Stefnandi lenti í umferðarslysi og varð fyrir varanlegu líkamstjóni. Bótaábyrgð stefnda var óumdeild en ekki var fallist á með stefnanda að meta bæri árslaun hans sérstaklega, sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, þar sem honum auðnaðist ekki sönnun þess að ætla mætti að annar mælikvarði væri réttari um líklegar framtíðartekjur hans en samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins.
Ákærði var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot, skjalafals og fíkniefnilagabrot. Var honum gert að sæta fangelsi í 60 daga, skilorðsbundið til tveggja ára. Einnig var honum gert að greiða fésekt og sviptingu ökuréttinda í 18 mánuði.
Riftun stefnda á ráðningarsamningum stefnenda var talin ólögmæt og var því fallist á kröfur stefnenda um greiðslu launa í uppsagnarfresti ásamt dráttarvöxtum. Ennfremur var fallist á að annar stefnenda ætti rétt á greiðslu mismunar á fullum launum og greiðslum í fæðingarorlofi. Kröfu stefnenda um miskabætur var hins vegar hafnað.
Ákærði, sem játaði sök, sakfelldur fyrir þjófnaði, líkamsárásir og tilraun til þjófnaðar og dæmdur til þess að sæta fangelsi í þrjá mánuði og til að greiða brotaþola miskabætur, bætur vegna fjártjóns og málskostnað.
Ákærði sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. a í almennum hegningarlögum en sýknaður af broti gegn 209. gr. og 233. gr. b í sömu lögum. Var ákærði dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu miskabóta.
Maður sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við konu án hennar samþykkis og notfært sér það ástand hennar að hún gæti ekki spornað við verknaði hans sökum ölvunar og svefndrunga. Ákærði dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár og sex mánuði og til að greiða brotaþola 2.000.000 króna í miskabætur auk vaxta og sakarkostnaðar.
Ákærði var sakfelldur fyrir þjófnað og fíkniefna- og umferðarlagabrot. Var honum gert að sæta fangelsi í 11 mánuði ásamt því að áréttuð var ævilöng svipting ökuréttar ákærða.