Ákærðu, sem játuðu sök, báðar sakfelldar fyrir líkamsárás og eignaspjöll og ákærða X einnig sakfelld fyrir tvær aðrar líkamsárásir. Var ákærða X dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, en ákvörðun refsingar ákærðu Y frestað skilorðsbundið í tvö ár. Ákærðu jafnframt gert að greiða brotaþola bætur í samræmi við samkomulag þar um.