Héraðsdómur Reykjaness Dómur 2 7 . október 2022. Mál nr. E - 30/2019 : Þb. Karl s Emil s Wernersson ar ( Árni Ármann Árnason lögmaður ) g egn Jón i Hilmar i Karlss yni ( Ólafur Eiríksson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 2. s eptember sl., var höfðað með stefnu birtri 19. d esember 2018. Stefnandi er þrotabú Karls Emils Werne r ssonar, . Stefndi er Jón Hilmar Karlsson, . Endanlegar dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: Aðallega að i) rift verði með dómi ráðstöfun þrotamanns, Karls Emils Wernerssonar, sem fólst í því að hann afsalaði , með kaupsamningi sem á er rituð dagsetningin 13. janúar 2014, til stefnda, öllum hlutum í félaginu Toska ehf. að nafnverði 500.000 krónur. Jafnframt að ii) stefndi verði dæmdur til að afsala aftur til stefnanda öllum hlutum í Toska ehf. gegn greiðslu frá stefnanda á söluverði hlutanna að fjárhæð 1.133.000 krónur að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 5.000.000 krón a á dag er falli á að liðnum 5 dö gum frá uppkvaðningu dóms hafi framangreindri skyldu stefnda ekki verið fullnægt. Ef fallist verður á riftun eftir lið i) en verði framsali hlutanna ekki komið við krefst stefnandi þ ess að stef n di greiði honum 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá má lshöfðunardegi til greiðsludags samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu . Til vara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá málshöfðun ardegi til greiðsludags samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. 2 Önnur varakrafa stefnanda er að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá 16. f ebrúar 2019 til greiðsludags samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og v erðtryggingu. Þriðja varakrafa stefnanda er að stefnda verði gert að greiða stefnanda skaðabætur að álitum með vöxtum og dráttarvöxtum að mati dómsins og fjórða varakrafa hans að v iðurkennd verði ólögmætri og saknæmri ráðstöfun stefnda og föður hans sem fólst í því að þeir gerðu á milli sín kaupsamning um alla hlutina í félaginu Toska ehf., kt. 67011 2 - 0390, að nafnverði kr. 500.000, sem stefndi keypti af föður sínum fyrir kr. 1.133.000 krónur Jafnframt krefst s tefnandi í öllum tilvikum málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnand a. Stefn di krafðist þess einnig í greinargerð sinni að hluta dómkrafna stefnanda yrði vísað frá dómi en þeirri kröfu var hafnað með úrskurði dómsins 30. september 2019. I Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 16. a príl 2018 var bú Karls Emils Wernerssonar tekið til gjaldþrotaskipta. Var Árni Ármann Árnason lögmaður skipaður skiptastjóri búsins og var frestdagur við skiptin 21. júlí 2017. Lýstar kröfur í búið nema liðlega 12.737.536.308 krónum en að sögn stefnanda var búið nær eignalaust við upphaf skipta. Þrotamaður va r einn aðaleigenda og stjórnarformaður Milestone ehf., sem átti m.a. hluti í Glitni banka hf. og Lyfjum og heilsu hf. og allt hlutafé í Sjóvá - Almennum tryggingum hf. Milestone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í s eptember 2009 og er þrotabú félagsins stærsti kröfuhafinn í b ú þrotamanns með lýstar kröfur að fjárhæð 11.793.647.002 krónu r . Samhengisins vegna , og vegna síðari umfjöllunar , er rétt að rekja stuttlega tilurð gjaldþrots þrotamanns og málarekstur gegn honu m í aðdraganda gjaldþrotsins. Þannig mun þrotabú Milestone ehf., stærsta kröfuhafans sem fyrr segir, þann 8. nóvember 2010 hafa höfðað skaðabótamál gegn þrota manni og lauk því máli með dómi Hæstaréttar Íslands 9. maí 2018 í máli nr. 40/2018 þar sem þrotama ður var ásamt fleirum dæmdur til að greiða þrotabúinu óskipt 346.350 evrur, 419.229 svissneska franka, 28.046.557 japönsk jen og 134.445 bandaríkjadali að viðbættum vöxtum. Þá var þrotamaðu r dæmdur til að greiða þrotabúinu 5.195.721.859 krónur að viðbættum dráttarvöxtum með 3 dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 8. mars 2017 vegna kaupa þrotamanns á hlutabréfum systur þrotamanns í félaginu Milestone ehf. á árunum 2006 - 2007. Á grundvelli dómsins var gerð árangurslaus löggeymsla hjá þrotamanni sem síðan varð g rundvöllur gjaldþrotaskipta hans. Fyrrgreindur héraðsdómur mun síðan hafa verið staðfestur með dómi Hæstarétt ar 17. maí 2018 í máli nr. 325/2017 . Vegna sömu viðskipta var þrotamaður auk þess dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisrefsingar fyrir umboðssvik með dómi Hæstaréttar 28. apríl 2016 í máli nr. 74/2015. Auk framangreinds var þrotamanni gert að greiða 531.923.619 krónur með úrskurði skattrannsóknarstjóra 25. júní 2015 vegna endurákvö rðunar skatta þrotamanns á árunum 2007 - 2009. Fram til ársins 2014 var þrotamaður eigandi félagsins Toska ehf. sem var móðurfélag í samstæðu sem var verðmætasta eign hans . Átti félagið þannig Faxa ehf., sem átti félag sem bar heitið Faxar ehf., en það félag átti nær allt hlutafé í Lyfjum og heilsu hf. Með kaupsamningi, dagsettum 13. j anúar 2014, seldi þrotamaður hins vegar syni sínum, stefnda, allt hlutafé í félaginu Toska ehf. Er í máli þessu deilt um umrædd viðskipti. Í kaupsamningi um v iðskiptin s agði að kaupverð hlutanna sk yldi nema sömu fjárhæð og bókfært eigið fé félagsins í ársreikningi 31. desember 2013. Þar sem endanlegt kaupverð l ægi ekki fyrir á samningsdegi væri uppgjöri frestað þar til endurskoðendur hefðu lokið gerð ársreiknin gs fyrir árið 2013 . Skyldi kaupverð bera 4,5% vexti frá dagsetningu samningsins til greiðsludags. Undir samninginn rituðu bæði þrotamaður og stefndi en auk þess sem vottar að réttri dagsetningu og undirritun A og B sem þá störfuðu hjá samstæðu Toska ehf. Stefndi kveðst hafa gert upp við þrotamann 6. desember 2014, en á y firliti yfir tékkareikning þrotamanns kemur fram að stefndi hafi lagt inn á hann 1.133.000 krónur 6. desember 2014 . Óumdeilt er að í ársreikningi Toska ehf. fyrir árið 2014, sem skilað va r inn 10. n óvember 2015, sagði að þrotamaður væri eigandi félagsins. Þann 29. a príl 2016 barst embætti RSK hins vegar beiðni frá endurskoðanda Rýni endurskoðunar ehf. , sem vann fyrir félagið, um að ársreikning num yrði skipt út vegna villu í þeim fyrri. Var RSK sendur nýr ársreikningu r þar sem stefndi var sagður eigandi félagsins. Þá móttók RSK tilkynningu um breytingu á stjórn Toska ehf. 23. nóvember 2016 þar sem stefndi var sagður nýr stjórnarmaður í stað þrotamanns. 4 Bæði þrotamaður og stefndi voru inntir eftir upplýsingum um fyrrgreind viðskipti í skýrslutök hjá skiptastjóra stefnanda. Í skýrslugjöf þrotamanns 18. apríl 2018 sagði þrotamaður að hann hefði selt stefnda Toska ehf. fyrir 1.133.000 kr. með kaupsamningi, dagsettum 13. janúar 2014. Að baki viðskiptunum hefðu legið verðmöt KPMG og sérfræðiskýrsla frá Grant Thornton auk þess sem þrotamaður taldi lögmannsstofuna Lex hafa unnið álit fyrir Íslandsbanka vegna viðskiptanna. Stefndi var einnig inntur eftir upplýsingum um viðskiptin í skýrs lutöku hjá skiptastjóra 5. desember 2018 og kvað hann þau hafa verið gerð vegna greiðasemi við föður sinn. Mál þetta lýtur að fyrrgreindum viðskiptum með hluti í félaginu Toska ehf. en á því er byggt af hálfu stefnanda að um riftanlegan gjafagerning í aðdraganda gjaldþrots þrotamanns hafi verið að ræða. Hefur stefnandi höfðað fleiri riftunarmál vegna annarra viðskipta þrotamanns, en með dómi Landsréttar 1. apríl 2022 í máli nr. 353/2020 var staðfestur dómur héraðsdóms þar sem rift var sölu þrotamanns á fasteign á Ítalíu, fasteign í Garðabæ og nánar tilgreindri bifreið í aðdraganda gjaldþrots hans. Þá rekur stefnandi riftunarmál vegna sölu þrotamanns á meðal annars félögunum Vátt ehf., eiganda Galtalækjarskógar, og Fets ehf., sem rekur hrossaræktarbústa ð, til félagsins Faxa ehf. 28. janúar 2015. Undir rekstri málsins var dómkvaddur matsmaður, C , löggiltur endurskoðandi, til að meta virði hluta í félaginu Toska ehf. á nánar tilgreindum tímabilum ásamt gjaldfærni þrotamanns á árunum 2014 - 2017 . Voru matsge rðir hennar l agðar fram 23. j úní 2020. Þá var í þinghaldi 7. j anúar 2020 dómkvaddur matsmaður D arkitekt til að meta markaðsverð nánar tilgreindrar fasteignar á Ítalíu á árunum 2013 - 2016. Var matsgerð hans lögð fram 8. mars 2022 . Loks voru dómkvaddir yfirm atsmenn, þau E hagfræðingur og F löggiltur endurskoðandi, í þinghaldi 8. j anúar 2021, til þess að meta virði Toska ehf. 13. j anúar 2014. Var matsgerð þeirra lögð fram í þinghaldi 28. j anúar 2022 . Verður vísað til umræddra matsgerða eftir því sem tilefni ge fst til í niðurstöðukafla dómsins. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu matsmennirnir C og C , löggiltir endurskoðendur, og hagfræðingurinn G . Staðfestu þau öll matsgerðir sínar. Þá gáfu skýrslu fyrir dóminum A og B , sem vottuðu kaupsamninginn um Toska ehf., og H , fyrrum endurskoðandi Toska ehf. II Málsástæður stefnanda 5 Stefnandi byggir á því að í sölunni á Toska ehf. til stefnda hafi falist ótilhlýðilegur gjafagerningur sem sé riftanlegur samkvæmt ákvæðum laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Er þrotamaður hafi séð fram á gjaldþrot sitt hafi hann annars vegar framselt félagið Toska ehf., sem hafi verið efst í eignasamstæðu hans, til stefnda, sonar síns, fyrir gjafverð og hins vegar framselt aðrar eignir sínar til félaga neðar í samstæðunni . Með þ ví hafi hann skotið undan eignum til nákominna til þess að geta áfram haft aðgang að þeim . Toska ehf. , móðurfélagið í samstæðunni, hafi haft fjárráð yfir dótturfélögunum fyrir neðan og hafi það verið upphafsskrefið hjá þrotamanni að koma því félagi undan á ður en hann síðan framseldi aðrar eignir til dótturfélaganna. Salan til stefnda hafi á ótilhlýðilegan hátt verið stefnda til hagsbóta á kostnað kröfuhafa þrotamanns og leitt til þess að eignir þrotamanns voru ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum búsins þegar úrskurður um gjaldþrotaskipti var kveðinn upp. Sé því einsýnt að ráðstöfunin hafi orðið kröfuhöfum til tjóns. Stefndi sé sonur þrot a manns og því nákominn honum, sbr. 2. t l. o g 3. g r. laga nr. 21/1991. Hafi það verulega þýðingu við mat á riftanleika þeirrar ráðstöfunar sem um sé deilt, m.a. að því er varði grandsemi riftunarþola o.fl. Almennt sé talið að þegar um viðskipti milli nákominna sé að ræða í aðdraganda gjaldþrots séu löglíkur á að ráðstöfun verði talin gjöf frekar en ráðstöfun vi ðskiptalegs eðlis. Í því sambandi bendi stefnandi á að þrotamaður hafi á árunum 2014 - 2018 greitt stefnda vasapeninga og sett skýringuna viðkomandi færslur í heimabanka . Tveimur dögum eftir að stefndi eigi að hafa greitt þrotamanni fyrir hlutina í Toska ehf. hafi hann þannig fengið vasapening að fjárhæð 10.000 krónur inn á bankareikning sinn frá þrotamanni. Samkvæmt samningi um söluna á Toska ehf. hafi viðskiptin átt sér stað 13. janúar 2014. Margt í gögnum málsins bendi hins vegar til þess að þetta sé ekki rétt dagsetning. Þannig hafi eftirfarandi verið haft eftir þrotamanni í fyrstu skýrslutöku hjá skiptastjóra 2014. Mætti upplýsir skiptastjóra u m það að baki viðskiptunum hafi legið verðmöt frá þrotamanns tölvupóst 9. nóvember 2018 þar sem óskað hafi verið eftir kaupsamningnum við stefnda og umræddum verðmötum. Þrotamað ur hafi þá lagt fram ódagsetta sérfræðiskýrslu Grand Thornton. Er skiptastjóri stefnanda hafi síðan óskað eftir upplýsingum frá endurskoðandanum sem vann skýrsluna hefði komið í ljós að skýrslunni hefði fyrst verið skilað 29. ágúst 2014. Þar sem skýrslan h afi samkvæmt stefnda átt að 6 liggja til grundvallar sölunni á Toska ehf. sé útilokað að salan hafi átt sér stað í janúar 2014 eins og stefndi byggi á . Þá veki athygli að í ársreikningi Toska ehf. fyrir árið 2014, sem sendur hafi verið RSK 10. nóvember 2015, komi fram að í lok árs 2014 hafi félagið verið í 100% eigu þrotamanns. Stefndi hafi auk þess ekki sest í stjórn félagsins fyrr en 17. nóvember 2016, en venjan sé sú að menn setjist í stjórn er þeir kaupi félög. Það sem einnig styðji það að umrædd dagsetni ng sé málum blandin sé að stefndi fullyrði að hann hafi ekki greitt kaupverðið fyrr en 6. desember 2014. Í kaupsamningnum hafi hins vegar komið fram að greiða ætti kaupverðið þegar ársreikningur Toska ehf. fyrir árið 2013 lægi fyrir. Ársreikningurinn sé sa gður undirritaður 30. á gúst 2014 og því h afi kaupverð á tt að greiðast þann dag. Að mati stefnanda komi einnig til greina að miða dagsetningu sölunnar við 6. d esember 2014, eða þann dag sem stefndi millifærði þær 1.133.000 krónur , sem hann segi greiðslu f yrir Toska ehf., á þrotamann . Þennan dag hafi legið fyrir nýleg niðurstaða skattrannsóknarstjóra frá 18. á gúst 2014 um að þrotamaður hefði staðið skil á efnislega röngum framtölum vegna áranna 2006 - 2009, en sú niðurstaða hafi síðan leitt til þess að RSK en durákvarðaði skatta þrotamanns um 531.923.619 krónur. Skömmu fyrir þennan dag hafi einnig nýlega verið dómtekið í héraðsdómi st órt sakamál gegn þrotamanni þar sem dómkröfur voru gríðarlega háar. Því hafi verið fyrir hendi freistnivandi fyrir þrot a mann að koma eignum á son sinn. Loks komi til greina að miða hinn eiginlega söludag við dagsetninguna 29. apríl 2016 eða síðar. Það sé sú dagsetning sem stefnandi byggi aðallega á að viðskiptin um Toska ehf. hafi farið fram. Þann dag hafi fyrri ársreikningur fyrir rekstrarárið 2014, þar sem þrotamaður var tilgreindur 100% eigandi Toska ehf ., verið ógiltur og nýr sendur inn þar sem stefndi var tilgreindur 100% eigandi Toska ehf. Áður en til þessa kom hafi ekki legið fyrir neinar upp lýsingar hjá fyrirtækjaskrá RSK um annað en að þrotamaður ætti félagið. Umrædd dagsetning sé líka dagurinn eftir að þrotamaður hafi verið dæmdur til langrar fangelsisvistar með dómi Hæstaréttar 28. apríl 2016 í máli nr. 74/2015. Með þeim dómi haf i legið fy rir að staða þrotamanns í skaðabótamáli þrotabús Milestone ehf. gegn honum væri o rðin mun veikari eða allt að því vonlaus, enda hafi því máli síðan lyktað með dómi Hæstaréttar 17. maí 2018 í máli 325/2017 þar sem þrotamaður var dæmdur til þess að greiða 5. 195.721.859 krónur. Framangreint styðji einnig sú staðreynd að stefndi hafi ekki sest í stjórn Toska ehf. fyrr en eftir 29. a príl 2016, eða þann 17. n óvember 2016. 7 Stefnandi byggir á því að þrotamaður hafi verið ógjaldfær þegar salan á Toska ehf. fór fr am og að stefnda hafi verið kunnugt um ógjaldfærni na . Í hugtakinu ógjal d færni felist að eignir þrotamanns séu m inni en skuldir , að hann geti ekki staðið í fullum skilum við kröfuhafa sína þegar kröfur falli í gjalddaga og ekki sé talið sennilegt að greiðsl uerfiðleikar muni líða hjá innan skamms tíma. Svo hafi háttað til hjá þrotamanni og eigi það jafnt við hvort sem talið verði að salan hafi átt sér stað á árinu 2014 eða 2016. Þar sem þrotamaður hafi ekki skilað skattframtölum eftir árið 2010 verði að miða mat á gjaldfærni við forprentuð skattframtöl RSK fyrir árin á eftir . Samkvæmt þeim hafi þrotamaður verið ógjaldfær frá árinu 2013 enda hafi skuldir þá verið mun meiri en eignir. Við þ á neikvæðu eignastöðu hafi síðan bæst að í árslok 2013 hafi legið fyrir að skattrannsóknarstjóri væri að rannsaka framtalsskil þrotamanns vegna tekjuáranna 200 6 - 2009 auk þess sem tvö skaðabótamál þrotabús Milestone ehf. gegn þrotamanni hafi verið í gangi fyrir dómstólum. Annars vegar sé þar um að ræða mál sem þingfest hefði verið í janúar 2011 vegna greiðslu þrotamanns út af reikningum Milestone ehf. inn á reikninga systur hans á árunum 2006 - 2007 að fjárhæð 5.195.721.859 krónu r . Því máli hafi lokið með dómi Hæstaréttar 17. maí 2018 (327/2017) þar s em þrotamanni hafi ve rið gert að greiða tjónþola fyrrgreinda fjárhæð að viðbættum dráttarvöxtum frá 13. f ebrúar 2011 til greiðsludags. Hins vegar sé um að ræða fyrrgreindan dóm Hæstaréttar 8. maí 2018 (40/2017) þar sem þrotamaður hafi, vegna ólögmætrar hát tsemi í júní 2007, verið dæmdur til að greiða EUR 346.450, CHF 419.229, JPY 28.046.557 og USE 134.445 að viðbættum dráttarvöxtum . Við mat á greiðslustöðu þrotamanns beri að taka mið af umræddum skaðabótamálum þar sem búið hafi verið að höfða málin árið 201 3 og Hæstiréttur síðan slegið föstu að tjónsatburðirnir hefðu komið til á árunum 2006 - 2007. Af forprentuðu skattframtali þrotamanns árið 2015 vegna tekjuársins 2014 verði sama niðurstaða ráðin. Skuldir hafi verið miklum mun meiri en eignir auk þess sem þ á hafi einnig legið fyrir að lokið væri rannsókn skattrannsóknarstjóra og að við skuldir þrotamanns myndu bætast gríðarlegar fjárhæðir sem reyndust við endurákvörðun RSK vera 531.923.619 krónur. Við skuldirnar bætist síðan fyrrgreindar skaðabótakröfur. Eig infjárstaða þrotamanns hafi þannig verið verulega neikvæð í lok ársins 2014 . Staðan hafi síðan haldið áfram að versna eins og ráðið verði af forprentuðum skattframtölum fyrir næstu ár . Af þessu sé ljóst að þrotamaður hafi verið ógjaldfær í það minnsta frá því í ársbyrjun 2014, eða orðið það vegna hinnar meintu riftanlegu ráðstöfunar. 