• Lykilorð:
  • Endurgreiðslukrafa
  • Gjaldþrotaskipti
  • Skaðabætur

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjaness miðvikudaginn 17. janúar í máli nr. E-381/2017:

Guðmundur Þór Gunnarsson þb.

(Árni Ármann Árnason hrl)

gegn

Jóhönnu Kristínu Gústavsdóttur

(Gunnar Sturluson hrl.)

 

 

Mál þetta, sem þingfest var 5. apríl 2017og dómtekið 12 desember sl. var höfðað með stefnu, birtri 23. mars 2017.

            Stefnandi er þrotabú Guðmundar Þórs Gunnarssonar, kt. 000000-0000, Tjarnargötu 36, Reykjavík. Stefnda er Jóhanna Kristín Gústavsdóttir, kt. 000000-0000, Kópavogsbarði 18, Kópavogi. 

            Stefnandi gerir þá dómkröfu að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 85.009.616 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 5. maí 2017, sbr. ákævði III. kafla vaxtalaga nr.  38/2001, einkum 1. mgr. 6. gr. og 9. gr. laganna.

            Til vara krefst stefnandi þess að stefnda verði dæmdi til að greiða stefnanda 74.678.599 krónur ásamt dráttarvöxtum frá þingfestingardegi 5. apríl 2017, sbr. ákvæði III: kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna.

            Til þrautavara krefst stefnandi að rift verði með dómi, greiðslum þrotamanns í þágu stefndu að fjárhæð alls 27.188.654 krónur sem áttu sér stað á tímabilinu frá 26. júí 2012 til úrskurðardags 14. júlí 2016 en um er að ræða eftirfarandi greiðslur.

Greiðslur frá stefnanda í þágu stefndu vegna framkvæmda á Haustakri 3, 210 Garðabæ    

1)         2.000.000       kr.        frá        26. júlí 2012                           

2)          2.000.000       kr.        frá        27. júlí 2012                           

3)          1.188.000       kr.        frá        31. júlí 2012                           

4)          2.348.689       kr.        frá        1. ágúst 2012                          

5)          394.824          kr.        frá        1. ágúst 2012                          

6)          1.000.000       kr.        frá        20. ágúst 2012                        

7)          925.000          kr.        frá        20. ágúst 2012                        

8)          2.000.000       kr.        frá        21. ágúst 2012                        

9)          343.157          kr.        frá        21. ágúst 2012                        

10)        1.787              kr.        frá        21. ágúst 2012                        

11)        584.353          kr.        frá        28. ágúst 2012                        

12)        934.238          kr.        frá        11. september 2012                            

13)        700.794          kr.        frá        11. september 2012                            

14)        89.739            kr.        frá        11. september 2012                            

15)        604.000          kr.        frá        24. september 2012                            

16)        2.000.000       kr.        frá        5. október 2012                                  

17)        54.969            kr.        frá        8. október 2012                                  

18)        877.995          kr.        frá        8. október 2012                                  

19)        208.000          kr.        frá        23. október 2012                                

20)        126.865          kr.        frá        16. maí 2013                          

Greiðslur frá stefnanda inn á skuldabréf í þágu stefndu                                                       

21)        263.147          kr.        frá        19. nóvember 2012                            

22)        114.690          kr.        frá        1. mars 2013                           

23)        114.515          kr.        frá        27. mars 2013                         

24)        114.339          kr.        frá        30. apríl 2013                         

25)        114.163          kr.        frá        31. maí 2013                          

26)        114.042          kr.        frá        1. júlí 2013                             

27)        60.783            kr.        frá        16. júlí 2013                           

28)        77.541            kr.        frá        1. ágúst 2013                          

29)        113.866          kr.        frá        1. ágúst 2013                          

30)        113.691          kr.        frá        30. ágúst 2013                        

31)        77.424            kr.        frá        4. september 2013                              

32)        113.515          kr.        frá        1. október 2013                                  

33)        77.306            kr.        frá        4. október 2013                                  

34)        113.339          kr.        frá        1. nóvember 2013                              

35)        77.189            kr.        frá        8. nóvember 2013                              

36)        275.497          kr.        frá        19. nóvember 2013                            

37)        113.163          kr.        frá        29. nóvember 2013                            

38)        77.072            kr.        frá        2. desember 2013                               

39)        112.988          kr.        frá        31. desember 2013                             

40)        76.955            kr.        frá        6. janúar 2014                        

41)        112.812          kr.        frá        31. janúar 2014                                  

42)        76.838            kr.        frá        12. febrúar 2014                                 

43)        112.636          kr.        frá        28. febrúar 2014                                 

44)        76.721            kr.        frá        24. mars 2014                         

45)        76.603            kr.        frá        1. apríl 2014                           

46)        112.460          kr.        frá        1. apríl 2014                           

47)        112.284          kr.        frá        30. apríl 2014                         

48)        76.486            kr.        frá        2. maí 2014                            

49)        112.109          kr.        frá        30. maí 2014                          

50)        76.369            kr.        frá        10. júní 2014                          

51)        111.933          kr.        frá        1. júlí 2014                             

52)        76.252            kr.        frá        2. júlí 2014                             

53)        111.757          kr.        frá        1. ágúst 2014                          

54)        76.135            kr.        frá        18. ágúst 2014                        

55)        111.581          kr.        frá        1. september 2014                              

56)        76.017            kr.        frá        15. september 2014                            

57)        111.405          kr.        frá        1. október 2014                                  

58)        75.900            kr.        frá        2. október 2014                                  

59)        111.230          kr.        frá        31. október 2014                                

60)        75.783            kr.        frá        11. nóvember 2014                            

61)        75.666            kr.        frá        1. desember 2014                               

62)        111.054          kr.        frá        1. desember 2014                               

63)        288.163          kr.        frá        16. desember 2014                             

64)        341.736          kr.        frá        4. febrúar 2015                                   

65)        199.983          kr.        frá        11. mars 2015                         

66)        201.315          kr.        frá        8. apríl 2015                           

67)        203.335          kr.        frá        6. maí 2015                            

68)        203.620          kr.        frá        1. júní 2015                            

69)        206.242          kr.        frá        30. júní 2015                          

70)        210.905          kr.        frá        6. ágúst 2015                          

71)        211.248          kr.        frá        31. ágúst 2015                        

72)        212.375          kr.        frá        5. október 2015                                  

73)        211.591          kr.        frá        2. nóvember 2015                              

74)        221.199          kr.        frá        2. desember 2015                               

75)        151.413          kr.        frá        28. desember 2015                             

76)        221.470          kr.        frá        5. janúar 2016                        

77)        222.179          kr.        frá        1. febrúar 2016                                   

78)        220.885          kr.        frá        3. mars 2016                           

79)        222.418          kr.        frá        5. apríl 2016                           

80)        223.229          kr.        frá        6. maí 2016                            

81)        223.383          kr.        frá        2. júní 2016                            

82)        224.299          kr.        frá        29. júní 2016  

Að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda samtals 27.188.654 kr. ásamt dráttarvöxtum frá þingfestingardegi 5. apríl 2017, sbr. ákvæði III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna.

Þrautaþrautavarakrafa stefnanda er að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefndu gagnvart stefnanda vegna fjártjóns stefnanda sem hlaust af ólögmætri og saknæmri ráðstöfun stefndu á þeim hluta söluandvirðis sem var umfram skuldir við sölu á fasteigninni Hjálmakur 8 sem seld var með kaupsamningi þann 31. maí 2011.

Að auki gerir stefnandi þá dómkröfu að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu auk virðisaukaskatts.

Stefnda krefst aðallega að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hans hendi að viðbættum virðisaukaskatti en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og málskostnaður látinn niður falla.

            Aðalmeðferð málsins fór fram 12. desember sl. og var málið dómtekið að málflutningi loknum.

Málsatvik.

Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, dags 14. júlí 2016 var bú Guðmundar Þórs Gunnarssonar, kt. 000000-0000, tekið til gjaldþrotaskipta og Árni Ármann Árnason, hrl., skipaður skiptastjóri þrotabúsins. Skiptabeiðandi var Banque Havilland (hér eftir einnig nefndur ,,bankinn“) sem staðsettur er í Lúxemborg. Kröfuna eignaðist skiptabeiðandi frá Kaupthing Bank Luxembourg sem var dótturfyrirtæki Kaupþings banka hf. á Íslandi. Skiptabeiðandi krafðist gjaldþrotsins á grundvelli kröfu sinnar skv. stefnu sem árituð var í Héraðsdómi Reykjaness þann 23. júní 2015. Gert var árangurslaust fjárnám fyrir kröfunni hjá þrotamanni þann 29. mars 2016 sem var fylgt eftir með gjaldþrotaskiptabeiðni sem móttekin var þann 4. apríl 2016 hjá Héraðsdómi Reykjaness og telst sá dagur frestdagur í þrotabúinu. Fjárhæð kröfu gerðarbeiðanda skv. gjaldþrotaskiptabeiðninni er 234.610.892 krónur.  Skiptastjóri gaf út innköllun til kröfuhafa sem birt var í Lögbirtingablaðinu þann 27. júlí 2016. Í innkölluninni kom fram að skiptafundur í þrotabúinu yrði haldinn þann 29. september 2016. Á kröfulýsingarfresti var lýst tveimur kröfum í þrotabúið og var önnur þeirra frá skiptabeiðanda og hin kröfulýsingin var frá Kviku banka hf. Krafa skiptabeiðanda er ótryggð og lýst sem almennri kröfu en krafa Kviku banka hf. er að nær öllu leyti veðtryggð og lýst sem slíkri. Þegar kröfulýsingar höfðu borist útbjó skiptastjóri kröfuskrá þar sem tekin var afstaða til krafnanna að hluta.       

Við könnun skiptastjóra á fjárreiðum og eignum þrotamanns kom í ljós að þrotamaður tengdist viðamiklum og fjölmörgum fasteignaviðskiptum með íbúðarhúsnæði en þrátt fyrir það var þrotamaður ekki skráður fyrir neinni fasteign né öðrum eignum við gjaldþrotaúrskurð heldur var íbúðarhús það sem hann bjó í alfarið í eigu eiginkonu hans sem er stefnda í þessu máli. Við könnun á fjárreiðum búsins kom einnig í ljós að eiginkona hans hafði í gegnum árin haft litlar sem engar tekjur en þrotamaður hafði verið hálaunamaður á þeim tíma sem fasteignirnar höfðu verið keyptar.

Þann 18. október 2007 keypti Guðmundur og eiginkona hans einbýlishús við Hjálmakur 8 í Garðabæ fyrir 149.000.0000 krónur. Eignin var á byggingarstigi og átti stærstur hluti kaupverðsins að greiðast á árinu 2008. Á afsali fyrir eigninni sem gefið var út þann 12. maí 2009 eru Guðmundur og eiginkona hans hvort um sig skráð fyrir 50% eignarhlut.

Þann 9. maí 2008 falaðist Guðmundur, sem gegndi starfi viðskiptastjóra á útlánasviði hjá Kaupþingi banka hf. á Íslandi,  eftir því að fá lán hjá Kaupthing Bank Luxembourg til að geta staðið við kaupsamningsgreiðslurnar. Var Guðmundur með á árinu 2007 8.624.000 krónur í mánaðarlaun samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Lánsbeiðnin hljóðaði upp á fjárhæð að jafnvirði 38.500.000 krónur. Var lánsbeiðnin samþykkt samdægurs. Farið var þess á leit að gengið yrði frá lánssamningi um lánveitinguna, en beðið var um ádrátt á lánið áður en búið var að ganga frá skjalagerðinni og því ekki fylgt eftir að hún yrði kláruð. Þann 15. maí 2008 var gengið frá láninu til Guðmundar og var lánsfjárhæðin 38.201.225 krónur greidd út. Ekki var gengið frá neinum formlegum tryggingum fyrir láninu.

Þann 6. júní 2008 fékk Guðmundur aftur lán að fjárhæð 17.101.200 krónur.  Þriðja og síðasta lánið til Guðmundar að fjárhæð 27.001.250 krónur, var afgreitt til hans þann 17. júlí 2008. Heildarskuld Guðmundar við bankann var því  82.303.675 krónur án trygginga. Framangreindar fjárhæðir voru lánaðar í erlendum myntum. Í kjölfar bankahrunsins sem varð seinni hluta ársins 2008 veiktist íslenska krónan mjög mikið sem varð til þess að lán þrotamanns við bankann hækkaði verulega.

