Ákærði var fundinn sekur um ávana- og fíkniefnabrot, sem og peningaþvætti og var honum gert að sæta fangelsi í átta mánuði, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var ákærða gert að sæta upptöku á efnum og munum, auk greiðslu sakarkostnaðar. Þá var kröfu ákærða um frávísun á hluta sakarefnis hafnað.