8 Fyrir liggi að verð mæti Toska ehf. á söludegi hafi verið mun hærra en endurgjaldið sem stefndi greiddi, þ.e. 1.133.000 krónur. Í ársreikningum Toska ehf. vegna reikningsárann a 2013 - 2017 komi fram að eignarhluti r í öðrum félögum hafi alltaf verið metnir á kostnaðarverði, nánar tiltekið á 9.402.199 krónur , þrátt fyrir að eigið fé dótturfélaga hafi verið margfalt hærra. Hagnaður félaga í samstæðu Toska ehf. á árunum 2013 - 2017 haf i verið gríðarlegur og hann einn og sér dugi til að sýna fram á hve lágt kaupverðið á Toska ehf. hafi verið. Hagnaður félagsins Fax i ehf. hafi t.d. verið 231.492.407 krónur á árunum 2013 - 2017 og félagsins Faxar ehf. á sama tímabili 1.639.415.000 krónur . Þá hafi hagnaður Lyfja og heilsu hf. verið 1.448.834.000 krónur á greindum tíma. Þrotamaður haldi því fram að Lyf og heilsa hf. hafi ekki verið í samstæðunni þegar hann seldi stefnda Toska ehf. en stefnandi telji það ekki rétt. Samkvæmt kaupsamningnum ha fi félagið Aurláki ehf. , sem var í eigu þrotamanns, verið seljandi Lyfja og heilsu hf. en kaupandi Faxar ehf. Aurláki ehf. h afi keypt Lyf og heilsu hf. út úr samstæðu Milestone ehf. í mars 2008 eða stuttu fyrir hrun og hafi kaupverðið, 3.441.622.800 krónur , verið greitt með yfirtöku skulda að öðru leyti en því að greiða átti innheimtu á fjárgreiðslunni 1. á gúst 2012. Þegar Aurláki ehf. h afi selt Lyf og heilsu hf. til Fax a ehf. árið 2013 h afi ekkert verið búið að greiða upp í framangreinda skuld og h af i hún verið skilin eftir í félaginu Aurláka ehf. Þrotabú Milestone ehf. h afi unnið mál gegn Aurláka ehf. með dómi Hæstaréttar í máli nr. 720/2016 en enn ekkert fengið upp í s ku l dina þar sem síðarnefnda félagið hefði verið lýst gjaldþrota árið 2018. Af þessu leiði að Aurláki ehf. hafi aldrei greitt fyrir Lyf og heilsu hf. en selt félagið til félagsins Faxar ehf. sem óbeint hafi verið í eigu Toska ehf. sem þrotamaður hafi síðan selt stefnda. Hvað varðar virði Toska ehf. á söludegi vísar stefnandi til matsgerðar dómkvadds matsmanns, sbr. það sem nánar verður rakið síðar. Kveður stefnandi v irði félagsins á söludegi m.a. háð því hvort salan hafi átt sér stað áður eða eftir að Lyf og heilsa hf. tilheyrði samstæðunni . S em fyrr greini byggi stefnandi aðallega á því að salan á Toska ehf. hafi átt sér stað eftir 28. a príl 201 6. Verði hins vegar miðað við fyrra tímamark liggi a.m.k. í öllum tilvikum fyrir að Lyf og heilsa hf. hafi verið komið inn í samstæðuna og að bætur eigi að miðast við það. Verði ekki fallist á það byggi stefnandi í öllu falli á því að fyrir hafi legið við söluna á Toska ehf. til stefnda að Lyf og heilsa hf. væri að koma inn í samstæðuna enda hafi félagið þá verið ei gn Aurláka ehf. sem var í eigu þrotamanns og hann því í stöðu til að ráðstafa félaginu til Toska ehf. eins og hann gerði í raun. 9 Stefnandi kveður hina umdeildu ráðstöfun þrotamanns hafa verið saknæm a enda hafi verðmæti Toska ehf. verið mun meira en 1.133.000 krónur og ljóst að með þessum gjafagerningi til sonar þrotamanns hafi hann dregið stórlega úr möguleikum kröfuhafa hans til þess að fá efndir krafna sinna. Þrotamanni og stefnda hafi verið fullkunnugt um að um verulegt un dirverð fyrir félagið væri að ræða auk þess sem þeir hafi báðir vitað að þrotamaður v æri á leið í gjaldþrot. Þannig hafi þeir báðir verið meðvitaðir um það þegar í upphafi ársins 2014 að rekin voru tvö skaðabótamál gegn þrotamanni þar sem bótakrafan var an nars vegar 5.195.721.859 krónur og hins vegar háar fjárhæðir í erlendum gjaldmiðlum. Þá hafi sömuleiðis legið fyrir að s érstakur saksóknari h efði gefið út ákæru á hendur þrotamanni 5. a príl 2013 vegna máls sem síðan hafi lokið með fangelsisdómi þrotamanns , sbr. fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 74/2015. Loks hafi í árslok 2013 legið fyrir að skattrannsóknarstjóri var að rannsaka framtalsskil þ rotamanns vegna tekjuáranna 2005 - 2009 . Sú rann sókn hafi hafist 13. o któber 2011 og lokið með því að þrotamaður fékk á sig skattkröfu að fjárhæð 531.923.619 krónur eins og áður greini . Þetta hafi stefnda verið fullkunnugt um enda hafi hann búið hjá þrotamanni á þessum tíma auk þess sem um hafi verið að ræða opinberar upplýsingar sem mikið var fjallað um í fjölmiðlu m. Þrotamanni og stefnda hafi sömuleiðis báðum verið ljóst að viðskiptin hefðu í för með sér verulegt tjón fyrir kröfuhafa þrotamanns. Eins og atvikum í máli þessu sé háttað verði að snúa sönnunarbyrðinni við og gera stefnda að sýna fram á að umræddar rá ðstafanir hafi ekki verið ólögmætar og leitt til tjóns stefnanda. Hafa verði í huga í því sambandi að stefnandi hafi ekki aðgang að bókhaldi eða ósamandregnum ársreikningum Toska ehf. eða sömu upplýsingum um önnur félög í samstæðunni og eigi því erfitt með að meta eðlilegt söluverð Toska ehf. við söluna. Stefndi hafi hins vegar aðgang að öllum þessum upplýsingum en hafi enn sem komið er ekki viljað afhenda stefnanda gögnin þrátt fyrir ítrekaðar óskir stefnanda. Til þess að styrkja framangreint enn frekar bendi stefnandi á að þrotamaður hafi enn umráð yfir mörgum þeirra eigna sem hann hafi afsalað frá sér á síðustu árum til fyrirtækja í samstæðunni sem nú sé í eigu stefnda. Þar megi m.a. nefna einbýlishús við Blikanes 9 í Garðabæ , lúxushús á Ítalíu og lúxus bifreið, sem stefnandi hafi afsalað til Faxa ehf., ásamt bifreið af gerðinni Mercedes Benz GL og einbýlishús i við Lækjarbraut í Rangárþingi ytra. Þá liggi fyrir að skrifstofa þrotamanns sé enn í Síðumúla 20 þar sem öll fyrirtækin í samstæðu Toska ehf. hafi aðsetur. Þrotamaður komi enn að stjórnun allra 10 félaganna í samstæðunni en ekki stefndi, enda hafi stefndi lýst aðdraganda kaupanna á Toska ehf. svo að hann h afi keypt félagið Telji dómurinn sannað að fyrrgreind ráðstöfun hafi átt sér stað 21. j úlí 2015 eða síðar sé ráðstöfuninni rift af hálfu stefnanda á grundvelli 131. g r., sbr. 3. g r. , laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Frestdagur við skiptin hafi verið 21. j úlí 2017 og fyrrgreind dagsetning því innan 24 mánaða f yrir þann dag. Augljóst sé að um gjöf hafi verið að ræða enda uppfylli viðskiptin þau megineinkenni gjafar samkvæmt greindu ákvæði að gjöfin rýri eignir skuldara, að hún leiði til auðgunar móttakanda og að gja fatilgangur sé til staðar. Verði ekki fallist á riftun sölunnar á grundvelli 131. g r. laga nr. 21/1991 b eri að rifta ráðstöfuninni á grundvelli 141. g r. sömu laga. Stefndi hafi verið grandsamur um riftanleika ráðstöfunarinnar enda sonur þrotamanns og honu m nákominn. Um hafi verið að ræða ótilhlýðilegar ráðstafanir sem h afi haft það að markmiði að koma eignum hans undan aðför skuldheimtumanna sem þegar höfðu hafið innheimtuaðgerðir gagnvart honum árið 2014. Markmiðið hjá þrotamanni hafi einnig verið að færa með þessu eignir á stefnda í stað þess að greiða af skuldum sínum. Ráðstafanirnar hafi verið til hagsbóta fyrir stefnda en á kostnað kröfuhafa hans. Um hafi verið að ræða gjafagerning sem fólst í því að Toska ehf. hafi verið selt á undirverði og hafi ráðs töfun in leitt til þess að eignir þrotamanns voru ekki lengur til reiðu fyrir kröfuhafa. Þrotamaður hafi verið ógjaldfær og stefndi vitað um aðstæðurnar sem leiddu til þess að ráðstöfunin var ótilhlýðileg. Salan hafi því verið ótilhlýðileg og skipti ekki má li hvort hún hafi átt sér stað árið 2016 eða fyrir þann tíma. Verði fallist á riftun fyrrgreindrar ráðstöfunar krefst stefnandi þess jafnframt samkvæmt lið ii) í aðalkröfu sinni að stefndi skili öllum hlutum í Toska ehf. Stefndi sé eigandi allra hluta og geti því afhent hlutina án óhæfilegrar rýrnunar verðmæta . Um dagsektarkröfu undir sama kröfulið vísar stefnandi til 4. mgr. 114. g r. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Verði fallist á riftun en ekki skil á öllum hlutabréfum í Toska ehf. krefst stefnan di þess í þessum kröfulið til vara að stefndi greiði honum 2.861.567.126 krónur ásamt dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi. Stefndi hafi haft hag af hinni riftanlegu ráðstöfun og ávinningur inn falist í umrædd ri fjárhæð. Fjárhæðin svari einnig til þess tjóns sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna þessara ráðstafana þar sem samsvarandi eignir hafi ekki verið til reiðu í búinu til fullnustu kröfuhöfum. 