Héraðsdómur Vesturlands Dómur 29. janúar 2024 Mál nr. E - 87/2018 : Breiða ehf, Hólshlíð ehf., Halldór Þorgils Þórðarson, Ingþór Kristmundur Sveinsson, Hjörtur Sveinn Sveinsson, Monika Björk Einarsdóttir, Ástvaldur Elísson, Dagmar Björk Ástvaldsdóttir, Sigríður G Karvelsdóttir og Hrafnhildur B Ellertsdóttir ( Ólafur Björnsson lögmaður ) g egn Íslenska ríki nu ( Andri Andrason lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem tekið var til dóms 7. desember sl. var höfðað 16. nóvember 2018. Stefnendur eru Breiða ehf. Breiðabólsstað, Dalabyggð, Hólshlíð ehf., Hóli, Dalabygg ð , Halldór Þorgils Þórðarson, Breiðabólsstað, Dalabyggð, Ingþór Kristmundur Sveinsson, Álfhólsvegi 110, Kópavogi, Monika Björk Ei narsdóttir, Rauðbarðaholti, Dalabyggð, Ástvaldur Elíasson og Dagmar Björk Ástvaldsdóttir bæði að Hofakri, Dalabyggð, Sigríður G. Karvelsdóttir, Blásölum 11, Kópavogi og Hrafnhildur B. Ellertsdóttir, Suðurtúni 26, Garðabæ. Stefndi er íslenska ríkið . Dómkröf ur Stefnendur krefjast þess að felldur verði úr gildi, að hluta, úrskurður óbyggðanefndar frá 3. maí 2018 í máli nr. 1/2016, Flekkudalur og Svínadalur , er varðar jarðirnar Hól, Breiðabólstað, Knarrarhöfn, Hofakur, Rauðbarðaholt, Kýrunnarstaði og Skarfsstaði, þess efnis að landsvæði vestan Skothryggs, sé þjóðlenda, sbr. eftirtalin Það er því niðurstaða óbyggðanefndar að landsvæði vestan Skothryggs, 2 svo sem landsvæðið er afmarkað hér á eftir, er þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einn ig a - lið 7. gr., laga nr. 58/1998: Upphafspunktur er á þeim stað á Skothrygg þar sem vatnaskil sem afmarka vatnasvið Flekkudalsár ná lengst til austurs. Þaðan er vatnaskilum suðvestan Skeggjadals fylgt til suðausturs í 613 m hæðarpunkt á Skothrygg. Þaðan er línan dregin í beina stefnu til suðvesturs í vatnaskil á Hraunum og þaðan í beina stefnu til norðvesturs í vestari upptök Grensár á Hraunum. Þaðan er línan dregin til suðvesturs í vatnaskilin sem afmarka vatnasvið Flekkudalsár að suðaustanverðu og þeim vatnaskilum svo fylgt Þess er því krafist að viðurkennt verði með dómi að enga þjóðlendu sé að finna á umþrættu svæði. Þá er þess krafist að stefnda verði gert að greiða stefnendum málskostnað að skaðlausu eins og málið vær i ekki gjafsóknarmál. Stefnd i krefst sýknu af kröfum stefnanda og þess að stefnendur verði sameiginlega dæmdir til að greiða honum málskostnað. Til vara, er málskostnað varðar, er þess krafist að aðilar beri sinn kostnað af málinu. II Atvik máls Samkvæmt 7. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta skal óbyggðanefnd kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er se m afréttur og úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Með bréfi til fjármála - og efnahagsráðherra, dagsettu 17. september 2014, tilkynnti óbyggðanefnd þá ákvörðun sína að taka til umfjöllunar svæði 9, sbr. 8. gr., 1. mgr. 10. gr. og 1. mgr. 11. gr., la ga nr. 58/1998. Landsvæði þetta, h ið ellefta í röðinni hjá óbyggðanefnd, tók til Dalabyggðar, Eyja - og Miklaholtshrepps, Helgafellssveitar, Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar, hluta Strandabyggðar (fyrrum Broddaneshrepps) hluta Húnaþi ngs vestra (fyrrum Bæjarhrepps) og hluta Borgarbyggðar (fyrrum Kolbeinsstaðahrepps). Nefndin tilkynnti í september 2015 þá ákvörðun sína að skipta svæði 9 í þrennt. Landsvæðið sem hér er til umfjöllunar fellur undir svæði 9A hjá óbyggðanef nd en það afmarka ðist svo hjá nefndinni: Að norðanverðu afmarkast svæðið af mörkum Dalabyggðar við Reykhólahrepp og er þeim mörkum fylgt t il norðausturs a ð mörkum 3 fyrrum Broddaneshrepps. Að austan afmarkast svæðið af mörkum Dalabyggðar við fyrrum Broddaneshrepp og fyrrum B æjarhrepp suður að mörkum Dalabyggðar og Borgarbyggðar. Er mörkum Dalabyggðar og Borgarbyggðar fylgt til vesturs að mörkum fyrrum Kolbeinsstaðahrepps. Er mörkum hans síðan fylgt vestur að mörkum fyrrum Skógarstrandarhrepps og þeim svo fylgt til norðurs að hafi. Að öðru leyti afmarkast svæðið af hafi. Fjármála - og efnahagsráðherra var upphaflega veittur frestur til 18. desember 2014 til að lýsa kröfum um þjóðlendur á þessu svæði, væri um slíkar kröfur að ræða en sá frestur var framlengdur nokkrum sinnum, síð ast til 8. febrúar 2016. Kröfulýsingar stefnda um þjóðlendur á svæði 9A bárust óbyggðanefnd 8. febrúar 2016. Hinn 18. febrúar sama ár birtist tilkynning í Lögbirtingablaðinu um málsmeðferð á svæðinu og útdráttur ú r þjóðlendukröfum stefnda ásamt uppdrætti í samræmi við ákvæði 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998 og skorað á þá, sem teldu til eignarréttinda á því landsvæði sem féll innan svæðisins, að lýsa kröfum sínum fyrir óbyggðanefnd eigi síðar en 18. maí 2016. Sá frestur var framlengdur til 1. júlí 2016. J afnframt kom fram að yfirlýsingu um kröfugerð yrði þinglýst á fasteignir sem skráðar væru í þinglýsingabók og málið varðaði. Kröfur stefnanda voru síðan gerðar aðgengilegar á skrifstofu sýslumannsins á Vesturlandi og skrifstofum Dalabyggðar og óbyggðanefnd ar sem og vefsíðu nefndarinnar. Eftir að kröfur annarra en stefnda komu fram var gefið út yfirlit yfir allar lýstar kröfur og þær færðar inn á uppdrátt og fram fór lögboðin kynning á kröfunum. Athugasemdafrestur var til 18. ágúst 2016. Engar athugasemdir b árust óbyggðanefnd fyrir lok frestsins. Við fyrstu fyrirtöku mála á svæði 9A hjá óbyggðanefnd, 9. ágúst 2016, ákvað nefndin að fjalla um ágreiningsmál á svæðinu í þremur aðskildum málum. Mál nefndarinnar nr. 1/2016 tók til Flekkudals og Svínadals og fellur ágreiningssvæði máls þess a þar undir. Hluti stefnenda málsins voru aðilar að málinu fyrir óbyggðanefnd . Ekki er um það deilt að stefn endur höfðuðu mál þetta innan þess frests sem gefinn er skv. