Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 16. júní 2021 Mál nr. E - 2427/2019 : Hópbifreiðar Kynnisferða ehf. (Arnar Þór Stefánsson lögmaður) gegn Isavia ohf. (Hlynur Halldórsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 21. maí 2021, var höfðað 24. maí 2019 af Hópbifreiðum Kynnisferða ehf., Klettagörðum 12, Reykjavík , á hendur Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að í aðalkröfu er þess í fy rsta lagi krafist þann veg að svokallað veltugjald verði lækkað úr 41,2% í 20,6% , en til vara að það lækki í 30% . Er þess jafnframt krafist að ákvæði 4.4 í samningnum um útreikning á lágmarksgreiðslu verði breytt með samsvarandi hætti , á þann veg að í stað þess að veltugjald sé 41,2% og lágmarksgreiðsla á fyrsta rekstrarári sé 175.100.000 krónur verði vel tugjaldið 20,6% og lágmarksgreiðsla á fyrsta rekstrarári 87.550.000 krónur , til vara að veltugjald verði 30% og lágmarksgreiðsla á fyrsta rekstrarári 127.500.000 krónur, og að útreikningur lágmarksgreiðslu vegna síðari rekstrarára taki mið af þeim breyting um . Í öðru lagi krefst stefnandi þess að ákvæði 5 í fyrrnefndum samningi verði breytt á þá leið að upphaf samningstíma verði 5. nóvember 2018 í stað 1. mars sama ár og gildi hann í fimm ár frá fyrrnefndu dagsetningunni. Í þriðja lagi krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum 330.098.047 krónur , en til vara 293.452.810 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þingfestingardegi málsins til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefnda gagnvart stefnanda vegna þess tjóns er stefndi hafi valdið stefnanda frá 1. mars 2018 með ólögmætri mismunun í álagningu og innheimtu gjalda gagnvart stefnanda, sem nýtir aðstöðu á nærstæðum við Flugstöð Le ifs Eiríkssonar á grundvelli framangreinds 2 rekstrarleyfissamnings við stefnda, samanborið við hópferðafyrirtæki sem nýta fjarstæði við flugstöðina. Til þrautavara krefst stefnandi þess að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefnda vegna þess tjóns e r hann hafi valdið stefnanda með vanefndum á fyrrnefndum rekstrarleyfissamningi sem felast í breytingum sem gerðar hafa verið á gjaldtöku á fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá þeirri gjaldskrá sem kynnt var 1. desember 2017 og taka átti gildi 1. mars 2018. Í öllum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að skaðlausu. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og krefst málskostnað ar úr hendi hans að mati dómsins og með hliðsjón af málskostnaðarreikningi lögmanns síns . Yfirli t m álsatvik a og ágreiningsefn a Stefnandi er fyrirtæki sem býður meðal annars upp á áætlunarferðir með hópbifreiðum á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli og höfuðborgarsvæðisins. Stefndi er opinbert hlutafélag sem er að fullu í eigu r íkisins, sbr. lög nr. 153/2009 um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Hlutverk stefnda er meðal annars að annast rekstur og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar, þar með talið að reka fyrrgreinda flugstöð. Þannig fer stefndi með yfirráð yfir bifreiðastæðum, sölubásum og annars konar aðstöðu og innviðum á flugvallarsvæðinu , sem nýtast þeim sem annast rekstur farþegaflutninga til og frá flugstöðinni á samkeppnismarkaði . Kveður s tefnandi þar vera um að ræða ómissandi aðstöðu fyrir s líkan rekstur. Í maí 2017 efndu Ríkiskaup, f yrir hönd stefnda, til útboðs fyrir aðstöðu hópferðabifreiða á svokölluðum nærstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt aðstöðu til miðasölu innanhúss. Alls bárust þrjú tilboð í nýtingu aðstöðunnar, frá stefna nda um 41,2% veltugjald , Hópbílum ehf. um 33,3% og Allrahanda GL ehf. um 26,5%. Samið var við tvö fyrstgreindu félögin um aðstöðuna. Þann 14. ágúst 2017 var stefnanda tilkynnt a ð tilboði hans væri tekið og að gerður yrði rekstrarleyfissamningur við hann í samræmi við tilboð og útboðsskilmála. Í kjölfarið hófu aðilar viðræður um þann samning sem ágreiningur aðila málsins snýst um. Byggir stefnandi á því að forsenda samnings ins og tilboð s hans hafi verið sú að hæfileg gjaldtaka yrði tekin upp vegna afnota af svokölluðum fjarstæðum við flugstöðina . Stefndi kveður ekkert hafa legið fyrir við útboðið um tilhögun fyrirhugaðrar gjaldtöku vegna notkunar fjarstæða , sem þá haf ð i verið gjaldfrjáls , hvorki um það hven ær gjaldtaka hæfist né áform um fjárhæðir . Fellst stefndi ekki á að tilhögun gjaldtöku á fjarstæðum skuli hafa áhrif á rekstrarleyfissamning aðila um nýtingu á nærstæðum og um þetta snýst á greiningur aðila í meginatriðum . 3 Þann 1. desember 2017 tilkynnti stefndi að frá og með 1. mars 2018 myndi félagið innheimta gjald vegna afnota af fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar samkvæmt gjaldskrá sem þá tæki gildi. Gjaldskráin gerði ráð fyrir því að gjaldið yrði 7.900 krónur fy rir smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti en 19.900 krónur fyrir stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir. Í kjölfar þess a beindi hópferðafyrirtækið Allrahanda GL ehf. kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtökunnar og taldi hana of háa. Með br éfi, dags. 14. febrúar 2018, kynnti stefnand i stefnda þær athugasemdir sem hann hafði sent Samkeppniseftirlitinu sama dag í tilefni af kvörtun Allrahanda GL ehf. , meðal annars um að stefnandi teldi forsendu r útboðs vegna nærstæða brostna r yrði ekki tekið h æfilegt gjald vegna afnota af öðrum hópbifreiðastæðum . Í bréfi nu til stefnda kom m.a. fram að ef gjöld annarra en rekstrarleyfishafa yrðu lækkuð eða felld niður liti stefnandi svo á að útboðinu og samningaviðræðum aðila væri sjálfhætt. Þan n 26. febrúar 2018 tilkynnt i stefndi um breytingar á fyrirhugaðri gjaldtöku vegna afnota af fjarstæðum við flugstöðina sem fólu í sér að nýjum gjaldflokki fyrir millistærð af hópferðabifreiðum var bætt við gjaldskrána. Þá yrði gjaldið lægra á sex mánaða aðl ögunartímabili, þ.e. frá 1. mars til 31. ágúst 2018. Í kjölfarið luku stefnandi og stefndi samningsgerð á grundvelli tilboðs stefnanda við útboðið og undirrituðu aðilar 4. apríl 2018 þann rekstrarleyfissamning sem stefnandi krefst breytinga á í máli þessu , um aðstöðu stefnanda á nærstæðum við flugstöðina , sem gilda skyldi í fimm ár frá 1. mars 2018. Í bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlit sins 17. júlí 2018 kom fram að gjald stefnda vegna afnota af fjarstæðum væri hærra en réttlætanlegt gæti talist og væri því um ósanngjarnt söluverð á aðstöðu að ræða í skilningi a - og b - liða 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga. S tefnda var þá gert að stöðva tímabundið þá gjaldtöku á fjarstæðum við flugstöðin a sem hafði hafist 1. mars 2018 og tilkynnti stefndi samdægurs að gjaldtökunni yrði alfarið hætt á meðan bráðabirgðaákvörðunin væri í gildi. Me ð úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála 22. október 2018 var kröfum stefnda um ógildingu og breytingar á bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsi ns hafnað. Þann 2. nóvember 2018 tilkynnti stefndi um nýja gjaldskrá til bráðabirgða vegna afnota af fjarstæðum við flugstöðina sem taka átti gildi 5. nóvember 2018. Samkvæmt nýju gjaldskránni var gert ráð fyrir því að fyrir hópferðabifreið sem tæki allt a ð 19 farþega yrðu greidd ar 3.200 krónur fyrir hvert skipti sem farþegar væru sóttir í flugstöðina. Fyrir h ópferðabifreið sem tæki 20 45 farþega yrðu greidd ar 7.400 krónur og fyrir hópferðabifreið sem tæki 46 eða fleiri farþega 9.900 krónur. Þann 6. nóvembe r 2018 sendi stefnandi stefnda bréf þar sem vísað var til framangreinds og óskað eftir því að staða rekstrarleyfishafa sem nýttu nærstæðin við flugstöðina yrð i jöfnuð eða leiðrétt til samræmis við gjaldtöku fjarstæðanna. Var þess krafist að stefndi lækka ði gjald stefnanda með sama hætti og gert hefði verið fyrir 4 bifreiðar sem tækju 46 farþega eða fleiri, eða um 50%. Jafnframt var þess krafist að slík gjaldtaka yrði afturvirk frá og með 1. mars 2018 og að stefndi endurgrei ddi stefnanda þann mismun sem væri þ ar á. Stefndi hafnaði kröfum stefnanda með bréfi, dags. 9. nóvember 2018 , og kveður stefnandi sér því nauðsynlegt að höfða mál þetta. Við meðferð málsins fyrir dóminum var að kröfu stefnanda dómkvaddur matsmaður og var honum falið að meta líklegt tilboð um veltugjald fyrir nærstæði þegar gjaldskrá fyrir fjarstæði væri sú sem kynnt var 2. nóvember 2018 , ef gert væri ráð fyrir því að tilboð stefnanda um veltugjald fyrir nærstæði hefði tekið mið af þeirri gjaldskrá fyrir fjarstæði sem kynnt var 1. desember 2 017 . Í fyrsta lið aðalkröfu gerir stefnandi til vara kröfu um lækkun veltugjalds í 30% og á það hlutfall að endurspegla reiknaðan mismun á þessum gjaldskrám í matsgerð . Í skýrslu matsmanns fyrir dómi kom fram að vandinn væri sá að verið v ar að bjóða í annan hlut með sérstökum gæðum á nærstæðum , en ekki sé tekið tillit til þess a munar á aðstöðu í umbeðnum útreikningum á mismun á tveimur gjaldskrám fyrir fjarstæði. Við aðalmeðferð málsins gaf Björn Ragnarsson , framkvæmdastjóri stefnanda , skýr slu. Þá komu fyrir dóm og báru vitni Ingvi Björn Bergmann , starfsmaður stefnanda, Hlynur Sigurðsson , fyrrum framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar , Viktor H. Guðmundsson , fyrrum starfsmaður stefnda , og Jón Atli Kristjánsson matsmaður. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggi dómkröfur sínar á 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, og taki mið af þeim atriðum sem fram komi í 2. mgr. 36. gr. laganna. Í fyrsta lagi telji stefnandi að líta verði til aðstöðu stefnanda og stefnda við samningsgerðina og í aðdraganda hennar. Staðreynd málsins sé sú að þrátt fyrir að stefnandi sé rótgróið og stöndugt hópferðafyrirtæki hafi stefndi engu að síður verið í yfirburðastöðu gagn vart stefnanda með hliðsjón af stöðu hvors aðila um sig, hvötum þeirra til samningsgerð ar sem og skilmálum útboðsins. Stefndi sé opinbert hlutafélag að fullu í eigu íslenska ríkisins. Félaginu hafi verið komið á fót árið 2009 á grundvelli ákvörðunar samgön gu - og sveitarstjórnarráðherra með heimild í lögum nr. 153/2009 um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Stefndi hafi tekið við öllum rekstri, eignum og skuldbindingum framangreindra félaga hinn 1. maí 2010. Hlutverk stefnda sé að annast rekstur og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar, þ.m.t. Flugstöð Leifs Eiríkssonar, auk allra annarra flugvalla á Íslandi. Verði því að ætla að stefndi sé markaðsráðandi og njóti í raun einokunarstöðu í rekstri flugvalla sem þjónað geta millilandafl ugi til og frá Íslandi. Aðeins sé um einn flugvöll að ræða sem sinnt geti þessu hlutverki, þ.e. Keflavíkurflugvöll. Hafi stefndi af þeirri sömu ástæðu yfir að ráða ómissandi aðstöðu í 5 formi bílastæða, sölubása og annars konar innviða sem nauðsynlegir séu f yrir þjónustu hópferðafyrirtækja sem keppa á markaði fyrir farþegaflutninga milli flugstöðvar innar og höfuðborgarsvæðisins. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna fari um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á ári hverju og not i stór hluti þeirra þjónustu hópferðabifreiða ti l þess að komast milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hópferðafyrirtæki hafi því augljósa hagsmuni af því að hafa sérmerkt bílastæði beint fyrir utan flugstöðvarbygginguna, miðasöluaðstöðu, auglýsingar og merkingar inni í henni. Ætla verði að fl eiri farþegar nýti þjónustu þeirra hópferðafyrirtækja sem hafi slíka aðstöðu en þeirra sem einungis bjóði upp á þjónustu frá fjarstæðum við flugstöðina. S tefndi hafi gefið það út að rekstrarleyfishafar skyldu njóta greiðari aðgangs að aðstöðu, flugstöðinn i og farþegum en aðrir aðilar sem byðu upp á sambærilega þjónustu frá fjarstæðunum. Í þessu sambandi sé vísað til svars stefnda við fyrirspurn frá bjóðanda , sem merkt er nr. 7 í viðauka I við útboðsskilmála. Þá segi í svari stefnda við fyrirspurn , m erkt ri nr. 25 í sama viðauka , að stefndi muni ekki leyfa keppinautum rekstrarleyfishafa að kaupa sérstakar merkingar inni í flugstöðvarbyggingunni eða hafa þar sýnilegt kynningarefni, enda samræmist slíkt ekki þeirri stefnu stefnda að tryggja að rekstrarleyfishaf ar hafi greiðari aðgang að aðstöðunni, flugstöðinni og farþegum en aðrir sem bjóði upp á sambærilega þjónustu á svæðinu. Aðrir bjóðendur í útboðinu virð i st hafa verið sammála stefnanda um að aðstaða á nærstæðum væri afar eftirsóknarverð fyrir hópferðafyrir tæki. Samkvæmt útboðslýsingu hafi val á tilboði eingöngu átt að ráðast af fjárhæð tilboða bjóðenda. Ekki hafi verið tekið tillit til annarra atriða, s vo sem hvaða bjóðandi gæti boðið neytendum besta þjónustu, hver ætti best búnu bifreiðarnar o.s.frv. Í þes su sambandi vís i stefnandi til ákvæða 0.1 og 0.3.7 í útboðslýsingu þar sem hafi m.a. komið fram að gerður yrði samningur við tvo bjóðendur sem uppfylltu hæfiskröfur og væru með fjárhagslega hagstæðustu tilboðin. Þar hafi jafnframt verið sagt að innheimt yr ði þóknun af tekjum af öllum seldum ferðum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt föstu gjaldi fyrir afnot af stæðum og miðasöluaðstöðu. Í ákvæði 2.3 hafi verið fjallað um fjárhagsleg tilboð. Þar hafi m.a. komið fram að stefndi áætlaði að tekjur bjóðanda af fyrsta rekstrarári yrðu 500.000.000 krón a . Bjóðandi skyldi tilgreina í tilboði það hlutfall af þeim tekjum sem hann byðist til að greiða stefnda sem þóknun fyrir aðstöðu á nærstæðum við flugstöðina. Tekjur teldust til heildarverðmætis allra seldra ferða bjóðanda frá flugstöð óháð því hvar sú sala ætti sér stað. Þá hafi verið ítrekað að stefndi áskildi sér rétt til þess að hafna tilboðum um greiðslu veltugjald s til stefnda sem væru undir 20% af þeim t ekjum . Einnig að lágmarksþóknun væri 85% af þeirri þóknun sem bjóðandi tilgreindi í fjárhagslegu tilboði og að 6 lágmarksþóknun uppfærðist árlega í samræmi við breytingu á farþegafjölda og neysluvísitölu ársins á undan. Í þessu fælist að ef heildarverðmæti s eldra ferða færi undir 85% af tekjum sem stefndi áætlaði þá þyrfti bjóðandi að greiða stefnda framangreinda lágmarksþóknun. Samkvæmt útboðsskilmálunum hafi einnig verið gert ráð fyrir því að stefndi myndi innheimta sérstakt gjald fyrir afnot rekstrarleyfis hafa af bifreiðastæðum og miðasöluaðstöðu inni í flugstöðinni. Í ákvæði 1.1.2 í útboðslýsingunni hafi sagt að föst leiga á afgreiðslubásum væri 8.000 krónur pr. m 2 á mánuði og að sú fjárhæð tæki breytingum í samræmi við vísitölu neysluverðs. Grunnvísitalan skyldi vera vísitala til verðtryggingar í mars 2018. Af mynd 1.5 í útboðslýsingu megi ráða að stærð miðasöluaðstöðunnar sé 20 m 2 fyrir hvorn rekstrarleyfishafa. Því sé ljóst að mánaðarlegur kostnaður hvors rekstrarleyfishafa af aðstöðunni sé 165.765 krónu r miðað við verðlag í apríl 2019. Í ákvæði 1.1.2 hafi einnig sagt að leiga fyrir rútustæði væri 150.000 krónur pr. stæði á mánuði og að sú fjárhæð tæki breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs en grunnvísitala skyldi sem fyrr vera vísitala til verðtrygging ar í mars 2018. Samkvæmt útboðsskilmálunum skyldi hvor rekstrarleyfishafi fá afnot af þremur bifreiðastæðum. Því sé ljóst að kostnaður hvors rekstrarleyfishafa vegna afnota af bifreiðastæðum sé 466.215 krónur á mánuði. Mánaðarlegur kostnaður hvors rekstrar leyfishafa vegna afnota af miðasöluaðstöðu og bifreiðastæðum sé 631.900 krónur og árlegur kostnaður að fjárhæð 7.583.760 krónur. Sé miðað við áætlun stefnda um að heildarverðmæti seldra ferða hvors rekstrarleyfishafa á fyrsta rekstrarári yrði að lágmarki 5 00.000.000 krón a og að tilboð beggja rekstrarleyfishafa hefðu miðast við 20% lágmarkið þá hefðu árlegar tekjur stefnda vegna hvors þeirra verið 107.320.000 krónur eða samtals 214.640.000 krónur. Þ essir útreikningar mið i st eingöngu við lágmarksboð í samræmi við ákvæði útboðslýsingar. Sé miðað við tilboð stefnanda megi gera ráð fyrir því að tekjur stefnda vegna afnota stefnanda af aðstöðu á nærstæðum yrðu 213.320.000 krónur , sé miðað við áætlun stefnda um heildarverðmæti seldra ferða á fyrsta rekstrarári. Ste fnandi hafi sinnt akstri milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins síðan árið 1979 og hafi því umtalsverða reynslu af þeirri starfsemi. Hafi stefnandi frá upphafi kappkostað að bjóða farþegum sínum upp á framúrskarandi þjónustu og hagstæð fargjöld. Ak sturinn milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins hafi verið stór og mikilvægur þáttur í starfsemi stefnanda allan þann tíma. Samhliða mikilli fjölgun ferðamanna frá árinu 2009 hafi stefnandi varið miklum fjármunum í uppbyggingu innviða sinna og starf semi. S tefnandi hafi haft umferðamiðstöðina BSÍ á leigu til margra ára og fjárfest árið 2016 í u.þ.b. 7.000 m 2 húsnæði að Klettagörðum 12 til þess að mæta hinum auknu umsvifum. Á undanförnum árum hafi um 100 starfsmenn stefnanda komið 7 að verkefninu árlega, um 20 bifreiðar sinnt akstri milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins og 15 bifreiðar lóðsað farþega frá BSÍ á aðra áfangastaði innan emi sína. Sé því ljóst að miklir hagsmunir hafi verið undir fyrir stefnanda í útboðinu og hafi hann í fyrsta skipti staðið frammi fyrir því í þau 40 ár sem hann hafi rekið þessa starfsemi að eiga á hættu að missa hana frá sér. Akstur milli flugstöðvarinna r og höfuðborgarsvæðisins hafi verið kjarnastarfsemi í rekstri stefnanda á undanförnum áratugum. Þar sem val á tilboði hafi eingöngu átt að ráðast af fjárhæð þeirra hafi stefnandi ekki notið góðs af hinni miklu reynslu sem hann hafi haft af akstrinum . Vegn a þessara miklu hagsmuna hafi stefnandi talið sig knúinn til þess að bjóða eins hátt verð og hagkvæmt gæti talist til þess að öruggt yrði að hann fengi samning við stefnda. Verði því að leggja til grundvallar að stefndi hafi í raun verið í yfirburðastöðu g agnvart stefnanda. Í öðru lagi verði að líta til þeirra forsendna sem bjóðendur hafi haft í útboðinu sem og atvika við samningsgerð. B jóðendur hafi talið að sú aðstaða sem boðin hafi verið út væri afar eftirsóknarverð og hafi þeir haft mikla hagsmuni af því að bjóða stefnda eins hátt verð og mögulegt væri til þess að tryggja að tilboð þeirra yrði valið fremur en tilboð keppinauta þeirra , þ ar sem val á tilboðum hafi aðeins átt að ráðast af fjárhæð þeirra. Bjóðendur hafi einnig gen g ið út frá því sem grundv allarforsendu við útboðið að bæði yrðu innheimt gjöld vegna afnota rekstrarleyfishafa af aðstöðu á nærstæðum og vegna afnota hópferðafyrirtækja af aðstöðu á fjarstæðum við flugstöðina. Eins hafi bjóðendur gengið út frá því að gjöld vegna afnota af fjarstæð um væru í eðlilegu samhengi við þau gjöld sem rekstrarleyfishöfum yrði gert að greiða í kjölfar útboðsins þannig að samkeppni yrði ekki raskað milli hópferðafyrirtækja sem sinn i akstri milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Þetta megi greinilega r áða af útboðslýsingunni sem og fyrirspurnum bjóðenda sem kom ið hafi fram í aðdraganda þess að tilboð hafi verið gerð . Í fyrirspurn nr. 7 hafi verið spurt hvort stefndi myndi setja öðrum hópferðafyrirtækjum skorður og tryggja þannig að rekstrarleyfishafar h efðu þær tekjur sem mögulega væru fyrir hendi í farþegaflutningum frá flugstöðinni. Í svari stefnda hafi m.a. komið fram að stefndi myndi tryggja að rekstrarleyfishafar hefðu greiðari aðgang að aðstöðunni, flugstöðinni og farþegum en aðrir aðilar sem byðu upp á sambærilega þjónustu á svæðinu. Auk þess hafi stefndi fyrirhugað að hefja gjaldtöku vegna nýtingar aðila sem sinntu farþegaflutningum á aðstöðu fjær flugstöðinni. Markmiðið með gjaldtökunni væri að áfram yrð i hagur stefnda og rekstrarleyfishafa trygg ður. Fyrirkomulag gjaldtöku yrði með sambærilegum hætti og á skammtímastæðum en verðlagning önnur. 