Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 10. júní 2022 Mál nr. E - 122/2020 S356 ehf., Vestureignir ehf., o.fl. (Ólafur Björnsson lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Andri Andrason lögmaður) Dómkröfur, aðild og málsmeðferð 1. Mál þetta var höfðað 21. febrúar 2020 og þingfest fyrir dómnum 5. maí það ár. 2. Stefnendur málsins eru eigendur Hellnajarða , S356 ehf., Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík, Vestureignir ehf. , Sigtúni 28, 105 Reykjavík , Christine Cheng Blin, Allan Bin Cheng, Mette Milsgaard, Ivan Milsgaard Cheng og E rik Cheng , öll búsett í D anmörku, Sigríður Jóna Þórisdóttir, Engjateigi 19, 105 Reykjavík , og SJ fasteignafélag ehf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík . 3. Stefndi í málinu er íslenska ríkið, Vegmúla 3, 150 Reykjavík . 4. Mál þetta er höfðað til ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 1/2018, að því leyti sem úrskurðurinn tekur til eignarlands Hellnajarða á Snæfellsnesi , þ.e. Gíslabæjar, Brekku bæjar, Skjalda r traðar og Laugarbrekku, sem úrskurðað var þjóðlenda. ------- 2 5. Stefnendur krefjast þess að felldur verði úr gildi, að hluta, úrskurður óbyggðanefndar frá 15. ágúst 2019 í málinu nr. 1/2018, Snæfellsjökull og landsvæði sunnan og austan ha ns, þess efnis að landsvæði sunnan og austan Snæfellsjökuls, sem telst í ós kiptri sameign Hellnajarðanna Gíslabæjar, landnr. 136277, Brekkubæjar, landnr. 136269, Skjaldartraðar, landnr. 136307, og Laugarbrekku, landnr. 136291, Snæfellsbæ , sé þjóðlenda, þ.e. eftirtalið landsvæði: Upphafspunktur er í Merkja strýp sem er klettur í vestri hlíð Stapafells (p. 4), jökuls megið við Hjartað, þaðan í Fjallseggjar eftir vatnaskilum (p. 5) og þaðan í miðja Djúpugróf (p. 6). 6. Þess er krafist að viðurkennt verði með dómi að enga þjóðlendu sé að finna á umþrættu svæði . 7. Þá er þess krafist að stefnda verði gert að greiða stefnendum málskostnað að skaðlausu vegna máls þessa að mati dómsins, í samræmi við framlagðan málskostnaðarreikning . 8. Stef ndi, íslenska ríkið , krefst sýknu af öllum dómkröfum stefnenda. 9. Stefndi krefst þess að stefnendur verði óskipt dæmdir til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu skv. mati dómsins. Til vara er þess krafist að aðilar beri sinn kostnað af málinu. --- ---- 10. Gengið var á vettvang í málinu fimmtudaginn 28. október sl. Vettvangsganga fór fram samtímis vegna fjögurra mála sem rekin eru fyrir dómnum og varða afar keimlík úrlausnarefni og sams konar og samliggjandi landsvæði. Þetta eru mál nr. E - 122/2020, E - 123/2020, E - 124/2020 og E - 125/2020 við dóminn. 11. Í vettvangsgöngu mættu ásamt dómara, lögmenn málsins og þeir aðilar máls sem töldu ástæðu til, en lögmaður stefnenda sá um boðun þeirra. Lítils háttar ófærð hamlaði því þó að hægt væri að skoða allt s væðið eins og til stóð, en veður var bjart og gott og mátu sakflytjendur og dómari það svo að sú útsýn sem var nægði til að dómari áttaði sig vel á staðháttum og andlagi deilu aðila. Engar skýrslur voru teknar fyrir dómi. 12. Við upphaf munnlegs má l flutnings 26. apríl 2022 lagði lögmaður stefnenda fram breytta kröfugerð frá stefnu, sem hann áður hafði boðað og sent dómnum, einkum til einföldunar. Engar athugasemdir voru gerðar við breytinguna af hálfu stefnda eða dómsins. Aðalmeðferð málsins var loki ð þennan dag í öllum framangreindum málum og þau dómtekin að henni lokinni. 13. Gætt var ákvæða 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála fyrir uppkvaðningu dóms í málinu. Dómari tók við málinu þegar hann hóf störf við dómstólinn 1. september 2021. 3 Málsatvik 1 4 . Samkvæmt ákvæðum laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta skal óbyggðanefnd kanna og skera úr um hvaða land teljist til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. 1 5 . Með bréfi, 17. september 2014, tilkynnti óbyggðanefnd fjármálaráðherra þá ákvörðun sína að taka til umfjöllunar svæði 9, sbr. 8. gr. og 1. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1 998. Að ákvörðun óbyggðanefndar var svæði 9 síðar skipt í tvennt, svæði 9A og 9B. Ágreiningssvæðið í máli þessu fellur innan svæðis 9B, Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi. 1 6 . Með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu e r birtist í febrúar 2018 var skorað á þá sem töldu sig eiga eignarréttindi að landi sem félli innan þjóðlendukröfusvæðis ríkisins á Snæfellsnesi (Svæði 9B) að lýsa kröfu sinni til landsins fyrir óbyggðanefnd og skila með henni heimildum og gögnum sem kröfu lýsingin bygg ð ist á. 1 7 . Kröfulýsing eigenda Hellnajarða, stefnenda þessa máls, til óbyggðanefndar er dagsett 5. nóvember 2018 . Fyrir nefndinni var þess krafist aðallega að þjóðlendukröfu ríkisins til lands Hellna yrði hafnað og viðurkennt yrði að enga þjóðlendu væri að finna innan merkja jarðarinnar, enda teldist allt svæðið vera innan þinglýstra landamerkja og undiro r pið beinum eigna r rétti. 1 8 . Óbyggðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Snæfellsjökull og landsvæðið sunnan og austan Snæfellsjökuls væri allt utan landamerkja aðliggjandi jarða, að frátöldum tveimur svæðum , og að það væri þjóðlenda, þ. á m. það svæði sem krafa stefnenda í máli þessu tekur til, en landsvæðið sem úrskurðað var þjóðlenda afmarkast svo: Landsvæðið sunnan og austan Snæfellsjö kuls: Upphafspunktur er á vatnaskilum við Hamraendafjall sunnan við Folahnúk. Þaðan er farið eftir vatnaskilum milli norðurs og suðurs, vestur í Geldingafell og þaðan stystu leið að jaðri Snæfellsjökuls. Miðað er við jökuljaðarinn eins og hann var við gild istöku þjóðlendulaga nr. 58/1998, 1. júlí 1998, sbr. 22. gr. laganna. Jökuljaðrinum er svo fylgt suður og síðan vestur að þeim stað á jökuljaðrinum sem er á móts við Merkjahrygg. Þaðan er línan dregin úr jökuljaðrinum beina stefnu í Stagfell og þaðan beint í efsta hluta Norðurhlíðar við Norðurgil sem blasir við úr Djúpugróf. Þaðan er línan dregin beint í merkjastrípu (stóran klett) í vesturhlíð Stapafells og þaðan beint í vesturbarm Rauðfeldargjár, sem er ofarlega í Botnsfjalli. Þaðan er línan dregin beint í Barná þar sem hún fellur fram af hamrinum og þaðan beint í upptök Hamraendalækjar. Frá upptökum Hamraendalækjar er línan dregin beina stefnu í Þórishamar, þaðan er farið beint í Grafarhnúk og þaðan upp á vatnaskil við Hamraendafjall sunnan við Folahnúk, sem er upphafspunktur. 4 Snæfellsjökull: Jaðri Snæfellsjökuls er fylgt umhverfis jökulinn. Miðað er við stöðu jökulsins eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga nr. 58/1998, 1. júlí 1998, sbr. 22. gr. laganna. 1 9 . Stefnendur gátu ekki unað úrskurði óbyggðanefndar frá 15. ágúst 2019 og höfðuðu því þetta mál til ógildingar á honum. 20. Stef n endur re i fa ítarlega í stefnu málsins sögu H ellnajarða og eignarheimildir, en vísa þó einkum til bls. 36 - 49 í úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 1/2018, og til krö fulýsingar stefnenda fyrir svæðinu til óbyggðanefndar ásamt fylgigögnum, sem og greinargerðar stefnenda til óbyggðanefndar, dags ettrar 10. janúar 2019 . Þessi gögn eru aðgengileg öllum og þykir ekki ástæða til að taka þessar reifanir upp í dóm þennan en til þeirra vísað eftir þörfum við úrlausn málsins, einkum í umfjöllun um málsástæður stefnenda. Málsástæður og lagarök stefnenda 21 . Stefnendur telja að umrætt landsvæði eins og því er lýst hér að framan sé háð eignarrétti eða sé eign þeirra, sem njóti vernd ar 72. gr. s tjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (stjskr.), sbr. 10. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995 og 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við m annréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur hefur verið með lögum nr. 62/1994 (MSE). Hluti landsvæðisins sunn an og austan Snæfellsjökuls geti því ekki talist þjóðlenda, enda innan þinglýstra landamerkja Hellnajarða. 2 2 . Stefnendur byggja á því að landsvæði það sem hér er deilt um eig n arrétt á, eins og það er afmarkað í úrskurði óbyggðanefndar, hafi frá öndverðu verið numið. Sá eigna r réttur h afi ekki fallið niður síðan og sé hið umdeilda land því í eign stefnenda. 