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 58/1998. Heimildum um ágreiningssvæ ði það sem hér er til umfjöllunar er ítarlega lýst í úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 1/2016 og þar vitnað til heimilda um svæðið . Í ljósi þess hvernig mál þetta er í pottinn búið þykir ekki ástæða til að rekja sérstaklega hér sögu svæðisins og helstu he imildir um það heldur verður vikið að helstu heimildum eftir því sem þurfa þykir. 4 Gengið var á vettvang 1. nóvember 2021 . III Aðild og kröfugerð Mál þetta er nokkuð óvenjulegt miðað við önnur mál um þjóðlendur. Hér er um tiltölulega lítið landsvæði að ræða sem er umlukið eignarlön d um á alla vegu. Þá er ekki til sérstök afmörkun á svæðinu og þess aldrei getið sem afréttar eða almennings í eldri heimildum. Í úrskurði óbyggðarnefndar er Flekkudalur sem liggur að svæðinu að vestan talin e ignarland jarðarinnar Staðarfells. Merki Flekkudals gagnvart þrætusvæðinu miðast við vatnaskil. Þá er óumdeilt að að austan afmarkast svæðið af vatnaskilum við eignarland Hvamms. Óbyggðanefnd telur síðan hið umþrætta svæði þjóðlendu . Niðurstaða nefndarinna r ræðst einkum af kröfugerð stefnenda og því að eftir breytingar á kröfugerð stefnda í máli féllu stefnendur frá kröfum sínum fyrir nefndinni. Nefndin tók því í raun ekki efnislega afstöðu til þess hvort l andamerkjabréf og aðrar heimildir jarðanna Knarrarh afnar, Rauðbarðaholts, Hóls og Breiðabólsstaðar lýsi því að umþrætt svæði sé innan merkja þeirra . Á þeim tíma sem óbyggðanefnd fjallaði um málið og þegar hún kvað upp úrskurð sinn giltu líkt og nú lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998. Eftir að nefndin kvað upp úrskurð sinn og eftir að mál þetta var höfðað var ne f ndum lögum breytt með lögum nr. 34/2020. Í 19. gr. laganna eins og þau hljóða í dag er tekið fram að sá sem telur til eignarréttinda eða annarra réttinda á svæði sem úrskurður nefndarinnar l ý tur að geti átt aðild að dómsmáli um úrskurðinn þrá tt fyrir að hafa ekki lýst kröfu fyrir nefndinni, að uppfylltum skilyrðum laga um meðferð einkamála um aðild að dómsmálum , enda verði það ekki metið honum til vanrækslu að hafa ekki gert kröfu fyrir nefndinni. Að sömu skilyrðum uppfylltum getur aðili að máli fyrir nefndinni, að ríkinu frátöldu, gert nýjar eða auknar kröfur fyrir dómi. Horfa verður til sjónarmiða að baki breytingunni sem gerð var með lögum 34/2020 en tilgangur þeirra var m.a. að auðvelda meðferð þjóðlendumála og þyk ir því rétt að lögin svo breytt eigi við í máli þessu þrátt fyrir að það séð höfðað áður en nefnd breyting var gerð. Fyrir óbyggðanefnd v ar ekki lýst kröfum vegna jarðanna Skarfsstaða, Hof - Akurs og Kýrunnarstaða en eigendur þeirra eru meðal stefnenda málsins. Allar eiga þessa jarðir það sameiginlegt að merki þeirra mætast í punkti á Skothrygg. Óumdeilt er að á Skothrygg er punktur sem marka r á einum stað upphaf þjóðlendu samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar. Eigendur nefndra jarða gera því í raun ekki eignarréttarlegt tilkall til 5 hluta þess svæðis sem deilt er um í málinu þó þannig að staðsetning merkja jarðanna á Skothrygg skiptir þá máli. Þrátt fyrir að rétt hefði verið af eigendum nefndra jarða að lýsa kröfum fyrir óbyggðanefnd og meta megi það þeim til nokkurrar vanrækslu að lýsa ekki kröfum fyrir nefndinni þykir ekki ástæða til að vísa kröfum þeirra frá dómi. Eigendur jarðanna Breiðabólstaðar, Hafursstaða, Hóls og Rauðbarðaholts lýstu kröfum fyrir óbyggðanefnd. Þeir hins vegar drógu kröfur sínar til baka. Lögmaður þeirra lýsti því hér fyrir dómi að það hafi verið gert á sínum tíma vegna þess að eigendur jarðanna hafi talið að vatnaskil réðu merkjum og þá um leið að kröfum hafi verið lýst í það land sem nú er ágreiningur um. Þrátt fyrir að þessir stefnendur hafi fallið frá kröfum sínum hjá óbyggðanefnd verður það ekki m etið þeim til slíkrar vanrækslu að það komi í veg fyrir að þeir geti nú gert þær kröfur sem þeir gera í máli þessu. IV Málsástæður stefnenda Stefnendur byggja á því að eignarrétturinn sé friðhelgur og njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. samningsviðauka nr. 1. við mannréttindasáttmála Evrópu. Stefndu halda því fram að ágreiningssvæðið geti ekki talist þjóðlenda enda innan landamerkja jarða þeirra. Stefnendur byggja á því að svæðið hafi verið numið í öndverðu og sá eignarréttur hafi ekki fallið niður og svæðið nú í þeirra eigu. Í Landnámu sé greint frá því að Kjallakur hafi numið land milli Dögurðarár og Klofning s og búið á Kjallaksstöðum. Landnáma hafi af Hæstarétti oft verið talin styðja við beinan eignarrétt og sömu niðurstöðu sé að fin na í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar í fyrri úrskurðum. Varðandi