8 Af fyrirspurn nr. 11 megi enn fremur ráða að það hafi verið mikilvæg forsenda af hálfu bjóðenda að gjald yrði tekið vegna afnota af fjarstæðunum. Svar stefnd a hafi verið á þá leið að fjárhæð gjaldsins hefði ekki verið ákveðin en að öðru leyti hafi verið vísað til svars við fyrirspurn nr. 7. Mikilvægi gjaldtöku á fjarstæðum í huga bjóðenda birtist ennfremur í fyrirspurn nr. 48. L eggja verði til grundvallar að þ að gjald sem stefndi hafi upphaflega ætlað að leggja á vegna afnota af fjarstæðum, sbr. tilkynningu hans dags. 1. desember 2017, hafi verið til þess fallið að gæta samræmis og jafnræðis milli þeirra hópferðafyrirtækja sem nýttu nærstæðin annars vegar og fj arstæðin hins vegar. Virðist þetta enn fremur hafa verið skoðun stefnda sjálfs ef marka má bréf hans til Samkeppniseftirlitsins dags. 16. febrúar 2018. Í þessu sambandi vísi stefnandi einnig til bréfs stefnda til stefnanda dags. 13. mars 2018 um þau sjónar mið sem byggju að baki gjaldtöku stefnda fyrir afnot af aðstöðu við flugstöðina. Þar komi m.a. fram að stefndi telji að gjaldtakan sé sanngjörn, málefnaleg og hæfileg og sé sett á í því skyni að viðhalda aðstöðunni og byggja hana upp. Stefnandi vísar enn fremur til bréfs stefnda til Samkeppniseftirlitsins dags. 25. apríl 2018. Þar komi fram að stefndi telji að með tilboðum bjóðenda í áðurnefndu útboði hafi markaðurinn verðlagt aðstöðu við flugstöðina. Þar segi m.a. að gjald vegna afnota af fjarstæðunum sé að mati stefnda hlutlægt séð hóflegt og h afi hvorki þau áhrif að útiloka samkeppni né takmarka aðgang samkeppnisaðila að markaðnum. Að auki sé gjald fyrir afnot af stæðum mun lægra en gjald fyrir aðstöðu , sem hópferðafyrirtækin sem séu með aðstöðu inn í fl ugstöðinni greiði . Í bréfinu komi einnig fram að stefndi telji mikilvægt að gæta ákveðins jafnvægis í gjaldtöku milli samgönguliða við flugstöðina. Jafnvel þó að ekki hafi legið fyrir við útboðið hver fjárhæð gjalds fyrir afnot af fjarstæðunum yrði sé aug ljóst að bjóðendur hafi gengið út frá því sem grundvallarforsendu fyrir fjárhæðum tilboða sinna að fjárhæð þess myndi standa í eðlilegu samhengi við fjárhæð gjalda sem rekstrarleyfishöfum yrði gert að greiða í kjölfar útboðsins svo samkeppni yrði ekki rask að milli hópferðafyrirtækja sem sinn i akstri milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Stefndi virðist sjálfur hafa metið það svo að fjárhæð þeirra gjalda sem hann hafi kynnt með tilkynningu 1. desember 2017 væri til þess fallin að ná framangreindu m arkmiði. Virðist stefndi einnig hafa talið fjárhæðir þeirra gjalda hæfilegar og sanngjarnar , m.a. með hliðsjón af þeirri aðstöðu sem gjaldendur hafi fengið í staðinn afnot af. Verði því að líta svo á að óumdeilt sé á milli aðila að gjaldtakan sem boðuð haf i verið 1. desember 2017 hafi verið í samræmi við væntingar beggja aðila. Af því leiði óhjákvæmilega að fjárhæðir gjalda samkvæmt hinni nýju gjaldskrá sem stefndi hafi kynnt hinn 2. nóvember 2018 geti ekki verið í samræmi við þær forsendur sem bjóðendur ha fi gengið út frá og kynntar höfðu verið af stefnda , 9 enda sé það u.þ.b. 50% lægra en það gjald sem kynnt hafi verið í upphaflegri gjaldskrá stefnda. Í þriðja lagi verði að taka til skoðunar efni rekstrarleyfissamnings stefnanda og stefnda sem og þau atvik er hafi komið til eftir að hann komst á. Samkvæmt ákvæði 4.3 í rekstrarleyfissamningi stefnanda og stefnda greiði stefnandi 41,2% af heildartekjum allra ferða frá flugstöðinni að endastöð. Sé miðað við áætlun stefnda um að tekjur rekstraraðila yrðu 500.00 0.000 krón a á árinu 2018 þá hefði stefnandi þurft að greiða stefnda 213.320.000 krónur vegna aksturs ins . Af ákvæði 4.4 leiði síðan að lágmarksgreiðsla stefnanda til stefnda vegna afnota af aðstöðu á nærstæðum árið 2018 hafi verið 175.100.000 krónur. Þar se m tekjur stefnanda af akstri milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins árið 2018 hafi verið hærri en áætlun stefnda hafi gert ráð fyrir hafi stefnandi raunar þurft að greiða stefnda enn hærra endurgjald fyrir afnot af aðstöðunni á nærstæðum. Þannig ha fi stefnandi alls greitt stefnda 413.321.900 krónur vegna afnota af aðstöðu á nærstæðum frá 1. mars 2018 til og með apríl 2019. Til samanburðar hafi stefnandi greitt alls 79.480.833 fyrir afnot af sömu aðstöðu á tímabilinu mars 2017 til og með febrúar 2018 . Til þess að mæta hinum aukna kostnaði hafi stefnandi þurft að hækka miðaverð sitt umtalsvert frá því að gjaldtakan hófst hinn 1. mars 2018. Það hafi verið grundvallarforsenda fyrir fjárhæð tilboðs stefnanda í útboðinu að stefndi myndi innheimta gjald fyr ir afnot af fjarstæðum við flugstöðina og að það gjald væri til þess fallið að tryggja hag stefnanda sem rekstrarleyfishafa og koma í veg fyrir að samkeppni yrði raskað milli hópferðafyrirtækja sem sinna akstri milli flugstöðvar innar og höfuðborgarsvæðisin s. S amkvæmt 3. gr. rekstrarleyfissamnings stefnanda og stefnda teljist fyrirspurnir bjóðenda og svör stefnda við þeim vera órjúfanlegur hluti samningsins og hafi það verið mat stefnda sjálfs að fjárhæðir gjalda sem hann kynnti hinn 1. desember 2017 hafi ve rið sanngjarnar og hæfilega ákveðnar og til þess fallnar að ná framangreindu markmiði. Verði því að leggja til grundvallar að lækkanir á þeim gjöldum raski því samræmi sem hafi átt að vera milli gjaldtöku á nærstæðum og fjarstæðum sem stefndi hafi skuldbun dið sig til að tryggja samkvæmt rekstrarleyfissamningi stefnanda og stefnda. Í kjölfar kvörtunar Allrahanda GL ehf. til Samkeppniseftirlitsins 10. janúar 2018 og afskipta samkeppnisyfirvalda hafi stefndi gert ítrekaðar breytingar á fjárhæðum gjalda sem félagið innheimti vegna afnota af fjarstæðunum. Stefndi hafi aftur á móti ekki g ripið til neinna aðgerða til þess að koma til móts við rekstrarleyfishafa, þ.m.t. stefnanda, heldur hafi stefndi haldið áfram að leggja á gjöld í samræmi við rekstrarleyfissamninga þeirra. Hópferðafyrirtæki sem bjóða upp á þjónustu frá fjarstæðum við flugs töðina hafi því ekki þurft að grípa til sambærilegra verðhækkana og rekstrarleyfishafar. M iðaverð helsta 10 keppinautar s tefnanda , Allrahanda GL ehf., hafi nánast staðið í stað frá því sem áður hafi verið , en stefndi hafi hafið gjaldtöku í kjölfar útboðsins hinn 1. mars 2018. Stefndi hafi sjálfur lýst þeirri skoðun sinni að hann telji að staðganga sé á milli þjónustu þeirra hópferðafyrirtækja sem bjóði upp á þjónustu frá nærstæðum annars vegar og fjarstæðu m hins vegar, sbr. bréf stefnda til Samkeppniseftirlitsins dags. 16. febrúar 2018. Þessi sjónarmið stefnda séu ítrekuð í bréfi hans til Samkeppniseftirlitsins dags. 25. apríl 2018 en þar segi m.a. að gögn málsins sýni að farþegar líti á þjónustu hópferðafy rirtækja á nær - og fjarstæðum sem staðgönguþjónustu. Með bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins 17. júlí 2018 hafi stefnda verið gert að stöðva tímabundið þá gjaldtöku sem hafi hafist á fjarstæðum við flugstöðina 1. mars 2018. Þann sama dag hafi stefnd i tilkynnt að gjaldtöku vegna afnota af fjarstæðunum yrði alfarið hætt á meðan bráðabirgðaákvörðunin væri í gildi, þ.e. til 31. desember 2018. Af tilkynningunni megi ráða að stefndi hafi verið meðvitaður um að sú ákvörðun hafi verið til þess fallin að rask a samkeppni milli rekstrarleyfishafa og þeirra fyrirtækja sem stunduðu akstur milli fjarstæða við flugstöðina og höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir að það hafi verið skoðun stefnda að hann hefði með aðgerðum sínum verið að raska samkeppni hafi hann ekki tal ið þörf á að grípa til neinna mótvægisaðgerða til handa rekstrarleyfishöfum, þ.m.t. stefnanda. Hinn 2. nóvember 2018, í kjölfar úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála 22. október 2018 í máli nr. 2/2018, hafi stefndi enn á ný tilkynnt um breytt fyrirkomu lag gjaldtöku af fjarstæðum við flugstöðina , en ekki gert ráð fyrir neinum breytingum að því er varð að i gjaldtöku vegna afnota af nærstæðum við flugstöðina. Rekstrarleyfishafar hafi s amkvæmt grein 2.2 í útboðsskilmálum verið bundnir ströngum kvöðum sem tak mark i möguleika þeirra til þess að bregðast við samkeppni frá hópferðafyrirtækjum sem bjóði upp á þjónustu frá fjarstæðum og ekki séu bundin sambærilegum skilyrðum. Nánar tiltekið skuli rekstrarleyfishafar uppfylla skilyrði sem lúta að tíðni ferða til og f rá flugstöð, fjölda stoppistöðva, áframhaldandi ferðum á hótel, umhverfiskröfum til bifreiða, verðstefnu, þjónustustigi og starfsfólki. Þessar kvaðir séu til þess fallnar að auka enn frekar kostnað stefnanda af akstri milli flugstöðvarinnar og höfuðborgars væðisins. Ö nnur hópferðafyrirtæki en stefnandi og Hópbílar hf. séu ekki bundin af sambærilegum kvöðum og hafi þau því talsvert meira svigrúm til hagræðingar í rekstri en stefnandi. Verði af þeim sökum að leggja til grundvallar að þessar kvaðir séu til þess fallnar að takmarka möguleika stefnanda til þess að mæta samkeppni frá hópferðafyrirtækjum sem bjóði upp á þjónustu frá fjarstæðunum og skilyrði n því til þess fallin að auka enn frekar á þann aðstöðumun sem skapast hafi milli hópferðafyrirtækja á nær - og fjarstæðum. 