2 3 . Vísa stefnendur til Sturlubók ar Landnámu ; þar sé greint frá því að Sölvi hafi numið land milli Hellis og Hraunhafnar en í Hauksbók er hann sagður h afa numið land milli Hellishrauns og Sleggjubeinsár. Í Sturlubók og Hauksbók Landnámu er Sigmundur Ketilsson sagður hafa numið land milli Hellishrauns og Beruvíkurhrauns og Grímkell Úlfsson er sagður hafa numið land frá Beruvíkurhrauni til Neshrauns og út um Öndverðarnes og rekið þaðan burt Saxa Álfarinsson Válasonar. Álfarinn Válason er sagður hafa numið land á nesinu milli Beruvíkurhrauns og Ennis og Ólafur belgur fyrir innan Enni, allt til Fróðár. Í Sturlubók, Hauksbók og Melabók Landnámu segir svo að Or mur hinn mjói hafi numið land milli Ennis og Höfða, eftir að hafa rekið burt Ólaf belg. 2 4 . Í úrskurði óbyggðanefndar á bls. 97 komi f ram að af frásögnunum verði ekki ráðið hvort ágreiningssvæðið hafi verið numið, enda komi ekki fram hversu hátt til fjall a landnám á svæðinu hafi náð. Sé tekið mið af staðháttum og fjarlægðum við túlkun landnámslýsinga tel ji óbyggðanefnd þó verða að telja líklegt að svæðið hafi verið numið, a.m.k. að verulegu leyti, utan Snæfellsjökuls, þó svo að fjallsbrúnir myndi nokkuð skörp skil milli fjalllendis og láglendis á austurmörkum svæðisins. Þó geri nefndin þann fyrirvara að óvi ssa um aðferðir við landnám og umfang þess hverju sinni sé það mikil að 5 ekki verð i fullyrt með afdráttarlausum hætti um nákvæma stærð þess, sbr. umfjöllun um landnám í a lmennum niðurstöðum óbyggðanefndar. 2 5 . Á því er byggt af hálfu stefnenda að landsvæði ð, sem hér er deilt um eignarrétt á, sé innan marka upphaflegs landnáms á Snæfellsnesi. Stefnendur byggja á því að allt land á Snæfellsnesi hafi frá landnámi verið undirorpið beinum eignarrétti. Engir almenningar og afréttir sé u á svæðinu og nýting og búse ta bendi til þess að allt land á svæðinu hafi verið nytjað allt frá landnámi og tilheyrt ákveðnum jörðum, sbr. meðal annars sýslu - og sóknalýsingar frá 1839 - 1875 þar sem segir um Breiðavíkurhrepp að ekki séu þar afréttarlönd og því síður almenningar, þar s em fjöllin séu ekki annað en heimalönd. 2 6 . Jafnframt vísa stefnendur í þessu tilliti til svars sýslumannsins í Snæfellsness - og Hnappadalssýslu við fyrirspurn Stjórnarráðs Íslands frá árinu 1920 um almenninga í sýslunni þar sem fram kemur að í sýslunni séu engir almenningar, heldur eingöngu heimalönd, og að lönd jarðanna norðan og sunnan Snæfellsnesfjallgarðsins jaðri hvarvetna saman á háfjallgarðinum að því er séð verði af landamerkjabók sýslunnar. Ekki séu til afréttarlönd í sýslunni í eigu sveitarfélaga og því sé hvergi í sýslunni um að ræða önnur upprekst r arlönd en heimalönd jarða. Svæ ðið sé ekki mjög hálent, allvel gróið og frekar einsleitt, og því ekki rök til að efast um að landnámslýsingar nái yfir það. 2 7 . Stefnendur benda á að ó byggðanefnd virðist horfa framhjá því að sambærileg lönd á Snæfellsnesi, sem standa norðan og vestan v ið vatnaskil þau sem um ræðir, sé u viðurkennd eignarlönd. Þrætusvæðið ætt i að falla í sama flokk, enda sambærilegt land að gæðum og að uppruna, og eignarréttur sambærilega skráður. Engin rök hníg i að þeirri niðurstöðu að kröfusvæðið hafi aðra eignarréttarl ega stöðu en aðrar jarðeignir á Snæfellsnesi sem almennt h afi verið viðurkenn dar sem eignarland. 2 8 . Það vek i þannig sérstaka athygli í þessu tilliti að ekki hafi verið gerð samsvarandi krafa af hálfu ríkisins um landsvæði sem ligg i að Snæfellsjökli að v estan og norðan, sem eins sé ástatt um að þessu leyti og það svæði sem ræðir um hér. 2 9 . Stefnendur benda á að o ft h afi Landnáma í dómum Hæstaréttar verið túlkuð þannig að hún styðji við beinan eigna r rétt . Hið sama hafi gerst í almennum niðurstöðum óbyggð anefndar í fyrri úrskurðum. 30 . Virð i st hugmyndir ríkisins , þess efnis að svæði þetta hafi aldrei verið undirorpið beinum eignarrétti og nýting þess hafi ekki verið með þeim hætti , úr lausu lofti gripnar og stangast á við fornar heimildir um eignarrétt á þessu svæði en samkvæmt framlögðum eldri skjölum sé ljóst að allt land á Snæfellsnesi hafi verið háð beinum eignarrétti. 3 1 . Ekkert sé komið fram sem bendi til þess að landsvæði ð hafi verið undirorpið annars konar eignarrétti. Landsvæðið sé beintengt hinum hluta jarðarinnar og ekkert sérstakt 6 sem aðskil ji það frá þeim hluta. Allt bendi því til þess að þessi hluti jarðarinnar sé eignarland, rétt eins og aðr ir hluta r hennar. ------- 3 2. Stefnendur byggja eignarréttarkröfu sína einnig á þeirr i meginreglu íslensks eignarréttar að jörð með þinglýstum landamerkjum sé eignarland og að sá sem haldi öðru fram beri sönnunarbyrði fyrir því sbr. skýr dómafordæmi . 3 3 . Við setningu landamerkjalaganna nr. 5/1882 og síðan laga nr. 41/1919 hafi það verið æ tlun löggjafans að framkvæmdavaldið hefði frumkvæði að því að gengið yrði frá landamerkjum jarðeigna, þau skráð og leyst úr ágreiningi um þau ef hann væri fyrir hendi. 3 4 . Með vísan til landamerkjalaganna og tilgangs þeirra byggja stefnendur á því að lan damerkjabréf jarðarinnar bendi til þess að um sé að ræða landsvæði sem sé háð beinum eignarrétti. 3 5 . Telja stefnendur að l andnámsheimildir á Snæfellsnesi far i ekki í bága við landamerkjabréf jarðarinnar og ljóst sé að við landnám hafi landið verið betur gróið en nú er. Bent er á að landnám h afi verið samfellt á þessum slóðum svo sem almennt virðist hafa tíðkast á Íslandi, sbr. þjóðlendudóma Hæst a réttar í Mýrdal. 3 6 . Með vísan til Landnámu sé ljóst að hið umþrætta land hafi verið í óslitinni einkaeign frá landnámi, en ekki almenningur eða afréttur. Landeigendur telja því að fyrir liggi að allt land á Snæfellsnesi hafi frá landnámi verið undirorpið beinum eignarrétti. 3 7 . Landamerki Hellna séu mjög gömul, en jarðarinnar sé getið í fornum ritum. Engir alme nningar og afréttir séu á svæðinu og nýting og búseta bendi til þess að allt land á svæðinu hafi verið nytjað allt frá landnámi og tilheyrt ákveðnum jörðum, sbr. meðal annars sýslu - og sóknalýsing ar frá 1839 - 1875 þar sem segi um Breiðavíkurhrepp að ekki sé u þar afréttarlönd og því síður almenningar, þar sem fjöllin séu ekki annað en heimalönd. 3 8. Sérstaklega er vísað til heimildaskjala, fornra og nýrra, sem sýn i ótvírætt fram á beinan eignarrétt landeigenda Hellnajarða í gegnum tíðina. Byggi st krafa ste fnenda m.a. á þinglýstum afsölum, sýslu - og sóknalýsingum, jarðamötum og jarðabókum og fleiri þeim skjölum er varða Hellnajarðir sem vísað sé hér til. Þá byggi st krafan á þinglýstri landamerkjaskýrslu fyrir Hellnapláss, frá 27. ágúst 1887, og landamerkjask ýrslu fyrir jörðina Gíslabæ við Hellna, frá 11. júní 1885. 3 9 . Stefnendur halda því fram að e ngar heimildir séu um að land þetta hafi nokkurn tíma færst undan einkaeignarrétti, eða eignarréttur á því týnst. Þau fáu skrif, sem til séu um 7 svæðið , bend i einmitt til hins gagnstæða en samkvæmt elstu heimildum um Hellna, um skipti á Hellnalandi milli þriggja bræðra dagana 10. og 13. október árið 1560, hafi Hellnajörðum verið skipt til einkaeignar. Getið sé fjölda nafngreindra búða, sem þeir bræður skipt i me ð sér, án þess þó að þeir geti um afmörkun hverrar um sig, eða einnar gagnvart annarri. Þá k omi jafnframt fram að öll önnur lands - og sjógæði en þau sem um þar er getið skyldu þeir bræður allir hafa til jafnaðar. Þá seg i í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns yfir Breiðuvíkurhrepp frá árinu 1711 m.a. að jarðirnar Gíslabær og Brekkubær séu konungseignir og fylgi Stapaumboði, og jafnframt að jarðirnar Öxnakelda, Ormsbær, Vætuakrar og Laugarbrekka sé u í einkaeigu. 40 . Einnig eigi lýsingin sér stoð í þr emur vitnisburðum frá 17. öld, þeim elsta dagsettum í október árið 1622. Einnig fjórum vitnisburðum um landamerki Hellisvalla sem voru allir útgefnir árið 1789. Landamerkja Hellna og Hellnajarða sé einnig getið í uppskrift af landsreglunni á Hellirsvöllum frá 8. maí 1804 og útmælingu á Miðvöllum frá árinu 1833 þar sem merkjum gagnvart Hellnajörðum er lýst. 41 . Telja stefnendur ljóst af þessum heimildum að jörðin hafi átt töluvert stærra landsvæði en óbyggðanefnd tel ji í úrskurði sínum. 42 . Stefnendur vi lja benda á að landamerkjabréf jarðarinnar, sem og aðliggjandi jarða, séu haldin þeim ágalla að merkjum jarðanna til fjalla er ekki lýst sérstaklega, heldur er aðeins lýst merkjum á milli jarðanna sjálfra á láglendi. 