Í skattframtali Guðmundar og stefndu vegna tekjuársins 2008 er talin fram skuld við Kaupthing bank Luxembourg vegna fasteignakaupa út af Hjálmakri 8 og er skuldin þar sögð vera 129.186.018 krónur.

Lán Kaupthings bank var gjaldfellt 20. maí 2009 og reikningsviðskiptum sagt upp við Guðmund. Í framhaldi af gjaldfellingunni hittust Guðmundur og bankinn á fundi þann 2. október 2009, til að ræða um uppgjör á skuldbindingunni. Eftir þann fund sendi Guðmundur bankanum bréf sem barst með tölvupósti þann 13. október 2009. Í bréfinu er farið yfir eignir og skuldir Guðmundar og komið með tillögu að uppgjöri með verulegum afslætti af fjárkröfu bankans. Í bréfinu er m.a. komið inn á það að verðmæti fasteignar þrotamanns við Hjálmakur sé að hans mati 80.000.000 krónur og einnig er komið inn á það að eiginkona Guðmundar sé ekki að vinna. Með bréfi bankans sem dagsett var þann 21. október 2009 var tillögu Guðmundar um uppgjör hafnað og þess krafist að hann endurgreiddi lánið að fullu.

Þann 10. júlí 2009 var Kaupthing Bank Luxembourg skipt upp í tvær einingar, annars vegar PILLAR SECURISATION S.A.R.L. OG BANQUE HAVILLAND S.A. hins vegar. Síðarnefndi aðilinn eignaðist kröfuna á Guðmund. Bankinn hóf innheimtuaðgerðir á árinu 2010. Hóf HAVILLAND innheimtumál gegn Guðmundi á árinu 2010. Á sameiginlegu skattframtali Guðmundar og stefndu fyrir tekjuárið 2009 er talin fram skuld við við Banque Havilland að fjárhæð 143.399.064 krónur vegna fasteignakaupa að Hjálmakri 8. Á sameiginlegu skattframtali vegna tekjuársins 2010 er skuld við Banque Havilland að fjárhæð 122.608.272 krónur talin fram vegna fasteignakaupa að Hjálmakri 8.

Þann 31. maí 2011 seldu Guðmundur og stefnda einbýlishúsið við Hjálmakur 8 í Garðabæ fyrir 133.000.000 krónur. Afsal vegna sölunnar var síðan gefið út þann 2. nóvember 2011. Við söluna voru áhvílandi skuldir á eigninni 47.990.384 krónur og var því mismunur á söluverði og áhvílandi lánum 85.009.616 krónur. 

Sama dag eða þann 31. maí 2011 keypti stefnda einbýlishúsalóð við Haustakur 3 í Garðabæ. Stefnda var skráð fyrir 100% eignarhluta og var kaupverðið 12.000.000 krónur.

Þau hjón skiluðu sameiginlegu framtali 2012 vegna tekjuársins ársins 2011 þar sem ekki er gerð grein fyrir skuldinni við Banque Havilland. Fylgiskjal 3.02 með þeirri skýrslu er yfirlit um kaup og sölu eigna. Þar kemur fram að Guðmundur sjálfur keypti lóðina við Haustakur 3 í Garðabæ fyrir 12.000.000 króna.

Þann 7. mars 2012 vísaði áfrýjunardómstóllin í Lúxemborg málinu frá þar sem hann taldi að það ætti heima hjá íslenskum dómstólum.

Guðmundur og stefnda skiluðu sameiginlegu framtali 2013 vegna tekjuársins ársins 2012. Fylgiskjal 3.03 með sömu skýrslu er húsbyggingarskýrsla vegna Haustakurs 3 sem er eingöngu sett fram í nafni Guðmundar en ekki stefndu. Ekki var getið neinnar skuldar við Banque Havilland í þessari skattskýrslu. Þar sem innheimtumáli Banque Havilland hafði verið frávísað hjá dómstólnum í Lúxemborg stefndi bankinn því málinu á Íslandi og var stefnan þingfest þann 16. september 2015 og var hún síðan árituð þann 21. janúar 2016. Sú áritun varð grundvöllur árangurslauss fjárnáms hjá Guðmundi þann 29. mars 2016. Fjárnámið leiddi síðar til þess að bú Guðmundar var tekið til gjaldþrotaskipta. Þann 23. maí 2016 seldi stefnda einbýlishús við Haustakur 3 í Garðabæ fyrir 125.000.000 krónur. Stefnda var skráð 100% eigandi að fasteigninni sem byggð hafði verið á lóðinni sem hún keypti árið 2011 fyrir 12.000.000 króna.

Málsástæður og lagarök stefnanda.

Almennar málsástæður sem styðja allar dómkröfur stefnanda.

Stefnandi byggir á því að ráðstöfunin á söluandvirði Hjálmakurs 8 í Garðabæ hafi verið ólögmæt og saknæm. Guðmundur og stefnda hafi selt þann 31. maí 2011 einbýlishús þeirra við Hjálmakur 8 í Garðabæ fyrir 133.000.000 krónur. Áhvílandi á húsinu hafi verið lán, samtals að fjárhæð 47.990.384 krónur og því hafi stefnda og Guðmundur fengið greiddar 85.009.616 krónur í peningum þegar tekið hafi verið tillit til áhvílandi skulda. Á þeim tíma hafi skuld Guðmundar við Banque Havilland verið. Guðmundur hafi ekki við söluna greitt upp eða inn á skuld við bankann. Í stað þess að endurgreiða bankanum hafi Guðmundur og stefnda notað féð sem fékks úr sölunni til að byggja sér annað einbýlishús við Haustakur 3 í Garðabæ. Stefnandi byggir á því að fyrst sú leið hafi verið farin að þá hefði verið rétt og eðlilegt að þau hjón hefðu bæði verið skrifuð fyrir þeim kaupum, eins og fyrri kaupum og telur stefnandi í hæsta máta óeðlilegt að stefnda hafi ein verið skrifuð fyrir kaupunum en með því var komið í veg fyrir það að Banque Havilland gæti fengið fullnustu fyrir hluta á kröfum sínum í eignarhluta þrotamanns í hinni nýju fasteign. Þá sé á sameiginlegu skattframtali þeirra hjóna fyrir tekjuárið 2011 ekki gerð grein fyrir skuldinni við bankann.

Stefnandi byggir á því að framangreind ráðstöfun á söluandvirði Hjálmakurs 8 í Garðabæ sé ólögmæt og saknæm og að stefnda eigi að greiða búinu fjármuni vegna þessa.

Þá byggir stefnandi á því að söluandvirði Hjálmakurs 8 í Garðabæ og fjármunir frá Guðmundi hafi verið uppsprettan að öllu eigin fé í Haustakri 3 í Garðabæ og því sé óeðlilegt að stefnandi fái ekki hlut í því söluandvirði. Stefnda sé skráð 100% eigandi fyrir húsbyggingunni að Haustakri 3 í Garðabæ og hefði hún undir öllum kringumstæðum þurft að standa straum af afborgunum lána sem og að leggja til fjármagn við byggingu hússins. Samkvæmt skattframtölum hafi stefnda ekki talið fram neinar tekjur á byggingartíma hússins eða á árunum 2011 til 2015. Húsið hafi síðan verið selt á 125.000.000 króna. Stefnda hafi ein notið allra verðmætaaukningar þeirra fasteigna þar sem hún hafi ein verið skráð eigandi.

Tafla 1

Tekjur stefndu og þrotamanns á árunum 2011-2015

Árið 2011:

-          Þrotamaður er skráður með 8.220.000 kr. í laun og starfstengdar greiðslur

-          Stefnda er ekki skráð fyrir neinum tekjum eða öðrum greiðslum á árinu 2011.

Árið 2012:

-          Þrotamaður er skráður með 18.840.801 kr. í laun og starfstengdar greiðslur.

-          Stefnda er ekki skráð fyrir neinum tekjum eða öðrum greiðslum á árinu 2012.

Árið 2013:

-          Á árinu 2013 er þrotamaður skráður með 35.076.975 kr. í laun og starfstengdar greiðslur. 

-          Stefnda er ekki skráð fyrir neinum tekjum eða öðrum greiðslum á árinu 2013.

Árið 2014:

-          Á árinu 2014 er þrotamaður skráður með 23.571.062 kr. í laun og starfstengdar greiðslur.

-          Stefnda er ekki skráð fyrir neinum tekjum eða öðrum greiðslum á árinu 2014.

Árið 2015:

-          Á árinu 2015 er þrotamaður skráður með 23.336.627 kr. í laun og starfstengdar greiðslur.

-          Stefnda er ekki skráð fyrir neinum tekjum eða öðrum greiðslum á árinu 2015.

Samantekt vegna áranna 2011 til 2015:

-          Þrotamaður hafði í heild 109.045.465 kr. í laun og starfstengdar greiðslur á ofangreindu tímabili.

-          Stefnda hafði engar tekjur eða aðrar greiðslur á sama tímabili.

Í stefnu segir að framangreind tafla sýni að stefnda gat ekki getað staðið straum af kostnaði við byggingu einbýlishússins við Haustakur 3 enda tekjulaus með öllu. Þrotamaður hafi hins vegar unnið úti allt tímabilið og hafi verið á háum launum. Í því sambandi megi nefna að hann hafi starfað sem framkvæmdastjóri hjá Samskipum hf. frá árinu 2012. Tekjur hans á tímabilinu 2011-2015 hafi numið 109.045.465 krónur eins og fram komi í aftasta dálki töflunnar. Hvað varði tekjur stefndu og þrotamanns vegna ársins 2016 þá komi fram í forskráðum gögnum frá ríkisskattstjóra að tekjur þrotamanns hafi verið 27.894.575 krónur en tekjur stefndu á sama ári voru engar.

Fleiri atriði megi nefna sem styðji kröfu stefnanda um að hann eigi rétt á hluta af söluandvirði Hjálmakurs 8. Í því sambandi megi m.a. nefna eftirfarandi:

Þrotamaður hafi verið meðskuldari á lánunum sem hvíldu á eigninni eins og sjá megi á fylgiskjölum sem fylgdu með kröfulýsingu Kviku banka hf. Það sé ekkert eðlilegt við það að þrotamaður skuldbindi sig sem skuldara vegna allra lána á eigninni og greiði af þeim með tekjum sínum en eigi engan eignarhluta í henni né rétt til að fá greiðslu af söluverði hennar.

Tölvupóstsamskipti þrotamanns við viðskiptabanka sinn styðji það að hann hafi litið á Haustakur 3 sem sína eign þrátt fyrir að hún hefði verið skráð á stefndu til að komast hjá aðför skuldheimtumanna hans. Í því sambandi megi m.a. vísa í tölvupóst frá 18. nóv. 2014 frá þrotamanni til MP banka hf. en þar komi eftirfarandi fram: ,,Hefði viljað heyra aðeins í þér áður en ég sendi lánsbeiðni inn til skoðunar. Hún snýr að því að skuldsetja húsið mitt í Haustakrinum meira .......“. Í skjali sem sýni umfjöllun um lánsbeiðnina hjá MP banka hf. miðist umfjöllunin einungis við þrotamann sjálfan.

Skattskýrslur þrotamanns og stefndu bendi til þess að þrotamaður hafi sjálfur keypt lóðina en þar komi fram á fylgiskjali 3.02 að þrotamaður hafi einn keypt lóðina. Sömu upplýsingar komi fram með húsbyggingarskýrslum sem fylgi sömu skattskýrslum en þar sé einungis nafn þrotamanns að finna. Augljóst sé að eigið fé í húsbyggingunni við Haustakur 3 hafi myndast með framangreindu söluandvirði Hjálmakurs 8 og tekjum þrotamanns. Því telji stefnandi í hæsta máta óeðlilegt að fasteignin hafi allan tímann verið skráð 100% á stefndu og hún hafi ein notið söluandvirðisins.

