Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 18 . janúar 2023 Mál nr. S - 4954/2022: Héraðssaksóknari (Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Þorgils Þorgilsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 16. desember sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af X , kennitala , , dvst. , I. fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 1. ágúst 2022 ráðist að fyrrverandi unnustu sinni og sambýliskonu, A , kennitala , með hótunum, ofbeldi og ólögmætri nauðung og haft samræði og önnur kynferðismök við hana, án hennar samþykkis, utandyra og inni í bifreiðinni við í , en ákærði braut rúðu í bifreiðinni, sló A ítrekað í andlit, höfuð og líkama, dró hana út úr bifreiðinni, hrinti henni á malbikið, tók hana ítrekað hálstaki og kverkataki, reif í hár hennar, hélt hníf upp að hálsi hennar, þvingaði hana til að liggja ofan á glerbrotum, hótaði henni lífláti og líkams meiðingum m.a. með því að klippa eða skera af henni snípinn, skera hana á háls og klippa af henni hárið. Á meðan á framangreindu stóð neyddi ákærði A til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka, en A reyndi ítrekað með orðum og athöfnum að fá ákærða til að lát a af háttseminni. Af framangreindu hlaut A mar og eymsli á enni og hægra megin á hvirfli, bólgu og eymsli yfir nefbeinum, bólgu og mar á augnloki og kringum hægra auga, skrámu á vinstra augnsvæði, bólgu og sár á neðri vör hægra megin, eymsli við kjálka beg gja vegna, bólgu og mar framanvert og hliðlægt yfir barka, eymsli yfir barkakýli og á hálsi beggja vegna, 2 brot á málbeini vinstra megin, skrámu ofan hægra viðbeins og aftan við vinstra eyra, punktablæðingu á hljóðhimnu vinstra megin, hrufl á hægri öxl, skr apsár á hægri síðu, skrámur víðsvegar á neðri hluta baks og á báðum rasskinnum, mar á hægri olnboga, hrufl á báðum hnjám, mar á innanverðu hægra læri, hægri nára og hægri ökla, skrámur víðsvegar á fótleggjum og ristum beggja vegna og slímhúðarrifur í endaþ armsopi. M. 007 - 2022 - Háttsemi ákærða telst varða við 211. gr. sbr. 20. gr., 1. mgr. 194. gr. og 1. sbr. 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 2. mgr. 218. gr. 1. mgr. 194. gr. og 1. sbr. 2. mgr. 218. gr. b. sömu laga. II. Fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa mánudaginn 1. ágúst 2022 ráðist á B kennitala , í bifreiðinni sem lagt hafði verið við í Reykjavík, með því að slá hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið og slá hana í eitt skipti í andli tið með olnboga, rífa í hár hennar, sparka í andlit hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi hennar og draga hana úr bifreiðinni, allt með þeim afleiðingum að B hlaut mar yfir augnloki og kinnbeini vinstra megin, brot í gólfi augntóftar og húðb læðingu á hægra eyra, neðri kjálka, hálsi, báðum öxlum, báðum handleggjum, brjóstkassa og ganglimum. M. 007 - 2022 - Háttsemi ákærða telst varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: Af hálfu A , kennitala , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 4.000.000. - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sbr. 16. gr. skað abótalaga nr. 50/1993 frá 1. ágúst 2022, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða má lskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. 3 Af hálfu B , kennitala , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000. - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. ágúst 2022 en síðan dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögð um reikningi, auk virðisaukaskatts á I Ákærði lagði fram greinargerð vegna málsins, sbr. 1. mgr. 165. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Krefst ákærði þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa og að verknaður sá sem greinir í I. kafla ákæru verði heimfærður undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en ekki 211., sbr. 20. , gr. sömu laga. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. Byggir ákærði sýknukröfu sína aðallega á því að háttsemin sé ósönnuð, ásetning hans skorti til að fremja brotin og að fyrir hafi legið samþykki brotaþola vegna kynmakanna og meintrar líkamsárásar tengdum þeim. II Málsatvik samkvæmt I. kafla ákæru Samkvæmt málsgögnum hófst rannsókn málsins þegar lögreglu barst, aðfaranótt mánudagsins 1. ágúst 2022, tilkynning um að brotaþoli, A , hefði orðið fyri r líkamsárás og væri stödd í íbúð að , hjá fólki sem hún þekkti ekki, m.a. tilkynnanda, C . Var rætt við hann á vettvangi og kvaðst hann hafa vaknað við það að dyrabjöllunni var hringt og reyndist það vera brotaþoli og óskaði hún eftir hjálp. Hann hefði hleypt henni inn og reyndist hún vera buxnalaus og blóðug og sagði honum að fyrrverandi kærasti hennar hefði ráðist á hana. Brotaþoli sat í stofu íbúðarinnar þegar lögreglu bar að og var hún með glóð a rauga og bólgin á hægra gagnauga og innan á vörinni. Ein nig mátti sjá blóðbletti í peysu hennar og í hári. Virtist hún vera í uppnámi og gekk erfiðlega að ræða við hana en sagði á endanum að fyrrverandi kærasti hennar, ákærði, hefði ráðist á hana í vinnubifreið. Kom fram hjá henni að hún hefði orðið fyrir k ynferðisofbeldi og var hún flutt á bráðamóttöku. Þegar þangað var komið kom fram hjá brotaþola að ákærði hefði ráðist á hana á lóðinni fyrir framan , þar sem er til húsa, í bifreið sem 4 brotaþoli var með að láni. Hefði ákærði tekið hana hálstaki og í trekað reynt að svæfa hana en hún hafi tappað út . Ákærði hefði haldið hníf i að hálsi hennar. Hann hefði klætt hana úr buxunum og reynt að stinga lim sínum í endaþarm hennar gegn vilja hennar og h e fði honum tekist það. Kvaðst hún hafa hlaupið buxnalaus út úr bifreiðinni eins hratt og hún gat og farið inn í fyrsta húsið sem hún sá. Þar hefði hún hringt öllum bjöllum og kallað á hjálp. Ákærði var handtekinn kl. 13:12 sama dag í og fannst bifreiðin á en hún er m.a. talin vera brotavettvangur. Ákærði var í annarlegu ástandi, þurr í munni og sljór í máli og töluvert af storknuðu blóði var í fötum hans. Var fatnaður ákærða og sími haldlagður. Skýrsla var tekin af brotaþola á slysadeild sama dag o g atvik gerðust. Kvað hún ákærða vera stóru ástina í lífi sínu og væri hún búin að vera mjög upptekin af honum en þau hefðu hætt saman í ágúst í fyrra. Kvaðst hún hafa verið að neyta fíkniefna og hefði það ruglað hana enn meira í ríminu. Hún hefði hitt ákæ rða eitthvað áður en þetta gerðist og þau m.a. farið í sund og reykt krakk saman og hann þá sagt henni að hann hefði verið að hitta aðra stelpu. Eftir það hefði hún hitt ákærða að beiðni hans og hann þá hellt sér yfir hana út af einhverju bulli sem hann vi ldi að hún viðurkenndi. Þetta kvöld hefði hann hringt í hana og hún farið að hitta hann og hefði ætlunin verið sú að skutla honum í Hafnarfjörð. Þau hefðu farið að reykja krakk og hún farið í alls konar fantasíur í huganum eins og hún væri að fá að upplifa einhvern sannleik , hann myndi elska hana og ástin verða eins og í gamla daga. Hann hefði hins vegar ekki leyft henni að fá það sem hún þráði að fá frá honum; innilegt knús og ást. Hefði ákærði m.a. hringt í vinkonu sína sem hann sagði elska sig í raun og veru og væri ekki eins ömurleg og hún en hún hefði samt haldið að þetta myndi allt leysast. Hefði þetta verið algjör steypa og mjög ruglingslegt. Hefðu atvik gerst annars vegar við og þá hefðu þau haft kynmök með vilja hennar og hins vegar í Hafnarfirð i við . Brotaþoli sagði að ákærði hefði stýrt neyslunni og sagt að hún t.d. fengi ekki smók nema hún tottaði hann. Hann hefði líka sagt að hún fengi ekki smók nema að hann fengi að ríða henni í rassinn en svo hefði hann ákveðið að nauðga henni í rassi nn og einnig hefði hann barið hana. Þá hefði hann sagt við hana að hún hefði verið heimsk að koma og halda að hann ætlaði að gera eitthvað annað en það sem hann gerði. Einnig hefði hann verið með hníf og hótað að drepa hana. Hún hefði öskrað og reynt að st reitast á móti en ákærði hefði verið sterkur og hún hefði farið að gera það sem hann sagði henni að gera. Hefði hún tottað hann til að gefa honum súperbóner og farið niður á hné og 5 glennt sig. Einnig hefði hann ýtt henni ofan á dekk á einhverri bifreið sem var við verkstæðið. Hann hefði haldið henni niðri og ýtt henni og hefði hún farið úr lið . Einnig hefði hann tekið hana hálstaki og hótað því að svæfa hana ef hún myndi ekki hlýða og hótað því að drepa hana. Ákærði hefði verið mjög grófur og ofbeldisfullur og líkaði henni það ekki. Hann hefði ítrekað beðið um að fá að ríða henni í rassinn en hún hefði ekki viljað það. Þá sagðist hann bara ætla að nauðga henni og ætl a að vera þarna í marga daga að níðast á henni. Sagði brotaþoli að ákærði hefði rifið af henn i fötin öll saman. Ákærði hefði verið vondur og grófur og tekið hana með afli og sagt henni að gera hitt og þetta, að leggjast, glenna sig, beygja bakið, vera sexý og eitthvað og hefði hún þá verið komin á jörðina úti. Ef hún streittist á móti ætlaði hann að svæfa hana. Brotaþoli sagði að ákærði hefði kýlt hana og slegið nokkrum sinnum inni í bifreiðinni og ítrekað sagt við hana hvað hún væri ömurleg. Hefði þetta ekki hætt fyrr en hún náði að hlaupa í burtu og líði henni eins og þetta hefðu verið margir klu kkutímar. Kvaðst hún áður hafa verið búin að opna bílhurðina og hefði ákærði þá sagt við hana að hún væri ekki að fara . Brotaþoli sagði að ákærði hefði líka verið að ríða henni inni í bifreiðinni og sífellt reynt að fara inn í rassinn á henni og hefði h ún þá alltaf sagt nei. Síðan hefðu þau verið í aftursætinu og ákærði fært sig yfir í framsætið og hún þá náð að opna dyrnar og hlaupa á peysunni einni fata að fjölbýlishúsi þar sem hún hringdi öllum dyrabjöllum. Óttaðist hún að hann kæmi á bifreiðinni á ef tir henni. Fólk í húsinu hefði tekið vel á móti henni og aðstoðað hana en hún hefði verið í miklu áfalli og ekki áttað sig almennilega á því hvað hafði gerst. Kvaðst hún nokkrum sinnum hafa orðið hrædd á meðan á þessu stóð og hafa flúið þar sem hún hefði h aldið að hún myndi jafnvel deyja . Sagði hún að ákærði hefði sagt að hann ætlaði að fá sáðlát í rassinn á henni eða upp í hana af því að hann ætlaði sko ekki að gera hana ólétta, hann vildi ekki eignast barn með svona ógeðslegri konu. Hann hefði riðið henni um leggöng, neytt hana til munnmaka og til endaþarmsmaka. Kvaðst brotaþoli ekki vita hvað þau hefð u reykt mikið af krakki. Þá sagði hún ákærða hafa tekið upp hníf sem var í bifreiðinni og sett upp við hálsinn á henni og hótað að drepa hana. Hún sagði að ákærði hefði rifið bolinn sem hún hefði verið í undir peysunni einhvern tímann eftir að þetta byrjaði. Hvað varðar önnur föt þá hefði ákærði tekið hana úr þeim, buxum og nærbuxum og sokkum. Þá hefði hún einnig verið í leðurjakka sem hefði orðið eftir í bifreiðinni ásamt töskunni hennar og síma. 6 Brotaþoli gaf aftur skýrslu 5. ágúst 2022. Ítrekaði hún þá að þau hefðu byrjað að rey kja krakk við . Þar hefðu þau haft kynmök með samþykki hennar. Hún hefði verið mjög skrítin í kollinum eftir neysluna og ákærði hefði verið með einhverjar ranghugmyndir og ásakanir og verið að reyna að fá hana til að viðurkenna þær. Þau hefðu síðan fari ð frá og verið einhvers staðar í Hafnarfirði þegar hún var að segja ákærða frá einhverjum sem hún svaf hjá af því að hún hefði haldið að hann vildi heyra það og hefði hann brotið rúðuna í bifreiðinni. Síðan hefðu þau farið að verkstæðinu og þar hefði á kærði byrjað að beita hana ofbeldi. Hann hefði dregið hana út og sagt henni að beygja sig á dekk á vinnuvél, ýtt henni í jörðina, látið hana totta sig og verið mjög ákafur og grófur. Hefði hann einnig verið að koka hana sem henni fannst vont og hefði hún r eynt að stoppa það en hann sagt að þetta væri ekkert vont . H efði hann alltaf slegið hana ef hún sagði að eitthvað væri vont. Brotaþoli sagði að ákærði hefði m.a. verið að ríða henni um leggöng og nokkrum sinnum kyrkt hana, hann hefði hrint henni á malbik ið og riðið henni einhvers staðar úti á vinnusvæðinu, rifið í hárið á henni og hótað að klippa það. Inni í bifreiðinni hefði hann riðið henni ofan á glerbrotum og hefði hún reynt að kvarta undan því en hann sagt að hún væri ekki að fara neitt. Einnig hefði hann hótað því að klippa og skera af henni snípinn. Hann hefði riðið henni í rassinn og það hefði hún aldrei samþykkt heldur sagt nei en hann hefði nokkrum sinnum reynt að fara inn í rassinn á henni. Brotaþoli sagði að ákærði hefði ítrekað tekið hana háls taki , hefði verið að líða yfir hana og hefði hún tappað sig út og eigi hún þá við að hún hafi látið hann vita að hún væri alveg að detta út og hefði hún þá verið orðin svolítið lightheaded . Sagði brotaþoli að þau hefðu ekki stundað kyrkingar í kynlífi þeir ra á milli. Þá kom fram hjá brotaþola að ákærði hefði slegið hana og hefði hún þá hætt að sjá með vinstra auganu . H efði hún beðið hann um að hætta en hann samt haldið áfram. Sagði hún að þetta gæti hafa verið vegna þess að það var búið að taka hana svo oft út að hún var orðin lightheaded . Hún hélt að þetta væri kannski eitthvað alvarlegt og að hún væri að verða blind. Finnist henni eins og hann hafi aldrei slegið hana með krepptum hnefa heldur einungis flötum lófa. Einnig hefði hún upplifað mikla niðurlægin gu þegar hún hefði farið inn í peysuna sína til að fá smáfrið og hann þá beðið hana um að sýna sér píkuna. Þá sagði brotaþoli að þegar ákærði kokaði hana hefði hún gefið honum til kynna að henni þætti þetta vont þegar hún kúgaðist. Hefði hún upplifað mikla niðurlægingu eiginlega allan tímann. Þegar ákærði hefði hótað að skera hana á háls hefði hún að einhverju leyti óttast að hann væri að segja satt. Brotaþoli kvaðst þetta kvöld 7 hafa tekið einhverja róandi töflu sem ákærði sannfærði hana um að taka. Kvaðst hún telja að hún hefði hitt ákærða um sjö - eða áttaleytið um kvöldið og að klukkan hefði verið þrjú eða fjögur þegar hún flúði frá honum. Kvaðst hún ekki telja að hún hefði getað náð að koma sér burtu frá honum fyrr, hún hefði verið búin að reyna það. Brot aþoli kvaðst ekki muna hversu oft ákærði hefði tekið hana hálstaki en hann hefði alltaf hætt rétt áður en henni fannst að það væri að líða yfir hana. Muni hún ekki hvort hálstakið hafi verið með annarri eða báðum höndum. Brotaþoli sagði að hún hefði kynnst ákærða fyrst þegar hún var ára og þá hefðu þau verið saman í um eitt ár. Þau hefðu einnig verið saman frá því í desember 2019 þar til í ágúst 2021 . Brotaþoli gaf skýrslu á ný 9. september 2022. Hún kvaðst hafa sótt ákærða um kl. 19:00 þann 31. júlí sl. í og hefði hún ætlað að skutla honum í Hafnarfjörð. Þau hefðu fyrst ekið að og þar reykt krakk saman. Þar hefðu þau riðið með hana hálfa út úr bifreiðinni og síðar í farangursgeymslu bifreiðarinnar. Kvaðst brotaþoli hafa tekið þátt í kynlífinu þrátt fyrir að hafa fundist hún vera niðurlægð en ekki þorað að segja honum að það eina sem hún vildi frá honum væri ást og virðing. Þar hefði ákærði bitið hana í lærið og sagt þegar hún spurði af hverju hann gerði það að hann hefði langað til að gera það. Eftir að hafa verið þarna um stund hefðu þau ekið inn í Hafnarfjörð og stoppað fyrir framan verkstæði. Þar hefði ákærði dregið hana út úr bifreiðinni og o fbeldið byrjað. Kvaðst hún ekki geta lýst atvikum nákvæmlega en sagði hann hafa hrint henni á jörðina og riðið henni, beygt hana yfir dekk á vinnuvél og riðið henni, kokað hana svo að hún kúgaðist, tekið hana kyrkingartaki bæði með hengingartaki og með því að nota fingur til að þrengja að öndunarveginum, riðið henni hér og þar og slegið hana í sífellu þegar hún bað hann um að hætta. Brotaþoli kvaðst oft hafa verið við það að líða út af þegar hann þrengdi að öndunarvegi hennar og á tímapunkti óttaðist hún að verða blind þar sem hún var hætt að sjá með vinstra auga. Þegar hún sagði honum það sló hann hana aftur og hélt áfram. Einnig hefði hann hótað að drepa hana, skera hana á háls, klippa af henni hárið og skera af henni snípinn. Þegar hún hefði reynt að koma st í burtu hefði ákærði sagt að hún væri ekki að fara neitt. Hann hefði einnig sagst ætla að nauðga henni í rassinn og ef hún hlýddi honum ekki myndi hann svæfa hana og gera það sem hann vildi við hana. Eftir að þau hefðu verið um stund úti á vinnusvæðinu hefði ákærði farið með hana aftur inn í bifreiðina þar sem hann lét hana leggjast ofan á glerbrot og hélt áfram að nauðga henni. Þegar hann fór út úr bifreiðinni eftir það hefði hún notað tækifærið til að flýja. 8 Ákærði gaf fyrst skýrslu vegna málsins 1. ágúst 2022. Sagði hann brotaþola vera æskuástina sína en hann væri ítrekað búinn að slíta sambandi við hana. Neitaði hann því að hafa brotið gegn henni. Brotaþoli hefði farið út af sameiginlegu heimili þeirra í ágúst 2021. Síðustu nótt hefðu þau m.a. verið að ræða það að honum hefði verið byrlað. Hann muni lítið af því sem hafi gerst en þau hefðu verið að reykja krakk og ríða einhvers staðar í Hafnarfirði og hefði þetta verið orðið svolítið afbrigðilegt eins og gerist þegar fólk er búið að reykja krakk í la ngan tíma en muni ekki nákvæmlega hvað þau hefðu verið að gera. Kynmökin hefðu verið með samþykki og væri ekki rétt að hann hefði verið að gefa henni smók fyrir kynferðislegar athafnir . Hann sagðist ekki minn a st þess að hafa rifið hana úr fötunum. Þá neita ði ákærði því að þau hefðu haft endaþarmsmök og sagði þau aldrei hafa haft slík mök, hún vildi það ekki. Hann hefði reynt það en henni fundist það vont. Þá hefði hann ekki hótað henni lífláti eða ætlað að svæfa hana, ekki tekið hana hálstaki og þrengt að þannig að hún hefði verið við það að missa meðvitund og ekki reynt að drepa hana. Þá neitaði hann því að hafa lagt hníf að hálsi hennar. Ákærði kvaðst hafa sagt brotaþol a frá því , þegar þau voru við , að hann hefði verið að hitta aðra stelpu. Brotaþol i hefði þá viljað sofa hjá honum en hann ekki viljað það. Hann hefði síðan dottið út um tíma og einhver þá tekið dópið hans. Var ákærða kynnt að lögregla hefð i verið kölluð til þegar brotaþoli flúði fáklædd af vettvangi og kvaðst ákærði ekki geta sagt miki ð um það hvað hefði gerst, einhver særindi og kannski smástympingar af því að hann vildi fara og síðan hljóp hún í burtu. Þá neitaði hann því að hafa brotið rúðu í bifreiðinni. Ákærði gaf næst skýrslu 5. ágúst 2022. Kvaðst hann halda að þau brotaþoli hef ðu fyrst verið í hjá vinafólki , þaðan farið að og að þar hefðu þau reykt krakk, riðið og hún veitt honum munnmök. Síðan hefðu þau ákveðið að fara í Hafnarfjörð. Þar hefðu þau ætlað að ríða á einhverju teppi og sagði ákærði að kynlífið hjá þeim hefð i alltaf orðið meira röff með tímanum og þau m.a. verið að chóka . Hún fíli að láta kyrkja sig og svona dominant. Hann segir að það hafi orðið einhver atburðarás þar sem þau væru að reykja og reyna að ríða en hann hefði ekki náð honum upp. Þau hefðu farið inn í bifreiðina og riðið þar , hann reynt að ríða henni í rassinn en henni fundist það vont svo hann hætti. Hann hefði síðan sagt henni að hann væri byrjaður með annarri stelpu og hefði það farið fyrir brjóstið á henni. Þá hefði allt umturnast , einhverjar stympingar orðið og hann sagt henni að hann vildi ekki hitta hana aftur. Þá hefðu verið glerbrot út i um allt inni í bifreiðinni en maður finni ekki fyrir neinu þegar maður er á krakki. Hún hefði síðan rokið 9 í burtu. Allt kynlífið sem átti sér stað á milli þeirra hefði verið með hennar samþykki. Þá kom fram hjá ákærða að honum hefði verið byrlað , teldi hann að brotaþoli hefði eitthvað haft með það að gera og hefðu þau rifist um það þetta kvöld. Líti hann svo á að hann hafi sjálfur verið í einhvers konar . Brotaþoli hefði fengið áverka á andlitið þegar hún rak sig utan í bifreiðina og þau hefðu stundað kynlíf með kyrkingum. Væri hann þá fyrir aftan hana og tæki hana taki. Þau stjórni þessu bæði og tappi hún yfirleitt út . Þetta hefðu þau oft gert áður þegar þau voru í gamnislag. Það séu engar reglur um þetta en þau þekki hvort annað. Ákærði gaf skýrslu á ný 27. september 2022. Lýsti hann þá m.a. atvikum svo að brotaþoli hefði pikkað hann upp. Hann hefði rætt við hana um að hann væri byrjaður að hitta aðra s telpu. Þau hefðu verið við og þar reykt krakk og riðið. Hann hefði verið í og talið að brotaþoli hefði byrlað honum . H efðu þau rætt um það og síðan farið í Hafnarfjörð til að kaupa meira efni og hún þá hálfpartinn viðurkennt að hafa verið að byrla honum. Þau hefðu farið að einhverju verkstæði , þar talað saman og stundað kynlíf og hann síðan fengið nóg. Hann hefði farið yfir um þegar hún viðurkenndi þetta og beðið hana um að skutla sér til B og í kjölfar þess hefðu þau farið að rífast og brotaþoli hlaupið út úr bifreiðinni. Þau hefðu bæði verið búin að taka mikið af benzo þegar þetta gerðist. Brotaþoli væri og hefði hún einnig verið í . Í Hafnarfirði hefðu þau farið út úr bifreiðinni , h ann sett teppi á jörðina , hún byrjað að veita honum munnmök og þau reynt að ríða en hann ekki náð honum upp. Þau hefðu síðan farið aftur inn og út úr bifreiðinni nokkrum sinnum. Síðan hefði komist smá ró yfir þau inni í bifreiðinni og þau talað saman og ri ðið og hann fengið það. Hún hefði þá orðið mjög pirruð yfir því að hann hefði fengið það en ekki hún. Hann hefði síðan beðið hana um að