Stefndi var sýknaður af kröfu stefnanda um greiðslu skuldar, þar sem sýnt þótti að meginhluti kröfu stefnanda hefði verið fallinn niður vegna fyrningar er málið var höfðað, og það sem eftir stæði næmi ekki hærri fjárhæð en innborganir er draga skyldi frá kröfu stefnanda samkvæmt kröfugerð hans sjálfs.