1 D Ó M U R 29. mars 2019 Mál nr. S - 209/2018: Ákærandi: Héraðssaksóknari (Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir saksóknarfulltrúi) Ákærðu: Baldur Kolbeinsson (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Trausti Rafn Henriksson (Þorgils Þorgilsson lögmaður) Réttargæsla: Lilja Margrét Olsen lögmaður Dómari: Sigurður G. Gíslason héraðsdómari 2 Árið 2019, föstudaginn 29. mars, er á dómþingi Héraðsdóms Suðurlands, sem háð er af Sigurði G. Gíslasyni héraðsdómara að Austurvegi 4, Selfossi, kveðinn upp í máli nr. S - 209/2018: Ákæruvaldið (Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir saksóknarfulltrúi ) gegn Baldri Kolbeinssyni (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) og Trausta Rafni Henrikssyni (Þorgils Þorgilsson lögmaður) svofelldur d ó m u r : Mál þetta er höfðað með ákæru Héraðssaksóknara, útgefinni 4. október 2018, á hendur Baldri Kolbeinssyni og Trausta Rafni Henrikssyni, - Hrauni: 1. Gegn ákærðu báðum, fyrir sérstaklega hættul ega líkamsárás, með því að hafa í félagi þriðjudaginn 23. janúar 2018, í íþróttahúsi, veist að A með ofbeldi en ákærði Trausti Rafn kýldi A ítrekað í höfuð og líkama, tók hann hálstaki, sparkaði með fótum og hnjám nokkrum sinnum í líkama, og að minnsta kos ti einu sinni í höfuð, en A sat þá á gólfinu, og ákærði Baldur kýldi A ítrekað í höfuð og líkama, sparkaði með hnjám í líkama hans, tók hann hálstaki, snéri hann niður í gólfið og stappaði á og kýldi tvívegis í líkama A og eftir að A hafnaði aftur í gólfinu reyndi ákærði Baldur að girða niður um hann buxurnar, settist síðan klofvega yfir búk hans og kýldi hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund en á meðan stappaði ákærði Trausti Rafn þrívegis á höfði A og sparkaði einu sinu í höfuð hans. Af þessu öllu hlaut A mar og húðáverka yfir báðum kinnbeinum, enni og á gagnaugasvæði hægra megin, bólgu í nefi og nefrót, bólgu og húðáverka á vörum, mar, húðáverka og bólgur í vinstri hendi, úlnlið og umhverfis olnbogali ð, væga húðáverka á hægri hendi, kúlu hægra megin á hnakka, heilahristing, mar á hægra eyra og mar og eymsli yfir brjóstkassa vinstra megin og tvær tennur í efri góm losnuðu. 3 M. 318 - 2018 - 720 2. Gegn ákærða Trausta Rafni, fyrir brot gegn valdstjórninni me ð því að hafa sunnudaginn 4. desember 2016, í sameiginlegu rými fanga á gangi 4, kastað stól í fangavörðinn B , sem var þar við skyldustörf, og síðar hrækt í andlit hans, en af þessu hlaut B tvo marbletti, um 4 cm í þvermál hvorn um sig, á hægri upphandlegg yfir þríhöfðavöðva. M. 318 - 2018 - 1253 Telst brot ákærðu samkvæmt ákærulið 1 varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og brot ákærða Trausta Rafns samkvæmt ákærulið 2 telst varða við 1. mgr. 106. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , er krafist miskabóta úr hendi ákærðu in solidum að fjárhæð kr. 2.500.000. Krafist er vaxta af ofangreindri fjárhæð skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 23. janúar 2018 en síðan dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, auk virðisaukaskatts á málskostn Þá er málið einnig höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Suðurlandi, dags. 22. október 2018, á hendur ákærða Baldri með því að hafa, þriðjudaginn 11. júlí 2017, utan dyra á íþróttavelli við fangelsið að Litla - Hrauni á Eyrarbakka, bit ið C , í efri vör með þeim afleiðingum að C hlaut opið sár á vör og munnholi þannig að stór u - laga skurður var yfir miðri efri vör og í gegnum alla vörina og samsvarandi flipa, 2x3 cm að stærð, vantaði á vörina. Telst brot ákærða varða við 217. gr. almennr a hegningarlaga nr. 19, 1940. 4 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls Fyrri ákæran var þingfest 25. október 2018, en hin síðari 8. nóvember 2018 og voru málin sameinuð. Ákærðu neita báðir sök að öllu ley ti. Aðalmeðferð málsins hófst 20. desember 2018 og lauk 25. febrúar 2019 og var málið tekið til dóms að henni lokinni. Af hálfu ákæruvalds eru gerðar þær dómkröfur sem að ofan greinir. Af hálfu bótakrefjanda eru gerðar sömu kröfur og greinir í ákæru, au k þóknunar fyrir skipaðan réttargæslumann brotaþola, sem greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu ákærða Baldurs er aðallega krafist frávísunar vegna ákæru 4. október 2018, en til vara sýknu að hluta en að öðru leyti vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst ákæ rði verulegrar lækkunar á bótakröfu. Vegna ákæru 22. október 2018 krefst ákærði aðallega sýknu, en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda, sem greiðist að verulegu leyti úr ríkissjóði eins og ann ar sakarkostnaður. Af hálfu ákærða Trausta er aðallega krafist frávísunar vegna ákæruliðar 1 í ákæru dags. 4. október 2018, en til vara sýknu að hluta og að öðru leyti vægustu refsingar sem lög leyfa. Vegna einkaréttarkröfunnar er krafist frávísunar, en t il vara stórkostlegrar lækkunar á bótafjárhæð. Vegna ákæruliðar 2 er krafist frávísunar, en til vara sýknu, en til þrautavara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist málsvarnarlauna úr ríkissjóði fyrir skipaðan verjanda. Fyrir uppkvaðningu var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Málavextir Ákæra 4. október 2018 Ákæruliður 1 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu 23. janúar 2018 var lögregla kvödd að fangelsinu Litla Hrauni vegna líkamsárásar og meðvitundarleysis í kjölfar hennar. Þegar lögregla ko m á staðinn kom fram að brotaþoli, A , væri enn á vettvangi í íþróttasal fangelsisins, en árásarmennirnir, þ.e. ákærðu í máli þessu, væru komnir inn á almenna 5 deild í fangelsinu. Voru ákærðu aðskildir og komið í sitt hvorn klefann, en sjúkraflutningamenn fl uttu brotaþola á sjúkrahús. Var lögreglu á vettvangi sýnd upptaka úr eftirlitsmyndavél í íþróttasalnum, en í frumskýrslu segir að þar hafi mátt sjá fólskulega og alvarlega líkamsárás þar sem tveir menn hafi veist að einum með höggum og spörkum og skilið hann eftir meðvitundarlausan á gólfi íþróttahússins. Hald var lagt á fatnað ákærðu og teknar af þeim ljósmyndir í fangelsinu, sem og áverkum á þeim. Fram kemur í rannsóknargögnum að brotaþoli er marokkóskur ríkisborgari og hafði sótt um hæli á Íslandi, en verið vistaður í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Hann mun hafa verið fluttur úr landinu nokkrum vikum eftir téðan atburð. Í vottorði D læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, dags. 6. febrúar 2018, segir að brotaþoli hafi verið með mar og húðáverka yfir báðum kinnbeinum. Mar og húðáverka á enni og á gagnaugasvæði hægra megin. Bólgu í nefi og í nefrót. Bólga og húðáverki á vörum hægra megin við miðlínu. Tvær tennur lausar í efri gómi, tennur 2 og 3 til hægri talið frá framtönn. Vinstri hönd með húðáverkum , mari í mjúkvefjum og bólgum í miðhandar - nærkjúkuliðum litla - og baugfingurs. Bólga og úlnliðs - miðhandarlið vinstra megin. Mar og mjúkvefjabólga umhverfis olnbogalið bæði nærlægt og fjarlægt við liðinn. Hægri hönd með vægari húðáverkum í miðhandar - nærkjúk uliðum litla - og baugfingurs. Gerð tölvusneiðmynd af höfði m.t.t. áverkatengdra meinsemda innan kúpu og brota á beinum andlits. Röntgenmyndir teknar af báðum höndum m.t.t. brota á beinum miðhanda. Engin merki um blæðingu eða aðra tanna 14, 16, 25, 33 og 47. Beineyðing umhverfis rætur tanna 14, 25 og 17. Á höndum greinist ekki brot eða önnur áverkamerki. Þá er í rannsóknargögnum vottorð E , læknis á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, dags. 29. janúar 2018, þar sem fram kemur að brotaþoli hafi komið á Slysa - og bráðamóttöku Landspítala 25. janúar 2018 og þar sagt frá því, með aðstoð túlks, að hann hafi tveimur dögum áður sætt líkamsárás á Litla Hrauni. Hafi hann fengið mörg högg á höfuðið og dottið í gólfið og misst meðvitund í einhverjar mínútur. Þá ha fi verið sparkað í hann meðan hann hafi legið. Hafi blætt úr nefi hans eftir þetta. Hafi brotaþoli sagst vera áfram með verk hægra megin á hnakka og höfuðverk beggja vegna. Þá hafi 6 brotaþoli kvartað um verk í vinstri úlnlið og vinstra megin í brjóstkassa. Við skoðun hafi virst vera skrapsár hægra megin á enni, bólga, innkýling og eymsli yfir nefrótinni, kúla á hnakka hægra megin án þreifanlegrar tilfærslu í höfuðkúpunni, mar á hægra eyra, eymsli yfir brjóstkassa vinstra megin en eðlileg lungnahlustun, væg e ymsli á vinstri úlnlið en við skoðun ekki talinn vera með brot. Tölvusneiðmyndir af höfði og andlitsbeinum hafi sýnt nefbrot með skekkju til hægri, sem samkvæmt svari röntgenlæknis geti verið nýtt en gæti einnig verið eldra. Hafi brotaþoli verið með bólgu, mar og eymsli við skoðun sem bendi á að brotið væri nýtt samkvæmt læknisskoðun. Ekki hafi verið merki um heilablæðingu eða höfuðkúpubrot. Mjúkvefjabólga hafi verið á hnakka og í andliti. Í vottorðinu fær brotaþoli greiningarnar nefbeinabrot, heilahristing ur, kúla á hnakka, skrapsár á enni, mar á brjóstkassa og tognun á vinstri úlnlið. Í ódagsettu vottorði F tannlæknis segir að brotaþoli hafi komið á tannlæknastofu F 24. janúar 2018. Við skoðun í munni hafi komið í ljós að tennur 11 og 12 hafi verið aðeins hreyfanlegar. Þær hafi fengið högg og hafi brotaþoli verið aumur í þeim við snertingu. Ekkert brot hafi verið sjáanlegt á þessum tönnum og við röntgenskoðun sjáist ekki sprungur í rótum. Nokkrar tennur í munni brotaþola séu skemmdar og brotnar, en hann ha fi sjálfur talað um að engin tönn hafi brotnað í fyrrgreindum átökum. Við skoðun utan munns hafi varir verið mjög bólgnar og sprungnar, þó meira vinstra megin. Talsverð bólga og mar hafi verið í andlitinu. Ekki sé fyrirhuguð meðferð í munni, en hugsanlega þurfi síðar að rótfylla tennur 11 og 12. Ákærði Trausti var færður til skoðunar á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands 23. janúar 2018. Segir um það í vottorði D læknis, dags. 6. febrúar 2018, að á höfði hafi ákærði húðáverka, mar og mjúkvefjabólg u yfir báðum kinnbeinum og á hægri augabrún. Við tölvusneiðmynd af höfði og andlitsbeinum greinist ekki brot. augnlok vinstra megin. Við rannsókn málsins var lagt hald á fatn að ákærðu beggja og lífsýni úr þeim borin saman við lífsýni úr brotaþola. Var sú rannsókn framkvæmd hjá Nationella Forsensiskt Centrum í Svíþjóð. Um er að ræða blóðbletti. Varðandi fatnað og skótau ákærða Trausta eru niðurstöður þær að lífsýni sem samræmas t DNA brotaþola fundust á hægri skó og vinstri grifflu. Þá fannst í framhlið hettupeysu ákærða Baldurs lífsýni sem samræmist DNA brotaþola. 