Héraðsdómur Reykjaness Dómur 27. maí 2024 Mál nr. S - 3037/2023 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Sergey Gaysin, ( Guðmundur Njáll Guðmundsson lögmaður ) Nikolajs Dobrinins, ( Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður ) Aleksandr Furs og ( Ómar R. Valdimarsson lögmaður ) Valerija Gaysin ( Einar Oddur Sigurðsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð 17. apríl 2024, er höfðað af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu með ákæru dagsettri 14. nóvember 2023, á hendur Sergey Gaysin, kt. , , Nikolajs Dobrinins, kt. , , Aleksandr Furs, kt. , [ og Valerija Gaysin, kt. , : 1. innflutningi á 48,86 g af kókaíni, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni, sem flutt voru til landsins með bréfi frá , en tollverðir fundu efnin í aðstöðu tollgæslunnar í Icetransport, Selhellu 9 í Hafnarfirði mánudaginn 7. desember 2020. M: Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fík niefni og 2 2. með því að hafa tekið við bréfi og þar með gert tilraun til að taka við 48,86 g af kókaíni, ætluðu til söludreifingar í á góðaskyni, en fíkniefnin voru falin í bréfi sem kom hingað til lands með bréfi frá 7. desember 2020, sbr. I. kafli ákæru. Lögregla lagði hald á fíkniefnin og tók þau úr bréfinu. Miðvikudaginn 9. desember 2020 afhenti lögregla Nikolajs bréfið við . S kömmu síðar afhenti Nikolajs, Valerija bréfið í bifreiðinni sem staðsett var í . Valerija ók með bréfið frá að þar sem hún afhenti Aleksandr bréfið. Voru öll ákærðu handtekin síðar um daginn. M: Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum, sbr. 20. gr. Gerir ákæruvaldið þá kröfu að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með síðari breytingum. Ei nnig er krafist upptöku á Nokia farsíma (munur nr. ) og Samsung farsíma (munanúmer ), sem hald var lagt á, samkvæmt 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með síðari breytingum og 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en farsímarnir voru notaðir í Ákærðu neita sök og krefjast sýknu, en til vara að þeim verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Þá er gerð sú krafa að allur sakarkostnaður málsins, þar með talin málflutningsþóknun verjenda, verði greiddur úr ríkissjóði. II Málavextir Samkvæmt gögnum málsins höfðu tollverðir þann 7. desember 2020 samband við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna fíkniefna sem fundist höfðu í 3 hraðsendin gu sem barst til landsins með póstflytjandanum Fedex frá , en ætluð fíkniefni höfðu verið falin í umslagi. Á fylgibréfi sendingarinnar var móttakandi hennar sagður vera A sem sagður var til heimilis að í Reykjavík. Þá var símanúmer viðtakanda sagt vera . Við könnun lögreglu kom í ljós að enginn með þessu nafni væri skráður í þjóðskrá eða í nafnaskrá lögreglukerfis. Þá væri enginn skráður eigandi eða umráðamaður fyrrgreinds símanúmers. Í rannsóknarský rslu lögreglu greinir að 9. desember sama ár hafi lögregla haft símasamband við fyrrgreindan aðila sem hafi óskað eftir að sendingin yrði afhent að . Hafi starfsmanni póstþjónustunnar verið falið að afhenda bréfið síðar þann sama dag undir eftirliti lög reglu í samræmi við 89. gr. laga nr. 88/2008. Hafi lögregla fylgst með því er karlmaður íklæddur vinnufatnaði hafi komið gangandi frá vinnusvæði við Brekkugötu þar sem sendill afhenti honum bréfið eftir að móttakandi hafði framvísað skilríkjum aðila að naf ni A . Hafi sá aðili, sem síðar reyndist vera ákærði Nikolajs, í framhaldinu gengið inn