Stefndi var sýknaður af kröfum stefnenda er varðaði landamerki milli jarðanna Kerlingadals og Höfðabrekku í Mýrdalshreppi. Stefnendur þóttu ekki hafa fært fram sönnur fyrir kröfu sinni.
Karlmaður var sakfelldur fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og endurtekin brot gegn nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni og fimm börnum á tímabilinu 1. mars 2024 til 15. mars 2025. Brotin voru virt sem en heild og ákærði dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Jafnframt var ákærði dæmdur til að greiða konu og börnum miskabætur.
Í málinu deildi aðilar um skaðabótaskyldu vegna slyss sem stefnandi varð fyrir þegar hún féll af baki í útreiðartúr á vegum stefnda, sem rak ferðaþjónustu og hestaleigu.. Málið var einnig höfðað gegn tryggingarfélagi stefndu á grundvelli ábyrgðartryggingar. Stefndu voru sýknuð þar sem ósannað þótti að starfsmenn fyrirtækisins hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. Var því talið að slys stefnanda hafi verið óhappatilvik sem stefndu gætu ekki borið ábyrgð á
Ákærði, sem játaði brot sín, dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð þjófnaðarbrot, brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nytjastuld og umferðarlagabrot.
Ákærðu sem játuðu brot sín dæmdir til fangelsisrefsingar fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og auðgunarbrot. Var um að ræða hegningarauka við fyrra dóma.