• Lykilorð:
  • Ávana- og fíkniefni
  • Hótanir
  • Húsbrot
  • Hylming
  • Líkamsárás
  • Nálgunarbann
  • Peningaþvætti
  • Fangelsi
  • Upptaka
  • Vopnalagabrot
  • Þjófnaður

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjaness þriðjudaginn 12. febrúar 2019 í máli nr. S-33/2019:

Ákæruvaldið

(Kristmundur Stefán Einarsson saksóknarfulltrúi)

gegn

Ingólfi Ágústi Hjörleifssyni

(Þorgils Þorgilsson lögmaður)

 

Mál þetta, sem dómtekið var 6. febrúar sl., höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 17. janúar 2019 á hendur ákærða, Ingólfi Ágústi Hjörleifssyni, kt. […], óstaðsettum í hús;

„fyrir eftirtalin hegningar-, vopna- og fíkniefnalagabrot framin á árinu 2018 nema annað sé tekið fram:

I

1. Peningaþvætti en hylmingu til vara með því að hafa, um nokkurt skeið og fram til þriðjudagsins 22. ágúst 2017, tekið við og haft í vörslum sínum Dell tölvuturn, Sony 150 myndbandsupptökuvél, Playstation leikjatölvu, 5 Playstation tölvuleiki, Sega megadrive leikjatölvu og 4 Sega tölvuleiki, allt að óþekktu verðmæti, sem fannst við leit lögreglu á ákærða við verslun Hagkaups í Skeifunni í Reykjavík og á heimili hans að […] í […], en munum þessum hafði verið stolið úr geymslu að […] í Reykjavík á tímabilinu frá 16. ágúst til 22. ágúst 2017 og ákærða hlaut að vera ljóst að þeirra hafi verið aflað með refsiverðum hætti.

Telst brot þetta varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 1. mgr. 254. gr. sömu laga.

2. Vopnalagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 22. ágúst 2017 er ákærði var handtekinn vegna brots í 1. tl. við verslun Hagkaups í Skeifunni í Reykjavík, haft í vörslum sínum útdraganlega kylfu sem ekki er ætluð til íþróttaiðkunar, sem fannst við leit lögreglu á ákærða og lagt var hald á.

Telst brot þetta varða við 1. mgr. og c-lið 2. mgr. 30. gr., allt sbr. 36. gr., vopnalaga nr. 16/1998.

II

Þjófnað með því að hafa, laugardaginn 16. desember 2017, stolið úr verslun Hagkaups að Spönginni 25 í Reykjavík Lindor sælgæti að verðmæti 749 kr. og Hamlet sælgæti að verðmæti 499 kr., samtals að verðmæti 1.248. kr.

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

IV

Peningaþvætti en hylmingu til vara með því að hafa, um nokkurt skeið og fram til miðvikudagsins 14. mars, tekið við og haft í vörslum sínum Makita borvél að óþekktu verðmæti sem fannst á ákærða við […] í Reykjavík, en borvélinni var stolið úr bifreiðinni […], við bensínstöð Olís að Álfheimum 49 í Reykjavík, á tímabilinu frá föstudeginum 9. mars 2018 til sunnudagsins 11. mars 2018 og ákærða hlaut að vera ljóst að hennar hafi verið aflað með refsiverðum hætti.

Telst brot þetta varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 1. mgr. 254. gr. sömu laga.

V

Húsbrot með því að hafa, ítrekað á tímabilinu frá þriðjudeginum 1. maí til miðvikudagsins 13. júní, ruðst í heimildarleysi inn á stigaganga húsnæðis að […] og hjólageymslu að […] í Reykjavík.

Teljast brot þessi varða við 1. mgr. 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

VI

1. Þjófnað með því að hafa, föstudaginn 10. ágúst, stolið úr bifreiðinni […], að […] í Kópavogi, peningaveski sem innihélt greiðslukort, persónuskilríki, ökuskírteini, sjúkratryggingakort og reiðufé allt að 40.000 kr.

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

2. Fjársvik með því að hafa, að morgni laugardagsins 11. ágúst, greitt með stolnu greiðslukorti sem greinir í 1. tl. fyrir vörur að upphæð 3.947 kr. í verslun 10/11 að Reykjavíkurvegi 58 í Hafnarfirði.

Telst brot þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

VII

Brot gegn nálgunarbanni með því að hafa, þriðjudaginn 14. ágúst, komið að […] í Reykjavík og reynt að komast inn í húsnæðið, þrátt fyrir að ákærða væri bannað að koma á eða í námunda við húsið á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis húsið samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 3. ágúst 2018, sem birt var ákærða sama dag.