4 3 . Stefnendur gera athugasemd við ni ðurstöðukafla óbyggðanefndar í úrskurði sínum . Á bls. 117 - 122 fjall i nefndin um landamerki Hellnajarða gagnvart aðliggjandi jörðum. Þar segir eftirfarandi um landamerki milli Hellna og Miðvalla á bls. 118 - 120: túlka það með hliðsjón af öðrum heimild um um merki jarðanna og staðháttum. [...] Nyrstu merkjapunktarnir á merkjum Miðvalla og Hellna í vitnisburðunum frá 17. öld og Samkvæmt örnefnaskrám fyrir Hellna er Borg ardalur kvos milli Litlahrauns og Háuborgar sem er stór klettaborg norðaustur af Litlahrauni. Norðan við Borgardal er hlíð nokkur sem kölluð er Miðvallahlíð og norðan við hana er Norðurhlíð en Norðurgil skilur á milli hlíðanna tveggja. [...] Telja verður l íklegt að í framangreindum vitnisburðum frá nú gengur undir nafninu Miðvallahlíð. [...] Miðvallahlíð og Norðurhlíð rísa nokkuð skarpt upp frá Djúpugróf og mynda nokk urs konar fjallsbrún í svipaðri hæð og Stagfell sem er aðeins vestar. Fyrir ofan hlíðarnar er landið aflíðandi upp að Snæfellsjökli. Því má segja að nokkuð skörp náttúruleg skil séu á landinu efst í Miðvalla - og Norðurhlíð. [...]Að teknu tilliti til þess s em hér hefur verið rakið um staðhætti og samanburðarskýringar á landamerkjabréfum á vestanverðu Snæfellsnesi er það 8 1887 hafi verið átt við efsta hluta Norðurhlíðar við No rðurgil, sem blasir við úr Í úrskurði sínum segi óbyggðanefnd jafnframt eftirfarandi á bls. 119: afrétt upp undir jökli. Selstöðu, notaða af Hellnajörðunum Gíslabæ og Brekkubæ, hafi getið um forna selstöðu Öxnakeldu í Heljarkinn í norðvestanverðu Stapafelli. Þetta bendir til þess að greinarmunur hafi verið gerður annars v egar á svæðinu ofanvert við Háuborg, þar sem nú heitir Miðvallahlíð og Norðurhlíð, og norðvestanverðu Stapafelli, Um landamerki milli Hellna og Arnarstapa segi á bls. 121 í úrskurði nefndarinnar: Arnarstapa sé allstór klettur í vesturhlíð Stapafells [...] Öðrum heimildum um merkin er ekki fyrir að fara. [...] niðurstaða óbyggða nefndar [er því sú] að heimildir um merki milli Á bls. 122 í úrskurðinum segir síðan um suðurmerki ágreiningssvæðisins: ildum og ekki er fyrir að fara glöggum náttúrulegum skilum á borð við vatnaskil, sem eðlilegt er að styðjast við hér. Þegar svo háttar til hefur óbyggðanefnd í fyrri úrskurðum jafnan talið eðlilegast að draga beina línu milli efstu punkta á merkjum jarða h vorum megin og hefur sú niðurstaða verið staðfest af Hæstarétti. Eðlilegt verður talið að gera svo hér, og draga beina línu milli jökulrandar Snæfellsjökuls við Merkjahrygg og Stagfells, í samræmi við kröfulínu íslenska ríkisins. Þaðan er línan dregin áfra m beint í efsta hluta Norðurhlíðar, rétt norðan við kröfulínu ríkisins, og þaðan í stóran klett í vesturhlíð Stapafells. Að teknu tilliti til þess sem hér hefur verið rakið er það niðurstaða óbyggðanefndar að merki Dagverðarár, Miðvalla og Hellna nái ekki 4 4 . Stefnendur vilja benda á nokkur sjónarmið hvað þetta varðar. Fyrst vilja stefnendur undirstrika það sem kemur fram í úrskurðinum að merkjum sé ekki lýst milli þessara efstu merkjapunkta. Telja stefnendur ástæðu þess vera, og vilja árétta, að almennt á þessu svæði sé miðað við vatnaskil og fjallseggjar um efri merki jarða. Hafi því almennt ekki þótt rík þörf á að skilgreina landamerki að því leyti í landamerkjabréfum á þeim tíma er þau voru rituð. 4 5 . Þá telja stefnendur rangt metið hjá óbyggðanefnd að ekki hafi verið fyrir að fara glöggum náttúruleg um skil um á borð við vatnaskil á svæðinu. 4 6 . Einnig eru stefnendur ósammála því að greinarmunur hafi verið gerður á svæðinu ofanvert við Háuborg, eða Miðvallahlíð og Norðu r hlíð, og öðru landi jarðarinnar. Vilja stefnendur árétta það sem kemur fram á bls. 177 í Jarðabók Árna og Páls, en þar segi: 9 uppteiknað, en þetta Svo virðist sem óbyggðanefnd hafi ekki tekið tillit til þessarar efnisgreinar við úrlausn sína. Í úrskurðinum sé aðeins byggt á því að Laugarbrekka, ein Hellnajarða, hafi átt afrétt uppi undir jökli. Telja stefnendur ljóst að þetta orðalag Jarðabókar Árna og Páls bendi heldur til þess að Hellnajörðin öll hafi átt afrétt upp i undir jökli fyrir sitt eigið fé, en ekki aðeins Laugarbrekka, sem og að allt ágreiningssvæðið hafi tilheyrt henni. Þá haf i selstöður verið í eiginlandi Hellnajarðarinnar frá tilteknum Hellnajörðum á nánar tilteknum stöðum. 4 7 . Stefnendur benda jafnframt á, framangreindu til stuðnings, örnefnaskrá Kristjáns Eiríkssonar frá 1977 fyrir Hellna og að auki er tíundað að samkvæmt landamerkjabréfi fyrir Hellnapláss frá 27. ágúst 1887 segi um landamerki milli Hellna og Miðvalla að merkin nái hvað þetta varð i verði að teljast leggja óeðlilega þunga sönnunarby rði á herðar hafi verið notað í landamerkjabréfi Hellna, enda h afi ála. 4 8 . Telja stefnendur að með þessu orðalagi, hafi merkjum vissulega verið lýst í jökulinn, þótt þeim sé aðeins lýst að jarðir næðu að jökli og því hafi ekki verið talin sérstök þörf á að tilgreina það. Í því samhengi vísa stefnendur á þá fjölmörgu vitnisburði um Hellna, sem sé vísað til, en meðal þeirra sé lýst í jökulinn, enda hafi hann þá náð töluvert lengra niður en nú. 4 9 . Stefnendur gera merkjum við Stapafell nánari skil, en í landamerkjabréfi jarðarinnar er merkjum lýst í klett í vestri hlíð Stapafells, Jökuls megi n við Hjartað. Í örnefnaskrá Kristjá ns fyrir Hellna er landamerkjum Hellna lýst, en þar segir um landamerki milli Arnarstapa og Hellna: Merkjaklett (1), sem er skammt fyrir utan Lambhaga í landi Stapa. Úr honum er sjónhending í annan Merkjaklett (1a) vestan til í Stapafelli. Hann er stundum nefndur Merkjastrípur (2). Er hann strýpulaga klettur neðan til við mitt fellið. Úr honum eru merkin nálgt því beina sjónhendingu í Þríhyrninga (3), Enn fremu r segir um svæðið milli Stapafells og Snæfellsjökuls í örnefnaskrá Kristjáns fyrir Hellna: 10 Hryggir (229) heita efsti hluti hraunsins, á milli Stapafells og Jöku l s og er það stórt Í örnefnaskrá Lúðvíks Kristjánssonar fyrir Hellna seg i Jökulsins kallast einu nafni Hryggir (62). Um Hryggina rennur Sauðá (63) og Stapagil örnefnaskrá Lúðvíks fyrir Arnarstapa frá 1935 Arnarstapa og örnefnaskrá Kristjáns fyrir Arnarstapa frá 1977. Af þessu telja stefnendur ljóst að landamerki jarðarinnar ná i úr Stapafelli í Snæfellsjökul, enda hafi hann þá, líkt og má sjá af ofangreindu, verið mun nær Stapafellinu en nú. 50 . Stefnendur telja því rétt að vatnaskil ráði merkjum, svo sem almennt er á þessu svæði, og miða beri við þau og þá túlkun að miðað er v ið hvert regndropi fellur. 51. Loks vilja stefnendur benda á að engar heimildir séu fyrir því að hið umdeilda landsvæði teljist ekki tilheyra eignarlandi stefnenda, enda hafi það alltaf verið skilningur manna og umtalað að lönd á svæðinu lægju sama n upp til fjalla. Hvergi finn i st í landamerkjabréfum eða öðrum heimildum heimild fyrir því að þetta svæði teldist til eða 5 2 . Stefnendur byggja jafnframt á þv í að þeir og forverar þeirra hafi farið með ráðstöfun á öllum þeim heimildum/réttindum sem fylgja þeirri eign sem umrætt landsvæði er. Þá haf i þau nýtt umrædda eign til beitar, svo sem rakið sé í úrskurði óbyggðanefndar og fram hafi komið við skýrslutökur hjá óbyggðanefnd. 5 3 . Notkun landsvæðisins í gegnum aldirnar h afi ekki verið með þeim hætti að það flokkist til svokallaðra almenningsafrétta, né heldur ha fi það staðið almenningi frítt til afnota. Þvert á móti hafi umþrætt landsvæði verið nýtt af landeig endum eftir búskaparháttum og aðstæðum á hverjum tíma, allt frá því að svæðið var numið til eignar. 54. S tefnendur vísa til þess að eignarréttur landeigenda að umþrættu landsvæði h afi verið virtur af öllum, m.a. af stefnda, frá ómunatíð, sem m.a. haf i lý st sér í því að þeir haf i getað bannað öðrum not eignarinnar. Eignarréttur stefnenda h afi verið virtur í öllum viðskiptum varðandi jörðina og því byggi st eignarhaldið enn fremur á viðskiptavenju. 55. S tefnendur byggja á því að venjuréttur og hefðarreglur leiði til þeirrar niðurstöðu að umrætt landsvæði sé eign þeirra í skilningi 72. gr. stjskr. og 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við MSE, en fullur hefðartími sé liðinn frá því að þeir hafi tekið landið til einkanota. Öll afnot og nytjar landsins s éu háðar leyfi landeigenda, enda enginn notað landið með nokkrum hætti nema eigendur þess. 11 56. Stefnendur byggja m.a. á því að úr því að hefðarlög heimil i eignarhefð lands, sem er í opinberri eigu, þeim mun fremur hljóti að vera unnt að hefða land sem ek ki er eignarrétti háð. Ákvæði 1. gr. hefðarlaga frá 1905 sé ætlað að taka af öll tvímæli um að hefð verði unnin á verðmæti enda þótt það hafi verið opinber eign. 57. Talið h afi verið af fræðimönnum að eignarhefð verði unnin á landi, hvort heldur er afrét tur eða almenningur , ef skilyrðum hefðar er á annað borð fullnægt en að gera verði strangari kröfur um not ef um eigendalaust landsvæði er að tefla. Sjónarmið um um hefð sé teflt fram til staðfestingar námi, þ.e. til þess að festa í sessi eignarrétt stefnen da . 