11 Í ljósi framangreinds verði að fallast á kröfu stefnanda um breytingu á veltugjaldi í ákvæði 4.3 í rekstrarleyfissamningi hans og stefnda. Ástæða þess að krafist sé 50% lækkunar á gjaldinu sé sú að það jafngildi þeirri lækkun sem hafi orðið á gjaldi fyrir bifreiðar á fjarstæðum sem taki 46 farþega eða fleiri. Í gjaldskránni sem kynnt hafi verið í desember 2017 hafi verið ákveðið að gjaldið af þessum bifreiðum yrði 19.900 krónur en í gjaldskránni sem hafi tekið gildi 5. nóvember 2018 sé þetta s ama gjald 9.900 krónur. Með sömu rökum telji stefnandi að fallast verði á kröfu hans um að ákvæði 4.4 í samningnum verði breytt með samsvarandi hætti á þann veg að í stað þess að veltugjald sé 41,2% og lágmarksgreiðsla á fyrsta rekstrarári sé 175.100.000 k rónur verði veltugjaldið 20,6% og lágmarksgreiðsla á fyrsta rekstrarári 87.550.000 krónur og útreikningur á lágmarksgreiðslu vegna síðari rekstrarára taki mið af þeim breytingum. Þessu til viðbótar sé ljóst að stefndi hafi ekki innheimt neitt gjald af hóp ferðafyrirtækjum á fjarstæðunum á tímabilinu 1. mars 2018 til 4. nóvember 2018. Hafi stefnandi jafnframt grun um að helsti keppinautur hans á fjarstæðunum, Allrahanda GL ehf., hafi ekki einu sinni greitt gjaldið frá 5. nóvember, a.m.k. ekki að fullu. Stefn andi hafi einnig grun um að Hópbílar hf. hafi ekki greitt stefnda að fullu gjald samkvæmt rekstrarleyfissamningi félagsins við stefnda frá því að gjaldtaka hafi hafist 1. mars 2018. Með vísan til 2. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991 skori stefnandi á stefnda a ð leggja fram gögn og skjöl til staðfestingar því að fyrrnefndir aðilar hafi greitt gjöld vegna afnota af nær - og fjarstæðum að fullu frá 1. mars 2018 til þess dags er mál þetta er höfðað, t.d. reikninga, greiðslukvittanir og innheimtubréf. S tefnandi eigi rétt á umræddum gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Verði stefndi ekki við þessari áskorun sé þess krafist að lagt verði til grundvallar að sú hafi ekki verið raunin. Verði það staðfest að stefndi hafi ekki innheimt fyrrgreind gjöld að fullu, annaðhvort með gagnaframlagningu stefnda eða afstöðu dómsins til þagnar stefnda, auki það á ósanngirni samnings aðila og mæli enn frekar með því að veltugjaldinu verði breytt til samræmis við dómkröfur stefnanda um breytingu á upphafstíma samningsins til 5 . nóvember 2018, eða síðar komi í ljós að gjaldtakan hafi ekki hafist að fullu 5. nóvember 2018. Óumdeilt sé að sú gjaldtaka hafi átt að vera í eðlilegu samhengi við gjaldtökuna af rekstrarleyfishöfum og að öllum sem nýttu aðstöðu á flugstöðinni bæri að g reiða fyrir hana, sbr. bréf stefnda til Samkeppniseftirlitsins 16. febrúar 2018. Þar komi fram að stefndi líti svo á að með því að innheimta ekkert gjald af rekstraraðilum á fjarstæðum sé stefndi, og þar af leiðandi íslenska ríkið, að niðurgreiða rekstur þ eirra. Ó umdeilt sé að þessi aðstaða raski samkeppni og ó sanngjarnt sé og andstætt góðri viðskiptavenju að stefndi hafi haldið til streitu fullri gjaldtöku af rekstrarleyfishöfum á tímabilinu 1. mars 2018 til 4. nóvember sama ár. Gjal dtakan af fjarstæðum ha fi ekki hafist fyrr en 5. nóvember 2018 og verði hið sama að gilda um gjaldtöku á nærstæðunum. 12 Krafa í þriðja lið aðalkröfu sé um að stefndi verði dæmdur til þess að endurgreiða stefnanda að fullu það gjald sem hann hafi greitt á grundvelli rekstrarleyfi ssamningsins á tímabilinu 1. mars 2018 til 4. nóvember 2018. Frá 5. nóvember 2018 til 7. maí 2019 sé krafist endurgreiðslu á 50% veltugjaldsins í samræmi við þá kröfu stefnanda að lækka gjaldið úr 41,2% í 20,6%. Telji dómurinn að hið sanngjarna hlutfall ei gi að vera hærra en 20,6% lækki endurgreiðslukrafan sem því nemi , til vara sé þá byggt á 30% í samræmi við matsgerð. Endurgreiðslukrafan sundurliðast með eftirfarandi hætti: 1 Mánuður 2 (afnot) 3 Fjárhæð veltugjalds sem greitt var 4 Fjárhæð sem krafist er endurgr eiðslu á 5 Mars 2018 6 30.702.887 krónur 7 30.702.887 krónur 8 Apríl 2018 9 21.945.359 krónur 10 21.945.359 krónur 11 Maí 2018 12 24.398.152 krónur 13 24.398.152 krónur 14 Júní 2018 15 32.841.051 króna 16 32.841.051 króna 17 Júlí 2018 18 43.469.972 krónur 19 43.469.972 krónur 20 Ágúst 2018 21 39.023.012 krónur 22 39.023.012 krónur 23 September 2018 24 30.331.236 krónur 25 30.331.236 krónur 26 Október 2018 27 29.242.244 krónur 28 29.242.244 krónur 29 Nóvember 2018 30 27.169.540 krónur 31 15.396.073 krónur 32 Desember 2018 33 28.048.073 krónur 34 14.024.037 krónur 35 Janúar 2019 36 24.962.062 krónur 37 12.481.031 króna 38 Febrúar 2019 39 27.481.539 krónur 40 13.740.770 krónur 41 Mars 2019 42 26.456.250 krónur 43 13.232.625 krónur 44 Apríl 2019 45 18.539.196 krónur 46 9.269.598 krónur 47 Samtals: 48 330.098.047 krónur 13 Til vara sé krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefnda vegna þess tjóns sem stefndi hafi valdið stefnanda frá 1. mars 2018 með ólögmætri mismunun í álagningu og innheimtu gjalda af hópferðafyrirtækjum sem nýta fjarstæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar annars vegar og st efnanda sem nýtir aðstöðu á nærstæðum á grundvelli rekstrarleyfissamnings við stefnda hins vegar. T il þrautavara sé þess krafist að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefnda vegna þess tjóns er hann hafi valdið stefnanda með vanefndum á rekstrarley fissamningi þeirra. Um vara - og þrautavarakröfu s é vísa ð til allra þeirra sjónarmiða og röksemda sem rakin hafa verið hér að framan. Byggi stefnandi auk þess á eftirfarandi röksemdum: Varakrafa stefnanda byggi st í grunnatriðum á því að stefndi hafi í álag ningu og innheimtu gjalda mismunað stefnanda með saknæmum og ólögmætum hætti og hafi með því raskað samkeppni milli stefnanda og þeirra hópferðafyrirtækja sem geri út á fjarstæðunum, fyrst og fremst Allrahanda GL ehf. Óumdeilt sé að staðganga sé á milli þj ónustu hópferðafyrirtækja á nær - og fjarstæðum og séu þau fyrirtæki sem aki milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins því á sama markaði. Þá hafi stefndi beinlínis viðurkennt að afsláttur hans af gjaldtöku á fjarstæðunum raski samkeppni og brjóti gegn jafnræði aðila. Þessi háttsemi stefnda brjóti gegn skráðum og óskráðum jafnræðisreglum stjórnskipunar - og stjórnsýsluréttarins, sbr. m.a. 65. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. stjórnsýslulaga. Þá sé um að ræða ólögmæta mismunun í skilningi d - liðar 2. mgr. 10. gr. og c - liðar 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga, enda hafi stefndi mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og veikt þannig samkeppnisstöðu þeirra. Stefndi hafi því í reynd með ásetningi, eða stórkostlegu gáleysi, vald ið stefnanda tjóni með hinni ólögmætu háttsemi sinni. Þessi háttsemi sé enn alvarlegri með tilliti t il þess að stefndi hafi ekki innheimt gjald af fjarstæðunum frá 1. mars til 4. nóvember 2018. Þrautavarakrafa stefnanda byggi st á reglum um skaðabætur inna n samninga. Þ að hafi verið forsenda fyrir samningsgerð af hálfu stefnanda að eðlilegt samhengi væri á milli gjaldtöku á nær - og fjarstæðum. Komi þetta m.a. fram í fyrirspurnum og svörum við þeim á útboðstíma, en þau gögn séu hluti af samningi aðila eins og fram komi í 3. gr. rekstrarleyfissamningsins. Þá verði að líta svo á að óumdeilt sé að gjaldtakan sem boðuð hafi verið í desember 2017 hafi verið til þess fallin að tryggja þetta samhengi. Ú tilokað sé fyrir stefnda að byggja nú á því að það fyrirkomulag sem nú sé við lýði sé einnig í samræmi við samning aðila. Þar sem gjaldtakan sé ekki í samræmi við samning aðila og þau fyrirheit sem stefndi hafi gefið stefnanda sé um vanefnd af hálfu stefnda að ræða. Sú vanefnd sé enn alvarlegri þegar litið sé til þess að stefndi haf i ekki innheimt gjald af fjarstæðunum frá 1. mars til 4. nóvember 2018. Stefndi hafi af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi valdið stefnanda tjóni með ólögmætri háttsemi sinni, enda sé ljóst af fyrri 14 yfirlýsingum stefnda að hann hafi verið fullmeðvitaður um það tjón sem stefnandi gæti orðið fyrir vegna vanefnda hans. S tefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna háttsemi stefnda þar sem hann hafi greitt allt of hátt gjald fyrir þá aðstöðu sem hann hafi haft afnot