Ákærði var sýknaður, en honum hafði verið gefið að sök að hafa aflað sé kynferðislegrar ljósmyndar af barni. Þó sannað þætti að ákærði hefði gegn greiðslu fengið brotaþola, sem var þá barn að aldri, til að senda sér mynd, er sannað þótti að væri af kynferðislegum toga, var ekki hjá því komist að sýkna ákærða í málinu, enda teldist brotið, sem varðaði eingöngu við sektum á þeim tíma sem það var framið, fyrnt þar sem sýnt þótti að rannsókn lögreglu hefði stöðvast um óákveðin tíma án þess að ákærða yrði um kennt.