skutla sér , hefðu þau farið að rífast mikið og hún á endanum hlaupið út úr bifreiðinni en hann muni ekki hvort hann hafi keyr t strax í burtu eða ekki. Hefði þetta kynlíf átt sér stað með samþykki þeirra beggja. Spurður hvernig það hefði verið gefið til kynna sagði ákærði að engin n hefði sagt neitt eða spurt neitt, þetta væri það sem þau gerðu. Inni í bifreiðinni hefði brota þoli verið í farþegasætinu þegar þau voru að ríða í trúboðastellingunni og úti í doggy og þá um leggöng. Þegar hún hefði veitt honum munnmök hefði hann verið standandi en hún á hnjánum. Kvaðst hann ekki hafa lagt hendur á brotaþola á meðan á kynlífinu stóð en hafa tekið hana hálstaki þegar þau voru úti að ríða. Minni hann að þau hefðu verið í doggy og hann þá tekið utan um háls hennar. Þetta hefðu þau gert af og til í kynlífi þeirra og þá 10 með samþykki beggja. Hefði brotaþoli verið klædd í eina peysu þegar h ún hljóp út úr bifreiðinni og muni hann ekki eftir að hafa þá séð áverka á henni. Ákærði kvaðst hafa brotið rúðuna í bifreiðinni sem brotaþoli var á af því að hann vissi að henni væri ekki sama um hana. Einhver strákur sem hún hafði verið að hitta hefði átt bifreiðina. Hefðu þau verið að tala um það hvort brotaþoli hefði byrlað honum. Þetta hefði gerst fyrir framan einhverjar íbúðir en ekki hjá verkstæðinu. Hefði rúðan brotnað í annað sinn sem hann kýldi í hana. Þegar þau voru að ríða við verkstæðið hefði hann ekki verið að beita hana ofbeldi en kannski hefði þetta verið harkalegt kynlíf . E igi hann þá við að þau hafi ekki riðið jafn mjúklega og vanalega og ekki verið mikið af faðmlögum. Hann hefði ekki dregið brotaþola út úr bifreiðinni , eins og hún bar um , heldur hefðu þau farið saman út úr henni og hann beðið hana um að beygja sig á dekk á vinnuvél sem hún hefði gert. Þá kvaðst hann ekki muna eftir því að hafa ýtt brotaþola á jörðina , látið hana hafa munnmök við sig og kokað hana svo mikið að hún kúgaðist eða að hún hefði sagt honum að henni þætti þetta vont. Hann hefði ekki slegið hana þegar hún hefði sag t honum að stoppa og hefði hún aldrei beðið hann um að stoppa. Þá hefði hann ekki tekið hana hálstaki þannig að hún hefði verið við það að líða út af. Kvaðst hann ráma í að hún hefði dottið úr lið en þá hefðu engin átök verið, það gerist reglulega. Þá minn t ist hann þess ekki að hún hefði sagt honum að hún væri hætt að sjá með öðru auganu eftir að hann h e fði slegið hana og ekki eftir að ha nn hefði hrint henni á malbikið og riðið henni einhver s staðar á vinnusvæðinu. Hann hefði ekki rifið í hár hennar þannig að það blæddi eða hótað því að klippa það eða hótað að drepa hana eða skera af henni snípinn. Hann hefði tekið í hár hennar þegar hún h afði við hann munnmök. Þá kvaðst hann tvisvar sinnum hafa slegið hana utan undir á meðan þau voru að rífast. Minn t ist hann þess að hafa verið að ríða henni þegar hún lá á glerbrotum og hefði hún kvartað undan því og hann þá sópað glerbrotunum úr sætinu. Kv aðst ákærði ekki kannast við að hafa sagt við brotaþola að ef hún gerði ekki það sem hann vildi myndi hann taka hana út og gera það hvort sem er. Var ákærða kynnt að brotaþoli hefði sagt að ákærði hefði haft samræði við hana um endaþarm án hennar samþykkis og sagði ákærði þá að þau hefðu ætlað að gera það en ekki hefði orðið af því. Það hefði verið inni í bifreiðinni og hann hefði spurt hana hvort hann mætti ríða henni í rassinn , hefði svar hennar verið óljóst og hann því prufað , hún þá sagt nei og þau ekki gert það. Réttarlæknisfræðileg skoðun fór fram á ákærða sama dag og hann var handtekinn , auk þess sem sýni voru tekin af honum til frekari rannsóknar og ljósmyndir teknar af 11 honum. Í fyrirliggjandi vottorði þess læknis sem skoðaði hann kemur fram að hann sé cm á hæð og í eðlilegum holdum. Hann hefði m.a. verið með sex ferskar skrámur sem litu út eins og klórmerki á vinstra herðablaði/öxl, lítið mar á miðri hægri síðu, sár á aftanverðum hægri framhandlegg sem mögulega væri eldra, ferskt sár á vinstri upphand - legg og litið mar rétt við olnboga, flagnaða húð framan á hægri vísifingri lófamegin og þrjú lítil fersk sár í lófa, sár á báðum hnjám, framan á hægri sköflungi hafði að eins skafist af húðinni og virkaði það ferskt. Þá var ákærði með roða á vinstri kinn sem gæti samrýmst því að hann hefði verið sleginn utan undir. Hinar ýmsu rispur á herðablaði og síðu gætu samrýmst klórmerkjum og marið sem hann er með gæt i verið eftir áv erka. Fyrir liggur bráðamóttökuskrá þar sem lýst er þeim áverkum sem voru á brotaþola við komu á slysadeild. Var brotaþoli eftir skoðun þar, og eftir að hafa rætt við lögreglu, færð á n eyðarmóttöku til frekari skoðunar. Við komu hafi verið komnar fram u pplýs ingar um líklegt brot á brjóski í hálsi. Samkvæmt skýrslu læknis á n eyðarmóttöku lýsti brotaþoli því að hún hefði farið að sækja ákærða um kl. 19:00 kvöldið áður að beiðni hans og þau þá reykt saman krakk. Í framhaldi af því hefði árás og kynferðisof beldi átt sér stað. Síðan er bókað eftir brotaþola: Kynferðisofbeldi út i um allt, á verkstæði og um allt og í bílnum. Á möl á gólfi og dekkjum. On going í klukkustundir. Nauðgaði mér og í rassinn og vildi að ég tottaði hann eftir það. Vil það ekki. Hélt fy rst að þetta væri leikur en fór alveg úr böndunum. Síðan sagði brotaþoli að ákærði hefði komið með hníf og hótað því að drepa hana, svæfa og kæfa. Nokkrum sinnum hefði verið við það að líða yfir hana þegar hann kyrkti hana. Hún hefði ekki viljað að hann na uðgaði henni og alls ekki í rassinn og hefði oft beðið hann um að hætta. Sagði brotaþoli að hún hefði haldið að ákærði elskaði hana og myndi ekki gera þetta , hann hefði gert svona áður en minna og verið stígandi í þessu. Kvaðst brotaþol a minna að ákærði hefði klætt hana úr , að hann hefði verið í buxum sem hann tók niður um sig og að ekki hefði verið notaður smokkur. Hann hefði sagt að hann ætlaði að reyna að fá það í rassgatið en ekki í leggöng því hún væri ógeð og ekki hægt að eiga barn með henni. Aðspurð sagðist hún finna til í rassinum, finna fyrir bólgum í augum, nefi og vörum, í hálsinum þegar hún kyngir , auk þess sem henni hafi verið illt í öxlinni og eitthvað illt í sárum á fótum. Í skýrslunni er ástandi brotaþola við skoðun lýst svo að áverkar hefðu sést víða á henni og hefð i hún verið bólgin í andliti með glóðarauga á báðum augum en mun meira hægra megin, með bólgið nef og mar á vörum og hár í óreiðu og flækju að aftan. Þá var hún með marbletti á hálsi undir kjálkabörðum, mörg mi nni húðsár á fótum og stór a 12 marbletti á báðum hnjám. Þá benti brotaþoli á mar á innanverðu hægra læri sem hún sagði vera eftir bit. Sagði brotaþoli að ákærði hefði gert lítið úr henni og meitt hana og að nú liði henni eins og hún væri á botninum. Hefði bro taþoli verið miður sín og virkað hrædd og niðurbrotin . Hún óttaðist ákærða og sagði að hann hefði getað drepið hana. Hefði brotaþoli fengið mikinn hroll og vöðvaspennu við skoðun , vildi forðast snertingu í upphafi og upplif ð i margt af þessu sem óraunverule gt. Er tilfinningalegu ástandi hennar lýst þannig að hún hefði verið í losti, fjarræn á köflum, með óraunveruleikakennd, samhengislaus í framsetningu, óttaslegin og í hnipri. Hvað varðar kreppuviðbrögð er því lýst að hún hafi verið með skjálfta, hroll og v öðvaspennu og ekki þolað snertingu. Í skýrslunni er því lýst að við skoðun hafi brotaþoli verið með áverka á innan - verðu hægra læri , sem geti samrýmst því að vera eftir bit , og í hægri nára með ílangt mar eins og löng lína frá nára að framan og næstum há lfhring um lærið innanvert . E r minni lína innar ofan frá og er talið að þetta gæti t.d. verið eftir þrýsting. Segir í skýrslunni að brotaþola hafi fundist öll skoðun á leggöngum mjög óþægileg. Einnig hefði brotaþoli spennt endaþarmsvöðva við minnstu snerti ngu , sagst finna til og vera hrædd um að finna meira til. Reyndist hún vera með tvær nýlegar rúmlega 1 cm rifur í slímhúð aftan til í endaþarmsopi sem hafi sést vel þegar teygt var á slímhúð og hún dregin fram. Í niðurstöðu læknis segir að brotaþoli hafi g efið slitrótta sögu en sagt ákærða endurtekið hafa nauðgað sér um leggöng á alls konar undirlagi og einnig um endaþarm og í munn. Þá hefði ákærði hótað henni lífláti og ógnað henni með hnífi , barið hana mörgum sinnum í andlit , tekið hana kverkataki og sagt að hann ætlaði að svæfa hana , og fékk hún nokkrum sinnum yfirliðstilfinningu , og bitið hana í læri. Hefði brotaþoli verið með mar víða í andliti, henni verið illt í hægri öxl og verið með mar og skrámur þar og á ristum innanv erðum sem komi heim og saman við þá skýringu brotaþola að hún hafi legið á maganum á hrjúfu gólfi. Þá var hún með nýlegar sprungu r í endaþarmsopi og sársauka þar sem komi heim og saman við lýsingu hennar á nauðgun um endaþarm. Brotaþoli lýsti atvikum á s vipaðan hátt í viðtali við hjúkrunarfræðing á neyðarmóttöku. Kemur þar fram að ástand brotaþola hefði verið sveiflukennt og vanlíðan hennar augljós og hefði hún grátið mikið. Hrollur hefði verið í brotaþola allan tímann og var hún þvöl viðkomu þegar blóðpr ufur voru teknar. Fyrir liggur vottorð bráðalæknis vegna komu brotaþola 1. ágúst 2022. Þá liggur fyrir réttarlæknisfræðileg skoðun vegna brotaþola, dags. 12. ágúst 2022. Segir þar, og er 13 það í samræmi við framangreint vottorð, að brotaþoli hefði lýst því við komu á bráðamót - töku að hún hefði hlotið mörg högg á höfuð, andlit og bak og verið tekin hálstaki nokkrum sinnum þannig að henni hafi fundist hún vera að missa meðvitund og henni hafi sortnað fyrir augum. Þá hefði ákærði ógnað henni með hníf i sem hann hefði haldið um háls hennar og beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Við skoðun þar hefði brota þoli, samkvæmt framangreindu vottorði bráðalæknis, reynst vera með mar á miðju enni, hægra hvirfilsvæði, hrufl og skrámur á mörgum stöðum á neðri hluta baksins, bó lgu og eymsli í nefbeini, bólgu og mar á augnloki og í kringum hægra auga, bólgu og sár á neðri vör hægra megin, engar punktblæðingar í koki, litla blæðing u í vinstri hljóðhimnu, hrufl á hægri öxl, hrufl og mar á hægri olnboga og hrufl á báðum hnjánum fram anverðum. Þá hefði brotaþoli kvartað yfir eymslum við þreifingu yfir barkakýli og háls og sýndi tölvusneiðmynd brot á tungubeini. Þá lágu fyrir við matið myndir teknar við skoðun 1. ágúst 2022. Í niðurstöðu matsgerðarinnar eru áverkarnir raktir og tilurð þeirra að mati réttar - læknisins. Segir þar að útlit áverka á augnsvæði og á vinstri kinn og á nefi og blæðingar frá nefi bendi til þess að þessir áverkar séu tilkomnir fyrir högg annars manns en að húðblæðing á vinstri kinn hafi komið til við snarpt högg eða þrýsting frá öðrum manni. Sár og þrot a á neðri vör sem lýst er í sjúkraskrá væri nærtækast að skýra, vegna tegundar áverka og staðsetning ar , með sljóum krafti sem beint er að svæðinu, líkt og tak eða högg veitt af öðrum manni. Þá skýrist hljóðhimnublæð ing á annars frísku eyra almennt fyrst og fremst af snörpum loftþrýstikrafti og er t.d. vel þekkt í kjölfar höggs með opnum lófa yfir eyrað. Útlit áverkan n a á hálsinum og undir hökunni, að teknu tilliti til brotsins gegnum tungubeinið, bendir sterklega til þess að þeir hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi þrýstings ge gnt hálsinum og neðanverðum neðri kjálkanum. Útlit og staðsetning áverkan n a bendir til þess að þeir hafi komið til fyrir þrýsting eða tak annars manns um hálsinn. Við tak sem haldið er í nokkra stund geta orðið punktblæðingar í slímhúð augnanna eða annars staðar í andlitinu en ekki verður ráðið af gögnum hvort um slíkar blæðingar hafi verið að ræða. Útlit húðblæðinga á spangarsvæðinu og hægri rasskinn bendi sterklega til þess að þær hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi þrýstings eð a steyts gegnt hörðu eða tregeftirgefanlegu yfirborði. Staðsetning áverkanna bendir til þess að krafturinn h afi beinst að svæðunum , að áverkunum hafi annar maður valdið og enn fremur mögulega til þess að áverkarnir hafi komið til við þvingaða kynferðislega athöfn 14 annars manns. Útlit slímhúðarrifan n a í endaþarmsopinu bendir sterklega til þess að þær séu afleiðing sljós krafts sem verkað hefur á svæðið með þrýstingi í endaþarmsopið. Þá segir í matsgerðinni að útlit húðblæðinga á hægri öxl og lendarhrygg bendi sterklega til þess að þær hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi steyts eða þrýstings ge gn t svæðunum o g bendi staðsetningar til þess að krafturinn hafi beinst að svæðunum og orðið til við þrýsting, högg eða tök veitt af öðrum manni. Útlit húðblæðinganna á hægra læri og hægri fótlegg bendi sterklega til þess að þær hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi þrýstings eða steyta ge gn t hörðu yfirborði. Útlit áverka á hægri griplimum bendi sterklega til þess að þeir hafi komið til við sljóan kraft í formi steyts eða skröpunar gegnt hrjúfu yfirborði. Útlit áverkanna á vinstri öxlinni, bolnum, hægra lærinu, hægri ökklanum og ristunum bendi sterklega til þess að þeir hafi komið til fyrir einkum sljóan kraft í formi núnings eða skröpunar gegnt grófu eða hrjúfu og hörðu yfirborði. Heildarmyndin, þ.e. eðli, staðsetning og dreifing þessara áverka , bendi til þess að viðk oma líkamans við ákomuyfirborði ð hafi haft flóknara eðli, t.d. endurtekningarsemi og/eða viðkomu við ólíkar gerðir hrjúfra eða kantaðra yfirborða; enn fremur að viðkoman hafi markast af stefnu og stýringu fremur en eigin slysförum. Áverkana á hnjánum er næ rtækt að skýra með svipuðum hætti. Útlit skrámu ofan hægra viðbeinsins og skrámu með húðblæðingu aftan vinstra eyrans bendi sterklega til þess að þær hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi skröpunar gegnt hrjúfu eða stömu yfirborði. Staðsetning áverkans getur bent til þess að hann hafi komið til í tengslum við tök eða aðför annars manns, t.d. í sömu andrá og ofannefndir áverkar á hálssvæðinu. Útlit skrámunnar á vinstra augnsvæðinu bendi til þess að hún hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi skröpunar gegnt hörðum kanti. Áverka með þessa staðsetningu og útlit er vanalegt að sjá sem afleiðingu stympinga á milli manna. Mar á enni komi ekki skýrlega fram á ljósmyndum sem liggja fyrr , en ef slíkt mar er til staðar bendi þetta til þess að sljór kraftur hafi verkað á ennið í formi steyts þar yfir. Þá segir í matsgerðinni að allflestir áverkarnir séu ferskir sem samræmist því að þeir hafi komið til aðfaranótt 1. ágúst 2022. Ef mögulegt tak um hálsinn hefur valdið brotaþola meðvitundarleysi megi segja að hún h afi verið sett í lífshættulegt ástand. Einnig megi segja að brot á tungubeini í hálstakstilfellum þar sem þolandinn lifir af séu sjaldséð og get i bent til þess að kraftmeira taki hafi verið beitt en vanalega er. Áverkarnir voru annars ekki lífshættulegir o g er þess að vænta að þeir grói án varanlegra líkamlegra meina. 15 Fyrir liggur vottorð þar sem fram kemur að brotaþoli hafi komið þangað 5. ágúst 2022 og hafi áður verið í símasambandi vegna þeirra atvika sem hér eru til umfjöllunar. Kemur fram í vottorðinu að hún hafi einnig leitað þangað í apríl og maí vegna ofbeldis sem ákærði hafði beitt hana. Þá liggur fyrir matsgerð R annsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði þar sem fram kemur að í þvagsýni sem tekið var úr brotaþola á slysadeild hafi reynst vera kókaín og umbrotsefni þess, bensóýlekgónín , en kókaín reyndist ekki vera í m ælanlegu magni í blóði. Þá liggja fyrir vottorð sálfræðings er brotaþoli leitaði til í kjölfar atvikanna, dags. 6. og 7. desember 2022. Í yngra vottorðinu er það rakið að brotaþoli hefði komið í átta viðtöl þar sem henni var veittur sálrænn stuðningur og áfallahjálp og væri hún enn í við - tölum. Segir þar að sálræn einkenni brotaþola í kjölfar áfallsins samsvari einkennum sem þekkt eru hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Hefðu niðurstöður sjálfsma tskvarða samsvarað vel frásögn brotaþola í við - tölum og virtist hún ávallt hreinskilin, trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Einkenni brota - þola uppfyll i enn greiningarviðmið fyrir áfallastreituröskun samkvæmt sjálfsmats - kvörðum sem eru vísbendingar um að eðl ilegt bataferli sé ekki hafið. Væri ekki hægt að segja til um hvort eða hvenær bati náist en ljóst þyki að atburðurinn hafi haft víðtæk áhrif á líðan brotaþola og jafnvel þótt hún nái bata eftir meint brot muni hún að öllum líkindum þurfa áfram í sínu dagl ega lífi að takast á við áminningar um meint brot og aðrar afleiðingar þess. Samkvæmt upplýsingaskýrslu lögreglu fannst fatnaður sem talinn var vera í eigu brotaþola utandyra við verkstæðið að . Þá má af myndbandsupptöku ráða að bifreiðinni hafi v erið lagt í stæði við verkstæðið 1. ágúst 2022 kl. 00:29 og ekið burt af vettvangi kl. 02:51. Fyrir liggur skýrsla tæknideildar vegna rannsóknar á vettvangi. Þar kemur fram að á steyptu stæði við húsið hafi verið vinnulyftur, 40 feta gámur, ruslatunnur, br etti og bifreiðar. Hafi þar mátt sjá ummerki um ofbeldi, glerbrot úr brotinni bílrúðu , gúmmímottu úr bifreið, eyrnalokk, rauða buddu og snyrtivörur á víð og dreif, hálsfesti og úr, seðlaveski með greiðslukortum og ökuskírteini með nafni brotaþola, hvít a pe ys u með ætluðu blóðkámi og úthverfar gallabuxur með áföstum nærbuxum og skó á skálmum sem ætla má að hafi verið dregnar af viðkomandi með valdi. Bifreiðin fannst á bifreiðastæði í . Rúða bifreiðarinnar við farþegahurð fram mi í var brotin og engin gúmmímotta á gólfi hennar, sólskyggni og baksýnisspegill voru brotin niður, blóðkám víðs vegar um bifreiðina, hár í fram - og aftursæti og fíkniefnaáhöld voru inni í bifreiðinni. 16 Einnig voru í bifreiðinni svartur leðurjakki, blá hettu peysa, höfuðklútur, sokkar, sundbolur, hnífur í slíðri, ætlaðar fíkniefnaumbúðir og tól til neyslu fíkniefna. Nokkuð var um ætlað blóðkám í bifreiðinni. Þá liggja fyrir ljósmyndir af bifreiðinni og þeim munum sem fundust í henni og á bifreiðastæðunum, skýr slur tæknideildar vegna rannsóknar á þeim hníf sem fannst , auk ljósmynda af honum, skýrsla tæknideildar vegna rannsóknar , m.a. á ætluðu blóðkámi þar sem staðfest var að blóð var á mælaborði, farþegasæti fram mi í og glerbrot um sem voru þar og talin voru ver a úr bílrúðu, hurðarspjaldi vinstra megin að aftan og við vinstra framsæti. Við rannsókn á fatnaði fannst blóð á skóm ákærða og buxum og á hettupeysu brotaþola. Fyrir liggja ljósmyndir af fatnaði brotaþola. Í skýrslu tæknideildar kemur fram að gallabuxur brotaþola hefðu verið úthverfar og nærbuxur fastar í skálmunum og skór neðst innan í skálmunum. Einnig komi þar fram, og sjáist á ljósmyndum , að um var að ræða gallabuxur með skálmum sem þrengjast niður. Í blóðsýni sem tekið var úr ákærða eftir handtöku r eynd u st, samkvæmt framlagðri matsgerð R annsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði, vera 5,7 ng/ml af Alprazólam, 33 ng/ml af Díazepam og 240 ng/ml af kókaín i . Fyrir liggja ljósmyndir af áverkum brotaþola sem samkvæmt henni voru teknar nokkrum dögum eftir að atvik gerðust. Einnig liggur fyrir skýrsla tæknideildar lögreglu, dags. 22. nóvember 2022, vegna rannsóknar á lífsýnum. Þar kemur fram að 39 sýni sem varðveitt hefðu verið við réttarlæknisskoðanir á ákærða og brotaþola, úr bifreiðinni og við rannsóknir á fatnaði ákærða og brotaþola hefðu verið send til rannsóknar. Byrjað hefði verið á 21 sýni. Voru 12 þeirra varðveitt úr fatnaði ákærða, eitt af skóm og 11 af buxum . A f þeim voru valin til rannsóknar sýni af skóm og sex sýni af buxum og sýndi frumrannsókn að blóð var til staðar í öllum sýnunum. Leiddu greiningar á sýnunum í ljós að í sýni af skóm og í fjórum sýnum af buxum komu fram DNA - snið sem voru samkennd við brotaþola. Í tveimur sýnum af buxum kom fram blanda DNA - sniða frá a.m.k. tveimur einstaklingum , ákærða og brotaþola. Þá voru stroksýni sem tekin voru af lim ákærða samkennd við hann. Fjögur sýni sem varðveitt voru við réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola reyndust innihalda sáðfrumur með DNA - snið i ákærða. Tvö stroksýni af hnífi reyndust ekki inn ihalda nægilegt magn DNA til greiningar. Alls sex sýni sem voru varðveitt úr bifreiðinni voru send til rannsóknar. Í öllum tilvikum reyndist vera um blóð að ræða og í tveimur sýnum, af mælaborði og vinstra framsæti , kom fram blanda af DNA - sniði frá tveimur einstaklingum, ákærða og brotaþola. Þá var DNA - snið brotaþola á 17 glerbroti sem fannst í bifreiðinni og sýni af tveimur hurðarspjöldum reyndust innihalda DNA - snið ákærða. Loks liggja fyrir gögn úr síma ákærða vegna tímabilsins 31. júlí til 2. ágúst 2022. Ke mur þar fram að ákærði og brotaþoli áttu 106 sinnum í símasamskiptum frá kl. 01:35 til kl. 20:45 þann 1. ágúst 2022 og hefðu þau m.a. verið að rífast í skilaboðum. Liggja þau skilaboð fyrir og segir brotaþoli þar m.a. að hann sé lákúrulegur með þetta asnal ega ofbeldi gagnvart mér . Í símasamskipt un um er ákærði að óska eftir því að brotaþoli stundi kynlíf með honum. Frá kl. 20:45 þann 1. ágúst 2022 til kl. 04:10 aðfaranótt 2. ágúst 2022 var ekkert hringt úr eða sent úr símanúmeri ákærða en tveimur símtölum frá símanúmer i brotaþola samkvæm t II. kafla ákærunnar var svarað, kl. 21:38 og kl. 03:01. Tengdist farsími ákærða í síðar a tilvikinu sendi í í póstnúmeri 220. Frá kl. 04:10 var ákærði þrisvar í viðbót í samskiptum við síma sama brotaþola og tengdist sí mi ákærða þá sendi í Hafnarfirði kl. 04:40 og í Garðabæ kl. 04:46. Málsatvik samkvæmt II. kafla ákæru Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni 1. ágúst 2022, kl. 12:47, tilkynning um blóðuga konu í annarlegu ástandi á bifreiðastæði við við . Þegar lögregla kom á vettvang var konan farin en bifreiðin , sem eftirlýst var vegna þeirra atvika er greinir í I. kafla ákæru , reyndist vera á bifreiðastæðinu og var hún heit viðkomu. Reyndist konan, brotaþoli í máli þessu, B , vera komin inn í íbúð [ . Í íbúðinni hitti lögregla fyrir íbúa þar, D , fyrrum sambýlismann brotaþola, og sagði hann að brotaþoli hefði komið þangað alblóðug um kl. 13:00. Hefði hún ekki viljað tala við lögreglu og farið inn á bað þar sem hún þreif sig. Í skýrslunni kemur ein nig fram að rætt hefði verið við brotaþola sem hafi verið illa farin í andlitinu, með glóð a rauga á báðum augum og marbletti á höndum. Hún virtist vera hrædd og vildi alls enga aðstoð og ekki ræða við lögreglu en svaraði játandi þeirri spurningu hvort ákærð i hefði gert þetta. Skömmu síðar kom brotaþoli ásamt D á bifreiðastæðið og ræddi við lögreglu. Sagði hún ákærða hafa tekið af henni símann sem hún hefði verið með á upptöku þegar árásin átti sér stað. Hann hefði reynt að opna símann en það ekki tekist og þá kastað honum frá sér og fannst hann á vettvangi. Brotaþoli var flutt á bráðamóttöku en hún reyndist m.a. vera með brotin andlitsbein sem hún sagði vera eftir að ákærði sparkaði í andlit hennar. Brotaþoli óskaði eftir því að fá frest til að ákveða hvort hún legði fram kæru vegna málsins. 