af. Eigi þetta bæði við um vara - og þrautavarakröfu stefnanda. S tefnandi hafi ekki átt að greiða neitt gjald á tímabilinu 1. mars 2018 til 4. nóvember sama ár og nemi tjón hans á því tímabili a.m.k. því veltugjaldi sem hann hafi innt af hendi, eða 255.576.518 krónu m . Þá ætti með réttu að lækka veltugjaldið um 50% . N emi tjón stefnanda frá 5. nóvember 2018 til 1. maí 2019 því a.m.k. 74.521.528 krónum og tjónið haldi áfram að raungerast meðan samningstím i aðila vari. Í fyrrgreindum útreikningum sé eingöngu gert ráð fyrir tjóni sem leiði af beinum útlögðum kost naði stefnanda og sé þá ótalinn sá hagnaðarmissir sem hann hafi augljóslega einnig orðið fyrir, enda hafi hann þurft að hækka verð sitt umtalsvert á meðan helsti keppinautur hans á fjarstæðunum, Allrahanda GL, hafi getað haldið verðum sínum svo til óbreytt um. Dugi þessar röksemdir til þess að dómstólar geti viðurkennt bótaskyldu á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, enda leiði niðurstaða um ólögmæta mismunun og/eða vanefnd á samningi aðila sjálfkrafa til þess að stefnandi hafi greitt of hátt gjald til stefnda og þannig orðið fyrir samsvarandi tjóni. Málsástæður og lagarök stefnda S tefndi mótmæli þarflausri framlagningu stefnanda á fjölda skjala um rannsókn Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku stefnda af hópferðafyrirtækjum sem sinni akstri til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. S tefndi vísi til útboðsgagna stefnda og Ríkiskaupa vegna útboðsins, 2. og 3. mgr. 12. gr. laga um opinber innkaup, reglugerðar nr. 950/2017 um sérleyfissamninga og úrskurðar kærunefndar útboðsmála nr. 13/2017 og byggi á því að reglugerð nr. 950/2017 gildi um réttarsamband stefnanda og stefnda, m.a. vegna þess að rekstrarleyfissamningurinn hafi verið undirritaður eftir gildistöku reglugerðarinnar. Sýknukrafa stefnda byggi í fyrsta lagi á því að stefnandi hafi með þátttöku sin ni í útboðinu skuldbundið sig til að fara að þeim skilyrðum og skilmálum sem fram hafi komið í útboðsgögnum stefnda. Hann hafi með þátttöku sinni í útboðinu skuldbundið sig til þess að leggja fram gögn í samræmi við fyrirmæli útboðsgagna og að tilboð hans yrði metið á grundvelli þeirra viðmiða og aðferða sem þar væru útlistuð. Um þetta vísi stefn di m.a. til almennra reglna samningaréttar um skuldbindingargildi loforða. Í tilboði stefnand a hafi komi ð fram að tilboðið væri í samræmi við meðfylgjandi útboðsgögn og að hann hefði kynnt sér þau vandlega. Stefnandi geti því ekki haldið því fram nú að han n sé óbundinn af skilmálum útboðsins og rekstrarleigusamningi sem gerður hafi verið við stefnda á grundvelli útboðsins. St efnandi hafi ekki haft fyrirvara á tilboði sínu og því 15 verði að leggja til grundvallar að hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við útboðið, skilmála þess og skilyrði. V ið mat á því hvort það sé ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera fyrir sig efni rekstrarleigusamningsins verði fyrst að líta til efnis samningsins sjálfs. Þá beri að líta til stöðu samningsaðilanna, atvik a við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til , sbr. 2. mgr. 36. gr. samningalaga. L agaskilyrði þess að beita 36. gr. séu ekki uppfyllt. Verði af þeim sökum að hafna öllum kröfum stefnanda. Á kvæði 36. gr. samningalaga sé þröngt afmörkuð undantekning fr á þeirri grundvallarreglu samningaréttar að samningar sem aðilar geri sín á milli séu bindandi að lögum og verði ekki ógiltir, þeim breytt eða ákvæðum þeirra vikið til hliðar, nema í algerum undantekninga r tilvikum. Engin slík atriði eða atvik séu fyrir hen di í þessu máli né heldur aðstæður sem leiði til þess að til álita komi fyrir dóminn að beita 36. gr. samningalaga. E nn fremur séu vanreifuð af hálfu stefnanda atriði þessu teng d, en í málavaxtalýsingu í stefnu sé lítið sem ekkert fjallað um útboðið eða un danfara þess, hvernig það hafi farið fram, hvernig þátttöku og athöfnum stefnanda hafi verið háttað í útboðinu, hver atvik hafi verið við samningsgerðina eða á annan hátt fjallað um þau atriði sem óhjákvæmilega þurfi að liggja til grundvallar máls á stæðum o g kröfugerð stefnanda. M eð öllu sé óútskýrt í stefnu í hverju hin meinta yfirburðastaða stefnda við samningsgerðina birtist og með hvaða hætti stefndi eigi að hafa beitt henni gegn stefnanda. Hl utverk og staða s tefnda sem eigand a og umráðaaðil a Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sé ákvörðuð í lögum . H afið sé yfir allan vafa að ákvæði 4. gr. laga nr. 76/2008 um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. taki til aðkomu - og umferða r svæða til og frá flugstöðinni og uppbyggingar bílastæða, bí lastæðahúsa og annarra umferðarmannvirkja. Í því felist réttur hans til þess að ráða tilhögun og aðstöðu fyrir farþegaflutninga til og frá flugstöðinni. Eitt af mikilvægari verkefnum stefnda sé að tryggja farþegum sem um flugstöðina fara greiðar samgöngur til og frá flugstöðinni. Ávallt þurfi að vera sá möguleiki fyrir hendi fyrir flugfarþega sem fara um flugstöðina að taka sér far með hóp ferða bifreið til og frá flugvellinum. Gríðarleg fjölgun hafi orðið á farþegum sem fari um flugstöðina. Hópferðafyrirtækj um sem sjá um farþegaflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli hafi að sama skapi fjölgað. Ein afleiðing þess sé að mjög þröngt sé um alla starfsemi í og við flugstöðina og ekki rými fyrir öll þau hópferðafyrirtæki á nærstæðum Keflavíkurflugvallar sem þangað vilj i sækja. Vegna þrengsla sem leiði af núverandi skipulagi bílastæða við flugstöðina sé aðeins hægt að koma við sex rútustæðum á nærstæðum, m.a. til þess að tryggja umferðaröryggi. Þannig rúm i nærstæðin aðeins tvö hópferðafyrirtæki með góðu móti , þrjú stæði á hvort fyrirtæki . Stefndi eigi í skjóli eignarréttar fullan rétt á að ráða afnotum af fasteign inni , þar á meðal að ákveða hvernig skipulagi á notkun bílastæða við fasteign í eigu hans sé háttað . 16 Þann rétt hafi Hæstiréttur staðfest í dómi í máli nr. 465/2003 , þar sem fram k omi að það sé undir stefnda komið hvort og að hvaða marki félagið feli öðrum aðilum að annast þjónustu við farþega í flugstöðinni. Stefndi hafi sem eigandi og umráðandi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fullar heimildir og rétt til að ákveða hvernig hann ráðstafi réttindum tengdum fasteigninni með einkaréttarlegum gerningi, þar á meðal með útboði. Stefndi hafi ákveðið að annast ekki sjálfur samgöngur til og frá flugvellinum heldur einbeita sér að því að skapa markaðsaðstæður fyrir s amkeppni um slíka farþegaflutninga með uppbyggingu aðstöðu. Í samræmi við það hafi verið ákveðið að bjóða út aðstöðu til farþegaflutninga í formi rekstrarleyfis fyrir aðstöðu í og við flugstöðina. Útboð nr. 20521 hafi haft það markmið að gera sem flestum k leift að taka þátt og bjóða á jafnræðisgrundvelli samkvæmt hlutlægum og gagnsæjum skilmálum og skilyrðum. Stefndi hafi í ljósi 4. gr. laga nr. 76/2008 fulla heimild , annars vegar til að ákveða forsendur til að meta hæfi aðila sem vilja taka aðstöðu í fasteign í eigu hans á leigu til afnota og hins vegar til að meta hvaða boð í afnot þeirrar aðstöðu sé hagkvæmast fyrir stefnda, m.a. í formi útboðs. Ekkert í lögum eða reglum banni stefnda að leggja slíkar matskenndar forsendur til grundvallar. Útboðsferl ið hafi verið skipulagt á grundvelli tilskipunar nr. 23/2014 um gerð sérleyfissamninga sem innleidd hafi verið með reglugerð nr. 950/2017 , sbr. 2. og 3. mgr. 12. gr. laga um opinber innkaup. Stefndi hafi falið Ríkiskaupum að sjá um útboðið til að tryggja e ftir fremsta megni hlutlægni, gagnsæi og jafnræði milli þátttakenda í útboðinu , sbr. 15. gr. laganna , og að tryggt yrði að bjóðendur sætu við sama borð og hefðu sömu upplýsingar og forsendur til að bjóða í þau tvö rekstrarleyfi sem í boði væru. Forsendur s tefnda, sem séu hlutlægar og gagnsæjar, séu ítarlega skýrðar í útboðsgögnum nr. 20521. Þátttakendum hafi verið gerð skýr grein fyrir því að hæfi þeirra og síðar boð í leigu yrðu metin á þeim grunni sem lýst sé í útboðsgögnum. Undir þessa skilmála hafi stef nandi gengist. Forsendur matsins séu málefnalegar , byggðar á jafnræði og meðalhófs gætt í skilyrðum sem gerð hafi verið fyrir þátttöku. Stefnandi geri enga grein fyrir lögbundnu hlutverk i og tilgangi stefnda í stefnu. Þá sé á engan hátt reifað hvernig skipulag og framkvæmd útboðsins, sem stu ðst hafi við lög og reglur , eða athafnir stefnda, hafi falið það í sér að stefndi hafi gengið gegn ákvæði 36. gr. samningalaga. Þá geri stefnandi enga tilraun til að skýra hvað í skilmálum eða skilyrðum útboðsins beri merki þess að stefndi hafi notfært sér hina meintu omist að orði. Málatilbúnaður stefnanda verði ekki skilinn öðruvísi en svo að bygg t sé á því að útboðs skilmálar stefnda og framsetning þeirra, þ.e. skilmáli um að boðin sé prósenta sem greidd sé af raunveltu farþegagjalds frá flugstöðinni , sbr. kafla 2.3 í útboðsgögnum, árlegt lágmarksgjald og samningstími , brjóti 17 gegn 36. gr. samningalaga. Þessu sé harðle ga m ótmæl t og ben t á að stefnandi hafi tekið þátt í útboðinu af fúsum og frjálsum vilja og hafi ger t þar tilboð á eigin ábyrgð og áhættu. Stefnandi hafi, eins og hann lýs i sjálfur í stefnu, áratuga reynslu og þekkingu á sviði farþegaflutninga og þekkingu á akstri með farþega frá flugstöðinni til höfuðborgarsvæðisins og sé stærsta og öflugasta hópferðaflutningafyrirtæki á Íslandi. Hann hafi haft alla nauðsynlega þekkingu og getu til að meta forsendur útboðsins og áhættu sem gæt i falist í því að bjóða í rekst rarleyfið. Í 5. t ölu l. 