Fallist var á launakröfu stefnanda að hluta, með vísan til þess að þrátt fyrir ákvæði kjarasamninga og ráðningarsamninga um fasta yfirvinnu stefnanda, þá hafi þó sannanlega um nokkurn tíma komist á það fyrirkomulag, með vilja og vitund næsta yfirmanns stefnanda, sem hélt utan um vinnu stefnanda af hálfu stefndu, að stefnandi gat nýtt sér skráða umframtíma til frítöku með samþykki yfirmannsins og taldist stefnandi því hafa haft réttmætar væntingar til þess að fá þá uppsöfnuðu umframvinnu þannig greidda. Var þó fallist á röksemdir stefndu varðandi það hvernig reikna bæri út launakröfuna, m.t.t. þess að umræddir umframtímar stefnanda voru þá jafnan einungis notaðir þannig í frítöku á móti dagvinnutímum og féllu auk þess til á mismunandi tímabilum m.t.t. launataflna.