Stefnandi krafði fóstur/vistunarforeldra sín um miskabætur vegna andlegs og líkamlegs tjóns er hún kvaðst hafa orðið fyrir á heimili þeirra. Ósannað var að stefndu hefðu beitt stefnanda slíku ofbeldi að skaðabótaskyldu varðaði. Sýkna og stefnandi dæmd til að greiða stefndu málskostnað.
Hafnað var kröfu innflutningsaðila á pizzaosti um að fellt yrði úr gildi bindandi álit tollgæslustjóra um tollflokkun vörunnar. Í niðurstöðu héraðsdóms var einkum vísað til bindandi fordæmis frá Landsrétti um tollflokkun sömu vöru.
Ákærði sakfelldur fyrir umferðar- og fíkniefnlagabrot. Um var að ræða rof á skilorði fyrra dóms sem var dæmt upp, ákærði dæmdur í 5 mánaða fangelsi og sviptur ökruétti í 5 ár.
Stefnandi krafði stefndu um greiðslu þess sem eftir stóð af umsömdu kaupverði fasteignar. Fallist var á að stefnda ætti gagnkröfu til skuldajafnaðar gegn stærstum hluta kröfunnar vegna afhendingardráttar og galla á fasteigninni. Því var einungis fallist á kröfu stefnanda að hluta.