Héraðsdómur Vesturlands Dómur 28. apríl 2021 Mál nr. E - 76/2017 : Borgarbyggð ( Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður ) g egn íslenska ríkinu ( Andri Andrason lögmaður ) Dómur I . Mál þetta, sem dómtekið var 5. mars sl., var höfðað með stefnu birtri 26. apríl 2017. Stefnandi er Borgarbyggð, Borgarbraut 14, Borgarbyggð, en stefndi er íslenska ríkið. Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur: úrskurður óbyggðanefndar í málinu nr. 1/2014: Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár, sem kveðinn var upp 11. október 2016, að því er varðar þjóðlendu á landsvæði innan neðangreindra marka: Frá þeim stað þar sem Langá fellur úr Langavatni (pt.1) á móti Á lftaneshreppslandi yfir vatnið og að þeim stað sem Langavatnsdals á fellur í vatnið (pt. 2) og þaðan er ánni fylgt þangað til Mjóadalsá fellur í hana (pt. 3) og eftir Mjóadalsá upp á Sauðahrygg (pt. 4) og þaðan á móti sameignarlandi Fremri - og Ytri - Hrafnab jarga í Dalabyggð eftir vatnaskilum á Víðimúla (pt. 5) og vatnaskilum sunnan Hrútaborgar (pt. 6) og í punkt norðaustan Hrútagilsdraga (pt. 7). Þaðan á móti landi Vífilsdals í Dalabyggð á vatnaskilum á Rangárdalsbrúnum (pt. 8) og áfram á vatnaskilum (pt. 9 og 10) að vatnaskilum á Borgarhraunseggjum (pt. 11) og áfram á vatnaskilum norðan Sátudals (pt. 12). Þaðan á móti fjalllendi Munaðarness í drög Sátudalsdrög (pt. 13) í Hærrifossa í Fossdalsá (pt. 14) og þaðan ræður Fossdalsá á móti sameignarlandi Hvassafel ls I og II, Hraunsnefi, Brekku, Hreðavatni og síðan Beilá á móti Beilárheiði (pt. 15) allt að s.k. Merkjahól (pt. 16) og þaðan ræður Beilá áfram á móti Grísartungu að Lækjarfarvegi við Langavatn (pt. 17) sem ræður merkjum að upphafspunkti. Stefnandi krefst einnig viðurkenningar á því, að innan framangreindra merkja sé engin þjóðlenda. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt 2 mati réttarins með hliðsjón af málskostnaðarreikningi, líkt og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Við aðalmeðferð má lsins tefldi lögmaður stefnanda fram þeirri varakröfu í seinni ræðu að viðurkennt yrði að Fjalllendi Borgarhrepps teldist afréttareign stefnda, þ.m.t. veiðiréttur. Þeirri kröfu var hins vegar mótmælt af stefnda sem of seint framkominni. Lítur stefndi svo á , að breytingin sé honum í óhag og raski grundve l li málsins í veigamik l um atriðum. Þessi b reyting á kröfugerð stefnanda er of seint fram komin og er til þess fallin að takmarka úrræði stefnda ti l varna í málinu . Kemst hún því ekki að hér fyrir dómi. Stefn di krefst sýknu af dómkröfum stefnanda og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, en að öðrum kosti að aðilar verði látnir bera sinn kostnað af málinu. Dómurinn fór á vettvang 29 . september sl ., ásamt fulltrúum málsaðila, og skoðaði hið umdeilda landsvæði. II. Samkvæmt ákvæðum laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta skal óbyggðanefnd kanna og skera úr um hvaða land teljist til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, skera úr um mörk þess hl uta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Með bréfi til fjármálaráðherra, dags. 21. febrúar 2008, tilkynnti nefndin þá ákvörðun sína að taka til umfjöllunar svæði 8, sbr. 8. gr. og 1. mgr. 10. gr. tilvitnaðra laga. Var svæði þessu nánar lýst svo að það tæki til sveitarfélaganna Skagafjarðar, Skagastrandar, Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps vestan Blöndu, Húnaþings vestra, Borgarbyggðar (fyrir utan fyrrum Kolbeinsstaðahrepp), Skorradalshrepps, Hvalfja rðar - sveitar og Akraneskaupstaðar. Nefndin tilkynnti síðan hinn 28. sama mánaðar um þá ákvörðun sína að skipta framangreindu svæði í tvennt og er svæði það sem hér er til umfjöllunar svokallað svæði 8B, eða 8 vestur, sem nær yfir Mýra - og Borgarfjarðarsýsl u, að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli. Afmarkast svæði þetta nánar af sveitarfélagamörkum Borgarbyggðar gagnvart austurmörkum fyrrum Kolbeinsstaðahrepps, Dalabyggð, Húnaþingi vestra og Húnavatnshreppi, þar til komið 3 er að jaðri Lang jökuls. Að austan afmarkast svæðið af austur - og suðurjaðri Langjökuls þar til komið er að suðausturmörkum Borgarbyggðar. Þaðan er þeim mörkum fylgt þar til kemur að austurmörkum Hvalfjarðarsveitar, sem svo er fylgt til suðvesturs og vesturs að hafi. Að ve stanverðu afmarkast svæðið af hafi. Hinn 10. desember 2013 voru kröfulýsingar stefn da á svæðinu lagðar fyrir óbyggðanefnd og birti nefndin tilkynningu um meðferð á framangreindu svæði og útdrátt úr kröfum ríkisins, ásamt uppdrætti, í Lögbirtingablaði 18. desember 2013, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998. Skorað var á þá sem teldu til eignarréttinda á því landsvæði sem félli innan kröfusvæðis ríkisins að lýsa kröfum sínum fyrir óbyggðanefnd . Stefnandi sendi óbyggðanefnd kröfulýsingu sína þar sem kröfum stefnda um þjóðlendu á því svæði sem mál þetta snýst um, Fjalllendi Borgarhrepps, var mótmælt. Var þess krafist að viðurkennt yrði að stefnandi ætti beinan eignarrétt að svæðinu í samræmi við merkjalýsingu framlagðs landamerkjabréfs svæðisins auk landamerk jabréfa aðliggjandi jarða og landsvæða, innan tilgreindra merkja. Til vara var þess krafist að viðurkenndur yrði fullkominn afnotaréttur stefnanda að landi innan sömu merkja sem kynni að verða úrskurðað sem þjóðlenda. Hinn 11. október 2016 kvað óbyggðanefn d upp úrskurð í máli sínu nr. 1/2014, landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár. Eins og fram kemur í úrskurði óbyggðanefndar liggur F jalllendi Borgarhrepps í yfir 200 m hæð yfir sjávarmáli og hefur meginleguna norður - suður. Landsvæðið er fjalllent og gil jum skorið og rís hæst í um 800 m hæð, norðvestast á svæðinu. Að suðvestanverðu liggur Langavatn og Langavatnsdalur norðan þess. Einungis austurhluti Langavatnsdals fellur innan ágreiningssvæðisins. Hálendið austan Langavatns kallast Réttarmúli og norðan h ans eru lægðadrög sem sker a sundur hálendið og nefnast Moldskörð. Skilja þau að Réttarmúla og Borgarhraunseggjar, sem er gljúfraskorinn fjallgarður hömrum settur og hækkar til norðurs í um 750 hæð. Norður af Langavatnsdal liggur Víðidalur á milli Víðimúla og Borgarhraunseggja. Um Víðidal rennur Víðidalsá suður í Langavatnsá. Samhliða Langavatnsdal liggur Hróbjargardalur og eftir honum rennur Hróbjargardalsá. Austan Hróbjargardals er Fossdalur og milli dalanna að norðanverðu er hár og breiður múli sem nefnis t Moldarmúli. Hróbjargardalsá og Fossdalsá renna saman sunnan dalanna og mynda Beilá. Við botn Fossdals koma saman tveir dalir, Mjóidalur vestar og Sátudalur sá eystri, og liggja þeir í norðausturhorni ágreiningssvæðisins. 4 III. Stefnandi byggir á því að h ið umdeilda landsvæði sé eignarland í skilningi 1. gr. laga nr. 58/1998, en þar sé eignarland skilgreint þannig að það sé landsvæði þar sem eigandi landsins fari með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög seg i til um á hverjum tíma. Þjóðlen da sé þar hins vegar skilgreind sem landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Stefnandi byggi á því að allt umrætt landsvæði hafi verið innan upphaflegra landnáma í Borgarfirði, nánar tiltekið innan landnáms Skallagríms Kveldúlfssonar, sem numið hafi land utan frá Selalóni og hið efra til Borgarhrauns. Í Sturlubók Landnámu segi enn fremur maður ... Hann nam Langavatnsdal allan og bjó þar ... Bersi goðlauss fékk Þórdísar dóttur é því innan hins umdeilda lands, sem samkvæmt frásögn Landnámu hafi verið allur innan landnáms Skallagríms og síðar Bersa goðlauss. Ekki sé ljóst hvenær byggð hafi lagst af í Langavatnsdal en í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1709 sé því haldið fram að það hafi gerst í upphafi 15. aldar ámillum Mýrasveita og Breiðafjarðardala. Það er almenn sögn og fyrir satt haldið, að í þessum dal hafi að fornu bygð verið og lítil sveit. Kemur mönnum ekki saman um tölu bæjanna, hvað margir verið hafi. Þrír eru nefndir. Borg, sem verið skuli hafa kirkjustaður. Vatnsende annar, og skuli sjást á báðum þessum bygðarmerki forn. Þriðja Hafurstaðir. Ekki sjást þar girðíngar . Við mynni Hafradals haf i staðið fyrrum bærinn Hafursstaðir , sem að hálfu hafi verið í eigu Akrakirkju, en eignarhalds kirkjunnar sé getið ítrekað í máldögum kirkjunnar á árunum 1258 - 1470. Eftir 1470 sé j arðarinnar ekki getið í máldögum kirkjunnar. Hafi j örðin verið í eyði þegar Jarðabók Árna og Páls hafi verið rituð. Þá hafi Akrakirkja í máldögum sínum talið Kvígindisdal og Sandvatnsnes meðal eigna sinna, en landsvæðin ligg i bæði innan hins umdeilda lands. Miklar byggða r leifar sé u enn sýnilegar á Borg, enda virðist sú jörð hafa haldist lengst í byggð af bæjum í dalnum . Þá hafi tilraunir verið gerðar á 19. öld til þess að byggja jörðina að nýju. 5 Jón Jónsson , prestur í Stafholti , hafi lögfest hálfan Fossdal norðan fram og hálfan Grímsdal fram Ketilsgil eftir kirkjunnar málda ga og fimmtarstefnudómi 31. júlí 1707 og lögfest þessi sömu svæði á árunum 1714, 1736, 1738 og 1738. Í erindisbréfi til Landsnefndarinnar síðari, útgefnu árið 1770, sé Langavatnsdals getið meðal fyrirlátinna byggða sem nefndarmenn h afi átt að kanna hvort byggjast mættu að nýju. Hinn 20. mars árið 1937 hafi dóms - og kirkjumálaráðuneytið og Guðmundur Daníelsson í Svignaskarði haft , landamerkjabréf fyrir afréttarlandi Bo rgarhrepps í Mýrasýslu og á landspildu nefndri Hi nn 10. september 1970 hafi ríkissjóður selt Borgarhreppi hálfan Víðidal með heimild í lögum nr. 20 frá 12. febrúar 1940. Af framangreindum viðskiptum verð i ekki annað ráðið en að fyrir liggi að íslenska ríkið hafi viðurkennt fullkominn eignarrétt Borgarhrepps á landinu. Meðal sérmetinna eigna Stafholtskirkju í Jarðamatinu 1849 - 1850 hafi verið Beilárheiði, með hálfum Grímsdal og hálfum Fossdal og öllum Hróbjargardal, ofan að Bei lá, sem árnar ráð i , er kenndar séu við dalinn allt beint upp undan Grísatungu. Þetta land sé innan hins umdeilda svæðis. Hafi l andið verið selt á opinberu uppboði árið 1853 samkvæmt heimild í konungsúrskurði frá árinu áður. Kaupandi hafi verið forveri land eiganda og kaupverðið numið 79 ríkisbankadölum. Verð i það að teljast geypiverð fyrir land sem samkvæmt málatilbúnaði íslenska ríkisins hafi verið einskis manns land. Harla ólíklegt verð i að telja að sveitarstjórnarmenn á miðri 19. öld hafi farið svo ósparl ega með almannafé. Jón Helgason hafi ritað grein í tímaritið Íslenskt mannlíf árið 1959 sem hann hafi nefn t Landskuld af Langavatnsdal. Í greininni sé fullyrt að Jörundur Ólafsson frá Hliði hafi ásamt tveimur húsmönnum sínum sótt um nýbyggjararétt á Langa vatnsdal eftir ákvæðum nýbýlatilskipunar. Jafnframt sé því slegið föstu að 28. maí 1810 hafi verið gerð áreið á Langavatnsdal og land undir fyrirhuguð nýbýli afm a rk a ð. Þá segi að síðsumars sama ár hafi Stefán Stephensen amtmaður veitt Jörundi og húsmönnum hans tveimur 6 nýbyggjaraleyfi. Höfundur vís i í ýmsar heimildir í greinarlok en tengi þær ekki við einstakar fullyrðingar í greinartextanum sjálfum. Meðal heimilda sem höfundur get i sé u þ ing - og dómabók Mýrasýslu, bréfabækur og bréfadagbækur suður - og vesturamtsins. Ekki verð i séð að heimildaleit Þjóðskjalasafns hafi náð til skjala amtmanns, en hafi nýbyggjarabréf verið gefið út til Jörundar og húsmanna hans sé hafið yfir allan vafa að það land sem nýbýlunum hafi verið afmarkað sé beinum eignarrétti und irorpið í samræmi við ákvæði nýbýlatilskipunarinnar. Jafnvel þótt hluti hins umdeilda landsvæðis hafi verið nýttur sem afréttur tel ji st það ekki vera samnotaafréttur í lagalegum skilningi. Sé slík nýting á eignarlandi til beitarafnota alvanaleg og í samræ mi við hefðbundna búskaparhætti . Hún fel i hins vegar ekki í sér framsal eða afsal beins eignarréttar eða að beinn eignarréttur að landinu hafi fallið niður, líkt og ráða mætti af greinargerð íslenska ríkisins, enda ekki fyrir hendi nokkur lagalegur grundvö llur til slíks. Forvitnileg sé tengingin á milli Hólmslanda og Langavatnsdals og stand i líkur til þess að löndin hafi náð saman, sbr. lýsingu af vígi Bjarnar Hítdælakappa sem b úið hafi í Hólmi, en þegar hann hafi verið veginn hafi húskarlar hans verið við gegningar í Langavatnsdal. Rík tengsl hafa því verið milli Hólmslanda og Langavatnsdals. Byggð virðist hafa lagst af snemma í Hólmi sem og í Langavatnsdal og líklegt