5 8 . Eigendur haf i farið með öll hefðbundin eignarréttindi jarðarinnar, sem m.a. haf i lýst sér í því að þeir haf i bannað öðrum not eignarinnar. Smölun sauðfjár h afi ætíð verið skipulögð af landeigendum en ekki opinberum aðilum, enginn h afi getað nýtt l andið til beitar, hvað þá annars, nema með samningum við landeigendur. Þá haf i þeir borgað af allri eigninni lögboðin gjöld, þ.m.t. eignarskatta. ------ 59 . Ítrekað er að 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við MSE sé hluti af íslenskum rétti og íslenskum dóms tólum ber i að taka mið af þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar af Mannréttindadómstól Evrópu ( MDE ) við mat á því hvort um sé að ræða eign sem nýtur verndar 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við MSE. 60. Hafa ber i í huga að hugtakið eign í skilningi 1 . gr. samningsviðauka nr. 1 við MSE h afi af MDE verið túlkað á þá leið að það hafi sjálfstæða merkingu. Með sjálfstæðri merkingu sé átt við að við mat á því hvort í tilteknu máli sé um að ræða eign sem nýtur verndar 1. gr. þurfi að kanna hvort svo sé samkv æmt innanlandsrétti þess ríkis, sem í hlut á. Skortur á slíkri vernd að landsrétti r áði hins vegar ekki alltaf úrslitum um hvort um eign sé að ræða í skilningi 1. gr. Þannig ge ti verið um að ræða eign í skilningi ákvæðisins þótt dómstólar viðkomandi aðildarríkis hafi ekki talið að um eign væri að ræða samkvæmt innanlandsrétti þess ríkis. 6 1 . H ér sé það mat MDE með tilliti til atvika í hverju máli fyrir sig sem ráði för. MDE h afi ítrekað áréttað að við mat þetta ber i að líta til allra atvi ka máls í heild sinni. Þannig h afi dómstóllinn bæði litið til staðreynda og lagalegra atriða. Við mat þetta h afi í ákveðnum málum ráðið úrslitum hvernig farið hafði verið með umrædda eign í framkvæmd, sérstaklega í lögskiptum og hvaða traust menn báru til þeirrar framkvæmdar. Þá h afi framkoma handhafa ríkisvaldsins í garð eigenda einnig skipt máli. Í þeim málum þar sem komið hefur verið fram við einstaklinga/lögaðila sem réttmæta eigendur ákveðinna eigna h afi slík framkoma verið talin vekja ákveðnar vænting ar hjá þeim aðilum um löglegt eignarhald sitt á þeim eignum. Af þessu megi ráða að afskipti og afskiptaleysi ríkisvaldsins skipti máli við þetta sönnunarmat . 12 6 2 . Þannig h afi MDE lagt til grundvallar að væntingar einstaklinga eða lögaðila til að njóta eign a sinna séu verndaðar af 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við MSE ef þær eru byggðar á sanngjörnu og réttlætanlegu trausti á réttargerning, sem sé tengdur við eignarréttindi og hefur áreiðanlegan lagagrundvöll. 6 3 . Í úrskurði sínum hafi óbyggðanefnd horft fr am hjá því að ríkið h afi í gegnum tíðina farið með ríkisjörðina Arnarstapa í samræmi við að hún sé undirorpin beinum eignarrétti ríkisins upp að vatnaskilum. Jörðin Arnarstapi ligg i upp að vatnaskilum með sambærilegum hætti og Hellnar og aðrar jarðir á svæ ðinu sem óbyggðanefnd úrskurð i að hluta þjóðlendur með úrskurði sínum. Meðal annars h afi ríkið leigt út lóðir á efra svæði Arnarstapa til námureksturs á Jökulhálsinum, en um það sé fjallað á bls. 34 - 36 í úrskurði nefndarinnar. Óbyggðanefnd ákvarðaði efri h luta jarðarinnar Arnarstapa sem þjóðlendu með úrskurði sínum, eins og aðrar jarðir sem líkt er farið um á svæðinu. 6 4 . Í samræmi við framangreinda afstöðu ríkisins til eignarhalds á jörðinni Arnarstapa hafi lögmaður íslenska ríkisins lagt fram minnisblað frá Ríkiseignum, dagsett 25. febrúar 2019, um afmörkun Arnarstapa á Snæfellsnesi, við aðalmeðferð málsins fyrir óbyggðanefnd. Í minnisblaðinu kemur fram að Arnarstapi hafi verið í samfelldri eigu stjórnvalda á Íslandi frá árinu 1556 þegar Danakonungur hafi tekið jörðina eignarnámi af Helgafellsklaustri í kjölfar siðaskipta nna. Þar segir jafnframt að landamerkjalýsingar jarðarinnar frá 1887 á austur - og vesturmörkum nái frá sjó og upp í fjallshlíðar en lýsi ekki hvernig mörkum sé háttað þar fyrir ofan eða á milli efstu punkta í austri og vestri. Litið sé svo á að landamerkjalínur frá efstu punktum í austri og vestri haldi áfram í beina stefnu upp í jökulrætur, enda hafi verið við það miðað í viðræðum milli Ríkiskaupa og Snæfellsbæjar árið 2003. Með minnisblað inu fylgdi uppdráttur þar sem landamerki Arnarstapa eru teiknuð upp að jaðri Snæfellsjökuls. Þetta sé rakið í úrskurði óbyggðanefndar á bls. 121, en þar k omi jafnframt fram að lögmaður ríkisins hafi sagt við aðalmeðferð , að upplýsingarnar breyttu ekki afst öðu íslenska ríkisins í málinu og að kröfugerð þess um að svæðið teldist þjóðlenda væri því óbreytt. Af þessu m egi ráða að viðhorf ríkisins til jarðarinnar h afi fram að þessu falist í því að land Arnarstapa sé eignarland upp að vatnaskilum, eða nái upp að jökli. 6 5 . Sé meðferð stefnda, íslenska ríkisins, á jörðinni Arnarstapa í gegnum tíðina og viðhorf ríkisins til eignarréttarlegrar stöðu jarðarinnar, sem eins sé farið um og Hellna og aðrar jaðrir á svæðinu í sambærilegri stöðu varðandi legu og lýsingar á landamerkjum, til þess fallin að vekja lögmætar væntingar hjá stefnendum og öðrum landeigendum á svæðinu til þess að jarðir þeirra séu undirorpnar beinum eignarrétti upp að vatnaskilum. 6 6 . Venjuréttur, lögmætar væntingar og hefð fall i hér saman og eig i að leiða til þess að öll þau réttindi sem fylg i umræddri eign tilheyr i stefnendum, en þeir og fyrri eigendur Hellna haf i nýtt þau réttindi öldum saman. Sú v i ðtekna meginregla gildi í eignarrétti að ein eignarheimild get ur stutt aðra. Hefð, venjuréttur og lögmætar væntingar styrk i enn frekar þann rétt sem tiltekin n er í þinglýstum eignarheimildum. 13 6 7 . Í ljósi ofangreindra heimilda telja stefnendur að þeir, með hliðsjón af framangreindum gögnum og fyrirliggjandi upplýsingum um staðhætti, gróðurfar og nýting u, hafi réttmæta ástæðu til að ætla að það svæði sem lýst er í landamerkjabréfum þeirra sé fullkomin eign þeirra. 68 . Með vísan til þess er að framan er rakið telja stefnendur að óbyggðanefnd hafi metið ranglega sönnunarögn málsins og ekki beitt lögum um réttarágreininginn með réttum hætti. Ber i því að ógilda úrskurð nefndarinnar. ------- 69 . A uk þess telja stefnendur að þ eir hafi sannað beinan eignarrétt sinn að umræddu landi með framlagningu ofangreindra heimildarskjala, en íslenska ríkið h afi ekk i sýnt fram á að það sé þjóðlenda. 7 0. Í þessu ljósi verð i þjóðlendulög ekki skýrð á þá leið að stefnendur þurfi að sýna frekar fram á en þegar h afi verið gert að umrætt landsvæði, eins og það er afmarkað í landamerkjabréfum, sé utan þjóðlendu. 7 1 . Stefn endur telja að tilgangurinn með lögum um þjóðlendur hafi fyrst og fremst verið sá að gera ríkið þinglýstan eiganda þeirra landsvæða sem enginn hefur skjöl fyrir að hann eigi, en svo hátt i til um hluta afrétta og jökla á miðhálendi Íslands. Óbyggðanefnd eig i að finna út hver þessi eigendalausu svæði séu. Land Hellna sé hins vegar ekki eigendalaust, sbr. ofangreind heimildarskjöl. Í ákvæði 1. gr. þjóðlendulaga k omi einmitt fram að þjóðlendur séu utan eignarlanda. En eignarland sé se Stefnendur halda því fram að svo sé með umþrætt landsvæði sem þau hafa þinglýstar eignarheimildir fyrir. 7 2 . Óumdeilt ætti að vera að þrætusvæðið sé innan upphaflegs land náms. Það standi því stefnda nær að sýna fram á og sanna að beinn eignarréttur á þessu landi hafi fallið niður. Sú óhóflega sönnunarbyrði sem óbyggðanefnd legg i á stefnendur með því að krefjast sannana um framsal eignarréttar á landinu allt frá landnámi st andist ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrár né heldur m annréttindasáttmála Evrópu. 7 3. Stefnendur vísa til þess að landamerkjabréf fyrir jörðina hafi verið gerð í fullu samræmi við þágildandi landamerkjalög. Þannig séu þau gerð af handhafa opinbers valds. Í yfir hundrað ár h afi verið á þeim byggt. Stefnendur haf i haft lögmætar væntingar til þess að svæðið sé eignarland. 74 . Þá h afi íslenska ríkið látið óátalið í allan þennan tíma að vefengja réttmæti eignaheimildir ja rðanna , s.s nú h afi verið gert. 14 75 . Þá horfi óbyggðanefnd framhjá því að sambærileg lönd, sem standa norðan og vestan við vatnaskil þau sem um ræðir, séu viðurkennd eignarlönd. Þrætusvæðið eigi að falla í sama flokk, enda sambærilegt land að gæðum og að uppruna og eignarréttur sambærilega skráður. 76. Stefnendur vísa til þess að það sé almenn lagaregla á Íslandi að beinn eignarréttur að jörð teljist sannaður með framvísun þinglesinnar eignarheimildar, sem styðst við eldri eignarheimildir, og frá þeirri r eglu verð i ekki vikið nema sá, sem vefengir réttmæti eignarheimildarinnar, sýni fram á betri rétt sinn eða annarra eða að eignarheimildin sé haldin slíkum göllum að hún verði ekki lögð til grundvallar dómi í máli um eignarréttinn. Slíkt eigi alls ekki við hér, enda byggist eignatilkall stefnenda á aldagömlum heimildum. 