7 Rannsóknargögnum fylgir upptaka úr eftirlitsmyndavél í íþróttasal á Litla Hrauni. Þar sést brotaþoli einn síns liðs að leik með körfubolta. Þá kemur þar að ákærði Trausti og gengur að brotaþola. Nánast strax eftir að ákærði Trausti er kominn að brotaþola slær hann brotaþola högg að því er virðist í höfuð og strax annað slíkt í kjölfarið. Er hvorki að sjá að brotaþoli e igi upptök að þessu með höggi eða hráka, en ekki verður t.a.m. séð að ákærði þurrki sér í framan. Þá bregst brotaþoli við og ákærði tekur hálstak á brotaþola og nær að kasta honum í gólfið og sparkar að honum og virðist sparkið lenda í höfði eða upphandleg g brotaþola. Þá er ákærði Baldur kominn inn í salinn. Eftir þetta gengur ákærði frá brotaþola sem kemur á eftir honum og slær ákærða að því er virðist tvö högg í andlit. Verða átök á milli þeirra og fylgist ákærði Baldur með þeim, en jafnframt má sjá nokkr a menn standa fjær þeim, en þó fyrir innan dyr salarins og fylgjast með. Ákærði Trausti og brotaþoli skiptast á höggum og lendir ákærði Trausti í gólfinu og kemur þá ákærði Baldur nær eins og hann sé tilbúinn að grípa inn í. Eftir að brotaþoli er staðinn á fætur sparkar og slær ákærði Trausti til hans, en ákærði Baldur fylgist með og er mjög nærri þeim. Skiptast brotaþoli og ákærði Trausti á höggum, en síðan blandar ákærði Baldur sér í átökin og bandar ákærða Trausta frá. Slær þá og sparkar ákærði Baldur ti l brotaþola, en þar sem brotaþoli hleypur undan ákærða Baldri kemur ákærði Trausti að brotaþola og kemur á hann höggi. Ákærði Baldur fer á eftir brotaþola sem hleypur undan og nær honum og slær hann allnokkrum sinnum, en þá kemur ákærði Trausti aftur að og sparkar a.m.k. tvívegis með hné í brotaþola. Aftur tekur ákærði Baldur við og slær brotaþoola margsinnis og fellur brotaþoli í gólfið og fær þar nokkur högg frá ákærða Baldri. Tekst brotaþola að komast aftur á fætur en í sama mund fær hann spark frá ákærð a Trausta og heldur ákærði Baldur áfram að berja á brotaþola og bætir ákærði Trausti nokkrum höggum við á meðan ákærði Baldur heldur brotaþola föstum. Eftir það fellur brotaþoli aftur í gólfið og slær ákærði Baldur margsinnis í brotaþola og virðast höggin koma í andlit honum, en ákærði Baldur snýr baki í myndavélina, en á sama tíma sparkar og stappar ákærði á brotaþola og virðast höggin koma í höfuð honum. Þá togar ákærði Baldur í buxur brotaþola. Eftir þetta liggur brotaþoli hreyfingarlaus á gólfinu og er löngu hættur að reyna að slá á móti. Ákærði Trausti gengur fyrr frá brotaþola en ákærði Baldur heldur áfram að berja á brotaþola og gengur síðan á braut. Er ekki annað að sjá á upptökunni, sem er afar skír, en að báðir ákærðu slái og sparki margsinnis í br otaþola og atlaga þeirra að honum, í það minnsta eftir að hann er fallinn, sé sameiginleg og með fullri þáttöku beggja. Þá er ekki að sjá á upptökunni að ákærðu séu vankaðir eða meiddir. 8 Ákærði Trausti gaf lögregluskýrslu um þetta og kvaðst hafa ætlað að biðja brotaþola um körfuboltann en brotaþoli hafi sagt eitthvað um að hann vonaði að ákærði dæi og hrækt að sér. Hafi ákærði þá kýlt brotaþola og ætlað að snúa hann niður, en þá fengið högg og bara verið laminn í köku og svo hafi ákærði Baldur komið og hjá lpað sér. Brotaþoli hafi margsinnis fyrir þetta verið með kjaft og leiðindi og hótað að lemja ákærða Trausta. Ákærði Baldur gaf skýrslu hjá lögreglu um þetta og kvaðst hafa blandað sér í þetta eftir að brotaþoli hafi hrækt á ákærða Trausta og slegið hann og hafi ákærði Trausti virst hálf vankaður. Hafi ákærði ekki sett neinn kraft í höggin og fundist þetta vera rosalegt smotterí. Brotaþoli hafi átt fyrsta höggið. Þá lýsti ákærði því að brotaþoli hafi fyrir þetta verið með tón í langan tíma. Þá voru teknar skýrslur af nokkrum vitnum við rannsókn málsins, en ekki verður gerð sérstök grein fyrir þeim. Ekki eru efni til að gera frekari grein fyrir rannsókn þessara sakargifta. Ákæruliður 2 Samkvæmt skýrslu fangavarða á Litla Hrauni 4. desember 2016 ætlaði á kærði Trausti í útivist, en hann var þá fangi á Litla Hrauni. Framvísaði hann þá lykli að klefa annars fanga og var sendur upp á fangagang af fangavörðum til að leiðrétta þetta. Þegar ákærði var kominn upp tjáði hann fangavörðum gegnum kallkerfi að hann fy ndi ekki lykilinn að sínum klefa og var þá sagt að leita betur og koma svo aftur. Segir svo að þá hafi ákærði brugðist illa við og gengið berserksgang í sameiginlegu rými fanga. Hafi hann grýtt til húsgögnum og sparkað í sjónvarp sem hafi eyðilagst við það . Hafi svo fangaverðir farið upp á gang 4 þegar ákærði hafi virst vera rórri. Um leið og dyrnar á fangaganginn hafi verið opnaðar hafi ákærði tekið stól og grýtt í fangaverði og hafi skýrsluritarinn, B , fengið stólinn í hægri handlegg sem hann hafi borið f yrir sig. Eftir þetta hafi ákærði ógnað fangavörðum með röri af ryksugu og fóru fangaverðir við svo búið af ganginum, en þeir komu aftur og svo segir að þegar ákærði hafi verið leiddur gegnum dyrnar út af ganginum þá hafi hann hrækt í andlit B þegar hann h afi haldið dyrunum opnum. Í vottorði G læknis, dags. 11. apríl 2018, segir að B hafi leitað á heilsugæslu á Selfossi 5. desember 2016 og verið skoðaður af H lækni. Fram komi í hennar færslu að við skoðun hafi fundist tveir marblettir um 4 cm í þvermál hvo r um sig, miðja vegu á hægri upphandlegg yfir tricepsvöðva. Þá er í vottorðinu haft eftir H að B hafi sagst finna 9 fyrir verkjum á þessu svæði við að spenna téðan vöðva. Ekki hafi B verið talinn óvinnufær af þessum sökum og engin sérstök meðferð hafi verið vegna þessa og engar myndir teknar. Þá séu engar endurkomur skráðar vegna þessa. Við skýrslugjöf hjá lögreglu neitaði ákærði því að hafa kastað téðum stól í fangavörðinn B . Hann hafi kastað stólnum í átt að fangavörðunum og hafi stóllinn lent í veggnum. Þá kannaðist hann ekki við að hafa hrækt á fangavörðinn, en minnti að hann hafi hnerrað í átt að honum, en hann hafi verið í fráhvörfum og verið veikur þegar þetta var. Fyrir liggur upptaka úr eftirlitsmyndavél í fangelsinu þar sem umræddir atburðir sjást . Má þar sjá ákærða taka upp stól eftir að dyrnar inn á fangaganginn opnast og inn koma fangaverðir. Í beinu framhaldi kastar ákærði stólnum og lendir stóllinn í fremsta fangaverðinum sem ber fyrir sig hægri handlegg. Eftir þetta má síðar sjá þegar fangave rðir koma inn og sækja ákærða og færa hann út af fangagangi, en hvorki sést þar berlega að ákærði hafi hrækt né hnerrað. Óþarft er að rekja frekar rannsókn þessara sakargifta. Ákæra 22. október 2018 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var lögregla kvödd að L itla Hrauni og tjáð að sjúkrabifreiðar væru jafnframt á leið þangað vegna líkamsárásar þar. Var lögreglu tjáð á vettvangi að áflog hefðu orðið milli tveggja fanga á íþróttavelli fangelsisins. Fóru lögreglumenn að sjúkrabifreið sem þar var og lá brotaþoli þ ar á börum og vantaði stóran bút úr efri vör brotaþola sem var ekki til viðræðu sökum áverka. Var brotaþoli fluttur til aðhlynningar á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi í fylgd fangavarða. Hugðist lögregla síðan ræða við ákærða Baldur sem samkvæmt vitnum hafði bitið brotaþola, en hann var ekki til viðræðu. Í framburði brotaþola hjá lögreglu 14. júlí 2017 kom fram að hann hafi verið að ræða við ákærða vegna tiltekins máls kunningja síns sem tengdist yfirgangi ákærða, en ekki hafi ákærði verið sáttur við það. Hafi brotaþoli svo farið í útivist ásamt ákærða og I . Þegar þeir hafi verið komnir þrír saman út á íþróttavöllinn hafi brotaþoli og ákærði snúið hvort mót öðrum. Ákærði hafi svo átt fyrsta högg og þeir byrjað að slást, kýlt hvorn annan í höfuðið með k repptum hnefum nokkrum sinnum. Síðan hafi þeir hafnað í jörðinni og einhvern veginn hafi brotaþoli náð ákærða undir. Hafi brotaþoli lent þétt ofan á ákærða og á því augnabliki hafi ákærði bitið brotaþola í vörina og þannig haldið 10 brotaþola. Átökin hafi hæt t fljótlega og þá hafi ákærði verið búinn að bíta af brotaþola efri vörina. Vitnið I gaf skýrslu um þetta hjá lögreglu og lýsti því að ákræði og brotaþoli hefðu slegist, en vitnið gat ekki lýst því hvor átti upptökin, en hnefahögg hafi farið á milli þeirr a. Í lögregluskýrslu kvaðst ákærði muna lítið um þetta, en brotaþoli hafi ráðist á sig. Kvaðst ekki muna eftir að hafa bitið vörina af brotaþola. Í rannsóknargögnum eru ljósmyndir af ákærða og brotaþola sem teknar voru í beinu framhaldi af þessu og er u báðir alblóðugir í framan