þrætusvæðið hafi óbyggðanefnd talið að af Landnámu verði ekki með óyggjandi hætti ráðið hvort ágreiningssvæðið hafi verið numið. Sé tekið mið af staðháttum og fjarlægðum við túlkun landn ámslýsinga telji nefndin þó líklegt að svæðið hafi verið numið, a.m.k. að verulegu leyti. Þá telji nefndin ólíklegt, með hliðsjón af staðháttum, að landnámi hafi verið hætt við Hólslæk og línu sem dregin er frá mótum hans og Flekkudalsár í Gölt, þannig að ágreiningssvæðið hafi fallið utan landnáms. Af hálfu stefnenda er á því byggt að allt ágreiningssvæðið sé innan upphaflegs landnáms í Dalabyggð. Engir almenningar eða afréttir séu á svæðinu og nýting og búseta bendi til þess að það hafi v erið nytjað frá l andnámi og tilheyrt ákveðnum jörðum. Engin efni séu til að efast um að landnámslýsing nái yfir það. Einnig verði að horfa til þess að 6 svæðinu hafi ekki verið lýst sérstaklega, það aðgreint frá heimalandi jarðanna og ekkert hafi fram komið sem bendi til þes s að það sé ólíkt öðru landi jarðanna. Stefnendur styðja kröfur sínar við meginreglu íslensks réttar þess efnis að eignarréttur að jörð með þinglýstum landamerkjum sé eignarland og að sá sem haldi öðru fram beri sönnunarbyrði fyrir því. Landnámsheimildir f ari ekki gegn landamerkjum jarðanna og þá verði að taka mið af því að land var betur gróið við landnám en nú er og þá hafi l andnám verið samfellt á þessu svæði svo sem almennt hafi tíðkast hér á landi. Stefnendur vísa til fyrirliggjandi eignarheimilda var ðandi jarðir sínar sem te y gi sig langt aftur um aldir, raunar allt til Landnámu. Þá hafi þeir þinglýst afsöl fyrir jörðum sínum . Stefnendur vísa hver um sig til landamerkja bréfa jarðanna sem gerðar voru og þinglýst laust fyrir og skömmu eftir 1900. Á því e r byggt að landamerkjabréfin bendi til þess að landsvæðið sé háð beinum eignarrétti. Jafnframt vísa stefnendur til þess að jörð með þinglýstu landamerkjabréfi, sem styðst við eldri eignarheimildir sé eignarland og að sá sem haldi öðru fram beri sönnunarbyr ði fyrir því. Stefnendur halda því fram að eignarheimildir sem fyrir liggja beri með sér að allt land jarða þeirra sé háð beinum eignarrétti. Engar heimildir séu um að landið hafi nokkru sinni verði fært undan einkaeignarrétti eða að eignarréttur að því hafi fallið niðu r. Sérstaka áherslu leggja stefnendur á að engar heimildir séu til um að á s v æðinu hafi nokkru sinni verið almenningar eða afréttir . Þ á bendi nýting og búseta til þess að allt svæðið hafi verið nytjað og tilheyrt jörðum þeirra allt frá landnámi. Afrétt haf i í lögbókunum fornu verið skilgrein d þannig að það sé land sem tveir eða fleiri eigi saman. Engar heimildir séu til um að hið umþrætta landsvæði tilheyri ekki eignarlöndum stefnenda enda hafi skilningur manna alltaf verið sá að lönd á svæðinu lægu sama n u pp til fjalla og þar ráði vatnaskil merkjum. Telja stefnendur að við túlkun vatnaskila verði að miða við hvert regndropi fellur, sbr. úrskurð óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008. Stefnendur halda því fram að óbyggðanefnd hafi í úrskurði sínum metið vatnaskil rangt á því svæði sem er vestan Skothryggs. Nefndin miði a ð mestu við vatnaskil og afmarki þjóðlenduna þannig að endanlegum kröfulínum íslenska ríkisins í málinu er fylgt að norðaustan - , suðaustan - og suðvestanverðu og að norðvestanverðu sé vatnaskilunum fylgt sem afmark i vatnasvið Flekkudalsár að suðaustanverðu. Vísa stefnendur til umfjöllunar óbyggðanefndar á bls. 148 og segja nefndina í meginatriðum afmarka svæðið með skilgreindum vatnaskilum á tvær hliðar, þ.e. til vesturs að Flekkudal og til norðurs a ð Hvammi en báðar þessar jarðir séu í eigu stefnda. Síðan af þremur tilgreindum 7 punktum sem afmarka svæðið til suðurs og austurs. Punktarnir séu á Skothrygg , punktur 8, sem afmarkar mörk Hof - Akurs, Skarfsstaða, Kýrunnarstaða og norðausturmörk Knarrarhafnar . Stefnendur halda því fram að Skarfsstaðir eigi land að Skothrygg og að mörkin við Kýrunnarstaði séu ranglega færð á úrskurðarkort. Næsti punktur í úrskurði nefndarinnar, punktur 9, kallist vatnaskil á Hraunum og hann afmarki norðvesturmörk Knarrarhafnar og norðausturmörk Rauðbarða holts. Síðan sé það punktur 10 sem afmarki vesturmörk Rauðbarðaholts og norðurmörk Hóls og Breiðabólsstaðar. Hið umþrætta svæði sé eftir þessa afmörkun nefndarinnar nálægt því að vera ferhyrnt um 2000 m á lengd og 1000 á bre i dd. Stefnendur vísa til þess að engar heimildir séu fyrir því að hið umþrætta svæði (Hraunin) teljist ekki til eignarlanda þeirra enda alltaf við það miðað að lönd á svæðinu lægu saman upp til fjalla. Engin landamerkjabréf eða aðrar heimildir séu fyrir því að svæðið hafi verið kallað eða skilgreint með orðum eins og óbyggðir, almenningur eða afrétt. Skoðun á svæðinu, m.a. með tilliti til hæðarlína, sýni að Hraunin geta ekki legið á öðrum stað en milli Skothryggs og ranans sem gengur suður úr Skeggö xl og á miðj u þess er söðulsvæði á vatnaskilum og lækkar til beggja handa. Allar aðliggjandi jarðir nái upp í Hraunin og mætist þar. Því séu engin rök til þess að aðeins sumar jarðir nái alla leið inn á mitt Hraunasvæði og upp í hæstu punkta og vatnaskil, en aðrar ger i það ekki þannig að þar sé óskilgreint land