Stefnandi krafðist aðallega að viðurkennd yrði bótaskylda Sjúkratrygginga Íslands úr sjúklingatryggingu og til vara að íslenska ríkið bæri bótaábyrgð á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttarins vegna vanrækslu við meðferð og greiningu á HIV smiti stefnanda. Stefndu voru sýknaðir, Sjúkratryggingar Íslands þar sem krafa á hendur honum væri fyrnd og íslenska ríkið þar sem ekki væri sannað að starfsmenn viðkomandi heilbrigðisstofnana hafi sýnt af sér saknæma háttsemi sem hafi valdið stefnanda tjóni.