Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 23. mars 2022 Mál nr. S - 575/2022: Héraðssaksóknari (Silja Rán Arnarsdóttir saksóknarfulltrúi) gegn X (Sveinn Andri Sveinsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið 16. mars sl., var höfðað með ákæru, útgefinni af X , kennitala , , Reykjavík, I. Fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa að kvöldi mánudagsins 18. október [2021] í lögreglubifre ið nr. í portinu við lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík, hrækt á lögreglumann er var þar við skyldustörf, með þeim afleiðingum að hrákinn lenti á vinstra læri lögreglumannsins. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum, með því að hafa laugardaginn 17. október 2020 utandyra við í Reykjavík, berað kynfæri sín og kastað af sér þvagi í viðurvist barnanna A , kt. , B , kt. , C , kt. , og D , kt . , og þannig sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi en háttsemin var til þess fallin að særa blygðunarsemi barnanna. Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 2 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur : Af hálfu E , kt. , fyrir hönd ólögráða dóttur hennar B , kt. , er gerð krafa greiðslu skaðabóta úr hendi ákærða alls að fjárhæð 625.000 kr. auk lögmannsk ostnaðar vegna málsins sem áfallinn er við kröfugerð. Þá er gerð krafa um vexti af ofangreindri fjárhæð skv. 8. gr. um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. nóvember 2020 [þar] til mánuður er liðinn frá því ákærða var kynnt bótakrafa þessi en dráttarv axta skv. III. kafla s.l. frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 9. gr. sömu laga. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi ákærða að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, og að þóknun réttargæslumanns verði greidd úr ríkissjóði. Af hálfu F , kt. , fyrir hönd ólögráða dóttur hennar C , kt. , er gerð krafa greiðslu skaðabóta úr hendi ákærða alls að fjárhæð 625.000 kr. auk lögmannskostnaðar vegna málsins sem áfallinn er við kröfugerð. Þá er gerð krafa um vexti af ofangreindri fjárhæð skv . 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. nóvember 2020 [þar] til mánuður er liðinn frá því ákærða var kynnt bótakrafa þessi, en dráttarvaxta skv. III. kafla s.l. frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 9. gr. sömu laga. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi ákærða að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, og að þóknun réttargæslumanns verði greidd úr ríkissjóði. Af hálfu F , kt. , fyrir hönd ólögráða dóttur hennar D , kt. , er gerð krafa greiðslu skaðabóta úr hendi á kærða alls að fjárhæð 625.000 kr. auk lögmannskostnaðar vegna málsins sem áfallinn er við kröfugerð. Þá er gerð krafa um vexti af ofangreindri fjárhæð skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. nóvember 2020 [þar] til mánuður er liðinn frá því ákærða var kynnt bótakrafa þessi, en dráttarvaxta skv. III. kafla s.l. frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 9. gr. sömu laga. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi ákærða að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, og að þóknun r éttargæslumanns verði greidd úr ríkissjóði. Af hálfu G , kt. , fyrir hönd ólögráða sonar hans A , kt. , er gerð krafa greiðslu skaðabóta úr hendi ákærða alls að fjárhæð 625.000 kr. auk lögmannskostnaðar vegna málsins sem áfallinn er við kröfugerð. Þá e r gerð krafa um vexti af ofangreindri fjárhæð skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. nóvember 2020 [þar] til mánuður er liðinn frá því ákærða var kynnt bótakrafa þessi, en dráttarvaxta skv. III. kafla s.l. frá þeim degi til greiðslu dags, sbr. 9. gr. sömu laga. Jafnframt er krafist 3 málskostnaðar úr hendi ákærða að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum Málið var þingfest 15. febrúar sl. og var þá bókað eftir sæk janda að láðst hefði að tilgreina ártal í I. kafla ákærunnar en það ætti að vera 2021 og var ákæran leiðrétt til samræmis við það. Ákærði