X var sakfelldur fyrir nokkurn fjölda hegningarlagabrota, auka umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Við ákvörðun refsingar var m.a. tekið mið af greiðri játningu ákærða fyrir dómi, því að brotin voru flest framin fyrir um eða yfir fjórum árum og að ákærði er nú að reyna að snúa lífi sínu til betri vegar. Þótti refsing hæfilega ákveðin fangelsi í 14 mánuði, skilorðsbundið í tvö ár.