Héraðsdómur Reykjavíkur Úrskurður 24. apríl 2 020 Mál nr. K - 4833/2019: Neytendasamtökin (Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður) gegn Gísla Kristbirni Björnssyni og Almennri innheimtu ehf. (Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður) Mál þetta hófst með kröfuskjali, dagsettu 19. september 2019, sem barst dómnum sama dag. Málið var þingfest 11. október sl. Sóknaraðili er Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík, og til varnar eru Gísli Kristbjörn Björnsson, Sogavegi 22, 108 Reyk javík, og Almenn innheimta ehf., Suðurgötu 10, 580 Siglufirði. Málið var tekið til úrskurðar eftir munnlegan málflutning 12. desember sl. Vegna anna dómara tókst ekki að kveða upp úrskurð fyrir lögmæltan frest og var því málið flutt að nýju 17. mars sl. I. D ómkröfur Sóknaraðili, krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 16. september 2019 um að synja kröfu sóknaraðila um lögbann á hendur varnaraðilum, Almennri innheimtu ehf. og Gísla Kristbirni Björnssyni, í lögbannsmálinu nr. 2019 - 26929. Sóknaraðili krefst þess að lagt verði fyrir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu, gegn tryggingu sem hann metur nægilega úr hendi sóknaraðila, að leggja lögbann við því að varnaraðilar, Almenn innheimta ehf. og Gísli Kristbjörn Björnsson lögmaður, 2 innheimti fyrir sig og viðskiptamenn sína, með bréfum, tölvubréfum, sms - skeytum, símtölum, aðgerðum á grundvelli réttarfarslaga eða skráningu á vanskilaskrá, kröfur vegna neytendalána: 1. um kostnað í tengslum við lánssamning sem nemu r hærri árlegri hlutfallstölu kostnaðar en heimil er samkvæmt 26. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán og reglugerð nr. 965/2013 um útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar. 2. án þess að innheimtubréf eða önnur gögn, sem neytanda eru send um leið og k rafa er innheimt, beri með sér skýra sundurliðun í höfuðstól og viðbótarkröfur, þ.e. vexti, dráttarvexti, innheimtukostnað og annan kostnað, í samræmi við c - lið 2. mgr. 7. gr. innheimtulaga nr. 95/2008. 3. um innheimtukostnað vegna frum - og milliinnheimtu sem er umfram leyfilegt hámark samkvæmt 12. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 og reglugerð nr. 37/2009, um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, sbr. reglugerð nr. 401/2015. Þá krefst sóknaraðili þess að varnaraðilum verði gert að greiða málskostnað að mati hér aðsdóms. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað og að staðfest verði ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja lögbannsbeiðni sóknaraðila, dagsettri 9. september 2019. Jafnframt krefjast varnaraðilar, hvor fyrir sitt ley ti, málskostnaðar úr hendi sóknaraðila sér að skaðlausu. II. Málsatvik Neytendasamtökin, sóknaraðili þessa máls, eru samtök neytenda á Íslandi og tilgangur þeirra er að gæta hagsmuna þeirra á Íslandi. Samtökin kveðast tala máli neytenda og sjá til þess að neytendur njóti sannmælis í viðskiptum. Samtökin aðstoða félagsmenn við að ná fram rétti sínum ef á þarf að halda. 3 Varnaraðilinn Almenn innheimta ehf. kveðst innheimta viðskiptakröfur fyrir kröfuhafann Ecommerce 2020 ApS. samkvæmt samningi félaganna. Ecommerce 2020 ApS. sé fjármálafyrirtæki staðsett í Danmörku og lúti dansk ri lögsögu. Fyrirtækið láni m.a. smálán til Íslendinga og fari viðskiptin fram í gegnum vefsíður þeirra rekstraraðila sem fyrirtækið reki. Einkahlutafélagið Almenn innheimta ehf. hafi verið stofnað á árinu 2015, en varnaraðilinn Gísli Kr. Björnsson tekið við daglegum rekstri þess í febrúar 2019. Eftir að hann hafi tekið við rekstrinum hafi allri þeirri háttsemi sem sóknaraðili lýsi sem byrjaðri eða yfirvofandi verið hætt. Það hafi verið gert að kröfu varnaraðila Gísla Kr. Björnssonar sem hafi beint því ti l Ecommerce að félagið breytti lánsskilyrðum sínum, þó ágreiningur sé uppi um hvort því hafi borið skylda til þess. Þá hafi varnaraðili Gísli Kr. Björnsson breytt framsetningu á innheimtubréfum sem í dag séu ítarlegri og kröfur sundurliðaðar í samræmi við áskilnað innheimtulaga nr. 95/2008. Varnaraðilar hafi báðir legið undir ámæli hjá sóknaraðila, án þess að ásakanir hafi verið rökstuddar með fullnægjandi hætti að mati varnaraðila, auk þess að samsama varnaraðilann Gísla Kr. Björnsson, sem sé lögmaður, um bjóðanda sínum, Ecommerce. Undir skyni neytendaverndar hafi fyrirsvarsmenn sóknaraðila fjallað um varnaraðila, ýmist báða eða varnaraðilann Gísla Kr. Björnsson, með þeim hætti að hann stundi hreinlega glæpastarfsemi. Í öllu falli, og af hvaða sökum sem sók naraðili beini kröftum sínum að varnaraðilum, sé augljóst, að teknu tilliti til framlagðra gagna varnaraðila, að sóknaraðili byggi ekki málatilbúnað sinn á nýjustu fáanlegu gögnum um innheimtu varnaraðilans Almennrar innheimtu ehf. og viðskiptamódel Ecomme rce. Sóknaraðili kveðst þekkja til fjölda mála þar sem varnaraðilar innheimti smálán eða skyndilán í andstöðu við lagareglur um neytendalán, innheimtu o.fl. Fjölmargir einstaklingar og einnig sóknaraðili hafi ítrekað óskað eftir því að varnaraðilar veiti fullnægjandi upplýsingar um innheimtuna og skýringar á henni, en að sögn án árangurs. Varnaraðilar hafi ýmist neitað að verða við óskum einstaklinga og sóknaraðila um að veita fullnægjandi upplýsingar, dregið í langan tíma að veita 4 upplýsingar eða veitt óf ullnægjandi upplýsingar, sem þó beri með sér, að sögn sóknaraðila, að viðkomandi