18 Ákærði var handtekinn skömmu síðar á gangi í við . V ar hann í annarlegu ástandi og vildi ekkert tjá sig við lögreglu. Var bifreiðin haldlögð sem hugsanlegur brotavettvangur. Á bifreiðastæði við farþegahurð vi ð framsæti fannst eyrnalokkur og annar eins eyrnalokkur fannst inni í bifreiðinni. Við afturenda bifreiðarinnar var lítill plastpoki með lyfjum. Skýrsla var tekin af brotaþola 4. ágúst 2022. Kvaðst hún hafa verið í bifreiðinni með ákærða og þau ætlað upp á . Bifreiðin hefði verið stopp við grenndarstöð . V iti hún ekki hvað varð til þess að þau fóru að rífast en telj i að ákærði hafi talið að hún hefði verið með einhverjum strák. Ákærði hefði þá barið í hluti og hún ætlað að taka það upp þá en hann þá kas tað símanum hennar. Hún hefði reynt að finna hann en þá hefði ákærði verið búinn að kýla hana og hún orðið vönkuð. Hún hefði síðan farið aftur inn í bifreiðina til ákærða og sagt honum að aka sér niður á Vesturlandsveg. Síðan hefði hún slegið í krakk sem á kærði hafði sett á milli sætanna og hefði það farið aftur í og ákærði þá stokkið á hana og slegið hana með olnboganum. Hann hefði farið yfir hana og opnað hurðina og sagt að hún ætti að fara út. Hefði hún þá reynt að losa bílbeltið en ákærði hefði á meðan verið að k y rkja hana. Viti hún ekki hvort hún datt út en hún hefði í smástund hangið í beltinu og þegar hún fann að beltið losnaði hefði hún fundið að fóturinn á henni var snúinn. Hefði ákærði þá veitt henni tvö högg í andlitið með skónum og hefði hún einh vern veginn náð að standa upp og fara út. Hefði fólk stöðvað bifreið sína og tekið hana upp og ekið henni að heimili fyrrverandi mannsins hennar, vitnisins D , og hitt hann þar. Þangað hefði lögreglan komið og hún gefið henni upp nafn sitt en ekki rætt við hana að öðru leyti. Þau D hefð u síðan farið að bifreiðinni til að leita að símanum hennar . H efði þá verið þrýst á hana að fá aðstoð og hún endað á slysadeild án þess að hafa viljað það sjálf. Þar hefði henni verið sagt eftir rannsóknir að hún væri brotin undir auganu og hugsanlega nefbrotin einnig. Þegar ákærði sparkaði í andlitið á henni hefði hún heyrt hljóð og fundið að hún hitnaði. Þau ákærði hefðu verið búin að vera að hittast í um tvo mánuði þegar þetta gerðist. Brotaþol i sagði að þeir áverkar sem hún væri með væru ekki allir eftir þetta tilvik. Ákærði hefði verið að kenna henni að verja sig og hefð u þau v er ið í MMA - glímu og hálfpartinn verið að berja hvort annað . T alað i brotaþoli í þessu sambandi um að hún hefði fengið á verka á hnúana. Þá væri hún með pínu sár á hökunni eftir að hafa rekið sig í. Sagði brotaþoli að ákærði hefði tekið hana hálstaki á meðan hún var að losa beltið en hún viti ekki hvort hún missti meðvitund þá. Telji hún að ákærði hafi hætt að kyrkja hana af því að hún datt sífellt lengra út úr bifreiðinni og náði síðan að 19 losa beltið. Kvaðst hún hafa fundið hitann í andlitinu eftir að hafa fengið skó ákærða í sig og þá eiginlega rankað við sér , eftir að hafa verið með mjög skerta meðvitund , og komið sér í bu rtu. Lagði brotaþoli fram refsikröfu á hendur ákærða. Brotaþoli kvaðst sjálf umrætt sinn hafa verið undir áhrifum kókaíns og hefði ákærði verið undir áhrifum krakks og benzo - lyfja . Á meðan á þessu stóð hefði ákærði verið að tuða um það hvernig hún hefði ge tað gert honum eitthvað og hún að ítreka að hún skildi ekki hvað hann ætti við. Brotaþoli kvaðst halda að þetta hefðu verið að lágmarki fimm högg sem ákærði sló hana í andlitið fyrir utan sparkið en ákærði hefði einu sinni sparkað í andlit hennar. Fyrst hefði hann kýlt hana einu sinni, síðan slegið hana með olnboganum og síðan kýlt hana aftur. Hann hefði einnig rifið í hár á henni en hún viti ekki hvort það var í fyrra eða seinna skiptið. Kyrkingartakið hefði verið langt og þétt og það hefði ekki verið ne itt súr - efni og ekkert blóðflæði og kvaðst hún ekki hafa verið viss um að lifa þetta af. Brotaþoli sagði að ákærði hefði einu sinni, áður en þetta gerðist, spurt hana hvort hann mætti kyrkja hana nógu lengi til að hún dytti út og hefði hún sagt að hún væri ekki til í svoleiðis. Þetta hefði ekki verið í tengslum við kynlíf. Ákærði sagði í skýrslu 1. ágúst 2022 að brotaþoli hefði ráðist á hann vegna þessara atvika með A , hefð i brotaþoli dottið út úr bifreiðinni og þau eitthvað verið að veltast um í grasinu. Neitaði ákærði því að hafa brotið bein í andliti hennar. Hún hefði dottið á malbikið og einnig hefði hún skallað bifreiðina á hægri framhurðina innan frá , þegar hún vildi ek ki fara út úr bifreiðinni, og kýlt sjálfa sig . H ún væri alveg geðveik. Hún hefði einnig kýlt hann. Í skýrslu 5. ágúst 2022 sagði ákærði að hann hefði fari ð upp í og þar hitt brotaþola. Hann hefði þá sjálfur verið í hálfgerðu uppnámi, í geðrofi, og ta lið að brotaþoli væri búin að sofa hjá öllum sem þar voru. Hann hefði reykt og síðan sprautað sig og dottið út í einhvern tíma , fengið svo aftur einhver geðrofseinkenni og haldið að þau ætluðu öll að meiða hann og hann farið. Brotaþoli hefði viljað fara me ð honum og fara upp á en hann hefði ekki viljað það. Þau hefðu farið inn í bifreiðina og byrjað að rífast og hann ekið eitthvað og þau haldið áfram að rífast og hann kallað hana m.a. krakkhóru. Hefði brotaþoli síðan lamið hann í andlitið eftir að hann hafði ögrað henni til að gera það aftur og hefði hún slegið hann aftur. Hann hefði síðan opnað bifreið ina og reynt að ýta henni út. Minni ákærða að hann hefði síðan farið út úr bifreiðinni og reynt að draga brotaþola út úr henni en það ekki gengið , hún fæ rt sig yfir í bílstjóra sætið og hann því gengið eitthvað í burtu. Brotaþoli hefði komið á eftir honum og einnig farið á 20 eftir honum aftur inn í bifreiðina skömmu síðar. Það hefði verið dóp í bifreiðinni sem brotaþoli hefði ýtt í burtu , hefði hann þá aftur reynt að ýta henni út úr bifreiðinni , síðan farið sjálfur út úr bifreiðinni og ekki séð brotaþola aftur eftir það. Sagði ákærði að brotaþoli hefði sjálf veitt sér þá áverka sem hún var með þegar hún skallaði í póstinn í bifreiðinni. Ákærði neitaði því a ð hafa kýlt brotaþola nokkrum sinnum eins og hún bar um en viðurkenndi að hafa kastað farsíma hennar út úr bifreiðinni. Þá staðfesti ákærði að brotaþoli hefði farið út úr bifreiðinni , komið síðan aftur inn og þá kastað dópinu . H ann hefði þá orðið reiður og reynt að koma henni út úr bifreiðinni. Kvaðst hann ekki hafa tekið hana hálstaki , sagði hana ekki hafa verið í bílbelti og ekki hafa verið við það að missa meðvitund. Þá sagði ákærði ekki rétt að brotaþoli hefði verið með fótinn fastan í bifreiðinni og að hann hefði þá sparkað í andlit hennar. Fyrir liggur ljósmynd af ákærða sem tekin var 5. ágúst 2022 sem sýndi að hann var með mar undir vinstra auga. Meðal framlagðra gagna er einnig skýrsla lögreglu og ljósmyndir af bifreiðinni á bifreiðastæðinu við þar sem hún fannst og má á þeim sjá að farsími brotaþola er um tíu metra frá bifreiðinni. Brotaþoli var skoðuð af réttarlækni og liggur fyrir matsgerð hans. Í skýrslunni er rakið að brotaþoli hafi sagt við rannsakara að ákærði hafi sparkað í skóm í andlit hennar og hafi hún við það hlotið beinbrot. Einnig verður af gögnum ráðið að hún hafi verið tekin kverkataki, orðið fyrir barsmíðum með hnefa , fótur hennar hafi verið fastur inn i í bifreiðinni og hún legið út úr bifreiðinni með höfuðið á götunni. Tö lvusneiðmynd sem tekin var 1. ágúst 2022 sýndi að í vinstri augntótt var mikið loft en augað sjálft var án athugasemda. Tilfært um 6 mm brot sást á gólfi au gn tóttarinnar með haul augntóttarinnihalds inn i í kinnbeinsskútanum vinstra megin. Þá lágu fyrir myn dir af áverkum teknar 1. og 4. ágúst 2022. Í niðurstöðu matsgerðarinnar koma fram upplýsingar um þá áverka sem brotaþoli reyndist vera með og um tilurð þeirra. Reyndist brotaþoli vera með mjúkvefjarbólgu og - blæðingu á vinstra augnsvæðinu með undirliggjandi broti á gólfi augntóttarinnar og húð - blæðingar á hægra eyranu, neðri kjálkanum, hálsinum, öxlunum, hægri upphand - leggnum, vinstri upphandleggnum, vinstri framhandleggnum, vinstri hlið brjóstkassa, hægri ganglimnum og vinstri ganglimnum. Bend i áverkamyndin sterklega til þess að henni hafi verið veitir áverkar af öðrum manni. 21 Þá segir í matsgerðinni að útlit mjúkvefjarblæðingarinnar með undirliggjandi beinbroti á vinstra augnsvæðinu bendi sterklega til þess að þa ð hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi steyts ge gn t hörðu eða tregeftirgefanlegu yfirborði með mótaðan fremur en harðan ákomuflöt. Útlit, eðli og staðsetning áverkanna bendi til þess að krafturinn hafi beinst að svæðinu, líkt og við t.d. högg veitt af öðrum manni. Útlit áverkan n a á hálsinum bendi sterklega til þess að þeir hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi þrýstings gegnt svæðinu. Að teknu tilliti til áverkans á neðri kjálkanum bendi þetta til þess að kraftur hafi beinst ge gn t hálssvæðinu sem við aðför annars manns. Útlit á verkan n a á hægra eyranu bendi sterklega til þess að þeir hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi höggs eða þrýstings á eyrnasvæðið og haf i staðsetningu sem get i bent til þess að krafturinn sem honum olli hafi beinst að svæðinu, sem við aðför annars manns . Útlit áverkan n a á öxlunum bendi sterklega til þess að þeir hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi snarps steyts eða þrýstings gegnt þeluðu yfirborði, með mynstrun sem ætti, a.m.k. að hluta, að mótsvara blæbrigðum litabreytingarinnar. Áverkar með þetta útlit geta t.d. komið fram við högg eða spörk annars manns yfir aftanverðar axlirnar, hafi þolandinn klæðst gróft þeluðu klæði. Útlit áverkan n a á hægri upphandleggnum, vinstri upphandleggnum, vinstri framhandleggnum, vinstri hlið brjóstkassa, hægri gangli mnum og vinstri ganglimnum bendi sterklega til þess að áverkarnir hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi steyta eða þrýstings gegnt hörðu yfirborði, trúlega með takmarkaðan ákomuflöt. Einnig segir í matsgerðinni að útlit áverkan n a hafi verið ferskt á myndunum frá bæði 1. og 4. ágúst og samræmist því að þeir hafi komið 1. ágúst , að undanteknum áverka á utanverðri hægri mjöðm sem ætla megi að hafi komið einhverju fyrr. Hafi áverkarnir ekki verið lífshættulegir. Hafi brotaþoli hlotið þrýsti ng yfir eða um hálsinn við tak annars manns og hún tapað við það meðvitund megi segja að hún hafi verið sett í lífshættulegt ástand. Fyrir liggur vottorð háls - , nef - og eyrnalæknis, dags. 22. ágúst 2022, og kemur þar fram að hann hafi hitt brotaþola 11. og 18. ágúst 2022. Segir í vottorðinu að brotaþoli hefði verið slegin í andlitið með þeim afleiðingum að gólf vinstri augntóttar brotnaði. Brotflaskinn var mjög aftarlega í augntóttinni og hliðraður um 6 mm niður í kinnholu. Augntóttarinnihald, þ.e.a.s. fi ta og neðri augnréttivöðvinn , bung a ð i sem því nemur niður í kinnholu en engin klemma var þó á vöðvanum. Þá segir í vottorðinu að þegar læknirinn hitti brotaþola í fyrra skiptið hefði hún verið með augljóst mar umhverfis augað og væga tvísýni þegar hún horf ði til hægri. Í seinna skiptið var tvísýnin að mestu horfin en vottaði 22 fyrir henni þegar hún leit til hægri. Þá virtist vinstra augað liggja örlítið dýpra í augntótt samanborið við hægra augað. Hún var ekki með neinn dofa á kinn og nefi en það einkenni er algengt við brot í augntótt. Var ákveðið að framkvæma ekki aðgerð þar sem einkenni voru lítil, útlit fyrir að tvísýni myndi ganga til baka að fullu og brotið aftarlega í augntótt og erfitt að rétta það , auk þess sem læknirinn mat það svo að hættan á fylgik villum aðgerðar væri meiri en hugsanlegur ávinningur. Þá liggur fyrir læknisvottorð, dags . 12. ágúst 2022, þar sem staðfest er að brotaþoli hafi komið á bráðadeild 1. ágúst 2022 , að Ts hefði sýnt brot í augntótt og að hún hefði þá verið með mar yfir kinn beini og augnloki. Fyrir liggur mynd af framangreindu broti. III Við rannsókn málsins var E geðlæknir dómkvaddur sem matsmaður til að framkvæma geðrannsókn vegna ákærða og er hún dags ett 2. október 2022. Er þar rakið að ákærði hafi skömmu eftir handtöku 1. ágúst sl. verið skoðaður af lækni sem lýsti honum sem sljóum og syfjulegum en samvinnuþýðum. Þá hefði hann hvorki lýst né sagt nokkuð um hugsanatruflanir eða ofskynjanir. Í mati E er ra kin saga ákærða , m.a. . Segir þar að 7. maí 2022 hafi hann verið lagður inn , þá og og hafði verið í neyslu. Lýsti ákærði því þá að hann væri með og óljósar hugsanir um að skaða fyrrverandi kærustu sína sem hann sagði vilja honum illt og hafa verið lauslát. Í mati geðlæknisins er það rakið að ákærði væri ára og væri búinn að vera í neyslu vímuefna frá unglingsárum. Miðað við orðaval og samræður væri greind hans og þroski innan eðlilegra marka og virtist hann hafa náð að sinna vinnu f raman af. Frá því í júlí 2017 virðist meira stjórnleysi hafa verið komið á neysluna og hann tvisvar verið lagður inn auk annarra einkenna tengd neyslu, annars vegar í lok árs 2021 og hins vegar í maí 2022. Hafi hann verið í haltu mér , slepptu mér samba ndi við brotaþola samkvæmt I. kafla ákæru en segist hafa slitið sambandi þeirra í ágúst 2021 en það þó gengið fram og til baka síðan þá. Ljóst væri af gögnum að ákærði hefði haft miklar efasemdir gagnvart henni og verið með ofbeldis hugsanir gagnvart henni áður. Þá gruni ákærða að hún hafi átt þátt í því að honum var byrlað og hann misnotaður. Hann hitti hana síðan í nokk ur ra daga vímuefnarússi sem endaði með samförum og áflogum aðfaranótt 1. ágúst 2022 en ákærði sagði að hann hefði þ ar gengið of langt. Í kjölfar þess 23 hefði hann farið og rætt við núverandi kærustu og úr því hafi orðið áflog. Hann hafi í dag eftirsjá og sjái að hann þurfi að snúa lífi sínu til betri vegar. Hvað varðar þá matsspurningu hvort ákærði hafi verið sakhæfur á verknaðar - stundu segir í matsgerðinni að ákærði hefði verið búinn að vera undir áhrifum fíkniefna þegar atburðirnir urðu. Ljóst megi vera að hann vissi af öfgafullum tilfinningum sínum gagnvart brotaþola samkvæmt I. kafla ákærunnar frá fyrri tímabilum ví muefna - misnotkunar og var með erfiðar og blendnar tilfinningar gagnvart henni. Hann hefði farið í neyslu með henni og í framhaldi af því verða þeir atburðir sem gerðust aðfaranótt 1. ágúst 2022. Eftir þá atburði fari hann, líklega í uppnámi , og hitti núver andi kærustu, sem er brotaþoli samkvæmt II. kafla ákæru, og deilur og áflog verða eftir að hann sagði henni frá samskiptum sínum við brotaþola samkvæmt I. kafla. Ekki verði þannig séð að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstund u þessara atburða. Þá vissi ákærði að hann var undir áhrifum vímuefna í báðum málunum og vissi af hömluleysi sínu og mögulegum veikindum tengdum þeim undir slíkum áhrifum. Hann veit að verk sem þessi leiða til refsingar og hafði áform í gæsluvarðhaldi um að nýta þann tíma til að bæta sig. Ætla verði því að refsing beri árangur. Eigi 15. gr. almennra hegningarlaga ekki við , verði að ætla að ákærði sé sakhæfur og gera ráð fyrir að refsing geti borið árangur, sbr. 16. gr. laganna, verði hann fundinn sekur. E kki er talið að gera þurfi aðrar ráðstafanir en þegar hafa verið gerðar af réttarvörslukerfinu. IV Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði sagði A , brotaþola samkvæmt I. kafla ákærunnar, vera æskuástina sína og hefði hann kynnst henni þegar hann var ára en hún . Þau hefðu þá búið saman í um tvö ár, 2009 2011, en hún hefði hún orðið veik. Slitnað hefð i upp úr sambandi þeirra og brotaþoli farið á . Eftir það hefð u þau lítið verið í sambandi í nokkur ár þangað til hún hafði samband við hann í nóvember 2019 og í kjölfar þess hefðu þau farið að hittast. Hún flutti til hans í febrúar 2020 en mikil streita hefði verið í sambandi þeirra vegna . Þann 1. ágúst 2021 hefði brotaþoli farið og þá hefði sambandi þeir ra lokið. Hann hafði verið edrú í nokkur ár þegar þau byrjuðu saman aftur og hún varð edrú með honum. Þau hefðu síðan dottið í það 11. júlí 2021 og brotaþoli síðan verið en fengið síðan að fara heim. Hefðu þau dottið í það aftur og þegar hann vaknaði 1 . ágúst 2021 var brotaþoli farin. Eftir það hefðu þau verið í einhverju sambandi og hist, lent í 24 einhverju trauma saman, farið í meðferð saman og hann lent inni . Alltaf hefði verið mikil tenging á milli þeirra, þau reynt að halda sambandi og elskuðu þa u hvort annað. Ákærði kvaðst hafa viljað vera edrú og taldi að samband hans við brotaþola væri ekki gott fyrir hann og að þau væru með mikla þráhyggjuhugsun þegar þau væru saman. Samband þeirra hefði slitnað um skeið og hann þá kynnst annarri stelpu, B . Á fimmtudegi fyrir verslunarmannahelgi hefðu hann og brotaþoli samkvæmt I. kafla ákærunnar hist og farið í sund og dottið í það og hefði þeim á föstudeginum liðið mjög illa með allt sem hafði gerst í sambandi þeirra . Þá hefði hann farið og hitt B upp i á og verið þar þangað til á laugardegi eða sunnudegi. Á meðan hann var þar hefði brotaþoli stanslaust hringt í hann. Hefði brotaþoli síðan sótt hann niður í bæ og hefðu þau verið með eiturlyf sem hann telji að hann hafi átt. Voru þau þá bæði búin að vera vak andi lengi. Hann hefði viljað sættast við brotaþola og alltaf haldið í vonina. Þau hefðu ekið að og þar hefðu þau verið að ríða og kyssast og hefði hann bæði beðið hana um að ríða í skottinu og inn um farþegahurðina og hún samþykkt það en þetta væri ei tthvað sem þau hefðu oft gert . Hann hefði síðan orðið óöruggur gagnvart fólki sem var á sama bifreiðastæði og beðið brotaþola að skutla sér til B . Þau hefðu rætt þetta , brotaþoli hefði ekki viljað skutla honum og þau ákveðið að fara í Hafnarfjörð og kaupa meiri fíkniefni. Þar hefðu þau fyrst stoppað hjá íbúðarhúsi, en sú manneskja sem þau hefðu ætlað að hitta hefði ekki verið heima, og síðan ekið að verkstæði og haldið áfram að tala um samband sitt og það sem hafði gerst á milli þeirra. Hún hefði viljað fá ást frá honum en hann verið eitthvað óöruggur með það og fundist hann vera svikinn eða eitthvað. Við verkstæðið hefðu þau bæði viljað ríða en hann átt erfitt með að fá ris. Hann hefði tekið teppi úr bifreiðinni og sett það á malbikið við hliðina á einhverr i vél. Þeim hefði gengið illa að ríða , enda var hann í annarlegu ástandi, og þau farið aftur inn í bifreiðina og reykt meira krakk. Þau hefð u síðan farið aftur út og hún ætlað að gefa honum b ó ner með því að sjúga hann. Hún hefði farið á hnén og byrjað að sjúga hann og hann þá tekið um höfuðið á henni, eins og þau hefðu oft gert áður. Eitt hefði leitt af öðru og þau ætlað að reyna að ríða aftur og hann beðið brotaþola um að leggjast á traktorsdekk e n hann hefði ekki fengið standpínu. Einnig hefðu þau verið að chóka hvort annað, þ.e. að taka hengingartaki , og hefði það verið hann sem tók hana taki. Þau höfðu áður gert þetta heima, en ekki í svona aðstæðum, og hún síðan tappað út . Sagði ákærði að hann hefði verið fyrir aftan hana þegar hann gerði þetta og hún þá legið á dekkinu, sem var risastórt, á maganum og verið hallandi. Á meðan hefði hann ekki verið að gera neitt annað og hefði brotaþoli ekki liðið út af. Kvaðst 25 hann telja að þau hefðu í framhaldi af þessu farið aftur inn í bifreiðina og reykt meira og hann þá setið bílstjóramegin en hún farþegamegin. Þau hefðu verið að reykja krakk allan tímann, líka þegar þau voru úti. Síðan hefðu þau riðið í trúboðanum í farþegasætinu. Hann