Stefndi var sýknaður af kröfu stefnenda um endurgreiðslu hluta af þeim vöxtum sem þau höfðu greitt af láni samkvæmt skuldabréfi sem þau tóku hjá stefnda og bar breytilega vexti sem stefndi lækkaði tíu sinnum á lánstímanum sem varði í 18 mánuði. Ekki var fallist á að skilmáli skuldabréfsins sem fjallaði um aðferð stefnda við að breyta vöxtunum væri í andstöðu við 2. málslið 1. mgr. 34. gr. laga nr. 18/2016 um húsnæðislán til neytenda og væri af þeim sökum ógildur, sbr. 36. gr. og 36. gr. c í lögum nr. 7/2936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Talið var jafnframt ósannað stefnendur hefðu orðið fyrir fjárhagstjóni eða sætt lakari kostum en aðrir lántakendur hjá stefnda.