Telst brot þetta varða við 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

VIII

Peningaþvætti en hylmingu til vara með því að hafa, um nokkurt skeið og fram til miðvikudagsins 5. september, tekið við og haft í vörslum sínum eftirtalda muni, sem fundust við Fossvogskirkjugarð að Vesturhlíð í Reykjavík, og lögregla lagði hald á, og ákærða hlaut að vera ljóst að hafi verið aflað með refsiverðum hætti:

Munanúmer:

Lýsing munar:

Fjöldi:

Áætlað verðmæti:

470417

Makita borvél

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470419

Hnífur í slíðri

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470420

Hamar með tréskefti

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470421

Sólgleraugu

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470422

Ray Ban sólgleraugu

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470424

Sporjárn

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470425

Hamar

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470426

Harbinger lyftingavefjur

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470427

Óþekkt rafmagnsverkfæri, silfurlitað

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470428

Stanley Cross 90 laser mælitæki

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470429

USB minnislykill

6 stk.

Óþekkt verðmæti

470430

Festool BR 10 DAB+ útvarp

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470432

Knipex röraklippur

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470433

Knipex tangir

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470434

Wiha sexkantasett

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470435

Lux-Tools töng

1 stk.

Óþekkt verðmæti

470436

Festool TS hjólsög

1 stk.

Óþekkt verðmæti

 

Telst brot þetta varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 1. mgr. 254. gr. sömu laga.

IX

Peningaþvætti en hylmingu til vara með því að hafa, um nokkurt skeið og fram til þriðjudagsins 9. október, tekið við og haft í vörslum sínum, við […] að […] í Reykjavík, Minolta X-700 myndavél að óþekktu verðmæti sem stolið var í innbroti laugardaginn 15. september 2018 að […] í Reykjavík, og ákærða hlaut að vera ljóst að hafi verið aflað með refsiverðum hætti.

Telst brot þetta varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 1. mgr. 254. gr. sömu laga.

X

Peningaþvætti en hylmingu til vara með því að hafa, um nokkurt skeið og fram til föstudagsins 19. október, tekið við og haft í vörslum sínum, að […] í Reykjavík, eftirtalda muni sem ákærða hlaut að vera ljóst að hafi verið aflað með refsiverðum hætti, en þeim hafði verið stolið úr vinnuskúr laugardaginn 16. október 2018 að [...]:

Munanúmer:

Lýsing munar:

Fjöldi:

Áætlað veðrmæti:

473554

Sanderson tónjafnari

1 stk.

Óþekkt verðmæti

473255

Heyrnartól, Aviation communication.

1 stk.

Óþekkt verðmæti

473256

Dewalt slípirokkur

1 stk.

Óþekkt verðmæti

473257

Max, Rebar Tier vírbindivél

1 stk.

Óþekkt verðmæti

 

Telst brot þetta varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 1. mgr. 254. gr. sömu laga.

XI

Þjófnað með því að hafa, á tímabili frá sunnudeginum 4. nóvember til mánudagsins 5. nóvember 2018, brotist inn í bílskúr að […] í Kópavogi og stolið þaðan eftirtöldum munum:

Munanúmer:

Lýsing munar:

Fjöldi:

Áætlað verðmæti:

474559

Veiðistöng

3 stk.

50.000 kr.

474560

Bjór, Stella Artois

18 stk.

Óþekkt verðmæti

474561

Kampavínsflaska, óþekkt tegund

2 stk.

Óþekkt verðmæti

 

 

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XII

Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt mánudagsins 5. nóvember, brotist inn í bílskúr að […] í Reykjavík og stolið þaðan verkfærum að áætluðu verðmæti 500.000 kr.

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XIII

Þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 8. nóvember, stolið úr bifreiðinni […] við Kringluna 1 í Reykjavík íþróttatösku með fatnaði í að óþekktu verðmæti.

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XIV

Þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 8. nóvember, brotist inn í bifreiðina […] við Kringluna 1 í Reykjavík og stolið úr henni klarinetti, spjaldtölvu og bakpoka með bókum og blásturshljóðfæramunnstykki, allt að óþekktu verðmæti.

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XV

Fíkniefnalagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 8. nóvember 2018, haft í vörslum sínum 0,22 g af amfetamíni, sem fannst við líkamsleit lögreglu á ákærða á lögreglustöð að Hverfisgötu 113 í Reykjavík, og lagt var hald á.

Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002.

XVI

Peningaþvætti en hylmingu til vara með því að hafa, um nokkurt skeið og fram til 21. nóvember, tekið við og haft í vörslum sínum, á heimili ákærða að […] í […], JBL hátalara að óþekktu verðmæti sem ákærða hlaut að vera ljóst að hafi verið aflað með refsiverðum hætti, en hátalaranum var stolið úr […] við […] í Reykjavík á tímabili frá föstudeginum 9. nóvember 2018 til mánudagsins 12. nóvember.

Telst brot þetta varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 1. mgr. 254. gr. sömu laga.

XVII

Þjófnað með því að hafa, laugardaginn 17. nóvember, stolið úr skúr að […] í Kópavogi reiðhjóli af tegundinni CUBE Carbon C:62 Pro að áætluðu verðmæti 270.000 kr.

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XVIII

Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt mánudagsins 19. nóvember, brotist inn í bifreiðina […], að […] í Kópavogi, og stolið þaðan koníaksflösku að áætluðu verðmæti 9.000 kr.

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XIX

Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt mánudagsins 19. nóvember, stolið úr bifreiðinni […], að […] í Kópavogi, tveimur farsímum, loftdælu, sólgleraugum, hníf og lyklakippu, samtals að áætluðu verðmæti 45.000 kr.

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XX

Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt mánudagsins 19. nóvember, stolið úr bifreiðinni […] að […] í Kópavogi sundtösku með sundfötum, handklæði og snyrtivörum, smápeningaveski og lyklakippu ásamt bensínlykli, allt að óþekktu verðmæti.

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XXI

Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt mánudagsins 19. nóvember, farið inn í íbúðarhúsnæði að […] og stolið þaðan steinsög að áætluðu verðmæti 1.500.000 til 2.000.000 kr., hjólavagni og útvarpi að samtals áætluðu verðmæti 100.000. kr.

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XXII

1. Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt mánudagsins 19. nóvember, farið inn í bílskúr að […] í Kópavogi og stolið þaðan eftirtöldum munum að samtals áætluðu verðmæti 790.000 kr.:

Lýsing munar:

Fjöldi:

Verðmæti:

Taska með ýmsum útivistarfatnaði

1 stk.

170.000

Veiðitaska með ýmsum veiðibúnaði

1 stk.

200.000

Gönguskór

1 par

50.000

Golfskór

1 par

20.000

Golfsett

1 stk.

300.000

Trek reiðhjól

1 stk.

50.000

 

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

2. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, er ákærði var handtekinn vegna brots í 1. tl, haft í vörslum sínum 3,74 g af amfetamíni, sem fannst við líkamsleit lögreglu á ákærða, á lögreglustöð að Hverfisgötu 113 í Reykjavík og lagt var hald á.

Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002.

XXIII

Þjófnað með því að hafa, á tímabili frá miðvikudeginum 7. nóvember til sunnudagsins 18. nóvember, brotist inn í bílskúr að […] í Reykjavík og stolið þaðan eftirtöldum munum:

Munanúmer:

Lýsing munar:

Fjöldi:

Áætlað verðmæti:

476524

Kassi með fræsitönnum

1 stk.

Óþekkt verðmæti

476694

Tölva

1 stk.

Óþekkt verðmæti

476695

Tölvuskjár

1 stk.

Óþekkt verðmæti

476696

Makita hleðslutæki

1 stk.

Óþekkt verðmæti

476697

Dewalt hleðslutæki

1 stk.

Óþekkt verðmæti

476698

Makita borvél

1 stk.

Óþekkt verðmæti

476699

Metabo slípirokkur

1 stk.

Óþekkt verðmæti

476700

Metabo fræsari í áltösku

1 stk.

Óþekkt verðmæti

476701

Stihl steinsög

1 stk.

Óþekkt verðmæti

476702

Harris gastæki

1 stk.

Óþekkt verðmæti

 

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XXIV

Þjófnað með því að hafa, sunnudaginn 2. desember, stolið úr bifreiðinni […], að […] í Kópavogi, eftirtöldum munum að samtals verðmæti 39.000 kr.:

Munanúmer:

Lýsing munar:

Fjöldi:

Áætlað verðmæti:

477161

Hitachi vinnuljós

1 stk.

4.000 kr.

477162

Hitachi hleðsluborvél

1 stk.

20.000 kr

477163

Kex sög

1 stk.

15.000 kr.