krafa og innheimta hennar sé ólögmæt. Sóknaraðili bendir á að málsatvikum sé lýst með almennum hætti enda sæki samtökin mál þetta fyrir hönd neytenda á Íslandi. Ekki sé um a ð ræða einstök tilvik heldur beinist lögbannskrafa þessi að háttsemi sem varnaraðilar virðist almennt stunda í allri sinni starfsemi, a.m.k. þegar um sé að ræða innheimtu neytendalána. Yfirvöld hafi margoft fjallað um hinar ólögmætu kröfur, án þess að var naraðilar hafi látið af innheimtunni. III. Málsástæður sóknaraðila Sóknaraðili hefur sókn sína á því að tíunda forsendur sýslumanns fyrir hinni umdeildu ákvörðun, en þær séu annars vegar að þeir hagsmunir neytenda sem sóknaraðili hyggist vernda með lögbanninu séu fjárhagslegir. Af því leiði að réttindi neytenda séu tryggð með skaðabótum. Hins vegar taki gildissvið laga um neytendalán til lánssamninga sem lánveitandi geri við neytendur. Varnaraðilar séu innheimtuaðilar en ekki lánveitendur þeirra lána sem fjall að sé um í beiðninni. Varnaraðilar séu þannig ekki réttir aðilar að lögbannsbeiðninni. Sóknaraðili telji að þessar röksemdir eigi ekki við, að réttarreglur um skaðabætur tryggi ekki réttindin og að varnaraðilar eigi réttilega aðild að málinu. Í lögum nr. 141/2001, um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda, sé samtökum, m.a. sóknaraðila, veitt heimild til þess að koma í veg fyrir háttsemi sem stríði gegn tilteknum EES - tilskipunum eins og þær hafi verið leiddar í íslensk lög. Í reglugerð séu svo taldar upp þær tilskipanir sem við eigi. Í reglugerðinni sé m.a. vísað til tilskipunar ráðsins 87/102/EBE frá 22. desember 1986 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi neytendalán. Sú reglugerð hafi verið grundvöllur inn að eldri lögum um neytendalán nr. 121/1994, með síðari breytingum. 5 Núgildandi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins frá 23. apríl 2008 nr. 2008/48/EB um lánssamninga fyrir neytendur hafi tekið við af og fellt niður tilskipun ráðsins nr. 87/102/EBE. Með sama hætti og eldri tilskipunin hafi verið innleidd með eldri lögum um neytendalán sé nýja tilskipunin innleidd með núgildandi lögum um neytendalán nr. 33/2013. Það sé því ljóst að meðal þeirra tilskipana sem falli undir heimildina í lögum nr. 141/2001 sé tilskipun um neytendalán. Þótt ný tilskipun um neytendalán hafi tekið gildi, og um leið ný íslensk lög um neytendalán, felist það í lögskýringarreglum að heimild Neytendasamtakanna miðist við að koma í veg fyrir háttsemi sem stríði gegn gildandi lögum um neytendalán. Auk framangreinds sé innheimta á neytendaláni svo nátengd láninu sjálfu að innheimta þess, þ.m.t. kostnaður og upplýsingar í tengslum við innheimtuna, sé í beinum og órjúfanlegum tengslum við lánakjör og skilmála láns. Það sé viðurkennd túlk unarregla neytendaréttar að réttindi neytenda séu túlkuð rúmt og í samræmi við markmið reglnanna. Reglur sem tryggja eigi neytendavernd nái þannig ekki einungis yfir samninginn sjálfan heldur einnig framkvæmd samningsins, þ.m.t. hvernig samningurinn sé inn heimtur. Önnur skýring næði ekki markmiði laganna enda væri þá auðveldlega hægt að koma sér fram hjá reglunum. Þannig hafi enga þýðingu að setja reglur um hámarkskostnað af neytendaláni ef lánveitandinn getur haft lánið sjálft innan hámarksins en bætt við margföldu m innheimtukostnaði í staðinn. Ein þeirra tilskipana sem vísað sé til í fyrrnefndri reglugerð á grundvelli laga nr. 141/2001 sé tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/29/EB frá 11. maí 2005 um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum á innri markaðn um. Sú tilskipun hafi verið innleidd í íslensk lög með lögum nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þau lög beri þannig að túlka til hliðsjónar við samsvarandi tilskipun Evrópusambandsins. 6 Í lögbannsbeiðni sé gerð grein fyrir þv í af hverju lögbannskröfunni er beint að þeim sem innheimta hin ólögmætu lán. Fordæmi séu fyrir því, og raunar alvanalegt, að beina lögbanni að þeim sem framkvæmir og/eða tekur þátt í ólögmætri háttsemi annarra aðila. Má hér sem dæmi nefna lögbönn sem sett hafa verið á hýsingarfyrirtæki til þess að koma í veg fyrir að þau hýsi vefsíður sem brjóta gegn höfundarrétti. Nauðsynlegt sé að stöðva innheimtuna sjálfa því þeir sem innheimta, eins og varnaraðilar, séu þeir einu sem hafi samskipti við neytendur. Ómö gulegt sé að hafa samband við smálánafyrirtækin sjálf enda geri þau sérstakar ráðstafanir til þess að neytendur nái ekki til þeirra og skipti m.a. um kennitölur og heimilisfesti eftir því sem þeim henti. Auk þess séu varnaraðilar sem innheimtuaðilar náteng dir smálánafyrirtækjunum og hinum ólöglegu kröfum. Aðild sóknaraðila til þess að krefjast lögbanns er einnig studd við almennar reglur um heimild félaga eða samtaka til þess að gæta réttinda félagsmanna sinna, sbr. 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um me ðferð einkamála. Með stoð í þessari heimild sé sóknaraðila rétt að eiga aðild að öllum málum sem varði réttindi félagsmanna og skjólstæðinga gerðarbeiðanda. ------- Af dómaframkvæmd Hæstaréttar megi vera ljóst að ekki sé nóg að athöfnin, sem eigi að koma í veg fyrir, sé þess eðlis að hún verði fræðilega leiðrétt með skaðabótum. Ákvæði 1. tölul. 