Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 12. desember 2024 Mál nr. S - 315/2024 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn X (Auður Hörn Freydóttir réttargæslumaður) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 27. nóvember sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 10. september 2024, á hendur X , kt. , , , fyrir líkamsárás og hótanir, með því að hafa miðvikudagskvöldið 20. mars 2024, ráðist á sambýliskonu sína og barnsmóður A , kt. , á sameiginlegu heimili þeirra að , ýtt við henni nokkrum sinnum þar sem hún sat í hnipri á eldhúsgólfinu þannig að hún fé ll við. Brotaþoli stóð þá upp og kýldi ákærða á gagnaugað og beit hann einhverstaðar í atburðarrásinni. Ákærði svaraði með því að kýla brotaþola með krepptum hnefa í andlitið og tekið um brotaþola þannig að hún féll á sófann í stofunni og þá hafi hann te kið með báðum höndum um háls hennar og haldið henni fastri með kyrkingartaki í um 5 sekúndur. Þar sem brotaþoli hélt um háls brotaþola hafi hann uppi svofelldar hótanir; Afleiðingar þessa fyrir brotaþola var að hún hlaut litl a hematomu (mar) undir augabrún hægra megin, hematomu á höku vinstra megin, mar á hægri kinn við eyra, skrámur og roða á hálsi, og aukinn verk yfir brjóstkassa. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síð ari breytingum Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: A , kt. , , gerir bótakröfu á hendur ákærða að fjárhæð kr. 3.000.000, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/3001, frá 20. mars 2024, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar vegna starfa réttargæslumanns að viðbæt tum virðisaukaskatti að mati réttarins eða skv. m álkostnaðarreikningi. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa verði lækkuð. 2 Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa a ð sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að ákærði játaði brot sitt skýlaust , viðurkenn di bótaskyldu og leitað i sér aðstoðar . Á hinn bóginn verður jafnframt litið til þess að brotið beindist að sambýli s konu og barnsmóður ákærða . Horfir það til refsiþyngingar, sbr. 3. gr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá beindist atlagan m.a. að hálsi brotaþola og var árásin til þess fallin að vekja ógn hjá brotaþola. Að öllu þess u virtu er refsing ákæra ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Af hálfu brotaþola er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni skaða - og miskabætur að fjárhæð 3.0 0 0.0 00 krónur , auk vaxta og dráttarvaxta eins og að framan greinir og málskostnað samkvæmt málskostnaðarreikningi. Ú tlagður kostnaður vegna sálfræðiþjónustu sé 273.000 krónur . Ákær ði hefur verið sakfelldur fyrir líkamsárás og hótanir á hendur brotaþola og h efur hann með háttsemi sinni bakað sér bótaábyrgð á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í málinu hafa verið lög ð fram gögn sem renna stoðum undir miskatjón brotaþola. Að þessu virtu þykir fjárhæð miskabóta hæfilega ákveðin, með hliðsjón af atviku m og dómafordæmum, 5 00.000 krónur auk vaxta sem í dómsorði greinir . Þá hefur ver i ð lagður fram ódagsettur tölvupóstur þar sem vísað er til að brotaþoli hafi sennilega sótt 14 tíma hjá sálfræðingi síðan í ágúst, hver hafi verið á 19.500 krónur og samtals ge ri það 273.000 krónur. Jafnframt var lagt fram vottorð frá sálfræðingi og kemur þar fram að brotaþola hafi verið í reglulegum sálfræðiviðtölum. Þrátt fyrir þessar upplýsingar hafa engir reikningar verið lagðir fram þessu til stuðnings og verður ákærða því ekki gert að greiða þann kostnað. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ.e. þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola , eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum . Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í þrjá mánuði. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. a lmennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði brotaþola, A , 5 00.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. mars til 19. desember 2024 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim d egi til greiðsludags . Ákærði greiði sakarkostnað, þ. e . þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola , Auðar Harnar Freysdóttur lögmanns , 3 75 .000 krónur.