæfisskilyrði með prýði, frekar en að auglýsa starfið aftur. C hafi lýst áhuga á starfinu í bréfi 2022, sem væntanlega hafi borist sem viðhengi me ð tölvupósti . K bar í þessu sambandi að umrætt bréf h af i einnig henni borist gegnum [ráðgjafarfyrirtæki] .is . J og K bar saman um að þær hafi ákveðið að virða bréfið sem fullgilda umsókn um sviðsstjóra starfið. J kvaðst ekki muna nákvæmlega hvenær hinn tímabundni ráðningarsamningur við C var undirritaður, en sagði það hafa verið um mánaðamót 2022. 22 Sérstaklega aðspurð um stöðu G og störf hennar sem þroskaþjálfa bar J að hún hafi verið ráðin inn á fjölskyldusvið stefnda , þannig verið starfs maður sviðsins og þegið laun sín þaðan , en haft aðstöðu í grunnskólanum. G bar fyrir dómi að hún hafi átt sæti í byggðarráði og sveitarstjórn stefnda í 2022 þegar tillaga um ráðningu C var borin upp og samþykkt. Á sama tíma hafi hún verið fæðingarorlo fi frá starfi sínu sem þroskaþjálfi, áður verið búin að segja upp því starfi og ekki komið aftur til vinnu að loknu fæðingarorlofi. Hún kvað starf þroskaþjálfa hafa heyrt undir fjölskyldusvið stefnda, en hún haft starfstöð í grunnskóla og leikskóla staðari ns og hún t.d. tilkynnt um veikindi til skólastjóra. VII . - Niðurstöður . Í máli þessu krefst stefnandi viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefnda og greiðslu miskabóta vegna ráðningar C í stöðu sviðsstjóra fjölskyldusviðs stefnda á vor mánuðum 2022. Ákvörðun um ráðninguna var tekin á fundi sveitarstjórnar 2022. Sá fundur var haldinn strax í kjölfar fundar byggðarráðs þar sem ákvörðun var tekin um að leggja til við sveitarstjórn að ráða C í starfið. C var á þeim tíma skólastjóri G runnskóla . Fund byggðarráðs sat D formaður og auk hans E , F , G , H og I aðalmenn. Fund sveitarstjórnar sátu E oddviti, G varaoddviti og auk þeirra D , F , H og I sem aðalmenn og N varamaður. E tók þátt í atkvæðagreiðslu bæði á fundi byggðarráðs og sveita rstjórnar. Á síðarnefnda fundinum hafði hann stöðu oddvita. Fyrir liggur að E og C , sem ráðinn var í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs, eru systkinabörn og því skildir í annan lið til hliðar. Samkvæmt [...] gr. samþykktar um stjórn nr. telst sveita rstjórnarmaður, nefndarfulltrúi og starfsmaður sveitarfélagsins vanhæfur til þátttöku í meðferð eða afgreiðslu mála þar sem á, eða til greina kemur, að taka stjórnvaldsákvörðun ef sá hinn sami er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beina n legg eða öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar. Er hér um að ræða strangari hæfisreglu en almennt gildir samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 og sækir reglan skýra stoð í 1. mgr. 20 . gr. sveitarstjórnarlaganna. Þegar að þessu gættu var E bersýnilega vanhæfur til meðferðar og ákvarðanatöku í máli C frænda síns. 23 Einnig liggur fyrir að M , hjúskaparmaki E , var aðstoðarskólastjóri grunnskóla stefnda þegar gengið var frá ráðningu C og var M ráðin tímabundið í starf skólastjóra samhliða ráðningu C í stöðu sviðsstjóra. Átti maki E því sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af hinni umþrættu stjórnvaldsákvörðun í máli C í skilningi 5. töluliðs 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga. Var E einnig á þessum grunni vanhæfur til meðferðar og ákvarðanatöku í máli C . G sat sömu fundi byggðarráðs og sveitarstjórnar og tók þátt í málsmeðferð og atkvæðagreiðslu um ráðningu C . G var á þeim tíma í starfi þroskaþjálfa. Aðila greinir á um hvort hún hafi verið starfsmaður grunnskóla sveitarfélagsins og sem slíkur undirmaður C eða staða hennar sem þroskaþjálfi heyrt undir fjölskyldusvið stefnda. Eru framlögð gögn misvísandi um þetta a triði. Fyrir dómi bar G að staða hennar hafi heyrt undir fjölskyldusvið. Samrýmist sú frásögn því sem fram kemur auglýsingu um starf þroskaþjálfa [...] 