m egi telja að forveri landeiganda hafi eignast landið fyrir kaup þótt nú virðist sá gern ingur glataður . Stand i líkur til þess að það hafi gerst þegar sýsluskrifstofan í Borgarnesi hafi br unnið til kaldra kola árið 1920. Að vísu h afi varðveist afsalsbréf frá íslenska ríkinu til forvera landeiganda fyrir hluta hins umdeilda lands, n.t.t. hálf um Víðidal öllum , dags. 10. september 1940. Þá hafi forveri landeiganda eignast tvo hólma í Langavatni með afsali, dags. 17. mars 1942. Gagnstætt því sem haldið sé fram í forsendum úrskurðar óbyggðanefndar séu ekki heimildir um annað en að landið hafi verið byggt og nýtt eftir búskaparháttum og aðstæðum á hverjum tíma. Innan land a merkja haf i eigendur farið með umráð og hagnýtingu og gert ráðstafanir með löggerningum á sama hátt og gildi um eignarland 7 almennt að engu undanskildu. Engin gögn bend i til annars en að land jarðarinnar hafi alla tíð verið undirorpið beinum eignarrétti. Stefnandi legg i áherslu á að þegar metið sé hvort um fullkominn eignarrétt sé að ræða á svæðinu verði að líta til þeirra atvika er var ð i núverandi eigendur og forvera þeirra, sem styðj i tilkall þeirra til beinna eignarréttinda innan ummerkja jarðarinnar. Núverandi þinglýstir eigendur haf i og alla tíð farið með landið eins og um fullkomna eign væri að ræða. Stefnandi tel ji ljóst að land jarðarinnar , eins og því sé lýst , hafi verið innan landnámssvæða og mótmæl i því að óljósar lýsingar Landnámu verði til þess að frumstofnun eignarréttar yfir landi innan landamerkja jarðarinnar verði dregin í efa. Stefnandi vís i til þess að frá öndverðu haf i lög kveðið á um merkjagerð, í það minnsta þegar aðilaskipti hafi orðið að jörðum. Í 2. kapítula landsbrigðaþáttar Grágásar segi: Ef maður ræður að selja öðrum manni land sitt við verði, og skulu þeir kveða á merki með sér o f land og skóga og engjar og reka og veiðar og afréttu ef eru, og allra auðæfa þeirra er því landi eigu að fylgja, er selt er, í annarra manna lönd, og svo ef aðrir menn eigu í það land auðæfi. Síðan skulu þeir kaupandi og seljandi nefna sér votta að því a ð hann Þá segi í 3. kapítula landsbrigðaþáttar um merkjagöngu: enn eigu og að kveða á merkjagöngu með sér fyrir veturnætur hinar næstu eftir kaup þeirra, og skal v era til gengið, enda skulu þeir orð gera þeim mönnum öllum, er lönd eigu við, sjö nóttum fyrir. ... Eigi er skylt að ganga á merki þar er fjöll þau eru er vatnföll deilast á millum héraða, og eigi er skylt að ganga úr búfjárgangi á fjöll upp. Kveða skal þa r á merki. Sambærilegt ákvæði sé í 6. kapítula landsbrigðabálks Jónsbókar, en eftir lögtöku hennar hafi bréfun landakaupa verið gerð lögskyld. Merkjalýsingar sé þó sárasjaldan að finna í kaupbréfum þeim sem varðveist haf i . Merkjagangan, sem fram hafi fari ð eftir kaup , hafi þannig haldið gildi sínu og heimildir um merki jarða þannig aðeins varðvei st í munnlegri geymd. Það hafi verið fyrst við setningu landamerkjalaga nr. 5/1882 og síðar með lögum nr. 41/1919 að stjórnvöld h afi haft frumkvæði að því að geng ið væri frá landamerkjum, þau 8 skráð og leyst úr ágreiningi um þau ef hann væri uppi. Því sé staðan sú í miklum fjölda tilfella að elstu upplýsingar um landamerki jarða verð i ekki til fyrr en í kjölfar landamerkjalaga. Stefnandi byggi kröfur sínar á eignarh eimildum sem grundvöll sinn eig i í fyrrgreindu m lögum. Kröfur ríkisins fyrir óbyggðanefnd hafi þannig komið stefnanda á óvart þar sem hann h afi athugasemdalausa og þinglýsta eignarheimild fyrir landi sínu. Þegar haft sé í huga að samkvæmt landamerkjalögum sé opinberum aðilum falið að ganga úr skugga um að lýsingar landamerkjabréfa séu réttar samkvæmt formi sínu og efni styð ji það þá meginreglu íslensks réttar að athugasemdalausri landamerkjalýsingu jarðar verð i ekki hnekkt nema óyggjandi sönnunargögn liggi því til grundvallar. Sönnunarbyrðin um inntak eignarréttar á landi jarðarinnar hvíli þannig á íslenska ríkinu. Stefnandi telji að í kröfum ríkisins felist ásælni til beinna eignarréttinda hans án þess að skilyrði 72. gr. stjórnarskrárinnar séu uppfyllt og beri þegar af þeirri ástæðu að hafna kröfu ríkisins. Sambærilegt eignarréttarákvæði sé einnig að finna í 1. gr. 1. viðauka laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Telji stefnandi að eignarréttur hans njóti verndar þessara grundvallarlaga. Málsmeðferð fyrir óbyggðanefnd lúti ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með hliðsjón af meðalhófsreglu 12. gr. laganna sé óheimilt að leggja svo þunga sönnunarbyrði á landeigendur að þeim sé ómögulegt að mæta henni. Sem dæmi um slíkar óhóflegar sönnunarkr öfur megi nefna að landeiganda sé gert að sanna eignatöku að fornu innan merkja sinnar jarðar og rekja framsal þeirra eignarréttinda óskertra fram á okkar daga. Slíkum kröfum sé ekki hægt að fullnægja með skjallegum sönnunargögnum, enda séu landamerkjabréf oftast eina gagnið sem landeigendur hafi undir höndum sem sanni beinan eignarrétt þeirra. Þá hátti hér svo til að sönnunargögn um eignarréttindi hafi farið forgörðum þegar sýsluskrifstofan í Borgarnesi hafi brunnið til kaldra kola árið 1920. Sé ó eðlilegt og ósanngjarnt að láta landeigendur gjalda þess. Stefnandi haldi því og fram að eftir að ríkisvald hafi stofnast hér á landi hafi handhafar þess margsinnis, bæði beint og óbeint, viðurkennt fullkominn eignarrétt þeirra innan lýstra merkja. Landeigendur te lji enn fremur að hafi ríkisvaldið einhvern tíma getað haft uppi vefengingarkröfu á hendur landeigendum þá sé ljóst að slík krafa sé fyrir löngu 9 fallin úr gildi fyrir tómlæti eða fyrningu handhafa ríkisvaldsins. Stefnandi minni á að heimildarskjölum hans f yrir jörðinni h afi verið þinglýst athugasemdalaust. Hafi landeigendur þess vegna í gegnum tíðina haft réttmætar ástæður til að ætla að land jarðarinnar væri undirorpið fullkomnum eignarrétti þeirra og hafi aðgerðir ríkisins fram til þessa aðeins styrkt lan deigendur í þeirri trú. Stefnandi byggi á því að lög nr. 58/1998 verði ekki skýrð á þá leið að hann þurfi að sýna frekar fram á en þegar hafi verið gert að umrætt landsvæði sé eignarland hans og þar með ekki þjóðlenda. Ekki ráði úrslitum í máli þessu þótt í heimildum sé notast við orðið afréttur um eða varðandi hið umdeilda landsvæði. Afréttur geti verið heimaafréttur og ekki eingöngu notaður til sumarbeitar fyrir búfé. Þá ráði ekki úrslitum um eignarhald þótt land sé aðeins notað til sumarbeitar, sbr. Hrd . nr. 48/2004. Á því sé byggt að verði eignarréttur stefnanda ekki viðurkenndur á grundvelli þinglýstra eignarheimilda hafi hann öðlast eignarrétt að hinu umdeilda landsvæði fyrir hefð og sé hvað það varði vísað til 1. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga u m hefð nr. 46/1905. Eignarhefð verði unnin á fasteign með tuttugu ára óslitnu eignarhaldi og stefnandi og fyrri eigendur hafi í góðri trú haft öll umráð landsins í árhundr uð . Fullnægt sé öllum skilyrðum hefðar um eignarhaldstíma, virk umráð og huglæga afst öðu og samkvæmt því verði að telja, án tillits til uppruna og sögu eignarheimilda fyrir jörðinni, að hefð hafi unnist, sbr. 2. gr. laga nr. 46/1905, að því er varði umrætt landsvæði. Með hliðsjón af afstöðu eigenda á hverjum tíma og nýting u þeirra verði að telja að sú hefð hafi verið til eignar á landinu en ekki aðeins náð til takmarkaðra afnota eða ítaksréttinda. IV. Af hálfu stefnda er einkum á því byggt að Fjalllendi Borgarhrepps sé svæði utan eignarlanda og teljist því þjóðlenda í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar á svæðinu, sbr. 1. og 2. gr. laga nr. 58/1998. Stefndi telji fullljóst af heimildum að landsvæðið hafi aldrei verið undirorpið beinum eignarrétti, og að nýting þess haf i ekki verið með þeim hætti. Að mati stefnda hvíli sönnunarbyrðin ótvírætt á stefn a nda að sýna fram á tilvist beins eignarréttar að landsvæðinu, eða einstökum hlutum þess. 10 Af hálfu stefnda er á því byggt að ekki hafi verið leitt í ljós að innan merkja F ja lllendis Borgarhrepps hafi stofnast til eignarlands með námi. Þó lýsingar Landnámu kunni að benda til þess að land hafi verið numið á hluta þrætusvæðisins ligg i ekkert fyrir um afmörkun slíks náms . Þá bendi heimildir um byggð á Langavatnsdal til þess að hú n hafi snemma lagst af og landsvæðið verið tekið til takmarkaðra nota annarra. Þá ligg i ekkert fyrir um afmörkun eða yfirfærslu þeirra beinu eignarréttinda sem þar k unni að hafa verið stofnað til. Komist dómurinn að þeirri niðurstöðu að beinn eignarréttur hafi stofnast á svæðinu sé á því byggt að hann hafi fallið niður og svæðið síðar verið tekið til takmarkaðra afnota. Hvað aðra hluta deilu svæðisins en Langavatnsdal varð i byggi stefndi á því að ekkert bendi til þess að þau hafi verið numin til eignar. Els ta þekkta heimild um Hróbjargardal sé máldagi Steina prests Þorvarðssonar fyrir Stafholtskirkju frá því um 1140, þar sem afrétt í Hróbjargardal sé meðal þeirra eigna sem lagðar hafi verið til kirkjunnar samkvæmt upptalningu máldagans. Fossdals sé aftur á m óti fyrst getið meðal eigna Stafholtskirkju í v í sitasíu kirkjunnar frá árinu 1639. Í heimildum kirkjunnar hafi verið vísað til svæðanna sem afréttar í Hróbjargardal og hálfs Fossdals, en slíkt orðalag gæti verið vísbending um að eignarréttarleg staða svæða nna tveggja væri, eða hefði verið, mismunandi. Fyrirliggjandi heimildir bend i hins vegar ekki til þess að nokkur greinarmunur hafi verið gerður á eignarréttarlegri stöðu svæðanna tveggja. Þá verð i ekki ráðið af heimildum hvernig Stafholtskirkja hafi upph aflega verið komin að rétti sínum til umræddra svæða, hver hafi verið landfræðileg afmörkun réttindanna eða hvert inntak þeirra réttinda hafi verið . Auk þess séu landsvæðin landfræðilega aðskilin frá Stafholti, sem bendi til þess að um þjóðlendu hafi verið að ræða fremur en eignarland. Heimildir um Hróbjargardal og vesturhluta Fossdals vís i einungis til óbeinna eignarréttinda, það er beitar eða annarra takmarkaðra afnotaréttinda. Engar heimildir ligg i fyrir um byggð á svæðinu eða að Hróbjargardalur eða vesturhluti Fossdals hafi nokkru sinni verið hluti jarðar. Með vísan til framangreinds tel ji stefndi ljóst að ekki hafi verið sýnt fram á að Hróbjargardalur og vestu rhluti Fossdals séu eignarlönd heldur séu þau þjóðlendur í samræmi við niðurstöðu óbyggðanefndar þar um . 11 Stefndi bendi á að engar heimildir séu til um heildarafmörkun Víðidals, en austurhluta Víðidals sé fyrst getið í máldaga kirkjunnar að Svignaskarði fr á því um 132 5, þar sem segi að kirkjan hafi átt að fornu hálfan Víðidal. Í máldögum og öðrum heimildum um kirkjuna að Svignaskarði sé Víðidalur ekki nefndur aftur fyrr en í Gíslamáldaga fyrir hálfkirkjuna á Svignaskarði frá því um 1570. Þar segi um eignir kirkjunnar að hún eigi umfang réttar kirkjunnar til Víðidals hafi verið. Jörðin Svignaskarð hafi svo verið seld frá kirkjunni að Svignaskarði 1534 - 1539 og hálfkirkja verið áfram á staðnum. Kirkjan eftir 1570. Ekki sé minnst á Víðidal í jarðamati fyrir jörðina Svignaskarð, hvorki 1804 né 1849 - 1850. Ekkert liggi fyrir um hvernig rét tindi á Víðidal hafi farið frá kirkjunni til eiganda jarðarinnar Svignaskarð s en ekki sé minnst á Víðidal í heimildum frá 1570 til 1887. Landamerkjabréf virðist hafa verið gert fyrir Svignaskarð árið 1887 og Víðidals þar getið. Það hafi hins vegar ekki fun dist. Austurhluti Víðidals hafi verið innan landamerkjabréfs fyrir afréttarsvæði Borgarhrepps 1892. Í fasteignamati 1916 - 1918 segi svo um Svignaskarð að jörðin eigi ítak í annarra lönd, þ.e. Víðidal allan. Verður að telja að þetta bendi ekki til þess að ei gandi Svignaskarðs hafi litið svo á að um bein eignarréttindi á Víðidal væri að ræða. Árið 1937 hafi Guðmundur Daníelsson, eigandi Svignaskarðs og sem eigandi Víðidals, gert makaskipti við íslenska ríkið á Víðidal og Staðartungu. Í kjölfarið, eða árið 19 40, hafi íslenska ríkið svo afsalað hálfum Víðidal til hreppsnefndar Borgarhrepps. Það sé mat óbyggðanefndar að engin gögn liggi til grundvallar eignarréttartilkalli eiganda Svignaskarðs á landsvæðinu og að hann hafi skort viðhlítandi heimild til að ráðsta fa því með makaskiptasamningi við íslenska ríkið. Taki stefndi undir þau sjónarmið. Þá verði ekki ráðið af orðalagi og framsetningu afsalsins, sem þinglýst hafi verið 4. desember 1942, hvort ætlunin hafi verið