á byggingarsvæði við og þaðan inn í starfsmannaaðstöðu sem þar hafði verið komið fyrir, þar sem hann hafi lagt frá sér umslagið og tekið upp símtæki, að því er virði st til að setja sig í samband við einhvern. Í framhaldinu hafi ákærða Valerija komið akandi á bifreiðinni að vinnusvæðinu við þar sem fyrrgreindur aðili hafi sest í aftursæti bifreiðarinnar og hafði umslagið meðferðis. Hafi bifreiðinni verið ekið s tuttan spöl út og síðan til baka að vinnusvæðinu, þar sem fyrrgreindur aðili hafi yfirgefið bifreiðina, að því er virðist án þess að hafa umslagið meðferðis. Hafi ákærða Valerija þá ekið bifreiðinni út og sem leið lá að þar sem hún hafi numið s taðar og stigið út úr bifreiðinni. Hafi ákærði Aleksandr þá komið út úr húsnæðinu og rætt við ákærðu Valerija aftan við bifreiðina. Hafi ákærði Aleksandr opnað farangursgeymslu bifreiðarinnar og sótt þangað umslagið en síðan gengið aftur inn í húsnæðið og haft bréfið meðferðis . Voru ákærðu bæði handtekin , ákærði Aleksandr þar sem hann var staddur í íbúð að , en við handtöku hans hafi lögregla orðið þess vör að umræddu umslagi var hent út um glugga á íbúðinni, og síðar ákærða Valerija við heimili sitt að . Í kjölfarið var ákærði Nikolajs handtekinn þar sem hann var staddur á fyrrgreindu vinnusvæði í og jafnframt lagt hald á skilríki sem hann hafði framvísað við móttöku póstsendingarinnar með nafni A sem og Nokia farsími með símanúmerinu , sem han n hafði meðferðis við handtökuna, en það símanúmer var skráð sem móttakandi bréfasendingarinnar. Þá var á kærði Sergey handtekinn á vinnustað sínum og var þar jafnframt lagt hald á farsíma hans. Framkvæmdar voru húsleitir á sameiginlegu heimili ákærðu Valer ija og Sergey að 4 . Í kjölfar þessa og í ljósi skoðunar á innihaldi farsíma ákærðu Valerija sem sýndu samskipti hennar og ákærða Sergey meðal annars vegna umræddrar póstsendingar . Í símtæki hennar var jafnframt að finna hljóðskilaboð þess efnis að hún ei gi að fara með eitthvað til B , heim til hans þar sem þau hafi farið síðast, hann bíði þar. Í Nokia farsíma sem lagt var hald á við handtöku ákærða Nikolajs, en síminn var með s im - korti sem tengt var fyrrgreindu símanúmeri, . Við rannsókn lögreglu k om í ljós að umrætt símtæki var keypt í verslun Elko á Granda 1. desember 2020 og að greitt hafi verið fyrir símtækið með reiðufé. Við skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar mátti greina ákærða Sergey festa kaup á símtæki og greiða fyrir þ að með seðlum. Við rannsókn á farsíma ákærða Sergey komu í ljós skjámyndir þar sem greina má upplýsingar upplýsingar um bréfa sendinguna, meðal annars sendingarnúmer hennar . Þá var þar að finna kvittanir vegna millifærslu á peningum frá Íslandi til se m áttu sér stað 1. desember 2020. Í símanum var jafnframt ljósmynd af umbúðum utan sim - korti áðurgreinds símanúmers . Þá er þar að finna ljósmynd af umslagi sem ákærði Sergey hafði fengið senda í símtæki sitt 9. desember sama ár eða í kjölfar þess að ák ærði Nikolajs tók við sendingunni í . Í málinu liggur fyrir matsgerð unnin af Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði frá 7. janúar 2021. Í matsgerðinni kemur fram að efnasýni, sem hafi vegið 1,052 grömmum, hafi innihaldið kókaín, fe nasetín og tetramísól. Hafi efnapróf bent til þess að kókaínið væri að mestu á formi kókaínklóríðs og hafi styrkur þess verið 39%, sem samsvari 44% af kókaínklóríði. Við rannsókn málsins var framkvæmd leit í híbýlum og bifreið ákærðu, auk þess sem lagt va