og ákærði auk þess með glóðarauga og brotaþoli með skurð á enni. Á mynd af þeim báðum þegar þeir voru á leið í útivistina er ekki að sjá blóð. Þá hafa verið lagðar fram skýrar myndir af brotaþola þar sem berlega sést að stórt st ykki vantar á efri vör hans og gapir þar sárið. Í vottorði J læknis á Landspítala, dags. 25. júlí 2017, segir að brotaþoli hefi komið með sjúkrabifreið á bráðamóttöku, en hann muni hafa verið bitinn. Segir að stór flipi hafi farið af og fylgi með í krukku . Í vottorðinu segir að fyrir miðri efri vör sé stór U - laga skurður, um 2 sm hár og 3 sm breiður og nái í gegnum alla vörina. Því sé farinn samsvarandi flipi. Skurðbrúnir séu eilítið tættar og geti samræmst því að flipi hafi verið bitinn af, fremur en skor inn með hvössu áhaldi þar sem brúnir séu fínar og beinar. Það blæði ekki. Ekki sé að sjá áverka á tönnum og engir aðrir áverkar á svæðinu í kring. Á enni séu tvö minni háttar húðrof ofarlega en ekki gapandi sár og blæði ekki. Hvorki mar né bólga. Á hálsi s é lítil fín rispa hægra megin. Gerð sé tilraun til að bjarga flipanum og lýtalæknar fengnir til að gera að sárinu. Þeir hafi fylgt brotaþola eftir á göngudeild, en ekki sé ljóst hvort þetta muni gróa eðlilega. Í fatnaði ákærða fannst blóð sem reyndist ver a úr brotaþola skv. DNA lífsýnagreiningu sem framkvæmd var af Nationellt Forensiskt Centrum í Svíþjóð. Samkvæmt vottorði G læknis, dags. 6. maí 2018, var ákærði skoðaður af D lækni þann 14. júlí 2017 og segir í vottorðinu að skv. færslu D hafi ákærði verið með glóðarauga hægra megin en augað vel opið en nokkur bólga. Augað sjálft líti eðlilega út og hafi ákærði ekki kvartað um breytingu á sjón. Væg bólga sé hægra megin á nefrót og eymsli yfir umgerð hægra auga þar sem það sé marið og á nef rótinni. Nefið sé ekki bólgið og ekki skakkt. Þá segir að ákærði segist ekki vera með aðra áverka. Ekki liggja fyrir í málinu upplýsingar um hvernig tókst til með að láta hinn afbitna flipa gróa á brotaþola, en upplýst er að brotaþoli var látinn áður en mál þetta var höfðað. 11 Þá eru í rannsóknargögnum upptökur úr eftirlitsmyndavél sem sýna samskipti nokkurra manna á íþróttavellinum á Litla Hrauni, en ekki verður glögglega séð þar hverjir eiga hlut að máli og enn síður hvað gerist þar á milli manna. Fo rsendur og niðurstaða Ákæra 4. október 2018 Aðalkrafa beggja ákærðu vegna þessarar ákæru er að henni verði vísað frá dómi. Af hálfu ákærðu er krafa um frávísun byggð á því að Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir saksóknari við embætti Héraðssaksóknara, sem rit ar undir ákæruna, hafi ekki vald að lögum til að rita undir ákærur. Vísa ákærðu í þessu efni til 2. mgr. 22. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Kveða ákærðu að Héraðssaksóknari geti ekki framselt vald sitt til að gefa út ákærur. Margrét Unnur hafi a ðeins vald til að flytja mál fyrir dómi en ekki til að gefa út ákærur. Í 2. mgr. 22. gr. laga nr. 88/2008, sem ákærðu vísa til í þessu efni segir: skiptir verkum með varah éraðssaksóknara og saksóknurum og úthlutar þeim málum. Við embættið skal vera sérstök deild skatta - og efnahagsbrota og skal sá eða þeir saksóknarar sem þar starfa bera starfsheiti sem kennt er við málaflokkinn. Héraðssaksóknari getur skipt embættinu í fle iri deildir eftir málaflokkum eða Þá er greint frá því í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 88/2008, að Héraðssaksóknari fari með ákæruvald vegna brota gegn 106. gr. og 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/ 2008 segir að ákærandi höfði sakamál með útgáfu héraðssaksóknari og lögreglustjórar. Að auki, í umboði þeirra, vararíkissaksóknari, varahéraðssaksóknari, saksóknarar, aðstoðarsaks óknarar og saksóknarfulltrúar, svo og Ákæra 4. október 2018 er undirrituð á skrifstofu Héraðssaksóknara af Margréti Unni Rögnvaldsdóttur og kemur fram í ákærunni að hún er saksóknari, en sem slík er hún ákærandi í umboð i Héraðssaksóknara. Er af framangreindum lagaákvæðum ljóst að í umboði Héraðssaksóknara, sem fer með ákæruvald vegna brota gegn téðum 12 lagaákvæðum, fer Margrét Unnur með ákæruvald í málinu sem saksóknari og hefur heimild að lögum til að gefa út ákæru vegna umræddrar háttsemi. Verður því frávísunarkröfu ákærðu hafnað. Ákæruliður 1 Ákærði Baldur kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og neitaði að tjá sig. Ákærði Trausti kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og kvaðst þekkja meðákærða enda þeir setið saman í fangel si. Séu þeir ágætis vinir. Kvað brotaþola hafa verið með sér í fangelsi en þeir hafi ekki átt góð samskipti. Aðspurður um atburði í íþróttahúsinu kvaðst ákærði hafa verið á æfingu og ætlað svo í körfubolta. Þegar hann hafi komið þangað hafi brotaþoli ver ið í körfubolta og hafi ákærði ætlað að fá boltann. Þá hafi brotaþoli hótað sér og sagst ætla að drepa sig og hrækt framan í sig. Hafi verið u.þ.b. 2 metrar á milli þeirra. Hafi þá ákærði snappað og kýlt brotaþola einu höggi, snúið hann niður og hent honum í jörðina. Kvaðst hafa haft hálstak á brotaþola. Svo hafi ákærði ætlað að ganga burt en þá hafi hann fengið 2 - 3 högg aftan í hnakkann. Eftir það hafi ákærði verið vankaður. Eftir þetta hafi svo ákærði endað sundurlaminn úti í einangrun. Kvaðst aðspurður e kki muna eftir að neinn annar hafi komið inn í íþróttasalinn. Þetta hafi verið í fjærhorni salarins. Kvaðst ekki muna eftir að ákærði Baldur hafi komið þarna. Kvaðst ekki hafa sparkað í brotaþola og ekki heldur stappað eða trampað á honum. Kvaðst muna voða lítið eftir að hafa fengið höggin í hnakkann. Kvaðst ekki muna eftir að brotaþoli hafi fallið í gólfið, enda hefði ákærði ekki getað tekið brotaþola í gólfið miðað við ástandið á sér eftir að hafa fengið höggin í hnakkann. Hafi ákærði verið vankaður, séð svart og dottið út. Ákærði hafi gengið út og lent í einangrun, eftir að hafa fengið aðhlynningu enda verið allur blóðugur í framan. Brotaþoli hafi sennilega bara orðið eftir í íþróttasalnum og verið að æsa sig. Ákærði kvaðst ekki muna eftir að hafa farið s jálfur í gólfið. Ítrekað aðspurður kvaðst ákærði ekki muna eftir meðákærða þarna. Þá lýsti ákærði því að hafa áður rifist við brotaþola og átt við hann slæm samskipti. Hafi brotaþoli t.a.m. sagst ætla að berja móður ákærða. Kvaðst hafa verið hræddur við br otaþola í þessu umhverfi. Ítrekað hafi brotaþoli verið búinn að hóta sér og móður sinni. Þarna hafi ákærða fundist sér vera ógnað. Brotaþoli hafi tjáð sig á ensku. Aðspurður um ákæruna kvaðst ákærði hafa reynt að kýla oftar í brotaþola, en ekki náð því. K annaðist aðeins við að hafa náð að koma einu höggi á brotaþola, en það hafi verið fyrsta höggið. Einhver önnur högg hafi verið, en það hafi verið vindhögg. 13 Kannaðist ekki við að hafa sparkað í brotaþola eða reynt það. Hann sparki ekki í liggjandi mann. Kva ðst ekki muna mikið eftir þessu. Sérstaklega aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa farið í íþróttasalinn með það fyrir augum að veitast að brotaþola. Aðspurður hvers vegna hann hafi borið um fleiri skipti við aðalmeðferð en hjá lögreglu um áreitið frá brotaþo la kvaðst ákærði hafa bara gleymt því hjá lögreglu. Körfuboltinn sem brotaþoli var með hafi verið eini körfuboltinn í salnum. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa látið fangaverði eða aðra vita um hótanir og framkomu brotaþola í sinn garð. Umhverfið bjóði e kki upp á slíkt. Það sé óskrifuð regla. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu að meðákærði hafi komið sér til hjálpar kvaðst ákærði hafa bara búist við því. Aðspurður á ný um hvort hann myndi eftir meðákærða þarna kvaðst ákærði ekki muna eftir að meðákær ði hafi gert það sem lýst sé í ákæru, en kvaðst nú muna að meðákærði hafi verið með ákærða í salnum. Aðspurður um hvað meðákærði hafi gert ákærða til hjálpar kvaðst ákærði ekki muna það og benti á að best væri að spyrja meðákærða bara sjálfan um það. Uppt aka úr eftirlitsmyndavél íþróttasalarins var sýnd ákærða við skýrslugjöf hans og borin undir hann. Ákærði þekkti sjálfan sig og meðákærða á upptökunni. Kvað ákærði að skoðun upptökunnar rifjaði þetta nánast ekkert betur upp fyrir sér og kvaðst ekki geta lý st þessu neitt betur. Lýsti ákærði því að hafa vankast mjög snemma í atburðarásinni. Vitnið K kom fyrir dóminn við aðalmeðferð, en vitnið var fangi á Litla Hrauni þegar atvik gerðust. Kvaðst vitnið ekki hafa frekari tengsl við ákærðu og brotaþola en að hafa setið með þeim í fangelsi. Lýsti vitnið því að hafa farið í íþróttasalinn og þá hafi brotaþoli verið þar. Hafi brotaþoli áður verið óþægilegur í samskiptum og verið einhverjar uppáklomur með hann, m.a. í skólastofunni þar sem hann hafi verið að ögra e inhverjum og með leiðindi. Brotaþoli hafi reynt að ögra sér. Kvað vitnið að þetta hafi verið á ensku, en brotaþoli hafi talað góða ensku. Hafi vitnið farið bara úr íþróttasalnum og farið í tækjasalinn. Svo hafi vitnið heyrt einhver læti og litið inn í sali nn og þá hafi hann séð brotaþola vera að reyna að koma höggi á ákærða Trausta, sem hafi reynt að verja sig. Svo hafi vitnið séð brotaþola taka úr af hendi sinni og setja það yfir hnúann á sér. Hafi vitnið ekki viljað skipta sér af þessu. Svo hafi ákærði Ba ldur blandað sér í þetta og náð að koma brotaþola niður án þess að fá úrið í hausinn á sér. Svo hafi verðirnir komið og stoppað þetta, eða ákærðu farið áður en verðirnir hafi komið. Vitnið hafi staðið í dyragættinni. Kvaðst ekki muna þetta mjög vel en það hafi verið