að afsala beinum eignarrétti á landinu eða af réttareign. Ekkert bendi hins vegar til þess að landsvæðið hafi verið undirorpið beinum eignarrétti og afsalið frá 1940 geti þannig ekki haft sjálfstætt gildi til stuðnings slíkum rétti, enda verði ekki ráðið af afsalinu hvers kyns réttindum verið væri að afsala. Stefndi byggi einnig á því að heimildir um not landsvæðisins bendi einungis til þess að hefðbundinni 12 afréttareign hafi þarna verið ráðstafað og að makaskiptin hafi einungis verið á þeim grundvelli. Takmarkaðar heimildir sé að finna um vesturhluta Víðidals. Elstu heimildir um landsvæðið séu bréfaskipti hreppsnefndar Borgarhrepps og hreppsnefndar Hörðudalshrepps í Dalasýslu frá 1880 - 1883. Af bréfaskiptunum megi ráða að deilur hafi verið uppi um hvorum hreppanna Víðidalur tilheyrði. Árið 1892 hafi hre pparnir gert samkomulag um að Borgarhreppur leigði Víðimúla, innan vesturhluta Víðidals, en sama dag hafi verið gert sérstakt landamerkjabréf fyrir afréttarlandið með vesturhluta Víðidals. Hreppsnefnd Borgarhrepps hafi síðar keypt vesturhluta Víðidals árið 1918 og í kjölfarið hafi verið gert nýtt landamerkjabréf fyrir afréttarland Borgarhrepps þar sem vesturhluta Víðidals hafi verið bætt við merkjalýsingar eldra landamerkjabréfsins. Stefndi telji að af heimildum um austur - og vesturhluta Víðidals megi ráð a að Víðidalur hafi aldrei verið undirorpinn beinum eignarrétti. Réttur til landsins hafi orðið til á þann veg að það hafi verið tekið til sumarbeitar og annarrar takmarkaðrar notkunar og að nýting svæðisins hafi alla tíð verið bundin við takmörkuð afnotar éttindi. Víðidalur, bæði austur - og vesturhluti hans, sé því þjóðlenda, í samræmi við niðurstöðu óbyggðanefndar þar um. Heimildir um réttindi á austurhluta Langavatnsdals, ásamt Réttarmúla og Beilárvöllum, séu margar og ljóst að margir mismunandi aðilar telji sig hafa átt tilkall til landsvæðisins frá öndverðu. Bendi heimildir um landsvæðið til þess að svæðið hafi frá fornu fari verið nýtt sem samnotaafréttur til upprekstrar fyrir búfé. Fjölmargir máldagar og vísitasíur frá 12. - 19. öld geti þannig um afré tt Hítardalskirkju á Langavatnsdal. Þá hafi jörðin Hrafnabjörg í Dalasýslu átt beitarréttindi á Langavatnsdal samkvæmt kaupbréfi frá 31. desember 1393, en ekki liggi svo fyrir aðrar heimildir um réttindi Hrafnabjarga á svæðinu fyrr en 527 árum síðar, þegar Hjörtur Sigurðsson á Ytri - Hrafnabjörgum hafi gert athugasemd við landamerkjabréf afréttarlands Borgarhrepps, dags . 2. nóvember 1920, þess efnis að Hrafnabjörg ætti sé held ur getið um þessi réttindi Hrafnabjarga í Langavatnsdal í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns árið 1709 . 13 Þá komi fram í Jarðabók að eigendur margra jarða í Álftanes - og Borgarhreppum hafi átt afréttarnot á Langavatnsdal. Þannig hafi jörðin Stóra - Fjall átt afrétt í Réttarmúla. Þrátt fyrir að fyrrgreindar heimildir bendi til þess að Hítardalskirkja hafi átt tilkall til réttinda á svæðinu verði að telja að umfjöllun í Jarðabók bendi ekki til þess að kirkjan hafi átt sérstakan rétt umfram eigendur ann arra jarða á svæðinu til afréttarnota á Langavatnsdal. Þannig komi fram í Jarðabók að afréttarnotin hafi verið tollfrí um langan aldur, sem bendi til þess að afréttarnot á þrætusvæðinu hafi ekki verið háð sérstöku leyfi umráðamanna Hítardalskirkju. Í þes su sambandi sé rétt að líta til þess að fyrir liggi fleiri heimildir en heimildir kirkjunnar um svæðið. Þannig komi fram í svari Þorgríms Sigurðssonar, sýslumanns í Mýrasýslu, til Landsnefndarinnar árið 1770 að Langavatnsdalur sé nýttur sem álitinn vera almenningur. Þá segi um Langavatnsdal í lýsingum frá árinu 1840 að hann - og Borgarhreppur hafi þar upprekstur og l eiti hvor til sinnar réttar. Í Sýslu - og sóknalýsingum frá 1853 segi að bæir vestan Gljúfurár eigi afrétt á Langavatnsdal. Hvað varð i réttindi Galtarholts til fjalllendisins Réttarmúla sé ljóst að engar heimildir hafi fundist um bein eignarréttindi jarðarinnar til svæðisins. Engar samtímaheimildir ligg i fyrir um forna byggð á Langavatnsdal og elsta heimildin þar sem fjallað sé um bygg ð þar sé Jarðabók Árna og Páls frá 1709. Fyrirliggjandi heimildir um forna byggð á Langavatnsdal, sem um margt sé u afar óljósar, bend i til þess að hún hafi snemma lagst af að fullu, í síðasta lagi skömmu eftir aldamótin 1400 , en líklega fyrr. Svæðið hafi í kjölfarið verið tekið til takmarkaðra nota í skjóli óbeinna eignarréttinda. Hvað varð i meint eignarhald baróns Charles Gouldrée - Boilleau á hólmum í Langavatni sé því alfarið hafnað að um beinan eignarrétt hafi verið að ræða . Heimildir bendi enda ekki til annars en að aðeins hafi verið um að ræða nýtingu veiðiréttinda á landsvæðinu. Þá verð i að telja að réttindin hafi upphaflega verið leidd frá Borgarhreppi enda hafi 14 hólmarnir fallið innan afmörkunar á afréttarlandi Borgarhr epps samkvæmt landamerkja - bréfi þess frá 1892. Eignarréttarleg staða hólmanna geti ekki ráðist af öðru en landamerkjabréfinu , en stefndi byggi á því að það hafi einungis tekið til takmarkað r a réttinda á landsvæðinu en ekki beins eignarréttar. Síðari afsöl geti því ekki hafa verið um önnur réttindi en þau. Þá ligg i fyrir fjölmargar heimildir um hugleiðingar um nýbýlastofnun á Langavatnsdal í samræmi við nýbýlatilskipunina 1776 og heimildir séu um byggð á svæðinu á árunum 1811 - 1814. Stefndi byggi hins vegar á því að ekkert liggi fyrir um að stofnað hafi verið til nýbýlis á þrætusvæðinu á grundvelli nýbýlatilskipunarinnar með tilskildum hætti . Þá sé einnig á það bent að til þess að til eignarréttar teljist hafa stofnast á grundvelli tilskipunarinnar verð i byg gingarbréf að hafa verið gefið út og því þinglýst, allt í samræmi við 6. gr. tilskipunarinnar, sbr. og dóm Hæstaréttar í máli nr. 379/2009 (Heiðarmúli). Ekkert bendi til þess að svo hafi verið gert í því tilviki sem hér um ræði . Þær takmörkuðu heimildir s em til sé u varðandi Mjóadal og vesturhluta Sátudals bendi til þess að þeir hafi talist til leitarsvæða Borghreppinga. Svæðisins sé einungis getið í tengslum við upprekstur og afréttarnot og engar heimildir sé u um önnur not en sumarbeit og