r hald á tvo farsíma, annars vegar Nokia farsíma með farsímanúmerið og hins vegar farsíma af gerðinni Samsung. Þá var lagt hald á nafnskírteini á nafni A . Í málinu liggja fyrir gögn úr fyrrgreindum farsímum sem talin eru tengjast máli þessu. Teknar voru þrjár framburðarskýrslur af ákærða Sergey Gaysin við rannsókn málsins. Við skýrslutöku 10. desember 2020 kvaðst hann aðspurður hafa þekkt ákærða Nikolajs í 5 sex til sjö ár, en þeir væru kunningjar. Kvaðst ákærði hafa, ásamt konu sinni, ákærðu Va lerija, hitt Nikolajs daginn áður í um 10 til 15 mínútur þar sem rædd hafi verið bílakaup, en Nikolajs hefði áður haft samband við hann símleiðis og beðið hann um að hitta sig. Ákærði kvaðst jafnframt hafa þekkt ákærða Aleksandr í nokkur ár, en kvaðst þó e kki geta fullyrt að hann hefði hitt hann þann sama dag. Að sögn ákærða hafi Nikolajs væri bíllaus. Ákærði kveðst ekki vita innihald bréfsins, enda hafi hann ekki um það spur t, en hann kvaðst hafa beðið konu sína, ákærðu Valerija, að sendast með bréfið til ákærða Aleksandr þar sem hann kæmist ekki frá vegna vinnu. Aðspurður kvaðst ákærði ekki muna eftir að hafa sent skilaboð til Valerija á samskiptaforritinu Telegram, þar sem fram komi að hún B kvaðst ákærði hvorki kannast við mann að nafni A , sem sé með skráð heimili að , né svart símtæki af gerðinni Nokia, sem hafi verið með símanúmerið . Ákærði kvaðst e kki hafa afhent ákærða Nikolajs skilríki og farsíma. Aftur var tekin framburðarskýrsla af ákærða Sergey hjá lögreglu 23. mars 2021 þar sem hann ítrekaði að hafa ekki átt þátt í innflutningi fíkniefna til landsins. Aðspurður kvaðst ákærði hafa keypt fyrrgr eint símtæki sem hann hafi lánað ákærða Nikolaj 17. nóvember 2020, þótt vera kunni að það hafi verið síðar. Við skýrslutöku voru ákærða sýndar ljósmyndir úr eftirlitsmyndavélum Elko frá 1. desember sama á. Kvaðst ákærði þar þekkja sjálfan sig á þeirri mynd og kvaðst hafa fest kaup á símtækinu þennan dag og hafi ætlað hann til notkunar í vinnu, en hafi síðar lánað ákærða Nikolajs símtækið. Þá voru bornar undir ákærða ljósmyndir af bréfasendingunni sem fundust í símtæki hans. Svaraði ákærði því til að hann f engi óbeðið sendar fjölmargar myndir í síma sinn frá ýmsum aðilum. Varðandi gögn sem fundust í síma hans og vörðuðu millifærslu ákærða 1. desember 2020 á peningum til , til móttakandans C , kvað ákærði að um væri að ræða endurgreiðslu á láni. Kvaðst ákær ði þó ekki þekkja umræddan viðtakanda peningasendingarinn, en maðurinn sem hann hafði tekið lán hjá hafði beðið hann um að senda féð til fyrrgreinds Alvarez. Að sögn ákærða hafi eiginkona hans, ákærða Valerija, einnig sent peninga til til endurgreiðslu lánsins. Bornar voru undir ákærða ljósmyndir í síma hans sem sýndu rakningu bréfasendingar frá . Kvaðst ákærði hafa 6 ákærði þó ávallt hafa neitað því. Ákærði kvaðst aðspurður ekki kunna skýringar á því hvers vegna ákærði Nikolajs hefði sent honum ljósmynd af bréfinu. Bornar voru undir ákærða niðurstöður tæknideildar lögreglu og matsgerð rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eiturefnafræði varðandi efnarannsókn hinna haldlögðu fíkniefna. Að endingu gaf ákærði Sergey skýrslu hjá lögreglu 16. júní 2021 þar sem hann ítrekaði fyrri afstöðu sína í þá veru að hafa ekki átt nokkurn þátt í skipulagningu á innflutningi fíkniefnanna til landsins. Þá kvaðst ákærði aðspurður ekki þekkja til manns að A . Ákærði Nikolajs Dobrinis gaf skýrslu hjá lögreglu 9. desember 2020 . Greindi hann svo frá að