Deilt var um það hvort stefnda, sveitarfélagi, hefði verið rétt að innheimta gatnagerðargjöld samkvæmt a- eða b-lið 2. mgr. 3. gr. laga nr. 153/2006 í kjölfar deiliskipulagsbreytingar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið um að ræða úthlutun eða sölu lóðar eða byggingarréttar og því hefði b-liðurinn átt við. Stefnda var gert að endurgreiða oftekin gatnagerðargjöld í samræmi við lög nr. 150/2019.
Stefnandi, sem var nemi í matreiðslu, krafðist leiðréttingar launa á þeirri forsendu að hann hefði í reynd gegnt stöðu vaktstjóra. Þeirri kröfu var hafnað, sem og kröfu hans um sérstaka greiðslu vegna vinnuferðar erlendis.
Ákærðu voru báðir sakfelldir fyrir rán og annar þeirra að auki fyrir að aka bifreið undir áhrifum sviptur ökurétti, vörslur fíkniefna og vopnalagabrot. Ákæru vegna peningaþvættis vísað frá dómi.
Ákærði sakfelldur fyrir hótanir í garð tveggja einstaklinga, líkamsárás sem varðar við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, aðra líkamsárás sem varðar við 1. mgr. 218. gr. sömu laga og vopnalagabrot. Dæmdur til greiðslu miskabóta.
Ákærði sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og brot á kynferðislegri friðhelgi brotaþola með því að útbúa, án samþykkis hennar, kynferðislegt myndefni.