hefði síðan spurt han a hvort hann mætti ríða henni í rassinn. Hún hefði ekki svarað almennilega og hann þá byrjað aðeins og hún þá sagt : N ei , hættu. Hefði hann þá verið að reyna að koma typpinu inn og þau verið í trúboðastellingu. Í framhaldi af því hefði hann fengið sáðlát. Þ au hefðu endað aftur inni í bifreiðinni og farið að rífast og hún verið ósátt við að hann hefði fengið það en ekki hún. Einhver fúkyrði hefðu gengið á milli þeirra og hann síðan ýtt í brotaþola þannig að hún datt á hurða r spjaldið eða ýttist á það og síðan farið út úr bifreiðinni og hlaupið í burtu. Hefði hún þá verið í síðri ullarpeysu og muni hann ekki hvort hún hafi verið í einhverju öðru. Hún hefði hlaupið eftir götunni og hann kallað á hana en hún ekki komið til baka. Eftir þetta hefði reynt að ná samb andi við B og síðan ekið bifreiðinni, sem hefði verið eign einhvers sem brotaþoli þekkir, upp í þar sem hann hitti B . Kvaðst hann ekki hafa tekið eftir því hvort brotaþoli hefði verið með áverka þegar hún hljóp í burtu og sjálfur hefði hann ekki verið með áverka. Sólarhringinn áður en þetta gerðist hefði hann verið að reykja krakk og taka benzo - lyf og xanax . Hefði aldrei verið ætlun hans að meiða brotaþola. Telji hann sig muna allt sem gerð i st, a.m.k. eins og hann upplifði þetta. Spurður hvort hann hefð i tekið hart á henni sagði ákærði að þetta hefði kannski gengið lengra en til stóð, en þau hefðu bæði verið í annarlegu ástandi. Kvaðst hann ekki hafa hótað því að drepa hana og ekki hafa ætlað að gera það, ekki hótað henni með hníf i , ekki hótað að skera a f henni snípinn, skera af henni hárið, ekki hafa sett hnífinn að hálsinum á henni og ekki notað hníf gagnvart henni. Hefði hann talið sig hafa samþykki brotaþola til kynmakanna. Hún hefði aldrei gefið til kynna að hún væri ekki samþykk, sagði honum aldrei að stoppa heldur tók þátt í kynmökunum. Hann hefði reynt að stinga typpinu inn í endaþarm hennar og hún þá sagt nei og hann stoppað strax. Hann hefði sett teppi á malbikið og þau stundað kynmök þar, fært sig svo inn í bifreiðina og svo yfir á dekkið. Hann hefði aldrei upplifað þetta sem þvingun eða ofbeldi. Ákærði sagði að tilgangurinn með hálstakinu væri rössið sem maður fái þegar maður er að líða út af en gerir það ekki. Væri þetta kynferðislegt og hefði hann einu sinni tekið hana hálstaki þetta kvöld. Va r ákærða kynnt að tungubein brotaþola hefði brotnað og kvaðst hann telja að það hefði brotnað með hálstaki og telur að hann hafi ekki tekið rétt á því í því ástandi sem hann var í . Takið hefði ekki verið rétt. Spurður hvað hann eigi 26 við með að tappa út sag ði ákærði að brotaþoli hefði slegið í hönd hans og hann þá sleppt henni. Hún vissi þetta og hefði gert þetta áður. Það væru ákveðnar leikreglur. Brotaþoli hefði ekki misst meðvitund og ekki kvartað undan því að vera illt í hálsinum. Þegar ákærði var spurðu r hvort hann hefði getað drepið brotaþola með þessu hálstaki sagði hann að hann hefði aldrei getað drepið hana. Spurður hvort hún hefði vitað að hann ætlaði að gera þetta sagði ákærði : J á, þú veist, þetta álpaðist þannig . Kvaðst hann telja að hún hefði alveg gert sér grein fyrir þessu. Hún hefði litið á hann og kvaðst hann telja að hún hefði samþykkt þetta í hita leiksins. Myndi hann ekki hvort þau hefðu talað eitthvað um að gera þetta. Spurður hvernig hann viti að hann hefði ekki getað drepið brotaþola með háls - takinu sagði ákærði það vera af því að hann hefði gert þetta áður. Spurður hvort það væri eitthvað sem segði honum að hann yrði að hætta sagði ákærði að það væri þegar mann - eskjan væri að líða út af. Mörkin sem ha nn miði við er tappið , hennar viðbrögð. Maður haldi ekki hálstaki lengi. Var ákærði spurður hvar hans mörk vær u og sagði ákærði að hann myndi aldrei vilja skaða neinn með þessu. Hann hefði æft j i u - jitsu í mörg ár og kunni tök og þetta komi með tímanum, þ.e . maður finn i hvenær manneskja er að líða út af og sleppir þá takinu. Kvaðst ákærði telja að það hefðu liðið um sex klukkutímar frá því að þau komu á stæðið við og þangað til brotaþoli hljóp frá bifreiðinni í Hafnarfirði og það hefði verið um nótt. Hef ði brotaþoli aldrei áður hlotið svona mikla áverka við kynlíf þeirra þó tt þau hefðu áður verið marin eftir kynlíf á krakkfylleríi . Hún hefði tekið hann hálstaki áður, en það hefði ekki verið í kynlífi heldur þegar þau voru að leika sér, og haldið honum þan gað til hann tappaði út . Ákærði kvaðst hafa brotið rúðu í bifreiðinni þegar þau voru fyrir framan íbúðar - hús áður en þau komu að verkstæðinu með því að slá í hana og brotnaði hún í öðru höggi. Hefðu þau þá verið að ræða um það hvort honum hefði verið byrla ð nokkrum dögum fyrr og hann spurt hana hvort hún hefði tekið þátt í því. Hefði hann brotið rúðuna af því að hann vissi að henni var annt um bifreiðina. Þá minni hann að hann hafi slegið brotaþola tvisvar sinnum utan undir en hann hafi ekki verið að hafa s amræði við hana á meðan en þau hefðu þá verið út. Kannist hann ekki við að hafa dregið brotaþola út úr bifreiðinni eða tekið hana út úr henni án þess að hún vildi það , heldur hefði hann tekið í hönd hennar og leitt hana út úr bifreiðinni. Hann kannist held ur ekki við að hafa hrint henni á malbikið heldur hefði hann hrint henni á hurða r spjaldið þegar hann var ósáttur við hana. Þá hefði 27 hann ekki rifið í hárið á henni. Þegar brotaþoli sat á glerbrotunum hefði hún kvartað undan því að það væri óþægilegt og hef ði þau þá stoppað aðeins , dustað það mesta í burtu og hún setið á ullarpeysunni og þau haldið áfram. Ákærði sagði að þrátt fyrir að brotaþoli hefði kannski flúið undan honum hefði hann ekki verið að meiða hana heldur rökræða við hana. Var ákærða kynnt að g ögn bentu til þess að brotaþoli hefði verið í uppnámi og fáklædd þegar hún hljóp í burtu . S agði ákærði að hann hefði verið í annarlegu ástandi en hún hefði ekki haft ástæðu til að óttast hann þó að hann g æ ti skilið að einhver væri óttaslegin við hann. Hún hefði ekki hlaupið í burtu í kjölfar þess að hann hefði slegið hana eða tekið hana hálstaki. Ákærði sagði að í dag væri hann í engu sambandi við brotaþola en að hann og B væru saman. Almennt hefðu hann og brotaþoli ekki spjallað mi kið í kynlífi heldur verið spontaneous . Ákærði sagði að þau hefðu verið í hlutverkum í kynmökum sín á milli og yfirleitt hefði hann verið sá sem var dóm ín erandi en stundum öfugt. Brotaþoli hefði allan tímann eftir kynmökin getað farið í burtu, hann hefði a ldrei haldið henni, þau hefðu talað saman og hún farið sjálfvilju g inn og út úr bifreiðinni. Kvaðst hann telja að brotaþol i hefði þessa helgi vitað af sambandi hans og B . Tenging milli hans og brotaþol a væri svo sterk að hann hefði ekki velt því fyrir sér að hann hefði nú átt að lesa öðruvísi í samskipti þeirra. Hann sagði brotaþola aldrei hafa beðið um að fá að fara en muni eftir því að hún hefði talað um að hún væri að missa sjónina. Þá var ákærða kynnt að af myndum sæist að föt hennar hefðu verið rifin o g buxur úthverfar með skó inn i í og kynnt að ákæruvaldi ð tel d i þetta ber a með sér að atvik hefðu verið frekar harkaleg . S agði ákærði þá að þetta hefði gengið allt of langt , í þessu neysluumhverfi hefðu þau ekki skynja ð hlutina alveg rétt. Föt þeirra hefðu áður rifnað þegar þau voru að ríða úti en engin n hefði áður hlaupið í burtu. Minnist hann þess ekki að hafa handleikið hníf sem fannst í bifreiðinni. Viti hann ekki hvort þau hafi verið búin að ákveða að hittast til að nota krakk og stunda kynlíf eða hvort þau hafi bara gert það. Þetta væri eitthvað sem þau hefðu verið að gera síðan þau duttu í það í fyrra. Væri kynlíf þeirra yfirleitt harkalegra þegar þau væru að nota krakk og frekar stjórnlaust . Ákærði kvaðst kannast við að þau hefð u átt samræði í Hafnarf irði og að brotaþoli hefði haft við hann munnmök. Hann viðurkenndi að hafa brotið rúðu, að hafa slegið brotaþola tvisvar sinnum í höfuðið og rassskellt hana tvisvar sinnum þegar þau voru inni í bifreiðinni. Hann hefði leitt hana út úr bifreiðinni en ekki d regið hana, ekki hrint henni 28 á malbikið en tekið hana einu sinni kverkataki með hennar samþykki. Þá hefði hann ekki rifið í hár hennar heldur tekið í hár hennar þegar hann var að hafa við hana munnmök, hann hefði ekki haldið hnífi upp að hálsi hennar, ekki þvingað hana til að liggja á glerbrotum heldur hefði hún sest á þau og setið á þeim á meðan þau voru að ríða. Hann hefði ekki hótað henni líkamsmeiðingum og lífláti , m.a. því að klippa á henni snípinn, skera hana á háls og klippa á henni hárið. Brotaþoli hefði beðið hann um að eiga ekki endaþarmsmök við sig og hann hefði hlýtt því. Að öðru leyti hefði hún ekki beðið hann um að hætta og ekki ýtt honum frá. Minnist hann þess ekki að hún hafi gert neitt annað sem hefði átt að gefa honum til kynna að hún vildi þetta ekki. Þá minnist hann þess ekki að þau hefðu talað um kynmökin og geti því ekki sagt að hún hefði samþykkt þau berum orðum. Vísaði ákærði til venju í þeirra samskiptum hvað þetta varðar. Ákærði kvaðst ekki hafa tekið eftir því að brotaþoli hefði ver ið með áverka þegar hann hitti hana og ekki hafa tekið eftir því að hún fengi þessa áverka í þeirra samskiptum. Sagði ákærði að það liti út fyrir að áverkarnir væru eftir hann en hann g æ ti ekki fullyrt það. Ákærði kvaðst hafa kynnst B , brotaþola samkvæmt I I. kafla ákæru, í júní eða júlí 2022. Þau hefðu síðan þá hist nokkrum sinnum , náð góðri tengingu , verið í neyslu saman og notað krakk. Hann hefði náð sambandi við brotaþola eftir að A fór frá verkstæðinu og síðan farið á bifreiðinni í og hitt brotaþola þar í heimahúsi. Þar hefðu þau verið að reykja krakk og minni hann að þau hafi einnig en ákveð ið svo að fara. Hefði honum ekki liðið vel , hann hefði verið búinn að vera vakandi í marga daga og hann langaði til að verða edrú. Þau hefðu ekið saman eitthvað í burtu , hefði brotaþoli ekki verið sátt við að hann hefði hitt A og þau farið að rífast. Hann hefði ekið bifreiðinni á grenndarstöð , lagt henni og þau farið að rífast. Hún hefði síðan slegið hann og þau farið að slást og hann reynt að ýta henni ú t úr bifreiðinni. Brotaþoli hefði ekki viljað fara út og hefði haldið í handbremsuna en á endanum hefði hann náð henni út. Fyrst hefði brotaþoli verið í farþegasætinu og hann þá ýtt henni en ekki náð að henda henni út . H efði hann þá farið sjálfur út úr bif reiðinni sjálfur og út í einhvern skóg sem er þarna rétt hjá og hefði hún elt hann þangað. Þar hefði hann soðið krakk og sagt henni að láta sig í friði þegar hún kom til hans. Síðan hefði hann farið aftur í bifreiðina og hún einnig. Þau hefðu farið að þræt a en síðan hefð u þau bæði farið út og gengið hvort í sína áttina. Ákærði sagði að brotaþoli hefði kýlt hann nokkur högg í andlitið. Hefðu þau verið að ræða brotaþola og einhvern strák sem vildi sofa hjá henni. Eina sem hann hefði gert hefði verið að ýta h enni með handleggnum til að reyna að koma henni út. Brotaþoli hefði 29 ætlað að sækja ákærða á laugardeginum en þar sem hún komst ekki hefði A komið að sækja hann. Hefði hann alltaf verið á leiðinni að sækja brotaþola og þess vegna hefði hann verið að biðja A um að skutla sér til hennar þegar þau voru við . Hann hefði verið með einhverja áverka eftir höggin frá brotaþola, hugsanlega með glóð a rauga. Ákærði kvaðst ekki hafa tekið brotaþola hálstaki. Hún hefði dottið á hurðarspjaldið þegar hann reyndi að ýta h enni út úr bifreiðinni og sýndi ákærði hvernig hann hefði ýtt hægri framhandlegg frá sér og sagði að það gæti verið að hann hefði farið í hálsinn á henni. Kvaðst hann halda að hún hefði dottið í kjölfar þess. Höggin sem brotaþoli fékk hefðu ekki verið föst og hann hefði ekki sparkað í andlit hennar. Var ákærða kynnt að brotaþoli hefði sagt að hún hefði orðið fyrir ítrekuðum höggum í andlitið og kvaðst ákærði þá hafa slegið hana einu sinni í nefið, með krepptum hnefa. Þá sagði hann að þegar brotaþoli segi að hann hafi ýtt henni með olnboga eigi hún líklega við það sem hann hefur áður lýst með framhandlegg. Hann hefði ekki rifið í hár hennar, ekki sparkað í andlit hennar , ekki tekið hana hálstaki og ekki þrengt að öndunarvegi hennar. Kvaðst ákærða minna að bro taþoli hefði verið með glóðarauga eftir að hann ýtti henni út úr bifreiðinni og hún datt. Mun d i hann ekki hvor t brotaþoli hefði verið með áverka í andlitinu þegar þau hittust. Sagði ákærði að hann hefði rætt þessi atvik eitthvað við brotaþola. Ekki hefðu verið mikil átök á milli þeirra en hún hefði verið að berjast á móti. Brotaþoli hefði klórað hann eitthvað þegar hann reyndi að ýta henni út. Kvaðst hann telja að teknar hefðu verið myndir af honum eftir þetta með áverka. Minn t ist hann þess ekki að brotaþoli hefði sjálf veitt sér áverka og taldi að hann hefði ekki sagt það hjá lögreglu. A , brotaþoli samkvæmt I. kafl a ákæru , sagði að þegar hún og ákærði byrjuðu saman hefði hann ætlað að hjálpa henni en hún hefði verið að glíma við . Hún hefði kynnst ákærða þegar hún var ára og þau þá verið saman í um eitt ár. Hann hefði þá oft sett hana í óþægilegar aðstæður. V æri hún með og hefði hún fyrst farið um sumarið árið 2010, þegar þau voru búin að vera saman í um ár. Þau hefð u þá hætt saman og byrjað aftur saman árið 2020. Hann hefði farið í gegnum með henni og þau gengið í gegnum ýmislegt saman. Hún hefði þá farið en þegar hún hefði ákærði enn verið í sama farinu þegar hann átti að vera að hjálpa henni. Hún hefði farið inn í þetta með honum. Hann hefði þá sýnt henni ógnandi hegðun og henni fundist eins og það væri ekki hægt að ræða við hann. Hefði h ann m.a. sakað hana um að gera eitthvað sem hún þurfti að giska á hvað væri. Hún hefði farið á útihátíð með vinkonu sinni um verslunarmannahelgina árið 2021. Þegar hún kom til baka reyndist ákærði einnig hafa 30 verið að djamma og hafði verið gaman hjá honum en henni hefði ekki fundist hann vera hamingjusamur með sér . Hann hefði verið þungur, mikið í tölvunni, hvass í tali og neikvæður og hefði þurft að ráða öllu. Þau hefðu þá haldið áfram að djamma saman og reykt krakk og hefði ákærði verið að saka hana um að hafa gert eitthvað sem hún vissi ekki hvað var. Hefði verið mikið um misskilning á milli þeirra og þetta endað með því að ákærði lamdi hana í fyrsta skipti. Sjálf hefði hún verið og aðeins ýktari en vanalega og hefði hún ákveðið að fara frá honum og g ert það ágúst 2021. Kvaðst hún hafa orðið eftir þetta og talið að þetta hefði kannski allt verið misskilnin gur og hann ekki meint þetta. Þau hefð u farið að hittast aftur í september og verið í neyslu saman á þremur tímabil um þetta haust, þar af einu se m hefði endað með ljótri líkamsmeiðingu. Þá hefðu þau bæði farið í meðferð þennan vetur og leitað sér aðstoðar , m.a. . Nokkrum dögum áður en atvik gerðust hefði hún farið í sveitina til að komast í burtu frá ákærða. Þar hefði hún fengið bifreið lánaða , haft samband við ákærða og þau ákveðið að hittast. Þau hefðu spjallað saman og hann sagt henni að hann hefði fundið þetta með annarri stelpu . V arð hún afbrýðisöm og vildi að þetta væri bara eitthvað sem þau ættu þó að þau væru ekki saman. Þau hefðu fengið sér að reykja og farið til vinar ákærða. Hún hefði svo hitt ákærða aftur daginn eftir og hefði hann þá verið mjög orðljótur og asnalegur svo hún hefði farið. Hann hefði síðan hringt myndsímtal í hana og viljað hitta hana og hefði hann þá verið að segja lj óta hluti og láta hana sýna sér hvort einhver væri hjá henni. Einnig hefði hann komið á vinnustað hennar og hefði samstarfskona hennar sagt henni að hann hefði verið ógnandi. End að i þetta með því að þau ákváðu að hittast og ætluðu að fara til Hafnarfjarðar og sækja fíkniefni. Þau hefðu reykt saman við og hefði ákærði verið með efnið tilbúið. Hefði hún haldið að smókur myndi laga þetta allt og sameina þau. Það hefði verið heimsku legt. Ákærði hefði verið að segja mjög skrítna hluti og eftir á telji hún a ð hann hefði verið að segja hluti sem hann h é ldi að hún væri að gera og væri að segja þá til að hún myndi viðurkenna þá. Þarna hefði hún ekki vitað hvað hún vildi. Ákærði hefði beðið hana um mömmukoss sem hún gaf honum og síðan hefði hann bitið hana upp úr þurru. Hann hefði spurt hvort hann mætti koma við hana og hún samþykkt það og einnig hefði hann riðið henni út um gluggann með samþykki hennar og í skottinu. Hana hefði ekki langað mikið til þess að gera þetta en gert það samt án þess að segja neitt. Hún hefði verið komin í það hugarástand að þó að henni fyndist þetta niðurlægjandi hefði hún ekki sagt það heldur velt fyrir sér hvers vegna hann virti hana ekki. Einnig hefði hann látið hana totta sig og verið að segja skrítna hluti. 31 Hún hefði t.d. verið að k eyra og hann verið að spyrja hana hvort hún owned up to your shit , viðurkenndi allar hennar misgjörðir gagnvart honum. Hún hefði alltaf sagt honum allt en hefði ekki verið búin að segja honum frá manni sem hún hefði hitt í desember og sagði ákærða frá því en hann virtist ekki vera að hlusta. Þau voru þá komin í Hafnarfjörð og voru stopp þar og hefði ákærði þá allt í einu brotið rúðu í bifreiðinni. Hann hefði síðan ekið með hana að verkstæði. Brotaþoli sagði að við verkstæðið hefði þetta ógeð byrjað. Hún he fði samþykkt að eiga samræði við ákærða við en þau hefðu ekki verið búin að ræða um það að stunda aftur kynlíf í Hafnarfirði. Hún muni að hún hafi allt í einu verið komin á malbikið og haldi að hún hafi fengið fyrsta höggið þegar hún lá þar , eftir að h afa sagt eitthvað. Ákærði hefði viljað ríða henni út i um allt, t.d. uppi á dekki á kranabifreið og hefði hann verið rosalega grófur og meitt hana. Um tíma hefði hann verið að ýta henni til og segja henni hvað hún ætti að gera . H efði þetta verið óþægilegt og hana ekki langað til að gera þetta heldur verið bara þarna. Síðan hefði hann þvingað hana til að deepthroata hann og fannst henni að hún hefði ekkert um það að segja. Hann hefði þrýst kynfærum sínum með afli ofan í munn hennar og einnig hefði hann verið að slá hana . H efði það verið óþægilegt og hún upplifað þetta sem árás. Hún hefði þá verið á hnjánum á malbikinu og hefði hún augljóslega þjá ð st. Brotaþoli sagði að hún væri þannig að til að takast á við svona segði hún ekkert heldur léti þetta yfir sig ganga og t e ldi að þetta gæti orðið verra ef hún gerði eitthvað. Kvaðst hún hafa reynt að sýna ekki ótta og ekki trúað því að hún þyrfti að óttast ákærða. Hann hefði alltaf verið að taka hana út , og eigi hún þá við að hann hefði v erið að kyrkja hana, og hefði hún verið við það að líða út af . Hann hefði verið að slá hana og segja við hana ógeðslega hluti og hefði henni fundist að hún gæti ekkert gert. Hann hefði þá tekið um háls hennar og haldið henni og hefði hún verið við það að l ognast út af nokkrum sinnum og haldið að hún væri að kafna og deyja. Ákærði hefði ekki gert svona við hana áður og kynlíf þeirra hefði aldrei verið röff þó að krakkið hefði gert það að verkum að það væri eitthvað óeðlilegra og hún orðin niðurbrotin og uppl ifði kannski niðurlægingu en ekki svona. Kvaðst hún hafa gert honum grein fyrir því svolítið rólega að hún væri hrædd , hefði þá sjónin verið orðin skrítin , hún krjúpandi allsber á malbikinu og hætt að sjá. Hefði hún þá beðið hann um að hætta að slá sig en hann hefði ekki gert það. Alltaf þegar ákærði ætlaði að fara í rassinn á henni hefði hún sagt honum að gera það ekki en hann hefði samt gert það . F innist henni að hann hafi farið yfir öll mörk og vildi hún þetta 32 ekki. Viti hún ekki hvort þau hafi rætt það einhvern tímann að stunda kynlíf en allt í einu hafi þau verið byrjuð. Strax á verkstæðinu hafi henni fundist ákærði hafa gengið lengra en hún vildi. Aðstæðurnar hefðu verið öðruvísi við . Hún hefði verið hjá einhverju tæki á malbikinu og þá hefði hann meitt hana þegar hann hefði verið að ýta henni og einnig þegar hann var að neyða hana til að totta sig . Þau hefðu ekki verið vön því að stunda kynlíf í endaþarm. Hann hefði viljað það en ekk i hún og hafði hún áður sagt honum það. Þá sagði brotaþoli að ákærði hefði sagt við hana viðbjóðslega hluti á meðan á þessu stóð. Einnig hefði hún verið með blóð í hárinu eftir að ákærði reif í það. Hefði hann einnig slegið hana þegar hún var inni í bifre iðinni. Í eitt skiptið hefði hún setið og verið í peysunni einni fata og verið með fæturna uppi við maga og hefði hann þá beðið hana um að glenna fæturna . H efði henni fundist þetta vera mikil niðurlæging en hann hefði viljað að hún beraði píkuna fyrir honu m. Einnig hefði hann riðið henni ofan á glerbrotum inni í bifreiðinni en hún muni ekki hvernig það kom til að hún lenti þar. Henni hafi fundist þetta óþægilegt en muni ekki hvort hún hafi sagt honum frá því eða hvort þau reyndu að taka í burtu glerbrotin. Ákærði hefði síðan fundið hnífinn aftur í bifreiðinni en hún hefði allt í einu orðið meðvituð um að hnífurinn væri í bifreiðinni. Viti hún ekki hvort ákærði hafi verið að handleika hnífinn. Henni hefði verið ógnað og hún hugsað hvort hún væri í alvöru að f ara að deyja svona. Hún hefði reynt að opna hurðina og fara í burtu en ákærði sagt að hún væri ekki að fara neitt. Hún hefði velt því fyrir sér hvort ákærði