hann hefði verið beðinn um að færa tilteknum aðila umslag, sem hann hafi gert. Aðspurður kvaðs t hann ekki vilja gefa upp nafn þess aðila. Hann hafi fengið símtæki afhent nálægt vinnustað sínum auk þess sem honum hafði verið afhent skilríki manns að nafni A . Ákærði neitaði að öðru leyti að svara spurningum lögreglu sem og þeim spurningum sem til han s var beint við skýrslutöku hjá lögreglu 16. júní 2021. Ákærði Aleksandr Furs gaf skýrslu hjá lögreglu 9. desember 2020. Kvaðst hann þar neita að svara spurningum lögreglu. Þann sama dag gaf ákærða Valerija Gaysin skýrslu hjá lögreglu. Kvað hún ákærða hafa afráðið að annast þetta sjálf, þar sem hún væri tímabundin og hefði því ekki tök á því að aka ákærða Nikolajs aftur á vinnustað sinn að loknu erindinu. Að sögn ákærðu af stað sem leið lá að heimili ákærða Aleksandr. Aðspurð kvaðst ákærða ekki hafa litið í sem send 7 B ákærða hafa sent ákærða Sergey skilaboð þess efnis að Aleksandr, sem ha fi gælunafnið B lögreglu fyrr um daginn vegna hraðaksturs sem hafi reitt ákærða Sergey til reiði. Því hafi ákærða verið Við aðalmeðferð málsins var spiluð fyrrgreind hljóðupptakka sem var þar þýdd með B , þar sem við vorum síðast hjá III Skýrslutökur fyrir dómi Ákærði, Aleksandr Furs , neitaði að tjá sig um sakarefnið. Kvaðst hann alfarið neita sök. Ákærði, Nikolajs Dobrinins, kvaðst hafa fengið umslag í hendur þann 9. desember 2020 en neiti að uppl ýsa hver hafi afhent honum umslagið. Hann kveðst ekki hafa vitað um innihald umslagsins. Aðspurður kvaðst ákærði ekki kannast við mann að nafni A . Ákærði kvaðst að öðru leyti neita að tjá sig um sakarefnið og neitar sök. Aðspurður kvaðst ákærði ekki óttast ákærðu Sergey og Valerija. Þá hafi honum ekki verið hótað í aðdraganda meðferðar málsins fyrir dómi. Ákærði kvaðst vera í fastri vinnu og eigi konu og barn. Ákærði, Sergey Gaysin , neitar sök. Greindi hann svo frá að um hádegi 9. desember 2020 hafi ákærði Nikolajs hringt í hann og beðið sig um að skutla sér til vinar síns þar sem í vinnu þennan d ag hafi hann bent Nikolajs á að ræða við ákærðu Valerija, sem hugsanlega gæti sótt hann í vinnu og skutlað honum til ótilgreinds aðila. Ákærði kveðst ekki kannast við að hafa sagt Valerija hvert hún ætti að sækja umslagið og hvar hún ætti að skila því af s ér, enda hafi hann ekki haft hugmynd um hvað það væri sem hún ætti að koma áleiðis. 8 Aðspurður kvaðst ákærði hafa keypt farsíma í Elko 1. desember 2020, en hann hafi verið ætlaður til notkunar á vinnustað ákærða. Ákærði kveðst hafa lánað ákærða Nikolajs sí mtækið, en hann muni ekki hvenær það hafi verið. Ákærði kv a ðst aðspurður kannast við að sent peninga til 1. desember 2020, en hann kv a ðst einnig starfa sem fararstjóri og taki á móti fólki víðsvegar að . Það komi fyrir að hann láni viðskiptavinum sínu m peninga og stundum sendi það honum peninga til að standa straum af ýmsum kostnaði, svo sem vegna farmiða. Að sögn ákærða hafi umrædd millifærsla verið endurgreiðsla á skuld vegna bílakaupa. Ákærði kv a ðst þó ekki muna nafn þess aðila sem hafi lánað honum peninginn, enda sé nú langt um liðið, en hann hafi verið viðskiptavinur ákærða. Varðandi ljósmynd sem fannst í síma ákærða frá 3. desember 2020 sem sýnir rakningu á pakka frá svaraði ákærði því til að hann hafi fengið umrædda ljósmynd senda og hafi hún sjálfkrafa vistast í símtækinu við opnun á viðhengi. Þá kvaðst ákærði ekki geta svarað því hvers vegna ákærði Nikolajs hafi sent honum ljósmynd af umræddu umslagi eftir