sem ekki sé háð eignarrétti en liggi engu að síður neðan vatnaskila á sumum jörðum en öðrum ekki. Stefnendur telja að Hraunin nái ekki yfir stærra svæði en það sem liggur milli Skothryggs og Skeggaxlar og yfir vatnaskilin, sem þar liggja, um 100 m í norður og um 400 metra til suðurs að tjörnunum sem mynda upptök Grensár skv. úrskurði óbyggðanefndar. Hraunin séu því um fimmtungur þrætusvæðisins. Þetta svæði sé frekar grýtt þannig að grjót stendur 10 til 50 cm upp úr jarðveginum en á milli sé víðast leir eða malarjarðvegur með mosa og fléttugróðri. Svæðið sé frekar flatt, g róðurlítið en þar megi þó finna ýmsan gróður s.s. fjallagrös og nokkurn beitargróður. Ef farið sé út fyrir þetta svæði, Hraunin, sé greinilegt a ð þau séu skilgreind með öðrum hætti og bera nöfn eða aðra skýra staðhætti. Hraunin séu því ekki stærri en að framan er lýst og geti alls ekki náð yfir allt umdeilda svæðið líkt og úrskurður óbyggðanefndar virðist reistur á. Stefnendur benda á að í landam erkjum fjögurra jarða, Knarrarhafnar, Rauðbarðaholts, Hóls og Breiðabólsstaðar, sé vísa ð til punkta á Hraunum en þær gangi allar upp í fjallendið vestan Skothryggs. Hof - Ak u r, Skarfsstaðir og Kýrunnarstaðir séu 8 síðan austan Skothryggs og óumdeilt að þær gan gi allar í efsta punkt á miðjum Skothrygg en ná ekki lengra vestur. Stefnendur byggja á því að í raun sé eingöngu óvissa um hvar á Hraunum punktar 9 og 10 í úrskurði óbyggðanefndar skuli vera. Óbyggðanefnd rökstyðji staðsetningu punktar 9 með því að þar sé um að ræða vatnaskil á milli Grensár og Hafnarár án þess að unnt sé að finna tilvísanir um þessa staðsetningu, enda séu þar engin skýr vatnaskil. Svæðinu halli hægt til suðurs og þar seytla fram allt svæðið smálækir sem koma fram á ýmsum stöðum undan Skot hrygg og frá Hraunum. Stefnendur taka fram að ekki geti hér verið átt við vatnaskil við Flekkudal sem séu mun vestar. Telja stefnendur einsýnt að hér hafi nefndin litið framhjá því augljósa þ.e. að átt sé við vatnaskil á Skothrygg og Hraunum sem afmarka va tnasvið Hvammsár til suðurs. Síðan staðsetji óbyggðanefnd punkt 9 neðarlega á svæði sem sé nokkuð vel gróið og alls ekki grýtt sem leiði til þess að það geti varla talist til Hrauna. Stefnendur telja ljóst að landamerki vestustu jarðanna tveggja, Breiðaból sstaðar og Hóls afmarkist af upptökum Grensár. Veðurstofan gefi tvo möguleika til þess að afmarka upptök áa. Annars vegar sem efsta punkt þar sem lengsti samfelldi farvegur er á yfirborði , svoköllu ð punktupptök. H ins vegar svæðisupptök sem afmarkast af vat nasvið i og vatnaskilum. Nefndi n noti í úrskurði sínum punktupptök sem fundin voru á loftmynd án þess að gera sérstaklega grein fyrir þeirri ákvörðun sinni. Stefnendur hafi hins vegar farið á vettvang í september 2018 og þá séð að auðvelt var að rekja samfe lldan farveg áfram úr þeim tjörnum sem punktur 10 er á úrskurðarkorti og þaðan upp í Efstutjörn, um 350 m norðar , en þar hækki land nokkuð hratt og stutt að vatnaskilum eða um 150 m. Þetta megi vel sjá af framlögðum ljósmyndum. Stefnendur telja eðlilegra a ð upptök Grensár hefðu verið ákvörðuð á vatnaskilum beint upp af Efstutjörn. Varðandi punkt 9 á úrskurðarkorti óbyggðarnefndar sem markar mörk Rauðbarðaholts og Knarrarhafnar á Hraunum benda stefnendur á að í landamerkjabréfum nefndra jarða séu efstu punkt ar þeirra í tvígang skilgreindir með afgerandi misjöfnu orðalagi eftir því hvort aðliggjandi jörð er að austan eða vestan. Í landamerkjabréfi . Skothryggur sé hæsta fjallið á svæðinu og hann því réttilega að síðari hluti setn ingarinnar árétti að punkturinn skuli vera við vatnaskil á Hraunum, 9 sem er þar efst uppi sem þá um leið lendir á lægsta punkti í söðlinum við endann á vesturölx l Skothryggjar. Þetta leiði síðan til þess að punktur 9 lendi þá nánast miðja vegu milli punkts 8 á Skothrygg og punkts 10 Grensárupptök í Efstutjörn eða á vatnaskili n sem þar eru rétt ofar. Með þessu færast mörk Breiðabólsstaðar og Hóls eins og Grensárupptök ná og síðan þaðan frá og í vestur yfir á vatnaskil við Flekkudal. Stefnendur afmarka í kröfugerð sinni svæðið á þann hátt sem þeir telja rétt og vísa þar til hvernig þeir telja að punktar á úrskurðarkorti óbyggðanefndar skuli með réttu vera. Telja þeir að punktur 8 skuli veri á miðjum toppi Skothryggs. Þaðan skuli draga línu fyrir vatnaskil, sem afmarka vatnasvið Hvammsár í gegnum miðjan söðulinn á Hraunum. Þá beri að leiðrétta landamerki Skarfsstaða og Kýrunnarstaða þannig að Kýrunnarstöðum tilheyri einnig land upp á Skothrygg sem ráða má af landamerkjabréfum jarðanna. R étt sé að staðsetja punkt 9 á miðjum söðlinum á Hraunum þannig að hann verði á vatnaskilum sem afmarka vatnasvið Hvammsár. Punkt 10 beri að staðsetja á vatnaskil ofan Efstutjarnar. Línurnar fyrir vatnaskili við Hvamm til norðurs og við Flekkudal til vestur s hafi verið dregnar þannig að þær fylgja hæðarlínum betur. Stefnendur byggja einnig á því að þeir og forverar þeirra, hafi farið með öll þau réttindi og heimildir sem fylgja umdeildu landi. Þeir hafi nýtt það á þann hátt sem eðlilegt er og var á hverjum tíma. Skatta og gjöld hafi þeir greitt af landinu og þá hafi eignarréttur þeirra verið virtur af öllum frá ómunatíð. Eignarréttur