Ákærði var fundinn sekur um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og brot gegn lyfjalögum, sem og fyrir peningaþvætti, með því að hafa selt og afhent ótilgreindum fjölda einstaklinga ávana- og fíkniefni, fíknilyf og lyfseðilsskyld lyf án heimildar, sem og fyrir að hafa í vörslum sínum fíkniefni, fíknilyf og lyfseðilsskyld lyf. Var honum gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði, en fullnustu refsingarinnra frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Þá voru gerð upptæk fíkniefni, fíknilyf og lyfseðilsskyld lyf, auk muna og fjármuna er ákærði hafði aflað með háttsemi sinni.