Ákærði var fundinn sekur um líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot, með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur og þannig valdið þeim líkamstjóni og í kjölfarið fyrir að hafa eigi sinn lögboðnum skyldum sínum á slyssstað. Var ákærða gert að sæta fangelsi í 60 daga, en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Var ákærða jafnframt gerð sekt og hann sviptur ökurétti tímabundið. Loks var ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar.