Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 21. febrúar 2025 Mál nr. S - 6860/2024 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Júlí Karlsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Kristleif i Kristleifss yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) (Áslaug Lára Lárusdóttir lögmaður bótakrefjanda) Dómur I 1. Mál þetta, sem dómtekið var 14. febrúar sl., er höfðað með tveimur ákæru m. Sú fyrri er útgefi n af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 19. nóvember 2024, á hendur Kristleifi Kristleifssyni, kt. [...] , [...] , [...] 1. Brot í nánu sambandi með því að hafa, fimmtudaginn 16. desember 2021 að [...] í [...] , á alvarlegan hátt óg nað lífi, heilsu og velferð þáverandi sambýliskonu sinnar, A , kt. [...] , en ákærði hótaði henni með því að beina að henni haglabyssu þar sem hún lá í rúmi í svefnherbergi íbúðarinnar. M: [...] Telst brot þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Fíkniefna - og vopnalagabrot með því að hafa , á sama [ tím a] og stað og greinir í ákærulið 1 haft í vörslum sínum 8,39 g af amfetamíni, 13,76 g af maríhúana og 11 stykki af LSD, auk haglabyssu, án þess að hafa öðlast sk otvopnaleyfi og eigi geymt skotvopnið í læstri hirslu en allt framangreint fann lögregla við öryggisleit á ákærða og við leit á þáverandi dvalarstað han s að [...] í [...]. M: [...] Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fí kniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum og 1. mgr. 12. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998 . 3. Rán með því að hafa, laugardaginn 6. maí 2023, utandyra við Dominos að Nóatúni 17 í Reykjavík, ógnað B , kt. [...] með hníf og neytt hann til þess að millifæra inn á bankareikning ákærða 100.000 krónur sem B gerði. M: [...] 2 Telst brot þetta varða við 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4. Þjófnað og vopnalagabrot með því að hafa , miðvikudaginn 14 . júní 2023, brotist inn í húsnæði Háskólans í Reykjavík að Menntavegi 1 í Reykjavík, og stolið þaðan 12 dósum af Somersby drykk og krukku af súrum gúrkum og haft í vörslum sínum hníf á almannafæri, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða. M: [...] Telst brot þetta varða við 244 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998 . 5. Gripdeild með því að hafa, mánudaginn 16. september 2024, í verslun 66° norður að Bankastræti 5 í Reykjavík, tekið ófrjá lsri hendi buxur að verðmæti kr. 28.500 og peysu að verðmæti kr. 24.500 og gengið út úr versluninni án þess að greiða fyrir flíkurnar . M: [...] Telst brot þetta varða við 245 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . 6. Nytjastuld með því að hafa, sunnudaginn 13. október 2024, í heimildarleysi notað bifreiðina [...] og ekið henni um Kársnesbraut í Kópavogi, uns bifreiðinni var lagt í bifreiðastæði við Hamraborg 6 . M: [...] Telst brot þetta varða við 1. mgr. 259. gr. alm ennra hegningarlaga nr. 19/1940. 7. Umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 13. október 2024, ekið bifreiðinni [...] án gildra ökuréttinda og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist nordíazepam 54 ng/m l og tetrahýdrókannabínól 2,3 ng/ml) um Kársnesbraut í Kópavogi, við Hamraborg 6 , þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. M: [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . Þá er krafist upptöku á 8,39 g af amfetamíni, 13,76 g af maríhúana og 11 stykki af LSD, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Jafnframt er krafist upptöku á haglabyssu og hnífum (munir 559908, 607298 og 609976) samkvæmt 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Einkar éttarkrafa: A , kt. [...] , krefst þess að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000 - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá 17. desember 2021, en með dráttar vöxtum skv. 9. gr. vaxtalaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert 3 að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlög ðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. 