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 geri enda meiri kröfur og í ákvæðinu felist að það verði að vera raunhæfur möguleiki á að tryggja hagsmunina með skaðabótum. Sjáis t þetta af orðalagi ákvæðisins þar sem segi að lögbann verði ekki fram mat á því í hverju tilviki fyrir sig hvort aðstæður séu með þeim hætti að réttarreglur um skaðabætur tryggi hagsmunina. Fyrir liggi í máli þessu að í mörg ár hafi Neytendastofa og áfrýjunarnefnd neytendamála komist að einróma niðurstöðu um ólögmæti lánanna. Þannig liggi fyrir 7 fjölmargar stjórnvaldsákvarðanir um að árleg hlutfallstala kostnaðar sé margfalt hærri en löglegt sé. Lánveitendur hafi ekki virt niðurstöðurnar en hafi þess í stað gert allt til þess að fara í kringum þær og halda ólögmætri starfsemi áfram. Fy rirtækin hafi reynt ýmsar leiðir til þess að fela kostnað með ýmsum viðbótargjöldum en ávallt hafi þessar athafnir verið taldar ólögmætar. Einu yfirlýsingar félaganna séu fullyrðingar um að þau séu ósammála íslenskum stjórnvöldum og telji sig einungis þu rfa að hlíta dönskum lögum. Þær fullyrðingar séu reyndar þáttur í nýjustu tilraun fyrirtækjanna til þess að komast fram hjá viðeigandi reglum, í stað þess að virða þær, en um leið gera neytendum og yfirvöldum erfiðara, eða ómögulegt, að ná til þeirra. Félö gin hafi ekki einungis flutt sig til Danmerkur heldur hafi þau einnig skipt um eignarhald og kennitölu. Smálánafyrirtækin hafi áður verið í eigu félagsins Econtent en séu nú í eigu félagsins Ecommerce. Öll háttsemi og viðhorf bendi til þess að þau muni ald rei stöðva og þaðan af síður leiðrétta ólögmæt lán og endurgreiða þau til neytenda. Félögin hafi sýnt með háttsemi sinni að þau muni skipta um kennitölu og/eða heimilisfesti til þess að komast hjá því að greiða skaðabætur. Sóknaraðili telur ljóst að sönn unarbyrði fyrir því að réttarreglur um refsingu eða skaðabætur séu næg trygging fyrir röskun hagsmuna gerðarbeiðanda, hvíli á gerðarþola og fyrir því séu ótvíræð dómafordæmi. Hins vegar telur sóknaraðili ekkert benda til þess að varnaraðilar eða smálánaf yrirtækin geti endurgreitt það sem þau hafi ólöglega krafið neytendur um. Raunar sé ljóst að fyrirtækin hafi engan vilja til þess að endurgreiða eða yfirhöfuð fara að lögum í löggerningum og samskiptum sínum við neytendur. Auk framangreinds sé ljóst að r éttarreglur um skaðabætur geti því miður ekki nema að litlu leyti nýst þeim hópi neytenda sem tekið hafa smálán. Sóknaraðili telur víst að varnaraðilar og smálánafyrirtækin muni ekki hafa frumkvæði að endurreikningi eða leiðréttingu. Þvert á móti muni þess ir aðilar gera allt sem þeir geti til þess að gera endurheimtu og leiðréttingu eins erfiða og hægt er. Þeir neytendur sem taki smálán séu því miður oftast þannig staddir fjárhagslega og félagslega að þeir hafi ekki 8 bolmagn til þess að sækja réttindi sín. A ð sama skapi sé samtökum neytenda ógerlegt að sýna fram á heildartjón allra neytenda af þeim viðskiptaháttum sem ætlunin sé að stöðva. Sóknaraðili hafi því engin önnur raunveruleg úrræði en lögbann til að gæta hagsmuna neytenda í þessu máli. ------- Í f jölmörgum öðrum tilvikum hafi verið lagt á lögbann til þess að stöðva athafnir sem hafi þó í eðli sínu verið þannig að hægt hefði verið að greiða skaðabætur til þess að endurreisa réttindin. Í þeim tilvikum hafi þó ekki verið litið til þess hvort fræðilega hefði mátt bæta fyrir hin skertu réttindi. Áherslan hafi verið á það hvort slíkt hefði verið raunhæft í ljósi aðstæðna og um leið hvort sanngjarnt hefði verið að ætlast til þess af þeim sem varð fyrir brotinu. Í fjölmörgum dómum hafi verið lagt lögbann vi ð athöfnum sem valdið hafi tjóni og hefði, a.m.k. fræðilega, mátt bæta með skaðabótum enda um að ræða fjárhagslega hagsmuni. ------- Við mat á almennum skilyrðum lögbanns verði að hafa hliðsjón af tilgangi og markmiðum laga nr. 141/2001. Lögbann á grundvelli 4. gr. laga nr. 141/2001 lúti samkvæmt 1. gr. laganna að viðskiptaháttum sem lagt sé bann við í þeim tilskipunum sem taldar séu í viðauka við tilskipun 2009/22/EB. Þar á meðal séu viðskiptahættir sem bannaðir séu samkvæmt ákvæðum laga nr. 33/2013 sem reist séu á ákvæðum tilskipunar 2008/48/EB, áður tilskipun nr. 87/102/EBE. Þar sem lögbanni á þessum grundvelli sé ætlað að taka almennt til slíkra viðskiptahátta í því skyni að vernda heildarhagsmuni neytenda lúti slíkt bann eðli málsins samkvæmt ekki að einstökum athöfnum gerðarþola í tilteknum lögskiptum hans. Lögbannið beinist að almennum viðskiptaháttum eða - skilmálum sem lagðir séu til grundvallar af hans hálfu almennt í lögskiptum hans við ótiltekinn fjölda neytenda og séu þess eðli s að þeir brjóti gegn heildarhagsmunum neytenda. 9 Sóknaraðili telur að tilgreindir dómar Hæstaréttar staðfesti að heimilt sé að setja fram kröfu um lögbann á grundvelli 4. gr. laga nr. 141/2001 með þeim hætti að krafist sé lögbanns við tilgreindum almennum viðskiptaháttum sem tengjast innheimtu, meintra ólögmætra lána. Kröfugerð á þessum grundvelli geti beinst að ótilgreindum fjölda krafna á hendur neytendum. Lögbannskrafa á þessum grundvelli þurfi því ekki, og geti eðli málsins samkvæmt ekki, lotið að eins takri athöfn gerðarþola. ------- Það leiði af EES - samningnum að túlka verði ákvæði landsréttar sem sett séu til að uppfylla skyldur Íslands samkvæmt samningnum á þann hátt að þau réttindi einstaklinga og lögaðila sem samningurinn mæli fyrir um verði raun hæf og virk í reynd. Með ákvæðum laga nr. 33/2013 séu neytendum tryggð tiltekin réttindi gagnvart lánveitendum og þeim sé veitt aukin vernd með ákvæðum laga nr. 141/2001 