einhverjar stympingar þangað til verðirnir hafi komið. Minnti að ákærði Baldur hafi gripið í 14 brotaþola og togað hann niður í gólfið meðan brotaþoli hafi verið að reyna að ráðast á ákærða Trausta. Vitnið gat ekki lýst sérstökum höggum eða spörkum frá ákærðu á brotaþola og hafi fundist þeir vera svona frekar í vandræðum með hann fyrst. Verðirnir hafi komið stuttu eftir að brotaþoli ákærði Baldur hafi náð brotaþola í gólfið. Ekki kvaðst vitnið muna hvort þá hafi átt sér stað högg eða spörk. Kvaðst e kki hafa séð eða heyrt brotaþola segja eitthvað við ákærða Trausta eða hrækja á hann, en sig minni að hafa heyrt um eitthvað slíkt, en kannski hafi hann séð ákærða Trausta þurrka sér í framan þegar hann hafi gengið burt og brotaþoli hafi komið aftur að hon um. Aðspurður vegna lögregluskýrslu sinnar kannaðist vitnið við að ákærðu hefðu náð að yfirbuga brotaþola, einkum þó ákærði Baldur. Ek k i gat vitnið lýst höggum eftir það. Kvaðst vitnið halda að brotaþoli hafi slegið einhver högg eftir að hafa sett úrið á hnúa sína. Vitninu var sýnt upptaka úr eftirlitsmyndavél íþróttasalarins við skýrslugjöfina. Vitnið kvaðst fyrst hafa séð atburðarásina þegar brotaþoli hafi veist að ákærða Trausta þegar sá síðarnefndi hafi gengið burt frá brotaþola. Vitnið þekkti sjálfan sig á upptökunni. Vitnið kvað upptökuna ekki rifja sérstaklega upp fyrir sér önnur atriði en þau sem hann hefði þegar lýst. Vitnið L kom fyrir dóminn við aðalmeðferð, en vitnið var fangi á Litla Hrauni þegar atvik gerðust. Vitnið kvaðst ekki hafa önnur t engsl eða kynni af brotaþola en að hafa verið með honum á Litla Hrauni, en ákærðu séu kunningjar hans, m.a. af Litla Hrauni. Vitnið kvaðst hafa komið þarna og verið að spjalla við vin sin og heyrt einhver læti í salnum og þá hafi brotaþoli verið að öskra á ákærða Trausta og vitnið hafi farið að horfa. Hafi ákærði Trausti gengið að brotaþola sem þá hafi skyrpt framan í ákærða, sem hafi þá í beinu framhaldi slegið brotaþola og snúið hann niður og reynt að ganga burt, en þá hafi brotaþoli ráðist á ákærða Traus ta og farið að berja hann þangað til ákærði Baldur hafi komið og eiginlega bara bjargað ákærða Trausta frá þessu. Kvaðst ekki muna alveg hvernig þetta hafi endað og hvort þeir hafi þá allir þrír verið standandi, liggjandi eða í einni þvögu. Brotaþoli hafi verið kolruglaður og hafi verið búinn að hóta mönnum þarna áður, á ensku. Vel geti verið að ákærði Baldur hafi slegið eitthvað til brotaþola, en sig minni þó að hann hafi bara ýtt honum. Ekki kvaðst vitnið hafa séð ákærða Trausta slá brotaþola eða sparka t il hans, umfram höggið í upphafi. Vitnið kvaðst hafa séð brotaþola í jörðinni og ákærði Baldur hafi verið þar líka. Þeir hafi velst um og svo hafi slagsmálin stöðvast. Kvaðst ekki muna hvað ákærði Baldur hafi gert þegar hann hafi legið í jörðinni ásamt bro taþola. Ákærði Trausti hafi staðið á meðan, en 15 ekki gert neitt. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærðu sparka og slá margsinnis í brotaþola eins og þeim er gefið að sök, en hann hafi þó verið í salnum allan tímann. Enginn hafi sparkað í höfuð brotaþola, en ekk i gat vitnið tekið fyrir að sparkað hafi verið í líkama hans. Brotaþoli hafi allan tímann haft yfirhöndina í þessu. Vitnið var spurt um misræmi milli framburðar síns hjá lögreglu og fyrir dómi og kvaðst hafa verið í áfalli að hafa verið dreginn í skýrslutöku vegna þessa máls. Hafi þess vegna ekki munað þetta nægilega vel þá, en muni þetta betur núna. Engin vopn kvaðst v itnið hafa séð í þessu. Ekki hafi vitnið tekið eftir neinu úri. Staðfesti að slagsmálunum hafi lokið með því að brotaþoli hafi legið í gólfinu eftir að ákærði Baldur hafi verið búinn að stoppa hann af. Vitnið kvaðst hafa heyrt af því að brotaþoli hafi haft í frammi hótanir, en ekki verið viðstaddur slíkt að öðru leyti en því að einhvern tíma hafi brotaþoli verið að rífast við mann í skólastofunni. Vitninu var sýnd upptaka úr eftirlitsmyndavél í nefndum íþróttasal á Litla Hrauni. Vitnið þekkti sjálfan sig á upptökunni. Vitnið M fangavörður á Litla Hrauni kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og kvaðst hafa verið á varðstofu þegar þetta var. Brotaþoli hafi farið einn inn í íþróttasalinn og verið einn síns liðs þar við að kasta bolta í körfu. Margir fangar hafi v erið í tækjasal rétt hjá. Svo hafi vitnið þurft að sinna störfum, en næst þegar henni hafi verið litið í salinn þá hafi hún séð að áflog hafi verið í gangi, þar sem brotaþoli hafi verið kominn í gólfið og ákærði Baldur setið klofvega ofan á honum og ákærði Trausti staðið til hliðar. Hafi vitnið kallað eftir aðstoð og fangavörðurinn sem var með henni hafi farið inn í salinn, en þá hafi þessu verið u.þ.b. lokið. Hafi fangarnir allir komið út úr salnum, nema brotaþoli sem hafi verið eftir inni á gólfinu. Hafi verið hlúð að honum. Vitnið hafi hringt á sjúkrabíl. Aðspurð kvaðst vitnið hafa séð ákærða Baldur slá eitthvað í brotaþola, en önnur högg hafi hún ekki séð. Vitnið kvaðst ekki hafa séð upphafið. Vitnið kvað aðspurð að nokkrir körfuboltar séu þarna í salnum , 2 - 3 körfuboltar auk annarra bolta. Ekki kvaðst vitnið geta fullyrt hvort báðir körfuboltarnir hafi verið tiltækir og í lagi þetta sinn. Aðspurð um hvort brotaþoli hafi verið áberandi í fangelsinu, kvaðst vitnið ekki geta sagt til um það þar sem hún sé ek ki á vöktum inni í húsi. Hún hafi ekki haft af honum afskipti nema í íþróttasalnum. Ekki kvaðst vitnið hafa heyrt um að hann væri með hótanir í garð annarra fanga. Hún hafi heyrt um eitthvað tilvik þar sem eitthvað hafi komið upp í skólastofunni sem hafi v arðað brotaþola. Samskipti vitnisins við ákærða Trausta hafi verið mikil og með ágætum. 16 Vitnið N fangavörður á Litla Hrauni kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og kvað M fangavörð hafa orðið vara við slagsmál í salnum og kallað eftir aðstoð. Vitnið hafi fari ð inn í salinn og mætt þá nokkrum sem hafi verið að koma úr salnum og séð að brotaþoli lá þar í gólfinu. Hafi vitnið strax farið til brotaþola, en hann hafi verið blóðugur í framan um munn og nef og virst vera dálítið vankaður. Hafi vitninu fljótlega tekis t að ná sambandi við brotaþola og brotaþoli jánkað því að hann vissi af nærveru vitnisins. Svo hafi fleiri fangaverðir komið strax á vettvang. Hafi brotaþoli verið studdur og sest út við vegg. Fljótlega hafi komið sjúkrabíll og lögregla. Engin högg eða spö rk kvaðst vitnið hafa séð. Brotaþoli hafi verið drykklanga stund einn í körfubolta í salnum og aðrir fangar þá verið frammi í lyftingasalnum eða á einhverju róli. Brotaþoli hafi ekki verið áberandi í fangelsinu, en eitthvað vesen hafi komið upp í skólastof unni sem hafi tengst honum, en ekki gat vitnið gert grein fyrir því. Aðspurður kvaðst vitnið halda að venjulega væri bara einn körfubolti til afnota í salnum, en kvaðst ekki vita hvernig það hafi verið þennan dag. Aðspurður kvað vitnið að samskipti sín við ákærða Trausta hafi verið hnökralaus. Vitnið O lögreglumaður, með meistaragráðu í réttarvísindum með DNA greiningar að aðalfagi, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og staðfesti að hafa haft milligöngu um að senda lífsýni til DNA rannsóknar og ritað gre inargerð um niðurstöður hennar. Send hafi verið sýni frá tveimur grunuðum og fatnaði þeirra. Úr fatnaði ákærða Trausta hafi verið send 5 sýni. Tvö úr hægri skó, eitt af framhlið buxna, eitt af vinstri grifflu og eitt af framhlið stuttermabols. Annað sýnann a af hægri skó hafi verið samkennt við brotaþola og hafi það verið blóðsýni, sýni af grifflu hafi verið blanda af DNA úr tveimur einstaklingum og minnihlutinn úr brotaþola. Sýni af buxum hafi verið úr óþekktum einstaklingi, en sýni úr stuttermabol hafi ver ið samkennt við ákærða Trausta. Úr fatnaði ákærða Baldurs hafi verið send 9 sýni. Í sýni úr framhlið peysu hafi verið blanda af DNA, annars vegar brotaþola og hins vegar úr óþekktum einstaklingi. Önnur sýni hafi verið samkennd við þennan sama óþekkta einst akling. Ekki hafi verið sent sýni úr ákærða Baldri. Ekki hafi verið sent sýni til greiningar á DNA í hráka. Vitnið P sálfræðingur kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og staðfesti vottorð sitt varðandi brotaþola. Kvaðst vitnið hafa verið kallaður til að hitta brotaþola í fangelsinu að Hólmsheiði að undirlagi Rauða krossins, sem hafi fengið beiðni um að aðstoða brotaþola eftir að hafa komið frá Litla Hrauni. Hafi vitnið litið til með honum og lagt á mat á líðan hans. Hafi vitnið hitt brotaþola 4 sinnum. Brotaþo li hafi verið að glíma við afleiðingar áfalls vegna þessa máls. Hann hafi hugsað um þetta daglega, en 17 reynt að forðast það. Athygli og einbeiting hafi virst skert. Hann hafi fundið fyrir sársauka eftir spörk í höfuð. Haft svefntruflanir og verið gripinn óö ryggi og verið var um sig. Vitnið hafi talið brotaþola þurfa á meðferð að halda vegna þessa. Brotaþoli hafi virst nokkuð trúverðugur. Hann hafi borið áfallastreitueinkenni eftir umræddan atburð og ólíklegt sé að þau verði rakin til annars. Vitnið D lækni r gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og staðfesti vottorð sitt varðandi brotaþola. Vitnið lýsti því að hafa ekki séð brotaþola sjálfur, en það hafi Q læknakandidat gert. Hafi vitnið gert vottorðið eftir nótum hans. Lýsing áverka í vottorði sé unnin up p úr nótum Q og sé réttilega lýst miðað við nóturnar. Þá staðfesti vitnið vottorð sitt um ákærða Trausta sem hafi verið unnið upp úr nótum afleysingalæknis, R sem hafi