2014, en G var ráðin á grundvelli þeirrar auglýsingar. Samkvæmt auglýsingunni skyldu starfsumsóknir berast skrifstofu og sviðsstjóri fjölskyldusviðs veita nánari upplýsingar um starfið. Í starfsumsókn G 2014 kemur fram að sótt sé um starf á fjölskyldusviði, en ekki er hakað við þar til gerðan reit um að sótt sé um starf við grunnskólann. Að gættum þessum atriðum og með hliðsjón af þeim trúverðuga dómsframburði G að hún hafi haft starfstöð bæði í leikskóla og grunnskóla sveitarfélagsins verður lagt til grundva llar að G hafi í raun verið starfsmaður fjölskyldusviðs stefnda og hún því hvorki undirmaður C skólastjóra né heldur M aðstoðarskólastjóra sem ráðin var tímabundið í stöðu skólastjóra. Þótt G hafi samkvæmt þessu verið starfsmaður fjölskyldusviðs stefnda ve ldur það ekki vanhæfi til þátttöku í ráðningu sviðsstjóra samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga, enda var C á þeim tíma ekki yfirmaður á fjölskyldusviði, auk þess sem fyrir liggur að G var á greindum t íma í fæðingarorlofi, hafði sagt starfi sínu lausu og vann aldrei undir stjórn C . G var því ekki vanhæf til meðferðar máls. I sat sömu fundi byggðarráðs og sveitarstjórnar og tók þátt í málsmeðferð og atkvæðagreiðslu um ráðningu C . Þá tók N þátt í málsmeð ferð og atkvæðagreiðslu sveitarstjórnar. Ekki er um það deilt að á greindum tíma voru þessir sveitarstjórnarmenn starfsmenn grunnskóla stefnda, I sem kennari og N sem stuðningsfulltrúi og var C næsti yfirmaður beggja. Að því gættu og með hliðsjón af því að stefndi hefur hvorki í greinargerð né málflutningi andmælt vanhæfi I og N ber að leggja til grundvallar að þeir 24 hafi báðir verið vanhæfir til meðferðar máls samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga. Samk væmt framansögðu voru tveir af sex fulltrúum byggðarráðs vanhæfir til meðferðar og atkvæðagreiðslu um ráðningu C í starf sviðsstjóra hjá stefnda. Þá voru þrír af sjö sveitarstjórnarmönnum vanhæfir til meðferðar máls, þar á meðal oddviti sveitarstjórnar. Va r um stjórnvaldsákvarðanir að tefla. Að mati dómsins skiptir ekki sköpum við mat á lögmæti ákvörðunar sveitarstjórnar hvort sýnt sé fram á að sveitarstjórn hafi verið ályktunarbær í skilningi 1. mgr. 17. gr. og 4. málsliðar 46. gr. sveitarstjórnarlaga eða hvort vanhæfi þriggja sveitarstjórnarfulltrúa hafi haft raunveruleg áhrif við úrlausn og ákvarðanatöku sveitarstjórnar, enda liggur fyrir að þrír fulltrúar voru vanhæfir, þar á meðal E oddviti og því um verulegan annmarka að ræða á málsmeðferð og þeirri ák vörðun stefnda að ráða C í starfið. Var ákvörðunin þegar af þeirri ástæðu ólögmæt. Í ljósi þeirrar niðurstöðu þykir ekki þörf á að taka til sérstakrar skoðunar hvort fylgt hafi verið meginreglum stjórnsýsluréttar. Það eitt að ákvörðun um ráðningu C hafi ve rið ólögmæt leiðir ekki sjálfkrafa til þess að stefnandi eigi rétt á skaðabótum. Hvílir engu að síður á stefnanda sönnunarbyrði fyrir því að skilyrðum almennu skaðabótareglunnar um orsakasamband og sennilega afleiðingu sé fullnægt. Þá er það skilyrði fyrir greiðslu miskabóta að stefnandi sýni fram á að ráðningarferli stefnda og