sem mæli fyrir um úrræði til að fylgja þessum réttindum eftir. Ákvæði síðarnefndu laga nna séu reist á því grundvallarsjónarmiði að neytendur standi almennt höllum fæti gagnvart aðilum í atvinnurekstri og því sé nauðsynlegt, í því skyni að gera réttindi þeirra raunhæf og virk í reynd, að heimila samtökum þeirra að koma fram fyrir þeirra hönd og stuðla þannig að auknu jafnræði milli neytenda og viðsemjenda þeirra. Það leiði af framansögðu að við úrlausn lögbannskröfu sem lúti að því að vernda réttindi neytenda sem leiði af EES - samningnum verði að túlka ákvæði laga nr. 31/1990 og laga nr. 141 /2001 með þeim hætti að þau efnisréttindi sem samningurinn mæli fyrir um, þar með talin þau réttindi sem útfærð séu með lögum nr. 33/2013, verði raunhæf og virk í reynd. Túlkun sem leiði til þess að þessi réttindi veiti neytendum ekki raunhæfa og virka ver nd gegn óréttmætum viðskiptaháttum í reynd sé andstæð EES - samningnum og feli í sér brot gegn honum. IV. Málsástæður varnaraðila Varnaraðilar taka sameiginlega til varna og skila einni greinargerð. Í fyrstu fjalla varnaraðilar um aðild í málinu og tíunda að í greinargerð sinni til héraðsdóms byggi 10 sóknaraðili aðild sína að málinu aðallega á lögum nr. 141/2001 um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda. Varnaraðilar mótmæla því að aðild sóknaraðila verði reist á þessum lögum. Í 1. mgr. 1. g r. laganna komi fram að gildissvið laganna sé bundið við þau tilvik þegar stjórnvöld eða samtök leiti lögbanns eða höfði dómsmál til að vernda hagsmuni neytenda þótt hvorki þau sjálf né félagsmenn í samtökum hafi orðið fyrir röskun réttinda, enda snúi beið ni um aðgerðirnar að því að stöðva eða koma á annan hátt í veg fyrir háttsemi sem hafi afleiðingar hér á landi eða í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og þyki stríða gegn EES - gerðum sem taldar séu upp í viðauka við tilskipun 2009/22/EB, eins og þær hafa verið leiddar í íslensk lög. Af 1. gr. laga nr. 141/2001 leiði að það sé ófrávíkjanleg krafa að lögbann, sem óskað sé eftir á grundvelli laganna, sé vegna háttsemi eða aðgerða sem stríði gegn EES - gerðum sem séu taldar upp í viðauka við tilskipun 2009/22/ EB, eins og þær hafi verið leiddar í íslensk lög. Þá segi í 2. mgr. 1. gr. að ráðherra kveði á um hvaða gerðir falli undir viðauka við tilskipun 2009/22/EB í reglugerð. Ráðherra móti því gildissvið laganna á hverjum tíma fyrir sig. Á grundvelli 2. mgr. 1 . gr. laga nr. 141/2001 hafi verið sett reglugerð nr. 914/2014 - gerðir sem falla undir tilskipun 2009/22/EB og Engin af þessum tilgreindu ti lskipunum tengist þeim lögum sem sóknaraðili byggi á að varnaraðili hafi brotið gegn, eða hafi aðstoðað við að brjóta gegn, með innheimtu sinni. Í reglugerðinni sé vissulega vísað til tilskipunar 87/102/EBE sem hafi verið undanfari eldri laga um neytendalá n, nr. 141/1994. Með tilskipun ESB 2008/48/EB hafi tilskipun 87/102/EBE verið felld úr gildi. Hin nýja tilskipun hafi verið innleidd í íslensk lög í formi gildandi laga nr. 33/2013 um neytendalán. Ekki sé að finna neina tilvísun til þessarar tilskipunar í reglugerð ráðherra. Þar sem reglugerð nr. 914/2014 feli í sér tæmandi talningu á þeim EES - gerðum sem geti verið grundvöllur lögbanns skv. lögum nr. 141/2001 sé ljóst að sóknaraðili geti ekki krafist lögbanns á grundvelli EES - gerðar sem þar sé ekki tilgreind. Ákvæði 2. 11 mgr. 1. gr. laganna sé fortakslaust um það að ráðherra kveði á um hvaða EES - gerðir falli undir viðauka við tilskipun 2009/22/EB. Þar sem ekki sé að finna tilskipanir sem renni stoð undir lög nr. 33/2013 um neytendalán eða innheimtulög nr. 95/2008, en lögbannskröf ur sóknaraðila snúi að meintum brotum varnaraðila á þessum lögum, beri að synja kröfu sóknaraðila um lögbann og staðfesta ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Í greinargerð sinni byggi sóknaraðili á því að beita eigi rýmkandi lögskýringu til þess að teygja gildissvið 1. gr. laga nr. 141/2001 svo langt, að það nái einnig yfir tilskipanir, og lög leidd þar af, sem ekki séu tilgreindar í reglugerð nr. 914/2014. Sú lögskýring sé ekki tæk. Beiting rýmkandi lögskýringar sé einungis heimil þegar vafi sé uppi um það hvort tiltekinn lagatexti nái utan um tilvik sem þrætt er um. Enginn vafi leiki á því að skýr lagatexti ákvæðis 1. gr. laga nr. 141/2001 taki fyrir það að óskað sé lögbanns á grundvelli annarra tilskipana en þeirra sem séu tilgreindar í regluge rð nr. 914/2014, enda sé það almennt svo þegar fjöldi atriða eða tilvika sé talinn upp í lagatexta að önnur en þau sem finna má í upptalningunni falli þar utan við. Rýmkandi lögskýringu eða lögjöfnun verði ekki beitt í þeim tilvikum. Á þessu leiki enginn v afi. Þungamiðjan í umfjöllun sóknaraðila er sú að varnaraðilar innheimti kröfur sem brjóti gegn ákvæði 26. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán, sem kveði á um hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar. Þá sé vert að hafa í huga að ákvæði 26. gr. laga um ney tendalán hafi engin tengsl við EES - gerðir. Um sé að ræða séríslenskt lagaákvæði, alls óskylt EES - gerðum, og því gæti brot gegn því aldrei talist falla undir gildissvið laga nr. 141/2001. Þar af leiðandi geti sóknaraðili ekki krafist lögbanns vegna brota ge gn téðu ákvæði, hvað þá krafist lögbanns á innheimtu innheimtuaðila á kröfu sem brýtur gegn því. Þá byggi sóknaraðili einnig á 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Samkvæmt orðanna hljóðan geti aðild samkvæmt ákvæðinu einungis tekið til þeirra tilvika þar sem félag eða samtök manna reka mál, annars vegar til viðurkenningar á tilteknum réttindum félagsmanna eða lausnar undan tilteknum skyldum þeirra. Ekki fáist séð hvaða réttindi félagsmanna sóknaraðila eða lausn undan tilteknum skyldum sé verið að vernda með lögbanni, enda séu ekki tilgreind nein dæmi um það. 12 ------- Jafnvel þótt fallist yrði á að sóknaraðila væri heimilt að krefjast lögbanns á grundvelli laga sem ekki séu leidd af þeim tilskipunum sem tilgreindar séu í reglugerð nr. 9 14/2014, þá sé vandséð hvernig slík heimild gæti tekið til þess aðila sem innheimtir kröfur, sem að mati sóknaraðila brjóti gegn téðum lögum. Ljóst sé að lögum nr. 141/2001 var ekki ætlað að gera sóknaraðila kleift að krefjast lögbanns gagnvart innheimtufy rirtækjum enda sé hvergi vísað til tilskipana eða laga sem tengist innheimtufyrirtækjum, hvorki í lögunum sjálfum né lögskýringargögnum. Það stæði sóknaraðila nær að krefjast lögbanns á hendur þeim aðila sem annast lánveitinguna, enda telji sóknaraðili lán in sjálf vera ólögmæt. Lög um neytendalán taki, eins og Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bendir á í ákvörðun sinni, til lánssamninga sem lánveitandi geri í atvinnuskyni við neytendur, sbr. 1. gr. laganna. Ljóst sé að varnaraðilar séu hvorki lánveitendu r né neytendur í skilningi 1. gr. laganna. Þá og þegar sé ljóst að ekki verði lagt lögbann á varnaraðila vegna innheimtu krafna sem lúta lögum nr. 33/2013 um neytendalán, heldur þurfi slíkt lögbann að beinast að lánveitandanum sjálfum. Um starfsemi varnara ðila og innheimtuaðila almennt gildi innheimtulög nr. 95/2008. Samkvæmt 15. gr. þeirra laga lúti starfsemi varnaraðila eftirliti Lögmannafélags Íslands og engra annarra, allra síst sóknaraðila eða öðrum aðila á sviði neytendaréttar. Í tengslum við framan greint telji varnaraðilar rétt að leiðrétta tvö atriði í málatilbúnaði sóknaraðila. Í fyrsta lagi haldi sóknaraðili því fram að neytendavernd eigi ekki einungis að taka til samninga, heldur einnig framkvæmdar samninga, þ.m.t. til þess hvernig samningar séu innheimtir. Varnaraðilar taka undir mikilvægi þess að virkt aðhald sé með þeim aðilum sem sjá um innheimtu hér á landi. Aftur á móti komi innheimta framkvæmd samninga lítið við, hvað þá ef slíkir samningar eru gerðir milli lánveitanda og viðskiptavinar ha ns og innheimtufyrirtækið á enga aðild að slíku viðskiptasambandi. Innheimta komi til skoðunar þegar fjárhagslegur samningur hafi verið vanefndur, þ.e.a.s. ekki framkvæmdur samkvæmt efni sínu, og sé þá innheimtuaðila falið að innheimta útistandandi fjárhæð ir. 13 Í öðru lagi þá haldi sóknaraðili því fram að það hafi enga þýðingu að setja reglur um hámarkskostnað af neytendaláni ef lánveitandinn getur haft lánið sjálft innan hámarksins en bætt við margföldum innheimtukostnaði í staðinn. Hér sé um að ræða grundv allarmisskilning hjá sóknaraðila um samband varnaraðilans Almennrar innheimtu ehf. og félagsins Ecommerce. Ecommerce hafi enga hagsmuni af því að kröfur fari í innheimtu hjá varnaraðila Almennri innheimtu ehf., enda gerist það einungis í þeim tilvikum þar sem vanskil verða á lánum. Það gefi auga leið að Ecommerce, sem lánveitandi, hafi augljósa hagsmuni af því að lán félagsins fari ekki í vanskil. Innheimtukostnaður sé þóknun lögmannsstofunnar fyrir innheimtuna og komi ekki til tekna hjá Ecommerce. Þá sé ré tt að taka fram að varnaraðili, Almenn innheimtukostnað í samræmi við gildandi lög. Fullyrðingar sóknaraðila um annað séu bæði órökstuddar og ósannaðar. Aukinheldur sé ljóst að e kki undir neinum kringumstæðum sé hægt að krefjast lögbanns gagnvart varnaraðila Gísla Kr. Björnssyni lögmanni, enda hafi hann ekki sjálfur uppi innheimtu á téðum kröfum, heldur Almenn innheimta ehf., sem sé í hans eigu. ------- Varnaraðilar byggja á þv í, að framangreindu frágengnu, að ekki séu fyrir hendi þau almennu skilyrði sem þurfi að vera uppfyllt svo unnt sé að fallast á lögbannskröfu sóknaraðila. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o. fl. sé einungis heimilt að le ggja lögbann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn einstaklings eða fyrirsvarsmanns félags eða stofnunar ef gerðarbeiðandi sannar eða gerir sennilegt að athöfnin brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans, að gerðarþoli hafi þegar hafist handa um athöf nina eða muni gera það og að réttindi hans muni fara forgörðum eða verða fyrir teljandi spjöllum. 14 Til þess að lögbann sé heimilt þurfi að vera til staðar byrjuð eða yfirvofandi ólögmæt athöfn og þurfi sóknaraðili að gera sennilegt að um ólögmæta athöfn s é að ræða. Þær kröfur sem sóknaraðili byggir á að séu ólögmætar séu kröfur sem varnaraðilinn Almenn innheimta ehf. innheimti fyrir hönd danska fyrirtækisins Ecommerce 2020 ApS. Varnaraðilar taka fram að enginn dómstóll hafi dæmt lán Ecommerce ólögmæt. Í maí 2019 hafi Ecommerce breytt lánum sínum, eftir ábendingu frá varnaraðila Gísla Kr. Björnssyni, þannig að kostnaður af þeim yrði innan hámarks árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, sbr. 26. gr. laga nr. 33/2013. Þá hafi allar útistandandi kröfur í innheimtu hjá varnaraðila Almennri innheimtu ehf. verið endurreiknaðar svo að þær væru innan téðs hámarks. Það sé því rangt sem sóknaraðili haldi fram í kröfu sinni að varnaraðilar