þeirra byggi því einnig á viðskiptavenju. Af hálfu stefnenda er jafnframt vísað til þess að venjuréttur og hefðarréttur leiði til þess að umþrætt landsvæði sé eign þeirra í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. samningsviðauka nr. 1. við Mannréttindasáttmála Evrópu en fullur hefðartími sé liðinn frá því að þeir tóku landi til einkanota. Vísa stefnendur m.a. til dóms Hæs taréttar sem birtur er á bls. 2792 í dómasafni réttarins 1997. Þá vísa þeir einnig til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Helgu Klaustranna gegn Grikklandi. Jafnframt vísa stefnendur til þess að Mannréttindasáttmáli Evrópu sé hluti af íslenskum rétti sem taka beri tillit til við úrlausn dómsmála hér á landi. Við mat á því hvort landsvæðið sé eign/eignarréttur þeirra í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. nefnds samningsviðauka vísa stefnendur til þeirra sjónarmiða sem lögð hafi verið til gru ndvallar af Mannréttindadómstól Evrópu á þessu álitaefni. Þannig hafi dómstóllinn túlkað hugtakið eign þannig að það hafi sjálfstæða merkingu. Með því sé átt við að í hverju máli þurfi að kanna hvort um sé að ræða eign sem njóti verndar 1. gr. þurfi að kan na hvort svo 10 sé samkvæmt landsrétti. Skortur á slík ri vend samkvæmt landsrétti ráði hins vegar ekki alltaf úrslitum. Atvik í hverju máli geti ráðið úrslitum og því verði að taka tillit til allra atvika máls í heild sinni og dómstóllinn hafi litið til staðr eynda og lagalegra atriða og einnig til þess hvernig hafi verið farið með umrædda eign í framkvæmd og hvaða traust menn báru til þeirrar framkvæmdar o.fl. Auk þessa vísa stefnendur til sjónarmiða sem lögð eru til grundvallar við lögmætar væntingar svo og þ ess að á herðar þeirra sé lögð of mikil sönnunarbyrði. Stefnendur halda því fram að tilgangur laga um þjóðlendur hafi aðallega verið sá að ríkið yrði eigandi landssvæða sem enginn hefði skjöl fyrir að hann eigi, en svo hátti til um hluta afrétta og jökla á miðhálendinu. Óbyggðanefnd eigi að finna hver þessi eigendalausu svæði séu og þau skilgreind sem þjóðlenda svo sem greinir í 1. gr. laga nr. 58/1998. Stefnendur halda því fram að umþrætt svæði sé háð beinum eignarrétti þeirra og telja sig hafa þinglýstar eignarheimildir fyrir svæðinu og því beri stefndi sönnunarbyrði fyrir því að svæðið sé þjóðlenda. Að mati stefnenda er óumdeilt að svæðið er innan upprunalegs landnáms og það standi stefnda nær að sanna að beinn eignarréttur að því hafi fallið niður. Óbygg ðanefnd leggi óhóflega sönnunarbyrði á stefnendur með því að krefjast sannana um framsal eignarréttar á landinu allt frá landnámi. Nefndin komist að niðurstöðu varðandi svæðið þannig að það sé hvorki innan þess svæðis á Flekkudal, sem sé eignarland, né inn an merkja jarða stefnenda. Stefnendur segja að landamerkjabréf jarða þeirra hafi verið í samræmi við þágildandi lög um landamerki og í tæp hundrað ár hafi verið á þeim byggt. Stefnendur halda því fram að óbyggðanefnd hafi horft framhjá því að sambærileg l önd, sem umlykja þrætusvæðið, séu viðurkennd eignarlönd og því eiga þrætusvæðið að falla í sama flokk enda sambærilegt að gæðum og uppruna auk þess sem eignarréttur að því hafi verið skráður á sambærilegan hátt. V Málsástæður stefnda Af hálfu stefnda er á því byggt að umþrætt landsvæði, landsvæði vestan Skothryggs , eins og svæðið er afmarkað í úrskurði óbyggðanefndar, sé svæði utan eignarlanda og þjóðlenda í skilningi 1. og 2. gr. laga nr. 58/1998. Stefndi telur að af heimildum um svæð ið verði ráðið að það hafi aldrei verið undirorpið beinum eignarrétti og þá hafi nýting þess ekki verið með þeim hætti. Stefndi vísar til þess að svæðið sé utan 11 landamerkjalýsinga aðliggjandi jarða og það sé stefnenda að sanna stofnun og tilvist beins eing arréttar á svæðinu og skip t i þá engu hvort svæðið teljist innan landamerkjalýsinga eða ekki. Stefnendum hafi ekki tekist slík sönnun. Stefndi heldur því fram að úrskurður óbyggðanefndar sé b yggður á umfangsmikilli upplýsingaöflun og rannsóknum nefndarinnar , kerfisbundinni leit hennar að gögnum, framlögðum skjölum málsaðila, sem og skýrslum sem gefnar voru fyrir nefndinni. Nefndin komist síðan að þeirri niðurstöðu að hvorki hafi stofnast til beinna né óbeinna eignarréttinda á landsvæðinu. Leiddi rannsókn ne fndarinnar og til þeirrar niðurstöðu að landsvæðið væri þjóðlenda. Stefndi gerir forsendur og niðurstöðu óbyggðanefndar að málsástæðum sínum til stuðnings sýknukröfu, auk annarra málsástæðna sem getið er í greinargerð þessari, og kröfulýsingu og greinarger ð stefnda fyrir óbyggðanefnd. Að mati stefnda verða engar afdráttarlausar ályktanir dregnar af takmörkuðum frásögnum Landnámu um landnám á umræddu svæði og því ósannað að landsvæðið hafi verið numið í öndverðu. Í úrskurði óbyggðanefndar komi fram að staðh ættir og fjarlægðir mæli því ekki mót að þrætusvæðið hafi verið numið en í landnámslýsingum komi ekki fram hversu langt inn til dala og hátt til fjalla landnám náði. Óvissa um landnámsaðferðir og umfang þess hverju sinni leiði til þess að ekki verði fullyr t með afdráttarlausum hætti um stærð þeirra. Stefndi heldur því fram að landnám skeri ekki með afdráttarlausum hætti úr um tilvist beins eignarréttar síðar. Þó