Útgerðarfélag var sýknað af launakröfu háseta á frystiskipi þar sem ekki var fallist á að skriflegur ráðningarsamningur milli útgerðar og hásetans hafi brotið gegn ákvæðum laga og kjarasamninga um lágmarkslaun og lágmarkskjör skipverja.
Karlmaður var sakfelldur fyrir fjölmög kynferðisbrot gagnvart barnungri frænku sinni, auk annarra kynferðisbrota og dæmdur í 3 ára óskilorðsbundið fangelsi. Horfði til refsilækkunar að ákærði var ekki orðinn 18 ára þegar hann braut gegn stúlkunni. Ákærði var jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 4.000.000 króna miskabætur.
Ákærði var dæmdur til 30 daga skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 20. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr., umferðarlaga nr. 77/2019.
Ákærðu voru sakfelldir fyrir peningaþvætti í félagi og hvor þeirra um sig dæmdur til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Þá var ákærðu gert að sæta upptöku á haldlögðum fjármunum.
Kaupendur einbýlishúss höfðuðu skaðabótamál á hendur seljendum hússins og löggiltum fasteignasala sem hafði milligöngu um kaupin. Seljendur höfðuðu á móti mál á hendur kaupendum og kröfðust 5.000.000 króna lokagreiðslu samkvæmt kaupsamningi gegn útgáfu afsals. Málin voru sameinuð og dæmd í einu lagi. For svo að kaupendur voru sýknaðir að svo stöddu af kröfum seljenda þar sem ekki var búið að efna þann hluta kaupsamnings er laut að viðgerðum á steinvegg á lóðarmörkum við nágrannahús. Seljendur voru talin bera hlutlæga ábyrgð gagnvart kaupendum vegna gáleysis fasteignasalans við upplýsingagjöf um fasteignina, en ekki stofnaðist þó til skaðabótaskyldu seljenda þar sem fasteignasalinn hafði lögboðna starfsábyrgðartryggingu fasteignasala. Var hann því einn dæmdur til að greiða kaupendum tæpar 9.000.000 króna í skaðabætur og 2.500.000 krónur í málskostnað. Dómkrafa kaupenda var sú að þeim yrði bætt ríflega 15.000.000 króna fjártjón.
Ákærði var dæmdur til 12 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 á tilgreindu tímabili. Þá var ákærði dæmdur til að greiða brotaþolum miskabætur.
Ákærði sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll og dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu miskabóta.
Ákærða var gefið að sök að aka ökutæki undir áhrifum ávana-og fíkniefna án gildra ökuréttinda. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins og var málið dæmt í fjarveru hans með vísan til 161. gr. laga nr. 88/2008. Ákærði var dæmdur í fangelsi í 30 daga og til að sæta ævilangri sviptingu ökuréttinda.
Ákærða gefið að sök að aka ökutæki undir áhrifum áfengis sviptur ökuréttindum. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins og var málið dæmt í útivist með vísan til 161. gr. laga nr. 88/2008.