Stefnandi rekur happdrættisvélar samkvæmt samningi við stefnda. Deilt var um hvort stefndi hefði brotið á stefnanda með því að semja við hann um hlutfallslega lægra endurgjald fyrir reksturinn en suma aðra rekstraraðila slíkra véla og stefnandi ætti því rétt til skaðabóta úr hendi stefnda. Hafnað var sjónarmiðum stefnanda um að stefndi hefði í þessum efnum brotið jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar eða þá reglu að ákvarðanir stjórnvalda skuli byggðar á málefnalegum sjónarmiðum. Öðrum sjónarmiðum stefnanda um að stefndi hefði brotið á rétti stefnanda, honum til tjóns, var sömuleiðis hafnað. Stefndi var því sýknaður af kröfum stefnanda.