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 950/2017 segi m.a. um gerð sérleyfissamnings um verk eða þjónustu að slíkir samningar skuli fela í sér yfirfærslu til sérleyfishafans á rekstraráhættu við að hagnýta þessi verk eða þjónustu. R ekstraráhæ tta taki til eftirspurnaráhættu eða framboðsáhættu eða hvors tveggja og tel ji st sérleyfishafinn bera rekstraráhættu þegar ekki sé tryggt, við venjulegar rekstraraðstæður, að hann endurheimti fjárfestingar eða kostnað sem stofnað h afi verið til við starfræk slu verka eða þjónustu sem sérleyfið sn úis t um. E ngin atriði eða atvik, aðstæður eða forsendur , sem ekki hafi legið fyrir við útboð nr. 20521 hafi komið fram. H afa beri í huga að þó að tilboði stefnanda hafi verið tekið þegar í kjölfar útboðsins hafi endanlegur rekstarleigusamningur milli stefnanda og stefnda ekki verið undirritaður fyrr en 4. apríl 2018. Yfir tímabilið frá því í ágúst 2017 og t il loka mars 2018 hafi aðilar rætt efni samnings draga ítarlega og einstaka þætti rekstrarleigusamningsins, s em sjáist í fundargerðum aðila í fylgiskjal i nr. 9 með rekstrarleigusamningi. Ö ll atriði, atvik og aðstæður sem stefnandi vís i til í stefnu hafi þegar verið komin fram þegar stefnandi hafi undirritað rekstrarleigusamninginn. Ekki verði séð að þau hafi brey tt neinu fyrir stefnanda , sem hafi skrifað undir s amninginn 4. apríl 2018 án nokkurra athugasemda. Þá hafi efni rekstrarleyfissamningsins ekki breyst eða neinar af þeim forsendum sem l egið hafi honum til grundvallar breyst eftir gerð hans. Í útboðsgögnum e r eðli gjaldtöku fyrir sérleyfissamninginn ítarlega útlistað. Þar segi að bjóðandi skuli tilgreina [stefnda] sem þóknun fyrir aðstöðuna. Tekjur teljast til heildarverðmætis allra seldra ferða bjóðanda frá Keflavíkurflugvelli ... Í útboðsgögnum hafi stefndi áætlað að tekjur fyrsta rekstrarárs rekstrarleyfishafa, árið 2018, yrðu 500.000.000 króna. Áætlunina hafi stefndi grundvallað á raungögnum um sölu farmiðla rekstraraðila sem stund a ð hafi farþegaflutninga frá flugstöðinni árið 2016, þ.e. sölutölum frá stefnanda og Allrahanda GL ehf. Velta beggja fyrirtækja árið 2016 hafi verið rétt um 1.500.000.000 króna. Í útboðsgögnum hafi verið ítarlegar upplýsingar um farþegafjölda til að auðvelda þátt takendum að áætla rekstrartekjur , og þar með mögulegan kostnað og gjöld , sem bjóðandi þyrfti að standa undir með hliðsjón af þeim kvöðum og skyldum sem bjóðendur þ y rftu að uppfylla á gildistíma rekstrarleigusamnings. Upplýsingar um heildarfarþegafjölda fyr rverandi rekstrarleyfishafa árið 2016 séu gefnar á tveimur 18 stöðum í útboðsgögnum. Annars vegar í kafla 1.3, línuriti 1.8 neðst á bls. 24, ásamt heildarfjölda farþega í hópferðaakstri árið 2016 (602.512 farþegar). Hins vegar séu tölurnar sýndar á glæru 23: kynningarfundar 22. mars 2017. Við tilboðsgerð hafi stefnandi , eins og aðrir bjóðendur , haft í höndum heildartölu farþega sem nýtt hafi sér þjónustu rekstrarleyfishafa árið 2016. Þá hafi bjóðendur haft upp lýsingar um hvernig árstíðarsveiflum væri háttað með því að skoða línurit í kafla 1.3 og í fyrrnefndri kynningu kynningarfundar 22. mars 2017. Í kafla 1.3.1 á bls. 23 í útboðsgögnum sé gefin upp vefslóð þar sem bjóðendur hafi getað nálgast farþegatölur á K eflavíkurflugvelli. Út frá þessu hafi stefnandi getað reiknað út hlutfall farþega sem keypt hafi þjónustu af þáverandi rekstrarleyfishöfum (samanlagt). Fyrirspurnum þessa efnis sé svarað í Viðauka 1, svör við fyrirspurnum 9 og 22. Stefnandi hafi að auki ha ft betri stöðu en aðrir bjóðendur þar sem hann hafi verið handhafi rekstrarleyfis fram til þess tíma er útboð nr. 20521 hafi farið fram. Í útboðinu hafi stefnandi boðið 41,2% af heildarverðmæti allra seldra ferða. Leggja verði til grundvallar að stefnandi hafi þekkt eða mátt þekkja í smáatriðum tekjur og kostnað við farþegaflutninga til og frá flugstöðinni. Honum hafi verið , eða mátt vera , ljóst af kynninga r fundi 22. mars 2017 sem hann hafi sótt að gert væri ráð fyrir 22% fjölgun komu - og brottfararfarþega árið 2017, 8% frá fyrra ári fyrir árið 2018 og 8% aukningu 2019. Í raun hafi fjölgun farþega árið 2018 orðið miklu meiri og tekjur stefnanda einnig mun hærri, eða rétt rúmur milljarður króna (413.321.900/0,412) =1.003.208.495 krónur). Varðandi fullyrðingu stefnanda um að hann haf i þurft að hækka miðaverð sitt til þess að mæta auknum kostnaði geri hann enga grein fyrir því í hverju hinn aukni kostnaður liggi eða hvernig hann hafi komið til. Þá sé á engan hátt gerð grein fyrir hinum auknu tekjum sem umrædd fjölgun farþega hafi væntanlega haft í för með sér fyrir stefnanda. Staðhæfing stefnanda um nauðsyn verðhækkana sé með öllu ósönnuð og ekki studd neinum sönnunargögnum. Stefnandi hafi haft allar upplýsingar við h ö ndina þegar hann hafi ge rt tilboð sitt til þess að meta tekjur og kostnað og hvaða áhrif fjölgun eða fækkun farþega gæti haft á rekstur hans, einkum í ljósi kostnaðar sem leiði af skuldbindingum sem hafi fylgt rekstarleyfissamningnum , svo sem um ferðatíðni, mannafla o.fl. Allar f ramangreindar forsendur hafi legið fyrir á kynningarfundi þann 22. mars 2017 og hafi að auki verið nákvæmlega útlistaðar í útboðsgögnum. S tefnandi hafi getað reiknað áætlaðar tekjur af sölu farmiða, metið og áætlað aukinn kostnað samfara fjölgun farþega , o g þar með aukningu tekna , og tekið tillit til annars kostnaðar sem leitt hafi af þeim kröfum sem gerðar hafi verið til bjóðenda, s vo sem kröfur um þjónustustig, tíðni ferða til og frá flugstöð og um starfsfólk. Þessar kröfur hafi ver i ð ítarlega raktar í út boðsgögnum. 19 S tefnandi hafi ekið með farþega til og frá flugstöðinni frá 2011 í svipuðu rekstrarlegu umhverfi. Hafi því lítið sem ekkert getað komið stefnanda á óvart í tengslum við tekjur eða kostnað þegar hann hafi gert tilboð sitt í greiðslu þóknunar up p á 41,2% af heildarverðmæti seldra ferða. Sé þannig fráleitt að stefnandi beri fyrir sig nú að hann hafi ekki haft fyrir framan sig réttar forsendur til að skilja og meta eigin tilboðsgerð við útboðið. Engin atvik eða aðstæður hafi kom ið síðar til sem bre ytt hafi framangreindu og s éu staðhæfingar stefnanda um slíkt rangar, vanreifaðar og með öllu ósannaðar. Mótmælt sé ýmsum forsendum sem stefnandi virðist hafa gefið sér við tilboðsgerðina um meint tengsl gjaldtöku á nærstæðum og fjarstæðum. Fyrir það fyrst a sé hvergi fjallað um fjarstæðin í útboðsgögnunum. F yrirspurnir og svör í útboðsferlinu hafi eingöngu lýst og fjallað um þá aðstöðu sem boðin hafi verið út. Þá hafi engin gjaldtaka verið á fjarstæðum þegar útboðið hafi farið fram og hafði ekki verið. Því sé mótmælt að líta verði svo á að óumdeilt sé milli aðila að gjaldtakan sem boðuð hafi verið 1. desember 2017 hafi verið í samræmi við væntingar aðila. A ðstaðan á nærstæðum og fjarstæðum sé gerólík og stefnandi hafi ekki getað gefið sér að tilhögun fjarstæ ðanna yrði óbreytt á gildistíma rekstrarleigusamningsins. S tefndi hafi heimild til að breyta gjaldskrá félagsins fyrir notkun bílastæða, þ. á m. fjarstæða. Þ að samræmist ekki samkeppnislögum, góðum viðskiptaháttum og góðu siðferði að haga verðlagningu á fj a rstæðum eftir því hvaða bjóðendur yrðu hlutskarpastir í útboðinu. S tefnandi og aðrir þátttakendur í útboðinu hafi vitað eða mátt vita að samkeppni yrði af fjarstæðunum. T ilboð stefnanda endurspegli mat hans á fjárhagslegu virði aðstöðunnar. Stefnandi hafi því ekki haft lögmætar væntingar til þess að tekið yrði tillit til annarra þátta en beinlínis væri kveðið á um í útboðsgögnum. Til vara sé á því byggt að í 2. mgr. 3. gr. rekstrarleigusamnings ins sé að finna skýringarreglu um efni hans , þar sem segi að s é ósamræmi milli samningsins og fylgigagna skuli ákvæði samningsins ganga framar fylgiskjölum og öðrum gögnum er varði málið. Í rekstarleigusamningnum sé hvergi vikið einu orði að fjarstæðum eða gjaldtöku á þeim. Gjaldtaka á fjarstæðum sé því hvorki hluti af efni samningsins né forsenda að baki samningsgerð eða á annan hátt hluti af réttarsambandi aðila. Því geti fyrirspurnir og svör í útboðsboðsgögnum sem stefnandi byggi á ekki haft þýðingu við úrlausn og skýringu á efni samnings aðila. Stefndi mótmæli fu llyrðingum stefnanda tengdum tilvísunum til ummæla í bréfum stefnda til Samkeppniseftirlitsins dags. 16. febrúar 2018, bréfi dags. 25. apríl 2018 og bréfi stefnda til stefnanda dags. 13. mars 2018 , sem stefnandi telji sanna að stefndi sjálfur tengi saman g jaldtöku á nærstæðum og fjarstæðum. Virðist stefnandi byggja á því að lesa megi út úr bréfum stefnda að gjald sem stefndi hafi upphaflega ætlað að leggja á vegna afnota af fjarstæðum hafi verið ákveðið til þess að gæta samræmis og 20 jafnræðis milli fyrirtækj a á nærstæðum og fyrirtækja á fjarstæðum. S tefnandi telji að ummæli stefnda í fyrrnefndum bréfum eigi að leiða til þess að stefnandi geti gengið út frá því sem grundvallarforsendu að fjárhæð gjalds fyrir fjarstæði sé í samhengi við gjald samkvæmt rekstrarl eigusamningi og