Í málsatvikalýsingunni komi fram að þann 23. maí 2016 selji stefnda fasteignina við Haustakur 3 í Garðabæ fyrir 125.000.000 króna. Við söluna hafi áhvílandi skuldir á eigninni verið 52.221.401 króna skv. tölulið 26 í kaupsamningnum þannig að stefnda fékk greiddar 74.678.599 krónur í peningum þegar tekið hafði verið tekið tillit til áhvílandi skulda. Slóð þeirra peninga megi rekja allt aftur til þess að Banque Havilland lánaði 82.303.675 krónur fyrir kaupunum á Hjálmakri 8 á árinu 2008, sbr. umfjöllun fyrr í stefnu þessari.

Stefnandi telji í hæsta máta óeðlilegt að í ljósi þess og forsögu málsins að hann fái ekki hlut í þessu eigin fé. Verði það ekki viðurkennt telur stefnandi að þá hafi þrotamanni tekist að koma eignum undan kröfuhöfum í þágu eiginkonu sinnar á meðan umfangsmikil innheimtumál eru yfirstandandi gagnvart honum. Með því yrði brotið verulega á kröfuhöfum búsins. Banque Havilland sé stærsti kröfuhafi búsins en hann hafi lýst almennri kröfu í búið að fjárhæð 234.610.892 krónur en þar sem búið hafi verið svo um hnúta að þrotamaður sé eignalaus sé útlit fyrir að ekkert komi upp í kröfur bankans nema dómsmál þetta vinnist. Stefnandi telji að óánægja kröfuhafans sé réttmæt enda hafi kröfuhafinn lagt fram 82.303.675 krónur vegna kaupa á fasteigninni við Hjálmakur 8 en fær ekkert upp í sínar kröfur. Stefnda hafi hins vegar aldrei lagt fram neina fjármuni en eigi nú ein allt eigið fé sem myndast hafi vegna fasteignaviðskipta þeirra hjóna en um sé að ræða gríðarlega háar fjárhæðir eins og lýst hafi verið hér að framan. Stefnandi byggir á því að sú auðgun hennar sé bæði ólögmæt og saknæm.

Þá byggir stefnandi á því að í hugtakinu ógjaldfærni felist annars vegar að fjárhag viðkomandi sé þannig háttað að eignir séu mun minni en skuldir og hins vegar að viðkomandi geti ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verði talið sennilegt að greiðsluerfiðleikar muni líða hjá innan skamms tíma (ógreiðslufærni).

Stefnandi telur augljóst að þrotamaður hafi verið ógjaldfær frá og með árinu 2009. Í því sambandi megi nefna að í bréfi þrotamanns til skiptabeiðanda frá 13. okt. 2009 hafi hann gert grein fyrir eignum sínum og skuldum. Þar komi fram að eina eign hans á þessum tíma hafi verið eignarhlutur hans í Hjálmakri 8 og mat hann heildareignina á 80.000.000 krónur. Þar komi einnig fram að skuldir væru að fjárhæð 208.597.569 krónur sem þýddi að eigið fé hans væri verulega neikvætt og hann því ógjaldfær. Við þetta tækifæri hafi þrotamaður boðist til að gera upp skuld við Banque Havilland með verulegum afföllum sem bankinn hafi hafnað. Allt frá þessum tíma hafi ekkert verið greitt af skuldinni við Banque Havilland og eiginfjárstaða þrotamanns hafi orðið stöðugt neikvæðari þar sem hann hafi losað sig við eignir á tímabilinu. 

Rétt er að taka fram í þessu sambandi að árið 2011 þegar Hjálmakur 8 hafi verið seldur hafi söluverðið að frádregnum skuldum verið 85.009.616 krónum. Þrotamaður hafi þá verið skráður helmingseigandi að eigninni. Þegar salan hafi átt sér stað hafi legið fyrir skattframtal þrotamanns vegna ársins 2010 þar sem fram komi að skuld hans við Banque Havilland í árslok 2010 væri 122.608.272 krónur og einnig komi þar fram að hann skuldaði Önnu Lísu Sigurjónsdóttur 30.666.467 krónur. Anna þessi mun vera eiginkona Hreiðars Más Sigurðssonar sem var áður bankastjóri Kaupþings banka hf. og samstarfsmaður þrotamanns. Framangreindar skuldir eyði öllum vafa um það að þrotamaður hafi verið algjörlega ógjaldfær á árinu 2011.

Þá byggir stefnandi á því stefnda og þrotamaður séu nákomin í skilningi 3. gr. l. 21/1991 um gjaldþrotaskipti. Stefnda og þrotamaður séu hjón og því nákomin sbr. 1. tl. 3. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti. Stefnandi byggir á því að það hafi verulega þýðingu í málinu að um nákomna aðila sé að ræða við mat á tímafrestum, grandsemi stefndu, mat á gjafagerningum og ótilhlýðileika ráðstafana.

Um aðildina segir að mál þetta sé höfðað f.h. stefnanda sem sé þrotabú Guðmundar Þórs Gunnarssonar. Gjaldþrotaskiptin í búi hans séu sameiginleg fullnustugerð allra kröfuhafa hans sem hafi lýst kröfum í þrotabúið. Dómkröfurnar í málinu miðist við það að fá bætur frá stefndu vegna aðgerða sem átt hafa sér stað og séu henni til hagsbóta á kostnað kröfuhafa í búinu og sem leiði til þess að eignir þrotamannsins séu ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiða til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns.

Stefnandi byggir á því að eins og atvikum sé háttað í þessu máli verði að snúa sönnunarbyrðinni við og stefndu verði gert að sýna fram á að þær ráðstafanir sem hér séu til umfjöllunar hafi ekki verið ólögmætar og stefnanda óhagfelldar og hafi þar af leiðandi ekki valdið stefnanda tjóni. Vissulega sé það svo að samkvæmt almennu sakarreglunni beri sá er krefjist skaðabóta, eða viðurkenningar á skaðabótaskyldu, að meginstefnu til sönnunarbyrðina, þ.e. viðkomandi ber að sanna sök, tjón sitt og orsakatengsl þar á milli. Hvað sem þessu líði byggir stefnandi á því að í tilvikum sem þessum, þar sem eignir sem tilheyri í raun þrotamanni séu alfarið skráðar á stefndu og þannig ekki aðgengilegar kröfuhöfum hans, eigi að beita öfugri sönnunarbyrði. Eins og atvikum sé háttað verði enda að telja að það hafi staðið stefndu nær að tryggja sér sönnun fyrir því að umræddar ráðstafanir hafi í raun verið lögmætar og verið gerðar á eðlilegum  forsendum á þeim tíma er þær voru framkvæmdar.

Aðalkrafan stefnanda er að höfuðstólsfjárhæð 85.009.616 krónur og styðst hún við almennu skaðabótaregluna um bótaábyrgð utan samninga. Byggt er á því að stefnda hafi valdið stefnanda tjóni með saknæmri og ólögmætri athöfn sinni eða athafnaleysi og því beri henni að bæta stefnanda það tjón sem telja megi sennilega afleiðingu af þessari athöfn hennar eða athafnaleysi. Stefnandi byggir á því að öll ákvæði almennu skaðabótareglunnar séu uppfyllt og mun hann gera grein fyrir hverju og einu skilyrði hennar sérstaklega.

Tjónið:

Fjárhæð bótakröfunnar á hendur stefndu sé 85.009.616 krónur og byggist á þeirri fjárhæð sem eftir varð þegar áhvílandi skuldir höfðu verið dregnar frá söluandvirði Hjálmakurs 8 við sölu á þeirri eign árið 2011. Útreikningurinn sé eftirfarandi:

Tafla 2

Útreikningur á fjárhæð tjóns

Söluverð á Hjálmakri 8 skv. kaupsamningi dags. 31. maí 2011

133.000.000

 

 

Lán við Kaupþing banka hf. frá 24.4.2009 skv. 15. tl. kaupsamningsins

-33.030.458

 

 

Lán við Kaupþing banka hf. frá 27.10.2009 skv. 15. tl. kaupsamningsins

-14.959.926

 

 

Söluverð að frádregnum áhvílandi skuldum

85.009.616

Stefnandi byggir á því að þessa fjárhæð hefði við söluna átt að greiða til Banque Havilland sem hafi lánað fyrir kaupunum og hefði það verið gert hefðu kröfur í búið lækkað sem næmi þeirri innborgun. Sökum þess að það var ekki gert leiði það til skuldaaukningar hjá stefnanda sem leiðir til tjóns fyrir kröfuhafa búsins.

Hin bótaskylda athöfn var saknæm:

Við söluna á Hjálmakri 8 hafi stefnda og eiginmaður hennar fengið greiddar 85.009.616 krónur í peningum þegar tekið hafði verið tekið tillit til áhvílandi skulda. Stefnandi byggir á því að þessa fjármuni hefði átt að greiða þegar í stað til Banque Havilland sem hafi lánað til kaupa á fasteigninni og hafi ekki fengið neitt greitt upp í þau lán sín sem við lánveitinguna fyrir kaupunum hafi verið 82.303.675 krónur en í lok árs 2010 hafi fasteignakaupalánin staðið í 122.608.272 krónum. Hin saknæma háttsemi stefndu felist þannig m.a. í því að greiða ekki eftirstöðvar söluverðsins inn á lánið frá Banque Havilland en stefnda hafi mátt gera sér grein fyrir því að þetta myndi leiða til gjaldþrots eiginmanns hennar og valda kröfuhöfum í búinu tjóni. Banque Havilland hafi ekkert fengið af framangreindum fjármunum og í staðinn fyrir að greiða þessa fjármuni til Banque Havilland, sem hafi átt réttmætt tilkall til þeirra, hafi þeim verið ráðstafað í þágu stefndu til að fjármagna lóðarkaup og húsbyggingu hennar að Haustakri 3 þannig að allt eigið féð sem hafi komið út úr sölunni hafi runnið til stefndu í stað lánveitandans Banque Havilland. Stefandi telur að þessi ráðstöfun á fjármununum af hálfu stefndu hafi verið grafalvarleg og verulega saknæm af hálfu hennar þar sem hún hafði aldrei lagt neina fjármuni í fasteignina Hjálmakur 8. Stefnda hafi vitað allt um það að Banque Havilland hafði lánað fyrir fasteignakaupunum og megi í því sambandi nefna eftirfarandi:

Á skattskýrslum þeirra hjóna vegna tekjuáranna 2008-2010, var lánið frá Banque Havilland skilgreint þannig að um væri að ræða lán ,,vegna fasteignakaupa Hjálmakur 8”.

Stefnda sem eiginkona þrotamanns vissi, eða mátti vita, að lánið hafði verið gjaldfellt á árinu 2009 og þegar salan á Hjálmakri 8 hafi átt sér stað var búið að höfða mál til innheimtu skuldarinnar fyrir dómstól í Lúxemborg.

Stefnandi byggir á því að gögn málsins bendi til þess að stefnda og þrotamaður hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að nota peningana til þess að fara í húsbyggingu við Haustakur 3 og með því að stefnda yrði ein skrifuð fyrir eigninni yrði komið í veg fyrir að  Banque Havilland gæti fengið fullnustu fyrir hluta á kröfum sínum í eignarhlut þrotamanns í hinni nýju fasteign. Það sem styrki enn frekar þessa fullyrðingu stefnanda sé að á sameiginlegu skattframtali þeirra hjóna árið 2012 vegna tekjuársins ársins 2011 sé ekki lengur gerð grein fyrir skuldinni við Banque Havilland, heldur sé hún horfin og sé skattskýrslan því röng hvað þetta varði. Sama hátt hafi þau hjón haft í framtalsskilum sínum þaðan í frá og virðast þau því hafa  ákveðið á árinu 2011 að ekkert skyldi greitt upp í skuldina við Banque Havilland heldur skyldu fjármunirnir notaðir í húsbyggingu á nafni stefndu sem stefnandi telur saknæma háttsemi. Stefnandi byggir á því að framangreind ráðstöfun á söluandvirði Hjálmakurs 8 í Garðabæ sé  saknæm og að stefnda eigi að greiða búinu fjármuni vegna þessa.

