Kaupendur sitt hvorrar íbúðar í í nýbyggðu parhúsi höfðuðu mál á hendur seljanda, sem jafnframt var byggingaraðili hússins, byggingarstjóra, húsasmíðameistara, aðalhönnuði hússins og tryggingarfélagi á grundvellinbsp; ábyrgðartryggingar byggingarstjóra og hönnuðar og kröfðust greiðslu skaðabóta in solidum úr hendi stefndu vegna umfangsmikilla galla í báðum eignarhlutum hússins og í sameign. Jafnfamt var krafist að seljanda yrði gert skylt að gefa út afsal fyrir báðum eignarhlutunum á grundvelli skuldajafnaðar á eftirstöðvum kaupverðs. Fallist var á skaðabótakröfu á hendur byggingaraðila og seljanda parhússins að mestu leyti og á hendur aðalhönnuði og tryggingarfélginu vegna galla á þaki hússins. Byggingarstjóri og tryggingarfélagið vegna ábyrgðartryggingar hans og húsasmíðameistari voru sýknaðir af kröfum stefnenda. Þá var seljanda gert skylt að gefa út afsal til stefnenda fyrir báðum eignarhlutunum enda fjártjón stefnenda talsvert hærra en ógreiddar eftirstöðvar kaupverðs.