hefði verið að meina það sem hann sagði eða einungis reyna að særa hana. Hann hefði sagt að hún vær i heimsk að hitta hann og spurt hvernig henni dytti í hug að þetta myndi enda öðruvísi en svona. Hann hótaði því að gera eitthvað við kynfæri hennar, skera af henni snípinn, og hefði henni fundist þetta vera ógeðslegt , hvort sem hann meinti þetta eða ekki. Sagði brotaþoli að hún hefði óttast að þetta gengi of langt og óttast um líf sitt. Þau hefðu síðan setið í aftursætinu en ákærði farið út og ætlað að fara inn í bifreiðina hinu m megin . H efði hún þá farið út og hlaupið í burtu og var þá einungis í peysu. H ún hefði hlaupið beint áfram en óttast að hann kæmi á eftir sér og verið mjög hrædd. Hún hefði komið að fjölbýlishúsi og hringt þar alls staðar í panikki og hefði hún óttast að ákærði kæmi að og sæi hana. Einhver hefði síðan opnað útidyrnar, hún hlaupið up p og á endanum hefði verið opnað fyrir henni og henni hleypt inn í eina íbúðina . V ar hún þá alblóðug og í áfalli. Tekið hefði verið vel á móti henni . S áu íbúarnir að hún hefði orðið fyrir árás og hringdu 33 í lögreglu sem kom skömmu síðar og í kjölfarið var f arið með hana á spítalann. Hefði hún þá verið í miklu áfalli og ekki viljað segja frá þessu. Brotaþoli sagði að hún myndi ekki hvort þau ákærði hefðu farið mikið inn og út úr bifreiðinni. Hefði hún upplifað atlöguna um tíma sem mjög ákafa og hefði ákærði í trekað slegið hana í andlitið, bæði úti á malbikinu og inni í bifreiðinni. Muni hún ekki hvort ákærði hafi slegið hana annars staðar en í andlitið og viti hún ekki hvernig hún fór út úr bifreiðinni. Eftir þetta hefði hún verið öll krambúleruð , verið illt a lls staðar og legið í rúminu en fundist erfitt að liggja. Hefði hún verið hrædd um að hún væri varanlega sködduð í andlitinu þar sem kjálkinn hefði verið mjög útstæður og einnig hefði henni fundist erfitt að kyngja en tungubeinið hefði brotnað. Þá hefði hú n verið mjög bólgin og marin. Hefði hægra auga hennar lengi verið marið, hún var skrámuð á fótum og með sár eftir glerbrotin. Þá hefði hún dottið úr lið á hendi meðan á þessu stóð og hefði hún óttast að ákærði tæki í höndina og bryt i hana , en hann hefði gefið henni svigrúm til að setja hana aftur í lið. Líðan hennar eftir þetta atvik hefði verið hræðileg og fékk hún martraðir sem byrjuðu þegar um mánuður var liðinn frá atvikum. Hefði þetta atvik verið mikill botn fyrir þau bæði. Hún hefði o rðið skelkuð og farið að endurhugsa allt. Borið var undir brotaþola að hún hefði í nokkur skipti hjá lögreglu sagt að hún væri ekki að lýsa þessu sem nauðgunum. Sagði brotaþoli þá að hún hefði verið að reyna að útskýra að hún hefði ekki viljað þetta en mis st alla stjórn á atvikum. Hefði hún verið að segja sér það í hausnum að líta á þetta í öðru ljósi sem jákvætt. Henni hefði fundist hún getað höndlað þetta þó að þetta væri ekki það sem hún vildi. Ákærði hefði ekki hætt að slá hana þó að hún hefði beðið um það og hefði hún upplifað það svo að hann hefði verið að reyna að valda henni tjóni þó að hún hefði ekki vitað hver ásetningur hans hefði verið. Hefði henni fundist ákærði vera að fá útrás og hefði hann orðið algjörlega stjórn - laus. Kvaðst hún fyrst hafa h aldið að þetta væri domination submissive en það var ekki rætt en svo hefði þetta gengið allt of langt. Hálstak hefði ekki áður verið hluti af þeirra kynlífi. Kvaðst hún hafa tappað út þegar ákærði hélt henni hálstaki af því að hún hélt að hún væri að deyj a. Kvaðst hún hafa notað orðin tappað út af því að það var það sem hún var að gera. Þau hefðu aldrei tekið hvort annað hálstaki í leik en hefðu horft saman á sjónvarpsefni þar sem þetta var gert, þ.e. tappað út . Hefði ákærði alltaf sleppt takinu þegar hún tappaði út . Ákærði hefði tekið hana oftar en einu sinni hálstaki og var það alltaf eins, hún varð lightheaded en missti ekki meðvitund og var hún með þessu að reyna að segja honum að hún vildi losna. Hefði hann á meðan verið að hóta henni. Hún hefði 34 upplif að ótta við að þetta gæti endað með því að hann myndi drepa hana. Hefðu þau ekki verið að stunda kynlíf þegar hann tók hana hálstaki. Hún muni sérstaklega eftir einu hálstaki , þá hefðu þau verið úti og bæði standandi. Þá hefði ákærði ítrekað farið inn í ra ssinn á henni þegar hann hafði við hana samræði og hún hefði beðið hann um að gera þetta ekki. Hann hefði hætt þegar hún sagði honum að fara ekki í rassinn en gert það samt alltaf aftur. Honum hefði tekist að setja liminn inn í endaþarm hennar alla vegna t visvar en hún haldi að hann hafi ekki viðhaft samfaraheyfingar í rassinn. Hefði hann sagt henni að hann ætlaði að koma í rassgatið á henni af því að hann vildi ekki eiga barn með svona viðbjóði. Hún væri vön að leyfa ákærða að ríða en gæti ekki svarað því hvort þau hefðu inn á milli í þetta sinn haft samræði sem hefði verið í lagi. Brotaþoli kvaðst ekki muna hvernig hún hefði farið úr fötunum og ekki vita hvenær ákærði reif bolinn en hún sagðist muna að hann hefði þá einnig rifið í hálsmenið. Hefð i hún veri ð nakin þegar atvikin gerðust við verkstæðið. Sagði hún að þetta væri búið að vera erfitt , hefði hún efast um upplifun sína og væri búin að upplifa allar tilfinningar. Væri hún að leita sér sálfræðiaðstoðar. Brotaþoli kvaðst kannast við þær lýsingar sem ko ma fram í ákæru en minn t ist þess ekki að ákærði hefði slegið hana ítrekað í líkamann, sett hníf upp að hálsi hennar eða þvingað hana til að liggja á glerbrotum og kvaðst ekki muna hvernig það kom til að hún hefði legið á þeim. Þá muni hún ekki eftir því að ákærði hafi dregið hana út úr bifreiðinni. Loks telji hún að ákærði hafi tekið hana hálstaki þannig að háls hennar hefði farið í olnbogabót hans. Hún muni eftir einu tilviki sem var þannig og ákærði var fyrir aftan hana. Brotaþoli samkvæmt II. kafla ákæru , B , kvaðst hafa kynnst ákærða sumarið 2022, þegar þau voru bæði á slæmum stað, og þá átt nokkrum sinnum í samskiptum. Í dag væru þau í ástarsambandi en hefðu ekki verið það þegar atvik gerðust. Sjálf væri hún þegar atvik gerðust og þau hefðu náð vel s aman, hefðu hist og nokkrum sinnum og stundað kynlíf. Um tveimur dögum fyrir atvikið hefðu þau hist og síðan verið í SMS - samskiptum og hefði ákærði síðan komið í hús sem hún var í og þau ætlað að fara heim til hennar á . Þau hefð u farið saman inn í bifr eið sem ákærði var á og kvaðst hún telja að ákærði hefði þá verið í og þau farið að rífast , m.a. vegna þess. Þá hefði hann verið viss um að hún hefði verið að sofa hjá einhverjum strák og hún skammað hann fyrir að hafa verið í samskiptum við A þar sem það hafði alltaf mikil áhrif á hann. Hann hefði síðan stöðvað 35 bifreiðina við grenndars töð og hún ráðist á hann og hann kastað símanum hennar af því að hún ætlaði að taka upp á hann. Muni hún ekki alveg hvernig atburðarásin var en hún hefði sjálf endað í lú pínubreiðu. Hún hefði síðan rifið sig upp og skipaði ákærða að skutla sér á Shell og ætlaði að taka þaðan strætó heim. Hún hefði síðan sest inn í bifreiðina og sett á sig bílbelti en ákærði sett krakk á milli sætanna og hefði hún grýtt því og þau bæði orði ð reið. Hún hefði slegið til hans og hann til hennar. Hann vildi að hún færi út úr bifreiðinni en hún neitaði því og hefðu orðið áflog á milli þeirra og hún hálfhangið út úr bifreiðinni í bílbeltinu. Kvaðst hún ekki vera viss um að hún hafi fengið skó fram an í sig en haldi að það hafi verið högg . Þá væri hún ekki viss hvort hann hefði kyrkt hana eða ýtt á hana þegar hún hékk út úr bifreiðinni. Hún hefði síðan gengið í burtu og hefðu vegfarendur tekið hana upp í bifreið og ekið henni í til fyrrverandi ei ginmanns hennar, vitnisins D . Þá hefði ekkert verið að henni og hún ekki verið vönkuð. Hún hefði verið inni á baði að þrífa sig þegar lögreglan kom inn í íbúðina. Hefði lögreglan verið mjög ágeng við hana og hefði D þurft að ganga á milli og hún þá komist fram í eldhús og náð að róa sig. Þau D hefðu síðan farið að leita að símanum hennar og hefði hún þá rætt við lögreglu og á endanum farið með sjúkrabifreið þó að hún hefði ekki viljað það og farið á spítalann þó að hún teldi sig ekki þurfa að fara þangað. Þá hefði lögreglan fundið símann hennar. Einnig hefði lögreglumaður rætt við hana. Hún hefði farið í myndatöku en ekki mætt til læknis daginn eftir eins og til hefði staðið og þá verið heima þreytt. Sagði hún að áve rkar hennar hefðu verið grónir innan tveggja vika og verið í lagi með hana við síðustu skoðun. Hún hefði ekki fundið mikið fyrir eymslum og trúi því ekki enn að hún hafi beinbrotnað. Hefði hún áður orðið fyrir alvarlegri árás af hálfu , í febrúar 2021, og telji hún að brotið megi rekja til þess. Spurð um misræmi í framburði hennar hjá lögreglu og fyrir dómi sagði brotaþoli að hún teldi sig ekki hafa sagt óstatt en hún hefði verið að nota fíkniefni daginn áður en hún gaf skýrslu hjá lögreglu. Í dag muni h ún sumt öðruvísi og margt muni hún ekki. Kvaðst hún hafa rætt atvik við ákærða. Hún hefði slegið ákærða fyrsta höggið og þau síðan ýtt í og slegið hvort annað og hún þá setið í farþegasætinu og ákærði í bílstjórasætinu. Hún hefði svo rokið út úr bifreiðinn i en hann hefði viljað að hún færi. Kvaðst hún hafa slegið ákærða í andlit og öxl og minn t ist hún þess að hafa fengið olnbogaskot frá ákærða. Ákærði hefði ýtt á hana alls staðar til að reyna að koma henni út og hún hefði hangið út úr bifreiðinni og ákærði þá verið ofan á henni. Eftir þetta hefði sést á vinstra auga hennar og hefði hún einnig séð áverka á andlitinu á ákærða eftir 36 samskipti þeirra og hugsanlega einnig á upphandlegg hans. Þau hefðu bæði verið undir miklum áhrifum af krakki, benzo - lyfjum , kókaí ni og xanax . Þá sagði brotaþoli að hún hefði tveimur eða þremur dögum fyrr verið að slást í MMA en þá aldrei fengið högg í andlit svo áverkarnir hefðu ekki getað komið þá. Hefði hún átt að finna meira til hefði hún brotnað í átökunum við ákærða. Kvaðst hún hafa misst aðeins hliðarsjón við höggið , það hefði blætt undir auganu en það verið farið eftir viku. Þegar þetta gerðist hefði hún verið með gamla áverka á úlnlið, einhverja marbletti, sár á höku og á il eða tá. Kvaðst hún ekki gera refsikröfu í málinu. B orinn var undir brotaþola sá framburður hennar hjá lögreglu að ákærði hefði stokkið á hana þegar hún kom aftur inn í bifreiðina og hún hefði verið að reyna að losa bílbeltið þegar ákærði hefði verið að kyrkja hana. Hefði hún ekki vitað hvort hún hefði dott ið út í smástund en hefði hangið þegar beltið losnaði. Sagði vitnið að ástæða þess væri sú að henni fyndist þetta vera aðeins ruglingslegt og í þessu viti hún bara ekki almennilega hvað var . Þá var brotaþola kynnt að hún hefði lýst því hjá lögreglu að hún hefði verið föst á skónum og ekki komist út og hefði ákærði þá slegið tvö högg í andlitið á henni með skónum, þ.e. sparkað. Sagði brotaþoli þá að hún væri ekki viss um að það hefði verið með skónum. Spurð hvort hún hefði fengið þessi högg sagði brotaþoli a ð hún héldi að hún hefði fengið eitthv ert högg með hendi og sýndi hvernig hún taldi höggið hafa verið með því að ýta hendi beint fram og með lófann flatan fram á við. Kvaðst hún halda að það væri ranglega haft eftir henni hjá lögreglu að ákærði hefði spark að í andlit hennar einu sinni eða tvisvar, hún væri alls ekki viss um að hann hefði sparkað í sig . Sagði brotaþoli að í dag væri ástand hennar þokkalegt. Var brotaþola kynnt að hjá lögreglu hefði hún talið að hún hefði fengið allt að sex högg og sagði brotaþoli þá að hún myndi eftir þremur og hefðu þau öll verið högg með hendi. Þá minn t ist hún þess ekki að ákærði hefði rifið í hár hennar eða að hún hefði sa gt D að það hefði verið sparkað í andlit hennar þegar hún var föst í bílbelti og kvaðst hún ekki vera að draga úr því sem gerðist. E geðlæknir kvaðst alltaf vinna geðmöt með sama hætti, hann hefði hann aflað þeirra gagna sem hægt var að fá, m.a. fengið afr it af , og hitt ákærða tvisvar og rætt við hann. Þá hefði hann einnig hitt málflytjendur. Þá aflaði hann símleiðis þeirra upplýsinga að geðheilsuteymi Fangelsismálastofnunar hefði ekki aðstoðað ákærða. Þá ræði hann venjulega við viðkomandi og segi honum hvað hann eigi að meta og útskýri þetta fyrir honum. 37 Vitnið sagði að ákærði væri litaður af neyslu vímuefna frá unglingsárum. Virtist honum þegar hann ræddi við ákærða að almenn greind hans og þroski væri innan venjulegra marka. Var hann viðræðugóður og g at talað um sögu sína. Lýsti hann sögu sinni með tilliti til vinnu fram undir 2017 en þá virðist hann hafa verið kominn í mikið stjórnleysi hvað varðar neyslu vímuefna. Tengd neyslunni hefði hann annarra einkenna sem fylgja neyslu. Þá hefði ákærði rætt sæmilega opið um fyrrverandi kærustu og rætt um samband þeirra sem haltu mér , slepptu mér samskipti og hafði ákærði sínar efasemdir gagnvart henni. Í gögnum frá væri því lýst að ákærði hefði verið með ofbeldishugsanir gagnvart henni. Er það orðað þann ig í gögnunum að hann hefði viljað skaða þá sem kvelja hann og nefndi hann kærustuna og sagði að hún hefði viljað honum eitthvað illt og verið lauslát. Væri þetta alvarlegt og í tengslum við þessa stjórnlausu neyslu en ákærði hafði þá verið skimaður fyrir miklu magni af vímuefnum. Hann hefði einnig lýst hugsunum um að og að hann væri hræddur um að hann beitti fyrrverandi kærustu ofbeldi . Hefði vitnið túlkað það svo að kærastan væri brotaþoli samkvæmt I. kafla ákæru en hann hefði í því sambandi verið að tala um hana sem æskuástina. Virtist samband þeirra vera neysluteng t , a.m.k. af hans hálfu, og einnig samskipti sem hann hefði átt við aðra stúlku og sagði vitnið að þetta hefði verið ruglingslegt í huga vitnisins. Ákærði hefði upplifað ábyrgð á fyrrverand i, sem þá vildi t.d. hitta hann aftur, og skrítin samskiptamynstur gengu lengi og hafi örugglega verið krefjandi að standa í slíkum samskiptum. Frásögn ákærða af atvikum hefði tekið á ákærða og hann upplifað að hann hefði farið yfir eitthv ert strik þó að hann hefði verið í vímu. Hvað varðar seinna tilvikið hefði ákærði fljótt eytt umræðu um það í fyrra samtalinu. Hann lýsti atvikum er varða kærustuna , notaði hugtakið áflog og var þá útúrdópaður. Síðan hefði hann farið til brotaþola samkvæmt II. kafla ákæru og sagt henni frá því að hann hefði hitt brotaþola samkvæmt I. kafla ákæru og þau far ið að rífast og slást. Hefði þetta verið mikið wake up call hjá honum og fannst honum hann vera ábyrgur fyrir því sem gerðist. Ákærði hefði verið skýr og áttaður og séð þetta sem tækifæri til að byggja sig upp. Hann lýsti þessu með eftirsjá en reiði og skrítnar tilfinningar til kærustunnar hefðu truflað hann til lengr i tíma. Kvaðst hann upplifa að þetta hefði ekki verið planað heldur gerst þegar þau fóru í þetta vímuefnaferðalag. Lýsti ákærði verulegri vímu og óvissu í hans huga um hvað nákvæmlega hefði gerst en hann veit að hann er með mjög öfgafullar tilfinningar í v ímu. Ákærði var edrú nokkrum dögum fyrr og hefði þetta ekki gerst hefði hann verið edrú. 38 Sagði vitnið að 15. gr. almennra hegningarlaga ætti ekki við, ákærði hefði ekki verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum. Hann viti af hömluleysi sínu í tengslum við vímuefnaneyslu og mögulegum veikindum og og að háttsemi hans leiði til refsingar þó að vitnið viti ekki hvort ákærði hefði verið að hugsa um það þegar atvik gerðust. Hann væri með áform um að stunda nám , nú þegar hann er í gæsluvarðhaldi , og verði því að ætla að refsing geti borið árangur og stutt við hann. Ráðstafanir til að varna því að háski stafi af ákærða eigi ekki við. Þá sagði vitnið að væri einstaklingur í vímuefnafíkn með langvarandi tortryggni, eins og virðist hafa myndast milli ákærða og bro taþola og paranoja mallandi þrátt fyrir að viðkomandi viti hvað er tæknilega séð rétt og rangt, geti það stundum orðið grundvöllur sjálfstæðrar geðgreiningar. Hafi hann hins vegar ekki talið viðeigandi hér að setja þetta fram sem greiningu. Þetta spili með en sé ekki ráðandi varðandi brotaferlið og valdi því ekki að refsing geti ekki borið árangur . F , bráðalæknir, sagði brotaþola samkvæmt I. kafla ákæru hafa komið á bráðamóttökuna um miðja nótt 1. ágúst sl. og lýst því að hún hefði orðið fyrir ofbeldi af hálfu fyrrverandi kærasta. Hann hefði slegið hana mörgum höggum í höfuð, andlit og bak, tekið hana hálstaki þannig að hún hefði verið við það að missa meðvitund, ógnað henni með hníf i og beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Hún lýsti verkjum víða í líkamanum og við skoðun var henni augljóslega mjög brugðið og virtist vera í miklu áfalli. Hún hafi verið me ð mar á enninu, margúl í hársverðinum, bólgu yfir nefinu og storknað blóð í báðum nösum, með mar yfir auga og augnloki hægra megin, yfir kinn beini báðum megin, hún fékk verk við að opna munninn og var með bólgu og sár á vör og punktblæðing sást í vinstri hljóðhimnu. Síðan var áberandi mar og eymsli á framan verðum hálsi, á barkakýlinu, meira vinstra megin en líka aðeins hægra megin, síðan var hún með skrapsár víða á síðunni, á bakinu, á öxl, olnboga, rasskinn og niður á læri, hnjám og fótum. Voru áberandi víðtækir áverkar út i um allan líkamann. Þá sýndu myndir greini legt brot í málbeini í hálsinum vinstra megin með um 2 mm tilfærslu inn á við. Hefði brotaþoli útskrifast sama dag. Vitnið sagði að þetta g æ ti samrýmst því að brotaþoli hefði verið slegin ítrek að og dregin og það samrýmist því mjög vel að hún hafi verið með dreifð skrapsár víða um líkamann. Kvaðst vitnið sjaldan hafa rekist á einstakling með áverka jafn víða um líkamann. Á eiginlega flestum líkamshlutum voru einhverjir marblettir eða sk ra psár o g litu áverkar nir allir út fyrir að vera ferskir. Brot á málbeini væri sjaldséður áverki og þurfi mjög mikinn kraft og beinaþrýsting utan frá til að brjóta þetta bein. Passi það fullkomlega 39 við þá lýsingu að tekið hafi verið um háls brotaþola og þrengt að. Þá kvaðst vitnið aldrei hafa séð áverka eins og þennan koma eftir kyrkingar í tengslum við kynlífsathafnir. Væri þetta mjög alvarlegur áverki. Þegar þrengt er að öndunarvegi og hálsinum með þeim hætti að það komi fram mar eins og brotaþoli var með og þett a bein brotnar er viðkomandi hársbrei dd frá dauðanum. Telji vitnið þetta mjög lífshættuleg an og bráð an áverk a . Sé takið aðeins fastar og aðeins lengur kafni fólk og dey i . Þegar þetta bein hefur brotnað er loka ð fyrir öndunarveg á meðan haldið er og það lifir enginn án öndunar nema í örfáar mínútur. Skyndihjálp með blæstri munn við munn gæti hjálpað í slíkum tilfellum en ekki væri mikill tími til þess að bjarga viðkomandi, eða nokkrar mínútur, og væri erfitt fyri r leikmann að gera það . Væri hann sannfærður um að litlu hefði munað að hún hefði dáið . Það hefði gerst ef takinu hefði verið haldið aðeins lengur og í kjölfarið hefði verið erfitt að endurlífga hana. Kvaðst vitnið telja að brotaþoli hefði fundið fyrir bro tinu þegar þetta gerðist, það væri alltaf sársauki þegar bein brotnar , en hún var með augljósa áverka víða og í andlegu áfalli . V erkur á öðru m stöðum getur yfirskyggt svona sársauka en brotaþoli kvartaði undan óþægindum í hálsi og víðar. Brot sem þetta get ur haft áhrif á öndun í kjölfarið en í þessu tilfelli var tilfærslan á broti ekki það mikil að það hafi valdið blæðingu eða þrengingu á öndunarveginum. Vitnið sagði að brotaþola hefði greinilega verið mjög brugðið og hún verið slegin yfir þessu . T aldi vitn ið að hún hefði borið þess merki andlega að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kvaðst hann telja ólíklegt að högg hefði getað valdið broti á málbeini vegna þess að þá komi högg á hálsinn sem hefði einnig átt að skilja eftir sig útvortis áverka á hálsi til samræmis við það. Væri ólíklegt að punktblæðing á hljóðhimnu teng d ist því að þrengt hefði verið að hálsi hennar. G kvaðst hafa verið að aka um með konunni sinni mánudaginn um verslunarmannahelgi á leið í golfkennslu og þá séð einstakling úti á götu, reikandi. Þ egar hann hefði kom ið nær hefði hann séð að þetta var kona , blóðug í framan. Hefði hann stöðvað bifreiðina og spurt hvort eitthvað væri að og hefði hún verið í mikilli geðshræringu og mikið blóðug. Hann hefði boðið henni aðstoð , hún óskað eftir því að hann æki henni í burtu af staðnum og hefði honum fundist hún hrædd og taldi að eitthvað væri nýbúið að gerast. Hún hefði sest inn í bifreiðina og harðneitað að fara á sjúkrahús eða lögreglustöð og verið mjög upptekin af því að ná ni ður númerinu á bifreið ákærða. Hún sagði að vinur sinn hefði lamið sig, væri hann útúrdópaður og vildi hún koma sér í burtu. Hún hefði ekki viljað gera mál úr þessu , vildi fyrst fara á N1 í Ártúnsbrekku en síðan viljað fara í og kvaðst þekkja þar fólk . Þ angað hefðu þau ekið henni. Þegar 40 þau voru svo á leið til baka eftir gólfkennsluna hefði hann séð að lögregla var að sýsla við bifreið með númerið sem þau skrifuðu niður. Hefði hann þá farið til lögreglu og sagt henni frá því sem hafði gerst . H , hjúkruna rfræðingur á bráðamóttöku og neyðarmóttöku , kvaðst hafa tekið á móti brotaþola og vísaði til fyrirliggjandi skýrslu um aðkomu sína að málinu. Hún mun d i eftir að hafa hitt brotaþola sem hefði augljóslega