Í málinu var krafist ógildingar á úrskurði ríkisskattstjóra þar sem stefnanda var synjað um skráningu á virðisaukaskattsskrá. Það var niðurstaða dómsins að hafna kröfunni þar sem ekki voru taldir annmarkar á úrskurðinum sem varðað gætu ógildingu hans. Túlkun ríkisskattstjóra og beiting hans á viðeigandi réttarheimildum var talin hafa verið í fullu samræmi við staðfesta skattframkvæmd og fordæmi dómstóla í sambærilegum málum.
Fallist á kröfu rekstraraðila gagnavers um ógildingu úrskurðar ríkisskattstjóra um endurákvörðun á virðisaukaskatti hans rekstrarárið 2022. Jafnframt fallist á kröfu um að íslenska ríkið endurgreiði þá fjárhæð sem það móttók á grundvelli úrskurðarins.
Íslenska ríkið sýknað af kröfu lyfsala um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna ákvörðunar Lyfjastofnunar frá 24. febrúar 2023 um smásöluálagningu ávísunarskyldra lyfja árið 2023. Kröfum á hendur Lyfjastofnun vísað frá dómi.
Íslenska ríkið sýknað af kröfu lyfsala um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna ákvörðunar Lyfjastofnunar frá 24. febrúar 2023 um smásöluálagningu ávísunarskyldra lyfja árið 2023. Kröfum á hendur Lyfjastofnun vísað frá dómi.
Stefnandi krafðist ómerkingar ummæla sem stefndi hafði uppi á Facebook-síðu sinni og í smáskilaboðum til eiginmanns stefnanda. Jafnframt krafðist stefnandi miskabóta úr hendi stefnda vegna sömu ummæla og þess að stefndi yrði dæmdur til refsingar vegna þeirra. Ummælin á Facebook-síðu stefnda sneru m.a. að því að stefnandi hefði stolið frá stefnda og fleirum og svikið þá í tengslum við rekstur aðila á veitingastað og sölu þess rekstrar, falsað undirritun stefnda o.fl. Ummælin sem stefndi sendi í smáskilaboðum sneru m.a. að meinum skattundanskotum stefnanda, auk þess sem hann óskaði eftir samtali um persónuleg málefni. Fallist var á ómerkingu þeirra ummæla stefnda sem sneru að fölsun undirritunar hans og jafnframt á skyldu stefnda til að greiða stefnanda miskabætur vegna þeirra. Að öðru leyti var stefndi sýknaður af kröfum stefnanda.
Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri félags ákærðir fyrir stórfellt skattalagabrot. Var framkvæmdastjórinn sakfelldur og dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða sekt í ríkissjóð, en fjármálastjórinn var sýknaður.
Málsaðilar deildu um það hvort stefnandi ætti kröfu um frekari greiðslur úr hendi stefnda í tengslum við samning frá 15. febrúar 2018 um kaup á stálgrindarhúsi, samlokuklæðningum ásamt uppsetningu hússins og klæðningarinnar á lóð stefnda í Reykjavík. Dómurinn féllst á að vissar eftirstöðvar skuldarinnar stæðu eftir og gerði stefnda að greiða þær með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Hluta af kröfum stefnanda var aftur á móti vísað frá dómi án kröfu vegna vanreifunar.
Málsaðilar deildu um það hvort stefnda bæri að greiða stefnanda skaðabætur vegna afhendingardráttar og annarra nánar tilgreindra vanefnda í tengslum við samning frá 15. febrúar 2018 um kaup á stálgrindarhúsi, samlokuklæðningum ásamt uppsetningu hússins og klæðningarinnar á lóð stefnanda í Reykjavík. Dómurinn féllst ekki á að afhendingardráttur hefði verið fyrir hendi en dæmdi stefnda til að greiða stefnanda minni háttar skaðabætur vegna afhendingar á röngum boltasettum.
Stefnanda var með ákvörðun fjölmiðlanefndar gerð sekt fyrir óheimila miðlun dulinna viðskiptaboða á vefsíðu og krafðist þess í málinu að sú ákvörðun yrði felld úr gildi og sektin endurgreidd. Dómurinn féllst ekki á þær kröfur og sýknaði stefndu af kröfum stefnanda.
Stefnandi rekur happdrættisvélar samkvæmt samningi við stefnda. Deilt var um hvort stefndi hefði brotið á stefnanda með því að semja við hann um hlutfallslega lægra endurgjald fyrir reksturinn en suma aðra rekstraraðila slíkra véla og stefnandi ætti því rétt til skaðabóta úr hendi stefnda. Hafnað var sjónarmiðum stefnanda um að stefndi hefði í þessum efnum brotið jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar eða þá reglu að ákvarðanir stjórnvalda skuli byggðar á málefnalegum sjónarmiðum. Öðrum sjónarmiðum stefnanda um að stefndi hefði brotið á rétti stefnanda, honum til tjóns, var sömuleiðis hafnað. Stefndi var því sýknaður af kröfum stefnanda.
pÁkærði var sakfelldur fyrir þjófnað, gripdeild, brot gegn lögreglulögum, lögreglusamþykkt, lögum um ávana- ognbsp; fíkniefni og vopnalögum og dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi og gert að sæta upptöku á fíkniefnum og hníf./p
Í málinu var deilt um uppgjör skaðabóta vegna umferðarslyss sem stefnandi lenti í á árinu 2018 og stefndi ber bótaábyrgð á. Hafnað var kröfu stefnanda um hærri bætur en henni höfðu þegar verið greiddar vegna varanlegrar örorku, en fallist var á kröfu hennar um bætur fyrir tímabundið atvinnutjón.