að hafa fengið það afhent 9. desember 2020. Ákærði kvaðst ekki hafa afhent ákærða Nik olajs skilríki sem tilheyrt hafi manni að nafni A , en hann kannist ekki við neinn með því nafni. Þá sé ranglega eftir honum haft í lögregluskýrslu að hann hafa farið úr vinnu umræddan dag og hitt ákærða Nikolajs að máli, auk þess sem hann kvaðst ekki hafa afhent Nikolajs farsíma af gerðinni Nokia þennan dag. Það hafi hann hins vegar gert nokkru áður. Ákærða, Valerija Gaysin , greindi svo frá að hún hafi verið heima hjá sér umræddan dag, 9. desember 2020, þegar ákærði Sergey hafi hringt til hennar og beðið hana um að skutla a ðst ákærða hafa ekið á vinnustað Nikolaj og tekið þar við umrædd ri sendingu sem hún hafi boðist til að koma á áfangastað, enda væri einfaldara fyrir hana að gera það sjálf þar sem þá þyrfti hún ekki að aka Nikolaj til baka. Ákærði Nikolaj hafi hins vegar sest í aftursæti bifreiðar hennar og meðferðis, sem hann hafi lagt í farangurgeymslu bílsins , og sag t henni hvert hún ætti að fara með sendinguna. Hafi ákærða síðan ekið að þeim stað sem henni hafði verið uppálagt, en hún muni ekki nákvæmlega hvar sé, en það sé þó í nágrenni við Perluna. Kvaðst ákærða aðspurð ekki muna hvort ákærði Sergey eða Nikolaj hafi sagt henni hvar hún ætti að skila af sér pakkanum. Þegar hún hafi komið á áfanga stað hafi ákærði 9 Aleksandr, sem almennt sé kallaður B , tekið á móti henni. Að sögn ákærðu hafi hún ekki vitað um innihald sendingarinnar . Vitnið, D tollvörður nr. , kvað umrædda sendingu hafa komið til skoðunar tollvarða. Hafi sendingin verið stöðvuð og innihald hennar skoðað en í ljós hafi komið að fíkniefni hafi verið falin í umbúðum hennar. Vitnið kv a ðst staðfesta skýrslu tollgæslunnar. Vitnið, lögreglumaður [1] , kvaðst hafa verið staddur á stjórnstöð lögreglu þegar umrædd aðgerð hafi farið fram, e n lögregla hafi fylgst með afhendingu á bréfasendingu sem reyndist innihalda kókaíni. Hafi hlutverk hans í aðgerðinni einkum snúið að skrásetningu aðgerðarinnar á vettvangi auk þess sem hann hafi tekið þátt í framhaldi rannsóknar málsins. Að sögn lögreglum annsins hafi lögregla fylgst með afhendingu bréfasendingarinnar , sem hafi átt sér stað í og [farið] umræddur maður stigið inn í bifre iðina með bréfið meðferðis. Hafi bifreiðinni verið ekið stuttan spöl en maðurinn síðan yfirgefið bifreiðina án þess að hafa bréfið meðferðis. Lögregla hafi því fylgt bifreiðinni eftir þar sem henni var ekið sem leið lá að . Hafi maður komið út úr íbúð v ið götuna , gengið að bifreiðinni, tekið bréfið úr farangursrými hennar og farið með það inn í íbúðina. Í framhaldinu hafi lögregla handtekið ákærðu. Að sögn lögreglumannsins hafi nafn ákærða Sergey komið upp við skoðun á símtæki ákærðu Valerija, auk þess s em í ljós hafi komið að símtæki sem ákærði Nikolaj hafði meðferðis hafði verið keypt af ákærða Sergey í verslun Elko. Í símtækinu hafi fundist ýmsar upplýsingar varðandi pakkasendinguna, greiðsluupplýsingar og fleira. Vitnið staðfesti að öðru leyti skýrslu r sínar. Vitnið , lögreglumaður [2] , kvaðst hafa komið að rannsókn málsins í upphafi, auk þess sem hann hafi tekið frumskýrslur af ákærðu Sergey og Valerija. Vitnið staðfesti að öðru leyti skýrslur sínar. Vitnið, lögreglumaður [3] , kvaðst staðfesta efnaskýrslur sem hún vann vegna málsins. Vitnið, lögreglumaður [4] , kvaðst hafa komið að rannsókn málsins í upphafi, þar á meðal hafi hann ásamt öðrum lögreglumönnum fylgst með ferðum ákærðu umræddan dag , og 10 með