krefst þess að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa vegna I. ákæruliðar og sýknaður af II. ákærulið en til vara að honum verið dæmd vægasta refsing er lög leyfa einnig vegna þess ákæruliðar. Þá krefst ákærði þess að bótakröfum verði aðallega vísað frá dómi en til vara að bætur verði stórlega lækkaðar. Loks krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna a ð mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. I Málsatvik Lögreglu var 17. október 2020 tilkynnt að maður hefði verið að bera sig fyrir börnum við . Kom fram að sami maður hefði áður verið að bera sig á þessu svæði og vaknaði grunur lögreglu um að þetta væri ákærði . Var honum lýst sem dökkum yfirlitum, í dökkri úlpu og á bláu hjóli og var talið að hann hefði hjólað af vettvangi í átt að . Á vettvangi bárust lögreglu upplýsingar um að foreldri eins barnanna hefði séð ákærða við . S ást þar til manns s em samsvaraði lýsingunni og var hann stöðvaður og handtekinn. Í ljós kom að fjögur börn , H , B , D og A , hefðu elt ákærða úr á og sögðu þau þetta vera manninn sem hefði verið að bera sig. Kváðust þau öll hafa séð ákærða taka út typpið á sér og pissa fyrir framan þau og hefði hann ekkert gert til að leyna því. Þeim hefði fundist þetta vera óþægilegt. Var í kjölfarið haft samband við foreldra barnanna. Dómskýrslur voru teknar í B arnahúsi af brotaþolum og hugsanlegum vitnum sem þá voru öll 12 ára gömul. C kvaðst hafa verið að spila fótbolta og séð ákærða sitja þarna og beðið tvær stelpur að koma með sér og kíkja á hann. Hann hefði sagt þeim að fara og að hann væri að horfa á fótbolta þegar þær spurðu hvað hann væri að gera. Hann hefði verið að drekka bj ór og náð í meiri bjór á hjólið sitt og byrjað að drekka hann. Síðan hefði hann staðið upp og sýnt þeim typpið á sér og síðan byrjað að pissa og hefði hann þá snúið að þeim öllum. Hefðu allir sagt að ákærði hefði verið að sýna á sér typpið en vitnið kvaðst halda að hann hefði bara ætlað að pissa. Sagði vitnið að það hefði liðið um mínúta frá því að 4 hann sýndi á sér typpið og þangað til hann byrjaði að pissa. Hefði hann rennt niður buxnaklaufinni en ekki girt niður um sig. Síðan hefði ákærði hjólað í burtu o g hefðu hún og nokkrir aðrir krakkar elt hann en hún svo hætt því. Kvað hún sér hafa liðið hrikalega illa þegar þetta gerðist. Hefði henni fundist eins og hann ætlaði að gera þeim eitthvað. A sagði ákærða hafa verið að fylgjast með þeim spila fótbolta og á meðan verið að drekka bjór og hefði hann verið orðinn drukkinn. Þau hefðu reynt að tala við ákærða en ekki skilið hann og farið aftur að spila. Ákærði hefði þá tekið typpið á sér út og pissað fyrir framan þau og hefðu þau þá hringt í lögreglu. Hefði ákærð i ekki farið afsíðis heldur snúið að þeim og virst vera sama þótt þau sæju þetta. Ákærði hefði síðan hjólað í burtu og hann og þrír aðrir krakkar elt hann og hefði lögregla handtekið ákærða niðri í bæ og talað við þau. Kvaðst hann hafa verið mjög hissa þeg ar ákærði byrjaði að pissa og hefði sér liðið illa við að sjá þetta . Taldi hann að ákærði hefði bara verið að pissa en ekki sýna þeim typpið af ásettu ráði. Sagði vitnið að um 1,7 metrar hefðu verið milli sín og ákærða þegar hann var að pissa. Hefði ákærði staðið upp i við grindverk og haldið í það með annarri hendi og talað óskýrt. Hann hefði staðið beint fyrir framan hann og ekki verið að reyna að fela þetta fyrir þeim. B sagði ákærða hafa verið að fylgjast með þeim spila fótbolta og tala eitthvað á sínu tungumáli og þau ákveðið að fara nær honum og tala við hann. Það hefði ekki gengið vel og hefði ákærði síðan tekið buxurnar niður á lærin og pissað fyrir framan þau og sagt : og hefði hann þá haldið í typpið á sér. Ákær ði hefði ekki farið afsíðis til að pissa heldur gert það þar sem hann stóð og þá snúið beint að þeim. Kvaðst hún telja að ákærði hefði bæði verið að sýna á sér typpið og pissa þegar hann tók í typpið á sér. Þau hefðu þá farið í burtu og ákærði tekið aftur upp buxurnar. Síðan hefðu þau hringt í