77 . Við mat í málinu ber i m.a . að hafa í huga að hvorki í texta þjóðlendulaganna né í undirbúningsgögnum laganna sé neitt sem bendi til að það hafi verið markmið löggjafans eða vilji að þeir landeigendur, sem áttu þinglýstar og þar með sannaðar eignarheimildir að löndum sínum skv. almen n um sönnunarreglum, yrðu sviptir eignaréttindum sínum. Hvorki hlutlæg né huglæg túlk un laganna leiði til slíkrar niðurstöðu. 78 . Hæstiréttur Íslands h afi í öðru samhengi orðað þá reglu, að mannréttindi sem verndar njót i verði ekki skert nema fyrir því sé skýr regla í settum lögum og reglan samræmist ákvæðum stjórnarskrár. Slíkt ákvæði s é ekki að finna í þjóðlendulögum , enda hafi ekkert komið fram við meðferð frumvarps til þjóðlendulaga á Alþingi, sem bendi til að stefnt hafi verið að því að svipta eigendur afrétta eignarrétti sínum. Framangreindur úrskurður óbyggðanefndar sé því brot á v ernduðum rétti stefnenda skv. 1 . gr. samningsviðauka nr. 1, sbr. 14. gr. MSE. 79 . Stefnendur telja þá að málsmeðferð óbyggðanefndar brjóti gegn 6. gr. MSE um rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir stjórnvöldum og dómi. Verði í lögum eða dómafordæmum mótaðar reglur um svo þunga sönnunarbyrði, einkum í dómsmálum borgaranna gegn ríkisvaldinu vegna mannréttindabrota þess, að útilokað sé eða nánast útilokað að borgararnir geti uppfyllt sönnunarkröfurnar, þá jafngildi það því að útilokað sé að þeir fái man nréttindi sín viðurkennd gagnvart ríkisvaldinu. Í umræddum úrskurði h afi óbyggðanefnd lagt svo þunga sönnunarbyrði á herðar stefnendum um sönnun á stofnun og framsali eignarréttar að þeim sé ókleift að standa undir henni. Með slíkum reglum um sönnunarbyrði um eignarrétt að landi, sem stefnendur og forverar þeirra ha fi einir nýtt um aldir athugasemdalaust, sé komið í veg fyrir að þeir njóti réttlátrar málsmeðferðar fyrir stjórnvöldum. 8 0 . Það leiði af 6. gr. MSE og skilyrðinu um réttláta málsmeðferð að úr skurðaraðilum sé skylt að rökstyðja niðurstöður sínar. Krafan um rökstuðning þjón i margvíslegum tilgangi, m.a. til að sýna aðilum máls fram á að röksemdum þeirra hafi verið veitt athygli, að gefa aðilum kost á að áfrýja máli til æðra dómstóls og gefa æðri dómstól færi á að 15 endurskoða áfrýjaðan dóm. Stefnendur haf i ástæðu til að ætla að óbyggðanefnd hafi ekki haft til hliðsjónar niðurstöðu sinni röksemd ir þeirra byggð ar á eignarréttarákvæði MSE. Ítrekað í skriflegum sem munnlegum málflutningi fyrir óbyggðane fnd vís uðu stefnendur til sjónarmiða byggð ra á MSE. Í forsendum sínum fyrir niðurstöðu sinni sé ekki einu orði vikið að framangreindum röksemdum. Þar sem nefndin hafi ekki tekið afstöðu til fyrrnefndra meginröksemda í málflutningi stefnenda haf i þeir ekki notið réttlátrar málsmeðferðar fyrir stjórnvöldum, svo sem þeim sé áskilið í 6. gr. MSE. 81 . Að framangreindu virtu telj i stefnendur að óbyggðanefnd hafi metið ranglega sönnunargögn málsins og lagt óhóflega sönnunarbyrði á stefnendur sem ekki f ái staðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og MSE. Ber i því að ógilda úrskurð nefndarinnar. Málsástæður og lagarök stefnda 82 . A f hálfu stefnda er á því byggt að Snæfellsjökull og allt landsvæðið sunnan og austan Snæfellsjökuls , sbr. afmörkun í úrskurðarorðum óby ggðanefndar, þ. á m. það afmarkaða svæði sem dómkrafa stefnenda tekur til, sé svæði utan eignarlanda og teljist því þjóðlenda í skilningi 1. og 2. gr. laga nr. 58/1998 og í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar. 83 . Að mati stefnda sé ljóst að allt landsvæðið sé utan landamerkja aðliggjandi jarða, þ. á m. Hellnajarða. 84 . Einnig megi ráða af heimildum að landsvæðið hafi aldrei verið undirorpið beinum eignarrétti og að nýting þess hafi ekki verið með þeim hætti. Hvíli því ótvírætt á s tefnendum að sýna fram á og sanna stofnun og tilvist beins eignarréttar á svæðinu, en slík sönnun h afi ekki tekist að mati stefnda. 85 . Þrátt fyrir að ágreiningur máls þessa varði einungis það afmarkaða svæði sem dómkrafa stefnenda taki til sé í greinarge rð að nokkru fjallað heildstætt um allt það landsvæði sem úrskurðað var þjóðlenda í tilvísuðum úrskurði óbyggðanefndar . Að því marki sem við eigi sé fjallað sérstaklega um það afmarkaða svæði sem dómkrafa stefnenda taki til og heimildir um Hellnajarðir. 8 6 . Stefndi geri forsendur og niðurstöður óbyggðanefndar að sínum til stuðnings sýknukröfu. Úrskurður óbyggðanefndar sé byggður á umfangsmikilli upplýsingaöflun og rannsóknum nefndarinnar, kerfisbundinni leit hennar að gögnum, framlögðum skjölum málsaðila, sem og skýrslum sem gefnar voru fyrir nefndinni. 87 . Í úrskurði óbyggðanefndar sé réttilega bent á að við úrlausn málsins reyni fyrst og fremst á túlkun fyrirliggjandi heimilda um merki þeirra jarða sem ligg i að því landsvæði sem úrskurðað var þjóðlenda. 16 88 . Stefndi byggi enda afmörkun þjóðlendukröfulínu á túlkun heimilda um landamerki aðliggjandi jarða, þannig að svæði utan þeirra teljist þjóðlenda. Gagnaðilar stefnda, þ. á m. stefnendur, telj i hins vegar að jarðir þeirra nái inn á landsvæðið. Þessu til samræmis sé í úrskurði óbyggðanefndar að finna ítarlega umfjöllun um fyrirliggjandi heimildir um landamerki aðliggjandi jarða og afstaða tekin til þess hvort merki þeirra teljist ná inn á þjóðlendukröfusvæðið. 89. Óbyggðanefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu, sem fyrr segir, að þjóðlendukröfusvæði stefnda væri allt utan landamerkja aðliggjandi jarða, að frátöldum tveimur svæðum. Annars vegar taldist land jarðanna Miðvalla og Hellna ná aðeins norður fyrir suðurmörk þjóðlendukröfulínu stefnd a vegna landsvæðisins sunnan og austan Snæfellsjökuls skv. heimildum um landamerki þessara jarða. Kröfulína stefnda hafði að þessu leyti verið dregin beint úr punkti í Stagfelli í punkt í norðvestanverðu Stapafelli. Að teknu tilliti til þessa hafi þjóðlendumörk verið að þessu leyti ákvörðuð svo, sbr. úrskurðarorð, bls. 139 - Norðurgil sem blasir við úr Djúpugróf. Þaðan er línan dregin beint í merkjastrípu (stóran klett) í vesturhlíð St ná inn fyrir austurmörk þjóðlendukröfusvæðis stefnda vegna landsvæðisins sunnan og austan Snæfellsjökuls skv. heimildum um landamerki þessara jarða, þ.e. að fjallsbrúninni við Þórishamar. Kröfulína stefnda hefði að þessu leyti verið dregin frá upptökum Hamraendalækjar, þaðan sjónhending í Þrísteina og þaðan beint norður yfir Grafarhnjúk. Að teknu tilliti til þessa hafi þjóðlendumörk að þessu leyti verið ákvörðuð svo, sbr. úrskurðarorð, bls . 139 - egi sjá af úrskurðarkorti óbyggðanefndar, þar sem mörk þjóðlendu og afréttar (rauð og græn lína) víkja frá þjóðlen dukröfulínu (blá lína). 90 . Þar sem ágreiningur hafi aðeins staðið um afmörkun jarðanna hafi að mati óbyggðanefndar ekki verið talin þörf á að fjalla nánar um eignarréttarlega stöðu þessara tveggja svæða. Hafi því verið hafnað að á þessum tveimur svæðum væri þjóðlenda og þau talin eignarlönd. Sé sú niðurstaða endanleg. 91 . Að öðru leyti þótti það ekki eiga sér stoð í fyrirliggjandi heimildum að landamerki aðliggjandi jarða næðu inn á þjóðlendukröfusvæði stefnda. Var því komist að þeirri niðurstöðu að þjó ðlendukröfusvæðið, þ.e. landsvæðið sunnan og austan Snæfellsjökuls og Snæfellsjökull allur, væri allt utan landamerkja aðliggjandi jarða. ------- 92 . Að því er sérstaklega var ði landamerki jarðarinnar Hellna, og þar með það afmarkaða svæði sem dómkraf a stefnenda t aki til, þá hafi óbyggðanefnd talið að heimildir um merki jarðanna Dagverðarár og Miðvalla styddu ekki að merki næðu lengra en í Stagfell, svo sem miðað var við í þjóðlendukröfu stefnda. 17 93 . Var talið, sem fyrr segir, að heimildir um merki ja rðanna Miðvalla og Hellna styddu að land jarðanna næð i að efsta hluta Norðurhlíðar við Norðurgil sem blasir við úr Djúpugróf, og þar með aðeins norður fyrir suðurmörk þjóðlendukröfulínu stefnda, en hins vegar ekki lengra. Voru þjóðlendumörk ákvörðuð því ti l samræmis. 94 . Þá var talið að heimildir um merki jarðanna Hellna og Arnarstapa styddu ekki að land jarðanna næði lengra en í vesturhlíð Stapafells, svo sem miðað var við í þjóðlendukröfu stefnda. Þar sem merkjum á milli þessara efstu merkjapunkta, Stag fells, efsta hluta Norðurhlíðar og vesturhlíðar Stapafells, væri ekki lýst í fyrirliggjandi heimildum og ekki væri fyrir að fara glöggum náttúrulegum skilum á borð við vatnaskil, sem eðlilegt væri að styðjast við, taldi óbyggðanefnd eðlilegast að draga bei na línu milli þessara efstu punkta á merkjum jarða hvorum megin. Væri það í samræmi við það sem gert hefði verið í úrskurði nefndarinnar í máli nr. 8/2003 og staðfest af Hæstarétti í dómi réttarins í máli nr. 79/2007. 