J ehf. höfðaði mál á hendur A og krafði hana um greiðslu reiknings vegna flutningsþjónustu. A krafðist sýknu á þeim forsendum að eigandi B, eigandi J ehf., hefði veitt henni þjónustuna sem vinagreiða og að um endurgjaldslausa þjónustu hafi verið um að ræða. Í ljósi gagna málsins og framburða aðila fyrir dómi taldist ósannað að B hafi lofað A endurgjaldslausri aðstoð við flutninga en hins vegar þótti sannað að hann hefði lofað henni afslætti. Var A með dómi héraðsdóms dæmdur afsláttur úr hendi J ehf. að álitum og henni gert að greiða tæplega helming þeirrar fjárhæðar sem útgefinn reikningur hljóðaði á um.