Sunnudaginn 10. september 2023 varð nær árekstur milli gámaflutningaskipsins VERA D og farþegaskipsins ARCTIC ROSE á Engeyjarsundi og hlaust umtalsvert tjón þegar gámaskipið tók niðri á grynningum við Akureyjarrif. Eigandi gámaskipsins og erlent vátryggingafélag höfðuðu skaðabótamál á hendur eiganda farþegaskipsins og kröfðust skaðabóta úr hans hendi. Fjölskipaður héraðsdómur féllst á að eigandi farþegaskipsins væri skaðabótaskyldur og dæmdi hann til að bæta stefnendum 1/5 hluta tjóns.