95 . Þjóðlendumörk hafi því að þessu leyti verið ákvörðuð svo, sbr. úrskurðarorð, bls. 139 - í efsta hluta Norðurhlíðar við Norðurgil sem blasir við úr Djúpugróf. Þaðan er línan dregin beint í merkjastrípu (stór 96 . Ó byggðanefnd féllst þannig ekki á með stefnendum að merki jarða næðu svo langt inn á þjóðlendukröfusvæði stefnda eins og gert er ráð fyrir í dómkröfu stefnenda, sem Stapafells (p. 4), jökuls megi n við Hjartað, þaðan í Fjallseggjar eftir vatnaskilum (p. 5) 97 . Að teknu til liti til niðurstöðu óbyggðanefndar um landamerki aðliggjandi jarða gagnvart landsvæðinu sunnan og austan Snæfellsjökuls hafi ekki verið talin ástæða til að kanna sérstaklega heimildir um afmörkun sömu jarða gagnvart Snæfellsjökli. Ljóst væri að umræddar ja rðir ættu ekki land upp á jökulinn. 98. U m mat óbyggðanefndar á eignarréttarlegri stöðu landsvæðisins sunnan og austan Snæfellsjökuls sem taldist utan landamerkja aðliggjandi jarða, sbr. framangreint, vís i st til bls. 132 - 140 í úrskurði nefndarinnar. Ein nig vís i st til umfjöllunar um eignarréttarlega stöðu Snæfellsjökuls á bls. 140 - 145. Séu þar raktar þær takmörkuðu heimildir sem ligg i fyrir um nýtingu svæðisins og ráðstafanir á hlutum þess. Hafi það verið niðurstaða óbyggðanefndar að fyrirliggjandi heimil dir styddu ekki að svæðið væri undirorpið beinum eignarrétti. Snæfellsjökull og landsvæðið sunnan og austan Snæfellsjökuls væri því þjóðlenda. 99 . Stefndi telur niðurstöðu óbyggðanefndar rétta og vísar til hennar og forsendna hennar til stuðnings sýknukr öfu. 18 ------- 1 00 . Af hálfu stefnda sé þá á því byggt að landsvæðið sunnan og austan Snæfellsjökuls og Snæfellsjökull sjálfur, þ. á m. það afmarkaða svæði sem dómkrafa stefnenda tekur til, hafi verið utan landnáms. Af fyrirliggjandi frásögnum Landnámu verð i engar afdráttarlausar ályktanir dregnar um að landnám hafi náð til svæðisins og því ósannað að það hafi verið numið í öndverðu. 1 01 . Verði beinn eignarréttur talinn hafa stofnast í öndverðu með námi er á því byggt að sá beini eignarréttur, sem þanni g kann að hafa stofnast, hafi síðar fallið niður og svæðið verið tekið til takmarkaðra nota, svo sem afréttarnota. 1 02 . Að mati stefnda stand i engin rök til þess að líta svo á að landamerki Hellnajarða nái lengra en miðað sé við í úrskurði óbyggðanefndar, þ.e. að línu sem dregin er frá Stagfelli í efsta hluta Norðurhlíðar við Norðurgil sem blasir við úr Djúpugróf og þaðan beint í merkjastrípu (stóran klett) í vesturhlíð Stapafells. Hvað þá að rök standi til þess að líta svo á að landamerki nái eins langt og gert er ráð fyrir í dómkröfu stefnenda. 1 03 . Í fyrirliggjandi heimildum séu efstu merkjapunktar Stagfell hvað varðar jarðirnar Dagverðará og Miðvelli, efsti hluti Norðurhlíðar við Norðurgil hvað varðar jarðirnar Miðvelli og Hellna og vesturhlíð Stapafells hvað varðar jarðirnar Hellna og Arnarstapa. Við þá merkjapunkta hafi verið miðað í úrskurði óbyggðanefndar og lína dregin þeirra á milli, sbr. framangreint. Vís i st hér til heimilda um landamerki nefndra jarða sem fjallað sé sérstaklega um á bls. 125 - 131 í úrskurði óbyggðanefndar . 1 04 . Ekki sé unnt að fallast á með stefnendum að miða beri merki jarðarinnar Hellna við jökul, vatnaskil og/eða fjallseggjar, eða að merki jarðarinnar nái að öðru leyti svo langt sem haldið er fr am í stefnu. Ekkert í fyrirliggjandi heimildum um merki jarðarinnar eða annarra jarða, eða öðrum heimildum, gef i tilefni til að ætla að svo sé. Þar sé t.d. hvergi minnst á jökul. 1 05 . Í stefnu sé vísað til svars sýslumanns Snæfellsness - og Hnappadalssýslu , frá 15. janúar 1920, við fyrirspurn Stjórnarráðs Íslands um almenninga í sýslunni, þar sem segir að í sýslunni séu engir almenningar, heldur eingöngu heimalönd . Þá k omi fram í lýsingu á Breiðavíkurprestakalli í Sýslu - tarlönd mega hér sé hins vegar að líta að fyrrgreindar eldri heimildir um landamerki jarða á svæðinu styðj i ekki að jarðirnar nái inn á það svæði sem úrskurðað var þjóðlen da og að á svæðinu hafi einungis verið heimalönd jarða. 1 06 . Að því er varð i tilvísanir í stefnu til örnefnaskráa sé á það bent að örnefnaskrár séu í eðli sínu einhliða lýsingar einstaklinga á örnefnum og staðháttum á tilteknum svæðum 19 sem safnað h afi ver ið af Örnefnastofnun og síðar stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Slíkar skrár get i vissulega komið til skoðunar þegar staðsetning tiltekins örnefnis eða kennileitis sé óljós eða um hana deilt. Örnefnaskrár verð i hins vegar ekki lagðar til grundva llar beinum eignarrétti að landi. Eigi það ekki síður við þegar eldri heimildir renn i ekki stoðum undir þær ályktanir sem kunna að vera dregnar af örnefnaskrám um beinan eignarrétt. 1 07 . Hið sama eigi við um aðrar heimildir sem vísað sé til í stefnu, þ.e. þær get i ekki talist styðja að landamerki Hellnajarða eða annarra jarða á svæðinu nái lengra en miðað hafi verið við í úrskurði óbyggðanefndar. 1 08 . Að því er varðar aðrar heimildir vís i st til umfjöllunar í úrskurði óbyggðanefndar , m. a. 5. kafla í úrskurð inum , þar sem heimildir um sögu landsvæðisins eru raktar. Ljóst sé að heimildir um landsvæðið og nýtingu þess séu takmarkaðar. Þær heimildir sem þó ligg i fyrir gef i ekki annað til kynna en að merki jarða séu með þeim hætti sem gengið s é út frá í úrskurði óbyggðanefndar, og að síðan hafi tekið við svæði sem ekki sé undirorpið beinum eignarrétti, heldur hafi verið nýtt sem afréttur og til annarra takmarkaðra nota. 1 09 . T il viðbótar framangreindu byggir stefndi á því að staðhættir, gróður far og fjarlægðir á svæðinu styðji ekki kröfu stefnenda um að merki jarða nái lengra en miðað var við í úrskurði óbyggðanefndar. Um þessi atriði vísast til bls. 98 í úrskurði óbyggðanefndar. Takmarkaðar heimildir um nýtingu svæðisins renn i heldur ekki stoð um undir kröfu stefnenda. 1 10 . Á réttað sé að öllum málsástæðum stefnenda sé mótmælt, þ. á m. málsástæðum er lúta að venjurétti, hefðarreglum og réttmætum væntingum. Ekki h afi verið fallist á slík sjónarmið í dómaframkvæmd og sé ekki unnt að líta svo á að þau styðji kröfu stefnenda um beinan eignarrétt. Að því er sérstaklega varð i málsástæðu stefnenda um beinan eignarrétt á grundvelli hefðar þá ligg i engar heimildir fyrir um að á umþrættu svæði hafi verið búseta, auk þess sem ekkert ligg i fyrir um að umráðum landsins hafi verið þannig háttað að þau geti talist uppfylla kröfur 2. gr. hefðarlaga nr. 46/1905 um óslitið eignarhald á fasteign. Get i beinn eignarréttur að umþrættu svæði því ekki hafa stofnast fyrir hefð eftir gildistöku hefðarlag a nr. 46/1905. Í því sam b andi verði og tekið fram að fyrir gildistöku hefðarlaga nr. 46/1905 hafi ekki verið unnt að stofna til eignarréttar á grundvelli hefðar. Þá haf i hefðbundin afréttarnot og önnur takmörkuð not ekki verið talin nægjanleg ein og sér ti l að hefða beinan eignarrétt að afréttum eða öðrum svæðum utan landamerkja jarða. 1 11 . Að því er varð i umfjöllun í stefnu um ríkisjörðina Arnarstapa, viðhorf ríkisins um að eignarland jarðarinnar hafi náð að jökli og útleigu lóða til námureksturs, þá sé þeim sjónarmiðum stefnenda sem þar kom i fram mótmælt. Ví sist í þ ví sambandi til umfjöllunar þar að lútandi í úrskurði óbyggðanefndar. 20 Niðurstaða 112. Mál þetta er rekið samhliða þremur öðrum afar sambærilegum málum eins og rakið er í inngangi. Þær jarðir sem þar eiga í hlut eru að mestu leyti samliggjandi utan þess að jörðin Arnarstapi, sem er í eigu stefnda er á milli Miðvalla og Hellna annars vegar og Stóru - Hnausa og Hamraenda hins vegar eins og rakið er. Um tilkall þessara jarða til þess landsvæðis sem um er deilt er að langmestu leyti vísað til sömu röksemda og að miklu leyti jafnframt til sömu heimilda. Að því leyti verða úrlausnir dómsins í málunum keimlíkar en þó vitaskuld sérstaklega fjallað um sérsjónarmið sem gilda í hverju máli. Er þetta í samræm i við rekstur málsins fyrir óbyggðanefnd og einnig hér fyrir dómi þótt eðli máls samkvæmt sé rekið sérstakt mál hér fyrir dómi um hverja jörð fyrir sig. 113. Stefnendur byggja aðallega á því að land það sem hér er deilt um hafi frá landnámi verið beinum eignarrétti háð og sá eignarréttur hafi haldist allt til dagsins í dag. Niðurstaða óbyggðanefndar í málinu og dómkröfur stefnda ef á þær verður fallist brj óti því ótvírætt gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrár í 72. grein. 