Héraðsdómur Reykjaness Dómur 11. mars 2021 Mál nr. S - 533/2021 : Héraðssaksóknari ( Dröfn Kærnested aðstoðarsaksóknari ) g egn Mariana Gimena Sparnochia Fuentes ( Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður ) Dómur : I . Mál þetta, sem dómtekið var 4. mars sl., er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru dags. 22. febrúar 2020 á hendur Estefania Estepa Sanchez, , Jose Iovaisha Xaire Morales, og Mariana Gimena Sparnochia Fuentes [.. . ). Estefania og Mariana eru spænskir ríkisborgarar. Málið er höfðað á hendur ákærðu Mariana og Jose fyrir fíkniefnalagabrot , með því að hafa í félagi sunnudaginn 20. desember 2020, staðið að innflutningi á samtals 255,84 g af metamfetamíni, ætluðu til sölu dreifingar hér á landi í ágóðaskyni, en fíkniefnin flutti ákærða Mariana til Íslands sem farþegi með flugi FI 205 frá Kaupmannahöfn í Danmörku, falin innvortis og í dömubindi í nærfatnaði við komuna til Íslands, en ákærði Jose skipulagði komu Mariana, bóka ði flugið og greiddi fyrir farmiða hennar, pakkaði fíkniefnunum og fylgdi henni í fluginu. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, o g 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fí kniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 Þess er krafist að ákærð a verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 255,84 g af metamfetamíni, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Við þingfestingu málsins var þáttur ákærðu Mariana skilinn frá þætti annarra ákærðu, sbr. heimild í 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og verður dæmt sérstaklega í þætti hennar í máli þessu. Verjandi ákærðu krefst þess að ákærða verði dæmd til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila og hún verði skilorðsbundin. Þá er þes s krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þ.m.t. málsvarnarlaun verjandans skv. málskostnaðarreikningi. 2 I I. Ákærða hefur skýlaust játað sakargiftir og telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm e nda er hún í samræmi við rannsóknargögn málsins. Því var farið með málið samkvæmt heimild í 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sakarflytjendum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Háttsemi ákærðu varðar við 2. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Ákærða hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Samkvæmt sakavottorði á kærð u dags. 22. febrúar 2021 hefur hún ekki áður sætt refsingu hér á landi svo kunnugt sé og hún hefur skýlaust játað brot sitt. Verður tekið tillit til þessa við ákvörðun refsingar, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. En einnig verður tekið tillit til þess að samkvæmt rannsóknargögnum verður ekki annað séð en ákærða hafi verið svokallað burðardýr en ekki komið að skipulagningu á fíkniefnainnflutningnum. Hins vegar verður einnig tekið tillit til þess að um var að ræða töluvert ma gn af sterkum fíkniefnum en samkvæmt niðurstöðu rannsóknar á efninu var það að mestu í formi metamfetamínklóríðs og var styrkur metamfetamínsbasa í efninu 81% sem samsvarar 100% af metamfetamínklóríði. Þá verður einnig litið til þess að um samverknað var a ð ræða. Refsing ákærðu verður því einnig ákveðin með hliðsjón af 1. tölulið 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til alls þessa þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði en til frádráttar refsin gunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærða sætti frá 21. desember 2020 til 1. mars 2021. Ekki eru skilyrði til þess að skilorðsbinda refsinguna. Þá skal ákærða sæta upptöku til ríkissjóðs á 255,84 grömmum af metamfetamíni, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Ákærða greiði allan sakarkostnað þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Kolbrúnar Garðarsdóttur lögmanns, 5 53.660 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, og aksturskostnað verjandans 13.000 kr. og annan sakarkostnað 226.898 kr. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærð a , Mariana Gimena Sparnochia Fuentes, sæti fangelsi í sex mánu ði en til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærða sætti frá 21. desember 2020 til 1. mars 2021. Ákærða sæti upptöku til ríkissjóðs á 255,84 grömmum af metamfetamíni. Ákærð a greiði þóknun skipaðs verjanda síns , Kolbr únar Garðarsdóttur lögmanns, 553.660 kr. og aksturskostnað verjandans 13.000 kr. og annan sakarkostnað 226.898 kr. 3 Ingi Tryggvason