Hin bótaskylda háttsemi var ólögmæt:

Stefnandi byggir á því að sú saknæma háttsemi sem lýst sé að framan sé einnig ólögmæt.

Að mati stefnanda sé um að ræða að fjármunir að fjárhæð 85.009.616 krónur sem réttilega átti að greiða inn á kröfu Banque Havilland séu teknir og ráðstafað til húsbyggingar stefndu við Haustakur 3 sem valdi kröfuhöfum búsins tjóni. Telja verði að í þessu felist skilasvik enda hafi með þessu verið skertur réttur kröfuhafa þrotamanns til að öðlast fullnægju af eignum hans og með þessu hafi einnig eignum verið skotið undan skiptunum. Jafnvel þó því sé haldið fram af hálfu stefndu að um hafi verið að ræða gjafir til hennar þá væri þar einnig um ræða skilasvik. Öll framangreind tilvik falli undir verknaðarlýsingu skilasvika eins og hún sé skilgreind í 4. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en skv. þeirri grein teljist það refsvert brot að skerða rétt einhvers lánardrottins til þess að öðlast fullnægju af eignum hans með því að gefa rangar upplýsingar, með undanskoti eigna, málamyndagerningum, ótilhlýðilega miklum gjöfum eða,  með öðrum svipuðum hætti.

Orsakasamhengi og sennileg afleiðing:

Tjón búsins, sé sennileg afleiðing af hinni ólögmætu og saknæmu háttsemi stefndu. Hefði fjárhæðinni 85.009.616 krónur verið varið til Banque Havilland, sem hafi lánað fyrir kaupunum, í stað þess að stefnda hafi ráðstafað því í eigin þágu, hefðu lýstar skuldir í þrotabúið verið lægri sem því nemur.

Skaðabótakrafan er ófyrnd:

Um fyrningu skaðabótakröfunnar gildir 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Þar komi fram að krafa um skaðabætur fyrnist á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð beri á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Fyrningarfrestur í þessu máli geti aldrei hafist fyrr en 14. júlí 2016 þegar gjaldþrotaúrskurðurinn yfir Guðmundi Þór Gunnarssyni var kveðinn upp og því er krafan ófyrnd.

Sérstakar málsástæður fyrir varakröfunni:

Ef ekki verði fallist á aðalkröfu stefnanda um skaðabótaskyldu er varakrafan sett fram. Hún er að fjárhæð 74.678.599 krónur og byggist á hinni ólögfestu auðgunarreglu í íslenskum rétti. Þannig sé byggt á því að stefnda hafi hlotið óréttmæta auðgun af ráðstöfun á þann hátt að stefnandi hafi hlotið tjón af og að stefndu beri að skila þessum ávinningi sínum.

Ráðstöfunin sem hin óréttmæta auðgun líti að felst í þeirri fjárhæð sem eftir varð þegar áhvílandi skuldir höfðu verið dregnar frá söluandvirði Haustakurs 3 við sölu á þeirri eign árið 2016. Útreikningurinn sé eftirfarandi:

Tafla 3

Útreikningur á auðgun

Söluverð á Haustakri 3  skv. kaupsamningi dags. 23. maí 2016

125.000.000

 

 

Lán við Kviku banka hf. frá 7.12.2014 skv. 26. tl. kaupsamningsins

-50.321.401

(Í kaupsamningnum kom fram að öðrum veðböndum yrði afllétt án greiðslu)

Söluverð að frádregnum áhvílandi skuldum

74.678.599

Stefnandi byggir á því að það sé óréttmætt að stefnda fái alla þessa auðgun enda komi hún ekki til vegna fjármuna sem stefnda hafi lagt til en hún hafi verið tekjulaus allt tímabilið sem fasteignin Haustakur 3 var skráð á hana. Stefnandi byggir á því að framangreind fjárhæð 74.678.599 krónur komi til vegna eftirfarandi þátta:

Þeirrar fjárhæðar sem eftir hafi staðið þegar áhvílandi lán höfðu verið dregin frá söluverði Hjálmakurs 8 en þar hafi verið um að ræða 85.009.616 krónur og vísist um það til umfjöllunar í aðalkröfunni. Fjármuni sem þrotamaður hafi lagt til húsbyggingarinnar af tekjum sínum hafi m.a. verið notaðir til að greiða af skuldabréfum á eigninni og til greiðslna vegna byggingarinnar. Þar sé um að ræða fjárhæðir og greiðslur sem nánar sé lýst í töflu 4 og 5 í 4. kafla hér á eftir og einnig séu þessar fjárhæðir upplistaðar í þrautavarakröfunni sjálfri í dómkröfukaflanum og vísast um það þangað.

Stefnandi byggir á því að með réttu hefði átt að greiða 85.009.616 krónur inn á kröfur lánveitandans Banque Havilland við söluna á Hjálmakri 8 og að í framhaldinu hefði verið eðlilegt að þrotamaður hefði notað hluta af tekjum sínum til að greiða inn á eftirstöðvar af láninu við þann banka. Í stað þess hafi þau hjón tekið þá saknæmu ákvörðun að nota framangreinda fjármuni og tekjur þrotamanns frekar til að setja í húsbygginguna við Hjálmakur 8 og hafa þá fasteign einungis skráða á stefndu en hafi sleppt því algjörlega að greiða inn á lán Banque Havilland sem hafi lánað fyrir kaupunum á eigninni. Við þessar aðgerðir hafi stefnandi orðið fyrir sannanlegu tjóni sem nemi dómkröfunni og stefnda fyrir samsvarandi auðgun sem hún hafi ekki átt rétt til og hafi þessi auðgun stefndu verið í beinum tengslum við tjón stefnanda. Stefnandi byggir þannig á því að stefnda hafi án réttmætrar ástæðu öðlast verðmæti sem tilheyrðu honum og þannig auðgast á hans kostnað og því beri stefndu að endurgreiða honum hina ólögmætu auðgun.

Stefnandi byggir á því að á stefndu hvíli sönnunarbyrði fyrir því að framangreint eigið fé hennar við söluna á Haustakri 3 sé til komið á einhvern annan en lýst hafi verið hér að framan. Um frekari málsástæður fyrir aðalkröfunni vísast til kafla 1. hér að framan um almennar málsástæður fyrir öllum dómkröfunum.

Sérstakar málsástæður fyrir þrautavarakröfunni:

Ef ekki verði fallist á aðalkröfu stefnanda um skaðabótaskyldu og varakröfuna um óréttmæta auðgun er þrautavarakrafan sett fram. Hún er að fjárhæð 27.188.654 krónur og byggist á riftunarreglum XX kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Markmiðið með kröfunni sé í fyrsta lagi að rifta tilteknum ráðstöfunum þrotamanns í þágu stefndu sem fram hafi farið á tímabilinu frá 26. júlí 2012 og til úrskurðardags þann 14. júlí 2016. Annað markmið með þessari kröfu sé að endurheimta verðmæti sem séu ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum með því að hafa uppi kröfu um skaðabætur og / eða endurgreiðslu auðgunar.

Stefnandi byggir á því að tilgreindar ráðstafandi séu riftanlegar með vísan til 131., 139. og 141. gr. laga nr. 21/1991. Stefnandi byggir endurgreiðslukröfu sína á 142. gr. laga nr. 21/1991.

Nánar um hinar riftanlegu ráðstafanir:

Röksemdir fyrir riftuninni séu þær að stefnda hafi ein verið skrifuð fyrir kaupum á lóðinni við Haustakur 3 sem fóru fram þann 31. maí 2011 en á þeirri lóð hafi síðan verið byggt hús. Sem eiganda að lóðinni og húsbyggjanda hafi henni því borið að greiða fyrir lóðina og byggingarframkvæmdirnar sem og að greiða af skuldabréfum sem hvíldu á eigninni. Stefnandi heldur því fram að ekkert af þessu hafi hún gert enda hafði hún engar tekjur.

Stefnandi kveðst hafa farið yfir tékkareikninga þrotamanns fyrir framangreint tímabil að svo miklu leyti sem hægt sé en líklegt sé talið að um fleiri reikninga geti verið að ræða og hann hafi greitt mun hærri fjárhæðir vegna húsbyggingarinnar en þar komi fram. Heildarútprentun af tékkareikningi 0701-26-8502 megi finna á dómskjali nr. 36. Við yfirferð yfir tékkareikningana hafi komið í ljós að það hafi verið þrotamaður sem greiddi af skuldabréfunum á eigninni og einnig hafi hann greitt verulegar fjárhæðir vegna húsbyggingarinnar sem slíkrar. Allar þessar greiðslur eigi að vera þrotamanni óviðkomandi þar sem hann hafi ekki verið skráður fyrir eigninni. Þessar tilgreindu greiðslur hafi ekkert með framfærslu á heimilinu að gera en þrotamaður hafi greitt þær greiðslur reglulega af sama tékkareikningi og einnig af tékkareikningi sínum nr. 0301-26-40298. Einnig hafi þrotamaður greitt háar greiðslur beint inn á reikning stefndu og séu þær greiðslur sérstaklega merktar stefndu.

Stefnandi byggir á því að allar þær greiðslur sem þrotamaður hafi greitt af skuldabréfunum og vegna byggingarframkvæmdanna á tímabilinu séu gjafagerningar í merkingu 131. gr. og 139. gr. l. 21/1991 og í þeim felist einnig ótilhlýðileg ráðstöfun í merkingu 141. gr. sömu laga. Þess sé krafist að dómurinn staðfesti riftunina og endurgreiðslukröfur á grundvelli hennar. Sundurliðun greiðslnanna er eftirfarandi:

Tafla 4

Yfirlit yfir húsbyggingargreiðslur sem þrotamaður innti af hendi í þágu stefndu

Færslur út af reikningi þrotamanns nr. 0701-26-8502

Dagsetning

Texti

 Upphæð

26.7.2012

Heiðarholt ehf. - 5303060460

-              2.000.000    

27.7.2012

Heiðarholt ehf. - 5303060460

-              2.000.000    

31.7.2012

Heiðarholt ehf. - 5303060460

-              1.188.000    

1.8.2012

v. Haustakur 3

-              2.348.689    

1.8.2012

v. Jóhönnu / Hau

-                 394.824    

20.8.2012

v. Haustakur 3

-              1.000.000    

20.8.2012

Þakgluggar+bískh

-                 925.000    

21.8.2012

v. Haustakur 3

-              2.000.000    

21.8.2012

Álfaborg ehf. - 6509861139

-                 343.157    

21.8.2012

Álfaborg ehf. - 6509861139

-                    1.787    

28.8.2012

v. Haustakur 3

-                 584.353    

11.9.2012

v. Haustakur 3

-                 934.238    

11.9.2012

v. Haustakur 3

-                 700.794    

11.9.2012

v. Haustakur 3

-                   89.739    

24.9.2012

v. Haustakur 3

-                 604.000    

5.10.2012

v. Haustakur 3

-              2.000.000    

8.10.2012

v. Haustakur 3

-                   54.969    

8.10.2012

Steinsmiðjan Rein ehf. - 6306992589

-                 877.995    

23.10.2012

flísar Haustakur

-                 208.000    

16.5.2013

v. Haustakurs 3

-                 126.865    

 

Samtals

-            18.382.410    

Til frekari skýringar á töflu 4 er þess getið að Heiðarholt ehf. sé byggingarverktaki sem hafði einnig komið að húsbyggingu þrotamanns við Hjálmakur 8. Álfaborg ehf. sé flísabúð og Steinsmiðjan Rein ehf. sé fyrirtæki sem selji m.a. flísar og borðplötur.

Stefnandi hafi ekki yfirlit yfir greiðslur þrotamanns vegna húsbyggingarinnar á tímabilinu frá kaupdegi lóðar 31. maí 2011 fram að 26. júlí 2012.

Tafla 5

Skuldabréfagreiðslur  af reikningi 0701-26-8502 sem þrotamaður greiddi í þágu stefndu.

Stefnandi kveðst ekki hafa yfirlit yfir greiðslur þrotamanns vegna skuldabréfanna á tímabilinu frá kaupdegi lóðar 31. maí 2011 fram að 19. nóvember 2012.

