A var gert skylt að flytja, ásamt öllu því sem honum tilheyrði, út úr íbúð að tilgreindu heimilisfangi innan eins mánaðar frá dómsuppsögu. Var niðurstaðan á því reist að sannað þætti að A hefði brotið gegn skyldum sínum gagnvart öðrum eigendum og afnotahöfum í húsinu samkvæmt lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús og að áskorun húsfélags hússins, um að hann tæki upp betri siði, hefði ekki borið árangur.