11 Um fjárkröfur stefnanda vísar hann til mats dómkvaddra matsmanna um virði Toska ehf. við söluna en bendir á að frá þeirri fjárhæð þurfi að draga það verð sem stefndi segist hafa greitt fyrir félagið, þ.e. 1.133.000 krónur. Fyrstu v arakröfu sína um greiðslu skaðabóta að fjárhæð 2.861.567.126 krónur byggir stefnandi á því að stefndi hafi hlotið óréttmæta auðgun af r áðstöfun Toska ehf. á þann hátt að stefnandi hafi hlotið tjón af og að stefnda beri að skila ávinningnum. Stefndi hafi fengið félagið á miklu undirverði og sé sú auðgun óréttmæt enda hafi hún ekki komið til vegna fjármuna er stefndi sjálfur lagði til. Með réttu hefði átt að greiða 2.962.700.126 krónur fyrir Toska ehf. og hefði í framhaldinu verið eðlilegt að þrotamaður notaði þ á fjármuni til að greiða kröfuhöfum sínum. Í stað þess hafi þrotamaður og stefndi tekið þá saknæmu ákvörðun að stefndi fékk félagið á undirverði með þeim afleiðingum að hann auðgaðist á kostnað stefnanda . Beri stefnda að endurgreiða þá auðgun. Aðra varakröfu sína byggir stefnandi á almennu skaðabótareglunni um bótaábyrgð utan samninga og vísar til sömu forsendna og að framan eru rak tar . Stefndi hafi keypt Toska ehf. á verulegu undirverði á sama tíma og hann vissi um ógjaldfærni þrotamanns. Háttsemin hafi verið saknæm og ólögmæt og valdið stefnanda tjóni sem honum beri að bæta stefnanda. Tjónið nemi því sem eignir búsins hafi rýrnað u m vegna háttseminnar og sé sennileg afleiðing af hinni ólögmætu háttsemi. Krafan sé ófyrnd enda fyrnist krafa um skaðabætur á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjón sitt og þann sem ábyrgð beri á því. Fyrningarfrestur g et i því ekki hafa hafist fyrr en 16. a príl 2018 er gjaldþrotaúrskurður yfir þrotamanni var kveðinn upp. Þriðju og fjórðu varakröfu sína byggir stefnandi á sömu röksemdum og áður greinir. Hvað síðarnefndu kröfuna varðar vísar hann til þess að hann hafi lö gvarða hagsmuni af umræddri kröfu enda muni hann krefja stefnanda um bætur verði bótaskylda viðurkennd og eftir atvikum höfða mál til innheimtu þeirra með það að markmiði að fá greiðslur inn í þrotabúið sem hægt verði að greiða til kröfuhafa. Málsástæður stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Kveður hann söluna á Toska ehf. hvorki hafa falið í sér gjöf né átt sér stað innan þeirra tímamarka sem 131. g r. laga nr. 21/1991 miði við. E ndurgjaldið sem stefndi innti af hendi hafi v erið ákvarðað með hliðsjón af niðurstöðum ársreiknings um bókfært eigið fé í lok árs 2013 og það því verið metið á hlutlægum grunni. Við mat á virði félagsins sé nærtækast að horfa á stöðu þess í 12 lok árs 2013, enda h afi ekkert gerst í rekstri þess frá þeim tímapunkti og til sölunnar 13. janúar 2014 sem h afi haft áhrif á virði þess. Við matið hafi verið miðað við skuldir félagsins eins og þær voru 31. desember 2013. Eignir félagsins hafi verið metnar þannig að 0,44% eignarhlutur í Lyfjum og heilsu hf. hafi v erið metinn á 9,4 milljónir króna og víkjandi lán metið eins og uppreiknuð staða þess var í lok ársins. Áhrif verðmæt a hluta Toska ehf. í Faxa ehf. hafi hins vegar verið óveruleg, enda h efði Toska ehf. keypt þá á markaðsvirði tæpum tveim ur vikum áður. Þá h afi eigið fé Faxa ehf. verið neikvætt í árslok 2013 og engin starfsemi verið í félaginu um skeið. Með hliðsjón af þessu hafi kaupverðið samsvarað virði hlutanna í Toska ehf. Í samningnum hafi verið kveðið á um að kaupverð hlutanna næmi sömu fjárhæð og bókf ært eigið fé í ársreikningi fyrir árið 2013. Það hafi verið 1.088.778 krónur samkvæmt ársreikningi sem skilað hafi verið inn til fyrirtækjaskrár 7. desember 2014 og hafi greiðsla fyrir félagið tekið mið af þeirri fjárhæð ásamt vöxtum að fjárhæð 43.959 krón u r . Í öllu falli sé ósannað að kaupsamningurinn hafi falið í sér gjafagerning og því verð i ákvæði 131. gr. laga nr. 21/1991 ekki beitt í málinu. Ekki verði byggt á verðmati því sem stefnandi hafi lagt fram enda hafi hann aflað þess einhliða. Auk þess byggi st umrædd skýrsla á röngum forsendum þar sem engin afstaða hafi verið tekin til raunverulegs virði skuldabréfaeignar Faxa ehf. og ranglega lagt til grundvallar að þrotabú Aurláka ehf. hafi rift tilteknum greiðslum, en fyrir liggi að sátt hafi náðst um þau deiluefni. Stefndi byggir einnig á því að ætluð gjöf hafi verið afhent löngu fyrir tímamörkin sem kveðið sé á um í 131. g r. laga nr. 21/1991. Vísar hann til þess að í ákvæðinu séu réttaráhrif gjafar miðuð við það tímamark þegar hún sé afhent. Samkvæmt gr. 3.1 í kaupsamningi aðila hafi borið að afhenda hlutina í Toska ehf. við undirritun samningsins 13. janúar 2014. Afhending hlutanna þann dag hafi verið staðfest í hlutaskrá Toska eh f. sem undirrituð hafi verið af stjórn félagsins. Ekkert h afi komið fram í málinu sem bendi til þess að dagsetningar þessara skjala séu rangar. Í stefnu sé hins vegar byggt á því að útilokað sé að kaupin á Toska ehf. hafi átt sér stað í janúar 2014 þar sem tiltekin skýrsla Grant Thornton hafi ekki verið útbúin fyrr en 29. ágúst 2014 . Þetta sé hins vegar byggt á misskilningi. Umrædd skýrsla varð i k aup Faxa ehf. á hlutum í Lyfjum og heilsu hf. af Aurláka ehf. og hafi því ekkert haft með kaupin á Toska ehf. að gera líkt og sérstaklega k omi fram í skýrslu þrotamanns þann 13. nóvember 2018 . Engu breyti í þessu sambandi þótt stefndi hafi greitt kaupverðið fyrir hlutina í desember 2014 , en verulega ótrúverðugt sé að kaupverð hafi verið greitt í desember 2014 en að kaupsamningur hafi mögulega 13 verið gerður mun síðar. Hið rétta sé að það hafi sérstaklega verið samið um að kaupverðið yrði greitt þegar ársreikningur félagsins lægi fyrir. Ársreikningnum hafi verið skilað til fyrirtækjaskrár 7. desember 2014, en degi áður hafi stefndi greitt kaupverðið í samræmi við á kvæði kaupsamningsins. Röng tilgreining á eiganda Toska ehf. í ársreikningi félagsins fyrir árið 2014 hafi enga þýðingu í málinu , enda hafi endurskoðandi félagsins s taðfest að mistök hafi átt sér stað og leiðré ttur ársreikningur verið móttekinn af fyrirtækjaskrá. Stefndi hafnar því einnig að það hafi þýðingu við mat á því hver sé raunverulegur eigandi félags hvort hann taki sæti í stjórn þess, enda hvíli engin skylda á hluthöfum einkahlutafélaga að taka sæti í stjórn. Eins og fram k omi í stefnu hafi stefndi verið námsmaður á þessum tíma og því talið heppilegt að faðir hans, sem hafði víðtæka reynslu af atvinnurekstri sem og stjórnarsetu í félögum, sæti áfram í stjórn Toska ehf. Ástæða þess að stjórn félagsins h afi verið breytt 17. nóvember 2016 hafi verið að skömmu áður, þann 26. ágúst 2016, h efði fyrirtækjaskrá komist að þeirri niðurstöðu að þrotamaður uppfyllti ekki lengur skilyrði til setu í stjórnum einkahlutafélaga . Stefndi bendi einnig á að kröfugerð stefnanda vísi til að [þrotamaður] afsalaði, með kaupsamningi sem á er rituð dagsetningin 13. janúar 2014, sé grundvöllurinn sem stefnandi h afi lagt í málinu ; að ráðstöfuni n hafi verið framkvæmd með löggerningi sem dagsettur sé 13. janúar 2014 og taki stefnandi raunar fram í stefnu að hann byggi ekki á því að dagsetningin sé fölsuð. Framangreind kröfugerð og ummæli í stefnu séu bindandi málflutningsyfirlýsing . Þ ví verði að l eggja til grundvallar að Toska ehf. hafi verið selt með umræddum kaupsamningi og að dagsetning skjala sé því rétt. Þessu til frekari staðfestingar byggi stefnandi á því að greiðsla stefnda til þrotamanns 6. desember 2014 hafi verið greiðsla fyrir hlutina í Toska ehf. Sé erfitt að sjá hvernig það k omi heim og saman að kaupsamningsgreiðsla hafi verið innt af hendi 6. desember 2014 en kaupsamningur inn sem greiðslan byggi st á hafi verið gerður eftir það tímamark. Af öllu framangreindu sé ljóst að samningurinn h afi verið dagsettur 13. janúar 2014. Uppfærð hlutaskrá, sem staðfest hafi verið af stjórn Toska ehf. , sé dagsett 13. janúar 2014. Fjárhæð in sem stefndi hafi greitt þrotamanni 6. desember 2014 hafi verið í samræmi við ákvæði kaupsamningsins um kaupverð auk vaxta frá 13. janúar 2014 til greiðsludags. Þrotamaður, stefndi og vottar að undirritun samningsins haf i allir staðfest að samningurinn hafi verið gerður 13. janúar 2014 og leggi stefnandi sjálfur þann 14 grundvöll að málinu. Með hliðsjón af því verð i að legg ja til grundvallar að ætluð gjöf þrotamanns til stefnda hafi verið afhent 13. janúar 2014 og þar með utan fresta samkvæmt 131. gr. laga nr. 21/1991, en frestdagur við skipti stefnanda hafi verið 21. júlí 2017. Ekki sé hægt að dæma kröfu stefnanda á öðrum g rundvelli en hann legg i upp með. Stefndi mótmælir því sem röngu og ósönnuðu að