Samtalan út úr töflu 4 sé 18.382.410 krónur og samtala út úr töflu 5 sé 8.806.244 krónur en saman geri þetta 27.188.654 krónur sem sé dómkrafan skv. þrautavarakröfunni.

Allar þær færslur sem komi fram í töflum 4 og 5 séu eyrnamerktar skuldabréfum á Haustakri 3 eða byggingarframkvæmdum vegna Haustakurs 3 og því sé byggt á því af hálfu stefnanda að um gjöf sé að ræða því eignin hafi ekki verið skráð í eign þrotamanns. Fjárhæðir gjafanna séu þannig að ljóst sé að ekki sé um neinar tækifærisgjafir að ræða. Stefnandi telji að stefnda hafi sönnunarbyrði fyrir því ef hún vill halda því fram að ekki sé um gjafir að ræða í hverju og einu tilviki og sé í því sambandi vísað til kafla 1.f hér að framan um öfuga sönnunarbyrði.

Ráðstafanir riftanlegar með vísan til 131. gr. laga nr. 21/1991.

Stefnandi byggir á því að samkvæmt 1. mgr. 131. gr. gjaldþrotalaga sé heimilt að krefjast riftunar á gjafagerningi ef gjöfin hafi verið afhent á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Í 2. mgr. 131. gr. sömu laga sé kveðið á um að krefjast megi riftunar á gjafagerningi ef gjöfin hafi verið afhent sex til tólf mánuðum fyrir frestdag nema leitt sé í ljós að þrotamaðurinn hafi þá verið gjaldfær og það þrátt fyrir afhendinguna. Þetta gildi einnig um gjafir til nákominna sem hafi verið afhentar sex til tuttugu og fjórum mánuðum fyrir frestdag. Um sé að ræða hlutlæga riftunarreglu.

Stefnandi byggir á því að rifta eigi greiðslum með tilvísun í þessa grein fyrir tímabilið frá frestdegi 4. apríl 2016 og allt aftur til 4. apríl 2014. Um sé að ræða gjöf til nákominna sem megi rifta allt að 24 mánuðum fyrir frestdag skv. ákvæðum 131. gr. laganna.

Stefnandi byggir á því að þrotamaður hafi ekki verið gjaldfær þegar greiðslurnar áttu sér stað og vísast um það til kafla 1c hér að framan.

Stefnandi telur augljóst og engan vafa á að greiðslur af skuldabréfum og greiðslur fyrir húsbyggingu annars aðila séu tvímælalaust gjafir. Gjafahugtak 131. gr. l. 21/1991 hafi þrjú megineinkenni sem öll séu uppfyllt: Að gjöfin rýri eignir skuldara. Slíkt verði að telja augljóst enda hafi verið um að ræða peninga þrotamanns sem annars væru kröfuhöfum þrotamanns til reiðu við gjaldþrot. Að gjöfin leiði til auðgunar móttakanda. Þetta skilyrði sé uppfyllt því að hinar riftanlegu greiðslur hafi lækkað skuldir stefndu skv. skuldabréfunum og hækkað þar með eigið fé hennar í fasteigninni. Hvað varði greiðslur þrotamanns á byggingarkostnaði stefndu sé augljóst að um skuldir hennar hafi verið að ræða sem hún hefði annars þurft að greiða og því hafi hún auðgast við greiðslurnar. Að gjafatilgangur sé til staðar. Telja verði að um ótvíræðan gjafatilgang hafi verið að ræða en með þessu hafi verið að ívilna stefndu og létta af henni fjárhagslegum byrðum við húsbygginguna og vegna lána sem hvíldu á húsinu og á sama tíma hafi þrotamaður ekkert greitt af eldri skuldum sínum við Banque Havilland sem hafi verið komnar í innheimtu. Þá verði að telja að sú staðreynd að hin fyrri tvö hugtaksskilyrði gjafahugtaksins séu augljóslega uppfyllt leiði til þess að löglíkur séu til þess, hlutlægt, að hið þriðja um gjafatilgang sé það einnig. Sér í lagi þegar um nákomna er að ræða.

Ráðstafanir riftanlegar með vísan til 139. gr. laga nr. 21/1991.

Stefnandi byggir á því að rifta eigi greiðslum með tilvísun í 139. gr. l. 21/1991 fyrir tímabilið frá frestdegi 4. apríl 2016 og allt til úrskurðardags 14. júlí 2016. Í töflu 5 hér að ofan falli fjórar síðustu skuldabréfagreiðslurnar undir þetta ákvæði en þær hafi allar verið inntar af hendi á tímabilinu frá frestdegi og til úrskurðardags.

Stefnandi telji einsýnt að ákvæði 139. gr. l. 21/1991 eigi við um fjórar framangreindar greiðslur enda sé þar um að ræða ráðstafanir/gjafir sem gerðar séu eftir frestdag og séu riftanlegar skv. skýrum ákvæðum 2. mgr. 139. gr. l. 21/1991 enda eigi ekki við þær undantekningar sem tilgreindar eru í 2. mgr. greinarinnar. Í því sambandi megi nefna að stefnda hafi notið greiðslnanna og þar sem hún sé nákomin þrotamanni hafi hún ekki getað verið grandlaus um fjárhagsstöðu hans.

Ráðstafanir riftanlegar með vísan til 141. gr. laga nr. 21/1991.

Ef ekki verði fallist á að hægt sé að rifta öllum greiðslunum með stoð í 131. og 139. gr. l. 21/1991 byggir stefnandi á því að rifta eigi öllum greiðslunum með tilvísun í 141. gr. 21/1991 og eigi það við um allt tímabilið frá 31. maí 2011 til 14. júlí 2016. Stefnandi byggir á því að riftunarþoli hafi verið grandsöm um riftanleika ráðstafana í öllum tilvikum, enda stefndi og þrotamaður hjón og því nákomin.

Samkvæmt 141. gr. laganna sé heimilt, án tilgreindra tímamarka, að krefjast riftunar á ráðstöfunum þrotamanns sem á ótilhlýðilegan hátt séu kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra ef ráðstafanirnar leiði til þess að eignir þrotamannsins verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiði til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns. Skilyrt sé skv. ákvæðinu að þrotamaður hafi verið ógjaldfær eða orðið það vegna ráðstöfunarinnar og að sá sem hag hefði af henni, vissi eða hefði mátt vita um ógjaldfærni þrotamanns og þær aðstæður sem leitt hafi til þess að ráðstöfunin væri ótilhlýðileg. Ekki sé mælt fyrir um sérstök tímamörk í ákvæðinu og sé því hægt að beita því enda þótt langur tími hafi liðið frá aðgerðum þrotamanns, svo framarlega sem öllum skilyrðum ákvæðisins er fullnægt.

Stefnandi byggir á því að öll skilyrði greinarinnar séu uppfyllt. Um var að ræða ótilhlýðilegar ráðstafanir þrotamanns sem höfðu það að markmiði að koma eignum hans undan aðför skuldheimtumanna sem höfðu hafið innheimtuaðgerðir gagnvart honum. Markmiðið hjá þrotamanni hafi einnig verið að færa með þessu eignir á stefndu eiginkonu sína í stað að greiða af lögmætum skuldum sínum. Þessar ráðstafanir hans hafi verið til hagsbóta fyrir stefndu en á kostnað kröfuhafa hans. Hafi þetta leitt til þess að fjármunir í eigu þrotamanns hafi ekki verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum hans. Áður sé það rökstutt að þrotamaður hafi verið ógjaldfær allt þetta tímabil sem hinar riftanlegu ráðstafanir taki til. Enginn vafi sé heldur um það að stefnda sem eiginkona þrotamanns hafi verið grandsöm og vitað allt um ógjaldfærni hans þegar greiðslurnar áttu sér stað og þannig vissi hún um þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstafanirnar voru ótilhlýðilegar og séu því öll hin huglægu skilyrði greinarinnar uppfyllt. Við huglæga matið hvað ótilhlýðileikann varðar verði einnig að taka mið af því sem áður hafi komið fram að þrotamaður og stefnda greiddu ekkert af skuldinni við Banque Havilland við söluna á Hjálmakri 8 heldur komu þeim fjármunum í fasteignina Haustakur 3 sem hafi einungis verið skráð á stefndu en með því komu þau eignum þrotamanns undan aðför skuldheimtumanna hans.

Stefnandi byggir á því að um sé að ræða gjafagerninga og ótilhlýðilegar ráðstafanir sem falla tvímælalaust undir ákvæði 141. gr. l. 21/1991.Við mat á ótilhlýðileikanum verði m.a. að líta til þess að þrotamaður og stefnda séu nákomin.

Endurgreiðslukrafa stefnanda, sbr. 142. gr. laga um gjaldþrotaskipti ofl. nr. 21/1991

Fjárkröfur stefnanda vegna þeirra riftanlegu ráðstafana sem lýst sé hér að framan byggja á 1. mgr. 142. gr. gþl. vegna ráðstafana sem rift sé á grundvelli 131. gr. og 134. gr. gþl. Fjárkröfur stefnanda vegna ráðstafana sem séu riftanlegar á grundvelli 141. gr. gþl. byggja á 3. mgr. 142. gr. gþl. Stefnandi telur ljóst að stefnda hafi haft hag af hinum riftanlegu ráðstöfunum sem lýst sé hér að framan og námu samtals 27.188.654 krónum. Sú fjárhæð svari einnig til þess tjóns sem þrotabúið hafi orðið fyrir vegna þessara ráðstafana, þar sem samsvarandi eignir séu ekki til reiðu í búinu til fullnustu kröfuhöfum.

Sérstakar málsástæður fyrir þrautaþrautavarakröfunni:

Ef ekki verði fallist á aðal- vara- og þrautavarakröfu stefnanda er þrautaþrautavarakrafan sett fram. Í þrautaþrautavarakröfunni er þess krafist að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefndu gagnvart stefnanda vegna fjártjóns stefnanda sem hlaust af ólögmætri og saknæmri ráðstöfun stefndu á þeim hluta söluandvirðis sem var umfram skuldir við sölu á fasteigninni Hjálmakur 8 sem seld var með kaupsamningi þann 31. maí 2011.

Um málsástæður fyrir þrautavarakröfunni sé aðallega vísað til kafla IV.2 hér að framan þar sem reifaðar séu sérstakar málsástæður fyrir aðalkröfunni sem sé skaðabótakrafa en einnig sé um þetta atriði vísað til kafla 1 en þar séu settar fram almennar málsástæður sem eigi við allar kröfurnar. 

Krafan sé sett fram ef sú staða kemur upp að ekki verði fallist á neinar kröfur stefnanda í málinu gagnvart stefndu en dómurinn telji samt sem áður að stefnda hafi bakað sér bótaskyldu gagnvart stefnanda með ólögmætri og saknæmri ráðstöfun á þeim hluta söluandvirðis sem var umfram skuldir við sölu á fasteigninni Hjálmakur 8 sem seld var með kaupsamningi þann 31. maí 2011.

Stefnandi tekur fram að hann hafi tvímælalaust lögvarða hagsmuni af þessari kröfu því ef bótaskylda verði viðurkennd muni hann í framhaldinu krefja stefndu um bætur og eftir atvikum höfða mál til innheimtu þeirra með það að markmiði að fá greiðslur inn í þrotabúið sem hægt verði að greiða hlutfallslega til kröfuhafa upp í kröfur þeirra.

Um frekari málsástæður fyrir aðalkröfunni vísar stefnandi til kafla 1. hér að framan um almennar málsástæður fyrir öllum dómkröfunum.

Stefnandi byggir aðalkröfu sína um skaðabætur aðallega við sakarregluna. Varakrafan um bætur fyrir ólögmæta auðgun styðst við ólögfestar reglur kröfuréttarins um bætur fyrir óréttmæta auðgun. Þrautavarakrafan um riftun á greiðslum reisir stefnandi á ákvæðum XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl. aðallega 131., 139. og 141. gr. Krafa um fjárgreiðslu er reist á ákvæðum XX. kafla laga nr. 21/1991, einkum 142. gr. þeirra laga. Þrautaþrautavarakrafan er viðurkenningarkrafa sem styðst við 2. tl. 25. gr. laga nr. 91/1991.

