Ákærði var fundinn sekur um húsbrot með því að hafa farið án leyfis inn í íbúðarhúsnæði í útleigu, fjarlægt þaðan húsmuni og komið fyrir í geymsluhúsnæði. Var ákærði dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga, en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var ákærða gert að greiða brotaþolum hvorum um sig 300.000 kr. í miskabætur, en skaðabótakröfu brotaþola vegna fjártjóns var vísað frá dómi sökum vanreifunar.