þrotamaður hafi verið ógjaldfær þegar umrædd sala átti sér stað. Bendir hann á að u mfjöllun stefnanda um eiginfjárstöðu þrotamanns á árunum 2013 - 2017 byggi st á forprentuðum skat tframtölum hans frá þessum árum, en ljóst sé að í þau vanti mikilvægar upplýsingar sem hafi niðurstöðu á eiginfjárstöðu. Þannig hafi m.a. vantað þrjár kröfur þrotamanns í forprentað skattframtal fyrir árið 2013 sem og húseign þrotamanns á Ítalíu. Eftir lei ðréttingar stefnda komi í ljós að eiginfjárstaða þrotamanns hafi verið jákvæð um 999.712.595 krónur 31. d esember 2013. Sömu eignir hafi vantað í framtöl fyrir árin 2014 - 2016 og þurfi að leiðrétta þau líka, en af því leiði að niðurstaða stefnanda um þetta atriði á umræddum árum sé röng. Jafnvel þótt talið yrði að eignir þrotamanns hafi verið minni en skuldir sé ljóst að þrotamaður hafi ekki verið ógjaldfær. Maður sé enda ekki talinn ógjaldfær í skilningi XX. k afla laga nr. 21/1991 geti hann staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falli í gjalddaga eða innan skamms frá því. Er kaupsamningur stefnda og stefnanda hafi verið gerður 13. j anúar 2014 hafi þrotamaður verið eigandi Aurláka ehf. sem hafi á þeim tíma átt Lyf og heilsu hf . Í stefnu sé á því byggt að virði þessarar eignar hafi verið um 1,5 milljarðar króna. Sé því augljóst að þrotamaður var gjaldfær. Eignir þrotamanns hafi verið meiri en skuldir á árunum 2013 - 2016, sbr. yfirlit yfir eigur þrotamanns sem stefndi hafi lagt fr am. Þrotamaður hafi auk þess staðið í fullum skilum við lánardrottna sína á árunum 2013 - 2016 . Þannig hafi hann t il dæmis grei tt kröfu Tollstjóra vegna endurálagningar tekjuáranna 2011 - 2014 , samtals að fjárhæð 38.006.189 krónur , 20. febrúar 2014 og kröfu A rion banka hf. , að fjárhæð rúm ar 25 milljón ir króna í janúar 2015. Þá hafi krafa þrotabús Milestone ehf. á grundvelli dóma Hæstaréttar í málum nr. 578 /2018 og 579/2018 verið greidd 1. á gúst 2016 samkvæmt samkomulagi þrotamanns og þrotabúsins. S tefndi mótm ælir því að líta megi til endurákvörðunar ríkisskattstjóra á sköttum þrotamanns við mat á gjaldfærni hans á árunum 2013 - 2014. Sú ákvörðun hafi ekki verið tekin fyrr en 25. j úní 2015 og hafi engin áhrif haft á gjaldfærni þrotamanns fyrir það tímamark, enda sé gjalddagi slíkrar kröfu ekki fyrr en 10 dögum eftir hækkunina, sbr. 6. m gr. 112. g r. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Það sama eigi við um kröfu þrotabús 15 Milestone ehf. samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017, en sú krafa hafi engin áhrif haft á ge tu þrotamanns til að efna skuldbindingar sínar fyrr en við uppkvaðningu héraðsdóms 8. m ars 2017. Þá hafi krafa samkvæmt dómi Hæstar é ttar í máli nr. 40/ 2 017 ekki haft áhrif fyrr en 9. m aí 2018 þegar dómur Hæstaréttar var kveðinn upp, en þrotamaður h efði áðu r verið sýknaður í dómi héraðsdóms. Stefndi mótmælir því einnig að til greina komi að beita 141. g r. laga nr. 21/1991. Ekkert í tengslum við kaupsamninginn 13. j anúar 2014 hafi ver i ð þess eðlis að hann tel j ist ót il hlý ðileg ráðstöfun og sé því alfarið hafnað að þrotamaður hafi verið að koma eignum á son sinn. Engu breyti í þeim efnum hvernig farið hafi með umráð annarra eigna sem þrotamaður hafi átt, enda þ urfi löggerningur að vera ótilhlýðilegur er hann kom til framkvæmda en ekki með hliðsjón af atviku m sem síðar koma til. K aupverðið fyrir Toska ehf. hafi verið byggt á hlutlægum grunni sem samsvaraði virði hlutanna í félaginu. Kaupsamningurinn hafi verið reistur á viðskiptalegum forsendum og því ekki falið í sér ótilhlýðilega ráðstöfun. Því sé hafnað að um gjöf hafi verið að ræða en jafnvel þótt svo teldist hafa verið hafi gjöfin ekki verið ótilhlýðileg þar sem þrotamaður hafi verið gjaldfær. Það sé almennt ekki talið ótilhlýðilegt að menn gefi verðmæti sem þeir eigi. Auk framangreinds geti stefndi ekk i talist hafa verið grandsamur í skilningi 141. g r. laga nr. 21/1991. Í stefnu vísi stefnandi um þetta atriði einungis til þess að stefndi sé sonur þrotamanns, hann hafi búið hjá föður sínum á umræddum tíma og að fjallað hafi verið um ákæru á hendur þrotam anni og skaðabótakröfur gagnvart honum í fjölmiðlum. Ekki sé skýrt frekar hvers vegna þetta hafi leitt til þess að stefnda hafi mátt vera kunnugt um ætlaðan ótilhlýðileika eða ógjaldfærni föður síns. Því sé það ósannað, eða í það minnsta vanreifað, að þett a skilyrði sé fyrir hendi . Þvert á móti hafi allar þær upplýsingar sem stefndi h afi haft um fjárhag föður síns bent til þess að hann hafi verið gjaldfær. Nægi þar að vísa til lýsingar stefnanda sjálfs á högum þrotamanns í stefnu þar sem fjallað sé um að þr otamaður hafi stundað sömu atvinnu á árunum 2013 - 2016 og hann h e fði gert áður, ekið lúxusb ifreiðum, búið í sama gl æsilega einbýlishúsi nu og ger t vel við fjölskyldu sína. Á þessu tímabili hafi þrotamaður áfram greitt stefnda vasapeninga og heimila ð honum e ndurgjaldslaus afnot af dvalarstað stefnda auk þess sem húsið á Ítalíu hafi á þessum tíma verið vettvangur fjölskyldu - og vinaferða tvisvar sinnum á ári. Lífstíll þrotamanns hafi því verið hinn sami og áður og ekkert bent til þess í huga stefnda að fjárhagsstöðu hans væri að hraka. Því sé alfarið hafnað að stefndi hafi haft innsýn í eða mátt vita um þýðingu rannsóknar ríkisskattstjóra á málefnum þrotamanns eða 16 skaðabótakrafna á hendur honum . Auk þess hafi þrotamaður verið sýknaður í héraði í refsimáli á hendur honum árið 2014, en það refsimál hafi verið grundvallarforsenda þess að skaðabótakrafa á hendur honum vegna sömu atvika féll á hann. Stefndi mótmælir því að hann verði látinn bera hallann af sönnunarskorti um skilyrði riftuna r og ætlaða ólögmæta háttsemi hans og þrotamanns. Ljóst sé að sönnunarbyrðin um að skilyrði riftunar séu fyrir hendi hvíli á stefnanda. Það sé jafnframt ljóst að samkvæmt reglum skaðabótaréttar ber i tjónþoli sönnunarbyrðina fyrir því að hann hafi orðið fyr ir tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti. Engar ástæður séu fyrir hendi til að víkja frá þessum meginreglum í þessu máli. Stefnandi hafi sem þrotabú allar upplýsingar um málefni þrotamanns eða h afi í það minnsta haft tök á að afla þeirra á grundvelli þeirr a úrræða sem kveðið sé á um í lögum nr. 21/1991 á meðan stefndi hafi engin slík úrræði. Þrotabúið verð i að bera hallan n af því hafi skiptastjóri ekki rannsakað málið með fullnægjandi hætti. Auk þessa get i stefnandi leitast við að leiða fram sönnun í málinu á grundvelli úrræða laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, eftir atvikum með dómkvaðningu matsmanna. Stefndi mótmælir því að skilyrði séu fyrir hendi til að taka til greina kröfu stefnanda um afhendingu hluta í Toska ehf. Verðmæti hlutanna sé í dag mun m eira en meint tjón stefnanda vegna ráðstöfunarinnar enda hlaupi virði félagsins nú á milljörðum króna. Slík verðmætaaukning hefði aldrei átt sér stað í höndum þrotabús enda hlutverk þrotabúa ekki að standa í rekstri eða fjárfestingum heldur að koma eignum í verð. Stefnandi eigi ekki að hagnast á riftun ráðstöfunar innar heldur eigi aðilar að vera eins settir og ráðstöfun hefði ekki átt sér stað. Ekki sé því unnt að fallast á kröfu stefnanda um afhendingu hlutanna, hvað þá án þess að til komi jöfnunargreiðsla úr hendi þrotabúsins. Málatilbúnaður hans geri hins vegar ekki ráð fyrir slíkri greiðslu og verði því ekki hjá því komist að hafna kröfunni. Verði fallist á afhendingu hlutanna byggir stefndi á því að í öllu falli verði að hafna kröfu um dagsektir . Ákvæ ði 4. m gr. 114. g r. laga nr. 91/1991 veiti ekki heimild til þess að ákveða dagsektir þegar skylda sé háð fyrirvara um gagngjald sem ekki hafi verið innt af hendi. Sé þess krafist að fjárhæð dagsekta verði lækkuð enda sé umkrafin fjárhæð langt umfram það se m miðað hafi verið við í dómaframkvæmd um slíkar sektir. Þá mótmæli stefndi að upphafstími dagsekta verði fimm dögum frá uppkvaðningu dóms enda sé það mun skemmri tími en miðað hafi verið við í dómaframkvæmd. 