liðið illa og brostið í grát inn á milli. Þó hefði ve rið auðvelt að tala við hana , hún getað róað sig , lýst atvikum og haldið samhengi þannig að vitnið hefði alltaf fengið svör við því sem hún spurði um. Hefði það haft mest áhrif á brotaþola þegar hún lýsti grófu kynferðisofbeldi. Hún hefði engar nákvæmar lý singar gefið á því en fram kom að þau hefðu stundað gróft kynlíf áður, án þess að hún lýsti því nánar, en það hefði ekki verið neitt nálægt þessu. Kom fram hjá brotaþola að þetta hefði verið eitthvað sem hún kærði sig alls ekki um. Miðað við áverka á brota þola og útlit hennar áætli vitnið að brotaþoli hefði orðið fyrir alvarlegu ofbeldi og litu áverkarnir út fyrir að vera ferskir. I , verkefnastýra í , staðfesti að brotaþoli hefði komið þangað 5. ágúst 2022 eins og fram komi í vottorð i sem unnið hafi veri ð upp úr gögnum þeirra. Brotaþoli hefði áður verið búin að hafa samband og sagt frá því að hún hefði orðið fyrir árás kærasta síns og lýst því að hann hefði kýlt hana ítrekað í andlitið og beitt hana kynferðislegu ofbeldi en hún hefði náð að flýja frá honum. Brotaþoli hefði einnig verið í viðtölum hjá þeim 29. apríl og 5. maí 2022 og hefði vitnið rætt við hana þessa daga , auk þess að tala við hana óformlega. Öll samskipti brotaþola við og aðstoð sem hún fékk frá þeim væri vegna ákærða. Vitnið kvaðst hafa rætt við brotaþola og viti hún að brotaþoli hefur oft verið hrædd við ákærða. Brotaþoli hefði verið hjá þeim í sjö daga í ágúst og þá hefði vitnið rætt einu sinni við hana. Brotaþoli hefði alltaf talað um að hún vildi komast burt frá ákærða en í svon a tilvikum eru tilfinningarnar flóknar. Þegar hún hefði rætt við brotaþola í vor hefði hún verið mjög hrædd við ákærða. C kvaðst ekki hafa þekkt brotaþola samkvæmt I. kafla ákæru en hún hefði hringt hjá honum dyrasíma um kl. 4 um nótt og beðið hann um að h leypa sér inn sem hann hefði gert. Síðan hefði dyrabjöllunni að íbúð hans verið hringt og þegar hann fór til dyra stóð brotaþoli við dyrnar, nánast nakin og illa útleikin. Sagðist hún hafa haldið að einhver ætlaði að drepa hana og hefði hún hlaupið og hlau pið. Vitnið kvaðst hafa hleypt brotaþola inn í íbúðina og hefði hún verið í miklu áfalli og hann reynt að róa hana. Hefði verið greinilegt að henni hafði verið misþyrmt illa. Hún var einungis í peysu og fannst honum 41 það benda til þess að hún hefði einnig v erið beitt kynferðis ofbeldi. Hann og konan hans hefðu hlúð að henni og látið hana hafa buxur og hringt í 112 og hefði lögreglan komið fljótlega. Þá hefði brotaþoli enn verið skelkuð og hefðu þau lítið getað talað við hana en hvöttu hana til að fara með lö greglu. J réttarlæknir staðfesti mat sem hann gerði á áverk um brotaþola samkvæmt I. kafla ákæru og tilurð þeirra og sagði hana hafa verið með mikla áverka. Kom fram hjá honum að áverkarnir hefðu verið ferskir og samræmdust því að hafa komið skömmu áður e n myndirnar voru teknar. Ekkert af áverkunum virt i st hafa lífshótandi eðli og þeir ættu að gróa utan þess að ef tekið hefði verið um háls hennar og hún misst meðvitund hefði það getað verið lífshættulegt. Hvað varðar áverka á hálsi kvaðst vitnið einungis h afa verið með upplýsingar úr sjúkraskrá, ljósmyndir og tölvusneiðmyndina sem sýnir tungubeinið. Það væri óvanalegt að sjá brot á tungubeini hjá þeim sem verða fyrir hálstaki við árás og lifa hana af. Algengast væri að svona gerðist án þess að það yrðu áver kar á skjaldbrjóski eða tungubeini sem eru frekar viðkvæmir bein - og brjó s kstr ú ktúrar inni í hálsinum. Erfitt væri að útskýra hvers vegna þetta bein brotnar svona sjaldan. Það væri einföldun að segja að það myndi einungis skýrast af meiri krafti en vanaleg t er vegna þess að þegar öllu er á botninn hvolft þurfi ekki mikinn kraft til að brjóta tungubeinið sjálft. Það þurfi varla meiri kraft en til að brjóta eldspýtu. Það er fíngert en er staðsett svolítið sérstaklega og er því næstum alveg hlíft af neðri kjál kanum. Það sitji eins og neðri kjálkinn og sé fyrir innan hann þannig að hann verndi það talsvert mikið. Það þurfi að þrýsta hendinni svolítið hátt upp og klemma vel til að ná til þess. Myndi hann því ekki segja að þetta skýrðist eingöngu af meiri krafti h eldur þurfi markvissara tak um þetta svæði heldur en gengur og gerist að minnsta kosti. Það þurfi enga sérkunnáttu til að valda skaða á þessu beini ef maður tekur markvisst hálstak með hendinni og klemmir. Brot á tungubeini þurfi ekki að vera lífshættulegt . Tak um hálsinn þegar tungubein brotnar, og jafnvel fleiri strúk t úrar, og blæðingar inn í hálsvefina leiða stundum til dauða og þá telji vitnið að halda þurfi takinu nægilega lengi til að stöðva eða trufla blóðflæði til höfuðsins . Þ að væri aðalatriðið. Hvort það verður brot á tungubeini eða miklar blæðingar eða marblettir er í sjálfu sér ekki það hættulega við hálstak heldur blóðflæðitruflanir. Í þessu tilfelli hafi ekki verið sýnt að taki hafi verið haldið sérstaklega lengi . P unktblæðingar gefa slíkt ti l kynna en það virðist ekki hafa verið leitað að þeim. Hvað varðar skrámur og sár sem vitnið telur að hafi stefnu gætu það verið sár eftir að brotaþoli hafi verið dregin eftir malbiki og eftir kynmök við hana á malbiki. 42 Þá sagði vitnið að slímhúðarrifur v ið endaþarmsop geti samræmst því að getnaðarlimur hafi verið þvingaður inn í endaþarm brotaþola og sé rifunum valdið af þrýstingi. Vitnið sagði að ekki væri hægt að segja til um það út frá áverkunum hvort þetta hafi verið með vilja hennar. Punktblæðingar í augun væru merki um tregðu á blóðflæði frá höfði niður í brjóstkassann sem væri tilkominn við það að lokast hefði fyrir æðar við hálstakið. Kvaðst hann ekki getað svarað því hvort brot á tungubeini gæti komið þegar hálstak í bardagaíþróttum væri tekið ran gt. Það væri óumdeilanlegt að hálstak er næstum því í náttúru sinni lífshættulegt ef ekki er varlega farið. Ekki eru forsendur til að tala um lífshættu réttarlæknisfræðilega fyrr en sýnt hefur verið fram á að hálstakinu hafi verið haldið lengur en augnabli k. Skiptir þá máli að líta til punktblæðinga. Þær byrja að myndast þegar liðnar eru einhverjar sekúndur. Sagði vitnið að það væri of k ateg ó rískt að ætla að hálstak i, eins og þessu sem skilji eftir sig skrámur, blæðingar á hálsinum og brot á tungubeininu , h afi einungis verið haldið í augnablik og að það hafi ekki verið hættulegt. Það sem hann sæi þarna fyndist honum vera mjög alvarlegt hálstak. Þetta væru áverkar sem maður sæi hvað blómlegasta miðað við þá sem lifa af hálstak. M anneskja sem verður fyrir háls taki og hefur rænu til að tappa sig út hefur ekki misst meðvitund. Kvaðst vitnið vilja taka það fram að læknar skilgreini lífshættuna þannig að hún sé áþreifanleg þegar meðvitundarmissir hefur orðið og manneskja getur þá ekki gefið þessi skilaboð. Vitnið sagði að rifur á endaþarmi bentu til þess að eitthvað hefði farið þar inn en það þurfi ekki að hafa farið djúpt. Þ rýstingur hafi verkað nákvæmlega þarna í sjálfri vörinni, endaþarmsopinu sjálfu . E kki er hægt að útleggja nákvæmlega hvernig það hefur verið gert en að öllum líkindum er það þó til að valda einhverri þvingaðri víkkun á opinu sjálfu. Vitnið kvaðst því halda að eitthvað hefði farið inn, a.m.k. skamma leið. Af myndinni verði ekki ráðið hvort áverkar liggi dýpra, í endaþarmi. Hvað kraftinn va rðar er það háð alls konar breytum þar sem slímhúðin er þunn á þessum stöðum og gæti sleipleiki slímhúðarinnar komið í veg fyrir svona áverka. Hvað varðar blæðingu í hljóðhimnu gæti ein skýring verið sú að viðkomandi hefði verið slegin n með flötum lófa ef verið er að tala um að blæðingin sé áverkateng d . Einnig geta þrýstingsbreytingar í miðeyranu og sjúkdómsfyrirbæri valdið blæðingunni . Þegar viðkomandi sé annars frískur í eyranu sjáist svona oft eftir högg með flötum lófa. Hljóðhimnan er það þunn að þrýstingsbreyting veldur því að hún rofnar og er ósennilegt að áverki á hljóðhimnu gæti komið til við þrýsting um háls. 43 Þá sagði vitnið að tak með a.m.k. annarri hendi hefði valdið áverkum á hálsi og hefði það verið klemmandi. Tali áverkarnir frekar fyrir taki með hendi en olnbogabót, það myndi síður valda broti á tungubeini og þessum áverkum sem sjást á hálsi , t.d. skrámum sem líklega eru klórför. Ekki virðist hafa verið skoðað hvort það hafi verið punktblæðingar og erfitt væri að sjá þær á myndum þar sem þær væru það fíngerðar. Þetta hefði þurft að skoða og segja til hvort þær væru til staðar eða ekki. Punktblæðingar bendi til þess að takinu hafi verið haldið í einhver n tíma. Áverkarnir gætu hafa komið eftir snarpara og styttra tak. Það þurfi einungis kraf tinn en ekki endilega að halda takinu til að þeir áverkar sem við sjáum komi. Vitnið kvaðst einnig hafa unnið matsgerð vegna brotaþola samkvæmt II. kafla ákæru og byggði hana auk skoðunar á myndum og sjúkraskýrslum. Rakti vitnið helstu áverka sem brotaþoli reyndist vera með og mat hans á tilurð þeirra í samræmi við það sem fram kemur í matsgerð. Hefðu helstu áverkarnir verið á höfuðsvæði og hefði hún hlotið markvisst högg beint að vinstra augnsvæði. Passi það ágætlega við spark eins og kom i fram í gögnum fr á lögreglu. Erfitt væri að segja til um hvort um tak á hálsi hefði verið að ræða fremur en þrýsting á það svæði, t.d. að ýtt hefði verið með hendi. Væru allir áverkarnir ferskir og gætu samrýmst því að hafa komið til þennan dag. Vitnið kvaðst hafa séð text alýsingu á röntgenmynd af brotinu og hefði það verið innkýlt og tilfært. Hefði augntóttarinnihald kýlst ofan í kinnbeinsskútan n fyrir neðan og virtist vera óyggjandi brot þarna. Ekkert af þeim gögnum sem hann h e fði undir höndum benti til þess að þetta væri eldra brot og teldi hann það mjög ósennilegt. Áverkinn á auganu hefði verið algjörlega f er skur , væri hann mjög uppblásinn og hefði verið loft í vefnum í augntóttinni. Loft myndist þar af því að samgangur hefur myndast við kinnbeinsskútann. Loftið situr hi ns vegar ekki lengi í vef og þegar áverki grær er loftið tekið upp af líkamsstarfseminni. Sagði vitnið að það geti þurft að laga áverkann með aðgerð ef vöðvarnir sem hreyfa augnkúlurnar hafa klemmst ofan í brotinu og þá getur þurft að losa um vöðvana . Bein brot grói almennt á fjórum til sex vikum , en á tveimur til þremur vikum væri brot komið áleiðis í gróanda, bæði mjúkvefur og bein. Miðað við þá lýsingu sem hann sjái er ekkert sem útilokar að sjálft brotið hafi verið þriggja daga gamalt en áverkinn á auga hefði þá átt að liggja fyrir þremur dögum fyrr. Það er ekkert í áverkanum á augnsvæðinu sem bendir til þess að það sé komin samantekt eða gróandi í húðblæðinguna . E r brotið því ferskara en þriggja daga og telji hann að það hafi komið innan sólarhrings og væri kannski hægt að teygja upp í tvo daga. Telji hann að í svona 44 tilfelli taki það húðblæðingu tvær til þrjár vikur að hverfa algjörlega. Hafi brotaþoli fengið högg og húðblæðingu þremur dögum fyrr og síðan annað högg geti það ruglað matið á brotinu og húðblæðingunni , en það sjáist hins vegar á litabreytingum á húðblæðingu þó að önnur húðblæðing komi ofan á nema seinni húðblæðingin sé umfangsmeiri þannig að hún yfir s kyggi algjörlega hina gömlu. Hafi brotaþoli fengið brotið áður hafi hún átt að vera með útvortis áverka sem bentu til þess. Þetta brot fari saman með glóð a rauga. Vitnið sagði að erfitt væri að tala um þá krafta sem þurfi til að valda áverkum. Ákomuyfirbor ðið hafi yfirleitt miklu meira gildi, þ.e. hversu stór ákomuflöturinn er og hvernig krafturinn kemur á flöt inn . Það væri vel þekkt að maður hljóti brot á andlits - beinum eftir að hafa verið sleginn, það þurfi ekki meiri kraft en svo. Brot af þessum toga eru líka þekkt í íþróttum, t.d. þegar minni boltar hafna á augntóttarsvæðinu. Það þarf ávalara yfirborð sem getur g r eypt sig inn í augntóttarsvæðið. Þessi tegund af broti er kölluð blow out brot. Það verður kraftur á augntóttina sem kýlir út gólfið niður á vi ð. Gæti högg með hnefa eða olnboga eða spark valdið þessu , ekki högg með flötum lófa. K , háls - nef - og eyrnalæknir , sagði brotaþola samkvæmt II. kafla ákærunnar hafa komið til hans 11. ágúst 2022, tíu dögum eftir að hún leitaði til slysadeildar. Sagði hún að sparkað hefði verið í vinstra auga hennar og þess vegna hefði henni verið vísað til hans. Tölvusneiðmynd sýndi að það var brotflaski í botni augntóttarinnar sem sökk niður í kinnholuna og augntóttarinnihaldið lá niðri. Þegar svo hátti til komi til grein a að gera aðgerð og var brotaþoli hjá honum til mats á því. Brotaþoli var marin í kringum augað en nokkur tími var liðinn þannig að bólgan var að mestu horfin. Hún var með svolitla tvísýni sem oft er í svona tilvikum en kvartaði ekki mikið. Einnig hefði hú n verið með smáhak í nefbeininu og hafði það sokkið aðeins inn öðrum megin. Hann hefði rétt við nefbeinið og þar sem hún var með lítil einkenni hefði hann ákveðið að sjá til hvernig meinið myndi þróast. Brotaþoli kom aftur til hans viku síðar og mat hann það svo að ávinningur af aðgerð væri sennilega minni þar sem alltaf fylgdi ákveðin áhætta aðgerðunum , auk þess sem brotið hefði verið aftarlega og aðgengi erfitt fyrir aðgerð. Þá hefði hún verið með lítil einkenni. Kvaðst vitnið ekki muna nú hvort brotaþoli hefði talað um högg eða spark , en svona áverki geti komið til við hvort tveggja. Væri þetta svokallaður blow out áverki sem þýði að áverkinn er bara á augntóttarbotninum sem er eggjaskurn ar þunnt bein. Þ að komi högg beint á augað og þurfi ekki mjög mikinn þrýsting til að beinið gefi eftir og 45 brotni svona niður. Geti svona áverki verið þrjár til fjórar vikur að gróa. Megnið af bólgunni var farið þegar brotaþoli kom til hans og gróandi kominn vel á veg. Hef ði hann þurft að meta hvort ástæða væri til að rétta brotið og setja plötu undir augntóttina til að minnka fylgikvilla. Var ekki talin ástæða til að gera aðgerð. Svigrúmið til að gera hana með góðu móti vær i 10 30 dagar en síðar væri kominn mikill örvefur sem gerði aðgerðina erfiðar i og árangurinn verri. Kvaðst vitnið telja ólíklegt að áverkinn hefði orðið mörgum mánuðum fyrr eða allt upp í einu ári áður og taldi ekki að hann hefði verið viku eldri. Gæti verið erfitt að sjá það af því að beinið hreyfist til og svo situr það þar. Kvaðst vitnið minna að blóð hefði verið í kinnholunni á myndinni og væri það merki um að áverkinn væri fersk ur . Þá hefði brotaþoli ekki nefnt önnur tilvik sem gætu hafa valdið þessum áverkum. Sagði vitnið að það þurfi þokkalegt högg til að þrýstingur í augntóttinni aukist svo að beinið brotni , að kýla þurfi af töluverðu afli og fari höggið beint á augað þegar um svona brot sé að ræða. Kvaðst hann telja að áverkinn hefði orðið við eitt högg og komið til viku fyrr eða frá þeim degi sem árásin er talin hafa átt sér stað. Augað bólgni við svona áverka en bólgan fari á nokkrum dögum og eftir sitji mar. Þegar hann hefði skoðað brotaþola 18. ágúst hefði hann séð að augað var sokkið. Hefði brotið sennilega verið eldra en 5 6 daga þegar hann sá hana fyrst þar sem bólgan var að miklu leyti farin. Vitnið gaf á ný skýrslu eftir að tölvusneiðmynd frá honum h a fði verið lögð fram. Sagði hann myndina hafa verið tekna 1. ágúst sl. og benti hún til þess að áverka r nir væru nýir. Væri tvennt sem benti til þess, mikið loft umhverfis augað og inn í augntóttina og merki um blóð inni í kinnholunni með svokölluðu vökvaborði en það sjáist einungis þegar áverki er nýr og ferskur. Þetta fari einnig saman við þær ljósmyndir sem teknar voru af henni 1. ágúst sl. en þá var hún greinilega bólgin í kringum augað . B ólgan var svo horfin þegar hann sá hana um tíu dögum síðar. Þrotinn var þá einnig að miklu le y ti horfinn en marið eða litabreytingin sást. Allt þetta bendi til þess að áverka r nir hafi orðið 1. ágúst eða í mest a lagi 2 3 dögum fyrr. Blóð í kinnholu geti setið lengur en ekki loftið , það væri farið eftir nokkra daga. Um hefði verið að ræða mikið loft og telji hann því ekki að það hefði verið í rénun þar sem meira loft hefði ekki komist fyrir. Þá sagði vitnið að br otflaskinn , sem var uppi í augntótt og s u nkaði niður í kinnholuna, sæist á myndunum og væri beinflísin í blóði. Það taki ekki lengri tíma að gróa en önnur brot en komi til með að sitja þarna áfram og myndast þá örvefur eða poki utan um augntóttarinnihald. Slíkan vef hefði ekki verið að sjá á myndinni og ekki hefði myndast köggull af blóði heldur væri enn vökvaborð og því væru áverka r nir ferskir að 46 sjá. Höfuðverkur, sársauki í kinnholum og það að eiga erfitt með að horfa upp geti verið einkenni þessara brota. Líði fólki yfirleitt illa þegar það fær svon a áverka og finni fyrir þeim. L kv e ðst hafa verið akandi þegar hann tók eftir konu sem var á gangi við . Hefði göngulag hennar verið skrítið og var hún blóðug í andliti og virkaði í áfalli. Hún hefði verið að ganga frá bifreið sem lagt hafði verið á mi lli tveggja trukka. Kvaðst vitnið hafa hringt í lögreglu og látið vita af konunni. M , bráðamóttöku Landspítalans , kvaðst hafa skrifað vottorð á grundvelli gagna úr kerfi spítalans en ekki hitt brotaþola samkvæmt II. kafla ákæru. N kvaðst hafa verið he ima hjá sér með tvær ömmu stelpur og kærastanum sínum þegar hún hefði litið út um glugga og séð alblóðuga stúlku úti ráfandi um rænulitla og hefði hún varla getað gengið. Hún hefði farið út og athugað með stúlkuna, sem reyndist vera brotaþola samkvæmt II. kafla ákæru, og fengið hana til að koma inn. Brotaþoli hefði sagt henni að hún væri örmagna, væri búin að ganga mikið og væri þyrst og hefði vitnið gefið henni að drekka. Kvaðst hún hafa reynt að spyrja brotaþola hvað hefði gerst en hún ekki viljað tala vi ð hana en spurt hvort O , , byggi í húsinu og vitnið svarað því játandi. Þegar vitnið brá sér frá til að hringja á sjúkrabifreið og athuga með stelpurnar hefði brotaþoli farið upp til D sem var í íbúð sinnar. Vitnið kvaðst síðan hafa hleypt lögregl u inn en brotaþoli hefði ekki viljað að hún hringdi í lögreglu. Taldi vitnið að brotaþoli hefði verið nefbrotin og hefði vinstra auga hennar verið mjög bólgið. Lögreglumaður nr. P kvaðst hafa farið í vettvangsrannsókn fyrir utan verk stæðið í Hafnarfirði e n talið var að þar hefði átt sér stað kynferðisbrot. Framkvæmd hefði verið hefðbundin vettvangsrannsókn, ljósmyndir teknar og leitað að sýnum. Var brotið talið hafa átt sér stað í og við bifreið sem var ekki lengur á staðnum. Einu ummerkin um bifreiðina he fð u verið gúmmímotta úr bifreið og gler á jörðinni. Snyrtivörur voru á víð og dreif og taska, eyrnalokkur fannst á jörðinni og fatnaður, hvít blóðug peysa og buxur sem voru eins og þær hefðu verið togaðar af viðkomandi. Voru nærbuxur fastar á bux - unum og s kórnir inni í skálmunum og hefði hann sett þennan fatnað í poka eins og hann var. Þá hefði hann farið á slysadeild og ljósmyndað áverka á stúlkunni og sent myndir til réttarlæknis sem beðinn var um að meta áverkana. Bifreiðin fannst síðan í og þangað h efði hann einnig farið og ljósmyndað vettvang. Þar hefði einnig fundist eyrna lokkur. Rúða í bifreiðinni var brotin og engar mottur í henni . Hann hefði tekið sýni af blóðkámi sem var á tveimur stöðum í bifreiðinni. Eyrnalokkur og hnífur hefðu fundist á gól finu 47 aftur í og voru þessir munir haldlagðir. Bifreiðin hefði verið frekar drusluleg, útspörkuð og þar var blóðkám . S pegill hefði verið brotinn og sólskyggni brotið niður. Miðað við þetta taldi hann að bifreiðin hefði borið þess merki að átök hefðu átt sér stað inni í henni . Við verkstæðið þar sem bifreiðin var talin hafa staðið hefðu munir aðallega fundist á tveimur stöðum. Þar sem bifreiðin hafði verið voru mottan og glerið og um tveimur metrum frá var eyrnalokkurinn. Um fimm til tíu metrum frá var fatnaðurinn, snyrtivörur og taska á víð og dreif og var þetta allt á um fimm metra radíus. Hann hefði tekið ljósmyndir á vettvangi eins og vettvangur var þegar han n kom að. Kvaðst hann ekki hafa séð neitt sérstakt sem bar þess merki að þar hefðu verið átök nema þeir munir sem fundust og úthverfur fatnaður. Sagði vitnið að enginn gæti farið svona úr fatnaði sjálfur miðað við hvernig fatnaðurinn var þegar hann fannst. Skórnir hefðu verið fastir inni í skálmunum þegar buxurnar voru dregnar af og hann hefði fundið að þar voru skór en ekki séð þá. Nærbuxur voru fastar utan um úthverfar buxurnar og skórnir voru inni í skálmunum. Hefði þetta verið eins og buxurnar hefðu ver ið dregnar niður og nærbuxurnar með og skórnir orðið eftir inni í skálmunum og þeir dregnir af líka. D sagði brotaþola samkvæmt II. kafla ákæru hafa bankað heima hjá honum og verið þá krambúleruð í andliti og bólgin og hefði mikið magn af blóði verið á lj ósri peysu hennar. Hún hafi lítið sagt honum um það hvað hefði gerst til að byrja með eins og hún hefði skammast sín fyrir að hafa lent í þessu. Hún hefði róast þegar hún kom inn eins og hún væri komin í öryggi en nágrannakona vitnisins hafði áður rætt við hana. Lögreglan kom skömmu seinna og hálfpartinn ruddist inn í íbúðina og varð brotaþoli þá mjög hvekkt. Hefði lögreglan leitað inni í íbúðinni og gengið úr skugga um að ofbeldismaðurinn væri þar ekki en brotaþoli hefði ekki viljað fara með lögreglu. Sein na hefði