Kröfur sínar um dráttarvexti af aðalkröfunni styður stefnandi við ákvæði III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 1. mgr. 6. gr. laganna. Upphafsdagur dráttarvaxta styðst við 9. gr. laganna og reiknast rá 5. maí 2017 en þá er liðinn mánuður frá þingfestingardegi málsins. Kröfur sínar um dráttarvexti af öðrum kröfum en aðalkröfunni styður stefnandi við ákvæði III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 1. mgr. 6. gr. laganna. Upphafsdagur dráttarvaxta styðst við 4. mgr. 5. gr. laganna og reiknast frá þingfestingardegi.  

Varðandi kröfu um málskostnað vísar stefnandi til 129. gr. og 130. gr. l. nr. 91/1991 og ákvæða 21. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en stefnandi er ekki virðisaukaskattsskyldur aðili.

Fyrirsvar skiptastjóra er byggt á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 21/1991.

Málsástæður og lagarök stefndu.

Stefnda byggir málatilbúnað sinn á eftirfarandi málsástæðum.

Almennt og um aðal- og varakröfu stefnanda.

Stefnda mótmælir öllum málsástæðum stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Segir stefnda að í máli þessu geri stefnandi aðallega kröfu um að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda skaðabætur þar sem ráðstöfun á söluandvirði Hjálmakurs 8 í Garðabæ þann 31. maí 2011 hafi verið ólögmæt og saknæm. Telur stefnandi að þeir fjármunir sem stefnda og Guðmundur hafi fengið greiddar þegar búið var að taka tillit til áhvílandi skulda við söluna á Hjálmakri 8 hefðu átt að renna til Banque Havilland sem kröfuhafa ádráttar Guðmundar. Komi fram í stefnu að stefnanda þyki eðlilegt og rétt að öllu söluandvirðinu hefði átt að ráðstafa til greiðslu á ádrætti Guðmundar hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þá segi jafnframt í stefnu að óeðlilegt hafi verið að stefnda hafi ein verið skrifuð fyrir kaupunum á fasteigninni að Haustakri 3 í Garðabæ því að þannig hafi verið komið í veg fyrir að Banque Havilland gæti fengið fullnustu fyrir hluta af kröfum sínum í eignarhluta þrotamanns í hinni nýju fasteign.

Stefnda mótmælir framangreindum málástæðum stefnanda, enda sé ljóst að stefnda hafi með engu móti komið að lántöku Guðmundar hjá Kaupþingi í Lúxemborg og hafi aldrei hvort heldur með samningi eða öðru samþykkt að hún væri meðgreiðandi á því láni eða veitt bankanum veð í eignum sínum eða aðra tryggingu fyrir greiðslum á láninu. Hafi Banque Havilland því aldrei átt kröfu á hendur stefndu né haft veð í eignum hennar og hafi bankinn því aldrei átt réttmæta kröfu til þess að stefnda endurgreiddi ádráttarlán Guðmundar við Kaupþing í Lúxemborg með eigin fjármunum sínum. Verði því ekki séð að Banque Havilland eigi nokkurt tilkall til söluandvirðisins sem stefnda hafi fengið við söluna á Hjálmakri 8 í Garðabæ, enda um að ræða hennar eigið fé. Vart þurfi að taka fram að hjón beri ekki ábyrgð á skuldum hvort annars og því fjarstæðukennt af hálfu stefnanda að halda aðalkröfunni fram.

Hvað varði þá málsástæðu stefnanda að óeðlilegt hafi verið að stefnda hafi ein verið skráð fyrir fasteigninni að Haustakri 3, en ekki Guðmundur einnig, sé þeirri málástæðu einnig alfarið hafnað. Stefnandi haldi því fram að með þessu hafi stefnda og Guðmundur ætlað að koma í veg fyrir að Banque Havilland gæti fengið fullnustu fyrir hluta af kröfum sínum. Stefnda hafi ein greitt fyrir byggingarlóðina með eigin fjármunum sem hún hafi fengið við sölu á fasteigninni að Hjálmakri 8 og komu ekki til neinir fjármunir frá Guðmundi vegna kaupa á fasteigninni. Verði því ekki séð að það geti talist óeðlilegt að stefnda hafi ein verið skráð fyrir fasteigninni enda reiddi hún ein fram þá fjármuni sem notaðir hafi verið til kaupa á byggingarlóðinni. Þá hafi Banque Havilland engar tryggingar haft fyrir skuldbindingum Guðmundar og hafi því aldrei getað haft réttmætar væntingar til þess að eiga rétt á fullnustu á kröfu sinni með söluandvirði á fasteigninni að Hjálmakri 8.

Stefnandi telji það einnig styrkja framangreinda málástæðu sína að ekki hafi lengur verið greint frá ádráttarláninu við Banque Havilland í sameiginlegum skattskýrslum Guðmundar og stefndu frá árinu 2011 eins og áður hafði verið. Telji stefnandi að með þessu hafi Guðmundur og stefnda en frekar gefið í skyn að þau ætluðu sér ekki að greiða skuldina við Banque Havilland. Er þessari málástæðu alfarið hafnað. Ástæða þess að ekki hafi verið greint frá ádráttarláninu sé sú að Guðmundi og stefndu þótti óvissa um lánið vegna dómsmála sem gengið höfðu í Lúxemborg þar sem meðal annars hafi verið fundið að því að Guðmundur hefði ekki ritað undir alla skilmála lánsins. Vegna þessarar óvissu töldu þau sig ekki geta slegið föstu hvernig staða skuldarinnar væri og hafi því ekki greint frá henni á skattframtölum sínum. Þá hafi langur tími liðið frá því að stofnað var til ádráttanna og þar til innheimta hófst. Dómsmáli gegn Guðmundi vegna ádráttanna hafi verið vísað frá dómstól í Lúxemborg og eftir það hafi liðið mörg ár án þess að reki væri gerður að innheimtu ádráttanna.

Í stefnunni komi einnig fram að skiptastjóri velti því fyrir sér hvort háttsemi stefndu geti talist skilasvik skv. 4. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þessum aðdróttunum sé harðlega mótmælt. Stefnda hafi keypt fasteignina að Haustakri 3 fyrir sitt eigið fé og skráði því fasteignina réttilega sem eign sína. Verði ekki séð að þessi ráðstöfun geti á nokkurn hátt talist háttsemi sem skerði rétt einhvers lánardrottins Guðmundar. Eins og áður segi var Banque Havilland ekki með neinar tryggingar fyrir lánveitingu sinni til Guðmundar og Guðmundur hafi verið einn skuldari að láninu.  Verði því ekki séð hvernig notkun stefndu á eigin fjármunum sínum getur haft áhrif á möguleika kröfuhafa Guðmundar til að öðlast fullnægju af eignum hans. Verði ekki séð að nokkuð við kaup stefndu á Haustakri 3 hafi falið í sér rangar upplýsingar, undanskot eigna, málamyndagerninga, ótilhlýðilega gjöf eða annað sem feli í sér brot gegn 4. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Jafnframt byggi stefnandi á því að þeir fjármunir sem Guðmundur hafi fengið að láni hjá Kaupþingi Lúxemborg hafi verið uppsprettan að öllu eigin fé í fasteigninni að Haustakri 3 í Garðabæ og því sé óeðlilegt að stefnandi hafi ekki fengið hlutdeild í söluandvirði fasteignarinnar þegar hún var seld 23. maí 2016. Stefnda hafi greitt fyrir lóðina með eigin fé sem hún hafi fengið við sölu á fasteigninni að Hjálmakri 8 í Garðabæ. Í stefnunni komi einnig fram að þar sem stefnda hafi verið tekjulaus með öllu hafi hún ekki getað staðið straum af kostnaði við byggingu einbýlishússins við Haustakur 3. Hins vegar sé ljóst að stefnda fékk í sinn hlut við söluna á Hjálmakri 8 í Garðabæ 42.504.808 krónur sem sé um helmingur af þeim kostnaði sem hafi farið í kaup á lóðinni að Haustakri 3 og í byggingaframkvæmdir við einbýlishús á lóðinni. Það sem út af hafi staðið hafi stefnda fjármagnað með lántöku hjá Kviku banka. Voru það því eigin fjármunir stefndu og nýtt lán sem fjármögnuðu framkvæmdirnar við Haustakur 3 og verði því að hafna þeirri málsástæðu stefnanda að uppsprettan af eigin fé stefndu sé lánið sem Guðmundur hafi fengið frá Kaupþingi í Lúxemborg árið 2008.

Stefnandi byggir einnig kröfu sína á því að Guðmundur hafi átt rétt til hluta af söluandvirði Haustakurs 3 með því að hann hafi verið meðskuldari á lánum sem hvíldu á eigninni og að ekki sé eðlilegt að hann hafi skuldbundið sig sem skuldara vegna lána á eigninni og greitt af þeim með tekjum sínum án þess að eiga eignarhlut í fasteigninni. Þessari málsástæðu er af hálfu stefndu einnig hafnað. Alþekkt hérlendis að annað hjóna sé eitt skráð fyrir heimili fjölskyldunnar jafnvel þó svo að báðir aðilar greiði af fasteignalánum, þá hljóti að teljast eðlilegt að stefnda hafi ein verið skráð fyrir fasteigninni þar sem hún hafi ein reitt fram fé til kaupa á byggingarlóðinni. Þá beri stefnda og Guðmundur í samræmi við 1. mgr. 46. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar. Til framfærslu teljist það sem með sanngirni verður krafist til sameiginlegs heimilishalds og annarra sameiginlegra þarfa, uppeldis og menntunar barna og sérþarfa hvors hjóna. Þá segi jafnframt í 1. mgr. 53. gr. barnalaga nr. 76/2003 að foreldrum sé skylt, báðum og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skuli haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Haustakur 3 hafi sannarlega verið heimili fjölskyldunnar og því eðlilegt að Guðmundur hafi staðið straum af greiðslum af láni vegna fasteignarinnar hvort sem hann hafi verið skráður eigandi hennar eða ekki enda beri hann framfærsluskyldu gagnvart eiginkonu sinni og börnum. Þá segir enn fremur í 1. mgr. 47. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 að framlög til framfærslu fjölskyldu skiptist milli hjóna eftir getu þeirra og aðstæðum. En sýnt að Guðmundur hafi haft miklar tekjur á meðan stefnda hafði litlar tekjur aðrar en fjármagnstekjur og því eðlilegt að Guðmundur hafi staðið skil á meirihluta kostnaðar við heimili fjölskyldunnar. Eins og algengt á íslenskum heimilum hvíli heimilisreksturinn á herðum stefndu en Guðmundur vinni í krefjandi stjórnunarstarfi sem kalli á mikla fjarveru frá heimili. Sé því fráleitt að halda því fram að greiðslur hans til heimilisrekstrarins séu á einhvern hátt óeðlilegar og fari í bága við hagsmuni kröfuhafa hans á ólögmætan hátt.

Í stefnunni greini stefnandi frá því að Guðmundur hafi litið á fasteignina að Haustakri 3 sem sína eign, t.d. með tölvupóstsamskiptum við viðskiptabanka sinn og í gögnum sem fylgdu skattskýrslu hans. Eins og áður hefur verið lýst þá kom röng skráning inn í skattskýrslu til vegna framsetningar skattyfirvalda á skattskýrslum þeirra hjóna. Enda ljóst að það hafi verið stefnda en ekki Guðmundur sem keypti eignina og var ein skráð eigandi hennar. Hvað varði samskipti Guðmundar við viðskiptabanka sinn og þar sem hann segi húsið við Haustakur vera sitt til þess að líta að Guðmundur hafi séð um öll fjármál fjölskyldunnar og hafi því haft milligöngu um skuldabréfalánið sem hafi verið veitt með veði í fasteign stefndu og að um hafi verið að ræða heimili hans og fjölskyldunnar. Verði ekki annað séð en að hann sé að vísa til hússins sem heimilis síns frekar en að hann sé að slá því föstu að hann sé eigandi þess, enda það þinglýsing eignarheimildar sem hér ráði og öllum hagaðilum aðgengileg.