 

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

[---]

XXVI

Fyrir hótanir og líkamsárás með því að hafa, mánudaginn 3. desember, á heimili móður sinnar,  A, kt. […], að […] í […], hótað henni, líkamsmeiðingum með því að hafa staðið yfir henni þar sem hún var í rúmi sínu og sagt við hana að hann gæti auðveldlega kyrkt hana og í kjölfarið á því hrint henni tvívegis, fyrst inni á gangi íbúðarinnar og síðar inni í svefnherbergi.

Teljast brot þessi varða við 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XXVII

Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt miðvikudagsins 5. desember, brotist inn í vinnuskúr að […] í Kópavogi og stolið þaðan eftirtöldum munum að samtals áætluðu verðmæti 215.000 kr.:

Munanúmer:

Lýsing munar:

Fjöldi:

477147

Tece pressfittingsvél

1 stk.

477148

Makita taska með rafmagnsverkfærum

2 stk.

477149

Vinnuljós

1 stk.

477150

Hnéhlífar

1 par

477151

Poki með ýmsum verkfærum

1 stk.

477152

Poki með ýmsum verkfærum

1 stk.

477153

Vinnuskór

1 par

 

Peltor heyrnatól

1 stk.

 

Lyklar

10 stk.

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

XXVIII

1. Þjófnað með því að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 6. desember, brotist inn í bifreiðina […] að […] í Kópavogi og stolið úr henni 3 haglabyssuskotum, að áætluðu verðmæti 252 kr., og kveikjuláslykli.

Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

2. Tilraun til þjófnaðar með því að hafa, í kjölfar þess sem greinir í 1. tl., opnað bílskúr að […] með fjarstýringu sem var í bifreiðinni […] og farið inn í bílskúrinn í því skyni að stela verðmætum en horfið frá án þess að hafa verðmæti meðferðis.

Telst brot þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar, til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og til að sæta upptöku á kylfu sem greinir í I-2 kafla samkvæmt heimild í 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998.“

Undir rekstri málsins féll ákæruvaldið frá sakargiftum samkvæmt ákærulið XXV.

Kröfur ákærða í málinu eru þær að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða þóknunar sér til handa.

Forsendur og niðurstaða:

Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að ákærði játaði sakargiftir skýlaust við fyrirtöku málsins 6. febrúar sl. og sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga.

Játning ákærða fær stoð í gögnum málsins. Samkvæmt því þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða.

Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins á ákærði nokkurn sakaferil að baki. Síðast hlaut hann dóm í Héraðsdómi Reykjaness 3. júní 2016 þess efnis að hann sætti fangelsi í sjö mánuði vegna fíkniefnalagabrots en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Með dómnum var dæmdur upp skilorðsdómur Héraðsdóms Suðurlands frá 19. september 2013.

Með þremur brota sinna rauf ákærði skilorð áðurnefnds dóms Héraðsdóms Reykjaness. Samkvæmt því og með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ber að taka dóminn upp og ákveða ákærða refsingu í einu lagi fyrir bæði málin samkvæmt fyrirmælum 77. gr. almennra hegningarlaga.

Eins og áður var nefnt á ákærði nokkurn sakaferil að baki. Þá er hann í málinu sakfelldur fyrir fjölmörg hegningar-, vopna og fíkniefnalagabrot. Ákærða til málsbóta horfir skýlaus játning hans og þá veitti hann lögreglu aðstoð í nokkrum tilvikum við að upplýsa brotin. Til allra þessara atriða ber að líta við ákvörðun refsingar ákærða, sbr. 1., 5., 8. og 9. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt öllu framansögðu þykir refsing ákærða réttilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Í ljósi fjölda brota ákærða og þess að með þremur þeirra rauf hann skilorð eldri dóms þykir ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 6. desember 2018 að fullri dagatölu, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Með vísan til kröfugerðar ákæruvalds, gagna málsins og tilgreindra lagaákvæða í ákæru lögreglustjóra verða gerð upptæk til ríkissjóðs kylfa og 3,96 grömm af amfetamíni, sem lögregla haldlagði við rannsókn málsins.

Eftir úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærða gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, sem eftir umfangi málsins þykir hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir.

Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari.

D Ó M S O R Ð:

Ákærði, Ingólfur Ágúst Hjörleifsson, sæti fangelsi í 18 mánuði. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 6. desember 2018 að fullri dagatölu.

Ákærði sæti upptöku á kylfu og 3,96 grömmum af amfetamíni.

Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 463.760 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum.

 

Kristinn Halldórsson