114. Í forsendum úrskurðar óbyggðanefndar sem hér er til umfjöllunar vísar nefndin m.a. til þess að í fyrri úrlausnum nefndarinnar hafi hún byggt á því að skýrar frásagnir Landnámu hafi sönnunargildi um tilvist eignarréttar en hins vegar hafi verið talið hæpið að af takmörkuðum lýsingum í Landnámu verði afdráttarlausar ályktanir dregnar um hvort í öndverðu hafi verið stofnað til eignarréttar yfir landsvæði með námi. Nefndin telur slík sjó narmið fá stuðning til að mynda í dómi Hæstaréttar frá 28. september 2006 í máli nr. 497/2005. Þá eru raktar frásagnir Landnámu sem varðað geti landsvæði það sem hér er til umfjöllunar. Ekki er ástæða til að rekja þá umfjöllun hér en af henni dró nefndin þ á ályktun að af frásögnunum yrði ekki ráðið hvort ágreiningssvæðið hafi verið numið. Dómurinn fellst á þá niðurstöðu og telur að frásagnir í Landnámu leggi ekki grunn sem á er byggjandi við ákvörðun á því hvar eignarréttur yfir svæðinu liggur í dag. Heimil dir eru fremur takmarkaðar og þar vegur þungt að ekki kemur fram í þeim frásögnum hversu hátt til fjalla landnám hafi náð. Í því sambandi vekur sérstaka athygli að hvergi er í lýsingum varðandi þær fjórar jarðir sem vísað er til hér að framan vísað til þes s að jökull, þ.e. Snæfellsjökull, ráði með einhverjum hætti merkjum, þótt afar veikar vísbendingar komi fram um það í eldri heimildum varðandi Laugarholt, sem er hluti Hellnajarða, sbr. framangreint, en í Jarðabók Árna og Páls hafi þess verið getið að Laug arbrekka, ein Hellnajarða, hafi átt afrétt uppi undir jökli. Áhrif þessa á úrlausn málanna, gætir reyndar síður varðandi jarðirnar Hamraenda og Stóru - Hnausa þótt ekki sé óvarlegt að álykta að jökullinn hafi teygt sig lengra inn á það ágreiningssvæði við La ndnám án þess að það skipti höfuðmáli. 115. frá 1887, sé átt við upp á hæstu fjallseggjar og vatnaskil á jöklinum. Jökulsins er þó hvergi getið í heimildum um merki jarð anna, sbr. framangreint. Það er hins vegar að mati dómsins eðli máls samkvæmt iðulega gert í landamerkjabréfum jarða sem liggja að Snæfellsjökli vestan við ágreiningssvæðið og að norðanverðu eða þar getið örnefna í 21 jökulbrúninni. Alvanalegt var samkvæmt gö gnum málsins á þessum slóðum að lýsa merkjum í Snæfellsjökul berum orðum þar sem landeigendur töldu sig á annað borð eiga land að honum. Dómur telur þetta gefa afar sterkar vísbendingar um að merki jarðanna hafi ekki náð upp að jökli þar sem það á við í fr amangreindum málum og ekki upp að hæstu fjallseggjum og vatnaskilum þar sem það gæti átt við. Ekki verður þannig fallist á að snúa þessari stöðu við líkt og stefnendur telja rétt og ganga þannig út frá því að fjarvera þessara lýsinga skýrist af því að þær hafi þótt óþarfar vegna þess hversu sjálfsagðar þær hefðu verið. Það hlýtur að teljast síðri skýringarkostur í ljósi þess að hugur eiganda landsvæðis hlýtur ætíð að standa til þess að gera hlut sinn stærri frekar en minnka hann, eigi hann þess kost á grund velli sæmilega traustra heimilda. 116. Telja verður þannig að eins og staðhættir eru á því svæði sem til úrlausnar er hefði í öllum tilvikum og allt frá Landnámi og til síðari tíma átt að blasa við að nota þessi augljósu og nokkuð varanlegu kennileiti og kennimörk frá náttúrunnar hendi til að lýsa landamerkjum jarðanna. Að þetta skyldi hvergi gert með skýrum hætti í gögnum málsins bendir eindregið til þess að eignarland jarðanna hafi ekki náð lengra en þvert á móti sannarlega má ráða af lýsingum merkja, s br. síðari umfjöllun. 117. Stefnendur hafa að mati dómsins ekki lagt fram gögn eða rökstutt það að þessar ályktanir óbyggðanefndar séu rangar. Dómurinn telur enda enga ástæðu til annars en að slá því föstu að lýsingar í Landnámu eða síðari heimildum geti engan veginn ráðið úrslitum í máli þessu og sanni þannig ekki með beinum hætti eignarrétt stefnenda eða heimildarmanna þeirra á hinu umþrætta landi frá öndverðu. Stefnendur verða að bera hallann af því að sú sönnun hefur ekki tekist. 118. Þá verður ekki talið að draga megi þær ályktanir af fyrri lýsingum, með heimfærslu til staðhátta og fjarlægða, að hið umþrætta svæði sem hér er deilt um hafi verið eignarland að einhverju eða öllu leyti. Ræður þar nokkru framangreint sem aftur skal tíundað, að hvergi þan nig að skipti máli er vísað til jökuls í þeim heimildum til ákvörðunar á efri mörkum þeirra jarða sem í hlut eiga í framangreindum málum. Einnig háttar svo til að fjallsbrúnir mynda nokkuð skörp skil milli fjalllendis og láglendis á þessu svæði. Vísun til fjalla í landamerkjalýsingum virðist því vísa miklu fremur til þeirra fjallsbrúna en til jökuls eða vatnaskila. Er það einnig svo að í landmerkjalýsingum á milli þeirra jarða sem hér eiga í hlut, sem og lýsingum á mörkum þeirra gagnvart aðliggjandi jörðum, er vísað gegnumsneitt í kennileiti við mörk þess landsvæðis sem óbyggðanefnd úrskurðaði sem þjóðlendu, en lýsa ekki merkjum milli jarðanna ofar. 119. Dómurinn telur því ósannað að beinn eignarréttur hafi stofnast í öndverðu fyrir nám. Í raun mætti þá tel ja óþarft að fjalla sérstaklega um hvort hann hafi þá fallið niður síðar. Önnur gögn málsins styrkja hins vegar þessa niðurstöðu og benda til þess að ekki hafi orðið breytingar af eða á frá Landnámi til okkar daga að þessu leyti. 22 120. Í þessu sambandi ver ður þó fallist á með stefnendum að það skjóti nokkuð skökku við að jarðir aðliggjandi þeim jörðum sem hér er fjallað um eigi allar eignarland upp að jökli, þar sem það eigi við, en ella, austar á nesinu þar sem jökli sleppir, upp að vatnaskilum. Til þessa hafi þannig samkvæmt fyrirliggjandi gögnum verið gengið út frá því að utan jökulsins sjálfs sé engar þjóðlendur að finna á Snæfellsnesi nema þann hluta sem hér er deilt um. Allt land á Snæfellsnesi hafi frá landnámi þannig verið undirorpið beinum eignarrét ti. Engir almenningar og afréttir séu á svæðinu og nýting og búseta bendi til þess að allt land á svæðinu hafi verið nytjað allt frá landnámi og tilheyrt ákveðnum jörðum. Þessu til stuðnings vísa stefnendur einkum til sýslu - og sóknalýsingar frá 1839 - 1875 þar sem segir um Breiðavíkurhrepp að ekki séu þar afréttarlönd og því síður almenningar, þar sem fjöllin séu ekki annað en heimalönd, en einnig vísa þeir til svars sýslumannsins í Snæfellsness - og Hnappadalssýslu við fyrirspurn Stjórnarráðs Íslands frá ári nu 1920 um almenninga í sýslunni þar sem fram kemur að í sýslunni séu engir almenningar, heldur eingöngu heimalönd, og að lönd jarðanna norðan og sunnan Snæfellsnesfjallgarðsins jaðri hvarvetna saman á háfjallgarðinum að því er séð verði af landamerkjabók sýslunnar. Ekki séu til afréttarlönd í sýslunni í eigu sveitarfélaga og því sé hvergi í sýslunni um að ræða önnur upprekstrarlönd en heimalönd jarða. Svæðið sé ekki mjög hálent, allvel gróið, og frekar einsleitt, og því ekki rök til að efast um að landnáms lýsingar nái yfir það. 121. Stefnendur telja þannig engin rök hníga að þeirri niðurstöðu að kröfusvæðið hafi aðra eignarréttarlega stöðu en aðrar jarðeignir á Snæfellsnesi sem almennt hafi verið viðurkennt sem eignarland. 122. Stefnendur telja að um þe tta atriði, þ.e. einkum samanburð á milli þeirrar jarðar sem um er fjallað og aðliggjandi jarða, liggi fyrir nokkuð afdráttarlaus leiðsögn í dómi Hæstaréttar í máli nr. 41/2020 sem kveðinn var upp 13. október sl., og varðar Þóreyjartungur. Í því máli taldi meirihluti Hæstaréttar að ekkert hefði komið fram í málinu sem gæti stutt það að munur yrði gerður á því svæði sem til úrlausnar var og öðrum aðliggjandi svæðum og staðfesti því dóm meirihluta Landsréttar sem sneri niðurstöðu héraðsdóms sem hafði staðfest niðurstöðu óbyggðanefndar um að Þóreyjartungur væru þjóðlenda með því að sýkna íslenska ríkið. 123. Af dómum Hæstaréttar í gegnum tíðina í þjóðlendumálum má draga þá ályktun að þetta er atriði sem skipt getur verulegu máli og jafnvel höfuðmáli, þ.e. hve rnig farið hefur verið með aðliggjandi landsvæði. Í forsendum sínum í framangreindu máli vísar Hæstiréttur til fjölda slíkra mála, sbr. 18. lið þess dóms. Af dómnum, bæði atkvæði meirihluta og minnihluta réttarins, líkt og öðrum niðurstöðum Hæstaréttar, ve rður einnig mjög skýrt ráðið að niðurstaða í málum sem þessum ræðst alla jafnan á heildarmati á fyrirliggjandi gögnum og sjónarmiðum. 124. Að mati dómsins skilur á milli þess máls sem hér er til umfjöllunar og framangreinds máls einkum tvennt, annars veg ar landfræðileg rök og staðhættir sem rökstyðja að mati 23 dómsins önnur viðmið við ákvörðun á merkjum þessara jarða heldur en aðliggjandi jarða og hins vegar skortur á eldri gögnum sem gætu gefið vísbendingar um að sama gilti um þær jarðir sem hér er fjallað um. Gögn í máli þessu gefa þvert á móti vísbendingar um hið gagnstæða. 