svo þrætusvæðið kunni að vera innan landnáms, þá er til þess að líta að ekkert liggur fyrir um afmörkun eða yfirfærslu þeirra beinu eignarréttinda sem þannig kann að hafa verið stofnað til á landsvæðinu með námi. Sá beini eignarréttur, sem kann þannig að hafa stofnast í öndverðu, hefur því fallið niður og landssvæðið í kjölfarið tekið til takmarkaðr a nota annarra. Stefndi vísar einnig til þess að Hæstiréttur hafi í dómum sínum nokkrum sinnum lagt til grundvallar að landnám í öndverðu hafi ekki endilega stofnað beinan eignarrétt heldur hafi land einnig verið numið til afnota og þannig stofnað óbeinan eignarrétt. Um þetta vísar stefnandi í dæmaskyni til dóms réttarins í máli nr. 656/2012 Stefndi bendir á að stefnendur byggi allir á því að þrætusvæðið sé allt innan landamerkja jarða þeirra. Við upphaf aðalmeðferðar fyrir óbyggðanefnd, í lok nóvember 201 7, hafi eigendur Breiðabólsstaðar, Hóls, Rauðbarðaholts og Knarrarhafnar lagt fram kröfulýsingar og greinargerðir sínar. Fylgigögn sem getið er í kröfulýsingum, s.s. hornpunktaskrá og uppdrættir af landamerkjum voru hins vegar ekki lögð fram. Ekki 12 bárust kröfulýsingar vegna jarðanna Hofakurs, Kýrunnarstaða eða Skarfsstaða. Við sömu aðalmeðferð málsins hjá óbyggðanefnd breytti stefndi, íslenska ríkið, kröfugerð sinni og aðlagaði kröfulínu sína að landamerkjum jarðanna til samræmis við kröfulýsingar eigenda þeirra. Í framhaldi af því féllu eigendur jarðanna frá kröfum sínum fyrir óbyggðanefnd, að öðru leyti en því er varðaði kröfu um málskostnað. Samhliða því að kröfur eigenda fyrrgreindra jarða komu fram og stefndi breytti kröfulínum sínum, var gert nýtt kr öfukort þar sem punktar og línur með áorðnum breytingum voru sýnda r. Stefndi vísar til þess að í úrskurði óbyggðanefndar sé ítarlega gerð grein fyrir afmörkun þess þrætusvæðis sem úrskurðurinn fjallar um, þ.e. Flekkudal og landsvæðið vestan Skothryggs. Flekkudalur er utan ágreinings í þessu máli. Stefndi kveðst ekki sjá annað en að afmörkun óbyggðanefndar á þjóðlendunni gagnvart jörðunum Breiðabólsstað, Hóli, Rauðbarðaholti og Knarrarhöfn, sé í samræmi við þá afmörkun sem eigendur þessara jarða settu fra m fyrir óbyggðanefnd með fyrrnefndum kröfulýsingum þeirra og ennfremur í samræmi við breytta kröfugerð stefnda, íslenska ríkisins, sem var gerð í þeim tilgangi að samræma kröfulínu ríkisins að kröfulínum aðliggjandi jarða. Stefndi byggir á því að kröfuger ð eigenda nefndra jarða eigi sér stoð í rituðum heimildum. Kröfur þeirra nú séu ekki í samræmi við fyrri kröfur þeirra fyrir óbyggðanefnd, sem þeir svo reyndar féllu frá. Þá fær stefndi heldur ekki séð að kröfugerð eigenda jarðanna Kýrunnarstaða, Skarfssta ða og Hofakurs, styðjist við ritaðar heimildir og er bent á að af hálfu þessara jarða var engum kröfum lýst fyrir óbyggðanefnd. Af hálfu þessara jarða sé merkjum, hornmarki, lýst upp á Skothrygg í samræmi við landamerkjabréf jarðanna. Hagsmunir eigenda þes sara jarða í þessu máli varði því eingöngu staðsetningu á Skothrygg sem er hornmark gagnvart þjóðlendunni. Stefndi bendir á varðandi jörðina Knarrarhöfn að krafa eigenda þeirrar jarðar byggi á landamerkjabréfi jarðarinnar. Í kröfulýsingu til óbyggðanefndar komi fram að hafi málsaðilar verið sammála um að sá staður sé Skothryggur. Þá hafi málsaðilar verið sammála um að hornpunkur jarðanna Knarrarhafnar og Rauðbarðaholts, væri sá staður á sem væri úr sjónhendingu frá austari enda Hafnarvatns og að sá staður væri punktur 9 hjá stefnda á kröfukorti eða punktur. Stefndi byggir á því að kröfulýsing til óbyggðanefndar verði ekki skilin á annan hátt en að við afmörkun jarðarinnar Knarrarhafnar til norðurs, hafi stefnendur miðað við að staðsetning 13 kröfupunkta, kröfulína og viðeigandi örnefna, sé á þeim slóðum sem þeir töldu að vatnaskil væru. Því verði ekki annað ráðið en að við afmörkun jarðarinnar Knarrarhafnar gagnvart þjóðlendunni, hafi óbyggðanefnd miðað við lýsingu í fyrrnefndu landamerkjabréfi jarðarinnar, og eins og málsaðilar voru sammála um. Hvað v arðar jörðina Rauðbarðaholt kveður stefndi sömu rök og eiga við um hornmark þeirrar jarðar og Knarranhafnar. Í kröfulýsingu fyrir óbyggðanefnd virðist sem taka hafi átt upp landamerkjalýsingu úr landaberkjabréfi jarðarinnar orðrétt upp. Hins vegar verði ek ki séð að það hafi verið gert þar sem þar komi fram lýsing sem eigi sér ekki stoð í landamerkjabréfinu. Í landamerkjabréfinu komi fram að gagnvart jörðinni H óli sé merkjum lýst þannig að úr Lyngáshöfða sé farið í Grensá sem síðan ráði upp á Hraun. Stefndi vísar til þess að aðilar hafi verið sammála um hvar upptök Grensár eru og óbyggðanefnd hafi á korti tilgreint upptök Hofsár/Grensár á korti og aðilar því sammála um upptök Grensár væru. Af korti óbyggðanefndar megi sjá að nefndin tilgreindi upptök Hofsár/ Grensár eftir upplýsingum frá vatnamælingasviði Veðurstofu Íslands. Krafa eigenda jarðarinnar Rauðbarðaholts í máli þessu þess efnis að kröfupunktur um upptök Grensár, sé færður, á að mati stefnda ekki við rök að styðjast. Stefndi vísar til sömu raka og áður hafa komið fram varðandi jörðina Hól. Í landamerkjabréfi jarðarinnar komi fram varðandi merki til norðurs, milli Hóls og ð en að óumdeilt sé hvar Vatnamúaborg er