Karlmaður var sakfelldur fyrir framleiðslu, öflun og vörslur á þremur ljósmyndum sem sýndu annars vegar tölvugert "barn" og hins vegar raunverulegt barn á kynferðislegan hátt og gerð 100.000 króna fésektarrefsing. Ákærði var á hinn bóginn sýknaður af stærstum hluta sakarefnis, sem laut að myndatöku af kynlífsdúkkum.