afhendingu og ferðum umræddrar bréfasending ar. Vitnið kvað lögreglu hafa veitt þeim aðila eftirför sem tekið hafði við sendingunni við húsnæði í . Þegar lögregla hafi leitað inngöngu í íbúðina hafi bréfasendingunni verið kastað út um glugga á íbúðinni. Hafi lögregla í framhaldinu handtekið ákærð a Aleksandr. Að sögn vitnisins hafi við handtöku ákærða Nikolaj fundist farsími þar sem var að finna númer viðtakanda umræddrar bréfasendingar, auk persónuskilríki annars manns sem var skráður viðtakandi pakkans. Vitnið , lögreglumaður [5] , kvaðst hafa te kið framburðarskýrslur og verið viðstaddur skýrslutökur af ákærðu í málinu. Vitnið staðfesti að öðru leyti þær skýrslur sem hann vann að vegna rannsóknar málsins . Vitnið, lögreglumaður [6] , kvaðst hafa handtekið ákærða Sergey á vinnustað hans. Jafnframt h afi verið lagt hald á farsíma sem ákærði hafði meðferðis við handtöku, auk þess sem hann hafi tekið framburðarskýrslu af ákærða. Vitnið kvaðst staðfesta skýrslu sem hann vann að í málinu. IV Forsendur og niðurstaða Ákærðu Sergey er í ákærulið 1 gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á 48,86 grömmum af kókaíni, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni, sem flutt voru til landsins með bréfasendingu frá . Þá er ákærðu Nikolajs, Aleksandr og Valerija í 2. lið ákæru gefin að sök tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa tekið við bréfi og þar með gert tilraun til að taka við fyrrgreindum fíkniefnum, ætluðum til söludreifingar í ágóðaskyni, en fíkniefnin voru falin í bréfasendingu þeirri sem getið er í 1. ákærulið. Ákærði S ergey hefur neitað að hafa átt nokkurn þátt í innflutningi fíkniefna til landsins. Hefur ákærði Sergey vísað til þess að ákærði Nikolajs hafi beðið hann um aðstoð við að koma bréfaumslagi til vinar síns, þar sem hann væri bíllaus. Þar sem ákærði hafi verið upptekin n við vinnu hafi hann beðið eiginkonu sína, ákæru Valerija, að koma Nikolajs til aðstoðar, sem hún hafi gert. Við handtöku ákærða Sergey var lagt hald á farsíma hans. Við skoðun á innihaldi símans fundust ýmsar upplýsingar varðandi umrædda bréfa se ndingu, þar á meðal upplýsingar um sendinguna. Þá var í síma hans að finna 11 ljósmyndir af kvittunum vegna millifærslu peninga til Mexikó 1. desember 2020, ljósmyndir af söluumbúðum sim - korts sem tengist símanúmeri því sem skráð var sem númer viðtakanda send ingarinnar og ljósmynd af umslagi sem lögregla hafði áður skipt út í stað þess sem lagt var hald á við tollskoðun. Enn fremur hafði farsími ákærða að geyma samskipti hans og ákærðu Valerija varðandi sendinguna. Hefur ákærði einkum gefið þær skýringar að ha nn fái iðulega sendar ljósmyndir og skilaboð að sér fornspurðum, en það eigi einnig við um þau skilaboð sem fundust við skoðun á farsíma hans. Eru þær skýringar ákærða fjarstæðukenndar að mati dómsins. Það sama á einnig við um skýringar hans á framangreind ri millifærslu peninga til , sem ætla má að hafi verið greiðsla fyrir kaup á umræddum fíkniefnum. Að framangreindu virtu er það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi staðið að innflutningi á fíkniefnum, svo sem greinir í ákæru. U m er að ræða umtalsvert magn fíkniefna sem líta verður svo á að hafi verið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Verður ákærði því sakfelldur samkvæmt ákæru og er brot hans þar réttilega heimfært til 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga 65/1974 og 2 . gr., sbr. 1. gr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Varðandi