séu í dag að innheimta lán sem yfirvöld hafi úrskurðað ólögmæt. Í samræmi við ákvörðun Neytendastofu nr. 31/2019, þá gildi íslensk lög einungis í þeim tilvikum þegar Íslendingur, sem sé staddur á Íslandi, taki lán hjá Ecommerce og undanfari þess sé sérstakt tilboð eða almenn auglýsing. Í öðrum tilvikum, t.d. þegar Íslendingur sé sta ddur erlendis eða sæki um lán í kjölfar meðmæla frá fjölskyldumeðlimi, gildi dönsk lög fullum fetum. Í þeim tilvikum gildi íslensk lög um hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar ekki. Mjög óljóst sé hvort og þá með hvaða hætti íslensk lög gilda um lán Ecom merce. Að því sögðu þá skipti niðurstaða um það lagalega álitaefni litlu raunhæfu máli þar sem lánin, sem varnaraðili Almenn innheimta ehf. innheimtir, séu innan hámarks árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, sbr. 26. gr. neytendalánalaga nr. 33/2013. Í öllu f alli þá sé varnaraðili Almenn innheimta ehf. einungis að innheimta kröfur sem byggist á frjálsum samningum, er varði lögmæta þjónustu, á milli neytanda og lánveitanda sem hafi til þess öll tilskilin leyfi. Ekkert ólögmætt athæfi felist í innheimtunni sjálf ri. Allur málatilbúnaður sóknaraðila byggi ranglega á því að varnaraðili, Almenn innheimta ehf., innheimti kröfur sem brjóti gegn hámarki árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, sbr. 26. gr. laga nr. 33/2013. Óljóst sé hvers vegna sóknaraðili haldi þessu 15 fram, enda hafi Neytendastofa staðfest að svo sé ekki raunin og hafi það komið margoft fram í fjölmiðlum. Þá sé enn fremur ranglega vísað í gamla úrskurði Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytendamála og dóma Héraðsdóms Reykjavíkur, sem lúti að lánum sem önnur fyrirtæki hafi boðið upp á fyrir nokkrum árum. Varnaraðilar annist ekki innheimtu fyrir þau fyrirtæki, heldur félagið Ecommerce sem hafi hafið starfsemi sína árið 2017 og sé í eigu annarra aðila en þeirra sem ráku fyrirtækin sem komu við sögu í þessum eldr i úrskurðum og dómum. Eins og komið hafi fram í fjölmiðlum þá sé Kredia Group Ltd., sem sé í eigu Ondrej Smakal, eigandi Ecommerce 2020 ApS. Það sé með engu móti hægt að samsama starfsemi þessara fyrirtækja. Staðreynd málsins sé að kröfur Ecommerce, sem va rnaraðili Almenn innheimta ehf. innheimti, byggist ekki á lánssamningum sem beri með sér kostnað sem sé ólögmætur samkvæmt íslenskum lögum, enda hafi sóknaraðili ekki lagt fram gögn sem styðji þær fullyrðingar. Af framangreindu leiði að innheimta varnara ðila á kröfum Ecommerce sem byggjast á lánssamningum feli ekki í sér ólögmæta athöfn, hvorki þegar hafnar eða yfirvofandi. Séu því skilyrði lögbanns ekki fyrir hendi. Auk framangreinds byggi sóknaraðili á því að byrjaðar séu ólögmætar athafnir sem feli í sér að innheimtubréf varnaraðila Almennrar innheimtu ehf. innihaldi ekki fullnægjandi sundurliðun á kostnaðarliðum. Þá sé einnig krafist lögbanns á grundvelli þess að innheimtukostnaður vegna frum - og milliinnheimtu sé umfram leyfilegt hámark samkvæmt inn heimtulögum nr. 95/2008. Innheimtuþjónustan sem varnaraðilinn Almenn innheimta ehf. veitir sé sambærileg þeirri þjónustu sem önnur innheimtufyrirtæki hér á landi bjóða upp á. Í tilvikinu sem um ræðir, þ.e. gagnvart kröfum Ecommerce, þá sinni kröfuhafinn s jálfur fruminnheimtu, þ.e. hann sendir út innheimtuviðvörun skv. 7. gr. innheimtulaga, en að henni lokinni, hafi krafan ekki verið greidd, sendi hann kröfuna til innheimtu hjá varnaraðilanum Almennri innheimtu ehf. Varnaraðilinn Almenn innheimta ehf. sendi þá út milliinnheimtubréf, en síðan tvö önnur með 10 daga millibili, berist ekki greiðsla. Einnig sé hringt í skuldara á þessu tímabili og þeir vinsamlega áminntir um vanskilin. Því næst fari ógreiddar kröfur í löginnheimtu. Sundurliðun krafna í 16 bréfunum s é í samræmi við kröfur innheimtulaga. Þá sé boðið upp á gerð greiðslusamkomulags, eins og gert sé ráð fyrir í innheimtulögum. Í öllum útsendum innheimtubréfum sé tilgreindur kostnaður sem byggist á reglugerð nr. 37/2009 um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o. fl. með síðari breytingum. Eftir að varnaraðilinn Gísli Kr. Björnsson tók við rekstri Almennrar innheimtu, í febrúar 2019, hafi innheimtubréfum verið breytt, þannig að aðgreining einstakra liða hafi verið gerð neytendavænni. Þetta hafi verið um svipað leyti og lánum Ecommerce hafi verið breytt að kröfu varnaraðilans Gísla Kr. Björnssonar. Innheimtubréfin sem sóknaraðili byggi á séu frá fyrri tíð. Ekki sé því fyrir hendi sú yfirvofandi hætta sem sóknaraðili byggi lögbannskröfu sína á. ------- Jafnvel þó fallist yrði á málatilbúnað sóknaraðila hvað framangreint varðar þá sé ljóst að réttarreglur um skaðabætur tryggi nægilega hagsmuni neytenda, sem sóknaraðili kveðst hafa umboð fyrir, sbr. 1. tölul. 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990. Réttindi neytenda fa ri ekki heldur forgörðum við að bíða dóms, sbr. 1. mgr. 24. gr. laganna. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir lögvörðu hagsmunir sem sóknaraðili hyggist vernda séu fjárhagslegir. Hver og einn neytandi, sem lent hefði í því að varnaraðilar innheimtu af honum hærri fjárhæð en heimilt var að innheimta, gæti endurkrafið þá um þá fjárhæð, eða Ecommerce eftir atvikum. Veltur það á því hvort um ofkrafinn innheimtukostnað sé að ræða eða kostnað tengdan láninu. Í málskoti til héraðsdóms byggi sóknaraðili á því að ekki sé hægt að tryggja hagsmuni gerðarbeiðanda með skaðabótum. Í því sambandi vísi sóknaraðili til þess að hann telji verulega ólíklegt að neytendur muni í raun og veru geta sótt kröfur á Ecommerce. Hér komi enn og a ftur fram grundvallarmisskilningur hjá sóknaraðila um eðli sambands kröfuhafa og innheimtuaðila. Þótt fallist yrði á lögbannskröfu sóknaraðila þá myndi það í engu hafa áhrif á möguleika neytenda til þess að fara í skaðabótamál við Ecommerce. Þrátt fyrir lö gbannið gæti Ecommerce nýtt sér þjónustu annars 17 innheimtuaðila eða í öllu falli haldið áfram að bjóða sömu lán, sem að mati sóknaraðila séu ólögmæt. Aftur leiði þetta að sömu niðurstöðu og áður hefur verið rakið, að sóknaraðili þurfi að beina kröfum sínum að Ecommerce, lánveitandanum, en ekki varnaraðilum. Það segi sig í raun sjálft að það standist ekki skoðun hjá sóknaraðila að rökstyðja lögbann á innheimtuaðila krafna með því að kröfuhafinn sé ólíklegur til þess að endurgreiða neytendum þann kostnað se m að mati sóknaraðila hafi verið ólögmætur. Að því sögðu, þá sé ekkert sem bendi til þess að Ecommerce myndi ekki greiða kröfur sínar aftur og hafi sóknaraðili í engu fært rök fyrir því að slíkt sé líklegt. Þó sé með öllu óeðlilegt, og í raun ómögulegt, fy rir varnaraðila að halda uppi vörnum gagnvart þessari málsástæðu, enda geti varnaraðili ekki talað máli Ecommerce eða lagt fram gögn fyrir þess hönd sem sýni fram á hið gagnstæða, eins og gert var af hálfu aðila í Hæstaréttarmálinu nr. 636/2012 sem sóknara ðili vísi til í kröfu sinni. Vísun sóknaraðila til þess að þeir íslensku aðilar sem rekið hafi sömu vörumerki og Ecommerce geri í dag hafi orðið gjaldþrota, komi bersýnilega starfsemi Ecommerce lítið við, og enn síður varnaraðilum. Þá sé vert að hafa í hug a að engir dómar hafi fallið sem staðfesti fullyrðingar sóknaraðila um að lán Ecommerce séu ólögmæt. Að því sögðu þá þyrftu skaðabótakröfur, séu þær fyrir hendi, að beinast að sama aðila og lögbannið beinist gegn. Það sé ekki staðan í þessu máli, heldur ví si sóknaraðili til skaðabótakröfu gagnvart Ecommerce sem rökstuðnings fyrir lögbanni á allt annan og óskyldan aðila. Ljóst sé að slíkur málatilbúnaður haldi ekki vatni. Enn fremur vísi sóknaraðili til þess að engin leið sé til að ná í starfsmenn Ecommerce og því sé ekki raunhæft fyrir neytendur að sækja rétt sinn. Enn og aftur geti varnaraðilar erfiðlega svarað þessu fyrir hönd Ecommerce, en rétt þyki þó að benda sóknaraðila m.a. á að á heimasíðu Ecommerce sé að finna vefspjall, þar sem hægt sé að vera í s amskiptum við starfsmenn félagsins. Þá séu tilgreind netföng á þeim gögnum sem sóknaraðili lagði fram og frásagnir sóknaraðila um að erfitt reynist að ná í starfsmenn félagsins aðeins fullyrðingar sem ekki séu studdar gögnum. ------- 18 Hvað sem öðrum málsástæðum líði þá telji varnaraðili það óheimilt að beita lögbanni þegar önnur almenn úrræði séu tiltæk. Í greinargerð með 24. gr. laga nr. 31/1990 komi fram að þar sem lögbann sé í eðli sínu neyðarráðstöfun verði að telja ófært að því sé beitt í tilvikum þar sem almenn úrræði geti komið að haldi. Fyrir liggi að Lögmannafélag Íslands og Neytendastofa hafa fengið kvartanir, líklega frá sóknaraðila, vegna annars vegar lána Ecommerce og hins vegar innheimtustarfsemi varnaraðila. Vegna þessar a kvartana hafi LMFÍ og Neytendastofa hafið rannsókn á starfsemi varnaraðila Almennrar innheimtu ehf. Þessar stofnanir hafi úrræði til þess að leggja á þungar dagsektir og fella niður starfsréttindi varnaraðila. Fyrir liggi að athafnir varnaraðila séu þega r til skoðunar hjá þessum stofnunum og ákvörðunar að vænta. Með hliðsjón af framangreindu sé ekki tækt að beita lögbanni í máli þessu þar sem almennara úrræði sé tiltækt og í ferli. Beri því að hafna kröfu sóknaraðila. Að endingu krefjast varnaraðilar, h vor fyrir sitt leyti, málskostnaðar að skaðlausu úr hendi sóknaraðila. Í tilviki Gísla Kr. Björnssonar varnaraðila er þess krafist að tekið verði tillit til virðisaukaskatts. Vísað er til laga nr. 141/2001 um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmun i neytenda, einkum 1. gr. laganna. Einnig er vísað til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 3. mgr. 25. gr. og 130. gr. laganna. Þá er vísað til laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o. fl., einkum 24. gr. laganna. Einnig er vísað til regluger - gerðir sem falla V. Niðurstaða Málsaðilar fjalla talsvert um aðild að málinu í erindum sínum til dómsins, þ.e. í kröfuskjali og greinargerð, og gerðu það einnig í m unnlegum málflutningi, þ.e. þá einkum á hverju sóknaraðili geti byggt rétt sinn til að krefjast lögbanns með þeim hætti sem tekist er á um hér. Í lögum nr. 141/2001, um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda, er stjórnvöldum og tiltekn um samtökum, m.a. sóknaraðila, veitt heimild til 19 þess, með því að leita lögbanns eða höfða dómsmál, að koma í veg fyrir háttsemi sem stríðir gegn tilteknum EES - tilskipunum eins og þær hafa verið leiddar í íslensk lög, sbr. megininntak 1. gr. laganna. Í 1 . mgr. 3. gr. laganna er kveðið á um að þau stjórnvöld og félagasamtök á sviði neytendamála sem ráðherra útnefnir geti leitað lögbanns eða höfðað dómsmál fyrir stjórnvöldum eða dómstólum að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í lögunum. Útnefning ráðher ra samkvæmt ákvæðinu kemur nú fram í auglýsingu ágreiningur um að sóknaraðili fellur undi r