125. Margtilvísað svar sýslumanns, sem vissulega var afdráttarlaust samkvæmt orðalagi, um að engir væru afréttir heldur einungis heimalönd, sem og lýsing í sýslu - og sóknalýsingum 193 9, megna ekki að hnekkja þeim heimildum sem fyrir liggja um landamerki jarðanna sem í hlut eiga, en engar lýsingar á merkjum jarðanna er að finna í tilvísuðum gögnum eða getið annarra eldri heimilda en þeirra sem óbyggðanefnd fjallaði um og taldi, líkt og fallist verður hér á, ekki benda til þess að þessar yfirlýsingar hafi gefið réttari mynd af réttarstöðu aðila en þær sem birtast með nokkuð afgerandi hætti í öðrum gögnum málsins. 126. Fjallað er um austurmerki Miðvalla gagnvart Hellnum í úrskurði óbyggðanefndar. Þar er í raun ekkert markverkt að finna sem hér getur skipt sköpum. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1707 er, sbr. framangreint, getið um afrétt Laugarbrekku undir jökli án þess að staðsetning hennar komi skýrar fram. Einnig er lýst selstöðum þriggja Hellnajarða. 127. Landamerkjabréf fyrir Hellna frá 27. ágúst 1887 lýsir þessum merkjum þannig að þau endi úr svokallaðri Djúpugróf og beint í fjall upp. Fallist verður á með óbyggðanefn d, m.a. á grundvelli skoðunar á staðháttum og landslagi, að með þessari lýsingu sé átt við efsta hluta Norðurhlíðar við Norðurgil, sem blasir við úr Djúpgróf, í stað þess að vísa til lands ofar sem engin vísbending er um að hafi þar verið undir. Heimildir um takmörkuð eignarréttindi, s.s. um afrétt Laugarbrekku undir jökli, sem þó er ekki staðsett nákvæmlega og selstöður Hellnajarða, geta engu breytt í þessum efnum, settar í samhengi við önnur gögn málsins. 128. Hið sama gildir um merki Hellna og Arnarsta pa, þ.e. austurmerki Hellna. Þar er þeim í svokallaðri landsreglu frá 8. maí 1804 lýst frá sjó í klett vestan til í miðju Stapafelli. Sú lýsing er í grunninn sú sama í framangreindu landamerkjabréfi frá ágúst g í merkja strýp, sem er klettur all stór í 129. Aðrar heimildir styðja ekki að mati dómsins að merki jarðarinnar Hellna nái norðar og ofar en þarna er skýrt afmarkað. Dómaframkvæmd Hæstaréttar styður að v ið aðstæður sem þessar verði línur dregnar milli efstu punkta í merkjum milli jarða eins og þeim er lýst og næst verður komist, enda ekki öðrum veigamiklum gögnum til að dreifa sem gera aðra niðurstöðu réttari. 130. Þá verður því hafnað með sömu rökum og fram kemur í úrskurði óbyggðanefndar að tilvísað minnisblað frá Ríkiseignum, dagsett 25. febrúar 2019, um afmörkun á merkjum Arnarstapa og að þau næðu upp í jökulrætur, hafi sjálfstæða þýðingu við mat á 24 eignarréttarlegri stöðu svæðisins , sbr. einkum um þá stöðu á bls. 135 - 137 í úrskurðinum. Þar virðist hafa verið miðað við að frá efstu lýstu mörkum í austri og vestri, sem hafi verið lýst upp í fjallshlíðar, hafi lína verið dregin upp í jökulrætur, en slíkt hafi verið gert í viðræðum við Snæfellsbæ árið 2003. Þessi afmörkun á þeim tíma virðis t hafa verið án mikillar innistæðu og var ekki til þess fallin að mati dómsins að vekja upp lögmætar væntingar hjá eigendum aðliggjandi jarða til stuðnings auknum eignarheimildum þeirra yfir landinu andspænis þeim heimildum sem fyrir liggja. 131. Dómurin n telur því að fyrirliggjandi heimildir bendi eindregið til að landamerki jarðarinnar liggi utan ágreiningssvæðisins, en ekkert bendir til þess að landið sem ágreiningur er um hafi sjáanlega verið hluti af jörð eða jörðum og verið beinum eignarrétti háð. 132. Engin afdráttarlaus gögn eru um það í málinu, að nytjar á hinu umþrætta svæði hafi verið aðrar en beitarnot og væntanlega veiði og eftir atvikum berja - og grasatínsla, a.m.k. eru engar heimildir um að nytjar hafi verið aðrar en hefðbundnar afréttarny tjar og eftir atvikum á landi sem engum eignarrétti er háð. Nytjar á landinu styðja þannig ekki kröfur stefnenda og ekki tryggar heimildir um að þeir eða forverar þeirra hafi á einhverjum tíma bannað öðrum nytjar á landi, s.s. til upprekstrar, eða talið si g vera í stöðu þess. Þá eru engar heimildir um að búseta hafi verið á svæðinu eða það hluti jarðar stefnenda. 133. Ekki verður fallist á með stefnendum að lýsingar í örnefnaskrám, sem vísað er til m.a. í stefnu málsins, geti skipt sköpum í málinu, þar sem þær eru ekki gerðar í þeim tilgangi að afmarka með neinum hætti merki jarða og engum aðferðum beitt við þær sem skapað geti þeim grundvöll til að hafa slíka réttarverkan. Jafnframt er þar eðli máls samkvæmt oftar en ekki um að ræða einhliða lýsingar einst aklinga á örnefnum og staðháttum. Með slíkum skrám, sem hvorki eru áritaðar um samþykki eigenda aðliggjandi jarða né þeim þinglýst, varð ekki aukið við land eða stofnað til eignarréttar. Öðru máli gegnir ef örnefnalýsingar styðja við önnur marktækari gögn um merki, en sú er ekki raunin hér heldur þvert á móti, varðandi þau atriði sem tekist er á um. 134. Stefnendur vísa þá til reglna sem gilda um hefð en telja þó að hefðarreglur leiði til þess að eignarréttur sem stefnendur eða forverar þeirra hefðu átt í landinu hefði styrkst. 135. Hvernig sem á það verður litið þá er áréttað að engar heimildir liggja fyrir um að á umþrættu svæði hafi verið búseta, auk þess sem ekkert liggur fyrir um að umráðum landsins hafi verið þannig háttað að þau geti talist uppfy lla kröfur 2. gr. hefðarlaga nr. 46/1905 um óslitið eignarhald á fasteign. Verður því hafnað að beinn eignarréttur að umþrættu svæði hafi getað stofnast fyrir hefð eftir gildistöku hefðarlaga nr. 46/1905. Sem fyrir segir virðast not eigenda Hellnajarða og þess vegna annarra aðliggjandi jarða hafa verið eftir atvikum hefðbundin afréttarnot og önnur takmörkuð not, þess eðlis að ekki hafi verið talin nægjanleg ein og sér til að hefða beinan eignarrétt að afréttum eða öðrum svæðum utan landamerkja jarða. 25 136. Þá telur dómurinn ekki efni til að fallast á þau sjónarmið stefnenda að þær kröfur sem á þá hafi verið lagðar til sönnunarfærslu í málinu séu svo óhóflegar að þær standist hvorki eignarréttarákvæði stjórnarskrár né mannréttindasáttmála Evrópu. Verður enda ekki séð að á stefnendur í þessu máli hafi verið lagðar ríkari sönnunarkröfur en gerðar hafa verið í þeim fjölda svokallaðra þjóðlendumála sem dómstólar og þá oftar en ekki Hæstiréttur hefur fjallað um frá gildistöku laga nr. 58/1998. Sönnunarreglur leiða til þess að sönnunarbyrði um tilkall til eignarréttar á landi hvílir á þeim sem slíkt tilkall ger ir . Stefnendur hafa ekki sýnt fram á það í máli þessu að hið umdeilda landsvæði sé eignarland þeirra, hvorki fyrir nám, löggerninga né með öðrum hætti. Samkvæ mt því, og þar sem ekki verður annað séð en að óbyggðanefnd hafi við málsmeðferð sína gætt að reglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og laga nr. 58/1998 um þjóðlendur, s.s. með ítarlegum og vönduðum rökstuðningi og hefðbundinni sönnunarfærslu, sem hvorki verðu r talin hafa falið í sér mismunun gagnvart stefnendum af nokkur tagi né brotið gegn reglum um réttláta málsmeðferð, verður úrskurði óbyggðanefndar ekki haggað. 137. Stefnendur hafa lagt fram ný gögn í málinu umfram gögn sem lágu frammi við meðferð málsin s fyrir óbyggðanefnd en þau breyta í engu niðurstöðu málsins að mati dómsins og ekki vísað til þeirra sérstaklega við aðalmeðferð málsins. Öllum málsástæðum stefnenda verður því hafnað en í því sambandi athugist að um þær sem lúta að almennum atriðum, s.s. um hvort réttindi hafi verið hefðuð, sæki stoð til venju eða byggi á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og dómaframkvæmd M annréttindadómstóls Evrópu hefur aukinheldur verið fjallað í dómum á æðra dómstigi og þykir ekki ástæða til frekari umfjöllunar hér end a veitir engin þeirra málatilbúnaði stefnenda teljandi stuðning að mati dómsins sbr. framangreint. 138. Stefndi verður því sýknaður af dómkröfum stefnenda í máli þessu. 139. Rétt er að málskostnaður falli niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnenda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns þeirra, Ólafs Björnssonar lögmanns, 1.750.000 krónur sem ákveðin er án virðisaukaskatts. Við ákvörðun þóknunar er litið til þess að lögmaðurinn fer með öll framangreind mál við dóminn nr. E - 122/202 0, E - 123/2020, E - 124/2020 og E - 125/2020, sem öll voru rekin samhliða og eru náskyld að efni og formi. 140. Málið fluttu hæstaréttarlögmennirnir Ólafur Björnsson fyrir stefnendur og Andri Andrason fyrir stefnda. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveðu r upp dóm þennan. D ó m s o r ð Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfu stefnenda. 26 Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnenda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns þeirra 1.750.000 krónur.