17 Stefndi hafnar því að unnt sé að fallast á krö fur stefnanda á grundvelli ólögfestrar reglu kröfuréttar um óréttmæta auðgun. Stefndi hafi ekki auðgast á grundvelli sölunnar á Toska ehf. og stefnandi ekki orðið fyrir tjóni vegna hans. Jafnvel þótt talið yrði að stefndi hafi auðgast á kostnað stefnanda h afi stefnandi ekki sýnt fram á að sú auðgun hafi verið óréttmæt . Staðfest hafi verið í dómaframkvæmd að aðeins sé unnt að beita auðgunarreglunni við mjög sérstakar aðstæður. Undir slíkar aðstæður falli ekki skipting réttind a milli tveggja aðila að kaupsamn ingi, enda sé þá ekki um að ræða auðgun aðila sem hann átti ekki rétt til heldur einfaldlega niðurstöðu sem aðilar sömdu um með samningnum. Fari annar aðila í gjaldþrot eftir að slíkur samningur sé gerður sé þrotabúi hans veitt úrræði til að hnekkja honum að tilteknum skilyrðum uppfylltum sem séu tæmandi talin í XX. kafla laga nr. 21/1991. Eins og þegar h afi verið rakið séu skilyrði ákvæða þess kafla hins vegar ekki uppfyllt í þessu máli. Ólögfestar reglur um óréttmæta auðgun ge ti einvörðungu komið til álit a sé engum réttarreglum fyrir að fara við þær aðstæður sem um ræði. Stefndi hafnar því einnig , með vísan til sömu röksemda og áður greinir, að unnt sé að fallast á kröfur stefnanda á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttar . Háttsemin hafi hvorki verið saknæm né ólögmæt auk þess sem stefnandi hafi ekki orðið fyrir tjóni þar sem kaupverð hlutanna í Toska ehf. hafi verið í samræmi við virði þeirra. Hvað varðar þriðju og fjórðu varakröfu stefnanda er á því byggt af hálfu stefn da að engar forsendur séu til þess að dæma stefnanda bætur að álitum eða til að viðurkenna bótaskyldu, enda h afi stefnandi ekki sýnt fram á að bótagrundvöllur sé fyrir hendi eða að stefndi hafi valdið honum tjóni. Þá sé það skilyrði ákvörðunar skaðabóta að álitum að stefnanda sé ófært að færa sönnur á tjón sitt, en fyrir slíkum ætluðum aðstæðum sé enginn rökstuðningur í stefnu. Verði ekki fallist á kröfu stefnda um sýknu byggir hann á því að lækka verði kröfur stefnanda verulega. Kaupsamningur þrotamanns o g stefnda hafi verið gerður 13. janúar 2014 og því um tveimur vikum áður en félagið Faxar ehf. keyptu Lyf og heilsu hf. Stærstur hluti dómkrafna stefnanda bygg i st á því að Lyf og heilsa hf. hafi verið hluti af Toska - samstæðunni þegar ráðstöfunin átti sér s tað. Þegar af þessari ástæðu verð i að lækka kröfur stefnanda sem því nem i. 18 I II Forsendur og n iðurstaða Ágreiningur málsins lýtur að því hvort stefnandi fái á grundvelli 13 1 . eða 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. rift sölu þrotamanns, Karls Emils Wernerssonar , á félaginu Toska ehf. til stefnda áður en bú þrotamanns var tekið til gjaldþrotaskipta 16. apríl 2018. Jafnframt deila aðilar um skyldu stefnda til að afsala til stefnanda öllum hlutum í umræddu félagi eða greiðslu bót a vegna hinnar meintu riftanlegu ráðstöfunar nái hún fram að ganga. Samkvæmt 2. m gr. 131. g r. laga nr. 21/1991 má krefjast riftunar á gjafagerningi ef gjöfin var afhen t sex til tólf mánuðum fyrir frestdag nema leitt sé í ljós að þrotmaðurinn hafi þá veri ð gjaldfær og það þrátt fyrir afhendinguna. Gildir þetta einnig um gjafir til nákominna sem afhentar hafa verið sex til tuttugu og fjórum mánuðum fyrir frestdag. Vegna tengsla þrotamanns og stefnda sem að framan eru rakin er óumdeilt að þeir teljast nákomn ir í skilningi síðari málsliðar 2. m gr. 131. g r. laga nr. 21/1991 , sbr. einnig 2. tölulið 1. mgr. 3. gr. laganna . Þar sem frestdagur við skipti á stefnanda var 21. júlí 2017 tekur umrædd riftunarregla , að því marki sem hún kann að eiga við í tilviki stefnda , þannig til gjafa sem afhentar voru eftir 21. júlí 2015. Aðilar deila á hinn bóginn um það hvenær salan á Toska ehf. átti sér stað. Í stefnu er á því byggt að sú dagsetning sem fram komi í kaupsamningi sé röng og að viðskiptin hafi farið fram 29. a príl 2016 eða síðar . Ráðstöfunin hafi þannig farið fram innan þess frests sem mælt er fyrir um í 131. g r. fyrrgreindra laga . Þá segir í stefnu að v erði ekki talið rétt að miða dagsetningu viðskiptanna við 29. apríl 2016 eða síðar s é rétt að miða við að við skiptin hafi farið fram á þeim degi sem kaupsamningsgreiðsl an sem stefndi innti af hendi vegna viðskiptanna var greidd, þ.e. 6. desember 2014 er stefndi millifærði 1.133.000 krónur inn á reikning þrotamanns. Við aðalmeðferð málsins lýsti stefnandi því hins vegar yfir að gögn sem stefnandi hefði nú undir höndum bentu til þess að umrædd millifærsla hefði ekki verið greiðsla fyrir Toska ehf. heldur liður í uppgjöri hans við þrotamann vegna nota hins síðarnefnda á persónuafslætti stefnda. Ekkert hefði þannig ve rið greitt fyrir fé l agið og hefði greiðslan verið alls ótengd hinum umdeildu viðskiptum. Stefndi byggir hins vegar á því að leggja verði til grundvallar þá dagsetningu sem fram komi í kaupsamningi um söluna enda hafi hlutirnir í Toska ehf. þá verið afhentir. Af því leiði að Toska ehf. hafi ekki verið selt innan þeirra tímafresta sem mælt er fyrir um í 131. gr. laga nr. 21/1991 og beri samkvæmt því að sýkna stefnda af þeirri kröfu. Í 19 þessu sambandi byggir stefndi enn fremur á því að ste fnandi hafi ráðstafað sakarefninu með þessum hætti þ ar sem í kröfugerð stefnanda sé vísað til riftunar á ráðstöfun dagsetningin 13. janúar 2014, til stefnda, öllum hlutum í Þá hafi stefnandi ráðstafað sakarefni málsins þannig að söluverð hlutanna í Toska ehf. teldist hafa verið greitt með millifærslu stefnda 6. desember 2014 á reikning þrotamanns. Í aðalkröfu stefnanda er þess sem fyrr greinir krafist a ð rift verði með dómi Á það verður ekki fallist með stefnda að stefnandi hafi með framangr eindu orðalagi ráðstafað sakarefninu þannig að viðskiptin með Toska ehf. hafi átt sér stað 13. janúar 2014. Með orðalaginu var enda einungis staðhæft að tilvitnuð dagsetning væri rituð á samninginn en ekki staðhæft að samningurinn hefði í reynd verið undir ritaður þann dag. Þá verður málatilbúnaður stefnanda að öðru leyti ekki skilinn öðruvísi en svo að á því hafi verið byggt af hálfu stefnanda að viðskiptin hafi farið fram á öðrum degi en kaupsamningurinn ber með sér. Á hinn bóginn verður að fallast á það m eð stefnda að stefnandi hafi ráðstafað sakarefninu þ annig að millifærsla stefnda á reikning þrotamanns 6. desember 2014 að fjárhæð 1.133.000 krónur hafi verið greiðsla fyrir hlutina í Toska ehf . Er í þeim efnum m.a. til þess að líta að í stefnu er þess í i i. lið krafist að stefndi verði dæmdur til að afsala og í fjórðu varakröfu er krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefnda gagnvart stefnanda vegna fjártjóns stefnanda sem hlaust af sölu hlutanna í Toska Þá er í málavaxtalýsingu stefnu og í umfjöllun um málsástæður stefnanda við það miðað að þrotamaður haf i selt stefnda alla hluti sína í Toska ehf. fyrir 1.133.000 krónur. Samkvæmt þessu , en að öðru leyti með vísan til þess að stefnandi hefur ekki fært fyrir því fullnægjandi sönnur að millifærslan hafi verið til komin af öðrum ástæðum en haldið hefur verið fram, verður við það miðað að stefndi hafi greitt fyrir Toska ehf. 1.113.000 krónur með umræddri millifærslu 6. desember 2014 . --- Eins og rakið hefur verið ber hinn umdeildi kaupsamningur með sér að hafa verið undirritaður 13. janúar 2014 . Undir hann rita stefndi og þrotamaður en auk þess sem vottar að dagsetningu, undirritun og fjárræði samningsaðila vitnin A og B . Í skýrslutöku 20 hjá skiptastjóra stefnanda kvaðst stefndi hafa eignast Toska ehf. í janúar ár ið 2014 og að millifærslan að fjárhæð 1.133.000 krónur inn á reikning þrotamanns í lok þess árs hefði verið greiðsla fyrir félagið. Aðspurður um ástæður þess að greiðslan var ekki innt af hendi í janúar 2014 kvað stefndi það hafa stafað af því að ársreikni ngur félagsins vegna rekstrarársins 2013 hafi ekki legið fyrir á þeim tímapunkti. Stefnandi ber sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu að dagsetning viðskiptanna sé röng og að þau hafi í reynd átt sér stað á síðara tímamarki. Í því sambandi vísar stefnand i einkum til þess að í ársreikningi, sem sendur var RSK 10. nóvember 2015, hafi komið fram að í lok árs 2014 hafi Toska ehf. verið í 100% eigu Karls Emils Wernerssonar. Þá hafi skýrsla Grant Thornton, sem þrotamaður kvað hafa legið til grundvallar verðmati á félaginu, ekki verið útbúin fyrr en 29. ágúst 2014 og því útilokað að viðskiptin hafi átt sér stað fyrir það. Loks hafi stefndi ekki sest í stjórn Toska ehf. fyrr en 17. n óvember 2016 . Byggir stefnandi á því að hi ð rétta sé að salan á Toska ehf. hafi farið fram 29. apríl 2016 , en það sé dagurinn sem ársreikningur Toska ehf. fyrir rekstrarárið 2014 var leiðréttur og stefndi tilgreindur 100% eigandi félagsins auk þess sem um sé að ræða daginn eftir að þ rotamaður var dæmdur til fangelsisvistar og orðið ljóst að gjaldþrot hans væri