e.t.v. aðrar tak markaðar nytjar. Þá séu engar heimildir um byggð á svæðinu. Í fyrirliggjandi dómum og úrskurðum haf i atriði af þessu tagi í mörgum tilvikum legið til grundvallar niðurstöðu um þjóðlendu og óbein eignarréttindi, nánar tiltekið afréttareign. Stefnandi h afi ekki sannað að mati stefnda að þetta svæði hafi verið beinum eignarrétti háð. Af því leiði að Mjóidalur og vesturhluti Sátudals sé u þjóðlendur í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar. Hvað varð i málsástæðu stefnanda um að fullur hefðartími sé liðinn sé til þess að líta að ekkert ligg i fyrir um annað en að þrætusvæðið allt , eða einstakir hlutar þess, hafi aðeins verið nýttir til takmarkaðra nota. Fyrir ligg i fjöldi dóma Hæstaréttar í þjóðlendumálum þar sem rétturinn staðfesti að hefðbundin afréttarnot, þ.e.a. s. sumarbeit og e.t.v. önnur takmörkuð notkun á afréttarsvæðum, sé u ekki talin nægjanleg ein og sér til þess að hefða beinan eignarrétt að slíkum svæðum. Þau gögn og upplýsingar sem fyrir ligg i varðandi umráð svæðisins get i ekki fullnægt kröfum 2. gr. hefð arlaga nr. 46/1905 um óslitið 15 eignarhald á fasteign. Get i beinn eignarréttur að svæðinu ekki hafa stofnast fyrir hefð, eftir gildistöku laga nr. 46/1905, hvorki samkvæmt almennu ákvæði 1. mgr. 2. gr. laganna né sérreglu 12. gr. þeirra. Stefndi hafn i því að réttmætar væntingar geti verið grundvöllur fyrir eignarréttartilkalli á svæðinu. Sú regla verð i m.a. leidd af dómi Hæstaréttar í máli nr. 199/1978 (Landmannaafréttardómur síðari) að löggjafinn sé einn bær til þess að ráðstafa réttindum yfir landsvæ ði utan eignarlanda. Landslög þurfi til ráðstöfunar fasteigna ríkisins og athafnir eða athafnaleysi starfsmanna stjórnsýslunnar geti ekki leitt af sér slík yfirráð nema sérstök lagaheimild hafi verið fyrir hendi, þ.m.t. það að þjóðlenda hafi verið látin af hendi. Þær væntingar sem kunn i að grundvalla eignarrétt þurf i einnig að vera sannanlega réttmætar, þ.e. ef heimildir og nýting lands bend i ekki til beins eignarréttar get i réttmætar væntingar ekki stofnað til slíkra réttinda. Með vísan til þess sem að f raman sé rakið tel ji stefndi að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á eignarrétt sinn að hinu umdeilda svæði. Tel ji stefndi því að hið umdeilda landsvæði, svo sem það sé afmarkað í kröfugerð stefnanda og f ari saman við niðurstöðu óbyggðanefndar, teljis t þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr. , laga nr. 58/1998. V. Niðurstaða 1 Í umfjöllun sinni skipti óbyggðanefnd hinu umdeilda svæði, Fjallendi Borgarhrepps, í nokkur undirsvæði, þ. e. Hróbjargardal ásamt vesturhluta Fossdals, austur - og vesturhluta Víðidals, austurhluta Langavatnsdals ásamt Réttarmúla og Beilárvöllum og Mjóadal ásamt vesturhluta Sátudals. Var niðurstaða óbyggðanefndar sú að öll framangreind svæði væru þjóðlenda í skilningi 1. gr., s br . einnig a - lið 7. gr., laga nr. 58/1998 um þjóðlendur o.fl. Krefst stefnandi þess að úrskurður nefndarinnar verði að þessu leyti felldur úr gildi og að viðurkennt verði að á þessum svæðum innan til greindra merkja sé engin þjóðlenda . Greinir aðila ekki á um mörk þessara svæða heldur hvort svæðin sé u beinum eignarrétti undirorpi n. 16 Í Landnámu er greint frá því að Bersi goðlauss, sonur Bálka Blængssonar úr Hrútafirði, hafi numið Langavatnsdal allan og búið þar, en austurhluti dalsins er innan ágreiningssvæði sins. Ekkert kemur þar hins vegar fram um landnám annarra hluta ágreiningssvæðisins. Samkvæmt þessu og að virtum aðstæðum öllum verður að telja líklegt að umrætt land svæði hafi verið numið að hluta . Hins vegar ligg ur ekkert fyrir um afmörkun slíks náms svo að á því verði í nokkru byggt. 2 Hróbjargardalur og vesturhluti Fossdals Elsta þekkta heimild um Hróbjargardal er máldagi Steina prests Þorvarðssonar fyrir Stafholtskirkju frá því um 1140, þar sem afrétt í Hróbjargardal er tilgreind meðal þeirra eign a sem lagðar hafi verið til kirkjunnar. Fossdals er aftur á móti fyrst getið meðal eigna Stafholtskirkju í v í sitasíu kirkjunnar frá árinu 1639 og í seinni heimildum kirkjunnar fram á 19. öld er vísað til svæðanna sem afréttar í Hróbjargardal og hálfs Fossd als, Hróbjargardalur og vesturhluti Fossdals eru landfræðilega aðskil dir frá Stafholti. Ekkert liggur fyrir um hvernig Stafholtskirkja var upphaflega komin að rétti sínum til umræddra svæða, hver hafi verið landfræðileg afmörkun réttindanna eða hvert innta k þeirra réttinda hafi verið . Heimildir um þessi svæði fjalla fyrst og fremst um beit eða önnur þrengri og sambærileg not, svo sem selstöðu, og e ngar heimildir ligg ja fyrir um að þar hafi nokkru sinni verið byggð eða að þau hafi nokkru sinni verið hluti ja rðar. Verður ekki talið að stefnandi hafi sýnt fram á að hann hafi öðlast rétt til þessara svæða fyrir nám, löggerninga eða með öðrum hætti. Þar sem ekki er vitað til þess að nokkru sinni hafi verið búseta á þessum svæðum, o g þar sem ekkert liggur fyrir um að umráðum landsins hafi verið háttað þannig að þau gætu talist hafa fullnægt kröfum 2. gr. hefðarlaga nr. 46/1905 um óslitið eignarhald á fasteign, verður heldur ekki á það fallist með stefn anda að til beins eignarréttar að landinu geti hafa stofnast fyrir hefð. Með hliðsjón af framangreindu , og að gættum þeim sönnunarreglum sem mótast hafa á undanförnum árum á þessu sviði og ekki teljast í andstöðu við ákv. 72. gr. stjórnarskrárinnar, er það niðurstaða dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að svæðið Hróbjargardalur og vesturhluti Fossdals sé háð beinum eignarrétti og teljist ekki þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr., laga nr. 58/1998. 