Fallist var á að gera mætti fjárnám hjá gerðarþola fyrir kröfum gerðarbeiðanda. Ágreiningur málsins snéri einkum að því hvort ákvæði b-liðar 2. mgr. 1. gr. Lúganósamningsins, sbr. lög nr. 7/2011 um dómsvald og viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum, og fjalla um undanþágur frá ákvæðum samningsins, m.a. um "gjaldþrot", ættu að standa því í vegi að fjárnám mætti fram fara.