lögreglu en ákærði hjólað í burtu og hefði hann verið drukkinn og varla getað hjólað. Hún og nokkrir aðrir krakkar hefðu elt hann. Kvað hún sér hafa liðið skringilega þegar hún sá þetta og verið hissa að hann skyldi g era þetta. D kvaðst hafa verið að spila fótbolta og hefði ákærði komið til að horfa á þau. Þau hefðu farið til hans og hann þá allt í einu opnað buxnaklaufina og byrjað að pissa. Þau hefðu öll bakkað frá og taldi vitnið að hún hefði verið um fjóra metra f rá ákærða þegar hann byrjaði að pissa og hefði hann þá snúið að þeim. Kvaðst hún ekki vita hvort ákærði hefði verið að sýna á sér typpið eða bara að pissa. Þegar hann var að pissa hefði hann sagt : it og þau elt hann niður í bæ og hringt í lögreglu. Sagði hún að sér hefði verið illt í maganum, verið hrædd og 5 fundist þetta vera óþægilegt og liðið illa. Nú þegar hún hugsi um þetta líði henni skringilega. H sagði ákærða hafa verið á vettvangi og verið dru kkinn og hefði hann sagt einhverja vitleysu. Skömmu síðar hefði hann pissað fyrir framan einhverja krakka en sjálfur hefði hann eiginlega ekki séð það. Hann hefði ásamt A , B og D elt ákærða og hefði lögreglan síðan rætt við þau um atvik. I sagði ákærða haf a verið við völlinn þar sem hún og fleiri voru að spila fótbolta. Nokkrir krakkar hefðu farið til hans en hann sagt þeim að fara. Síðan hefði hann girt niður um sig og þau þá hringt í lögreglu og á meðan þau b iðu eftir lögreglunni hefði ákærði hjólað af st að og hefðu fjórir vinir hennar elt hann. Kvaðst hún ekki hafa séð þegar ákærði girti niður um sig en krakkarnir hefðu öskrað að hann væri að því og hlaupið. Ákærði hefði verið áfram með buxurnar á hælunum og teldi vitnið að hún h efð i séð hann sitjandi þan nig. Þá hefði hún verið um fimm metra frá honum og ákærði líklega snúið að henni. Kvaðst hún ekki vera viss hvort ákærði hefði verið að sýna á sér typpið eða bara pissa. J sagði að ákærði hefði verið við fótboltavöllinn að drekka. Sagði hann nokkra krakka, en ekki hann, hafa farið nær honum og hefði hann þá allt í einu byrjað að pissa fyrir framan krakkana og sagt eitthvað sem enginn skildi. Þau hefðu síðan hringt í lögreglu. Sjálfur hefði hann verið að spila fótbolta þegar þetta gerðist en verið sagt frá þ essu. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu daginn eftir að atvik gerðust. Neitaði hann sakargiftum og sagði þær ósannar. Hann kvaðst hafa setið einn við völlinn og verið að drekka bjór. Fimm krakkar hefðu komið til hans og sagt honum að fara, hann væri vírus , o g strítt honum. Kvaðst hann hafa sagt þeim að fara í burtu. Væru þessi börn að vinna með lögreglunni. Krakkarnir hefðu ekki farið og hefði hann þá tekið bjórinn sinn og farið en þau elt hann rúmlega kílómetra leið og síðan hefði lögreglan komið. Spurður kv aðst ákærði hafa pissað fyrir framan krakkana áður en hann fór og kvaðst hann hafa haldið í typpið á sér og sagt við eina stelpuna að þegar hún yrði eldri þyrfti þrjár stelpur. II Framburður ákærða og vitna fyrir dómi 6 Ákærða var kynnt sakarefnið fyrir dómi og sagði hann þessi atvik hafa gerst eins og þar er lýst en hann neit að i sök. Hann hefði verið að pissa þegar þrír strákar og ein stelpa hefðu komið til hans. Kvaðst hann hafa verið vel vakandi og ekki undir áhrifum þegar atvik gerðust og muna þau vel. Hann hefði verið að pissa og væri frásögn hans af atvikum rétt þrátt fyrir að brotaþolar lýstu þeim að einhverju leyti öðruvísi. Væri hann ekki barnaníðingur. Kvaðst hann hafa verið langt í burtu frá þeim þegar hann pissaði. Þau hefðu síðan farið í burtu en komið aftur til hans. Stelpa sem var þarna hefði viljað fá kynlíf og hef ði hann spurt hana hvernig henni líkaði og hvort hún vildi horfa á þetta og hefði talað við ákærða og hann þá sagt : þetta væri rétt. Sagði ákærði þá að stúlkan hefði komið þegar hann var að pissa og hefði hann þá sagt : Ákærði kvaðst hafa búið á Íslandi í sjö ár. Hann kæmi daglega að . Hann drykki tíu bjóra á dag og þyrfti þ ví oft að pissa og það ger ð i hann oft við völlinn. Ákærði kvaðst muna eftir að hafa farið hjólandi af vettvangi og að krakkarnir hefðu elt hann. Krakkarnir hefðu verið langt í burtu þegar hann byrjaði að pissa. Þegar hann piss að i þarna væri hann stundum um 20 metra frá krökkunum og stundum piss að og ekki alltaf á sama stað. Var ákærði spurður hvort hann hefði gert ráð fyrir því að krakkarnir sæju til hans þegar hann byrjaði að pissa og sagði ákærði að einhver hefði sent krakkana til hans en það hefði ekki verið tilviljun að þau komu. Var ákærða kynnt að brotaþolar hefðu lýst því að þeim hefði fundist það vera óþægilegt að hann væri að pissa , þekktu hann og væru alltaf hjá honum. K , móðir brotaþol a A , sagði lögreglu hafa haft samband við sig og tilkynnt sér að krakkarnir hefðu haft samband og látið vita af ákærða. Sonur hennar hefði verið tregur til að tala um þetta en sagt að maður hefði pissað fyrir framan þau en kom ið sér undan því að lýsa þessu nánar. Kvaðst hann helst ekki vilja ræða þetta því þá færi hann að hugsa um þetta. Honum hefði fundist maðurinn skrítinn og krakkarnir hefðu frétt að hann hefði oft komið þangað áður. Hefðu þau látið lögreglu vita svo að hægt væri að stoppa hann. Fram hef ði komið hjá A að ákærði hefði pissað fyrir framan þau þannig að þau hefðu átt auðvelt með að sjá kynfæri hans. Eftir þetta hefði hann forðast að ganga einn um , t.d. þegar hann færi í sund. Þá hefði hann alltaf verið kvíðinn og hefði það aukist á síðustu árum en vitnið gæti ekki sagt til um hvort þessi atvik hefðu þar áhrif. 7 E , móðir brotaþola B , sagði hana hafa hringt í vitnið og verið þá í sjokki og sagt henni frá því sem gerðist . E innig hefði lögreglan talað við hana um atvik. B hefði sagt henni að hún hefði verið niðri í og hefði ákærði kallað á krakkana og þau farið til hans. Hefði hann þá tekið út á sér typpið og pissað og eftir það fiktað við typp ið á sér. Kvaðst hún hafa rætt þetta við B þegar hún kom heim en B hefði líka þótt þetta dálítið fyndið , og teldi vitnið að það hefði verið taugaveiklun hjá henni. B hefði mikið rætt um þessi atvik fyrst eftir að þau gerðust. Í kjölfar ið hefði hún verið mj ög upptekin af typpum og m.a. verið að teikna þau. Þá væri B yfirleitt sjálfstæð en eftir þetta þ yrði hún ekki að ganga ein heim eftir æfingar en hún æfi hjá B . Einnig væri hún hrædd við drukkið fólk og teldi vitnið að hún setti samasemmerki milli þess að vera drukkinn og sýna kynfæri sín. Teldi vitnið því að þessi atvik hefðu haft miklar afleiðingar fyrir B . F , móðir brotaþolanna C og D , sagði að þær hefðu hringt í sig og látið vita hvað hefði gerst. Önnur þeirra hefði elt ákærða og þá verið með lögreglu í símanum. Sagði vitnið að ákærði væri búinn að vera mikið niðri í en hann hefði aldrei náðst og hefðu börnin í raun tekið málin í sínar hendur. Sagan seg ð i að ákærð i hefði oft pissa ð fyrir framan börnin. Kvaðst hún ekki vita hvort hann hefði verið að pissa en hann hefði sýnt á sér typpið. Hann hefði síðan farið í burtu á hjóli, drukkinn, og krakkarnir elt hann. Vitnið kvaðst telja að stelpurnar hefðu eitthvað rætt um þessi atvik sín á milli. Þær hefðu orðið hræddar en vitnið reynt að draga úr því. Þá sagði vitnið að fólk sem væri að drekka færi í taugarnar á þeim en ekki vita hvort það teng d ist þessu , en ákærði væri alltaf drukkinn. III Niðurstaða Ákærði hefur skýlaus t játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í I. kafla ákærunnar. Farið var með mál þetta, hvað það ákæruefni varðar, samkvæmt 164. gr. laga um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Um málsatvik er vísað til ákæru. Ákærði hefur skýlaust játað þetta brot sitt. Játning ákærða fær fulla stoð í gögnum málsins. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök og telst brot ákærða vera réttilega heimfært t il refsiákvæða. Ákærði er í II. kafla ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi, sbr. 