staðsett, a.m.k. hafi stefnendur ekki gert kröfu um að sá punktur á kröfukorti eða úrskurðarkorti verði færður. Bein lína milli Vatnamúlaborgar í upptök Grensár sé í samræmi við lýsingu landamerkja jarðarinnar. Stefndi bendir á að landamerkjalýsing jarðarinnar lýsi því ekki að merkin nái að vatnaskilum heldur sé þeim lýst sem sjónhendingu milli tveggja punkta. Því sé merkjum jarðarinnar ekki lýst að vatnaskilum við Flekkudal. Hvað jörðina Breiðabólsstað varðar heldur s tefndi því fram að ágreiningur varðandi hana einskorðist við staðsetningu á upptökum Grensár, og vísar stefndi um staðsetningu þeirra til þess sem áður er rakið. Óumdeilt sé að merki jarðarinnar til norðurs ráðist af vatnaskilum gagnvart Flekkudal . Stefnd i segir að árgreiningur máls þessa snúist fyrst og síðast um afmörkun jarða stefnenda gagnvart þjóðlendunni. Óumdeilt sé að réttilega afmarkað land jarðanna sé h á ð beinum eignarrétti. Að sama skapi sé ekki um það deilt að land utan merkja þeirra sé 14 þjóðlen da en í það svæði geri stefnendur ekki kröfu um óbein eignarréttindi svo sem rétt til beitar, upprekstrar eða annarra sambærilegra réttinda. Hvað varðar ritaðar heimildir um svæðið vísar stefndi almennt til umfjöllunar um þær í úrskurði óbyggðanefndar. St efndi leggur áherslu á að Hæstiréttur hafi í dómum sínum ítrekað sagt að með gerð landamerkjabréfa geti menn ekki, einhliða, aukið við land sitt eða annan rétt. Jafnframt bendir stefndi á að samvæmt landamerkjalögum nr. 5/1882 hafi mönnum verið skylt að ge ra merkjalýsingar og viðhalda glöggum landamerkjum og sú skylda hafi einnig náð til afrétta og annarra óbyggðra lend n a eftir því sem við var komið. Stefndi hafnar málsástæðum stefnenda í þá veru að réttmætar væntingar geti verið grundvöllur eingarréttar þeirra á þrætusvæðinu. Þá telur stefndi að sjónarmið stefnenda varðandi eignarhefð geti átt við hér, m.a. með vísan til áður rakinna sjónarmiða um nýtingu landsins, staðhætti, gróðurfar og eldri heimildir. Ekkert liggi fyrir um að umráðum landsins hafi nok kru sinni verið háttað með þeim hætti að þau uppfylli kröfur 2. gr. hef ðarlaga nr. 46/1905 um óslitið eignarhald á fasteign. Þvert á móti hafi svæði ð eingöngu verið nýtt með afar takmörkuðum hætti, svo sem til sumarbeitar fyrir sauðfé. Hefðbundin afréttarn ot, eða önnur takmörkuð nýting lands geti ekki stofnað til beins eignarréttar líkt og fram komi í mörgum dómum Hæstaréttar. Máli sínu til stuðnings bendir stefndi á að þinglýsing heimildarskjalds fyrir svæði feli ekki í sér sönnun fyrir beinum eignarrétti og þá vísar hann einnig til þeirrar meginreglu eignarréttar að sá sem telur sig eiga beinan eignarrétt beri sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni. VI Niðurstaða Áður hefur verið vikið að því að mál þetta er nokkuð sérstakt af þjóðlendumáli að vera . Landsvæ ðið sem um er deilt er í raun lítið e n segja má að það sé nokkurn vegi nn ferhyrnt um 2.000 m á lengd í austur vestur og um 1.000 m á breidd í norður suður. Þ á eru engar heimildir um að á því hafi nokkru sinni verið afrétt eða almenningur . Engar heimildir u m upprekstur búfjár eða greiðslu afréttartolla eða sérstaka afmörkun svæðisins. Að teknu tilliti til staðhátta , eignarhalds aðliggjandi svæða og stærðar svæðisins eru ekki efni til annars en að ætla að svæðið hafi verið numið í öndverðu. Þeir stefnendur sem á lýstu kröfum fyrir óbyggðanefnd hafa nú aukið við kröfur sínar frá því sem þar var. Hafa þeir gefið þá skýringu að við lýsingu krafnanna fyrir óbyggðanefnd hafi þeir talið að kröfunum væri lýst að vatnaskilum sem þá réðu merkjum gagnv art aðliggjandi jörðum . Flekkudalur sem liggur vesta n þrætusvæðisins er 15 eignarland og að sama skapi er Hvammur sem liggur austan svæðisins eignarland en merki þessara jarða ná saman norðan svæðisins á þeim stað á Skothrygg sem afmarkar vatnasvið Flekkudals ár lengst til austurs . Óumdeilt er að merki nefndra eignarlanda gagnvart þrætusvæðinu ráðast af vatnaskilum. Í ljósi þess að ekki er ástæða til að ætla annað en að þrætusvæðið hafi verið numið í öndverðu og þess að ekki eru efni til að ætla að eignanarhal d á því hafi fallið niður og lan dsvæðið í kjölfarið tekið til takmarkaðra nota annarra , hafa landamerkjabréf og eftir atvikum aðrar heimildir hér verulega þýðingu. Skiptir einkum máli hvort landamerkjabréfin verði skilin á þann veg að þau lýsi merkjum að m erkjum Flekkudals og Hvamms. Í úrskurði óbyggðanefndar er ítarlega fjallað um landamerkjabréf jarða stefnenda . Í umfjöllun um landamerkjabréf Knarrarhafnar frá 1884 kemur m.a. fram að merkjum jarðarinnar gagnvart Kýrunnarstöðum sé Um merki milli Knarrarhafnar og Rauðbarðaholts segir að ekki sé fyllilega ljóst hversu hátt ti i örnefni á þessu svæði. Telur nefndin l íklegra að þarna sé um að ræða tilvísun til staðhátta á svæð inu . Í úrskurði nefndarinnar er vikið að v itnisburði Jóns Þorgeirssonar í Ásgarði, frá 21. maí 1834, en þar komi fr . Í lögfestu Jóns Árnasonar fyrir Knarrarhöfn frá 25. apríl 1842 segi r : Dómurinn fellst á með óbyggðanefnd að með tilvísun til hrauna sé átt við svæði en hversu stórt það kann að vera eða hvar hraunin nákvæm lega eru er óvíst. Í landamerkjalýsingu Knarrarhafnar kemur m.a. fram að