hún verið orðin aðeins eðlilegri og hefði viljað sækja símann sinn. Hún hefði sagt honum að hún hefði fengið far hjá manni sem hefði sturlast og lamið hana í tætlur og hent símanum hennar út í skóg. Hún hefði misst meðvitund og ekki alveg gert sér grein fyrir því hvernig tíminn leið. Vitnið sagði að hann og brotaþoli hefðu áður búið saman í fjögur ár , sambandi þeirra hefði lokið fyrir um fjórum árum og væru þau enn góðir vinir. Vitnið sagði að síðan hefði sjúkrabifreið komið og brotaþoli samþykkt a ð láta kíkja á sig og hefði hann verið henni til halds og trausts. Seinni partinn hefði hún farið að opna sig aðeins meira um málið og sagt honum að þetta hefði ekki verið ókunnugur maður sem var að aka henni heldur hefði hún verið að hitta þennan mann. H e fði brotaþoli sagt honum að hún hefði átt erfitt með að verjast eða slást eins og hún myndi gera við 48 venjulegar kringumstæður og taldi að hún hefði verið flækt í bílbeltinu á meðan hann var að berja hana. Muni hann að brotaþoli hafi sag t að ákærði hefði sp arkað í andlitið á sér. Hefði brotaþoli virkað ólík sjálfri sér og frekar verið í áfalli en að hún væri undir áhrifum fíkniefna og það hefði ekki verið vínlykt af henni. Vitnið sagði að honum hefði fundist lögregla ganga óþarflega hart að brotaþola. Kvaðst hann kannast við að hafa sagt hjá lögreglu að hún ætti það til að draga úr atburðarás. Q , læknir á héraðsvakt , kvaðst hafa skoðað ákærða eftir að hann var handtekinn. Hefði hann virkað svolítið útkeyrður og var eins og hann hefði verið úti í nokkra daga, var mjög útitekinn og greinilega undir einhverjum áhrifum. Var hann sljór og syfjulegur en lyktaði ekki af áfen gi. Ákærði var allur þvældur og klóraður eins og hann hefði verið að velkjast um og lent í ýmsu. Hann hefði verið með roða á kinn eins og hann hefði dottið eða einhver hefði slegið hann utan undir. Einnig var hann með klórmerki á bakinu eins og einhver hef ði klórað hann. Hefðu þetta getað verið áverkar eftir einhvern sem hann hefði beitt valdi. Einnig hefði hann verið með skrámur og marbletti víðar sem var ósérhæfðara, m.a. mar og skrámur á síðu. Hann hefði einnig verið í þannig ásigkomulagi að hann hefði g etað verið að detta og meiða sig sjálfur. Hefði hún getað séð fyrir sér að ef hann hefði verið að beita konu valdi hefði hún getað náð utan um hann og klórað frá öðru herðablaðinu í átt að mjaðmagrind hinum megin. Klórið hefði verið á efri hluta baksins og væri þá miðað við þá stöðu að viðkomandi væri undir honum. Þá hefðu allir áverkarnir verið nýlegir , í mesta lagi nokkurra sólarhringa gamlir. Sérfræðingur tæknideildar lögreglu nr. R kvaðst fyrst hafa fengið gögn sem varðveitt voru á n eyðarmóttöku, fatna ð brotaþola og réttarlæknisgögn. Var um að ræða peysu, buxur og hlýrabol, og í öllum þessum fatnaði voru blettir sem gáfu jákvæða svörun við for - og staðfestingarprófi sem blóð. Stroksýni af andarnefju gaf svörun við forprófi sem sæði en ekki við staðfesti ngarprófi. Síðan hefðu sex pokar með stroksýnum sem fylgdu þessum gögnum sýnt að á tveimur glerjum, merkt innri barmar og spöng , og vagina , hefðu verið sáðfrumur sjáanlegar. Sýni sem tekin voru af pinnum í pokum merktum ytri barmar og legháls hefðu gefið j ákvæða staðfestingu við for - og staðfesting - arprófi sem sæði , og sáðfrumur voru staðfestar með smásjársýnum. Sýni merkt í kringum endaþarm gaf jákvæða svörun við sæðisprófunum, en það komu engar sáðfrumur fram í smásjársýnum. Allir þessir pinnar frá kynfær um voru rauðleitir og gáfu svörun við blóðprófum. Einn poki var merktur marblettur og var það stroksýni sem var tekið af 49 hægra læri brotaþola . S lík sýni innihaldi yfirleitt þekjufrumur sem er eitthvað sem þau skoða ekki. Vitnið kvaðst einnig hafa fengið ré ttarlæknisgögn frá grunuðum, hársýni, strok - sýni af naglaböndum og stroksýni af getnaðarlim. Í ljós komu þrjú skolleit hár í greiddum höfuðhárum en útlit þeirra var sams konar og samanburðarsýni frá ákærða. Stroksýni af getnaðarlim voru ekki opnuð , sýni af naglaböndum beggja handa voru hins vegar prófuð með blóðprófi en gáfu ekki svörun. Síðan hefði hann fengið stakan sokk, skó , stuttermabol og joggingbuxur frá ákærða. Ekkert markvert hefði fundist í sokknum, í hægri skó var blettur sem gaf jákvæða svörun v ið blóðprófum, á stuttermabol voru sjáanlegir blettir en þeir gáfu hvorki jákvæða svörun við sæði né blóðprófum, en á buxunum voru fjölmargir blettir , bæði á fram - og bakhlið , sem gáfu jákvæða svörun við blóðprófum. Síðan hefði hann fengið gögn sem voru haldlögð við vettvangsrannsókn við verkstæðið , g allabuxur, nærbuxur, skó og peys u, ásamt eyrnalokki og gólfmott u úr bifreið. Gallabuxur, nærbuxur og skór hefðu verið samanvöðluð og voru ljósmyndað þannig og síðan aðskilin. E kkert markvert hefði verið sjáanlegt í þessum gögnum. Vitnið sagði að á hettupeys u hefðu verið rauðleitir blettir að framan og aftan sem gáfu svörun við blóðprófum. Ekkert markvert hefði verið sjáanlegt á eyrn alokki eða gólfmottu. Síðan hefði hann fengið hníf sem fannst í bifreiðinni en ekkert markvert hefði verið sjáanlegt á hnífnum og hefðu stroksýni verið varðveitt af blaði og skefti. Síðan hefði hann fengið gögn sem varðveitt hefðu verið úr bifreiðinni, fjó r a poka með ætluðum blóðsýnum , og sýni af pinnum úr þeim gögnum gáfu öll svörun við blóðprófum. Síðan hefði sýni af blóðbletti á glerbroti gefið jákvæða svörun við blóðprófi. Vitnið sagði að alls 39 sýni hefðu verið send til rannsóknar og hluti þeirra rann - sakaður strax. Sýni af skóm hefði verið samkennt við brotaþola. Tvö sýni af framhlið á buxum og tvö af bakhlið hefðu verið samkennd við brotaþola. Eitt sýni af framhlið og eitt af bakhlið hefði verið blanda af brotaþola og ákærða. Stroksýni sem tekin voru af lim ákærða hefðu verið samkennd við hann. Af þeim gögnum sem vitnið fékk frá n eyðarmóttöku hafi hann sent sjö sýni úr fatnaði ásamt stroksýni frá kynfærum. Í sýnum sem voru varðveitt frá ytri börmum , innri börmum , vaginu og legháls i fundust sáðfrumur o g voru þau sýni öll samkennd við ákærða. Vitnið kvaðst hafa sent tvö stroksýni af hnífnum, annars vegar af blaði og hins vegar af skefti , en í þeim sýnum reyndist ekki vera nægilegt DNA til að greining væri möguleg. Síðan voru það sýni sem voru varðveitt ú r bifreiðinni. Blóð sem var á glerbroti 50 var samkennt við brotaþola. Sýni sem voru varðveitt af mælaborði og af hægra framsæti, farþegamegin, voru blanda sýna frá ákærða og brotaþola en sýni sem voru varðveitt af hurðarspjaldi, bæði fram - og afturhurð vinst ra megin , voru bæði samkennd við ákærða. Með gögnunum voru einnig send samanburðarsýni frá brotaþola samkvæmt II. kafla ákæru en ekkert tengt henni fannst í þeim sýnum sem voru rannsökuð. S sálfræðingur staðfesti að hafa unnið vottorð vegna meðferðar brotaþola samkvæmt I. kafla ákæru . Hefði brotaþola verið vísað til hennar vegna kynferðisofbeldis og hún fyrst komið til hennar 29. ágúst og seinast 8. desember sl. Hafi brotaþoli verið í áfalla hjálp og vitnið ekki komist strax í að gera formlega greiningu á henni og byrja formlega meðferð. Brotaþoli hefði verið mjög dofin tilfinningalega og ekki vilja ð segja strax frá meintu broti eða segja neitt sem væri óhjálplegt fyrir meintan geranda sem hen ni þótti enn vænt um og erfitt hefði verið að tala við hana. Þegar rætt var við brotaþola um afleiðingar meints brots fyrir hana hefði hún grátið og hryllt sig og átt erfitt með að tala um þá hluti. Síðan hefði hún sagt frá því sem hefði gerst og þær kortl agt samband hennar við ákærða. Hún hefði átt mjög erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst sem eru algeng viðbrögð eftir svona alvarleg áföll. Þá hefði vitnið rætt við brotaþola um vítahring ofbeldissambanda og eðli þeirra , auk þess að veita henni áfal lahjálp. Samband brotaþola og ákærða virðist hafa byrjað þegar brotaþoli var í . Fljótlega blandast krakkreykingar inn í þeirra samband sem verður fljótt frekar óheilbrigt og ekki endilega á jafning j agrunni þar sem hún var mjög . Þá lýsti brotaþoli þ ví að hún hefði engar ákvarðanir tekið í sambandinu. Þau eigi samt góða tíma inn á milli , en það hefði verið gegnumgangandi andlegt ofbeldi en líkamlegt ofbeldi einnig verið til staðar og hún reynt að fara frá honum áður en komið til baka. Vitnið sagði að brotaþoli hefði upplifað það svo að hún hefði enga stjórn haft á þessum atburði, hún hefði verið eins og einhver hlutur sem hægt hefði verið að færa til og tuska til. Hún hefði sagt við ákærða að ákveðnir hluti r væru vondir og að hún væri hætt að sjá efti r að hafa fengið mörg högg á auga eða gagnauga. Hún hefði sagt að það sem gerðist hefði verið eitthvað sem hún samþykkti ekki og hefði engu máli skipt hvaða mörk hún setti. Brotaþoli hefði uppfyllt öll greiningarviðmið fyrir áfallastreituröskun samkvæmt sj álfsmatskvörðum sem vitnið fór yfir með henni og væri sterkur grunur um að hún væri búin að þróa með sér áfallast r eituröskun þó að vitnið væri ekki búið að meta hana formlega með greiningarviðtali. Sé þessi atburður henni mjög ofarlega í huga og eigi hún e rfitt með að losa sig við hann úr höfðinu. Hún er með þessar endurminningar 51 og einnig forðun og sterk neikvæð viðhorf um sjálfa sig og kennir sér um að hafa ekki verið farin frá honum fyrr. Hún er mjög hrædd, finnst hann vera óútreiknanlegur og er hrædd um að hann sé reiður við sig. Þá eigi hún erfitt með einbeitingu og svefn. Brotaþoli sé ekki á sérlega góðum stað , eigi erfitt með að sætta sig við það sem gerðist og leiti að ýmsum skýringum sem geri minna úr alvarleika brotsins að þetta hafi ekki verið eins alvarlegt og það var. Séu þetta mjög algeng viðbrögð eftir svona alvarleg áföll , sérstaklega í nánu sambandi. Sé brotaþoli ekki komin í neinn bata. Því lengra sem líði frá broti á n þess að kominn sé fram bati , því ólíklegri verði hann. Geti bati hafist 4 6 mánuðum eftir að meðferð hefst ef hún fer í bata við meðferð. Nái brotaþoli bata þýði það þó ekki að hún þurfi ekki áfram að takast á við afleiðingar þessara atvika í daglegu lífi. T , læknir á n eyða r móttöku , kvaðst hafa verið kölluð út veg na konu sem var til rannsóknar á bráðamóttöku en var jafnframt vísað til n eyðarmóttöku vegna gruns um kynferðisofbeldi. Var brotaþoli þá einnig búin að fara í myndatöku og tala við lögreglu. Hún hefði verið orðin uppgefin og var sagan ekki eins nákvæm hjá henni , eins og oft er , og þær einbeitt sér að því að fá fram það sem tengdist kynferðis ofbeldi. Í skýrslunni væri rakin lýsing brotaþola og hefði vitnið sett það í gæsalappi r sem haft væri beint eftir brotaþola. Hefði brotaþoli verið mjög illa útleikin og með áverka upp úr og niður úr. Muni hún eftir brotaþola þannig að hún hefði verið í hlífðarslopp og með bera leggi og hefðu blasað við marblettir á hnjánum og fullt af smásár um á ristunum, og hefði hún setið í hnipri og verið miður sín. Hefði henni verið illa við nákvæma skoðun og muni vitnið ekki eftir því að hafa þreifað inn í endaþarm hennar, eins og stundum er gert, alveg inn í rektum . Flestar konu r vilji helst að allt sé skoðað vel og þeim sagt að allt líti vel út þar sem þeim líði mjög vel með að heyra það , en hún hefði ekki verið þannig . F annst vitninu eins og brotaþoli hefði verið búin að fá nóg. Vitnið sagði að brotaþoli hefði lýst árás þar sem farið hefði verið inn í endaþarm og hefðu þær á neyðarmóttökunni reynt að fá að skoða hann. Fyrst hefði hún ekkert séð en þegar hún dró fram slímhúð hefði hún séð rifur þar. Ekkert í frásögn brotaþola hefði stangast á við það sem hún sá, að einhver hefði þröngvað sér inn í endaþa rm hennar. Heildarmyndin samræmdist því sem hún sagði. Hefði verið um að ræða nýlegar rifur og hefði enginn gróandi verið byrjaður og enginn vessi kominn eins og gerist þegar þetta er byrjað að storkna. Geti það samrýmst því að atburðurinn hafi gerst um nó ttina. Vitnið sagði að reynslan segði henni, ef skoðuð væri tölfræði, að fyrir 30 árum hefðu 52 endaþarmsmök verið sjaldgæf en svo væri ekki í dag. Svona blasi þó ekki við þegar konur komi í kvenskoðun til hennar og telji hún því að svona sár komi ekki við en daþarmsmök með vilja eða við undirbú in endaþarmsmök . Minnist hún þess ekki að brotaþoli hefði sagt að ákærði hefði verið með hníf en hún sagði að hún hefði haldið að það myndi líða yfir sig og að hann myndi ganga frá henni. Hann hefði ætlað að svæfa hana o g drepa hana og hefði hún tengt það við hálstak. Lögreglumaður nr. U kvaðst hafa ritað frumskýrslu í máli því sem lýst er í II. kafla ákærunnar en tilkynning hefði borist um blóðuga konu á bifreiðastæði við . Á stæðinu hefði fundist bifreið sem var eftirlýst vegna þeirra atvika sem greinir í I. kafla ákæru en brotaþoli hefði síðan fundist í íbúð í . Virtist hún vera illa farin andlega og hafði greinilega orðið fyrir einhverju ofbeldi, var blóðug og marin o g virtist mjög hrædd og ör en vildi ekkert tala við þ á . Hún hefði loks gefið þeim upp nafn sitt og játað því að ákærði hefði gert henni þetta. Aðrir lögreglumenn hefðu haft afskipti af ákærða en bifreiðin hefðu verið heit viðkomu þegar þeir komu að henni o g ákærði því talinn vera nálægur og fannst hann og var handtekinn. Brotaþoli hefði síðan komið á bifreiðastæðið til lögreglu skömmu síðar og talað við þá. Vitnið kvaðst hafa hitt brotaþola stuttu seinna vegna starfa sinna og sagði brotaþoli þá að hún hefði verið skíthrædd , líka við lögreglu , þegar hún var í . Vitnið hefði þá sagt henni að það væri leiðinlegt hefðu þeir hrætt hana. Lögreglumaður nr. V kvaðst hafa verið á bakvakt hjá kynferðisbrotadeild og hafa farið á neyðarmóttöku og hitt brotaþola samk væmt I. kafla ákæru. Hún hefði verið illa áttuð og með áverka, m.a. mikla áverka á hálsi. Hún vildi lítið gefa upp í byrjun en tjáði sig síðan um atvik, geranda og staðsetningu brots. Brotaþoli hefði farið í læknis skoðun og tæknideild rannsakað vettvang. Leitað hefði verið að myndbandsupptökum á upptökuvélum í nágrenninu og hefði komið í ljós að bifreiðin hafði verið á bifreiðastæði við verkstæðið í ákveðin n tíma en síðan verið ekið á brott. Engin myndavél hefði tekið upp atvikin á vettvangi. Vitninu hefðu síðan borist upplýsingar um að brotaþoli væri með brotið tungubein sem benti til þess að árásin hafi verið talsvert mikil. Leit hefði verið hafin að geranda þegar seinna útkallið barst úr . Hefði ákærði síðan verið handtekinn og tilkynning borist um að brotaþoli samkvæmt II. kafla ákæru væri í íbúð í og hitti lögregla hana þar. Vildi hún lítið tjá sig í upphafi en sagði að ákærði hefði hent símanum hennar í burtu og fannst hann við leit. Reyndist ekki vera á honum upptaka af meintri árás eins og bro taþoli hélt. Ekki hefði verið gengið hart að því að hún tjáði sig en hún 53 spurð hvort hún ætl að i að gefa skýrslu. Hefði brotaþoli til að byrja með ekki viljað tjá sig formlega um atvik en sagði ákærða hafa gert þetta og vildi taka sér tíma til að ákveða hvo rt hún gæfi skýrslu. Bifreiðin hefði síðan fundist á bifreiðastæði. Skýrsla hefði síðan verið tekin af ákærða en lögreglumenn verið með lítið af spurningum til að bera undir hann og ákærði ekki í góðu ástandi þó að hann hefði getað gefið skýrslu. Hefði þá verið að renna af ákærða en hann hefði alltaf verið kurteis og samvinnuþýður , eins langt og það náði. Í upphafi hefði ekki verið vitað nákvæmlega hvernig sambandi ákærða og brotaþola samkvæmt II. kafla ákæru var háttað og hefði henni verið kynnt ákvæði 117 . gr. laga um meðferð sakamála þegar fram voru komnar upplýsingar sem leiddu til þess að það var talið eiga við. V Niðurstaða I. kafl a ákæru Ákærði er í I. kafla ákærunnar ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Í ákæru er háttsemi ákærða talin varða við 211. gr. , sbr. 20. gr., 1. mgr. 194. gr. og 1. , sbr. 2. , mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara v ið 2. mgr. 218. gr. , 1. mgr. 194. gr. og 1. , sbr. 2. , mgr. 218. gr. b sömu laga. Ákærði neitar sök. Af framburði ákærða og brotaþola verður ráðið að þau hafa verið í nánu sambandi með hléum frá því að þau kynntust fyrir um 13 árum síðan og búið saman í yf ir tvö ár á tveimur tímabilum. Slitu þau seinni sambúðinni um ári áður en atvik gerðust og hafa síðan þá nokkrum sinnum verið í sambandi án þess að búa saman. Verður af málsgögnum ráðið, og þá sérstaklega framburði ákærða og brotaþola og sálfræðings er haf t hefur brotaþola til meðferðar, að brotaþoli þegar samband þeirra hófst og einkenndist samband þeirra af því. Verður af framburði sálfræð ingsins ráðið að jafnræði hafi að einhverju leyti skort á milli þeirra. Þá litaðist samband þeirra einnig af neys lu þeirra á tímabilum , auk þess sem ráða má af framburði geðlæknis er framkvæmdi geðmat á ákærða að hann kunni einnig að hafa átt við er höfðu áhrif á samskipti þeirra. K om fram hjá brotaþola að ákærði hefði áður ráðist á hana. Virðist samband þeirra f yrir atvikið hafa einkennst af ágreiningi vegna fortíðar þeirra. Í ljósi framangreinds er það mat dómsins að brotaþoli hafi verið fyrrverandi unnusta og sambýliskona ákærða og að samband þeirra hafi verið slíkt að það falli undir skilgreiningu 218. gr. b í almennum hegningarlögum á nánu sambandi. 54 Er framburður ákærða og brotaþola samhljóða hvað það varðar að þau hefðu nýlega verið byrjuð að hittast aftur eftir hlé , en fyrir liggur að ákærði hafi einnig verið að hitta brotaþola samkvæmt II. kafla ákærunnar. Framburður þeirra beggja er nokkuð óljós hvað það varðar hv er hafi verið ætlun þeirra þegar þau hittust þetta kvöld en fyrir liggur að þau byrjuðu að reykja krakk fljótlega eftir að þau komu að og í kjölfar þess stunduðu þau kynmök. Þau hefðu síðan farið í Hafnarfjörð , líklega til að sækja meira af fíkniefnum , og stöðvað þar fyrir framan íbúðarhúsnæði og rætt saman og ákærði þá brotið rúðu í bifreiðinni og síða n ekið að verkstæði því sem greinir í ákæru. Ákærði lýsir atvikum svo að hann hafi haft ítrekað samræði við brotaþola, hún hefði haft munnmök við hann og hann sett lim sinn í endaþarm hennar oftar en einu sinni en alltaf strax hætt við þegar brotaþoli bað hann að hætta. Hefðu kynmökin annars átt sér stað með samþykki brotaþola. Þá hefði hann slegið brotaþola tvisvar í höfuðið og rassskellt hana tvisvar sinnum og eitt sinn ýtt henni þannig að hún rakst með hurðarspjald. Hann hefði leitt hana út úr bifreiðin ni en ekki dregið hana, ekki hrint henni á malbikið og einu sinni tekið hana kverkataki með hennar samþykki. Þá hefði hann ekki rifið í hár brotaþola en tekið í hár hennar þegar hún var að veita honum munnmök, ekki haldið hnífi að hálsi hennar, ekki þvinga ð hana til að liggja á glerbrotum, en hún hefði sjálf sest á þau og setið á þeim á meðan þau voru að hafa samfarir, og ekki hótað henni líkamsmeiðingum, lífláti eða að klippa hár hennar. Ákærði gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins og var framburður han s í meginatriðum á sama veg en lýsingar hans á atvikum oft takmarkaðar . F yrir liggur að hann hafði a.m.k. verið að reykja krakk í nokkrar klukkustundir þegar atvik gerðust og ve rið í annarlegu ástandi. Brotaþoli gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins og einnig nokkuð ítarlega skýrslu fyrir dómi. Framburður brotaþola hjá lögreglu liggur fyrir í mynd - og hljóð - upptöku. Hefur framburður brotaþola verið stöðugur í gegnum meðferð málsins , auk þess sem endursagnir annarra sem skráðu niður frásögn hennar, eins og t.d. starfsmanna neyðarmóttöku, eru í meginatriðum í samræmi við framburð hennar. Er framburður brotaþola í samræmi við þá lýsingu sem kemur fram í ákæru utan þess að fyrir dómi mundi brotaþoli ekki eftir nokkrum atriðum sem hún bar um hjá lögreglu; að ákærði hefði slegið hana ítrekað í líkamann, sett hníf upp að hálsi hennar, þvingað hana til að liggja á glerbrotum eða hvernig það kom til að hún lá á þeim og að ákærði hefði dregið hana út úr bifreiðinni. Þá gat hún fyrir dómi einungis lýst hálstaki þar sem ákærði notaði 55 olnbogabót sína. Bar framburður brotaþola, eins og framburður ákærða, þess merki að brotaþoli hefði verið búin að neyta fíkniefna þegar atvik gerðust. Af vottorði og vætti sálfræðings sem haft hefur brotaþola til meðferðar er ljóst að lí ðan hennar hefur verið mjög slæm í kjölfar atvika. Greining á áfallastreituröskun hafi ekki farið fram og formleg meðferðarvinna sé ekki hafin. Þó fullyrti sálfræðingurinn að þau einkenni sem þegar væri hægt að sjá hjá brotaþola á grundvelli matslista bentu til þess að hún væri með áfallastreituröskun vegna þessara atvika. Fyrir liggja vottorð og vætti starfsmanna neyðarmóttöku og læk na sem tóku á móti brotaþola og lýstu þau því að brotaþoli hefði verið í uppnámi og með útbreidda áverka, eins og lýst er í ákæru. Með matsgerð réttarlæknis voru áverkarnir staðfestir og kom þar jafnframt fram það mat hans að þeir samræmist lýsingu brotaþo la á atvikum, m.a. að hún hefði hlotið högg á höfuð, þrengt hefði verið að hálsi hennar og einhverju þrýst inn í endaþarm hennar. Læknir sá er skoðaði brotaþola á bráðamóttöku skömmu eftir atvikið taldi einnig að áverkarnir samræmdust frásögn brotaþola. Fr amburður brotaþola er í samræmi við önnur gögn sem liggja fyrir í málinu, og þá sérstaklega frá n eyðarmóttöku, bráðamóttöku og matsgerð réttarlæknis. Var hún m.a. með áverka er benda til þess að hún hafi setið eða legið á glerbrotum , auk þess sem á glerbro ti úr bifreiðinni reyndist vera blóð úr brotaþola, og áverka t.d . á hægra læri, hægri ökkla og ristum sem samræmast því að hún hafi orðið fyrir núningi eða skrapast af grófu, hrjúfu eða hörðu yfirborði . Þá b enda gögn til þess að hún hafi verið í aðstæðum s em olli henni áverkum þegar ákærði hafði við hana kynmök , og hún þá t.d. hlotið húðblæðingar á spangarsvæði og hægri rasskinn . Gat ákærða ekki annað en verið ljóst að hann væri að valda henni líkamstjóni , auk þess sem ákærði bar um að hafa oftar en einu si nni þrýst lim sínum inn í endaþarm hennar þrátt fyrir að vita það vegna fyrri samskipta að brotaþoli vildi það ekki og hún hefði beðið hann í hvert skipti að stoppa. Samkvæmt framburði læknis á Neyðarmóttöku og réttarlæknis samræmist það þeim áverkum sem r eyndust vera á endaþarm i brotaþola. Aðstæður á vettvangi eru einnig í samræmi við lýsingu hennar og þá bæði fyrir framan verkstæðið og í bifreiðinni. Buxur hennar, nærbuxur og skór fundust við bifreiðina samanvöðlaðar, eins og hún hefði verið dregin úr föt unum , sem er í samræmi við framburð brotþola hjá lögreglu , bolur hennar var rifin n og snyrtidót, veski og aðrir persónulegir munir voru á víð og dreif. Fyrir liggur að brotaþoli flúði fáklædd af vettvangi í því skyni að flýja ákærða og bar hún um að hún he fði óttast að hann myndi elta hana. Leitaði hún sér aðstoðar hjá henni ókunnugu fólki sem bjó í nágrenninu og var 56 hún þá með mikla líkamlega áverka og í miklu uppnámi samkvæmt framburði vitna. Framburður brotaþola hefur verið stöðugur og er hann trúverðugu r í ljósi framangreinds og verður niðurstaða málsins á honum byggð. Ákærði er ákærður fyrir að hafa með hótunum, ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola, án hennar samþykkis, utandyra og inni í bifreiðinni og þannig ne ytt hana til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga er verknaður sem refsing er lögð við í lögunum ekki saknæmur nema hann sé framinn af ásetningi eða gáleysi, en ekki er heimild til að refsa fyrir gáleysisbrot í 194. gr. laganna. