Stefnandi sætti þvingunarráðstafana lögreglu vegna rannsóknar sakamáls. Síðar var rannsóknin felld niður. Stefnandi krafðist miskabóta úr hendi stefnda, íslenska ríkisins, vegna umræddra ráðstafana. Talið var að enda þótt því yrði ekki slegið föstu að stefnandi hefði beinlínis valdið þeim aðgerðum sem hann reisti miskabótakröfu sína á þá teldist stefndi eigi að síður hafa leitt nægjanlega í ljós að stefnandi hefði, eins og atvikum háttaði til, a.m.k. stuðlað að þeim aðgerðum. Þótt ekki væri talið rétt að fella bætur til stefnanda niður að öllu leyti yrði að mati dómsins við þessar aðstæður að skerða þær. Var stefnda því gert að greiða stefnanda 90.000 krónur með nánar tilgreindum vöxtum, en vaxtakrafa stefnanda var að huta til talin fyrnd.