Varakrafa stefnanda sú að stefnda greiði stefnanda óréttmæta auðgun, 74.678.599 krónur, sem sé það fé sem stefnda hafi fengið við söluna á Haustakri 3 í Garðabæ eftir að tekið hafði verið tillit til áhvílandi skulda á eigninni. Telji stefnandi að fé það sem um ræði megi rekja aftur til þess að Kaupþing í Lúxemborg hafi lánað Guðmundi 82.303.675 krónur árið 2008 og telji því óeðlilegt að stefnandi fái ekki hlut í framangreindu söluandvirði sem kom út úr sölunni á Haustakri. Stefnda hafnar alfarið þessari kröfu stefnanda með vísan til þess sem að framan greinir, þ.e. að það fé sem notað hafi verið til kaupanna á Haustakri 3 hafi verið peningaeign stefndu sem hún hafi fengið við söluna á Hjálmakri 8 og með nýrri lántöku hjá Kviku banka. Sé það því rangt sem haldið fram í stefnu að þessa fjármuni megi rekja til lánveitingar Guðmundar frá Kaupþingi í Lúxemborg.

Stefnda og Guðmundur hafi verið gift um árabil, og hafi bæði verið virk á vinnumarkaði árum saman. Guðmundur í stjórnunarstörfum hjá ýmsum stórum fyrirtækjum bæði á Íslandi og í Kanada. Stefnda hafi unnið sérfræðistörf í samræmi við sína menntun auk þess að sinna heimili og ala upp dæturnar tvær. Áður en þau hafi keypt og lokið byggingu á húsinu við Hjálmakur 8 hafi þau átt nokkrar fasteignir og verið vel stæð þegar þau réðust í framangreind kaup. Guðmundur hafi þá verið hátt settur í Kaupþingi banka og jafnframt stundað verðbréfaviðskipti fram að falli bankans. Þeir fjármunir sem hann hafi fengið að láni frá Kaupþingi í Lúxemborg hafi fráleitt verið eina uppspretta fjármuna við þessi húsakaup, heldur hafi söluandvirði fyrri eigna verið notað, og þessum fjármunum ekki haldið sérgreindum frá öðru fé sem Guðmundur sýslaði með á þessum tíma.

Af öllu því sem að framan greinir verði að telja ljóst að stefnda hafi sjálf átt allt það eigið fé sem hún hafi notað í fasteignaviðskiptum sínum ásamt nýjum lánum sem hún og Guðmundur hafi tekið í sameiningu. Verði því ekki séð að það fé sem hún hafi notað til fasteignaviðskiptanna eigi rætur að rekja til lána sem Guðmundur hafi fengið hjá Kaupþingi í Lúxemborg árið 2008. Þá verði ekki séð að neitt sé óeðlilegt við það að stefnda hafi ein verið skráð fyrir fasteigninni að Haustakri 3 enda reiddi hún fram fé til kaupa á lóðinni og til byggingaframkvæmdanna utan þess sem fengið hafi verið með nýrri lántöku. Þá verði ekki séð að óeðlilegt sé að Guðmundur hafi greitt af lánum eða tekið þátt í að greiða byggingarkostnað vegna heimilis fjölskyldunnar án þess að vera eigandi fasteignarinnar enda beri hann framfærsluskyldu gagnvart fjölskyldu sinni.

Sem grundvöll fyrir skaðabótakröfu sinni vísi stefnandi til almennu skaðabótareglunnar en samkvæmt henni skal maður bera skaðabótaábyrgð á tjóni sem hann veldur með saknæmum og ólögmætum hætti, enda sé tjónið sennileg afleiðing hegðunar hans og raskar hagsmunum sem verndaðir eru af skaðabótareglum.

Ekki verði séð að nein skilyrði almennu skaðabótareglunnar séu uppfyllt í þessu máli, enda hafi ekkert tjón orðið sem rekja megi til saknæmrar eða ólögmætrar hegðunar stefndu. Í stefnunni vísað til þess að tjónið séu þær sölutekjur sem stefnda fékk við söluna á fasteignum sínum og sem Banque Havilland hafi átt tilkall til vegna lántöku Guðmundar. Þetta fráleitt því að stefnda hafi aldrei samþykkt að gerast meðskuldari að láninu né hafi hún veitt veð í eignarhluta sínum í fasteigninni til Kaupþings í Lúxemborg. Verði því ekki séð að henni hafi borið að greiða neitt af söluandvirðinu sem hafi fallið í hennar hlut við fasteignaviðskiptin til Banque Havilland. Því geti stefnandi ekki haldið því fram að nokkurt tjón hafi hlotist af hennar völdum. Þá hafi, eins og áður hefur verið lýst, ekki átt sér stað nein ólögmæt eða saknæm háttsemi þrátt fyrir að stefnda hafi ein ráðist í bygginguna að Haustakri 3 þar sem hún hafi sjálf reitt fram það fé sem notað var til kaupa á lóðinni og fjármagnaði sjálf með eigin fé og lántöku ásamt eiginmanni sínum. Þá beri Guðmundur, eins og áður sagði, framfærsluskyldu gagnvart fjölskyldu sinni og því ekkert óeðlilegt við það að hann greiði af fasteignalánum og taki þátt í kostnaði við framkvæmdir og rekstur vegna hennar án þess að vera skráður eigandi hennar. Verði því ekki séð að almenna skaðabótareglan sé uppfyllt eins og stefnandi heldur fram.

Þá vísi stefnandi einnig til þess að hin saknæma háttsemi stefndu felist í því að greiða ekki eftirstöðvar söluverðsins vegna Hjálmakurs inn á lánið frá Banque Havilland, en eins og áður sagði hafi stefnda ekki verið meðskuldari að láninu við Banque Havilland og hafði ekki samþykkt að greiða upp skuldina eða veita tryggingu fyrir henni. Verði því ekki séð að stefndu hafi borið nein skylda að lögum til að ráðstafa eignum sínum til bankans. Stefnda hafi því ekki sýnt af sér saknæma háttsemi með því að greiða ekki af skuldum eiginmanns síns við Banque Havilland í framhaldi af sölunni á Hjálmakri 8. Þá verði ekki séð að nokkur tengsl séu á milli þess að stefnda skuli hafa tekið við sínum hlut í söluandvirði fasteignarinnar og þess að Banque Havilland hafi orðið fyrir tjóni. Ef Kaupþing í Lúxemborg ætlist til þess að verðmætin sem í fasteigninni við Hjálmakur 8 fólust standi til tryggingar skuldum Guðmundar við bankann, hefði bankinn átt að krefjast veðs í eigninni og greiða ekki út til Guðmundar fyrr en sú veðsetning hafi legið fyrir. Það hafi hins vegar ekki verið gert og af því verði stefnandi að bera hallann, enda geti hann ekki átt betri rétt á hendur Guðmundi og stefndu en upphaflegur lánveitandi, Kaupþing í Lúxemborg. Þá með öllu ósannað að þeim fjármunum sem Guðmundur hafi fengið að láni hafi verið ráðstafað til kaupanna á Hjálmakri 8. Því séu engin sannarleg tengsl á milli lántökunnar og fasteignaviðskipta stefndu.

Þá hafnar stefnda einnig alfarið skaðabótakröfu stefnanda með vísan til þess að Banque Havilland hafi ekki orðið fyrir neinu fjárhagslegu tjóni þrátt fyrir að hafa ekki fengið kröfu sína greidda. Stefnda styður framangreinda fullyrðingu sína með því að Banque Havilland hafi lítið sem ekkert greitt fyrir kröfu Kaupthing Luxembourg á hendur Guðmundi og því í raun að reyna að fénýta sér réttindi sem ekkert hafi verið greitt fyrir. Verði því ekki séð að nokkurt tjón hafi átt sér stað og því ekki tilefni til að fallast á skaðabótaábyrgð stefndu.

Þá verði að telja að Banque Havilland hafi sýnt af sér tómlæti við að innheimta kröfu sína. Áfrýjunardómstóll hafi vísað frá kröfu Banque Havilland þann 7. mars 2012 þar sem dómstólinn taldi málið heyra undir lögsögu íslenskra dómstóla. Hins vegar hafi bankinn látið hjá líða að höfða mál gegn Guðmundi vegna kröfunnar fyrir íslenskum dómstólum allt þar til stefna var þingfest þann 16. september 2015. Því hafi liðið um þrjú og hálft ár frá þeim tíma sem kröfu bankans var vísað frá dómi í Lúxemborg og þangað til mál hafi verið höfðað á Íslandi. Verði ekki annað séð en að bankinn hafi með þessu aðgerðarleysi sínu sýnt af sér tómlæti sem leiði til þess að krafa Banque Havilland sé í raun niður fallin.

Þrautavarakrafa stefnanda.

Til þrautavara fari stefnandi fram á að stefnda greiði stefnanda 27.188.654 krónur með stoð í riftunarreglum XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Telji stefnandi að tilteknar ráðstafanir Guðmundar sem fram fóru á tímabilinu frá 26. júlí 2012 og til úrskurðardagsins þann 14. júlí 2016 hafi verið riftanlegar og auk þess að stefnandi eigi rétt á að endurheimta ákveðin verðmæti frá stefndu.

Vísar stefnandi til þess að þar sem Guðmundur hafi ekki verið eigandi að lóðinni né húsbyggjandi hafi honum ekki borið að greiða fyrir lóðina, byggingarframkvæmdirnar né að greiða af skuldabréfum sem hvíldu á eigninni. Telur stefnandi allar greiðslur Guðmundar sem krafist riftunar á gjafagerning í merkingu 131. gr. og 139. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og að í þeim hafi einnig falist ótilhlýðileg ráðstöfun í merkingu 141. gr. sömu laga. Stefnandi telur að stefnda hafi sönnunarbyrði fyrir því að ekki hafi verið um gjafir að ræða. Vísar stefnandi til þess að samkvæmt 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 megi rifta gjafagerningi ef gjöfin var afhent á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Þá segir í 2. mgr. að krefjast megi riftunar á gjafagerningi ef gjöfin er afhent sex til tólf mánuðum fyrir frestdag nema leitt sé í ljós að þrotamaðurinn hafi þá verið gjaldfær og það þrátt fyrir afhendinguna. Þetta gildi einnig um gjafir til nákominna sem hafi verið afhentar sex til tuttugu og fjórum mánuðum fyrir frestdag. Telur stefnandi að þar sem stefnda sé nákomin Guðmundi og þar sem hann hafi verið orðinn ógjaldfær frá og með árinu 2009 eigi að rifta greiðslum fyrir tímabilið frá frestdegi 4. apríl 2016 og allt aftur til 4. apríl 2014.

Þessari kröfu stefnanda alfarið hafnað þar sem í fyrsta lagi hafi ekki verið um að ræða gjafagerninga þegar Guðmundur tók þátt í að greiða fyrir byggingarframkvæmdir og af lánum vegna heimilis fjölskyldunnar enda beri hann eins og áður hefur komið fram framfærsluskyldu gagnvart fjölskyldu sinni. Þá einnig til þess að líta að hluti af því fé sem Guðmundur hafi reitt fram til þess að greiða fyrir byggingaframkvæmdirnar við Haustakur 3 hafi verið fé sem stefnda fékk við söluna á Hjálmakri 8 en sem Guðmundur hafði í sínum vörslum sem umsjónarmaður fjármála þeirra hjóna. Þá hafi hann, eins og framan greinir, ekki tekið þátt í kaupum á lóðinni, heldur hafi stefnda ein verið kaupandi að henni. Ekki verði því séð að gjafahugtak 131. gr. laga nr. 21/1991 hafi verið uppfyllt. Gjafagerningur í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991 innifeli þrjú meginatriði. Í fyrsta lagi að gjöfin rýri eignir skuldarans, í öðru lagi að gjöfin leiði til eignaaukningar hjá móttakanda hennar og að tilgangurinn með gerningnum sé að gefa. Ljóst að Guðmundur hafi reitt fram það fé sem um ræðir vegna framkvæmda við heimil fjölskyldunnar og vegna greiðslna af lánum og byggja þessar greiðslur á lagaskyldu sem kveði á um skyldu Guðmundar til framfærslu við fjölskyldu sína. Verði því að hafna því að tilgangurinn með greiðslunum hafi verið að gefa stefndu fjármuni heldur þvert á móti hafi Guðmundur verið að uppfylla lagaskyldu. Verði því að hafna þeirri málástæðu stefnanda að um hafi verið að ræða riftanlega gjöf í skilningi 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991.

