Ákærði var dæmdur í fangelsi í níu mánuði fyrir ýmis brot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Með hliðsjón af takmörkuðum sakaferli ákærða og skýlausri játningu hans var refsingin skilorðsbundin til tveggja ára. Ákærða var einnig gert að greiða brotaþola miskabætur.