• Lykilorð:
  • Akstur án ökuréttar
  • Ávana- og fíkniefni
  • Fangelsi
  • Skilorðsbundnir dómar
  • Svipting ökuréttar
  • Umferðarlagabrot
  • Útivist
  • Ökuréttarsvipting

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 16. janúar 2019 í máli nr. S-836/2018:

Ákæruvaldið

(Sigurður Pétur Ólafsson aðstoðarsaksóknari)

gegn

Jonatan Hubert Marczak

            Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglu­stjóranum á höfuðborgarsvæðinu 11. desember 2018, á hendur Jonatan Hubert Marczak, [...],[...],, Reykjavík, fyrir eftirgreind umferðarlagabrot, með því að hafa:

            1. Þriðjudaginn 30. maí 2017 í Borgarbyggð ekið bifreiðinni [...], óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 355 ml/ng) og með 105 km hraða á klst. vestur Snæfellsveg þar sem leyfður hámarkshraði var 90 km á klst. uns lögregla stöðvaði aksturinn.

            Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr. a. og 2. mgr. 37. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006.

            2. Sunnudaginn 7. september 2017 í Reykjavík ekið bifreiðinni [...], óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 145 ng/ml og auk þess fannst tetrahídrókannabínól í þvagi) og án þess að hafa ökuskírteini meðferðis um Grjótháls uns lögregla stöðvaði aksturinn.

            Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr. a., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006 og 3. gr. laga nr. 24/2007.

            3. Sunnudaginn 29. október 2017 í Reykjavík ekið bifreiðinni [...], óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 410 ng/ml og auk þess fannst tetrahídrókannabínól í þvagi) um Jaðarsel þar sem hann stöðvaði við Moes bar og lögregla hafði afskipti af honum.

            Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006.

            4. Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 í Reykjavík ekið bifreiðinni [...], óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 410 ng/ml og auk þess fannst tetrahídrókannabínól í þvagi) austur Breiðholtsbraut uns lögregla stöðvaði aksturinn.

                Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006.

            5. Miðvikudaginn 18. apríl 2018 í Reykjavík ekið bifreiðinni  [...], óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 390 ng/ml og auk þess fannst tetrahídrókannabínól í þvagi) um Höfðabakka og Vesturlandsveg uns lögregla stöðvaði aksturinn.

            Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006.

            6. Laugardaginn 28. apríl 2018 í Reykjavík ekið bifreiðinni  [...], óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist tetrahídrókannabínól 1.0 ng/ml) og án þess að hafa ökuskírteini meðferðis um Borgarveg og Gullengi uns lögregla stöðvaði aksturinn.

            Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006.

            7. Miðvikudaginn 30. maí 2018 í Reykjavík ekið bifreiðinni [...], óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist tetrahídrókannabínól 2.7 ng/ml) um göngustíg á Arnarbakka þar sem hann stöðvaði bifreiðina og lögregla hafði afskipti af honum.

            Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006.

            8. Mánudaginn 18. júní 2018 í Reykjavík ekið bifreiðinni [...], óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist tetrahídrókannabínól 0.8 ng/ml, amfetamín 220 ng/ml og metamfetamín 20 ng/ml) um Grensásveg áleiðis um Miklubraut uns lögregla stöðvaði aksturinn.

            Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006

            9. Sunnudaginn 8. júlí 2018 í Hafnarfirði ekið bifreiðinni  [...], sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 220 ng/ml, auk þess fannst tetrahídrókannabínól og metamfetamín í þvagi) suður Fjarðargötu uns lögregla stöðvaði aksturinn.

            Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006 og 3. gr. laga nr. 24/2007.

            10. Sunnudaginn 29. júlí 2018 í Reykjavík ekið bifreiðinni [...], sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 295 ng/ml og metamfetamín 30 ng/ml) vestur Bergstaðastræti uns lögregla stöðvaði aksturinn.

            Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006 og 3. gr. laga nr. 24/2007.

            11. Sunnudaginn 29. júlí 2018 í Reykjavík ekið bifreiðinni [...], sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 300 ng/ml og metamfetamín 30 ng/ml) vestur Þórðarsveig uns lögregla stöðvaði aksturinn.

            Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006 og 3. gr. laga nr. 24/2007.

            12. Laugardaginn 18. ágúst 2018 í Reykjavík ekið bifreiðinni [...], sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 245 ng/ml) um Barónsstíg uns lögregla stöðvaði aksturinn.

            Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006 og 3. gr. laga nr. 24/2007.

            13. Föstudaginn 21. september 2018 í Reykjavík ekið bifreiðinni  [...], sviptur ökurétti, undir áhrifum ávana- og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 250 ng/ml), án þess að hafa ökuskírteini meðferðis og án þess að hafa vátryggt bifreiðina norður Jaðarsel, uns lögregla stöðvaði aksturinn.

            Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006 og 3. gr. laga nr. 24/2007.

            Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006. Jafnframt er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001.

            Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a-lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins.

            Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

            Ákærði er fæddur í [...]. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 5. desember 2018, hefur ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.

            Með hliðsjón af framangreindu og sakarefni þessa máls, sem og margítrekaðri háttsemi ákærða, sbr. fyrrgreinda ákæruliði, þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

            Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í fimm ár frá birtingu dóms þessa að telja. Þá greiði ákærði jafnframt 1.455.967 krónur í sakarkostnað.

            Það athugast að í ákæru er krafist upptöku fíkniefna. Í ákæru kemur hins vegar ekkert fram um að ákært sé fyrir vörslur fíkniefna á grundvelli laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni. Þegar af þeirri ástæðu er kröfu um upptöku fíkniefna vísað frá dómi.

            Þórhildur Líndal, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn.

 

D Ó M S O R Ð:

            Ákærði, Jonatan Hubert Marczak, sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

            Ákærði er sviptur ökurétti í fimm ár frá birtingu dóms þessa að telja.

            Kröfu um upptöku fíkniefna er vísað frá dómi.

            Ákærði greiði 1.455.967 krónur í sakarkostnað.

 

Þórhildur Líndal