2. Í þinghaldi 13. desember 2024 gerði lögmaður bótakrefjanda þá breytingu á fjárhæð framangreindrar miskabótakröfu að krafist er 3.000.000 krón a í miskabætur , en að öðru leyti er krafan samhljóða þeirri sem tekin er upp í ákæru. Ákærði gerði ekki athugasemdir við þ essa breytingu , en áskildi sér eftir sem áður rétt til að halda uppi mótmælum. 3. Síðari ákæran á hendur ákærða er útgefin af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 21. j 1. Sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa, laugardaginn 31. ágúst 2024, innandyra í gistiskýlinu að Grandagarði 1A í Reykjavík, veist með ofbeldi að C , kt. [...] , traðkað á höfði hans, þar sem hann lá í rúmi í hús næðinu og í kjölfarið lagt ítrekað til hans með sporjárni, með þeim afleiðingum að hann hlaut opið sár á vinstri öxl og sár á hægri upphandlegg. M: [...] Telst brot þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa á sama tíma og stað og greint er frá í ákærulið 1, lagt til D , kt. [...] með sporjárni og stungið hann í hægri framhandlegginn, með þeim afleiðingum að hann hlaut 4 sm langan skurð á hægri framhandlegg. M: [...] Telst brot þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa, miðvikudaginn 18. september 2024, utandyra við verslunina Kjötborg að Ásvallagötu 19 í Reykjavík, veist með ofbeldi að E , kt. [...] , og slegið hann nokkrum sinnum í höfuðið með felgulykli, með þeim afleiðingum að hann hlaut opið sár yfir hægri augabrún og skurð fyrir ofan vinstra eyra. M: [...] Telst brot þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4. Gripdeild með því að hafa, fimmtudaginn 3. október 2024, í verslun Nettó að Þönglabakka 1 í Reykjavík, tekið ófrjálsri hendi vörur að verðmæti kr. 28.828 og gengið út úr versluninni án þess að greiða fyrir vörurnar. M: [...] Telst brot þetta var ða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 4 Einkaréttarkrafa: Öryggisdeild Samkaupa hf., 571298 - 3769 fyrir hönd Nettó krefst þess að ákærða verði gert að greiða kr. 28.828, - auk vaxta samkvæmt 8. gr . laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 03.10.2024 til 08.10.2024 og skv. 9. gr ., 1. mgr . 6. gr . sömu laga að l iðnum mánuði frá 08.10.20204 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar fyrir héraðsdómi að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi komi til málflutnings í málinu skv. 176. gr . laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. II Afstaða ákærða til sakargifta og bótakrafna 5. Í þinghaldi 13. desember 2024 játaði ákærði skýlaust sök í ákæruliðum 2 7 í ákæru frá 19. nóvember 2024 , en neitaði sök í ákærulið 1 og hafnaði bótaskyldu. Þá samþykkti ákærði upptökukröfur sem gerðar eru í ákærunni. Í þinghaldi 29. janúar sl. játaði ákærði skýlaust sök samkvæmt ákæru frá 21. janúar 2025 , en tók ekki afstöðu til bótakröfu . 6. Í þinghaldi 14. febrúar sl., þegar til stóð að aðalmeðferð málsins færi fram, breytti ákæruvaldið heimfærslu til refsiákvæða í ákæru lið 1 í ákæru frá 19. nóvember 2024 á þann veg að í stað þess að brotið sé heimfært undir 1. mgr. 218. gr. b í almenn um hegningarl ögum nr. 19/1940 telst það varða við 233. gr. sömu laga. Með þeirri breytingu játaði ákærði einnig sök samkvæmt ákærulið 1 í á kærunni og hefur því játað sök samkvæmt öllum ákæruliðum í báðum ákærum. Þá viðurkenndi ákærði bótaskyldu í ákærulið 1 í ákæru frá 19. nóvember 2024, en mótmælti kröfunni sem of hárri og kr afði st frávísunar bótakröfu í ákæru frá 21. janúar 2025. 7. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að til frádráttar refsingu komi óslitið gæsluvarðhald frá 25. október 2024 til dómsuppsögu. Verjandi ákærða krefst hæfilegrar þóknunar sér til handa vegna verjendastarfa við rannsókn og meðferð málsins. III Niðurst öður 8. Fyrir dómi játaði ákærði skýlaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök í báðum ákærum. Var því farið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda, verjanda ákærða og lögmanni bótakrefjanda hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga, auk atriða vegna einkaréttarkröfu. 