skoðað ákærða Trausta. Staðfesti að vottorðið væri unnið úr téðum nótum. Vitnið E lækni r á Landspítala gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og lýsti því að þegar brotaþoli kom á slysadeild 25. janúar 2018 hafi hann haft skrapsár á húð hægra megin á enni og bólgu þar. Innkýlingu og eymsli yfir nefi, kúlu hægra megin á hnakka, mar á hægra e yra, verið aumur yfir brjóstkassa vinstra megin og væg eymsli í vinstri úlnlið sem ekki hafi verið skoðun verið talið brot. Vitnið hafi skoðað brotaþola ásamt kandídat á vakt. Teknar hafi verið sneiðmyndir af höfði og andlitsbeinum og þessar myndir hafi sý nt nefbrot, en ekki blæðingu í heila eða höfuðkúpubrot. Áverkar hafi samræmst frásögn brotaþola. Nefbrot með skekkju til hægri gæti hafa verið nýtt, eða eldra skv. röntgenmynd. Skoðun hafi bent til þess að brotið væri nýtt. Nefið hafi svo verið réttað. Bro taþoli hafi misst meðvitund í einhverjar mínútur skv. eigin frásögn og á því hafi heilahristingur verið greindur. Vitnið staðfesti vottorð sitt. Vitnið F tannlæknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og staðfesti vottorð sitt um brotaþola. Lýsti vit nið því að tvær tennur hægra megin, þ.e. 11 og 12 sem eru miðframtönn og hliðarframtönn í efri góm, hafi verið aðeins hreyfanlegar og hreyfanlegri en hinar tennurnar. Engin tönn hafi verið brotin af þessum framtönnum og engar sprungur að sjá. Röntgen hafi ekki sýnt neitt sérstaklega óeðlilegt, en ekki sé unnt að segja til um allar afleiðingar á fyrstu dögum eftir atburð. En ekkert óeðlilegt hafi sést a.ö.l. Kvaðst illa geta metið hvað hafi komið fyrir brotaþola, en hann hafi haft áverka á vörum og upp á kin n vinstra megin, marið og bólgið. Tannhirðu brotaþola hafi verið ábótavant og nokkrar tennur í munni hafi verið brotnar og illa farnar. Við skoðun hafi brotaþoli tilgreint sérstaklega þessar tvær tennur, þ.e. nr. 11 og 12, sem hann kenndi sér meins í, en e kkert annað. Líklegt sé að eitthvað hafi gerst fyrir þessar tvær tennur sem hafi verið lausari en hinar. Allar framtennur hafi verið þokkalega heilar. 18 Vitnið S gaf skýrslu við aðalmeðferð gegnum síma, en vitnið var fangi á Litla Hrauni þegar atvik gerðus t. Vitnið skýrði frá því að þekkja ekki ákærðu að öðru leyti en því að hafa verið með þeim í fangelsi og sama sé að segja um brotaþola. Vitnið kvaðst hafa verið í lyftingasalnum og heyrt einhver hljóð eins og eitthvað væri að gerast og litið inn í íþróttas alinn og þá hafi verið einhver slagsmál þar milli brotaþola og ákærðu. Vitnið kvaðst ekki hafa séð atburðarásina fyrr en eftir að ákærði Baldur var orðinn þáttakandi í henni. Brotaþoli hafi þá verið kominn í gólfið og ákærði Baldur fyrir framan hann. Kvaðs t ekki muna eftir að hafa séð högg eða spörk. Kvaðst ekki heldur muna eftir að brotaþola hafi verið haldið, en það sé búið að tala svo mikið um þetta að erfitt sé að gera mun á því hvað vitnið hafi séð og hvað það hafi heyrt í frásögnum annarra. Kvaðst ekk i geta sagt hver hafi haft yfirhöndina og ekki hafa séð nein vopn. Kvaðst ekki hafa séð neinn hráka eða heyrt neinar hótanir. Kvaðst ekki hafa hugmynd um hvort brotaþoli hafi haft í frammi hótanir. Vitnið kannaðist við þá frásögn sína í lögregluskýrslu að átökin hafi upphaflega verið milli ákærða Trausta og brotaþola og hafi ákærði orðið undir og þá hafi ákærði Baldur stokkið inn í til að koma ákærða Trausta til aðstoðar. Brotaþoli hafi legið eftir þetta og virst rotaður eða vankaður. Vitnið T kom fyrir dó minn við aðalmeðferð, en vitnið var fangi á Litla Hrauni þegar atvik gerðust. Vitnið kvað ákærðu vera vini sína, en brotaþoli sé ekki sérstakur vinur sinn, en þeir hafi setið á Litla Hrauni samtímis. Þegar vitnið hafi komið að hafi brotaþoli eiginlega veri ð að lemja ákærða Trausta. Svo hafi ákærði Baldur hoppað inn í þetta og hjálpað ákærða Trausta. Þeir hafi saman náð brotaþola niður, en raunar hafi ákærði Baldur gert það. Ákærðu hafi svo gert það sem þurft hafi, þ.e. að halda brotaþola niðri. Vitnið kvaðs t hafa séð brotaþola lemja ákærða Trausta. Vitnið kvaðst hafa heyrt brotaþola áður vera með hótanir og leiðindi, m.a. í skólastofunni. Kvaðast hafa heyrt af því að brotaþoli hefði verið með hótanir í garð ákærða Trausta, en ekki hafa heyrt það sjálfur. Kva ðst ekki geta gert vel grein fyrir því hvor ákærðu hafi haldið brotaþola niðri. Aðspurður kvaðst vitnið halda að hann hafi ekki séð ákærða Trausta koma höggi á brotaþola. Ákærði Trausti hafa bara varið sig, enda brotaþoli mikið sterkari. Ákærði Trausti haf i reynt eitthvað að baða út höndunum, en hann hafi bara tapað. Kvaðst aðeins hafa séð ákærða Baldur toga brotaþola niður, en hvorki veita honum högg né spörk. Ákærði Trausti hafi bara tapað þessu og verið hálfrotaður og ákærði Baldur hafi komið honum til h jálpar þegar sá fyrrnefndi hafi verið orðinn slasaður, meiddur og vankaður. Engin högg eða spörk hafi vitnið séð frá ákærða Baldri. Kvaðst ekki muna hvað ákærði Trausti hafi gert þegar ákærði Baldur hafi togað brotaþola niður. Kvaðst hafa sé a.m.k. 19 3 högg sem brotaþoli hafi veitt ákærða Trausta, en þá hafi ákærði Baldur ekki verið kominn inn í atburðarásina. Vitnið kvaðst ekki hafa séð brotaþola hrækja á ákærða Trausta. Þegar þessu lauk hafi ákærði Baldur verið ofan á brotaþola sem hafi legið í gólfinu og á kærði Trausti þar líka og hafi þessu þá lokið þegar verðirnir hafi komið þegar þeir hafi allir verið þarna þrír í einum hnapp. Vitninu var sýnd upptaka úr eftirlitsmyndavél í téðum íþróttasal fangelsisins. Vitnið kvað upptökuna ekki rifja þetta neitt freka r eða öðru vísi upp fyrir sér. Vitnið U lögreglumaður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa farið að Litla Hrauni umrætt sinn, en þá hafi atburðarásin verið yfirstaðin. Þá hafi verið búið að aðskilja ákærðu. Ekki kvaðst vitnið muna ef tir að ákærðu hafi tjáð sig eitthvað á þeim tíma, en vitnið ræddi ekki sjálfur við ákærðu á vettvangi. Vitnið staðfesti frumskýrslu sína. Vitnið R læknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa hitt brotaþola á sjúkrahúsinu á Selfossi 23. janúar 2018. Hafi brotaþoli verið með áverka sem hafi samræmst vel þeirri frásögn hans að hafa fengið hnefahögg í andlit og höfuð. Hafi hann haf t áverka umhverfis augu og á vörum. Jafnframt á nefi. Þá hafi hendur brotaþola borið vott um að hann hafi sjálfur slegið frá sér eða veitt öðrum hnefahögg. Þá hafi verið tvær tennur lausar í efri gómi. Þá hafi verið teknar myndir, bæði röntgenmyndir af hön dum og tölvusneiðmyndir af andlitsbeinum. Niðurstaða þess hafi verið að engir beináverkar eða brot hafi verið. Þetta hafi fyrst og fremst verið mjúkvefjaáverkar og hafi samræmst lýsingum um áflog. Aðspurður kvað vitnið áverka á höndum vel geta verið varnar áverka, en kúnst sé að greina það. Áverkar geti vel hafa komið við að sparkað hafi verið og stappað í höfuð og andlit. Ekki kvaðst vitnið þó geta fullyrt hvernig þetta hafi borið að. Mar og mjúkvefjaáverki á olnboga báðu megin, en þetta hafi ekki verið ein s og brotaþoli hafi fengið þetta við að detta, heldur frekar við utanaðkomandi högg. Allt hafi þetta verið nýir áverkar, ferskir og léttblæðandi í andliti. Ekki hafi verið byrjuð þroskuð storka á blóði. Áverkarnir hafi verið vel innan við 6 klukkustunda ga mlir. Grunur hafi verið um brot á nefbeini og kinnbeini. Engir innvortis áverkar hafi verið, hvorki í höfði né annars staðar. Ekki hafi verið merki um heilahristing. Mjúkvefja áverkar á andliti, handleggjum og höndum. Miðað við aldur hafi tanneyðing og tan nhirða verið umfram það sem búast hafi mátt við. Fremstu tennur hafi verið í skástu ásigkomulagi, utan þeirra tveggja sem hafi greinilega verið lausar í rót. Á sama stað hafi vörin verið sprungin og rofin. Vitnið taldi téð los tveggja tanna ekki að rekja t il tannhirðu, heldur bendi allt til þess að þær hafi losnað við átök. 20 Brotaþoli hafi ekki borið merki um alvarlegan heilahristing og kvaðst vitnið ekki geta staðfest að brotaþoli hafi haft heilahristing. Einkenni vægs heilahristings séu snúnari og erfiðara að segja til um það, en vitnið hafi ekki hitt brotaþola nema einu sinn. Brotaþoli hafi virst vera hræddur og hafi verið erfitt að nálgast hann. Nánast eins og hrætt dýr og í taugakerfislegu sjokki. Þá staðfesti vitnið að hafa sama dag skoðað ákærða Traust a. Hafi ákærði borið áverka á höfði af álíka alvarleikagráðu og brotaþoli, byrjandi mar, rofna og blæðandi húð á andliti, undir augum og báðum kinnbeinum. Þá minnti vitnið að ákærði hafi haft skurð á hægri augabrún. Hendur ákærða hafi ekki verið með miklum sjáanlegum áverkum. Minnti vitnið að tekin hafi verið tölvusneiðmynd af höndum og höfði ákærða. Hafi ákærði borið síst minni andlitsáverka en brotaþoli, þannig að þeir hafi verið ámóta alvarlegir og ekki með beinbrotum. Fyrst og fremst hafi báðir borið mj úkvefjaáverka, en því til viðbótar hafi brotaþoli haft tvær lausar tennur. Ekki hafi ákærði borið merki um heilahristing, en það útiloki samt ekki að hann gæti hafa haft vægan heilahristing. Ekki hafi heldur verið merki um innankúpuáverka. Brotaþoli A , ] ríkisbogari, gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð. Brotaþoli skýrði frá því að hafa verið í íþróttahúsinu að leika sér í körfubolta. Þá hafi ákærði Trausti komið og sagt sér að láta sig hafa boltann. Brotaþoli hafi sagt ákærða að þarna væru aðrir bolt a í kassa og þá hafi ákærði kýlt sig í andlitið. Hafi brotaþoli ýtt ákærða burt frá sér og þá hafi komið annar maður og ráðist á brotaþola. Hafi brotaþoli verið laminn og misst meðvitund eftir smá stund. Kvaðst ekki muna meira. Báðir ákærðu hafi lamið sig. Ekki kvaðst brotaþoli geta sagt til um hve mörg högg honum hafi verið greidd. Eftir að ákærði Trausti hafi lamið brotaþola hafi brotaþoli reynt að flýja og hlaupa um salinn, en þá hafi ákærði Baldur komið og byrjað að lemja sig líka. Aðspurður kvað brotaþ oli að það hafi líka verið sparkað í sig og það hafi líka verið í íþróttasalnum. Það hafi verið sparkað í andlit hans. Ekki gat brotaþoli sagt til um hve oft hafi verið sparkað og lamið í hann, en það hafi verið oft. Brotaþoli hafi farið í gólfið. Þá hafi verið sparkað í höfuðið á honum. Aðspurður hver hafi gert það kvað ákærði að það hafi verið ákærði Baldur. Brotaþoli kvaðst hafa reynt að flýja út úr íþróttasalnum, en það hafi ekki verið hægt þar sem nokkrir fangar hafi staðið fyrir honum í dyrunum. Aðspu rður kvað brotaþoli að eftir að hafa fallið í gólfið þá hafi ákærðu báðir verið að sparka í hann. Aðspurður kvaðst brotaþoli ekki vita hvers vegna ákærði Trausti hafi byrjað að slá sig í upphafi. Þá neitaði brotaþoli því alfarið að hafa hrækt á ákærða Trau sta. Ekki hafi hann heldur hótað ákærða Trausta neinu fyrir höggið og hafi aldrei séð hann áður. Aðspurður kvaðst brotaþoli ekki hafa hótað neinum í fangelsinu. 