Ákærði var sakfelldur fyrir þjófnað, fíkniefna- og vopnalagabrot og umferðarlagabrot. Brot ákærða voru rof á skilyrði reynslulausnar fyrri dóms og voru eftirstöðvar refsingar dæmdar upp. Var ákærða gert að sæta fangelsi í 2 ár og 8 mánuði, áréttuð var ævilöng svipting ökuréttinda ákærða ásamt því að honum var gert að sæta upptöku á fíkniefnum og vopni.