5 9. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem studd er sakargögnum , er sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsem i sem honum er gefin að sök í ákærum og þar þykir í öllum tilvikum rétt færð til refsiákvæða , að teknu tilliti til þeirrar breytingar sem ákæruvaldið gerði á heimfærslu í fyrsta lið ákærunnar frá 19. nóvember 2024 . 10. Ákærði er fæddur í [...] 1996 og samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 16. janúar 2025, á hann að baki þó nokkurn sakafer il sem nær aftur til ársins 2015. Með dómi Héraðs dóms Suðurlands 10. febrúar 2021 var ákærði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. og 233. gr. almenn ra hegningarlaga og lauk hann afplánun vegna þess dóms 12. desember 2022. Með dómi Héraðsdóms Suðurlands 30. janúar 2023 var ákærði dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir brot gegn 1. mgr. 257. gr., 1. mgr. 217. gr. og 244. gr. almennra hegningarlaga og lauk h ann afplánun vegna þess dóms 13. nóvember 2023. Þá eru á sakavottorði ákærða tvær sáttir sem ákærði gerði við lögreglustjóran n á höfuðborgarsvæðinu 27. júlí 2023 í tveimur málum. Annars vegar var ákærða gert að greiða 40.000 króna sekt og hann sviptur rétt i til að öðlast ökuréttindi í fjóra mánuði vegna aksturs án þess að hafa öðlast slík réttindi. Hins vegar var honum gert að greiða 350.000 króna sekt og hann sviptur ökurétti í 18 mánuði frá 27. júlí 2023 vegna aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna og án þess að hafa öðlast ökuréttindi. 11. Brot ákærða í fyrstu tveimur liðum ákærunnar frá 19. nóvember 2024 voru framin fyrir uppkvaðningu dóms Héraðsdóms Suðurlands 30. janúar 2023 og verður honum því gerður hegningarauki vegna þeirra. Brot ákærða í liðum 3 o g 4 í þeirri ákæru voru framin áður en framangreindar lögreglustjórasáttir voru gerðar, en varða annars konar brot. Brot í öðrum liðum ákærunnar, sem og ákærunnar frá 21. janúar 2025 , eru framin eftir framan greinda dóma og lögreglustjórasáttir . 12. Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir þrjár sérstaklega hættulegar líkamsárásir, sem samkvæmt gögnum málsins höfðu þó ekki alvarlegar afleiðingar. Þá er ákærði sakfelldur fyrir alvarlega hótun, rán, nytjastuld, þjófnað og tvær gripdeildir, auk fíkniefnalagabrots og tveggja vopnalagabrot a . Loks er ákærði sakfelldur fyrir umferðarlagabrot í sjöunda lið ákærunnar frá 19. nóvember 2024 og hafa lögreglustjórasáttir á sakavottorði ákærða frá 27. júlí 2023 þar ítrekunaráhrif. 13. Það horfir ákærða til málsbóta að hann játaði skýlaust sök fyrir dómi, sbr. 8. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn er ekki unnt að líta fram hjá því að um þrjár sérstaklega hættulegar líkamsárásir er að ræða, auk þess sem ákærði er einnig 6 sakfelldur fyrir hótun arbrot og rán. Þá h efur ákærði einnig áður gerst sekur um ofbeldis - og auðgunarbrot, en í ljós i greiðrar játningar ákærða þykir þó rétt að beita ekki refsiþyngingu samkvæmt 1. mgr. 218. gr. c í almennum hegningarlögum . 14. Með hliðsjón af öllu framangreindu og með vísan til 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði . Ekki er unnt að skilorðsbinda refsinguna í ljósi sakaferils ákærða. Til frádráttar refsingu skal koma gæsluvarðhald ákærða frá 25. október 2024 t il dómsuppsögu, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. 15. Ákærði skal sæta svipt ingu ökurétt ar í þrjú ár frá því að dómurinn er birtur honum, með vísan til 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . Þá sæti ákærði upptöku á þeim fíkniefnum og munum sem hald lögð voru af lögreglu í tengslum við rannsókn mála í liðum 2 , 3 og 4 í ákæru frá 19. nóvember 2024 , en ákærði hefur samþykkt upptökukröfuna , sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr . 16/1998. 16. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 233. gr. almennra hegningarlaga sem lýtur að hótun gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni í fyrsta lið ákærunnar frá 19. nóvember 2024 . E inkaréttarkrafa samkvæmt þessari ákæru var birt fyrir ákærða í skýrslutöku hjá lögreglu 24. október 2023, en uppfærð krafa , sem eingöngu breytti fjárhæð miskabóta, var birt ákærða í þinghaldi 13. desember sl. Ákærði samþykkir nú bótaskyldu og leggur það í mat dómsins að meta sanngjarna fjárhæð miskabóta. Með brotinu hefur ákærði bakað sér bótaábyrgð gagnvart bótakrefjanda á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Háttsemi eins og sú sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir er almennt til þess fallin að valda þeim er fyrir verður andlegum erfiðleikum. Í vottorði F , geð læknis , sem er á meðal gagna málsins og er dagsett 4. febrúar 2025, k emur fram að læknirinn hafi haft bótakrefjanda til meðferðar frá árinu 2016, en veruleg breyting hafi orðið á líðan hennar eftir umrætt brot ákærða. Atburðurinn hafi haft veruleg áhr if á bótakrefjanda og hafi hún ekki enn náð sér og óvíst sé hvort svo muni verða . Samkvæmt öllu þessu þykir sannað að brot ákærða hafi valdið bótakrefjanda miska. Með hliðsjón af dómaframkvæmd þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 500.000 krónur, með vöxtum e ins og í dómsorði greinir . Þá verður ákærði dæmdur til að greiða bótakrefjanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 800.0 00 krónur . 17. Í málinu liggur enn fremur fyrir bótakrafa Samkaupa hf. vegna liðar 4 í ákæru frá 21. janúar 2025 og var bótakrafan birt fyrir ákærða í þinghaldi 29. janúar 2025. Ákærði 7 hefur verið sakfelldur fyrir brot þetta og er bótakrafan studd gögnum . Eru þannig ekki efni til að vísa kröfunni frá og er ákærði dæmdur til að greiða hana , ásamt vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Í l jósi þess að ákæruvaldið sótti einnig þing af hálfu þessa bótakrefjanda þegar málið var tekið fyrir hér í dómi, sbr. 2. mgr. 174. gr. laga nr. 88/2008, þykir ekki koma til álita að dæma honum málskostnað. 18. Í ljósi framangreindra málsúrslita ber að dæma ákær ða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sbr. 233. gr. og 235. gr. laga nr. 88/2008. Til þess kostnaðar telst málsvarnarþóknun skipaðs verjanda hans, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , á rannsóknarstigi og hér fyrir dómi. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu verjanda þykir sú þóknun hæfilega ákveðin 2.209.680 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti . Þessu til viðbótar falla undir sakarkostnað útgjöld ákæruvaldsins samkvæmt tveimur yfirlit um , samtals 381.512 krónur, sem ákærða verður einnig gert að greiða. 19. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Júlí Karlsson aðstoðarsaksóknari . Af hálfu bótakrefjanda, A , flutti málið Áslaug Lára Lárusdóttir lögmaður. 20. Guðrún Sesselja Arnardóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Kristleifur Kristleifsson , sæti fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhald ákærða frá 25. október 2024 til dómsuppsögu. Ákærði sæti sviptingu ökuréttar í þrjú ár frá birtingu dómsins að telja . Ákærði sæti upptöku á 8,39 g af amfetamíni, 13,76 g af maríjúana og 11 stykkjum af LSD. Þá sæti ákærði upptöku á haglabyssu (munanúmer 559908) og tveimur hnífum ( munanúmer 607298 og 609976). Ákærði greiði A, 500.000 krónur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. desember 2021 til 24. nóvember 2023, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags , og 8 00.000 krónur í málskostnað . Ákærði greiði Samkaupum hf. 28.828 krónur í skaðabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. október 2024 til 28. febrúar 2025, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. 8 Ákærði greiði málsvarnar þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 2.209.680 krónur og 381.512 krónur í annan sakarkostnað. Guðrún Sesselja Arnardóttir