Ákærða var sakfelld fyrir manndráp og stórfellt ofbeldi í nánu sambandi gagnvart áttræðum föður sínum, sem og sakfelld fyrir meiri háttar líkamsárás og stórfellt ofbeldi í nánu sambandi gagnvart sjötugri móður sinni og dæmd í 16 ára fangelsi. Frá þeirri refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærðu frá 11. apríl 2025. Ákærða var jafnframt dæmd til að greiða hálfbróður sínum 2.000.000 króna miskabætur. Vísað var frá dómi kröfu bróðurins um að ákærða skuli svipt erfðarétti eftir föður þeirra. Þar sem ákærða var sýknuð af hluta sakargifta var sakarkostnaði skipt, þó þannig að ákærða var dæmd til að greiða allan útlagðan kostnað ákæruvaldsins.