þetta ákvæði, enda hans skýrlega getið í auglýsingunni. Þessi heimild í málinu til handa Neytendasamtökunum, og eftir atvikum öðrum tilgreindum aðilum, er þó eftir því sem best verður séð alfarið bundin við þær EES - gerðir sem taldar eru upp í viðauka vi ð tilskipun 2009/22/EB, sbr. 1. gr. laganna. Ekki verður heldur annað ráðið af 2. mgr. en að heimildin sé jafnframt bundin því skilyrði að hana sé að finna í reglugerð sem ráðherra setur og kveður á um hvaða EES - gerðir falla undir viðauka við tilskipunina. Ráðherra hafi þannig, miðað við orðalag ákvæðisins, síðasta orðið um það hversu víðtækar heimildir tilgreindir aðilar hafa til að krefjast lögbanns eða sækja rétt sinn með öðrum hætti. Reglugerð sú sem tilgreinir nú þessar gerðir er nr. 914/2014. Þar eru undanbragðalaust teknar upp allar þær gerðir sem taldar eru upp í framangreindum viðauka við tilskipun 2009/22/EB. Ein þeirra gerða sem þar er talin upp er tilskipun 87/102/EBE. Hængurinn er hins vegar sá að dómurinn fær ekki betur séð en að sú tilskipun hafi verið felld úr gildi með tilskipun 2008/48/EB og er ekki hægt að líta öðruvísi á en að löggjafinn hafi einnig gengið út frá því, sbr. innleiðingarákvæði í 35. gr. núgildandi laga um neytendavernd nr. 33/2013. Eftir stendur þá að ekki er að finna beina heimild til að krefjast lögbanns á grundvelli laga nr. 141/2001 á þeim grundvelli sem sóknaraðili krefst, heldur verður að leggja mat á það hvort tilvísun til tilskipunar 87/102/EBE dugi til í þeim efnum. Ekki er gerður ágreiningur um að eldri lög um neyt endalán nr. 121/1994 voru grundvölluð á þeirri tilskipun og núgildandi 20 neytendalán nr. 33/2013 fólu í sér innleiðingu tilskipunar 2008/48/EB. Sóknaraðili byggir hins vegar mál sitt, eðli máls samkvæmt, á núgildandi lögum sem eru sem fyrr segir afsprengi þe irrar tilskipunar, en hennar er hvergi getið í reglugerð ráðherra nr. 914/2014 eða viðauka með tilskipun 2009/22/EB. Ekki verður að mati dómsins gerður ágreiningur um að lög nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. fela í sér úrræði sem teljast undant ekning frá meginreglum laga um það hvernig einstaklingar eða lögaðilar leiti réttar síns fyrir dómstólum. Um er að ræða bráðabirgðaúrræði til að tryggja rétt, þar sem ekki er hægt að þola bið sökum þess að réttindi geti ella farið forgörðum, áður en ráðrúm gefst til þess að bera ágreining aðila undir dómstóla eftir hefðbundnum leiðum. Þessum úrræðum verður því að beita af varkárni samkvæmt almennum lögskýringarsjónarmiðum og að mati dómsins ber að skýra þær heimildir sem þar eru veittar þröngt eða a.m.k. sa mkvæmt orðanna hljóðan. Þessu til marks er lögð áhersla á að lögbanni verði ekki beitt ef talið verður að réttarreglur um refsingu eða skaðabætur fyrir röskun hagsmuna gerðarbeiðanda tryggi þá nægilega, sbr. 1. tl. 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990. Staða n í máli þessu er því að mati dómsins sú, sbr. framangreint, að sú reglugerð sem þó er tilgreind í reglugerð nr. 914/2014, þ.e. nr. 87/102/EBE, hefur verið felld úr gildi og sú reglugerð sem tók þá við er ekki tilgreind þar. Með vísan til þeirra sjónarmiða sem að framan eru rakin og þeirrar löggjafar sem hér er undir og lögskýringarsjónarmiða verður kröfu sóknaraðila hafnað þegar af þeirri ástæðu að hún á sér ekki stoð í lögum nr. 141/2001 að mati dómsins og verður heldur ekki byggð sérstaklega og eingöngu á lögum nr. 31/1990. Þótt neytendasjónarmiðum verði vissulega gert hátt undir höfði megna þau ekki að hnika þessari niðurstöðu. Ekki verður heldur séð að dómar Hæstaréttar í málunum nr. 636/2012 og 519/2013 breyti þessari niðurstöðu, eins og sóknaraðili he fur haldið fram, en í málunum er ekki fjallað sérstaklega um þá stöðu sem að framan er lýst. Í máli nr. 636/2012 var því fyrst og fremst slegið föstu að sóknaraðilar þess máls hefðu verið bærir til að gera kröfu um lögbann á grundvelli laga nr. 141/2001 en ekki fjallað sérstaklega um það hvort á lögbann hefði verið fallist á grundvelli laganna, ef málið hefði ekki fallið þegar á þeim grundvelli að réttarreglur um skaðabætur voru taldar tryggja nægilega hagsmuni gerðarbeiðanda, sbr. 1. tl. 3. mgr. 24. gr. la ga nr. 31/1990. Í máli nr. 519/2013 var 21 sama uppi á teningnum hvað varðar það að Hagsmunasamtök heimilanna voru talin hafa heimild til að krefjast lögbanns á grundvelli 1. mgr. laga nr. 141/2001. Þar hins vegar var byggt á því að brotið hefði verið gegn ti lskipunum nr. 1, 3 og 7 í reglugerð nr. 914/2014, þannig að engin umfjöllun var um tilskipun nr. 87/102/EBE, sem er nr. 2 á þessum lista, og ekki um tilskipun nr. 48/2008/EB sem aldrei hefur ratað inn á listann. Því reyndi í sjálfu sér ekki á lagagrundvöll inn nema að hluta til. Með vísan til framangreinds gerist þá ekki þörf á að fjalla um aðrar málsástæður aðila. Eins og mál þetta er vaxið telur dómurinn rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Fyrir sóknaraðila flutti málið Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og fyrir varnaraðila Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurðinn að gættu ákvæði 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. ÚRSKURÐARORÐ Kröfum sóknaraðila er hafnað og staðfest er ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja lögbanns beiðni sóknaraðila, dagsettri 9. september 2019, í lögbannsmálinu nr. 2019 - 26929. Málskostnaður fellur niður. Lárentsínus Kristjánsson (sign)