21 Aðspurður um hvort hann hafi verið tekinn hálstaki í þetta sinn kvað brotaþoli svo ekki vera. Þ á neitaði brotaþoli því að hafa fengið einhverjar hótanir í fangelsinu fyrir þennan atburð. Aðspurður um hvaða áverka hann hafi fengið í umrætt sinn kvað brotaþoli að hann hafi nefbrotnað og tennur hafi aðeins brotnað og fengið innvortis blæðingu í höfði, sem og sár í andliti, sérstaklega á munni. Líðan sinni eftir þetta sé erfitt að lýsa. Sér hafi liðið illa og þegar hann hugsi um þetta á kvöldin eigi hann erfitt með að sofna. Fyrir þetta hafi brotaþoli verið búinn að lenda í atvikum gagnvart öðrum föngum. Fyrst hafi komið til sín einhver strákur í klefann og strítt honum og hafi brotaþoli beðið hann um að fara og hafi þá strákurinn kýlt sig. Brotaþoli kvaðst alltaf hafa verið hræddur í fangelsinu enda þar verið fullt af glæpamönnum sem voru eldri en brotaþ oli. Aðspurður kvaðst brotaþoli ekki muna mjög skýrt eftir þessu umrædda tilviki. Ekki kvaðst brotaþoli vita vel hvor ákærðu hafi verið að ýta á höfuð brotaþola með fótunum. Meðan þetta var hafi hann líka verið laminn. Um hvernig þessu lauk kvað brotaþoli að þegar hann hafi rankað við sér hafi verðirnir verið búnir að sækja hann. Um líðan sína nú kvað brotaþoli að hún sé ekki góð. Til dæmis þegar hann hnerri þá finni hann alltaf fyrir því hvernig hafi verið sparkað í nefið á honum. Svo þegar hann leggist út af þá finni hann alltaf til í höfðinu. Aðspurður hvort brotaþoli hafi einhvern tíma kýlt ákærða Trausta kvað brotaþoli að það hafi hann ekki gert. Brotaþoli hafi ekki leitað sér læknisaðstoðar vegna þessa eftir brottför sína frá Íslandi. Brotaþoli þverneit aði því að hafa hrækt á ákærða Trausta og hótað honum áður en ákærði hafi slegið hann fyrsta högg. Það hafi hann heldur ekki gert í öðrum tilvikum, enda ekki séð hann fyrr. Ákærða Baldur hafi brotaþoli sé áður, bæði í skólanum og sjoppunni. Þá kannaðist br otaþoli ekki við að hafa verið búinn að hóta öðrum mönnum í fangelsinu fyrir þetta. Eins og að framan greinir ber mikið í milli, annars vegar í frásögn ákærða Trausta og samfanga hans, og framburðar brotaþola og að nokkru leyti framburðar fangavarða hins vegar, en eins og áður segir kaus ákærði Baldur að tjá sig ekki. Ákærði Trausti kannast við að hafa lent í átökum við brotaþola, en mest af framburði hans er í ósamræmi við afar skýra og greinilega upptöku úr eftirlitsmyndavél, auk þess að innbyrðis ósamræ mi er í framburði hans og hefur hann t.a.m. bæði borið að ákærði Baldur hafi ekki verið þarna sem og hið gagnstæða. Mat dómsins er að framburður ákærða Trausta sé ótrúverðugur að mestu leyti og markist af tilraunum hans til að gera sem minnst úr atvikinu, en sama máli gegnir um framburð annarra fanga sem hafa borið um þetta fyrir dóminum sem hafa ýmist lýst því að brotaþoli hafi átt upptökin og haft yfirhöndina, sem er fjarri lagi, en einnig að upptökin megi rekja til þess að 22 brotaþoli hafi haft í frammi hó tanir við ákærða Trausta og hrækt á hann, en hvorugs sjást nein merki á upptökunni úr eftirlitsmyndavélinni. Má hér nefna sérstaklega að ekki sést ákærði Trausti þurrka sér í framan eftir að brotaþoli á að hafa hrækt á hann, en jafnframt fær ekki staðist a ð samfangar þeirra, sem þá voru ekki inni í íþróttasalnum hefðu getað séð hrákann. Þá hafa fangaverðir ekki staðfest eða kannast við að framkoma brotaþola gagnvart samföngum sínum hafi verið á þann veg sem ákærði Trausti og samfangar hans, að brotaþola frá töldum, hafa borið. Hvorki í þetta sinn né endranær. Verður þannig ekki byggt á því að brotaþoli hafi átt upptökin að téðu atviki, en hér má aukin heldur nefna það sem fram kom hjá vitninu P um andlegt ástand brotaþola og framburð brotaþola sjálfs um að h ann hafi verið hræddur á þeim tíma sem hann dvaldi á Litla Hrauni. Með hliðsjón af öllu ofansögðu, en ekki síst að teknu tilliti til margnefndrar upptöku úr eftirlitsmyndavél íþróttasalarins, er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafa gerst sekir um þ á háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið. Með læknisvottorðum og framburði lækna, sem og framburði brotaþola sjálfs, er jafnframt hafið yfir skynsamlegan vafa að afleiðingar árásarinnar voru þær sem í ákæru greinir. Er háttsemi ákærðu réttilega heimfærð un dir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, jafnvel þó að áverkarnir sjálfir séu ekki mjög alvarlegir, en aðferð ákærðu við árásina var sérlega hættuleg og má hér nefna margendurtekin högg og spörk í höfuð. Verður að álykta sem svo að hending hafi ráðið því að ekki fór verr en raun ber vitni. Ákæruliður 2 Ákærði lýsti því við aðalmeðferð að hafa ætlað í útivist og ekki mátt það af því hann hafi ekki verið með klefalykilinn sinn. Hafi hann bara misst sig í framhaldinu af því og brotið allt o g bramlað á fangaganginum. Svo hafi fangaverðir komið til að taka hann í einangrun og hann hafi fleygt stól í áttina að þeim. Ákærði hafi misst sig í skapinu þetta sinn en hann hafi verið í fráhvörfum. Fangaverðirnir hafi verið í dyrunum þegar hann hafi fl eygt að þeim stólnum. Stóllinn hafi farið í vegg við hlið fangavarðanna. Kvaðst ákærði ekki vita hvort stóllinn hafi hafnað í fangaverði. Þá kannaðist ákærði ekki við að hafa hrækt á fangavörðinn B . Kvaðst ákærði hafa verið veikur þegar þetta var og verið með hósta og hafa einmitt hóstað þetta sinn, á leiðinni út. Kvaðst muna þetta mjög illa. Kvaðst ekki vita hvað fyrir sér hafi vakað þegar hann hafi kastað stólnum, en hann hafi ekki haft ásetning til að stóllinn myndi hafna í fangaverði. Ákærða 23 var sýnd up ptaka úr eftirlitsmyndavél á téðum fangagangi. Þekkti ákærði sjálfan sig á upptökunni. Vitnið V fangavörður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að ákærði Trausti hafi komið niður með rangan lykil og verið sendur upp aftur til að koma með þa nn rétta. Svo hafi ákærði hringt niður og sagst ekki finna sinn lykil og þá hafi honum verið sagt að hann færi ekki í útivist fyrr en hann fyndi lykilinn. Þá hafi ákærði truflast uppi á fangagangi og brotið sjónvarpið og hent til stólum o.þ.h. Svo hafi þei r farið upp og B verið fyrstur. Þegar B hafi opnað dyrnar hafi stóll komið fljúgandi í átt að dyrunum og lent í hendi B . Þeir hafi samt farið inn en farið aftur út og farið í sérsveitargalla og farið aftur á fangaganginn. Stóllinn hafi farið beint í B . Ákæ rði hafi ógnað þeim með einhverju röri. Þegar þeir hafi farið með ákærða af fangaganginum hafi ákærði hrækt á B . Hafi vitnið staðið í dyrunum þegar ákærði hafi verið leiddur út af fangaganginum og séð þetta. Aðspurður hvort ákærði hafi verið hóstandi þarna eða hnerrandi kvaðst vitnið ekki minnast þess. Undir vitnið var borin skýrsla fangavarða 4. desember 2016 og kvað vitnið þar koma fram rétta lýsingu. Fram kom að vitnið og aðrir fangaverðir hefðu borið saman bækur sínar áður en skýrslan var rituð. Sérstak lega B hafi þurrkað sér. Vitnið W fangavörður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og lýsti því að ákærði hafi ekki fengið að fara í útivist vegna þess að hann hafi ekki haft sinn lykil, svo sem áskilið sé. Hafi ákærða því verið vísað aftur á fangagang. Eftir skamma stund hafi komið boð frá ákærða um að hann fyndi ekki lykilinn og honum þá neitað um útivistina. Hafi ákærði orðið ósáttur við það og látið illum látum og bro tið eitthvað og bramlað að því vitnið minnti. Vitnið hafi farið upp með nokkrum fangavörðum, þ.m.t. B , V og Z og sennlega einum til. Þegar þeir hafi komið upp hafi ákærði enn verið í uppnámi. Eitthvað samstuð hafi orðið milli ákærða og þeirra fangavarðanna og þeir hrökklast út aftur. Þeir hafi þá klætt sig í sérstaka búninga og farið og náð í ákærða og fært hann í einangrunardeild. Nánar aðspurður um samstuð milli ákærða og fangavarða minnti vitnið að ákærði hafi kastað í þá stól eða einhverju húsgagni. Þet ta hafi lent á B . Minnti að það hafi lent á handlegg. Minnti jafnframt að ákærði hafi haft eitthvað barefli, s.s. ryksugurör eða eitthvað. Kvaðst ekki minnast þess að hafa séð ákærða hrækja á B , en það geti vel hafa gerst án þess að vitnið muni til þess. E kki kannaðist vitnið við að ákærði hafi verið hnerrandi eða hóstandi. 