Stefnandi slasaðist þegar hann féll niður stiga við vinnu sína um borð í frystitogara sem var í tímabundum sérverkefnum í tengslum við verkefni fyrir erlenda hafrannsóknarstofnun. Ágreiningur reis um óvinnufærni stefnanda, hversu lengi hún hefði staðið yfir og hvort hana mætti rekja til vinnuslyssins eða fyrra heilsufars. Þá var deilt um við hvaða laun ætti að miða og hvort stefnandi hefði fyrirgert rétti sínum vegna tómlætis. Talið að stefnandi hefði sýnt fram á óvinnufærni í þrjá mánuði frá slysinu sem ætti rót sína að rekja til þessa slyss. Kröfu stefnanda um staðgengilslaun sem miðuðust við aflahlut var hafnað, enda væru þau í ósamræmi við það starf sem hann var ráðinn til að sinna og þau ráðningakjör sem hann samdi um. Hafnað var að réttur hans væri fallin niður fyrir tómlæti Var stefnda gert að greiða stefnanda tveggja mánaða staðgengilslaun miðað við umsamið dagvinnukaup auk eins mánaða kauptryggingu.