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Er hann ákærður fyrir að hafa berað á sér kynfærin og kastað af sér þvagi í viður vist fjögurra barna . Samkvæmt 209. gr. almennra hegningarlaga skal hver sá sem með lostugu athæfi 8 særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis sæta fangelsi allt að fjórum árum en sex mánuðum eða sektum ef brot er smávægilegt. Samkvæmt greinarge rð er fylgdi 209. gr. laga nr. 19/1940 fellur undir ákvæðið fyrst og fremst ýmiss konar háttsemi önnur en káf og þukl á líkama, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð og klúrt orðbragð í síma. Er þar ekki um að ræða tæmandi upptalningu á þeirri háttsemi sem felld verður undir lagaákvæðið. Með lostugu athæfi í skilningi lagaákvæðisins er átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök. E kki er þó skilyrði að viðkomandi hafi fengið eitthvað kynferðislegt út úr athöfninni. Þá er það ekki skilyrði að sýnt hafi verið fram á að blygðunarsemi manna hafi raunverulega verið særð heldur er nægjanlegt að háttsemin hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi annars manns. Ákærði neitar sök. Framburður hans fyrir dómi var nokkuð óljós en í meginatriðum í samræmi við þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. Viðurkenndi hann að hafa kastað af sér þvagi fyrir framan börn en sagði þau hafa komið að e ftir að hann var byrjaður að pissa. Brotaþolar gáfu öll skýrslu í Barnahúsi við rannsókn málsins. Bar þeim saman um að ákærði hefði pissað fyrir framan þau og enga tilraun gert til að leyna því og báru auk þess flest um að hann hefði verið drukkinn. Frambu rður þeirra er hins vegar misvísandi hvað það varðar að þau teldu að hann hefði einnig verið að sýna þeim kynfæri sín en ekki einungis að kasta af sér þvagi. Öll kváðust þau hafa séð kynfæri ákærða umrætt sinn . Af málsgögnum verður ráðið að ákærði hafi oft áður verið við fótboltavöllinn þegar börn voru þar að spila. Fyrir dómi kvaðst ákærði fara þangað daglega og drekka daglega um tíu bjóra. Hann þyrfti oft að kasta af sér þvagi þegar hann væri þarna og væri þá misjafnt hvað hann væri langt frá krökkunum. S amkvæmt framangreindu og af lýsingum brotaþola verður ráðið að ákærði hafi verið drukkinn þegar atvik gerðust. Engu að síður hlaut ákærða að vera ljós t að börnin voru í sjónfæri við hann. Gerði hann enga tilraun til að hylja kynfæri sín og sneri að brotaþo lum á meðan hann kastaði af sér þvagi. Er það mat dómsins að framburð u r bæði brotaþola og ákærða sé trúverðugur í meginatriðum og er um margt samræmi í framburði þeirra. Telur dómurinn, á grundvelli þeirra lýsinga sem fram er u komnar á atvikum af hálfu vit na, sannað að ákærði hafi berað kynfæri sín og kastað af sér þvagi í viðurvist barnanna. Eins og rakið hefur verið þ á bar ákærði um að hafa sett fram athugasemd við stúlku sem var viðstödd á meðan hann kastaði af sér þvagi og beint þannig athygli að 9 kynfæ rum sínum. Báru tveir brotaþola r um að hafa heyrt ákærða koma með slíka athugasemd. Með vísan til framangreinds telur dómurinn að um lostugt athæfi hafi verið að ræða í skilningi 209. gr. Þau börn sem voru á vettvangi voru einungis 12 ára gömul og má af up ptökum af framburði þeirra við rannsókn málsins ætla að útlit þeirra sé almennt í samræmi við aldur þeirra. Gat ákærða því ekki dulist að um svo ung börn var að ræða. Í ljósi þess er það mat dómsins að sú háttsemi ákærða að bera kynfæri sín og kasta af sér þvagi fyrir framan börnin hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi þeirra. Einnig kom fram í framburði allra brotaþola að háttsemi ákærða hefði valdið þeim vanlíðan . Af atvikum má ráða að þau upplifðu háttsemi ákærða alvarlega og bæði kölluðu til lögreglu og eltu ákærða á leið hans frá vettvangi til að tryggja að lögregla gæti haft afskipti af honum. Eins og atvikum er háttað verður háttsemi ákærða talin falla undir 209. gr. laga nr. 19/1940. Að þessu virtu telur dómurinn sannað, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hafi gerst sek ur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru og er brot hans þar réttilega heimfært til refsiákvæða , en vegna ungs aldurs