Ákærði var fundinn sekur um hótanir en sýknaður af ákæru er varðaði tilraun til manndráps, en til vara stórfellda líkamsárás, þar sem ekki þótti hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í þeim lið ákæru. Var ákærða gert að sæta fangelsi í 60 daga, skilorðsbundið til eins árs, en með brotum sínum rauf ákærði skilorð eldri dóms og var refsingin dæmd upp.