háttsemi annarra ákærðu sem vísað er til í 2. lið ákæruskjals ber til þess að líta að þau komu öll að móttöku og flutningi umræddrar bréfasendingar. Þannig liggur fyrir að ákærði Nikolajs tók á móti bréfinu og framvísaði við það tilefni skilríkjum á nafni A . Í framhaldinu setti hann sig í samband við ákærða Sergey og sendi honum jafnframt upplýsingar um sendinguna. Í kjölfar þess hafi ákærða Valerija komið á bifreið sinni á vinnustað ákærða og t ekið þar við bréfinu, sem hafi verið komið fyrir í farangursrými bifreiðarinnar, og ekið með það að dvalarstað ákærða Alekandr, sem hafi þar tekið við bréfinu. Líkt og að framan greinir liggja fyrir í málinu gögn úr tveimur farsímum, annars vegar farsíma s em ákærði Sergey hafði með höndum við handtöku og hins vegar farsími sem ákærði Nikoljas hafði meðferðis við handtöku, sem hafa að geyma upplýsingar um bréfasendinguna og samskipti milli ákærðu Sergey, Nikolajs og Valerija þar að lútandi. Þá er þar að finn a hljóðskilaboð frá ákærða Sergey sem hann sendir til ákærðu Valerija þess efnis að hún eigi að fara með eitthvað til B , sem ákærða Valerija hefur upplýst að sé gælunafn ákærða Aleksandr. Ákærðu hafa öll neitað sök. Hafa ákærðu Nikolajs og Valerija vísað t il þess að móttaka og flutningur bréfsins hafi verið gert í greiðaskyni, en þau hafi ekki rennt í grun að um væri að ræða fíkniefnasendingu. Þá hefur ákærði Aleksandr neitað að mestu að tjá sig um sakarefnið. Að mati dómsins eru framangreindar 12 skýringar ák ærðu einkar ótrúverðugar og verð a ekki lagð a r til grundvallar við úrlausn málsins enda má fullvíst telja að ákærðu hafi verið kunnugt um eða þeim ekki getað dulist að umslagið hafði að geyma fíkniefni, sem lögregla hafði áður tekið úr umslaginu. Hefur það jafnframt stoð í hátterni þeirra umræddan dag. Þannig liggur fyrir að ákærði Nikolajs, sem kynnti sig sem viðtakanda sendingarinnar að nafni A , hafði samband við póstþjónustuna Fedex vegna sendingarinnar og framvísaði við móttöku hennar skilríkjum framangr einds aðila. Þá þykir sannað að hann hafi síðan tekið ljósmynd af umslaginu og sent til ákærða Sergey sem hafi falið ákærðu Valerija að koma því til ákærða Aleksandr sem hafi, þegar lögregla knúði dyra hjá honum, hent því út um glugga á íbúð sinni. Að mati dómsins er því hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu, Nikolajs, Aleksandr og Valerija, hafi gerst sek um tilraun til fíkniefnalagabrots. Verða ákærðu því sakfelld samkvæmt ákæru og eru brot þeirra þar réttilega heimfærð til 2. gr., sbr. 5. og. 6. gr. lag a nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Um ákvörðun refsingar og upptöku Ákærði Sergey er fæddur í . Samkvæmt sakavottorði nær sakarferill hans hér á landi allt aftur til ársins 2015. Gekkst hann undir þrjár sektargerðir lögreglustjóra. Þá var hann 31. janúar 2017 dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og umferðarlagabrot. Þann 3. október 2019 var hann dæmdur í 30 daga fangelsi vegna umferðarlagabrots. Með dómi Landsréttar frá 13. desember 2019 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot og hótanir og þá var hann með dómi héraðsdóms dæmdur í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir fíkniefnalagabrot. Í ljósi alls framangreinds og að virtum atvikum máls þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði . Ekki þykja efni til að skil orðsbinda refsinguna, enda þótt meðferð málsins hafi dregist nokkuð hjá lögreglu. Ákærði Nikolajs