Ákærði var sakfelldur fyrir hylmingu og brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og dæmdur til tveggja mánaða fangelsisrefsingar. Þá var ákærða gert að sæta upptöku á haldlögðum 1,82 grömmum af amfetamíni, 0,73 grömmum af kókaíni og 0,29 grömmum af tóbaksblönduðum kannabisefnum.Við ákvörðun refsingar ákærða var m.a. litið til þess að hann játaði brot sitt greiðlega fyrir dómi og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins án undanbragða.