að líta verði svo á að óumdeilt sé milli aðila að gjaldtakan sem boðuð hafi verið 1. desember 2017 hafi verið í samræmi við væntingar beggja aðila. Hin tilvitnuðu bréf og ummæli séu rituð í tengslum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins og sn úi meðal annars að athugun eftirlitsins á forsendum kostnaðargrunns í tengslum við greiningu á samkeppnismarkaði samkvæmt 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, sbr. 4. gr. þeirra laga. Stefnandi skýri á engan hátt hvernig ummælin eigi að leiða til þess að te kið verði undir þá meginmálsástæðu stefnanda að brotið hafi verið gegn 36. gr. samningalaga. Verði stefnandi að bera allan halla af þei m óskýrleika. E ngin rök standi til þess að víkja eigi samningi aðila til hliðar í heild eða að hluta með vísan til 36. gr . samningalaga. Kröfu um 50% lækkun á veltugjaldi byggi stefnandi á samanburði við þá lækkun sem orðið hafi á gjaldi fyrir hópferðabifreiðar á fjarstæðum í tengslum við málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins. E ngin slík tengsl sé u milli gjaldtöku á fjarstæðum og nærstæðum að krafa stefnanda um breytingu á umræddum samningi geti náð fram að ganga. Auk þess liggi ekki fyrir h vernig endanlegri gjaldtöku verði háttað á fjarstæðum. Stefndi hafi ítrekað bent Samkeppniseftirlitinu á að bráðabirgðagjaldskráin á fjarstæðunum geti ekki gilt til framtíðar þar sem hún standi ekki undir kostnaði. Við mat á kröfu stefnanda skipti höfuðmál i að stefnandi hafi haft allar upplýsingar sem honum hafi verið nauðsynlegar til að gera tilboð í útboðinu. Hann hafi haft áratuga reynslu af akstri til og frá flugstöðinni og þekki vel bæði kostnað og tekjur. Þá verði ekki fram hjá því horft að stefnandi hafi ítarlega rætt, yfir tímabilið frá 28. ágúst 2017 til 30. mars 2018 , efni og gerð þess rekstarleigusamnings sem hann hafi undirritað 4. apríl 2018, en yfir þann tíma hafi öll þau atvik sem máli skiptu við úrlausn á málsástæðum sem stefnandi byggi á kom ið fram eða mátt vera honum ljós. Engu að síður hafi stefnandi skrifað undir rekstarleigusamninginn og sé hann bundinn að lögum við efni hans. Í ljósi framan greinds verði ekki litið svo á að efni rekstrarleigusamningsins sé ósanngjarnt eða andstætt góðri v iðskiptavenju í skilningi 36. gr. samningalaga. Verði af þeim sökum að hafna kröfum stefnanda að öllu leyti. Með sömu rökum sé hafnað kröfu stefnanda um breytingu á samningstíma. Stefndi byggi á því að stefnandi sé bundinn við efni rekstarleyfissamningsins . Gildistími samningsins sé skilgreindur í 5. gr. og upphaf hans þar tiltekið 1. mars 2018 og til fimm ára frá þeim degi. Við þann samningstíma séu stefnandi og stefndi bundnir, nema skilyrði séu til þess að segja samningi upp í samræmi við ákvæði 2. mgr. 5. gr. 21 rekstrarleigusamningsins. Séu því engin efni til að verða við þessari kröfu stefnanda og beri því að hafna kröfunni. E ndurgreiðslukröfu stefnanda sé alfarið mótmælt með sömu rökum , að breyttu breytanda , en forsenda þess að tekið verði undir kröfu st efnanda um þetta sé að til álita komi að beita ákvæði 36. gr. samningalaga. E kki séu lagaskilyrði fyrir þessum kröfum stefnanda. Í gildi sé milli aðila rekst r arleyfissamningur , sem veiti stefnda rétt til efnda samkvæmt aðalefni hans. Stefndi hafi að fullu efnt samningsskuldbindingar sínar samkvæmt ákvæðum rekstrarleigusamningsins og krefji stefnanda um gjald í samræmi við ákvæði og efni hans. Fjárhæð veltugjalds sem stefnandi krefjist endurgreiðslu á sé í samræmi við 4. gr. rekstarleigusamningsins. Um þetta vís i stefndi til almennra reglna samningaréttar og meginreglna kröfuréttar um skuldbindingargildi loforða og samninga. Fari svo að dómurinn fallist á einhverjar kröfur stefnanda sem fel i í sér greiðsluskyldu stefnda sé kröfum stefnanda um dráttarvexti mót mælt og þess krafist að stefnda verði í fyrsta lagi gert skylt að greiða þá frá dómsuppsögu til greiðsludags. Til vara - og þrautavara geri stefnandi kröfu um að viðurkenndur verði réttur hans til skaðabóta. Óljóst sé með öllu hvort stefnandi vísi þar til t jóns í formi missis hagnaðar eða annars konar tjóns og séu bótakröfur hans því með öllu vanreifaðar. Stefndi mótmæli kröfum stefnanda , enda hafi stefnandi hvorki sýnt fram á að háttsemi stefnda sé bótaskyld né sýnt fram á eða gert það líklegt að hann hafi orðið fyrir tjóni. Stefndi mótmæli skaða - og efndabótakröfum stefnanda sem ósönnuðum og órökstuddum. S tefnandi hafi enga grein gert fyrir því að skilyrði almennu skaðabótareglunnar um ólögmæti og saknæmi séu uppfyllt , sýnt fram á orsakatengsl eða að meint tjón hans sé sennileg afleiðing af háttsemi stefnda. V ið úrlausn á vara - og þrautavarakröfu stefnanda, verði tekið undir málsástæður stefnanda, sé á því byggt að breytingar á gjaldi fyrir fj a rstæði hafi komið til vegn a stjórnvaldsákvörðunar Samkeppniseftirlitsins, en ekki vegna saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi stefnda. Þá liggi fyrirkomulag endanlegrar gjaldtöku á fj a rstæðum ekki fyrir. Einnig beri stefnandi sönnunarbyrði fyrir því að hann hafi orðið fyrir fjárhagsleg u tjóni sem sé á ábyrgð stefnda og hvert tjónið sé, en það hafi stefnandi ekki gert. S tefnandi dragi að auki upp villandi mynd af þeim fjárhagslega ábata sem hann hafi af rekstarleigusamning n um. Stefnandi sé hljóður um þá staðreynd í málatilbúnaði að hann hafi líka tekjur af því að flytja farþega til Keflavíkurflugvallar en stefnandi nýti þá aðstöðu sem hann hafi fengið á grundvelli samningsins vegna þessa. Vísa ð sé í þessu sambandi til gr. 4.3 í rekstrarleigusamningnum og skora ð á stefnanda með vísan til 2 . mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991 að leggja fram upp l ýsingar og gögn um tekjur af sölu farmiða til Keflavíkurflugvallar. 22 V erði talið að stefndi beri bótaábyrgð gagnvart stefnanda þá beri tjónþola á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttar að leitast við ef tir fremsta megni að takmarka tjón sit t . Samkvæmt 5. gr. rekstrarleyfi s samning s ins sé upphaf samningstímans 1. mars 2018 og sé samningstíminn fimm ár frá þeim degi. Samningurinn sé uppsegjanlegur af beggja hálfu með sex mánaða fyrirvara, í fyrsta lagi tólf mánuðum eftir að þjónustutími samningsins hef ji st. S tefnandi h efði getað sagt rekstrarleigusamningnum upp og takmarkað tjón sitt áður en mál ið var höfðað , en miðað við málatilbúnað stefnanda hefði hið meinta tjón hans af rekstrarleigusamningnum þá þegar á tt að vera komið fram. Varðandi varakröfu stefnanda um skaðabætur á grundvelli almennu skaðabótareglunnar hafn i stefndi því að skilyrðum reglunnar sé fullnægt, þ.e. að hann hafi valdið stefnanda tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti, orsakatengsl séu milli háttsemi stefnda og hins meinta tjóns stefnanda og það sé sennileg afleiðing af háttsemi stefnda. Það sé stefnanda að sanna að öll skilyrði reglunnar séu uppfyllt. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að þessum skilyrðum sé fullnægt. Stefndi hafi farið að lögu m og reglum og framfylgt lögbundnum skyldum og verkefnum. Í reynd telji stefndi að það sé með öllu vanreifað af hálfu stefnanda hvaða háttsemi af hálfu stefnda það sé sem teljist vera ólögmæt eða saknæm. Stefndi hafni því alfarið að hann hafi við framkvæmd útboðs , og síðar gerð rekstrarleigusamnings við stefnanda , hagað sér með ólögmætum og saknæmum hætti gagnvart stefnanda. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni. Þá mótmæli stefndi tilvísun stefnanda til d - liðar 2. mgr. 10. gr. og c - liðar 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 til stuðnings skaðabótakröfunni. Í fyrsta lagi taki stefnandi fram í stefnu að hann byggi ekki á því í máli þessu að verðlagning stefnda stangist á við samkeppnislö g heldur eingöngu á 36. gr. samningalaga . Því sé þessi t ilvísun til samkeppnislaga í stefnu að engu hafandi. Í öðru lagi hafi niðurstaða Samkeppniseftirlitsins orðið sú að hætta rannsókn á meintum brotum stefnda á samkeppnislögum og hafast ekki frekar að. Um það hafi verið tilkynnt í bréfi 11. júlí 2019. Verði sú ákvörðun stofnunar sem fari með málefni samkeppnislaga ekki skilin öðruvísi en svo að stefndi hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum. Þá mótmæli stefndi tilvísun stefnanda til stjórnsýslulaga nr. 37 /1993 og meginreglna stjórnsýsluréttar til rökstuðnings skaðabótakröfu sinni. Stefndi geti ekki talist stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 1. gr. laganna , dóm Hæstaréttar í máli nr. 326/2014 og l ög nr. 90/2006. Þannig gildi um stefnda almennar einkaréttarlegar reglur sem almennt gildi um hlutafélög. Að lokum mótmæli stefndi þrautavarakröfu stefnanda um skaðabætur innan samninga , en stefnandi byggi á því að það hafi verið forsenda fyrir samningsgerð af hálfu stefnanda að eðlilegt samheng i væri í gjaldtöku af nær - og fj a rstæðum. Stefndi mótmæli 23 því að hann hafi með einhverjum hætti vanefnt skyldur sínar gagnvart stefnanda sem veiti honum rétt til efndabóta. Skilyrði til efndabóta séu ekki uppfyllt í málinu. Það hvíli á stefnanda að sanna a ð skilyrði þess að krefjast efndabóta séu uppfyllt, þ.e. að fyrir liggi vanefnd á efni samningsins , en engin tilraun sé gerð til þess í stefnu. Þannig sé útlistun stefnanda á kröfu sinni svo óljós að ekki sé u uppfyllt lagaskilyrði 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 til að dómur geti tekið kröfu stefnanda til greina. Stefnandi hafi skrifað undir rekstrarleigusamninginn eftir að Allrahanda GL ehf. hafi kvartað til Samkeppniseftirlitsins og hafi stefnandi tekið þátt í þeirri málsmeðferð. Með því sé ljóst að stefnandi hafi ekki talið framangreind atvik skipta máli fyrir samninginn og efni hans, hvorki gjaldið sem kynnt hafi verið 1. desember 2017 , og Samkeppniseftirlitið hafi gagnrýnt, né annað læ gra gjald. Fráleitt sé að stefnandi telji nú að sömu atvik og aðstæður eigi að leiða til þess að hann eigi skaðabótakröfu á grundvelli samnings , sem hann sjálfur hafi ákveðið að skuldbinda sig við. Verði með vísan til þess að hafna þessari kröfu stefnanda með öllu. Því sé alfarið mótmælt að stefnandi hafi greitt of hátt gjald fyrir þá aðstöðu sem hann hafi afnot af á grundvelli samningsins. V eltugjaldið sem stefnandi greiði byggi st á prósentu sem hann hafi sjálfur boðið við útboðið en það boð hafi stefnandi gert á grundvelli útboðsgagna sem hann hafi þekkt eða mátt þekkja og hafi kynnt sér eða b orið að kynna sér við tilboðsgerð. Stefndi vísi til almennra reglna samningaréttar og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga og skilyrði vanefn d aúrræða samninga. Niðurstaða Málsatvikum og ágreiningsefnum er lýst í sérstökum kafla hér að framan og vísast til þess sem þar kemur fram. Ágreiningur aðila snýst aðallega um það hvort breytingar á gjaldt öku stefnda á svokölluðum fjarstæðum við flugstöð Leifs Eiríkssonar eigi að hafa áhrif á þá gjaldtöku á nærstæðum við flugstöðina sem byggist á rekstrarleyfissamningi aðila og stefnandi krefst að verði breytt . Þá er deilt um það hvort mismunandi gjaldt aka á fjar stæðum og nærstæðum hafi leitt til skaðabótaskyldu stefnda . Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 má víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta eða breyta honum ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Við mat á þessu skal líta til efnis samningsins, stöðu samni ngsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til, sbr. 2. mgr. sömu lagagreinar. Með því að gera í útboði tilboð í aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar og síðar gera rekstrarleyfissamnin g skuldbatt stefnandi sig m.a. til þess að greiða stefnda tiltekið veltugjald og lágmarksgreiðslu fyrir afnot af nærstæðum við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í samningnum kemur fram að níu viðaukar við samninginn séu órjúfanlegur hluti hans, 24 þ ar með talið útboðsgögn. Í samningnum kemur hvergi fram að gjöldin skyldu taka mið af breytingum á verðlagningu fyrir notkun á öðrum bílastæðum við flugstöðina. Í 4. gr. samning sins er skýrt kveðið á um þau gjöld sem stefnandi skuldbatt sig til að greiða og eru þau í samræmi við tilboð hans . Að þessu virtu verður hvorki talið ósanngjarnt né andstætt góðri viðskiptavenju að bera fyrir sig efni samningsins. Að því er varðar stöðu aðila er helst til þess að líta að báðir aðilar hafa mikla þekkingu á aðstöðunni sem var boðin út. Stefnandi er fyr irtæki sem hefur sinnt þessari þjónustu meira og minna síðan árið 1979 og hefur því umtalsverða þekkingu á aðstöðunni . Stefndi hefur m.a. haft það lögbundna hlutverk að annast allan rekstur og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar, þ.m.t. Flugstöð Leifs Eiríkss onar, frá árinu 2010. Jafnræði þykir því vera á samningsstöðu aðila hvað varðar þekkingu á aðstöðunni, mat á forsendum útboð sins og rekstraráhættu , tilboðsgerð og samningsgerðina . Hvað varðar atvik við samningsgerðina er til þess að líta að gjaldtaka var ekki hafin af fjarstæðum við flugstöðina við gerð og samþykki tilboðs stefnanda. Fyrir lágu fyrirætlanir um að hefja slíka gjaldtöku en ekki hvernig henni yrði háttað eða hversu hátt gjald yrði innheimt fyrir aðstöðuna . Rauði þráðurinn í mál atilbúnaði stefnanda sný r að því a ð samræmis hafi átt að gæta í gjaldtöku á nær stæðum og fjarstæðum og að stefndi hafi upplýst að svo yrði . Í þeim efnum vísar stefnandi einkum til svar a stefnda við fyrirspurn um frá bjóð e nd um í útboði fyrir aðstöðu hópferðabifreiða á nærstæðunum , einkum nr. 7 og nr. 11 í viðauka I við útboðsskilmála , um að stefnt væri að því að gæta ákveðins jafnvægis milli hinna ýmsu samgöngumáta og samgönguþjónustu sem væri að finna til og frá flugstöðinni. Að virtum gögnum málsins og með hliðsjón af framburði fyrir dómi verður ekki séð að það hafi verið samningsatriði milli aðila að verðbreytingar á fjarstæðum ættu að hafa áhrif á gjaldheimtu samkvæmt rekstrarleyfissamningnum , sem þar var ákveðin og umsamin á grundvelli tilboðs ste fnanda og í fullu samræmi við það. Kröfu stefnanda um að samning i aðila verði breytt vegna atvika sem hafa orðið eftir samnings gerð styður hann einkum við það að tekin var ákvörðun um niðurfellingu og lækkun gjaldtöku á fjarstæðum við flugstöðina í kjölfar kvörtunar Allrahanda GL ehf. til Samkeppniseftirlitsins , en eftirlitið t aldi gjaldtöku á fjarstæðunum vera of háa út frá rekstrargrundvelli . Svo sem fram er komið telur dómurinn stefnanda ekki hafa sýnt fram á að verðlagning á fjarstæðum hafi verið forsenda við samningsgerð aðila þannig að verðbreytingar á fjarstæðum ættu að hafa áhrif á rekstrarleyfissamning inn um afnot af nærstæðum . Fyrir dómi lýsti dómkvaddur matsmaður því að nær stæðin fælu í sér sérstök gæði og fælu nærstæði og fjarstæði því í sér ólíkar aðstæður sem ekki væri hægt að bera saman og væri það ekki gert í mati hans . Matsgerð in felur í sér hlutfallslegan samanburð á tveimur gjaldskrám fyrir fjarstæði , sem báðar komu fram eftir að stefnandi gerði tilboð sitt í aðstöðu á nærstæðum , og breytir hún engu um forsendur fyr ir því tilboð i eða 25 samningi aðila sem á því er byggður . Það að stefndi hafi ekki brugðist við áskorun stefnanda um framlagningu gagna um innheimtu gjalda fyrir fjarstæði , sem fellur utan gildissviðs samnings aðila, hefur e nga þýðingu við úrlausn málsins. Að framangreindu virtu verður ekki fallist á að at v ik eftir samningsgerð sem fela í sér verðbreytingar á gjaldtöku á fjarstæðum hafi átt eða eigi að hafa áhrif á gjaldheimtu samkvæmt rekstrarleyfissamningnum með þeim hætti að lagaskilyrði teljist haf a skapast til að breyta samningi aðila að kröfu stefnanda . Þá verður ekki litið fram hjá því að stefnanda var heimilt að segja rekstrarleyfissamningnum upp , en það hefur hann ekki gert . Samkvæmt öllu því sem hér hefur verið ra kið eru ekki efni til að taka til greina kröfu stefnanda um að breyta ákvæðum í rekstrarleyfissamningnum um fjárhæð og forsendur gjaldheimtu og um gildistíma samningsins á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. Krafa stefnanda um endurgreiðslu í þriðja lið að alkröfu byggist á því að samningi aðila verði breytt í samræmi við fyrsta og annan lið aðalkröfunnar. Samkvæmt framansögðu er ekki fallist á þær kröfur og verður endurgreiðslukröfu stefnanda því sömuleiðis hafnað. Vara - og þrautavarakrafa stefnanda bygg jast á því að stefndi hafi með ólögmætum og saknæmum hætti brotið gegn skyldum til að gæta jafnræði s milli aðila s e m nýta nærstæðin við flugstöðina samkvæmt rekstrarleyfissamningi og aðila sem nýta fjarstæðin samkvæmt gjaldskrá með mismunandi gjaldtöku . Þa ð ójafnræði hafi valdið stefnanda tjóni og raskað samkeppni milli stefnanda og hópbifreiðafyrirtækja sem geri út á fjarstæðunum . Ák væði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 geta ekki átt við um stefnda þar sem stefndi telst ekki vera stjórnvald í skilningi laganna, sbr. Hrd. 326/2014. Þannig er ekki hægt að byggja á 11. gr. laganna. Þá verður heldur ekki talið að stefndi hafi brotið gegn öðrum jafnræðisreglum eða hann hafi beitt stefnanda ólögmæ tri mismun un við gjaldtöku sína af annars vegar nær stæðum og hins vegar fjarstæðum við flugstöðina. Þar lítur dómurinn einkum til þess að aðilum er almennt frjálst að ganga til samninga um hvaðeina og gildir þá meginreglan um að samninga skuli halda . Þ á verður ekki séð að stefnandi hafi sýnt fram á að stefndi hafi sýnt af sér saknæm a eða ólögmæt a h áttsemi við gjaldtöku samkvæmt samningi aðila . Að þessu virtu verður ekki fallist á varakröfu stefnanda. Þ ar sem stefnandi hefur ekki sýnt fram á að stefndi h afi vanefnt samning aðilanna er u , m eð hliðsjón af framangreindu , ekki efni til að fall a st á þrautavarakröfu stefnanda. Í samræmi við niðurstöðu málsins og með vísun til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður stefnanda gert að greið a stefnda málskostnað, sem hæfileg ur er ákveðinn 4.000.000 krón a að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu stefnanda flutti málið Arnar Þór Stefánsson lögmaður og af hálfu stefnda flutti málið Hlynur Halldórsson lögmaður. 26 Dóminn kveður upp Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari. Dómarinn tók við meðferð málsins 2. mars 2021 og hafði ekki fyrir þann dag haft afskipti að meðferð þess. Dómso r ð: Stefndi , Isavia ohf., er sýkn af öllum kröfum stefnanda , Hópbifreiða Kynnisferða ehf . Stefnandi greiði stefnda 4.000.000 krón a í málskostnað. Kristrún Kristinsdóttir Greitt kr. 3.900, - Rétt endurrit staðfestir: Héraðsdómi Reykjavíkur, 16. júní 2021