24 Vitnið G læknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og staðfesti vottorð sitt um B , en lýsti því að hafa sjálfur ekki skoðað B . Sé vottorðið alfarið byggt á færslum H læknis, sem h afi skoðað B , í rafrænni sjúkraskrá í tölvu. Vitnið Y fangavörður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að ákærði hafi komið niður til að fara í útivist, en hann hafi ekki haft lykil sinn meðferðis og því hafi B varðstjóri sent ákærða aftur u pp til að sækja lykillinn. Ákærði hafi ekki verið sáttur við það og æst sig. Hafi ákærði verið trylltur uppi á fangagangi og rústað þar ganginum, m.a. brotið sjónvarpið. Svo hafi fangaverðir, þ. á m. vitnið, farið upp á fangagang og hafi B verið fremstur. Um leið og þeir hafi farið inn um dyrnar hafi ákærði kastað stól í B . Þeir hafi því bakkað út og farið í sérstaka búninga og farið svo aftur á fangaganginn og inn á klefa til ákærða sem hafi verið settur í handjárn og færður fram á gang, en rétt í því að á kærði hafi farið gegnum dyrnar hafi hann hrækt í andlitið á B . Svo hafi ákærði verið færður í einangrun. Þegar B hafi opnað dyrnar og fengið á sig stólinn hafi vitnið verið rétt að baki honum. Stóllinn hafi hafnað til hálfs í B og búrvegg. Kvaðst ekki geta sagt til um hvar stóllinn hafi lent í B þar sem vitnið hafi sjálfur þurft að víkja sér undan sendingunni. Stóllinn hafi svo endað á gólfinu. Vitnið kvaðst hafa séð vel þegar ákærði hafi hrækt í andlitið á B . Aðspurður kvað vitnið ekki koma til greina að á kærði hafi verið að hósta en ekki hrækja. Um 30 - 40 sentimetrar hafi verið frá andliti vitnisins að andliti ákærða. Vitnið B fangavörður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að ákærði hafi ætlað í útivist, en ekki verið með réttan klefalyk il. Áskilið sé að skilja eftir réttan klefalykil þegar fangi fer í útivist. Hafi þá vitnið sagt ákærða að fara upp og sækja sinn lykil. Hafi svo ákærði tilkynnt um það í kallkerfi að hann væri ekki með lykilinn og hafi vitnið þá sagt ákærða að hann færi þá ekki í útivist. Þá hafi ákærði tryllst á ganginum og eyðilagt muni. Svo hafi vitnið og fleiri fangaverðir farið upp á gang þegar þeim hafi sýnst í myndavélinni að ákærði hefði róast. Þegar þeir hafi opnað dyrnar hafi ákærði brugðist við með því að henda í þá stól sem hafi lent á vitninu. Þá hafi þeir hörfað og farið í búning og tekið sér hjálma og skildi. Svo hafi þeir farið aftur inn á fangaganginn og sótt ákærða og sett hann í járn og farið með hann fram. Þegar þeir hafi verið að fara með hann út af gang inum hafi ákærði snúið sér að vitninu, sem hafi haldið hurðinni, og hrækt vinstra megin í andlitið á vitninu. Hafi svo verið farið með ákærða í einangrun. Aðspurður kvað vitnið að stóll sá sem ákærði hafi kastað hafi lent á upphandlegg vitnisins, en vitnið hafi borið fyrir sig höndina enda hafi vitnið séð stólinn koma fljúgandi um leið og þeir hafi opnað dyrnar. Hafi svo stóllinn endað í gólfinu. 25 Vitnið kvaðst hafa verið marinn og bólginn eftir að fá í sig stólinn. Vitnið staðfesti skýrslu sína og kvað hana hafa jafnframt hafa verið undirritaða af öðrum fangavörðum. Þá hafi vitnið lesið yfir skýrsluna áður en það gaf framburð sinn hjá lögreglu við rannsókn málsins. Ekki kannaðist vitnið við að stóllinn hafi fyrst lent í veggnum áður en hann hafi lent í vitni nu. Stóllinn hafi lent beint á vitninu um leið og vitnið hafi komið inn úr dyrunum. Kvaðst ekki muna það sérstaklega að stóllinn hafi endurkastast í vegg. Vitnið kvað ljóst að ekki hafi verið um að ræða að ákærði hafi hnerrað. Enginn vafi sé um að ákærði h afi hrækt. Vitnið hafi þurft að þurrka sér um andlitið eftir hrákann og þvo sér í framan eftir það. Eftir þetta hafi samskipti sín við ákærða verið eðlileg og í lagi. Verið góð. Vitninu var sýnd upptaka úr eftirlitsmyndavél á fangaganginum og kannaðist vit nið við það sem þar má sjá. Vitnið H læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og staðfesti að hafa skoða ð B á heilbrigðisstofnuninni 5. desember 2016. Á hægri upphandlegg B hafi verið tveir stórir marblettir, hvor um sig kringum 4 sm í þvermál. Þetta hafi verið um miðja vegu yfir þríhöfðavöðvanum. Hafi vitnið gert áverkavottorð. Þessir áverkar hafi geti samræmst þeirri lýsingu B að stól hafi verið kastað til hans og hann fen gið stólinn í upphandlegg. Þetta geti samræmst hvers konar höggi, hvort heldur sem er af stól eða öðru. Með framburði ákærða sjálfs, sem og framburði þeirra fangavarða sem að ofan greinir, ásamt upptöku úr eftirlitsmyndavél, er hafið yfir skynsamlegan að ákærði kastaði téðum stól og lenti stóllinn í fangaverðinum B eins og greinir í ákæru. Þegar ákærði kastaði stólnum gat honum a.m.k. ekki dulist að yfirgnæfandi líkur væru til þess að stóllinn hafnaði í þeim fangaverði sem fremstur fór, en það var B . Er ha fið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi þannig kastað stólnum í B og er saknæmisskilyrðum fullnægt. Þá er jafnframt hafið yfir skynsalmlegan vafa, með læknisvottorði og framburði lækna, að af þessu hlaut B þá áverka sem greinir í ákæru. Ákærði hefur hins vegar neitað því að hafa hrækt í andlit B greint sinn, en kveðst hafa hóstað. Með framburðum vitnanna V , Y og B sjálfs er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hrækti téð sinn í andlit B , sem var við skyldustörf sín í fa n gelsinu. Ekki he fur neitt komið fram sem rennt geti stoðum undir þann framburð ákærða að hann hafi aðeins óvart hóstað að B . Er háttsemi ákærða skv. þessum ákærulið réttilega heimfærð til refsiákvæða. Ákæra 22. október 2018 26 Ákærði kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og neitaði að tjá sig. Vitnið M fangavörður á Litla Hrauni kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og kvaðst hafa verið í varðskýli á íþróttavelli fangelsisins. Hafi komið þrír fangar gangandi inn á íþróttavöllinn, þ.e. ákærði, brotaþoli og I . Henni hafi fundist ei ns og þeir væru eitthvað að rífast, en snögglega hafi ákærði og brotaþoli rokið saman. Þeir hafi tuskað hvor annan eitthvað til og endað í jörðinni. Hafi ákærði verið ofan á brotaþola. Brotaþoli hafi snúið með andlitið upp. Fangaverðir hafi komið hlaupandi að og þegar fangaverðir hafi verið að koma að þeim þá hafi þeir hætt og staðið upp. Þeir hafi báðir verið mjög g tekið svo eitthvað stykki upp og það hafi verið stykki úr vörinni á brotaþola. Hafi fangaverðir farið með báða burt af vellinum. Læknir og hjúkrunarfræðingur á staðnum hafi tekið við brotaþola og hafi hann svo verið fluttur með sjúkrabíl í burtu. I hafi engan þátt tekið í þessum slagsmálum, en verið rétt hjá þeim. Slagsmálin hafi eingöngu verið á milli ákærða og brotaþola. Ekki mundi vitnið til þess að ákærði hafi sagt eitthvað um þetta. Þetta hafi tekið mjög stutta stund. Vitnið hafi ekki séð þegar ákærð i hafi bitið vörina af brotaþola, en þeir hafi báðir verið blóðugir í framan þegar fangaverðir hafi komið að og brotaþoli tekið stykkið upp af jörðinni. Þeir hafi ekki verið blóðugir fyrir átökin. Vitnið hafi ekki séð hvor hafi átt upptökin og ekki heyrt h vað þeim hafi farið á milli. Vitnið gat ekki fullyrt hvort brotaþoli hafi á einhverjum tíma verið ofan á. Hvorugur hafi virst vera vankaður að þessu loknu. Ekki kannaðist vitnið við að hafa heyrt brotaþola ítrekað hótað því að drepa ákærða, en einhver slík öskur hafi hann þó viðhaft þegar þeir hafi verið leiddir af íþróttavellinum. Vitnið O lögreglumaður, með meistaragráðu í réttarvísindum með DNA greiningar að aðalfagi, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og lýsti því að hafa haft milligöngu um rannsókn á DNA greiningu lífsýna og ritað greinargerð um niðurstöðu hinnar sænsku rannsóknarstofu. Send hafi verið 9 sýni úr fatnaði ákærða. Niðurstöður hafi verið að sýni úr framhlið buxna hafi verið samkennt við brotaþola, sýni af bakhlið buxna hafi verið blanda DNA frá brotaþola og óþekktum einstaklingi, sýni af framhlið íþróttabols hafi verið blanda tveggja DNA sniða, annars vegar og í meiri hluta frá brotaþola og hins vegar frá einstaklingi sem ekki hafi verið unnt að samkenna þar sem sýnið hafi verið of lítið, sýni af vinstri skó hafi ekki gefið svörun við blóðprófi, en önnur sýni hafi verið samkennd við þennan sama óþekkta einstakling. Um sé að ræða sama 27 óþekkta einstakling, en ekki endilega sama óþekkta einstakling og í rannsókn vegna sakargifta í ákæru Hérað ssaksóknara. Vitnið X lögreglumaður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa tekið skýrslur í málinu m.a. af brotaþola og I , sem báðir . Gerði vitnið samantekt um skýrslur þessar sem liggja fyrir í málinu. Ekki hafði vitnið sérstakar skýringar á því hvers vegna ekki hefðu verið teknar formlegar skýrslur af fangavörðum. Ekki hafði vitnið heldur sérstaka skýringu á því hvers vegna hefði verið farið í DNA rannsókn við rannsókn málsins, aðra en þá að rétt væri að tengja þá saman ef frambu rður kynni að breytast. Brotaþoli hafi sagst hafa lent í slagsmálum við ákærða og hafi ákærði átt fyrsta högg og þetta verið heiðarleg slagsmál, uns ákærði hafi bitið í vör brotaþola. Mjög lítið hafi komið fram hjá I , sem hafi ekki vitað hver hafi átt uppt ökin. Ekki minntist vitnið þess að I hafi lýst biti. Brotaþola hafi fundist hann hafa yfirhöndina, en ákærði hafi ekki kannast við að hafa átt upptökin. Vitnið G læknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og staðfesti vottorð sitt um ákærða sem hafi v erið byggt á nótum D læknis sem hafi skoðað ákærða. Vitnið J læknir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og lýsti því að þegar brotaþoli hafi komið á slysadeild hafi hann haft stórt skarð í vör þar sem flipi hafi farið úr vörinni. Hafi flipinn verið m eðferðis í krukku. Blæðingin hafi verið hætt og brotaþoli með umbúðir. Sárið hafi verið með grófu mynstri. Ekki hafi verið um að ræða eiginlega meðferð á slysadeild, enda blæðingin hætt. Einkum hafi verið um það að tefla að koma lýtalæknum í málið og hafi þeir tekið fljótlega við brotaþola. Áverkinn geti samræmst því að brotaþoli hafi verið bitinn í vörina. Vitnið staðfesti vottorð sitt. Ekki kvaðst vitnið vita hvernig gengið hafi að koma flipanum á sinn stað, en að líkindum hafi hann verið saumaður á samdæ gurs. Ekki vissi vitnið um afdrif þessa. Ef flipinn væri ekki saumaður á þá hefði það fyrst og fremst í för með sér útlitslýti og varanlegt ör. Kvaðst ekki vita hvaða áhrif þetta gæti haft á tannhold og slímhúðir í munni. Mögulega hefði þetta getað gróið u pp að einhverju leyti en aldrei að fullu. Stór hluti af vörinni hafi verið farinn. Mögulegt sé að líkaminn hefði hafnað flipanum en það sé ekki líklegt. Gera verði ráð fyrir að ef flipinn hefði ekki gróið að þá hefði verið opið inn í munninn. Vitnið D læk nir gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og kannaðist við að hafa skoðað ákærða Baldur 14. júlí 2017. Hafi komið fram að hann hafi lent í slagsmálum við samfanga sinn og verið kýldur a.m.k. eitt högg í andlit sem hafi lent á hægra auga og nefrót. Hafi á kærði talið sig hafa fengið fleiri högg en ekki verið viss. Þetta hafi passað við skoðun, blæðing kringum hægra auga og nokkur bólga og eins yfir 28 nefrót hægra megin. Ekki kannaðist vitnið við að ákærði hafi haft önnur sár. Vitnið staðfesti innihald vottorð sins sem kollegi hans hafi gert eftir nótum vitnisins. Ekki hafi komið fram neitt hjá ákærða um slagsmálin eða hvað hafi gerst. Eins og að framan greinir neitaði ákærði að tjá sig um þetta við aðalmeðferð, en kvaðst muna lítið eftir þessu þegar hann gaf s kýrslu hjá lögreglu. Eins og áður greinir er brotaþoli látinn og vitnið I einnig. Brotaþoli hafði hins vegar lýst atvikum í framburði sínum hjá lögreglu og er hann í samræmi við það sem lýst er í ákærunni. Vitnið X lögreglumaður bar um það fyrir dóminum að brotaþoli hefði lýst því við skýrslugjöf að í átökum sínum við ákærða hefði ákærði bitið í vör brotaþola. Vitnið M fangavörður lýsti því að ákærði og brotaþoli hefðu rokið saman á íþróttavellinum og endað í jörðinni. Þegar hún og aðrir fangaverðir hafi komið að hafi þeir staði á fætur, báðir mjög blóðugir í framan og brotaþoli sagt að ákærði hafi bitið í eða úr vörinni á brotaþola. Hafi brotaþoli svo tekið stykki upp af jörðinni. Vitnið O lýsti því að skv. DNA rannsókn lífsýna hafi blóð á fötum ákærða r eynst úr brotaþola, en á myndum af þeim báðum strax eftir atburðinn eru báðir útbíaðir í blóði. Þá liggur fyrir í læknisvottorði og framburðum lækna að brotaþoli hlaut þann áverka sem greinir í ákæru og samræmist áverkinn og skurðbrúnir því að flipinn hafi verið bitinn af. Er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þann verknað sem lýst er í ákærunni. Að mati dómsins varðar háttsemi ákærða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegingarlaga nr. 19/1940, en ekki við 217. gr. sömu laga. Má hér hafa nokkra hliðsjón af dómi Landsréttar í máli réttarins nr. 404/2018, en telja verður að af háttsemi ákærða hafi hlotist stórfellt líkamstjón. Eins og ákæru er háttað verður þó aðeins miðað við refsimörk 1. mgr. 217. gr. laga nr. 19/1940 vegna brots ákærða í þessari ákæru. Samkvæmt framansögðu hafa báðir ákærðu unnið sér til refsingar. Sakaferill ákærða Baldurs hófst með því að þann 29. nóvember 2007 var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir augðunarbrot, þ. á m. 252. gr. alm ennra hegningarlaga nr. 19/1940, og ávana - og fíkniefnabrot. Lauk afplánun vegna þessa dóms 11. maí 2008. Síðan hefur hann 12 sinnum sætt dómi, síðast þann 4. maí 2017 þegar hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ávana - og fíkniefnabrot, tilraun til þj ófnaðar, húsbrot, hilmingu og tilraun til ráns. Meðal dóma sem ákærði hefur hlotið er rétt að geta um 18 mánaða fangelsi skv. dómi 6. nóvember 2014 m.a. fyrir líkamsárásir skv. 217. og 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1040 og brot gegn 225. g r. og 233. gr. laganna, en þessari refsingu fékk ákærði reynslulausn af 14. janúar 2016 en var gert að afplána eftirstöðvarnar og lauk afplánun 29 4. júní 2016. 10 mánaða fangelsi skv. dómi Hæstaréttar 30. janúar 2014 fyrir brot gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en afplánun refsingarinnar lauk 1. desember 2014 . Rétt er að geta um s akfellingu án sérstakrar refsingar þann 19. apríl 2013 fyrir brot gegn 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 18 mánaða fangelsi skv. dómi Hæstaréttar 8 . nóvember 2012 m.a. fyrir brot gegn 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og lauk ákærði afplánun þeirrar refsingar 25. september 2013. Sakaferill ákærða Trausta hófst þann 19. október 2010 þegar ákæru fyrir þjófnað var frestað skilor ð sbundið í 2 ár . Síðan hefur ákærði 7 sinnum sætt dómi, síðast 28. júní 2018 þegar hann var dæmdur í fangelsi í 2 ár og 6 mánuði m.a. fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Auk þessa er rétt að geta um 4 mánaða fan g elsi skv. dómi 6. nóvember 2014 m.a. fyrir brot gegn 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 2 mánaða fangelsi skv. dómi 31. janúar 2014 m.a. fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en af refsingu síðastgreinds dóms fékk ákærði reynslulausn 26. n óvember 2014, en var gert að afplána eftirstöðvar refsingarinnar og lauk hann afplánuninni 1. febrúar 2016. Við ákvörðun refsinga beggja ákærðu verður litið til 2. mgr. 70. gr., 71. gr., 1. mgr. 73. gr., 77. gr., 1. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem og vegna ákærða Trausta sérstaklega einnig 2. ml. 1. mgr. 106. gr. og 3. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en jafnframt 78. gr. sömu laga vegna brots 4. desember 2016 vegna dóms 28. júní 2017. Er refsing beggja ákærðu hæfi lega ákveðin fangelsi í 2 ár og 6 mánuði og kemur ekki til álita að skilorðsbinda refsingarnar að neinu leyti. Í háttsemi ákærðu gagnvart brotaþolanum A skv. ákærulið 1 í ákæru 4. október 2018 fólst ótvíræð ólögmæt meingerð í skilningi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Bera ákærðu solidariska bótaskyldu gagnvart brotaþola vegna þessa. Eru bætur ákveðnar kr. 600.000 og skulu bera vexti og dráttarvexti ein s og greinir í dómsorði. Samkvæmt 235. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærðu gert að greiða sakarkostnað. Samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti er útlagður kostnaður vegna rannsóknar á sakargiftum í ákærulið 1 í ákæru 4. október 2018 kr. 352.991 og verður ákærðu g ert að greiða þann kostnað óskipt, sem og kostnað vegna vitnisins P sálfræðings, kr. 57.100. Samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti nemur kostnaður vegna ákæruliðar 2 í ákæru 4. október 2018 kr. 13.470 og verður ákærða Trausta gert að greiða hann. Samkvæmt sakark ostnaðaryfirliti nemur útlagður kostnaður vegna rannsóknar á sakargiftum í ákæru 22. október 2018 kr. 30 171.910 og verður ákærða Baldri gert að greiða hann. Af hálfu beggja ákærðu var því sérstaklega mótmælt að þeim yrði gert að greiða kostnað vegna DNA rann sóknar á lífsýnum. Að mati dómsins voru full efni til að stofna til þeirra rannsókna, ekki síst að virtum framburði ákærðu við lögreglurannsókn þeirra atvika sem um er að tefla. Þá verður ákærðu gert að greiða málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, ákærð a Baldri vegna verjanda síns Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns og ákærða Trausta vegna verjanda síns Þorgils Þorgilssonar lögmanns, auk þóknunar skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Lilju Margrétar Olsen lögmanns, en þá þóknun greiði ákærðu in solidum. Að virtu umfangi málsins eru þóknanir ákveðnar kr. 2.000.000 til hvors verjendanna og kr. 1.200.000 til réttargæslumannsins, auk aksturskostnaðar þeirra eins og nánar greinir í dómsorði. Þóknanir eru að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. G íslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Kröfu ákærðu um frávísun er hafnað. Ákærði, Baldur Kolbeinsson, sæti fangelsi í 2 ár og 6 mánuði. Ákærði, Trausti Rafn Henriksson, sæti fangelsi í 2 ár og 6 mánuði. Ákærðu greiði in solidum A kr. 600.000 með vöxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 23. janúar 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá 17. nóvember 2018 til greiðsludags. Ákærðu greiði allan sakarkostnað þannig að in solidum greiði ákærðu kr. 1 .670.591, þ.m.t. þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Lilju Margrétar Olsen lögmanns, kr. 1.200.000, auk aksturskostnaðar réttargæslumannsins, kr. 60.550. Ákærði Baldur greiði auk þess sakarkostnað kr. 2.237.910, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjand a síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, kr. 2.000.000, auk aksturskostnaðar verjandans, kr. 66.000. Ákærði Trausti Rafn greiði auk þess sakarkostnað kr. 2.135.570, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, kr. 2.000 .000, auk akstursko st naðar verjandans, kr. 122.100. Sigurður G. Gíslason