Þá því enn fremur hafnað að Guðmundur hafi verið orðinn ógjaldfær á árinu 2009, enda hafði hann á árunum 2011-2015 um það bil 109.045.465 krónur og á árinu 2016 27.894.575 krónur í laun og starfstengdar greiðslur og hafi því verið gjaldfær á því tímabili. Verði því ekki séð að lengri riftunarfrestur sem nemur 24 mánuðum geti átt við í þessu tilviki. Geti riftunarfrestur í þessu máli því aldrei verið lengri en frá frestdegi og sex mánuði aftur í tímann, þ.e. frá 4. október 2015 og fram til 4. apríl 2016.

Stefnandi byggi jafnframt á því að fjórar nánar tilgreindar greiðslur inn á lán stefndu og Guðmundar, samtals að fjárhæð 893.329 krónur, sem greiddar hafi verið eftir frestdag 4. apríl 2016 og fram til úrskurðardags 14. júlí 2016, hafi verið riftanlegar með vísan til 139. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt greininni megi krefjast riftunar á greiðslu skuldar ef greitt hafi verið eftir frestdag nema reglur XVII. kafla hefðu leitt til að skuldin hefði greiðst við gjaldþrotaskipti, nauðsynlegt hafi verið að greiða til að komast hjá tjóni eða sá sem greiðslu naut hafi hvorki vitað né mátt vita að komið hafi fram heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðsamnings eða krafa um gjaldþrotaskipti. Ekki verði séð að rétt sé að krefja stefndu um endurgreiðslu og riftun á greiðslunni þar sem framangreindar greiðslur bárust ekki stefndu heldur Kviku banka. Verði stefnandi því að beina kröfu sinni að Kviku banka sem fékk sem kröfuhafi greiðslurnar sem stefnandi telur riftanlegar.

Í öllum tilvikum vísi stefnandi til þess að endurgreiðslukrafa á hendur stefndu byggist á 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991, en þar segi að sá sem hafi hag af riftanlegri ráðstöfun, sbr. gr. 131-138 í lögum nr. 21/1991, eða fullnustuaðgerð skuli greiða þrotabúinu fé sem svarar til þess sem greiðsla þrotamanns hefur orðið honum að notum. Hvað þetta varði vísað til þess sem að framan greini, þ.e. að ákvæði 131.-138. gr. eigi ekki við í þessu tilviki og því geti 142. gr. laganna ekki heldur átt við.

Þá er áhugavert í ljósi þess tómlætis sem Banque Havilland, sem kröfuhafi Guðmundar, sýndi af sér, þannig að um þrjú og hálft ár liðu frá því að bankanum varð ljóst að málið ætti undir íslenska dómstóla og fram til þess að málið var höfðað fyrir íslenskum dómstólum, að skiptastjóri haldi því fram að lengri fyrningarfrestur eigi við í málinu. Sá tími sem hafi liðið frá því að ádrættirnir áttu sér stað og fram til þess að mál vegna kröfunnar var höfðað hér á landi hvorki stefndu né Guðmundi að kenna heldur fyrst og fremst drætti sem rekin verður til stefnanda.

Stefnandi byggi á því að ef ekki verður fallist á að hægt sé að rifta framangreindum greiðslum með stoð í 131. og 139. gr. laga nr. 21/1991 eigi að rifta öllum framangreindum greiðslum með vísun í 141. gr. laga nr. 21/1991 og þá miðað við tímabilið frá 31. maí 2011 til 14. júlí 2016. Samkvæmt þeirri grein megi krefjast riftunar ráðstafana sem á ótilhlýðilegan hátt u kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiða til þess að eignir þrotamannsins verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiða til skuldaukningar kröfuhöfum til tjóns, þrotamaðurinn var ógjaldfær eða varð það vegna ráðstöfunarinnar  og sá sem hafði hag af henni vissi eða mátti vita um ógjaldfærni þrotmannsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin var ótilhlýðileg.

Stefnda hafnar því að ákvæði 141. gr. laga nr. 21/1991 eigi við. Í fyrsta lagi hafi Guðmundur verið, eins og áður segir, með háar tekjur árin 2011-2016 og hafi því ekki verið ógjaldfær á þeim tíma. Þá hafi þær greiðslur sem um ræði ekki verið greiddar stefndu heldur inn á lán sem Guðmundur hafi verið meðskuldari að ásamt stefndu og verði því ekki séð að hægt sé að beina kröfu um riftun og endurgreiðslu að stefndu enda hafi hún ekki fengið greidda þá fjármuni sem um ræði heldur Kvika banki og hafi það því verið Kvika sem naut góðs af greiðslunni en ekki stefnda. Eins og áður hafi komið fram verði ekki hægt að líta á greiðslur Guðmundar sem gjafagerninga heldur hafi verið um að ræða lögbundna framfærslu við fjölskyldu hans. Þá stefnda ekki kröfuhafi Guðmundar og verði því ekki séð að greinin geti átt við. Ef hann hafi ekki verið að greiða vexti, verðbætur og afborganir af umræddu láni hafi hann rétt eins getað verið að greiða húsaleigu fyrir fjölskyldu sína, sem honum hefði verið skylt að gera að lögum.

Vísi stefnandi til þess að endurgreiðslukrafa á hendur stefndu byggist á 2. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991, en þar segi að sá sem hafði hag af riftanlegri ráðstöfun, sbr. 139. gr. eða 141. gr. í lögum nr. 21/1991, eða fullnustuaðgerð greiði þrotabúinu bætur eftir almennum reglum. Hvað þetta varði vísað til þess sem að framan greini, þ.e. að ákvæði 141. gr. eigi ekki við í þessu tilviki og því geti 2. mgr. 142. gr. laganna ekki heldur átt við. Ekki verði séð hvernig megi réttlæta slíkan aukinn fyrningarfrest þegar ljóst að kröfuhafi og skiptabeiðandi hafi dregið mál þetta fram úr öll hófi og þar með sýnt af sér tómlæti.

Þrautaþrautavarakrafa.

Þrautaþrautavarakrafa stefnanda að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefndu gagnvart stefnanda vegna þess fjártjóns sem stefnandi hlaut af ólögmætri og saknæmri ráðstöfun stefndu á þeim hluta söluandvirðis sem var umfram skuldir við sölu á fasteigninni að Hjálmakri 8 sem seld hafi verið með kaupsamningi þann 31. maí 2011.

Eins og að framan greini í kafla 4.1 í greinargerð þessari u ekki uppfyllt skilyrði hinnar almennu skaðabótareglu þannig að skaðabótaskylda hafi myndast. Verði því þrautaþrautavarakröfu stefnanda einnig hafnað með vísan til þess sem þar greinir.

Stefnda byggir kröfur sínar á ákvæðu laga nr. 21/1991, almennum reglum skaðabótaréttar og 53. gr. barnalaga nr. 76/2003 og VII. kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993.

Krafa um málskostnað er byggð á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um að virðisaukaskattur leggist ofan á málskostnað byggist á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

Forsendur og niðurstaða.

Stefnda og Guðmundur Þór Gunnarsson gáfu skýrslu fyrir dóminum og verður vitnað til þeirra eftir því sem tilefni gefst til.

Óumdeilt er í máli þessu að stefnda og Guðmundur Þór Gunnarsson eru hjón og voru á þeim tíma sem hinar umdeildu greiðslur fóru fram. Er því 1. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. uppfylltur. Bú Guðmundar Þórs var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði 14. júlí 2016 og er frestdagur 4. apríl 2016.

Aðalkröfu sína byggir stefnandi á almennum reglum skaðabótaréttarins um bótaábyrgð utan samninga og byggir á því að stefnda hafi valdið stefnanda tjóni með saknæmri og ólögmætri háttsemi sinni eða athafnaleysi. Stefnandi kveður stefndu hafa borið að greiða inn á kröfu Banque Havilland S.a., sem hafi lánað þeim Guðmundi Þór fyrir kaupunum á Hjálmakri 8 og hafi stefnda einnig haft fjárhagslegan hag af því. Stefndu hafi verið kunnugt frá upphafi um skuldina við bankann og notið góðs af láninu þar sem það hafi verið tekið til húsnæðiskaupa fyrir þau hjón. Fyrir dómi upplýsti stefnda að henni hafi verið kunnugt um lánið frá Havilland og að bankinn hafði gjaldfellt lánið. Þá vissi hún einnig um dómsmálið sem Havilland höfðaði á hendur Guðmundi á árinu 2010 til innheimtu skuldarinnar. Við sölu á Hjálmakri 8, á árinu 2011, vissi stefnda því um innheimtuaðgerðir Havilland og fjárhæð skuldarinnar en hennar var getið á skattframtölum stefndu á árunum  2008, 2009 og 2010. Þá gat stefnda ekki útskýrt það fyrir dóminum hvers vegna allt söluandvirði eignarinnar var lagt inn á hennar persónulega bankareikning og útskýringar hennar á því fyrir dóminum, hvers vegna lóðin að Haustakri 3 hafi verið keypt í hennar nafni en ekki þeirra beggja, ekki trúverðugar og að auki, gegn mótmælum stefnanda, of seint fram komnar. Vissi stefnda að háttsemi Guðmundar og hennar um að setja allt söluverð eignarinnar á hennar reikning og fjárfesta eingöngu í hennar nafni í framhaldi, myndi valda því að kröfuhafar Guðmundar gætu ekki gengið í og/eða fengið fullnustu krafna sinna í fasteign skráða á hennar nafn eingöngu. Staðfesti hún fyrir dóminum að hún hafi verið meðvituð um það.

Með þessari háttsemi olli stefnda kröfuhöfum Guðmundar sannanlega tjóni og verður að taka undir það með stefnanda að með þessum gjörningi hafi bæði verið um saknæma og ólögmæta háttsemi stefndu að ræða.

Þá er krafa stefnanda ekki fyrnd en samkvæmt 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda fyrnist krafa um skaðabætur á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið. Úrskurður um töku bús Guðmundar til gjaldþrotaskipta og skipun skiptastjóra var þann 14. júlí 2016 og verður að miða við að á þeim degi hafi skiptastjóri fyrst getað fengið vitneskju um hina umdeildu háttsemi.

Samkvæmt kaupsamningi stefndu og Guðmundar að Hjálmakri 8 í Garðabæ voru þau þinglýstir eigendur til helminga að húsinu. Er því ljóst að eign Guðmundar var helmingur þeirrar fjárhæðar sem fékkst við sölu hússins. Verður að taka undir það með stefnanda að ráðstöfun þessi hafi verið gerð í þeim tilgangi að kröfuhafar kæmust ekki í eignir Guðmundar en innheimtuaðgerðir voru þá þegar hafnar. Verður krafa stefnanda að þessu leyti tekin til greina. Stefnda mótmælti því að stefnandi eigi kröfu til alls söluandvirðisins að Hjálmakri 8 eins og krafa er gerð um í stefnu. Tekið er undir það með stefndu, að hennar eignarhluti í fasteigninni komi ekki til fullnustu kröfuhöfum Guðmundar Þórs. Verður stefnda því dæmd til að greiða stefnanda helming þeirrar fjárhæðar er stefnandi gerir í aðalkröfu sinni, eða 42.504.808 krónur. Verður stefnda dæmd til að greiða stefnanda dráttarvexti af þeirri fjárhæð frá 5. maí 2017 til greiðsludags samkvæmt 1. mgr. 6., sbr. 9. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.

Að þessari niðurstöðu fenginni verður ekki fjallað frekar um varakröfur stefnanda.

Stefnda skal með vísan til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 greiða stefnanda 4.400.000 krónur í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti.

Gætt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 við uppkvaðningu dómsins.

 

Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan.

 

Dómsorð.

Stefnda, Jóhanna Kristín Gústavsdóttir, greiði stefnanda, þrotabúi Guðmundar Þórs Gunnarssonar, 42.504.808 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. maí 2017 til greiðsludags.

            Stefnda greiði stefnanda 4.400.000 krónur í málskostað.

 

 

                                    Ástríður Grímsdóttir.