Stefnandi krafðist ómerkingar ummæla sem stefndi hafði uppi á Facebook-síðu sinni og í smáskilaboðum til eiginmanns stefnanda. Jafnframt krafðist stefnandi miskabóta úr hendi stefnda vegna sömu ummæla og þess að stefndi yrði dæmdur til refsingar vegna þeirra. Ummælin á Facebook-síðu stefnda sneru m.a. að því að stefnandi hefði stolið frá stefnda og fleirum og svikið þá í tengslum við rekstur aðila á veitingastað og sölu þess rekstrar, falsað undirritun stefnda o.fl. Ummælin sem stefndi sendi í smáskilaboðum sneru m.a. að meinum skattundanskotum stefnanda, auk þess sem hann óskaði eftir samtali um persónuleg málefni. Fallist var á ómerkingu þeirra ummæla stefnda sem sneru að fölsun undirritunar hans og jafnframt á skyldu stefnda til að greiða stefnanda miskabætur vegna þeirra. Að öðru leyti var stefndi sýknaður af kröfum stefnanda.