17 3 Austurhluti Víðidals E ngar heimildir liggja fyrir um heildaraf mörkun Víðidals, en austurhluta Víðidals er fyrst getið í máldaga kirkjunnar að Svignaskarði frá því um 1325, þar sem segi r að kirkjan hafi átt að fornu hálfan Víðidal. Í máldögum og heimildum um kirkjuna að Svignaskarði og eigendaskipti þeirrar jarðar er Víðidalur ekki nefndur aftur fyrr en í Gíslamáldaga fyrir hálfkirkjuna á Svignaskarði frá því um 1570 , en þ ar segi r um eignir kirkjunnar að Ekki er hins vegar minnst á Víðidal í heimildum á tímabilinu 1570 til 1887 og ekki í jarðam ötum Mýrasýslu frá 1804 og 1849 - 1850. Fram kemur í dóma - og þingbók Mýra - og Borgarfjarðarsýslu að á manntalsþingi á árinu 1887 hafi verið lesin landamerkjaskrá fyrir Svignaskarð landamerkjaskrá fyrir Svignaskarði, vantar undirskrift Borgarhreppsnefndar að því er á árinu 1892 gert sérstakt landamerkjabréf fyrir afréttarland Borgarhrepps og tók merkjalýsing þess m.a. til austur hluta Víðidals án sérstakrar tilgreiningar hans, en ekki til vesturhlutans. Landamerkjabréfið var undirritað um samþykki vegna Hörðudals - hrepps og Álftaneshrepps, en ekki er að sjá að því hafi verið þinglýst. Í landamerkja - ara landamerkja eru ekki ítök, nema Svignaskarðs í allan um jörðina Svignaskarð í fasteignamati Mýrasýslu 1916 - 1918 að jörðin eigi ítak í annarra lönd, þ.e. Víðidal allan , en þar segir telur jarðareigandi að jörðin eigi þessi ítök í annarra lönd: ítökum á að um bein eigna rréttindi á Víðidal væri að ræða Hinn 20. mars 1937 náðist samkomulag milli eigand a Svignaskarðs og íslenska ríki sins um makaskipti þannig að íslenska ríkið fengi Víðidal Staðartungu. Í kjöl farið, eða árið 1940, afsalaði svo íslenska ríkið hálfum Víðidal til hreppsnefndar Borgarhrepps , sem hafði árið áður tekið svæðið á leigu af íslenska ríkinu, en Borgarheppur er eitt þeirra sveitarfélaga sem nú mynda Borgarbyggð, stefnanda máls þessa. 18 Með hliðsjón af framangreindu og gögnum málsins að öðru leyti er fallist á það mat óbyggðanefndar að engin gögn liggi fyrir í málinu sem styðji eignarréttarlegt tilkall eiganda Svignaskarðs til umrædds landsvæðis og að hann hafi skort viðhlítandi heimild til a ð ráðstafa því með fyrrgreindum makaskiptasamningi við íslenska ríkið. Þegar einnig er höfð í huga sú meginregla íslensks réttar að sá sem afsalar landi geti ekki veitt viðtakanda sínum víðtækari rétt en hann sjálfur átti, og að ekkert í fyrrgreindum samni ngi bendir fremur til þess að aðilar hans hafi staðið í þeirri trú að um beinan eignarrétt væri að ræða, verður ekki heldur talið að samningur þessi hafi sjálfstætt gildi til stuðnings beinum eignarrétti stefnanda á þessu svæði. Verður þannig hafnað þeirri málsástæðu stefnanda að stefndi hafi með samningnum viðurkennt fullkominn eignarrétt Borgarhrepps, nú stefnanda, að landinu og að stefnandi hafi af þeim sökum mátt hafa til þess réttmætar væntingar að um afsal á beinum eignarrétti væri að ræða. Með hliðsj ón af framangreindu , og að gættum þeim sönnunarreglum sem mótast hafa á undanförnum árum á þessu sviði og ekki teljast í andstöðu við ákv. 72. gr. stjórnarskrárinnar, er það niðurstaða dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að svæðið austurhl uti Víðidals sé háð beinum eignarrétti og teljist ekki þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr., laga nr. 58/1998. 4 Vesturhluti Víðidals Takmarkaðar heimildir er að finna um vesturhluta Víðidals. Elstu heimildir um landsvæðið eru bréfaskipti hreppsnefndar Borgarhrepps og hreppsnefndar Hörðudals - hrepps í Dalasýslu frá 1880 - 1883 vegna ágreinings hreppanna um það hvorum þeirra svæðið tilheyrði . Árið 1892 undirrituðu hrepparnir samning um að Borgarhreppur myndi Hörðudalshrepps, Víðimúla, sem er innan vesturhluta Víðidals . Þá var, eins og áður er fram komið, þann sama dag gert sérstakt landamerkjabréf fyrir afréttarland Borgarhrepps, sem ekki tók til vesturhluta Víðidals. Hreppsnefnd Borgarhrepps keypt i síðan Víðidals af Hörðudalshreppi árið 1918 og var afsal vegna kaupanna gefið út 30. desember það ár og því þinglýst í kjölfarið. Var í framhaldi af því gert nýtt landamerkjabréf fyrir afréttarland Borgarhrepps 2. nóvember 1920 og tók lýsing þess bæði til vestur - og austurhluta Víðidals. 19 Fallist er á þá ályktun sem fram kemur í úrskurði óbyggðanefndar að sú ályktun verði dregin af fyrirliggjandi landnámslýsingum að ólíklegt sé að þessi hluti ágreinings - svæðisins hafi verið innan upphaflegs landnáms. Þá liggur fyrir að samkvæmt fyrirliggjandi heimildum er svæðisins einungis getið í tengslum við upprekstur og afréttarnot, en engar heimildir eru þar um byggð eða önnur not. Samkvæmt því verður stefnandi ekki talinn hafa sýnt fram á að upphaflegur beinn eign arréttur að hinu umdeilda svæði hafi á einhvern hátt stofnast til handa stefnandanum Borgarbyggð eða flust yfir til hans heldur hafi með fyrrgreindu afsali til Borgarhrepps eingöngu stofnast til afnotarétt ar, s.s. hefðbundins beitarréttar . Með hliðsjón af framangreindu , og að gættum þeim sönnunarreglum sem mótast hafa á undanförnum árum á þessu sviði og ekki teljast í andstöðu við ákv. 72. gr. stjórnarskrárinnar, er það niðurstaða dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að svæðið vesturhluti Ví ðidals sé háð beinum eignarrétti og teljist ekki j þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr., laga nr. 58/1998. 5 Austurhluti Langavatnsdals ásamt Réttarmúla og Beilárvöllum Elsta fyrirliggjandi heimild þar sem getið er um Langavatnsdal er mál dagi Þorláks biskups Þórhallssonar fyrir kirkjunni undir Hrauni (Staðarhrauni) frá árinu 1185. Þar er umfjöllun um eignir og réttindi kirkjunnar. Elsta heimild um réttindi H ítardalskirkju á Langavatnsdal er máldagi kirkjunnar frá árinu 1354. Þar kemur fram að kirkjan eigi kju, sem talinn er frá árabilinu 1491 - Brynjólfs biskups Sveinssonar fyrir Hítardalskirkju frá 19. september 1642 segir að hún Hítardalskirkju á Langavatnsdal í fjölmörgum lögfestum og vísitasí um fyrir kirkjuna allt fram á 19. öld. Jö rðin Hrafnabjörg í Dalasýslu átti beitarréttindi á Langavatnsdal samkvæmt kaupbréfi frá 31. desember 1393, en ekki liggja svo fyrir aðrar heimildir um réttindi Hrafnabjarga 20 á svæðinu fyrr en 527 árum síðar þegar e igandi Ytri - Hrafnabj arga gerði athugasemd við landamerkjabréf afréttarlands Borgarhrepps, dags . 