yfirvofandi. Hefur stefnandi einnig lagt fram bréf H , þáverandi endurskoðanda Toska ehf., frá 8. september 2015 þar sem tilgreindar eru sem eignir þrotamanns félögin Faxi ehf. og Faxar ehf., dótturfélög Toska ehf . Við mat á því hvenær viðskiptin teljast hafa átt sér stað er til þess að líta að fyrrgreindir vottar að hinum umdeilda kaupsamningi komu báðir fyrir dóminn til þess að bera um undirritun sína og kváðu þeir samninginn hafa verið undirritaðan á þeim degi sem hann ber með sér. Þannig kvaðst vitnið A vera viss um að hafa skrifað undir samninginn á þeim degi sem samningurinn bæri með sér o g vitnið B kvaðst hafa vottað samninginn á árinu 2014 þó hann ræki ekki minni til þess nákvæmlega hvar það hefði verið gert. Vitnið H , fyrr verandi endurskoðandi Toska ehf., gaf einnig skýrslu fyrir dómi og kvað það rangt sem fram hefði komið í ársreikningi félagsins að þrotamaður væri eigandi félagsins. Gaf vitnið þær skýringar á fyrrgreindu bréfi , þar sem hann tilgreindi þrotamann eiganda samstæðunnar , að það hefði mö gulega helgast af því að félagið hefði þá enn verið skráð eign þrotamanns. Þótt fallast megi á það með stefnanda að meta verði trúverðugleika vitnisburðar vitnanna A og B með hliðsjón af því að þeir eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn stefnda verður e kki framhjá því litið að stefndi millifærði sem fyrr greinir 1.133.000 21 krónur á þrotamann 8. desember 2014 , eða í lok þess árs sem samningur aðilanna ber með sér að hafa verið undirritaður. V erður ekki annað séð en að sú fjárhæð sé í samræmi við það ákvæði kaupsamnings stefnda og þrotamanns að hi nn fyrrnefndi greiddi fyrir hlutina í Toska ehf. því sem næmi bókfærðu eigin fé félagsins samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2013 að viðbættum vöxtum, en umræddum ársreikningi mun hafa verið skilað inn degi áður eða 7 . desember 2014. Rennir þetta að mati dómsins stoðum undir að samningurinn hafi í reynd verið gerður á þeim degi sem hann ber með sér , en til þess er að líta , m.a. með hliðsjón af þeirri afmörkun sakarefnisins er áður getur, að önnur niðurstaða fæli í sér að stefndi hefði í desember árið 2014 greitt fyrir viðskipti sem ekki höfðu þá enn átt sér stað. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið er það mat dómsins að stefnanda hafi ekki tekist sönnun þess að hinn umdeildi samningur, sem vottaður var af tveimur mönnum sem komu fyrir dóminn, hafi verið gerður á öðrum tíma en hann ber með sér. Breytir ekki öllu í þeim efnum þótt stefnandi hafi lagt fram gögn sem gefa vísbendingar um að þrotamaður hafi á árunum 2014 - 2016 farið áfram með forræði á málefnum þess, enda gátu viðskiptin, og breyting á hinu formlega eignarhaldi þeim samfara, hvað sem því leið átt sér stað á þeim degi sem tilgreindur var í samningnum . Í öllu falli hefur stefnandi ekki sýnt fram á að aðkoma þrotamanns að málefnum félagsins geti rá ðið úrslitum í þessu sambandi, enda ekkert sem liggur fyrir um að hún hafi tekið slíkum breytingum á því tímabili sem um ræðir að leggja beri hana eina og sér til grundvallar niðurstöðu um það hvenær viðskiptin teljast hafa átt sér stað. Þá hefur ekki þýði ngu í þessu sambandi þótt umrædd skýrsla Grand Thornton, sem stefnandi kveður þrotamann hafa sagt liggja til grundvallar viðskiptunum, hafi ekki legið fyrir fyrr en í ágúst 2014, en svo sem byggt er á af hálfu stefnda er enga skírskotun til viðskiptanna me ð Toska ehf. að finna í umræddri skýrslu. A ð framangreindu virtu er það mat dómsins að leggja beri til grundvallar að samningurinn um kaup stefnda á Toska ehf. hafi verið gerður 13. janúar 2014. Leiðir af þeirri niðurstöðu að riftun samningsins verður ekk i byggð á 131. gr. laga nr. 21/1991 þar sem frestur samkvæmt 2. mgr. þeirrar greinar var liðinn er frestdag bar upp. --- Stefnandi reisir kröfu sína um riftun hinnar tilgreindu ráðstöfunar jafnframt á 141. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt ákvæðinu má krefj ast riftunar ráðstafana sem á ótilhlýðilegan hátt eru kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiða til þess að eignir 22 þrotamannsins verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiða til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns, ef þrotamaður var ógjal dfær eða varð það vegna ráðstöfunarinnar og sá sem hag hafði af henni vissi eða mátti vita um ógjaldfærni þrotamannsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin var ótilhlýðileg. Svo sem fram er komið eignaðist stefndi Toska ehf. í janúar 2014 g egn greiðslu að fjárhæð 1.133.000 krónum sem greiddar voru í desember sama ár. Undir rekstri málsins var C endurskoðandi sem fyrr greinir dómkvödd til að meta virði félagsins á tímabilinu 1. j anúar 2014 til 13. j anúar 2014 og var það niðurstaða hennar að virði félagsins hefði á þeim tíma verið 575,8 milljónir króna. Samkvæmt yfirmati E og F var virði félagsins fyrir ótengdan aðila 168,9 - 247,7 milljónir. Í matsgerð yfirmatsmannanna segir hins vegar að ljóst sé að viðskipti m eð eignir milli félaga hafi ekki verið á verði sem endurspeglaði gan g virði eignanna. Matsmenn hefðu ekki haft aðgang að öllum gögnum, en vísbendingar væru um að v iðskiptin hefðu ekki verið á armslengdarsjónarmiði eða að framvirkir samningar eða afleiður he fðu verið til staðar um eignirnar. Kom fram að h efðu upplýsingar um slík viðskipti legið fyrir hefðu kröfur ekki verið metnar með afföl l um og virði félagsins þá verið 465,6 milljónir króna. Að mati dómsins er samkvæmt framangreindu engum vafa undirorpið að stefndi hafi keypt félagið á verulegu undirverði enda var kaupverðið í engu samræmi við það verð sem eðlilegt gat talist miðað við virði félagsins á greindum tíma. Þá er uppfyllt það skilyrði 141. gr. laganna að ráðstöfunin hafi gert það að verkum að viðk omandi eign var ekki til reiðu til fullnustu fyrir kröfuhafa þrotamanns. Stefndi er sem fyrr segir nákominn þrotamanni og var hin umdeilda ráðstöfun framkvæmd eftir að stærsta eign þrotamanns, Milestone ehf., var tekið gjaldþrotaskipta og fleiri en eitt má l gegn þrotamanni ha fði verið þingfest fyrir héraðsdómi þar sem gerðar voru háar fjárkröfur á hendur honum. Þá lýsti stefndi því fyrir skiptastjóra, aðspurður um ástæður þess að hann keypti Toska ehf. öðru leyti engar skýringar gefið á tilurð viðskiptanna eða ástæðum þess að hann fékk félagið sér framselt fyrir fyrrgreinda fjárhæð. Í ljósi þessa verður fallist á það með stefnanda að ráðstöfunin hafi verið ótilhlýðileg og a ð með henni hafi þrotamaður mismunað kröfuhöfum sínum. Kemur þá til skoðunar hvort þrotamaður var ógjaldfær eða varð það vegna ráðstöfunarinnar og hvort stefndi vissi eða mátti vita um ógjaldfærni þrotamannsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðst öfunin væri ótilhlýðileg. 23 Í matsgerð matsmannsins C , sem var einnig dómkvödd til að meta gjaldfærni þrotamanns á tímabilinu 1. janúar 2014 til 21. júlí 2017 , kemur fram að eignir þrotamanns hafi í árslok 2013 numið 937.294.062 krónum og skuldir verið 992.290.296 krónu r . Eignastaða þrotamanns hafi þannig verið neikvæð um u.þ.b. 54,9 milljónir króna og hafi sú tala hækkað á næstu árum. Lýsti matsmaðurinn því að markaðsvirði eigna Karls hafi verið lægra en skuldir hans allt tímabilið 1. janúar 2014 til 21 . júlí 2017 og að Karl hafi ekki getað staðið að fullu í skilum við kröfuhafa sína þegar kröfur féllu á gjalddaga eða urðu gjaldkræfar frá og með sölu Toska ehf. 13. janúar 2014. Stefndi byggði upphaflega á því í greinargerð sinni að í stefnu málsins hafi vantað nánar tilgreindar eignir og skuldir sem hann taldi leiða til þess að fullyrðing stefnanda um ógjaldfærni væri röng. Við aðalmeðferð málsins, og ef tir að fyrrgreind matsgerð lá fyrir, taldi hann rétt að miða við matsgerðina varðandi eigna - og skulda stöðu þrotamanns við lok árs 2013 nema að því leyti að hann taldi þar vanta fasteign þrotamanns á Ítalíu, Mercedez Benz bifreið í eigu þrotamanns og 350.000.000 krónur sem runnið hafi til búsins á grundvelli yfirlýsingar skiptastjóra þrotabús Aurláka ehf. frá 31. október 2018, þar sem fallið var frá kröfu á hendur félaga í eigu þrotamanns vegna sölu á Lyf og heilsu ehf. Óumdeilt er að í matgerð C vantar undir eignaliðnum árið 2013 fasteign þrotamanns á Ítalíu að nafnverði 658.632.509 krónur. Þá verður að f allast á það með stefnda að það leiði af dómi Landsréttar 1. apríl 2022 í máli nr. 353/2020 að undir eignarlið árið 2013 vanti enn fremur Mercedes