er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur hann ekki áðu r gerst sekur um refsiverða háttsemi, svo vitað sé. Hann er í málinu sakfelldur fyrir hlutdeild í fíkniefnalagabroti meðákærða Sergey. Að broti ákærða virtu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Í ljósi sakarferils ákærða þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 13 Ákærði Aleksandr er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottor ði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi, svo vitað sé. Hann er í málinu sakfelldur fyrir hlutdeild í fíkniefnalagabroti meðákærða Sergey. Að broti ákærða virtu þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Í ljósi sakarferil s ákærða þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða Valerija er fædd í . Samkvæmt sa kavottorði var hún á árinu 2020 dæmd í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, fyrir hlutdeild í stórfelldu fíkniefnalagabroti. Að broti ákærðu virtu og að teknu tilliti til 8. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 1. mgr. 71. gr. almennra hegn ingarlaga, þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Með sömu rökum og að framan þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Þá verður fallist á upptökukröfur ákæruvalds samkvæmt þeim lagaákvæðum sem vísað er til í ákæru, líkt og nánar greinir í dómsorði. Í ljósi sakfellingar ákærðu og í samræmi við 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður þeim gert að greiða allan sakarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna. Ákærða Sergey verður þannig gert að greið a málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns, 1.450.000 krónur. Ákærði Nikolajs greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 854.360 krónur. Ákærði Aleksandr greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 854.360 krónur og ákærða Valerija greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, 854.360 krónur. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Í samræmi við 2. mgr. 236. gr. laga nr. 88/2008 verð ur ákærðu enn fremur gert að greiða óskipt annan sakarkostnað málsins að fjárhæð 83.222 krónur vegna rannsóknar og greiningar hinna haldlögðu fíkniefna. Ekki er fall ist á að kostnaður vegna leigu á bílaleigubifreið að fjárhæð 9.975 krónur falli undir sakarkostnað skv. 1. mgr. 233. gr. sömu laga. 14 Af hálfu ákæruvalds fór Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari með málið. Þórhallur Haukur Þorvaldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættu ákvæði 184. gr. laga nr. 88/2008. Dómso r ð: Ákærði, Sergey Gaysin , sæti fangelsi í tvo mánuði. Ákærði, Nikolajs Dobrinins, sæti fangelsi í tvo mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði, Aleksandr Furs, sæti fangelsi í tvo mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsin s haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða, Valerija Gaysin, sæti fangelsi í tvo mánuði. Ákærðu sæti upptöku á 48,86 grömmum af kókaíni, Nokia farsíma (munanúmer ) og Samsung farsíma (munanúmer ). Ákærði Serg ey greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns, 1.450.000 krónur. Ákærði Nikolajs greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 854.360 krónur. Ákærði Aleksandr greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 854.360 krónur. Ákærða Valerija greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, 854.360 krónur. Ákærðu greiði óskipt annan sakarkostnað máls , 8 3.222 krónur. Þórhallur Haukur Þorvaldsson