2. nóvember 1920, þess efnis að Hrafnabjörg ætti Fram kemur í Jarðabók Árna Mag nússonar og Páls Vídalíns árið 1709 að eigendur margra jarða í Álftanes - og Borgarhreppum hafi átt afréttarnot á Langavatnsdal og hafi þau verið tollfrí um langan aldur. Einnig kemur fram í svari sýslumanns Mýrasýslu til Þá segir í jarðamati fyrir Mýrasýslu frá árinu 1804 að Langavatnsdalur sé álitinn vera alm enningur og í lýsingum um Langavatnsdal frá árinu 1840 segir að hann sé afréttarland hreppur og Borgarhreppur hafi þar upprekstur og leiti hvor til sinnar réttar. Loks segir í s ýslu - og sóknalýsingum frá 1853 að bæi r vestan Gljúfurár eigi afrétt á Langavatnsdal. Eins og áður segir kemur fram í Landnámu að Bersi goðlauss hafi numið Langavatnsdal allan og búið þar. Verður að telja líklegt að landsvæði það sem hér um ræðir hafi verið numið að verulegu leyti og að einh ver byggð hafi verið á hluta þess næstu aldir á eftir. Þannig er þess getið í Jarðabók Árna og Páls að á Langavatnsdal hafi verið sex til sjö bæir sem lagst hefðu í eyði á árunum 1402 - 1404 af völdum plágunnar svarta dauða og ekki byggst upp frá því . Ekkert liggur hins vegar fyrir um hvernig jarðir þessar eða einstök landsvæði hafa verið afmörkuð eða á hvern hátt eignarréttur að þeim kunni að hafa færst yfir til síðari rétthafa, nú stefnanda. Fyrirliggjandi heimildir geta um hugleiðingar um nýbýlastofnun á Langavatnsdal og um byggð þar á árunum 181 0 - 1814. Liggja fyrir gögn sem benda til þess að útmæling hafi verið gerð fyrir nýbýli fyrir Jörund nokkurn Ólafsson vorið 1810 í samræmi við ákvæði nýbýlatilskipunar frá 15. apríl 1776, en samkvæmt henni skyldi unn t að stofna til eignarréttar á áður eigendalausu landi að skilyrðum tilskipunarinnar uppfylltum. Skyldi þannig fara fram útmæling á viðkomandi landsvæði undir stjórn sýslumanns og amtmaður síðan gefa út byggingarbréf til handa nýbýlingi, enda hefði skilyrð um að öðru 21 stofnun eignarlands á grundvelli nýbýlatilskipunarinnar og land þes s þá frá þeim tíma öðlast stöðu jarðar að lögum, sbr. dóm Hæstaréttar 7. október 2010 í máli nr. 379/2009. Þrátt fyrir framangreinda útmælingu á nýbýli Jörundar liggur ekkert fyrir um að gefið hafi verið út byggingarbréf vegna þessa þannig að formskilyrðum tilskipunarinnar fyrir stofnun eignarlands væri fullnægt. Hefur stefnanda því ekki tekist að sýna fram á að til slíks réttar hans hafi stofnast með þessum hætti. Stefnandi hefur og bent á meint eignarhald baróns Charles Gouldrée - Boilleau á tveimur hólmum í Langavatni til stuðnings kröfu sinni um eignarrétt á svæðinu. Eins og fram kemur í úrskurði óbyggðanefndar liggur fyrir að Borgarhreppur, forveri stefnanda, fékk hólmunum afsalað til sín 17. mars 1942 og var því afsali þinglýst sama dag. Afsalsgjafinn v ar ekkja séra Einars Friðgeirssonar á Borg, sem aftur hafði keypt hólmana af dánarbúi barónsins samkvæmt afsali, sem getið er um í dómabók Mýra - og Borgarfjarðarsýslu að hafi verið dagsett 1. apríl 1901 og þinglýst 22. maí 2013. Ekkert liggur hins vegar fy rir um hvernig baróninn öðla ði st fyrrgreindan rétt til hólmanna, en á grundvelli þeirrar meginreglu íslensks réttar að sá sem telji til eignarréttar yfir landi verði að færa fram fullnægjandi heimildir fyrir því tilkalli sínu , og að sá sem afsali landi get i ekki afsalað víðtækari rétti en hann sjálfur átti , f er um eignarhald hólmanna á sama hátt og um eignarrétt að umræddu svæð i í heild sinni. Að virtu framangreindu og öðrum gögnum málsins verður ekki fallist á með stefnanda að sýnt hafi verið fram á að ha nn hafi öðlast beinan eignarrétt til þe ss svæð is sem hér um ræðir fyrir nám, löggerninga eða nýbýlastofnun. Þar sem ekkert liggur fyrir um að búið hafi verið á svæðinu eftir að fyrrgreindum búsetutilraunum lauk á árinu 1814, eða að umráðum þess hafi síðan þá verið háttað þannig að þau gætu talist hafa fullnægt kröfum 2. gr. hefðarlaga nr. 46/1905 um óslitið eignarhald á fasteign, v erður ekki heldur á það fallist með stefn anda að til beins eignarréttar hans á landinu geti hafa stofnast fyrir hefð. Með hliðsj ón af framangreindu , og að gættum þeim sönnunarreglum sem mótast hafa á undanförnum árum á þessu sviði og ekki teljast í andstöðu við ákv. 72. gr. stjórnarskrárinnar, er það niðurstaða dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að a usturhluti Lan gavatnsdal s ásamt Réttarmúla og Beilárvöllum sé ekki þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr., laga nr. 58/1998. 22 6 Mjóidalur og vesturhluti Sátudals Þær takmörkuðu heimildir sem til eru varðandi Mjóadal og vesturhluta Sátudals benda til þess að svæði þetta hafi talist til leitarsvæð is Borghreppinga. Þess er einungis getið í tengslum við upprekstur og afréttarnot og engar heimildir eru um önnur not af þ ví en sumarbeit og e.t.v. aðrar takmarkaðar nytjar. Þá eru engar heimildir um byggð á svæðinu eða að það hafi nokkru sinni verið hluti jarðar. Verður ekki talið að stefnandi hafi sýnt fram á að hann hafi öðlast rétt til svæðisins fyrir nám, löggerninga eða með öðrum hætti. Svo sem fyrr segir er ekki vitað til þess að nokkru sinni hafi verið búseta á þessu svæði o g ekkert liggur fyrir um að umráðum landsins hafi verið háttað þannig að þau gætu talist hafa fullnægt kröfum 2. gr. hefðarlaga nr. 46/1905 um ósli tið eignarhald á fasteign . V erður því heldur ekki á það fallist með stefn anda að til beins eignarréttar að landinu geti hafa stofnast fyrir hefð. Með hliðsjón af framangreindu , og að gættum þeim sönnunarreglum sem mótast hafa á undanförnum árum á þessu svi ði og ekki teljast í andstöðu við ákv. 72. gr. stjórnarskrárinnar, er það niðurstaða dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að svæðið Mjóidalur og vesturhluti Sátudals sé ekki þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr., laga nr. 5 8/1998. 7 Samkvæmt því sem að framan er rakið hefur dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að allt svæðið Fjallendi Borgarhrepps teljist þjóðlenda og verður stefndi því sýknaður af dómkröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður. Um gjafsóknarkostnað fer eins og segir í dómsorði. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan og var við uppkvaðningu hans gætt að ákv. 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómso r ð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda, Borgarbyggðar. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin 1. 3 00.000 króna málflutningsþóknun lögmanns stefnanda. Ásgeir Magnússon