önnur málsmeðferð hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru eða persónu stefnanda, sbr. b - liður 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, og það fyrir sakir ásetnings eða stórfell ds gáleysis af hálfu stefnda. Að uppfylltum þessum skilyrðum getur talist til ólögmætrar meingerðar ef sá sem hlýtur opinbert starf telst minna minna hæfur en sá sem einnig sótti um starfið og telur framhjá sér gengið. Verður nú nánar fjallað um meinta ska ðabótaábyrgð stefnda og því næst vikið að meintri miskabótaábyrgð. Við úrlausn á því hvort hin ólögmæta ákvörðun stefnda varði skaðabótaskyldu gagnvart stefnanda er óhjákvæmilegt að taka til skoðunar hvort stefnda hafi tekist að sýna fram á að sá sem starf ið hlaut hafi verið hæfastur umsækjenda. Stefnandi heldur því fram að stefnda hafi borið að hafna eða vísa frá svokallaðri umsókn C um starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem hann hafi í skriflegu erindi óskað eftir tímabundinni ráðningu til eins árs, en samkvæmt auglýsingu hafi ekki verið gert ráð fyrir því að ráðið yrði tímabundið í starfið. Telur stefnandi að erindi C geti því ekki talist hafa verið umsókn um hið auglýsta starf. Á það er fallist að ef til greina kemur að ráða 25 tímabundið í opinbert star f sé það í samræmi við góða stjórnsýsluhætti að tilgreina slíkt í auglýsingu um starfið. Á hitt er að líta að J þáverandi sveitarstjóri stefnda og K sérfræðingur hjá ráðningarþjónustu [ráðningarfyrirtæki] báru á sama veg fyrir dómi að hvorki stefnandi né þ riðji umsækjandinn hafi nægjanlega uppfyllt settar hæfniskröfur til þess að hljóta starfið og þær því talið að auglýsa hefði þurft starfið að nýju ef C hefði ekki sótt um. Að því gættu verður stefnda ekki lagt til lasts það eitt að hafa ráðið tímabundið í stöðu sviðsstjóra. Að því er varðar formkröfur er almennt ekki gerð sú krafa í lögum að umsóknir um opinbert starf berist í ákveðnu formi. Þá er til þess að líta að ef umsókn um starf uppfyllir ekki kröfur stjórnvalds um form eða efni ber sama stjórnvaldi á grundvelli 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga að leiðbeina umsækjanda í þeim efnum, en ekki hafna eða vísa frá ófullkominni umsókn. Þegar við þetta bætist að samkvæmt dómsvætti K barst umsókn/erindi C til [ráðningarfyrirtæki s ] gegnum ráðningarkerfi fyrirtæk isins, líkt og óskað var eftir í auglýsingu um starfið, er það álit dómsins að stefnda hafi hvorki verið óheimilt að taka erindi C til greina sem fullgilda umsókn né heldur að ráða hann tímabundið í hið umþrætta starf, svo framarlega sem öðrum skilyrðum um hæfni til starfsins var fullnægt. Stefnandi heldur því einnig fram að stefndi hafi gert breytingar á stigamatskvarða til hagsbóta fyrir C meðan á ráðningarferli stóð og að matskvarðinn hafi ekki verið að öllu leyti málefnalegur. Af gögnum málsins er ljós t að stigamatskvarðinn er í fullu samræmi við auglýstar hæfniskröfur og voru þær í samræmi við eðli og inntak þess starfs sem auglýst var, svo sem einnig kom fram í dómsvætti þáverandi sveitastjóra og sérfræðings [ráðningarfyrirtæki s ] , en samkvæmt matskvar ðanum lagði stefndi áherslu á reynslu af umfangsmiklum rekstri, stjórnun, stefnumótun, leiðtogahæfni, menntun og reynslu á sviði fræðslumála. Er það álit dómsins að þær áherslur hafi verið málefnalegar og í samræmi við þarfir og kröfur sveitarfélagsins til verðandi sviðsstjóra. Óháð því eru fullyrðingar stefnanda um að stigamatskvarða hafi verið breytt til hagsbóta