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi sem varð að lögum nr. 61/2007, sem breyttu framangreindu lagaákvæði, er áréttaður sá áskilnaður 18. gr. almennra hegningarlaga að ásetningur sé ótvírætt sak - næmisskilyrði nauðgunarbrots og sérstaklega tekið fram að ásetningur verði að taka til allra efnisþátta verknaðar eins og honum er lýst í 194. gr. laganna, þ.e. bæði verknaðar - aðferðar og kynmakanna. Taki það einnig til tilvika þar sem kynmök fara fram án sam - þykkis brotaþola enda sé það undirliggjandi s kilyrði að samþykki skorti. Verði dómstólar í slíkum tilvikum að meta hverju ákærði hafi hlotið að gera sér grein fyrir en þannig tvinnist þá oft saman sakar - og sönnunarmat. Þá verði mat ákærða lagt til grundvallar við sakarmatið þannig að ekki sé unnt að refsa honum fyrir nauðgun hafi hann haft réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykkur kynmökunum, þ.e.a.s. að ekki sé fyrir hendi ásetningur hans til að þvinga brotaþola til kynmaka. Ákærði byggir á því að samþykki brotaþola hafi legið fyrir ti l kynmaka og hálstaks og að ofbeldi hafi annars verið hluti af kynmökum sem brotaþoli hafi samþykkt. V ísaði hann til venju í samskiptum þeirra og verður hann skilinn svo að þau hefðu almennt ekki rætt það sérstaklega það sem þau ætluðu að gera . Er það í ákveðinni mótsögn við framburð hans um að hafa beðið brotaþola um að stunda kynmök með honum við . Þá kom fram hjá ákærða fyrir dómi að hann hefði spurt hana hvort hann mætti hafa við hana endaþarmsmök við verkstæðið og hefði hún ekki svarað því almen nilega og hann þá engu að síður byrjað en hún sagt honum að hætta. Að öðru leyti hefur ákærði í engu lýst því hvernig samþykki brotaþola var fengið við verkstæðið en sagði hana ekki hafa mótmælt neinu eða ýtt honum frá sér. Þá kom fram hjá ákærða að kynlíf þeirra hefði verið grófar a en áður og taldi hann að þá hefði skipt máli að þau voru undir áhrifum krakks. 57 Brotaþoli lýsti því hjá lögreglu að ákærði hefði rifið hana úr fötunum en fyrir dómi mundi hún ekki eftir því og sagði að þau hefðu ekið að verkstæð inu og hún hefði skyndilega verið komin á malbikið og verið búin að fá fyrsta höggið. K vaðst hún hafa beðið ákærða að hætta þegar hún var hætt að sjá með öðru auganu eftir barsmíðar hans. Einnig bað hún hann að hætta þegar hann setti lim sinn í endaþarm he nnar en það hefði gerst ítrekað. Þá kvaðst hún ekki hafa viljað taka þátt í kynmökunum og hefði ákærði hent henni til og frá og skipað henni fyrir og kvaðst hún telja að hún hefði verið nakin meðan á þessu stóð. Þá sagði hún að þau hefðu aldrei áður stunda ð svona gróft kynlíf og aldrei leikið sér að því að taka hvort annað hálstaki. Benda aðstæður á vettvangi og þeir áverkar sem brotaþoli reyndist vera með skýrt til þess að brotaþoli hafði ekki stjórn á aðstæðum umrætt sinn. Þá var blóð úr brotaþola í bifre iðinni og á fatnaði ákærða sem bendir til þess að atvik hafi að einhverju leyti gerst eftir að hún var komin með blæðandi áverka. Bendir það, auk þess sem að framan er rakið, til þess að háttsemi ákærða hafi verið sársaukafull fyrir brotaþola og að ákærða hafi verið fullljóst að hann var að beita hana grófu ofbeldi. Á kærði er einnig ákærður fyrir að hafa tekið brotaþola ítrekað hálstaki og kverka - taki. Ákærði hefur viðurkennt að hafa einu sinni tekið brotaþola taki sem hann lýsti sem kverkataki. Má af vætt i brotaþola fyrir d ó mi ráða að ákærði hafi tekið um háls hennar með olnbogabót og en hjá lögreglu lýsti hún því að ákærði hefði jafnframt tekið um háls hennar með hendi. K vað ákærði þau hafa stundað svona hálstök áður sem er í andstöðu við framburð brotaþo la. Af framburði beggja framangreindra lækna má ráða að brotaþoli hafi verið með mikla áverka á hálsi sem samræmist því að ákærði hafi tekið hana hálstaki með annarri eða báðum höndum. Með vísan til alls framangreinds er það mat dómsins að ákærði hafi ítre kað tekið brotaþola hálstaki og kverkataki með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir, m.a. broti á málbeini. Þrátt fyrir að framburður ákærða hafi í meginatriðum verið nokkuð stöðugur í gegnum meðferð málsins, að undanskildum þeim framburð i sem fram kom í fyrstu skýrslu hans sem var mjög takmarkaður, er hann í litlu samræmi við þau gögn sem liggja fyrir. Þá hefur hann gefið takmarkaðar skýringar á ástandi brotaþola. Eins og atvikum er háttað er það mat dómsins að framburður ákærða sé ótrúver ðugur að því marki sem hann samrýmist ekki öðru sem sannað þykir. Þá er ekkert fram komið sem ga t gefið ákærða réttmæta ástæðu til að ætla að fyrir lægi samþykki brotaþola til kynmaka eða fyrir því að hann beitti hana ofbeldi eða hótaði henni. 58 Með vísan ti l framangreinds og framburðar brotaþola , bæði fyrir dómi og hjá lögreglu, sem fær að sumu leyti stoð í framburði ákærða, líkamlegra áverka hennar og andleg s ástands í kjölfar atvikanna er það mat dómsins að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði haf i brotið gegn brotaþola eins og í ákæru greinir. Þa r með telur dómurinn að á grundvelli framburðar brotaþola og mats á málsgögnum í heild sinni hafi ákærði hótað brotaþola lífláti og líkamsmeiðingum , m.a. því að klippa eða skera af henni snípinn, skera han a á háls og klippa af henni hárið. Þannig telur dómurinn sannað að ákærði hafi með hótunum, ofbeldi og ólögmætri nauðun g haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola án hennar samþykkis. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að sú háttsemi ákærða að t aka brotaþola ítrekað hálstaki og kverkataki verði aðallega heimfærð undir 211., sbr. 20. , gr. almennra hegningarlaga, en til vara undir 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Í dómaframkvæmd hafa dóm - stólar fellt undir tilraun til manndráps árás sem ekki var lífshæt tuleg eins og á stóð en hefði getað verið það ef atlagan hefði á einhvern hátt verið lítillega frábrugðin. Þá hefur jafnframt verið litið til þess ofsa er felst í árás og huglægrar afstöðu árásarmannsins. Þegar litið er til atvika og fyrirliggjandi gagna e r ljóst að áframhaldandi tak á hálsi brotaþola hefði getað verið lífshættulegt fyrir brotaþola. Ekkert liggur fyrir um það hvað ákærða gekk til og verður það ekki ráðið af framburði hans. Af þeirri háttsemi ákærða sem telst sönnuð í samræmi við ofangreint má hins vegar ráða að hann hafi ætlað að valda brotaþola tjóni almennt og er það í samræmi við framburð brotaþola. Þá kom fram í framburði þess geðlæknis sem gerði geðmat á ákærða að ákærði lýsti því þegar hann var að hann vildi skaða brotaþola. Um svi pað leyti leitaði brotaþoli einnig til þar sem hún óttaðist ákærða samkvæmt framburði starfsmanns . Auk þess bar brotaþoli um að ákærði hefði áður ráðist á hana. Hvað varðar háttsemina sjálfa eru framburðir þeirra tveggja lækna sem tjáðu sig um hana nokkuð misvísandi hvað varðar hættueiginleika. Var framburður réttarlæknisins skýr hvað það varðar að til að brotaþoli teljist hafa verið í lífshættu þurfti að liggja f yrir að hún hefði misst meðvitund. Er það ekki í samræmi við framburð brotaþola sem sagði ákærða ítrekað hafa tekið hana hálstaki og hún þá orðið lightheaded . Þá liggur ekki fyrir hvort brotaþoli hafi hlotið punktblæðingar við árásina sem hefðu getað gefið frekari vísbendingar um alvarleika taksins. Verður af framburði læknanna ráðið að a.m.k. hafi verið um eitt stutt en snarpt hálstak að ræða sem hafi valdið því að málbein brotaþola brotnaði. 59 Ákærði bar sjálfur um að hafa tekið brotaþola hálstaki en slepp t takinu þegar brotaþoli tappaði út og er það í samræmi við framburð brotaþola. Bar hann um að hann miði við það að þegar viðkomandi geti ekki andað lengur sleppi hann takinu og taldi að þjálfun hans í j i u - jitsu auðveldaði honum að skilja hversu langt hann gæti gengið . Þrátt fyrir að þessar skýringar ákærða bendi til skeytingarleysis um heilsu brotaþola verður að telja að framangreindu virtu og gegn neitun hans ósannað að fyrir honum hafi vakað að deyða brotaþola. Verður ákærði því sýknaður af broti gegn 21 1., sbr. 20. , gr. almennra hegningarlaga. Hálstak ákærða telst engu að síður ótvírætt hættuleg aðferð við líkams ár ás eins og ráða má af framburði læknanna og verður brot hans því heimfært undir 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Með vísan til framangreinds telur dómurinn sannað þannig að hafið sé yfir skyn - samlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í ákæru, sbr. 108. og 109. gr. laga um meðferð sakamála, í samræmi við það sem hér að framan hefur verið rakið, og verður hann sakfelldur í sam ræmi við varakröfu ákæruvaldsins. Niðurstaða II. kafl a ákæru Ákærði er í II. kafla ákærunnar ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem í ákæru er talin varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Brotaþoli lýsti því yfir fyrir dómi að hún gerði ekki refsikröfu í málinu. Málshöfðun vegna brots gegn framangreindu lagaákvæði er ekki háð kröfu þess sem misgert er við. Ákærði neitar sök að öðru leyti en því að hafa slegið brotaþola einu sinni með krepptum hnefa í andlitið og ýtt henni. Atvik áttu sér stað í bifreið sem lagt hafði verið á bifreiðastæði en um þau eru ákærði og brotaþoli ein til frásagnar. Verður af framburði þeirra fyrir dómi ráðið að um átök hafi verið að ræða á milli þeirra. Reyndist ákærði vera með áverka á kinn eftir atvikið , líkt og eftir högg á andlitið. Er ljóst að þeir áverkar sem brotaþoli er talin hafa verið með samkvæmt ákæru er u mjög alvarlegir í samanburði við það og er a.m.k. ljóst að mjög hefur hallað á brotaþola. Fyrir liggur að ákærði og brotaþoli eru nú í nánu sambandi og höfðu þau verið hittast um tíma þegar atvik gerðust. Þá kom fram hjá brotaþola að hún hefði verið á slæmum stað andlega þegar atvik gerðust. Framburður þeirra hefur tekið nokkrum breytingum frá því sem var við rannsókn málsins í þá veru að gera minna ú r meintu broti ákærða. M etur dómurinn framburði þeirra ótrúverðuga að því leyti sem þeir fá ekki stoð í öðrum gögnum. 60 Með þeim læknisvottorðum sem liggja fyrir og að hluta með framburði brotaþola telur dómurinn sannað að brotaþoli hafi hlotið þá á verka í samskiptum sínum við ákærða er greinir í ákæru . Að mati dómsins er u ekki fram komin nein gögn sem styðja það að brotaþoli hafi hlotið beinbrotið fyrr eða á annan hátt enda liggja fyrir vottorð og skýrir framburður tveggja lækna um að slíkt fái ekki staðist. Þá er framburður brotaþola hvað þetta varðar mjög óljós. Ákærði hefur alfarið neitað því að hafa tekið brotaþola hálstaki, þrengt að öndunarvegi hennar og dregið hana út úr bifreiðinni. Hjá lögreglu sagði brotaþoli að ákærði hefði tekið hana hál staki en fyrir liggur upptaka í hljóði og mynd af þeim framburði. Brotaþoli breytti þeim framburði fyrir dómi og sagði ákærða hafa ýtt á hálsinn á henni. Eru lýsingar þeirra þó ekki samhljóða varðandi það á hvern hátt ákærði ýtti á hana. Samkvæmt framburði þess læknis sem skoðaði brotaþola á slysadeild og réttarlæknis eru áverkar nir þannig að ekki verði talið að fremur hafi verið um hálstak að ræða þar sem þrengt hafi verið að hálsi hennar en að ýtt hafi verið á hálsinn. Þá var framburður ákærða og brotaþola samhljóða hvað það varðar að ákærði hefði reynt að ýta brotaþola úr bifre iðinni . Er þ annig ekkert fram komið sem styður það að ákærði hafi dregið brotaþola út úr henni. Samkvæmt þessu telst það ósannað og jafnframt ósannað að ákærði hafi tekið brotaþola hálstaki og þrengt að öndunarvegi hennar . Þá hefur framburður brotaþola ver ið á reiki hvað varðar fjölda hnefahögga sem ákærði veitti henni, hvort hann hafi slegið hana með olnboga, rifið í hár hennar og sparkað í andlit hennar. Fyrir dómi sagði brotaþoli að ákærði hefði slegið hana þrisvar í andlitið en ákærði hefur viðurkennt a ð hafa gert það einu sinni. Brotaþoli hefur í gegnum alla meðferð málsins, utan framburðar síns fyrir dómi, borið um að ákærði hafi sparkað í andlit hennar og hún við þ að hlotið áverka á auga. Kom það einnig fram í framburði vitnisins D að brotaþoli hefði lýst atvikum þannig fyrir honum og í læknisvottorði sem ritað var á grundvelli gagna úr sjúkraskrá. Er það í samræmi við framburði lækna hvað varðar tilurð áverkanna, þar á meðal beinbrotsins. Hvorki ákærði né brotaþoli báru um það fyrir dómi að ákærði hef ði slegið hana í andlitið með olnboga eða rifið í hár hennar og telst það ósannað. Með vísan til framangreinds telur dómurinn sannað að ákærði hafi slegið brotaþola ítrekuðum hnefahöggum í andlitið og sparkað einu sinni í andlit hennar en verður hann að öð ru leyti sýknaður samkvæmt ákæru. Í dómaframkvæmd hefur sú háttsemi að sparka 61 í höfuð manns verið talin sérstaklega hættuleg líkamsárás vegna hættueiginle ik a aðferðarinnar. Í ljós i þess telst háttsemi ákærða rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. VI Ákærði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 24. október 2022, hefur hann tvisvar verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot. Með dómi héraðs dóms 2008 var hann dæmdur í 15 mánaða fangelsi skilorðsbundið að hluta í þrjú ár fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Þá var ákærði með dómi héraðsdóms 2017 dæmdur í 30 daga fangelsi skilorð s bundið í tvö ár vegna brots gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. H efur ákærði nokkrum sinnum verið dæmdur til refsingar vegna umferðarlagabrota og var refsing vegna síðarnefnda dómsins hegningarauki vegna slíks dóms. Ákærði var seinast með dómi héraðsdóms 2020 dæmdur til refsingar vegna u mferðarlagabrots og var þá dæmt upp skilorð dómsins frá 2017. Samkvæmt matsgerð dómkvadds matsmanns er ákærði sakhæfur, sbr. 15. g r. almennra hegningarlaga og ekkert fram komið sem bendir til þess að refsing geti ekki borið árangur, sbr. 16. gr. sömu laga. Við ákvörðun refsingar ákærða verður til refsiþyngingar litið til 1., 2., 3., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, en atlaga ákærða samkvæmt I. kafla ákæru var einstaklega gróf, ófyrirleitin og langvinn en gögn benda til þess a ð samskipti þeirra á vettvangi hafi staðið í rúmar tvær klukkustundir. Þá hafði brotið alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir brotaþola og með því braut hann gróflega gegn kynfrelsi hennar. Var brot ákærða gegn 194. gr. almennra hegningarlaga sérstaklega gróft og niðurlægjandi og lítur dómurinn því jafnframt til b - og c - liðar 195. gr. sömu laga. Þá þykja tengsl þeirra hafa aukið á grófleika brotsins, sbr. 3. mgr. 70. gr. sömu laga. Einnig er horft til þess að árás ákærða samkvæmt II. kafla ákær unnar átti sér að einhverju leyti stað í áflogum þó að ljóst sé að verulega hallaði á brotaþola, sbr. 3. mgr. 218. gr. c í almennum hegningarlögum. Til þyngingar er litið til þess að sú atlaga ákærða var einnig gróf og að brotaþoli hlaut við hana alvarlega áverka. Að öðru leyti en að framan er rakið á ákærði sér engar málsbætur. Með vísan til framangreinds og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fimm ár. Til frádráttar dæmdri refsingu kemur óslitið gæsluvarðhald ák ærða frá 2. ágúst 2022 með fullri dagatölu , sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. 62 Í málinu gerir brotaþoli samkvæmt I. kafla ákærunnar kröfu um miskabætur að fjárhæð 4.000.000 króna, auk vaxta og dráttarvaxta. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir gróf og a lvarleg brot gagnvart henni og með háttsemi sinni hefur hann bakað sér bóta - ábyrgð á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Er háttsemi ákærða til þess fallin að valda brotaþola miska , auk þess sem fyrir liggja vottorð lækna og greinargerð sál - fræði ngs sem bera um alvarlegar afleiðingar brotsins og óvissu um bata vegna andlegra afleiðinga. Þá má af framburði brotaþola og vitna ráða að háttsemin olli brotaþola mikilli vanlíðan og er hún enn að fást við afleiðingar hennar . Þykir fjárhæð miskabóta hæfil ega ákveðin, með hliðsjón af atvikum, 3 . 5 00.000 krón a , auk vaxta og dráttarvaxta , eins og nánar greinir í dómsorði. Í málinu gerir brotaþoli samkvæmt II. kafla ákæru kröfu um miskabætur að fjár - hæð 2.500.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir líkamsárás gegn henni og hefur með háttsemi sinni bakað sér bótaábyrgð á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga. Er háttsemi ákærða til þess fallin að valda brotaþola miska og má ráða af læknisvottorðum að hún hlaut við árásina alvar lega áverka. Þykir fjárhæð miska - bóta hæfilega ákveðin, með hliðsjón af atvikum, 7 00.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, eins og nánar greinir í dómsorði. Bótakröfurnar voru birtar ákærða ásamt fyrirkalli 1. nóvember 2022 og tekur upphafstími dráttarv axta mið af því. Ákærði greiði 2/3 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgils - sonar lögmanns, sem alls eru ákveðin 7.000.000 króna , og aksturskostnaðar lögmannsins, 76.176 krónur, 2/3 hluta þóknunar réttargæslumanns brotaþola A , Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, sem alls er ákveðin 1.500.000 krónur , og 2/3 hluta þóknunar skipaðs réttargæslumanns brotaþola B , Lilju Margrétar Olsen lögmanns, sem alls er ákveðin 1.500.000 krónur, en 1/3 hluti greiðist úr ríkissjóði. Hefur við ákvörðun m álsvarnarlauna og þóknunar verið tekið tillit til virðisaukaskatts og reglna dómstólasýslunnar nr. 1/2023. Þá greiði ákærði 1.180.067 krónur í annan sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirliti ákæruvaldsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Fanney Björk Frostadóttir aðstoðar - saksóknari. Við uppkvaðningu dómsins er gætt ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga um meðferð sakamála. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 63 D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í fimm ár . Til frádráttar dæmdri refsingu kemur óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 2. ágúst 2022 með fullri dagatölu. Ákærði greiði A 3 . 5 00.000 króna, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. ágúst 2022 til 1. nóvember 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. , sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði B 7 00.000 krónur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. ágúst 2022 til 1. nóvember 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. , sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 2/3 hluta af málsvarnarlaunum skipað s verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, sem ákveðin eru 7.000.000 króna, og 2/3 hluta af aksturskostna ði verjandans , sem ákveðinn er 76.176 krónur , og þóknun Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, skipaðs réttargæslumanns brotaþola A , sem ákveðin er 1.500.000 krónur, og Lilju Margrétar Olsen lögmanns, skipaðs réttargæslumanns brotaþola B , sem ákveðin er 1.5 00.000 krónur, en 1/3 hluti greiðist úr ríkissjóði. Þá greiði ákærði 1.180.067 krónur í annan sakarkostnað. Sigríður Elsa Kjartansdóttir (sign)