brotaþola verður háttsemi ákærða jafnframt talin varða við 3. mgr. 99. gr. laga nr. 80/2002 sem ósiðleg t athæfi. IV Ákærði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 17. desember 2021, var ákærði með dómi héraðsdóms sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 106. gr. laga nr. 19/1940 og dæmdur í 60 daga fangelsi skil orðsbundið í tvö ár. Þá var hann með dómi héraðsdóms dæmdur til greiðslu sektar vegna brots gegn lögum um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974. Ákærði framdi brot það sem greinir í II. kafla ákærunnar á meðan hann var á skilorði vegna dómsins frá og tel st hann með því hafa rofið skilorð dómsins . Verður, með vísan til 60. gr. laga nr. 19/1940, refsing ákærða samkvæmt þeim dómi dæmd upp og refsing dæmd í einu lagi fyrir öll brotin. Við ákvörðun refsingar ákærða er , auk framangreinds, til þyngingar litið t il 1., 3. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940, en brot hans samk væ mt II. kafla beindist að börnum sem stödd voru á stað þar sem þau áttu að geta upplifað sig örugg. Þá beindist brot ákærða samkvæmt I. kafla að lögreglumanni sem var að sinna skyldustarfi sínu. Jafnframt lítur dómurinn til refsimildu n ar til aðstæðna ákærða sem er heimilislaus og eru félagslegar aðstæður hans mjög bágar. Í ljósi alls framangreinds, sakar efni s máls þessa, 10 og 77. gr. laga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í f imm mánuði en fresta skal fullnustu hennar og hún bundin skilorði eins og í dómsorði greinir. V Í málinu gera allir brotaþolarnir kröfu um miskabætur að fjárhæ ð 500.000 krónur og lögmannskostnað að fjárhæð 125.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 209. gr. laga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. laga nr. 80/2002 gagnvart brotaþolum. Hefur ákærði með háttsemi sinni bakað sér bótaábyrgð á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Er háttsemi ákærða til þess fallin að valda brotaþolum miska. Engin sérfræðigögn liggja fyrir um líðan brotaþola en þau báru sjálf um vanlíðan vegna háttsemi ákærða auk þess sem foreldrar þeir ra lýstu afleiðingum atviksins fyrir brotaþola. Þykir fjárhæð miskabóta hæfilega ákveðin, með hliðsjón af atvikum og dómafordæmum, 200.000 krónur, til hvers brotaþola, auk vaxta og dráttarvaxta eins og nánar greinir í dómsorði. Er kröfu um greiðslu lögmann skostnaðar hafnað með vísan til 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Þá e r upphafstími dráttarvaxta ákveðinn með hliðsjón af því að ákærða voru birtar bótakröfurnar við þingfestingu málsins. VI Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, og Brynjólfs Eyvind s sonar lögmanns, sem skipaður var verjandi ákærða á rannsóknarstigi, og þóknun réttargæslumanna brotaþola, eins og í dómsorði greinir. Hefur við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar réttargæslumanna ver ið tekið tillit til virðisaukaskatts og þess að annar réttargæslumannanna var samhliða að gæta hagsmuna fleiri en eins brotaþola. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Silja Rán Arnarsdóttir saksóknarfulltrúi. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kv eður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í f imm mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 11 Ákærði greiði B , C , D og A , hverju um sig , 200.000 krónur , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 , frá 1. nóvember 2020 til 15. mars 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla, sbr. 9. gr. , sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna , Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 500.000 krónur og Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 3 00.000 krónur, og þóknun skipaðra réttargæslumanna brotaþola, Þo rbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns vegna B , 2 0 0.000 krónur, vegna C , 2 0 0.000 krónur, og vegna D , 2 0 0.000 krónur , og þóknun Guðrúnar Bjargar Birgisdóttur lögmanns, vegna A , 2 8 0.000 krónur. Sigríður Elsa Kjartansdóttir