fyrir C engum gögnum studdar og verður því lagt til grundvallar að stigamatskvarðinn sé málefnalegur. Loks telur stefnandi ljóst að hæfasti ei nstaklingurinn hafi ekki verið ráðinn í sviðsstjórastarfið. Í fyrsta lagi telur stefnandi að menntun sín hafi verið vanmetin. Í öðru lagi, að starfsferill hans hafi verið vanmetin í öðrum matsþætti varðandi þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu. Í þriðja lagi, að þekking og reynsla stefnanda af rekstri, teymisvinnu, stjórnun og stefnumótun hafi verið vanmetin, þ.e. að hann hafi verið 26 vanmetinn í matsþáttum fjögur og sex. Í fjórða lagi, að sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni hafi verið vanmetin. Við munnlegan málflutning var því fyrst hreyft af hálfu stefnanda að auk ofanritaðs hafi hann einnig verið vanmetinn í öðrum matsþáttum. Var þessu mótmælt af hálfu stefnda sem nýjum og of seint fram komnum málsástæðum í skilningi 5. mgr. 101. gr . laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gegn andmælum stefnda verður einungis miðað við þær málsástæður stefnanda sem fram koma í stefnu. Hvað varðar mat á hæfni stefnanda í öðrum matsþáttum verður að mati dómsins að veita stefnda tiltöluleg rúmt svigrúm til mats á hæfni umsækjenda, að því gefnu að lögmæt og málefnaleg sjónarmið séu lögð til grundvallar við matið, enda um matskennda stjórnvaldsákvörðun að ræða. Þegar hefur verið komist að því að stigamatskvarði stefnda var málefnalegur og er ekkert fram k omið sem bendir til annars en að ráðningarferlið í heild hafi verið vandað og málefnalegt fram til þess tíma er vanhæfir byggðarráðs - og sveitarstjórnarmenn fengu málið til meðferðar. Áður en til þess kom voru þáverandi sveitarstjóri og sérhæfður ráðgjafi [ráðningarfyrirtæki s ] einhuga um mat og stigagjöf þeirra þriggja umsækjenda sem sóttu um sviðsstjórastarfið. Viðtalsgögn bera með sér að ítarlegur samanburður fór fram á hæfni umsækjenda, öllum var boðið til viðtals og jafnræðis var gætt meðal umsækjenda. Að gættum þessum atriðum er ekki unnt að fallast á með stefnanda að hann hafi verið hæfastur umsækjenda og að ómálefnaleg sjónarmið hafi ráðið því að hann fékk ekki starfið. Skal í því sambandi tekið fram að jafnvel þótt stefnandi hefði fengið fullt hús st iga, 5 af 5 mögulegum, í þeim fimm matsþáttum sem hann vefengdi í stefnu, þá hefði hann engu að síður hlotið lægri einkunn en C í heildarstigamati. Að þessu sögðu þykir stefndi hafa sýnt fram á að C hafi verið hæfari en stefnandi til þess að gegna starfinu og verður því ekki hróflað við því mati stefnda að C hafi verið hæfastur þriggja umsækjenda. Eins og málið er lagt fyrir dóminn hefur hann engar forsendur til að meta hvort stefnandi hafi verið hæfari en þriðji umsækjandinn um sviðstjórastarfið. Hvað sem því líður breytir það engu um þau úrslit máls að hæfasti umsækjandinn var ráðinn. Ber því að sýkna stefnda af viðurkenningarkröfu stefnanda. Í ljósi þeirra málsúrslita er ekkert fram komið í málinu sem rennir haldbærum stoðum undir að háttsemi byggðarráðs - og/eða sveitarstjórnarmanna stefnda hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn stefnanda í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og ber því einnig að sýkna stefnda af miskabótakröfu stefnanda. 27 Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostn að af rekstri málsins. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, B , er sýkn af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður. Jónas Jóhannsson