merki jarðarinnar gagnvart Kýrunnarstöðum séu hæst á fjallinu sem jarðirnar eiga land upp til hrauna. Um merki gagnvart Rauðbarðaholti segir m.a. að þau liggi beina sjónhending úr aus tari vatnsendanum (Hafnrarvatn) upp til hrauna eður þaðan, sem vötn renna. Svipuð lýsing er í landamerkjabréfi Rauðbarðaholts. Merkjum Rauðbarðaholts og Hóls er m.a. lýst þannig að þau nái í Grensá sem svo ráði upp í hraun. Ekki verður annað ráðið en að hr aunin séu norðarlega á svæðinu og þau geta ekki, í ljósi þess hversu svæðið er lítið, 16 verið langt frá þeim stað er vötnum tekur að halla til Flekkudals og eftir atvikum Hvamms . Má hvað þetta varðar horfa til vitnisburðar Jóns Þorgeirssonar og lögfestu Jóns Árnasonar , sem áður er getið, en þar er merkjum lýst að Skothrygg sem þá markar merki að Hvammi. Í úrskurði sínum miðar óbyggðanefnd við ákveðinn punkt sem upptök Grensár og er þar um svo kölluð punktupptök en ekki svæðisupptök . Punktupptök eru skilgreind með þeim hætti að þau séu þar sem vatn sést birtast í lengsta samfellda farvegi á yfirboði en þanni g afmörkun er m.a. háð breytingum á loftslagi og/eða árstíðum þar sem farvegir geta verið þurrir hluta af ári. Svæðisupptök eru skilgreind þannig að þau nái til þess svæðis þar sem dropi lendir á landi og rennur þaðan út í sjó. Að mati dómsins er eðlilegra að miða við svæðisupptök Grensár í ljósi þess að í fjölda heimilda um svæðið er notast við orðalag eins og þaðan sem vötn um hal lar, þaðan sem vötn renna, frá upptökum , vatnshalli ræður merkjum o.fl. Telur dómurinn rétt að til þessa sé horft við ákvörðun á upptökum Grensár og þar sé því átt við allt vatnasvæði árinnar en ekki punktupptök hennar. Undir rekstri málsin s lögðu stefnend ur fram nýtt skjal frá Veðurstofu Íslands sem gerir með nákvæmari hætti grein fyrir vatnaskilum á svæðinu. Sé horft til þess og miðað við svæðisupptök Grensár ná þau að merkjum Flekkudals og Hvamms og ná upptökin þannig ákvörðuð í raun yfir allt ágreinings svæðið . Áður hefur ítrekað verið vikið að því að óbyggðanefnd tók ekki afstöðu til þess hvort merki jarðanna Rauðbarðaholts, Knarrarhafnar, Hóls og Breiðabólsstaðar kynnu að ná lengra til norðurs en að þeirri línu sem nefndin miðar við og samþykkt var af stefnendum undir rekstri málsins fyrir óbyggðanefnd enda nefndin bundin af kröfum þeirra. Auknar kröfur þeirra komast hins vegar að í máli þessu eftir að áðurnefnd breyting var gerð á 19. gr. laga nr. 58/1998. Að mati dómsins er í raun erfitt að slá því f östu að landamerkjabréf jarða stefnenda lýsi því að landið nái að vatnaskilum svæðisins gagnvart Flekkudal annars vegar og Hvammi hins vegar. Aftur á móti eru allnokkrar vísbendingar sem benda til að svo sé. Þannig er óumdeilt að vatnaskil ráða merkjum Fle kkudals og Hvamms að ágreiningssvæðinu . Merki jarða stefnenda eru að jafnaði miðuð við vatnaskil t.d. á hraunum , í upptökum Grensár eða á Skothrygg . Að mati dómsins er óeðlilegt að þar sé átt við önnur vatnaskil en þau sem marka vatnaskil Flekkudals og Hvamms að ágreiningssvæðinu enda rennur allt vatn frá þeim vatnaskilum í Grensá og þaðan til sjávar . Þá bendir stærð , gróðurfar og nýting svæðisins , fj arlægðar þess frá byggð 17 eindregið til þess að það hafi verið n umið í öndverðu . Jafnframt verður að horfa til þess að svæðið er í eldri heimildum aldrei nefnt sem afréttur eða almenningur eða afmarkað sérstaklega sem slíkt . Að þessu gættu er það niðurstaða dómsins að stefnendum hafi tekist að færa fram næga sönnun fyrir því að landið sé háð beinum eignarrétti þeirra. Er krafa stefnenda þess efnis að á hinu umþrætta svæði sé enga þjóðlendu að finna því tekin til greina. Merki mill i einstakra jarða á svæðinu k oma hins vegar ekki til skoðunar hér. Rétt þykir að málskostnaður falli niður, en um gjafsóknarkostnað stefnenda fer sem í dómsorði greinir og hefur þar verið tekið tillit umfangs málsins og virðisaukaskatts. Ólafur Björnsson lögmaður fór með málið fyrir stefnendur en Andri Andras on lögmaður gætti hagsmuna stefnda. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættum ákvæðum 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamála. Dómsorð : Fellt er úr gildi ákvæði í úrskurði óbyggðanefndar 3. maí 2018 í máli nr. 1/2016, Upphafspunktur er á þeim stað á Skothrygg þar sem vatnaskil sem afmarka vatnasvið Flekkudalsár ná lengst til austurs. Þaðan er vatnaskilum suðvestan Skeggjadals fylgt til suðaustu rs í 613 m hæðarpunkt á Skothrygg. Þaðan er línan dregin í beina stefnu til suðvesturs í vatnaskil á Hraunum og þaðan í beina stefnu til norðvesturs í vestari upptök Grensár á Hraunum. Þaðan er línan dregin til suðvesturs í vatnaskilin sem afmarka vatnasvi ð Flekkudalsár að Viðurkennt er að enga þjóðlendu er að finnan innan framangreinds svæðis. Málskostnaður fellur niður . Allur gjafsóknarkostnaður stefnenda , Breiðu ehf., Hólshlíða r ehf., Halldórs Þorgils Þórðarsonar, Ingþórs Kristmundar Sveinssonar, Moniku Bjarkar Einarsdóttur, Ástvaldar Elíassonar, Dagmarar B ja rkar Ástvaldsdóttur, Sigríðar G. Karvelsdóttur og Hrafnhildar B. Ellertsdóttur, greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutning sþóknun lögmanns þeirra, Ólafs Björnssonar, 2.500.000 krónur. Halldór Halldórsson