Benz bifreið að verðmæti 10.628.820 krónur, en í dómi Landsréttar var því slegið föstu að bifreiðin, sem mats maður taldi hafa verið selda árið 2012, hafi ekki verið seld fyrr en árið 2017 og því í eigu þrotamanns á því tímabili sem hér er til skoðunar. Á hinn bóginn liggur fyrir að í matsgerð matsmannsins vantar einnig árið 2013 skuld þrotamanns vegna dóms Hæsta réttar 17. maí 2018 þar sem þrotamaður var dæmdur til að greiða 5.195.721.859 krónur vegna greiðslna Milestone ehf. til systur þrotamanns á árunum 2006 - 2007. Þótt dómur Hæstaréttar hafi ekki legið fyrir í upphafi árs 2014 liggur fyrir að málið , sem þingfes t var í héraði 13. janúar 2011, tekur til atvika sem áttu sér stað á árunum 2006 - 2007 og urðu lyktir málsins þær að þrotamaður var dæmdur til greiðslu fyrrgreindrar fjárhæðar ásamt dráttarvöxtum frá 13. febrúar 2011. Með vísan til þessa og með hliðsjón af forsendum dóms Hæstaréttar 15. júní 2017 í máli nr. 527/2016, en að öðru leyti með skírskotun til fyrrgreindrar matsgerðar, 24 skattframtala þrotamanns og annarra gagna málsins, telur dómurinn ljóst að þrotamaður hafi verið ógjaldfær við söluna á Toska ehf. eða orðið það vegna ráðstöfunarinnar. Breytir tilvist þeirra eigna, sem stefndi telur hafa vantað í matsgerð hins dómkvadda matsmanns, í ljósi framangreinds engu . Þá hefur stefndi að öðru leyti ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að hann hafi þrátt fyrir f ramangreint getað staðið í skilum eða í reynd gert upp við kröfuhafa sína . --- Hér að framan hefur þegar verið komist að þeirri niðurstöðu að umrædd ráðstöfun þrotamanns 13. janúar 2014 hafi verið ótilhlýðileg í skilningi 141. gr. laga nr. 21/1991. Stefnd i var sonur þrotamanns og með ráðstöfuninni eignaðist hann verðmæti sem geta á engan hátt talist hafa verið í samræmi við gagngjaldið sem hann sjálfur innti af hendi. Stefndi varð ekki við áskorun stefnanda um að gefa skýrslu fyrir dómi og verður því ekki upplýst nánar um hans huglægu afstöðu er hann gekk til umræddra viðskipta. Ljóst er þó af gögnum málsins að málefni tengd félögum í eigu þrotamanns höfðu verið reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum auk þess sem gjaldþrot Milestone ehf., félags í eigu þrot amanns, var meðal stærstu gjaldþrota á umræddum tíma. Auk þess lá á greindum tíma fyrir að fjöldi dómsmála höfðu verið höfðuð gegn þrotamanni eða félögum honum tengdum, m.a. í tengslum við fyrrgreint gjaldþrot. Í ljósi þessa má að mati dómsins slá föstu að gera hafi mátt þær kröfur til stefnda óháð aldri hans , hafi hann ekki þekkt til eigna - og skuldastöðu þrotamanns, að hann aflaði sér frekari upplýsinga áður en hann keypti félag sem var móðurfélag í samstæðu þrot a manns á 1.133.000 krónur . Verður stefndi a ð bera hallann af því aðgæsluleysi og verður því lagt til grundvallar að hann hafi verið grandsamur um ógjaldfærni þrotamanns og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfun var ótilhlýðileg. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til 141. g r. laga nr. 21/1991 verður krafa stefnanda um riftun hins umdeilda kaupsamnings tekin til greina. Stefnandi krefst þess einnig í aðalkröfu sinni að stefndi verði dæmdur til að afsala aftur til stefnanda öllum hlutum í félaginu Toska ehf. gegn greiðslu á söluverði hl utanna að viðlögðum dagsektum. Samkvæmt 144. gr. laga nr. 21/1991 skal, ef annar hvor aðila krefst þess, skila greiðslum í þeim mæli sem þær eru enn til, enda verði það gert án óhæfilegrar rýrnunar verðmæta. Skal þá jafna greiðslur eftir því sem þarf með p eningagreiðslum. Hvað varðar rökstuðning fyrir umræddri kröfu lætur stefnandi við það sitja í stefnu að vísa til þess að stefndi sé enn eigandi allra hlutanna í Toska ehf. og því 25 sé unnt að skila greiðslum án rýrnunar verðmæta. Í s tefnu er hins vegar hvork i vikið að því hvort og þá hvernig stefnandi hyggst jafna greiðslur í skilningi fyrrgreinds ákvæðis né er þar leitast við að sýna fram á hvað teldist eðlilegt virðist félagsins yrðu hlutirnir afhentir í dag með stoð í fyrrgreindu ákvæði. Verður kröfu um af hendingu hlutanna því vísað frá dómi. Í 3 . m gr. 142. g r. laga nr. 21/1991 segir að ef riftun fer fram samkvæmt 139. eða 141. gr. laganna skuli sá sem hafði hag af riftanlegri ráðstöfun greiða bætur eftir almennum reglum. Í fyrrgreindri matsgerð matsmannanna E og F er sem fyrr segir lagt til grundvallar að virði félagsins hafi á umræddum tíma verið á bilinu 168,9 - 465,6 milljónir króna miðað við afföll og ólíkar ávöxtunarkröfur við mat á virði skuldabréfa . Afföll skuldabré fanna eru metin á þeirri forsendu að viðskiptin séu byggð á armslengdarsjónarmiðum. Þau skuldabréf sem um ræðir í matsgerðinni eru lán frá félögum til annarra félaga sem öll eru í fullri eigu sama aðila. Eins og fram kemur í yfirmatsgerð segir t.a.m. í ský ringu með ársreikningum AMK ehf. 2011 og 2012 um Fyrir liggur að bæði félögin voru í 100% eigu sama aðila. Það sama gildir um kröfu sem Toska ehf. átti á SAMK ehf., sem aftur átti kröfu á Aurláka ehf. Um þetta er fjallað í niðurstöðum yfirmatsmanna þar sem m.a. segir Eins og áður hefur verið rakið er ólíklegt að viðskipti milli félaga með lánssamninga hafi verið á arm slengdarsjónarmiðum þar sem samningsvextir lána í upphafi endurspegluðu ekki þá markaðsvexti sem félögunum hefði boðist. Af matsgerð yfirmatsmannanna verður ráðið að þeir hafi ekki fengið aðgang að öllum gögnum sem þeir óskuðu eftir úr hendi stefnda. Seg ir þannig í matsgerðinni að við mat á virði skuldabréfa hafi matsmennirnir haft takmarkaðar upplýsingar og því lagt til grundvallar gefnar forsendur um upphaf greiðslu bréfanna út frá því sem hafi mátt álykta af meðal annars efni í skýringum ársreikninga o g ódagsettum sérfræðiskýrslum Grant Thornton. Þar voru m.a. gefnar forsendur um að greiðslur af bréfunum myndu hefjast síðar en fram kom í skýringum með ofangreindum ársreikningum og þar sem það lá fyrir í ákvæðum lánasamninga. Í yfirmatinu kemur fram, að ef gert er ráð fyrir því að lánin er ljóst að afföll bréfanna væru lítil og endurmetið eigið fé Toska því hærra. Sé gert ráð fyrir að öll lán væru bókfærð á gangvirði þar f eingöngu að taka tillit til matsbreytinga án 26 minnihlutaafsláttar og skatteignar félagsins. Miðað við þessar forsendur var virði Toska Það er mat dómsins að horfa beri til þess að ekki var um vi ðskipti að ræða sem grundvölluðust á armslengdarsjónarmiðum þar sem viðskiptin áttu sér stað á milli félaga í eigu sama aðila. Af þessum sökum telur dómurinn rétt að þann 13. janúar 2014, þegar viðskiptin áttu sér stað á milli Karls Emils Wernerssonar og s tefnda, hafi virði Toska ehf. verið í samræmi við niðurstöðu yfirmatsins án þess að afföll séu reiknuð á skuldabréfaeign og skuldir. Verður samkvæmt þessu við það miðað að tjón stefnanda vegna hinnar riftanlegu ráðstöfunar hafi á afhendingartíma hlutanna verið 465.600.000 krón a og ber stefnanda að fá það tjón bætt samkvæmt fyrrgreindu ákvæði . Verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda þá fjárhæð að frádreginni þeirri fjárhæð sem stefndi greiddi fyrir féla gið , þ.e. 1.133.000 krónum, ásamt vöxtum eins og greinir í dómsorði . Eftir framangreindum úrslitum og að teknu tilliti til umfangs og eðli málsins ásamt útlögðum kostnaði stefnanda verður stefndi dæmdur til að greiða málskostnað sem þykir hæfilega ákveðin n 2 1 . 30 0 .000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti , sbr. 1. og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dóm þennan kveða upp Halldóra Þorsteinsdóttir dómsformaður ásamt meðdómsmönnunum Huldu Árnadóttur héraðsdómara og Þresti Sigurðssyni v iðskiptafræðingi . Dómsformaður færir til bókar að henni var úthlutað málinu í febrúar 2022 en hafði fram að þeim tíma engin afskipti haft af meðferð þess. Gætt var fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 fyrir uppkvaðningu dómsins. Dómso r ð: Rift er þeirri ráðstöfun þrotamanns, Karls Emils Wernerssonar, sem fólst í sölu allra hluta í Toska ehf. til stefnda, Jóns Hilmars Karlssonar, þann 13. j anúar 2014. Stefndi greiði stefnanda 464 . 467 . 000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. g r. laga nr. 38/2001 frá 19. janúar 2019 til greiðsludags. Kröfu stefnanda um afsal allra hluta í Toska ehf. er vísað frá dómi. Stefndi greiði stefnanda 2 1 . 30 0 .000 krónur í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti. Halldóra Þorsteinsdóttir Hulda Árnadóttir Þröstur Sigurðsson 27