Áður en H og I gengu í hjúskap gerðu þau með sér kaupmála þar sem tilteknar eignir voru gerðar að séreign I. Eftir andlát I skiptu H og stefnendur, börn I, með sér séreignum hennar í réttum hlutföllum en að öðru leyti sat H áfram í óskiptu búi eftir I. Við andlát H gengu börn hans, stefndu, frá einkaskiptum án þess að skipt væri móðurarfi eftir I til barna hennar. Stefnendur höfðuðu því mál þetta gegn stefndu til heimtu réttmæts móðurarfs. Fallist var á aðalkröfu stefnenda í málinu og voru stefndu, hvert um sig, dæmd til að greiða stefnendum, hverju um sig, umkrafðar fjárhæðir á grundvelli 3. mgr. 95. gr., sbr. 2. mgr. 84. gr., laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl.