Ungur karlmaður var sakfelldur fyrir innflutning á tæplega sjö kílóum af maríhúana og dæmdur í sjö mánaða fangelsi. Var langstærstur hluti þeirrar refsingar skilorðsbundin til tveggja ára.
Ákærði dæmdur í 7 ára fangelsi og til greiðslu miskabóta fyrir tilraun til manndráps, skv. 211. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, gegn tveimur.
Einn ákærðu sakfelldur fyrir ræktun samtals 275 kannabisplantna í sölu- og deifingarskyni í tveimur kannabisræktunum. Fjórir aðrir sakfelldir fyrir hlutdeild og tilraun til hlutdeildar vegna annarrar ræktunarinnar. Ákvörðun refsingar tók mið af töf á rannsókn og útgáfu ákæru.
Krafist var skaðabóta úr ríkissjóði vegna handtöku, nauðungarvistunar og tengdra atvika. Sýknað var af miskabótakröfum en kröfu um bætur fyrir fjártjón var vísað frá dómi sökum vanreifunar.
Stefnandi höfðaði málið til innheimtu skuldar samkvæmt reikningi. Stefndi var sýknaður þar sem talið var að skuldin hefði fallið niður með samningi milli aðila
Stefnandi krafði stefnda um bætur úr ábyrgðartryggingu vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir þegar hann var að fara út úr flugvél sem var inni í flugskýli. Stefnandi stökk út úr flugvélinni niður á stigapall sem mun hafa verið í 60-70 cm minni hæð en dyraop vélarinnar. Það gerði stefnandi vegna þess að ekki var laus trappa ofan á stigapallinum, eins og vanalegt var. Talið var ósannað að slysið hefði orsakast af saknæmri háttsemi vátryggingartaka. Stefndi var því sýknaður af kröfum stefnanda.
Ákærði sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Dæmdur í 6 mánaða fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt, um var að ræða skilorðsrof og var refsing samkvæmt fyrri dómi dæmd upp.
Fallist var á kröfu um viðurkenningu á skaðabótaábyrgð stefnda og greiðsluskyldu í samræmi við ákvæði skaðabótalaga vegna líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir í sjóvinnuslysi sem ekki fékkst bætt úr lögboðinni tryggingu.
Viðurkennd var skaðabótaskylda stefnda gagnvart stefnanda vegna fjártjóns sökum þess að forleiguréttur stefnanda samkvæmt leigusamningi var ekki virtur.
Stefnandi lýsti yfir riftun á kaupum á gólfþvottavél vegna galla. Deilt var um í málinu hvort að bindandi samningur hafi komist á um kaup stefnanda á gólfþvottavélinni af stefnda á grundvelli stöðuumboðs starfsmann stefnda. Fallist var á með stefnda að starfmaður stefnda hafi farið út fyrir umboð sitt þegar hann seldi stefnanda vélina og var því stefndandi sýknaður á grundvelli aðildarskorts.
Stefnandi krafði stefnda um endurgreiðslu á fjárhæð sem hann hafði innt af hendi fyrir 20 tonna tollkvóta vegna innflutnings alifuglakjöts þar sem honum var ókleift að flytja inn umrætt magn innan gildistíma tollkvótans vegna atvika sem tengdust pólskum framleiðanda alifuglakjöts. Ekki var fallist á með stefnanda að hann hefði ofgreitt stefnda vegna umrædds tollkvóta þar sem hann öðlaðist þau tímabundnu réttindi sem falin voru í tollkvótanum og bar stefndi ekki ábyrgð á því að stefnanda var ókleift að nýta sér allan úthlutaðan tollkvóta innan gildistíma hans.
Fallist var á að seljendum fasteignar bæri að greiða kaupendum skaðabætur vegna galla, sem fólst í umtalsverðum músagangi, sem sannað þótti að seljendur hefðu vitað um við söluna en látið hjá líða að veita kaupendum upplýsingar um.
Ákærðu sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald. Ákærði S dæmdur í 18 mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár, gert að greiða sekt í ríkissjóð og jafnframt gert að sæta atvinnurekstrarbanni í tvö ár. Ákærði Ó dæmdur í fimm mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár og gert að greiða sekt í ríkissjóð en greiðslu helmings sektarinnar var frestað skilorðsbundið í þrjú ár.
Tryggingafélag sýknað af mögulegri viðbótarkröfu tjónþola um bætur vegna tímabundins atvinnutjóns og kröfu um miskabætur samkvæmt a-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 þar sem þær kröfur tjónþola þóttu hvað sem öðru liði vera fyrndar samkvæmt 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sem í gildi voru á slysdegi.