Ákærði var sakfelldur fyrir umferðar-, vopna- og fíkniefnalagabrot. Var honum gert að sæta fangelsi í 90 daga skilorðsbundið til tveggja ára ásamt því að vera sviptur ökuréttindum í 18 mánuði.
Ákærði var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Var honum dæmdur hegnignarauki og gert að sæta fangelsi í 13 mánuði ásamt því að áréttuð var ævilöng svipting ökuréttar ákærða
Stefnandi höfðaði málið til að fá hnekkt þeirri niðurstöðu stjórnvalda að hann ætti ekki rétt til greiðslu sem hann hafði sótt um úr fæðingarorlofssjóði. Honum hafði verið synjað um greiðslu vegna þess að hann uppfyllti ekki skilyrði laga um þátttöku á innlendum vinnumarkaði í sex mánuði fyrir fæðingardag barns, en stefnandi taldi að taka ætti einnig tillit til starfstímabils hans erlendis. Það starf sem stefnandi gegndi hjá stofnun í öðru EES-ríki á ávinnslutímabili réttinda reyndist ekki hafa veitt honum rétt samkvæmt lögum þess ríkis um fæðingarorlof. Þar sem slíkt er áskilið í skýru og ótvíræðu ákvæði íslenskra laga var ekki fallist á kröfur stefnanda í málinu.
Ákærði var sakfelldur fyrir ýmis þjófnaðar-, skjala-, umferðar-, vopna- og fíkniefnalagabrot. Var honum gert að sæta fangelsi í 4 mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára ásamt því að vera sviptur ökuréttindum í 5 ár.
Deilt var um mörk eignarlands og þjóðlendu á tilteknu landsvæði í Skötufirði á Vestfjörðum. Hafnað var kröfu um ógildingu hluta úrskurðar óbyggðanefndar.
Staðfestur var úrskurður óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 um að þjóðlenda sé fyrir botni Ísafjarðar og að landsvæðið væri afréttur jarða í Súðavíkurhreppi, sbr. 1. gr. og b-liður 7. gr. laga nr. 58/1998. Ekki var fallist á að stefnandi Orkubú Vestfjarða ohf. ætti beinan eignarrétt að vatns- og virkjuanrréttindum innan þjóðlendunnar.
Staðfestur var úrskurður óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 um að þjóðlenda sé fyrir botni Hestfjarðar í afréttareign Súðavíkurhrepps, sbr. 1. gr. og c-liður 7. gr. laga nr. 58/1998. Ekki var fallist á að stefnandi Orkubú Vestfjarða ohf. ætti beinan eignarrétt að vatns- og virkjunarréttindum innan þjóðlendunnar.
Deilt var um mörk eignarlands og þjóðlendu á tilteknu landsvæði í Skötufirði á Vestfjörðum. Hafnað var kröfu um ógildingu hluta úrskurðar óbyggðanefndar.
Deilt var um mörk eignarlands og þjóðlendu á tilteknu landsvæði í Skötufirði á Vestfjörðum. Fallist var á kröfu um ógildingu hluta úrskurðar óbyggðanefndar. Þá var viðurkenndur beinn eignarréttur eiganda jarðarinnar Kleifa í Skötufirði að hinu umþrætta landsvæði.
Deilt var um mörk eignarlands og þjóðlendu á tilteknu landsvæði í Skötufirði á Vestfjörðum. Hafnað var kröfu um ógildingu hluta úrskurðar óbyggðanefndar.
Staðfestur var úrskurður óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 um að þjóðlenda sé fyrir botni Hestfjarðar í afréttareign Súðavíkurhrepps, sbr. 1.gr. og c-liður 7.gr. laga nr 58/1998. Ekki var fallist á að stefnandi ætti beinan eignarrétt að landsvæðinu.
Staðfestur var úrskurður óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 um að þjóðlenda sé fyrir botni Ísafjarðar og að landsvæðið væri afréttur jarða í Súðavíkurhreppi, sbr. 1. gr. og b-liður 7.gr. laga nr.58/1998. Ekki var fallist á að stefnandi ætti beinan eignarrétt að landsvæðinu.